Greinar sunnudaginn 27. mars 2005

Fréttir

27. mars 2005 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Akajev sagður hafa flúið land

NÝIR ráðamenn í Mið-Asíuríkinu Kirgistan reyndu í gær að treysta tök sín um valdataumana eftir snögga byltingu stjórnarandstöðunnar í landinu á fimmtudag. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð

Allar leiðir opnar sunnanlands

GREIÐFÆRT er um helstu þjóðvegi landsins, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Þó eru hálkublettir á Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og á milli Akureyrar og Ljósavatns. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 320 orð

Áformar að framleiða úr 18 þúsund tonnum af úrgangi

ÁFORMAÐ er að hefja í vor umfangsmikla moltugerð í Þykkvabæ, en fyrirhugað er að framleiða moltu úr allt að 18 þúsund tonnum af lífrænum úrgangi. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að ekki þurfi að fara fram umhverfismat á verkefninu. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 679 orð | 1 mynd

Bíður eftir vatnaveiðinni

"Ég er fenginn til að sinna markaðssókn og sölu veiðileyfa; þetta er spennandi áskorun," segir Haraldur Eiríksson sem ráðinn hefur verið markaðs- og þjónustufulltrúi Stangaveiðifélags Reykjavíkur, SVFR ehf. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 751 orð | 1 mynd

Borgað fyrir kílómetrann

Hver ökumaður borgi í samræmi við kostnað "Það jákvæða við þetta er möguleikinn á því að hver ökumaður borgi í samræmi við það sem hann kostar kerfið og að ekki sé mismunur á milli aðila," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um... Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð

Bruni í Hafnarfirði

EINN íbúi var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi við Svöluás í Hafnarfirði á skírdag. Slökkvibílar voru kallaðir út frá öllum stöðvum, en slökkvistarfi lauk á innan við klukkustund. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð

Burðarás kaupir í Intrum Justitia

BURÐARÁS hefur eignast 4,5% hlut í innheimtufyrirtækinu Intrum Justitia. Fjallað er um kaupin í sænska dagblaðinu Dagens industri nú um páskana, en Intrum er skráð í sænsku kauphöllinni. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Doktor í tannlækningum

*BERGLIND Jóhannsdóttir tannlæknir varði doktorsritgerð sína "Tíðni bitskekkju, form og stærðir andlitsbeina og erfðastuðull barna við foreldra sína á Íslandi". Vörnin fór fram 5. mars sl. við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 347 orð | 2 myndir

Eftirlitið fært til stéttarinnar

SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur lagt fram í ríkisstjórninni frumvarp til laga um breytingar á lögum um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 331 orð

Er nánast óbreytt frá drögum sem kynnt voru

GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, gagnrýnir harðlega nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga, sem hann segir lítið breytta frá drögum sem kynnt voru fyrr á þessu ári og ASÍ taldi óviðunandi. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Fjölmenn píslarganga

Píslarganga föstudagsins langa var gengin í 12. sinn umhverfis Mývatn. Gangan hefur aldrei verið fjölmennari, en nokkuð á þriðja hundrað manns hóf gönguna frá Hótel Reynihlíð klukkan níu um morguninn í fegursta veðri. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 268 orð

Flestir kvarta yfir geðheilbrigðisþjónustu

ALLS bárust 244 kvartanir og kærur til Landlæknisembættisins í fyrra. Þetta er nokkru meira en undanfarin ár, en fjöldinn var 220 árið 2003 og 224 árið 2002. Af kvörtunum, sem bárust árið 2004, var hinn 1. mars sl. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Fréttaþjónusta um páska

MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 29. mars. Fréttaþjónusta verður að venju á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, alla páskahelgina. Hægt verður að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 811 orð | 1 mynd

Fyrsta aðalskipulag Þingvallasveitar

Tillaga að fyrsta aðalskipulagi Þingvallasveitar, 2004-2016, liggur nú fyrir og er í kynningu, en undirbúningur að gerð þess hefur staðið frá því snemma árs 2003. Meira
27. mars 2005 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Hundruð þúsunda mótmæltu Kínastjórn

MÖRG hundruð þúsund manns í Taipei, höfuðborg Taívans, mótmæltu í gær á götum úti nýjum lögum, sem sett voru í Kína í liðinni viku um að beita skuli hervaldi til að koma í veg fyrir formlegt sjálfstæði Taívans. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Húsfyllir á tónleikum í Mývatnssveitinni

Á SKÍRDAGSKVÖLD voru mjög fjölsóttir tónleikar í Skjólbrekku. Þar komu fram strengjakvintett Laufeyjar Sigurðardóttur og söngkvartettinn "Út í vorið" með fjölbreytta dagskrá. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Íbúaþing um skólastefnu

Íbúaþing, eða svokallað stefnuþing, um drög að skólastefnu Akureyrarbæjar verður haldið miðvikudaginn 6. apríl nk. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð

Jarðskjálfti 3,5 á Richter vestur af Grímsey

JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3,5 á Richter varð vestsuðvestur af Grímsey um ellefuleytið í fyrrakvöld, skv. sjálfvirkum skjálftamælibúnaði Veðurstofunnar, og annar skjálfti, 3,1 á Richter varð norðvestur af Gjögurtá á sama tíma. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 1697 orð | 3 myndir

Kraftur Coltranes

John Coltrane gaf út plötuna A Love Supreme árið 1965 og markaði tímamót í sögu djassins. Örn Þórisson fjallar um Coltrane og nýja bók, sem gefin hefur verið út um gerð A Love Supreme. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 1794 orð | 1 mynd

Kynlíf fyrir hjónaband oft álitið vandamál

Íranskar konur vilja halda hópinn og eiga heldur ekki að öllu leyti samleið með sænsku kvennahreyfingunni. Sænskar konur eru afar uppteknar af því að treysta sjálfstæði sitt og sækja út á við. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 2491 orð | 4 myndir

Leitað ættingja

Ég er fæddur höfuðdaginn 29. ágúst 1927 í húsi, sem stóð við Lindargötu hér áður fyrr og nefnt var Kaupangur. Skírður var ég Guðmundur Agnar. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Lést í umferðarslysi

PILTURINN sem lést í umferðarslysi skammt frá Dalvík á miðvikudag hét Ívar Páll Ársælsson. Hann var átján ára og átti heima á Hlíðarlandi á Árskógsströnd. Ívar Páll lætur eftir sig foreldra og tvö... Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Magnús Bess með 20. meistaratitilinn

MAGNÚS Bess Júlíusson úr Hafnarfirði varð tvöfaldur sigurvegari á Íslandsmótinu í vaxtarrækt í Sjallanum á Akureyri á föstudaginn langa. Magnús sigraði í +80 kg flokki og í opnum flokki. Sigur Magnúsar í opna flokknum var hans 20. Meira
27. mars 2005 | Erlendar fréttir | 731 orð | 1 mynd

Máli Fischers líkt við fornleifafund

Fjallað var um mál Bobbys Fischers í bandarísku dagblöðunum The Los Angeles Times og The Boston Globe um helgina og sagði hið síðarnefnda í forystugrein að málið væri næstum eins og fornleifafundur: Fischer hefði orðið heimsfrægur vegna pólitískra... Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 754 orð | 1 mynd

Mikil lífsgæði í húfi

Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, segir vonir standa til að rannsóknir á vegum Urðar Verðandi Skuldar geti leitt til bættrar meðferðar við krabbameini í blöðruhálskirtli. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 1542 orð | 2 myndir

Mikilvægum áföng um náð

Líftæknifyrirtækið Urður Verðandi Skuld hefur undanfarin ár einbeitt sér að uppbyggingu viðamikils gagnagrunns um krabbamein á Íslandi. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Móttökuathöfnin á flugvellinum fór úr böndum

FÉLAGAR í stuðningsnefnd Bobbys Fischers voru margir hverjir ósáttir við hvernig staðið var að móttökuathöfn vegna komu hans til landsins. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 347 orð

Mögnuð spenna við komu Fischers

SPENNAN magnaðist í hópi þeirra sem biðu komu Bobby Fischers á skírdagskvöld. Á Reykjavíkurflugvöll voru mætti íslenskir aðdáendur, blaðamenn m.a. frá Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 144 orð

Ný stjórn Röskvu kosin á aðalfundi

EVA Bjarnadóttir, nemandi í stjórnmálafræði, var kosin formaður Röskvu á aðalfundi félagsins. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 149 orð | 2 myndir

Passíusálmar í upplestri ungmenna

PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir víða í kirkjum landsins á föstudaginn langa. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 910 orð | 1 mynd

"Dásamlegt land með afbragðsfólki"

ÞEIR sem kunna að hafa eygt von um að Bobby Fischer myndi skipta sér eitthvað af íslensku skáklífi, nú þegar hann er laus úr prísund Japana og nýtur frelsis á Íslandi, hafa nú fengið skýr svör heimsmeistarans í þeim efnum. Hann er hættur í skákinni. Meira
27. mars 2005 | Erlendar fréttir | 190 orð

Reiknað og smjattað

BÓKAFORLÖGIN Gyldendal og Alinea gefa út kennslubækur í stærðfræði fyrir danska grunnskóla og eru þar notaðar myndir af framleiðsluvörum McDonalds, Coca-Cola og nokkurra sælgætisframleiðenda, að sögn Kristeligt Dagblad í gær. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 942 orð | 4 myndir

Safnasprengja og uppgangur

Ekkert lát virðist vera á stórhuga framkvæmdum og uppgangi nær og fjær í útlandinu þar sem listir og menning eru annars vegar, jafnvel svo að skrifari sem er ýmsu vanur verður hvumsa. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 323 orð

Samkeppni á fjarskiptamarkaði

Einkaréttur í fjarskiptum var afnuminn að fullu í ársbyrjun 1998 "og þannig skapaðar aðstæður fyrir samkeppni í fjarskiptum hérlendis frá þeim tíma," segir í grein á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Skákin spillt en vill hitta Spasskí

BOBBY Fischer skákmeistari hvíldi sig í gær, laugardag, eftir viðburðaríka sólarhringa á leið sinni til landsins og viðtöl við erlenda og innlenda fjölmiðla. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 2050 orð | 2 myndir

Skiptir það máli hver á grunnnetið?

Hvaða máli skiptir það almenning hvort grunnnetið verður áfram hluti Landssímans eða ekki? Hér er vöngum velt yfir því, og svara leitað við þeirri spurningu hvað þetta margumtalaða fyrirbæri, grunnnet, er eiginlega. Skapti Hallgrímsson kynnti sér málið. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 82 orð

Stórhljómsveit á tónlistarhátíð

Eldri nemendur úr Tónskóla Djúpavogs héldu nýlega sína árlegu tónlistarhátíð á Hótel Framtíð. Þetta er fimmta árið sem hátíðin er haldin og var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg að venju. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 241 orð

Um 150 vélsleðar afskráðir í fyrra

Í FYRRA voru um 200 nýir snjósleðar skráðir hér á landi en um 150 afskráðir. Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi hjá Sjóvá, segir að sterkur grunur leiki á að talsvert sé um að óskráðir vélsleðar séu í notkun. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Um 1.900 óskráðir fólksbílar í umferðinni

FYRIR helgi voru, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu, um 1.900 fólksbílar ótryggðir í umferð. Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi hjá Sjóvá, segir alltof mikið um ótryggða bíla í umferðinni. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 164 orð

Umferðarráð vill 2+1-veg í Svínahrauni

UMFERÐARRÁÐ telur algerlega óviðunandi annað en að Suðurlandsvegi milli Selfoss og Reykjavíkur verði breytt í 2+1-veg með vegriði á milli akstursstefna. Var gerð einróma samþykkt á fundi í Umferðarráði 17. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 353 orð | 2 myndir

Ummæli vikunnar

Sjáum bara til hvað þeir gera. Hverjar eru ákærurnar? Bobby Fischer skákmeistari, sem kom til Íslands á skírdag, var spurður á blaðamannafundi í fyrradag hvort hann hefði áhyggjur af því að Bandaríkjamenn myndu krefjast þess að fá hann framseldan. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 138 orð | 2 myndir

Ungviðið leikur sér

ÞORRI Þokkason heitir hrútlamb sem borið var í heiminn 17. febrúar sl. á bænum Hlíð undir Austur-Eyjafjöllum. Þorri er ávöxtur sumar- eða haustástar tvævetlu, sem fyrst var sett á fyrir hvað hún var lítil. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð

Veiðimenn að hrekjast frá Íslandi?

HARALDUR Eiríksson, sem ráðinn hefur verið markaðs- og þjónustufulltrúi Stangaveiðifélags Reykjavíkur, SVFR ehf., segir að verð á veiðileyfum og hátt gengi krónunnar sé að hrekja marga erlenda laxveiðimenn frá Íslandi. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 417 orð

Veldur mikilli skerðingu á minni og athygli

VÍSINDAMENN hafa varað við nýjum sjúkdómi sem leggst á fólk sem starfar í upplýsinga- og þekkingargeiranum. Fram kemur í frétt á vef Jyllands-Posten að sjúkdómurinn líkist stressi en leggist á heila fólks og skerði minni og eftirtekt þess. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 703 orð | 4 myndir

Vetur allt árið

Veturinn er árstíð Arcanum ferðaþjónustunnar umfram aðrar. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson brugðu sér á Mýrdalsjökul með Benedikt og Andrínu í Arcanum. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 151 orð

Vélstjórar knýja á um alþjóðlega skipaskrá

STJÓRN Vélstjórafélags Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að stofna hið fyrsta til íslenskrar alþjóðlegrar skipaskrár með tilheyrandi hliðarráðstöfunum. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Vildum sýna Fischer hlýhug

"ÉG ER afar glaður og ánægður með að hafa loksins fengið hann heim," sagði Guðmundur G. Þórarinsson, stuðningsmaður Fischers, þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá honum við heimkomu Bobbys Fischers. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 204 orð

Vissi af pöntun sem gerð var hjá heildsölu

BJÖRN Davíðsson, þróunarstjóri netfyrirtækisins Snerpu á Ísafirði, segist skelfast það ástand sem skapast geti ef grunnnet Landssímans verði selt með fyrirtækinu, eins og stjórnvöld ráðgera. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 583 orð | 1 mynd

Vorveiðin í augsýn

Nú eru ekki nema örfáir dagar í að veiðivertíðin hefjist og vafalaust kominn fiðringur í margan veiðimanninn. Úr mörgum veiðistöðum er að velja, a.m.k. á Suður- og Vesturlandi. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð

Vörður ánægður með Héðinsfjarðargöng

VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir ánægju með að samgönguráðherra hafi tilkynnt um tímaramma framkvæmda við Héðinsfjarðargöng. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Yfirgengileg grimmd í þjóðfélaginu

"Grimmdin í þjóðfélaginu, og ekki síst viðskiptasamfélaginu, er yfirgengileg. Áður fyrr gátu samkeppnisaðilar átt fínustu samskipti og heiðarleg þótt þeir tækjust á, t.d. á bókamarkaðnum. Meira
27. mars 2005 | Innlent - greinar | 837 orð | 3 myndir

Þegar Stjáni píanó (Stebbi strý) bar sigurorð af Pittigrilli, flugliða Balbos

Oft eiga skáldverk sér stoð í raunveruleikanum. Pétur Pétursson hafði lengi haft tilgátu um það hver hefði verið fyrirmyndin að Stebba strýi í smásögu Halldórs Laxness, Ósigur ítalska loftflotans. Svarið fann hann í bók eftir Árna Bergmann eftir tilvísun Þórs Whitehead. Meira
27. mars 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Ökumaður bifhjóls slasaðist í árekstri

ÖKUMAÐUR bifhjóls slasaðist þegar bíl var ekið í veg fyrir hjólið á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á skírdag. Slysið varð með þeim hætti að bifhjólinu var ekið í suðurátt eftir Kringlumýrarbraut en bifreiðinni í norðurátt. Meira

Ritstjórnargreinar

27. mars 2005 | Reykjavíkurbréf | 2800 orð | 2 myndir

26. marz

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kynnti allsherjarþingi samtakanna sl. mánudag skýrslu sína með tillögum um róttækustu breytingar á starfsemi og skipulagi SÞ frá stofnun þeirra við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Meira
27. mars 2005 | Staksteinar | 338 orð | 1 mynd

Fréttir af Fischer

Kvikmyndin Rashomon eftir Akira Kurosawa kom upp í hugann þegar fylgst var með útsendingum Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 frá komu skákmeistarans Bobbys Fischers til Íslands að kvöldi skírdags. Meira
27. mars 2005 | Leiðarar | 957 orð

"Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós"

Einn fallegasti sálmurinn, sem sunginn var í kirkjum landsins á nýliðnum bænadögum, er "Á föstudaginn langa" eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Davíð sagði sr. Meira

Menning

27. mars 2005 | Tónlist | 270 orð | 1 mynd

Af því bara?

ÉG VIL taka undir þau sjónarmið sem komu fram í frábærri grein Árna Tómasar Ragnarssonar og Steins Jónssonar um óperumálið í Morgunblaðinu á skírdag. Meira
27. mars 2005 | Menningarlíf | 1461 orð | 1 mynd

Biblía sellóleikarans

Gunnar Kvaran ætlar að flytja allar sellósvítur Bachs á tvennum tónleikum í Salnum á miðvikudag og sunnudag. Inga María Leifsdóttir ræddi við hann um þessi öndvegisverk sellósins. Meira
27. mars 2005 | Fjölmiðlar | 91 orð | 1 mynd

Dularfullt Kaldaljós

KVIKMYNDIN Kaldaljós er eftir Hilmar Oddsson frá 2004 og er byggð á sögu Vigdísar Grímsdóttur. Kaldaljós segir sögu af tvennum tímum í lífi Gríms Hermundarsonar. Ástríkri barnæsku Gríms lýkur alltof fljótt þegar hann verður fyrir miklu áfalli. Meira
27. mars 2005 | Kvikmyndir | 718 orð | 1 mynd

Fanga sál dalsins

Sjónvarpið sýnir í kvöld heimildarmynd um Austurdal í Skagafirði, mannlíf og menningu í einni af náttúruperlum landsins. Meira
27. mars 2005 | Bókmenntir | 25 orð | 1 mynd

Hús skáldsins opið

GLJÚFRASTEINN - hús skáldsins er opið kl. 10-17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 5868066, netfang:... Meira
27. mars 2005 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

Hvar fékkstu herðaslána?

MARTHA Stewart er áhrifamikil kona í bandarísku samfélagi og setur mark sitt á ýmsa tískustrauma. Það flokkast yfirleitt ekki undir glæsilegan lífsstíl að koma úr fangelsi en þrátt fyrir það getur Martha komið af stað tísku á slíkum stundum. Meira
27. mars 2005 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

... Jack Sparrow

KVIKMYNDIN Sjóræningar Karíbahafsins (Pirates of the Caribbean: Curse of the Black Pearl) varð mikill sumarsmellur árið 2003. Átti hún það vel skilið því myndin er sérstaklega skemmtileg, bæði spennandi og gamansöm. Meira
27. mars 2005 | Tónlist | 147 orð | 4 myndir

Léku í Royal-lyftiduftsbúningum og fánalitum

STUÐMENN lögðu undir sig Royal Albert Hall i Lundúnum á fimmtudagskvöldið. Höllin, sem er einn frægasti og glæsilegasti tónleikastaður heims, tekur um 5.500 manns í sæti en gestir voru um 3. Meira
27. mars 2005 | Fjölmiðlar | 399 orð

Lindu-buffið góða

KVIKMYNDIR eru og hafa alltaf verið eitt allra vinsælasta sjónvarpsefni sem upp á er boðið. Hér áður fyrr, á tímum Gufunnar einnar, voru "allar" bíómyndirnar tvær hápunktur sjónvarpsvikunnar hjá svo fjölda mörgum. Meira
27. mars 2005 | Kvikmyndir | 440 orð | 1 mynd

Mannbjörg í Rúanda og undirheimar New York-borgar

VERÐLAUNAMYNDIN Hótel Rúanda verður sýnd á Alþjóðlegu íslensku kvikmyndahátíðinni - Icelandic International Film Festival 2005 - sem hefst 7. apríl. Meira
27. mars 2005 | Tónlist | 202 orð | 1 mynd

Radiohead komin á kreik

JONNY Greenwood, gítarleikari Radiohead, gefur í skyn í nýlegu viðtali við Guardian að vinna við næstu plötu sé hafin. "Við erum að æfa um þessar mundir," segir hann. "Og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Meira
27. mars 2005 | Kvikmyndir | 117 orð | 1 mynd

Sideways-stjarna í Spiderman 3

LEIKARINN Thomas Haden Church mun fara með hlutverk erkióvinar Köngulóarmannsins eða Spiderman í þriðju myndinni um ævintýri vefspunamannsins slynga. Meira
27. mars 2005 | Tónlist | 796 orð | 2 myndir

Tómhyggjan er pönk

Tónlistarmaðurinn sem kallar sig Boy From Brazil hefur átt býsna ævintýralega ævi. Hann segir að á áttunda áratugnum hafi hryðjuverkamenn verið eins og glysrokkarar, en nú séu þeir komnir í dauðarokkið. Meira
27. mars 2005 | Tónlist | 247 orð

TÓNLIST - Fríkirkjan í Reykjavík

Gabríel Fauré: Sálumessa auk nokkurra annarra verka í flutningi Kammerkórs Seljakirkju undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Orgelleikur: Lenka Mateóva og Jón Bjarnason. Einsöngur: Þorvaldur Þorvaldsson og Melanie Adams. 22. mars. Meira
27. mars 2005 | Tónlist | 513 orð | 1 mynd

Vínartónleikar í nýjum íþróttasal

Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór. Konsertmeistari: Greta Guðnadóttir. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Miðvikudaginn 23. mars. kl. 20.00. Meira
27. mars 2005 | Fjölmiðlar | 125 orð | 1 mynd

Þrjár konur

STUNDIRNAR ( The Hours ) er margverðlaunuð bandarísk bíómynd frá 2002. Þetta er sagan af því hvernig skáldsagan Frú Dalloway eftir Virginiu Woolf hefur áhrif á þrjár konur sem allar þurfa að gera það upp við sig hvort lífið sé þess virði að lifa því. Meira
27. mars 2005 | Kvikmyndir | 96 orð | 1 mynd

Ætlar ekki að leika sjálfur

HOLLYWOODSTJARNAN Ben Affleck ætlar að færa sig á bak við myndavélina en hann hefur skrifað undir samning um að leikstýra sinni fyrstu mynd. Myndin verður gerð eftir bókinni Gone, Baby, Gone , sem er eftir höfund Mystic River , Dennis Lehane. Meira

Umræðan

27. mars 2005 | Aðsent efni | 435 orð

Auðun Georg Ólafsson - starfsheiður að veði

STARFI fréttastjóra á fréttastofu, sem landsmenn eiga og hafa treyst best, hefur verið úthlutað. Viðtakandi er góður drengur og sölumaður og á vini á góðum stöðum. Eða svo er talið. Meira
27. mars 2005 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Fasteignasali og ekki fasteignasali

Ragnar Thorarensen fjallar um starfsskyldur og lög fasteignasala: "Stefna og markmið félagsins eru skýr en það er að í náinni framtíð muni þeir einir starfa við fasteignasölu sem til þess hafa lögbundin réttindi." Meira
27. mars 2005 | Velvakandi | 415 orð

Fermingar Í ÞESSUM mánuði fermist fjöldi unglinga og því kjörið tækifæri...

Fermingar Í ÞESSUM mánuði fermist fjöldi unglinga og því kjörið tækifæri að fjalla um ferminguna. Eins og allir kristnir menn vita er fermingin staðfesting á skírninni. Meira
27. mars 2005 | Aðsent efni | 593 orð | 1 mynd

Hver er á móti?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjallar um þá ákvörðun borgarstjóra að fella niður leikskólagjöld: "Líklegt er að R-listinn leggi til að fjórða skrefið verði stigið árið 2010 eða 2011, þannig að stærsti hlutinn af þessari ákvörðun R-listans á að gerast á næsta kjörtímabili og þar næsta, árin 2010-2014." Meira
27. mars 2005 | Aðsent efni | 99 orð | 1 mynd

Ingibjörg Sólrún verði formaður Samfylkingarinnar

ÞEGAR Ingibjörg Sólrún kom fyrst inn í sal borgarstjórnar árið 1982 varð á svipstundu ljóst að þar var foringi mætt til leiks. Vinnubrögð hennar í minnihluta voru ný og fersk. Hún kannaði hvert mál til hlítar og lét aldrei blekkjast. Meira
27. mars 2005 | Aðsent efni | 334 orð | 1 mynd

Maður en ekki hvalur

Ögmundur Jónasson fjallar um umfjöllun um málefni Bobbys Fischers: "Það er hins vegar ein hætta í málinu: Að áfergja fjölmiðla að gæða sér á "viðfangsefninu" komi til með að smækka okkur niður úr öllu valdi." Meira
27. mars 2005 | Aðsent efni | 330 orð | 1 mynd

Óskadraumurinn?

Kristján Þór Júlíusson gagnrýnir hvernig forysta Reykjavíkurborgar stendur að kynningum á stefnumálum sínum: "...frumkvæði R-listans í þessu máli er tær snilld og vandséð að nokkurt sveitarfélag á Íslandi geti nokkurn tímann náð þessum væntanlegu hæðum í þjónustu við íbúa sína." Meira
27. mars 2005 | Aðsent efni | 854 orð | 1 mynd

Ótvíræður leiðtogi

Rannveig Guðmundsdóttir fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar: "Sagan kennir okkur að af og til koma fram á sjónarsviðið stjórnmálamenn sem hefur tekist að breyta gangi sögunnar." Meira
27. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 178 orð

Til hvers eru sóknarprestar?

Frá Þuríði Vilhjálmsdóttur: "ÉG VAR bara ósköp venjuleg kona í Garðasókn, átti mann og tvo unga drengi og lifði hamingjusömu lífi. Einn dag kom áfallið, maðurinn minn lést skyndilega og heimurinn hrundi." Meira

Minningargreinar

27. mars 2005 | Minningargreinar | 1727 orð | 1 mynd

ERNST ZIEBERT PÁLSSON

Ernst Ziebert Pálsson fæddist í fríríkinu Danzig (Gdañsk) 12. janúar 1933. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Franz Paul Ziebert, þaklagningameistari, f. 17. nóvember 1899 í Krakau (Kraków) í Póllandi, d. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2005 | Minningargreinar | 1470 orð | 1 mynd

GUÐRÍÐUR UNNUR SALÓMONSDÓTTIR

Guðríður Unnur Salómonsdóttir fæddist í Steig í Mýrdal 25. maí 1924. Hún lést á líknardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Kópavogi að morgni miðvikudagsins 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Gunnarsdóttir frá Steig, f. 30.9. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2005 | Minningargreinar | 931 orð | 1 mynd

JÓN V. JÓNSSON

Jón Valdimars Jónsson fæddist í Keflavík 10. ágúst 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Valdimarsson, f. 3. júní 1894, d. 14. janúar 1923, og Jóna Lilja Samúelsdóttir, f. 27. apríl 1889, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2005 | Minningargreinar | 1874 orð | 1 mynd

KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

Kristbjörg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjarvík í Kaldrananeshreppi á Ströndum 6. febrúar 1924. Hún lést á hjartadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ragnar Guðmundsson, f. 13. janúar 1900, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2005 | Minningargreinar | 459 orð | 1 mynd

MAGDA AGNETHE JENSEN VIGFÚSSON

Magda Agnethe Jensen Vigfússon, húsmóðir, fæddist í Viborg í Danmörku 20. júní 1909. Hún lést 11. mars síðastliðinn. Magda ólst upp hjá afa sínum, Henrik, og ömmu, Dorotheu. Móðir Mögdu var Karolina Maria Sofia Jensen, d. 17. september 1961. Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2005 | Minningargreinar | 1895 orð

SIGURLÍNA SNORRADÓTTIR

Sigurlína Snorradóttir fæddist á Akureyri 23. ágúst 1956. Hún lést á heimili sínu 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 12. desember 1919, og Snorri Arinbjarnarson mjólkurfræðingur, f. 6. nóvember 1926. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

27. mars 2005 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

60 ÁRA afmæli. Á morgun, 28. mars, annan í páskum, er sextugur Grétar Pálsson flugumferðarstjóri, Hrauntungu 45, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum í Flugröst, Nauthólsvík, milli kl. 16 og 19 á... Meira
27. mars 2005 | Auðlesið efni | 105 orð | 1 mynd

Bobby Fischer kominn til Íslands

BOBBY Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, kom til Íslands frá Japan á skírdag. Beið hópur manns á Reykjavíkurflugvelli þegar hann lenti. Hann hafði setið í fangelsi í Japan í níu mánuði. Alþingi veitti Fischer íslenskan ríkisborgararétt í... Meira
27. mars 2005 | Fastir þættir | 164 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Sjónarspil. Norður &spade;KG4 &heart;D83 ⋄DG54 &klubs;D92 Vestur Austur &spade;105 &spade;83 &heart;K106 &heart;ÁG74 ⋄ÁK1062 ⋄973 &klubs;874 &klubs;G1065 Suður &spade;ÁD9762 &heart;952 ⋄8 &klubs;ÁK3 Suður spilar fjóra spaða. Meira
27. mars 2005 | Auðlesið efni | 180 orð | 1 mynd

Camilla verður drottning

CAMILLA Parker Bowles verður drottning Breta ef Karl prins verður kóngur. Þetta kom fram í vikunni og vakti mikla athygli. Camilla Parker Bowles ætlar að giftast Karli Breta-prins 8. apríl. Meira
27. mars 2005 | Í dag | 32 orð | 1 mynd

Flora á Thorvaldsen

LJÓSMYNDARINN Jirí Hroník hefur opnað sýninguna "Flora" á Thorvaldsen við Austurstræti. Ljósmyndirnar eru á striga og vísar Jirí þar í náttúruna og nálgast viðfangsefnið á sérstæðan hátt. Sýningin stendur til 30.... Meira
27. mars 2005 | Í dag | 61 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þrjú ungmenni á Akureyri, Dagmey Björk Kristjánsdóttir...

Hlutavelta | Þrjú ungmenni á Akureyri, Dagmey Björk Kristjánsdóttir, Klara Margrét Gestsdóttir og Unnar Már Brynjarsson, gengu í hús í bænum á dögunum og seldu servíettur til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.071 króna. Meira
27. mars 2005 | Í dag | 19 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þær Alda Daníelsdóttir og Guðbjörg E. Guðjónsdóttir söfnuðu...

Hlutavelta | Þær Alda Daníelsdóttir og Guðbjörg E. Guðjónsdóttir söfnuðu flöskum fyrir kr. 9.045 til styrktar Rauða krossi... Meira
27. mars 2005 | Auðlesið efni | 131 orð | 1 mynd

Keflavík og Grindavík í úrslitum

KEFLAVÍK og Grindavík leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna og fer fyrsti úrslitaleikur þeirra fram í Keflavík á miðvikudagskvöldið. Meira
27. mars 2005 | Í dag | 523 orð | 1 mynd

Listalíf á Akureyri vex stöðugt

Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fædd árið 1978 í Reykjavík. Hún nam við VMA, Viðskipta- og tölvuskólann og Iðnskólann í Reykjavík, en einnig við Lahti Polytechnic í Finnlandi árið 2004 og við Myndlistarskólann á Akureyri 2002-2005. Meira
27. mars 2005 | Fastir þættir | 913 orð | 1 mynd

Líkklæðið

Enginn af helgum dómum kirkjunnar hefur verið rannsakaður jafngaumgæfilega af vísindamönnum og sá, er kallaður hefur verið Tórínó-líkklæðið. Sigurður Ægisson rekur þá sögu í pistli dagsins, þegar um gjörvallan heim er minnst sigurs lífsins yfir dauðanum. Meira
27. mars 2005 | Auðlesið efni | 82 orð

Sigurður þjálfar nýtt lið Fylkis

SIGURÐUR Valur Sveinsson, fyrrum stórskytta íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í handknattleik til næstu þriggja ára. Meira
27. mars 2005 | Í dag | 56 orð | 1 mynd

Skarfar sitja skrafandi

Hafnarfjörður | Það er svo sannarlega fallegt þegar vel viðrar í Hafnarfirði og ekki spillir fyrir fjallasýnin á Keili. Skarfar eru félagslyndar skepnur og þykir örugglega mest gaman af því að sitja og skrafa saman. Meira
27. mars 2005 | Fastir þættir | 154 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. g3 c5 3. d5 e6 4. c4 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Bg2 Bg7 8. Rf3 0-0 9. 0-0 He8 10. Bg5 a6 11. a4 Rbd7 12. He1 Dc7 13. e4 Hb8 14. e5 Rxe5 15. Rxe5 dxe5 16. d6 Dd8 17. Rd5 Bf5 18. Rc7 Hf8 19. Hxe5 h6 20. Bf4 Rd7 21. He7 g5 22. g4 Bg6 23. Meira
27. mars 2005 | Í dag | 39 orð | 1 mynd

Stabat Mater í Grindavíkurkirkju

DAGNÝ Þórunn Jónsdóttir sópran, Rósalind Gísladóttir mezzósópran og Frank Kristinn Herlufsen píanóleikari flytja verkið Stabat Mater eftir Pergolesi og aríur úr óratoríum eftir Bach, á morgun, annan í páskum kl. 14, í Grindavíkurkirkju. Meira
27. mars 2005 | Fastir þættir | 316 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur alltaf vitað að Íslendingar eru miklir keppnismenn. Meira
27. mars 2005 | Í dag | 24 orð

Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim...

Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða. (Matt. 7, 8.) Meira

Íþróttir

27. mars 2005 | Íþróttir | 98 orð

Alexander til Grosswallstadt

ALEXANDER Petersson hefur samið við þýska handknattleiksfélagið Grosswallstadt til tveggja ára og fer þangað að þessu tímabili loknu. Alexander er að ljúka sínu öðru tímabili með Düsseldorf, sem er í harðri fallbaráttu í 1. Meira
27. mars 2005 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd

* AUÐUR Sif Jónsdóttir úr Ægi setti stúlknamet í 1.500 metra skriðsundi...

* AUÐUR Sif Jónsdóttir úr Ægi setti stúlknamet í 1.500 metra skriðsundi á opna danska meistaramótinu á föstudaginn. Auður synti vegalengdina á 17:44,70 mínútum og var aðeins 5 sekúndum frá Íslandsmeti fullorðinna. Meira
27. mars 2005 | Íþróttir | 518 orð

KNATTSPYRNA Króatía - Ísland 2:1 Velika Gorica, Króatíu, Evrópukeppni...

KNATTSPYRNA Króatía - Ísland 2:1 Velika Gorica, Króatíu, Evrópukeppni 21-árs landsliða, föstudaginn 25. mars 2005. Mörk Króatíu : Neven Vukman 45., Mladen Bartulovic 81. Mark Íslands : Ingvi Rafn Guðmundsson 43. Meira
27. mars 2005 | Íþróttir | 178 orð

Naumt tap í Króatíu

ÍSLENSKA 21 árs landsliðið í knattspyrnu tapaði naumlega fyrir Króötum, 2:1, í undankeppni Evrópumótsins í Velika Gorica á föstudaginn. Ingvi Rafn Guðmundsson kom íslenska liðinu yfir á 43. mínútu eftir laglega sókn og sendingu Hannesar Þ. Meira
27. mars 2005 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Þrír leikir á boðstólum

ÞRIGGJA daga handboltaveislu lýkur í Laugardalshöllinni í dag og eins og á föstudaginn langa og í gær eru þrír leikir á boðstólum. Úrslitin ráðast í undanriðli heimsmeistaramóts 21 ára landsliða karla og Ísland og Pólland mætast í þriðja og síðasta vináttulandsleik sínum í A-landsliðum karla. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 248 orð

27.03.05

Veit nokkur hver hann er? Erum við ekki sí og æ að reyna að telja okkur og öðrum trú um að við séum svona og hinsegin án þess að hafa fyrir því nokkra aðra tilfinningu en óskhyggju, jafnvel sjálfsblekkingu? Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 87 orð

Afríkustjarnan mikla

The Great Star of Africa, eða Afríkustjarnan mikla, vegur 530,2 karöt og er hluti af Cullinan-steininum - stærsta demanti sem fundist hefur. Cullinan-steinninn vó 3.106 karöt er hann fannst í námu í Suður-Afríku árið 1905. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 637 orð | 1 mynd

Allir þurfa að vinna heimavinnuna sína

É g gerðist nýverið húsmóðir í Los Angeles. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 337 orð | 1 mynd

DAGNÝ GRÉTA ÓLAFSDÓTTIR

Þetta er svo skemmtilegt og maður er stöðugt að læra eitthvað nýtt," segir Dagný Gréta Ólafsdóttir þegar hún er spurð hvað sé eiginlega svona heillandi við hár. "Hártískan er svo fjölbreytileg. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 1814 orð | 11 myndir

Demantar dýrasta djásnið

Demantur. Orðið er dregið af forngríska orðinu adamas eða ósigrandi og óneitanlega er harka þessa konungs gimsteina slík að fátt fær á honum unnið, enda demanturinn harðasta náttúrulega efni sem finnst hér á jörðu og harðasta steind sem vitað er um. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 6654 orð | 9 myndir

EIGIN HERRA

Veit nokkur hver hann er? Erum við ekki sí og æ að reyna að telja sjálfum okkur og öðrum trú um að við séum svona og hinsegin án þess að hafa fyrir því nokkra aðra tilfinningu en óskhyggju, jafnvel sjálfsblekkingu? Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 279 orð | 2 myndir

Fyrsti bikarinn í höfn

Þegar Þorvaldur Steinsson tók átta ára við fyrsta bikarnum sínum í fótbolta var það enginn minni háttar spámaður sem rétti honum verðlaunagripinn. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 272 orð | 2 myndir

Gagntekinn af geimferðum

Það var ekki lítil upphefð fyrir 10 ára einlægan geimferðaaðdáanda að fá tækifæri til þess að hitta hetjuna sína, Neil Armstrong geimfara, í eigin persónu einn góðan júnídag árið 1967. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 264 orð | 2 myndir

Heillaður af íslensku sólarlagi

Ég man þetta eins og þetta hefði gerst í gær," segir Gunnar Þorsteinsson, þegar hann er beðinn um að rifja upp þegar hann hitti Richard Nixon Bandaríkjaforseta við Bessastaði í maí árið 1973 þegar leiðtogafundur Nixons og Pompidou Frakklandsforseta... Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 940 orð | 1 mynd

Hæ, ég heiti Sarah og verð þjónninn ykkar

Þ að sama á við um mat og flest annað í Bandaríkjunum. Það er hægt að finna allt sem maður vill, ef maður er reiðubúinn að leita að því og borga fyrir það. Viltu fisk frá Íslandi, grænmeti frá Ítalíu og kjöt frá Japan? Ekki málið. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 286 orð

Í félagsskap fræga fólksins

Íþróttahetjur, kóngafólk, Hollywood-leikarar, leiðtogar, viðskiptajöfrar, listamenn, poppstjörnur - heimurinn er fullur af þekktum einstaklingum eins og vikublöð og slúðurdálkar dagblaðanna bera glöggt vitni og einhvern veginn er eins og fræga fólkinu... Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 99 orð

Koh-i-noor

Steinninn er líklega einn þekktasti demantur sem um getur. Sagan segir að hann hafi verið tekinn úr eigu indverska furstans af Malwa árið 1304, eftir að hafa verið öldum saman í eigu fjölskyldunnar. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 467 orð | 10 myndir

Konfektkassar í kjörbúð lífsins

Það gerir ekki Flugu mein að vera úti á galeiðunni hverja helgi og róa sem mest hún má. Þrátt fyrir tvær fermingarveislur hjá Flugufrænkum þessa helgi var ekkert slegið af í skemmtanalífinu. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 72 orð | 1 mynd

Litadýrð diskósins

Snyrtivörufyrirtækið Mac hefur tileinkað diskódrottningunni Diana Ross nýja litalínu sem komin er á markað. Línan einkennist af glitri og glans þar sem bleikir litir eru áberandi, bæði í varalitum og kinnalitum. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 149 orð

Læknislyf og ólyfjan

Lítið ber á demöntum í Evrópu á tímabilinu í kringum 1000 e.Kr. enda áttu tengsl steinsins við rómverska verndargripi og austurlensk töfratákn lítt upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 166 orð | 1 mynd

Mannleg bókastoð

Eflaust kannast einhverjir við myndina framan á þessari bók. Þarna er á ferð listamaðurinn Sigurður Guðmundsson í verki sínu Extention [Framlenging] frá 1974, að segja má í hlutverki bókastoðar. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 807 orð | 1 mynd

Með friðarverkfæri í frosti og vindi

Ég hef í mörg ár alltaf verið að styrkja einhver málefni en í þetta sinn ætla ég að styrkja sjálfan mig með því að fara á svolítið bæjarrölt," segir farandsöngvarinn og goðsögnin JoJo glaðhlakkalega en þessa dagana er hann að undirbúa ferðir út á... Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 961 orð | 1 mynd

Oftast með hálfkláraða krossgátu í rassvasanum

Ég bjó sennilega til mínar fyrstu krossgátur árið 1997, líklega fimm til tíu stykki. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 67 orð | 1 mynd

Ólífur fyrir húð og hár

Ólífur leika aðalhlutverkið í nýrri húð- og hárvörulínu sem L'Occitane hefur sett á markað. Flestir þekkja góða kosti ólífuolíunnar en auk hennar er vatn ólífunnar notað í vörurnar. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 286 orð | 2 myndir

Svolítið sjokk í byrjun

Þegar Friðrik Þór Reynisson fékk 12 ára gamall stærsta verkefni sitt sem kórdrengur hjá kaþólska söfnuðinum á Íslandi var hann enginn viðvaningur enda hafði hann aðstoðað við messur frá sex ára aldri. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 136 orð

Tryggðabandið

Demantar henta óneitanlega vel í hinar ýmsu gerðir skartgripa. Demanturinn er þó líklega hvergi vinsælli en við gerð trúlofunarhringa - a.m.k. víða á Vesturlöndum, þótt önnur sé hefðin hér á landi. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 462 orð | 3 myndir

Vín

Spænsk vín njóta stöðugra og mikilla vinsælda á Íslandi og ekki að ástæðulausu. Það er löng hefð fyrir Spánarvínum og má rekja hana allt aftur til upphafs íslenskrar vínneyslu þegar menn skiptust á saltfiski og rauðvíni. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 144 orð

Vonarsteinninn

Hope-demanturinn, eða Vonardemanturinn eins og heiti hans gæti útlagst á íslensku, er efalítið einn illræmdasti demantur sögunnar. Steinninn hefur á sér orð sem sannkallaður ólukkudemantur og heitið því óneitanlega kaldhæðnislegt. Meira
27. mars 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 1052 orð | 16 myndir

Þegar Evrópustjörnurnar skinu

M argt er rætt og ritað um offramboð bandarískra og engilsaxneskra kvikmynda á meðan hlutur Evrópuframleiðslu fer minnkandi með ári hverju. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.