Róm. AP. | Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og aðaleigandi knattspyrnufélagsins AC Milan, sagði í gær að gripið yrði til róttækra ráðstafana til að stöðva vaxandi ofbeldi á leikvöngum landsins.
Meira
Tónlistardagskráin Aftan Festival verður haldin á veitingastaðnum Mamma Mía í Sandgerði í kvöld og hefst kl. 21. Að venju er frítt inn. Tveir listamenn þreyta frumraun sína í kvöld. Alex úr hljómsveitinni Kimono treður upp, að þessu sinni einn.
Meira
SÝSLUMAÐURINN á Seyðisfirði hefur gefið út ákæru á hendur GT verktökum og á hendur einum forsvarsmanna fyrirtækisins fyrir að hafa tvo Letta í vinnu hér á landi án þess að mennirnir hefðu atvinnuleyfi hér á landi.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ERLENDIR fjárfestar keyptu íslensk hlutabréf fyrir 22 milljarða króna nettó í fyrra en árið áður seldu þeir hlutabréf umfram kaup fyrir tæpa fjóra milljarða. Sveiflan á milli ára nam því um 26 milljörðum króna.
Meira
Santa Maria. AFP. | Móðir drengsins, sem sakar tónlistarmanninn Michael Jackson um kynferðislegt áreiti, kom fyrir rétt í gær en neitaði að svara spurningum um eigin fortíð.
Meira
Helle Thorning-Schmidt, hinn nýi leiðtogi danskra jafnaðarmanna, kemur eins og ferskur andblær en líklega mun það koma fljótt í ljós hvort henni tekst að sameina flokkinn til nýrrar sóknar.
Meira
FÓLKSBIFREIÐ fór út af Reykjanesbraut og valt skammt innan við Kúagerði um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á slysadeild í Fossvogi. Slapp hann við alvarleg meiðsl og var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gærkvöldi.
Meira
"VIÐ fáum minna af þorsk- og ufsalifur að landi en áður, því nú er gert að öllum fiski úti á sjó. Okkur gengur reyndar vel að fá lifur af dagróðrabátum en síður af togurunum.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, sendi í gær út viðvörun en í ljós hefur komið að bandarísk meinastofa sendi nýverið út þúsundir sýna af hættulegum inflúensuvírus til tilraunastofa í átján löndum.
Meira
Flugbrautin lengd | Verktakafyrirtækið KNH ehf. á Ísafirði átti lægsta tilboð í lengingu og endurbætur Þingeyrarflugvallar. Níu tilboð bárust í verkið. KNH bauðst til að vinna verkið fyrir tæpar 106 milljónir kr., að því er fram kemur á vefnum...
Meira
Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is Vestmannaeyjar | Berglind Heiða Árnadóttir, flugmaður hjá Flugfélagi Vestmannaeyja, var að setja eldsneyti á flugvélina þegar þessi mynd var tekin á Bakkaflugvelli í Landeyjum á dögunum.
Meira
VERÐBÓLGA mældist 4,3% í apríl. Húsnæðisliður neysluverðsvísitölunnar veldur langmestu um hækkunina frá marsmánuði en hins vegar hefur 2,5% lækkun á dagvörum vegna verðstríðs á matvörumarkaði vegið þungt á móti.
Meira
Akranes | Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt framtíðarsýn í húsnæðismálum aldraðra. Gerir hún ráð fyrir því að byggt verði nýtt húsnæði fyrir aldraða á tveimur stöðum í bænum og því verkefni flýtt eins og kostur er.
Meira
OKKAR menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, heldur aðalfund í húsnæði blaðsins í Kringlunni og Hádegismóum í Reykjavík laugardaginn 16. apríl næstkomandi. Fundurinn hefst í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni klukkan 12.
Meira
Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Stjórnvöld í Tyrklandi hafa formlega lagt það til við Armeníustjórn, að sérstakri nefnd verði falið að kanna ásakanir um, að Tyrkir hafi gerst sekir um þjóðarmorð á Armenum á dögum Ottómanaríkisins.
Meira
DORRIT Moussaieff forsetafrú virtist afar hrifin af þessum stálpaða kálfi sem hún hitti í fjósinu á Hríshóli í Eyjafirði í gær, þó hún hafi ekki gengið svo langt að smella á hann kossi.
Meira
Gagnrýna staðsetningu útibús | Bæjarstjórn Snæfellsbæjar er óánægð með að nýtt útibú Fiskistofu skuli ekki vera í Snæfellsbæ og vísar til þess að þar sé útibú Hafrannsóknastofnunar og mikils afla sem á land kemur.
Meira
BANNAÐ er að aka á nagladekkjum eftir 15. apríl á götum borgarinnar og er Gatnamálastofa að undirbúa árlega auglýsingaherferð til að minna ökumenn á reglurnar.
Meira
Kópavogur | Heilbrigðisráðherra og fulltrúar frá verktakafyrirtækinu Ris ehf. undirituðu í gær samning um nýtt húsnæði heilsugæslunnar í Kópavogi. Heilsugæslan verður til húsa í nýju húsnæði yfir Gjánni við Hamraborg í Kópavogi.
Meira
Laugardalur | Framkvæmdum við endurbætur og stækkun Laugardalshallar miðar vel, að sögn Jónasar Kristinssonar, forstöðumanns Hallarinnar. Áformað er að loka Laugardalshöllinni að loknum tónleikum með Robert Plant undir lok þessa mánaðar (22.
Meira
16 ára yngissveinar Missagt var í dómi Bergþóru Jónsdóttur um tónleika Vallargerðisbræðra í blaðinu í gær, að piltarnir í kvartettinum væru 17 ára. Hið rétta er, að á tónleikadaginn voru þeir allir 16 ára.
Meira
FORSVARSMAÐUR nektarstaðarins Bóhem verður ákærður af lögreglustjóranum í Reykjavík fyrir að flytja inn ólöglegt vinnuafl, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.
Meira
Starfsgreinasamband Íslands, flutninga-, bygginga- og mannvirkjasvið, heldur málþing um svarta atvinnustarfsemi og ólöglegt vinnuafl á Íslandi á Selfossi föstudaginn 15. apríl.
Meira
ELDUR kom upp í færibandi í malarsílói á athafnasvæði Björgunar við Sævarhöfða í Reykjavík laust fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Var verið að logsjóða í sílóinu þegar eldurinn kviknaði.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KJÖRSKRÁ Samfylkingarinnar vegna kjörs formanns flokksins verður lokað á morgun klukkan 18 og er stefnt að því að kjörskráin verði birt á mánudaginn.
Meira
Í FRAMHALDI af fyrirspurn Garðars Sölva Helgasonar á aðalfundi Geðhjálpar 2. apríl sl. hefur verið ákveðið að stofna hóp fyrir fólk með geðklofa. Hópurinn mun hittast á föstudögum kl. 13.30 í húsi Geðhjálpar að Túngötu 7.
Meira
SVEINN Helgason fréttamaður á Ríkisútvarpinu hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunvaktar á samtengdum rásum RÚV og tekur við starfinu af Óðni Jónssyni sem nýlega var ráðinn fréttastjóri Útvarps.
Meira
OG Vodafone mun hlíta úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar og hefur afnumið afslátt þegar hringt er úr fastlínu yfir í GSM númer innan kerfis fyrirtækisins.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp þann dóm að uppsagnir Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á hluta starfstengdra kjara félagsmanna hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands, sem eru í starfi hjá Varnarliðinu, hafi verið ólögmætar.
Meira
GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði á Alþingi í gær að íslenskri farmannastétt færi hnignandi yrði ekkert að gert. Kom þetta fram í máli hans í umræðu utan dagskrár um stöðu íslenska kaupskipaflotans.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur lagt fram formlegar tillögur að nýrri rannsóknaáætlun Evrópusambandsins sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2007 og gildi til næstu sjö ára.
Meira
Páfagarði. AFP. | Að mati nokkurra ítalskra dagblaða stendur þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem er mjög íhaldssamur, hvað best að vígi í væntanlegu páfakjöri.
Meira
Læsi á 21. öldinni. Hvar stöndum við? Hvert stefnum við? Þetta er yfirskrift ráðstefnu sem Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri efnir til á laugardag, 16. apríl, í Brekkuskóla en hún hefst kl. 9.
Meira
FÉLAG eldri borgara í Reykjavík efnir á föstudag til fundar um hreyfingu og hollt mataræði. Fer hann fram í Ásgarði í Glæsibæ og hefst kl. 15.30.
Meira
Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is SJÓFLUTNINGAR út á land frá Reykjavíkurhöfn og til hafnarinnar hafa dregist verulega saman síðustu árin að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Hafnarfrétta, fréttablaði Faxaflóahafna sf.
Meira
London. AFP. | Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segist vera að heyja sína síðustu kosningabaráttu sem leiðtogi Verkamannaflokksins en Bretar ganga að kjörborðinu 5. maí nk. "Ég hef áður sagt að þetta verða mínar síðustu kosningar.
Meira
BÚIST er við fjölda gesta, innlendra sem erlendra, á alþjóðlegu ráðstefnuna Samræður menningarheima, sem hefst í dag. Ráðstefnan er haldin í tilefni 75 ára afmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem er á morgun.
Meira
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Ástand og horfur á fjölmiðlamarkaði voru til umfjöllunar á málþingi sem félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri efndi til í gær.
Meira
KÍNVERSKU bændahjónin Li Anjin og Liu Shuxia eru hér við sveppatínslu í gróðurhúsi, sem þau eiga í bænum Songting í Austur-Kína. Stunda þau ýmsan annan búskap en svepparæktin er þeim mikil búbót. Fyrir ársuppskeruna, 60 tonn, fá þau rúmlega 220.000 ísl.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SAMKOMULAG náðist seint í gærkvöldi um samstarf þeirra tveggja aðila sem undanfarna daga hafa tekið við skráningum einstaklinga, sem hafa áhuga á að taka þátt í kaupum almennings á Símanum.
Meira
Talang. AFP. | Gos hófst í öðru eldfjalli í Indónesíu í gær eftir mikla jarðskjálftahrinu. Jók það enn á ótta margra við nýjar náttúruhamfarir á svæðinu. Eldfjallið Tangkuban Perahu, sem er rúmlega 2.
Meira
Breiðdalurinn er fagur og víðfeðmur og fólk þar unir sér við verðmætasköpun í búskap, sjávarútvegi og iðnaði. Sigfríður Þorsteinsdóttir sveitarstjóri lét hugann reika um mannlífið og sóknarfærin með Steinunni Ásmundsdóttur.
Meira
Það getur verið skemmtilegur siður að yrkja út frá götunöfnum. Árni Reynisson yrkir: Nóttin var sú leið og löng ljúfar náðir fjarri í Þrastanesi 9 söng næturgalinn starri.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík að stöðva nauðungarsölu á lóð á jörðinni Brautarholti III á Kjalarnesi. Deilt var um hvort salan mætti fara fram þar sem Brautarholt er óðalsjörð, en um slíkar jarðir gilda sérreglur.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is UPPGREIÐSLUR á lánum hjá Lánasjóði landbúnaðarins nema yfir einum milljarði frá því að vextir á langtímalánum lækkuðu á síðari hluta síðasta árs.
Meira
14. apríl 2005
| Innlendar fréttir
| 1481 orð
| 6 myndir
Nú er um það deilt hvort tekið hafi verið nægt tillit til athugasemda sérfræðinga um hættu á jarðskjálftum eða eldgosum á virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar. Björn Jóhann Björnsson rekur þessar athugasemdir og einnig viðbrögð hagsmunaaðila.
Meira
UM næstu helgi, 15.-17. apríl, verður sýningin Vorboðinn haldin í annað sinn í Vetrargarði Smáralindar. Fyrirtækin Jón Bergsson og Hellusteypa JVJ standa að Vorboðanum auk þess sem 25-30 önnur fyrirtæki verða með sýningarbása.
Meira
ALLS hafa 1.322 einstaklingar gert upp við Tryggingastofnun vegna ofgreiddra bóta- og lífeyrisgreiðslna fyrir árið 2003. Innheimta ofgreiddra bóta hófst um síðustu mánaðamót eftir að kröfubréf höfðu verið send til 9.874 einstaklinga.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, vítti Lúðvík Bergvinsson, þingmann Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær, fyrir ummælin: "Forseti, ég hef hér orðið.
Meira
ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Álbræðsla á Grundartang(fasteignaskattur). 2. Starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. 3. Umgengni um nytjastofna sjávar. 4. Greiðslur ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.
Meira
Sl. mánudag birti Morgunblaðið grein eftir Agnesi Bragadóttur fréttastjóra, sem hefur umsjón með viðskiptaumfjöllun blaðsins, þar sem hún fjallaði um sölu Símans út frá sínum persónulega sjónarhóli.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is DAVÍÐ Smári Harðarson, "Ballöðukóngurinn úr Idol" eins og segir í fréttatilkynningu, mun gefa út sólóplötu á vegum Senu í júní.
Meira
BRITNEY Spears hefur gengist við því sem gæti verið kallað verst geymda leyndarmálið í Hollywood: Hún er ólétt. Spears upplýsti í bréfi á opinberum vef sínum að hún og eiginmaður hennar, Kevin Federline, ættu von á fyrsta barni sínu saman.
Meira
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is SÝNING á málmgripum úr smiðju Sigurðar H. Þórólfssonar gull- og silfursmiðs stendur yfir í anddyri Norræna hússins um þessar mundir. Vorvindar er yfirskrift sýningarinnar, sem var opnuð 2.
Meira
ÞÁTTURINN Pimp My Ride sem Skjár einn hefur verið að sýna er alveg frábær. Þar er við stjórnvölinn rapparinn Xzibit en þátturinn snýst um að verið er að gera upp gamla bíla fyrir ungt fólk.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is "Þetta verður að halda áfram alveg frá byrjun og má ekki stoppa, við eigum að fatta hvernig bíllinn kemst alla leið gegnum dótið okkar, þar til hann fer yfir í næsta hluta af vélinni.
Meira
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is "ALLIR óbóleikarar glíma við þennan konsert meðan þeir eru í námi, en oftast er það nú þannig að þeir leggja hann um síðir á hilluna. Hann er svo erfiður," segir Daði Kolbeinsson.
Meira
TÍMARITIÐ Vanity Fair greindi frá því að allt hefði farið í loft upp þegar leikkonurnar úr Aðþrengdum eiginkonum ( Desperate Housewives ) komu í myndatöku fyrir blaðið en Eva Longoria hefur neitað þessu.
Meira
LYNETTE finnur sig knúna til að mótmæla leiksýningu byggðri á ævintýrinu um Rauðhettu sem á að setja upp í skóla sona hennar í Aðþrengdum eiginkonum í kvöld.
Meira
Í akurlendi íslensku myndasögunnar er Hugleikur Dagsson einn glæsilegasti vaxtarsprotinn. Heimir Snorrason skoðaði notkun hans á myndasögunni og rýndi í bækur hans.
Meira
Leikstjórn og handrit: Zach Braff. Kvikmyndataka: Lawrence Sher. Aðalhlutverk: Zach Braff, Ian Holm, Peter Sarsgaard, Armando Riesco, Ron Leibman og Natalie Portman. 109 mín. BNA 2004.
Meira
Á FYRSTU plötu 50 Cent var hann að reyna að verða ríkur eða ætlaði að láta lífið við þá tilraun. Á The Massacre sannar hann að það hefur tekist (enda hafa selst 11 milljón eintök af fyrstu plötunni). Hann fylgir sömu formúlunni á þessari plötu.
Meira
Leikstjórn og handrit: Sergio Castellitto eftir skáldsögu Margaret Mazzantini. Kvikmyndataka: Gianfilippo Corticelli. Aðalhlutverk: Penélope Cruz, Sergio Castellitto, Claudia Gerini, Elena Perino, Pietro de Silva og Marco Giallini. 125 mín. ÍT/SP/Bretl. 2004.
Meira
SÝNINGIN America vs. America verður opnuð í Klink og Bank í kvöld, en hún samanstendur m.a. af veggspjöldum, fánum, blöðum, teiknimyndum, vídeólist og heimildamyndum sem flokkast undir pólitíska list og/eða ádeilu.
Meira
FRAMLAG Íslendinga í Evróvisjónkeppninni, "If I Had Your Love" með Selmu Björnsdóttur, er í 2.-3. sæti yfir líklegustu sigurvegara í undankeppninni, samkvæmt veðbankanum bet365.com.
Meira
EMILÍANA Torrini spilar á Montreux-tónlistarhátíðinni í Sviss í sumar. Kemur hún fram á undan Elvis Costello og hjómsveit hans fimmtudaginn 7. júlí. Tónleikarnir fara fram á einu aðalsviðinu, Auditorium Stravinski. Þetta er í 39.
Meira
UPPSELT er orðið á tónleika Stomu Yamash'ta, Ragnhildar Gísladóttur og félaga á Listahátíð í Reykjavík í Skálholti 21. maí næstkomandi. Þau flytja sem kunnugt er verkið Bergmál eftir Ragnhildi Gísladóttur við texta eftir Sjón.
Meira
Mikill vill meira - eða í það minnsta eitthvað annað. Sum okkar eiga það gjarnan til að kvarta og kveina, jafnvel þegar vel er við okkur gert. Eins og t.d. nú þegar kvikmyndahúsin eru loksins orðin yfirfull af góðum og ögrandi kvikmyndum.
Meira
ÆVINTÝRAMYNDIN Sahara var mest sótta kvikmyndin í bíóhúsum í Bandaríkjunum og Kanada um síðustu helgi, með 18,5 milljónir dala í tekjur (1,14 milljarðar kr.).
Meira
ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, prófastsfrú frá Heydölum, 90 ára 8. apríl 2005 Anna, þú átt orðið fulla níu áratugi gengna að baki þér. Fari að vonum, fyllir einnig tíu; fyrir því Vor Herra máske sér.
Meira
Frá Sigurjóni Þórðarsyni alþingismanni: "MORGUNBLAÐIÐ hefur löngum gert málefnum landsbyggðarinnar góð skil og á það ekki síður við um atvinnulífið en aðra þætti mannlífs. Í þessu felst ekki síst að blaðið höfðar til mín sem lesanda og víst er að svo sé um marga fleiri."
Meira
Viðar Halldórsson fjallar um íþróttir ungs fólks: "Ef íþróttahreyfingin snýr bökum saman og hlúir að fjölbreyttum bakgrunni ungs fólks í íþróttum þá má reikna með að í kjölfarið komi afrekin nánast af sjálfu sér, og ekki bara í einni íþrótt, heldur öllum."
Meira
Finnbogi Rútur Hálfdanarson svarar Staksteinum Morgunblaðsins: "Það er mín skoðun að það sem einkenni góða fjölmiðla sé einmitt það að fullyrða ekki neitt nema hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir."
Meira
Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins: "Það er ódrengilegt að vega að persónu einstaklinga og fjölskyldu þeirra með þeim hætti sem stundað hefur verið gagnvart forsætisráðherra."
Meira
Kjartan Ólafsson fjallar um flutning starfa frá höfuðborginni til landsbyggðarinnar: "...nú vil ég skora á landbúnaðarráðherra og landbúnaðarnefnd Alþingis að taka af skarið og kveða á um að Landbúnaðarstofnun skuli staðsett á Selfossi samkvæmt lögum."
Meira
Gísli Gunnarsson fjallar um störf framtíðarnefndar Samfylkingarinnar: "Þessi saga sýnir að sannleikurinn í gær getur breyst í andstöðu sína næsta dag..."
Meira
Skúli Thoroddsen fjallar um formannskjörið í Samfylkingunni: "Ef Samfylkingin á að rísa undir merkjum jafnaðarstefnunnar er mikilvægt að til forystu flokksins veljist einstaklingur sem nýtur trausts til að fylgja þeim málefnum eftir, sem launafólki eru mikilvægust."
Meira
Ósátt við fréttaflutning Á dögunum birti DV frásögn af öldruðum manni sem var rænt frá Dvalarheimili aldraðra á Kumbaravogi. Enn og aftur láta DV-menn hafa sig að fíflum og borga fyrir góða forsíðufrétt að þeirra mati.
Meira
Arnþrúður Guðbjörg Sigurðardóttir Kaldalóns fæddist 23. október 1919 á Bæjum á Snæfjallaströnd. Hún lést aðfaranótt föstudagsins langa 25. mars á hjúkrunarheimilinu Grund og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 1. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Áslaug Edda Bergsdóttir fæddist á Landspítalanum 9. október 1950. Hún lést 6. apríl síðastliðinn. Foreldar hennar voru Bergur Vigfússon, f. 10. nóvember 1914, d. 8. júní 2002, og Margrét Líndal Jónatansdóttir, f. 2. september 1917, d. 11. mars 1991.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 18. júní 1955. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 1. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 8. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Jóhannes Þórður Jónsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 20. janúar 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Einarsson, útgerðarmaður og síðar íshússtjóri á Suðureyri, f. 9.6. 1873, d. 22.9.
MeiraKaupa minningabók
Kjartan Pálsson fæddist á Litlu-Heiði í Mýrdal í V- Skaftafellssýslu 14. október 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudagsmorguninn 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Pálsson, bóndi á Litlu-Heiði, f. 11. mars 1902, d.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Andrea Sæby Friðriksdóttir fæddist á Siglufirði 29. desember 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu 7. apríl síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Magnúsína Guðbjörg (Nancy) Magnúsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 14. apríl 1920 og hefði orðið 85 ára í dag. Hún lést 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir og Magnús Jónsson skipasmiður.
MeiraKaupa minningabók
TÍU stærstu sjávarútvegsfyrirtæki Noregs hafa tapað um 60 milljörðum íslenzkra króna á síðustu fimm árum. Samanlögð velta þeirra þetta tímabil er um þúsund milljarðar króna. Staðan hefur skánað nokkuð en er engu að síður ekki góð.
Meira
"ÞAÐ er vissulega jákvætt ef menn verða varir við mikið af þorski og gengur vel að veiða hann. Það gæti þýtt að stofninn sé á uppleið. Engu að síður verður að fara varlega, því við verðum að hafa þolinmæði til að byggja stofninn upp.
Meira
STÆRRA hlutverk baðherbergja á heimilum er meðal þess sem vakti athygli á hönnunar- og heimilissýningunni Bolig & Interieur í Kaupmannahöfn fyrir skömmu.
Meira
Spurning: Hvað er fenýlalanin? Þetta efni er oft talið upp í innihaldslýsingu á matvöru eins og til dæmis skyri. Svar: Á Umhverfisstofnun fengust þau svör að fenýlalanin væri amínósýra sem er í sætuefninu aspartam sem er mjög algengt í matvöru.
Meira
SUMARDAGINN fyrsta munu ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og víða um land kynna starfsemi sína almenningi undir yfirskriftinni "Ferðalangur á heimaslóð 2005".
Meira
Einn af hverjum tíu Norðmönnum á aldrinum 30-44 ára getur hugsað sér að vinna a.m.k. til 67 ára aldurs, að því er fram kemur í könnun sem norska Gallup gerði og vitnað er til á vef Aftenposten.
Meira
Fyrir rúmum fimm árum ákvað Kristín Árnadóttir að taka nýja stefnu í lífinu og keypti sér taílenskan veitingastað. Ingveldur Geirsdóttir forvitnaðist um staðinn og fékk uppskrift hjá henni að kjúklingarétti.
Meira
Verslun Europris í Skútuvogi 2 verður lokuð frá 12. apríl vegna stækkunar og munu breytingar taka nokkra daga, opnun endurbættrar verslunar verður auglýst sérstaklega síðar.
Meira
Afköstin hjá ullarvinnslu Frú Láru á Seyðisfirði hafa aukist mjög með tilkomu nýrrar þæfingarvélar, sem flutt var inn frá Kanada. Vélin var tekin í notkun árið 2002 og við setningu nýliðins Búnaðarþings var framleiðsla fyrirtækisins meðal annars kynnt.
Meira
Plómutómatar eru þeir tómatar sem mest eru notaðir til niðursuðu og þurrkunar og þeir henta líka vel til þess, þar sem þeir eru kjötmeiri en aðrir tómatar og ekki eins safaríkir.
Meira
Athafnakonan hún móðir okkar er áttræð í dag, 14. apríl. Það hefur fylgt henni alla tíð að vera atorkusöm og hefur hún ávallt verið að skapa og vinna af miklum krafti fyrir heimili sitt, og ekki með neinu hangsi.
Meira
Edda Björg Eyjólfsdóttir segist vera svo vel í sveit sett í 101 Reykjavík að hún þurfi ekki nema að hlaupa rétt út fyrir hlaðið og þá sé hún komin í tæri við kaupmenn, sem bjóði upp á ýmsa spennandi hollustukosti.
Meira
Á KVÖLDVÖKU í Seltjarnarneskirkju í kvöld kl. 20 segir sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason (Silfur Egils) frá merkum ferli afa síns, Ólafs Ólafssonar kristniboða.
Meira
Anna Guðrún Edvardsdóttir er fædd árið 1960. Hún er B.Ed og M.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnsýslu og gegnir nú starfi deildarstjóra þróunardeildar Náttúrustofu Vestfjarða.
Meira
LANDSLIÐSNEFND LH og Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur hafa kynnt nýjan lykil að vali íslenska landsliðsins sem fer á Heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldlið verður í Norrköping í Svíþjóð dagana 1.-7. ágúst næstkomandi.
Meira
KAMMERKÓR Konunglega tónlistarháskólans í Stokkhólmi er staddur hér á landi um þessar mundir og kemur fram á tvennum tónleikum í vikunni. Fyrri tónleikarnir verða í Reykholtskirkju í kvöld kl. 20.30.
Meira
SÖNGNEMENDUR Tónlistarskóla Kópavogs flytja Töfraflautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart í styttri mynd í Salnum í kvöld og annað kvöld kl. 20. Mozart samdi Töfraflautuna skömmu áður en hann lést árið 1791.
Meira
Miðbær | Þegar mannfólkið er ungt er allur heimurinn ókannaður. Ómerkilegustu horn og kytrur verða að ævintýraheimi, svo ekki sé talað um þegar komið er á nýjan stað, fullan af málmum, sófum, borðum og öðruvísi fólki.
Meira
Víkverji hefur um árabil ekið til vinnu, um 10 km hvora leið. Það hefur reyndar alltaf farið í taugarnar á honum hvað hann hefur þurft að vera að truntast þetta á bíl endalaust. Stundum hefur hann því tekið strætó, en ekki nema þegar bíllinn er bilaður.
Meira
PSV EINDHOVEN er, mörgum á óvart, komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem það mætir sexföldum Evrópumeisturum, AC Milan. PSV tókst að stöðva Lyon, sem farið hefur á kostum í vetur, og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.
Meira
SPÁNSKI miðjumaðurinn Ivan Campo, sem leikur með Bolton, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann eftir að hann var rekinn af velli á mánudaginn í leik með varaliðinu.
Meira
INTER Mílanó var ekki með hreinan skjöld hjá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, áður en ólætin brutust út hjá stuðningsmönnum þeirra á leiknum við AC Milan í fyrrakvöld.
Meira
MICHAEL Owen, sóknarmaður Real Madrid og enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið ótrúlegt að fylgjast með framförum Franks Lampards, miðjumanns Chelsea, og félaga hans úr landsliðinu undanfarin tvö ár.
Meira
JAILESKY Garcia, landsliðsmaður í handknattleik, verður í sviðsljósinu með Göppingen í Hamborg um helgina. Þar fer fram lokakeppni þýsku bikarkeppninnar, þar sem Göppingen, Flensburg, Kiel og Nordhorn leika.
Meira
* GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Essen þegar liðið lagði botnlið Post Schwerin , 33:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. * LOGI Geirsson skoraði 1 mark úr vítakasti fyrir Lemgo í sigri liðsins á Tus N-Lübbecke , 37:32.
Meira
PER Ravn Omdal frá Noregi, varaforseti UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, segir að svo geti vel farið að Inter Mílanó verði ekki heimiluð þátttaka í Meistaradeild Evrópu næsta vetur.
Meira
BANDARÍSK knattspyrnukona, Renee Balconi, leikur með nýliðum ÍA í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar. Balconi er 22 ára varnarmaður og hefur getið sér gott orð í háskólaknattspyrnunni.
Meira
ÍTALIR óttast að atvikið á San Siro-leikvanginum í Mílanó í fyrrakvöld, ásamt óeirðum á leikjum í ítölsku deildakeppninni að undanförnu, grafi undan möguleikum þjóðarinnar á að fá að halda úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu árið 2012.
Meira
ÍSLENSKI landsliðsbakvörðurinn í körfuknattleik, Jón Arnór Stefánsson, leikur síðdegis í dag með Evrópuúrvalinu gegn liði skipuðu leikmönnum frá öðrum heimsálfum í árlegum Stjörnuleik sem fram fer á Kýpur.
Meira
KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 8 liða úrslit, síðari leikir: Juventus - Liverpool 0:0 55.464. *Liverpool vann samanlagt, 2:1, og mætir Chelsea í undanúrslitum. Fyrri leikurinn fer fram á Stamford Bridge 26. apríl, seinni leikurinn 3. maí á Anfield.
Meira
MARK Skagamannsins Jóhannesar Harðarsonar fyrir Start gegn Lilleström hefur verið útnefnt sem eitt af þremur bestu mörkunum í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Meira
Sigmundur Ó. Steinarsson ENN og aftur hafa knattspyrnubullur á Ítalíu sett ljótan blett á knattspyrnuna - fyrst með skrílslátum um víðan völl á deildarleikjum á Ítalíu um sl.
Meira
ÍVAR Ingimarsson, knattspyrnumaður frá Stöðvarfirði, missti af fyrstu 35 mínútum sínum á keppnistímabilinu í Englandi um síðustu helgi. Hann var tekinn af velli í leik Reading gegn Sunderland í ensku 1. deildinni, fljótlega í síðari hálfleik.
Meira
OLIVER Kahn, markvörður Bayern München, blæs á afsakanir samherja sinna eftir að lið hans var slegið út úr Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld af Eiði Smára Guðjohnsen og félögum hans í Chelsea.
Meira
UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákveður á morgun hvaða refsingum verði beitt í kjölfar ólátanna á San Siro-leikvanginum í Mílanóborg í fyrrakvöld.
Meira
* SLAVISA Matic , knattspyrnumaður frá Serbíu-Svartfjallalandi , er genginn til liðs við Víkinga í Ólafsvík og leikur með þeim í 1. deildinni í sumar. Matic , sem er miðjumaður, lék með Fjölni síðasta sumar og skoraði þá 5 mörk í 14 leikjum í 1. deild.
Meira
STERK vörn enska liðsins Liverpool var lykillinn að því að liðið hélt marki sínu hreinu á Ítalíu í gær gegn Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og sigraði Liverpool 2:1 samanlagt eftir markalaust jafntefli í Tórínó.
Meira
MAGNUS Wislander, einn þekktasti handboltamaður heims á síðari árum, hefur endanlega lagt skóna á hilluna. Lið hans, Redbergslid, steinlá á dögunum fyrir Skövde, 19:37, í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn og féll úr keppni.
Meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur hlutdeild fjármálaþjónustunnar í vergri landsframleiðslu aukist á síðustu árum. Árið 1997 var hún um 4% en er nú að nálgast 8% en hlutdeild sjávarútvegs er nú rétt rúmlega 8% og fer minnkandi.
Meira
ALLS hafa fimmtán núverandi og fyrrverandi miðlarar í kauphöllinni á Wall Street í New York verið ákærðir fyrir að svíkja fjárfesta með því að láta þá ekki njóta bestu kjara í viðskiptum með bréf þeirra.
Meira
Framlag fjármálaþjónustunnar til þjóðarbúskaparins hér á landi hefur vaxið mikið á umliðnum árum. Er nú svo komið að framlag hennar til landsframleiðslunnar nálgast framlag sjávarútvegsins.
Meira
Skýrsla Hagfræðiseturs Háskólans í Reykjavík styður meðal annars við skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, Understanding Economic Growth, frá 2004. Þar er því haldið fram að tvíþætt samband sé á milli fjármálageirans og hagvaxtar.
Meira
FRAKTLAUSNIR ehf. og flutningamiðlunarfyrirtækið PanalPina í Sviss hafa undirritað samning um flutningasamstarf um allan heim. Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fraktlausna, segir að samningurinn hafi mikið að segja fyrir fyrirtækið.
Meira
ÞAÐ eru enn fjölmörg viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga í Bretlandi, segir Guy Green, starfsmaður breska ráðgjafafyrirtækisins Eversheds, einn helsti ráðgjafi Bakkavarar í Bretlandi um árabil.
Meira
HINN 15. júní nk. taka gildi reglur í Bandaríkjunum um gjaldfærslu kaupréttarsamninga í ársreikningum fyrirtækja og er það ein afleiðing Sarbanes-Oxley laganna sem urðu til í kjölfar stórra bandarískra bókhaldssvikamála, sem m.a.
Meira
HELSTU niðurstöður í rannsókn Hagfræðiseturs Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík á áhrifum fjármálafyrirtækja á íslenskan efnahag eru: Áhrif á hagvöxt ... eru jákvæð og því meiri sem fjármálageirinn er þróaðri.
Meira
Stór íslensk hlutafélög, ekki síst fjármála- og útrásar-fyrirtæki, kaupa sífellt meira af dýrum laxveiðileyfum. Arnór Gísli Ólafsson og Helgi Mar Árnason skelltu sér út í straumskil vatna og viðskipta.
Meira
V/H-hlutfall V/H-hlutfall segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp núverandi markaðsvirði félags með óbreyttum hagnaði þess. Hlutfallið reiknast sem virði fyrirtækis deilt með hagnaði þess, en með virði er átt við markaðsvirði.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is METRO, sem gefur út ókeypis fréttablöð í 53 stórborgum í sautján löndum og hefur að því er talið er liðlega 15 milljónir lesenda daglega, opnaði í gær fyrsta vef sinn í Svíþjóð.
Meira
ISB Luxembourg S.A., dótturfélag Íslandsbanka, hefur tekið til starfa og komið á fót einkabankaþjónustu og eignastýringu í Lúxemborg. Þjónustan er miðuð að eignamiklum einstaklingum og fyrirtækjum á Norðurlöndum .
Meira
KAUPRÉTTARÁÆTLANIR staðfestar af Ríkisskattstjóra, sem bundnar voru í lög árið 2000, virðast ekki henta íslensku atvinnulífi vegna þess hve skilyrði fyrir þeim eru ströng, að sögn Guðrúnar Bjarkar Bjarnadóttur, lögmanns hjá Logos.
Meira
Lagadeild og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, í samvinnu við Félag lögfræðinga og Kauphöll Íslands, héldu á dögunum ráðstefnu um kaupréttarsamninga við stjórnendur og góða stjórnarhætti fyrirtækja. Soffía Haraldsdóttir kynnti sér efni ráðstefnunnar, sem lýtur að kaupréttarsamningum.
Meira
KAUPRÉTTARSAMNINGAR við stjórnendur banka eru að sumu leyti frábrugðnir kaupréttarsamningum við stjórnendur annarra fyrirtækja, að sögn Steens Thomsens, prófessors og forstöðumanns miðstöðvar um stjórnarhætti fyrirtækja við Viðskiptaháskólann í...
Meira
Ör lækkun olíuverðs á heimsmarkaði hefur greinilega haft jákvæð áhrif á verð flugfélaga og hækkaði easyJet um ríflega 11% í liðinni viku. Einnig voru áhrifin sjáanleg á verði British Airways sem hækkaði um tæp 3%.
Meira
BIRTINGAHÚSIÐ ehf. hóf í vikunni nýja auglýsingaherferð í sjónvarpi sem miðar að því að koma kennimarki Birtingahússins áleiðis til þeirra sem fara með yfirstjórn fyrirtækja.
Meira
Eftir Hjálmar Jónsson og Arnór Gísla Ólafsson hjalmar@mbl.is og arnorg@mbl.is ERLENDIR fjárfestar keyptu íslensk hlutabréf fyrir 22 milljarða umfram það sem þeir seldu á markaði í fyrra.
Meira
MIKIL viðskipti voru í Kauphöll Íslands í gær, eða fyrir samtals 22,1 milljarð króna . Þar af voru viðskipti með íbúðabréf fyrir um 13,5 milljarða .
Meira
Norrænar fjármálastofnanir hafa vaxið mikið á umliðnum árum og afkoma þeirra er nú almennt með því besta sem gengur og gerist í Evrópu. Peter Staarup, bankastjóri Danske Bank, sem er annar stærsti banki Norðurlanda, segir að góð afkoma bankanna sé forsenda heilbrigðs efnahagslífs.
Meira
ODDI hf. opnar nýja skrifstofuverslun í Borgartúni 29 í næstu viku. Verslunin verður á 600 fermetra gólffleti og, að sögn Stefáns Más Óskarssonar verslunarstjóra, ein stærsta skrifstofuvöruverslun landsins.
Meira
* "Í kjölfar þess að áhættugrunnur bankanna hefur styrkst hljótum við að kalla eftir því að heimilunum í landinu og smærri fyrirtækjum verði boðin óverðtryggð lán til lengri tíma með föstum vöxtum.
Meira
* "Þess vegna er ljóst að framlag fjármálastarfseminnar til hagvaxtar er mjög mikið þar sem ýmsum verkefnum hefði ekki verið hrundið í framkvæmd ef bakhjarlar í fjármálageiranum væru ekki svona sterkir.
Meira
"SAMKEPPNISHÆFNI í breyttri heimsmynd" er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður þann 19. apríl nk. á vegum Félags kvenna í atvinnurekstri og Auðar.
Meira
Stofnandi sportvörufyrirtækisins Nike, Phil Knight, hefur látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Soffía Haraldsdóttir komst að því að það er ekki í fyrsta sinn en kannski í það síðasta.
Meira
GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir það augljóst að fjármálageirinn hafi stækkað mjög mikið á Íslandi síðan frjálsræði var aukið í bankageiranum.
Meira
SKRIFSTOFUHÓTEL, Reykjavik B usiness Centre, hefur verið sett á laggirnar í Reykjavík en þar er fyrirtækjum veittur aðgangur, gegn greiðslu, að fullbúnum skrifstofum með margvíslegri þjónustu.
Meira
Það er áreiðanlega skynsamleg ákvörðun hjá Baugi Group að ganga til samstarfs við fyrrverandi keppinauta um yfirtöku á brezku verzlunarkeðjunni Somerfield. Það eykur líkurnar á að Baugur komist þar til áhrifa.
Meira
SKÝRSLA Hagfræðiseturs HR varpar ljósi á það hversu mikið þýðing fjármálaþjónustu hefur aukist í þjóðarbúskapnum að sögn Hannesar G. Sigurðssonar, forstöðumanns hagdeildar Samtaka atvinnulífsins..
Meira
Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is MEÐ sveigjanlegum vinnutíma, tölvutækni og farsímum getur nútímamaðurinn alltaf verið í vinnunni, jafnvel þótt hann sé staddur heima í faðmi fjölskyldunnar.
Meira
VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,21% í mars. Þetta er minni hækkun er greiningardeildir bankanna höfðu almennt spáð. Vísitalan án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,48% milli mánaða.
Meira
Frá því að Katrín Pétursdóttir tók við stjórnartaumunum í Lýsi hf. hafa orðið umskipti í rekstri félagsins og er það nú rekið með hagnaði. Hún hefur þó ekki aðeins bætt reksturinn, heldur segist hún einnig hafa atvinnu af því að bæta heilsu fólks.
Meira
Apple IMC hyggst opna fleiri sérhæfðar Apple-verslanir á Íslandi, enda eftirspurnin mikil. Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Apple IMC, sagði Helga Mar Árnasyni einnig frá áformum um frekari landvinninga á Norðurlöndum.
Meira
JÓHANNES Sigurðsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, velti upp þeirri spurningu hvort óheimilt væri að nýta kauprétt, samkvæmt kaupréttarsamningi sem stjórnendur hafa gert við félag, þegar innherjaupplýsingar eru til staðar.
Meira
Á ANNAN tug netþjónustufyrirtækja er starfrækt í landinu og um fimmtíu þúsund Íslendingar eru áskrifendur að háhraðatengingum (xDSL). Þetta kemur fram í nýrri tölfræðilegri samantekt Póst- og fjarskiptastofnunar.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.