STJÓRNVÖLD í Kína ætla að koma upp 250.000 stórverslunum á landsbyggðinni á næstu þremur árum til að ýta undir neyslu og draga úr þeim mun, sem er á lífskjörum þar og í strandbyggðunum.
Meira
STEFNT skal að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu og bera niðurstöður þeirra undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum, samkvæmt drögum að ályktun um utanríkismál sem lögð verða fyrir flokksþing framsóknarmanna, sem...
Meira
Afhentu undirskriftalista | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur verið afhentur undirskriftalisti með nöfnum rúmlega 400 Eskfirðinga sem mótmæla lokun bæjarskrifstofa Fjarðarbyggðar á Eskifirði.
Meira
Biskupsstóllinn og skólahald á Hólum í Hjaltadal eiga 900 ára afmæli árið 2006. Af því tilefni hefur stjórn Guðbrandsstofnunar, m.a. í samráði við Hólanefnd, ferðamáladeild og Hólarannsóknina, unnið að áætlun og hugmyndum að dagskrá ársins.
Meira
Atvinnuleysi um 4% | Meðalfjöldi atvinnulausra á Norðurlandi í janúar var 525 eða 4% en var 3,7% í desember sl. Atvinnulausum á Norðurlandi eystra fjölgaði um 23 milli mánaða. Atvinnulausum körlum fjölgaði um 15 og var 3,3% í janúar en 3% í desember.
Meira
ÁLVERÐ hefur enn hækkað síðustu dagana og var í gær 1.970 Bandaríkjadalir fyrir tonnið staðgreitt á málmmarkaðnum í Lundúnum. Þriggja mánaða verðið var litlu lægra eða 1.957 dalir fyrir tonnið.
Meira
"MÉR finnst afar ánægjulegt að tekist hafi að bjarga kindunum í land," segir Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, um þá ákvörðun fyrr í vikunni að flytja níu kindur, sem gengið höfðu úti í Hafnareyjum á Breiðafirði...
Meira
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sögðust í gær hafa orðið ásáttir um að leggja til hliðar ágreining sinn um Íraksmálin og einbeita sér í staðinn að málaflokkum þar sem löndin tvö ættu samleið.
Meira
Sett hefur verið upp sýning í útibúi Landsbanka Íslands á Húsavík á myndum ungra listamanna af leikskólunum Bestabæ og Bjarnahúsi. Sigurður Árnason útibússtjóri sagði þetta vera í annað sinn sem börnin sýna í bankanum.
Meira
KONA heldur á mynd af Jósef heitnum Stalín, einræðisherra Sovétríkjanna, í miðborg Moskvu í gær. Þar komu margir saman, einkum þó kommúnistar, en 23. febrúar var áður dagur sovéska hersins.
Meira
DEILT var um túlkun á nýju lánshæfismati Landsvirkjunar í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar.
Meira
ÚTLÁN innlánsstofnana til einstaklinga jukust um 70% frá árslokum 2003 til ársloka 2004, fóru úr 192 milljörðum í 333, að því er lesa má úr nýlegum tölum frá Fjármálaeftirlitinu. Á síðasta ársfjórðungi 2004, þ.e. frá 30.
Meira
ENGIN formleg ákvörðun hefur verið tekin um deiliskipulag svæðisins Linda IV í Kópavogi, en þar mun verslun Bauhaus rísa verði áætlanir fyrirtækisins að veruleika. Á skipulagsfundi hinn 1.
Meira
FYRIR viku auglýsti Morgunblaðið eftir skemmtilegum fermingarveislumyndum til að gefa innsýn í sögu íslenskra fermingarveislna í stóru og glæsilegu fermingarblaði sem kemur út 5. mars.
Meira
Bolungarvík | Heimamenn í Bolungarvík munu yfirfara boðunaráætlanir með Neyðarlínunni svo tryggt sé að allar upplýsingar um boðleiðir séu skýrar, stuttar og aðgengilegar öllum þeim sem koma til aðgerða, hjálpar og aðstoðar í neyðartilvikum.
Meira
Grindavík | Ferðamálasamtök Suðurnesja (FSS) og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) boða til fundar um ferðamál í Eldborg í Svartsengi næstkomandi föstudag, klukkan 13.
Meira
Keflavík | Stjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, veitti Sigurbirni Gunnarssyni starfsbikar félagsins fyrir árið 2004. Hann hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna í Keflavík og var fulltrúi í stjórn Ungmennafélags Íslands í átján ár.
Meira
TRYGGINGAFÉLÖGIN þrjú, Sjóvá-Almennar, TM og VÍS þurfa að greiða alls 60,5 milljónir kr. í stjórnvaldssektir fyrir ólögmætt samráð í tengslum við að taka í notkun nýtt kerfi við mat á bílatjónum á árinu 2002.
Meira
Fiskmarkaður | Dr. Eyjólfur Guðmundsson flytur erindi í Borgaspjalli auðlindadeildar Háskólans á Akureyri kl. 12 á föstudag, 25. febrúar í kaffiteríu Borga, rannsóknahúss HA.
Meira
ALLT fór löglega fram á aðalfundi Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, í gærkvöldi að sögn Maríu Mörtu Einarsdóttur, formanns félagsins. "Það voru 139 konur sem skráðu sig nýjar í félagið, þar af 121 á þriðjudag," segir María.
Meira
Spænska veikin barst frá fuglum í menn fyrir um öld Skæðasti heimsfaraldurinn á síðustu öld var spænska veikin á árunum 1918-1919 en þá létust um 50 milljónir manna. Um helmingur þeirra var ungt og hraust fólk.
Meira
FORSETI Namibíu, Sam Nujoma, ætlar að gerast háskólanemi síðar á árinu þegar hann lætur af embætti eftir að hafa gegnt því í fimmtán ár. Nujoma, sem er hálfáttræður, ætlar að nema jarðfræði við Namibíuháskóla (Unam).
Meira
Njarðvík | Framkvæmdir eru hafnar við bensínstöð Atlantsolíu í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon bæjarstjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að stöðinni sem er hin fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira
Leiðtogafundur Bush og Pútíns í Bratislava í Slóvakíu í dag er haldinn í skugga meiri ágreinings en verið hefur milli ríkjanna tveggja síðustu árin, segir Kristján Jónsson í grein sinni. Fögur orð muni ekki geta breitt yfir þessa staðreynd.
Meira
FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík fann 4.000 skammta af LSD í tösku sem tilheyrir einum sakborninganna í stóru amfetamínmáli sem nú er til rannsóknar.
Meira
Miðbærinn | Stórvirkar vinnuvélar hafa grafið djúpan skurð í gegnum Hljómskálagarðinn, en þar er verið að grafa fyrir frárennsli fyrir regnvatn á nýrri Hringbraut, og liggur skurðurinn að Skothúsvegi þar sem frárennslið tengist niðurfallskerfi.
Meira
ÞRÍR gráhegrar hafa gert sig heimakomna í Mývatnssveit síðustu daga í alveg einstakri veðurblíðu. Þeir standa á sínum löngu leggjum á ísnum framundan Reykjahlíð og eru mjög varir um sig. Færa sig fjær ef einhver gengur niður á vatnsbakkann.
Meira
Háskóli Tálknafjarðar | Fjarnámsver Tálknfirðinga hefur fengið inni í húsnæði sem áður hýsti skrifstofur Hraðfrystihúss Tálknafjarðar. Til stendur að eldri borgarar fái einnig aðstöðu í hluta húsnæðisins.
Meira
MIKIL og góð veiði hefur verið hjá Grindavíkurbátum undanfarnar vikur og hátíðarstemmning á bryggjunni þegar bátarnir hafa verið að koma drekkhlaðnir að landi. Gamla vertíðarstemmningin mætt, að sögn manna sem voru þar.
Meira
UPPSKERUHÁTÍÐ viðskipta- og hagfræðideildar verður haldin föstudaginn 25. febrúar á þriðju hæð í Odda, kl. 12.15. Gylfi Magnússon, forseti viðskipta- og hagfræðideildar, opnar hátíðina.
Meira
BIRKIR J. Jónsson, formaður iðnaðarnefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks, sagði í umræðum á Alþingi í vikunni, að hann hefði miklar efasemdir um einkavæðingu Landsvirkjunar.
Meira
Heimspekitorg | Þorsteinn Gylfason flytur fyrirlestur á heimspekitorgi í dag, fimmtudaginn 24. febrúar, kl. 16.30 í stofu L101 Sólborg og nefnist hann: Hvað eru tákn?
Meira
LUIZ Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur heitið að hafa hendur í hári þeirra, sem myrtu bandaríska nunnu, Dorothy Stang, en hún var kunn fyrir baráttu sína í umhverfismálum og fyrir hagsmunum fátæks og landlauss fólks.
Meira
HÁSKÓLINN í Oxford á Bretlandi hefur keypt GoPro-hugbúnaðinn af fyrirtækinu Hugviti. Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits, segir að fyrirtækið hafi á undanförnum mánuðum náð nokkrum stórum samningum við öflug fyrirtæki og stofnanir í Bretlandi.
Meira
Húsnæði | Á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar var lögð fram ósk um viðræður við félagið frá stjórnarformanni Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, Símeyjar, um framlengingu á leigusamningi þeirra í Þórsstíg 4.
Meira
FULLTRÚAR Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) vöruðu í gær við því að mikil hætta væri á að skæð fuglaflensa, sem kostað hefur 45 manns lífið í Asíu undanfarið ár, yrði að heimsfaraldri.
Meira
ICELAND Express hefur gert styrktarsamning við Hjartaheill. Leggur Iceland Express samtökunum til fjölda flugmiða á þessu ári. Flugmiðarnir verða samkvæmt samningnum nýttir á tvennan máta.
Meira
ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra sagði í utandagskrárumræðu um þróun íbúðaverðs á Alþingi í gær að það væri óeðlilegt ef lóðaúthlutun yrði að sérstakri tekjulind sveitarfélaganna.
Meira
Landnám í Vesturheimi | Fjallað verður um landnám Íslendinga í Vesturheimi á námskeiði í Deiglunni á Akureyri á laugardag, 26. febrúar, frá kl. 10-16.
Meira
Massachusetts, ekki Manhattan Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá þætti íslensks vísindamanns í Kaliforníu, Hannesar Högna Vilhjálmssonar, í þróun tölvuleiks fyrir Bandaríkjaher sem nýtast á til kennslu í grundvallaratriðum í arabísku...
Meira
ELÍSABET II Englandsdrottning kom flestum á óvart í gær er hún tilkynnti, að hún ætlaði ekki að vera við giftingu sonar síns, Karls prins, og Camillu Parker Bowles.
Meira
Blönduós | Systurnar Helga Sólveig, 3 ára, og María Rut Ómarsdætur, sem er eins árs, nutu veðurblíðunnar úti á götu í heimabænum sínum, Blönduósi, með vinkonum sínum þeim Elísabetu Kristmundsdóttur og Önnu Sigríði Valgeirsdóttur.
Meira
VERZLUNARSKÓLI Íslands verður 100 ára á þessu ári og verður þess minnst með margvíslegum hætti allt árið. Föstudaginn 25. febrúar kl. 11 verður opnuð sýning í Kringlunni á myndum úr starfi skólans frá upphafi til þessa dags.
Meira
Egilsstaðir | Rauði kross Íslands stendur fyrir námskeiði fyrir aðstandendur geðfatlaðra og áhugamenn um geðheilbrigðismál á Austurlandi 25. og 26. febrúar nk. Starf með geðfötluðum er eitt af áhersluverkefnum Rauða krossins.
Meira
SAMNINGUR verður innsiglaður í dag milli nýs bílaumboðs, Bílaumboðsins Öskju ehf., og Daimler-Chrysler, um sölu og þjónustu fyrir Mercedes-Benz-bifreiðar. Formleg opnun fyrirtækisins verður þriðjudaginn 1. mars næstkomandi.
Meira
TALSMENN íslensku byggingavörukeðjanna, BYKO og Húsasmiðjunnar, segjast ekki óttast samkeppni frá þýska risanum Bauhaus en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær áformar Bauhaus að opna stórverslun með byggingavörur hér á landi vorið 2006.
Meira
PRENTMIÐLAR almennt ráða miklu meira um það hvað áhrifamiklir Bandaríkjamenn kaupa og gera en sjónvarp, það er að segja þessi 10%, sem leggja að mestu línurnar fyrir hin 90%.
Meira
Á GÖNGUDEILD smitsjúkdóma á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) hefur verið ákveðið að bjóða þeim einstaklingum sem koma í HIV-próf viðtal við hjúkrunarfræðing. Um er að ræða ráðgjöf um áhættuhegðun sem getur leitt til HIV- smits.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst ránið í Árbæjarapóteki síðastliðinn laugardag. Maður um tvítugt var handtekinn síðdegis í gær og hefur hann viðurkennt sinn þátt í ráninu. Hann rændi apótekið í félagi við annan mann og er hans nú leitað.
Meira
Reykjavík | Umhverfisráð hefur samþykkt reglur um kattahald í borginni, þar sem m.a. er lögð sú skylda á herðar kattaeigenda að gelda alla högna sem eru sex mánaða og eldri og fá að ganga lausir.
Meira
TVEIR breskir hermenn voru í gær fundnir sekir um að hafa misþyrmt íröskum föngum, óbreyttum borgurum. Var mál þeirra rekið fyrir breskum herrétti í Þýskalandi. Þriðji hermaðurinn hafði áður lýst sig sekan um eitt ákæruatriði.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,5 milljónir króna í sekt í ríkissjóð.
Meira
SIGURJÓN Sighvatsson er um þessar mundir að framleiða átta kvikmyndir víðs vegar um heiminn. Segist hann í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í dag aldrei hafa verið með fleiri kvikmyndaverkefni í gangi.
Meira
TRYGGINGAFÉLÖGIN þrjú, Sjóvá-Almennar, TM og VÍS, þurfa að greiða alls 60,5 milljónir kr. í stjórnvaldssektir fyrir ólögmætt samráð í tengslum við innleiðingu nýs kerfis við mat á bílatjónum á árinu 2002.
Meira
PÁFAGARÐUR gaf í gær út fimmtu bók Jóhannesar Páls páfa II, þar sem hann fjallar m.a. um morðtilræðið við hann árið 1981 og fordæmir hryðjuverk sem birtingarmynd hins illa.
Meira
STARFSMENN slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli verða 122 1. júní nk. þegar boðaðar uppsagnir koma að fullu til framkvæmda. Fjöldi þeirra var 153 í byrjun ágúst sl. Mun þeim því fækka um 31 frá ágúst 2004 til júní 2005.
Meira
UMHVERFISRÁÐ úthlutaði á fundi sínum í gær byggingarrétti á alls fimm reitum í Naustahverfi II, undir samtals 135 íbúðir. Eftir er að úthluta byggingarrétti á tveimur reitum í þessum áfanga hverfisins, undir samtals 105 íbúðir og verður það gert síðar.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær karlmann um fimmtugt af ákæru um tilraun til manndráps en hann var sakaður um að veita leigubílstjóra lífshættulegan skurð á hálsi sl. sumar.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR bandarískra leyniþjónustustofnana hafa komist að þeirri niðurstöðu að efnum í kjarnavopn eða svokallaðar geislasprengjur hafi verið stolið úr kjarnorkustöðvum í Rússlandi.
Meira
Tengivirkishús | Starfsmenn Keflavíkurverktaka eru byrjaðir á grunni væntanlegs tengivirkishúss Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal, við op strengjaganganna inn að spennasalnum í Valþjófsstaðarfjalli.
Meira
Tilboð | Tilboð hafa verið opnuð í verkið "Naustahverfi áfangi 2B" en alls bárust fjögur tilboð í það. Framkvæmdaráð hefur samþykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Finn ehf., sem bauð rúmlega 11,1 milljónir króna.
Meira
Úttekt á strandsiglingum | Stórauknir þungaflutningar á vegum í kjölfar þess að strandsiglingar lögðust af valda forsvarsmönnum í Sveitarfélaginu Skagafirði og á Siglufirði miklum áhyggjum.
Meira
ÍSLENDINGUR datt í lukkupottinn í gær en hann hlaut bónusvinninginn í Víkingalottóútdrætti gærkvöldsins, þ.e. fimm réttar tölur auk bónustölu. Vinningurinn fór óskiptur en hann hljóðaði upp á rúmar 22 milljónir kr.
Meira
Veitingar á Garðskaga | Veitingastaður verður í nýrri viðbyggingu við Byggðasafnið á Garðskaga sem Sveitarfélagið Garður er nú að láta byggja. Gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði tilbúin í vor.
Meira
Miðbærinn | Tillögu meirihlutans í skipulagsráði Reykjavíkur um að stofnaður verði rýnihópur, sem fjalla muni um útlit nýbygginga, viðbygginga og breytinga á húsum við Laugaveginn, var frestað á fundi ráðsins í gær að beiðni minnihlutans sem vildi tíma...
Meira
Vilja skólabúninga | Mikill meirihluti foreldra barna í Gerðaskóla í Garði vill að börnin klæðist skólabúningum. Er þetta niðurstaða könnunar sem gerð var og kynnt nýlega á fundi skólanefndar Garðs.
Meira
SKULDIR heimilanna við innlánsstofnanir, þ.e. viðskiptabanka, sparisjóði og innlánsdeildir kaupfélaga, í formi útlána og markaðsverðbréfa, jukust um rúma 24 milljarða í janúar síðastliðnum, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Seðlabanka Íslands.
Meira
"MAÐUR deilir ekki við dómarann en ég er á hinn bóginn ekki endilega sammála öllu því sem kemur fram í dómnum," sagði Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík þegar hann var inntur eftir áliti á sýknudómnum vegna árásarinnar á...
Meira
ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Tvær utandagskrárumræður eru á dagskrá. Kl. 10.30 verður umræða um stöðuna í viðræðum um verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Kl.
Meira
BJÖRG Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, furðar sig á því af hverju bæjaryfirvöld í Garðabæ höfnuðu öllum umsækjendum um starf leikskólafulltrúa, sem auglýst var í janúar.
Meira
Reyðarfjörður | "Við leggjum afar mikið upp úr öryggismálum hér og þetta hefur gengið ótrúlega vel," segir Anna Margrét Kornelíusdóttir, öryggisfulltrúi á byggingarsvæði álvers Fjarðaáls Alcoa á Reyðarfirði.
Meira
Samtök um Kvennaathvarf birtu í fyrradag óhugnanlegar tölur um fjölda kvenna, sem leitað hefur í athvarfið vegna ofbeldis. Árið 2004 var samtals skráð 531 heimsókn í Kvennaathvarfið, en 388 árið 2003.
Meira
BJARNI Daníelsson kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 á mánudagskvöldið þar sem hann tjáði sig um grein mína um Íslensku óperuna í Lesbókinni sl. laugardag.
Meira
MIUCCIA Prada sendi sterk skilaboð með því að einfalda bæði sýningarrými og föt á sýningu sinni á Tískuvikunni í Mílanó. "Þetta þýðir að fara aftur í formgerða hluti, sterka og kvenlega, taka burtu vitlaust ofskraut, mynstur og skreytingar.
Meira
Djassklúbburinn hefur verið við góða heilsu undanfarna mánuði og í kvöld stígur þar á svið sveitin GRAMS en hana skipa Jóel Pálsson (blástur og rafhljóð), Davíð Þór Jónsson (hljómborð, flautur og "raddir að handan") og Helgi Svavar Helgason...
Meira
SÖGUSAGNIR hafa verið á kreiki um að fimmta Harry Potter -myndin verði mögulega tekin að hluta upp á Íslandi. Þetta munu þó vera lítið meira en sögusagnir því samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum.
Meira
Á MÁNUDAGINN var fór fram blaðamannafundur í London vegna gamanmyndarinnar Hitch sem er nýjasta kvikmynd Wills Smiths. Myndin hefur setið á toppi aðsóknarlistans í Bandaríkjunum undanfarnar tvær vikur.
Meira
FRANSKA hljómsveitin NoJazz kann að hafa djasstónlist sem undirstöðu en ofan á hana hleður hún áhrifum frá margvíslegum áttum þannig að úr verður nokkuð sérstæð blanda, eins og nafnið gefur til kynna.
Meira
ÓPERAN Madame Butterfly eftir Giacomo Puccini, þar sem Jón Rúnar Arason fer með hlutverk Benjamins Franklins Pinkertons, hefur verið sýnd við mikla hrifningu og uppklapp áhorfenda í óperunni í Nürnberg.
Meira
Höfundur: Árni Ibsen. Leikstjóri: Valur Freyr Einarsson. Ljósahönnun: Jón Þorgeir Kristjánsson. Búningahönnun: Edda Ívarsdóttir og fleiri. Tónlistarflutningur: Ragnar Jón Ragnarsson. Frumsýning í Tjarnarbíói 14. febrúar 2005.
Meira
JEDI-RIDDARANUM Obi-Wan Kenobi fannst síðustu Stjörnustríð óviðunandi. Réttara sagt þá var það Ewan McGregor, sá er lék Obi-Wan í tveimur síðustu myndum og í þeirri væntanlegu, sem lýsti þessu yfir í viðtali við breska kvikmyndaritið Total Film .
Meira
UPPSELT er á sýningu gríndávaldsins Sailesh í Broadway sunnudaginn 17. apríl, þó að enn séu um það bil 2 mánuðir í sýninguna. Síðustu miðarnir seldust í gær og í dag verða ósóttar pantanir seldar í verslunum Skífunnar frá kl. 10.00.
Meira
NÚ er að hefjast ný syrpa úr bandarísku spennuþáttaröðinni Sporlaust ( Without a Trace ). Í þáttunum segir frá sérsveit innan Alríkislögreglunnar sem hefur bækistöðvar í New York og er kölluð til þegar leita þarf að týndu fólki.
Meira
TOM Cruise var örlátur þegar verið var að taka upp endurgerð myndarinnar War of the Worlds , sem Steven Spielberg leikstýrir. Hann lét setja upp vísindatrúartjald, en hann er einn þekktasti fylgismaður þeirrar trúar í heiminum ásamt John Travolta.
Meira
HINGAÐ til hefur verið litið á útvarpstíðni sem takmarkaða náttúruauðlind, sem hún að vissu leyti er. Aðeins er pláss fyrir vissan fjölda útvarpsstöðva á öldum ljósvakans.
Meira
HIÐ LIFANDI leikhús frumsýnir á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld leikverkið American Diplomacy . Höfundur verksins er Þorleifur Örn Arnarsson, en hann leikstýrir ennfremur þessu fyrsta leikriti sínu.
Meira
Margrét Sverrisdóttir fjallar um Laugaveginn: "Sem betur fer hafa menn í æ ríkari mæli endurbætt og lagfært gömul hús, í stað þess að rífa þau umhugsunarlaust."
Meira
begga@mbl.is: "Sjón var kampakátur í gær, þegar hann kom til Reykjavíkur austan af Eyrarbakka, til að fagna því með útgefanda sínum, Bjarti, að hann fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár."
Meira
Páll Sigurðsson fjallar um Landsbókasafn Háskólabókasafn: "Á það skal þó minnt, að stjórn safnsins kann, eftir atvikum, að bera sömu ábyrgð á því, sem miður fer, og fastráðnir yfirstjórnendur þess."
Meira
Frá Sigríði I. Hjaltested, sem á börn í Landakotsskóla: "NÚ STANDA yfir viðræður skólayfirvalda Landakotsskóla og borgarfulltrúa um aðgerðir vegna fjárhagsvanda skólans."
Meira
Þröstur Ólafsson fjallar um minjavernd í miðbænum: "Minjavernd hefur kynnt forseta Alþingis lauslegar hugmyndir að endurbyggingu þessa reits, án þess að fá mikil viðbrögð."
Meira
Guðlaug Þorsteinsdóttir fjallar um vísindaþing á Akureyri: "Hins vegar hafa á síðustu 7 árum verið lögð niður um 100 legupláss, bæði bráðapláss og endurhæfingar/vistunarpláss án samráðs við geðlækna og án þess að viðeigandi úrræði hafi tekið við."
Meira
Dagur B. Eggertsson fjallar um Laugaveginn: "Eitt mikilvægasta verkefni þróunaráætlunar var þó tvímælalaust gerð deiliskipulags fyrir Laugaveginn."
Meira
Rannveig Gunnarsdóttir fjallar um leynd lyfjafyrirtækja: "Heilbrigðisyfirvöld kappkosta að lyf fái markaðsleyfi hér á landi svo sjúklingar eigi kost á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og fái nauðsynleg lyf."
Meira
Leitað að revíutexta KÆRI Velvakandi. Eins og svo oft áður þegar maður er í vandræðum leita ég til þín um aðstoð. Ég er að leita að "revíutexta" sem að ég kunni fyrir margt löngu síðan.
Meira
Guðmundur G. Þórarinsson fjallar um Íraksmálið: "Þrátt fyrir bindandi ákvæði um að meiriháttar utanríkismál skuli ræða í utanríkismálanefnd var það ekki gert."
Meira
Friðgeir Grímsson fæddist í Reykjavík 7. október 1909. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bryndís Jónsdóttir húsmóðir, f. 15.8. 1886, d. 1973, og Grímur Ásgrímsson verkamaður og steinsmiður, f. 13.4.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Tryggvason fæddist á Klömbrum í Vestur-Húnavatnssýslu 1. september 1908. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 3. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 14. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Jón Eiríksson fæddist á Þrasastöðum í Fljótum 30. apríl 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss í Kópavogi 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Guðmundsson, f. 28. júní 1908, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
Magnea Dagmar Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1946. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut hinn 6. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 15. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Samúel Júlíus Valberg fæddist í Reykjavík 19. júlí 1920. Hann lést á LSH í Fossvogi 12. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Langholtskirkju 22. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Sigfús Guðni Sumarliðason fæddist í Félagshúsi í Ólafsvík 6. nóvember 1925. Hann lést á St Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sumarliði Sofanías Árnason, f. á Brimisvöllum í Fróðarhreppi 28.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Jónsdóttir Trampe fæddist í Litladal í Saurbæjarhreppi 6. febrúar 1914. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pétur Sophusson Trampe, bóndi í Litladal í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, f.
MeiraKaupa minningabók
Á foreldradegi sem nýlega var haldinn í Árbæjarskóla vakti sýning á verkum nemenda í list- og verkgreinum verðskuldaða athygli. Innan um hefðbundna muni eins og útsaum og barnanáttföt mátti sjá að listrænir taktar nemendanna fá að njóta sín.
Meira
BÓNUS Gildir 24.-27. feb. verð nú verð áður mælie. verð Bónus brauð, 1 kg 69 129 69 kr. kg. Bónus eplasafi, 1 l 59 79 59 kr. kg Bónus smyrill, 400 g 99 119 247 kr. kg Pekingönd, frosin 999 1.298 999 kr. kg KF lambalærissneiðar, frosnar 899 998 899 kr.
Meira
"Matvöruverðið er bara miklu lægra hér í Svíþjóð en á Íslandi. Það er aðalmunurinn," segir Einar Gunnar Guðmundsson þar sem hann er staddur í matvöruversluninni Coop Konsum í miðborg Stokkhólms og nær sér í bita til að borða í hádeginu.
Meira
Spurning: Lesendi blaðsins, sem gjarnan kaupir sér salat í hádeginu á salatbarnum í Hagkaupum í Skeifunni, hafði samband og sagðist hafa orðið undrandi þegar verð á salatinu hafði hækkað á einni nóttu um 24-32%. Verð á litlu boxi var 299 kr.
Meira
REYKLAUST fólk, sem virðist ekki vera í neinni hættu á að fá hjartaáfall vegna þess að það hefur enga þekkta áhættuþætti eins og ættarsögu eða hækkaðan blóðþrýsting og kólesteról, getur fyrirvaralaust dottið niður með hjartaáfall, því þrátt fyrir...
Meira
50 ÁRA afmæli. Í dag, 24. febrúar, verður fimmtugur Ingi Hans Jónsson, Fagurhóli 8a, Grundarfirði. Ingi Hans opnar af því tilefni sýningu á verkum sínum í Sögumiðstöðinni kl. 18 í dag, undir yfirskriftinni Orð og litir.
Meira
50 ÁRA afmæli . 28. febrúar nk. verður fimmtug Líney Jósefsdóttir . Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum og vinum laugardaginn 26. febrúar frá klukkan 18 á heimili sínu, Skólabraut 3 í...
Meira
Ráðamenn kennarafélagsins telja og sennilega með réttu að fái hinir óbreyttu svona mikið frjálsræði verði sjálfur valdagrundvöllur forystunnar í hættu.
Meira
Þjóðleikhúsið | Grjótharðir, leikrit Hávars Sigurjónssonar, verður frumsýnt í kvöld kl. 20. Leikritið fjallar um refsifanga sem dvelja á Litla-Hrauni og þurfa að gera upp misgjörðir sínar, bæði gagnvart lögum og mönnum.
Meira
Bridshátíð lauk sl. mánudagskvöld með glæsilegum sigri sveitar Garða og véla ehf. Sveitin hafði þá leitt mótið lengi og þar sem spilað var með Monrad-fyrirkomulagi spilaði sveitin ætíð við efstu sveitirnar.
Meira
TVÖ ístöltsmót voru haldin um síðustu helgi og eru þau hin fyrstu af mörgum sem eru á döfinni. Að minnsta kosti fimm slík mót verða haldin fram á vor.
Meira
Myndlistarkonan Brynhildur Guðmundsdóttir opnar í dag kl. 17 myndlistarsýningu í Sparisjóðnum á Garðatorgi, undir yfirskriftinni "koma og fara". Á sýningunni eru sýnd 23 olíumálverk.
Meira
Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? (Matt. 6, 20.)
Meira
Haukur Hauksson er fæddur í Reykjavík árið 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá MK 1987 og stundaði síðan nám í sögu og málfræði við Óslóarháskóla. Þá nam hann alþjóðamál og fjölmiðlafræði við Moskvuháskóla og útskrifaðist sem magister í alþjóðamálum 1996.
Meira
Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda, Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma eru nú á fundaferð um landið.
Meira
NORRÆNA húsið, Stofnun Sigurðar Nordals, Íslensk málstöð og Íslensk málnefnd gangast fyrir umræðufundi í Norræna húsinu, um drög að yfirlýsingu um norræna málstefnu, sem lögð hafa verið fyrir Norrænu ráðherranefndina. Fundurinn hefst kl. 11.
Meira
FJÖGUR bönd úr afar ólíkum áttum koma saman á Gauknum í kvöld kl. 21.30 og leika á tónleikum. Þetta eru sveitirnar Jeff Who, Indigo, Days of our Lives og Brúðarbandið. Kvartettinn Days of our Lives er tiltölulega nýr af nálinni.
Meira
Í NÝRRI skýrslu nefndar um úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni sem landbúnaðarráðherra kynnti í síðustu viku er megináhersla lögð á þrjú atriði; að ríkisvaldið styrki sérstaklega byggingu reiðhúsa á landsbyggðinni, að gert verði átak í að...
Meira
Víkverji brá sér í frí með eiginkonunni til Kanaríeyja á dögunum og endurnýjaði þar kynni sín við spænska leigubílstjóra sem almennt eru miklir röskleikamenn í akstri, svo ekki sé fastara að orði kveðið.
Meira
DJASSINN verður í algleymingi á Café Rósenberg í kvöld kl. 22, en þá mun Þórunn Pálína Jónsdóttir söngkona stíga á stokk ásamt hljómsveit sinni, sem skipuð er þeim Kjartani Valdimarssyni, Þórði Högnasyni og Birgi Baldurssyni.
Meira
* ANATOLIJ Kovtoun, fyrrverandi leikmaður úrvalsdeildarliðs KR í körfuknattleik, var bráðkvaddur í fyrradag en frá þessu er greint á heimasíðu KR.
Meira
ARNAR Sigurðsson, Íslandsmeistari í tennis, hefur hækkað sig um níu sæti á styrkleikalista bandarísku háskólanna en nýr listi var gefinn út í vikunni. Arnar er nú í 66. sæti af 105 tennisleikurum sem komast á listann en í janúar var hann í 75.
Meira
ALÞJÓÐA handknattleikssambandið, IHF, hefur ákveðið að taka harðlega á vísvitandi árásum á leikmenn á síðustu mínútu eða sekúndum kappleikja, en slíkar árásir hafa færst mjög í vöxt á síðustu árum í jöfnum leikjum.
Meira
BJARNI Viðarsson skoraði sigurmark 18 ára liðs Everton í sigurleik á á Stoke City sl. laugardag, 2:1. Bjarni, sem er aðeins 16 ára, kom inn á sem varamaður á 80. mínútu í leiknum og skoraði hann mark rétt fyrir leikslok.
Meira
MISTÖK markvarða gætu reynst ensku liðunum dýrkeypt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Í fyrrakvöld var það Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, sem gaf Leverkusen dýrmætt mark á útivelli, og í gærkvöld lék Roy Carroll sama leik í marki Manchester United.
Meira
EFTIR leik Barcelona og Chelsea í gær mættu hvorki framkvæmdastjóri né leikmenn Chelsea á blaðamannafund eftir leikinn. Þess í stað mætti Simon Greenberg, talsmaður Chelsea, á fundinn og baðst velvirðingar á að enginn úr liðinu skyldi mæta.
Meira
FORRÁÐAMENN Borussia Dortmund hafa komist að samkomulagi við lánardrottna sína vegna slæmrar fjárhagsstöðu liðsins og er fyrirséð að félagið verði ekki tekið til gjaldþrotaskipta á næstu vikum eins og flest benti til um miðja síðustu viku.
Meira
LOKAUMFERÐIN í í riðlakeppni Skandinavíudeildarinnar, Royal League, í knattspyrnu fer fram í kvöld. Þrjú félög hafa þegar tryggst sér sæti í milliriðlum, Vålerenga, sem Árni Gautur Arason leikur með, Gautaborg, lið Hjálmars Jónssonar og danska liðið FC Köbenhavn.
Meira
HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður nær örugglega ekki með Watford á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Úlfunum í ensku 1. deildinni.
Meira
* HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, hefur verið útnefndur handknattleiksþjálfari ársins 2004 af tímaritinu Handball Magazin .
Meira
DÓMSTÓLL Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, úrskurðaði í máli sem höfðað var gegn 1. deildar liði ÍA þar sem Þór frá Þorlákshöfn fór fram að félaginu yrði dæmdur sigur í leik liðsins gegn ÍA vegna þess að ÍA hefði teflt fram ólöglegum leikmanni.
Meira
JÓHANN Ólafsson, leikmaður Njarðvíkinga í körfuknattleik, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna atviks í leik KR og Njarðvíkur í drengjaflokki. Þar henti Jóhann knettinum í annan dómara leiksins.
Meira
LOGI Geirsson átti stórleik og skoraði níu mörk þegar lið hans Lemgo vann, Nordhorn, 31:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Logi var markahæstur leikmanna Lemgo sem loks tókst að vinna eftir þrjá tapleiki í röð.
Meira
LYON frá Frakklandi er með bestu stöðu allra liða eftir fyrri leikina í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Frönsku meistararnir sóttu Werder Bremen heim til Þýskalands í gær og gerðu sér þar lítið fyrir og unnu stórsigur, 3:0.
Meira
DANSKA handknattleiksliðið Skjern, sem Aron Kristjánsson þjálfar, gerði sér lítið fyrir og skellti efsta liði dönsku úrvalsdeildarinnar, Århus GF, 28:23, á heimavelli í gærkvöldi eftir að hafa verið með yfirburðastöðu allan leikinn, m.a.
Meira
LITLU munaði að Chelsea tækist að krækja sér í jafntefli þegar liðið lék á Nou Camp gegn Barcelona í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi.
Meira
ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Arsenal, segir að frammistaða sinna manna í leiknum gegn Bayern München á ísilögðum vellinum í München í fyrrakvöld sé sú versta í Meistaradeildinni undir hans stjórn en leikurinn var sá 67.
Meira
ÞRÓTTUR Reykjavík og HK mætast í 1. deild kvenna í blaki í kvöld í Hagaskólanum. Þetta er síðasti leikur liðanna í deildinni og er annað sæti í húfi fyrir liðin. Þróttur er í öðru sæti með 37 stig, HK í því þriðja með 34 stig.
Meira
SMÁÞORSKUR í Breiðafirði er kynþroska og hættur að stækka. Það er því ekkert unnið með því að geyma hann í sjónum. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur unnið fyrir Landssamband smábátaeigenda á þorski í Breiðafirði.
Meira
FISKVEIÐIRÁÐ Norður-Kyrrahafsins hefur lokað u.þ.b. 375 þúsund fersjómílna, nærri 1,3 milljóna ferkílómetra, hafsvæði fyrir veiðum með botntrolli í því skyni að vernda búsvæði fiska og kóralrif.
Meira
KÍLÓIÐ af varanlegu krókaaflamarki í þorski kostar nú 930 krónur og hefur það hækkað nokkuð að undanförnu. Lítið mun þó vera um viðskipti með kvóta á þessu verði.
Meira
VERÐMÆTI afla sem keyptur var á innlendum fiskmörkuðum og fluttur óunninn á erlenda markaði í gámum jókst um ríflega 70% á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs.
Meira
INNFLUTNINGUR á fiski til Póllands hefur aukizt um nærri fimmtung á fyrsta ári landsins í Evrópusambandinu. Innlendur fiskiðnaður hefur líka notið aukinnar fiskneyzlu.
Meira
SKARKOLINN eða rauðsprettan þykir herramannsmatur og eins og jafnan á við fisk má elda hann á ótal vegu. Í dag býður Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Fylgifiskum, upp á einfalda en ljúffenga uppskrift.
Meira
REYTINGSAFLI hefur verið hjá netabátum sem róa frá Ólafsvík á þessari vertíð. Eru bátarnir að fá allt upp í 13 tonn í róðri. Alls eru 9 bátar gerðir út á net frá Ólafsvík á vertíðinni.
Meira
Í dag verður innsiglaður samningur milli nýs bílaumboðs, Bílaumboðsins Öskju ehf., og Daimler-Chrysler, um sölu og þjónustu fyrir Mercedes-Benz bifreiðar. Formleg opnun fyrirtækisins verður þriðjudaginn 1. mars næstkomandi.
Meira
Sigurjón Sighvatsson er um þessar mundir að framleiða alls um 8 kvikmyndir víðs vegar um heiminn og hefur hann aldrei haft fleiri kvikmyndaverkefni í gangi. Núna er hann með þrjú kvikmyndaverkefni á Íslandi.
Meira
Stáltak var rekið með 38,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en 30,4 milljóna króna tapi árið áður þannig að afkoman hefur batnað um nær 70 milljónir króna. Veltufé frá rekstri var 71 milljón í fyrra en var innan við ein milljón árið 2003.
Meira
CREDITINFO Group, móðurfélag Lánstrausts hf., hefur samið við félag í eigu allra helstu banka í Kasakstan, um að Creditinfo leggi félaginu til hugbúnað, þjálfun og ráðgjöf.
Meira
Frétt Morgunblaðsins í gær þess efnis, að þýzka byggingavöruverzlanakeðjan Bauhaus hygðist opna stórverzlun hér á landi á næsta ári með byggingavörur hefur að vonum vakið mikla athygli.
Meira
Umsvif Sigurjóns Sighvatssonar á Íslandi hafa farið ört vaxandi. Lykilorðið er innrás fremur en útrás, hvort sem er í kvikmyndagerð, fyrirtækjarekstri eða uppbyggingu.
Meira
LEICA Camera AG í Þýskalandi á nú í miklum rekstrar- og fjárhagserfiðleikum og margir bankar hafa lokað á lánafyrirgreiðslu til þess eftir að félagið tilkynnti á dögunum að útlit væri fyrir að það myndi tapa um helmingi af útistandandi hlutafé.
Meira
SVISSNESKI lyfjarisinn Novartis hefur keypt tvö fyrirtæki sem framleiða samheitalyf og er þannig orðinn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum að því er kemur fram í frétt á vef Economist .
Meira
OXFORD-HÁSKÓLI hefur skrifað undir samning um kaup á GoPro-hugbúnaðinum frá Hugviti hf. Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits, segir að um sé að ræða umfangsmikla uppsetningu innan skólans.
Meira
GUÐBRANDUR Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, hefur verið ráðinn sérstakur ráðgjafi stjórna Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna vegna fyrirhugaðrar sameiningar félaganna tveggja.
Meira
Á NÝAFSTAÐINNI farsímaráðstefnu í Cannes, 3GSM World, var Samsung D500 valdinn besti farsíminn, en þetta eru helstu farsímaverðlaun heims. Aðrir símar er hlutu viðurkenningu voru Motorola Razr V3, BlackBerry 7100, Sony Ericsson P910 og Siemens SK65.
Meira
Hugbúnaðargeirinn hefur verið að taka við sér eftir nokkra lægð. Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits, segir í samtali við Grétar Júníus Guðmundsson að almennt sé litið til upplýsingatækninnar í ríkara mæli sem tækis til að ná árangri.
Meira
SMÁSÖLUVELTA dagvara að teknu tilliti til verðlagsbreytinga var um 3,1% meiri í janúar en í sama mánuði í fyrra að því er kemur fram í nýrri smásöluvísitölu RSV (Rannsóknaseturs verslunarinnar) og SVÞ (Samtaka verslunar og þjónustu).
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.