Greinar föstudaginn 11. febrúar 2005

Fréttir

11. febrúar 2005 | Minn staður | 52 orð

112 dagurinn | Svonefndur 112 dagur er í dag, en af því tilefni verður...

112 dagurinn | Svonefndur 112 dagur er í dag, en af því tilefni verður starfsemi Neyðarlínunnar og samstarfsaðila hennar kynnt. Opið hús verður hjá útibúi 112 á Akureyri á lögreglustöðinni og einnig hjá Slökkviliði Akureyrar við Árstíg frá kl. 14-18. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 185 orð

51.551 eintak á dag

MEÐALTALSSALA Morgunblaðsins á síðari helmingi síðasta árs var 51.551 eintak á dag, skv. upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Á sama tíma árið 2003 var meðaltalssalan 52.321 eintak á dag. Meira
11. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Abbas bregst af hörku við vopnahlésbrotum

MAHMOUD Abbas, leiðtogi Palestínumanna, rak í gær þrjá yfirmenn öryggissveitanna fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir sprengjuárás á gyðingabyggð á Gaza. Meira
11. febrúar 2005 | Minn staður | 488 orð | 1 mynd

Á alveg eins erindi í dag

Keflavík | "Það er góð lífsreynsla að taka þátt í leikstarfi og ég hef lært mikið af þessu. Maður verður opnari og á auðveldara með samskipti við annað fólk," segir Valur Freyr Eiðsson sem leikur í söngleiknum Er tilgangur? Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 475 orð | 3 myndir

Byggt yfir 1.600 nýja Reyðfirðinga

STARFSMANNABÚÐIRNAR Fjardaal Team Village (FTV) eru nú sem óðast að rísa á Haga í Reyðarfirði. Þar munu á milli 1.500 og 1.600 manns búa þegar mest lætur á næsta ári og starfa að byggingu álvers. "Starfsmannabúðir fyrir 1. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 565 orð | 2 myndir

Engin bein tengsl stuðnings og varnarhagsmuna

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að engin bein tengsl hefðu verið milli ákvörðunar um stuðning við innrásina í Írak og varnarhagsmuna Íslendinga. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Fagna undirbúningi Vatnajökulsþjóðgarðs

STJÓRN Markaðsstofu Austurlands hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu um Vatnajökulsþjóðgarð: "Stjórn Markaðsstofu Austurlands lýsir yfir ánægju sinni með ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að halda áfram vinnu við undirbúning að stofnun... Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 377 orð

Fer fram á rúmar 13 milljónir króna í bætur

VALGERÐUR H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, hefur höfðað mál á hendur ríkinu og farið fram á greiðslu bóta, samtals að fjárhæð um 13,3 milljónir króna. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Fínt hótel í flottu húsi

"MÉR líst mjög vel á staðsetninguna, húsið er mjög flott og ég er sannfærð um að hér verður eitt fínasta hótelið í borginni," segir Nina Thomasson, sem ráðin hefur verið hótelstjóri. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Fjöldi íslenskra háskólanema

Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, ritaði grein um málefni íslenskra háskóla í Morgunblaðið sl. mánudag. Með greininni átti að fylgja tafla sem sýnir fjölda háskólanemenda hér á landi. Taflan birtist hér og beðist er velvirðingar á... Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð

Frelsi til að tala ensku

Í ÁLYKTUN frá Frjálshyggjufélaginu er hörmuð sú skerðing á tjáningar- og viðskiptafrelsi sem birtist í nýlegri bókun útvarpsréttarnefndar þar sem talið var að ótextaðar íþróttalýsingar á ensku stæðust ekki útvarpslög eing og það er orðað í ályktuninni. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fyrirlestur um hálendissvæði jarðar

FJALLAFRÆÐINGURINN Jack D. Ives heldur fyrirlestur nk. mánudag, 14. febrúar, um helstu hálendissvæði jarðar. Í fyrirlestri sínum mun hann m.a. líta til hálendis Íslands. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fyrirvari vegna nýlegra breytinga

Í frétt Standard & Poor's er sérstaklega vikið að Íbúðalánasjóði og sagt að hann fái sama lánshæfismat og ríkissjóður en þó með fyrirvara vegna nýlegra breytinga á fasteignalánamarkaði, sem grafi undan þeirri einokun sem sjóðurinn hafi nánast haft á því... Meira
11. febrúar 2005 | Minn staður | 70 orð

Gönguferð | Ferðafélag Akureyrar býður upp á gönguferð um bakka...

Gönguferð | Ferðafélag Akureyrar býður upp á gönguferð um bakka Eyjafjarðarár á morgun, laugardaginn 12. febrúar. Mæting er við skrifstofu Ferðafélagsins á Strandgötu 23 kl. 10. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 157 orð

Hafa greitt rúma átta milljarða

VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Impregilo greiddi íslenskum fyrirtækjum rúmlega 8,3 milljarða fyrir vörur og þjónustu frá upphafi framkvæmdanna við Kárahnjúkavirkjun og til ársloka 2004, skv. upplýsingum fyrirtækisins. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 853 orð | 3 myndir

Hvort baula beljur mu eða mö?

Muu er hið nýja slagorð mjólkurframleiðenda sem prýðir nýjar mjólkurumbúðir. En hvort baula beljur mu eða mö? Rúnar Pálmason kannaði málið. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 646 orð | 2 myndir

Íslendingasögurnar gerðar sýnilegri

Á ráðstefnu NORA í gær voru kynnt verkefni sem hafa fengið úthlutað styrk frá NORA. Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálaráðgjafi hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, kynnti ferðaverkefni sem byggist á Íslendingasögunum og arfleifð víkinganna. Meira
11. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Karlar ganga að kjörborðinu í Sádi-Arabíu

KARLAR í Sádi-Arabíu gengu að kjörborðinu í gær en þá fóru fram fyrstu kosningarnar á landsvísu þar í landi. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð

Kínverskur drekadans á Laugavegi

KÍNVERSK-íslenska menningarfélagið og Félag Kínverja á Íslandi efna til drekadans niður Laugaveg í Reykjavík á morgun, laugardaginn 12. febrúar, í tilefni kínverska nýársins en 9. febrúar, sl. Meira
11. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 160 orð

Klakaðir kjúklingar á fleygiferð

ÁSTRALSKA lögreglan viðurkenndi í gær, að hún kynni enga skýringu á nokkrum árásum frosinna kjúklinga á hús í bæ fyrir norðan Sydney. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 85 orð

Krefjast vegabóta | Sveitarstjórn Austurbyggðar hefur krafist þess að...

Krefjast vegabóta | Sveitarstjórn Austurbyggðar hefur krafist þess að stjórnvöld láti gera endurbætur á veginum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri á mótum Vatnsmýrarvegar og Bústaðavegar laugardaginn 29. janúar laust fyrir kl. 14. Þar rákust saman tvær fólksbifreiðir, rauð Renault Twingo og græn Suzuki Baleno. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Mary Robinson til Íslands

MARY Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, verður annar tveggja aðalfyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu sem stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir dagana 13.-15. apríl nk. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð

Meistarakeppni

Meistarakeppni Húnvetninga 2005 hefst næstkomandi laugardag í Reiðhöllinni Arnargerði við Blönduós og er þetta fjórða árið sem keppnin er haldin. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 122 orð

Menning í íshús | Verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss í...

Menning í íshús | Verkefnisstjórn um byggingu menningarhúss í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að skrifstofurnar í gamla Ísfélagshúsinu verði notaðar sem menningarhús. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Miðaldra á mótorhjólin

STÖÐUGT fleiri hafa tekið bifhjólapróf á undanförnum árum og samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu og bifhjólakennurum er langmesta aukningin í aldurshópnum 40-50 ára. Árið 2000 tók 241 bifhjólapróf en á síðasta ári 438 manns. Meira
11. febrúar 2005 | Minn staður | 143 orð | 1 mynd

Minningarmót í skák

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson og alþjóðlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson og Sævar Bjarnason, ásamt fleiri sterkum skákmönnum, eru á meðal keppenda á minningarmótinu um Jón Björgvinsson, sem fram fer í KEA salnum í Sunnuhlíð á Akureyri um... Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 736 orð | 1 mynd

Mismikil þörf eftir greinum

Meira en tvöföldun á útgáfu nýrra atvinnuleyfa Árið 2004 voru gefin út alls 3.750 atvinnuleyfi fyrir útlendinga, samanborið við 3.304 árið 2003 og 3.637 árið 2002. Mest fjölgaði nýjum tímabundnum atvinnuleyfum á síðasta ári. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Mö heyrist frekar ef kýr eru reiðar

KÚABÆNDUR ættu að vita manna best hvað kýr baula. Það var þó ekki einfalt mál fyrir þá sem rætt var við í gær að skera úr um hvort þær bauluðu mu eða mö. Á nýju mjólkurumbúðunum er slagorðið muu mjög áberandi. En hvort baula beljur mu eða mö? Meira
11. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 128 orð

NATO eykur friðargæslu í Afganistan

Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur ákveðið að auka friðargæslu sína í Afganistan. Greint var frá þessu í gær eftir fund varnarmálaráðherra NATO í Nice í Frakklandi. Meira
11. febrúar 2005 | Minn staður | 70 orð

Námskynning | Kynning á námi við Háskólann á Akureyri verður á morgun...

Námskynning | Kynning á námi við Háskólann á Akureyri verður á morgun, laugardaginn 12. febrúar, frá kl. 13 til 17 í rannsóknar- og nýsköpunarhúsinu Borgum og gefst gestum því kjörið tækifæri til að skoða húsakynni sem þar eru. Meira
11. febrúar 2005 | Minn staður | 72 orð

Námstefna | Námstefna leik- og grunnskóla á Akureyri undir heitinu Þróun...

Námstefna | Námstefna leik- og grunnskóla á Akureyri undir heitinu Þróun skólastarfs verður á laugardag, 12. febrúar, í Brekkuskóla kl. 9. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 136 orð

Neyðarþjónustan kynnt í dag

SVOKALLAÐUR 112 dagur verður haldinn hátíðlegur í dag en með því er vísað í neyðarnúmerið 112 og verður m.a. dagskrá í Smáralind í Kópvogi og slökkviliðs- og lögreglustöðvar víða á landinu verða opnar. Garðar H. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 660 orð

Níu af hundraði á geðlyfjum

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Alþingi í gær að níu af hundraði Íslendinga væru á geðdeyfðarlyfjum að staðaldri. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 125 orð

Nýjar græjur

Jón Ingvar Jónsson yrkir um árstíðina og veðrið: Leiður Þorri þykir mér þung og ströng með veður sál mín þreytt og þjökuð er þar til Góa kveður. Gylfi Þorkelsson heyrði af barni sem kom úr leikskólanum: "Mamma, mamma. Meira
11. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 87 orð

Páfi fer af sjúkrahúsi

JÓHANNES Páll II páfi fór af Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm síðdegis í gær eftir að hafa legið þar í níu daga vegna öndunarerfiðleika. Meira
11. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 161 orð

Pósturinn borinn út til Hitlers

PÓSTKORT sem Adolf Hitler var sent frá Bretlandi hefur verið borið út þótt 60 ár séu liðin frá því að viðtakandinn kvaddi þennan heim. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 122 orð

Rannsóknarnefnd sjóslysa ekki við sjópróf vegna Jökulfells

RANNSÓKNARNEFD sjóslysa (RNS) mun ekki senda fulltrúa til að vera við sjópróf vegna sjóslyssins þegar M/S Jökulfell fórst norðaustur af Færeyjum á mánudagskvöld. Sjóprófin áttu að hefjast í Þórshöfn í Færeyjum í dag. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 604 orð | 1 mynd

Reynt að vinna hrogn

700 MILLJÓNA króna útflutningsverðmæti gætu tapast vegna brunans í Fiskimjöli og lýsi í fyrradag og er því unnið að því að finna leiðir til að landa hluta loðnunni sem átti að fara í bræðslu í Grindavík annars staðar. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Riffill lá á gólfi bílsins

KARLMAÐUR sem grunaður er um aðild að ránum í verslunum í Reykjavík undanfarna daga var handtekinn í bíl við Suðurver í gærkvöldi. Í bílnum fannst m.a. svört gríma, riffill og hnífur sem talið er að hafi verið notað til að ógna starfsfólki í ránunum. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð

Rokkhátíð alþýðunnar | Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, verður...

Rokkhátíð alþýðunnar | Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, verður að þessu sinni haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 26. mars, laugardaginn fyrir páska, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar. Unnið hefur verið að lagfæringum á húsinu. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð

Rúmlega 9.800 á kjörskrá

ALLS eru 9.845 á kjörskrá vegna kjörs rektors Háskóla Íslands, sem fram fer 10. mars næstkomandi. Kjörskráin hefur nú verið lögð fram og eru á henni 1.013 starfsmenn og 8.832 stúdentar. Meira
11. febrúar 2005 | Minn staður | 92 orð

Safna með sölu listmuna

Að undanförnu hefur hópur erlendra kvenna sótt sérstakt kvennanámskeið hjá Alþjóðastofunni á Akureyri. Meirihluti þessa kvennahóps rekur uppruna sinn til Taílands, en hafa allar verið búsettar á Íslandi um allnokkurt skeið. Meira
11. febrúar 2005 | Minn staður | 592 orð | 2 myndir

Sjúkrahúsið fært inn í samtímann

Neskaupstaður | Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN) og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) voru á dögunum afhentar rausnarlegar gjafir. Meira
11. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 587 orð | 1 mynd

Slíta kjarnorkuviðræðum

Fréttaskýring | Norður-Kóreumenn neita að ræða frekar kjarnorkuáform sín og ítreka fyrri fullyrðingar um að þeir ráði yfir kjarnavopnum. Þeir segjast hafa smíðað þau í varnarskyni. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Stefnt að því að ljúka breikkun í haust

Reykjavík | Stefnt er að því að víkka út gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í sumar með því að fjölga akreinum og beygjuljósum fyrir allar vinstri beygjur á gatnamótunum. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 413 orð

Sýknaður en greiðir bætur

HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær tveggja ára fangelsisdómi yfir manni fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku á árinu 1994. Meira
11. febrúar 2005 | Minn staður | 84 orð

Söngkeppni | Sameiginleg söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Norðurlandi...

Söngkeppni | Sameiginleg söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Norðurlandi verður haldin í kvöld og er þetta í fyrsta skipti sem efnt er til slíkrar keppni. Sigurvegarar úr henni fá svo þátttökurétt í söngkeppni Samfés í Reykjavík í mars. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Talið að þurrkari hafi ofhitnað og sprungið

TILDRÖG eldsvoðans í Grindavík voru rannsökuð í gær af lögreglunni í Keflavík með aðstoð tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík ásamt löggildingarstofu og fulltrúum Tryggingamiðstöðvarinnar. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Tvöfaldur sigur Hvolsskóla

Hvolsskóli sigraði bæði í ræðu- og söngkeppni grunnskólanna í Rangárvallsýslu sem fram fór í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli á dögunum. Nemendur 8. til 10 bekkjar grunnskólanna á Hellu, Hvolsvelli og Laugalandi halda árlega söng- og ræðukeppni. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Um 3.400 nemendur kusu til Stúdentaráðs

TALNING í kosningum til Stúdentaráðs og Háskólafundar gekk vel í gærkvöldi og var reiknað með að niðurstöður myndu liggja fyrir um miðnætti, en hálft fjórða þúsund nemenda greiddi atkvæði. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð

Verðbólgan yfir þolmörk Seðlabankans

VERÐBÓLGAN síðastliðna tólf mánuði var 4,5% hér á landi samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Þetta er 0,5% yfir efri þolmörkum Seðlabanka Íslands en verðbólgumarkmið bankans miðast við 2,5% verðbólgu með 1,5% þolmörkum yfir eða undir markmiðinu. Meira
11. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 737 orð | 1 mynd

Verður ekki drottning þótt hún giftist Karli

Camilla Parker Bowles verður titluð prinsessa verði Karl krónprins krýndur konungur eftir að þau ganga í hjónaband í apríl. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Vestfjarðaleið styttist um 22 km við þverun fjarða

Barðastrandarsýsla | Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur beint því til Vegagerðarinnar að hún geri tillögu um að valin verði leið sem felur í sér þverun þriggja fjarða við endurbætur á Vestfjarðavegi í Reykhólahreppi. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Viðra sig í blíðunni

Ólafsfjörður | Sumir bændur hafa fé sitt úti allan veturinn, lætur það liggja við opið eins og sagt er. Geta skepnurnar þá kroppað eftir föngum en hafa jafnframt aðgang að góðu heyi. Hefur féð sjálfsagt leitað töluvert inn í vetur. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Viðskiptaráðherra vill fleiri konur í stjórnir

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur sent stærstu fyrirtækjum landsins bréf þar sem farið er fram á að forsvarsmenn þeirra beiti sér fyrir því að konur fái aukið tækifæri til setu í stjórnum viðkomandi fyrirtækja. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 264 orð

Viðurkenning á efnahagsstjórn

MATSFYRIRTÆKIÐ Standard &Poor's hefur hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendum myntum í AA- úr A+ og á langtímaskuldbindingum í íslenskum krónum í AA+. Geir H. Meira
11. febrúar 2005 | Minn staður | 330 orð | 1 mynd

Vilja ekki miðstöðina

Reykjavík | Í yfirlýsingu Höfuðborgarsamtakanna sem afhent var borgarráðsmönnum fyrir upphaf fundar borgarráðs í gær, vara samtökin borgaryfirvöld við því að ganga til samninga við ríkið um samgöngumiðstöð fyrir innanlandsflug á Reykjavíkurflugvelli. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 575 orð | 1 mynd

Þrír af fjórum hjólbörðum sprungu á einni hjólafestingunni

RANNSÓKN á hjólabúnaði Boeing 747-200 þotu Air Atlanta, sem fór út af flugbraut í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 7. nóvember sl. er nú á lokastigi. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ættingjar þrýsta á um atvinnuleyfi

ÆTTINGJAR og kunningjar þeirra útlendinga, sem sótt er um atvinnuleyfi fyrir hér á landi eru í auknum mæli farnir að þrýsta á Vinnumálastofnun um útgáfu leyfanna. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Öll reykvísk heimili tengd ljósleiðara 2009

REYKVÍKINGAR munu að öllum líkindum ekki þurfa að bíða í fjögur til sex ár eftir að heimili þeirra tengist ljósleiðara, heldur þrjú til fjögur ár. Meira
11. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 114 orð

Öryggisdeild taki til starfa innan skamms

STEFNT er að því að sérhæfð öryggisdeild, fyrir alvarlega geðsjúka og sakhæfa einstaklinga, taki til starfa innan skamms á Kleppsspítala. Kom þetta fram í máli heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, á Alþingi í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

11. febrúar 2005 | Staksteinar | 289 orð | 1 mynd

Lítið að gera í landbúnaðarnefnd

Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið í ljós áhyggjur af að fá þingmál berist Alþingi úr landbúnaðarráðuneytinu og að fáir fundir séu þar af leiðandi haldnir í landbúnaðarnefnd Alþingis. Meira
11. febrúar 2005 | Leiðarar | 491 orð

Meiri tungumálakennsla

Flest ríki Evrópu verja meiri tíma til kennslu fyrsta erlenda tungumáls í grunnskóla en Ísland, að því er fram kom í Morgunblaðinu í gær. Á Íslandi eru kenndar 384 stundir í ensku á sex árum, en t.d. Meira
11. febrúar 2005 | Leiðarar | 360 orð

Úr digrum Háskólasjóði

Háskóli Íslands og Burðarás undirrituðu á miðvikudag viljayfirlýsingu um breytingar á starfsemi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Meira

Menning

11. febrúar 2005 | Fjölmiðlar | 112 orð | 1 mynd

Bíótónar

LEIKARNIR æsast óðum í Idol-stjörnuleitinni. Spennan var svakaleg síðasta föstudag þegar þjóðin kaus Brynju úr leik í hnífjafnri keppni. Við það urðu aðeins sex keppendur eftir og eftir kvöldið í kvöld verðar þeir komnir niður í fimm. Meira
11. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 382 orð | 1 mynd

Bútur úr Bjólfi

BJÓLFUR og Grendill birtust nokkrum áhorfendum í tíu mínútur á laugardag í tengslum við Kvikmyndahátíðina í Gautaborg. Meira
11. febrúar 2005 | Bókmenntir | 485 orð | 1 mynd

BÆKUR - Barnabók

Karen Levine, þýðing Vilborg Dagbjartsdóttir, 108 bls, SALKA Reykjavík 2004. Meira
11. febrúar 2005 | Tónlist | 159 orð | 1 mynd

Efast um rokkáhuga drottningar

SÖNGVARI rokksveitarinnar fornfrægu The Who, Roger Daltrey, var sæmdur CBE orðu bresku krúnunnar á miðvikudag "fyrir framlag hans til tónlistar, skemmtanaiðnaðarins og góðgerðarmála. Meira
11. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Eftirsóttur dávaldur

NÁMSKEIÐ tvö sem tilkynnt var fyrr í vikunni að dávaldurinn Sailesh myndi bjóða upp á 16. apríl, annars vegar til að hjálpa fólki að hætta að reykja og hins vegar til að losna við aukakílóin, eru yfirfull. Meira
11. febrúar 2005 | Tónlist | 326 orð

Ég heiti Tosca, ég er ljón

"Tosca er hörkukona og engin lognmolla í kringum hana. Hún er stórkostleg manneskja, sem mér finnst hafa allt til brunns að bera," segir Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona sem fer með hlutverk Toscu í sýningu Íslensku óperunnar. Meira
11. febrúar 2005 | Tónlist | 1398 orð | 1 mynd

Frumsýning í skugga sprengjuhótunar

Í kvöld kl. 20 frumsýnir Íslenska óperan Toscu eftir Giacomo Puccini. Bergþóra Jónsdóttir komst að því að Verdi hafði líka áhuga á að semja óperu um söngkonuna sem fórnaði lífinu fyrir elskhuga sinn. Meira
11. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 175 orð | 1 mynd

Hefndin er sæt

ANNETTE Bening leikur aðalhlutverkið í Being Julia , á móti Jeremy Irons. Hún þykir njóta sín mjög í þessu hlutverki og hefur myndin fengið ágæta dóma. Bening leikur leikkonuna Juliu Lambert en sögusviðið er London árið 1938. Meira
11. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 897 orð | 1 mynd

Hvar er krafturinn?

Leikstjórn: Alejandro Amenábar. Handrit: Alejandro Amenábar og Mateo Gil. Aðalhlutverk: Javier Bardem, Belén Rueda, Lola Dueñas, Mabel Rivera, Celso Bugallo, Clara Segura, Joan Dalmau, Alberto Jiménez og Tamar Novas. Kvikmyndataka: Javier Aguirresarobe. 125 mín. Spánn. Soguepaq 2004. Meira
11. febrúar 2005 | Myndlist | 311 orð | 1 mynd

Hægt að hringja í Yoko Ono

HAFI íslenskir listunnendur hug á að skapa myndlistarverk eftir leiðbeiningum listamannsins Yoko Ono, er það hægt um þessar mundir og verður fram í maí - það eina sem þarf til er að hringja í síma 00-47-815-68-688 og fylgja nokkrum einföldum... Meira
11. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 168 orð | 1 mynd

Hættuför í eyðimörkinni

NÓG er af ævintýrum og spennu í myndinni Flight of the Phoenix . Myndin er endurgerð af samnefndri mynd með Jimmy Stewart í aðalhlutverki en er nú sett í nútímalegri búning með Dennis Quaid í aðalhlutverki. Meira
11. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 347 orð | 1 mynd

Inntakið fyrst og fremst talað mál

Í DAG hefur Talstöðin útsendingar, ný talmálsstöð á tíðninni 90,9. Útvarpsstjóri er Illugi Jökulsson. "Ég hef nú ekki hugmynd um hvernig þetta kom til," segir Illugi aðspurður. Meira
11. febrúar 2005 | Leiklist | 539 orð | 1 mynd

LEIKLIST - Nemendamót Verzlunarskóla Íslands

Höfundur og leikstjóri: Agnar Jón Egilsson, tónlistarstjórn: Jón Ólafsson, danshöfundar: Katrín Ingvadóttir og Ásdís Ingvadóttir, lýsing og leikmynd: Sigurður Kaiser. Loftkastalanum 2. febrúar 2005. Meira
11. febrúar 2005 | Menningarlíf | 456 orð | 1 mynd

Lofgjörð í Afríku

Háskólakórinn og Vox Academica halda tvenna tónleika í Neskirkju á morgun, laugardag, þar sem flutt verður dálítið sérstæð lofgjörð. Á tónleikunum, sem hefjast kl. Meira
11. febrúar 2005 | Tónlist | 271 orð | 1 mynd

Nýjasta undrið frá Finnlandi

OSMO Vänskä, hljómsveitarstjórinn kunni, er nýjasta undrið frá Finnlandi, að mati blaðamanns tímaritsins New Yorker. Meira
11. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 172 orð | 6 myndir

Rússneskar söguhetjur

DIANE von Furstenberg leitaði til Rússlands í nýjustu sýningu sinni á tískuviku í New York. Sýningin hafði bæði á sér framandi blæ og dramatískan. Meira
11. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 503 orð | 1 mynd

Skagafjörður í Berlín

EIN íslensk mynd verður sýnd í opinberri dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, Berlinale, sem hófst formlega í gær. Meira
11. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 171 orð | 1 mynd

Skilaboð að handan

MANNKYNIÐ hefur löngum verið heillað af þeirri hugmynd að eiga samskipti við ástvini sem farið hafa yfir móðuna miklu. Meira
11. febrúar 2005 | Tónlist | 337 orð | 1 mynd

Spilamennska og plata í bígerð

NÆRRI sex ár eru síðan Skítamórall sendi frá sér síðustu hljóðversplötu, samnefnda hljómsveitinni. Nú snýr hún loksins aftur, tvíefld, en tökur á nýrri plötu standa nú yfir og að auki hyggur sveitin á mikla spilamennsku á næstu vikum og mánuðum. Meira
11. febrúar 2005 | Tónlist | 532 orð

Söguþráður

Fyrsti þáttur Cesare Angelotti, pólitískur fangi á flótta, leitar skjóls í kirkju. Málarinn Mario Cavaradossi kemur þangað til að vinna við málverk sitt af Maríu Magdalenu en fyrirmyndin er markgreifynjan Attavanti, systir Angelottis. Meira
11. febrúar 2005 | Tónlist | 59 orð

Tosca

eftir Giacomo Puccini Libretto: Giacosa og Illica Tosca : Elín Ósk Óskarsdóttir Cavaradossi : Jóhann Friðgeir Valdimarsson Scarpia : Ólafur Kjartan Sigurðarson Angelotti : Bergþór Pálsson, Spoletta : Snorri Wium Kirkjuvörður : Davíð Ólafsson. Meira
11. febrúar 2005 | Tónlist | 277 orð | 1 mynd

TÓNLIST - Seltjarnarneskirkja

Verk eftir Árna Björnsson, Mendelssohn og Haydn. Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla; Sinfóníuhljómsveit áhugamanna u. stj. Olivers Kentish. Sunnudaginn 6. febrúar kl. 17. Meira
11. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 189 orð | 1 mynd

Vinskapur og væntumþykja

BANGSÍMON og Fríllinn kemur í kjölfar tveggja mynda um Bangsímon og félaga sem notið hafa mikilla vinsælda, Tumi tígur ( The Tigger Movie ) og Grislingur - Stórmynd ( Piglet's Big Movie ). Meira

Umræðan

11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 555 orð | 1 mynd

112 - allt landið, eitt númer

Kristbjörn Óli Guðmundsson fjallar um ávinninginn af því að hafa eitt samræmt neyðarnúmer fyrir allt landið: "112, vaktstöð siglinga og fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra standa þar vaktina allan sólarhringinn og geta með örskömmum fyrirvara tekist á við hin margvíslegu verkefni sem upp kunna að koma og kalla þá til þá aðila sem besta aðstoð geta veitt í hverju tilfelli fyrir sig." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 310 orð | 1 mynd

Boðskapur úr austri

Björn Þorláksson fjallar um Ísland og umheiminn: "Áleitin er sú spurning hvort við myndum bregðast við af sömu fórnfýsi og örlæti og Asíubúarnir ef aðstæðurnar snerust við." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 362 orð | 1 mynd

Einn, einn, tveirdagurinn er í dag

Þórhallur Ólafsson fjallar um neyðarnúmerið og 112-daginn: "Við önnumst neyðarsímsvörun fyrir alla viðbragðsaðila vegna slysa, eldsvoða, afbrota, leitar, björgunar og náttúruhamfara, hvort sem er á landi, sjó eða í lofti. Auk þess er unnt að ná sambandi við barnaverndarnefndir landsins í gegnum 112." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 631 orð | 1 mynd

Fiskarnir í sjónum

Jóhann Ársælsson gerir athugasemdir við viðhorfsgrein: "Ég tel að í nefndri grein hafi Björgvin Guðmundsson engin góð rök fært fram fyrir því að þjóðin eigi að afhenda einkaaðilum fiskana á Íslandsmiðum til eignar." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Framtíðarsýn lögreglunnar í landinu

Karl Steinar Valsson fjallar um starfsvettvang lögreglunnar: "Breytingin myndi færa þeim öflugra og stærra lögreglulið sem mun gefa tækifæri til að fjölga útivinnandi lögreglumönnum og þannig auka öryggi." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 320 orð | 1 mynd

Mikil hækkun fasteignagjalda í Garðabæ

Einar Sveinbjörnsson skrifar um skattamál: "Á sama tíma og ríkisstjórnin er að afnema eignarskatta stendur Garðabær í því að auka tekjur sínar af eignarsköttum sveitarfélaga." Meira
11. febrúar 2005 | Bréf til blaðsins | 210 orð

Mikki refur in memoriam

Frá Axel B. Eggertssyni: "Í fréttum heyrði ég að nú væri verið að skoða nýtt fyrirbæri í ferðaþjónustu, Skagafjörður nefndur þar: Það er að gefa út leyfi til manna, sem geta komið norður og skotið tófu sér til skemmtunar." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 423 orð | 1 mynd

Mismunun íslenskrar tungu

Gauti Kristmannsson fjallar um þýðingar á erlendu sjónvarpsefni: "Það er því hneykslanlegt að um leið og lögboðið stjórnvald hefur úrskurðað í máli, skuli Alþingi vera hreinlega misnotað til þess að redda þeim aðila sem ósáttur er við lögin og úrskurðinn." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Ódýrt erlent vinnuafl í ferðaþjónustu

Birna G. Bjarnleifsdóttir fjallar um undirboð erlendra ferðaskrifstofa á leiðsögn um Ísland: "Erlendi fararstjórinn hefur nefnilega farið vel yfir hljóðbandið heima hjá sér og lært utanbókar allt sem íslenski leiðsögumaðurinn sagði í fyrstu ferðinni." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 692 orð | 1 mynd

Reykjavíkur-flugvöllur og rætur offitunnar

Steinunn Jóhannesdóttir fjallar um Reykjavíkurflugvöll og áhrif hans: "Það er því gróf fölsun að líkja Reykjavíkurflugvelli við aðaljárnbrautarstöðvar í erlendum stórborgum." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Sjálfstætt grunnnet fyrir landið allt!

Davíð Ingason fjallar um sölu Símans: "Eðlilegast væri að fjarskiptafyrirtækin stofnuðu sameiginlegt fyrirtæki sem ræki grunnnetið og símakapla til útlanda og hefðu hag af þeim rekstri í hlutfalli við markaðshlutdeild sína." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 477 orð | 1 mynd

Skattalækkun eða skattahækkun?

Sævar Þór Jónsson fjallar um ríkisrekstur: "...ríkið fær meira í tekjur af óbeinum sköttum en af beinum sköttum." Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 671 orð | 1 mynd

Skipulag fjarskipta - framþróun eða deila um markað

Gísli Gíslason fjallar um fjarskiptamarkað: "Að mínu viti væri álitlegt að skoða sameiginlegt dreifingarfyrirtæki í fjarskiptum, sem væri óháð söluaðilum þeirrar þjónustu sem um kerfið fer." Meira
11. febrúar 2005 | Velvakandi | 236 orð | 1 mynd

Vel vakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Fréttablaðið og Dagskráin: Ekki í hvert hús Í FRÉTT í Morgunblaðinu í dag, sunnudag, heldur Gunnar Smári Egilsson því fram að Fréttablaðið sé borið út í hvert hús á Akureyri. Það er ekki rétt. Fréttablaðinu er t.d. Meira
11. febrúar 2005 | Aðsent efni | 744 orð | 1 mynd

Það yrði gríðarleg sprenging í sjávarútveginum...

Halldór Blöndal fjallar um aðskilnað milli útgerðar og fiskvinnslu: "Ógjörningur var að fá tillögumenn þess að aðskilja veiðar og vinnslu til að ræða þá stöðu sem upp kæmi, ef allur fiskur yrði settur á markað." Meira

Minningargreinar

11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 5019 orð | 1 mynd

BIRGIR VIKTOR HANNESSON

Birgir Viktor Hannesson fæddist í Norðtungu á Akranesi 29. september 1941. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Frímann Jónsson, f. 24. júlí 1902, d. 12. júní 1966, og Ástríður Torfadóttir, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 489 orð | 1 mynd

GÍSLÍNA LÁRA KRISTJÁNSDÓTTIR

Gíslína Lára Kristjánsdóttir fæddist á Akureyri 15. nóvember 1916. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 28. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gests Sigurðar Kristjáns Kristjánssonar, f. á Ísafirði 1883, d. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 3554 orð | 1 mynd

HALLDÓR MARÍAS ÓLAFSSON

Halldór Marías Ólafsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1955. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Halldórsson frá Ísafirði, f. í Hnífsdal 19.11. 1927, d. 30.3. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 800 orð | 1 mynd

HELGA RUTH MAGNÚSDÓTTIR WYNVEEN

Helga Ruth Magnúsdóttir Wynveen fæddist á Ísafirði 3. apríl 1928. Hún lést á hjúkrunarheimili í Baldwin í Wisconsin þriðjudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Eiríkssonar vélstjóra og Jónu Kristínar Guðjónsdóttur húsmóður. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2144 orð | 1 mynd

HÖRÐUR RUNÓLFSSON

Hörður Runólfsson fæddist á Hálsum í Skorradal í Borgarfirði 7. apríl 1911. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Arason, f. 1863, d. 1940 og Ingibjörg Pétursdóttir, d. 1950, bændur á Hálsum. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 40 orð

Jóna Júlía Valsteinsdóttir

Sárt verður þín saknað, elsku amma góð, þú á betri stað hefur vaknað sæl glöð og rjóð. Ég hef alltaf góða minningu af þér, þú verður alltaf hjá mér, hvort sem er í anda eða myndaramma, elsku vöffluamma. Kveðja... Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2827 orð | 1 mynd

JÓNA JÚLÍA VALSTEINSDÓTTIR

Jóna Júlía Valsteinsdóttir fæddist á Ytra-Krossanesi í Glæsibæjarhreppi við Akureyri 28. júlí 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 29. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 8. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1854 orð | 1 mynd

JÚLÍANA JÓNSDÓTTIR

Júlíana Jónsdóttir fæddist í Keflavík 19. nóvember 1918. Foreldrar hennar voru Jóna Lilja Samúelsdóttir, f. í Vífilsdal í Hörðudal 27. apríl 1889, d. 27. júlí 1973, og Jón Valdimarsson, f. í Keflavík 3. júní 1894, drukknaði í Reykjavíkurhöfn 14. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1364 orð | 1 mynd

ÓLAFUR J. ÓLAFSSON

Ólafur J. Ólafsson fæddist á Geirseyri við Patreksfjörð 9. nóvember 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Erlendsdóttir húsfreyja, f. 1886, d. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1479 orð | 1 mynd

SIGURÐUR BALDURSSON

Sigurður Baldursson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1923. Hann lést á Grund við Hringbraut í Reykjavík að morgni föstudagsins 28. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 9. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2162 orð | 1 mynd

STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR

Steinunn Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 3. september 1919. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon útgerðarmaður og Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 140 orð

Svanborg Sumarrós Tryggvadóttir

Hún langamma er farin til Guðs og á ég eftir að sakna hennar. Alltaf var kexið og dótakassinn til þegar ég og mamma komum í heimsókn. Hún gaf mér Barbie og eyrnalokkana í jólagjöf og ætla ég að passa það vel. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1101 orð | 1 mynd

SVANBORG SUMARRÓS TRYGGVADÓTTIR

Svanborg Sumarrós Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík 14. júlí 1938. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Aðalstræti 8, mánudaginn 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Salbjörg Guðmundsdóttir frá Litla Kambi, f. 13 3. 1916, d. 25.12. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1616 orð | 1 mynd

UNA MAGNÚSDÓTTIR

Una Magnúsdóttir fæddist í Stóra Rimakoti í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu 23. okt 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Pétursdóttir húsfreyja, f. 27.7. 1892, d. 25.9. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2353 orð | 1 mynd

VALGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR

Valgerður Þórðardóttir fæddist á Efri-Úlfsstaðahjáleigu (nú Sléttuból) í Austur-Landeyjum 3. mars 1926. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi miðvikudaginn 2. febrúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 3042 orð | 1 mynd

VILHJÁLMUR SIGURÐSSON HEIÐDAL

Vilhjálmur Sigurðsson Heiðdal fæddist á Vopnafirði 4. ágúst 1912. Hann lést á Droplaugarstöðum 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Sigríður Jörgensdóttir, f. 2.6. 1890, d. 27.9. Meira  Kaupa minningabók
11. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1291 orð | 1 mynd

ÞÓRA TÓMASDÓTTIR

Þóra Tómasdóttir fæddist að Bolafæti, nú Bjargi, í Hrunamannahreppi 10. september 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 2. febrúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

11. febrúar 2005 | Sjávarútvegur | 309 orð | 2 myndir

Frysting fyrir Japana hafin

FRYSTING á loðnu fyrir markaðinn í Japan er hafin mjög víða, svo sem í Neskaupstað, á Vopnafirði og Fáskrúðsfirði. Hrognafylling er næg í loðnunni og fulltrúar japönsku kaupendanna fylgjast með gangi mál. Meira

Viðskipti

11. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 41 orð

Budget semur við Iceland Express

BÍLALEIGAN Budget hefur samið við Iceland Express um þjónustu við farþega félagsins . Í fréttatilkynningu segir að Budget muni bjóða viðskiptavinum Iceland Express bestu fáanlegu kjör á bílaleigubílum á öllum áfangastöðum félagsins, þ.e. Meira
11. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 129 orð | 1 mynd

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar hf. tvöfaldast milli ára

HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum eftir skatta var rúmlega tvöfalt meiri í fyrra en árið áður. Hagnaðurinn á árinu 2004 nam 548 milljónum króna, en þar af var hagnaðurinn á fjórða fjórðungi ársins 222 milljónir. Meira
11. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Hraðskreitt rándýr

BAUGUR Group er eins og hraðskreitt rándýr að því er fram kemur í umfjöllun Financial Times í gær í tilefni af óformlegu kauptilboði félagsins í Somerfield, sem tilkynnt var um í Kauphöllinni í London í fyrradag. Meira
11. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 234 orð | 1 mynd

KB banki fékk Íslensku þekkingarverðlaunin

KB banki hlaut í gær Íslensku þekkingarverðlaunin sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH, veitti í fimmta sinn. Jafnframt hlaut Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður bankans, viðurkenningu félagsins sem hagfræðingur ársins 2004. Meira
11. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 24 orð

Leiðrétt

Í FRÉTT á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á miðvikudag var MP Fjárfestingarbanki ranglega nefndur MP Verðbréf. Leiðréttist það hér með og biðst Morgunblaðið velvirðingar á... Meira
11. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 44 orð

Mest hækkun á bréfum Medcare Flögu

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu 8,9 milljörðum króna. Viðskipti með hlutabréf námu 3,6 milljörðum . Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% og er 3.875 stig . Af félögum í úrvalsvísitölunni hækkuðu bréf Medcare Flögu mest, um 4,0%. Meira
11. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 42 orð

Stýrivextir á Bretlandi óbreyttir

ENGLANDSBANKI hefur tilkynnt að stýrivextir verði óbreyttir, 4,75% , og er þetta sjötti mánuðurinn í röð sem slík tilkynning er gefin út. Væntingar á markaði eru þó þær að vextir muni taka að hækka síðar á árinu samkvæmt frétt Financial Times... Meira
11. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 284 orð | 1 mynd

Valgerður skorar á fyrirtækin

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur sent stærstu fyrirtækjum landsins bréf þar sem farið er fram á að forsvarsmenn fyrirtækjanna beiti sér fyrir því að konur fái aukið tækifæri til setu í stjórnum viðkomandi fyrirtækja. Meira
11. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 393 orð | 2 myndir

Verðbólgan eykst enn

TÓLF mánaða verðbólga hér á landi mælist 4,5%, samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Það er 0,5% yfir efri þolmörkum Seðlabanka Íslands. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% verðbólga en svokölluð þolmörk eru þar 1,5% yfir eða undir. Meira

Daglegt líf

11. febrúar 2005 | Daglegt líf | 418 orð | 3 myndir

Ávaxtakörfur í stað nammiskápsins

Nammiskápum var skipt út fyrir ávaxtakörfur og gosdrykkjakælar fylltir hollustu. Frítt var í líkamsrækt og heilsutengdir fyrirlestrar haldnir reglulega. Þetta var meðal þess sem starfsmenn Opinna kerfa ehf. nutu í heilsuvikunni, sem haldin var nýlega með pomp og prakt. Meira
11. febrúar 2005 | Daglegt líf | 363 orð | 3 myndir

Krónan og skatan á ólíklegustu stöðum

Getur þjóðarsálin búið í klakaboxi, á snaga eða í gallabuxum? Spurningin virðist ófyrirleitin, en ef við stöldrum aðeins við stinga aðrar spurningar upp kollinum. Hvað er þjóðarsál? Hver eru sameiningartákn þjóðar? Hvernig birtist arfleifðin? Meira
11. febrúar 2005 | Daglegt líf | 774 orð | 1 mynd

Skötuselurinn er algert lostæti

Frakkar eru snillingar í klassískri matargerðarlist en Íslendingar eru nýjungagjarnari, það er okkar helsti kostur, sagði Gissur Guðmundsson þegar Guðrún Gunnarsdóttir hitti hann á matreiðslukeppni Bocuse d'Or í Lyon í Frakklandi. Meira

Fastir þættir

11. febrúar 2005 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli . 16. febrúar nk. er 85 ára Gunnar Már Hjálmtýsson...

85 ÁRA afmæli . 16. febrúar nk. er 85 ára Gunnar Már Hjálmtýsson, fyrrverandi verkamaður Af því tilefni býður hann vinum og vandamönnum til kaffisamsætis á morgun, laugardaginn 12. febrúar, kl. 15-18 í Bauganesi 26,... Meira
11. febrúar 2005 | Viðhorf | 860 orð

Að taka á móti fólki

Ég viðurkenni að mér leið ekki rétt vel eftir að hafa lesið mér til um skoðanir og stefnu Danska þjóðarflokksins á vefsíðu hans. Mér varð satt að segja ómótt. Meira
11. febrúar 2005 | Fastir þættir | 249 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Blekking í vörn. Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 21 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 2. júlí sl. í Skólabæ af sr. Braga Skúlasyni...

Brúðkaup | Gefin voru saman 2. júlí sl. í Skólabæ af sr. Braga Skúlasyni þau Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Amid... Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 274 orð | 1 mynd

Feðraveldið mölvað í Stúdentakjallaranum

ÁHUGAMENN um framúrstefnurokk og -popp gætu gert verri kaup í kvöld en að líta við á Stúdentakjallaranum og hlýða á sveitirnar Reykjavík, Skakkamanage, Dáðadrengi og Gereyðingarvopn á tónleikum. Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 30 orð

Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur hryggðar...

Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur hryggðar, en eftir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar og réttlætis. (Hebr. 12, 11.) Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 134 orð | 1 mynd

Killin' Pablo á Gauknum

BRESKA hljómsveitin Killin Pablo á tónleikum á Gauk á Stöng í kvöld. Ásamt Killin' Pablo koma einnig fram heimasveitirnar Hoffman og Solid I.v auk The Giant Viking Show, sem er eins manns verkefni Heiðars Arnar Kristjánssonar, söngvara Botnleðju. Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 30 orð

Listaverk rangt staðsett

RUGLINGUR varð á staðsetningu myndar af börnum hlaupandi fram hjá listaverki eftir Erró í Morgunblaði gærdagsins og hún sögð tekin við Hafnarhúsið. Hið rétta er að listaverkið er í... Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 41 orð | 1 mynd

Megasukk á Grandrokk

MEISTARI Megas kemur fram ásamt dúettinum Súkkat á Megasukki á skemmtistaðnum Grandrokk í kvöld kl. 23. Þetta samstarf á sér djúpar rætur og hefur notið mikilla vinsælda meðal íslenskra tónlistarunnenda. Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 523 orð | 1 mynd

Mikil gróska í afrískri fræðimennsku

Kristín Loftsdóttir er fædd í Hafnarfirði árið 1968. Hún lauk B.A. gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands 1992 og doktorsprófi frá Arizonaháskóla árið 2000. Kristín er dósent við mannfræði- og þjóðfræðiskor Háskóla Íslands. Hún stundaði m.a. Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 415 orð | 2 myndir

Raunverulegar sögur af fjórum konum

SNÚÐUR og Snælda, leikfélag eldri borgara, frumsýnir á sunnudaginn leikritið Ástandið, en þar er fjallað um hernámsárin 1940-1945, þegar Ísland var setið breskum og bandarískum hermönnum. "Þá voru sérstakir tímar og við reynum að taka á því. Meira
11. febrúar 2005 | Fastir þættir | 116 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 f5 2. g3 g6 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Bg7 5. 0-0 0-0 6. c4 d6 7. Rc3 Rc6 8. d5 Ra5 9. Da4 c5 10. dxc6 Rxc6 11. Hd1 Kh8 12. c5 d5 13. Bf4 Be6 14. Re5 Dc8 15. Rxc6 Dxc6 16. Da3 Re4 17. Rxe4 fxe4 18. Hac1 Bg8 19. Hc2 d4 20. Bg5 De6 21. c6 Df5 22. Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 138 orð | 2 myndir

Ungir listamenn sýna í Kubbnum

Listamennirnir Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Pétur Már Gunnarsson opna í dag kl. 15 sýningu í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar LHÍ í Laugarnesi. Yfirskrift verka Ásdísar Sifjar er "Netscape Oracles" - Remedy for Starsickness. Meira
11. febrúar 2005 | Í dag | 62 orð | 1 mynd

Víkingahljóðfærin gaumgæfð

Nóaborg | Þau voru ófá börnin sem horfðu á í forundran þegar tónlistarmaðurinn Guðjón Rúdólf og danskir félagar hans í Víkingahljómsveitinni komu í heimsókn á leikskólann Nóaborg. Meira
11. febrúar 2005 | Fastir þættir | 264 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hafði allt á hornum sér í síðustu viku yfir fyrirtækjum, sem vilja ekki láta beygja nafnið sitt. Nú er hann í vondu skapi yfir fyrirtækjunum, sem vilja ekki láta stafsetja nafnið sitt rétt. Meira

Íþróttir

11. febrúar 2005 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Arnar aftur valinn bestur í deildinni

ARNAR Sigurðsson hefur verið kjörinn besti tennisleikarinn í Bigwest-háskóladeildinni í Bandaríkjunum í annað skipti á þremur vikum. Eins og áður hefur komið fram var Arnar kjörinn bestur í karlaflokki í deildinni vikuna 16.-23. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 722 orð

Heitt í kolunum í Keflavík

KEFLVÍKINGAR náðu fjögurra stiga forystu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni, í gærkvöld þegar þeir sigruðu KR-inga, 88:79, á heimavelli sínum í Keflavík. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 133 orð

HM í sundi verður haldið í Montreal

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í sundi í 50 metra laug fer fram í Montreal í Kanada í sumar hvað sem tautar og raular, en fyrir skömmu óskuðu forsvarsmenn mótsins eftir að fundinn yrði annar keppnisstaður þar sem þeim hefði ekki tekist að fjármagna mótshaldið nema... Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 20 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna Egilshöll: HK/Víkingur - KR 19 Egilshöll: Fylkir - Fjölnir 21 Norðurlandsmót, Powerade-mótið: Boginn: Huginn - Hvöt... Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 209 orð

Jónatan æfir með Ossweil

JÓNATAN Magnússon, fyrirliði KA, skoðar á næstunni aðstæður hjá þýska handknattleiksliðinu TSG Ossweil með möguleika á samningi á næsta vetri í huga. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 953 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - KR 88:79 Íþróttahúsið í Keflavík...

KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - KR 88:79 Íþróttahúsið í Keflavík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 10. febrúar 2005. Gangur leiksins: 2:5, 11:14, 17:22, 23:22 , 31:22, 37:25, 46:35, 48:46 , 52:53, 58:58, 64:64 , 69:69, 76:72, 88:79. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 507 orð | 1 mynd

Loks sér til sólar hjá Haukunum

SÆTI Hauka í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni, er sennilega borgið ef liðið heldur áfram að leika eins og það gerði í gærkvöldi þegar það fékk ÍR-inga í heimsókn. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Maier fékk gull

AUSTURRÍSKI skíðakappinn Hermann Maier bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn í skíðabrekkunni er hann varð sigurvegari í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Bormio á Ítalíu í gær. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 320 orð | 1 mynd

Norman vill snúa hjólinu til baka

ÁSTRALSKI kylfingurinn Greg Norman var undrandi á dögunum er hann sló rúmlega 325 metra langt upphafshögg en Norman er fimmtugur að aldri og hefur heldur dregið úr æfingum og keppni á undanförnum árum. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 385 orð | 1 mynd

* PÁLMI Rafn Pálmason skoraði tvö marka KA sem sigraði Leiftur/Dalvík ...

* PÁLMI Rafn Pálmason skoraði tvö marka KA sem sigraði Leiftur/Dalvík , 5:1, í Norðurlandsmótinu í knattspyrnu í Boganum í gærkvöld. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 557 orð | 1 mynd

* RÚNAR Sigtryggsson og lærisveinar hans hjá þýska handknattleiksliðinu...

* RÚNAR Sigtryggsson og lærisveinar hans hjá þýska handknattleiksliðinu Eisenach unnu Friesenheim , 26:25, á útivelli í suður hluta 2. deildar í fyrrakvöld. Þar með er Eisenach komið upp í 5. sæti deildarinnar með 24 stig að loknum 20 leikjum. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 63 orð

Samstarf Breiðabliks og Feyenoord

Knattspyrnudeild Breiðabliks og hollenska liðið Feyenoord í Rotterdam gerðu á miðvikudaginn samstarfssamning, sem gengur út á að Feyenoord sendir þjálfara til Breiðabliks tvisvar á ári og þjálfarar frá Blikunum munu fara út reglulega til að kynna sér... Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 118 orð

Spánverjar vilja Pastor í fullt starf

SPÆNSKA handknattleikssambandið vill gjarnan ráða Juan Carlos Pastor í fullt starf sem landsliðsþjálfara eftir að hann stýrði Spánverjum til sigurs á heimsmeistaramótinu í handknattleik um síðustu helgi. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 183 orð

Svindlmálið teygir sig til Austurríkis

MARKVÖRÐUR austurríska knattspyrnuliðsins Bregenz er kominn undir smásjá lögregluyfirvalda vegna svindlmálsins sem upp kom í þýsku knattspyrnunni fyrir skömmu. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Valsmenn tryggðu sér síðasta úrslitasætið

VALSMENN tryggðu sér í gærkvöld fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu þegar þeir unnu Fram, 2:0, í lokaleik B-riðils í Egilshöll. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Þjálfari Gummersbach hótaði Ege fyrir HM

STEINAR Ege markvörður norska landsliðsins í handknattleik segir við norska fjölmiðla að þjálfari þýska liðsins Gummersbach, Richard Ratka, hafi sagt við sig að hann þyrfti ekki að koma til liðsins á ný ef hann slasaði sig á heimsmeistaramótinu í Túnis. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 123 orð

Þjóðverjar stefna á HM-gullið

ÞÝSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að leikmenn þýska landsliðsins á heimsmeistaramótinu árið 2006, sem fram fer í Þýskalandi, fái rúmlega 20 milljóna króna bónus hver takist liðinu að landa heimsmeistaratitlinum. Meira
11. febrúar 2005 | Íþróttir | 654 orð | 2 myndir

Þórsarar skelltu Val

BARÁTTAN í úrvalsdeild karla, DHL-deildinni, í handknattleik harðnaði enn þegar Þórsarar unnu fremur óvæntan sigur á Valsmönnum í síðasta leik fyrstu umferðar á Akureyri í gærkvöld, 30:26. Meira

Bílablað

11. febrúar 2005 | Bílablað | 83 orð | 2 myndir

Andlitslyfting á Cayenne

PORSCHE gerði talsverðar breytingar á útliti Boxster og 911 síðast þegar bílunum var breytt. 80% af yfirbyggingu beggja bílanna var nýtt. Raunin virðist ekki ætla að verða sú sama hvað varðar Cayenne. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 106 orð

Discovery 3 með meira en 30 verðlaun

EINS og fram hefur komið hefur Discovery 3 verið valinn bíll ársins 2005 af breska bílablaðinu WhatCar? Þetta voru þó langt í frá fyrstu verðlaunin sem hann hefur hlotið. Að sögn Karls Óskarssonar, sölustjóra Land Rover hjá B&L, eru þau orðin 31... Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 477 orð | 5 myndir

DÓTAKASSINN

Fjöldi verslana víða um land sérhæfir sig í sölu á alls kyns auka- og fylgihlutum í bíla. Í þessum verslunum er oft hægt að finna hluti sem gera bílinn sérstakan í útliti eða eru hagnýtir að öðru leyti. Litið var inn í tvær verslanir á dögunum. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 773 orð | 3 myndir

Fyrstur til að fara á bíl "allan hringinn"

EGILSSTAÐIR urðu í raun gatnamót Austurlands þegar Fagradalsbraut hafði verið rudd milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða árið 1909. Lagarfljótsbrúin var opnuð árið 1904. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 241 orð

Gefa eigin bílum einkunn

Í NORSKA bílatímaritinu Bilnytt er gerð könnun á hverju ári um viðhorf bílaumboða til eigin merkja. Könnunin leiðir t.d. í ljós að í Noregi hafa yfirmenn hjá Fiat söluaðilum afar litla tiltrú á þeim gerðum Fiat sem seldir eru í Noregi, þ.e. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 44 orð

Harley Davidson VRSCR Street Rod

Vél: Vatnskæld 60° V2. Þjappa: 11,3:1. Hestöfl: 120 við 8.250 snúninga. Tog: 108 Nm við 7.000 snúninga. Lengd: 2.380 mm. Hjólhaf: 1.697 mm. Sætishæð: 787 mm. Veghæð: 170 mm. Ferill: 109 mm. Bensíntankur: 18,9 l. Þurrvikt: 280 kg. Vél: Vatnskæld 60° V2. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 160 orð

Hraðastillir sem slekkur á útvarpinu

AMG Aukaraf er með sniðugan búnað, Speed Genie, fyrir þá sem ekki vilja aka of hratt. Þetta er nokkurs konar hraðastillir. Tækið er með innbyggðan hljóðgjafa og það er tengt inn á hraðamæli bílsins. Jafnframt er settur rofi í mælaborðið. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 157 orð

Hrímlausar rúður og þægilegur hiti

BÚNAÐUR sem kæmi flestum vel um þessar mundir, ekki síst þeim sem ekki hafa aðgang að bílskúr, er bílhitari. Webasto framleiðir slíkan búnað og hann er seldur hjá Bílasmiðnum á Bíldshöfða og Arctic Trucks á Nýbýlavegi. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 103 orð | 1 mynd

Komatsu semur við Magnús Ver

KRAFTVÉLAR ehf. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 1128 orð | 2 myndir

Leiðsögn í lófatölvu

"Það var í byrjun desember 2003 að ég heyrði um lófatölvu sem væri komin með GPS-staðsetningarkerfi og kortagrunni. Ég var fullur áhuga því ég var á leið til Danmerkur til að verja jólunum þar úti. Mér tókst að semja við innflytjandann, R. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 618 orð | 2 myndir

Miðaldra sækja mest í mótorhjólin

Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum í próftökum á stór bifhjól og tala starfsmenn á Umferðarstofu um sprengingu í þeim efnum. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 117 orð | 2 myndir

Ný Mazda MX-5

FÁIR litlir sportbílar hafa náð sömu hylli og Mazda MX-5, sem er rómaður fyrir frábæra aksturseiginleika og klassískt útlit. Á bílasýningunni í Genf síðar í þessum mánuði verður ný kynslóð MX-5 frumsýndur. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 214 orð | 2 myndir

Nýr Audi Allroad á loftpúðafjöðrun

NÚ hefur öllum efasemdum verið eytt um hvað yrði um Audi Allroad, nú þegar nýr A6 er kominn á markað. Audi sýndi nýjan Allroad á bílasýningunni í Detroit og hann er að sjálfsögðu kominn með nýja ættarsvipinn sem felst í stóru og áberandi grillinu. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 198 orð | 3 myndir

Nýr Vectra á grunni Aura

OPEL er sem kunnugt er í eigu GM og það er líka Saturn. Á bílasýningunni í Detroit var frumsýndur hugmyndabíllinn Saturn Aura og samkvæmt heimildum Autoexpress er þetta í raun ný kynslóð Opel Vectra. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 1041 orð | 4 myndir

Octavia - upp um flokk í stærð og gæðum

SKODA er í miklum meðbyr. Millibíllinn Octavia hefur gengið vel á flestum mörkuðum en var farinn að reskjast nokkuð í útliti og því var seint á síðasta ári kynnt önnur kynslóð þessa millistærðarbíls. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 357 orð

Olíugjald mun bera virðisaukaskatt

VÆNTANLEGA verður tekin afstaða til þess í vor hvort ástæða er til að breyta upphæð olíugjalds á dísilolíu, að sögn Geirs H. Haarde fjármálaráðherra. Samkvæmt lögum kemur olíugjald í stað þungaskatts á dísilbíla 1. júlí næstkomandi. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 369 orð | 1 mynd

Porsche 9ff nær hraðametinu af McLaren

ÞÁ hefur hraðamet fyrir framleiðslubíla loks verið slegið. Porsche náði hraðametinu frá McLaren á Nardo-brautinni á Ítalíu fyrir skemmstu með breyttan Porsche 911 sem kallast 9ff 9f-V400. Mesti hraði bílsins á brautinni mældist 388 km/klst. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 185 orð | 2 myndir

Porsche Cayenne-golfbíll

GOLFARAR geta nú látið sig hlakka til að aka á Porsche Cayenne-golfbílum um vellina í sumar. Nýi golfbíllinn frá Porsche er ekki aðeins líkur Cayenne í útliti heldur er hann líka með Porsche-merkinu að framan. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 672 orð | 3 myndir

Risar á brauðfótum?

Eru GM, Ford og DaimlerChrysler risar á brauðfótum? Mikil samkeppni um kúnnana, m.a. með vaxtalausum lánum, hafa leitt risana þrjá út í ógöngur og því er spáð að staða þeirra versni enn frekar á þessu ári, þegar flestir búast við að vextir hækki í Bandaríkjunum. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 162 orð | 1 mynd

Silfurörvar höfða til kvenna

McLaren-þórarnir Kimi Räikkönen og Juan Pablo Montoya munu eflaust gleðjast yfir þeirri nýju rannsóknaruppgötvun að keppnisfákar þeirra, silfurörvarnar, eiga sigur vísan ... meðal kvenna. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 477 orð | 2 myndir

Skattaafslátt af öruggari bílum eins og þeim umhverfisvænni

EF neytendum stendur til boða skattaafsláttur vegna umhverfisvænni bíla, hvers vegna ættu þeir þá ekki að geta fengið skattaafslátt af öruggari bílum? Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 44 orð | 1 mynd

Snúningshraðamælir með ljósi

ALLS kyns mælar eru fáanlegir hjá ÁG Mótorsport, þar á meðal þessi snúningshraðamælir með innbyggðan olíuhita-, olíuþrýstings- og vatnshitamæli. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 221 orð | 1 mynd

Sportlegri Harley

HARLEY Davidson hefur þegar kynnt 2006 árgerð VRSCR Street Rod hjólsins sem er kraftmeiri útgáfa hins vatnskælda V-Rod. Með því hjóli má segja að Harley Davidson hafi tekið stökk inn í 21. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 741 orð | 6 myndir

Sportlegur Citroën C2 VTS fyrir þá yngri

LITLIR og sportlegir götubílar eru til í ýmsum gerðum og einn þeirra er Citroën C2 VTS. Fyrir u.þ.b. ári var C2 VTR reynsluekið af blaðamanni Morgunblaðsins. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 272 orð | 2 myndir

Strætó bs. fær fimm nýja vagna

STRÆTÓ bs. fékk á miðvikudag afhenta fimm nýja vagna frá Irisbus og eru það fyrstu vagnarnir af þeirri gerð hjá fyrirtækinu. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 393 orð | 7 myndir

Tíu vinsælustu jepparnir á MSN Auto

BANDARÍSKI bílavefurinn MSN Auto tilkynnir á hverju ári um þá tíu jeppa sem mest eru skoðaðir á þessum mikla bílasöluvef. Á tímabilinu júlí til september reyndist Honda Pilot vera í efsta sæti, en einn slíkur bíll mun vera skráður hér á landi. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 57 orð

Útflutningur Kia eykst hröðum skrefum

ÚTFLUTNINGUR suður-kóreska bílaframleiðandans Kia jókst um 115% á síðasta ári, að því er fram kemur á vefritinu just-auto.com. Þar af jókst útflutningur mest til Evrópu, eða um 428%. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 68 orð | 1 mynd

Verkfærataska í bílinn

ÞAÐ er þægilegt að hafa allt til staðar í bílnum ef eitthvað skyldi bjáta á. Í verkfæratöskunni frá AMG Aukaraf er að finna ýmsa nytsamlega hluti eins og t.d. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 179 orð

Vilja banna sölu á aflkubbum í Danmörku

NEFND á vegum umhverfis- og umferðaryfirvalda í Danmörku hefur lagt fram skýrslu til danska samgönguráðuneytisins um bíla sem hafa í sér tölvukubba sem auka vélaraflið. Meira
11. febrúar 2005 | Bílablað | 163 orð | 1 mynd

Vilja sérmerkingar á tvinnbíla

NÝJUSTU kynslóðir tvinnbíla, þ.e.a.s. bílar sem knúnir eru með rafmótor og bensínvél, eru eins útlítandi og hefðbundnar gerðir bíla, að Toyota Prius undanskildum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.