Greinar miðvikudaginn 30. mars 2005

Fréttir

30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 242 orð

Allt að fjórðungshækkun á síðasta ári

VERÐ á sumarhúsum og jörðum undir sumarhús hefur hækkað umtalsvert að undanförnu, og hækkaði um allt að fjórðung á síðasta ári, að mati fasteignasala, sem rætt var við. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 35 orð

Alþingi kemur saman í dag

ALÞINGI kemur saman að nýju í dag eftir páskafrí. Þingfundur hefst kl. 13.30. Á dagskrá eru níu fyrirspurnir til ráðherra. Meðal annars verður spurt um meðferðarúrræði í fangelsum, hvalveiðar í vísindaskyni og rækjuveiðar í... Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 212 orð

Alþjóðasamband blaðamanna lýsir stuðningi við fréttamenn RÚV

ALÞJÓÐASAMBAND blaðamanna, IFJ, hefur lýst yfir stuðningi við fréttamenn Ríkisútvarpsins í baráttu þeirra gegn ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 34 orð

Árekstur á Rauðarárstíg

HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á Rauðarárstíg í Reykjavík um klukkan 14 í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar urðu þó ekki slys á fólki en bílarnir skemmdust mikið og voru fluttir á brott með... Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Bandaríkin styðja Annan áfram

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er gagnrýndur í nýrri skýrslu nefndar sem rannsakar áætlun samtakanna um sölu á olíu frá Írak þegar viðskiptabann á landið var í gildi. Annan er þó ekki sakaður um spillingu í skýrslunni. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Baujurnar merktar fyrir grásleppuvertíðina

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN fyrir Norðurlandi, frá Skagatá að Fonti, mátti hefjast í dag en heimilt var að byrja að leggja kl. 8 í morgun. Vertíðin nú er þriðjungi styttri en áður og er það vegna góðra aflabragða á vertíðinni í fyrra. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð

Braust inn í bíla í eigu hestamanna

KARLMAÐUR var handtekinn á mánudag grunaður um að hafa brotist inn í bíla við reiðhöll Sörla í Hafnarfirði á meðan eigendur bílanna brugðu sér í útreiðartúr. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd

Doktor í hjúkrunarfræði

*SIGRÍÐUR Gunnarsdóttir varði doktorsritgerð í hjúkrunarfræði við University of Wisconsin í Madison í Bandaríkjunum hinn 20. september sl. Ritgerðin, sem er á ensku, nefnist "Attitudinal Barriers to Cancer Pain Management in Iceland". Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 843 orð | 1 mynd

Ef maður hefur frumkvæðið fylgja allir með

Ísafjörður | "Bara svona þokkalega. Það góða við það að starfa hér er að það er hægt að framkvæma nærri allt - allir eru til í að rétta hjálparhönd. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 665 orð | 2 myndir

Ekkert lát á sterkum skjálftum

MIKILLAR skelfingar gætir á eyjunni Nias í Indlandshafi, þar sem búa um 600.000 manns, en ástandið er furðugott miðað við aðstæður, að sögn Ómars Valdimarssonar, sendifulltrúa Rauða kross Íslands á svæðinu. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 139 orð

Erlingskvöld í bókasafninu

Reykjanesbær | Hið árlega Erlingskvöld Bókasafns Reykjanesbæjar, til heiðurs Erlingi Jónssyni listamanni verður haldið fimmtudagskvöldið 31. mars næstkomandi. Listamaðurinn, sem býr í Osló, verður viðstaddur. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Fagnaði sigri á Íslandsmóti

HEIÐRÚN Sigurðardóttir og Guðni Freyr Sigurðsson fögnuðu sigri í kvenna- og karlaflokki á Íslandsmótinu í hreysti, sem fram fór á Akureyri um páskana. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fjögur innbrot tilkynnt

FJÖGUR innbrot í bíla, íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Fjölskylduferð í blíðunni

Akureyri | Veðrið lék við Akureyringa um páskana og notuðu margir helgina til útivistar. Gunnar Larsen sölu- og markaðsstjóri Brims fór í siglingu með fjölskyldu sína og systur sinnar út að Hjalteyri á skútunni Gógó. Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Fordæmdu "engla dauðans"

NOKKRIR íbúar í Trípólí, höfuðborg Líbýu, stóðu fyrir mótmælum fyrir framan hæstarétt landsins í gær en þá tók dómurinn fyrir áfrýjun fimm búlgarskra hjúkrunarfræðinga og palestínsks læknis sem á sínum tíma voru sakfelld og dæmd til dauða fyrir að hafa... Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 155 orð

Fréttamönnum rænt í Írak

ÞRIGGJA rúmenskra blaðamanna, tveggja karlmanna og einnar konu, er saknað í Írak. Skýrði rúmenska utanríkisráðuneytið frá því í gær en fólkið var í Írak á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Prima TV . Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Frístundabóndi á Blönduósi

HULDA Leifsdóttir, húsmóðir á Brekkunni á Blönduósi, er náttúrubarn að eðlisfari. Hún stundar fjárbúskap ekki fjarri heimili sínu á Brekkunni og er með 7 ær á fóðrum. Ær Huldu eru langt í frá litlausar utan ein sem hvít er og ber nafnið Lauga. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fundi frestað vegna veikinda Rainiers

ÞINGMANNAFUNDI smáríkja í Evrópu, sem hefjast átti í Mónakó á morgun, fimmtudag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veikinda Rainiers fursta af Mónakó. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Fögnuðu lausn Fischers

STUÐNINGSMENN skákmeistarans Roberts Fischers í Namibíu urðu himinlifandi þegar fréttin um komu meistarans til Íslands var kunngjörð. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð

Grjóthrun á veginn veldur vandræðum

Hornafjörður | Mikið grjóthrun hefur komið á veginn í Hvalnes- og Þvottárskriðum það sem af er vetri, og hefur talsvert tjón orðið á ökutækjum sem farið hafa um. Kostnaður við að hreinsa grjót og aur af veginum er um 4 milljónir króna á ári. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Hjólað í sund

Allir skólar landsins hefja störf að nýju í dag eftir páskana. Gylfi, Daði og Benedikt eru hressir ellefu ára strákar í Hafnarfirði, sem notuðu vel síðasta dag páskaleyfisins og brunuðu á hjólunum sínum í... Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 250 orð

Hreyfingin var niður, ekki upp

JARÐSKJÁLFTINN við Súmötru í fyrradagolli ekki flóðbylgju vegna þess, að jarðskorpan hlýtur að hafa gengið niður en ekki upp. Var það haft eftir breskum jarðskjálftafræðingi í gær. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Hvetur konur til að keppa á hestamótum

"MIG langaði til að finna leið til þess að hvetja konur til að keppa meira, því það er mikið af konum í hestamennsku sem eru á góðum hestum en finnst þær ekki eiga erindi í keppni," segir Hulda G. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Íhuga að krefjast framsals Fischers

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur vísað til dómsmálaráðuneytisins erindi bandarískra yfirvalda þess efnis að þau íhugi að fá Bobby Fischer framseldan til Bandaríkjanna. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 22 orð

Íshokkílandslið kvenna Rangt bankanúmer birtist í frétt í blaðinu 24...

Íshokkílandslið kvenna Rangt bankanúmer birtist í frétt í blaðinu 24. mars sl. um íshokkílandslið kvenna leggur í langferð. Rétt númer er... Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Kemst ekki í nám en sópar að sér verðlaunum

"ÞAÐ hefur ekkert gengið hjá mér að komast inn í Iðnskólann - ég hef ekki enn komist inn," segir Heiða Helgadóttir áhugaljósmyndari, sem gert hefur tvær árangurslausar tilraunir til að komast að í ljósmyndaranám í Iðnskólanum í Reykjavík. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Kennir margra grasa

HANDVERKSFÉLAGIÐ Dyngjan, er nafn á samtökum handverksfólks í Mývatnssveit. Þau starfrækja markað í Reykjahlíð yfir sumarið. Nú þegar vorið kemur snemma með birtu, yl og ferðamenn hafa þau opnað markað sinn um helgar. Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 168 orð

Kennsl borin á líkið

DANSKA lögreglan veit nú hver maðurinn er, sem fannst myrtur og sundurlimaður í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum. Sögðu tennur hans og tannlæknaskýrslur til um það. Maðurinn hét Torben Vagn Knudsen og starfaði sem leigubílstjóri. Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 85 orð

Khodorkovskí fái 10 ára dóm

RÚSSNESKIR saksóknarar kröfðust þess í gær að auðkýfingurinn Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi olíurisans Yukos, yrði dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir skattsvik og fjárdrátt. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð

Koma Fischers

Einar Kolbeinsson orti þegar Bobby Fischer var látinn laus: Stöðugt vesen, strögl og raus, stöðu gaf oss slíka: Til framtíðar er Fischer laus, og fjandinn reyndar líka. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Leikskólinn Brimver orðinn 30 ára

LIÐIN eru þrjátíu ár síðan efnt var til leikskólastarfs á Eyrarbakka. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð

Líður varla sá dagur að ekki sé óskað eftir lóð

MARGRÉT Sigurðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir áhuga á sumarhúsalóðum hafa aukist jafnt og þétt síðustu misseri. "Það líður varla sá dagur að það sé ekki hringt í mig og óskað eftir sumarbústaðalóðum í sveitarfélaginu.... Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 233 orð

Lítið gengur að koma saman stjórn í Írak

HVORKI gengur né rekur á íraska þinginu að koma saman stjórn í Írak en nú eru að verða liðnir tveir mánuðir frá kosningum í landinu. Þá hefur ekki enn tekist að finna þinginu forseta vegna ágreinings milli þingmanna en embættið er frátekið fyrir... Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 585 orð | 1 mynd

Lítil aðsókn og aðstæður erfiðar

SKÍÐASVÆÐIN í Hlíðarfjalli á Akureyri og Böggvisstaðafjalli á Dalvík voru opin um páskana, þrátt fyrir að aðstæður til skíðaiðkunar hafi verið frekar erfiðar. Hins vegar hefur skíðasvæðið í Tindaöxl í Ólafsfirði verið lokað frá því í lok janúar. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 82 orð

Má heita Tímoteus en ekki Tímótheus

MANNANAFNANEFND hefur m.a. komist að þeirri niðurstöðu, að eiginnöfnin Tímoteus, Estefan og Andrá uppfylli ákvæði laga um mannanöfn en nöfnin Tímótheus, Sven og Anndrá ekki. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð

Með amfetamín vafið í plast í munninum

LÖGREGLAN á Selfossi sá í til manns í annarlegu ástandi að morgni sl. mánudags þar sem hann var staddur á Eyravegi. Þegar rætt var við manninn var greinilegt að hann var með eitthvað upp í sér sem hann var að reyna að kyngja en gat ekki. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð

Metaðsókn í páskasund | Aðsóknin í sundlaugina á Dalvík í páskafríinu...

Metaðsókn í páskasund | Aðsóknin í sundlaugina á Dalvík í páskafríinu var sú mesta sem verið hefur yfir bænadaga og páska, og þá fimm daga sem páskafríið stóð komu 1.802 gestir í laugina, eða að meðaltali 360 á dag. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Mikið tjón varð í eldsvoða í lagerhúsnæði í fyrrinótt

MIKILL eldur kom upp í lagerhúsnæði byggingarfyrirtækisins Húsaklæðningar á Skemmuvegi 42 í Kópavogi, í fyrrinótt. Íbúar í Breiðholti urðu eldsins fyrst varir og tilkynntu um eldinn klukkan 3.24. Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Mikill viðbúnaður dregur úr áfallinu

ÁSTANDIÐ á eyjunni Nias á Indlandshafi er furðu gott miðað við aðstæður, þó að þar gæti mikillar skelfingar eftir harðan jarðskjálfta á mánudag. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Mikill viðbúnaður þegar á hjálparsvæðunum

EKKI virðist þörf á frekari fjárútlátum til hjálparverkefna vegna skjálftans á mánudag að mati Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands (RKÍ). Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Miklar byggingarframkvæmdir fyrirhugaðar

Túnin | Öll hús við Borgartún 26 verða rifin og reist 5-8 hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði á reitnum verði deiliskipulag fyrir reitinn, sem nú hefur verið auglýst, að veruleika, en í dag er fyrirtækið Bílanaust til húsa á reitnum. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 221 orð

Mótmæla fækkun ferða Baldurs

Vesturbyggð | Bæjarráð Vesturbyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar að fella niður seinni föstudagsferð ferjunnar Baldurs frá og með 1. apríl nk., en ferjan siglir milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjánslækjar. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 78 orð

Mótmæla styttingu framhaldsskólanáms

STOFNAÐ hefur verið Félag vinstri manna Menntaskólans í Reykjavík. Á nýlegum fundi stjórnar félagsins var samþykkt ályktun þar sem hafnað er tillögum menntamálaráðherra um styttingu náms til stúdentsprófs. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 482 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt að fólki berist hjálpin fljótt

SVISSNESKI fiskræktandinn Rudolf Lamprecht, sem á þrjár jarðir ofan við Vík Mýrdal og hyggur á stórfellda fiskrækt í ám og vötnum þar á svæðinu, rekur umfangsmikið fiskeldi á austurströnd Súmötru og hyggst á næstunni taka þátt hjálparstarfi á eyjunni... Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Nokkur átthjól í notkun hérlendis

HIÐ svonefnda átthjól, sem karlmaður lenti undir við Gufuskála um páskana með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega, er sjaldgæft torfærutæki hérlendis. Fáein tæki eru þó til og hefur Flugmálastjórn Íslands m.a. tekið slík tæki í notkun. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 201 orð

Ný pressa hjá Endurvinnslunni

NÝ og mjög öflug pressa til böggunar á pappírs- og plastúrgangi hefur verið tekin í notkun hjá Endurvinnslunni á Akureyri. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Óhrædd í vetrarbúningi

Eina skothríðin sem beið þessarar sakleysislegu rjúpu, sem spókaði sig í sólinni í nágrenni Þórshafnar á páskadag, var frá myndavél ljósmyndarans. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Páskamáltíð lágfótu

Sandgerði | Hann var ekki styggur þessi refur sem nagaði vænginn á páskamáltíðinni sinni í makindum sínum nokkra metra frá veginum milli Sandgerðis og Keflavíkur þegar ljósmyndari átti leið hjá á öðrum degi páska. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 568 orð

"Afleikur hjá Íslendingum"

Dálkahöfundur The Boston Globe fer hörðum orðum um Bobby Fischer og spáir því að Íslendingar muni fá nóg af "heiðursgestinum". Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

"Þurfum að velja á milli tveggja góðra kosta"

HÁSKÓLARÁÐ Háskólans í Reykjavík (HR) er nú að vinna úr tillögum Garðabæjar og Reykjavíkur um framtíðarstaðsetningu skólans, og er reiknað með niðurstöðu fyrir 8. apríl. Valið stendur á milli Urriðaholtsins í Garðabæ og Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 118 orð

Raflögnum ábótavant

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofunnar skoðaði ástand raflagna og rafbúnaðar í ellefu leikhúsum og stöðum þar sem leiksýningar eru haldnar víðs vegar um land. Skoðunin leiddi í ljós að raflögnum og rafbúnaði í leikhúsum er víða ábótavant. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Ragga Gísla í frí frá Stuðmönnum

RAGNHILDUR Gísladóttir hefur tekið sér frí frá Stuðmönnum um óákveðinn tíma til að sinna eigin tónlistarsköpun. M.a. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Reistu 6 metra háan snjókarl

Suðureyri | Hann reyndist 6,36 metrar á hæð snjókarlinn sem reistur var á Suðureyri við Súgandafjörð á páskadag, en það var liður í dagskrá skíðavikunnar á Ísafirði. Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 77 orð

Reykingamenn ánægðir með reykbann

MIKILL meirihluti reykingamanna á Írlandi telur, að bannið við reykingum á opinberum stöðum hafi gefist vel. Eru 80% þeirra á þeirri skoðun en ár er nú liðið frá því lög um það tóku gildi. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 54 orð

Reyktjón í þvottahúsi

MIKIÐ tjón af völdum reyks varð í sameign í Rofabæ 27 í fyrrakvöld þegar eldur kom þar upp í þvottahúsinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út og sendi reykkafara inn í þvottahúsið til að ráða niðurlögum eldsins. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 436 orð | 2 myndir

Saka samkeppnisyfirvöld um að hafa ekki gætt jafnræðis

SKARPHÉÐINN Berg Steinarsson, stjórnarformaður 365 ljósvakamiðla ehf. og Og fjarskipta hf. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð

Samið um íþróttir

Skrifað var undir samning milli bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ og íþrótta- og tómstundafélaga í bænum um barna- og unglingastarf félaganna á dögunum. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 352 orð

Sérhæfð útgáfa fyrir lítinn markað

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum yfirstandandi árs til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum námsgreinum á framhaldsskólastigi. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Sinna vorverkum í borginni

Reykjavík | Vorverkin í borginni eru farin í gang eftir veturinn, og veitir ekki af því að hreinsa rusl á risavöxnum ryksugum og sópa upp sandi af götum og gangstéttum. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð

Skilar skýrslu innan tveggja vikna

KARL Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra, vonast til þess að nefndin geti skilað skýrslu sinni innan tveggja vikna. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 695 orð | 1 mynd

Skýrari reglur um afritun

EES-tilskipun um höfundarrétt innleidd Í undirbúningi er frumvarp til breytingar á höfundarréttarlögum. Með því er ætlunin að innleiða EES-tilskipun um samræmingu tiltekinna þátta höfundarréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu (2001/29/EB). Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Smáfugl? | Allir kannast við ábendingar um að muna eftir smáfuglunum...

Smáfugl? | Allir kannast við ábendingar um að muna eftir smáfuglunum þegar vetrarhörkurnar eru hvað mestar. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Styðja breytingu á 1. maí hátíð

FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélaganna í Reykjavík ásamt BSRB, Bandalagi háskólamanna, Kennarasambandi Íslands og Iðnnemasambandi Íslands tekur jákvætt í hugmyndir Rafiðnaðarsambands Íslands, RSÍ, að hátíðahöld 1. maí verði haldin í Laugardalnum í Reykjavík. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 62 orð

Sækja ekki grásleppuna | Grásleppusjómenn á Hólmavík hafa ekki enn lagt...

Sækja ekki grásleppuna | Grásleppusjómenn á Hólmavík hafa ekki enn lagt net þó vertíðin sé hafin og félagar þeirra á Drangsnesi hafi þegar lagt net. Fram kemur á vefnum Strandir. Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 134 orð

Telja 300 þúsund liggja í valnum

YFIR 300.000 manns hafa dáið af völdum átakanna í Darfur-héraði í Súdan, að því er fram kemur í skýrslu sem bresk þingnefnd birtir í dag. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Tónleikar undir vatnsborði

Á ÞRIÐJA hundrað manns var viðstatt svonefnda "Upprisutónleika" sem haldnir voru í sundlaug Bolungarvíkur á páskadag sem hluti af Rokkhátíð alþýðunnar - Aldrei fór ég suður. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 147 orð

Tryggingadeild útflutnings starfi áfram

TRÚNAÐARMANNARÁÐ Félags járniðnaðarmanna samþykkti í gær ályktun þar sem lýst er andstöðu við lagafrumvarp þess efnis að tryggingadeild útflutnings verði lögð niður. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 53 orð

Undirbúningur á lokastigi

UNDIRBÚNINGUR einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar vegna sölu Símans er á lokastigi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir því að nefndin skili niðurstöðum sínum á allra næstu dögum. Í skýrslunni verður m.a. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Unnu ferð fyrir fjóra til Evrópu

PÁSKALEIK Smáralindar, Nóa Síríusar og Icelandair lauk með því að aðalvinningarnir tveir voru dregnir út 23. mars sl. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 302 orð

Upplýsingar leka ekki milli sviða

EVA Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir það ekki rétt að gagnasvið Símans hafi fengið upplýsingar frá heildsölusviði Símans um leigulínur sem Snerpa á Ísafirði hafði pantað hjá heildsölusviðinu. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Úr verinu á miðvikudögum

SÉRBLAÐ Morgunblaðsins um sjávarútveg kemur nú framvegis út á miðvikudögum. Úr verinu kom fyrst út sem sérblað með Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. september 1990. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Vanur maður að verki

HLÝINDIN eru til margra hluta nytsamleg, meðal annars gluggaþvotta. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 648 orð | 1 mynd

Vefsíða þeirra sem umgangast Daða Þór

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra heimsótti Vestmannaeyjar á dögunum og ræddi við forráðamenn bæjarins og skólafólk, bæði í framhaldsskólanum og grunnskólunum. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 401 orð | 3 myndir

Verkalaunin 63 ára Þristur

VINAFJÖLD og samstarfsmenn heiðruðu Arngrím Jóhannsson, flugstjóra og stofnanda Atlanta, í gær í fögnuði sem efnt var til þegar hann hafði flogið síðustu ferð sína sem flugstjóri. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 458 orð | 2 myndir

Verslun með hvalaafurðir leyfisskyld

ÍSLENSKI örninn og íslenski fálkinn eru á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, en síðasti hluti reglugerðar um verslun með tegundir dýra og plantna í útrýmingarhættu tekur gildi um næstu mánaðamót. Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Vilja Bolton ekki sem sendiherra hjá SÞ

FIMMTÍU og níu fyrrverandi sendimenn Bandaríkjastjórnar hafa hvatt öldungadeild Bandaríkjaþings til að hafna útnefningu Johns R. Boltons sem sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Meira
30. mars 2005 | Erlendar fréttir | 539 orð | 2 myndir

Yfir 1.000 fórust í Indónesíu

Skjálftinn í fyrradag var gífurlega öflugur, mældist 8,7 á Richters-kvarða og fannst ekki aðeins í Indónesíu, heldur einnig í mörgum öðrum Suðaustur-Asíuríkjum, s.s. Malasíu og Singapore. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð

Yfir 70 þúsund hafa skilað skattframtali

UM 70 þúsund manns höfðu skilað skattskýrslu á rafrænu formi í gær. Margir hafa fengið frest til að skila skattskýrslu, en embætti ríkisskattstjóra verður með opinn þjónustusíma út þessa viku til kl. 22 á kvöldin. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð

Yfirdráttarlán hafa hækkað um 4,1 milljarð frá áramótum

YFIRDRÁTTARLÁN heimilanna námu 58,3 milljörðum króna í lok febrúar og jafngildir það 280 þúsund króna yfirdráttarláni fyrir hvern einstakling á aldrinum 18-80 ára hér á landi. Þar með hafa yfirdráttarlán hækkað um 4,1 milljarð á fyrstu mánuðum ársins. Meira
30. mars 2005 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Ævintýralegt fiskirí

FISKIRÍIÐ hjá Vísisbátunum, Sighvati GK, Hrungni GK, Páli Jónssyni GK, Kristínu GK, Fjölni GK og Frey GK, frá því kvótaárið byrjaði í september síðastliðnum hefur verið ævintýralegt þrátt fyrir erfitt tíðarfar lengst af. Meira

Ritstjórnargreinar

30. mars 2005 | Leiðarar | 1007 orð

Grunnnet, byggðastefna og Kínamúrar

Að undanförnu hafa farið fram talsverðar umræður um það hvort selja beri grunnnet Landssíma Íslands hf. með fyrirtækinu er það verður einkavætt eða hvort grunnnetið verði skilið frá Símanum og verði áfram í eigu ríkisins. Meira
30. mars 2005 | Staksteinar | 336 orð | 1 mynd

Hvað er á seyði?

Paul Krugman, dálkahöfundur hjá dagblaðinu New York Times , varar í dálki sínum í gær lýðræðisþjóðfélög við því að taka vægt á öfgamönnum: "Viljinn til að sýna trúarbrögðum annarra virðingu breytist allt of auðveldlega í afneitun: enginn vill tala... Meira

Menning

30. mars 2005 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Aniston sækir um skilnað

LEIKKONAN Jennifer Aniston hefur sótt um lögskilnað frá eiginmanni sínum, Brad Pitt, en parið skildi sem kunnugt er að borði og sæng fyrir tæpum þremur mánuðum. Meira
30. mars 2005 | Myndlist | 906 orð | 1 mynd

Auglýsingamennska, teiknikúnstir og hávísindalegur sóðaskapur

Sýningarnar standa til 17. apríl Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 349 orð | 1 mynd

Blúsað til Frelsarans

Blúshátíð í Reykjavík: Bandarískir negrasálmar. Kammerkór Hafnarfjarðar ásamt Deitru Farr og Andreu Gylfadóttur. Kjartan Valdimarsson píanó, Jón Rafnsson kontrabassi og Erik Qvick trommur. Stjórnandi: Helgi Bragason. Föstudaginn 25. mars kl. 20. Meira
30. mars 2005 | Fólk í fréttum | 865 orð | 3 myndir

Eldaði tarantúlur fyrir landkönnuði

Sigurður Hall fékk að reyna sig við óvenjulega matreiðslu á Waldorf Astoria-hótelinu í New York á dögunum, þegar hann aðstoðaði við hátíðarkvöldverð Landkönnuðaklúbbs Bandaríkjanna (The Explorers Club) þar í borg. Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 116 orð | 1 mynd

Emilíana í 8 vikur á toppnum

FISHERMAN'S Woman, nýjasta plata Emilíönu Torrini, er enn sem áður söluhæsta platan á Íslandi síðustu vikuna. Hefur platan vermt toppsæti Tónlistans í heilar átta vikur samfleytt sem er afar fágætt núorðið. Meira
30. mars 2005 | Myndlist | 281 orð | 1 mynd

Farfuglar á Mars

Opið alla daga nema mánudaga frá 12-17. Sýningu lýkur 24. apríl. Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 315 orð | 1 mynd

Fegurstur allra söngfugla

ÞAÐ gerist stundum, bara stundum, að skoðanaglaður gagnrýnandi verður gjörsamlega orðlaus af hrifningu og finnur í þokkabót varla orðin til að lýsa henni svo vel sé. Meira
30. mars 2005 | Menningarlíf | 456 orð | 1 mynd

Glæsileg ráðstefna um glerlist í Kópavogi

Ráðstefna um glerlist hefst í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, næstkomandi þriðjudag og stendur í þrjá daga. Meira
30. mars 2005 | Myndlist | 337 orð | 1 mynd

Gæti hugsað mér að læra í London

HEIÐA Helgadóttir er ung kona sem hefur vakið athygli fyrir ljósmyndir sínar. Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 398 orð | 1 mynd

Helmingsstækkuð SUF

Honegger: Pacific 231. Martinu: Óbókonsert. Franck: Sinfónía í d. Matthías Nardeau óbó; Sinfóníuhljómsveit unga fólksins u. stj. Gunnsteins Ólafssonar. Miðvikudaginn 23. marz kl. 20. Meira
30. mars 2005 | Myndlist | 32 orð | 1 mynd

Hirst sýnir í New York

SÝNING á verkum breska listamannsins Damiens Hirst var opnuð í Gagosian-galleríinu í New York um páskana. Á sýningunni getur að líta 29 olíumálverk byggð á ljósmyndum. Hirst er hér við eitt... Meira
30. mars 2005 | Leiklist | 296 orð | 1 mynd

LEIKLIST - Sauðkindin Leikfélag MK

Höfundur og leikstjóri: Gunnar Ingi Gunnsteinsson. Búningar: Brynja Ingimarsdótttir. Frumsýning í Félagsheimili Kópavogs 17. mars 2005. Meira
30. mars 2005 | Fjölmiðlar | 116 orð | 1 mynd

Læknar á vakt

BRÁÐAVAKTIN var svæfð og hefur legið í roti á meðan spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur , stóð yfir. En nú er þeirri stórskemmtilegu keppni lokið og læknarnir mættir aftur á vaktina. Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 139 orð | 1 mynd

McDonald's reynir að kaupa rappara

BANDARÍSKA skyndibitakeðjan McDonald's er sögð hafa boðið rapptónlistarmönnum greiðslu fyrir að koma "Big Mac" að í textum sínum. Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 192 orð | 1 mynd

Netlisti Tónlist.is

1. Líf - Hildur Vala Einarsdóttir 2. The Boy Who Giggled So Sweet - Hildur Vala Einarsdóttir 3. If I Had Your Love - Selma 4. Ást - Ragnheiður Gröndal 5. Galvaniser - The Chemical Brothers 6. Þú fullkomnar mig - Sálin hans Jóns míns 7. Hvers vegna? Meira
30. mars 2005 | Myndlist | 1165 orð | 3 myndir

Nían og nýjungarnar

Nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur myndasögusýningin Nían. Heimir Snorrason lýsir þeim nýja og ferska heimi sem þar opnaðist honum upp á gátt. Meira
30. mars 2005 | Fjölmiðlar | 360 orð | 1 mynd

Ósvala Ísland

BRETAR eru ekki lengur að tala um hversu svalt Ísland er eftir heimsókn Stuðmanna til London. Fyrirsögn The Daily Telegraph á gagnrýni um tónleika sveitarinnar í Royal Albert Hall er "Iceland the uncool". Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 476 orð | 1 mynd

Passía í meðallagi

J. S. Bach: Jóhannesarpassían, BWV 245. Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Dóra Steinunn Ármannsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson tenór, Bergþór Pálsson baríton, Ágúst Ólafsson bassi. Kór og Kammersveit Langholtskirkju. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Föstudaginn 25. marz kl. 16. Meira
30. mars 2005 | Bókmenntir | 113 orð | 1 mynd

Prentuð í sautján þúsund eintökum

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér nýja prentun af kiljuútgáfu af Einhvers konar ég eftir Þráin Bertelsson. Bókin hefur nú verið prentuð í sautján þúsund eintökum. Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 100 orð | 1 mynd

Rakhmaninoff á besta verkið

ANNAR píanókonsert Rakhmaninoffs er besta tónverk allra tíma að mati hlustenda bresku útvarpsstöðvarinnar Classic FM. Þetta er fimmta árið í röð sem verkið ber sigur úr býtum í árlegri könnun stöðvarinnar. Meira
30. mars 2005 | Fjölmiðlar | 259 orð | 1 mynd

Skemmtilegt kvikmyndaspjall

ÞÁTTURINN Taka tvö er á dagskrá Sjónvarpsins á mánudagskvöldum. Þeim stýrir Ásgrímur Sverrisson sem er mikil fróðleiksnáma um kvikmyndir. Í þáttunum fær hann kvikmyndaleikstjóra í heimsókn til sín og er farið yfir feril viðkomandi leikstjóra. Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 1147 orð | 4 myndir

Söngkvennaseiður

Miðvikudaginn 16.3. 2005. Meira
30. mars 2005 | Tónlist | 355 orð | 1 mynd

Tekur sér frí frá Stuðmönnum

Söngkonan Ragnhildur Gísladóttir, Ragga, er komin í frí frá Stuðmönnum um óákveðinn tíma. Ragnhildur hefur verið fastur liðsmaður í sveitinni síðan 1986. Meira
30. mars 2005 | Fólk í fréttum | 71 orð | 1 mynd

Valtað yfir ólöglega diska

EKKI minna tæki en valtara þurfti til að eyðileggja þá 60.000 diska sem safnað var saman við höfuðstöðvar lögreglunnar í Jakarta í Indónesíu. Meira
30. mars 2005 | Kvikmyndir | 158 orð | 1 mynd

Zeta-Jones sem Pamela

VELFLEST fólk yfir þrítugu man glöggt eftir Dallas þáttunum bandarísku þar sem illmennið J.R. fór mikinn en í huga margra er sú persóna hin eina sanna ímynd illskunnar. Meira

Umræðan

30. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 444 orð

888 hugleiðingar

Frá Þórði Erni Kristjánssyni, heyrnarlausum námsmanni: "ELLERT Sigurbjörnsson svarar bréfi mínu frá 26. janúar þann 28. sama mánaðar um textun á síðu 888 og er það mjög þakkarvert. Ellert segir að oftast skili textinn sér réttur á síðu 888." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Að þjóna Jóni og Gunnu

Ómar Þ. Ragnarsson fjallar um fréttastjóraskiptin á RÚV: "Mér sýnist af þessu alls ekki stefna í það að deilan hjaðni, heldur muni hún harðna og afleiðingarnar geta orðið alvarlegar." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd

Afleikur í skipulagsmálum

Atli Rafn Björnsson fjallar um skipulagsmál: "Það er skammsýni að ætla að Háskólinn í Reykjavík geti stækkað og þroskast í framtíðinni á þessum stað." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Betra að fæða börn í Danmörku en á Íslandi

Esther Ósk Ármannsdóttir fjallar um fæðingar hér og í Danmörku: "Í Danmörku þar sem ég var í verknámi voru allar fæðingarstofurnar rúmgóðar og bjartar með sérherbergi sem í var stórt baðkar, í raun tveggja herbergja fæðingarstofur." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 434 orð | 1 mynd

Bæn fyrir fermingarbörn

Sigurbjörn Þorkelsson biður fyrir fermingarbörnum: "Hjálpaðu öllum fermingarbörnum þessa vors að velja þig af hjartans einlægni sem leiðtoga lífs síns." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 937 orð | 1 mynd

Er hægt að virkja Lagarfljótsorminn?

Ingimar Sveinsson fjallar um gasmyndun í Lagarfljóti: "Skora ég á stjórnvöld að nota tækifærið áður en ísa leysir og láta kanna nánar þetta gas og í það minnsta að staðsetja nákvæmlega Þrælavakirnar til seinni athugana." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 561 orð | 1 mynd

Fjölskyldustefna í verki

Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur: "Það munar um 20 þúsund krónur á mánuði í heimilisrekstrinum en það er sú upphæð sem foreldrum í sambúð sparast í hverjum mánuði þegar áform Reykjavíkurborgar verða að fullu komin til framkvæmda." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Flensufár, fúkkalyf og skyndilausnir

Vilhjálmur Ari Arason fjallar um ofnotkun sýklalyfja: "...önnur ógn er ekki síður uggvænleg þegar til framtíðar er litið og er það þróun ónæmis baktería, bæði fyrir penicillíni og öðrum sýklalyfjum vegna ofnotkunar sýklalyfja." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 837 orð | 1 mynd

Fréttastjóramál í sögulegu samhengi

Eftir Markús Örn Antonsson: "Starfsmenn fréttastofu útvarpsins höfðu látið allt faglegt mat lönd og leið fyrirfram, er þeir lögðust gegn skipun Ívars Guðmundssonar í fréttastjórastarfið forðum. Þeir einblíndu bara á að fá einn úr sínum hópi sem hæstráðanda. Hið sama er uppi á teningnum nú ..." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 936 orð | 1 mynd

Háskólasetrið er Vestfirðingum fagnaðarefni

Eftir Einar K. Guðfinnsson: "Stofnun nýja Háskólasetursins á Ísafirði er því allra hluta vegna okkur Vestfirðingum mikið fagnaðarefni." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 809 orð | 1 mynd

Hugleiðing um spilafíkn

Júlíus Þór Júlíusson fjallar um fíkn í fjárhættuspil: "Meirihluti fólks hefur hömlur á spilagleði sinni og leggur hvorki fjárhag sinn né tilfinningalíf í rúst." Meira
30. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 518 orð | 1 mynd

Hver hefur það gott?

Frá Alberti Jensen trésmíðameistara: "STUNDUM velti ég því fyrir mér hvernig hver einstaklingurinn á fætur öðrum getur keypt eignir sem tekið hefur þjóðina áratugi að byggja upp með ærnum kostnaði." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Ísland eða Túrkmenistan - Hvað gerist fyrsta apríl?

Haukur Hauksson fjallar um ráðningu fréttastjóra RÚV: "Það er ljóst að Halldór Ásgrímsson og ungu mennirnir í kringum hann vilja fá að stjórna fréttaflutningi hjá Ríkisútvarpinu..." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 823 orð | 1 mynd

Lífvirk peptíð

Margrét Geirsdóttir fjallar um jákvæð áhrif fiskneyslu og rannsóknir á fiski: "Þessar rannsóknir benda til þess að hægt sé að framleiða afurðir úr fiskpróteinum sem hafa svipaða og jafnvel meiri virkni en þær mjólkurafurðir sem þegar hafa verið settar á markað." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 866 orð | 1 mynd

Lömbin þagna (II)

Steingrímur Þormóðsson fjallar um störf dómkvaddra matsmanna tryggingafélaga: "Með "tveggja lækna mötunum" ginna tryggingafélögin fórnarlömbin í sjálfheldu, eða öllu heldur reki fórnarlömbin á flæðisker, þaðan sem erfitt er fyrir þau að komast." Meira
30. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 661 orð

Pissað á sig fyrir tuttugu þúsund krónur!

Frá Sveini Hirti Guðfinnssyni forstöðumanni: "NÝR skemmtiþáttur á besta áhorfstíma Stöðvar 2 virðist ganga út á ýmislegt sem siðfræðingar, geðlæknar og sálfræðingar gætu rannsakað nánar og eflaust kannað hvað býr að baki þessari hegðun fólks sem það sýnir í þáttunum!" Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 526 orð | 1 mynd

"...að hugsa ekki í árum en öldum..."

Torfi Guðbrandsson fjallar um flugvöllinn í Reykjavík: "Reykjavíkurflugvelli verður ekki fórnað ef skynsamir menn fá að ráða." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 439 orð | 1 mynd

"Fagmennska" Ástráðs Eysteinssonar

Jakob F. Ásgeirsson svarar Ástráði Eysteinssyni: "En það segir sannarlega sitt um fagmennsku Ástráðs Eysteinssonar að hann skuli gera þetta aukaatriði að aðalatriði í svari sínu." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 781 orð | 1 mynd

Reykingar og rétturinn til að skaða aðra

Þorsteinn Magnússon fjallar um reykingafrumvarp fjögurra þingkvenna: "Ef ég gengi með hatt tæki ég hann nú ofan fyrir Siv og öðrum flutningsmönnum frumvarpsins." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 870 orð | 1 mynd

Ritalín-væðingin

Karen Kinchin fjallar um ritalíngjafir: "Lyfjafyrirtækin eru nú farin að slást um markaðshópa því það er mikill peningur í lyfjaiðnaðinum. Þetta eru ríkustu fyrirtæki heims í dag." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 641 orð | 1 mynd

Seljum ömmu líka

Kristófer Már Kristinsson fjallar um sölu símans: "Stjórnmálamenn mega ekki gleyma því, að við eigum Símann." Meira
30. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 427 orð | 1 mynd

Tveir fulltrúar frá Íslandi á Ólympíuleikum fatlaðra í listhlaupi á skautum

Frá Birnu Hildi Bergsdóttur: "Það var merkur dagur í lífi foreldra þroskahamlaðra laugardaginn 19. febrúar sl., þegar okkur gafst tækifæri á að sjá þá tvo fulltrúa sem Ísland sendir til Japans á Ólympíuleika fatlaðra í skautaíþróttum í næstu viku." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 570 orð | 1 mynd

Tyrkland og ESB

Andrés Pétursson fjallar um aðild Tyrklands að ESB: "Ljóst er að Tyrkland býður upp á mörg spennandi efnahagsleg og stjórnmálaleg tækifæri fyrir lönd Evrópusambandsins." Meira
30. mars 2005 | Velvakandi | 274 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Ártúnsbrekkan lokuð um páskana ÞETTA er auðvitað fáránleg fullyrðing og sjálfsagt dettur fæstum í hug að hún sé sönn, þrátt fyrir að Reykvíkingar myndu sjálfsagt geta fundið aðrar leiðir út úr borginni þessa ferðahelgi. Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 354 orð | 1 mynd

Verkfræðimenntun á Íslandi - magn eða gæði?

Steinunn Arnardóttir fjallar um nám í tæknimenntun, sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík: "Væri ekki heillavænlegra að efla verkfræðideild Háskóla Íslands en þar hefur verið lagður góður grunnur sem byggist á sérhæfðri þekkingu og áralangri reynslu?" Meira
30. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 238 orð

Vestfirðingar verða að standa saman

Frá Hallgrími Sveinssyni á Hrafnseyri: "ENGINN getur neitað því að margt hefur áunnist í samgöngumálum hér vestra á undanförnum árum. Vestfjarðagöngin voru til dæmis mikið átak og ævintýri líkust. En minnumst þess að slíkir hlutir gerast ekki af sjálfu sér." Meira
30. mars 2005 | Aðsent efni | 680 orð | 1 mynd

Viðskiptabankarnir og hlutverk Byggðastofnunar

Aðalsteinn Þorsteinsson fjallar um Byggðastofnun: "Stofnunin starfar eftir lögum um fjármálafyrirtæki og að öllu leyti í samræmi við reglur Fjármálaeftirlits og annarra eftirlitsaðila." Meira

Minningargreinar

30. mars 2005 | Minningargreinar | 1377 orð | 1 mynd

AÐALHEIÐUR K. BJARGMUNDSDÓTTIR

Aðalheiður Kristbjörg Bjargmundsdóttir fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1918. Hún lést á Landsspítalanum í Fossvogi 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjargmundur Guðmundsson, f. í Urriðakoti 16. apríl 1890, og Kristensa Kristófersdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
30. mars 2005 | Minningargreinar | 2102 orð | 1 mynd

DANÍEL GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON

Daníel Guðmundur Guðmundsson fæddist á Bíldudal 10. ágúst 1916. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorbjörg Guðmundsdóttir ljósmóðir og Guðmundur Arason verkamaður. Meira  Kaupa minningabók
30. mars 2005 | Minningargreinar | 1548 orð | 1 mynd

EINAR BRANDSSON

Einar Brandsson fæddist á Suður-Götum í Mýrdal 1. janúar 1931. Hann lést á heimili sínu 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Brandur Einarsson, f. 8. ágúst 1889, d. 1. febrúar 1969 og Guðbjörg Árnadóttir, f. 5. mars 1893, d. 7. október... Meira  Kaupa minningabók
30. mars 2005 | Minningargreinar | 199 orð | 1 mynd

EINÞÓR JÓHANNSSON

Einþór Jóhannsson fæddist í Teigargerði við Reyðarfjörð 17. febrúar 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 15. mars síðastliðinn og var útför Einþórs gerð frá Reyðarfjarðarkirkju 23. mars. Meira  Kaupa minningabók
30. mars 2005 | Minningargreinar | 1675 orð | 1 mynd

GRÉTA EMILÍA JÚLÍUSDÓTTIR

Gréta Emilía Júlíusdóttir fæddist á Vopnafirði 6. október 1922. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Stefánsdóttir, f. á Syðsta- Mói í Fljótum 21. júní 1900, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
30. mars 2005 | Minningargreinar | 2892 orð | 1 mynd

HELGI HELGASON

Helgi Helgason Árnason fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1911. Hann lést á Vífilsstöðum aðfaranótt 17. mars síðastliðins. Foreldrar Helga voru Anna Jacobine Helgason, skírð Pedersen, f. í Kaupmannahöfn 15. Meira  Kaupa minningabók
30. mars 2005 | Minningargreinar | 1174 orð | 1 mynd

JÓNAS ÞÓRÐARSON

Jónas Þórðarson fæddist á Sviðugörðum í Árnesssýslu 30. maí 1926. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði að morgni 17. mars síðastliðina. Jónas var sonur Þórðar Kr. Jónassonar bónda og útgerðarmanns á Stóru-Vatnsleysu og Þórunnar Einarsdóttur húsfreyju. Meira  Kaupa minningabók
30. mars 2005 | Minningargreinar | 1750 orð | 1 mynd

JÓN SIGTRYGGSSON

Jón Sigtryggsson fæddist á Hömrum í Laxárdal í Dalasýslu 2. september 1917. Hann lést á LSH á Landakoti mánudaginn 21. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
30. mars 2005 | Minningargreinar | 1768 orð | 1 mynd

LÁRA BECH ÞÓRARINSDÓTTIR

Lára Bech Þórarinsdóttir fæddist á Stórahrauni í Kolbeinsstaðahreppi 26. mars 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Árnason frá Stórahrauni, f. 8. ágúst 1898, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
30. mars 2005 | Minningargreinar | 506 orð | 1 mynd

REYNIR GÍSLASON

Reynir Gíslason fæddist í Miðhúsum í Garði 20. apríl 1931. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 3.8. 1898 á Brekku í Garði, d. 28.9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 97 orð

Alþjóðlegur skattaréttur í örri þróun er yfirskrift málþings...

Alþjóðlegur skattaréttur í örri þróun er yfirskrift málþings Viðskiptaháskólans á Bifröst á morgun, fimmtudaginn 31. mars. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 46 orð

Bakkavör hækkaði mest

HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu ríflega 16,5 milljörðum króna í gær. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir ríflega 1,1 milljarð. Mest hækkun varð á bréfum Bakkavarar, 1,6%, en mest lækkun varð á bréfum FL Group, -2,1%. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 186 orð | 1 mynd

Betri afkoma hjá Tæknivali

HAGNAÐUR Tæknivals hf. á síðasta ári nam 607 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var tap félagsins 289 milljónir. Eigið fé félags í lok árs 2004 var jákvætt um 250 þúsund krónur en það var hins vegar neikvætt um 608 milljónir í árslok 2003. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Gagnrýnir þýsk fyrirtæki

INNLEND fjárfesting í Þýskalandi verður að aukast eigi þýska hagkerfið að braggast frekar að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 273 orð | 1 mynd

Minni áhugi á íbúðakaupum

FRÁ síðustu áramótum hefur dregið nokkuð úr fjölda þeirra sem huga að íbúðakaupum á næstunni. Þeim sem hyggjast festa kaup á bifreið hefur hins vegar fjölgað og þá hefur þeim einnig fjölgað sem hafa í huga að ferðast til útlanda. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Olían tekin að lækka

HEIMSMARKAÐSVERÐ á hráolíu hefur tekið að lækka á ný en lokaverð á hráolíu af Brent-svæðinu í gær var 52,08 dalir/fat. Fyrir rúmri viku var verðið 55,66 dalir/fat. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 179 orð | 1 mynd

Sony gert að hætta sölu á PS 2

SONY braut lög um einkaleyfi og þarf að greiða 90,7 milljónir dala eða tæpa 5,6 milljarða íslenskra króna í skaðabætur og hætta sölu á Play Station-stjórnborðum. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Spáir 4,5% verðbólgu

GREININGARDEILD KB banka spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,4% í apríl. Fari svo verður verðbólga 4,5% á ársgrundvelli. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6% í apríl í fyrra. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 155 orð

TeliaSonera kaupir 27% í Turkcell

SÆNSK-finnski fjarskiptarisinn TeliaSonera hefur náð samkomulagi við tyrkneska fyrirtækið Cukurova um kaup á 27% hlut í farsímafyrirtækinu Turkcell. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Telja að hilli undir jafnvægi á íbúðalánamarkaðinum

GREININGARDEILD Landsbanka Íslands telur að hægt hafi á uppgreiðslu óhagstæðri íbúðalána og líklegt sé að jafnvægi muni brátt nást á íbúðalánamarkaðinum. Meira
30. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 272 orð | 1 mynd

Yfirdráttarlánin nálgast 60 milljarða á ný

HEIMILIN á Íslandi skulduðu 58,3 milljarða króna í yfirdrátt í lok febrúar en það þýðir að hver Íslendingur á aldrinum 18-80 ára skuldaði að meðaltali liðlega 280 þúsund í yfirdrátt hjá innlánastofnunum. Meira

Daglegt líf

30. mars 2005 | Daglegt líf | 648 orð | 1 mynd

Allir fæðuflokkar á matarborðið

"ENGUM blöðum er um það að fletta að fólk er farið að kalla eftir breyttu mataræði, bættri heilsu og breyttu líferni. Meira
30. mars 2005 | Daglegt líf | 346 orð | 1 mynd

Súludans fyrir alla

Konur í Bretlandi stunda súludans sem líkamsrækt, segir Laila Pétursdóttir. Meira
30. mars 2005 | Daglegt líf | 127 orð

Tíu grunnreglur

* Þú skalt ekki neyta sykurs, hvorki sýnilegs, ósýnilegs né gervisyk urs . * Borðaðu bara heilkorn og ekki meira hvítt. * Ekki forðast fitu - borðaðu rétta fitu, holla og lífræna. * Mundu að borða meira gæðaprótein. Meira

Fastir þættir

30. mars 2005 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli. Í dag, 30. mars, verður sextugur Gunnar Sæmundsson, bóndi...

60 ÁRA afmæli. Í dag, 30. mars, verður sextugur Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði . Gunnar verður að heiman í dag en hann tekur á móti gestum laugardaginn 2. apríl klukkan 20 í félagsheimilinu á... Meira
30. mars 2005 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli . Í dag, 30. mars, er 85 ára Hermína Sigurjónsdóttir...

85 ÁRA afmæli . Í dag, 30. mars, er 85 ára Hermína Sigurjónsdóttir, Furugerði 2, Reykjavík. Hún er að... Meira
30. mars 2005 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli . Í dag, 30. mars, er 95 ára Ragnheiður Hulda...

95 ÁRA afmæli . Í dag, 30. mars, er 95 ára Ragnheiður Hulda Þórðardóttir, Hamarsbraut 8, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum í Turninum í Verslunarmiðstöðinni Firði, Hafnarfirði, milli kl. 17 og 19 í... Meira
30. mars 2005 | Fastir þættir | 292 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Úrslit Íslandsmótsins. Meira
30. mars 2005 | Fastir þættir | 295 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á 13 borðum mánudaginn 21. marz. Miðlungur 264. Beztum árangri náðu í NS: Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 329 Guðjón Ottóss. - Guðm. Guðveigss. 314 Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjörnss. Meira
30. mars 2005 | Dagbók | 57 orð | 1 mynd

Fljúgandi froskar

Shanghæ | Nýstárleg uppfærsla á Svanavatninu var frumsýnd í Shanghæ í Kína um páskana. Að sýningunni stendur loftfimleikaflokkur sem leitast við að sameina vestræna danslist og austurlenska loftfimleika. Meira
30. mars 2005 | Dagbók | 235 orð | 1 mynd

Móðurskólarnir í leiklist kynntir

FRÆÐSLUDEILD Þjóðleikhússins og Símenntunarstöð Kennaraháskóla Íslands standa fyrir kynningu á móðurskólunum í leiklist, Háteigsskóla og Hlíðaskóla fimmtudagskvöldið 31. mars í Skriðu, sal Kennaraháskólans, kl. 20. Meira
30. mars 2005 | Dagbók | 464 orð | 1 mynd

Múlinn festir sig í sessi

Benedikt Garðarsson er fæddur árið 1949 á Selfossi, en hefur síðan verið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann er hárskeri að mennt og starfar sem slíkur. Benedikt hefur setið í stjórn djassklúbbsins Múlans undanfarin tvö ár. Eiginkona Benedikts er Elín Helgadóttir og eiga þau tvær dætur. Meira
30. mars 2005 | Í dag | 23 orð

Sjálfir vitið þér, að þessar hendur unnu fyrir öllu því, er ég þurfti...

Sjálfir vitið þér, að þessar hendur unnu fyrir öllu því, er ég þurfti með og þeir, er með mér voru. (Post. 20, 34.) Meira
30. mars 2005 | Fastir þættir | 219 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9. Bc4 Bd7 10. 0-0-0 Re5 11. Bb3 Da5 12. Kb1 Hfc8 13. Bg5 Dd8 14. Hhe1 Df8 15. f4 Rc4 16. Dd3 b5 17. e5 dxe5 18. fxe5 Rg4 19. e6 Rf2 20. exd7 Rxd3 21. Bxe7 Rxe1 22. Meira
30. mars 2005 | Dagbók | 65 orð | 1 mynd

Tónleikum frestað

FYRRI hluta TÍBRÁR-tónleika Gunnars Kvaran þar sem fluttar verða allar Sellósvítur Bachs hefur verið frestað til laugardagsins 2. apríl kl. 20. Heildarflutningur Gunnars á sellósvítunum fer því fram helgina 2. og 3. apríl 2005 og hefjast tónleikarnir... Meira
30. mars 2005 | Viðhorf | 864 orð

Tónlist og íþróttir

Ég sé fyrir mér daglegar fréttir frá tónlistarfréttamönnum um að þessi sveit sé að æfa þarna, önnur hafi verið að spila þarna með góðum árangri og enn önnur hljómsveit sé nú lent á Heathrow-flugvelli vegna tónleika sem fram fara í London um kvöldið. Meira
30. mars 2005 | Fastir þættir | 306 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur undanfarið verið að fylgjast með tvítugum strákum sem fyrir nokkru stofnuðu Knattspyrnufélag Vesturbæjar - KV. Meira

Íþróttir

30. mars 2005 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Clive Allen ánægður með Emil

CLIVE Allen, fyrrverandi markahrókur hjá Tottenham og fleiri liðum og núverandi unglingaþjálfari hjá félaginu, er hæstánægður fyrir hönd Emils Hallfreðssonar, sem var kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Ítölum í Padova... Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 216 orð

Eggert hættir með ÍR

Eggert Maríuson, þjálfari ÍR, var raunsær eftir leikinn og sagði Keflvíkinga í ham. "Þeir voru betri en við á öllum sviðum. Í öðrum leikhluta var munurinn orðinn mikill en við áttum ekkert leikhlé til að gera neitt í því. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Ferguson veðjar á Roy Keane

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, spáir því að Roy Keane, fyrirliði liðsins, eigi framtíð fyrir sér sem knattspyrnustjóri á Old Trafford. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

Fjórir nýliðar gegn Ítalíu?

SVO kann að fara að fjórir nýliðar fái að spreyta sig með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í kvöld þegar það mætir Ítölum í vináttulandsleik í Padova í kvöld. Hannes Þ. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 148 orð

Fjórir piltar á förum til Hearts

FJÓRIR ungir, íslenskir knattspyrnumenn fara til skoska úrvalsdeildarfélagsins Hearts um næstu helgi. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 132 orð

Framarar prófa Finna og Dana í Portúgal

ÞRÍR leikmenn, tveir frá Danmörku og einn frá Finnlandi, verða til reynslu hjá úrvalsdeildarliði Fram í knattspyrnu sem kom til Spánar í gær og dvelur þar í æfingabúðum næstu vikuna. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 130 orð

Heiðar og Brynjar Björn fá óreyndan knattspyrnustjóra

ADRIAN Boothroyd var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Watford, sem Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson leika með. Hann kemur í staðinn fyrir Ray Lewington sem var sagt upp störfum í síðustu viku. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 27 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Umspil um sæti í 8-liða úrslitakeppni karla, fyrri leikur: Kaplakriki: FH - Víkingur 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, fyrsti leikur í úrslitarimmu: Keflavík: Keflavík - UMFG 19. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 645 orð | 1 mynd

Keflavík kafsigldi ÍR fyrir hlé

MEÐ gríðarlega sterkri pressuvörn í öðrum leikhluta náðu Keflvíkingar að kaffæra ÍR-inga rækilega og ná á skömmum tíma tæplega þrjátíu stiga forystu svo að eftirleikurinn var auðveldur. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 530 orð | 1 mynd

* KJARTAN Henry Finnbogason skoraði tvö mörk á þremur mínútum og hafði...

* KJARTAN Henry Finnbogason skoraði tvö mörk á þremur mínútum og hafði áður lagt eitt upp þegar unglingalið Celtic vann Dundee , 3:1, í bikarleik í Skotlandi annan í páskum. Kjartan hefur þar með skorað 5 mörk í síðustu 5 leikjum. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 549 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR ÍR - Keflavík 72:97 Íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeild...

KÖRFUKNATTLEIKUR ÍR - Keflavík 72:97 Íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, undanúrslit, fjórði leikur, þriðjudaginn 29. mars 2005. Gangur leiksins: 2:0, 7. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 617 orð

Mikill hraði og hátt skor

ÚRSLITAEINVÍGI Keflavíkur og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik hefst í Keflavík í kvöld. Keflavík á titilinn að verja. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 138 orð

Owen slær markametið

ALAN Shearer, fyrrum miðherji enska landsliðsins og nú leikmaður Newcastle, segir að Michael Owen hafi alla burði til að velta Sir Bobby Charlton af toppnum sem markahæsta leikmanni enska landsliðsins frá upphafi. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 94 orð

Ólæti brutust út í Mílanó

STUÐNINGSMENN Skotlands, sem ganga undir nafninu Tartan Army, voru til fyrirmyndar á San Siro-leikvanginum í Mílanó þegar þeir fjölmenntu þangað til að sjá leik Ítalíu og Skotlands í undankeppni heimsmeistaramótsins sl. laugardag. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 218 orð | 2 myndir

Platini eða Beckenbauer?

MICHEL Platini segir að Franz Beckenbauer hafi frekar átt að bjóða sig til forseta UEFA fyrir tíu árum í stað þess að ætla að bjóða sig fram gegn sér - þegar Svíinn Lennart Johannsson lætur af embættinu á næsta ári. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 368 orð | 1 mynd

"Ekkert til sem heitir vináttuleikur"

"ÞAÐ er ekkert lengur til sem heitir vináttulandsleikur, en ég nota þennan leik til að verðlauna nokkur af minni félögunum á Ítalíu og þeirra leikmenn. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

"Vertu með margar legghlífar Ronaldo"

JORGE Fossati, landsliðsþjálfari Úrúgvæ í knattspyrnu, ráðlagði í gær Ronaldo, hinum þekkta sóknarmanni Brasilíu, að vera með þykkt lag af legghlífum þegar þjóðirnar mætast í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, í undankeppni HM í nótt. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Rijkaard vill að Mourinho verði refsað fyrir lygar

FRANK Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að það sé eðlilegt að Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, verði refsað en ekki liðinu, fyrir framkomu hans eftir fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 375 orð | 1 mynd

* VEIGAR Páll Gunnarsson skoraði þriðja mark norska liðsins Stabæk sem...

* VEIGAR Páll Gunnarsson skoraði þriðja mark norska liðsins Stabæk sem sigraði 2. deildar liðið Bærum , 3:1, í æfingaleik í gær. Veigar kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og innsiglaði sigur sinna manna. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 261 orð | 1 mynd

Þjóðverjar fá góðan vasapening fyrir sigur á HM

LANDSLIÐSMENN Þýskalands í knattspyrnu, undir stjórn Jürgen Klinsmann, fá hver 24 millj. ísl. kr. í vasann ef þeir verða heimsmeistarar í Þýskalandi 2006, en úrslitaleikurinn verður leikinn í Berlín 9. júlí það ár. Meira
30. mars 2005 | Íþróttir | 201 orð

Öflugur undirbúningur Þjóðverja fyrir HM

JÜRGEN Klinsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, er staðráðinn að búa lið sitt sem best undir heimsmeistarakeppnina sem verður í Þýskalandi sumarið 2004. Þjóðverjar léku gegn Slóvenum í Celje sl. laugardag, en síðan verður dagskrá liðsins þétt. 31. Meira

Úr verinu

30. mars 2005 | Úr verinu | 468 orð | 1 mynd

Aflaverðmætið jókst á síðasta ári

Á árinu 2004 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum tæpum 68 milljörðum króna en aflaverðmæti 2003 var 67,3 milljarðar króna og er aukningin á milli ára því um rúmar 679 milljónir króna eða 1%. Meira
30. mars 2005 | Úr verinu | 590 orð | 1 mynd

Dræmur áhugi á sölu til Bandaríkjanna

Mikil neysluaukning á sjávarafurðum á sér stað í Bandaríkjunum og gengisþróun dollarsins hefur mikil áhrif á markaðinn. Þetta var á meðal þess sem fram kom á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Boston sem haldin var dagana 13. til 15. Meira
30. mars 2005 | Úr verinu | 412 orð | 1 mynd

Fiskur undir steini

Sjávarútvegsblaðið Fishing News International fjallar um deiluna um norsk-íslenzku síldina í nýjasta tölublaði sínu. Meira
30. mars 2005 | Úr verinu | 1950 orð | 2 myndir

Í prósentufiskiríi á Síðugrunni

Stóru útilegubátarnir hafa verið að fiska ævintýralega á línuna. Kristinn Benediktsson brá sér í róður með Sighvati GK 57 frá Grindavík, tók myndir og skrifar hér um gang mála. Meira
30. mars 2005 | Úr verinu | 173 orð | 2 myndir

Límónu-lagarnelle með humri

Humarveiðar eru nú hafnar þó ekki sé kominn kraftur í veiðarnar. Því er íslenzkur ferskur humar orðinn fáanlegur, en einnig er væntanlega nægilegt framboð af frystum humri frá því í fyrra. Meira
30. mars 2005 | Úr verinu | 312 orð | 1 mynd

Tveir gamlir og góðir

Saman liggja þeir í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum, Sigurður VE og Júpíter ÞH, sem báðir eru í eigu Ísfélagsins. Samtals hafa þeir skilað á land 1.656.412 tonnum á löngum ferli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.