Greinar miðvikudaginn 13. apríl 2005

Fréttir

13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 28 orð

Aðalfundur Kvenréttindafélagsins

AÐALFUNDUR Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn í dag, miðvikudag, í fundarsalnum, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kl. 20. Fyrir fundinn verður haldið málþing um jafnréttismál. Framsöguerindi flytur Margrét Pála Ólafsdóttir... Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 132 orð

Af forsetahjónum

Mikill vorhugur er í Akureyringum, þó að kalsalegt sé um að litast, því víða er fáni dreginn að húni til heiðurs forsetahjónunum. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 701 orð | 1 mynd

Aukin samkeppni líkleg

Hefja þarf undirbúning breytinganna í haust Stýrihópur um framtíðarskipan flugmála leggur til að strax verði ráðist í að hrinda tillögum hópsins í framkvæmd. Fyrsta skrefið er undirbúningur lagabreytinga sem þyrfti að leggja fram á haustþingi 2005. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 335 orð

Ákærðir fyrir störf án atvinnuleyfis

SÝSLUMAÐURINN á Seyðisfirði hefur ákært tvo lettneska starfsmenn GT verktaka sem hafa unnið við Kárahnjúka fyrir að starfa hér á landi án tilskilinna atvinnuleyfa. Að kröfu sýslumanns voru þeir úrskurðaðir í farbann til 29. apríl nk. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Ánægja með lægra gjald í Hvalfjarðargöngin

VEGFARENDUR eru almennt ánægðir með lækkun veggjalds í Hvalfjarðargöngum, að sögn Sigrúnar Karlsdóttur, sem var á vakt í gjaldskýlinu í gær. "Það eru helst þeir sem kaupa stakar ferðir, á 1. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Barnaheill, FKB og SAMFOK flytja

BARNAHEILL - Save the Children á Íslandi, fræðslusamtök um kynlíf og barneignir, FKB, og samband foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, SAMFOK, hafa flutt starfsemi sína á Suðurlandsbraut 24, 3. hæð, 108 Reykjavík. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð

Bifhjólanámskeið | Almenni ökuskólinn ehf. ætlar að halda...

Bifhjólanámskeið | Almenni ökuskólinn ehf. ætlar að halda bifhjólanámskeið á Patreksfirði í byrjun maí en slíkt námskeið hefur ekki verið haldið í sveitarfélaginu í tuttugu ár. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 156 orð

Bikarmeistari | Smári Ólafsson sigraði á Bikarmóti Skákfélags Akureyrar...

Bikarmeistari | Smári Ólafsson sigraði á Bikarmóti Skákfélags Akureyrar sem lauk nýlega. Smári hlaut 7 vinninga í 9 umferðum og er þetta í fyrsta skipti sem hann sigrar á þessu móti. Annar varð Unnar Þór Backmann með 6 vinninga úr 9 umferðum. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Bitist um bitann

MIKIÐ líf er ætíð á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og þeim fjölgar sífellt fuglategundunum sem þangað sækja þegar líður á vorið. Þessir mávar bitust ákaft um brauðbita sem vegfarandi hafði hent út í... Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 288 orð

Björgólfur Thor býður í farsímaleyfi í Póllandi

BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson hefur í samstarfi við pólskt símafyrirtæki lagt fram tilboð í fjórða GSM-símaleyfið í Póllandi og einnig í svonefnt UMTS-leyfi, sem er þriðju kynslóðar flutningskerfi. Í gær voru opnuð tilboð í þessi símaleyfi í Póllandi. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 498 orð

Bush setur Sharon stólinn fyrir dyrnar

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is VERULEGUR ágreiningur er með Bandaríkjastjórn og stjórnvöldum í Ísrael um það, sem taka á við að loknum brottflutningi Ísraela frá Gaza. Kom það berlega fram á fundi þeirra George W. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 586 orð | 2 myndir

Dregið hefur úr einelti í grunnskólum landsins

NIÐURSTÖÐUR nýrrar könnunar á vegum Olweusaráætlunarinnar gegn einelti sýna að 9,7% nemenda í 4.-7. bekk og 4,5% nemenda í 8.-10. hafa orðið fyrir einelti. Eru það marktækt lægri tölur en í sambærilegri könnun frá árinu 2002. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 390 orð | 2 myndir

Endanlegur dómur um ólögmæti lífeyrisskerðingarinnar

YFIRNEFND Mannréttindadómstólsins í Strassborg hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins um að taka fyrir bótaþáttinn í dómi sem dómstólinn kvað upp í máli sem Kjartan Ásmundsson, fyrrverandi sjómaður, höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna ólögmætrar... Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 63 orð

Fékk 25 milljónir á trompmiða

KARLMAÐUR á fertugsaldri í Hafnarfirði fékk 25 milljónir króna í vinning á trompmiða í útdrætti Happdrættis Háskóla Íslands í gær. Maðurinn keypti miðann í janúar sl. Númerið sem var dregið út með hæsta vinninginn var 16106. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 112 orð

FÍ kynnir sumarferðir

FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyrir myndakvöldi og kynningu á sumarleyfisferðum í kvöld, miðvikudag 13. apríl, í sal FÍ, Mörkinni 6, kl. 20. Þar kynna ferðir sínar Gísli Gíslason prófessor, Sigþrúður Jónsdóttir og Elísabet Sólbergsdóttir fararstjórar. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Fjölgar hjá frjálslyndum

London. AFP. | Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Bretlandi, tók sér í gær frí frá kosningabaráttunni en í fyrrinótt ól kona hans honum son. Af sömu ástæðu var ákveðið að bíða með að kynna stefnuskrá flokksins. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fjölmiðlar

Málþing um íslenskan fjölmiðlamarkað á tímamótum verður haldið í Háskólanum á Akureyri, í dag, miðvikudag, í stofu L201 á Sólborg. Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri stendur fyrir ráðstefnunni sem hefst kl. 12.10. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fjölnota íþróttahús | Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að ganga til...

Fjölnota íþróttahús | Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að ganga til samninga við Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um byggingu fjölnota íþróttahúss á Jaðarsbökkum. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð

Fjölskylda heldur uppi heiðri Strandamanna

Hólmavík | Fjölskyldan á Stað í Steingrímsfirði sópaði að sér verðlaunum fyrir Strandamenn í Skíðastaðagöngunni sem fram fór í Meyjarskarði í Reykjaheiði í nágrenni Húsavíkur um helgina. Gangan var önnur gangan í Íslandsgöngumótaröðinni. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 157 orð

Frakkar ekki hrifnir af stjórnarskrá ESB

París. AFP. | Það bendir allt til þess að Frakkar muni hafna evrópsku stjórnarskránni en hún verður lögð í dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu 29. maí nk. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð

Frestað að tilkynna niðurstöðu

VEGNA hins mikla fjölda tillagna sem barst í hugmyndasamkeppnina "Akureyri í öndvegi" hefur dómnefnd, í samráði við áhugahópinn sem stendur að verkefninu, ákveðið að fresta tilkynningu um niðurstöðu keppninnar fram til 7. maí, 2005. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 37 orð

Fyrirlestur | Séra Þorgrímur Daníelsson, prestur á Grenjaðarstað, flytur...

Fyrirlestur | Séra Þorgrímur Daníelsson, prestur á Grenjaðarstað, flytur fyrirlestur á eftir aðalfundi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, fimmtudagkvöldið 14. apríl kl. 20.30. Hann nefnist "Ranglæti og sorgin". Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 249 orð

Fækkun greindra HIV-smita

FIMM manns greindust með nýsmit af völdum HIV-veirunnar árið 2004 og er það lækkun frá fyrri árum. Samkvæmt nýjasta tölublaði Farsóttafrétta, sem gefið er út af Landlæknisembættinu, hafa ekki greinst jafnfáir með HIV-smit síðustu fimmtán árin. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fær greiddar bætur

YFIRDEILD Mannréttindadómstóls Evrópu hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins um að taka fyrir bótaþáttinn í dómi sínum í máli Kjartans Ásmundssonar, fyrrverandi sjómanns, gegn ríkinu. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 99 orð

Gíslar frelsaðir

Berlín. AFP. | Lögreglan í Þýskalandi frelsaði í gær fjórar skólastúlkur, sem maður vopnaður hnífum hafði haldið í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 213 orð | 2 myndir

Grindvíkingar huga að umhverfisvottun

Grindavík | Grindvíkingar hafa í athugun að leita eftir umhverfisvottun á starfsemi bæjarfélagsins og ferðaþjónustufyrirtækja. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum stóð fyrir kynningu á vottunarkerfinu Green Globe 21 í samstarfi við starfsmenn bæjarins. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 406 orð

Gríðarlegur vöxtur bloggvefja veldur vanda við vefmælingar

"VIÐ erum orðnir svo þreyttir á þessu að við erum að velta því fyrir okkur að hætta þessu bara," segir Jens P. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 561 orð | 1 mynd

Gæti orðið smærri skólum erfitt

Stytting náms til stúdentsprófs kallar á ný námsgögn fyrir grunnskólann, og viðamikla endurmenntun grunnskólakennara sem gæti orðið smærri skólum á landsbyggðinni erfið. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 202 orð | 2 myndir

Hafró með allt á þurru

SKIP Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, voru bæði í flotkví í Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði í gær vegna viðhalds og endurbóta. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 476 orð

Harðar umræður um fyrirspurn til forsætisráðherra

NOKKRAR umræður urðu í upphafi þingfundar á Alþingi í gær um fyrirspurn, sem Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill leggja fram á Alþingi og beina til forsætisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 181 orð

Heita miklu fé til uppbyggingar í Súdan

FULLTRÚAR ríkja á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ósló hétu í gær að leggja fram næstu þrjú árin alls 4,5 milljarða dollara, rúmlega 280 milljarða króna, til uppbyggingar í sunnan- og norðanverðu Súdan þar sem borgarastríð geisaði í 21 ár. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hvalfjarðargöng lokuð vegna almannavarnaæfingar

ÆFINGIN Hvalfjarðargöng 2005 verður á laugardaginn kemur, 16. apríl, til að samhæfa viðbrögð vegna hópslyss. Göngin verða lokuð af því tilefni kl. 8-15. Ætlunin er að sviðsetja árekstur þar sem koma við sögu rúta og tveir fólksbílar neðst í göngunum. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Hörð orð um Bolton

Washington. AP. | Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu bandaríska utanríkisráðuneytisins fór í gær hörðum orðum um John R. Bolton, sem Bandaríkjastjórn vill, að verði næsti sendiherra hennar hjá Sameinuðu þjóðunum. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Kajakróður á Elliðaánum bannaður með öllu

KAJAKRÓÐUR hefur verið bannaður með öllu á Elliðaánum, samkvæmt bréfi sem Orkuveita Reykjavíkur sendi Kayakklúbbi Reykjavíkur á mánudag. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Loforð hafa þegar borist fyrir um einum milljarði króna

AGNES Bragadóttir hefur sótt um launalaust leyfi frá Morgunblaðinu til þess að koma á laggirnar félagi sem mun hafa það að markmiði að bjóða í stóran hlut Símans fyrir hönd almennings. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 1608 orð | 2 myndir

Lokaðar inni í fangelsi ofbeldisvítahrings

Magnþrungið andrúmsloft var í Skriðu, fyrirlestrasal Kennaraháskóla Íslands í gær þegar Svava Björnsdóttir lýsti reynslu sinni af andlegu ofbeldi, líkamlegu ofbeldi og kynferðisofbeldi og dr. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð

Lokanir á Vesturgötu

Hafnarfjörður | Vegna framkvæmda við Vesturgötu verður einstefna í vestur á hjáleiðinni á Norðurbakka frá 11. apríl til og með 16. maí. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð

Málþing um skýrslu fjölmiðlanefndar

FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ stendur fyrir málþingi um lokaskýrslu fjölmiðlanefndar á morgun, fimmtudag, kl. 12 í Iðnó við Vonarstræti 3. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð

Mikið um hraðakstur í Kópavogi

LÖGREGLAN í Kópavogi stöðvaði á fjórða tug ökumanna í gær fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 140 km hraða á Reykjanesbrautinni þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km á klst. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 146 orð

Nonni í Die Zeit | Þýskur blaðamaður, Ulrich Greiner, var á ferð hér á...

Nonni í Die Zeit | Þýskur blaðamaður, Ulrich Greiner, var á ferð hér á landi fyrir skömmu ásamt fleiri blaðamönnum í tengslum við Food and Fun-hátíðina en hann er menningarritstjóri Die Zeit. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Nýju ári fagnað í Taílandi

Vatnshátíðin svokallaða hófst í Taílandi í gær en hún markar um leið upphaf nýs árs samkvæmt gömlu tímatali þar í landi. Fagna landsmenn þessum tímamótum með ýmsum hætti og til dæmis með því að ausa vatni hver yfir annan. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 47 orð

Nýr vefur um Urriðaholt

Garðabær | Nýr vefur Garðabæjar um Urriðaholt hefur verið opnaður á slóðinni www.urridaholt.is. en þar má nálgast ýmsar upplýsingar um byggingarlandið. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Ólæti í grannaslagnum í Mílanó

Stuðningsmenn ítalska knattspyrnuliðsins Inter frá Mílanó köstuðu blysum og vatnsflöskum inn á San Síró leikvanginn í gær og sáu til þess að ekki var hægt að ljúka Mílanóslagnum gegn AC Milan þar sem markvörður AC Milan fékk flugeld í bakið. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Óttast um níutíu manns í rústunum

BJÖRGUNARMENN í Bangladesh unnu í gær að því að losa um níutíu manns undan rústum níu hæða byggingar sem hrundi í fyrradag. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Óvissuferð

Þrátt fyrir hríðarmuggu og vindsperring héldu 18 ungir menn í félagsskapnum RT 5 á Akureyri sínu striki og flugu í óvissuferð út í nyrstu byggð, Grímsey. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 335 orð

Parkinsonssamtökin óánægð með aðbúnað sjúklinga

PARKINSONSSAMTÖKIN á Íslandi eru mjög óánægð með aðbúnað sjúklinga og vinnuaðstöðu starfsfólks á taugadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Aðallega er gagnrýndur skortur á rúmum og mikið ónæði sem skapast hefur á deildinni. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 54 orð

"Aldrei of seint" ÞAU mistök urðu við ritun greinar Páls...

"Aldrei of seint" ÞAU mistök urðu við ritun greinar Páls Gíslasonar "Morgunganga eða meðöl", sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að rangt var farið með dagsetningu á fræðslufundi um lífsstíl þar sem aukin áhersla er lögð á... Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

"Aldrei séð eins mikinn fisk í kantinum"

Vestmannaeyjum | Mikil fiskigengd er í kantinum suðaustur af Eyjum og hefur hún ekki verið meiri í 30 til 40 ár að mati Bergvins Oddssonar, skipstjóra á netabátnum Glófaxa VE. Hann var að taka upp netin í gær enda búinn með kvótann. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 306 orð | 2 myndir

"Ég hef alltaf verið veikur fyrir muffins!"

ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Íslands og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff forsetafrú, hófu seinni dag opinberrar heimsóknar sinnar til Akureyrar með því að hitta starfsfólk og nemendur Menntaskólans á Akureyri á samkomu í Kvosinni. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

"Hluti af lífi manns er að hverfa"

AXELSBÚÐ á Akranesi, eða verslun Axels Sveinbjörnssonar ehf., hefur verið fastur punktur í tilveru Skagamanna í 63 ár. Þar fæst flest sem þarf til viðhalds báta og húsa, skjólfatnaður, veiðivörur, sælgæti og ótalmargt fleira. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

"Lagði bara til þverhausinn"

Í SAMTALI við Morgunblaðið sagðist Kjartan vera afar ánægður með málalokin. "Ég bjóst við þessari niðurstöðu og hún var í samræmi við það sem við höfðum reiknað með. Það var búið að kveða upp dóm sem var mjög skýr. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

"Ætlum að klára málið"

JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að Barclays, Robert Tchenguiz og Baugur Group hefðu í sameiningu gert tilboð í Somerfield verslunarkeðjuna. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Rýmt fyrir framkvæmdum

Hlíðar | Þessa viðbótarbyggingu á lóð Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð stendur til að flytja af lóðinni en framundan eru framkvæmdir við stækkun mötuneytis skólans og frágangur á lóð umhverfis hann. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Segir Japana verða "að gangast við fortíð sinni"

DEILA Kínverja og Japana magnaðist enn í gær þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, lét þannig um mælt að Japanir yrði að "gangast við fortíð sinni" og viðurkenna að hafa valdið miklum sársauka með verkum sínum í síðari heimsstyrjöldinni. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 814 orð | 5 myndir

Seglin rifuð í Axelsbúð

Það er einhvers konar ferð til fortíðar að koma inn í Axelsbúð á Akranesi, eða Verslun Axels Sveinbjörnssonar ehf. eins og hún heitir formlega. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heimsóttu Axelsbúð í gær. Búðinni verður lokað í sumar. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 606 orð | 1 mynd

Sérhæfingu bekkjarkerfisskólanna fórnað

Hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs gætu leitt til aukinnar miðstýringar í skólakerfinu með því að steypa flesta í svipað mót og afmá með því sérkenni skóla. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Sigursælar Fylkisstúlkur

Akureyri | Þó ekki hafi þær verið háar í loftinu, stúlkurnar sem öttu kappi á lokamóti 6. flokks kvenna var hart barist og greinilegt að margar þeirra bjuggu yfir ríkulegu keppnisskapi. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 112 orð

Skíðamót | Andrésar Andar leikarnir á skíðum, hinir 30. í röðinni, fara...

Skíðamót | Andrésar Andar leikarnir á skíðum, hinir 30. í röðinni, fara fram í Hlíðarfjalli dagana 21.-23. apríl en setning leikanna fer fram í Íþróttahöllinni að kvöldi 20. apríl. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 409 orð | 2 myndir

Skyndihjálp, næturakstur og meiri trúfræðsla

Reykjavík | Reykjavíkurráð ungmenna, borgarstjóri og borgarfulltrúar, funduðu í gær á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um tillögur sem ráðið telur brýnt að borgaryfirvöld setji í framkvæmd sem fyrst. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 159 orð

Smáíbúðir fyrir unga fólkið

Madrid. AP. | Spænska stjórnin íhugar að leysa húsnæðisvanda ungs fólks með því að láta byggja samstæður af litlum, 25-30 fermetra íbúðareiningum sem hægt væri að stafla hverri ofan á aðra. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 381 orð

Stefnt að samningi um aldurstengingu fyrir 1. maí

STEFNT er að því að ljúka samningum um aldurstengingu lífeyriskerfisins fyrir næstu mánaðamót, en til þess að svo megi verða þarf að tryggja að réttindi þeirra sem fara á milli sjóða skerðist ekki við það, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra... Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 311 orð

Stóð sig vel í jómfrúrferðinni norður

Skagaströnd | Nýr og fullkominn björgunarbátur kom í heimahöfn á Skagaströnd um helgina. Báturinn er í eigu Landsbjargar og Björgunarbátasjóðs Húnaflóa en staðsettur á Skagaströnd þar sem Björgunarsveitin Strönd hefur umsjón með honum. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð

Stuðningur við stóriðju | Aðalfundur Samfylkingarinnar í...

Stuðningur við stóriðju | Aðalfundur Samfylkingarinnar í Eyjafjarðarsveit, sem haldinn var nýlega, samþykkti ályktun þar sem fram kemur að efla skuli stóriðju við Eyjafjörð í formi menntunar, ferðaþjónustu, heilbrigðismála og matvælaiðnaðar, svo sem... Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 164 orð | 2 myndir

Styrkja Stóru upplestrarkeppnina

STJÓRN Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, undirritaði í gær samninga við nokkra aðila sem styrkja munu Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk næstu þrjú árin. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 125 orð

Sækja um leyfi til ísgerðar

Eyjafjarðarsveit | Ábúendur í Holtseli í Eyjafjarðarsveit, Guðmundur Jón Guðmundsson og Guðrún Eyjólfsdóttir, hafa sótt um leyfi til Umhverfisstofnunar til að koma sér upp ísgerð á bænum. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Thorning-Schmidt sigraði naumlega

Hin 38 ára Helle Thorning-Schmidt var í gær kjörin nýr formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku og er hún fyrsta konan sem gegnir embættinu í 134 ára sögu flokksins. Hlaut hún 53% atkvæða en Frank Jensen, sem einnig bauð sig fram, fékk 47%. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð

Tveir nýir prófastar

SÉRA Jóhanna Sigmarsdóttir, sóknarprestur á Eiðum, og séra Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur í Stykkishólmi, hafa verið skipuð prófastar, sr. Jóhanna í Múlaprófastsdæmi og sr. Gunnar Eiríkur í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð

Umfangsmikil endurútgáfa

ÍSLENSKRI dægurtónlist síðustu fimmtíu ára verða gerð góð skil í væntanlegri röð diska sem ber vinnuheitið Svona var það . Hver diskur verður tileinkaður einu ári í tónlistinni og verða á milli ellefu og fimmtán lög á hverjum diski. Meira
13. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Varar nýja ráðamenn við pólitískum hreinsunum

Bagdad. AFP. | Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, réð nýjum ráðamönnum í Írak frá því í gær að efna til pólitískra hreinsana þegar þeim hefur tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Vetrarmyndir á Menntagátt

MENNTAGÁTT opnaði í febrúar sl. myndasafn á vefnum, menntagatt.is/gallery. Þar hafa allir grunnskólanemendur haft tækifæri til að senda inn myndir til birtingar. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Viljum horfa á manninn sem eina heild

BISKUP Íslands vígir á sunnudaginn þrjá djákna og fer einn þeirra til starfa á Heilsugæslunni við Lágmúla í Reykjavík sem er nýmæli. Hinir mun starfa við Áskirkju og hjúkrunarheimilið Skógarbæ í Reykjavík. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 229 orð

Vinnslustöðin íhugar skipakaup

VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum er nú að íhuga að láta smíða fyrir sig tvö ný fiskiskip. Þau yrðu 29 metra löng togveiðiskip með möguleika á netaveiðum. Endurnýjun þessi byggist á því að breytingar verði gerðar á núverandi mönnun og úthaldi skipanna. Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 563 orð

Þingmenn telja ekki nóg að gert í sínum eigin kjördæmum

HÉÐINSFJARÐARGÖNGIN eru ein sú vitlausasta framkvæmd sem ég hef heyrt um í langan tíma, sagði Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi, í umræðum um tillögu samgönguráðherra að samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008 á Alþingi í... Meira
13. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Ætlar að hugsa sinn gang

SKORAÐ hefur verið á Ágúst Ólaf Ágústsson, alþingismann Samfylkingarinnar, af framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundinum í næsta mánuði. Meira

Ritstjórnargreinar

13. apríl 2005 | Leiðarar | 343 orð

Hlustað á raddir nemenda

Fyrirhuguð stytting náms á framhaldsskólastigi er umdeild, fyrir margra hluta sakir. Skólameistarar nokkurra framhaldsskóla hafa gagnrýnt þær tillögur sem fyrir liggja, sem og talsmenn kennara í ákveðnum greinum. Meira
13. apríl 2005 | Staksteinar | 315 orð | 1 mynd

Nýr leiðtogi danskra jafnaðarmanna

Danskir jafnaðarmenn hafa kosið sér nýjan leiðtoga. Helle Thorning-Schmidt bar í gær naumlega sigurorð af Frank Jensen og tekur við formennsku í flokknum af Mogens Lykketoft. Meira
13. apríl 2005 | Leiðarar | 387 orð

Samkynhneigðir og Biblían

Hið íslenska biblíufélag stendur nú fyrir nýrri þýðingu á Biblíunni og er gert ráð fyrir því að hún komi út á næsta ári. Meira

Menning

13. apríl 2005 | Tónlist | 295 orð | 1 mynd

Andrew D'Angelo í heimsókn

Í dag og annað kvöld mun hljómsveitin Morthana troða upp hérlendis. Um er að ræða jaðardjasstríó sem leitt er af Íslandsvininum Andrew D'Angelo en með honum í sveitinni eru tveir Norðmenn, þeir Anders Hana gítarleikari og Morten Olsen trommuleikari. Meira
13. apríl 2005 | Fjölmiðlar | 282 orð | 1 mynd

Aniston guðmóðir dóttur Cox

JENNIFER Aniston var á dögunum viðstödd skírn Coco, dóttur Courtney Cox og Davids Arquette. Athöfnin fór fram í Birmingham í Alabama og var Aniston ein guðmæðra Coco litlu. Meira
13. apríl 2005 | Fjölmiðlar | 104 orð | 1 mynd

Ástríða og frelsi

SJÓNVARPIÐ sýnir mynd um franska Nóbelsverðlaunahafann og heimspekinginn Albert Camus. Meira
13. apríl 2005 | Tónlist | 132 orð | 1 mynd

Domingo vill syngja ljóð eftir páfa

Madríd, AFP. | Tenórsöngvarann góðkunna Placido Domingo langar að syngja ljóð Jóhannesar Páls páfa annars, sem lést sem kunnugt er í síðustu viku. Domingo sagði í viðtali við spænska dagblaðið ABC að bókmenntagildi kveðskapar páfa væri mikið. Meira
13. apríl 2005 | Tónlist | 121 orð | 1 mynd

Enn fækkar yfirmönnum í Scala

ÓFRIÐNUM í Scalaóperunni í Mílanó ætlar seint að linna, en á mánudaginn hætti forstjóri fílharmóníusveitar óperuhússins án þess að gefa nokkra nánari skýringu á starfslokum sínum þar. Meira
13. apríl 2005 | Tónlist | 186 orð

Fjallað um verk á sinfóníutónleikum

VINAFÉLAG Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður til samverustundar í Sunnusal Hótels Sögu á morgun kl. 18.00. Meira
13. apríl 2005 | Fjölmiðlar | 362 orð

Fréttatími fyrir hverja?

Þegar ákveðið var að flytja fréttatímann til kl. sjö voru rökin þau, ef ég man rétt, að fólk hæfi daginn fyrr en áður og kæmi því fyrr heim úr vinnu. Þess vegna væri eðlilegt að byrja fréttatímann kl. sjö. Meira
13. apríl 2005 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Hannar hundaskartgripi

PARIS Hilton hefur komið víða við á stuttum og viðburðaríkum "ferli" sínum sem frægðarfljóð. Hún hefur reynt fyrir sér á sviði kvikmyndaleiks, sjónvarpsþáttagerðar, fyrirsætustarfa, almannatengsla og heimaleikfimi með eftirtektarverðum... Meira
13. apríl 2005 | Fólk í fréttum | 207 orð | 1 mynd

Hlustar á kántrí og klassískt rokk

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hlustar á kantrítónlist og klassískt rokk, eða það eru skilaboðin sem iPodinn hans gefur frá sér. Meira
13. apríl 2005 | Kvikmyndir | 264 orð | 1 mynd

Í leit að betra lífi

Leikstjórn og handrit: Joshua Marston. Kvikmyndataka: Jim Denault. Aðalhlutverk: Catalina Sandino Moreno, Yenny Paola Vega, Guilied Lopez, John Álex Toro og Patricia Rae. 101 mín. BNA/Kólombía 2004. Meira
13. apríl 2005 | Menningarlíf | 337 orð | 1 mynd

Kampavínspíramídinn stendur enn við Suðsuðvestur

SÝNINGU Ásmundar Ásmundssonar myndlistarmanns í sýningarrýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ lauk um síðustu helgi. Meginstoð sýningarinnar var risastór skúlptúr úr olíutunnum og steinsteypu, sem ber heitið "Into the Firmament". Meira
13. apríl 2005 | Tónlist | 187 orð | 1 mynd

Mel C þarf sjálf að borga fyrir nýja plötu

FYRRUM Kryddpían Mel C ætlar ekki að láta deigan síga þótt Virgin-útgáfufyrirtækið hafi látið hana róa. Hún ákvað að stofna sitt eigið útgáfufyrirtæki, sem heitir Red Girl, og ætlar að gefa sjálf út nýja plötu sína. Meira
13. apríl 2005 | Kvikmyndir | 489 orð | 1 mynd

Prófessorinn hispurslausi

Leikstjórn: Bill Condon. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Laura Linney, Peter Saarsgard og Chris O'Donnel. Bandaríkin/Þýskaland, 118 mín. Meira
13. apríl 2005 | Fólk í fréttum | 1161 orð | 5 myndir

"Yfirgengilega viðkunnanlegur töffari"

Morgunblaðið fékk nokkra samstarfs- og samferðamenn Rúnars til að tjá sig um afmælisbarnið á þessum tímamótum. Meira
13. apríl 2005 | Fólk í fréttum | 520 orð | 2 myndir

Rokkhjartað slær

Það er kannski ekki tíðindi að maður á um sextugt sé enn að rokka, en merkilegt að hann sé enn að bæta sig, að sumt af því sem hann hefur gefið út á síðustu árum sé með því besta sem hann hefur sent frá sér. Svo er því háttað með G. Meira
13. apríl 2005 | Tónlist | 336 orð | 3 myndir

Rokk og rólegheit í sextíu ár

Í dag kemur út platan Blæbrigði lífsins, plata sem Rúnar Júlíusson gerði með reggísveitinni Hjálmum vegna sextugsafmælis síns. Meira
13. apríl 2005 | Myndlist | 669 orð | 1 mynd

Samspil náttúru og menningar

Í LISTASAFNI Íslands standa nú yfir tvær ólíkar sýningar, sem þó eiga margt sameiginlegt ef að er gáð. Meira
13. apríl 2005 | Kvikmyndir | 240 orð | 1 mynd

Stollywood

Leikstjóri: Peter Lindmark. Aðalleikendur: Sofia Helin, Stefan Sauk, Mikael Persbrandt, Stina Ekblad, Peter Franzén. 100 mín. Svíþjóð. 2004. Meira
13. apríl 2005 | Tónlist | 415 orð | 2 myndir

Svona var það

ÍSLENSKRI dægurtónlist síðustu fimmtíu ára verða gerð góð skil í væntanlegri röð diska, sem ber vinnuheitið Svona var það . Hver diskur verður tileinkaður einu ári í tónlistinni og koma fyrstu fimmtán diskarnir út í sumar. Meira
13. apríl 2005 | Leiklist | 912 orð | 2 myndir

Sögur Koddamannsins

Í kvöld verður leikritið Koddamaðurinn eftir írska verðlaunaleikskáldið Martin McDonagh frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins. Inga María Leifsdóttir hreifst af spennunni og óhugnaðinum og ræddi við aðalleikarann, Rúnar Frey Gíslason, um listina sem sigrar allt. Meira
13. apríl 2005 | Tónlist | 647 orð | 1 mynd

Söngglaðir Vallargerðisbræður

Söngkvartettinn Vallargerðisbræður flutti íslensk og erlend lög. Kvartettinn skipa Ríkharður Þór Brandsson, Þorkell Helgi Sigfússon, Eysteinn Hjálmarsson og Örn Ýmir Arason. Píanóleikarar voru Marteinn H. Friðriksson og Þórunn Björnsdóttir. Þriðjudag 5. apríl kl. 20. Meira
13. apríl 2005 | Kvikmyndir | 134 orð | 2 myndir

Teiknimynd á toppnum

TEIKNIMYNDIN Svampur Sveinsson sogaði upp samkeppnina um helgina og er á toppnum á lista yfir mest sóttu myndir helgarinnar hérlendis. Alls hafa um 3. Meira
13. apríl 2005 | Fólk í fréttum | 74 orð

Vill gera mynd um ævi páfa

FREGNIR herma að Mel Gibson ætli sér að gera kvikmynd um ævi Jóhannesar Páls II páfa. Hefur Gibson þegar fest lokakafla myndarinnar á filmu, að því er bandaríska götublaðið The New York Post greinir frá. Meira

Umræðan

13. apríl 2005 | Aðsent efni | 311 orð | 1 mynd

Að þéra ráðherra

Helgi Hjörvar fjallar um tepruskap fjölmiðla gagnvart ráðamönnum þjóðarinnar: "Hvergi þekkist orðið slík leynistarfsemi sem hér meðal siðaðra þjóða." Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 219 orð | 1 mynd

Af hverju Ingibjörgu Sólrúnu?

Anna Kristín Gunnarsdóttir fjallar um formannskjör í Samfylkingunni: "Hvert atkvæði skiptir máli í formannskjöri Samfylkingarinnar." Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 345 orð | 1 mynd

Feilskot á framtíðarhóp

Ari Skúlason fjallar um athugasemdir Össurar Skarphéðinssonar um framtíðarhóp Samfylkingarinnar: "Mér finnst formaður flokksins hafa þarna farið langt út fyrir strikið og að hann skuldi mér og öllum þeim fjölda fólks sem kom að starfi framtíðarhópsins afsökun." Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 327 orð

Hvað er virðingarvert?

Þóra Björg Andrésdóttir fjallar um verslunarstörf: "ALLT OF algengt er að Íslendingar beri litla sem enga virðingu fyrir afgreiðslufólki, hvort sem um er að ræða sölufólk eða starfsmenn á kassa verslunar." Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 386 orð

Karlar á ís?

Guðmundur Jónas Haraldsson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar: "Látum kosningabaráttu um formann Samfylkingarinnar ekki snúast upp í baráttu milli kynjanna." Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 607 orð | 1 mynd

Norðlendingar hafna álverum

Jón Bjarnason fjallar um stóriðju: "Það væri óskandi að iðnaðarráðherra hætti áltrúboði sínu og tæki höndum saman við meginþorra Skagfirðinga og annarra Norðlendinga við að kanna aðra atvinnukosti í takt við nýja tíma." Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 349 orð | 1 mynd

Samfylking femínista eða jafnaðarsinna?

Jakob Frímann Magnússon fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar: "Hreyfing sem boðar réttlæti, vill að fólk sé metið að verðleikum og hefur það að meginmarkmiði að bæta leikreglur samfélagsins." Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 243 orð | 1 mynd

Samfylkingin: Þú mátt kjósa!

Stefán Jón Hafstein fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar: "Nú hvetjum við alla þá sem styðja hugsjón um jafnaðarsamfélag að ganga í flokkinn og vera með í að móta framtíð hans." Meira
13. apríl 2005 | Velvakandi | 483 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Neyðarástand á Esso, Ártúnshöfða ÉG legg oft leið mína seint um kvöld inn um dyr stærstu bensínstöðvar landsins: Esso, Ártúnshöfða, og kaupi mér þar bensín og eitthvað í gogginn. Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 460 orð | 1 mynd

Yfir gagnrýni hafin

Einar Karl Haraldsson svarar grein Svanfríðar Jónasdóttur: "Gagnrýni mín á störf framtíðarhóps felst fyrst og fremst í því að hann hafi reist sér hurðarás um öxl." Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 388 orð | 1 mynd

Öfugmæli Einars Karls

Arnþór Sigurðsson gerir athugasemdir við grein Einars Karls Haraldssonar: "Ef þetta verklag er dæmi um, "áhugaverðar áherslur hans á reglulegar kannanir á hug flokksmanna", eins og Einar kallar það, þá eru þær áherslur harla lítils virði." Meira
13. apríl 2005 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Össur í ríkisstjórn

Jónína Benediktsdóttir fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar: "Össur er maður heiðarlegur og sannur og fer ekki í manngreinarálit." Meira

Minningargreinar

13. apríl 2005 | Minningargreinar | 755 orð | 1 mynd

AÐALHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

Aðalheiður Kristjánsdóttir fæddist á Mel í Staðarsveit 4. okt. 1931. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 3. mars 2005. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Hjörleifsdóttir, f. 20. júní 1904, d. 12. okt. 1991, og Kristján Erlendsson, f. 28. apríl 1896, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
13. apríl 2005 | Minningargreinar | 1755 orð | 1 mynd

JÓNAS B. JÓNSSON

Jónas Bergmann Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, fæddist á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu hinn 8. apríl 1908. Hann lést á Landakotsspítala aðfaranótt 1. apríl síðastliðins og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 8. apríl. Meira  Kaupa minningabók
13. apríl 2005 | Minningargreinar | 449 orð | 1 mynd

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

Kristín Guðmundsdóttir frá Ferjubakka fæddist á Gufuá í Borgarhreppi 19. október 1914. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 7. apríl. Meira  Kaupa minningabók
13. apríl 2005 | Minningargreinar | 818 orð | 1 mynd

RANNVEIG TÓMASDÓTTIR

Rannveig Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1911. Hún lést í Seljahlíð við Hjallasel í Reykjavík hinn 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rannveig Jónasdóttir, f. 1878, d. 1965, og Tómas Tómasson, f. 1876, d. 1933, bæði Vestfirðingar. Meira  Kaupa minningabók
13. apríl 2005 | Minningargreinar | 696 orð | 1 mynd

SIGURBORG SIGURÐARDÓTTIR

Sigurborg Rakel Sigurðardóttir fæddist í Hælavík á Hornströndum 29. ágúst 1919. Hún lést á Hulduhlíð, dvalarheimili aldraðra á Eskifirði, 24. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Reyðarfjarðarkirkju 7. apríl. Meira  Kaupa minningabók
13. apríl 2005 | Minningargreinar | 770 orð | 1 mynd

SOFFÍA SIGURBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR

Soffía Sigurbjörg Jóhannsdóttir frá Syðra-Vatni í Efri-Byggð í Skagafirði fæddist í Keldnakoti í Sléttuhlíð í Skagafirði 13. febrúar 1928. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn langa, 25. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 347 orð | 1 mynd

Auðvelt að stofna fyrirtæki hérlendis

ÍSLAND gæti verið meðal 10 bestu landa í heimi þegar kemur að því að stofna fyrirtæki. Meira
13. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Baugur í samstarf um kaup á Somerfield

BAUGUR Group hefur gengið til liðs við fjármálafyrirtækið Barclays Capital í viðræðum um hugsanleg kaup á bresku verslanakeðjunum Somerfield og Kwik Save. Meira
13. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 46 orð

Hámarkslán ÍLS hækkar í 15,9 milljónir

HÁMARKSLÁN Íbúðalánasjóðs hefur verið hækkað um eina milljón króna, úr 14,9 milljónum í 15,9 milljónir. Breyting þessi tók gildi í gær . Meira
13. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Lán til Rovers

BRESKA stjórnin ætlar að lána Rover-verksmiðjunum 6,5 milljónir sterlingspunda , sem svarar til um 750 milljóna íslenskra króna, til að gera fyrirtækinu kleift að greiða laun í þessari viku. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Meira
13. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 33 orð

Magnús starfandi stjórnarformaður Atorku

MAGNÚS Jónsson, formaður stjórnar Atorku Group hf. verður starfandi stjórnarformaður félagsins frá og með síðastliðnum föstudegi. Magnús mun einbeita sér sérstaklega að útrásarverkefnum félagsins, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar... Meira
13. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 314 orð

Spá 45% hagnaðaraukningu banka

SAMANLAGÐUR hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Straums Fjárfestingarbanka verður um 49 milljarðar króna á þessu ári, samkvæmt spá greiningardeildar Landsbanka Íslands. Meira
13. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Úrvalsvísitalan lækkar um 1,4%

HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu 5,3 milljörðum króna . Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 2,9 milljarða . Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,4% og er lokagildi hennar 3933 stig. Meira
13. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 220 orð | 1 mynd

Verðtrygging hagstæð

VERÐTRYGGING gagnast bæði lánveitendum og lántakendum. Þetta er mat Greiningardeildar KB banka. Meira

Daglegt líf

13. apríl 2005 | Daglegt líf | 127 orð

Exem af sjampónotkun

Dönsk rannsókn hefur leitt í ljós að maður getur fengið exem vegna rotvarnarefna í sjampói, að því er kemur fram á vef Berlingske Tidende. Rannsóknin var gerð á vegum danska umhverfisráðuneytisins. Meira
13. apríl 2005 | Daglegt líf | 645 orð | 2 myndir

Í Afríku borða allir saman

Mustapha Moussaoui er kokkur á Café Kulture í Alþjóðahúsinu en hann er frá Alsír og hefur búið hér á landi í þrjú ár. Hann lærði til kokks í Bretlandi og segist elda allra þjóða rétti á Café Kulture eins og vera ber í húsi sem kennt er við margar... Meira
13. apríl 2005 | Daglegt líf | 297 orð

Kenndu mér að kyssa rétt

MENNT er máttur, segir máltækið, og nemendur Kossaskólans í Seattle í Bandaríkjunum taka sannarlega undir það ef marka má umsagnir þeirra á heimasíðu skólans kissingschool.com. Meira
13. apríl 2005 | Daglegt líf | 122 orð | 1 mynd

Kynlíf allra meina bót

Ef maður er hræddur um að fá flensu, kvef eða umgangspestir er besta ráðið að stunda kynlíf, að því er norska Dagbladet hefur eftir vísindamönnum við Háskólann í Leipzig í Þýskalandi. * Kynlíf styrkir ónæmiskerfið. Meira
13. apríl 2005 | Daglegt líf | 275 orð

Líklegt að lágvöruverðsverslunum með fatnað fjölgi

Verð á fatnaði hefur farið lækkandi á síðustu árum og margir sérfræðingar telja að það muni lækka enn frekar. Meira
13. apríl 2005 | Daglegt líf | 833 orð | 4 myndir

Vinna saman og veiða saman

Rósar Eggertsson tannlæknir ætti að geta tekið heilshugar undir máltækið sem segir að eplið falli ekki langt frá eikinni. Þrír synir hans eru tannlæknar og önnur dóttirin er tannfræðingur og öll deila þau brennandi áhuga á stangveiði. Meira
13. apríl 2005 | Daglegt líf | 181 orð

Öryggi á Netinu

Netið er orðið órjúfanlegur hluti af hversdagslífi milljóna manna í heiminum. Jafnframt hafa óprúttnir aðilar gert sér ljóst hvaða möguleikar felast í því og hundruð þúsunda tölvuveira herja á. Meira

Fastir þættir

13. apríl 2005 | Dagbók | 17 orð

Árbók bókmenntanna

13. apríl Siðapostular eru menn sem klóra sjálfum sér þar sem aðra klæjar. Meira
13. apríl 2005 | Í dag | 526 orð | 1 mynd

Bakland fyrir íþróttafólkið

Íris Grönfeldt er í stjórn nýrra Samtaka íslenskra ólympíufara sem voru stofnuð síðasta föstudag. Hún er eina konan sem keppt hefur fyrir Íslands hönd í spjótkasti á Ólympíuleikum, fyrst í Los Angeles árið 1984 og síðan í Seoul árið 1988. Meira
13. apríl 2005 | Fastir þættir | 246 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Ótrúlegt, en satt. Meira
13. apríl 2005 | Fastir þættir | 475 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 8. april var spilað á 9 borðum. Úrslit urðu þessi: N/S Sigurður Hallgrímss. - Jón Ó. Bjarnas. 249 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafss. 236 Oddur Jónsson - Kristján Þorlákss. 231 Katarínus Jónss. Meira
13. apríl 2005 | Dagbók | 114 orð

Dáleiddir skóladrengir

Gríndávaldurinn | Sailesh, gríndávaldurinn vinsæli sem sló í gegn hér á landi í fyrra, er á ný kominn til landsins. Hann mun standa fyr0ir fjórum sýningum, vítt og breitt um landið; tveimur sýningum á Broadway nk. Meira
13. apríl 2005 | Fastir þættir | 726 orð | 1 mynd

Laugalækjarskóli Reykjavíkurmeistari

UM langt skeið hefur Taflfélag Reykjavíkur (TR) í samstarfi við ÍTR haldið á hverju ári sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík. Í ár bættist Skákfélagið Hrókurinn við sem nýr samstarfsaðili og fyrirkomulagi keppninnar var breytt. Meira
13. apríl 2005 | Dagbók | 452 orð | 1 mynd

Samræður menningarheima

ALÞJÓÐLEG ráðstefna, Samræður menningarheima, verður haldin dagana 14. og 15. apríl í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Dagskrá ráðstefnunnar á fimmtudag er sem hér segir: 8.30-10.15 Setningarathöfn - Háskólabíói, sal 1. Meira
13. apríl 2005 | Fastir þættir | 248 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. Rf3 Bg7 6. Dd2 0-0 7. h3 b5 8. Bd3 a6 9. Bh6 c5 10. Bxg7 Kxg7 11. e5 Rfd7 12. Be4 Ha7 13. 0-0 dxe5 14. dxc5 b4 15. Ra4 Da5 16. a3 Dxa4 17. axb4 Db5 18. Hfe1 Rc6 19. c4 Dxb4 20. Bxc6 Dxc5 21. Ba4 f6 22. Meira
13. apríl 2005 | Viðhorf | 956 orð | 1 mynd

Svalt

Í haust var ég farinn að fá á tilfinninguna að bókstaflega allir fíluðu Mugison í botn. Það virtist sama úr hvaða stétt fólkið var eða á hvaða aldri. Meira
13. apríl 2005 | Fastir þættir | 299 orð

Víkverji skrifar...

Víkverji var á dögunum á ferðinni í Evrópu og hafði gaman af. Einna mestur var yndisaukinn af veðrinu enda vorið svo sannarlega komið og sól hátt á lofti. Meira

Íþróttir

13. apríl 2005 | Íþróttir | 525 orð | 1 mynd

* BJÖRN Þorleifsson, Íslandsmeistari í taekwondo, tekur þátt í...

* BJÖRN Þorleifsson, Íslandsmeistari í taekwondo, tekur þátt í heimsmeistaramótinu í taekwondo í Madrid á Spáni. Björn keppir á föstudag og er mótherji hans í fyrstu viðureigninni Norðmaður. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 230 orð | 3 myndir

Cisse leikur með Liverpool

DJIBRIL Cisse sóknarmaður verður í liði Liverpool sem mætir Juventus í síðari leik liðanna í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem kappinn er í liðinu eftir að hann fótbrotnaði í október. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

Ciudad og Magdeburg byrja heima

ÓLAFUR Stefánsson og félagar í Ciudad Real leika fyrri úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í handknattleik gegn Barcelona á heimavelli sínum. Hann fer fram 30. apríl eða 1. maí. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 231 orð

Eiður fékk góða dóma

EIÐUR Smári Guðjohnsen fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína með Chelsea gegn Bayern München í gærkvöld. Til að mynda fékk Eiður 7 í einkunn hjá BBC. Í umsögn þar sagði að Eiður hefði verið afar duglegur og vinnusamur. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 623 orð | 1 mynd

Eltingarleikur að Ásvöllum

ÞRJÁR harðar atlögur Haukastúlkna gerðu út um vonir Vals þegar liðin mættust í fyrri eða fyrsta leik liðanna um að komast í úrslitaleik Íslandsmótsins. Tvær í fyrri hálfleik gerðu leikinn að eltingarleik en eftir hlé náðu Valsstúlkur að klóra í bakkann. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 457 orð

Eva tryggði ÍBV sigur

KVENNALIÐ ÍBV náði forystunni í viðureign liðsins við Stjörnuna í undanúrslitum Íslandsmótsins, DHL-deildinni í handknattleik, með 20:19 sigri í hörkuleik þar sem Eva Hlöðversdóttir skoraði sigurmarkið tuttugu sekúndum fyrir leikslok. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Gísli Kristjánsson samdi við Ajax

GÍSLI Kristjánsson, sem hefur leikið með Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik undanfarin tvö ár, hefur gengið frá tveggja ára samningi við Ajax frá Kaupmannahöfn. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 429 orð | 1 mynd

Gríðarleg ólæti í "Mílanóslagnum"

STUÐNINGSMENN Inter frá Mílanó voru í aðalhlutverki í grannaslagnum gegn AC Milan í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 473 orð

HANDKNATTLEIKUR Haukar - Valur 33:19 Ásvellir, Hafnarfirði, undanúrslit...

HANDKNATTLEIKUR Haukar - Valur 33:19 Ásvellir, Hafnarfirði, undanúrslit 1. deildar kvenna, DHL-deildar, fyrri leikur, þriðjudaginn 12. apríl 2005. Gangur leiksins : 2:0, 6:2, 8:4, 13:4, 15:6 , 16:9, 18:12, 20:14, 27:14, 29:15, 29:19, 33:19 . Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 107 orð

Jón Arnór úr leik

JÓN Arnór Stefánsson og félagar í Dinamo St. Petersburg eru úr leik í bikarkeppninni í Rússlandi, en liðið tapaði fyrir Dinamo Moskvu í fyrrakvöld með átta stiga mun, 78:70. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 132 orð

Mourinho sá leikinn á hótelherberginu

JOSE Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea fylgdist með sínum mönnum slá Bayern München út í Meistaradeildinni á hótelherbergi í München. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 184 orð

Norðmaðurinn Christian Berge fær ágóðaleik

ÞÝSKA handknattleiksfélagið Flensburg hefur skipulagt ágóðaleik fyrir norska landsliðsmanninn Christian Berge, sem leikur með félaginu og hefur greinst með krabbamein í annað skipti. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 138 orð

O'Neill segir vetrarfrí nauðsynlegt

MARTIN O'Neill, knattspyrnustjóri skoska liðsins Celtic, segir að taka þurfi upp vetrarfrí í deildinni líkt og gert var tímabilið 2002-2003 en þá var gert þriggja vikna hlé í janúar. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 400 orð | 1 mynd

* PÉTUR Hafliði Marteinsson var í liði Hammarby sem lék á útivelli gegn...

* PÉTUR Hafliði Marteinsson var í liði Hammarby sem lék á útivelli gegn nýliðum Assyriska í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hammarby sigraði 2:1 og lék Pétur frá upphafi til enda í leiknum. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 126 orð

Rússar ekki útlendingar í Evrópu

EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemborg kvað upp þann dóm í gær að rússneskir knattspyrnumenn skyldu hafa heimild til að leika í 25 aðildarlöndum Evrópusambandsins án þess að teljast erlendir leikmenn. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 750 orð | 2 myndir

Virðing og virðingarleysi

EFTIR langdregna deildakeppni er úrslitakeppnin í handknattleik komin nokkuð á veg. Átta liða úrslitum karla og kvenna er lokið og í gærkvöld hófust undanúrslit kvenna. Meira
13. apríl 2005 | Íþróttir | 747 orð | 1 mynd

Ætlum okkur að fara alla leið

EIÐUR Smári Guðjohnsen og samherjar hans í liði Chelsea eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað árið í röð eftir að hafa slegið út Bayern München á Ólympíuleikvanginum í München í gær. Meira

Úr verinu

13. apríl 2005 | Úr verinu | 403 orð | 2 myndir

65% brottkast á skötusel vestur af Írlandi

GÍFURLEGT brottkast á skötusel vestur af Írlandi hefur verið afhjúpað í fjölþjóðlegri skýrslu. Þar kemur fram að floti um 50 skipa, flest í eigu Spánverja, hafi valdið gífurlegum skaða á skötuselsstofninum. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 372 orð | 1 mynd

Færra fólk en hærri laun

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, velti fyrir sér framtíð íslenzks sjávarútvegs í ræðu sinni á aðalfundi félagsins. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 489 orð | 1 mynd

Hefur myndað fiskiskip í tæplega hálfa öld

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra opnaði í síðustu viku formlega vefinn www.snorrason.is sem er vefur helgaður fiskiskipum í nútíð og þátíð. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 168 orð | 2 myndir

Hlutu verðlaun fyrir ljósmyndir

JÓN Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaður á varðskipinu Ægi, bar sigur úr býtum í ljósmyndakeppni sjómanna, sem sjómannablaðið Víkingur stóð fyrir. Myndin ber nafnið Brimsigling og sýnir skipverja á varðskipinu Ægi kom úr vitanum á Norðfjarðarhorni. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 962 orð | 3 myndir

Horfa björtum augum á framtíðina

Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Jakob Valgeir í Bolungarvík hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. Gunnar Hallsson heimsótti stjórnendur þess, sem hafa aukið kvótann mikið á síðustu misserum. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 508 orð | 2 myndir

Hver metmánuðurinn á fætur öðrum

ÞAÐ sem af er þessu ári hefur óvenjumikill fiskur farið um höfnina í Grundarfirði. Af þeim þremur mánuðum sem liðnir eru hefur mars verið sá stærsti en í þeim mánuði var landað 2.634 tonnum samanborið við 1.946 tonn í mars 2004. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 488 orð | 1 mynd

Hvíla mennina en ekki stálið

FULLTRÚAR samtaka sjómanna og útvegsmanna funduðu nú í vikunni með stjórnendum Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um hugsanlegar breytingar á kjarasamningi sjómanna og útvegsmanna. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 243 orð | 1 mynd

Íslenzkir sjómenn til Nýja-Sjálands

NÝSJÁLENZKA sjávarútvegsfyrirtækið Amaltal hefur ráðið til sín 20 sjómenn frá Norðurlöndum til eins árs. Flestir þeirra eru frá Færeyjum, en þrír Íslendingar eru í hópnum auk Dana og Breta. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 252 orð

Japanar sækjast eftir auknum heimildum til hvalveiða í vísindaskyni

JAPANAR munu óska eftir heimild til þess að framkvæma víðtækar og alhliða vísindaveiðar á hvölum á suðurskautslandinu þegar Alþjóða hvalveiðiráðið heldur sinn árlega fund í júní nk., að sögn fulltrúa japanska sjávarútvegsráðuneytisins. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 469 orð | 1 mynd

Lágur sjávarhiti ógnar humarvertíðinni

LÍKUR eru á því að humarveiðar á svæðinu í Hornarfjarðar- og Lónsdjúpi verði með lélegu móti vegna sjávarkulda að sögn Hrafnkels Eiríkssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun (Hafró). Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 160 orð

Matreiðslan

Það er í raun mjög auðvelt að elda krækling, en hver hefur þó sína aðgerð. En hvernig eldar Víðir Björnsson skelina sína? "Ég er svo oft að flýta mér, en eldamennskan er mjög einföld og fljótleg. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 175 orð

Meiri norskur lax til Kína

NORÐMENN auka útflutning á ferskum eldislaxi til Kína jafnt og þétt. 1996 nam hann nokkur hundruð tonnum, en er nú að nálgast 5.000 tonn. Aukningin virðist fylgja auknum umsvifum stórmarkaðskeðja í Kína. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 160 orð

Nýr risi í Noregi

Sjávarútvegsfyrirtæki Kjell Inge Rökke, Norway Seafoods, hefur yfirtekið West Fish-Aarsæther og Nordic Sea Holding en fyrirtækin hafa stundað togaraútgerð og fiskvinnslu í Norður-Noregi. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 151 orð | 1 mynd

Silungur með hnetum og appelsínu

Nú er sjóbirtingurinn farinn að veiðast og fljótlega kemur að því að hefðbundnar veiðar á laxi og silungi hefjast. Bleikju og lax er reyndar hægt að fá allt árið um kring, þökk sé líflegu eldi á laxi og bleikju. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 3227 orð | 6 myndir

Stefna að ræktun á 800 tonnum af kræklingi á ári

Kræklingarækt er að slíta barnsskónum hér á landi. Mikið fjármagn er komið inn í fyrirtækið Norðurskel í Hrísey. Hjörtur Gíslason ræddi við frumkvöðulinn Víði Björnsson, sem stefnir ótrauður upp á við. Meira
13. apríl 2005 | Úr verinu | 92 orð | 1 mynd

Þrengt að dragnótinni

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um dragnótaveiðar sem m.a. inniheldur breytingar á veiðisvæðum dragnótarbáta við Austurland. Fiskistofa mun á næstu dögum breyta dragnótaleyfum við Austurland til samræmis við ákvæði nýrra reglna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.