Greinar föstudaginn 11. mars 2005

Fréttir

11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 342 orð

40 milljónir þarf til að halda úti sólarhringsvöktum

ÞAÐ MUN kosta að minnsta kosti 40 milljónir króna á ári að halda úti sólarhringsvöktum á skurð- og svæfingarsviði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Ráðast þyrfti í um 500 milljóna króna framkvæmdir við endurbætur á spítalanum fyrst. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð

61% fylgjandi reykingabanni

RÚM 61% fólks á aldrinum 15-89 ára og 60,4% fólks á aldrinum 18-69 ára eru fylgjandi því að allir veitinga- og skemmtistaðir verði reyklausir samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Lýðheilsustöðvar á viðhorfum landsmanna til reykinga á veitingahúsum. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 126 orð

Af Ríkisútvarpi

Davíð Hjálmar Haraldsson beið við útvarpstækið fyrir fréttir klukkan tíu og kveið því sem koma mundi: Ég kveið þess sem koma mundi, kvalinn ég blés og stundi. Er mér nú létt, ein kom hér frétt: Fréttamenn eru á fundi. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 376 orð

Auknar kröfur um ábyrgð

FRÉTTASTOFA útvarps er sú deild sem rekin var með einna mestum hlutfallslegum halla af öllum deildum útvarpsins á síðasta ári, segir Pétur Gunnarsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 278 orð | 3 myndir

Ágúst og Kristín efst

KRISTÍN Ingólfsdóttir prófessor og Ágúst Einarsson prófessor urðu efst í rektorskjöri sem fram fór við Háskóla Íslands í gær. Kristín hlaut 28,7% gildra atkvæða og Ágúst 27,6%. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Björgólfur Thor í 488. sæti á listanum

BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista bandaríska blaðsins Forbes yfir ríkustu menn heims. Hann er númer 488 á lista yfir þá sem eiga yfir einn milljarð Bandaríkjadollara. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 55 orð

Blakmót Hugins | Góumót Hugins í blaki verður haldið í íþróttahúsinu á...

Blakmót Hugins | Góumót Hugins í blaki verður haldið í íþróttahúsinu á Seyðisfirði laugardaginn 12. mars. Gert er ráð fyrir að það byrji kl. 10 og verði langt fram eftir degi, nánar auglýst síðar. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 521 orð | 2 myndir

Blönduð byggð með kauptúni, háskólahverfi og íbúðum

Garðabær | Í Urriðaholti er unnið að skipulagningu tæplega 50 þúsund fermetra verslunar- og þjónusturýmis. Þar af mun verslun IKEA vera rúmlega 20 þúsund fermetrar, sem fyrirhugað er að opna haustið 2006. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 63 orð

Borgfirskur vefur | Ráðinn hefur verið nýr fréttamaður fyrir...

Borgfirskur vefur | Ráðinn hefur verið nýr fréttamaður fyrir fréttasíðuna borgarfjordureystri.is, en fréttaskrifum hefur lítið verið sinnt um hríð, sem að sögn vefjarins helgast m.a. af því að vefumsjónarmaðurinn hefur ekki verið á staðnum í vetur. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Búið að velja lögin

SAFNPLATA með endurgerðum á laginu "Army of Me" með Björk kemur út í vor. Alls bárust 600 lög á vef Bjarkar og hafa tuttugu þeirra verið valin til útgáfu. Eitt þessara laga á Íslendingur, Dr. Gunni, sem er hæstánægður með valið. Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

CeBIT-sýningin opnuð

ÞÝSKAR konur, Pia Habekost og Esther Thomsen, skoða myndir í farsíma á CeBIT-upplýsingatæknisýningunni í Hannover í Þýskalandi, mestu sýningu sinnar tegundar í heiminum. Sýningin var opnuð almenningi í gær og henni lýkur á miðvikudaginn kemur. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Doktor í lífvísindum

*SÓLVEIG Halldórsdóttir varði doktorsritgerð við næringarfræðistofnun Columbia-háskóla í New York borg, Bandaríkjunum, 7. desember sl. Ritgerðin ber heitið "Models of Nutrient Mediated Effects on Energy Homeostasis in Mice and Humans". Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Domingo mættur

PLACIDO Domingo, einn mesti óperusöngvari samtímans, kom til landsins í gærkvöldi á einkaþotu, ásamt Önu Mariu Martinez sem syngur með honum á tónleikum í Egilshöll á sunnudagskvöld. Með í för voru umboðsmenn þeirra og fylgdarlið. Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Dómari hótaði að láta handtaka Jackson

RODNEY S. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð

Ds. gangan

Hreysti, dáð og lúnir fætur eru kjörorð Ds. göngunnar sem fram fer á Hellisheiði og nágrenni um helgina og hefst í kvöld. Ds. gangan hefur verið fastur liður í vetrarstarfi skátahreyfingarinnar í fimmtán ár. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 259 orð

Efast um að "eggjamálið" hafi verið tilviljun

VAR ÞAÐ tilviljun að Fischer fékk ekki egg að morgni 2. mars og endaði í einangrun einmitt sama dag og von var á Sæmundi Pálssyni og unnustu Fischers, Miyoko Watai, í heimsókn í fylgd íslenskra sjónvarpsmanna? Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 203 orð

Einn hjúkrunarfræðingur sem ber ábyrgð á 200 manns

Í rökstuðningi með ályktun um öldrunarmál sem Félag íslenskra hjúkrunafræðinga hefur sent frá sér segir m.a. að á mörgum hjúkrunarheimilum hafi hjúkrunarfræðingum verið fækkað og minna menntað starfsfólk tekið á sig meiri ábyrgð. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 181 orð | 1 mynd

Engin sorpurðun í mínu landi

DAVÍÐ Guðmundsson, bóndi í Glæsibæ í Hörgárbyggð, sagði það alveg skýrt að það yrði engin sorpurðun í sínu landi. Davíð, sem ásamt konu sinni Sigríði Manasesdóttur, stundar skógrækt á jörðinni sagði að skógrækt og sorpurðun færu illa saman. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 279 orð

Eyðsla innanlands jókst um 1,5 milljarða króna

GJALDEYRISTEKJUR ferðaþjónustunnar voru rúmlega 39 milljarðar króna á síðasta ári og jukust um 5,4% frá árinu á undan. Aukningin er að stærstum hluta vegna eyðslu erlendra ferðamanna innanlands, sem var 26 milljarðar kr. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 153 orð

Faglegt mat stjórnenda átti að ráða

INGVAR Sverrisson, fulltrúi Samfylkingarinnar í útvarpsráði, segir að ráðning starfsmanna Ríkisútvarpsins eigi að vera í höndum stjórnenda stofnunarinnar en ekki pólitískra fulltrúa. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Fengu kökur og ís í brunaútkallinu

Slökkvilið Akureyrar fékk brunaútkall á veitingastaðinn Bautann um miðjan dag í gær en þar hafði eldvarnarkerfi hússins farið í gang eftir að bakaraofn staðarins var opnaður. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Flugleiðir ekki lengur til

NAFNIÐ Flugleiðir heyrir nú sögunni til. Fyrirtækið bar sitt gamla nafn við upphaf aðalfundar síns í gær en hét FL Group þegar fundi var slitið. Engin átök urðu um nafnbreytinguna og var hún samþykkt með stórum hluta atkvæða. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 204 orð

Foreldrar hlynntir skólabúningum

FORELDRAR grunnskólabarna í Vesturbæ Reykjavíkur tóku vel í hugmyndir um skólabúninga á fræðslufundi í Melaskóla í gærkvöldi. Foreldrafélög Landakotsskóla, Melaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjarskóla stóðu að fundinum. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 210 orð

Fundi með nýjum fréttastjóra frestað

FUNDI sem átti að halda í gærmorgun, þar sem fréttamenn á Ríkisútvarpinu áttu að hitta verðandi fréttastjóra sinn, Auðun Georg Ólafsson, var frestað, og ekki hefur verið ákveðið hvenær slíkur fundur mun fara fram. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð

Geitarækt hafin á ný | Fyrsti kiðlingurinn sem fæðist í Kelduhverfi til...

Geitarækt hafin á ný | Fyrsti kiðlingurinn sem fæðist í Kelduhverfi til fjölda ára kom í heiminn í liðinni viku. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Hafís ógnar siglingum

HAFÍS er nú fyrir öllu Norðurlandi. Er ísinn kominn nokkuð nærri landi og fer að nálgast Grímsey. Siglingaleiðin fyrir Horn er að verða varasöm ef veðurspá næstu daga gengur eftir samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 109 orð | 1 mynd

Hestvagnaferð á ísnum

Útivistardagur var hjá Hafralækjarskóla í Aðaldal um helgina og var vel mætt af foreldrum með börn sín enda veðrið eins og best var á kosið. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Hitti japanska öldungadeildarþingmenn

SÆMUNDUR Pálsson átti fund með tveimur japönskum öldungadeildarþingmönnum í gær. Hann ræddi við þá um mál Bobbys Fischers og bað þá að taka það upp í þinginu. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Hjónavígsluritúal fyrir alla

MÁLÞING Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra (FAS) og Prestafélags Íslands, sem haldið var í gær, hefur lagt til að stjórnir Prestafélagsins og FAS skipi þriggja manna starfshóp en hlutverk hans verði að gera hjónavígsluritúal sem gildir jafnt... Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Hörmungarnar sem fjölmiðlarnir "gleyma"

ÁTÖKIN í Lýðveldinu Kongó, Úganda og Súdan eru þrjár helstu "gleymdu hörmungarnar" í heiminum og manntjónið af völdum þeirra er miklu meira en af völdum náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð

Íslandsmót kaffibarþjóna

ÍSLANDSMÓT kaffibarþjóna verður nú haldið í sjötta sinn um helgina og hefst í dag, föstudag, kl. 12 í Smáralind. Á morgun hefst keppnin kl. 12, á sunnudag hefst keppnin kl. 14 og verðlaunaafhending er kl. 17. Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 897 orð | 1 mynd

Kastljósið beinist að Serbum á ný

Fréttaskýring | Ákæruatriði á hendur Ramush Haradinaj, leiðtoga Kosovo-Albana, voru gerð opinber í gær en þau byggjast á ásökunum um aðild að ódæðisverkum í átökunum í Kosovo 1998-1999. Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Kjarnorkustefnan "ólögleg og siðlaus"

ROBERT McNamara, sem var varnarmálaráðherra Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum, segir að Bandaríkin og önnur kjarnorkuveldi hafi ekki fullnægt ákvæðum í alþjóðlegum samningum um bann við dreifingu kjarnorkuvopna. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 231 orð

Kynferðisbrotamáli unglings vísað frá dómi

HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá dómi máli unglingspilts sem í fyrrasumar var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Leiðtogi Hong Kong segir af sér

TUNG Chee-hwa, æðsti embættismaður Hong Kong, tilkynnti formlega í gær að hann hygðist láta af embætti. Kínversk stjórnvöld skipuðu hann í embættið fyrir átta árum eftir að Kínverjar fengu yfirráð yfir bresku nýlendunni fyrrverandi. Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Lifandi auglýsing

ÞAÐ, sem einkennir okkar tíma, er auglýsingamennska af öllu tagi og ekki síst í Bandaríkjunum þar sem hún er komin á alveg nýtt stig. Þar eru einstaklingar farnir að selja auglýsingaaðgang að eigin líkama. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 853 orð | 1 mynd

Línudans að fjalla um sakamál

"Mannlegur harmleikur í sviðsljósinu - umfjöllun fjölmiðla um sakamál" var yfirskrift málþings þar sem rætt var um stöðu og áhrif fjölmiðla í slíkum málum út frá ýmsum ólíkum sjónarhornum. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 118 orð

Lýsa vantrausti á útvarpsstjóra

FRÉTTAMENN á Ríkisútvarpinu hafa lýst yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar hans á Auðuni Georg Ólafssyni í starf fréttastjóra Útvarpsins. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð

Læra á bókasafnið | Elstu nemendum leikskólans í Grundarfirði er kennt...

Læra á bókasafnið | Elstu nemendum leikskólans í Grundarfirði er kennt að taka bækur að láni í bókasafni byggðarlagsins. Á vef bæjarins kemur fram að í febrúar og mars sé farið með þau í heimsókn á bókasafnið einu sinni í viku. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Mála Heiðu-veggspjöld

Hólmavík | Mikil stemmning hefur verið á Hólmavík á föstudagskvöldum í vetur vegna IDOL-stjörnuleitar vegna þess að einn þátttakandinn, Heiða, er Hólmvíkingur, og hún er komin alla leið í úrslitin sem fram fara á Stöð 2 í kvöld. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð

Málþing um áhrif hreyfingar á þunglyndi

OPIÐ málþing verður haldið á sunnudag um áhrif hreyfingar á þunglyndi. Að því standa Hugarafl og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Málþingið hefst kl. 14.30 og verður í fundarsal ÍSÍ í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, við hlið Laugardalshallarinnar. Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 156 orð

Mikið manntjón í sjálfsmorðsárás

AÐ minnsta kosti 47 manns biðu bana og meira en 80 særðust þegar tilræðismaður sprengdi sig í loft upp í borginni Mosul í norðurhluta Íraks í gær. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Mótmæla vinnubrögðum við ráðningu fréttastjóra

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er ófagmannlegum vinnubrögðum við ráðningu fréttastjóra Útvarps. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Nemendur temja eldtungur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins stóð fyrir æfingu nemenda í Brunamálaskólanum í góðviðrinu í gær. Æfingin var haldin í Norðlingaholti og var kveikt í húsinu Bjallavaði. Var þetta hluti af þjálfunarferlinu fyrir vinnu við björgun og leit. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 111 orð | 1 mynd

Nesskóli vígður eftir umbætur

Neskaupstaður | Nesskóli var á dögunum vígður við hátíðlega athöfn. Fór vígsluathöfnin fram í sal skólans að viðstöddu fjölmenni. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri fór yfir byggingasögu og afhenti svo Ólafi H. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 157 orð

Orðabelgur opnaður | Vefurinn Orðabelgur hefur verið formlega opnaður í...

Orðabelgur opnaður | Vefurinn Orðabelgur hefur verið formlega opnaður í Barnaskóla Vestmannaeyja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir opnaði vefinn að viðstöddum nemendum í sérdeild skólans og gestum. Orðabelgur. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 749 orð | 1 mynd

Óhagkvæmur rekstur

Æfingaraðstaðan verður flutt í Bláfjöll Skíðasvæðinu í Henglinum verður lokað í vor. Skíðadeildum ÍR og Víkings, sem hafa haft æfingaraðstöðu í Hamragili og Sleggjubeinsskarði, verður boðið að flytja starfsemi sína í Bláfjöll. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Pólitísk aðför að RÚV

"SAMTÖKIN Hollvinir Ríkisútvarpsins harma þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra útvarpsins felur í sér. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 620 orð | 1 mynd

"Hér eru allir svo léttir"

Keflavík | "Þetta er yndislegur staður og yndislegt fólk sem hér vinnur," sagði Kristrún Bogadóttir, þjónustunotandi á Hæfingarstöðinni í Keflavík, en í dag ætlar hún ásamt kollegum sínum og starfsfólki stöðvarinnar að kynna vinnustaðinn meðal... Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 331 orð

"Mikilvægt að hugsa skipulag í stórum heildum"

OKKUR finnst mikilvægt að hugsa skipulagsmál í stórum heildum og að það gefist betur fyrir skipulag og uppbyggingu samfélags að taka stærri svæði undir í einu í stað þess að skipuleggja hvert frímerkið á fætur öðru sem kannski hangir ekki nægilega vel... Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 73 orð | 1 mynd

Ráðherra skoðar kaffiframleiðslu

Reykjanesbær | Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fór um Reykjanesbæ í gær. Ferð forsætisráðherra er liður í þeirri stefnu hans að fara sem víðast um landið í upphafi starfstíma síns. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 219 orð

Rýnihópur um skipulagsmál tekinn til starfa

Seltjarnarnesbær | Rýnihópur um skipulagsmál á Seltjarnarnesi hefur tekið til starfa, en bæjarstjórn samþykkti fyrir skemmstu tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að efna til frekara samráðs við íbúa í skipulagsmálum. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 120 orð | 1 mynd

Rýnt í samfélagið

Egilsstaðir | Íbúaþing verður haldið á Fljótsdalshéraði á morgun, laugardag, undir yfirskriftinni Héraðsþing - Fljótsdalshérað til framtíðar. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Rætt um að skilja að umferð fólks og farartækja

Snæfellsnes | Hugmyndir eru uppi um að skilja umferð vélknúinna ökutækja frá umferð gangandi fólks og skíðafólks á Snæfellsjökli. Ráðgjafarnefnd þjóðgarðsins mun kynna tillögur um þetta við gerð verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 232 orð

Segja borgarstjóra hafa kúvent í flugvallarmálinu

FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í borgarráði héldu því fram á borgarráðsfundi í gær að borgarstjóri og R-listinn hafi kúvent í máli Reykjavíkurflugvallar. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 170 orð

Síbrotamaður dæmdur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nærri 20 afbrot sem flest voru framin í fyrra Ákærði var m.a. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 131 orð

Skipverji missti fótinn

UNGUR skipverji af mótorbátnum Hauki EA-76 missti fótinn við ökkla í alvarlegu vinnuslysi um borð í bátnum um 12 mílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi í gær. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 156 orð | 1 mynd

Slappaðu af á fjalir leikfélags Menntaskólans

Egilsstaðir | Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum (LME) frumsýnir í kvöld söngleikinn Slappaðu af eftir Felix Bergsson, í leikstjórn Snorra Emilssonar. Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Sorg í San Jose

Harmur ríkti í gær í bænum San Jose á Bohol, einni af Filippseyjum, þegar borin voru til grafar 10 börn sem dóu úr matareitrun á miðvikudag, hér sjást móðir og dóttir hennar við kistu eins fórnarlambsins. Meira
11. mars 2005 | Minn staður | 118 orð

Spurningakeppni | Hin árlega spurningakeppni UMF Neista hófst nýverið á...

Spurningakeppni | Hin árlega spurningakeppni UMF Neista hófst nýverið á Djúpavogi. Öllum fyrirtækjum, félögum og samtökum er heimilt að skrá lið til leiks og þetta árið eru liðin orðin 14. Meira
11. mars 2005 | Erlendar fréttir | 206 orð

Spænskir múslímar fordæma bin Laden

SAMTÖK múslíma á Spáni, Íslamska ráðið, gáfu í gær út trúarlega tilskipun, eða fatwa, gegn Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. Hryðjuverkin í Madríd 11. mars í fyrra, þegar 191 lét lífið, voru framin í nafni al-Qaeda. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Stefnt að því að framkvæmdir hefjist 2006

STEFNT er að þróun og uppbyggingu nýs miðbæjar í Garðabæ á næstu mánuðum, og hefur samkomulag þess efnis náðst milli fjárfestingarfélagsins Klasa hf. og bæjaryfirvalda. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Stjórnvöld endurskoði stefnu sína

FÆKKUN stöðugilda hjúkrunarfræðinga á öldrunarstofnunum veldur Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) áhyggjum og hvetur félagið stjórnendur öldrunarstofnana til að endurskoða stefnu sína þar að lútandi. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 109 orð

Styðja flutning hátíðahalda 1. maí

IÐNNEMASAMBAND Íslands fagnar fréttatilkynningu Rafiðnaðarsambands Íslands varðandi flutning hátíðahalda verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1. maí. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 256 orð

Taka sér umboð fyrir Krist

ALÞINGI hefur samþykkt samhljóða að heimila stjórn Utanverðunesslegats í Sveitarfélaginu Skagafirði að selja ábúanda kristfjárjarðarinnar Utanverðuness jörðina. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð

Tískuvika í Smáralind

TÍSKUVIKA hefst í Smáralind í Kópavogi laugardaginn 12. mars og stendur til 20. mars. Þá býðst konum á öllum aldri að fá ókeypis ráðgjöf frá tískuráðgjöfum Smáralindar, undir stjórn Dýrleifar Ýrar Örlygsdóttur, og frá stílistum Debenhams. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Turninn við Slökkvistöðina rifinn

BYRJAÐ er að rífa gamla turninn sem staðið hefur í tæp fjörutíu ár við Slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir turninn hafa verið skemmdan og því varasaman. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 592 orð | 1 mynd

Vantraust á útvarpsstjóra

FRÉTTAMENN hjá Ríkisútvarpinu lýsa yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar hans á Auðuni Georg Ólafssyni í stöðu fréttastjóra Útvarpsins. Yfirlýsing þess efnis var samþykkt einróma á fundi í Félagi fréttamanna í gærmorgun. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Vilja að útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun sína

ÞINGMENN úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar fóru fram á það á Alþingi í gær að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Útvarpsins. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð

Vilja selja Ríkisútvarpið

VEGNA gagnrýni á ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps bendir Frjálshyggjufélagið á að deilur sem þær sem nú hafa sprottið upp eru afar ólíklegar hjá fyrirtæki sem rekið er af einkaaðilum. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 213 orð

Vilja stofna atvinnuvegaráðuneyti

AÐALFUNDUR SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, sem haldinn var 8. mars sl., ályktar að stofna beri eitt atvinnuvegaráðuneyti í stað þeirra fjögurra sem nú eru starfrækt, þ.e. landbúnaðar-, sjávarútvegs-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Vill gefa Auðuni Georg tækifæri

ÚTVARPSSTJÓRI er rétti aðilinn til að meta hver sé hæfasti maðurinn í stöðu fréttastjóra Útvarps, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Vímulaus æska foreldrahús fá styrk

SOROPTIMISTA klúbburinn í Árbæ lét ágóða af síðasta vinkvennakvöldi félagsins renna til Vímulausrar æsku - Foreldrahúss. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð

Vítaverður dráttur á lögreglurannsókn

HÆSTIRÉTTUR setur ofan í við lögreglu í dómi sínum í gær þar sem staðfestur er fimm mánaða fangelsisdómur yfir 24 ára manni fyrir innbrot. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Yfir 70 athugasemdir bárust

ALLS höfðu borist rúmlega 70 athugasemdir í gærkvöldi vegna tillögu að breytingu á svæðisskipulagi miðhálendisins til ársins 2015 m.a. vegna Norðlingaölduveitu. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Ýmsir möguleikar á sviði útflutnings

"ÝMSIR möguleikar eru á útflutningi sérfræðiþekkingar og reynslu okkar á nýtingu endurnýtanlegra orkugjafa," sagði Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra orkumála, á ársfundi Orkustofnunar í gær. Meira
11. mars 2005 | Innlendar fréttir | 769 orð | 1 mynd

Það borgar sig ekki að hugsa um of um hættuna

Börkur Gunnarsson fór nýverið til starfa hjá NATO í Bagdad. Davíð Logi Sigurðsson sló á þráðinn til hans en Börkur er í Írak á vegum Íslensku friðargæslunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

11. mars 2005 | Leiðarar | 217 orð

Hagsmunir barna ráði ferðinni

Félag ábyrgra feðra átti fyrr í vikunni fund með borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, en hún fékk þá afhenta stefnuskrá félagsins auk bókarinnar "Feður á nýrri öld". Meira
11. mars 2005 | Leiðarar | 563 orð

Óþarfar opinberar lánastofnanir

Morgunblaðið hefur í vikunni fjallað í fréttaskýringum um tvær opinberar lánastofnanir, sem eiga báðar í erfiðleikum. Þetta eru Byggðastofnun og Lánasjóður landbúnaðarins. Meira
11. mars 2005 | Staksteinar | 290 orð | 1 mynd

Vilhjálmur og Vatnsmýrin

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á mánudagskvöld að leggja ætti niðurstöður úr viðræðum Reykjavíkurborgar og samgönguyfirvalda um Reykjavíkurflugvöll í dóm kjósenda. Meira

Menning

11. mars 2005 | Tónlist | 62 orð | 1 mynd

Afmælistónleikar í Austurbæ

FJÖLDI listamanna mun koma fram á tónleikum í tilefni af 60 ára afmæli Magnúsar Þórs Jónssonar, Megasar, 7. apríl næstkomandi. Þar má nefna Hjálma, Mínus, Dr. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 38 orð | 1 mynd

Boccanegra í Sevilla

SÝNINGAR standa yfir þessa dagana á óperu Giuseppes Verdis, Simon Boccanegra, í Maestranza-leikhúsinu í Sevilla á Spáni. Óperan var fyrst sýnd í Feneyjum 12. mars 1857. Á myndinni er kór leikhússins í essinu sínu á æfingu fyrir... Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 366 orð | 1 mynd

Bráðþroska risaskref

Mozart: Píanótríó í B K15; Fiðlusónata í D K306. Selma Guðmundsdóttir píanó, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla og Sigurður Bjarki Gunnarsson selló. Miðvikudaginn 9. marz kl. 12:30. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 211 orð | 1 mynd

Crunchy Frog- merkið snýr aftur

SÍÐASTA október komu hingað tvær hljómsveitir á vegum danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog, sem er helsta neðanjarðarútgáfa Kaupmannahafnar nú um stundir. Um var að ræða sveitirnar Powersolo og Epo-555 og léku þær þá á tónleikum á Grand Rokki. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 363 orð | 1 mynd

Fengu samning eftir tónleika á Nasa

Tónleikar bresku sveitarinnar Hot Chip á Airwaves í fyrra voru þeir mögnuðustu í sögu sveitarinnar. Þetta segir Joe Goddard í samtali við Ívar Pál Jónsson, en Hot Chip endurtekur leikinn á Nasa í kvöld. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 437 orð | 1 mynd

Fjöllista-flamengó

Það er erfitt að skilgreina listahópinn Von Magnet, sem leiddur er af Phil Von (Philippe Fontez ), en hópurinn treður upp á NASA á morgun. Meira
11. mars 2005 | Fjölmiðlar | 121 orð | 2 myndir

Heiða og Hildur syngja til sigurs

ÚRSLIT í Idol-Stjörnuleitinni ráðast í kvöld þegar úr því verður skorið hvort þjóðin velur Heiðu eða Hildi Völu sem nýju Idol-stjörnuna. Úrslitakvöldið verður þannig að þær stúlkur munu syngja í þremur umferðum, þrjú lög hvor. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 330 orð | 1 mynd

Heitir nú Without Gravity

HLJÓMSVEITIN Tenderfoot hefur skipt um nafn og heitir nú Without Gravity, sama nafni og fyrsta plata hennar, sem út kom síðasta haust. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 119 orð | 1 mynd

Her hljóðbylgnanna

FYRSTA hljóðversplata rokksveitarinnar Lokbrár er væntanleg í byrjun apríl og hefur hlotið heitið Army of Soundwaves . Á plötunni verða tíu lög en útgáfufyrirtæki Mínuss, MSK, gefur út. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 355 orð | 1 mynd

Hver rödd er sjálfstæð

ALTSÖNGKONAN Jóhanna Halldórsdóttir starfar meðal annars með íslenska sönghópnum Rinascente, sem sérhæfir sig í flutningi endurreisnar- og barokktónlistar. Meira
11. mars 2005 | Kvikmyndir | 131 orð | 1 mynd

Hættulegur feluleikur

DAKOTA Fanning og Robert De Niro leika aðalhlutverkin í þessum sálfræðitrylli. David (De Niro), sálfræðingur á Manhattan, ákveður að flytja með dóttur sinni Emily (Fanning) í hús uppi í sveit eftir að kona hans er myrt. Meira
11. mars 2005 | Leiklist | 426 orð | 1 mynd

LEIKLIST - Fúría Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík

Höfundur: Timberlake Wertenbaker. Þýðandi: Jóhann Axel Andersen. Leikstjóri: Margrét Eir. Hönnun lýsingar: Eyþór Páll Eyþórsson. Búningar: Brynhildur Guðlaugsdóttir. Hár og förðun: Fríða María Harðardóttir. Hljómsveit: Jón Friðrik Jónatansson og Þórður Þorsteinsson. Frumsýning í Tjarnarbíói 3. mars. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 314 orð | 1 mynd

Nærvera hins ósýnilega Guðs

Mótettukór Hallgrímskrikju og Raschér-kvartettinn (Christine Rall, Elliot Riley, Bruce Weinberger og Kenneth Coon) fluttu tónsmíðar eftir Huga Guðmundsson, Bach og Penderecki. Laugardagur 26. febrúar. Meira
11. mars 2005 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Ozzy með nýtt nef

OZZY Osbourne hefur viðurkennt að hafa farið í fegrunaraðgerð til að bæta útlitið. Meira
11. mars 2005 | Leiklist | 376 orð | 1 mynd

"Maður kemst í hálfgerðan trans"

Í GÆR hélt breski uppistandarinn og leikarinn Eddie Izzard blaðamannafund á Hótel Sögu vegna þeirra tveggja sýninga sem hann stóð fyrir á Broadway í gær og í fyrradag. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 401 orð | 8 myndir

Rokk og rólegheit

Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, þriðja tilraunakvöld af fimm. Þátt tóku Gay Parad, Love Taken Away, Noxious, Wicca, Mad Mongoose, Levenova, Koda, Andrúm, Dress To Impress og Armæða. Haldið í Tjarnarbíói 9. mars. Meira
11. mars 2005 | Tónlist | 272 orð | 1 mynd

Stefnt á 30 milljónir á tíu dögum

BÚIÐ er að velja tuttugu lög, endurhljóðblandanir eða nýjar útgáfur af laginu "Army of Me" með Björk, til að gefa út á væntanlegri styrktarsafnplötu. Meira
11. mars 2005 | Fólk í fréttum | 243 orð | 1 mynd

Steini úr Quarashi er ca. 1

STEINAR Fjeldsted, betur þekktur sem Steini í Quarashi, er eins og kunnugt er formlega hættur í sveitinni. Hann er þó síður en svo hættur afskiptum af tónlist. Meira
11. mars 2005 | Leiklist | 929 orð | 2 myndir

Svona er þetta allt - tóm leiðindi

Leikfélag Reykjavíkur, í samstarfi við leiklistardeild Listaháskólans, frumsýnir í kvöld kl. 20 Draumleik eftir Strindberg í þýðingu Hafliða Arngrímssonar á stóra sviði Borgarleikhússins. Meira
11. mars 2005 | Kvikmyndir | 140 orð | 1 mynd

Umdeildur þjálfari

MYNDIN Coach Carter er byggð á sannsögulegum atburðum um umdeildan körfuboltaþjálfara í framhaldsskóla, Ken Carter (Samuel L. Jackson). Meira
11. mars 2005 | Kvikmyndir | 194 orð | 1 mynd

Ævintýri sjókönnuðar

BILL Murray og Owen Wilson þykja fara á kostum í þessari mynd leikstjórans Wes Andersons, sem þekktur er fyrir "öðruvísi" kvikmyndagerð. Báðir hafa þeir unnið töluvert með leikstjóranum áður; m.a. Meira

Umræðan

11. mars 2005 | Aðsent efni | 881 orð | 1 mynd

Aðförin að æskuárunum

Hrafn Gunnlaugsson fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs: "Hvaðan er sú pólitíska sýn runnin að líta á nemendur sem framleiðslueiningar sem verði að troða eins hratt og frekast er kostur í gegnum skóla og út á atvinnumarkaðinn?" Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Eyðilegging Reykjavíkur

Einar Kristjánsson fjallar um skipulagsmál: "Hér virðast menn hins vegar allt í einu ætla að snúa aftur til hugarfars sjöunda áratugarins í skipulagsmálum." Meira
11. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 564 orð

Fjármagnstekjuskattur og sparnaður

Frá Ólafi Þorlákssyni: "AÐ UNDANFÖRNU hefur heyrst æ oftar, að leggja beri jafnháan skatt á fjármagnstekjur, og aðrar tekjur. Meira að segja Morgunblaðið hvatti til þess í vetur, að skattur þessi yrði hækkaður verulega." Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Gjaldþrota lóðastefna

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjallar um lóðaframboð: "Ætlar R-listinn að setja á fót eftirlitsnefnd sem fylgist grannt með því að þeir sem kaupa þessar fáu lóðir byggi þar og flytji inn í húsin?" Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 197 orð | 1 mynd

Hvað gerir menntamálaráðherra vegna RÚV?

Stefán Jón Hafstein fjallar um ráðningu fréttastjóra RÚV: "Þetta síðasta tilvik er hins vegar, því miður, í rökréttu samhengi við það sem áður hefur tíðkast undir forystu Sjálfstæðisflokksins í menningarmálum." Meira
11. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 307 orð

Hvað um öskudaginn í Reykjavík?

Frá Elínu J. Ólafsdóttur: "MAMMA, ég ætla að vera Ninja á öskudaginn! þetta fékk ég að vita 2 vikum fyrir öskudaginn." Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 532 orð | 1 mynd

Kærar þakkir fyrir gjafirnar

Örvar Marteinsson fjallar um barnabætur: "Það ríkti því mikill fögnuður þegar við rifum upp sitt hvort umslagið með gjöfinni frá hinum góðviljaða og föðurlega ríkissjóði." Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Myrkraverk á Austurlandi

Ólafur Þór Hallgrímsson fjallar um umhverfisáhrif Kárahnjúkastíflu: "Andstaðan er mikil og fer síst minnkandi og hún er vissulega ekki bundin við Ísland eitt." Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Opið bréf til nokkurra bæjarstjórnarfulltrúa - skólamál í Dalvíkurbyggð

Þorkell Ásgeir Jóhannsson fjallar um Húsabakkaskóla: "Ef þið viljið kalla eftir sátt í þessu máli, þá er boltinn hjá ykkur sjálfum, og um það tvennt að ræða að þið sýnið okkur ítarlegar og raunsannar tölur um þennan sparnað og virðið okkur þannig svars þar um, eða afturkallið ákvörðun ykkar frá því 1. mars sl." Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 891 orð | 1 mynd

Orð í belg um Laugaveg

Hjörleifur Stefánsson fjallar um byggingar við Laugaveg: "Litið verði á það sem æskilega þróun að þeim verði breytt, þau hækkuð og stækkuð eftir því sem við á og þau löguð að nútíma verslunarháttum. Við allar slíkar breytingar verði þess vandlega gætt að byggingarsaga hvers húss verði sýnileg í útliti þess." Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur - fjölmennur vinnustaður

Ólöf Leifsdóttir fjallar um endurhæfingu: "Starfsendurhæfing eða atvinnuleg endurhæfing er fyrir þá sem þurfa að endurhæfa sig til starfa." Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 419 orð | 2 myndir

Talsmenn frelsis á Alþingi

Hafsteinn Þór Hauksson og Jón Hákon Halldórsson fjalla um unga menn í Sjálfstæðisflokknum: "Yngstu þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru að framfylgja stefnumálum SUS á Alþingi." Meira
11. mars 2005 | Aðsent efni | 725 orð | 1 mynd

Um "framlag" Ríkisútvarpsins til Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Jón Þórarinsson fjallar um stöðu Sinfóníunnar og Ríkisútvarpsins: "Margt er nú rætt um fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins, m.a. í yfirgripsmikilli samantekt í Morgunblaðinu nýlega (Ríkisfjölmiðill í tilvistarkreppu, Morgunblaðið 6.3. 2005)." Meira
11. mars 2005 | Velvakandi | 290 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hjónabandið veitir hamingju! STÖÐUGT er verið að sauma að stofnun sem hefur þótt vera besta umgjörðin utan um börn hingað til. Meira

Minningargreinar

11. mars 2005 | Minningargreinar | 1432 orð | 1 mynd

AÐALBJÖRG VALENTÍNUSDÓTTIR

Aðalbjörg Valentínusdóttir fæddist á Hellissandi 8. febrúar 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valentínus Ólason, f. 18. október 1885, d. 21. desember 1955 og Katrín Friðriksdóttir, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 1796 orð | 1 mynd

ÁRNI VILHJÁLMSSON

Árni Vilhjálmsson fæddist í Hátúni á Nesi í Norðfirði 8. ágúst 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Árnadóttir, f. í Grænanesi í Norðfirði 8. október 1887, d. í Neskaupstað 12. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 2979 orð | 1 mynd

BRAGI ÖRN INGÓLFSSON

Bragi Örn Ingólfsson flugvirki fæddist á Sauðárkróki 27. mars 1940. Hann lést á krabbameinsdeild LSH fimmtudaginn 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Unnur Hallgrímsdóttir, f. 8.1. 1918, d. 20.10. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 598 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR

Guðrún Ólafsdóttir fæddist á Akranesi 9. desember 1918. Hún lést 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gyða Halldórsdóttir og Ólafur Gunnlaugsson, kennd við Hraungerði. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 482 orð | 1 mynd

GUÐRÚN SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR

Guðrún Sigríður Bjarnadóttir fæddist á Ósmel í Reyðarfirði 5. apríl 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 15. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Kolfreyjustaðarkirkju 26. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 3299 orð | 1 mynd

HALLGRÍMUR AXEL GUÐMUNDSSON

Hallgrímur Axel Guðmundsson fæddist að Grafargili í Önundarfirði 23. apríl 1943. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ólöf Jóhanna Bernharðsdóttir, f. 24. feb. 1916, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 1223 orð | 1 mynd

HJÖRLEIFUR TRYGGVASON

Hjörleifur Tryggvason fæddist á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit 25. maí 1932. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 21. janúar. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 857 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR ÓSK JÓNSDÓTTIR

Hólmfríður Ósk Jónsdóttir fæddist á Dalvík 1. október 1952. Hún lést á gjörgæsludeild FSA 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Rannveig Steinunn Þórsdóttir, f. 17. janúar 1929, d. 13. febrúar 2000, og Jón Þorsteinn Guðmundsson, f. 27. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 1749 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR SÓLVEIG RUNÓLFSDÓTTIR

Sigríður Sólveig Runólfsdóttir fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafirði 23. nóvember 1925. Hún lést á heimili sínu á Sunnubraut 48 í Kópavogi 1. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 8. mars. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 1212 orð | 1 mynd

SIGURÐUR JÓNSSON

Sigurður Jónsson fæddist í Reykjavík 21. maí 1930. Hann lést á heimili sínu 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Eiríksson loftskeytamaður og Ingibjörg Gísladóttir húsmóðir. Systkini hans eru Eiríkur og Sigurborg. Sigurður kvæntist 12. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2005 | Minningargreinar | 812 orð | 1 mynd

SVEINN GAMALÍELSSON

Sveinn Gamalíelsson fæddist á Hamri í Svarfaðardal 4. maí 1910. Hann lést á líknardeild Landkostsspítala 2. mars 2005. Foreldrar hans voru Gamalíel Hjartarson, f. 20. febrúar 1879, d. 30. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

11. mars 2005 | Sjávarútvegur | 238 orð

Efast um lögmæti eftirlits

SAMTÖK atvinnulífsins hafa höfðað mál á hendur Aðfangaeftirlitinu fyrir hönd aðildarfyrirtækis síns. Málinu er ætlað að skera úr um lögmæti eftirlitsins sem Aðfangaeftirlitið innir af hendi. Meira
11. mars 2005 | Sjávarútvegur | 197 orð

FAO með reglur um umhverfismerkingar

FUNDUR Fiskimálanefndar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), samþykkti í gær leiðbeinandi reglur um umhverfismerkingar sjávarafurða. Þar með er mikilvægum áfanga náð eftir nær áratugar starf að þessum málum innan FAO. Meira
11. mars 2005 | Sjávarútvegur | 69 orð | 1 mynd

Hrognin eru að koma

LOÐNUVERTÍÐIN er í fullum gangi hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar og hrognataka er hafin. Fyrir skömmu var settur upp nýr og fullkominn hreinsibúnaður en með því aukast gæði og hreinsun hrognanna. Meira

Viðskipti

11. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Færri viðskiptavinir í Fields en áætlað var

VIÐSKIPTAVINIR verslunarmiðstöðvarinnar Fields í Kaupmannahöfn voru um tveimur milljónum færri en áætlanir gerðu ráð fyrir, á fyrsta árinu eftir opnun í mars í fyrra. Meira
11. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Lækkun í Kauphöll Íslands

HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu 10,9 milljörðum króna í gær. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 4,9 milljarða . Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,5% og er lokagildi hennar 3.841 stig . Meira
11. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Reiss hafnar yfirtöku Baugs

DAVID Reiss, eigandi bresku fataverslanakeðjunnar Reiss, hefur hafnað hugmyndum um yfirtöku Baugs Group á keðjunni. Þetta er haft eftir Reiss á fréttavef Bloomberg. Meira
11. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 225 orð | 1 mynd

SÍF tapaði 346 milljónum í fyrra

TAP á rekstri SÍF nam á árinu 2004 um 3.985 þúsund evrum, 346 millljónum króna, en árið 2003 var hagnaður félagsins um 639 þúsund evrur. Afskriftir eru tæplega tvöfalt hærri en árið á undan, eru 15.363 þúsund evrur samanborið við 7. Meira
11. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Stoðir hagnast um 2,7 milljarða

HAGNAÐUR Fasteignafélagsins Stoða á árinu 2004 nam 2.705 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var hagnaður félagsins 55 milljónir. Heildareignir félagsins í árslok 2004 námu 45,5 milljörðum króna og höfðu þær aukist um 10,4 milljarða frá árinu áður. Meira
11. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 426 orð | 1 mynd

Tímamót hjá Flugleiðum

ÁRIÐ 2004 var besta rekstrarárið í sögu Flugleiða. Þetta kom fram í máli Hannesar Smárasonar, starfandi stjórnarformanns félagsins, í ræðu hans á aðalfundi félagsins í gær. Meira
11. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Verðbólgan eykst

VERÐBÓLGAN síðastliðna 12 mánuði mælist 4,7% samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Þetta er aukning frá því í febrúar en þá var verðbólgan 4,5%. Án húsnæðis mælist verðbólgan nú 2,0%. Meira
11. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Öflugast á sínu sviði

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna (SH) hefur alla möguleika á að verða eitt af öflugustu fyrirtækjum heimsins á sínu sviði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnarformanns félagsins, á aðalfundi þess í gær. Meira
11. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 132 orð | 1 mynd

Ölgerðin hlaut hæstu einkunn

ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hlaut hæstu einkunn í Íslensku ánægjuvoginni árið 2004 en niðurstöður hennar voru kynntar í gær. Þetta var í sjötta sinn sem vogin var unnin. Meira

Daglegt líf

11. mars 2005 | Daglegt líf | 770 orð | 2 myndir

"Sjálfa sárvantaði mig Marimekko"

Það er bæði bjart og vítt til veggja inni í nýju íslensku Marimekko-búðinni, sem kaupmaðurinn Margrét Kjartansdóttir hefur nýlega opnað í 230 fermetra rými í kjallara Iðu-hússins við Lækjargötu. Meira
11. mars 2005 | Daglegt líf | 1598 orð | 6 myndir

Ýsan klikkar aldrei

Ýsuflök hafa verið á hagstæðu verði að undanförnu. Það er liðin tíð að ýsan sé bara soðin og borin fram með kartöflum og smjöri þótt þannig sé hún líka góð. Nokkrir voru beðnir um að deila með lesendum sínum uppáhaldsuppskriftum. Meira

Fastir þættir

11. mars 2005 | Í dag | 42 orð | 1 mynd

Afgangar í Ganginum

AFGANGAR er yfirskrift innsetningar Haraldar Jónssonar í Ganginum á Rekagranda 8. Meira
11. mars 2005 | Í dag | 144 orð

Arkitektúr heimilisins í Norræna húsinu

SÆNSKI arkitektinn og fræðimaðurinn dr. Ola Nylander heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í dag kl. 12-13.30 undir yfirskriftinni "Architecture of the Home - when does the home become architecture?" Í fyrirlestrinum fjallar dr. Meira
11. mars 2005 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

50 ÁRA afmæli. 17. mars nk. verður fimmtug Helga Guðrún Gunnarsdóttir. Af því tilefni verður boðið til veislu í Fóstbræðraheimilinu, (Langholtsvegi 109-111) í dag, föstudaginn 11. mars, klukkan 20. Vinir og vandamenn... Meira
11. mars 2005 | Fastir þættir | 231 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Krókur á móti bragði. Meira
11. mars 2005 | Fastir þættir | 496 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Landsliðsmót kvenna Landsliðskeppni milli sex kvennapara fór fram um sl. helgi. Dóra Axelsdóttir og Erla Sigurjónsdóttir sigruðu, fengu 82 stig yfir meðalskor en helztu keppinautarnir, Harpa Fold Ingólfsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir voru með 55 í skor. Meira
11. mars 2005 | Í dag | 167 orð | 1 mynd

Endurgerðar draumfarir í Kling&Bang

Ráðhildur Ingadóttir opnar í dag kl. 17 sýningu sína "Inni í kuðungi einn díll," í Kling & Bang galleríi, Laugavegi 23. Meira
11. mars 2005 | Í dag | 291 orð | 1 mynd

Fjölbreytt fjölskyldusýn í Gerðubergi

HRATT og hömlulaust - raunveruleiki íslensku fjölskyldunnar?" er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í dag kl. 17 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Meira
11. mars 2005 | Í dag | 231 orð | 2 myndir

Hressilegur vinafundur á NASA

HLJÓMSVEITIN Grafík lætur nú loks undan sívaxandi þrýstingi og blæs til tónleika á NASA annað kvöld. Síðasta sumar voru haldnir Grafiktónleikar í tilefni 20 ára útgáfu hljómplötunnar Get ég tekið séns, bæði á Ísafirði og í Reykjavík. Meira
11. mars 2005 | Viðhorf | 807 orð

Málsvörn Livingstone

Mikið var þrýst á borgarstjórann að biðjast afsökunar á ummælunum og var Tony Blair forsætisráðherra í hópi þeirra sem töldu að Livingstone ætti að sýna iðrunarmerki. Meira
11. mars 2005 | Í dag | 495 orð | 1 mynd

Ný reglugerð hefur víðtæk áhrif

Benedikt Hauksson fæddist í Reykjavík árið 1954. Hann lauk verkfræðiprófi frá AUC í Danmörku árið 1986 og starfrækti eigin verkfræðistofu (VBH ehf.) frá 1986 til 1998. VBH ehf. sérhæfði sig m.a. Meira
11. mars 2005 | Í dag | 27 orð

"Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili...

"Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt." Og þeir fluttu honum orð Drottins og öllum á heimili hans. (Post. 16, 31.-33.) Meira
11. mars 2005 | Fastir þættir | 186 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 Rf6 6. Be3 d6 7. h3 Hb8 8. Dd2 b5 9. Bh6 O-O 10. Bxg7 Kxg7 11. f4 Bb7 12. Rf3 b4 13. Re2 e6 14. O-O Rd7 15. g4 e5 16. f5 gxf5 17. gxf5 f6 18. Rg3 Hg8 19. Rh4 Df8 20. De2 Kh8 21. Kh2 Dh6 22. Dh5 Dxh5 23. Meira
11. mars 2005 | Í dag | 196 orð | 1 mynd

Ske í örsmátt tónleikaferðalag

HLJÓMSVEITIN Ske bregður undir sig betri fætinum um helgina og leikur á tvennum tónleikum. Í kvöld verður sveitin á Græna hattinum á Akureyri, en annað kvöld leikur hún á Grand Rokk ásamt sveitunum Vínyl og Jeff Who. Meira
11. mars 2005 | Í dag | 261 orð | 1 mynd

Söngglaðir sópranar í Laugarborg

SÖNGHÓPURINN Sópranos ásamt píanóleikaranum Hólmfríði Sigurðardóttur, heldur tónleika í Laugarborg, nýju tónlistarhúsi Eyfirðinga, á morgun, laugardag, kl. 16. Meira
11. mars 2005 | Fastir þættir | 290 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji átti svefnlausa nótt fyrr í vikunni þegar pínulitla barnið hans veiktist; var komið með hita, fékk hóstaköst og átti þá erfitt um andardrátt. Meira
11. mars 2005 | Fastir þættir | 866 orð | 1 mynd

Þroskandi og gefandi að hugsa um hest og bera ábyrgð á honum

Í gegnum tíðina hefur það alltaf tíðkast í nokkrum mæli að unglingar fái hest í fermingargjöf. Sérstaklega þeir sem hafa verið í hestamennsku fyrir eða sýna henni mikinn áhuga. Meira
11. mars 2005 | Í dag | 61 orð | 1 mynd

Æft fyrir ótrúlega danssýningu

Laugardalshöll | Hinn heimsfrægi Pilobolus-danshópur lenti hér á landi í gær, en hópurinn sýnir listir sínar á laugardagskvöld, að öllum líkindum fyrir fullri Laugardalshöll. Meira
11. mars 2005 | Fastir þættir | 125 orð | 1 mynd

Æskan og hesturinn í 13. sinn

SÝNINGIN Æskan og hesturinn verður í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Þetta er samstarfsverkefni 7 hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og er gert ráð fyrir að 220-230 börn komi við sögu á sýningunni að þessu sinni. Meira

Íþróttir

11. mars 2005 | Íþróttir | 259 orð

Arsene Wenger hrósar ungviðinu

ENSKA knattspyrnuliðið Arsenal féll úr keppni í Meistaradeild Evrópu í gær þrátt fyrir 1:0 sigur gegn Bayern München en enskir fjölmiðlar ganga nú hart að Arsene Wenger, knattspyrnustjóra liðsins, og telja að hann þurfi að byggja upp nýtt lið þar sem... Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 284 orð

Fulke er efstur í Katar

SVÍINN Pierre Fulke er í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi Katar-mótsins í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Fulke lék í gær á 6 höggum undir pari eða 66 höggum en hann fékk sjö fugla og skolla á 18. braut. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 649 orð | 1 mynd

Golfarar á uppboði

Í nýjasta tölublaði bandaríska golftímaritsins GolfDigest er greint frá því að fyrirtækið IMG, International Management Group, sem er umboðsskrifstofa flestra þekktustu kylfinga heims hafi sent forsvarsmönnum móta á PGA-mótaröðinni umdeilt bréf. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 667 orð | 1 mynd

Grindvíkingar sem börn gegn meisturunum

"ÉG er ekki að gera lítið úr Grindavíkurliðinu en þetta var frekar áreynslulaus sigur," sagði Gunnar Einarsson fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur eftir 101:80 sigur liðsins í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum Intersportdeildarinnar í... Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 61 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, 8 liða úrslit, fyrstu leikir: Grafarvogur: Fjölnir - Skallagrímur 19.15 Njarðvík. UMFN - ÍR 19.15 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Valur 19.15 Höllin Akureyri: Þór A. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 523 orð | 1 mynd

*JOHAN Petersson , vinstri hornamaður sænska landsliðsins, er hættur að...

*JOHAN Petersson , vinstri hornamaður sænska landsliðsins, er hættur að leika með landsliðinu vegna samstarfsörðugleika við Ingemar Linnéll, þjálfara liðsins. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 394 orð | 1 mynd

* KRISTJÁN Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn...

* KRISTJÁN Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn fyrir Brann þegar liðið tapaði fyrir IFK Gautaborg, 2:0, í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, en leikið var í Gautaborg . Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 606 orð

KR-sigur í fyrstu lotu

KR sigraði Snæfell með 91 stigum gegn 89 í úrslitakeppni Intersport-deildarinnar í Stykkishólmi í gærkvöldi. Þessi fyrsta rimma í úrslitakeppninni á milli Snæfells og KR var góð skemmtun eins allir leikir þessara liða hafa verið í vetur. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 481 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Grindavík 101:80 Keflavík, úrvalsdeild...

KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Grindavík 101:80 Keflavík, úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, úrslitakeppni, fyrsti leikur í 8-liða úrslitum, fimmtudagur 10. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 215 orð

Ljúkum verkefninu á laugardag

"GRINDVÍKINGAR náðu aldrei að ógna okkur verulega en ég tel að við séum að leggja sterkt lið að velli á heimavelli," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur, eftir leikinn gegn Grindavík og var ekki sammála því að... Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 113 orð

Magnús nefbrotnaði og framhaldið óvíst

MAGNÚS Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur,var ekki árennilegur að sjá eftir leikinn gegn Grindavík í gær í 8-liða úrslitum úrvalsdeildarinnar í kröfuknattleik. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 158 orð

Mourinho sektaður í Englandi

JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur verið sektaður um 5.000 pund, jafnvirði um 570. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 440 orð

Njarðvík í getraunum

ÁTTA liða úrslit úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Intersportdeild, halda áfram í kvöld en þá eigast við bikarmeistaralið Njarðvíkur sem leikur gegn ÍR. En í Grafarvogi eigast við nýliðar deildarinnar, Fjölnir og Skallagrímur. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Stjarnan leikur til úrslita

ÍSLANDSMEISTARAR Stjörnunnar komust í gærkvöld í úrslit á Íslandsmótinu í blaki karla þegar þeir lögðu ÍS, 3:0, í öðrum undanúrslitaleik liðanna sem fram fór í Hagaskóla þar sem ofangreind mynd var tekin á meðan leiknum stóð. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 88 orð

Sundmenn til Esbjerg

UM helgina taka tólf fatlaðir íslenskir sundmenn þátt í opna danska meistaramótinu í sundi en mótið fer fram í Esbjerg. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 164 orð

UEFA rannsakar atvik á "Brúnni"

TALSMAÐUR Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, staðfesti í gær að það hefði til rannsóknar mál sem grunur leikur á að hafi komið upp á Stamford Bridge eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspurnu í fyrrakvöld. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 245 orð

Verðum að bretta upp ermar fyrir næsta leik

"ÞETTA sem við sýndum í þessum leik var sorglega slappt. Við vorum bara ekki að gera það sem við gerum best og höfðum lagt áherslu á undanfarnar vikur," sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 159 orð

Vinnum þá á laugardag

"VIÐ vinnum þá á laugardaginn, ef ekki, þá verðum við að sætta okkur við það að þeir séu bara einfaldlega betri. Við munum leggja allt undir í næsta leik, verðum að sigra á útivelli ef við ætlum okkur áfram í úrslitakeppninni. Meira
11. mars 2005 | Íþróttir | 116 orð

Þýskur dómari handtekinn

LÖGREGLA í Þýskalandi hefur handtekið knattspyrnudómara, sem talinn er hafa haft áhrif á úrslit þriggja knattspyrnuleikja sem hann dæmdi. Er dómarinn, sem heitir Dominik Marks, grunaður um fjársvik, samsæri og peningaþvætti. Meira

Bílablað

11. mars 2005 | Bílablað | 604 orð | 5 myndir

18 ára Saab fær nýtt líf

Óli Hilmar Jónsson arkitekt hefur átt níu Saab sem hann hefur ekið um eina milljón km. Hann er einlægur "Saabisti" og hefur nú látið gera upp 18 ára gamlan Saab 90. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 199 orð | 2 myndir

8. kynslóð Honda Civic

NÝ kynslóð Honda Civic, sú áttunda í röðinni, er væntanleg á markað í byrjun næsta árs. Á bílasýningunni í Genf var sýnd hugmyndaútfærsla af bílnum, sem er afar sportleg og ekki talin mjög frábrugðin framleiðslubílnum þegar hann kemur á markað. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 80 orð

Akreinavari Citroën hlýtur Auto 1-verðlaunin

AKREINAVARI, búnaður sem varar ökumann við því ef hann skiptir óviljandi um akrein á meira en 80 km hraða á klst., var frumsýndur á bílasýningunni í Detroit. Þar hlaut hann Auto 1 verðlaunin fyrir tækninýjung. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 164 orð | 1 mynd

Audi A6 valinn Heimsbíllinn 2005

DÓMNEFND 48 þekktra bílablaðamanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að titillinn Heimsbíllinn 2005, sem nú er veittur í fyrsta sinn, falli í skaut Audi A6. Audi A6 skýtur þar með 35 keppinautum úr öllum stærðarflokkum ref fyrir rass. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 92 orð | 1 mynd

BAR með nýjan framvæng

BAR-bíllinn mun skarta nýjum framvæng í Malasíukappakstrinum eftir rúma viku. Er það liður í tilraunum liðsins til að auka á loftafl bílsins sem skorti tilfinnanlega í Melbourne. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 170 orð | 2 myndir

BMW R1200GS valið mótorhjól ársins

BELGÍSKA mótorhjólablaðið MotorWereld tilkynnir á hverju ári hvaða mótorhjóli hlotnast titillinn Mótorhjól ársins í heiminum. Safnað er saman tilnefningum frá 12 stærstu mótorhjólatímaritum í 12 löndum. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 93 orð | 2 myndir

Cayman - minni en Carrera en stærri en Boxster

PORSCHE mun innan tíðar hefja framleiðslu á nýjum bíl sem kallast Cayman. Þetta verður hreinræktaður sportbíll og stærðin er mitt á milli 911 Carrera og Boxster. Hann verður tveggja sæta og með sex strokka boxervél fyrir miðjum bílnum. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 726 orð | 5 myndir

Fimmta kynslóðin lipur og hljóðlát

Hægt er að þeysa á Hyundai Sonata um hraðbrautir án þess að nokkuð verði vart við vindgnauð eða vegarhljóð. Jóhannes Tómasson reyndi gripinn á þýskum vegum á dögunum og líkaði ekki illa. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 1167 orð | 5 myndir

Góð hönnun og akstur haldast í hendur

SEM fyrr er hart barist á markaði fyrir bíla í C-flokki; en þar er að finna mikla sölubíla eins og VW Golf, Toyota Corolla, Ford Focus og fleiri. Nú hefur bæst við í flóruna spennandi bíll frá Citroën sem leysir hinn aldna Xsara af hólmi. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 243 orð

Gæðavandamál hjá BMW

HELMUT Panke, yfirmaður BMW, er óánægður með gæði nýrra BMW-bíla, en þar á bæ eru gerðar ríkar kröfur á þessu sviði. Panke telur að of mikil áhersla hafi verið lögð á að ná góðum sölutölum fyrir BMW og það hafi verið á kostnað gæðanna. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 116 orð

Hyundai með lægstu bilanatíðnina

HYUNDAI Sonata var með lægstu bilanatíðnina í nýjustu áreiðanleikakönnun Consumer Report, sem er jafnframt ein sú þekktasta innan bílaiðnaðarins. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 94 orð

Hyundai semur við FIFA

HYUNDAI Motor Co. hefur gert nýjan samstarfssamning við FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið. Samningurinn er til átta ára, eða frá árinu 2007 til ársloka 2014, og felur í sér að Hyundai verði áfram einn af sex meginstyrktaraðilum sambandsins. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 412 orð | 1 mynd

Í framtíðinni í vinnunni en fortíðinni heima

AÐALSTÖÐVAR hönnunardeildar Audi eru í Ingolstadt í Þýskalandi og þar starfa um 150 manns í nokkrum deildum, ein sér um útlit, önnur um innréttingar, sú þriðja um liti og svo mætti áfram telja. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 319 orð | 2 myndir

Kia stefnir hátt á bílamarkaði Evrópu

KIA-verksmiðjurnar í Kóreu selja á erlendum markaði um 70 til 75% framleiðslunnar eða um 900 þúsund bíla af 1,2 milljóna bíla framleiðslu. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 96 orð

Líkur á að MG Rover verði selt til Kína?

LÍKUR eru á því að MG Rover, einn af síðustu bresku bílaframleiðendunum, verði innan tíðar í eigu Shanghai Automotive Industry í Kína, SAIC. Gangi þetta eftir flyst stór hluti af framleiðslunni til Kína. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 223 orð

Mercedes-Benz bilar mest

GÆÐAÍMYND Mercedes-Benz á undir högg að sækja, að þessu sinni vegna falleinkunnar fyrir E-Class, sem reyndist vera með hæstu bilanatíðnina í Consumer Report, einni af þekktustu áreiðanleikakönnun bílaiðnaðarins. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 306 orð | 4 myndir

Náið samstarf Alfa og Maserati

LÚXUSBÍLAMERKI Fiat er sem kunnugt er Alfa Romeo og Maserati. Nýlega var frumsýndur Alfa Romeo 159, sem næsta haust leysir af hólmi 156, sem margir eru á götunni hér á landi. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 223 orð

Nánara samstarf milli franskra og japanskra

ALLT útlit er fyrir stóraukið samstarf milli franskra og japanskra bílaframleiðenda í nánustu framtíð. Árið 2007 kemur á markað fyrsti Peugeot-Citroën borgarjeppinn sem framleiddur er af Mitsubishi í Japan. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 67 orð | 1 mynd

Nissan 350Z Roadster valinn blæjubíll ársins

NISSAN 350Z Roadster blæjubíllinn hefur verið valinn blæjubíll ársins af dómnefnd sem starfaði í tengslum við bílasýninguna í Genf. Dómnefndin hefur valið blæjubíl ársins á bílasýningunni í Genf síðan 1994. Verðlaunin í Genf eru þau 42. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 183 orð | 1 mynd

Nýr Hilux hentar ekki Norðmönnum

INNAN tíðar kemur á markað ný gerð af Toyota Hilux-pallbílnum sem er mikið breyttur frá fyrri gerð. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 191 orð | 2 myndir

Nýr VW Polo sýndur í apríl

VOLKSWAGEN hefur reynt að halda leynd yfir næstu kynslóð VW Polo, sem verður frumkynntur í Leipzig í næsta mánuði. Þó náðust njósnamyndir af bílnum í Suður-Afríku þar sem verið var að gera auglýsingar um bílinn. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 230 orð | 3 myndir

Peugeot 1007 öruggasti smábíllinn

ÞAÐ skiptir stöðugt meira máli við val bílkaupenda að útkoma úr öryggisprófunum hafi verið viðunandi. Einn besti mælikvarðinn er útkoma úr prófunum hins evrópska prófunarapparats Euro NCAP, sem Alþjóðabílasambandið, FIA, á heiðurinn af að stofna til. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 265 orð

Saab verður áfram í eigu GM

SAAB verður áfram eitt af lúxusmerkjum General Motors og samstarf í sölu- og markaðsmálum verður aukið milli Opel og Saab. Opel á að verða fyrir GM eins og vörumerkið VW en Saab í framtíðinni eins og Audi. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 652 orð | 1 mynd

Sjóvá brotið gegn samkeppnislögum

SAMKEPPNISRÁÐ hefur í Ákvörðun nr. 9/2005 komist að þeirri niðurstöðu að Sjóvá-Almennar tryggingar hafi brotið gegn 10 gr. samkeppnislaga með því að hafa átt í verðsamráði við Tryggingamiðstöðina hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 340 orð | 2 myndir

Skoda í 100 ár

TÉKKNESKI bílaframleiðandinn Skoda fagnar í ár 100 ára afmæli bílaframleiðslu sinnar en fyrirtækið er þó 10 árum eldra og hóf starfsemi sína með reiðhjólaframleiðslu. Aldarafmæli bílaframleiðslunnar er m.a. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 60 orð

Suzuki Swift

Vélar: 4ra strokka, 1.328 rúmsentimetra, 90 hestöfl, 4ra strokka 1.490 rúmsentimetrar, 100 hestöfl, fjórir strokkar, 1.248 rúmsentimetrar dísil, 68 hestöfl. Lengd: 3.695 mm. Breidd: 1.690 mm. Hæð: 1.500 mm. Farangursrými: 213-562 lítrar. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 783 orð | 5 myndir

Swift á Formúlu 1 brautum í furstadæminu

HAUSTIÐ 2003 frumsýndi Suzuki hugmyndabílinn S á bílasýningunni í Frankfurt. Bíllinn vakti mikla athygli þar sem hönnun var í mörgu ólík því sem áður hafði sést frá Suzuki og öllum var ljóst að þarna var kominn smjörþefurinn af nýjum Suzuki Swift. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 61 orð

Söluaukning hjá BMW

BMW lýsti því yfir sl. þriðjudag að sala á BMW ökutækjum hefði aukist um 7,3% í febrúar. Sala á BMW fólksbílum og jeppum fór í 69.632 bíla í mánuðinum og sala á BMW jókst á sama tíma um 5,5%, fór í 13.556 bíla. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 374 orð | 3 myndir

Umhverfisvæn mótorhjól

ÞÓTT bensín sé eldsneyti langflestra mótorhjóla hafa nýlega komið fram nokkrir áhugaverðir gripir sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum. Nýlega pantaði bandaríski herinn 522 mótorhjól frá Kawasaki er ganga fyrir dísilolíu. Meira
11. mars 2005 | Bílablað | 53 orð | 1 mynd

Útlit fyrir að Red Bull fái Honda-mótor

RED Bull-keppnisliðið sló í gegn í kappakstrinum í Melbourne er ökuþórarnir David Coulthard og Christian Klien unnu báðir til stiga í fyrsta móti liðsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.