Greinar mánudaginn 21. mars 2005

Fréttir

21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Allt fyrir brúðkaupið

BRÚÐKAUPSSÝNINGIN Já stóð í Smáralindinni fjórða árið í röð. Meðal þess sem sjá mátti voru hlutir sem lúta að veislunni, undirbúningnum, skreytingum, kjólnum, brúðkaupsferðinni, boðskortum, gjöfum og fleira. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Ástarlíf ánamaðka sérkennilegt

"ÁNAMAÐKAR eru bæði skemmtilegar og gagnlegar lífverur, enda hafa þeir mjög jákvæð áhrif á umhverfið," segir Bjarni E. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 380 orð

Batnandi horfur sjúklinga með sveppasýkingu í blóði

ÞRÁTT fyrir að tíðni alvarlegra sveppasýkinga í blóði hér á landi hafi nær fjórfaldast á árunum 1980 til ársins 1999, þá hafa horfur sjúklinga batnað stórlega. Ástæður þessa eru taldar bætt greining og aðgangsharðari meðferð gegn þessum sýkingum. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 201 orð

Elías Jón Guðjónsson formaður Stúdentaráðs HÍ

ELÍAS Jón Guðjónsson, fulltrúi Háskólalistans, var kosinn formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands á skiptafundi ráðsins með tveimur atkvæðum en 18 stúdentaráðsliðar sátu hjá við kosninguna. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 307 orð

Fischer er ánægður með ákvörðun allsherjarnefndar

BOBBY Fischer skákmeistari er mjög glaður yfir þeirri ákvörðun allsherjarnefndar Alþingis að mæla með því við Alþingi að hann fái íslenskan ríkisborgararétt. Fischer sagði þetta í símtali frá Japan við Sæmund Pálsson, vin sinn og stuðningsmann, í gær. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 399 orð

Fresta ber breytingum á skipulagi sunnan Hofsjökuls

STJÓRN Landverndar gerir alvarlegar athugasemdir við tillögu Samvinnunefndar miðhálendisins um breytingar á skipulagi svæðis sunnan Hofsjökuls, sem auglýst var 13. janúar sl. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Fyrst kvenna framkvæmdastjóri hjá SPRON

SKIPULAGSBREYTINGAR tóku nýlega gildi hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Stofnuð voru sex afkomusvið og þrjú stoðsvið, auk dótturfélaga. Meðal framkvæmdastjóra yfir þessum sviðum er Harpa Gunnarsdóttir, sem verður yfir þjónustusviði. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 405 orð

Hluti aldraðra gæti verið að nota óviðeigandi lyf

KÖNNUN á lyfjanotkun aldraðra, sem njóta heilbrigðisþjónustu heima fyrir í nokkrum Evrópulöndum, bendir til þess að nær fimmtungur þessa hóps geti mögulega verið að neyta óviðeigandi lyfja. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 191 orð

Hollenskir blómabændur fá lóð á Flúðum

HOLLENSKIR blómaræktendur, PJ Kooij en Szonen, hafa fengið lóð undir 2.400 fermetra gróðurhús á Flúðum. Hyggjast þeir rækta þar eftirsótt stofublóm, Nertera granadensins , og flytja út til Hollands. Meira
21. mars 2005 | Erlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Horfur á lægra vínverði í Svíþjóð valda skjálfta

TILLÖGUR sænskrar þingnefndar um að lækka verulega skatta á áfengi hafa valdið nokkrum titringi á Norðurlöndum og þá aðallega í Noregi og Danmörku. Meira
21. mars 2005 | Erlendar fréttir | 121 orð

Hryðjuverkaárás í Doha

BRESKUR maður týndi lífi og 12 særðust í gær í sjálfsmorðsárás rétt við breskan skóla í Doha, höfuðborg Qatars. Óttast sumir, að Qatar sé orðið eitt af skotmörkum hryðjuverkamanna en innrásinni í Írak var stjórnað þaðan. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 167 orð

Ísland stekkur upp í 2. sæti

ÍSLAND er númer tvö á listanum yfir þau lönd heimsins sem standa sig best í nýtingu tölvu- og upplýsingatækni, næst á eftir Singapore, og hoppar upp um heil átta sæti frá því 2003 en þá voru Íslendingar í tíunda sæti. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 187 orð

Kaupmáttur jókst um 1,4%

LAUN hækkuðu að meðaltali um 5,3% á síðasta ári frá síðasta fjórðungi ársins 2003 til jafnlengdar árið eftir. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 3,8% og því jókst kaupmáttur launa að meðaltali á árinu um 1,4%. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 810 orð | 2 myndir

Kennsluaðstaða við Fjölbrautaskólann mjög góð

Nemendum fjölgaði í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi síðastliðið haust og eru nú um 550 í dagskóla. Skólinn er í sífelldri uppbyggingu og þróun. Meira
21. mars 2005 | Erlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Kofi Annan vill breytingar á SÞ

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kynnti í gær drög að umfangsmiklum breytingum á skipulagi samtakanna og á því öryggiskerfi, sem verið hefur við lýði frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Kom sér vel enda mikil eftirspurn

IÐKENDUR hjólabretta- og línuskautaíþrótta fengu langþráða aðstöðu til æfinga þegar nýr hjólabrettagarður var opnaður í Héðinshúsinu við Seljaveg í Reykjavík á laugardag. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Krakkar frá Eyjum í búningi ÍBV

UM 60 börn tóku þátt í annarri undankeppni í Tívolísyrpu Íslandsbanka og Hróksins sem fram fór í húsakynnum Íslandsbanka á Kirkjusandi í gær. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Kröfum um bætur vegna varðhalds hafnað

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ríkið af bótakröfu manns sem sat í gæsluvarðhaldi um tæplega 3 mánaða skeið veturinn 2000-2001 vegna gruns um aðild að innflutningi á fíkniefnum. Meira
21. mars 2005 | Erlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Landskjálfti í Japan

ÖFLUGUR jarðskjálfti, 7 á Richter-kvarða, skók japönsku eyna Kyushu í gær. Að minnsta kosti ein manneskja týndi lífi og um 400 slösuðust. Olli jarðskjálftinn olli nokkrum skemmdum á mannvirkjum, húsum og vegum, og nokkuð var um skriðuföll. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Leitað að páskaeggjum á Ægisíðunni

FÉLAG sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi í Reykjavík efndi til páskaeggjaleitar sl. laugardag á Ægisíðunni, en félagið hefur staðið að slíkri leit undanfarin ár. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 270 orð

Líkur á að Lánasjóðurinn verði lagður niður

"ÞAÐ heyrir liðnum tíma að nota búnaðargjald til að niðurgreiða vexti Lánasjóðs landbúnaðar," segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Mikil aukning raforkunotkunar

RAFORKUNOTKUN hér á landi hefur aukist mikið síðustu árin, aðallega vegna eflingar orkufreks iðnaðar. Almenn notkun hefur einnig vaxið talsvert en árin 2002 og 2003 dró nokkuð úr þeim vexti. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Milt veður um páskana

ÚTLIT er fyrir milt og öðru hverju vætusamt veður um páskana með suðlægum áttum, að sögn Helgu Ívarsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð

Náttúrufræðingar og flugmálastarfsmenn semja

KJARASAMNINGUR milli Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og samninganefndar ríkisins, f.h. fjármálaráðherra, var undirritaður síðastliðinn föstudag. Samningurinn gildir frá 1. mars 2005 til 30. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Nike verður nú Aktíf

NÝLEGA skipti verslunin Nike, konur og börn í Kringlunni, um nafn. Verslunin heitir nú Aktíf. Hún er í eigu sömu aðila og áður en breytir um áherslur. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð

Og Vodafone með GSM-senda í Hvalfjarðargöngunum

OG Vodafone hefur tekið í notkun GSM-senda í Hvalfjarðargöngunum. Er það lokahluti verkefnis sem staðið hefur yfir frá því í fyrra og felur í sér helmingsfjölgun á sendum á GSM-dreifikerfi Og Vodafone á Vesturlandi. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Ólafur styrkir skólastarf í Eþíópíu

ÓLAFUR Elíasson lagði á dögunum til átta verk á uppboð til styrktar skólastarfi í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Fimmtíu danskir listamenn gerðu slíkt hið sama og söfnuðust samtals 5,7 milljónir íslenskra króna. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 54 orð

Óráðlegt að sigla fyrir Horn nema í björtu

ENN er skipum ráðlagt að sigla ekki fyrir Horn nema í björtu, vegna hafíss á svæðinu, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 109 orð

Plant vinsæll

Miðasala á tónleika rokksöngvarans Roberts Plant fór stórvel af stað á laugardag. Vel yfir þrjú þúsund miðar höfðu selst í gær og aðeins voru nokkur hundruð eftir í stæði. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 338 orð | 2 myndir

"Ég hef eignast marga perluvini"

Það var mikið klappað að lokinni frumsýningu á Fiðlaranum á þakinu hjá leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi. Frumsýningin fór fram fimmtudaginn 17. mars. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

"Töltu betur" í Reiðhöllinni

SPURNINGA- og ræðukeppnir hafa verið áberandi hluti af félagslífi framhaldsskólanema til þessa, en færri hafa fengið að heyra af öllu þjóðlegri uppákomu, Hestaíþróttamóti framhaldsskólanna, sem haldið var um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Meira
21. mars 2005 | Erlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Rök fyrir Íraksstríði "löguð" að stefnu Bush

YFIRMAÐUR bresku leyniþjónustunnar erlendis sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á sínum tíma, að Bandaríkjastjórn hefði "lagað til í hendi sér og búið til" rökin fyrir innrásinni í Írak til að þau féllu að stefnu hennar. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Samiðn skilur ekki seinagang lögreglu

FJÓRIR Lettar, sem verkalýðshreyfingin og Vinnumálastofnun hafa bent á að séu ekki með atvinnuleyfi hér á landi, eru enn að störfum við Kárahnjúkavirkjun. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 394 orð

Skapa þarf löngun til að gera betur

MIKILVÆGT er að móta heildstæða stefnu í umhverfismenntarmálum og samþætta hana öllu skólastarfi. Þetta var meðal helstu niðurstaðna málþings sem haldið var í Norræna húsinu nýlega, í tilefni af endurskoðun námskrár grunnskólanna. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 178 orð

Stefna beri að framhaldsskóla á Siglufirði

MÖGULEGT er að framhaldsskóli taki til starfa á Siglufirði með tilkomu jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en þingmenn lýstu þeirri hugmynd sinni á fundi þar þegar Sturla Böðvarsson kynnti nýja framkvæmdaáætlun vegna ganganna. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 1535 orð | 3 myndir

Stór dagur er runninn upp

Eftirvænting og spenna var í loftinu á fundi samgönguráðuneytisins í Bátahúsinu á Siglufirði á laugardag en þar tilkynnti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 110 orð

Stóru olíufélögin hækkuðu bensínið

OLÍUFÉLÖGIN Esso og Olís fetuðu í fótspor Skeljungs um helgina og hækkuðu verð á eldsneyti vegna þróunar á heimsmarkaði síðustu daga. Hækkaði Esso einnig verð á Ego-stöðvum sínum. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 81 orð

Styður frumvarp um tóbaksvarnir

STJÓRN Félags áfengisráðgjafa, FÁR, tók til umræðu á fundi sínum á föstudag fram komið frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri þingmanna um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 26 orð

Sýning á olíuverkum á Kaffi Espresso

NÚ stendur yfir sýning á olíuverkum eftir Jórunn Kristinsdóttur í Kaffi Espresso í Spönginni í Grafarvogi. Sýningin hófst 17. mars og stendur hún til 20.... Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Táknræn mótmæli friðarsinna á Ingólfstorgi

UM 800 friðarsinnar söfnuðust saman á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardag, en þess var minnst að tvö ár eru liðin frá innrás Bandaríkjamanna og bandalagsþjóða þeirra í Írak. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Telur glerflísar valda skemmdum á dekkjum

MEÐ hækkandi sól huga hjólreiðamenn í auknum mæli að reiðskjótum sínum. Starfsmenn Marksins hafa verið önnum kafnir við iðju sína enda koma margir með hjól sín til þeirra í yfirhalningu fyrir sumarið. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð

Tveir nýir í stjórn VR

Á AÐALFUNDI VR voru tveir nýir kosnir í stjórn. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð

Tveir teknir með 60 grömm af amfetamíni

LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók í fyrrinótt tvo menn á þrítugsaldri sem voru með í fórum sínum um 60 grömm af ætluðu amfetamíni. Voru þeir stöðvaðir við venjubundið lögreglueftirlit. Meira
21. mars 2005 | Erlendar fréttir | 168 orð

Um 10% ónæm fyrir alnæmi

UM 10% Evrópumanna til jafnaðar eru að hluta eða alveg ónæm fyrir alnæmissmiti. Svo er líklega fyrir að þakka einhverri drepsóttanna, sem lögðu milljónir manna að velli á miðöldum. Meira
21. mars 2005 | Erlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Vaxandi spenna í Líbanon

KREPPAN í líbönskum stjórnmálum jókst enn í gær þegar stjórnarandstaðan neitaði að eiga viðræður við forseta landsins, sem er hallur undir Sýrlendinga. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Viktor stóð undir nafni

VIKTOR Kristmannsson úr Gerplu var sigursæll á Íslandsmótinu í fimleikum sem háð var í Laugardalshöllinni um helgina. Viktor varð sexfaldur Íslandsmeistari. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Vinna sjö Letta stöðvuð í Ólafsvík

LÖGREGLAN á Snæfellsnesi stöðvaði um helgina vinnu sjö manna frá Lettlandi sem unnu við innréttingu gistihúss í Ólafsvík. Var þetta gert að kröfu lögreglustjórans þar sem mennirnir höfðu ekki tilskilin atvinnuleyfi. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 731 orð | 1 mynd

Voru 36 1986 en eru nú 14

Áætlunarflugið svipað en aukning í snertilendingum Þegar skoðaðar eru flughreyfingar einstakra flugvalla landsins kemur í ljós að áætlunarflug var svipað árið 2003 og 2004 eða rúmlega 48 þúsund hreyfingar alls. Meira
21. mars 2005 | Erlendar fréttir | 246 orð

Þingið grípur inn í Terri-málið

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, bjóst í gær til að undirrita lög um, að heiladauð kona í Flórída verði aftur tengd búnaði, sem haldið hefur henni á lífi í 15 ár. Finnst mörgum afskipti þingsins af þessu máli mjög óeðlileg. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 205 orð

Þriðji meirihlutinn á kjörtímabilinu

MÁLEFNASAMNINGUR milli H-lista lista vinstri manna og óháðra og D-lista lista sjálfstæðismanna á Blönduósi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Blönduós var frágenginn síðdegis á laugardag. Meira
21. mars 2005 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Þriggja ára barn fyrir bíl

ÞRIGGJA ára gamalt stúlkubarn var flutt á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir að það hljóp í veg fyrir bíl á Ægisíðu í Reykjavík á þriðja tímanum á laugardag, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Meira

Ritstjórnargreinar

21. mars 2005 | Leiðarar | 502 orð

Samfelldur skóli og tómstundastarf

Grímur Hergeirsson, verkefnisstjóri íþrótta, forvarna og menningarmála hjá Sveitarfélaginu Árborg, segir í samtali á Árborgarsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag: "Ég sé ... Meira
21. mars 2005 | Staksteinar | 311 orð | 1 mynd

Vanþekking Morgunblaðsins?

Jónatan Hermannsson, starfsmaður Landbúnaðarháskóla Íslands, skrifar grein í Morgunblaðið í gær og sakar blaðið um vanþekkingu vegna leiðara þess 14. marz síðastliðinn. Meira
21. mars 2005 | Leiðarar | 466 orð

Þáttaskil á Norður-Írlandi?

Sex írskum konum var tekið opnum örmum í Bandaríkjunum í liðinni viku. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, var hins vegar tekið fremur fálega. George W. Meira

Menning

21. mars 2005 | Tónlist | 276 orð | 1 mynd

Áfram veginn

ELTON John - öllum að óvörum - endurreisti sjálfan sig sem alvöru listamann árið 2001 með hinni frábæru Songs from the West Coast . Meira
21. mars 2005 | Kvikmyndir | 466 orð | 1 mynd

Bíókvöld með samúræjum

B íómyndir japanska meistarans Akira Kurosawa eru í hópi þeirra sem hringsóla hálfu árin í litlu bíóunum í latínuhverfinu í París. Eru myndir hans og annarra meistara gjarnan sýndar í klösum og kallað festival. Meira
21. mars 2005 | Myndlist | 490 orð | 1 mynd

Draumainnsetning

Sýningin stendur til 3. apríl. Meira
21. mars 2005 | Tónlist | 287 orð | 1 mynd

Flugeldasýning og skáldskapur

Verk eftir Schubert, Previn, Saint-Saëns og Shostakovich. Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Jamdes Lisney, píanó. Laugardagur 19. mars. Meira
21. mars 2005 | Fólk í fréttum | 435 orð | 4 myndir

Fólk folk@mbl.is

Mexíkóska leikkonan Salma Hayek þarf að fita sig rækilega fyrir næsta hlutverk sitt. Myndin er byggð á sönnum atburðum, heitir Lonely Hearts , og segir frá raðmorðingja, geðveilli konu sem átti við offituvanda og kynlífsfíkn að stríða. Meira
21. mars 2005 | Kvikmyndir | 208 orð | 1 mynd

Lucas líkir nýrri Stjörnustríðsmynd við Titanic

"Hún er ekki eins og sú fyrsta. Hún er meira tilfinningalegs eðlis," sagði leikstjórinn George Lucas um síðustu Stjörnustríðskvikmyndina sem sýnd verður í sumar. Meira
21. mars 2005 | Bókmenntir | 676 orð | 1 mynd

Lýsing á aldarfari

NÝTT útgáfufyrirtæki, Bókafélagið Ugla, hefur sent frá sér tvær bækur, Kastað í Flóanum eftir Ásgeir Jakobsson og Frá mínum bæjardyrum séð eftir Jakob F. Ásgeirsson. Meira
21. mars 2005 | Tónlist | 376 orð | 2 myndir

Miðasalan stórvel af stað og nýtt lag í spilun í dag

Miðasala á tónleika stórrokkarans Robert Plant fór gríðarlega vel af stað á laugardaginn. Í gær höfðu selst vel yfir 3.000 miðar af þeim rúmlega 4.000 sem í boði eru til að sjá söngvara hinnar fornfrægu rokksveitar Led Zeppelin á sviði. Meira
21. mars 2005 | Fjölmiðlar | 107 orð | 1 mynd

Óskar Jónasson

Í Töku tvö í kvöld er rætt við Óskar Jónasson kvikmyndaleikstjóra. Óskar lagði stund á myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands en hélt svo til Bretlands 1985 þar sem hann nam kvikmyndaleikstjórn við The National Film and Television School. Meira
21. mars 2005 | Bókmenntir | 450 orð | 1 mynd

Skáldsaga sem myndmál

Eftir Benedikt Lafleur. Lafleur 2004. Meira
21. mars 2005 | Tónlist | 257 orð | 3 myndir

Stjörnur styðja baráttu Mandela gegn alnæmi

Nelson Mandela, hin víðfræga stjórnmálahetja og fyrrverandi forseti Suður-Afríku, er ekki af baki dottinn við að láta gott af sér leiða. Nýlega stóð stofnun hans fyrir stórtónleikum til að safna fé fyrir baráttunni gegn alnæmi. Meira
21. mars 2005 | Kvikmyndir | 408 orð

Taktur og tregi

Leikstjórn: Wes Anderson. Handrit: Wes Anderson og Noah Baumbach. Kvikmyndataka: Robert D. Yeoman. Aðalhlutverk: Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett, Anjelica Huston, Willem Dafoe, Jeff Goldblum og Michael Gambon. 118 mín. BNA. Buena Vista 2004. Meira
21. mars 2005 | Tónlist | 400 orð | 2 myndir

Víðáttur hugans

Verk eftir Leif Þórarinsson, Pál P. Pálsson, Áskel Másson og Atla Heimi Sveinsson. Flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurður Ingvi Snorrason, Bryndís Halla Gylfadóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Smekkleysa 2005. Meira
21. mars 2005 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

... Þaki yfir höfuðið

Allir hafa þörf fyrir þak yfir höfuðið og þá kannski sérstaklega við sem búum á Íslandi. Að vísu hefur einhver vitur aðili sagt að Íslendingar leggi nótt við dag í yfirvinnu til að hafa efni á sem glæsilegustum húsum - sem þeir eyða svo engum tíma í. Meira
21. mars 2005 | Myndlist | 936 orð | 1 mynd

Því hærra til lofts því stærri hugmynd

Náttúra af ýmsu tagi er allsráðandi á sýningu Brynhildar Þorgeirsdóttur sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Inga María Leifsdóttir lét heillast af fjöllunum. Meira

Umræðan

21. mars 2005 | Aðsent efni | 42 orð

Ársmeðaltal 2003-2004 * Hækkun frá jan. '04-jan. '05 Hækkun frá des...

Ársmeðaltal 2003-2004 * Hækkun frá jan. '04-jan. '05 Hækkun frá des. '03-des. Meira
21. mars 2005 | Aðsent efni | 713 orð | 1 mynd

Enn framið lögbrot á öryrkjum og lífeyrisþegum

Ögmundur Jónasson fjallar um kjör öryrkja og lífeyrisþega: "Ríkisstjórnin getur ekki bæði sleppt og haldið gagnvart lífeyrisþegum." Meira
21. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 450 orð

Hvað kostaði kattarþvotturinn?

Frá Jens Guðmundssyni: "NÚ ERU nær 2 ár síðan tveir menn settu nafn Íslands á svartan lista yfir staðfastar og viljugar þjóðir sem vildu koma böndum á gereyðingarvopn Íraka. Vopn sem ógnuðu að sögn allri heimsbyggðinni." Meira
21. mars 2005 | Aðsent efni | 514 orð | 1 mynd

Óþjóð á þingi?

Sverrir Hermannsson fjallar um varðveizlu menningararfleifðar þjóðarinnar: "Annars eru ýmis fordæmi fyrir því að ráðamenn, sem nú sitja í fyrirrúmi, hafi sett ný lög þegar þeim geðjaðist ekki að uppkveðnum dómum." Meira
21. mars 2005 | Aðsent efni | 929 orð | 1 mynd

"Að beita upp í klámvindinn"

Pétur Pétursson þulur.: "Það eru liðin allmörg ár síðan ég sá þessari tilvitnun bregða fyrir í grein eftir Einar H. Kvaran, sem ég las í Ísafold eða Morgunblaðinu." Meira
21. mars 2005 | Aðsent efni | 197 orð | 1 mynd

"Þau eru súr," sagði refurinn

Alfreð Þorsteinsson skrifar um tillögur um gjaldfrjálsan leikskóla: "Í stað þess að fagna þessari ákvörðun hafa menn þar á bæ allt á hornum sér, sem minnir óneitanlega á söguna um refinn og vínberin." Meira
21. mars 2005 | Velvakandi | 300 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hrossakjöt MIG hryllir við tilhugsunina um að fólk skuli leggja sér hrossakjöt til munns. Fyrir mig er það eins og að borða hundinn minn. Ég ólst upp með hestum og ég elska þessi yndislegu dýr og ég hélt alltaf að Íslendingar gerðu það líka. Meira

Minningargreinar

21. mars 2005 | Minningargreinar | 3016 orð | 1 mynd

GYLFI HAUKSSON

Gylfi Hauksson fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1949. Hann lést á heimili sínu, Álfatúni 10 í Kópavogi, mánudaginn 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Brynhildur Olgeirsdóttir, f. 19. janúar 1921, og Haukur Sigurðsson, f. 21. september 1918, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2005 | Minningargreinar | 499 orð | 1 mynd

HJALTI BJÖRNSSON

Hjalti Björnsson fæddist í Stóra-Sandfelli í Skriðdal 27. desember 1914. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Einarsdóttir, f. 1884, d. 1959 og Björn Antoníusson, f. 1876, d. 1930. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2005 | Minningargreinar | 2642 orð | 1 mynd

JÓN JENS GUÐMUNDSSON

Jón Jens Guðmundsson fæddist á Munaðarnesi í Árneshreppi 27. maí 1912. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Gísli Jónsson, f. 28.10. 1871, d. 9.11. 1939, frá Munaðarnesi, og Guðlaug Jónsdóttir, f. 16.1. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2005 | Minningargreinar | 2563 orð | 1 mynd

VALA ÁSGEIRSDÓTTIR THORODDSEN

Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen fæddist í Laufási í Reykjavík 8. júní 1921. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands, f. 13. maí 1894, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2005 | Minningargreinar | 1936 orð | 1 mynd

ÞORBJÖRG HULDA ALEXANDERSDÓTTIR

Þorbjörg Hulda Alexandersdóttir fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnea Guðrún Erlendsdóttir, f. 5.3. 1907, d. 28.1. 1993 og Alexander Guðjónsson, f. 14.7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 212 orð | 1 mynd

Farþegum fjölgar í flugstöðvum Norðurlanda

FARÞEGUM sem ferðast um flugstöðvar á Norðurlöndum hefur fjölgað að undanförnu, eftir nokkra lægð á umliðnum árum. Í frétt á vefmiðlinum janes. Meira
21. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 347 orð | 1 mynd

Vatnaskil hafa orðið hjá Hampiðjunni

Aðalfundur Hampiðjunnar var haldinn nú fyrir helgi. Í fréttatilkynningu frá Hampiðjunni kemur fram að vatnaskil hafi orðið í starfsemi Hampiðjunnar á sl. Meira

Daglegt líf

21. mars 2005 | Daglegt líf | 590 orð | 3 myndir

Hreyfigeta á unga aldri undirstaða annars þroska

Húsvíkingar eru að hrinda af stað þróunarverkefninu "Betri grunnur, bjartari framtíð", sem miðar að því að grípa inn í þroskafrávik leikskólabarna. Meira

Fastir þættir

21. mars 2005 | Fastir þættir | 177 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Villigötur. Meira
21. mars 2005 | Í dag | 16 orð

Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir...

Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóh. 10, 11.) Meira
21. mars 2005 | Í dag | 61 orð | 1 mynd

Gerða Kristín Hammer í menningarsal Hrafnistu

GERÐA Kristín Hammer opnaði um helgina sýningu á akrílmyndum og fleiri listmunum í Menningarsal á fyrstu hæð Hrafnistu í Hafnarfirði. Á opnuninni verður boðið upp á léttar veitingar. Meira
21. mars 2005 | Í dag | 74 orð | 1 mynd

Með stjörnu í augunum

Smáralind | Fjöldi fólks sótti brúðkaupssýninguna Já um helgina, en þar mátti sjá mikið úrval af þjónustu og vörum fyrir hvers kyns brúðkaup. Meira
21. mars 2005 | Í dag | 590 orð | 1 mynd

Mikill samhugur og kraftur

Margrét Bóasdóttir er fædd árið 1952 og uppalin í Mývatnssveit. Hún sótti nám við Laugaskóla í Reykjadal, Kennaraskóla Íslands, Tónmenntarkennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og einsöngsnám í Tónlistarskóla Kópavogs. Meira
21. mars 2005 | Í dag | 124 orð | 2 myndir

Opnar vinnustofur á Akureyri

ANNA Gunnarsdóttir textíllistakona og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir grafíklistakona opnuðu um helgina nýjar vinnustofur sínar og sýningarsal að Brekkugötu 3a (bakhús við Ráðhústorg). Meira
21. mars 2005 | Fastir þættir | 212 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d5 2. Rf3 c6 3. c4 e6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bb4 6. e3 b5 7. Bd2 a5 8. axb5 Bxc3 9. Bxc3 cxb5 10. b3 Bb7 11. bxc4 b4 12. Bb2 Re7 13. Bd3 0-0 14. 0-0 Rd7 15. Rd2 Dc7 16. f4 a4 17. Hb1 f5 18. De2 Rf6 19. Hfc1 b3 20. Ba3 Hfe8 21. Hf1 Re4 22. Hbc1 Da5 23. Meira
21. mars 2005 | Í dag | 315 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji dagsins er mikill áhugamaður um garða og gróður og hann lætur skammdegið og vetrarmyrkrið ekkert á sig fá vegna þess, að hann veit, að fljótlega upp úr áramótunum fer hann að hlakka til vorsins. Meira

Íþróttir

21. mars 2005 | Íþróttir | 181 orð

AC Milan og Juventus heyja harða baráttu

AC Milan og Juventus munu heyja mikið einvígi um ítalska meistaratitilinn nú á vormánuðum. Bæði lögðu þau andstæðinga sína og eru efst og jöfn með 66 stig, 16 stigum á undan Inter sem er í þriðja sætinu. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 714 orð | 1 mynd

Alonso vill verða kóngur

FERNANDO Alonso á Renault er fyrstur alls 12 spænskra ökuþóra í sögu Formúlu-1 til að hafa forystu í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 67 orð

Bayern aftur á toppinn

BAYERN MÜNCHEN endurheimti toppsætið í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Bæjarar báru sigurorð af Hansa Rostock, 3:1, en aðalkeppinautarnir í Schalke biðu 2:1 ósigur gegn Mainz. Bæði lið hafa 53 stig en markatala Bayern er betri. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 390 orð | 1 mynd

* BRYNJAR Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson léku báðir allan leikinn...

* BRYNJAR Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson léku báðir allan leikinn fyrir Watford sem tapaði á heimavelli fyrir Preston , 2:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 562 orð | 1 mynd

* BRYNJAR Pétursson , HK og Anna Pavliouk , Þrótti Reykjavík , voru...

* BRYNJAR Pétursson , HK og Anna Pavliouk , Þrótti Reykjavík , voru valin bestu leikmenn 1. deildar karla og kvenna á lokahófi Blaksambands Íslands á laugardagskvöld. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 185 orð

Börsungar með ellefu stiga forskot

BARCELONA gefur ekkert eftir í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Börsungar höfðu betur gegn Deportivo La Coruna, 1:0, á laugardagskvöldið og náðu 14 stiga forskoti á Real Madrid í efsta sæti. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 376 orð

Casey með stáltaugar í Kína

PAUL Casey frá Englandi sigraði á TCL-mótinu í golfi sem lauk í gær í Kína en hann lagði Írann Paul McGinley á annarri holur þeirra í bráðabana um sigurinn. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 279 orð

Charlton fékk skell

ÓVÆNTUSTU úrslit helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni voru án efa 4:1 sigur WBA gegn Charlton á útivelli en þar skoraði varamaðurinn Robert Earnshaw þrennu fyrir WBA í síðari hálfleik. Hermann Hreiðarsson var í vörn Charlton að venju. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 156 orð

Dalglish hefur áhyggjur

KENNY Dalglish, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Liverpool, segir að viðureign liðsins við ítalska liðið Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar geti farið úr böndunum þar sem síðasta viðureign félaganna endaði með því að 39 áhorfendur... Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 200 orð

Drogba biður Frisk afsökunar

DIDIER Drogba, framherji Chelsea, hefur beðið sænska dómarann Anders Frisk opinberlega afsökunar og beðið hann að endurskoða ákvörðun sína um að hætta dómarastörfum. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 464 orð

Dýrmætt stig Vals í dramatískum leik

AÐ byrja eða byrja ekki á heimavelli í úrslitakeppninni; þetta var klípan sem KA og Valur glímdu við á laugardaginn. KA þurfti sigur en kastaði honum frá sér með því að misnota víti á síðustu sekúndu leiksins. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Ekkert pláss fyrir Del Piero

MARCELO LIPPI, landsliðsþjálfari Ítala, valdi í gær landsliðshópinn sem mætir Skotum í undankeppni HM um næstu helgi og búast má við að flestir úr þessum hópi mæti Íslendingum í vináttuleiknum sem fram í Padova þann 30. mars. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 1438 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild: Blackburn - Arsenal 0:1 Robin Van Persie 43. -...

England Úrvalsdeild: Blackburn - Arsenal 0:1 Robin Van Persie 43. - 22.992. Bolton - Norwich 1:0 Stelios Giannakopoulos 42. - 25.081. Tottenham - Manchester City 2:1 Jermain Defoe 16., Robbie Keane 84. - Claudio Reyna 44. - 35.681. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 601 orð | 1 mynd

Eradze fór á kostum

ÍBV náði öðru sæti úrvalsdeildarinnar í handknattleik, DHL-deildar karla, þegar liðið lagði HK að velli, 31:26, í Digranesi á laugardag. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Eriksson valdi Heskey á ný

SVEN Göran Eriksson þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann valdi fyrir leikina gegn Írum og Aserum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikirnir fara fram á Old Trafford í Manchester og St. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

EVRÓPUMÓTARÖÐIN TCL-mótið, Kína, par 72: Paul Casey, England 266 (-22)...

EVRÓPUMÓTARÖÐIN TCL-mótið, Kína, par 72: Paul Casey, England 266 (-22) (64-68-68-66) Paul Mcginley, Írland 266 (-22) (65-69-69-63) *Casey sigraði í bráðabana á annarri holu. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 326 orð

Gerpla best í fjölþrautinni

GERPLA sigraði tvöfallt í keppni í fjölþraut annað árið í röð þar sem félagið sigraði bæði í karla- og kvennaflokki. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 247 orð | 2 myndir

Guðjón og Einar Örn með átta mörk

GUÐJÓN Valur Sigurðsson átti mjög góðan leik fyrir Essen sem sigraði Lübbecke, 36:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Guðjón skoraði 8 mörk og með sigrinum komst Essen upp í fjórða sæti deildarinnar, er stigi á undan Lemgo. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 525 orð | 1 mynd

Haukar eru bestir

"HAUKAR, Haukar, Haukar verða alltaf bestir" hljómaði á Ásvöllum á laugardag þegar Haukastúlkur tóku á móti deildarbikarnum í handknattleik eftir fádæma yfirburði gegn liði ÍBV þar sem þær rauðklæddu unnu 35:21. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 50 orð

Haukar gegn FH eða Víkingi í úrslitakeppninni

Íslands- og deildarmeistarar Hauka etja kappi við sigurvegarann úr leik Víkings og FH í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í DHL-deild karla í handknattleik. Í öðrum leikjum í 8-liða úrslitunum eigast við ÍBV og Fram, ÍR leikur við KA og HK spilar við Val. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 994 orð | 1 mynd

Haukar - ÍR 31:29 Ásvellir, Íslandsmótið í handknattleik, efstu deild...

Haukar - ÍR 31:29 Ásvellir, Íslandsmótið í handknattleik, efstu deild karla, 18. og síðasta umferð laugardaginn 19. mars 2005. Gangur leiksins : 0:1, 3:1, 4:4, 7.4, 9:8, 9:13, 12:14, 14:17 , 17:17, 19:18, 22:19, 24:22, 28:22, 28.26, 29:28, 31:29 . Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 658 orð

Háspenna í Hólminum

SNÆFELL og Fjölnir áttust við í fyrsta leiknum í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla, DHL-deild, í gær, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum kemst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeildinni. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 87 orð

Heiðursverðlaunin veitt

AÐ venju var það sundfólk sem skaraði fram úr á Íslandsmótinu verðlaunað með bikurum sem gefnir eru til heiðurs afreksfólki í greininni. Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi hlaut þrenn verðlaun. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 252 orð

Hendum leiknum frá okkur á tólf mínútum

"Við hendum leiknum frá okkur á tólf mínútum í síðari hálfleik," sagði Júlíus Jónasson þjálfari ÍR eftir leikinn. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 12 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, Intersportdeild, undanúrslit, annar leikur: Seljaskóli: ÍR - Keflavík 19. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 196 orð

Írski landsliðsmaðurinn Keane svaraði fyrir sig

ÍRSKI landsliðsmaðurinn Robbie Keane tryggði Tottenham 2:1 sigur gegn Manchester City aðeins fjórum mínútum eftir að hann hafði komið inná sem varamaður á 80. mínútu. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 378 orð | 1 mynd

Íslandsmeistaramót Sundlaugin í Laugardal, 50 m laug: 200 m fjórsund...

Íslandsmeistaramót Sundlaugin í Laugardal, 50 m laug: 200 m fjórsund kvenna: Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB 2.24,13 Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi 2.29,22 Ólöf Lára Halldórsdóttir, Ægi 2. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 168 orð

Ítalir sækja landsliðið

ÍTALSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að sækja íslenska landsliðið í knattspyrnu til Zagreb. Ítalir senda glæsilega langferðabifreið, daginn eftir landsleik Króatíu og Íslands í undankeppni HM, sem fer fram í Zagreb á laugardaginn. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Jónas Grani með tvö fyrir meistarana

ÍSLANDS- og deildabikarmeistarar FH-inga lögðu KA-menn, 3:0, í riðli 2 í deildabikarnum í knattspyrnu í Boganum á Akureyri um helgina. FH uppskáru þar með sex stig í heimsókn sinni norður yfir heiðar en þeir lögðu Völsunga á föstudagskvöldið. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 875 orð

Kezman nýtti sér tækifærið

ENSKI landsliðsmaðurinn Frank Lampard kom Chelsea á bragðið með glæsilegu marki gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn og efsta lið deildarinnar sýndi enga miskunn í 4:1 sigri liðsins og færist enn nær því markmiði að... Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 213 orð

Kom allt í seinni hálfleik

"Nú er ég ánægður með lífið og tilveruna," sagði Páll Ólafsson þjálfari Hauka þegar hann tók við hamingjuóskum eftir sigurinn. "Fyrst og fremst ætluðum við að vinna. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Kristjana Sæunn og Viktor meistarar

ÍSLANDSMÓTIÐ í áhaldafimleikum fór fram í Laugardalshöll um helgina. Gerpla fagnaði tvöföldum sigri bæði í karla- og kvennaflokki þar sem þau Kristjana Sæunn Ólafsdóttir og Viktor Kristmannsson hömpuðu Íslandsmeistaratitlunum að nýju en þau fögnuðu einnig sigri á síðasta ári. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 333 orð

Langaði að bæta fleiri met

JAKOB Jóhann Sveinsson úr Ægi stóð sig vel um helgina og var hlaðinn viðurkenningum í mótslok. Jakob sigraði í þrem einstaklingsgreinum og þremur greinum með A-sveit Ægis í boðsundi. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 342 orð

Leikmenn Liverpool anda í hálsmál Everton

Liverpool hafði betur í grannaslagnum gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær, 2:1, en það gekk mikið á í leiknum þar sem Liverpool skipti inn á þremur varamönnum í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Milan Baros var síðan sendur af velli í síðari... Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Logi ekki með gegn Pólverjum

LOGI Geirsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Pólverjum um páskana. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 96 orð

Lokeren hélt jöfnu gegn toppliðinu

LOKEREN gerði markalaust jafntefli við topplið Club Brügge í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson voru allir í liði Lokeren og þótti Rúnar skara fram úr í liðinu í leiknum. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

Meistaramótið Úrslit á einstökum áhöldum á Meistaramóti Íslands í...

Meistaramótið Úrslit á einstökum áhöldum á Meistaramóti Íslands í Laugardalshöllinni. Karlar Gólfæfingar Jónas Valgeirsson, Ármanni 7,95 Gunnar Sigurðsson, Ármanni 7,80 Anton Heiðar Þórólfsson, Árm. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 411 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið sigraði...

* ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið sigraði Valladolid á útivelli, 32:28, í spænsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 198 orð

Óskar Bjarni: ,,Vorum eins og höfuðlaus her"

"VIÐ spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en svo vorum við eins og höfuðlaus her í þeim seinni og KA-menn fóru að berjast eins og þeir best geta. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 247 orð

Rúnar Sigtryggsson fékk nóg hjá Eisenach

RÚNAR Sigtryggsson handknattleiksmaður sagði upp sem þjálfari þýska handknattleiksliðsins Eisenach á laugardag, flestum að óvörum, daginn eftir að lið hans vann stórsigur á TV Hüttenberg á heimavelli, 43:29, í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 187 orð

Singh brást bogalistin

KENNY Perry frá Bandaríkjunum tryggði sér sigur á Bay Hill mótinu í golfi seint í gærkvöld en hann háði einvígi við Vijay Singh á lokasprettinum. Þeir voru jafnir fyrir lokaholuna, á 12 undir pari, en Singh sló of stutt í innáhögginu á 18. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 677 orð | 1 mynd

Snæfell - Fjölnir 103:101 Undanúrslit úrvalsdeildar karla...

Snæfell - Fjölnir 103:101 Undanúrslit úrvalsdeildar karla, Intersportdeild í körfuknattleik, sunnudaginn 20. mars 2005, Stykkishólmur, fyrsti leikur. Gangur leiksins : 41:20, 58:42, 73:70, 93:93, 103:101. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

Stjarnan sigursæl

Stjarnan vann yfirburðasigur á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Ásamt því að verja Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra unnu Stjörnustúlkur einnig sigur í æfingum á gólfi og dýnu. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 394 orð | 1 mynd

* TOTTENHAM hefur borið víurnar í tékkneska landsliðsmanninn Tomas...

* TOTTENHAM hefur borið víurnar í tékkneska landsliðsmanninn Tomas Rosicky sem leikur með þýska liðinu Dortmund. Forráðamenn Dortmund upplýstu í gær að Tottenham hefði spurst fyrir um Rociky sem er 24 ára miðjumaður. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 108 orð

Unglingahópurinn í sundi valinn

EFTIR að keppni í sundi lauk á sunnudag var unglingahópur Sundsambands Íslands tilkynntur en hann samanstendur af átján einstaklingum á aldrinum fjórtán til átján ára. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 319 orð

Verðum að taka okkur saman í andlitinu

VESTMANNAEYINGAR voru allt annað en sáttir við frammistöðu dómaranna, Gísla Jóhannssonar og Hafsteins Ingibergssonar, eftir leik Hauka og ÍBV í 1. deild kvenna. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 659 orð

Víkingar björguðu sér fyrir horn

ÞÓRSARAR luku keppni á Íslandsmótinu í handbolta þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Víkingi á heimavelli á laugardaginn. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 604 orð | 1 mynd

Williams skaut Hauka í kaf

GRINDAVÍK sendi bikarmeistara Hauka í sumarfrí í gærkvöldi, með öruggum sigri 75:56, í síðari leik liðanna á Ásvöllum, í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 987 orð | 1 mynd

Yfirburðir hjá Kristjönu og Viktori

VIKTOR Kristmannsson og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir úr Gerlpu höfðu mikla yfirburði yfir aðra keppendur í áhaldafimleikum á sunnudag þegar keppt var í einstökum áhöldum. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 539 orð

Þolinmóðir Haukar hrukku í gang

ÞOLINMÓÐIR biðu Haukar eftir að þeir myndu ná saman í vörninni þegar þeir mættu ÍR að Ásvöllum á laugardaginn er slegist var um deildarmeistaratitilinn í handknattleik karla í DHL-deildinni. Meira
21. mars 2005 | Íþróttir | 565 orð | 4 myndir

Ægir með tíu Íslandsmet

SUNDFÉLAG Ægis var sigursælt á Íslandsmótinu í sundi sem lauk í gærdag en mótið fór fram í Laugardalslaug. Meira

Fasteignablað

21. mars 2005 | Fasteignablað | 126 orð | 1 mynd

Að blekkja augað

Herbergi eru mismunandi að lögun og oft vantar upp á lofthæðina eða hún of mikil. Hvað er til ráða? Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 303 orð | 2 myndir

Baugakór 26

Hjá fasteign.is eru nú til sölu nýjar íbúðir í Baugakór 26. "Íbúðirnar eru fjórar og eru í glæsilegri og vel staðsettri 2ja hæða nýbyggingu, en íbúðirnar eru allar með sérinngangi," segir Ólafur Finnbogason hjá fasteign.is. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 612 orð | 2 myndir

Desjakór 1

Við Desjakór 1 í Kórahverfi er fyrsta einbýlishúsið þegar risið. "Þetta er tveggja þátta hús, timbur að innan og steinn að utan," segir Kjartan Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Nýtt hús ehf., sem framleiðir og byggir húsið. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 140 orð | 1 mynd

Egilsbraut 8

Neskaupstaður - Húseignin Egilsbraut 8 í Neskaupstað (Steinninn) er nú til sölu hjá Fasteignasölunni Domus á Egilsstöðum. Húsið er þrjár hæðir og ris og 653,8 ferm. að stærð fyrir utan stóra geymslu. Í húsinu eru sex rúmgóðar 3ja herb. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 221 orð | 2 myndir

Fálkahraun 14

Hafnarfjörður - Fasteignastofan er nú með í sölu tvílyft einbýlishús með sérstæðum bílskúr við Fálkahraun 14. "Þetta er glæsilegt hús á rólegum og vinsælum stað á Einarsreit," segir Guðjón Árnason hjá Fasteignastofunni. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 897 orð | 2 myndir

Geislahitun gengur í endurnýjun lífdaga

Stundum spretta upp tæknilegar lausnir sem fara um eins og eldur í sinu, eiga sitt glæsta tímabil en falla síðan af stalli eins hratt og þær risu. Það hitakerfi sem átti sér sitt stutta blómaskeið var geislahitunarkerfið. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 124 orð | 1 mynd

Gljástig í málningarvinnu

Þegar sólin fer að hækka á lofti er gott að huga að málningarvinnu innanhúss. En það vefst fyrir mörgum að ákveða hversu hátt gljástig málningar skal vera. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 92 orð | 1 mynd

Gröf

Miklaholtshreppur - Jörðin Gröf í Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Jörðin stendur á þríhyrndri tungu milli Laxár að austan en Kleifár að vestan. Meginhluti þess er mýrlendi. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 542 orð | 2 myndir

Gæta þarf réttra aðferða og tímafresta

Aðilar leigusamnings þurfa að vera meðvitaðir um þær aðferðir og þá tímafresti sem húsaleigulögin kveða á um, segir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir hdl., svo að réttur þeirra falli ekki niður sé skilyrðanna ekki gætt. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 980 orð | 2 myndir

Gömul hús og gallar

Hinn 1. júní 2002 tóku gildi ný lög um fasteignakaup en það var í fyrsta sinn sem reglur fasteignakauparéttar voru færðar í skráð lög. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 234 orð | 1 mynd

Í eldhúsinu

Geymsla í ísskápum * Ekki má setja alla hluti í ísskáp, sérstaklega er varasamt að setja lauk í ísskáp, nema með sérstökum varúðarráðstöfunum, því við það getur komið laukbragð af öðrum mat í ísskápnum. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 1928 orð | 3 myndir

Íslensk útrás til Spánar

Geli Hernandes De Blas, framkvæmdastjóri spænska byggingafyrirtækisins Euromarina, sótti nýverið Ísland heim til að kynna fjárfestingamöguleika og lífsstíl á Spáni. Hjá Euromarina starfar einnig Harpa Guðlaugsdóttir, sem annast fyrirgreiðslu fyrir íslenska viðskiptavini fyrirtækisins. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 137 orð | 6 myndir

Krakkadagar hjá Lauru Ashley

Verslunin Laura Ashley í Faxafeni 14 hefur að undanförnu verið með svokallaða "krakkadaga" og standa þeir fram að páskum. Í krakkadögum Lauru Ashley felst að allar vörur sem tengjast börnum og barnaherbergjum eru á tilboðsverði. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 118 orð | 1 mynd

Lifandi myndir

Hægt er að skoða allar eignir, sem sýndar eru í sjónvarpsþættinum Þak yfir höfuðið á SkjáEinum á fasteignavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að sjá þar bæði lifandi myndir og ljósmyndir af eignum, sem eru til sölu. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 564 orð | 2 myndir

Mikil uppbygging hafin í Kórahverfi í Kópavogi

Fyrstu íbúðirnar í Kórahverfi eru nú að koma í sölu. Magnús Sigurðsson kynnti sér hverfið, en í því verða tæplega 3.000 íbúar og m.a. tveir leikskólar og heildstæður grunnskóli. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 349 orð | 1 mynd

Reykjabyggð 3

Mosfellsbær - Hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar er nú til sölu fallegt 187,3 ferm. einbýlishús úr timbri með rúmgóðum bílskúr við Reykjabyggð 3 í Mosfellsbæ. Húsið skiptist þannig, að íbúðin er 140,4 ferm., bílskúr 35,4 ferm. og geymsla er 11,5 ferm. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 76 orð | 1 mynd

Skipting baðherbergja

Þegar flísaleggja á baðherbergi þarf að athuga og taka tillit til úr hverju gólf og veggir eru. Það skiptir máli hvort um er að ræða gifs, tré eða steypu. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 262 orð | 1 mynd

Skráning atvinnuhúsnæðis á heimasíðunni

Fasteignasalan Atvinnueign, sem sérhæfir sig í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, hefur opnað nýja heimasíðu, www.atvinnueign.is. Á heimasíðunni er boðið upp á leigumiðlun með atvinnuhúsnæði. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 730 orð | 6 myndir

Skrúður á Núpi í Dýrafirði

Það er sterk upplifun að koma í Skrúð fyrsta sinni, garðurinn stendur eins og vin í skóglausu landi undir hrikalegu fjalli. Skrúður er sérlega áhugaverður garður vegna sögu sinnar og gerðar. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 486 orð | 1 mynd

Um fimm þúsund umsóknir um 38 lóðir í Árborg

Um 5.000 umsóknir eru um 38 lóðir sem sveitarfélagið Árborg hefur til úthlutunar á Selfossi. Samtals er um að ræða 65 íbúðir í Suðurbyggð á Selfossi, en það eru einu byggingarhæfu lóðirnar af þessu tagi sem í boði eru á þessu ári. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 82 orð | 1 mynd

Um skófatnað

Leðurstígvél * Há leðurstígvél fara illa og missa lagið við að standa á gólfi. Bindið saman tvær klemmur og festið eina klemmu á hvort stígvél og hengið þau síðan upp á snaga. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 471 orð | 8 myndir

Útmánaðabirta í miðbænum

Mörgum er tamt að tala um "miðbæinn" þegar kórréttara væri að segja "miðborgina", rétt eins og miðbæir séu hvergi til nema í Reykjavík. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 87 orð | 1 mynd

Val á innihurðum

Þegar kaupa skal innihurðir verður að fara af stað með vissar upplýsingar. Í fyrsta lagi verður þú að vita nákvæmlega hver veggþykktin er og mæla breidd og hæð á hurðaropinu. Í öðru lagi þarf að ákveða hvort um vinstri eða hægri hurðaopnun er að ræða. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 320 orð | 1 mynd

Þetta helzt

Háskólahverfi Michael Christiansen arkitekt, höfundur að skipulagstillögun um háskólahverfi í Urriðaholti í Garðabæ, segir að í raun megi líkja hugmyndum sínum við nútímalega útgáfu af þorpi í Toskana með þéttri byggð, þröngum strætum og iðandi lífi en... Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 77 orð | 1 mynd

Þrastanes 20

Garðabær - Garðatorg, eignamiðlun er nú með til sölu hús, sem líklega er eitt sérstæðasta einbýlishús landsins. Húsið stendur við Þrastanes 20. Þetta er samtals 342,2 ferm. kúluhús á tveimur hæðum. Þar af eru bílskúrar 48 ferm. Meira
21. mars 2005 | Fasteignablað | 132 orð | 1 mynd

Öryggi barna á heimilum

HÆTTURNAR leynast víða á heimilum þegar börn eiga í hlut. Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar er meðal annars bent á þessi atriði: *Ganga þarf þannig frá rimla- og rúllugardínum að snúrur hangi ekki niður. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.