Vatnsmýrin | Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir af og frá að verið sé að festa flugvöllinn í sessi í kjölfar samkomulags borgarinnar og ríkisins um lagningu Hlíðarfótar, brautar sem fer undir Öskjuhlíð, og felur í sér að ein flugbraut...
Meira
ÍSLAND er í sautjánda sæti á lista yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum heimsins. Aðeins 30,2% þingmanna eru konur. Rúanda skipar sér í efsta sætið en þar eru 48,8% þingmanna konur.
Meira
RAMUSH Haradinaj sagði af sér í gær sem forsætisráðherra Kosovo eftir að hafa greint frá því að stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefði gefið út ákæru á hendur honum fyrir ódæðisverk gegn Serbum í Kosovo-stríðinu 1998-1999.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 147 orð
| 1 mynd
RÖPPUÐ Bússaþula og fyrirlestur undir heitinu Það er ekkert að óttast var meðal þess sem boðið var upp á á opnum fundi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti.
Meira
Lesa mátti á Mbl.is að tyrkneskir fangar boruðu gat á níu sentímetra þykkan vegg með þeim afleiðingum að barn kom undir. Það var fóður fyrir hagyrðinga.
Meira
VEÐRIÐ hefur leikið við Akureyringa síðustu daga og vorilmur í lofti. Hins vegar eru blikur á lofti fyrir helgina og flest sem bendir til þess að Norðlendingar og fleiri eigi eftir að verða minntir á það að veturinn er enn við völd.
Meira
Hafnarfjörður | Ásýnd Hafnarfjarðar hefur breyst, séð frá innsiglingunni í Hafnarfjarðarhöfn í átt að Norðurbakka, eftir að hús gömlu Bæjarútgerðarinnar hafa verið rifin.
Meira
KYNFERÐISBROT sem Héraðsdómi Reykjaness þótti sannað að tæplega sextugur karlmaður hefði framið gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var yngri en 14 ára var fyrnt og var hann því ekki dæmdur til refsingar vegna þess.
Meira
BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem gekkst undir hjartaaðgerð í september, þarf að fara aftur í aðgerð á morgun, fimmtudag. Verður þá vökvi og örvefur fjarlægður úr bringunni.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 114 orð
| 1 mynd
EIÐUR Smári Guðjohnsen og samherjar hans í Chelsea komust í gærkvöldi í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þegar þeir lögðu Barcelona, 4:2, á heimavelli í hreint frábærum knattspyrnuleik.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 696 orð
| 1 mynd
Endurskoða þarf stoðkerfi atvinnulífsins úti á landi "Það er vissulega búið að setja í gang vinnu við að meta stöðuna og hvernig sé rétt að bregðast við þessu," segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, um breytingar á...
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 68 orð
| 1 mynd
LEIKRITASKÁLDIÐ og baráttukonan Eve Ensler fór í hádegismat með alþingiskonum í gær en það voru V-dagssamtökin sem skipulögðu viðburðinn. Ensler er einna þekktust fyrir leikrit sitt Píkusögur sem sett var upp hér á landi við fádæma vinsældir.
Meira
SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar í janúar sl. um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. "Með stofnun þjóðgarðsins verður til þjóðgarður eða kerfi þjóðgarða frá Öxarfirði suður í Öræfi.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 216 orð
| 1 mynd
FYRSTU sílamávarnir, skúmarnir og álftirnar eru þegar komnar til landsins en óvenjulegra þykir að steindeplar, margæsir og nú síðast í gær helsingjar, hafa sést hér á landi en þetta eru farfuglar sem vanir eru að vera seinna á ferðinni.
Meira
KÍNVERSKUR veiðimaður fylgist með einum af fuglum sínum, skarfi, veiða fisk í Jiang-fljóti, nálægt borginni Xingping. Kínverskir veiðimenn hafa notað skarfa í margar aldir við fiskveiðar.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 910 orð
| 1 mynd
ÞRETTÁN fréttaritarar Morgunblaðsins á landsbyggðinni sóttu helgarnámskeið í stafrænni ljósmyndun í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni um helgina. Félag þeirra, Okkar menn, stóð fyrir námskeiðinu. Fréttaritarar Morgunblaðsins annast jafnframt myndatökur.
Meira
Grunnskólarnir í Vestmannaeyjum vinna nú að innleiðingu Olweusaráætlunarinnar gegn einelti. Felst verkið meðal annars í því að fræða starfsfólk og samhæfa vitund og viðhorf gegn einelti auk þess að þjálfa færni starfsfólksins til að takast á við...
Meira
GJAFIR lyfjafyrirtækja til lækna ættu aldrei að vera nema hógværar og smávægilegar og í nálægum löndum hefur stundum verið miðað við að gjafir af þessu tagi ættu ekki að vera hærri að verðgildi en sem nemur um það bil eitt þúsund krónum, segir Sigurður...
Meira
RÚMLEGA 9% færri þolendur kynferðisofbeldis leituðu til Stígamóta á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem þolendum fækkar. Þrátt fyrir fækkunina jókst vinnuálag á starfsmenn auk þess sem halli á rekstri samtakanna var á fjórðu milljón króna.
Meira
Hveragerði | Háskólasetrið í Hveragerði hefur flutt aðsetur sitt frá Heiðmörk 32 í Hveragerði í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 695 orð
| 4 myndir
Opið hús var hjá sambandsaðilum Samtaka um vinnu- og verkþjálfun í gær, í tilefni af opnun vefsíðu þeirra á slóðinni www.hlutverk.is . Blaðamaður og ljósmyndari litu við á þremur stöðum.
Meira
Salan tvöfaldaðist | Sala á niðursneiddum ostum hjá Osta- og smjörsölunni tvöfaldaðist á síðasta ári. Ný sóknarfæri sköpuðust í sölu slíkra osta með tilkomu nýrrar sneiðpökkunarvélar fyrirtækisins.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 230 orð
| 1 mynd
HLUTABRÉF í Bakkavör Group hækkuðu um 9,3% í Kauphöll Íslands í gær í kjölfar mikilla viðskipta eftir að spurðist að bindandi tilboði fyrirtækisins í breska matvælafyrirtækið Geest plc. hefði verið tekið.
Meira
Húsdýragarður | Bæjarstjórn Blönduóss hefur samþykkt teikningar af húsdýragarði, sem fyrirhugað er að verði á svæðinu vestan við Heilbrigðisstofnunina.
Meira
HVERS vegna skipta jafnfáir karlar sér af jafnréttisumræðunni og raun ber vitni? Þessari spurningu velti mannfræðineminn Gísli Hrafn Atlason upp í erindi sínu á jafnréttisráðstefnu í Norræna húsinu í gær.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 191 orð
| 1 mynd
Suðurnes | Nemendur yngstu bekkja grunnskólanna á Suðurnesjum fyldust af áhuga með á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Íþróttahúsi Keflavíkur. Tónleikarnir eru liður í verkefninu Tónlist fyrir alla.
Meira
ÆVINTÝRAFERÐ til Íslands í þeim tilgangi að baða sig í heitum jarðböðum þykir spennandi ferðakostur meðal miðaldra Bandaríkjamanna ef marka má niðurstöður könnunar iExplore-ferðavefsíðunnar.
Meira
Keyptu hótel | Glaðheimar ehf. keyptu fyrir skömmu Hótel Blöndu á Blönduósi. Nafni hótelsins verður breytt í Hótel Blönduós sem var hið upphaflega nafn þess.
Meira
Sjávarafurðadeildin stofnuð 1957 Rangt var farið með ártal í umfjöllun um íslensku fisksölufyrirtækin í Bandaríkjunum í blaðinu í gær. Sjávarafurðadeild Sambands ísl. samvinnufélaga varð formlega til árið 1957 en ekki 1975 eins og ritað var.
Meira
SKERÐING á endurgreiðslu til skipasmíða og skipaviðgerða, sem gerð var árið 1998, átti sér engar forsendur og ber að leiðrétta hana þannig að endurgreiðslan verði hækkuð aftur, að mati nefndar sem iðnaðarráðherra skipaði til að kanna breytingar á...
Meira
Reykjanesbær | Bæjarsjóður Reykjanesbæjar greiddi tæpar 400 milljónir króna í húsaleigu á síðasta ári. Áætlað er að leiga þeirra eigna sem verið er að byggja fyrir Reykjanesbæ og teknar eru í notkun á þessu ári verði liðlega 160 milljónir kr.
Meira
LEIKARANUM Birni Hlyni Haraldssyni hefur verið boðið hlutverk brúðgumans í Blóðbrullaupi eftir Federico Garcia Lorca í Almeida-leikhúsinu í London.
Meira
Loksins tannlæknir | Tannlæknir hefur ekki verið með fasta búsetu á Hvammstanga í nokkur ár og tannlæknaþjónusta aðeins verið til staðar fjóra til fimm daga í mánuði.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 190 orð
| 1 mynd
FERÐASKRIFSTOFAN Trans - Atlantic á Akureyri, sem stofnuð var sl. haust, býður upp á sólarlandaferðir til Mexíkó og ævintýraferðir til þriggja landa, Mexíkó, Gvatemala og Belize.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 297 orð
| 1 mynd
SAMNINGAR milli Sjómannafélags Eyjafjarðar og Félags skipstjórnarmanna annars vegar og Samherja hf. hins vegar, um breytt fyrirkomulag á hafnarfríum skipverja þriggja ísfisktogara félagsins voru undirritaðir í gær.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 317 orð
| 1 mynd
ÁÆTLAÐ er að um 650 milljónir smávopna séu til í heiminum. Um 60% þessara vopna eru til á heimilum. Með smávopnum er átt við skammbyssur og smærri gerðir skotvopna.
Meira
Miðborgin | Borgarstjóri efnir til opins fundar um miðborgina, uppbyggingu og verndun við Laugaveginn í dag, miðvikudag. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur milli kl. 17 og 19.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 190 orð
| 1 mynd
ÓLAFUR Sverrisson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, lést í Reykjavík í gær á 82. aldursári. Hann var fæddur 13. maí 1923. Foreldrar hans voru Sigurlaug Guðmundsdóttir og Sverrir Gíslason í Hvammi í Norðurárdal í Borgarfirði.
Meira
9. mars 2005
| Erlendar fréttir
| 660 orð
| 1 mynd
ALDREI hefur verið jafnmikið um stuðning við femínisma í Noregi, segir í grein í blaðinu Aftenposten nýverið. Minnt er á að Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra, úr Kristilega þjóðarflokknum, hafi sagt að hann teldi sig vera femínista.
Meira
9. mars 2005
| Erlendar fréttir
| 161 orð
| 1 mynd
ANDERS Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, er í nokkrum vanda staddur eftir að Connie Hedegaard umhverfisráðherra neitaði að upplýsa um tekjur og fjármál eiginmanns síns.
Meira
Marsfundur FAS, Norðurlandsdeildar Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, verður haldinn á Sigurhæðum á Akureyri fimmtudaginn 10. mars klukkan 20. Fjallað verður um margvísleg mál sem varða réttindi samkynhneigðra og...
Meira
Ingi Rúnar Eðvarðsson prófessor flytur fyrirlestur á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 9. mars, kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg. Hann nefnist: Staða stéttarfélaga í hnattrænum heimi.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 284 orð
| 1 mynd
JÖRGEN Niclasen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja, lofaði sóknardagakerfi Færeyinga á landsþingi Frjálslynda flokksins um helgina. Sóknardagakerfið var tekið upp í Færeyjum árið 1996.
Meira
SÁLFRÆÐINGAFÉLAG Íslands (SÍ) hefur sent kvörtun til samkeppnisráðs vegna þess að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið og Tryggingastofnun ríkisins (TR) hafi ekki virt niðurstöðu samkeppnisráðs frá árinu 1999.
Meira
Sex sóttu um | Umsækjendur um stöðu skólastjóra Akurskóla sem tekur til starfa í Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík í haust voru alls sex en umsóknarfrestur rann út 1. mars síðastliðinn.
Meira
Fundað var um jafnréttismál og jafnrétti á vinnumarkaði á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur í gær. Fundurinn var einn af mörgum dagskrárliðum sem stóðu fólki til boða í tengslum við daginn.
Meira
Margir stuðningsmenn Víkings í Ólafsvík mættu á herrakvöld félagsins sem haldið var á Hótel Höfða. Liðið komst upp í fyrstu deild í haust og tekst því á við ný verkefni á komandi sumri. Er mikill áhugi meðal bæjarbúa á komandi leiktíð.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 481 orð
| 1 mynd
ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar sögðu á Alþingi í gær að með frumvarpi viðskiptaráðherra til nýrra samkeppnislaga væri verið að veikja samkeppnislög frá því sem nú væri. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær.
Meira
JÓHANNA K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir samtökin leitast við að fá þjóðir heimsins til að sammælast um harðari lög gegn vopnaeign einstaklinga.
Meira
9. mars 2005
| Erlendar fréttir
| 224 orð
| 1 mynd
STJÓRNVÖLD í Kína kynntu í gær nýtt lagafrumvarp sem veitir hernum lagalega heimild til að ráðast á Taívan ef þarlend stjórnvöld lýsa formlega yfir sjálfstæði. Taívanar mótmæltu frumvarpinu og sögðu það stefna friði í hættu.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 279 orð
| 2 myndir
LILJA Dóra Halldórsdóttir, aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og Flemming R. Jacobs voru kjörin í stjórn Samskipa á aðalfundi félagsins í gær. Þau voru kjörin í stað Jóns Kristjánssonar og Jóns Þórs Hjaltasonar.
Meira
9. mars 2005
| Erlendar fréttir
| 141 orð
| 1 mynd
TALSMAÐUR skæruliða í Tétsníu sagði í gær, að baráttunni gegn rússneskum yfirráðum yrði fram haldið þrátt fyrir, að leiðtogi þeirra, Aslan Maskhadov, væri fallinn. Sagði hann hættu á, að átökin yrðu nú enn blóðugri og grimmilegri en áður.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 96 orð
| 1 mynd
EVE Ensler, baráttukona og leikritaskáld, var heiðursgestur við hátíðarhöld V-dagssamtakanna í Íslensku óperunni í gærkvöldi. V-dagssamtökin hafa m.a.
Meira
GIANFRANCO Fini, utanríkisráðherra Ítalíu, krafðist þess í gær að bandarísk stjórnvöld "greindu frá og refsuðu" þeim liðsmönnum Bandaríkjahers sem á föstudag skutu til bana ítalskan leyniþjónustumann í Írak, Nicola Calipari.
Meira
9. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 282 orð
| 1 mynd
MASAKO Suzuki, lögmaður bandaríska skákmannsins Bobbys Fischers, sagði í gær að hún væri viss um að ef mál yrði höfðað á hendur japönskum innflytjendayfirvöldum myndi loksins fást jákvæð niðurstaða í máli Fischers, sem nú hefur íslenskt vegabréf en ekki...
Meira
RÆÐUR um jafnrétti sem Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður og nú forseti Norðurlandaráðs, flutti fyrir þrjátíu árum er hún settist á þing, eiga enn við í dag. Baráttumálin eru enn þau sömu; að konur fái jöfn laun á við karla og tækifærin séu jöfn, t.d.
Meira
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hélt ræðu við setningu Búnaðarþings um helgina. Haraldur fjallaði þar m.a. um horfur á auknum innflutningi landbúnaðarvara.
Meira
Nefnd á vegum Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra hefur lagt til að tekin verði upp notendagjöld til að fjármagna vegakerfi landsins, fremur en núverandi benzín- og olíugjald. Nefndin vísar í skýrslu sinni m.a.
Meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna og V-dagurinn gegn ofbeldi á hendur konum voru í gær, 8. mars. Á þessum degi er sérstaklega vakin athygli á stöðu kvenna um heim allan, þótt baráttan fyrir réttindum kvenna fari fram allan ársins hring.
Meira
Kór- og hljómsveitarverkin: Come Ye Sons of Art eftir Henry Purcel og Gloria eftir Antonio Vivaldi. Flytjendur: Kór og Hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri.
Meira
ÞETTA ágæta verk eftir belgíska listamanninn Franck Maieu getur að líta á samtímalistsýningunni Belgía í mynd í Fine Arts Palace-safninu í Brussel þessa dagana.
Meira
BALLETTINN Díana prinsessa var frumsýndur í Palace-leikhúsinu í Manchester í gærkvöldi en hann fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um Díönu heitna prinsessu af Wales og misheppnað hjónaband hennar og Karls ríkisarfa í Bretlandi.
Meira
FINNUR Bjarnason tenórsöngvari þreytti frumraun sína í hlutverki Alberts Herring í samnefndri óperu Benjamins Brittens, sem var frumsýnd í Komische Oper í Berlín í fyrrakvöld.
Meira
Fyrri hluti tvíleiks frá System Of a Down , platan Mezmerize , kemur út 17. maí. Á undan kemur út smáskífan "B.Y.O.B. (Bring Your Own Bombs)" sem fer að heyrast síðar í þessum mánuði. Seinni hluti tvíleiksins, Hypnotize , kemur út í haust.
Meira
9. mars 2005
| Fólk í fréttum
| 299 orð
| 3 myndir
Iceland Airwaves -hátíðin verður haldin 19.-23. október næstkomandi. Þorsteinn Stephensen , forsvarsmaður hátíðarinnar, segir að ekkert sé komið í ljós varðandi hvaða listamenn og hljómsveitir muni skemmta hátíðargestum.
Meira
Einn áhrifamesti sýningarstjóri heims, Harald Szeemann, lést fyrir skömmu og hefur hans verið minnst víða í hinum alþjóðlega listheimi undanfarna daga.
Meira
LEIKARANUM Birni Hlyni Haraldssyni hefur verið boðið hlutverk Brúðgumans í Blóðbrullaupi eftir Federico Garcia Lorca í Almeida-leikhúsinu í London.
Meira
ÞAÐ fer vel á því að Sjónvarpið skuli sýna hina áhrifaríku heimildarmynd The Brandon Teena Story , í sömu viku og vakin er athygli á réttindabaráttu kvenna um heim allan.
Meira
OASIS -bræður og fylgissveinar þeirra munu syngja um systur Sally úr "Don't Look Back in Anger" í laginu "Lyla" sem verður fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu sem kemur út í maí.
Meira
EIN virtasta öfgarokksveit heims, Converge, heimsækir nú Ísland öðru sinni og heldur tónleika í Hellinum, Tónleikaþróunarmiðstöðinni (TÞM) í kvöld.
Meira
Músíktilraunir, tónlistarhátíð í Tjarnarbíói. Fyrsta tilraunakvöld af fimm, haldið 7. mars. Þátt tóku The Killjoy, Hello Norbert, The Beautifuls, Uforia, Torsio Testis, Talsmenn kanslarans, Mania Locus, Jakobínarína, Concrete og Burning Hamsters.
Meira
ÓPERA Nikolais Rimsky-Korsakovs, Sagan af Saltan keisara, var frumsýnd í Mariinsky-leikhúsinu í Pétursborg í gærkvöldi. Af myndinni, sem tekin var á lokaæfingu, að dæma er um litríka uppfærslu að ræða. Óperan var samin árið...
Meira
BRESKA sápuóperan East Enders fagnaði á dögunum tuttugu ára afmæli sínu, tuttugu ár síðan fyrsti þátturinn var sýndur. Nær allar götur síðan hefur þátturinn verið vinsælasta sjónvarpsefni sem tjallanum er boðið upp á.
Meira
EDWARD Moss nýtur góðs af myndavélabanni í réttarhöldunum yfir Michael Jackson. Moss hefur síðasta áratuginn haft drjúgan hluta lifibrauðs síns af því að herma eftir söngvaranum, og nú leikur hann Jackson í þáttum E! -sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku.
Meira
Edda Rós Karlsdóttir og Björk Ólafsdóttir fjalla um erfiðleika í ferðaþjónustu: "...tölur frá Lánstrausti sýna að gjaldþrot í ferðaþjónustu voru fleiri á síðustu tveimur árum en áður hafa sést í greininni."
Meira
Berglind Nanna Ólínudóttir og Jón Ari Arason fjalla um endurhæfingu öryrkja: "Langvirkasta leiðin til fækkunar öryrkjum er starfsendurhæfing og þjálfun..."
Meira
Frá Davíð Bjarnasyni, Kristínu Erlu Harðardóttur og Kristjönu Stellu Blöndal: "UNDANFARIN ár hefur Háskóli Íslands í auknum mæli lagt áherslu á uppbyggingu rannsóknartengds framhaldsnáms við hinar ýmsu deildir og í dag stunda um 140 nemendur doktorsnám við skólann."
Meira
Ásdís Ýr Arnardóttir og Valgerður Sigurveig Bjarnadóttir fjalla um rektorskjör við Háskóla Íslands: "Með áhuga sínum og drifkrafti hrífur hann fólk með sér og dregur fram það besta í hverjum og einum."
Meira
Íris Hrönn Andrésdóttir og Stefanía Sigurðardóttir fjalla um rektorskjör í Háskóla Íslands: "Við vitum því af eigin raun að Ágúst mun sem rektor fylkja háskólasamfélaginu öllu saman í kraftmikilli baráttu fyrir hagsmunum Háskólans."
Meira
Einar Stefánsson fjallar um rektorskjörið í HÍ: "Alþjóðlega samkeppnishæfur rannsóknaháskóli er ein meginforsenda samkeppnishæfni íslensks samfélags á komandi öld."
Meira
Örn Orrason fjallar um samkeppni á fjarskiptamarkaði: "Meginatriðið er þetta; það er mjög auðvelt sem eigandi grunnnetsins að hindra keppinauta sína."
Meira
Halla Guðmundsdóttir fjallar um Þjórsárver: "Ég skora á almenning að senda athugasemdir og mótmæli til samvinnunefndar um skipulag miðhálendisins og Skeiða- og Gnúpverjahrepps."
Meira
Ósátt við IDOL-úrslitin SÍMAKERFIÐ virðist hafa brugðist í IDOL-keppninni um sl. helgi. Ég er ein af þeim sem ætlaði að kjósa Davíð Smára og reyndi ég að hringja úr heimasíma en númerið var á tali allan tímann.
Meira
Elsku amma, þú varst alltaf svo góð við mig. Ég sakna þín svo mikið og sakna þess að geta ekki spilað meira við þig. Ég setti spilin þín í kistuna þína svo þú gætir spilað við englana. Ég elska þig.
MeiraKaupa minningabók
9. mars 2005
| Minningargreinar
| 1052 orð
| 1 mynd
Aðalheiður Ósk Jónsdóttir fæddist í Keflavík 10. nóvember 1930. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Stapakoti í Innri-Njarðvík, f. 19.12. 1879, d. 3.4.
MeiraKaupa minningabók
9. mars 2005
| Minningargreinar
| 645 orð
| 1 mynd
Gísli Teitur Kristinsson fæddist á Akranesi 29. ágúst árið 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 8. mars.
MeiraKaupa minningabók
9. mars 2005
| Minningargreinar
| 802 orð
| 1 mynd
Guðbjörg (Gugga) Guðmundsdóttir fæddist í Kóngsgerði við Hellisgötu í Hafnarfirði 25. september 1922. Hún lést á heimili sínu, Sólvangi í Hafnarfirði, 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þ. Magnússon, f. 26.10. 1900, d. 25.4.
MeiraKaupa minningabók
9. mars 2005
| Minningargreinar
| 1295 orð
| 1 mynd
Jóhanna Björnsdóttir fæddist á Steindyrum á Látraströnd við austanverðan Eyjafjörð 14. ágúst 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Kristjánsson útvegsbóndi, f. 27. 9. 1886, d. 22. 11.
MeiraKaupa minningabók
9. mars 2005
| Minningargreinar
| 236 orð
| 1 mynd
Kristín Kristjánsdóttir fæddist í Tungu í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, 26. janúar 1926. Hún lést á St. Jósefsspítala 28. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 8. mars.
MeiraKaupa minningabók
NIÐURSTÖÐUR vetrarmælinga Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi sjávar í kringum landið sýna almennt að hiti og selta sjávar eru áfram vel yfir meðallagi fyrir sunnan, vestan og norðan land.
Meira
FREMUR lítið var um að vera á loðnumiðunum í gær en sjómenn eru þó ekki enn búnir að gefa vertíðina upp á bátinn. Flotinn var í gær að leita að loðnu í Breiðafirði en Ólafur Einarsson, skipstjóri á Faxa RE, sagði lítið að sjá.
Meira
HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu 7,9 milljörðum króna . Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 4,4 milljarða . Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% og er lokagildi hennar 3.805 stig .
Meira
HAGNAÐUR Samskipa á árinu 2004 nam 708 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var hagnaðurinn 366 milljónir. Jókst hagnaðurinn því um 90% á milli ára. Heildartekjur félagsins á liðnu ári námu 23 milljörðum króna og hækkuðu um rúm 33% frá árinu áður.
Meira
Á aðalfundi SVÞ í gær, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, var Hrund Rúdólfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, kjörin formaður stjórnar samtakanna.
Meira
Yfirtaka Bakkavarar á Geest skiptir gríðarlegu máli fyrir Bakkavör að sögn Lýðs Guðmundssonar. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að með þessu verði til stærsta fyrirtækjasamsteypa Íslandssögunnar, með 13.500 starfsmenn.
Meira
9. mars 2005
| Viðskiptafréttir
| 606 orð
| 1 mynd
FÆRRI og stærri aðilar munu verða ráðandi í matvöruverslun í heiminum á næstu árum og áherslan á verðlag mun aukast. Tækninýjungar munu stuðla að hagkvæmni í verslunarrekstri, s.s.
Meira
9. mars 2005
| Viðskiptafréttir
| 329 orð
| 2 myndir
MEÐ yfirtöku Bakkavarar Group á breska matvælafyrirtækinu Geest plc verður til stærsta fyrirtæki sem skráð er í Kauphöll Íslands, hvað varðar veltu.
Meira
Hann nýtur þess að glíma við orð og hugsanir og koma þeim í ljóð. Kristín Heiða Kristinsdóttir var á hátíð sem haldin var til heiðurs Ívari Björnssyni skáldi frá Steðja.
Meira
Tíu lítil leikskólabörn í afklipptum afaskyrtum sitja í hring og eru að búa til útpæld listaverk. Það er ótrúleg ró yfir litlu krílunum enda hefur Margrét H. Blöndal einstakt lag á því að skapa einfalda og rólega stemningu.
Meira
Ég horfi til fjallanna hæstu er hef ég minn dag. Það gefur mér gleðina stærstu til göngu' í þann slag sem útheimta átökin næstu við örlög og hag. Fjöll eru fögur og ginna, freistandi sýn.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, 9. mars, er sextug Sigrún Þorláksdóttir. Sigrún er að heiman í dag, en nk. föstudagskvöld fagnar hún þessum tímamótum ásamt fjölskyldu sinni og nánasta...
Meira
Elín Sigrún Jónsdóttir fæddist í Sandgerði árið 1960. Hún lauk stúdentsprófi 1979 frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og embættisprófi í lögum frá HÍ 1986. Hún hefur starfað m.a.
Meira
"Góðan daginn, Hannes," sagði Brynjólfur á móti. "Við verðum að fara yfir innihaldslýsingu á rauðum eplum í dag. Eigum við ekki að halda fund klukkan 14.30?"
Meira
Víkverji getur ekki orða bundist yfir draslinu sem blasir við honum víðs vegar um höfuðborgina. Nú hefur verið snjólaust um alllangt skeið og ekki lengur hægt að bera fyrir sig vetrarveður að taka ekki ærlega til hendinni.
Meira
FRÁ og með 1. júlí í sumarverða reglum varðandi innköst í knattspyrnu breytt nokkuð. Þá geta varnarmenn aðeins staðið í það minnsta tvo metra frá þeim leikmanni sem tekur innkast.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen kom Chelsea á bragðið í Meistaradeild Evrópu í gær þegar liðið vann Barcelona 4:2 og samanlagt 5:4 og komst þar með áfram í átta liða úrslitin.
Meira
HERNAN Crespo, sem er í láni hjá AC Milan frá Chelsea, sá um að skjóta Manchester United út úr Meistaradeildinni. Crespo skoraði eina mark leiksins á San Siro leikvanginum í Mílanó í gærkvöldi og hann gerði líka eina mark leiksins þegar AC Milan vann á Old Trafford fyrir hálfum mánuði.
Meira
HIN árlega Vasaganga í Svíþjóð, þar sem keppendur ganga á skíðum um 90 km í einni lotu, fór fram um helgina en gangan þykir vera gríðarlega erfið.
Meira
BIKARMEISTARALIÐ Njarðvíkur í körfuknattleik karla hefur samið við bandaríska leikmanninn Doug Wrenn og kom hann til landsins í gær. Wrenn er annar leikmaðurinn sem kemur til liðsins í þessari viku en Alvin Snow samdi við liðið um sl. helgi.
Meira
* EINAR Hólmgeirsson skoraði sex mörk og var markahæstur hjá Grosswallstadt þegar liðið tapaði 28:25, fyrir Kiel á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi.
Meira
ÞÓR tók á móti ÍBV í gær og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að krafla sig upp úr botnsætinu. Það tókst ekki. Liðið var slakt og leikmenn afar mistækir og ÍBV þurfti ekki að sýna mikið til að tryggja sér sigurinn.
Meira
ÞÝSKA blaðið Hamburger Abendblatt greindi frá því í gær að þýska handknattleiksliðið Hamburg ætlaði að semja við markvörðinn Henning Wiechers en ekki Birki Ívar Guðmundsson landsliðsmarkvörð úr Haukum.
Meira
CHELSEA vann Barcelona 4:2 í síðari leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær og tryggði sér það með sæti í næstu umferð, 5:4.
Meira
JÓN Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður úr Dynamo St. Pétursborg í Rússlandi, er ekki lengur efstur í vali fyrir stjörnuleik Evrópudeildarinnar sem fram fer á Kýpur hinn 14. apríl nk.
Meira
* KRISTJÁN Andrésson skoraði 3 mörk fyrir GUIF þegar liðið sigraði Heid , 33:26, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. GUIF er í sjötta sæti af 14 liðum með 27 stig.
Meira
BJÖRN Þ. Þorleifsson, taekvondómaður úr Björkunum, náði mjög góðum árangri á Opna bandaríska mótinu um helgina, en kappinn gerði sér þá lítið fyrir og sigraði í -78 kílóa flokki. Auk þess að sigra í sínum flokki var Björn valinn maður mótsins.
Meira
SILJA Úlfarsdóttir, hlaupakona úr FH, keppir í tveimur greinum á bandaríska meistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss, NCAA, sem fram fer í Fayetteville í Arkansas um næstu helgi. Þetta er annað árið í röð sem hún tekur þátt í mótinu.
Meira
GUÐRÚN Jóhannsdóttir og Þorbjörg Ágústsdóttir, úr íslenska landsliðinu í skylmingum með höggsverði, komust í 32 manna úrslit á heimsbikarmóti sem fram fór í London um sl. helgi. Guðrún og Þorbjörg eru báðar úr Skylmingafélagi Reykjavíkur.
Meira
FORSVARSMENN norska úrvalsdeildarliðsins Lyn sendu frá sér fréttatilkynningu í gær þess efnis að knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason hefði komist að samkomulagi við félagið og væri búinn að skrifa undir samning til þriggja ára.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.