GÓÐAN árangur Finna í grunnskólanámi má meðal annars rekja til þess að finnskir kennarar bera meiri ábyrgð og þeim er sýnt meira traust og virðing en kennurum annars staðar á Norðurlöndunum, auk þess sem allir kennarar þar þurfa að ljúka meistaranámi...
Meira
ALÞJÓÐLEGUR dagur neytendaréttar er í dag, 15. mars. Á þessum degi minna neytendasamtök um heim allan á ýmsar kröfur sem neytendasamtök hafa sameinast um.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 841 orð
| 4 myndir
ASÍ setur í gang eftirlit tveggja starfsmanna með því hvort atvinnurekendur eru með útlendinga ólöglega í vinnu. Formaður Eflingar segir skemmdarverk unnin á íslenskum vinnumarkaði. Formaður Samiðnar segir að fari svo að kjarasamningum verði sagt upp í haust verði sótt grimmt á hækkun lágmarkslauna.
Meira
AUKIÐ verður við geðlæknisþjónustu á Litla-Hrauni innan tíðar með því að auka fjárframlög til Heilbrigðisþjónustu Suðurlands og réttargeðdeildarinnar að Sogni, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra.
Meira
NORSKU landmælingarnar hafa verið ákærðar fyrir að láta ekki vita af skeri, sem olli því, að norska flutningaskipinu Rocknes hvolfdi í janúar í fyrra. Fórust þá 18 menn.
Meira
BJÖRGUNARSVEIT í Borgarnesi var kölluð út á áttunda tímanum í gærkvöldi til að bjarga tveimur tíu ára drengjum sem höfðu farið á ís út í eyju sem er skammt frá landi út af Borgarnesi. Komust þeir ekki til baka til lands þegar ísinn gaf sig.
Meira
Fjarðabyggð | Hafnarnefnd Fjarðabyggðar mælir með að gengið verði að tilboði Héraðsfjarðar í undirstöður fyrir löndunarkrana á álvershöfn í Reyðarfirði. Tilboð voru opnuð síðla í febrúar og bauð Héraðsfjörður lægst, eða 96.057.963 kr.
Meira
Dregið hefur verið í svonefndri Dewalt-getraun hjá fyrirtækinu Sindra, en dregið verður í getrauninni þrisvar, í mars, apríl og maí. Verðlaunin eru útvarp og Dewalt-hleðsluborvél.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 304 orð
| 1 mynd
*ERLENDUR Helgason varði 18. febrúar sl. doktorsritgerð sína við Raunvísindadeild Oslóarháskóla til gráðunnar dr. philos. Ritgerðin sem ber heitið "Population structure of the B. cereus group - Species in an identity crisis?
Meira
Reyðarfjörður | Ragna Hreinsdóttir hefur verið ráðin starfsmaður samráðsnefndar Afls starfsgreinafélags, Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar og Starfsgreinasambandsins um byggingu álvers Fjarðaáls Alcoa á Reyðarfirði.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 129 orð
| 2 myndir
SAMKEPPNISRÁÐ hefur fallist á kaup Símans á eignarhaldsfélaginu Fjörni frá því síðasta haust að gefnum ákveðnum skilyrðum. Fjörnir á 26,2% hlut í Skjá 1 og jafnframt félagið Íslenzkt sjónvarp sem á útsendingarréttinn á ensku knattspyrnunni hér á landi.
Meira
ALESSANDRA Mussolini, sonardóttir Benitos heitins Mussolinis, einræðisherra á Ítalíu, hóf í gær hungurverkfall til að mótmæla því, að flokki hennar var bannað að taka þátt í sveitarstjórnarkosningum í næsta mánuði.
Meira
Samgönguráðuneytið, Ferðamálasamtök Íslands, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Fjórðungssamband Vestfjarða efna til ráðstefnu í vikunni þar sem rædd verður framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 201 orð
| 2 myndir
SEXTÍU ár eru liðin í dag frá því Flugmálastjórn Íslands hóf starfsemi sína og 1. júlí 1945 var fyrsti flugmálastjórinn skipaður, Erling Ellingsen.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 484 orð
| 1 mynd
Höfuðborgarsvæðið | Dagur í sporum stjórnenda var haldinn í síðustu viku á vegum nemenda í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntun Háskóla Íslands í samvinnu við Junior Achievement - Unga frumkvöðla.
Meira
Hrunamannahreppur | Íslenskar orkurannsóknir og Hrunamannahreppur hafa samið um gerð auðlindakorts fyrir Hrunamannahrepp. Er þetta í fyrsta skipti sem hreppur hér á landi ræðst í slíkt verkefni.
Meira
Neskaupstaður | Viðgerðarmenn frá Landsímanum komu til Neskaupstaðar í liðinni viku til að gera við mastur Nesradíós sem lét undan í veðurofsa í febrúar síðastliðinum.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 105 orð
| 1 mynd
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagðist í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi alveg geta átt eðlilegt samstarf við starfsfólk Ríkisútvarpsins, þrátt fyrir kröfur mikils meirihluta starfsfólks um að ráðningin yrði dregin til baka.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 128 orð
| 1 mynd
HALLDÓR Blöndal ávarpaði Seimas, þjóðþing Litháens, á föstudaginn var, 11. mars, þegar því var fagnað að 15 ár voru liðin frá því að sjálfstæðisyfirlýsingin var samþykkt.
Meira
HAFÞÓR Einarsson, skrifstofustjóri skóladeildar, mætti á síðasta fund skólanefndar og lagði fram uppgjör á rekstri skólamötuneytanna fyrir árið 2004.
Meira
HOPANDI jöklar í Himalaya-fjöllum gætu leitt til vatnsskorts hjá hundruðum milljónum manna, að því er náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund, WWF, sögðu í gær.
Meira
Konráð Erlendsson kvartar yfir hafís og harðindum, þó að hann viðurkenni að næturfrost sé ekki óvenjulegt í mars. Hann yrkir braghendur: Norðanáttin næðir köld um nef og vanga. Af heiðabrúnum fönnin fýkur, frostið hart um hörund strýkur.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 503 orð
| 1 mynd
Akureyri | Strákarnir úr KA gerðu það gott á Goðamóti Þórs í knattspyrnu sem fram fór í Boganum um helgina. KA-menn hlutu þrenn gullverðlaun, í keppni A-, C- og D-liða en Breiðablik varð Goðameistari í keppni B-liðanna og hafnaði í 2.
Meira
GARRÍ Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, lýsti yfir því í gær að hann hygðist takast á við "einræðisstjórn" Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Kasparov lét þessi orð falla í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC .
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 429 orð
| 1 mynd
Hinir nýju eigendur Sterling-flugfélagsins, þeir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, kynntu, ásamt fráfarandi forstjóra félagsins, kaupin á lággjaldaflugfélaginu á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær. Agnes Bragadóttir var á fundinum.
Meira
ÞRÝSTINGUR á Sinn Féin, stjórnmálaarm Írska lýðveldishersins (IRA), jókst enn í gær en þá var tilkynnt að bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy hefði ákveðið að ekkert yrði af árlegum fundi hans og Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, á Degi...
Meira
FRANSKUR vefjariðnaður mun "leysast upp í reyk og ösku" á næstu tveimur árum vegna gífurlegs innflutnings frá Kína. Kom þetta fram í gær hjá Charles Melcer, formanni í Samtökum franskra fataframleiðenda.
Meira
Seltjarnarnes | Harpa Snædís Hauksdóttir fimleikakona og Páll Þórólfsson handknattleiksmaður voru kjörin íþróttamenn ársins 2004 á Seltjarnarnesi á dögunum, og við sama tækifæri voru viðurkenningar veittar ungu og upprennandi íþróttafólki sem t.d.
Meira
PILTUNUM tveimur sem voru á föstudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fjölda innbrota á Seltjarnarnesi og víðar var sleppt úr haldi í gær. Mál piltanna, sem eru 15 ára gamlir, eru enn í rannsókn.
Meira
ERLINGUR Jónsson verður 75 ára 30. mars næstkomandi. Sýningin Erlingur Jónsson og samtíminn er haldin meðal annars af því tilefni og áherslan verður á listamanninn sjálfan á árlegu Erlingskvöldi. Erlingur gat ekki verið viðstaddur opnun sýningarinnar.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 199 orð
| 1 mynd
ÁKVÖRÐUN Félags fréttamanna um að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps stendur óhögguð þrátt fyrir fund sem útvarpsstjóri átti með fulltrúum fréttamanna í gær.
Meira
H-LISTI vinstri manna og óháðra hefur slitið meirihlutasamstarfi við Bæjarmálafélagið Hnjúka í bæjarstjórn Blönduósbæjar en ástæðan er trúnaðarbrestur vegna framgöngu formanns bæjarráðs, Valdimars Guðmannssonar, fulltrúa Á-listans.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 917 orð
| 5 myndir
Hafísinn úti fyrir Norðurlandi er á mikilli hreyfingu og hefur dreift meira úr sér, að sögn Auðuns Kristinssonar, yfirstýrimanns hjá Landhelgisgæslunni og leiðangursstjóra í eftirlits- og ískönnunarflugi flugvélar Gæslunnar, TF-SYN, úti fyrir...
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 132 orð
| 1 mynd
ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra stefnir að því að mæla fyrir breytingum á lögum um Ríkisútvarpið á Alþingi í lok vikunnar. Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu frumvarpið, fyrir sitt leyti, í gær.
Meira
FÉLAGSFUNDUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík sem haldinn var 12. mars sl., ályktar að hugmyndir um niðurrif húsa við Laugaveg verði endurskoðaðar.
Meira
Egilsstaðir | Jóhann G. Gunnarsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur á veiðistjórnunarsviði vegna hreindýra austanlands hjá Umhverfisstofnun. Tuttugu manns sóttu um stöðuna.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær farbannsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir Litháa sem handtekinn var á Seyðisfirði fyrir viku vegna framsalsbeiðni þýsku lögreglunnar sem hefur manninn grunaðan um smygl á fjórum kg af amfetamíni til Þýskalands.
Meira
NÆR ein milljón manna eða um fjórðungur þjóðarinnar í Líbanon safnaðist í gær saman í höfuðborginni Beirút til að minnast morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir mánuði og mótmæla sýrlensku herliði í landinu.
Meira
JÚLÍUS S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að Ríkiskaupum hafi borið að bjóða út á Evrópska efnahagssvæðinu breytingar og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 200 orð
| 1 mynd
STÓR hætta er á að siglingaleiðin fyrir Horn lokist hvað úr hverju vegna hafíss, sagði Jónatan Ásgeirsson, skipstjóri á Andey ÍS 440, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær.
Meira
LÖG sem banna reykingar á almannafæri og tóbaksauglýsingar gengu í gildi í Asíuríkinu Bangladesh í gær. Andstæðingar tóbaksreykinga fögnuðu þessum tímamótum og sögðu bannið mikilvægt skref í baráttu þeirra.
Meira
ÞUNGT hljóð var í starfsmönnum Slippstöðvarinnar sem áttu fund með forsvarsmönnum stéttarfélaga í hádeginu í gær, en þar var samþykkt að lýsa yfir megnri óánægju með þá ákvörðun Ríkiskaupa að sniðganga tilboð Slippstöðvarinnar og ganga til samninga við...
Meira
Fáskrúðsfjörður | Sveitarstjórn Austurbyggðar hefur ákveðið að setja byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Fáskrúðsfirði í alútboð. Er vilji til að ný slökkvistöð geti verið komin í gagnið um miðjan október. Útboðsgögn eiga að vera tilbúin 20. mars nk.
Meira
Suðurland | Verkefnastjórn til að annast stefnumörkun í byggðamálum Suðurlands og Vestmannaeyja í því skyni að treysta samkeppnishæfni og vöxt svæðisins verður skipuð að því er Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið.
Meira
STJÓRNVÖLD á Taívan fordæmdu í gær samþykkt kínverska þingsins frá því fyrr um daginn sem heimilar kínverskum ráðamönnum að beita hervaldi geri Taívanar sig líklega til að lýsa yfir sjálfstæði.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 103 orð
| 1 mynd
FJÖLMARGIR heimsóttu skrifstofu UNICEF á Íslandi um helgina til að fagna ársafmæli hennar. Gestir fengu blöðrudýr og súkkulaðiköku og hlustuðu á börn úr Ísaksskóla syngja afmælissönginn í tilefni dagsins.
Meira
Vatnsdalur | Starfshópur um verkefnið Á slóð Vatnsdæla sögu vinnur að því að gera sögusviðið í Vatnsdal og Þingi aðgengilegt og áhugavert fyrir ferðafólk. Unnið er að skráningu sögustaða og fornleifarannsóknum og merkingu þeirra.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 485 orð
| 2 myndir
ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að núverandi fyrirkomulag við mannaráðningar innan Ríkisútvarpsins hefði að sínu mati gengið sér til húðar.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 697 orð
| 1 mynd
Góðan árangur Finna í PISA-rannsókninni má m.a. útskýra með trausti á milli nemenda, kennara og foreldra og góðri kennaramenntun á meistarastigi. Þetta kom m.a.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 612 orð
| 1 mynd
FORSVARSMENN lágvöruverðsverslana sem haft var samband við í gær segja að enn sé tekist á af hörku í verðsamkeppninni en staðfestu að verð hefði hækkað síðan í síðustu viku.
Meira
FYRIRTÆKI í eigu Íslendinga, sem tengd eru millilandaflugi, hafa nú yfir að ráða nærri 100 þotum og er áætluð velta þeirra á árinu um 140 milljarðar króna. Tilkynnt var um kaup eigenda Iceland Express á lágfargjaldaflugfélaginu Sterling í gær.
Meira
LÖGREGLAN á Selfossi kærði um helgina ökumann fyrir að aka undir áhrifum lyfja og var sá með ungt barn í bíl sínum. Í báðum tilvikum fékk lögregla ábendingu frá vegfarendum um undarlegt aksturslag viðkomandi.
Meira
DAVÍÐ Oddsson, utanríkisráðherra, sat fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær, en reglulegir fundir ráðherranna eru haldnir tvisvar á ári. Á fundinum var m. a.
Meira
Hestamenn benda fólki á að gefa hest í fermingargjöf. Þetta er ekkert nýtt af nálinni meðal þeirra sem stunda hestamennsku, en þar hefur þessi siður tíðkast í gegnum tíðina.
Meira
Vopnafjörður | Kvenfélagið Lindin á Vopnafirði veitti nýverið styrki úr menntasjóði. Alls 20 einstaklingar sóttu um styrk úr sjóðnum. Styrkþegar eru Heiðbjört Antonsdóttir, Kolbrún Pétursdóttir, Kristín Jónsdóttir og Guðrún Dís Emilsdóttir.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 128 orð
| 2 myndir
ÆSKAN og hesturinn, hin árlega sýning hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu, var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina að viðstöddum 3.500 áhorfendum.
Meira
SAMTÖK iðnaðarins lýsa vonbrigðum yfir að enn skuli gengið fram hjá íslenskum skipasmíðastöðvum og samið við pólska skipasmíðastöð þótt færa megi haldbær rök fyrir að íslenskt tilboð hafi verið fullt eins hagstætt.
Meira
TVEIR bæjarfulltúar Framsóknarflokks í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hafa óskað lausnar frá störfum, um er að ræða aðalfulltrúa í bæjarstjórn og varafulltrúa, en báðir eru búsettir í Svarfaðardal.
Meira
FRÉTTAMENN Ríkisútvarpsins lýsa því yfir í ályktun sem samþykkt var á fundi þeirra í gærkvöldi að þeir muni ekki vinna með nýráðnum fréttastjóra stofnunarinnar.
Meira
Austurland | Nú sígur á seinni hluta vinnu við hin 5,9 km löngu Fáskrúðsfjarðargöng og 8,5 km langan veg milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Framkvæmdin mun bæta samgöngur innan Austurlands verulega og tengja betur saman Suðurfirði og Miðausturland.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 746 orð
| 1 mynd
ENDURSKOÐUN stjórnarskrár Íslands beinist einkum og sér í lagi að þeim köflum hennar sem staðið hafa svo til óbreyttir í áranna rás, þ.e. fyrsti, annar og fimmti kafli hennar. Aðrir kaflar stjórnarskrárinnar hafa tekið verulegum breytingum.
Meira
GUÐMUNDUR Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu: "Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að rangt er eftir mér haft í DV á dögunum þar sem ég á að hafa sagt samkeppnina í...
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 737 orð
| 1 mynd
Heilbrigðisþjónusta minna notuð ef fólk býr í dreifbýli Niðurstaða rannsóknar sem gerð var í Manitoba í Kanada árin 1997-8 á notkun geðlæknaþjónustu er með sama hætti og fram kom í rannsókn Ólafs H. Oddssonar sem hann kynnti nýlega.
Meira
TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gær sjómann sem hafði slasast á hendi við vinnu um borð í Björgvini EA-311 sem þá var staddur um 60 sjómílur austur af Vestmannaeyjum.
Meira
15. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 122 orð
| 1 mynd
ÞAÐ heyrir til undantekninga að rjúpur sjáist í byggðinni við Mývatn. Þessar þrjár létu þó ekkert aftra sér frá því að spássera innanum birkihríslur í sólskini og nýföllnum snjó.
Meira
Rúmlega 400 manns bíða nú alls eftir einhvers konar hjartaaðgerðum og eru þar af 215 manns á biðlista eftir hjartaþræðingu, sem getur þýtt fjögurra til fimm mánaða bið eftir aðgerð.
Meira
Innlendir hagsmunaaðilar hafa gagnrýnt harðlega þá ákvörðun Ríkiskaupa að taka tilboði pólskrar skipasmíðastöðvar í endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Slippstöðin á Akureyri, sem einnig bauð í verkið, mótmælir.
Meira
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður bendir á vef sínum á að verðstríðið sé í raun afar takmarkað. Neytendur ættu vegna gengisþróunar að sjá verðlækkun á helstu neysluvörum og innflutningsverðlagi. En það gerist ekki," skrifar Einar.
Meira
FINNSKA rokktríóið 22 Pistepirkko heldur tónleika á NASA nk. laugardagskvöld, 19. mars. Verður það þriðja heimsókn tríósins, sem var stofnað í N-Finnlandi fyrir rúmum tveimur áratugum síðan.
Meira
ÍSLENSKA sveitin Ampop mun spila í beinni útsendingu í Breska ríkisútvarpinu, BBC1 , á fimmtudaginn ásamt Queens of the Stone Age og Hot Hot Heat. Um er að ræða þátt Zane Lowe sem valinn var besti útvarpsþáttur Bretlands á dögunum af NME.
Meira
LISTASAFNIÐ í Stuttgart í Þýskalandi (Kunstmuseum Stuttgart) flutti á dögunum búferlum í nýtt og stærra húsnæði á Kleiner Schlossplatz og hefur fyrsta sýningin verið opnuð undir yfirskriftinni "Komin á leiðarenda - safneignin í eigin húsnæði".
Meira
Tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen eru frægar fyrir margt, þær eru leikkonur og líka viðskiptaveldi, orðnar margfaldir milljónamæringar löngu fyrir tvítugt. Nú eru þær einnig tískutákn og er Mary-Kate sérstaklega nefnd í því sambandi.
Meira
Andrés Þór Gunnlaugsson gítar og barítongítar, Sigurður Flosason altó- og barítonsaxófón og bassaklarinett, Valdi Kolli bassa og Scott McLemore trommur. Fimmtudagskvöldið 10.3. 2005.
Meira
Bókafélagið Ugla hefur gefið út bókina Frá mínum bæjardyrum séð eftir Jakob F. Ásgeirsson . Í bókinni er að finna úrval skrifa Jakobs um þjóðmál á undanförnum árum. Í frétt frá útgefanda segir m.a.: "Um sjö ára skeið, 1998-2004, skrifaði Jakob F.
Meira
Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, síðasta tilraunakvöldið. Þátt tóku Jamie's Star, Kalk, Fordæmi, ArgAstA, Killer Bunny, Kodiak, Mextrakt, Mystical Fist, Weland og Elysium. Haldið í Tjarnbarbíói 11. mars.
Meira
Í ÞÆTTINUM Mósaík verður spjallað við íslensku myndlistarkonuna Steinunni Helgu Sigurðardóttur sem býr og starfar í Danmörku og rekur meðal annars myndlistarvettvanginn Guk+ í félagi við aðra listamenn.
Meira
SÝNINGIN sem var opnuð á annarri hæð Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi er litrík, skemmtileg og með bæði beittan og gamansaman boðskap. Um er að ræða myndasögumessu, sem ber nafnið Nían .
Meira
NEMENDUR úr Myndlistaskólanum í Reykjavík opnuðu sýningu í Galleríi Tukt í Hinu húsinu um helgina. Um er að ræða nemendur í fornámsdeild, sem sýndu bæði ljós- og stuttmyndir.
Meira
Stjörnuleitinni íslensku lauk á föstudag eftir að hafa staðið yfir í um hálft ár. Stjarnan sem fannst heitir Hildur Vala Einarsdóttir og er 23 ára Reykjavíkurmær. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Hildi um rennireiðina sem nú er loks afstaðin.
Meira
Verk fyrir hljóðfæri og tölvu eftir Hilmar Þórðarson. Kristinn H. Árnason rafgítar, Áki Ásgeirsson trompet, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla. Tölva: Hilmar Þórðarson. Sjónlist: Haraldur Karlsson. Hljóðstjórn: Ríkharður H. Friðriksson. Laugardaginn 12. marz kl. 13.
Meira
TÖLVUTEIKNIMYNDIN Robots , eða Vélmennin , eins og myndin kemur til með að heita á íslensku, var langvinsælasta myndin í bíóhúsum í Bandaríkjunum yfir helgina.
Meira
Frá Guðjóni Viðari Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Dulkóðun Islandia: "PHISHING(v.) (borið fram "fishing" á ensku) hefur ekki verið þýtt á íslensku en ef til vill væri rétt að nefna þetta að fiska eftir auðkenni. Þetta er sú aðgerð að senda tölvupóst til einhvers undir fölsku flaggi þ.e.a."
Meira
Bjarni Össurarson fjallar um vímuefnadeild Landspítalans: "Þessi flutningur gerbreytir allri aðstöðu og opnar um leið möguleika á að bæta þá þjónustu sem í boði er."
Meira
Páll Pétursson fjallar um ráðningu nýs fréttastjóra RÚV: "Eftir að starfsmenn Fréttastofunnar hafa með svo afgerandi hætti opinberað hvern hug þeir bera til Framsóknarflokksins, þori ég ekki að treysta fréttum Ríkisútvarpsins með sama hætti og áður."
Meira
Óli Tynes fjallar um skyldur fréttamanna RÚV: "Það er því með ólíkindum að fréttamenn RÚV skuli nota fréttatímana til þess að þrýsta á um sínar kröfur."
Meira
OFANGREIND orð komu undirrituðum í hug, þegar ljóst var, að farið yrði með tvö varðskip okkar til endurbóta í Póllandi þrátt fyrir að annað lægsta tilboðið frá Slippstöðinni væri aðeins 13 millj. kr. hærra.
Meira
Brynhildur Thors fjallar um kjör rektors við Háskóla Íslands: "Ég er sannfærð um að Ágúst mun tryggja öflugan framgang rannsókna í Háskóla Íslands."
Meira
Frá Þórunni Ósk Þorgeirsdóttur, lyfjafræðingi og doktorsnema við lyfjafræðideild HÍ: "NÆSTKOMANDI fimmtudag, 17. mars, fer fram önnur umferð í kosningum um rektor Háskóla Íslands. Tveir prófessorar við HÍ eru í framboði og er Kristín Ingólfsdóttir prófessor við lyfjafræðideild annar þeirra."
Meira
Sigurður Jónsson fjallar um Laugaveginn: "...hafa menn hreinlega skorið heilu hliðarnar úr húsunum og sett þar verslunarglugga og innganga. Þetta er ekkert til að halda í og væri mikil hreinsun að niðurrifi og brottflutningi slíkra bygginga."
Meira
Dr. Ulf Stridbeck prófessor fjallar um reglurnar um kaup á kynlífi: "Hlutverk nefndarinnar var að kanna reynsluna af sænsku lögunum um kaup á kynlífsþjónustu og benda á kosti og galla þeirra reglna sem gilda um vændi í Svíþjóð."
Meira
Ágústa Erna Hilmarsdóttir, Erna Magnúsdóttir og Daníel Reynisson fjalla um upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir krabbameinsgreinda: "Beiðnum um endurhæfingu hefur fjölgað jafnt og þétt, húsnæði sem hýsir endurhæfinguna er þröngt og aðeins er hægt að taka við broti af þeim einstaklingum sem við teljum að hafi þörf fyrir endurhæfingu."
Meira
Eftir Tryggva Gíslason: "Breytingar - eins og hér er talað um - kosta mikla vinnu fyrir kennara og aðra starfsmenn skólanna. Það þarf að hugsa allt upp á nýtt - jafnvel eins og enginn skóli hefði verið til."
Meira
Framtíðarútlit höfuðborgarinnar ALLTAF þegar umræðan um byggð blossar upp, er einhverjir fullhugar koma fram með hugmyndir og áætlanir um nýjar byggingar og skipulag til hagræðingar og fegrunar borgarinnar, sem er að stórum hluta ömurleg á að líta með...
Meira
Bjarni Jónasson Rafnar fæddist á Akureyri 26. janúar 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. mars síðastliðinn. Hann var sonur Jónasar Jónassonar Rafnar, yfirlæknis á Kristneshæli í Eyjafirði, og Ingibjargar Bjarnadóttur Rafnar, húsfreyju.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2005
| Minningargreinar
| 1842 orð
| 1 mynd
Guðbjörg Ólafía Jóhannesdóttir fæddist í Kleifakoti í Reykjarfjarðarhreppi við Ísafjarðardjúp 14. maí 1923. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Sigurðardóttir og Jóhannes Bj. Jóhannesson.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Árni Jónsson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1958. Hann lést 3. mars sl. á gjörgæsludeild Landspítalans. Foreldrar hans eru Jón Gunnarsson og Nína Soffía Hannesdóttir. Eldri bróðir Guðmundar er Gunnar, f. 1953, og yngri systir hans Nína Karen, f.
MeiraKaupa minningabók
Elsku Lára mín. Kallið kom svo óvænt að ég er varla búin að átta mig. Ég vil kveðja þig og þakka þér alla þá hlýju, góðvild og vináttu sem þú sýndir mér þau ár sem við áttum saman.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2005
| Minningargreinar
| 3792 orð
| 1 mynd
Lára Hansdóttir fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1932. Hún lést á heimili sínu 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Jónsdóttir, f. 26.2. 1910, d. 9.9. 1994, og Hans Kr. Eyjólfsson, f. 15.10. 1904, d. 15.12.
MeiraKaupa minningabók
Ragna R. Sigurðsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnar Leví Pálsson tóbakskaupmaður í Reykjavík, frá Heggstöðum í Miðfirði f. 13. jan. 1882, d. 14. nóv.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2005
| Minningargreinar
| 1771 orð
| 1 mynd
Reynir Davíð Þórðarson fæddist í Grindavík 26. mars 1972. Hann lést aðfaranótt laugardags 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigríður Jóna Gísladóttir, f. 29.11. 1954, og Þórður Mattías Sigurðsson, f. 11.7. 1954. Þau slitu samvistum.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2005
| Minningargreinar
| 2432 orð
| 1 mynd
Sigríður Kristbjörg Matthíasdóttir fæddist í Eyrarhúsum í Tálknafirði 10. ágúst 1924. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 8. mars.
MeiraKaupa minningabók
15. mars 2005
| Minningargreinar
| 1006 orð
| 1 mynd
Steinar Pétursson fæddist í Stavanger í Noregi 5. janúar 1921. Foreldrar hans voru Kristján Narfi Pétursson, aðalumboðsmaður hjá Líftryggingafélaginu Andvöku, f. 10. jan. 1891, d. 18. júní 1973, og Gurine Pétursson, f. Johansen, húsfreyja, f. 20. febr.
MeiraKaupa minningabók
SJÁLFKJÖRIÐ er í stjórn SÍF hf. í stjórnarkjöri á aðalfundi félagsins, sem fram fer föstudaginn 18. mars næstkomandi, en framboðsfrestur til stjórnar rann út 13. mars. Fyrir aðalfundinum liggur tillaga um fækkun stjórnarmanna úr sjö í fimm.
Meira
SAMNINGUR um endurfjármögnun fyrirtækisins Norðurskeljar ehf. í Hrísey hefur verið undirritaður, en fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið að uppbyggingu ræktunar á bláskel í Eyjafirði.
Meira
Viðskipti
15. mars 2005
| Viðskiptafréttir
| 562 orð
| 2 myndir
TALSVERÐAR hræringar hafa verið í eignarhaldi á Sterling síðustu ár, að því er segir í norska blaðinu Aftenposten . Sterling var selt út úr dönsku Tjæreborg-samstæðunni árið 1986 og varð gjaldþrota 1993.
Meira
VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 3,3 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf, fyrir um 2.247 milljónir króna en með íbúðabréf fyrir um 746 milljónir króna. Mestu hlutabréfaviðskipti urðu með bréf Kaupþings Búnaðarbanka hf.
Meira
KYNNINGARERINDI um gerð viðskiptaáætlana verða haldin víða um land á næstunni, í tengslum við þjóðarátak um nýsköpun. Þjóðarátakið er landskeppni um gerð viðskiptaáætlana, sem haldin er nú í fimmta skipti hér á landi. G.
Meira
VEXTIR af almennum útlánum Íbúðalánasjóðs verða óbreyttir , 4,15%. Stjórn sjóðsins ákvað þetta með hliðsjón af niðurstöðum úr útboði á íbúðabréfum sem lauk síðastliðinn föstudag.
Meira
GREININGARDEILD Landsbanka Íslands spáir 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í apríl. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga 4,3% og því enn yfir efri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans.
Meira
Allir geta verið skapandi, segir Teresa Amabile, forstöðumaður stofnunar við viðskiptadeild Harvard-háskólans þar sem frumkvöðlar og leiðtogar eru rannsóknarefnið.
Meira
Í heimi stríðs og sundrungar veitir ekki af að huga að friði og kærleika. Listakonan Ragnhildur Jónsdóttir leggur sitt af mörkum í þeim málum með því að skapa alheimsfriðarteppi.
Meira
Stelpur eru skotnar í strákum og strákar eru skotnir í stelpum. Gagnkynhneigð er viðmiðið í sænskum skólabókum og -stofum, að því er m.a. kemur fram í Göteborgs-Posten og orsakirnar eru óöruggir kennarar og gamlar skólabækur.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, 15. mars, er sextug Kristín Kristjánsdóttir, kaupkona, Bakkahlíð 23, Akureyri. Hún og eiginmaður hennar, Símon Magnússon, fagna deginum í...
Meira
80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 15. mars, eru áttræðar tvíburasysturnar Margrét og Guðbjörg Ámundadætur, Minna-Núpi, Gnúpverjahreppi. Þær verða að...
Meira
Sigurlaug Ingólfsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1969. Hún nam tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík og síðar lærði hún jógafræði hjá Ásmundi í Jógastúdíói. Þá fór hún í heilunarnám í Guðspekisamtökunum.
Meira
Vatnsmýri | Það er ekki laust við að skrifstofufólk fyllist öfund þegar horft er út á fólkið sem nýtur þeirra forréttinda að vinna í góða veðrinu, rétt eins og slydduél og rigningarsuddi geta snúið taflinu við og notaleg stemning innivinnunnar verður...
Meira
LOKATÓNLEIKARNIR í hádegistónleikaröð Íslensku óperunnar á þessu starfsári verða í dag kl. 12 og bera þeir yfirskriftina "Tveir bassar og annar með strengi.
Meira
ÞRÍTUGASTA og fyrsta Skáldaspírukvöldið verður haldið í kvöld kl. 21 á Kaffi Reykjavík. Helsti lesandi kvöldsins er skáldið Sjón, sem vann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum.
Meira
Því fleira áhugavert sem er í boði, þeim mun meira eyða ferðamennirnir og því fleiri koma. Fækkið valkostunum og það bitnar á öllum aðilum í ferðamannaiðnaði.
Meira
HALLVEIG Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari halda í kvöld kl. 20.30 upptökutónleika í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Á efnisskránni verða sönglög eftir Franz Schubert, Edvard Grieg og Kurt Weill.
Meira
Það fer alltaf jafnmikið í taugarnar á Víkverja þegar alíslenskir sjónvarpsþættir heita útlenskum nöfnum. Þannig leiddist honum lengi nafnið Idol en hefur lært að sætta sig við það enda um alþjóðlegt fyrirbæri að ræða.
Meira
*BIKARMEISTARAR Manchester United drógust gegn Newcastle í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar og Arsenal mætir Blackburn. Leikirnir fara fram 16. og 17. apríl í Cardiff.
Meira
ZLATKO Kranjcar, landsliðsþjálfari Króata, vill ekkert annað en sex stig út úr leikjunum við Íslendinga og Möltumönnum í undankeppni HM sem fram fara í Zagreb síðar í þessum mánuði.
Meira
ÞAÐ ræðst í kvöld hvort Evrópumeistarar Porto eiga möguleika á að verja titil sinn í vor. Porto sækir Inter heim í síðari viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin skildu jöfn, 1:1, á heimavelli Porto í fyrri leiknum.
Meira
FRÍÐA Rún Þórðardóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, sigraði í 1.500 metra hlaupi á Evrópumóti öldunga í Eskilstuna í Svíþjóð á sunnudaginn og varð þar með Evrópumeistari í flokki 35-39 ára. Fríða Rún hljóp á 4.43,8 mín.
Meira
GARÐAR Örn Hinriksson knattspyrnudómari verður dómari í þriðji riðli í Evrópukeppni U-17 ára landsliðs sem spilaður verður í Króatíu dagana 15.-19. mars.
Meira
PADRAIG Harrington frá Írlandi sigraði á Honda-mótinu á PGA-mótaröðinni á sunnudagskvöldið er hann hafði betur gegn Vijay Singh og Joe Ogilvie í umspili um sigurinn.
Meira
THOMAS Hässler, sem var í sigurliði Þjóðverja í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu árið 1990 á Ítalíu, hefur ákveðið að hætta að leika knattspyrnu. Hässler, 38 ára, hefur að undanförnu æft með Unterhaching, sem er í 2. deild í Þýskalandi.
Meira
* IAN McCall var í gær rekinn úr starfi sem þjálfari skoska úrvalsdeildarliðsins Dundee United . Félagið tapaði um nýliðna helgi fyrir Kilmarnock , 3:0, og situr á botni deildarinnar en undir hans stjórn hafnaði liðið í fimmta sæti á síðustu leiktíð.
Meira
JÓHANNES Harðarson, knattspyrnumaður frá Akranesi, sem er á mála hjá norska liðinu Start, hefur staðið sig vel með liðinu að undanförnu og segir Tom Nordlie, þjálfari liðsins, að miðað við hvernig Jóhannes hafi leikið að undanförnu verði hann fyrsti maðurinn sem hann velji á miðjuna.
Meira
KÁRI Árnason, sem leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu Djurgården, er eini nýliðinn í íslenska landsliðinu í knattspyrnu en landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson völdu í gær 18-manna landsliðshóp sem tekur þátt í leikjunum við...
Meira
Leiðrétting Ranglega var farið með nafn frjálsíþróttakappans Stefáns Hallgrímssonar í blaðinu á laugardaginn, en þar var hann sagður Halldórsson. Beðist er velvirðingar á...
Meira
ÞÝSKA handknattleikssambandið hefur kynnt nokkrar breytingar á framkvæmd heimsmeistaramótsins í handknattleik, sem það vill að verði teknar upp á næsta móti sem haldið verður í Þýskalandi eftir tvö ár.
Meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, staðfesti á dögunum að fjögur ensk lið, ekki fimm eins og sumir hafa haldið fram að undanförnu, gætu tryggt sér rétt til að leika í Meistaradeild Evrópu að ári, en orðrómur var um það í Englandi eftir að Liverpool komst...
Meira
FORSVARSMENN bikarmeistaraliðs Njarðvíkur í körfuknattleik karla tóku mikla áhættu rétt fyrir úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar, Intersportdeildarinnar.
Meira
JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fær kaldar kveðjur frá Volker Roth, formanni dómaranefndar evrópska knattspyrnusambandsins. Roth kennir Mourinho um að sænski dómarinn Anders Frisk hefur sagt skilið við dómarastarfið.
Meira
DONYELL Marshall, framherji Toronto Raptors, fór fremstur í flokki er lið hans setti met í NBA-deildinni í körfuknattleik í 128:110 sigri liðsins á Philadelphia 76ers.
Meira
KR-INGURINN Steinar Kaldal, fyrirliði meistaraflokks karla í körfuknattleik, leikur ekki meira með liði sínu í vetur. Hann meiddist í leik KR og Snæfells um helgina og verður að taka því rólega næstu sex vikurnar.
Meira
SUNNA Gestsdóttir, Íslandsmethafi í langstökki og 100 m hlaupi úr USAH, hefur ákveðið að söðla um og er hætt keppni í langstökki, 100 og 200 m hlaupi, alltént að sinni og einbeita sér að æfingum og keppni í 400 m hlaupi.
Meira
KRÓATÍSKI landsliðshópurinn sem mætir Íslandi og Möltu í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Zagreb 26. og 30. mars var valinn í gær.
Meira
KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston - Washington 105:101 Cleveland - Indiana 98:86 Denver - Phoenix 101:106 Detroit - Utah 64:62 LA Clippers - Chicago 83:78 Minnesota - Dallas 93:102 New York - Seattle 80:90 Orlando - New Jersey...
Meira
STJÓRNARMENN í UEFA reyna að fá sænska dómarann Anders Frisk, 42 ára, til að falla frá þeirri ákvörðun sinni að leggja dómaraflautuna á hilluna en Frisk tilkynnti fyrir helgina að hann væri hættur dómarastörfum þar sem honum og fjölskyldu hans hefðu...
Meira
* ÞAÐ er allt á kafi í snjó í Bergen í Noregi og hafa forráðamenn Brann áhyggjur af því að leikur liðsins í Skandinavíudeildinni gegn Vålerenga frá Ósló, sem fram á að fara á fimmtudag, verði aflýst vegna veðurs.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.