Greinar laugardaginn 5. mars 2005

Fréttir

5. mars 2005 | Minn staður | 149 orð | 1 mynd

Aðsókn hefur aukist mjög

MEÐ auknum umsvifum matvælabrautar Verkmenntaskólans á Akureyri hefur nemendum fjölgað og viðburðum fjölgað í tengslum við starfsemi hennar. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Almannafé ekki eytt í vitleysu

Kurt Kopecky tónlistarstjóri Íslensku óperunnar andmælir því í grein í Lesbók í dag að Óperan hafi eytt almannafé "í vitleysu", eins og Jónas Sen hafi haldið fram í gagnrýni sinni á Óperuna. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð

Andrés í léttum dúr

Í öllum vísnaþáttum verða að birtast reglulega vísur eftir Andrés Valberg. Hann orti sjálfslýsingu í léttum dúr: Sjón á augum svíkja fer, sagður haugalatur. Slæmur á taugum einnig er öskuhaugamatur. Kona nokkur bauð Andrési upp í dans. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Atriði í frumvarpinu sem eru til bóta frá því sem áður var

Ari Edvald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að atriði í frumvarpi til nýrra samkeppnislaga séu til bóta frá því sem áður hafi verið. Ari sagði að þeir hefðu verið að fá frumvarpið í hendur. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð

Aukið samstarf Gæslu, Fiskistofu og Hafró

DÓMS- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa ákveðið að efla samstarf og samvinnu Landhelgisgæslunnar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 51 orð

Á 141 km hraða á Vatnaleið

LÖGREGLAN í Stykkishólmi stöðvaði níu ökuþóra fyrir of hraðan akstur í gær og er það óvenju mikið. Sá sem hraðast ók mældist á 141 km hraða á Vatnaleið og allir hinir óku hraðar en 110 km/klst. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 639 orð | 3 myndir

Áhersla á hollustu og þægindi

Krafan um hollustu og þægindi matvæla fer sífellt vaxandi og þar hefur fiskur ákveðið forskot sem ber að nýta til hins ýtrasta. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 660 orð | 1 mynd

Átján til tuttugu jarðgöng verði gerð á tuttugu árum

GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsþingi flokksins í gær, að í nýrri tillögu að ályktun flokksins í samgöngumálum, væri lagt til að lokið yrði við gerð átján til tuttugu jarðganga á 20 árum. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 350 orð

Áætlun um brottflutning herliðs Sýrlendinga frá Líbanon?

HÁTT SETTUR sýrlenskur embættismaður sagði í Moskvu í gær að stjórnvöld í Sýrlandi myndu brátt birta áætlun um brottflutning herafla síns frá Líbanon. Fréttinni fylgdi að ráðamenn í Líbanon hefðu lýst yfir ánægju sinni vegna áætlunarinnar. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 174 orð

Bandarískir hermenn skutu á gísl

BANDARÍSKIR hermenn gerðu skotárás á ítölsku blaðakonuna Giuliana Sgrena og fylgdarlið hennar í Írak í gær eftir að mannræningjar létu hana lausa úr gíslingu. Blaðakonan særðist og ítalskur leyniþjónustumaður lét lífið. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Beðið eftir brauðbita

Reykjavík | Börnunum þykir flestum mikið varið í að bregða sér niður að Reykjavíkurtjörn, fylgjast þar með fuglalífinu og helst af öllu að vera með brauðbita í poka sem deilt er út til svangra íbúa tjarnarinnar. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 64 orð

Eiga 98% hlutafjár í Fasteignafélagi Íslands

BYGGINGARFÉLAG Gylfa og Gunnars ehf., Saxhóll ehf. og Baugur Group hf. hafa eignast rúmlega 34% hlut í Fasteignafélagi Íslands hf. sem á verslunarmiðstöðina Smáralind. Seljendur eru Norvik hf., Vesturgarður ehf. og Sveinn Valfells. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 78 orð

Endurbætur á fráveitu

Bíldudalur | Bæjarráð Vesturbyggðar fjallaði um tillögu að endurbótum á fráveitu Bíldudals á fundi í vikunnien fram kom að síðar yrði gerð heildaráætlun um fráveitu fyrir Patreksfjörð. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð

Fagna þjóðgarði norðan Vatnajökuls

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar í janúar sl. um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. " Með stofnun þjóðgarðsins verður til þjóðgarður eða kerfi þjóðgarða frá Öxarfirði suður í Öræfi. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 690 orð | 1 mynd

Fangelsisvistin sögð ein allsherjar auglýsing

Martha Stewart, uppáhald bandarískra húsmæðra um langt skeið, er laus úr fangelsi og baðar sig nú í flóðljósum fjölmiðlanna sem aldrei fyrr. Verð á hlutabréfum í fyrirtæki hennar hefur rokið upp og hún er með þrjá nýja sjónvarpsþætti á prjónunum. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Félagsmenn fá tugi þúsunda inn á reikning

FÉLAGSMENN í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur munu hver og einn eignast sinn eigin séreignasjóð hjá félaginu, svonefndan VR-varasjóð, verði tillaga stjórnar félagsins þar um samþykkt á aðalfundi 14. mars. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 98 orð

Fjórir lögreglumenn drepnir

FJÓRIR kanadískir lögreglumenn létu lífið á fimmtudag er þeir gerðu húsleit á bóndabýli í Albertafylki þar sem grunur lék á að lögð væri stund á kannabisræktun. Er þetta mesta mannfall, sem orðið hefur í lögregluaðgerð í Kanada í rúma öld. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 624 orð | 1 mynd

Flugmiði keyptur fyrir Fischer til Íslands

SKÁKSNILLINGURINN Bobby Fischer hefur verið settur í einangrun í innflytjendabúðunum, þar sem hann hefur verið í haldi í nærri átta mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Tókýó í gær, sem stuðningsmenn Bobbys Fischers héldu. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Forseti Íslands opnar nýja skíðalyftu

NÝJA skíðalyftan í Kóngsgili í Bláfjöllum verður opnuð við hátíðlega athöfn á morgun, sunnudag, og hefst dagskrá klukkan 11. Forseti Íslands opnar lyftuna og síðan fer hann fyrstu ferðina ásamt bæjarstjórum og stjórn skíðasvæðisins. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 132 orð

Frakkar kjósa 29. maí

EFNT verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um hina nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins (ESB) í Frakklandi 29. maí. Jacques Chirac Frakklandsforseti sendi frá sér tilkynningu þessa efnis í gær. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Fráleitt að samþykkja frumvarpið á yfirstandandi þingi

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé fráleitt að samþykkja frumvarp um ný samkeppnislög á yfirstandandi þingi og að þau taki gildi í sumar. "Slík handarbakavinnubrögð eru hreinlega ekki sæmandi. Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 128 orð

Fræðslufundur | Í dag kl. 14 verður haldinn fræðslufundur um fíkniefni í...

Fræðslufundur | Í dag kl. 14 verður haldinn fræðslufundur um fíkniefni í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri á Hólum. Fundurinn er sérstaklega ætlaður foreldrum og forráðamönnum ólögráða nemenda í MA og VMA svo og kennurum. Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 69 orð

Fyrirlestrar | Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í...

Fyrirlestrar | Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í umhverfisjarðefnafræði við jarðvísindaskor Háskólans í Bristol á Englandi, mun flytja tvo fyrirlestra hjá auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Sá fyrri verður á mánudag, 7. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 681 orð | 1 mynd

Greinin fái starfsfrið

Fyrsti togari Íslendinga, Coot, sigldi til hafnar í Hafnarfirði þann 6. mars 1905 eða fyrir rétt um 100 árum. Í tilefni þessa stóð sjávarútvegsráðuneytið í gær fyrir ráðstefnu um íslenskan sjávarútveg, undir yfirskriftinni Fiskurinn og framtíðin. Árni... Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Gæslan greip ekki inn í

YFIRSTJÓRN dönsku landhelgisgæslunnar viðurkenndi í gær, að vegna mistaka hefði ekki verið gripið inn í siglingu flutningaskips, sem rakst á Stórabeltisbrúna í fyrrakvöld. Stýrimaður skipsins beið bana við áreksturinn. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 519 orð | 2 myndir

Hefði átt að vísa oftar í Peter Hallberg og Halldór Laxness

"ÉG ER sammála Guðmundi Jónssyni sagnfræðingi (og Helgu Kress) um það, að ég hefði átt að vísa oftar til Peters Hallbergs, sem ég hafði mikið gagn af, í bók minni, Halldór, sem kom út árið 2003. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð

Hvetja til einkavæðingar á sviði orkuiðnaðar

UNGIR sjálfstæðismenn fagna yfirlýsingu iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra um breytt eignarhald á Landsvirkjun. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð

Íbúar Kjósarhrepps andvígir sameiningu

YFIRGNÆFANDI meirihluti íbúa Kjósarhrepps er andvígur sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Guðmundur H. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 895 orð | 1 mynd

Játar að hafa orðið Sri að bana en krefst sýknu

VERJANDI Hákons Eydal, sem hefur játað að hafa orðið barnsmóður sinni og fyrrum sambýliskonu - Sri Rhamawati - að bana á heimili sínu að morgni dags 4. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Kafað í Hvalfirði

Félagar í köfunarsveit Björgunarfélags Akraness, sem er innan Landsbjargar, voru á dögunum við æfingar í Hvalfirði en sveitin er nýstofnuð. Fjórir tóku þátt en í sveitinni eru alls sjö kafarar. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 171 orð

Kemur ekki til greina að stöðva sölu Símans

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi á fimmtudag að ekki kæmi til greina að stöðva undirbúng við sölu Símans. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, tók málið upp í byrjun þingfundar. Hann sagði m.a. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 459 orð | 4 myndir

Kröfur uppi um að Leoníd Kútsma verði handtekinn

KOMMÚNISTAR á þingi Úkraínu kröfðust þess í gær að fyrrum forseti landsins, Leoníd Kútsma, yrði handtekinn. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Lestur Morgunblaðsins eykst en lestur Fréttablaðsins minnkar

LESTUR Morgunblaðsins hefur aukist um 2,5% frá því í nóvember samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun IMG Gallup. Er meðallestur á tölublað nú 51,9% en var 49,4% í nóvember. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð

Lyfja kaupir verslanirnar Heilsuhúsið

LYFJA hf. hefur keypt fyrirtækið Heilsu ehf. sem rekur þrjá verslanir undir nafninu Heilsuhúsið af stofnandanum, Erni Svavarssyni. Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju, segir Heilsu vera góða viðbót fyrir Lyfju. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á tvær bifreiðir 2. mars milli kl. 05.00 og 13.00 á bifreiðastæðinu við Mjódd við Þönglabakka. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 131 orð

Markaði ekki kaflaskil

HEIMSSÝN, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, telur sýnt að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um síðustu helgi hafi ekki markað nein kaflaskil í umræðunni um Evrópumálin hér á landi. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 320 orð

Nýr frjálshyggjuflokkur á döfinni í Danmörku

HÓPUR danskra frjálshyggjumanna, sem finnst ríkisstjórn Venstre og Íhaldsflokksins einkennast af allt of miklu miðjumoði, stefnir að því að stofna nýjan hægriflokk með haustinu. Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 149 orð | 1 mynd

Nýtt aðalhlið opnað fyrir umferð

Keflavíkurflugvöllur | Aðalhliðið að varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli hefur verið tekið formlega í notkun að loknum gagngerum endurbótum á báðum hliðum stöðvarinnar. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Nærri 500 hundar sýndir um helgina

KRINGUM 50 ungir hundaræktunarmenn sýndu í gær listir sínar og dýra sinna á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands í reiðhöll Gusts við Álalind í Kópavogi. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð

Ók vélsleðanum út í grjóturð

BRESKUR ferðamaður meiddist á handlegg þegar hann ók vélsleða sínum í grjóturð vestan við Dettifoss í gær. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 98 orð

Ólga vegna morðs í Bakú

ÞÚSUNDIR manna söfnuðust saman á götum asersku höfuðborgarinnar Bakú í gær og kröfðust prentfrelsis í Aserbaídsjan eftir að þekktur ritstjóri og stjórnarandstæðingur var myrtur. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Óttast að draga eigi úr sjálfstæði Samkeppnisstofnunar

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur fjölmargt að athuga við frumvarp viðskiptaráðherra til nýrra samkeppnislaga. Hún segist m.a. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 470 orð

Persónunjósnir í atvinnuskyni verði bannaðar

NEFND á vegum dómsmálaráðherra leggur til að persónunjósnir um einkaaðila í atvinnuskyni verði bannaðar hér á landi og að ákvæði um einkarekna vakt- og öryggisþjónustu verði hert. Í greinargerð nefndarinnar er m.a. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 255 orð

"Eimskip braut trúnað við Geest"

HOLLENSKA flutningafyrirtækið Geest North Sea Line, sem sagt var frá í gær að Samskip hefði keypt, hefur gefið út tilkynningu vegna ummæla Baldurs Guðnasonar, forstjóra Eimskips, í Morgunblaðinu í gær, um að hugmyndir seljanda um verð hafi verið 3,5... Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 323 orð | 1 mynd

"Mikilvægt að skipuleggja tíma sinn vel"

Sandgerði | Stærðfræðikunnátta stúlkna er til umfjöllunar í bandaríska fréttatímaritinu Time Magazine . Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

"Spenntur fyrir því að koma aftur"

BRUCE Dickinson, söngvari þungarokksveitarinnar Iron Maiden, segist í samtali við Morgunblaðið vera spenntur fyrir því að koma aftur til Íslands en sveitin hélt tónleika í Laugardalshöll árið 1993. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

"Sækjum út frá miðjunni, bæði til hægri og vinstri"

"SÆKJUM fram út frá miðjunni, bæði til hægri og vinstri," sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, m.a. í setningarræðu sinni á landsþingi flokksins síðdegis í gær. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ráðstefna

Sveitarstjórnarráðstefna Samfylkingarinnar verður haldin á Hótel Selfossi í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 10. Fyrir hádegið verður fjallað um íþrótta- og æskulýðsmál og dagmæðrakerfi, fræðslumál, stofnfjárfestingar og fasteignafélög og menningarmál. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 469 orð | 2 myndir

Ríðandi frá Eyrarbakka til Manitoba

Í ÁR eru hundrað og þrjátíu ár liðin frá því fyrstu Vestur-Íslendingarnir stigu á skipsfjöl og héldu á brott vestur um haf í von um bærilegra líf í Ameríku. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Rúm 40% styðja ríkisstjórnina

Rúm 40% Íslendinga telja sig vera stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og rúm 36% segjast vera andstæðingar hennar samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið dagana 18.-24. febrúar sl. Rúm 18% svarenda sögðust hlutlausir. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð

Safnað í varasjóð

FÉLAGSMAÐUR í VR sem er með 280 þúsund kr. á mánuði safnar árlega rúmum 17.000 kr. í varasjóðinn eftir skatt. Eftir tíu ár og miðað við sambærileg laun og 5% ávöxtun er eign hans í varasjóðnum komin í 240.000 kr. og eftir 20 ár í rúmlega 600.000 kr. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 110 orð

Samkynhneigð til skoðunar í aðalnámskrá

"ÞETTA er í vinnslu hjá m.a. námskrárdeild," segir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, um vöntun á fræðslu um samkynhneigð í aðalnámskrá grunnskóla. Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 108 orð | 1 mynd

Samstarfssamningur

Dalvíkurbyggð | Forsvarsmenn Sæplasts og Háskólans á Akureyri hafa gert með sér samstarfssamning, en í honum felst að unnið verður saman að rannsóknum á þeim sviðum sem tengjast lausnum frá Sæplasti auk þess sem nýrra lausna sem tengjast geymslu- og... Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 217 orð

Segja stangveiðina skila mestum verðmætum

STJÓRN Landssambands stangaveiðifélaga hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er þeirri umræðu sem á sér stað á Alþingi um rannsóknir á afdrifum laxa í sjó. "Framkomin tillaga til þingsályktunar nr. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

SÍNE segir námsmenn erlendis tapa á gengisbreytingum

FJÖLMARGIR námsmenn sem stunda nám erlendis hafa leitað til Sambands íslenskra námsmanna vegna fjárhagslegs tjóns sem þeir rekja til hækkandi gengis krónunnar. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 495 orð | 1 mynd

Skoða þarf jarðgöng sem mannvirkjakost á höfuðborgarsvæðinu

Vegagerðin á langan lista yfir óskir og kröfur um jarðgöng víða um land. Ýmsar hugmyndir hafa t.d. verið settar fram um jarðgöng og vegstokka á höfuðborgarsvæðinu. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 950 orð | 2 myndir

Skólarnir fái að bjóða upp á nám sem þeir eru sterkastir í

ÞORRI skólastjóra og skólameistara framhaldsskólanna hefur miklar efasemdir um styttingu náms til stúdentsprófs, að mati Sölva Sveinssonar, verðandi skólastjóra Verzlunarskóla Íslands og fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 368 orð

Skyndileg húsleit skattayfirvalda

LAGT var hald á mikið af bókhaldsgögnum og tölvubúnaði þegar um 30 manna hópur á vegum skattrannsóknarstjóra gerði skyndilega húsrannsókn á fjölda vínveitingastaða í Reykjavík í umfangsmikilli aðgerð sem hófst í fyrrakvöld og lauk síðdegis í gær. Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 277 orð | 1 mynd

Snjóframleiðsla hefjist í Hlíðarfjalli

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarráð að hafist verði nú þegar handa við undirbúning að snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli með það að markmiði að hún geti hafist á haustdögum 2005. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Spar er ekki lágvöruverðsverslun

Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Spar í Bæjarlind, vildi koma á framfæri athugasemd í kjölfar verðkönnunar sem gerð var sl. föstudag í lágvöruverðsverslunum. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 627 orð | 1 mynd

Spurning hve lengi ársins vegirnir gætu verið opnir

Þeir fjórir hálendisvegir sem byggja á upp samkvæmt Samgönguáætlun liggja sumir um þjóðgarða og náttúruverndarsvæði. Hugmyndir um gerð jarðganga á höfuðborgarsvæðinu ætti að skoða, m.a. með umhverfissjónarmið í huga. Kom þetta m.a. fram á ráðstefnu um samgöngumál. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 104 orð

Stans! Einn í einu!

ÞYBBNIR lögregluþjónar í Stokkhólmi hafa nú ærna ástæðu til að megra sig því að þeir komast ekki inn um nýjan öryggisinngang höfuðstöðva sænsku ríkislögreglunnar ef þeir eru of þungir. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 757 orð | 1 mynd

Stefnt að leigu eða kaupum

Stutt í að Fokker-vélin verði safngripur Segja má að Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar sé að verða safngripur. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 269 orð

Steyptist á ógnarhraða inn í gufuhvolfið

AF lýsingum sjónarvotta að dæma er skýringin á ljósaganginum yfir landinu í fyrrakvöld sú að óvenju stór loftsteinn kom inn í gufuhvolfið og brann þar upp, að sögn Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 147 orð

Styðja frumvarp um tóbaksvarnir

STJÓRN Læknafélags Íslands (LÍ) og Landsnefnd Lýðheilsustöðvar styðja eindregið frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 94 orð

Sýningarlok | Sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur á Listasafni...

Sýningarlok | Sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur á Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum í Keflavík lýkur um helgina. Safnið er opið báða dagana klukkan 13 til 17.30. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Sögð vera orðin 125 ára gömul

HÁÖLDRUÐ kona, sem býr í timburkofa í Brasilíu, gæti verið elsta kona heims, að því er fréttastofan AP hafði í gær eftir framkvæmdastjóra RankBrasil, brasilískrar stofnunar sem skráir og staðfestir met. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Tíundi hver Afríkubúi gæti smitast af alnæmi

NÆSTUM 90 milljónir Afríkubúa gætu smitast af HIV-veirunni næstu 20 árin verði ekkert gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins, að því er fram kom í rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) birtu í gær. Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 45 orð

Tónleikar | Tónleikar verða í Akureyrarkirkju á mánudagskvöld, 7. mars...

Tónleikar | Tónleikar verða í Akureyrarkirkju á mánudagskvöld, 7. mars, kl. 20. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð

Umræðan komin í öngstræti

Hjörleifur Stefánsson arkitekt segir í viðtali við Lesbók í dag að umræða um verndun gamalla húsa sé komin í öngstræti hér á landi. "Hún snýst um átök þeirra sem vilja rífa og hinna sem vilja vernda og varðveita. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Undirbúa endurnýjun skipa- og flugkosts

"ÉG tel mikilvægt hversu málinu var vel tekið í ríkisstjórninni sem sýnir skilning á nauðsyn þess að ráðast í þá nauðsynlegu endurnýjun á tækjakosti Landhelgisgæslunnar sem svarar kröfum tímans," sagði Björn Bjarnason, dóms- og... Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 343 orð

Úr bæjarlífinu

Rekstur Reykjanesbæjar hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hann, eins og gengur. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 278 orð

Vanþekking og andvaraleysi gagnvart ofbeldisefni

"VIÐ erum að gera hluti sem enginn annar gerir, en það er ástæðan fyrir því að við erum í sjónvarpi. Meira
5. mars 2005 | Erlendar fréttir | 237 orð

Viðskiptajöfur fannst látinn

MIKIL leynd hvílir yfir rannsókn svissnesku lögreglunnar á dauða fransks viðskiptajöfurs, Edouard Stern, en hann fannst látinn í íbúð sinni í Genf á þriðjudag. Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 648 orð | 1 mynd

Vill bjóða ferðafólki undir feld Þorgeirs

Þingeyjarsveit | Áhugamannafélag sem afmarkar viðfangsefni sín við Goðafoss, Þingey og Þorgeirskirkju hefur verið stofnað í Þingeyjarsveit. Tilgangurinn er einkum sá að afla nýrrar þekkingar, safna saman og miðla söguþekkingu á svæðinu. Meira
5. mars 2005 | Minn staður | 612 orð | 1 mynd

Það er alltaf sérstök tilfinning að finna fólk heilt á húfi

Selfoss | "Fólk getur komið hér með fartölvuna sína og tengt sig inn á tölvunetið okkar sem er með háhraðanettengingu. Í gegnum það getur það svo farið inn á tölvukerfi síns fyrirtækis eða stofnunar og unnið þar að sínum verkefnum. Meira
5. mars 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Ökuþórinn hljópst á brott

TILKYNNT var snemma í gærmorgun um eld í bifreið á Hverfisgötu, á móts við hús númer 62. Bifreiðinni hafði verið ekið utan í vegrið eða keilur og í framhaldinu komið upp eldur. Meira

Ritstjórnargreinar

5. mars 2005 | Leiðarar | 468 orð

Árangursríkt forvarnarstarf

Niðurstaða úttektar á forvarnarstarfi Reykjavíkurborgar á árunum 1997-2003 leiðir í ljós þá ánægjulegu niðurstöðu að forvarnarstarf sem byggist á traustum rannsóknum ber marktækan árangur. Meira
5. mars 2005 | Staksteinar | 297 orð | 1 mynd

Fer hann eða verður hann?

Hvaða skoðun hefur Reykjavíkurlistinn á framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni? Það er von að spurt sé. Meira
5. mars 2005 | Leiðarar | 516 orð

Framtíð Frjálslynda flokksins

Frjálslyndi flokkurinn hóf landsþing sitt í gær. Meira

Menning

5. mars 2005 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Aukamiðar til sölu

ALLS verða hundrað aukamiðar settir í sölu á tvennar sýningar grínistans Eddie Izzard hérlendis. Salan fer eingöngu fram í verslunum Skífunnar frá og með kl. 10 í dag. Meira
5. mars 2005 | Bókmenntir | 547 orð | 2 myndir

Bernskubrek Bonds

Grínistinn og rithöfundurinn Charlie Higson hefur gefið út fyrstu skáldsögu sína sem fjallar um æskuár frægasta njósnara bókmennta- og kvikmyndasögunnar, James Bond. Meira
5. mars 2005 | Fólk í fréttum | 232 orð | 2 myndir

Demantseyrna- lokkar og trékofi

BÖRN fræga fólksins eru kannski vön því að fá stórar og miklar gjafir. Því má ætla að Brooklyn Beckham, sonur hjónanna Victoriu og Davids Beckham, verði ekkert sérlega brugðið yfir afmælisgjöf foreldra sinna í ár. Meira
5. mars 2005 | Fjölmiðlar | 126 orð

En fjölbreytni ljósvakans deyr

FYRRI partur síðustu viku í þættinum Orð skulu standa var ortur vegna frétta um að menntamálaráðherra vildi afnema afnotagjöld útvarps: Eiga nú afnotagjöldin aldrei að hrella okkur meir? Meira
5. mars 2005 | Tónlist | 273 orð | 1 mynd

Mjóróma endurfæðing

JENNIFER Lopez gefur til kynna með nafninu á glænýrri hljóðversplötu sinni að hún sé að ganga í gegnum einhvers konar endurfæðingu. Til að gera það fær hún m.a. Rodney Jerkins og Timbaland til liðs við sig. Meira
5. mars 2005 | Bókmenntir | 155 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Hjá Máli og menningu er komin út Vísindabókin . Vísindabókin er aðgengilegt og ríkulega myndskreytt rit um sögu vísindanna. Hér er greint frá 250 merkum vísindaafrekum frá upphafi vega til dagsins í dag í máli og myndum. Meira
5. mars 2005 | Kvikmyndir | 67 orð | 3 myndir

Óperudraugurinn fer á stjá

KVIKMYND byggð á söngleiknum margfræga Óperudraugnum eftir Andrew Lloyd Webber var forsýnd í Háskólabíói á miðvikudag. Meira
5. mars 2005 | Tónlist | 754 orð | 1 mynd

"Iron Maiden er mitt helsta áhugamál"

Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll 7. júní næstkomandi. Arnar Eggert Thoroddsen heyrði stuttlega í Bruce Dickinson söngvara vegna þessa. Meira
5. mars 2005 | Tónlist | 200 orð | 1 mynd

Samhljómur Eystrasalts- og Norðurlanda

Í tengslum við ársfund Norræna fjárfestingarbankans (NIB) í Helsinki, 3. mars 2005, var efnt til sérstakrar tónlistardagskrár í tilefni af því að Eistland, Lettland og Litháen urðu aðilar að bankanum ásamt Norðurlöndunum fimm um síðastliðin áramót. Meira
5. mars 2005 | Tónlist | 328 orð | 1 mynd

Slepp við að vera sett í poka

Á MORGUN kl. 16 flytja 22 ungir söngvarar, sem allir eru nemendur í óperudeild Söngskólans í Reykjavík, rómantískar óperuperlur úr La Bohéme og La Rondine eftir Puccini, og úr Falstaff og Rigoletto eftir Verdi, í Salnum í Kópavogi. Þetta er 23. Meira
5. mars 2005 | Fjölmiðlar | 108 orð | 1 mynd

Stuðmenn hjá Gísla

Liðsmenn hinnar sívinsælu hljómsveitar Stuðmanna verða gestir Gísla Marteins Baldurssonar í þætti hans í Sjónvarpinu á laugardagskvöld. Meira
5. mars 2005 | Tónlist | 194 orð | 1 mynd

Takmarkið að rústa samkeppnina

RAPPARINN 50 Cent hefur gert samning við fyrirtækið Vivendi Universal Games um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Meira
5. mars 2005 | Myndlist | 751 orð | 1 mynd

Teikningar í tísku

Sýningar á verkum listamanna frá New York-galleríinu Pierogi og Ingólfs Arnarsonar verða opnaðar í Safni á Laugavegi 37 í dag og birtist mikill fjölbreytileiki í verkunum. Meira
5. mars 2005 | Menningarlíf | 449 orð | 1 mynd

Til heiðurs Norðurlöndum

Þeir eru ófáir, góðu tónlistarmennirnir sem hafa leikið í sal Norræna hússins í Reykjavík gegnum tíðina. Rússneski píanóleikarinn Alexander Vaulin bætist senn í hópinn, þar sem hann heldur tónleika í dag kl. 17. Meira
5. mars 2005 | Tónlist | 392 orð | 1 mynd

Tónlist sem ég hlusta á

DANÍEL Þorsteinsson trommuleikari, betur þekktur sem Danni í Maus, er að vinna að sólóplötu. Hann ætlar að klára plötuna í maí og stefnir jafnvel á útgáfu í sumar. Meira
5. mars 2005 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Vildi biðja með Gibson

Mel Gibson er mjög trúaður maður og hefur meðal annars byggt kirkju í bakgarðinum hjá sér. Alla jafna er hún notuð fyrir fjölskyldumeðlimi en nú bættist við hópinn. Meira

Umræðan

5. mars 2005 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Afdrifarík mistök í menntamálum

Ólafur Oddsson fjallar um nám: "Niðurstaða mín er sú, að þau rök, sem færð hafa verið fyrir styttingu eða skerðingu náms í framhaldsskólum, séu fátækleg, ef grannt er skoðað." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Eftirlitsstofnun lóðarverðs

Jón Gunnarsson fjallar um lóðarverð: "Markaðsverð fasteigna mun alltaf myndast eftir framboði og eftirspurn og ekkert bendir til þess að lóðarverðið eitt og sér eigi sök á háu húsnæðisverði." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 580 orð | 1 mynd

Einkamál?

Sigurður Björnsson fjallar um reykingar: "Á undanförnum tveimur áratugum hafa augu manna í vaxandi mæli beinzt að því, sem nefnt er óbeinar reykingar." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 539 orð | 1 mynd

Er allt í lagi að falsa söguna?

Snorri Jónsson fjallar um sögu barnafræðslu og skólamála í Hafnarfirði: "Allir sem eitthvað þekkja til sögu barnafræðslu og skólamála í Hafnarfirði vita að hér er rangt frá skýrt." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 804 orð | 1 mynd

Er doðinn í óperunni?

Gunnar Guðbjörnsson fjallar um málefni Íslensku óperunnar: "Meðan frændur okkar eru í bullandi uppbyggingu óperunnar kveðum við upp dauðadóma í blöðum og sjónvarpi." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 375 orð | 1 mynd

Eru stjórnmálamenn á bólakafi í kjötkötlum þjóðarinnar?

Ásgerður Jóna Flosadóttir fjallar um stjórnmálamenn: "Geta þingmenn ekki keypt sín blöð sjálfir og borgað fyrir sinn heimasíma?" Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 390 orð | 1 mynd

Háspenna lífshætta!

Guðmundur Ármannsson fjallar um áform Landsvirkjunar um lagningu háspennulína frá Kárahnjúkavirkjun til Reyðarfjarðar: "Þess vegna er framkoma Landsvirkjunar gegn fjölskyldunni í Eyrarteigi, sem og öðrum sem ósamið er við, hrein og klár valdníðsla." Meira
5. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 381 orð

Hvaða gildi hafa listir?

Frá Sigrid Österby: "Í FRAMHALDI af athyglisverðu viðtali við listakonuna Messíönu Tómasdóttur í Morgunblaðinu nýlega um skapandi listir og tjáningu barna vil ég taka alls hugar undir hennar orð. Þetta eru orð í tíma töluð." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 306 orð

Hæstiréttur - hvar er réttlætið?

Fjölmargir dómar Hæstaréttar Íslands undanfarin misseri og ár hafa vakið furðu manna og undrun. Meira
5. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 212 orð

Kristínu Ingólfsdóttur í embætti rektors

Frá lyfjafræðingum á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi: "VIÐ lyfjafræðingar á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi (19 talsins) lýsum yfir stuðningi við framboð Kristínar Ingólfsdóttur í embætti rektors Háskóla Íslands." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 892 orð | 1 mynd

Markmið í móðu

Jóna Rúna Kvaran: "Ef ég á eftir aðra hálfa öld þá þýðir ekkert fyrir mig að hugsa: Þú varst svona heldur þú ert svona og það þýðir ekkert að lifa í því sem var." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 562 orð | 1 mynd

Munkar og Íslandsskreið á 18. öld

Gísli Gunnarsson gerir athugasemd við ritdóm Jóns Þ. Þór: "...skrif hans aðeins ritdómur að formi til; eiginlegur ritdómur, það er umfjöllun um bók mína, kosti hennar og lesti, er aðeins um þriðjungur af pistli hans..." Meira
5. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 306 orð

Sérfræðingar

Frá Þóri N. Kjartanssyni framkvæmdastjóra: "Í GAMLA daga nutu svokallaðir þúsundþjalasmiðir mikillar virðingar. Allt lék í höndum þessara manna. Þeir kunnu skil á öllu, sérstaklega á verklega sviðinu, og nutu mikillar virðingar hver í sinni sveit." Meira
5. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 207 orð

Skattaæði hverra?

Frá Pétri Guðmundssyni: "BOLLI Thoroddsen skrifar grein í Morgunblaðið 18. janúar sl. sem hann kallar "Af skattaæði Reykjavíkurlistans". Þótt ég sé sammála mörgu af því sem þar kemur fram, þá verður að gera eina veigamikla athugasemd." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 322 orð | 1 mynd

Skiptir menntun kannski máli?

Þorsteinn Siglaugsson fjallar um menntun: "Sú staðreynd, að sumir foreldrar greiða skólagjöld til einkarekinna skóla, sýnir best að almenna kerfið þjónar ekki þörfum barna þeirra." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 862 orð | 1 mynd

Stúdentspróf þarfir nemenda í fyrirrúmi

Guðmundur Birkir Þorkelsson fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs: "Þetta er mögulegt án þess að skerða þær námskrár sem nú eru í gildi." Meira
5. mars 2005 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Sæmundur í Japan

Helgi Ólafsson fjallar um málefni Bobbys Fischers: "Bobby Fischer hefur ekki gert flugu mein." Meira
5. mars 2005 | Velvakandi | 544 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Riddarinn með raunasvipinn NÝKOMINN heim úr ferð sé ég að birst hefur í dálkum þessum hinn 12. febrúar sl. Meira

Minningargreinar

5. mars 2005 | Minningargreinar | 5504 orð | 1 mynd

GESTUR ÞÓRARINSSON

Gestur Þórarinsson fæddist í Árbæ á Blönduósi 11. júlí 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss v/Hringbraut laugardaginn 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Þorleifsson, f. 10.1. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2005 | Minningargreinar | 3061 orð | 1 mynd

HARALDUR GUÐBERGSSON

Haraldur Guðbergsson fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1949. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðberg E. Haraldsson, f. í 30. september 1927, og Sigurlaug Júlíusdóttir, f. 11. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2005 | Minningargreinar | 628 orð | 1 mynd

INGVELDUR GÍSLADÓTTIR

Ingveldur Gísladóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 4. apríl 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Bergsveinsson, f. 13.7. 1877, d. 15.5. 1939, og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2005 | Minningargreinar | 566 orð | 1 mynd

KJARTAN HENRY FINNBOGASON

Kjartan Henry Finnbogason fæddist á Látrum í Aðalvík 28. maí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 25. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 4. mars. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2005 | Minningargreinar | 741 orð | 1 mynd

MARÍA SIGURSTEINSDÓTTIR

María Sigursteinsdóttir fæddist í Reykjavík 8. desember 1940. Hún lést á heimili sínu, Langholtsvegi 65, fimmtudaginn 24. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Áskirkju 4. mars. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2005 | Minningargreinar | 5240 orð | 1 mynd

SIGURSTEINN G. MELSTEÐ

Sigursteinn G. Melsteð fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Símonardóttir Melsteð, f. 22. maí 1914, d. 1. október 2000, og Gunnlaugur Bjarnason Melsteð f. 5. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2005 | Minningargreinar | 866 orð | 1 mynd

STEFÁN EIRÍKSSON

Stefán Eiríksson fæddist á Rifi á Rifstanga í Norður-Þingeyjarsýslu 10. febrúar 1925. Hann lést á FSA 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg V. Jóhannsdóttir, f. 18. nóvember 1889, d. 24. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

5. mars 2005 | Sjávarútvegur | 288 orð | 1 mynd

Frysta hrogn um borð í Hugin VE

FRYSTING á loðnuhrognum er hafin um borð í loðnuskipinu Hugin VE frá Vestmannaeyjum en hrognfrysting úti á sjó hefur ekki verið reynd hér við land um áraraðir. Meira
5. mars 2005 | Sjávarútvegur | 140 orð | 1 mynd

Nokkur loðnuskip fengu afla út af Héðinsfirði

NOKKUR loðnuskip fengu í gær afla út af Héðinsfirði en afar óvenjulegt er að loðna veiðist fyrir Norðurlandi á þessum árstíma. Meira

Viðskipti

5. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 185 orð | 1 mynd

Besta ár um langa hríð

UNNIÐ er að því að efla rekstur Eimskipafélags Íslands með það að markmiði að skrá félagið í Kauphöll Íslands. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Burðaráss, á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Meira
5. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Dræm viðskipti í Kauphöll

Heildarviðskipti í Kauphöll Íslands í gær námu tæplega 4,9 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir rúmlega 2,3 milljarða. Mest viðskipti voru með KB banka. Meira
5. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Fer dollar undir 60 krónur?

Greining Íslandsbanka spáir því að Bandaríkjadalur fari undir 60 krónur í þessum mánuði en það hefur ekki gerst síðan árið 1992. Lokagengi dals í gær var 60,36 og hefur hann ekki verið svo ódýr í áratug. Meira
5. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 223 orð | 1 mynd

Gjörbreytt félag

AFKOMA Kögunar ber þess sterklega merki að fleiri fyrirtæki mynda samstæðuna nú en áður. Sl. haust keypti Kögun meirihluta hlutafjár í Opnum kerfum og í árslok 2003 keypti félagið Hug og Landsteina Streng. Meira
5. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 82 orð | 1 mynd

Lyfin fást afgreidd í bílalúgu

LYFJAVAL opnar í dag bílaapótek í Hæðarsmára í Kópavogi og er það fyrsta apótek sinnar tegundar á Íslandi. Verða þar afgreidd lyf samkvæmt lyfseðlum, sem og lausasölulyf, í gegnum bílalúgur. Meira
5. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Lyfja hf. kaupir Heilsu ehf.

LYFJA hf. hefur keypt fyrirtækið Heilsu ehf. af Erni Svavarssyni, stofnanda fyrirtækisins. Heilsa rekur þrjár verslanir í Reykjavík og Kópavogi undir nafninu Heilsuhúsið en fyrirtækið var stofnað á árinu 1973. Meira
5. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 518 orð | 1 mynd

Opnar fyrsta bílaapótekið

FYRSTA bílaapótek landsins verður opnað í dag við Hæðarsmára í Kópavogi undir merkjum Lyfjavals. Meira
5. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 75 orð

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæði

Seðlabanki Evrópu breytti ekki stýrivöxtum sínum í þessum mánuði og hafa þeir nú verið óbreyttir í 21 mánuð í röð en stýrivextir á evrusvæðinu eru 2%. Meira

Daglegt líf

5. mars 2005 | Daglegt líf | 215 orð | 2 myndir

Grikklandsferð Sigurður A. Magnússon auglýsti alsíðustu SAM-ferð til...

Grikklandsferð Sigurður A. Magnússon auglýsti alsíðustu SAM-ferð til Grikklands á liðnu ári, en þar eð hámarksfjöldi var 47 manns, urðu ýmsir frá að hverfa og létu skrá sig á biðlista fyrir næsta ár, ef ske kynni að farin yrði önnur ferð. Meira
5. mars 2005 | Daglegt líf | 552 orð | 1 mynd

Hiti í gólfum, fjarstýrðar hurðir og sérherbergi

Hjónin Kristín Jónsdóttir og Valgeir Ingi Ólafsson hafa alltaf verið með ferðabakteríu og hlakka alltaf jafnmikið til sumarkomunnar þegar hægt er að taka fram útilegugræjurnar og skipuleggja ferðalög vítt og breitt um landið. Meira
5. mars 2005 | Daglegt líf | 154 orð

Mjög mikill verðmunur milli efnalauga

Mestur verðmunur var á hæsta og lægsta verði á hreinsun gluggatjalda, rúmlega 266%, í verðkönnun sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði í 22 efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
5. mars 2005 | Daglegt líf | 326 orð | 1 mynd

Skíðafrí skemmtilegustu fríin

Sigríður Hjörleifsdóttir líffræðingur er nýkomin frá Ítalíu þar sem hún renndi sér á skíðum í eina viku ásamt manninum sínum Kristjáni Sveinssyni. Meira

Fastir þættir

5. mars 2005 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli . Í dag, 5. mars, er fimmtug Sigrún Kjærnested...

50 ÁRA afmæli . Í dag, 5. mars, er fimmtug Sigrún Kjærnested skrifstofumaður. Hún og eiginmaður hennar, Ívar Magnússon, eru á Kanaríeyjum á... Meira
5. mars 2005 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 5. mars, verður sextug Hólmfríður...

60 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 5. mars, verður sextug Hólmfríður Geirdal, Unufelli 27 . Hún er að... Meira
5. mars 2005 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli . Áttræður er í dag, 5. mars, Sigurvaldi Guðmundsson...

80 ÁRA afmæli . Áttræður er í dag, 5. mars, Sigurvaldi Guðmundsson, Vogatungu 27 í Kópavogi. Jafnframt eiga hann og eiginkona hans, Guðbjörg Björgvinsdóttir , 55 ára brúðkaupsafmæli. Meira
5. mars 2005 | Fastir þættir | 276 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Stórmót í Hollandi. Meira
5. mars 2005 | Fastir þættir | 773 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Borgnesingar efstir hjá Bridsfélagi Borgarfjarðar Mánudaginn 28. febrúar lauk aðalsveitakeppni félagsins. Borgnesingar höfðu mótið í hendi sér fyrir síðustu umferð og gáfu hvergi eftir og höfðu fullnaðarsigur í sínum síðasta leik. Meira
5. mars 2005 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

Cold Front kynnir disk í Manitoba

FYRSTI diskur djasstríósins Cold Front kom út í Winnipeg í Kanada í vikunni og hefur tríóið fylgt útgáfunni eftir með kynningu á nokkrum stöðum í Manitoba á nýliðnum dögum. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Form, ljós og skuggar á Sólon

Auður Inga Ingvarsdóttir opnar í dag myndlistarsýningu á Kaffi Sólon, Bankastræti 7. Þetta er fimmta einkasýning Auðar, en að þessu sinni sýnir hún eingöngu olíumyndir sem allar eru málaðar á síðasta hálfa ári. Meira
5. mars 2005 | Dagbók | 51 orð

Fyrstu fermingar ársins

FYRSTU almennu fermingar ársins fara fram um helgina og eru tilkynningar um þær að finna í sérstöku fermingarblaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Tilkynningarnar eru frá kirkjunum í Keflavík, Njarðvík og kaþólska söfnuðinum. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 485 orð | 1 mynd

Hið opinbera á ekki að boða trú

Friðrik Þór Guðmundsson fæddist í Reykjavík 1956. Friðrik Þór útskrifaðist 1985 með BA-próf í stjórnmálafræði og hefur síðan stundað blaðamennsku, en nýverið hóf hann meistaranám í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 3106 orð | 1 mynd

(Jóh. 6.)

Guðspjall dagsins: Jesús mettar 5 þús. manna. Æskulýðsdagurinn. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 145 orð | 1 mynd

Kaktusmjólk í Klink og Bank

KVENFÉLAGIÐ Garpur frumsýnir í kvöld kl. 20 verkið Kaktusmjólk í Klink og Bank. Um er að ræða spunaverk sem unnið er upp úr textum eftir Beckett, Pinter, Söruh Kane og Matei Visniec. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 59 orð | 1 mynd

Kúbversk menningarvika í Alþjóðahúsi

Alþjóðahús | Í dag hefjast kúbverskir dagar á Café Kúltúra við Hverfisgötu. Þá verður mikið um dýrðir og kúbversk menning í aðalhlutverkum. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

Meðan þú sefur í Þjóðarbókhlöðunni

SÖLUSÝNING á verkum listakonunnar Önju Theosdóttur var opnuð í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, Þjóðarbókhlöðu á dögunum, en þar er um að ræða myndir sem birtust í barnabókinni Meðan þú sefur árið 2003. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

"Yndið mitt", Hindemith, í Borgarleikhúsinu

KAMMERHÓPURINN Camerarctica flytur í dag verk eftir Paul Hindemith á 15.15-tónleikum í Borgarleikhúsinu. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 93 orð | 1 mynd

Ragnheiður Gestsdóttir tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna

FÉLAG skólasafnskennara hefur tilnefnt Ragnheiði Gestsdóttur, rithöfund og myndlistarkonu, til Norrænu barnabókaverðlaunanna af Íslands hálfu í ár. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 154 orð | 1 mynd

Ransu sýnir virðingarvott til staðgengilsins í Slunkaríki

MYNDLISTARMAÐURINN JBK Ransu opnar í dag kl. 16 sýninguna Virðingarvottur til staðgengilsins: Hluti I - Kenning um skynjun (Homage to the proxy: Part I - Theory of perception) í Slunkaríki á Ísafirði. Meira
5. mars 2005 | Fastir þættir | 1241 orð | 5 myndir

Sigurður Daði skákmeistari Hellis

14. febrúar - 2. mars 2005 Meira
5. mars 2005 | Fastir þættir | 209 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. Rxf6+ gxf6 6. d4 Bg4 7. Be2 Dc7 8. 0-0 e6 9. h3 h5 10. c4 Rd7 11. Da4 Bd6 12. He1 Bf5 13. Rh4 Be4 14. Bf3 Bd3 15. Db3 Bh7 16. Bxh5 0-0-0 17. Bxf7 Bg8 18. Bxg8 Hdxg8 19. Rf3 Hxh3 20. c5 Rf8 21. cxd6 Dg7 22. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 205 orð | 1 mynd

Vignir Jóhannsson sýnir glerinnsetningar

Listvinafélag Hallgrímskirkju opnar í dag kl. 17 sýningu á verkum Vignis Jóhannssonar. Sýningin er í forkirkju Hallgrímskirkju og samanstendur af gler- og ljósinnsetningu. Meira
5. mars 2005 | Fastir þættir | 671 orð | 4 myndir

Vill dvelja við skriftir í Vigur

Fólk af íslenskum ættum hefur búið á Point Roberts í Washington-ríki í Bandaríkjunum síðan 1893 eða í um 112 ár. Steinþór Guðbjartsson skoðaði sig um á tanganum og hitti "íslenska" heimamenn. Meira
5. mars 2005 | Fastir þættir | 312 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji kveður þorrann með söknuði og vill nota þetta tækifæri til þess að halda fram hlut þess þjóðlega matar, sem á þorranum er í hávegum hafður. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 86 orð | 1 mynd

Vötnin kvik í Hafnarborg

SÝNING myndlistarkonunnar Jónínu Guðnadóttur "Vötnin kvik" opnar í dag kl. 15 í aðalsal Hafnarborgar, en þar má sjá lágmyndir og innsetningu sem allar eru unnar á árunum 2004 til 2005. Meira
5. mars 2005 | Í dag | 26 orð

Þá mælti Jesús við hana: "Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú...

Þá mælti Jesús við hana: "Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt." Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu. (Matt. 15, 16.) Meira
5. mars 2005 | Í dag | 1993 orð | 1 mynd

Æskulýðs- og léttmessa í Árbæjarkirkju ÞAÐ verður mikið um dýrðir frá...

Æskulýðs- og léttmessa í Árbæjarkirkju ÞAÐ verður mikið um dýrðir frá morgni til kvölds í Árbæjarkirkju sunnudaginn 6. mars á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Dagurinn hefst með æskulýðsguðsþjónustu kl. 11.00. Meira

Íþróttir

5. mars 2005 | Íþróttir | 199 orð

150. leikur Eiðs Smára fyrir Chelsea

ÞEGAR Norwich og Chelsea hefja leik á Carrow Road, heimavelli Norwich síðdegis í dag getur forysta Chelsea á Manchester United í toppsætinu einungis verið komin niður í þrjú stig. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 158 orð

Að duga eða drepast fyrir WBA

ÞAÐ er að duga eða drepast fyrir WBA þegar liðið fær Birmingham í heimsókn á The Hawthorns í hádeginu á morgun en þar leiða saman hesta sína Bryan Robson, WBA, og Steve Bruce, Birmingham, sem báðir gerðu garðinn frægan með Manchester United. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

Arnesen rígheldur í Martin Jol hjá Tottenham

DANINN Frank Arnesen, yfirmaður íþróttamála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham, segir að knattspyrnustjóri liðsins, Hollendingurinn Martin Jol, sé ekki á förum frá félaginu til þess að taka við þjálfun Ajax í heimalandi sínu. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 165 orð

Á brattann að sækja fyrir Blackburn á Goodison

EVERTON vonast til að fylgja eftir góðum útisigri á Aston Villa um síðustu helgi þegar liðið tekur á móti Blackburn á Goodison Park í Liverpool á morgun. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Birkir Ívar æfði með Hamburger

BIRKIR Ívar Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik og leikmaður Hauka, æfði með þýska 1. deildarliðinu Hamburger SV í fyrrakvöld, en hann var aðeins í tæplega tvo sólarhringa í Þýskalandi. Félagið leitar nú að markverði fyrir næstu leiktíð. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 1360 orð | 1 mynd

Borgin er meira og minna klædd í KR-litina

"ÉG er borinn og barnfæddur KR-ingur og vesturbæingur og ég hugsa að það hafi verið búningur Newcastle sem kveikti áhuga minn á félaginu þegar sjónvarpið hóf að sýna frá leikjum ensku knattspyrnunnar á seinni hluta sjöunda áratugarins," segir... Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Chelsea tryggði liðinu í sjötta sæti þátttökurétt í UEFA-bikarnum

MEÐ sigri sínum í deildabikarkeppninni um síðustu helgi hefur Chelsea opnað möguleika fyrir fleiri lið en ella á að komast í UEFA-bikarinn næsta haust. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 162 orð

Eiður Smári verður ekki ákærður

EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, verður ekki sóttur til saka vegna meints ölvunaraksturs en hann var stöðvaður af lögreglu í London aðfaranótt sunnudagsins 13. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 185 orð

Engar Cantona-grímur á Selhurst Park

ÞEIM stuðningsmönnum Manchester United sem mæta með Eric Cantona-grímur á Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace, í dag verður umsvifalaust meinaður aðgangur að vellinum að sögn forráðamanna Palace. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 115 orð

Fékk rautt fyrir troðslu

BALDVIN Þorsteinsson leikmaður Vals fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Þór á Hlíðarenda í gær fyrir að sýna anstæðingum lítilsvirðingu. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 366 orð | 1 mynd

* FH-ingarnir Sigmundur Ástþórsson og Atli Guðnason , báðir framherjar...

* FH-ingarnir Sigmundur Ástþórsson og Atli Guðnason , báðir framherjar, hafa verið lánaðir til 1. deildarliðs Fjölnis . Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 175 orð

FIMM leikir verða á boðstólum beint á Skjá einum um helgina - þrír í dag...

FIMM leikir verða á boðstólum beint á Skjá einum um helgina - þrír í dag og tveir á morgun. Laugardagur 5. mars 12.05 Upphitun *Rætt við knattspyrnustjóra og leikmenn um leiki helgarinnar. 12.40 Aston Villa - Middlesbrough 14. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 403 orð | 1 mynd

* GAUTI Jóhannesson frjálsíþróttamaður úr UMSB er úr leik á Evrópumótinu...

* GAUTI Jóhannesson frjálsíþróttamaður úr UMSB er úr leik á Evrópumótinu innanhúss sem fram fer í Madrid á Spáni en Gauti keppti í 1.500 metra hlaupi í gær. Hann kom í mark á tímanum 3.50,67 mínútum og var 12. í sínum riðli af 14 keppendum. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 409 orð | 1 mynd

* GYLFI Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu , er enn frá vegna...

* GYLFI Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu , er enn frá vegna meiðsla í mjöðm og getur því ekki leikið með Leeds gegn Millwall í ensku 1. deildinni í dag. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 621 orð

HANDKNATTLEIKUR Valur - Þór 36:29 Hlíðarendi, úrvalsdeild karla...

HANDKNATTLEIKUR Valur - Þór 36:29 Hlíðarendi, úrvalsdeild karla, DHL-deildin, föstudagur 4. mars 2005. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 7:4, 8:7, 10:9, 14:11, 15:13, 19:15 . 20:15, 22:19, 22:22, 28:22, 28:25, 33:26, 35:27, 36:29 . Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 85 orð

Heiðar Davíð úr leik á Spáni

HEIÐAR Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ er úr leik á Opna spænska áhugamannamótinu en hann tapaði fyrir Fernando Garcia í 32 manna úrslitum í gær, 2/1, en það þýðir að Garcia var með tvo vinninga þegar aðeins ein hola var eftir. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 394 orð | 1 mynd

Johnson kominn í skotskóna

ANDREW Johnson, framherji Crystal Palace, hefur svo sannarlega slegið í gegn með nýliðunum á yfirstandandi leiktíð en hefur þó lítið verið í kastljósi bresku pressunnar. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 120 orð

Kristófer til Fram

KRISTÓFER Sigurgeirsson, fyrirliði 1. deildarliðs Breiðabliks í knattspyrnu á síðasta tímabili, gekk í gær til liðs við Fram. Kristófer er 33 ára miðjumaður og lék áður með Fram árin 1997, 1998 og 2000. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Lið Souness hafa aldrei lagt Liverpool

LEIKIR Newcastle og Liverpool hafa jafnan verið skemmtilegir og spennandi og allar líkur eru á að engin breyting verði á því þegar liðin eigast við á St. James' Park í dag. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 484 orð | 1 mynd

Logi og Ólafur í eldlínunni

TVÖ Íslendingalið verða í eldlínunni í Meistaradeildinni í handknattleik um helgina en þá fara fram fyrri leikirnir í átta liða úrslitum keppninnar. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 449 orð

Mickelson deilir efsta sætinu með þremur kylfingum

PHIL Mickelson lék á 64 höggum, eða átta undir pari, á Doral-vellinum í Bandaríkjunum á fyrsta keppnisdegi Ford-mótsins í golfi sem fjórir af fimm efstu kylfingum heimslistans taka þátt í. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 305 orð | 2 myndir

"Hafa reynst mér ákaflega vel"

RAY Lewington, knattspyrnustjóri Watford, hrósar Heiðari Helgusyni og Brynjari Birni Gunnarssyni á heimasíðu félagsins og segir þá vera leikmenn sem séu sérlega mikilvægir hlekkir í liðinu. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Róbert er langmarkahæstur í Danmörku

RÓBERT Gunnarsson er á góðri leið með að verða markakóngur dönsku úrvalsdeildinnar í handknattleik. Nú þegar sex umferðir eru eftir hefur Róbert skorað 50 mörkum fleira en sá sem hefur gert næstflest mörk. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 418 orð | 1 mynd

* SAM Allardyce , knattspyrnustjóri Bolton , segir að allt of mikið hafi...

* SAM Allardyce , knattspyrnustjóri Bolton , segir að allt of mikið hafi verið gert úr broti Davids Pruttons, leikmanns Southampton, þegar hann hrinti dómara í leik Southampton og Arsenal í síðustu viku. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Shaun Wright-Phillips úr leik hjá Man. City

SHAUN Wright-Phillips, miðju- og sóknarmaðurinn knái hjá Manchester City, verður frá æfingum og keppni næstu tvo mánuðina. Phillips meiddist í leik City gegn Norwich á mánudaginn. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 44 orð

STAÐAN

Chelsea 27215150:868 Man. Utd 28188247:1762 Arsenal 28177464:3258 Everton 28156734:2951 Liverpool 271341041:2943 Middlesbrough 28119843:3742 Bolton 281171036:3440 Tottenham 271161035:3039 Charlton 271161032:3839 Man. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

Stjörnustúlkur vörðu bikartitilinn glæsilega

STJARNAN, eldri flokkur, varði í gærkvöldi titil sinn í hópfimleikum þegar Bikarmótið í fimleikum fór fram á Seltjarnarnesi. "Við áttum svo sem von á þessum sigri enda æfum við mjög mikið og þetta er allt að koma," sagði Sigurlaug J. Ólafsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 111 orð

Sven-Göran fagnaði sigri

SVEN-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, fagnar sigri í baráttu sem hann hefur háð - að stytta næsta keppnistímabil. Hann óskaði eftir því að keppni á næsta keppnistímabili í Englandi myndi ljúka miklu fyrr en verið hefur. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Tapar Aston Villa þriðja heimaleiknum í röð?

ASTON Villa og Middlesbrough leiða saman hesta sína á Villa Park í Birmingham í dag. Gengi liðanna að undanförnu hefur verið ólíkt. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 206 orð

um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrvalsdeild karla, DHL-deildin: Austurberg: ÍR - KA 14.15 Vestmannaeyjar: ÍBV - Haukar 15 Sunnudagur: Víkin: Víkingur - HK 19.15 1. deild karla: Kaplakriki: FH - Stjarnan 19. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 50 orð

Vorgleði á Hlíðarenda Valsmenn verða með Vorgleði í Valsheimilinu í...

Vorgleði á Hlíðarenda Valsmenn verða með Vorgleði í Valsheimilinu í kvöld, þar sem boðið verður upp á þríréttaða veislumáltíð. Hjálmar Hjálmarsson fer með gamanmál, veislustjóri verður Jón Ólafsson. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 520 orð

Æfingaleikur á Ítalíu er tímaskekkja

ÆFINGA- og vináttulandsleikir í hinum ýmsu íþróttagreinum eru nauðsynlegir - og það er alltaf skemmtilegt að fá boð um að leika vináttuleiki og þá sérstaklega þegar boðið kemur frá einni af stórþjóðum heimsins. Meira
5. mars 2005 | Íþróttir | 382 orð | 1 mynd

Öruggur sigur Valsmanna

VALSMENN áttu ekki í miklum vandræðum með lið Þórs frá Akureyri þegar liðin mættust á Hlíðarenda í úrvalsdeildinni í handknattleik, DHL-deildinni, í gærkvöldi. Lyktir leiksins urðu 36:29 Val í vil en þetta er annar sigur liðsins í röð. Meira

Barnablað

5. mars 2005 | Barnablað | 316 orð | 1 mynd

Allir regnbogans litir

Litirnir sem umkringja mann geta haft áhrif á hvernig skapið í manni. Hefur þú t.d séð skólastofu með rauðum borðum? Þá yrði fyrst allt vitlaust. En hvernig skilur þú liti? Taktu litaprófið 1) Ef maður klæðist rauðu, sýnir það að maður er... a) ... Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 12 orð | 3 myndir

Allt er þegar þrennt er

Ef þú getur svarað öllum þessum gátum ertu gáfumaður/kona mikil/l. Lausnir... Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Brjálað borðhald

Árni Aðalsteinn Rúnarsson er 8 ára teiknari úr Kópavoginum sem teiknaði skemmtilegt atriði upp úr bíómyndinni um Hin ótrúlegu. Munið þið ekki brjálaða... Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 220 orð | 1 mynd

Dýrin mín stór og smá

Á morgun verður sýndur 7. þátturinn um Krakka á ferð og flugi í Sjónvarpinu kl. 18.30. Hann gerist í Borgarfirði eystri. Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 295 orð | 1 mynd

Eru bækur fyndnar?

Tvær ljóskur voru að kaupa jólagjöf handa vinkonu sinni og gengu framhjá bókabúð. Ljóska 1: Hey, eigum við að kaupa bók handa henni? Ljóska 2: Nei, hún á svoleiðis. Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Furðulegur draugur

Hér er lítill draugur sem er agalega svangur og langar mest af öllu í grasker að borða. Hvernig væri að hjálpa þessum furðulega... Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 64 orð

Hvað gerist svo?

Hvað rákust þau eiginlega á í runnanum? Finna krakkarnir Jónu? Geta þau komið í veg fyrir að Ásdís nái að hefna sín? Sendið fyrir miðvikudaginn 9. mars ykkar framhald á barn@mbl.is merkt "keðjusagan 10". Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 627 orð | 1 mynd

KEÐJUSAGAN | Prins í uppreisn - vertu með!

Þ á er komið að 9. hluti keðjusögunnar um Ívros prins og enn gerist eitthvað nýtt. Við þökkum öllum sem sendu frásagnir og bendum á að þótt frásögnin ykkar birtist ekki nú verður hún kannski valin næst. Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 28 orð | 2 myndir

Listhneigðir bræður

Bræðurnir Einar Valur 9½ árs og Adam 4 ára eru góðir teiknarar. Þeir sendu okkur þessar rosaflottu myndir sem þeir gerðu af Kóngulóarmanninum og Harry Potter. Takk... Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 6 orð | 1 mynd

Litaþraut

Fyllið út rétta liti í... Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 260 orð | 1 mynd

Liturinn kemur í ljós

Litir lita allt okkar líf. Tilfinning okkar fyrir heiminum kemur frá því sem við sjáum. Við sjáum liti og þeir hafa áhrif á okkur. Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 43 orð | 1 mynd

Pennavinur

Hæ, ég heiti Steinunn og er að verða níu ára. Ég er að leita að pennavinum, strákum og stelpum á aldrinum 8-10 ára. Áhugamálin mín eru tónlist, bækur og dýr. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 145 orð | 1 mynd

Sagan um furðufugl

Hann var furðufugl. Þegar fólk sá hann sagði fólk: "Þetta er sannkallaður furðufugl." Hvað var svona skrýtið við þennan furðufugl? Var það dansinn sem hann dansaði þegar hann hitti ókunnuga? Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 44 orð | 1 mynd

Skrýtnar geitur?

Þessar geitur á að lita á eftir númerum. Hvernig væri að prófa einhverja allt aðra liti en númerin segja til um? Verða það skrýtnar geitur eða bara enn flottari? 1 = blár, 2 = grænn, 3 = gulur, 4 = brúnn, 5 =... Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 25 orð | 1 mynd

Sprengingar og læti

Bersi Torfason er 7 ára listamaður frá Hellu. Hér teiknar hann þegar allt var komið í bál og brand undir lok myndarinnar um Hin... Meira
5. mars 2005 | Barnablað | 147 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Eitthvað furðulegt er á seyði í þessum kúrekabæ. Eða eins og kúrekinn bendir á, skuluð þið finna fimm atriði sem eru eitthvað skrýtin. Sendið inn lausnina fyrir 12. Meira

Lesbók

5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1316 orð | 1 mynd

Engar hraðatakmarkanir!

Það er komið að því, nýir tímar á Netinu, og kominn tími til. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1635 orð

Er íslensk ópera dauðadæmd?

Grein Jónasar Sen um stöðu óperutónlistar og listræna stefnu Íslensku óperunnar hefur vakið talsverð viðbrögð. Hér svarar tónlistarstjóri Íslensku óperunnar gagnrýni Jónasar og er ósammála honum um öll efnisatriði nema eitt, að Íslenska óperan eigi að fá inni í nýju tónlistarhúsi. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 530 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Gerard Donovan gerir að mati gagnrýnanda Guardian skemmtilegar tilraunir með skáldsagnaformið í annarri bók sinni sem nefnist Doctor Salt eða Salt læknir. Í fyrri helmingi sögunnar er maður að nafni Sunless í fyrirrúmi. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 465 orð | 3 myndir

Erlendar kvikmyndir

Robert Duvall hefur tekið að sér að leika föður og pókerandstæðing Erics Banas, sem helst hefur unnið sér til frægðar að leika Hulk í samnefndri mynd, í myndinni Lucky You . Leikstjóri Lucky You verður Curtis Hanson, sem gerði 8 Mile. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð | 2 myndir

Erlend tónlist

Beck Hansen hefur ákveðið að kynna efni af nýju plötunni, Guero , í unglingaþættinum The O.C. , sem sýndur verður vestra á fimmtudaginn. Beck ætlar að flytja fimm lög af plötunni, sem á að koma út nærri þremur vikum seinna. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1033 orð

Gleðilegt sumar

Það var í vor að jeg þurfti, einhverra heiðarlegra erinda vegna, að bregða mjer árla dags út úr bænum. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 764 orð | 1 mynd

Gríma persónuleikans

Eygló Harðardóttir Til 20. mars. Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2400 orð | 4 myndir

Hafa verið flutt á safn

Húsin í Árbæjarsafni eru sögulegar heimildir sem hafa verið teknar úr öllu samhengi. Safnið varð til af illri nauðsyn en hefði hugsanlega verið betra að leyfa þessum húsum að standa á sínum stað? Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

Haustgríma

Máni um loftið fölur líður, héluð eru grös á grund. Hægur andblær, himinn fríður, styttist óðum næturstund. Skammdegisnóttin skugga hýsir, stirndur himinn, stjarna lýsir. Norðurljós í heiði loga, himins uppi á háum boga. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 922 orð | 3 myndir

Hliðin í Central Park

Nýjasta listaverk hjónanna Christo og Jeanne-Claude stóð í 16 febrúardaga í Central Park í New York. 42 kílómetra langar raðir af appelsínugulum hliðum sem lágu um allan garðinn löðuðu að gesti alls staðar að úr heiminum. Verkið var 26 ár í undirbúningi. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 506 orð | 1 mynd

Íslensk-amerískur

101 gallerí Opið fimmtudaga til laugardaga frá kl. 14-17. Sýningu lýkur 1. apríl. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2008 orð | 1 mynd

Í tíðarandans takti

Mexíkóski rithöfundurinn og blaðakonan Elena Poniatowska hefur átt stóran þátt í að ryðja konum braut í blaðamennsku og rithöfundastétt í heimalandi sínu. Hér er fjallað um verk hennar. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 3192 orð | 1 mynd

Launasjóður og listsköpun

Nánast á hverju ári verða einhverjar umræður um úthlutun úr launasjóðum listamanna og sýnist sitt hverjum. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 507 orð

Lukkuhjól Skara skrípó

Do you feel lucky?" hvæsti Clint Eastwood í hlutverki Harrys harðjaxls Callaghan að ósjálfbjarga illþýði í einni frægustu mynd hans, löggutryllinum Dirty Harry (1971), sem lærifaðirinn, Don Siegel, leikstýrði. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 366 orð

Neðanmáls

I Það er merkileg þversögn fólgin í Óskarsverðlaununum sem veitt voru um síðustu helgi. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1020 orð | 1 mynd

Nú sitjum við uppi með þau

"Fáðu þér erlenda konu, litla, viljuga, þakkláta gæs. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 894 orð | 2 myndir

Rætur Claptons

Eric Clapton hefur sent frá sér tvöfaldan hljóð- og mynddisk, þar sem hann leikur lög eftir Robert Johnson. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 591 orð

Slátur úr blóði

! Hér er saga af gjörningi sem leiddist út í vandræðagang - aftast spyr kona hvað kjötlist eigi yfir höfuð að þýða. Líkami listamannsins er vinsælt verkfæri þegar kemur að listrænum gjörningum, veri það hreingjörningar, átgjörningar eða annað. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1398 orð | 1 mynd

Stelpan sem grætur ekki

Leikkonan Hilary Swank hefur skipað sér í hóp örfárra úrvalsleikara sem unnið hafa til tvennra Óskarsverðlauna og þó er hún ekki nema liðlega þrítug. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð | 10 myndir

Svipmyndir úr samtímanum

Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands er þessa dagana í sölum Gerðarsafns í Kópavogi. Þær 213 ljósmyndir sem sýndar eru voru valdar af dómnefnd úr 1.800 innsendum myndum félagsmanna. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 664 orð

Tjáning og pólitísk rétthugsun

Um áramótin var opnað nýtt safn í Gautaborg, Heimslistasafnið, og hefur það hlotið talsverða athygli. Safnið er stórt og þar standa yfir margar sýningar samtímis en markmiðið er m.a. Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 587 orð | 1 mynd

Ungæðisleg framúrstefna

Haustið 1972, þegar ég var fimmtán ára, var ég svo lánsamur að fá að dveljast um stund í Kaupmannahöfn þar sem ég kynntist hinni frábæru hljómsveit Hawkwind sem kom til Köben að kynna plötuna Doremi Fasol Latido . Meira
5. mars 2005 | Menningarblað/Lesbók | 401 orð

Þjóðir til sýnis

Um daginn lagði ég leið mína í Perluna en þar var haldin svokölluð Þjóðahátíð á vegum Alþjóðahússins sem ég sá auglýsta í Morgunblaðinu undir þjóðfánum viðkomandi landa. Meira

Ýmis aukablöð

5. mars 2005 | Blaðaukar | 164 orð | 1 mynd

15 börn í 6 kirkjum

Í Grunnskóla Húnaþings vestra á Laugabakka eru 15 krakkar í 8. bekk sem öll ætla að fermast. Þótt sumum þyki 15 manna bekkur ekki stór, þá fermast þau hvorki meira né minna en í 6 kirkjum alls og tveir prestar sjá um verkið. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 98 orð

23. Davíðssálmur

Guð er vinkona mín sem hefur aldrei brugðist mér. Hún gengur með mér niður Laugaveginn og Lækjarbrekku og sest á móti mér við gluggann. Hún uppörvar mig og ég fer að skilja ýmislegt sem ég skildi ekki áður. Hún er alltaf svona. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 744 orð | 4 myndir

Að trúa á Guð og sjálfan sig

Kvennakirkjan er hreyfing innan kirkjunnar sem vill benda á konurnar í lífi Jesú og að Guð sé ekki endilega karlkyns. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 582 orð | 9 myndir

Allir geta verið sætir og fínir

Fatahönnuðirnir Kolbrún og Íris segja enga sérstaka fermingartísku vera í ár, börnin megi klæðast því sem þau vilja. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 185 orð | 3 myndir

Alveg áreiðanlega öðru vísi

Fyrir fermingarnar er nóg að gera í fataverslunum Spútniks sem selur notuð föt. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 132 orð | 3 myndir

Armbönd sem halda manni fínum

Í Kirsuberjatrénu fást skemmtilegir skartgripir eftir Huldu B. Ágústsdóttur, þar á meðal þessi armbönd úr plexígleri í mörgum litum og gerðum og hálsmen í stíl. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 391 orð | 3 myndir

Biskupinn veitir sakramentið

Kaþólsk fermingarbörn læra nýjar rósakransbænir og ræða ábyrgðina við að verða fullorðinn Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 1238 orð | 2 myndir

Einfalt, heilsusamlegt og gott

Það er lítið mál að hafa fermingarveisluna einfalda, heilsusamlega og góða segja næringarþerapistarnir Þorbjörg og Umahro sem gefa okkur uppskriftir sem fermingarbarnið á eftir að fíla. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 280 orð | 7 myndir

Engar tvær eins

Er plastklædda ömmugestabókin orðin svolítið þreytt? Á ekki fermingarbarnið skilið nýja gestabók - jafnvel flotta íslenska hönnun? Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 53 orð | 1 mynd

Eptir predikun

Sturla er loksins fermdur dýrum varningi kalda borðið stendur lokið barningi pabba og mömmu afa og ömmu systranna sem lánuðu þeim fínu blúndudúkana úr húsmæðra. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 444 orð | 5 myndir

Ég lifi enn á þessu

Sigrún eignaðist greiðsluslopp, nælonskjört og frábærar minningar á fermingardaginn sinn sem var með dansiballi í tjaldi. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 560 orð | 1 mynd

Ég trúi alveg á Guð

Börn sem fermast borgaralegri fermingu hjá Siðmennt vilja taka þátt í manndómsvígslu eins og allir aðrir. Þess er krafist að þau virði rétt annarra til að vera öðru vísi og að þau séu heiðarleg. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 1069 orð | 1 mynd

Fermingar 2005

Áskirkja 20. mars kl. 11 og 14, 28. mars kl. 11 og 3. apríl kl. 14. Bústaðakirkja 13. mars kl. 10.30 og 13.30, 20. mars kl. 10.30 og 13.30 og 28. mars kl. 10.30. Dómkirkjan 24. mars kl. 14 og 15. maí kl. 11. Grensáskirkja 20. mars kl. 10.30 og 13.30,... Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 271 orð | 1 mynd

Fermingar 5. og 6. mars

Ferming í Maríukirkju í Breiðholti, laugardaginn 5. mars kl. 14. Fermd verða: Ágúst Ágústsson, Árni Alexander Baldvinsson, Kamil Józef Damrath, Paul Joseph Frigge, Ferming í Keflavíkurkirkju 6. mars kl. 10.30. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 622 orð | 1 mynd

Ferming og fjölmenning

Það fermast ekki allir á sama hátt. Fermingin er háð menningu og trúarkenningum. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 428 orð | 11 myndir

Fersk og sæt með sídd

Stelpurnar á Hár-Expó á Laugaveginum hafa alltaf nóg að gera, og nú eru fermingargreiðslurnar farnar að hellast yfir þær. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 39 orð | 6 myndir

Fiðrildi og flott

Marga skiptir miklu máli að skreyta sem fallegast í fermingarveislunni sinni. Nú fást í blóma- og gjafavöruverslunum víða alls konar skemmtilegt skrautmunir, borðar og hlutir til að lífga hressilega upp á veisluborðið. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 122 orð | 1 mynd

Fjórir ættliðir á fermingardaginn

Heima hjá Sólveigu Pálmadóttur hangir skemmtileg mynd innan um aðrar fjölskyldumyndir. Hana prýða fjórar fagrar yngismeyjar á fermingardaginn, fjórir ættliðir í kvenlegg. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 298 orð | 11 myndir

Flamingó og fiskar

Það verður varla fallegra en þegar Ragnhildur og María í Blómahönnun, Listhúsinu í Laugardal, skreyta borð. Hér gefa þær hugmyndir að tveimur fermingarborðum, einu stelpulegu og bleiku með vörum úr versluninni Sipa, Laugavegi 67. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 526 orð | 4 myndir

Gott brauð og flott

Framandi brauð er flott á fermingarborðið. Öllum finnst það gott, það passar við allt og getur þess vegna verið uppistaðan í réttunum. Og svo auðvitað fínasta borðskreyting. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 524 orð | 4 myndir

Guð er vinur minn þótt ég ætli ekki að láta ferma mig

Elín Ösp Grétarsdóttir er trú Guði í hjarta sínu. Og hún veit vel hvað hún vill. Hún ætlar ekki að fermast í vor. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 125 orð | 3 myndir

Hannaði klassískan kjól

Kristín Jóhannsdóttir fermdist á pálmasunnudegi 3. apríl 1966 í Laugarneskirkju. Veislan var haldin á heimili hennar á Sporðagrunni og mikið í hana lagt. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 218 orð | 1 mynd

Hreykinn af því að vera Skoti

Alexander James Smart gengur í Hagaskóla og fermist 19. mars í Neskirkju. Hann mun án efa skera sig úr bróðurparti fermingarbarnanna, enda ætlar hann að fermast í skotapilsi. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 127 orð | 15 myndir

Hver er að fermast?

Íslendingar til sjávar og sveita, fyrr og nú, fermast flestir. Langoftast er tekin mynd á þessum merkisdegi í lífi fermingarbarnsins - ef barn skyldi kalla. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 182 orð | 5 myndir

Kerti í stíl

"Ég er með klæðskerasniðna þjónustu þannig að fólk getur komið með ósk um ákveðna liti eða lögun. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 424 orð | 4 myndir

Kökur sem allir geta gert

Ef fermingarbarnið ætlar að taka til hendinni við kökubaksturinn eru uppskriftirnar hans Baldurs bæði einfaldar og fljótlegar en líka dásamlega safaríkar. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 504 orð | 3 myndir

Létt förðun fyrir unga fermingarbarnahúð

Fyrir unga húð vil ég nota sem minnst af öllu," segir Margrét R. Jónasar, förðunarmeistari hjá MAC Cosmetics. "Mér líkar best farði í þunnu fljótandi formi. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 116 orð | 3 myndir

Meiriháttar minningar

Selma og Halla hjá fyrirtækinu Minningar & meira framleiða myndaalbúm og gestabækur í stíl. Þessi skemmtilega íslenska hönnun er í ljósu, svörtu og rauðu. Albúmin eru með 26 bls. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 1207 orð | 1 mynd

Mikið að pæla og hugsa

Sæmundur hefur lesið um Jesú í Da Vinci lyklinum, kynnt sér búddisma og ásatrú. "Ég vil fermast og staðfesta mína trú," segir hann. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 433 orð | 14 myndir

Myndir sem brjóta ís

"Það er mjög gott að vera búinn að taka fermingarmyndirnar fyrirfram því það er í nógu að snúast á fermingardaginn sjálfan," segir Sissa ljósmyndari og talar af reynslu. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 794 orð | 7 myndir

Rautt og stelpulegt í stíl við skóna

"Ég fékk að ráða langflestu sem boðið verður upp á í fermingarveislunni minni," segir Ásta Maack, sem fermist 12. maí í Dómkirkjunni. "Mamma bætti við grænmetisturni, tómatpinnum og kókosrækjum. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 525 orð | 5 myndir

Rjúkandi réttir úr suðri

Paella og pitsur - þjóðarréttir matgæðinganna í suðri - eru fyrirtak í fermingarveislurnar í norðri Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 130 orð | 1 mynd

Síðasta fermingarbarnið

Ingibjörg Arelíusardóttir var fermd 1. maí 1948 í Fríkirkjunni. Það var séra Árni Sigurðsson sem fermdi Ingibjörgu, en þetta var síðasta fermingin hans og hún síðasta fermingarbarnið. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 46 orð | 4 myndir

Skemmtilegir krossar og skór

Í versluninni Lavita á Laugaveginum fást skemmtilegir krossar sem er mikið í tísku hjá bæði strákum og stelpum að hafa um hálsinn. Í raun eru þetta kaþólsk talnabönd, handgerð af nunnum í Póllandi. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 753 orð | 1 mynd

Sólbrún fermingarbörn

Stundum eru læknar spurðir hversu marga ljósatíma sé óhætt að fara í áður en hætta á húðkrabbameini skapist. Því er ekki hægt að svara frekar en hversu margar sígarettur sé óhætt að reykja áður en hætta verði á lungnakrabbameini. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 221 orð | 5 myndir

Stórir og glampandi steinar

"STÓRIR glampandi, fallegir steinar einkenna skartgripatískuna í ár," segir Axel Eiríksson, sem rekur skartgripaverslun í Mjóddinni. Hann segir margar steinategundir koma til greina, meðal annars svonefnda cirkonia-steina. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 1633 orð | 14 myndir

Ungur gestgjafi í fullorðinna manna tölu

Bergþór Pálsson er kurteis maður og veisluglaður. Hér gefur hann ungum gestgjöfum - brátt fullorðnum - góð ráð. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 1109 orð | 1 mynd

Vegurinn

Nú þegar fermingar eru að hefjast að ráði á Íslandi, leitar hugurinn ósjálfrátt, eins og gefur að skilja, til þeirra u.þ.b 4.500 ungmenna sem málið varðar hvað beinast. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 316 orð | 6 myndir

Viljum vera flott og fín

Fimm krakkar fóru í greiðslu fyrir fermingarblaðið. Þegar myndatakan fór fram var bara Perla Kolka búin að kaupa fermingarfötin. Pilsið var keypt í Old Navy í Boston, skórnir í versluninni Friis Company og jakkinn er frá French Connection. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 846 orð | 8 myndir

Vöffluveisla virkar vel

Hverjum þykja vöfflur ekki góðar? Vöfflur í fermingarveislunni kunna allir gestir að meta, bæði börn og fullorðnir, gikkir sem matgæðingar. Og stuðið er garanterað. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 339 orð | 3 myndir

Yndislega sumarlegt gúmmilaði

Lítil fyrirhöfn, léttleiki, sætleiki og sumar ætti að hljóma vel í eyrum veisluhaldara. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 221 orð | 4 myndir

Það er líka list að klæða sig

Rokkarar finnast ávallt meðal fermingarbarna. Í Nonnabúð má fá á þá fötin og líka listaverk í pakkann. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 321 orð | 5 myndir

Þau vita hvað þau vilja

Fermingarskórnir skipta sko máli. Sumir velja jafnvel fermingarfötin út frá þeim og allir passa upp á að geta notað þá aftur. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 89 orð | 5 myndir

Þótt líði ár og öld

Presturinn í Súgandafirði um áratug skeið, séra Jóhannes Pálmason, tók myndir af fermingarbörnum allt frá árinu 1942-1970, og ekki nóg með það, heldur af öllu mannlífi í þorpinu. Meira
5. mars 2005 | Blaðaukar | 1155 orð | 10 myndir

Öðruvísi og suðrænt

Þekkirðu ekki lostætið hummus, serrano, aïoli, bouillabaisse, chorizo og tatin? Þá er kominn tíminn til. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.