VIÐ Aðalstræti er risin hótelbygging í anda þeirra gömlu bygginga sem þar stóðu áður. Stendur aðalbygging Hótels Reykjavíkur Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu og þykir um margt óvenjuleg.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 131 orð
| 1 mynd
EFTIR rúmlega 50 ár í loftinu sem flugnemi, flugradíómaður, flugmaður, flugstjóri og flugrekandi lætur Arngrímur Jóhannsson af starfi sínu sem flugstjóri hjá Atlanta í dag þar sem hann nær 65 ára hámarksaldri flugstjóra 7. apríl.
Meira
Þessi unga stúlka notaði góða veðrið á páskadagsmorgun til þess að hefja byggingu á sandkastala í fjörunni við ós Norðfjarðarár. Lét hún sig það engu skipta þó ekki sé talið ráðlegt að byggja á sandi. Neskaupstað. Morgunblaðið. Neskaupstað....
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 443 orð
| 1 mynd
FYRSTA skóflustungan að leikskólabyggingu sem um leið verður viðbygging við grunnskólann á Laugarvatni var tekin nýlega. Það voru börnin á Leikskólanum Lind sem munduðu skóflur sínar til að koma verkinu í gang.
Meira
JAMES Callaghan, sem var leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra í lok áttunda áratugarins, lést á laugardag, daginn fyrir 93 ára afmælisdag sinn, segir í frétt AFP -fréttastofunnar.
Meira
DANSPARIÐ Haukur Hafsteinsson og Denise Margrét Yaghi, úr dansíþróttafélaginu Hvönn, tóku þátt í danskeppni sem fram fór í Þýskalandi um helgina og kepptu í flokki fjórtán til fimmtán ára með frjálsri aðferð.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 257 orð
| 1 mynd
EINAR Bragi, skáld og rithöfundur, lést 26. mars sl. á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, á áttugasta og fjórða aldursári. Einar fæddist 7. apríl 1921 á Eskifirði, sonur Borghildar Einarsdóttur húsmóður og Sigurðar Jóhannssonar skipstjóra.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 733 orð
| 1 mynd
Biðlaunaréttur myndast þegar starf er lagt niður Í ársbyrjun voru samningsbundnir starfsmenn Ríkisútvarpsins samtals 321, en þar af eru 37 lausráðnir. Samtals eiga 129 starfsmenn RÚV rétt á biðlaunum.
Meira
55 ÁRA íslensk kona fékk nýja lifur grædda í sig á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn aðfaranótt annars páskadags og gekk aðgerðin mjög vel að sögn eiginmanns hennar.
Meira
Grenjaðarstaður | Fjölmenni var við árlega páskavöku á Grenjaðarstað í Aðaldal, sem hófst um miðnætti páskadags til að fagna upprisuhátíð frelsarans. Um 120 manns mættu og var fullt út úr dyrum, en í sókninni eru alls 168 manns.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 1568 orð
| 2 myndir
Eftir farsælan áratuga feril sem flugstjóri og flugrekandi lætur Arngrímur Jóhannsson af störfum í stjórnklefanum. Í viðtali við Jóhannes Tómasson segist hann áfram ætla að sinna ýmsum þáttum flugsins og hann ætlar líka að leggjast í ferðalög.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 480 orð
| 2 myndir
"ÉG sat í herberginu mínu og var að vinna á tölvuna þegar vatn í flösku sem stóð á borðinu fór á hreyfingu," sagði Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins í borginni Banda Ache í Indónesíu, þegar Morgunblaðið ræddi við hana um...
Meira
STJÓRN kommúnista í Norður-Kóreu sagðist í gær hafa gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu fuglaflensu en hætta er talin á að sýkin geri út af við kjúklingarækt í landinu.
Meira
RÆTUR, hefðir og bati fyrir karla og konur er nafn á námskeiði um fíkniferlið og fjölskylduna sem Ráðgjafarskólinn stendur að um næstu helgi. Leiðbeinendur verða hjónin Jane og Craig Nakken og hefur Craig þrisvar áður verið með námskeið hérlendis.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 463 orð
| 3 myndir
Sauðárkrókur | Það var ljóst að Skagfirðingar ætluðu ekki að missa af fjörinu síðastliðið laugardagskvöld, þegar saman leiddu hesta sína Hljómar úr Keflavík og Karlakórinn Heimir í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki, í magnaðri tónlistarveislu.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 274 orð
| 1 mynd
LJÓSBRÁ Baldursdóttir varð Íslandsmeistari í opnum flokki í brids ásamt eiginmanni sínum, Matthíasi Þorvaldssyni, og meðspilurum þeirra, feðgunum Karli Sigurhjartarsyni og Snorra Karlssyni, Sævari Þorbjörnssyni og Magnúsi E.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 126 orð
| 1 mynd
DÓMARINN í réttarhöldunum yfir bandaríska tónlistarmanninum Michael Jackson í Kaliforníu ákvað í gær að heimila sækjanda að leiða fram vitni vegna fimm gamalla mála, engin málanna hafa fyrr verið til meðhöndlunar í réttarhöldum.
Meira
ÍBÚI í Kaupmannahöfn, sem fór út að viðra hund sinn í gærmorgun, fann búk af manni í Adelgade í borginni. Á laugardagsmorgun fundust hlutar úr líki mannsins í sorpgámi í Klerkegade, í nokkur hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem búkurinn fannst.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 276 orð
| 1 mynd
Í BRÉFI tólf yfirlækna við LSH til heilbrigðisráðherra, dagsettu í febrúar sl., er m.a. bent á að læknaráð hafi endurtekið ályktað um alvarlegan stjórnkerfisvanda spítalans, en hvorki hafi verið tekið tillit til álitsgerða né ályktana læknaráðs.
Meira
ÞORSKUR sem veiðst hefur að undanförnu er víða magur og magi fisksins galtómur. Þórarinn Kr. Ólafsson, fiskverkandi hjá Þrótti í Grindavík, segir að þorskurinn hafi verið þannig á sig kominn í allan vetur og það sé óvanalegt.
Meira
NEÐRI deild fráfarandi þings í Mið-Asíuríkinu Kirgistan lét í gær tímabundið völdin í hendur þings sem kosið var í umdeildum kosningum í landinu fyrir skömmu til að reyna að lægja deilur í landinu.
Meira
ÍSLAND er ásamt Kanada, Grænlandi, Sviss, Svíþjóð og Finnlandi talið öruggasta landið til kvikmyndagerðar, samkvæmt úttekt Aon, næststærsta tryggingafyrirtækis heims. Þetta kemur fram í frétt á vef breska dagblaðsins Telegraph .
Meira
"ÉG stóð þarna vaggandi og var ekki viss hvort þetta væri skjálfti í mér sjálfri eða jörðinni," segir Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins í Banda Aceh í Indónesíu, um upplifun sína af jarðskjálftanum.
Meira
ÓLAFUR Ingi Skúlason frá Arsenal og Emil Hallfreðsson frá Tottenham Hotspur voru í gærkvöldi kallaðir inn í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu, fyrir vináttulandsleikinn gegn Ítölum sem fram fer í Padova annað kvöld.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 151 orð
| 1 mynd
Á laugardaginn fyrir páska mældist yfir 15 stiga hiti á Norðurlandi, bæði á Dalvík og á Sauðanesvita við Siglufjörð. Á páskadag urðu hlýindin mest í Borgarfirði og varð hitinn hæstur 17,3°C á Húsafelli.
Meira
BANDARÍSKA dagblaðið The Washington Post birti leiðara í gær undir fyrirsögninni Hneisa Íslendinga og gagnrýndi þar harkalega Alþingi fyrir að hafa veitt skákmeistaranum Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 707 orð
| 1 mynd
JÓHANNES M. Gunnarsson, starfandi forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, segist spurður um gagnrýni tólf yfirlækna á meintan stjórnunarvanda stofnunarinnar, að spítalanum sé þvert á móti prýðilega stjórnað.
Meira
Þrjár litlar stelpur tóku þátt í hefðbundnum páskaeggjaleik á lóð Hvíta hússins í Washington í gær. Þær eru klæddar regngöllum enda ekki vanþörf á því. Svo mikið var úrhellið að á endanum varð að binda enda á...
Meira
SIMON Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem sendi á páskadag frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fischer ríkisborgararétt.
Meira
FJÖLMENNI var á undirbúningsstofnfundi Selaseturs Íslands ehf. sem haldinn var í Félagsheimili á Hvammstanga í síðustu viku. Jóhann Albertsson kynnti undirbúningsvinnu starfshóps sem varð til á atvinnuráðstefnu Húnaþings vestra árið 2003.
Meira
NÝR sjálfshjálparhópur fyrir fullorðin börn geðfatlaðra verður formlega stofnaður í dag, þriðjudaginn 29. mars, kl. 19.00 í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7 í Reykjavík. Markmiðið er að þátttakendur geti deilt reynslu sinni og sótt stuðning í hópinn.
Meira
ÖKUMAÐUR svokallaðs átthjóls, sem slasaðist alvarlega við Gufuskála á laugardag þegar hjólið valt, var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans á páskadag.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 104 orð
| 1 mynd
Blönduós | Það eru ekki allir aufúsugestir í kirkjum landsins. Hinn útsjónarsami fugl starrinn hefur fundið sér leið inn í loftræstikerfi kirkjunnar á Blönduósi og gert sér þar hreiður undangengin ár.
Meira
BÍRÆFNI þjófa virðast lítil takmörk sett ef marka má aðfarir þeirra á bílastæðum við Kópavogskirkju og Digraneskirkju á skírdag. Á meðan fermingarathafnir fóru fram notuðu þjófarnir tækifærið og gengu á bíla sem í voru fermingargjafir.
Meira
ÞING Ísraels hafnaði í gær tillögu um að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirhugaðan brottflutning herja og landtökumanna gyðinga frá Gazasvæðinu í sumar. Með þessu hefur síðustu hindrun vegna brottflutningsins verið rutt úr vegi.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 1133 orð
| 1 mynd
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Páli Torfa Önundarsyni, yfirlækni blóðmeinafræðideildar á Landspítala - háskólasjúkahúsi og forstöðumanni kennslu í blóðsjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands: "Á LSH hefur á undanförnum árum...
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 159 orð
| 1 mynd
ÍSLAND er meðal þeirra landa sem sjónum er beint að í nýrri klukkustundarlangri heimildamynd um vetni sem nefnist The Hydrogen Age eða Vetnisöldin. Þetta kemur fram í frétt á vef C21 Media net .
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 148 orð
| 1 mynd
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að bréfi frá tólf yfirlæknum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi um stjórnunarvanda LSH, sem ráðherra fékk í hendur í febrúar sl., verði svarað formlega á næstunni.
Meira
29. mars 2005
| Erlendar fréttir
| 352 orð
| 2 myndir
Jan Egeland, sem hefur umsjón með neyðaraðstoð fyrir Sameinuðu þjóðirnar, sagðist í gær vonast til að hægt yrði að senda þyrlur í birtingu í dag til að kanna ástandið á vesturströnd Súmötru. Sagði hann að um 10.
Meira
LÆKNARÁÐ Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur endurtekið ályktað um alvarlegan stjórnkerfisvanda LSH en hvorki hefur verið tekið tillit til álitsgerða né ályktana ráðsins, að því er fram kemur í bréfi tólf yfirlækna við spítalann til...
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 109 orð
| 1 mynd
Veðurblíðan í Þingeyjarsýslu um páskahelgina hefur sjaldan verið meiri og víða er orðið vorlegt. Hjá Vilhjálmi Grímssyni, bónda á Rauðá, hefur verið mikið um að vera í útihúsunum undanfarið því þar hafa fæðst á annan tug kiðlinga.
Meira
LÖGREGLAN í Suður-Afríku hefur handtekið mann í Jóhannesarborg og er hann grunaður um að hafa föndrað við umferðarljós til að reyna að valda árekstrum. Hann segist hafa unnið verkið fyrir tvö fyrirtæki sem reka dráttarbíla.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 69 orð
| 2 myndir
ÞESSIR nemendur heimsóttu Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári.
Meira
29. mars 2005
| Innlendar fréttir
| 258 orð
| 1 mynd
Andstaðan við Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni virðist þessa dagana ekki sízt koma úr röðum ungra sjálfstæðismanna. Einn þeirra, Heiðar Lár Halldórsson, skrifar á Frelsi.
Meira
Ég hef fjallað um það áður á þessum vettvangi hve góð stemmning skapast gjarnan á þeim sumartónlistarhátíðum sem haldnar eru víðs vegar um landið, þegar sömu gestir sækja allt að ferna tónleika heila helgi í sumarblíðu og við kjöraðstæður.
Meira
BÓKASAMSTEYPAN Random House í Þýskalandi tryggði sér á dögunum útgáfuréttinn á glæpasögu Ævars Arnar Jósepssonar, Svörtum englum. Bókin er ennfremur tilnefnd til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna í ár.
Meira
Auður Guðjohnsen mezzósópran kom fram ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara og fluttu þau lög eftir Tryggva M. Baldvinsson, Debussy, Fauré, Bizet og fleiri. Miðvikudagur 23. mars.
Meira
Sveit Pete Doherty , Babyshambles, er komin í hljóðver í Wales til að taka upp fyrstu breiðskífuna sína. Ætlunin er sú að sveitin loki sig af, en hljóðverið er víst æði afskekkt.
Meira
Vestfirðingar blésu í annað sinn til Rokkhátíðar alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, um páskahelgina. Svavar Knútur Kristinsson heimsótti Ísafjörð og varð vitni að þessari sérstöku vestfirsku rokkhátíð.
Meira
HINN ástsæli ísfirski trúbador Skúli Þórðarson lék á síðustu hátíð einn síns liðs á kassagítarinn og söng hrjúfri röddu sálma ógæfumannsins, en nú tók hann með sér fullskipaða rokksveit, Sökudólgana.
Meira
Í KVÖLD sýnir Ríkissjónvarpið seinni þáttinn af tveimur um Food and Fun-hátíðina sem haldin var í Reykjavík í lok febrúar. Þetta var í fjórða sinn sem hátíðin var haldin og er það mál manna að aldrei hafi tekist eins vel til.
Meira
Leikstjórn: Hideo Nakata. Handrit: Ehren Kruger eftir sögu Kôji Suzuki og kvikmynd Hiroshi Takahashi. Kvikmyndataka: Gabriel Beristain. Aðalhlutverk: Naomi Watts, Simon Baker, David Dorfman, Elizabeth Perkins, Gary Cole og Sissy Spacek. 111 mín. BNA UIP 2005.
Meira
GRUFF Rhys, söngvari Super Furry Animals, tók lagið með heimasveitinni Unaðsdal, en þeir drengir sérhæfa sig í grasrótarsveitatónlist. Þar lék Gruff tónlist af einyrkjaplötu sinni, sem hann gaf út nýlega.
Meira
Í KVÖLD sýnir sjónvarpsstöðin Sýn beint frá fjórða leik í einvígi Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Intersportdeildarinnar, sem fram fer á heimavelli ÍR-inga í Seljaskóla.
Meira
Hannes Jónsson fjallar um Evrópumál: "Það væri lítið vit í því að fórna þessari mestu auðlegð okkar fyrir aðild að ESB, sem færði okkur lítið sem ekkert hagstæðari efnahags- og viðskiptakjör..."
Meira
Ástráður Eysteinsson svarar Jakobi F. Ásgeirssyni: "Farið hefur verið fram á afsökunarbeiðni af minna tilefni en hér blasir við. Vera kann að Jakobi vaxi slíkur gjörningur í augum."
Meira
Birgir Finnbogason fjallar um ferð forseta Íslands til Kína og hvernig staðið er að þeirri ferð: "Flest fyrirtæki í ferðaiðnaði á Íslandi eru lítil og þurfa fremur á stuðningi hins opinbera að halda fremur en beinni samkeppni úr þeirri átt."
Meira
Haraldur Sverrisson fjallar um afkomu bæjarsjóðs Mosfellsbæjar: "Sveitarfélagið er þó enn nokkuð skuldsett en tekist hefur að breyta rekstrarforsendum á þann hátt að það geti staðið undir skuldbindingum og skuldir á íbúa lækki."
Meira
RÁÐNING fréttastjóra Ríkisútvarpsins er hneyksli. Með henni var vegið að trúverðugleik fréttastofunnar. Með henni var vegið að faglegum og viðurkenndum vinnubrögðum við ráðningu starfsfólks.
Meira
Frá Birni B. Sveinssyni: "NÚ ERU sennilega flestir Íslendingar að fagna komu "týnda sonarins", snillingsins fræga sem eitt sinn sat á íslenskri grund og tefldi skák! Sagt er að nýtt líf fæðist þá gamalt hró líður undir torfu."
Meira
Frá Hrólfi Hraundal: "ÞÓ AÐ skák sé allra góðra gjalda verð er óþarfi að tapa sér alveg sem væri hér einn allsherjar vitlausraspítali. Það er ætlast til þess af siðuðu fólki að það haldi sönsum, jafnvel þótt orðhvatur, úreltur skákmaður sé á ferð."
Meira
Frá Guðmundi Jónasi Kristjánssyni, bókhaldara: "SÍMON Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem hefur nú enn einu sinni hlutast til um íslensk innanríkismál, og skorað á íslensk stjórnvöld að svipta Robert Fischer skákmeistara nýfengnum íslenskum ríkisborgararétti."
Meira
Tilræði við hagsmuni sumarhúsaeigenda við Þingvallavatn EF tillaga sú sem nú liggur fyrir Alþingi, um að stíflan við útfallið úr Þingvallavatni verði brotin niður, verður samþykkt, eykst mý mjög við vatnið.
Meira
MÉR vitanlega hefur aldrei fyrr verið staðið ófaglega að ráðningu fréttastjóra útvarpsins. Þegar Jón Magnússon féll skyndilega frá í ársbyrjun 1968 sóttum við Ívar Guðmundsson um starfið.
Meira
Guðmundur G. Þórarinsson fjallar um málefni Bobbys Fischers: "Ég er dálítið hreykinn af því að hafa starfað með þessum öfluga hópi sem að þessu máli vann. Ég færi þeim þakkir nú þegar þeir setjast niður og þerra svitann af enni sér."
Meira
Aðalbjörg Valentínusdóttir fæddist á Hellissandi 8. febrúar 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Útskálakirkju 11. mars.
MeiraKaupa minningabók
Freddý Friðrik Þórhallsson fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1979. Hann lést í Grindavík fimmtudaginn 10. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grindavíkurkirkju 19. mars.
MeiraKaupa minningabók
Guðmunda Friðsemd Jónasdóttir fæddist á Hellissandi 30. október 1921. Hún lést á LSH sunnudaginn 6. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stykkishólmskirkju 12. mars.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Árni Jónsson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1958. Hann lést 3. mars síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 15. mars.
MeiraKaupa minningabók
Gylfi Hauksson fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1949. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi mánudaginn 14. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 21. mars.
MeiraKaupa minningabók
Hólmfríður Ósk Jónsdóttir fæddist á Dalvík 1. október 1952. Hún lést á gjörgæsludeild FSA 6. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Glerárkirkju 11. mars.
MeiraKaupa minningabók
Jóhannes Oddsson glerskurðarmeistari fæddist í Reykjavík 15. mars 1928. Hann andaðist á LSH Landakoti 26. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 3. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Hansdóttir fæddist í Reykjavík 1. september 1922. Hún lést 15. mars síðastliðinn. Móðir Jóhanna Guðlaugsdóttir, f. 10. apríl 1893, d. 5. október 1967. Faðir óskráður. Sammæðra systkini Kristínar voru Guðlaug, f. 1918, d. 1952; Guðfinna, f.
MeiraKaupa minningabók
Sigfús Guðni Sumarliðason fæddist í Félagshúsi í Ólafsvík 6. nóvember 1925. Hann lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 12. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju 24. febrúar.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Guðmundsdóttir fæddist 9. desember 1917. Hún lést 8. mars síðastliðinn og var hún jarðsungin frá Fossvogskirkju 18. mars.
MeiraKaupa minningabók
Þórarinn Brynjólfsson fæddist á Lækjarósi í Dýrafirði 10. maí 1911. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 26. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 4. mars.
MeiraKaupa minningabók
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópu, með hinn franska Thierry Breton í fararbroddi, berjast nú fyrir því að búið verði til nýtt embætti varabankastjóra í Alþjóðabankanum en þeir vilja gjarna fá evrópskt mótafl gegn hinum bandaríska Paul Wolfowitz, sem að öllu...
Meira
Nýjungar hjá Bændaferðum Á þessu ári hefur Ferðaþjónusta bænda skipulagt 24 bændaferðir til útlanda, en seint á sl. ári sameinuðust Ferðaþjónusta bænda og Bændaferðir. Fyrsta ferðin verður farin 21. apríl og endað á aðventuferð í nóvemberlok.
Meira
"Við hjónin kunnum hvorugt að strauja skyrtur, þess vegna fer ég með allar okkar skyrtur hingað," segir kona um leið og hún sækir þvottinn sinn til Hrefnu Smith.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, 29. mars, er fimmtug Sjöfn Sigbjörnsdóttir sjúkraliði, Fífurima 18, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Ólafur Steinþórson, eru á Kýpur á...
Meira
Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 21. mars lauk þriggja kvölda tvímenningskeppni félagsins. Heldur slakari mæting var síðasta kvöldið og því var spilað í einum 14 para riðli.
Meira
SVEIT Ferðaskrifstofu Vesturlands sigraði með yfirburðum í úrslitakeppni Íslandsmótsins í brids sem fram fór um bænadagana og lauk sl. laugardag. Hlaut sveitin 256 stig en sveit Eyktar, meistaranna frá í fyrra, varð önnur með 238 stig.
Meira
Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig. (Matt. 7, 6.)
Meira
LISTAKONAN Anna Hallin opnaði á laugardag sýninguna Hugarfóstur - Kort af samtali í sýningarsal FUGL (Félags um gagnrýna myndlist), Skólavörðustíg 10.
Meira
32. SKÁLDASPÍRUKVÖLDIÐ verður haldið í kvöld á Kaffi Reykjavík kl. 21 þar sem fimm af "Kópavogsskáldunum" svokölluðu munu lesa upp. Þau eru: Birgir Svan Símonarson, Kristján Hreinsson, Eyþór Rafn Gissurarson, Eyvindur P.
Meira
Víkverji er áhugasamur um íslenskt mál og furðar sig stundum á því hvað fagheiti af ýmsu tagi enda oft á viðskeytinu "maður". Tökum starf Víkverja sem dæmi, blaðamaður. Það er afskaplega ófrumlegt og dauft orð.
Meira
PALESTÍNUARABINN Abbas Suan er þjóðhetja í Ísrael eftir að hann skoraði jöfnunarmark Ísraela, 1:1, gegn Írum í undankeppni HM í knattspyrnu á laugardaginn, með miklum þrumufleyg á síðustu mínútu leiksins.
Meira
* ARNAR Sigurðsson , Íslandsmeistari í tennis, hélt áfram sigurgöngu sinni með Pacific Tigers í bandarísku háskólakeppninni um páskana. Pacific lék þrjá leiki á Flórída , vann Cornell 4:3 en tapaði 3:4 fyrir Central Florida og 2:4 fyrir South Florida .
Meira
AUÐUR Sif Jónsdóttir úr Sundfélaginu Ægi setti stúlknamet í 400 metra skriðsundi á opna danska meistaramótinu í Óðinsvéum á páskadag, og sigraði þá jafnframt í unglingaflokki í greininni.
Meira
* Á HEIMASÍÐU Chelsea er sagt að Eiður Smári Guðjohnsen eigi við smávægileg meiðsli að stríða á læri og þess vegna hafi hann ekki leikið með landsliði Íslands gegn Króatíu og Ítalíu .
Meira
ÁSTHILDUR Helgadóttir lék sinn fyrsta heila knattspyrnuleik í rúmlega ár á páskadag. Hún spilaði þá með liði sínu, Malmö FF frá Svíþjóð, gegn Barcelona í úrslitaleik á alþjóðlegu móti á Spáni, Mediterrean Cup.
Meira
BJÖRGVIN Páll Gústavsson, markvörður úr HK, var valinn besti leikmaðurinn í HM-riðlakeppni 21 árs landsliðanna í Laugardalshöll sem lauk á páskadag.
Meira
FJÖGUR mörk á fimmtán mínútum færðu Englendingum stórsigur á Norður-Írum, 4:0, í 6. riðli undankeppni HM á Old Trafford í Manchester á laugardaginn.
Meira
JON Dahl Tomasson, sóknarmaður Dana, og Morten Olsen landsliðsþjálfari gagnrýndu harkalega heimavöll sinn, Parken í Kaupmannahöfn, eftir sigur á Kasakstan, 3:0, í undankeppni HM á laugardaginn.
Meira
ÓLAFUR Ingi Skúlason, fyrirliði 21 árs landsliðsins og leikmaður Arsenal, og Emil Hallfreðsson, leikmaður Tottenham, voru í gærkvöldi kallaðir inn í íslenska A-landsliðshópinn í knattspyrnu sem býr sig undir vináttulandsleikinn gegn Ítölum í Padova...
Meira
FRAKKAR gerðu sitt þriðja markalausa jafntefli á heimavelli í 4. riðli þegar þeir fengu Svisslendinga í heimsókn á laugardaginn. Þeim mistókst að ná forystunni í riðlinum en þar sem Ísrael og Írland skildu einnig jöfn, 1:1, er riðillinn hnífjafn.
Meira
HINN 48 ára Fred Funk sigraði á Players-meistaramótinu í golfi á Sawgrass-vellinum í Flórída, en mótinu lauk seint í gærkvöldi. Hann lék á 9 höggum undir pari. Funk er elsti sigurvegari í sögu mótsins.
Meira
* GRÉTAR Rafn Steinsson lék sinn annan A-landsleik og þann fyrsta í rúm þrjú ár þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Arnar Þór Viðarsson í upphafi síðari hálfleiks gegn Króatíu í Zagreb á laugardaginn.
Meira
KVENNALANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu fellur um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA sem gefinn var út um páskana. Ísland er í 18. sæti en var áður í því sautjánda.
Meira
* JÓN Arnór Stefánsson skoraði 17 stig fyrir Dynamo St. Petersburg þegar lið hans tapaði, 79:81, fyrir Dynamo Moskva í rússnesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld. St. Petersburg er í 7.
Meira
MARCELLO Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, gerði þónokkrar breytingar á landsliðshóp sínum frá leik gegn Skotum í undankeppni HM - fyrir leikinn gegn Íslandi í Padova á morgun.
Meira
MARGT var jákvætt í æfingaleikjum íslenska landsliðsins í handknattleik við Pólverja í Laugardalshöll um páskana. Leikmenn rifu sig á fætur þegar með þurfti en á móti kom að vörnin virkaði oft ekki vel og mörg opin færi fóru forgörðum.
Meira
THAWORN Wiratchant frá Taílandi sigraði á Evrópumótinu sem fram fór í Jakarta í Indónesíu en hann er annar kylfingurinn frá Taílandi sem sigrar á Evrópumótaröðinni. Wiratchant lék á 25 höggum undir pari og þrívegis á 63 höggum, og samtals á 255 höggum.
Meira
ÍTALIR náðu fimm stiga forystu í 5. riðli undankeppni HM þegar þeir unnu Skota, 2:0, í Mílanó á laugardaginn. Andrea Pirlo, leikmaður AC Milan, skoraði bæði mörkin með þrumufleygum beint úr aukaspyrnum, á 35. og 85. mínútu.
Meira
"VIÐ vorum í dag mun betra liðið og ég er mjög sáttur við það," sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið eftir sigur í þriðja leik gegn Pólverjum á sunnudaginn, 31:30.
Meira
SKÍÐAMÓT Íslands 2005 verður haldið í Tindastóli við Sauðárkrók um næstu helgi. Skíðasamband Íslands ákvað þetta í gær eftir að ljóst varð að mótið gæti ekki farið fram í Bláfjöllum og Skálafelli.
Meira
SNÆFELL leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik annað árið í röð eftir sigur á Fjölni, 80:77, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í Stykkishólmi á laugardaginn. Snæfell vann einvígið, 3:0, og mætir Keflavík eða ÍR í úrslitunum.
Meira
"ÉG er mjög ánægður með að við náðum að tryggja okkur rétt til að leika í lokakeppninni í Ungverjalandi. Það er spennandi sumar framundan," sagði Arnór Atlason, eftir sigur á Austurríkismönnum í síðasta leiknum.
Meira
ÞAÐ var góð stígandi í leik íslenska ungmennalandsliðsins í handknattleik þegar það lagði Austurríkismenn, Hollendinga og Úkraínumenn að velli í undankeppni heimsmeistaramóts 21 árs landsliða í Laugardalshöll.
Meira
ANNIKA Sörenstam frá Svíþjóð sigraði með miklum yfirburðum á fyrsta stórmóti ársins á mótaröð atvinnukvenna í golfi en Sörenstam var átta höggum betri en næsti keppandi og var þetta í áttunda sinn sem hún vinnur á stórmóti.
Meira
"VIÐ spiluðum vel í fyrsta leiknum og þeim þriðja, en vorum ekki nægilega góðir í öðrum leiknum, sem við töpuðum," sagði Birkir Ívar Guðmundsson markvörður eftir þrjár viðureignir gegn Pólverjum.
Meira
"ÉG átti von á að við myndum vinna þennan riðil því við erum með úrvalslið í höndunum. Liðið er reynslumikið, strákarnir hafa spilað lengi saman og það hefur verið hlúð vel að þeim í gegnum tíðina svo að þetta voru úrslit eins og ég átti von á.
Meira
Vorið nálgast og margir bíða spenntir eftir að grasið grænki og ekki seinna vænna að undirbúa garðvinnuna í tíma og viða að sér upplýsingum. Grasflatir þar sem mosi og blómplöntur þrífast eru víða vandamál.
Meira
Nýjar fullkláraðar íbúðir í Reykjavík voru mun færri á síðasta ári en árið á undan eða 671 á móti 872 á árinu 2003, en það ár var lokið við fleiri nýjar íbúðir en verið hafði um langt árabil.
Meira
Við eyðum miklu púðri í að ræða um hitakerfi húsa, hvaða kerfi skuli velja, stýringu og lagnaefni. Minna er rökrætt um neysluvatnskerfin en svo kemur að hreinlætistækjunum; þá færist fjör í leikinn.
Meira
Við Aðalstræti er risin glæsileg hótelbygging í anda þeirra gömlu bygginga, sem þar stóðu áður. Aðalbyggingin er fyrir ofan Landnámsskálann en í honum verður skálarústin varðveitt. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessa nýbyggingu.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Gimli er nú með til sölu fallegt 111,4 ferm. einbýli í Bráðræðisholtinu. "Húsið er hæð og ris og stendur á frábærum stað í botnlanga," segir Hákon Svavarsson hjá Gimli.
Meira
Fram undan er tími sumarbústaðanna, enda vorið á næsta leiti. Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu sumarbústaður á Þingvöllum. Þetta er timburhús, 92 ferm. að stærð auk 35 ferm. bílskúrs. Auk þess fylgir 26 ferm. sólstofa, gufubað og 9 ferm. geymsla.
Meira
Vantar svalahandrið á svalirnar eða skjólveggi í garðinn? Þá væri ráð að skoða Guardi-álgirðingar sem fyrirtækið Steinasteinn, Eyjarslóð 9, flytur inn. Þær er hægt að fá í öllum litum Á heimsíðu fyrirtækisins má sjá fjölda mynda af vörum þess.
Meira
Fasteignasalan Garður hefur nú til sölu tvö hús á Tálknafirði, annars vegar 194,8 fermetra hús, Skrúðhamra, Strandgötu 20, sem hefur verið notað sem gistiheimili, bæði að hluta til auk íbúðar og í heild sinni, og hins vegar Hópið, 187 fermetra...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.