Greinar fimmtudaginn 19. maí 2005

Fréttir

19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð

Afmælishátíð Leonardó í Ráðhúsinu

Í TILEFNI af 10 ára afmæli Leonardó starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins efnir Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi til hátíðardagskrár í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 14-16.30. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 326 orð | 2 myndir

Á Seyði brostin á

Seyðisfjörður | Listahátíðin Á Seyði var opnuð sl. helgi að viðstöddu fjölmenni og hefur opnunarhátíðin aldrei verið jafnviðamikil. Hátíðin hófst með foropnun á sýningu Önnu Líndal í Skaftfelli og komu gestir m.a. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 48 orð

Beint flug | Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Transatlantic segja beint...

Beint flug | Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Transatlantic segja beint flug á milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar verða að veruleika um helgina. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 409 orð

Bindandi tilboð opnuð í sumar í votta viðurvist

FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu bárust 14 tilboð í hlut ríkisins í Símanum frá 37 fjárfestum, innlendum sem erlendum. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Deilur um hlut flokkanna gætu verið í uppsiglingu

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is FULLTRÚAR flokkanna þriggja sem standa að Reykjavíkurlistanum hittust fjórða sinni í fyrradag, á rúmum mánuði, til að ræða framhald samstarfsins í Reykjavík. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 257 orð

Ekki genginn í Samfylkinguna

DAGUR B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, segir það ekki rétt að hann sé genginn í Samfylkinguna, eins og Grímur Atlason, fulltrúi í stjórn VG í Reykjavík, heldur fram í nýlegum pistli í Morgunpósti VG. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 515 orð

Frítekjumark afnumið

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is FULLTRÚAR ríkisstjórnar og námsmanna í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa náð samkomulagi um nýjar úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2005-2006. Taka reglurnar gildi 1. júní nk. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 227 orð

Fundaröð um eflingu íbúalýðræðis

UM þessar mundir stendur Reykjavíkurborg fyrir fundaröð um eflingu íbúalýðræðis. Á fundunum munu ýmsir einstaklingar velta upp spurningum um aukið lýðræði í landinu ekki síst sk. íbúalýðræði. Meira
19. maí 2005 | Erlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Galloway sneri vörn í sókn

London. AFP. | Breski þingmaðurinn George Galloway sneri vörn í sókn er hann kom fyrir bandaríska þingnefnd til að svara ásökunum um, að hann hefði tekið við mútum frá Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta. Eru flest dagblöð sammála um það. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð

Gunnar segi sig frá þingmennsku

GUNNAR Örlygsson, fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, er hvattur til þess í ályktun frá fundi frambjóðenda og stuðningsmanna flokksins í Suðvesturkjördæmi að segja sig frá þingmennsku. Meira
19. maí 2005 | Erlendar fréttir | 915 orð | 1 mynd

Hefðbundnir fjölmiðlar bíða enn álitshnekki

Stjórn Bandaríkjanna hefur gagnrýnt fjölmiðla fyrir að birta ásakanir, sem byggjast á upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum, eftir að Newsweek þurfti að draga til baka frétt um að bandarískir hermenn hefðu vanhelgað Kóraninn. Bogi Þór Arason kynnti sér málið. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Heillaðist af landinu og fékk áhuga á jarðvísindum

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is HVATNINGARVERÐLAUN Vísinda- og tækniráðs voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand hótel í gær. Formaður ráðsins, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, afhenti verðlaunin sem nema tveim milljónum króna. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð

Hola í höggi | Grímur Lúðvíksson, félagi í Golfklúbbi Bolungarvíkur...

Hola í höggi | Grímur Lúðvíksson, félagi í Golfklúbbi Bolungarvíkur, varð í fyrradag fyrstur til að fara holu í höggi á Syðridalsvelli í Bolungarvík, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Þessu draumahöggi náði hann á 5. holu. Meira
19. maí 2005 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Hungrið sverfur að í N-Kóreu

Peking. AFP. | Matarskorturinn í Norður-Kóreu er að breytast í hungursneyð vegna þess að birgðir WFP, Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, eru að verða uppurnar. Meira
19. maí 2005 | Erlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Hvað verður um Posada Carriles?

Washington. AP, AFP. | Luis Posada Carriles, sem stjórnvöld á Kúbu og í Venesúela segja hryðjuverkamann, var handtekinn á Miami í Flórída í fyrradag. Meira
19. maí 2005 | Erlendar fréttir | 160 orð

Hörð viðurlög við slúðri

Bogota. AP. | Yfirvöld í bænum Icononzo í Kólumbíu hafa skorið upp herör gegn kjaftasögum og bæjarbúar sem gerast sekir um að bera út slúður eiga yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi og sekt að andvirði tíu milljóna króna. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 314 orð

Íbúar virkjaðir til þátttöku

Árborg | Árleg menningar- og fjölskylduhátíð Sveitarfélagsins Árborgar hefst í kvöld með hátíðartónleikum. Stendur hátíðin fram á sunnudag. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 286 orð

ÍE prófar tilraunalyf við astma

ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) hefur hafið lyfjaprófanir af öðrum fasa á nýju tilraunalyfi fyrirtækisins við astma. Fyrsti sjúklingurinn hefur þegar hafið lyfjatöku. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Í skjóli og sól

Reykjavík | Ekkert lát er á sólskininu sem landsmenn hafa notið að undanförnu og er útlit fyrir að bjart verði áfram næstu daga. Útivistarsvæðin eru því mikið notuð, ekki síst Nauthólsvík þar sem hægt er að svamla í sjónum. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 419 orð

Ísland var ekki allt skógi vaxið milli fjalls og fjöru

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is NÝJAR rannsóknir á útbreiðslu skóga við landnám sýna að útbreiðsla þeirra hefur líklega verið mun minni en áður hefur verið talið, eða um 8.000 ferkílómetrar í stað 25.000 ferkílómetra áður. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 339 orð

Íslendingar leggja jarðvarmaveitu í Kína

FULLTRÚAR fyrirtækjanna Enex, Orkuveitu Reykjavíkur og Íslandsbanka skrifuðu í gær undir samkomulag við Shanxi CGCO orkufyrirtækið og fjárfestingarfélag Xianyang-borgar í Kína um samstarf um að leggja hitaveitu í nýtt hverfi í borginni. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 359 orð

Íslensk hjón með framleiðslu í átta verksmiðjum

FJÖLMÖRG íslensk fyrirtæki, stór og smá, hafa nýtt sér þau viðskiptatækifæri sem hafa gefist í Kína síðustu ár. Þetta kemur glögglega fram í ítarlegri umfjöllun um tækifærin í Kína í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 740 orð | 1 mynd

Jarðgöng eða ekki neitt?

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Vitlaus framkvæmd eða nauðsynleg samgöngubót? Sjálfstæðismaðurinn Gunnar I. Birgisson sagði á Alþingi að Héðinsfjarðargöng væru vitlausasta framkvæmd sem hann hefði heyrt af í langan tíma. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð

Kynningarfundur | Samtökin Landsbyggðin lifi heldur kynningarfund í...

Kynningarfundur | Samtökin Landsbyggðin lifi heldur kynningarfund í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í kvöld, fimmtudag, klukkan 20.30. Á fundinum flytur framsöguerindi Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur á Laugasteini í Svarfaðardal, formaður LBL. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Laugavegurinn opnaður við Hlemm

SEGJA má að rétt hafi verið úr Laugaveginum við Hlemmtorg, og var gatan opnuð fyrir umferð í gær eftir framkvæmdir. Búið er að gera talsverðar breytingar á gatnakerfinu við Hlemm, og eru enn framkvæmdir á Rauðarárstíg, á milli Laugavegar og Skúlagötu. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð

Lauk doktorsprófi 26 ára

Dr. Freysteinn Sigmundsson er jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann er fæddur 1966. Lauk B.Sc. prófi í jarðeðlisfræði í HÍ. Síðan dvaldist hann í ár við Colorado-háskóla í BNA. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 64 orð

Leiðrétt

Orð féll niður ORÐ sem vantaði í setningu sem höfð var eftir Rannveigu Tryggvadóttur í frétt um opnun leirlistasýningar hennar í Þorlákshöfn breytti merkingu ummæla hennar. Fréttin birtist á bls. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Leikrit Jóns Atla til Rússlands og Þýskalands

LEIKHÓPNUM Vesturporti hefur verið boðið að taka þátt í Goldenmask-leiklistarhátíðinni sem Listaleikhúsið í Moskvu stendur fyrir í fjórða sinn í september næstkomandi, og sýna verk Jóns Atla Jónassonar, Brim . Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð

Leikskólakennaranemar kynna verkefni sín

FÖSTUDAGINN 20. maí kl. 9.00 til 14.00 munu leikskólakennaranemar kynna verkefni sín í námskeiðinu Vettvangstengt val og fer kynningin fer fram í Bratta, fyrirlestrasal Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 613 orð | 1 mynd

Lestur atvinnublaðs Morgunblaðsins er meiri burtséð frá aðferðinni

IMG Gallup hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af auglýsingu Fréttablaðsins í gær, þar sem Morgunblaðið var sakað um rangfærslur í auglýsingu, sem byggðist á niðurstöðum fjölmiðlakönnunar IMG Gallup. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð

Lýsa yfir stuðningi við Lúðvík

UNGIR jafnaðarmenn í Vestmannaeyjum lýsa yfir eindregnum stuðningi við Lúðvík Bergvinsson, alþingismann og bæjarfulltrúa, í embætti varaformanns Samfylkingarinnar. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 879 orð | 1 mynd

Margt sem ekki kemur fram í símaskránni

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Núpasveit | "Ég er mikil keppnismanneskja, verð helst alltaf að vinna," segir Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir í Hjarðarási í Öxarfjarðarhreppi. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Margæsir safna mör

MARGÆSIR hafa hér viðdvöl á leið sinni frá Írlandi til varpstöðvanna í norðausturhéruðum Kanada. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 1543 orð | 2 myndir

Minnti stúdenta á mikilvægi lýðræðis og mannréttinda

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Lýðræði og mannréttindi voru meðal þess, sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði áherslu á í ræðu, sem hann flutti fyrir framan fullan sal af háskólastúdentum í heimsókn sinni í Peking-háskóla í gærmorgun. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð

Mótmæla ráðherra

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar þau ummæli Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra að ekki beri að fagna viljayfirlýsingu um athugun á hagkvæmni álvers í Helguvík. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 140 orð

Munu mótmæla bensínstöð í Vatnsmýri

PÁLL Skúlason háskólarektor segir að ekkert hafi verið rætt við háskólayfirvöld um að staðsetja bensínstöð á lóð í Vatnsmýrinni, í nágrenni við nýjan spítala og háskólabyggingar. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð

Mörg félagasamtök vilja ræða um stjórnarskrána

FRESTUR fyrir félagasamtök að skrá sig til formlegrar þátttöku í ráðstefnu stjórnarskrárnefndar á Hótel Loftleiðum 11. júní næstkomandi rann út 15. maí s.l. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 316 orð

Náði að koma í veg fyrir að árekstur gæti orðið

ÍSLENSKUR flugumferðarstjóri kom í veg fyrir hugsanlegan árekstur þegar tvær erlendar flugvélar stefndu hvor á aðra vestur af landinu. Flugatvikið varð 1. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð

Námskeið fyrir leiðbeinendur í skólagörðum

STARFS- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi stendur fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur í skólagörðum hjá sveitarfélögum þriðjudaginn 24. maí í húsakynnum skólans á Reykjum. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Nota leiklistina til að auka skilning

Hlíðahverfi | Krakkarnir í 5.-7. bekk Háteigsskóla nýttu leiklistarhæfileika sína til þess að undirstrika námsefni tengt einelti, þegar þau settu upp leikritið Ávaxtakörfuna á dögunum fyrir skólafélaga sína. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 155 orð

Nýmiðlunarverkefni keppa um verðlaun

FIMMTÁN íslensk nýmiðlunarverkefni hafa verið valin til að keppa til úrslita í landskeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna, World Summit Award (WSA). Samkeppnin um nýmiðlunarverðlaun SÞ er haldin er samtímis um heim allan. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ný sjónvarpsstöð í loftið í haust

NÝ sjónvarpsstöð á vegum 365 ljósvakamiðla fer í loftið í ágústmánuði. Meðal þeirra dagskrárgerðarmanna sem hafa verið ráðnir til stöðvarinnar er Valgerður Matthíasdóttir, Vala Matt, sem er að hætta með þátt sinn á Skjá einum, Innlit-útlit . Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ort við Laxá

Halldór Blöndal var með fjölskyldu sinni í Árbót í Aðaldal yfir hvítasunnuna. Veðrið var bjart og gott og hann undi sér vel niðri við ána: Kjaftfor ropar karrinn úti í mónum. Mikið hreykir sólin sér. Sjáðu! bleikjan vakir hér. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Plastið fýkur í trén

Víða er unnið að hreinsun eftir veturinn. Í sveitunum veitir ekki af því plast hefur víða fokið á girðingar og tré og er ljótt að sjá. Bæði er um að ræða rúlluplast, akrýldúk vegna grænmetisræktunar og plastpoka. Meira
19. maí 2005 | Erlendar fréttir | 605 orð | 1 mynd

"Ábyggilega ekki sá síðasti"

Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Antonio Villaraigosa var í gær kjörinn borgarstjóri Los Angeles. Þetta er í fyrsta skiptið í meira en 130 ár sem maður af rómönskum uppruna er kjörinn æðsti embættismaður þessarar næstfjölmennustu borgar Bandaríkjanna. Meira
19. maí 2005 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Rauðklæddir hafa forskot

París. AFP. | Rauður klæðnaður getur gefið íþróttamönnum forskot í keppni, segja niðurstöður rannsóknar sem birtist í breska vísindaritinu Nature í dag. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð

Sameining | Verkefnisstjórn verkefnisins Efling sveitarstjórnarstigsins...

Sameining | Verkefnisstjórn verkefnisins Efling sveitarstjórnarstigsins heldur kynningarfund í Grunnskólanum í Mjóafirði á morgun, föstudag. Fundurinn hefst kl. 15.00. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 763 orð | 1 mynd

Samstaða heimamanna mikilvæg

Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is UM 140 manns mættu á stofnfund Nýs afls á Norðurlandi, sem haldinn var á Hótel KEA í fyrrakvöld og skrifuðu um 100 manns sig í stofnskrá félagsins á fundinum. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð

Samstarf bókasafna | Bókasöfnin í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og...

Samstarf bókasafna | Bókasöfnin í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Álftanesi hafa tekið upp samstarf, og geta nú handhafar skírteinis í einu safnana nýtt sér þjónustu safna í öllum bæjarfélögunum. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Samstarf eflt og streymi upplýsinga aukið

SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra undirritaði á þriðjudag tvo samstarfssamninga við kínversk stjórnvöld, annan á sviði jarðskjálfta, hinn á sviði umhverfisverndar. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 409 orð

Segja borgina brjóta samning

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Selmu spáð góðu gengi í Kænugarði í kvöld

SELMA Björnsdóttir fulltrúi Íslands stígur ásamt dönsurum sínum á sviðið í Kænugarði í kvöld þar sem undankeppni Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna, Eurovision, fer fram að þessu sinni. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Símaskráin á Netinu bætt

UNNIÐ er að endurbótum á leitarmöguleika símaskrárinnar á Netinu og býður Síminn almenningi nú aðgang að þróunarsíðu fyrir símaskrána. Þar er hægt að prófa nýju leitarvélina og hafa áhrif á þróun símaskrár á Netinu með því að senda ábendingar til... Meira
19. maí 2005 | Erlendar fréttir | 192 orð

Sjónvarpskona myrt í Kabúl

Kabúl. AFP. | Þekkt afgönsk sjónvarpskona var myrt á heimili sínu í Kabúl í Afganistan í gær. Grunur leikur á að bókstafstrúarmenn hafi verið að verki. Konan hét Shaima Rezayee og var 24 ára gömul. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 400 orð | 2 myndir

Skilar sér í meiri samvinnu og skilningi innan lögreglunnar

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is 23 STARFANDI lögreglumenn útskrifast úr sérhæfðu stjórnendanámi á vegum Lögregluskóla ríkisins í samvinnu við Endurmenntun HÍ um miðjan júní nk. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Spá 15% hækkun fasteignaverðs út árið

FASTEIGNAVERÐ mun hækka um 15% fram á næsta ár en verð mun staðna árið 2007. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá Greiningar Íslandsbanka. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð

Staðardagskrá | Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkti í síðasta...

Staðardagskrá | Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkti í síðasta mánuði 1. útgáfuna af Staðardagskrá 21 fyrir sveitarfélagið. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 405 orð

Sterkar vísbendingar um skipulagða glæpastarfsemi

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FJÖGUR ungmenni, þrjár konur og einn karl, auk meints fylgdarmanns þeirra, voru stöðvuð af lögreglu á Keflavíkurflugvelli síðdegis í fyrradag. Talið er að ungmennin hafi ætlað að komast ólöglega til Bandaríkjanna. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Stoltir svanir sýna ungana

ÁLFTAPARIÐ á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi spókaði sig í gær með fimm unga, nýskriðna úr eggjum. Álftir þessar hafa átt varpstað við Bakkatjörn um árabil og komið þar upp ungum sínum. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 249 orð | 2 myndir

Sveitadrengirnir úr Suðursveit voru í broddi fylkingar

BEINT áætlunarflug Icelandair til San Francisco hófst í gær þegar Boeing 767 breiðþota félagsins fór á loft frá Keflavíkurflugvelli kl. 18.40. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Tekið til hendinni á hreinsunardögum

Hafnarfjörður | Hreinsunardagar hefjast í Hafnarfirði í dag, fimmtudag, og standa fram til 24. maí. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 846 orð | 1 mynd

Tillögur til frekari umfjöllunar eftir landsfund

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is FRAMTÍÐARHÓPUR Samfylkingarinnar kynnti í gær tillögur sjö starfshópa sem hófu störf í byrjun árs. Er hér um "seinni lotuna" í vinnu Framtíðarhópsins að ræða en sú fyrri, þ.e. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Vann ferð á heimsfrumsýningu á Star Wars

UNDANFARNAR vikur hefur verið Star Wars-leikur í gangi á www.snilld.is vegna frumsýningar á nýrri Star Wars-mynd núna í maí. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 153 orð

Varp í seinna lagi | Varp í Ingólfshöfða byrjar seinna í vor en verið...

Varp í seinna lagi | Varp í Ingólfshöfða byrjar seinna í vor en verið hefur og eru fáir lundar búnir að verpa. Sömu sögu er að segja af mávnum sem oft fer að verpa um 20. apríl. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 118 orð

Vel yfir tíu þúsund atkvæði komin í hús

FLOSI Eiríksson, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar, telur að vel yfir tíu þúsund atkvæðaseðlar í formannskjöri flokksins séu komnir í hús. Hann segir að mjög mikið hafi verið að gera á skrifstofu flokksins í gær. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 224 orð

Þingflokkur VG varar við óheftri stóriðju

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs varar mjög alvarlega við því að áfram verði haldið á braut óheftrar stóriðju í landinu. Í ályktun þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem hann sendir frá sér í gær, segir m. Meira
19. maí 2005 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Öræfakyrrð fékk fyrstu verðlaun

KVIKMYNDIN World of Solitude eða Öræfakyrrð hlaut fyrstu verðlaun, "Grand Prix", á alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem haldin var í Dolna Banya í Búlgaríu 7. til 9. maí s.l. Meira

Ritstjórnargreinar

19. maí 2005 | Staksteinar | 279 orð | 2 myndir

Flokkurinn ræður í Ráðhúsinu

Samhenta félagshyggjufólkið í Reykjavíkurlistanum hefur fundið sér nýtt rifrildisefni; fjölda samfylkingarfólks í Ráðhúsinu. Meira
19. maí 2005 | Leiðarar | 423 orð

Húskarlar kerfisins

Enn reyna Bændasamtökin að bregða fæti fyrir framtakssama bændur, sem vilja framleiða mjólkurvörur utan hins ríkisstyrkta velferðarkerfis bænda. Bændasamtök Íslands vilja koma í veg fyrir að bændur selji Mjólku ehf. Meira
19. maí 2005 | Leiðarar | 203 orð

"Styttur bæjarins" skemmdar

Ögmundur Jónasson, alþingismaður, telur þannig að sér vegið sem borgara, vegna skemmdarverkanna sem unnin voru á einu verka Steinunnar Þórarinsdóttur við Hallgrímskirkju, að hann skrifar um það stutta grein í Morgunblaðið í gær og hvetur fólk til... Meira
19. maí 2005 | Leiðarar | 208 orð

Skoðanaskipti við Kínverja

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, eftir fund sinn með Hu Jintao, forseta Kína: "Ef boðið er upp á það að fulltrúar stjórnmálaflokka og almannahreyfinga á Íslandi geti átt viðræður við Kína þá er það... Meira

Menning

19. maí 2005 | Menningarlíf | 1068 orð | 3 myndir

Af hverju fékk Churchill Nóbelsverðlaunin?

Sture Allén er virtur fræðimaður í Svíþjóð á sviði tungumála og hefur verið meðlimur í sænsku akademíunni í aldarfjórðung. Meira
19. maí 2005 | Fjölmiðlar | 204 orð | 1 mynd

Byrjar með nýjan þátt á nýrri sjónvarpsstöð

Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is SJÓNVARPSKONAN kunna Valgerður Matthíasdóttir, betur þekkt sem Vala Matt, er að hætta á Skjá einum. Þar hefur hún stjórnað vinsælasta þætti stöðvarinnar, hönnunarþættinum Innliti-útliti , um sex ára skeið. Meira
19. maí 2005 | Tónlist | 142 orð | 1 mynd

Drýsill hitar upp

HLJÓMSVEITIN Drýsill, með Eirík Hauksson í fararbroddi, mun hita upp fyrir Megadeth á tónleikum sem haldnir verða í Kaplakrika 27. júní. Sala á tónleikana hefst sunnudaginn 22. maí í Íslandsbanka, Kringlunni og Smáranum, á midi. Meira
19. maí 2005 | Leiklist | 103 orð | 1 mynd

Fundið Ísland í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið | Fyrsta æfing á Fundið Ísland eftir Ólaf Hauk Símonarson var í Þjóðleikhúsinu í gær. Fundið Ísland verður fyrsta frumsýning haustsins á Stóra sviðinu. Leikritið byggist á Ameríkuárum Halldórs Kiljans Laxness. Meira
19. maí 2005 | Fjölmiðlar | 117 orð | 1 mynd

Gabrielle lýtur lágt

Í AÐÞRENGDUM eiginkonum í kvöld skipuleggur Edie leit að frú Huber og í sama mund kemur systir gömlu slettirekunnar í götuna. Meira
19. maí 2005 | Kvikmyndir | 230 orð | 2 myndir

Geimleiðsögn enn á toppnum

TVÆR myndir sem frumsýndar voru fyrir viku stóðust áhlaup nýrra mynda á listanum yfir mest sóttu kvikmyndirnar um síðustu helgi. Meira
19. maí 2005 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Kenny Chesney valinn sveitasöngvari ársins

KENNY Chesney, sem kvæntist Hollywood-stjörnunni Renée Zellweger í síðustu viku, kom, sá og sigraði á uppskeruhátíð bandarískra sveitasöngvara í gærkvöldi. Meira
19. maí 2005 | Tónlist | 139 orð | 1 mynd

Kristinn syngur á Norðurlöndunum

KRISTINN Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari eru á tónleikaferðalagi á Norðurlöndunum þessa dagana. Meira
19. maí 2005 | Kvikmyndir | 234 orð | 2 myndir

Leita að svartri sandfjöru

Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ÍSLAND er eitt þriggja landa sem koma til greina sem tökustaður fyrir atriði í kvikmynd undir leikstjórn Clints Eastwoods seinni hluta sumars. Ingi G. Meira
19. maí 2005 | Myndlist | 1120 orð | 1 mynd

Margir að skapa sín bestu verk

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl. Meira
19. maí 2005 | Tónlist | 180 orð | 1 mynd

Miðasala á Antony and the Johnsons hefst á morgun

MIÐASALA á tónleika Antony and the Johnsons hefst föstudaginn 20. maí kl. 10 í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg, Plötubúð Smekkleysu og á midi.is. Meira
19. maí 2005 | Leiklist | 691 orð | 2 myndir

Mikilvægast að fjalla um samtímann

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is ÞAÐ ER morgunn í íbúð í Reykjavík. Maður á þrítugsaldri vaknar við símtal um að bróðir hans sé týndur í Bosníu. Meira
19. maí 2005 | Fjölmiðlar | 302 orð | 1 mynd

Mjög bjartsýnn

Það er auðvelt að tala niður til Evróvisjónkeppninnar og alls þess fjölda fólks sem tengist henni á einhvern hátt. Sumir stunda það af kappi og setja sjálfan sig á háan hest í leiðinni, telja sig ef til vill yfir svona "lágmenningu" hafna. Meira
19. maí 2005 | Fólk í fréttum | 602 orð | 1 mynd

Pan er hellingur

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ROKKSVEITIN Pan var stofnuð fyrir rúmlega fjórum árum en fyrst kvað að henni á Músíktilraunum árið 2002 þar sem hún komst í úrslit. Meira
19. maí 2005 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Spila í Árbæjarsafni

STRENGJAKVARTETTINN amina ætlar að halda tónleika á óvenjulegum stað í kvöld. Tónleikarnir verða á Árbæjarsafni, nánar tiltekið Lækjargötu 4, sama húsi og Krambúðin er í. Tónleikarnir standa yfir á milli 20.30 og 21.15 og er aðgangseyrir enginn. Meira
19. maí 2005 | Tónlist | 327 orð | 1 mynd

Tökum öll lögin sem við kunnum

Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is BENNI Hemm Hemm heldur tónleika í Gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld. Benni Hemm Hemm sjálfur, Benedikt Hermann Hermannsson, segir aðspurður að tilefnið sé að um það bil ár sé liðið frá stofnun sveitarinnar. Meira
19. maí 2005 | Menningarlíf | 424 orð | 1 mynd

Útskrift hjá Söngskólanum í Reykjavík

Fimmtán af nemendum Söngskólans í Reykjavík halda einsöngstónleika í tengslum við framhaldspróf í einsöng samkvæmt nýrri íslenskri námskrá, ásamt með því að ljúka alþjóðlegum 8. stigs prófum í söng frá The Associated Board of The Royal Schools of Music. Meira

Umræðan

19. maí 2005 | Aðsent efni | 447 orð | 1 mynd

Af hverju Mannréttindaskrifstofa?

Friðrik Sigurðsson skrifar um málefni Mannréttindaskrifstofunnar: "Það er von mín að Mannréttindaskrifstofa Íslands geti áfram verið sú sjálfstæða og óháða stofnun sem sinnir þessum málaflokki á breiðum grundvelli." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 460 orð | 1 mynd

Áhrif ESB-gerða en ekki fjöldi aðalatriðið

Andrés Pétursson fjallar um alþingismenn og ESB: "Það hlýtur að vera keppikefli alþingismanna að hafa áhrif á þá löggjöf sem gildir hér á landi." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 417 orð | 1 mynd

Er kerfið of þungt í vöfum?

Margrét Guttormsdóttir fjallar um málefni öryrkja: "Ef öll orka sjúklings eða notanda heilbrigðisþjónustu fer í að huga að réttindum sínum er ekki ólíklegt að geðheilbrigðið bíði hnekki." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Hvað kom í staðinn?

Jónas Bjarnason fjallar um Halldór og Steingrím: "Það verður tæpast unnt fyrir forsætisráðherrann að endurtaka brellu sína í næstu kosningum nema hann snúi henni á haus hvað varðar fiskmissi og horfur í náinni framtíð." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 548 orð | 1 mynd

Hver skuldar hverjum hvað?

Björgvin E. Vídalín Arngrímsson fjallar um úrsögn Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum: "Gunnar Örlygsson skuldar engum útskýringar á afsögn sinni. Hins vegar skuldar Frjálslyndi flokkurinn kjósendum sínum skýringu á því hvers vegna hann hrakti Gunnar Örlygsson frá flokknum." Meira
19. maí 2005 | Bréf til blaðsins | 330 orð | 1 mynd

Jóhönnu í varaformannssætið

Frá Alberti Jensen: "ÞEGAR Alþýðuflokkurinn stóð undir nafni, átti þjóðin öruggan málsvara. Svo komu menn sem ekki vissu mátt samstöðunnar. Þeir skildu ekki að ef flokkurinn missti traust, gerðu þeir það líka. Hagsmunapoti þeirra svaraði fólkið á viðeigandi hátt." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 760 orð | 1 mynd

Langisjór og lífshamingjan

Jón Baldur Þorbjörnsson fjallar um umhverfismál: "Hversu hagkvæmar sem ákveðnar orkuvinnsluaðgerðir líta út fyrir að vera skulum við setja alla ákvarðanatöku um frekari framkvæmdir í þessa veru í salt..." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Óviss og óljós arðsemi af Héðinsfjarðargöngum

Kristinn H. Gunnarsson fjallar um Héðinsfjarðargöng: "Samráðshópurinn leggur til dýrasta kostinn á samgöngubótum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, sem er áætlaður kosta 7-9 milljarða króna og er þá óvíst að allt sé talið." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 527 orð | 1 mynd

Plötusnúðar

Sverrir Hermannsson gerir athugasemdir við skrif Morgunblaðsins: "Annars þyrftu plötusnúðar Sjálfstæðisflokksins á Morgunblaðinu að finna flokknum nýtt kjörorð eftir að hann hefir klofið þjóðina í tvær fylkingar." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 286 orð | 1 mynd

Samfylkingin er orðin fjöldahreyfing

Guðmundur Oddsson fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar: "Ég hvet samfylkingarfólk til að kjósa Ingibjörgu og skila atkvæði á skrifstofu flokksins fyrir kl. 18.00 í dag." Meira
19. maí 2005 | Bréf til blaðsins | 120 orð | 1 mynd

Styðjum Ágúst Ólaf til varaformennsku í Samfylkingunni

Frá G. Ágústi Péturssyni: "ÞAÐ BER að fagna þeirri ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar að bjóða sig nú fram til varaformennsku í Samfylkingunni. Ágúst er frjálslyndur jafnaðarmaður sem býr yfir ríkum skipulags- og stjórnunarhæfileikum." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 319 orð | 1 mynd

Valgerður sýnir Suðurnesjamönnum óvirðingu

Viktor B. Kjartansson gagnrýnir iðnaðar- og viðskiptaráðherra: "Iðnaðarráðherra virðist hafa kolfallið á þessu prófi og gleymt sér í kjördæmapoti ..." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 675 orð | 2 myndir

Veisluborð fyrir nagdýr eða nútímaförgunarstöð?

Anna Kristín Gunnarsdóttir og Björgvin G. Sigurðsson fjalla um förgun á lífrænum úrgangi: "Það getur ekki verið framtíðarsýn okkar Íslendinga að urða mörg þúsund tonn af lífrænum úrgangi árlega eða ganga frá honum í risastóra hauga undir beru lofti." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 277 orð | 3 myndir

Veljum Ágúst Ólaf

Brynja Magnúsdóttir, Kristján Ægir Vilhjálmsson og Þorsteinn Másson styðja Ágúst Ólaf til varaformanns í Samfylkingunni.: "Ágúst Ólafur er verðugur fulltrúi nýrrar kynslóðar í forystusveit Samfylkingarinnar." Meira
19. maí 2005 | Velvakandi | 383 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Góð þjónusta eftir langa bið ÉG var einn af þeim sem biðu og biðu eftir "þræðingu". Ég hef farið reglulega undanfarin 10 ár til hjartalæknis og ávallt fengið góða skoðun þangað til sl. haust. Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 530 orð | 1 mynd

Þátttaka í samfélagi er mannréttindi

Benedikt Gestsson fjallar um aðstandenda- og kynningarstarf í Klúbbnum Geysi: "Að geta tekið þátt í samfélagi á eigin forsendum er eitt fyrsta jákvæða skrefið í átt að bata ..." Meira
19. maí 2005 | Aðsent efni | 727 orð | 1 mynd

Þekkingariðnaður og annar iðnaður

Jakob Björnsson fjallar um iðnað: "Þekkingariðnaður og annar iðnaður eru orðnir Síamstvíburar sem með engu móti verða skildir að." Meira

Minningargreinar

19. maí 2005 | Minningargreinar | 685 orð | 1 mynd

AÐALSTEINN JANUS SVEINJÓNSSON

Aðalsteinn Janus Sveinjónsson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1986. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 4. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 10. maí. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2005 | Minningargreinar | 369 orð | 1 mynd

ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR

Andrea Guðmundsdóttir fæddist í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum 5. júlí 1925. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 21. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 3. maí. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2005 | Minningargreinar | 1674 orð | 1 mynd

GUÐGEIR ÁGÚSTSSON

Guðgeir Ágústsson fæddist á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 13. júlí 1927. Hann lést á Landspítala Fossvogi 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Alexandersdóttir, f. 1891 og Ágúst Vilhelm Ásgrímsson, f. 1888. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2005 | Minningargreinar | 1590 orð | 1 mynd

GUÐJÓN GUÐNASON

Guðjón Guðnason fæddist á Flankastöðum í Sandgerði 2. september 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðríðar Guðjónsdóttur, f. 7. nóvember 1904, d. 26. júní 1980, og Guðna Jónssonar, f. 29. Meira  Kaupa minningabók
19. maí 2005 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

RAFN FRANKLÍN OLGEIRSSON

Rafn Franklín Olgeirsson fæddist á Siglufirði 13. júlí 1931. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Olgeir Jónsson, f. á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi 8. júní 1901, d. 10. sept. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

19. maí 2005 | Sjávarútvegur | 199 orð | 1 mynd

Eimskip með vikulega viðkomu í Teesport

FLUTNINGASKIP Eimskips munu frá 25. þessa mánaðar koma við í hafnarborginni Teesport á austurströnd Bretlands á leið sinni frá Austfjarðahöfnum til meginlands Evrópu. Meira
19. maí 2005 | Sjávarútvegur | 178 orð | 1 mynd

Meira af fiski en lægra verð

HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum aprílmánuði var tæp 112.000 tonn sem er 30.700 tonnum meiri afli en í aprílmánuði 2004, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Munar þar mest um aukinn kolmunnaafla. Meira
19. maí 2005 | Sjávarútvegur | 189 orð | 1 mynd

Vesturbyggð fær mestan byggðakvóta

VESTURBYGGÐ fær mestan byggðakvóta af þeim 2.753 þorskígildistonnum sem Fiskistofa hefur úthlutað til stuðnings byggðarlögum. Í heild verður úthlutað 3. Meira
19. maí 2005 | Sjávarútvegur | 54 orð

Þrír sviptir veiðileyfi

FISKISTOFA svipti þrjú skip leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni í aprílmánuði. Haukur ÍS var sviptur leyfinu vegna afla umfram aflaheimildir og gildir leyfissviptingin í tvær vikur eftir að aflamarksstaða skipsins hefur verið lagfærð. Meira

Daglegt líf

19. maí 2005 | Daglegt líf | 98 orð | 1 mynd

Nokkrir stuttir göngutúrar gera sitt gagn

Að taka þrjá tíu mínútna göngutúra yfir daginn gerir jafn mikið gagn í forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum og einn hálftíma göngutúr. En það verður að æfa í lengri tíma í einu til að ná árangri í þyngdarlosun eða vöðvauppbyggingu. Meira
19. maí 2005 | Neytendur | 428 orð

Sumarleg helgartilboð

Bónus Gildir 19. maí - 22. maí verð nú verð áður mælie. verð Bónus rabarbarasulta, 900 gr. 199 259 221 kr. kg Bónus vöfflumix, 500 gr. 159 199 318 kr. kg Laxabitar, roð og beinlausir 699 799 699 kr. kg Steinbítur á grillið 719 1199 719 kr. Meira
19. maí 2005 | Neytendur | 629 orð | 3 myndir

Var þreyttur á súrmjólk og skyri

Kjartani Guðbergssyni eða Dadda diskó finnst gott að ljúka deginum við eldamennsku og spreytir sig þá gjarnan á eigin uppskriftum. Meira
19. maí 2005 | Daglegt líf | 298 orð | 1 mynd

Þarf að finna börn í áhættuhópi

ÞAÐ sem af er ári hafa sex drengir á aldrinum 10-15 ára látið lífið í Svíþjóð í tengsl um við íþróttaæfingar eða -keppni. Dánarorsök hefur verið hjartastopp og í sumum tilvikum var um að ræða leyndan meðfæddan hjartagalla. Meira

Fastir þættir

19. maí 2005 | Í dag | 11 orð

Allt sé hjá yður í kærleika gjört. (I. Kor. 16, 14.) ...

Allt sé hjá yður í kærleika gjört. (I. Kor. 16, 14.) Meira
19. maí 2005 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP | Gefin voru saman 19. mars sl. í Dómkirkjunni af sr. Vigfúsi...

BRÚÐKAUP | Gefin voru saman 19. mars sl. í Dómkirkjunni af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þau Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðinemi og Sigurður Þór Snorrason... Meira
19. maí 2005 | Viðhorf | 801 orð | 1 mynd

Menningarþolgæði

Þótt reynt hafi mjög alvarlega á menningarþolgæði mitt þetta kvöld í Regnboganum fyrir hartnær tuttugu árum gafst ég ekki upp heldur plægði áfram í gegnum menningarakurinn. Meira
19. maí 2005 | Í dag | 105 orð

Opinn fundur í SÍM-húsinu

ÍTALSKI listfræðingurinn og sýningarstjórinn Achille Bonito Oliva verður hér á landi næstu daga á vegum ítalska sendiráðsins. Meira
19. maí 2005 | Í dag | 40 orð

"Multimania" á Mokka

LISTAMAÐURINN Helgi Sigurðsson er með sýningu á Mokka-Kaffi. Sýningin hefur yfirskriftina "multimania" en verkin eru máluð í tölvu, prentuð á hágæða ljósmyndapappír og felld inn í einfalda svarta ramma. Meira
19. maí 2005 | Fastir þættir | 1078 orð | 2 myndir

Rannsóknir á fóðrun hrossa í Hólaskóla

Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is FÓÐRUN hrossa er ekki einfalt mál. Hross eru mjög ólík og þau eru viðkvæm fyrir fóðurbreytingum. Meira
19. maí 2005 | Í dag | 83 orð | 1 mynd

Safnaðarferð Árbæjarsafnaðar í Skálholt og Slakka

SUNNUDAGINN 22. maí verður lagt í vorferð safnaðarins austur í Skálholt þar sem tekið verður þátt í helgihaldi safnaðarins. Þaðan er förinni haldið áfram í húsdýragarðinn Slakka. Þar verður áð um stund meðal dýranna. Meira
19. maí 2005 | Fastir þættir | 242 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Be3 Be7 8. De2 0-0 9. 0-0-0 a6 10. Bb3 Rd7 11. f4 Rc5 12. Rxc6 Rxb3+ 13. cxb3 bxc6 14. e5 Dc7 15. exd6 Bxd6 16. Df2 Be7 17. Bb6 Db8 18. Ra4 e5 19. f5 e4 20. g4 a5 21. Hhe1 He8 22. Meira
19. maí 2005 | Í dag | 488 orð | 1 mynd

Skemmtun fyrir alla fjölskylduna

Hulda Gústafsdóttir varð stúdent frá MR 1986 og var nemandi í viðskiptafræðideild HÍ 1986-91. Auk þess að vera reiðkennari og hestaíþróttadómari hefur hún verið atvinnuhestamaður frá 1991. Hulda er tvöfaldur Norðurlandameistari, varð í 2. Meira
19. maí 2005 | Í dag | 34 orð

Sýningu lýkur

SÝNINGU Báru ljósmyndara, Heitir reitir, lýkur sunnudaginn 22. maí. Sýningin er í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Grófarhús, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Opið er frá kl. 12-19 virka daga, en kl. 13-17 um helgar. Aðgangur er... Meira
19. maí 2005 | Fastir þættir | 311 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja finnst alveg ótrúlegt hvað margir ökumenn tala í farsímana sína án þess að vera með handfrjálsan búnað. Eru ekki fleiri ár síðan svoleiðis vitleysa var bönnuð? Meira

Íþróttir

19. maí 2005 | Íþróttir | 725 orð | 2 myndir

Allt komið á fulla ferð

ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu er hafið með öllu tilheyrandi - spennu, glæsilegum tilþrifum, samleik, einstaklingsframtaki, fallegum mörkum, rauðum og gulum spjöldum og óvæntum úrslitum. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 420 orð

Á brattann að sækja

GUÐJÓN Þórðarson hefur tekið við stjórn elsta skráða knattspyrnuliðs heims. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 133 orð

Brynjar Þór Björnsson fékk heimboð frá NBA og FIBA

BRYNAR Þór Björnsson, unglingalandsliðsmaður úr KR, hefur fengið boð um taka þátt í æfingabúðunum "Basketball Without Borders" í lok ágúst. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

CSKA UEFA-meistari

CSKA Moskva varð í gærkvöld fyrsta rússneska félagsliðið til að vinna Evróputitil í knattspyrnu. CSKA lagði Sporting Lissabon að velli, 3:1, í úrslitaleik UEFA-bikarsins, sem fram fór á heimavelli Portúgalanna í Lissabon. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 204 orð

Dómstóll KSÍ aflétti banni á Nóa Björnsson

DÓMSTÓLL KSÍ hnekkti í gær úrskurði stjórnar KSÍ um leikbann á Nóa Björnsson, þjálfara Leifturs/Dalvíkur, en Nói var úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann 14. apríl síðastliðinn og Leiftur/Dalvík dæmt til greiðslu 30 þúsund króna. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 134 orð

Fleiri útlendingar til Grindvíkinga

ALFREÐ Elías Jóhannsson og Sveinn Þór Steingrímsson, leikmenn Grindavíkurliðsins í knattspyrnu, verða frá æfingum og keppni næstu sex til átta vikurnar. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 321 orð | 1 mynd

Ginobili fór á kostum

ARGENTÍNUMAÐURINN Manu Ginobili fór á kostum í liði San Antonio Spurs þegar liðið lagði Seattle Sonics að velli í undanúrslitum Vesturdeildar í NBA-deildinni í fyrrinótt en Ginobili skoraði 39 stig í leiknum í 103:90 sigri Spurs. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 147 orð

Grétar skoraði hjá Grasshoppers

GRÉTAR Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu frá Siglufirði, skoraði þriðja mark Young Boys sem sigraði Grasshoppers, 3:2, í afar mikilvægum leik í svissnesku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 135 orð

ÍA fær ekki leikmann frá Reading

LITLAR líkur eru á því að Skagamenn fái til sín leikmann frá enska 1. deildar liðinu Reading en liðin gerðu með sér samkomulag í vetur um samstarf. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 52 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ; VISA-bikarinn, fyrsta umferð karla: Hofsós: Neisti H. - Reynir Á. 20 Blönduós: Hvöt - Magni 20 Neskaupstaður: Fjarðabyggð - K.Esk. 20 Seyðisfjörður: Huginn - Leiknir F. 20 Dúddavöllur: Snörtur - B. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 111 orð

Ísland í 97. sæti á FIFA-listanum

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í 97. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland fellur um tvö sæti frá því í síðasta mánuði og hefur aldrei verið neðar á listanum. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 214 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni og Visa 1. umferð: KV - Hrunamenn 4:2 *Eftir...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni og Visa 1. umferð: KV - Hrunamenn 4:2 *Eftir framlengingu þar sem KV lék tveimur leikmönnum færri. KV mætir Leikni R. í 2. umferð. UEFA-bikarinn Úrslitaleikur: Sporting Lissabon - CSKA Moskva 1:3 Fidelis Rogerio 28. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 183 orð

Kristján þjálfar Keflvíkinga

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is KRISTJÁN Guðmundsson verður aðalþjálfari karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu út tímabilið. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 151 orð

Magdeburg með 3. sætið í höndunum

MAGDEBURG er nánast öruggt með þriðja sætið í þýsku 1. deildinni í handknattleik, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Göppingen á heimavelli í gærkvöld, 35:28. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 348 orð | 1 mynd

Nicklaus kveður á St. Andrews

JACK Nicklaus tilkynnti í gær að Opna breska meistaramótið sem fram fer á St. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 576 orð | 1 mynd

* ÓLÖF María Jónsdóttir atvinnukylfingur á frí á Evrópumótaröðinni í...

* ÓLÖF María Jónsdóttir atvinnukylfingur á frí á Evrópumótaröðinni í þessari viku en næsta mót fer fram í Austurríki og hefst það fimmtudaginn 26. maí. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 111 orð

Pauzoulis til TSV Burgdorf

ROBERTAS Pauzoulis, handknattleiksmaður frá Litháen, hefur gert samning við þýska 2. deildar liðið TSV Burgdorf um að leika með því á næsta keppnistímabili. Með TSV Burgdorf leikur m.a. Heiðmar Felixson, fyrrverandi leikmaður KA. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 139 orð

Pétur Hafliði nálægt þrennu

PÉTUR Hafliði Marteinsson kom mikið við sögu í gær þegar Hammarby lagði Djurgården að velli, 2:1, í nágrannaslag Stokkhólmsliðanna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Pétur jafnaði metin fyrir Hammarby, 1:1, á 60. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

* TEITUR Þórðarson , fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu sem nú þjálfar...

* TEITUR Þórðarson , fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu sem nú þjálfar norska 2. deildarliðið Ull/Kisa , hefur lokið "UEFA-Pro" þjálfaranámskeiði í Noregi og er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þessa þjálfaragráðu. Hún gefur m.a. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 372 orð

Verulegur dráttur á greiðslum

GUÐJÓN Þórðarson, nýráðinn knattspyrnustjóri enska 3. Meira
19. maí 2005 | Íþróttir | 341 orð

Århus og Kolding þurfa þriðja leik

RÓBERT Gunnarsson, handknattleiksmaður ársins í Danmörku, gat ekki fagnað danska meistaratitlinum í gærkvöldi þegar lið hans Århus tók á móti Kolding í öðrum leik liðanna um meistaratitilinn. Meira

Viðskiptablað

19. maí 2005 | Viðskiptablað | 473 orð | 1 mynd

Air Atlanta gerir viðhaldssamning í Kína

A tlanta undirritaði á þriðjudag samning við fyrirtækið Ameco í Peking til næsta árs um viðhald og eftirlit með flugvélum félagsins. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 80 orð

Aukinn hagnaður hjá Dell

HAGNAÐUR bandaríska tölvurisans Dell jókst um 28% á fyrsta fjórðungi ársins. Dell er stærsti tölvusmásali heims og jókst sala utan Bandaríkjanna um 21% á tímabilinu og er nú um 42% af veltu fyrirtækisins. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 478 orð | 1 mynd

Áframhaldandi hækkun

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is HÆKKUNARSKEIÐ íbúðaverðs er ekki liðið ef marka má nýja spá Greiningar Íslandsbanka. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 663 orð | 1 mynd

Á tvöfaldri vakt í Kínafiski

H ans Bragi Bernharðsson hóf störf hjá Icelandic China 1. febrúar árið 2004. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 64 orð

Dell verðlaunar EJS

EJS hlaut á dögunum alþjóðleg verðlaun tölvurisans Dell, EDB Platinum Partner Award, fyrir framúrskarandi árangur í markaðsstarfi fyrirtækisins, að því er segir í tilkynningu frá EJS. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 1195 orð | 1 mynd

Efnahagslíf austan hafs og vestan í svipuðu fari og verið hefur

Erfiðleikar hafa verið í efnahagslífi á evrusvæðinu og engin merki um að þeim erfiðleikum sé að linna. Gangurinn í bandarísku efnahagslífi hefur hins vegar verið mun betri, en þó eru menn orðnir langeygir eftir að það takist virkilega á flug. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 113 orð

Eignir lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris aukast

HREIN eign lífeyrissjóða í landinu jókst um 12 milljarða króna í mars sl. en í marslok nam hrein eign þeirra til greiðslu lífeyris 1.020 milljörðum króna. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 533 orð | 1 mynd

Einnig möguleikar fyrir lítil fyrirtæki í Kína

Í KÍNA eru ótal tækifæri. Örn Svavarsson, framkvæmdastjóri Heilsu hf., er einn þeirra, sem hafa fengist við að leita uppi tækifæri í Kína, og hann segir að fyrirtæki þurfi ekki að vera stór í sniðum til að nýta þá möguleika, sem hér bjóðast. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 54 orð | 1 mynd

Ferðafrelsi hjá Og Vodafone

OG Vodafone hefur tekið í notkun Ferðafrelsi, nýja þjónustu fyrir Frelsisviðskiptavini fyrirtækisins sem eru á leið til útlanda. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 104 orð | 1 mynd

Finnair álitlegur fjárfestingarkostur

FINNSKA flugfélagið Finnair, sem Burðarás á hlut í, er álitlegur fjárfestingarkostur, að mati Kaupþings banka. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 108 orð | 1 mynd

Fleiri forstjórar reknir

ALDREI hefur fleiri forstjórum stórfyrirtækja verið sagt upp störfum en á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins Booz Allen Hamilton. Samkvæmt rannsókn fyrirtækisins létu 14% forstjóra 2. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 406 orð

FL Group leigir 5 vélar til Air China

SAMNINGUR um leigu Air China á fimm Boeing 737-800-flugvélum í eigu FL Group var undirritaður í Beijing í Kína í gærmorgun af Hannesi Smárasyni, stjórnarformanni FL Group, og Zhang Yang, forstjóra Air China Group, að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi... Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 214 orð | 1 mynd

Frá Austfjörðum til Bretlands

FRÁ og með 25. þessa mánaðar munu flutningaskip Eimskips koma við í hafnarborginni Teesport á austurströnd Bretlands á leið sinni frá Austfjarðahöfnum til meginlands Evrópu. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 377 orð | 1 mynd

Fremst meðal jafningja

Norðurlöndin hafa komið mjög vel út í hinum ýmsu könnunum sem gerðar hafa verið um stöðu þjóða í heiminum að undanförnu, nú síðast í könnun um jafnrétti þar sem þau röðuðu sér í fimm efstu sætin. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 626 orð | 1 mynd

Frestur framlengdur til kaupa á Türk Telekom

Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is FRESTUR til að skila inn kauptilboðum í tyrkneska símafélagið Türk Telekom hefur verið framlengdur til 24. júní í stað maíloka. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 349 orð | 2 myndir

Gerir yfirtökutilboð í finnskt símafyrirtæki

FJÁRFESTINGAFÉLAG Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Finland, hefur gert yfirtökutilboð í finnska símafyrirtækið Saunalahti Group Oyj en félagið á fyrir 22,6% hlutafjár í samstæðunni. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 642 orð | 1 mynd

Gott að reka fyrirtæki á Íslandi

Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is "MÉR finnst gott og auðvelt að reka lítið fyrirtæki á Íslandi. Íslendingar hafa tekið Heilsudrekanum vel frá upphafi. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 192 orð | 1 mynd

Gott gengi flugfélaganna

Orðrómur um yfirtökutilboð Old Mutual í Skandia hefur hreyft rækilega við gengi félagana tveggja, að vísu í sitt hvora áttina. Skandia tók góðan kipp upp á við en Old Mutual féll þó nokkuð. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 102 orð

Hagvaxtarkippur í Japan

JAPANSKA hagkerfið tók við sér á fyrsta fjórðungi þessa árs og var hagvöxtur í Japan 5,3% á ársgrundvelli, þegar búið er að taka tillit til árstíðasveiflna og breytinga á verðvísitölum. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 291 orð | 1 mynd

Heimsókn í frystihús í Qingdao

Frystihús fyrirtækisins Zheng Jin í Qingdao er margar byggingar eða skálar þar sem fiskur er verkaður á vöktum. Qingdao er í Shandong-héraði og þar fara fram mikil viðskipti með fisk. Zheng Jin er eitt þeirra fyrirtækja sem mest umsvif hafa í Qingdao. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 108 orð

Hendur í hári Björgólfsfeðga

EINS og efnaðra manna er von og vísa eru þeir Björgólfsfeðgar þekktir fyrir að vera einkar fínir í tauinu. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 418 orð | 1 mynd

Hér eru miklir vaxtarmöguleikar

"Hér eru miklir vaxtarmöguleikar," segir James T. Liu, yfirmaður skrifstofu Eimskipa í Qingdao í Shandong-héraði, og bætir við að fyrirtækið hafi á prjónunum að opna skrifstofur í borginni Dalian í júní og Suður-Kóreu í lok árs. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 135 orð

Hive eykur hraðann

Netþjónustufyrirtækið Hive hefur tvöfaldað hraða og innifalið gagnamagn á grunnáskrift sinni sem þýðir að áskrifendur fá að lágmarki 8Mb hraða og 4Gb af erlendu gagnamagni á mánuði, að því er segir í tilkynningu. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 134 orð | 1 mynd

Íslensk þekking og fjármagn í Kína

"Í þessu sambandi er gríðarlega mikilvægt að það er ekki eingöngu að íslensku fyrirtækin séu að koma með sína sérþekkingu á þessu sviði, sem er auðvitað sú fremsta í heimi, heldur er líka verið að koma með íslenskt fjármagn þarna inn," sagði... Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 1429 orð | 4 myndir

Kínverska efnahagsvélin

Hvergi er jafnmikill uppgangur og í Kína um þessar mundir. Fyrirtæki spretta fram og kjörin batna. Mörg fyrirtæki sjá sér leik á borði að komast inn á kínverska markaðinn. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 303 orð | 1 mynd

Kostur þess að vera stór

SAMLEGÐARÁHRIF og stærðarhagkvæmni eru hugtök sem oft er fleygt þegar fjallað er um samruna fyrirtækja eða samstarf. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 873 orð | 1 mynd

Kunna fyrst og fremst að meta náttúruna

U ppgangurinn í Kína hefur ekki farið framhjá neinum. Færri átta sig hins vegar á því að Kína er ekki aðeins að breytast í verksmiðju heimsins. Þar er einnig að verða til eftirsóknarverður markaður, þar á meðal í ferðaþjónustu. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 611 orð | 1 mynd

Léku tennis í miðjum lungnabólgufaraldrinum

Birgir Jónsson er 31 árs framkvæmdastjóri Iceland Express. Örlygur Steinn Sigurjónsson bregður upp svipmynd af Birgi. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 175 orð | 1 mynd

Lundar frá Kína

FRAMLEIÐSLA á margs konar varningi hefur verið að flytjast til Kína á undanförnum árum. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 1662 orð | 1 mynd

Með framleiðslu í átta verk smiðjum

F yrir átta árum rifu hjónin Lára Liv Ólafsdóttir og Bárður Guðfinnsson sig upp með rótum frá Íslandi og fluttu til Kína til að stunda viðskipti. Nánar tiltekið fluttu þau til Shanghai, þar sem púls hins kínverska efnahagsrisa slær af hvað mestum... Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 348 orð | 2 myndir

Námskeið

19. maí | Tilkynnt verður í dag kl. 17.00 á Nordica hóteli hvaða fyrirtæki hefur verið valið Fyrirtæki ársins, en 10.000 starfsmenn úr hópi 2.000 fyrirtækja á Íslandi hafa tekið þátt í valinu, sem er á vegum VR. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 43 orð | 1 mynd

Netbankinn með íbúðalán án skilyrða

NETBANKINN býður nú íbúðalán með 4,15% föstum vöxtum án nokkurra skilyrða um önnur bankaviðskipti. Lánin eru til kaupa á íbúðarhúsnæði og til endurfjármögnunar á eldri lánum. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 711 orð | 1 mynd

"Frábært tækifæri"

ÞAÐ VAR kalt fyrstu dagana í mars hjá íslensku stúdentunum sjö, sem undanfarna þrjá mánuði hafa tekið hluta af námi sínu við Viðskiptaháskólann á Bifröst við Shanghai-háskóla. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 472 orð | 2 myndir

Samið um stærstu jarðvarmahitaveitu í heimi

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is FULLTRÚAR fyrirtækjanna Enex hf., Orkuveitu Reykjavíkur og Íslandsbanka hf. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 240 orð

Spennandi markaður í örum vexti

BLEIKIR litir voru áberandi þegar verslun á vegum keðjunnar Oasis var opnuð í verslunarmiðstöð í Peking á þriðjudag, en einnig komu við sögu drekar og tónlistarmenn. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 234 orð | 1 mynd

Sportís hf. gerir dreifingar- og sölusamning fyrir fatnað í Kína

F yrirtækið Sportís hf. undirritaði í gær samning við félagið Beijing Mountaineering Association um sölu og dreifingu á Cintamani útivistarfatnaði í Kína. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 1165 orð | 4 myndir

Stjórnun innkaupa mikilvægi og ávinningur

Eftir Aðalbjörn Þórólfsson ath@anza.is Rannsóknir hafa sýnt að ábyrgð innkaupa í fyrirtækjum er gjarnan óljós og og framkvæmd þeirra einkum talin snúast um einföld skref, s.s. pöntun og móttöku. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 72 orð

Stærsta jarðvarmahitaveita í heimi

Hönnun hitaveitunnar í Xianyangborg í Kína, gerð hennar og rekstur, verður byggð á tækni þeirri sem þróuð hefur verið og notuð á Íslandi. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 664 orð | 1 mynd

Svefnraskanir eru alvarlegt og vanmetið heilbrigðisvandamál

S vefnraskanir eru alvarlegt heilbrigðisvandamál. Í Kína eru menn rétt að byrja að gera sér grein fyrir umfangi vandans, en þó hafa nú tæplega 200 rannsóknarstofur í landinu keypt tæki frá Flögu Group til að greina svefnvandamál. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 84 orð | 1 mynd

Time Warner íhugar að losa sig við AOL

EINN af hápunktum hátæknibólunnar úti í heimi var þegar America Online, sem þá var stærsta netfyrirtæki Bandaríkjanna, keypti miðlunarrisann Time Warner fyrir um 13.000 milljarða króna árið 2000. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 228 orð

Tíu tilboð bárust í einkavæðingu Antenna Hungaria

Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is TÍU kauptilboð hafa borist ungversku ríkisstjórninni í meirihluta hlutafjár í ríkisrekna útsendingarfyrirtækinu Antenna Hungaria Rt. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 183 orð | 1 mynd

TM Software hlýtur gullvottun Microsoft

TM Software hefur hlotið svonefnda gullvottun Microsoft (Microsoft Gold Certified Partner). Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 81 orð | 1 mynd

United tapar stórt

BANDARÍSKA flugfélagið United tapaði 1,1 milljarði dollara, nærri 73 milljörðum króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er meira en tvöfalt stærra tap en á síðasta ári. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun frá því í desember árið 2002 og í janúar... Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 415 orð | 1 mynd

Vil veita bestu þjónustuna

"ÉG vildi skipta um umhverfi og fara til annars fyrirtækis þar sem ég gæti notað reynslu mína í greininni," segir Liu Wei, yfirmaður skrifstofu Samskipa í Qingdao í Kína. "Hjá Samskipum hef ég nú fengið þetta tækifæri. Meira
19. maí 2005 | Viðskiptablað | 84 orð

XCO ehf. ekki selt

HEILDVERSLUNIN XCO ehf. verður áfram til þrátt fyrir að Danól hafi keypt frá þeim vörumerki og viðskiptasambönd. Þetta segir Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri XCO, en greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að Danól hefði keypt XCO. Meira

Ýmis aukablöð

19. maí 2005 | Blaðaukar | 472 orð

Allt er þegar...

Það er býsna algengt að tónlistarmenn taki þátt í Eurovision oftar en einu sinni þótt ekki sé það alltaf sem aðalstjarnan, frekar sem bakraddasöngvari eða hljóðfæraleikari. Meira
19. maí 2005 | Blaðaukar | 308 orð

Á núllinu 0

Framan af Eurovision-keppninni var alltítt að lönd fengju núll stig, enda færri lönd til að byrja með og mun færri stig í pottinum. Meira
19. maí 2005 | Blaðaukar | 75 orð | 25 myndir

Forkeppnin 2005

Á síðasta ári tóku skipuleggjendur keppninnar upp nýja högun og gerðu Eurovision að tveggja daga keppni. Meira
19. maí 2005 | Blaðaukar | 96 orð | 1 mynd

Líbanon hætti við

Upphaflega áttu þátttökulöndin að vera 26 í kvöld, en Líbanon hætti við á síðustu stundu vegna þess að líbanska sjónvarpið treysti sér ekki til að sýna frá flutningi á lagi Ísraels. Meira
19. maí 2005 | Blaðaukar | 362 orð | 1 mynd

Norska lagið sterkast

Eiríkur Hauksson er þrautreyndur í Eurovision; hann var einn liðsmanna Icy-flokksins sem söng fyrir Íslands hönd þegar Íslendingar tóku þátt í keppninni í fyrsta sinn og síðan söng hann fyrir Norðmenn 1991 í tríóinu Just 4 Fun. Meira
19. maí 2005 | Blaðaukar | 351 orð

Sigurvegarar í gegnum árin

Írar hafa oftast sigrað í Eurovision-keppninni, sjö sinnum alls, þar af þrisvar í röð 1992 til 1994, og þær sögur gengu að það hefði gengið svo nærri írska sjónvarpinu, RTÉ, að vísvitandi hefði verið valið lélegt lag 1995. Meira
19. maí 2005 | Blaðaukar | 49 orð | 14 myndir

Úrslitin

Þau fjögur lönd sem greiða mest til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, Þýskaland, Bretland, Frakkland og Spánn, komast sjálfkrafa í keppnina ár hvert en einnig þau tíu lönd sem bestum árangri náðu árið á undan. Meira
19. maí 2005 | Blaðaukar | 645 orð | 1 mynd

Þjóðirnar aldrei fleiri

E urovision-keppnin hefur tekið stöðugum breytingum í gegnum árin, bæði hefur löndum fjölgað til muna, hafa aldrei verið fleiri en nú, og svo hefur reglum keppninnar verið breytt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.