Greinar sunnudaginn 29. maí 2005

Fréttir

29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð

30 þúsund kr. sekt fyrir skotæði

RÚMLEGA tvítugur maður sem gekk um miðbæ Akureyrar skjótandi út í loftið af riffli í fyrrasumar fékk 30 þúsund kr. sekt fyrir athæfið í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 1059 orð | 1 mynd

Allt kerfið verður skoðað

Þar sem almannatryggingakerfið hefur verið byggt upp í smáum skrefum á löngum tíma kvarta margir yfir því að það sé orðið býsna flókið. Er ekki ástæða til að endurskoða það í heild með tilliti til þess að hægt sé að einfalda það og færa nær nútímanum? Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Átta brautskráðir frá FAS

Hornafjörður | Átta stúdentar brautskráðust nýlega frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Einnig útskrifuðust fimm nemendur frá skrifstofubraut við skólann. Dux Scholae er Hulda Rós Sigurðardóttir. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Beðið eftir fjölskyldunni

NÚ ER hafin sú árstíð sem náttúran tekur hið öra stökk til lífsins eftir rólega vöknun vorsins. Fuglarnir hafa margir lokið tilhugalífi og varpi og nýtt líf brýtur sér leið út úr skurninni. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 1607 orð | 2 myndir

Best að mat á fjárþörf byggist á opinberu viðmiði

Er ekki eðlilegt að almannatryggingar/fjárhagsaðstoð byggist á útreikningum á raunverulegri framfærslu, þ.e. framfærsluviðmiði eins og reiknað hefur verið út á hinum Norðurlöndunum? Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 932 orð | 1 mynd

Brestir í velferðinni?

Fréttaskýring | Hvers vegna hefur ríkið ekki reiknað út lágmarks framfærsluviðmið? Hvers vegna hafa bætur ekki hækkað miðað við launaþróun heldur verð? Þarf að endurskoða lífeyriskerfið? Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 1321 orð | 3 myndir

Búast jafnvel við metveiði

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðin hefst á miðvikudaginn kemur þegar stjórnarmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur taka að egna fyrir fiska í Norðurá. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Doktor í heimspeki

*ÁSTA Kristjana Sveinsdóttir varði 14. júní 2004, doktorsritgerð sína í heimspeki við málfræði- og heimspekideild Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Cambridge, Massachusetts í Bandaríkjunum. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 776 orð | 1 mynd

Eineltismálum að fjölga?

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð

Eldur í bíl í Kópavogi

ELDUR kom upp í bíl á Smiðjuvegi í Kópavogi á fimmta tímanum aðfaranótt laugardags. Bíllinn brann til kaldra kola og bíll sem stóð við hliðina á honum skemmdist. Að sögn lögreglu er ekki vitað hver eldsupptök voru, og málið í rannsókn. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 494 orð | 1 mynd

Endurskoða á norska tolla af lambakjöti og hestum

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra er nýkominn heim úr opinberri heimsókn til Noregs, í boði þarlends landbúnaðarráherra, Lars Sponheim. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 919 orð | 1 mynd

Er Frances málið?

Ekki fer á milli mála hver er vinsælasta og veiðnasta fluga sem kastað er fyrir laxa í íslenskum ám. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fagfélag stofnað

SOFNFUNDUR fagfélags þeirra sem útskrifast hafa úr Heilbrigðisskólanum FÁ, hjúkrunar- og móttökuritarabraut, verður haldinn þriðjudaginn 31. maí kl. 16.15. Fundurinn verður haldinn á Grettisgötu 89, húsi SFR 4. hæð. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð

Féll þegar vinnulyfta lét undan

VINNULYFTA hrapaði við fjölbýlishús í Hátúni 6 í Reykjavík sl. föstudagsmorgun þegar annar af tveimur vírum, sem héldu henni uppi, gaf sig, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 1470 orð | 4 myndir

H.C. Andersen og gullmálar arnir

Komin út bókin sem fylgja skyldi nefndri framkvæmd á Ríkislistasafninu í Kaupmannahöfn og ég sagði frá 10. apríl, útgáfudagur 29. apríl. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 290 orð

Helmings launamunur milli kynja eftir háskólanámið

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Í KÖNNUN um stöðu og störf fólks sem nýlega útskrifaðist frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst kemur fram að launamunur karla og kvenna eftir útskrift er verulegur, eða tæp 50%. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 176 orð

Helmingur starfsmanna hefur ekki lesið kjarasamning

NÆR helmingur starfsmanna hefur ekki lesið þann kjarasamning sem á við þeirra starf og rúmur þriðjungur starfsmanna veit ekki í hvaða lífeyrissjóð hann greiðir, ef marka má niðurstöður könnunar Guðjónu Bjarkar Sigurðardóttur, sem unnin var sem BS... Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 691 orð | 2 myndir

Herinn er nú tæplega hálfdrættingur

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HERMÖNNUM Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um meira en helming á síðustu tveimur áratugum, úr rúmlega 3.100 árið 1986 í um 1.450 um síðustu áramót. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Hermönnum hefur fækkað um helming

HERMÖNNUM varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur fækkað um meira en helming á síðustu tveimur áratugum, úr rúmlega 3.100 árið 1986 í um 1.450 um síðustu áramót. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 187 orð

Hlaða verður hótel

HJÓNIN á Þórisstöðum við Eyjafjörð, Stefán Tryggvason og Inga Margrét Árnadóttir, vinna nú að því að breyta kúabúi sínu í sveitahótel. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 331 orð | 4 myndir

Hvað vilja bæjarbúar gera?

Á móti því að rífa gömul hús Lára Ingþórsdóttir vill að húsið verði verndað. "Ég vil ekki að húsið verði rifið. Undir flestum kringumstæðum er ég á móti því að rífa gömul hús, t.d. gömlu húsin við Laugaveginn í Reykjavík. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 1753 orð | 1 mynd

Í skugga Kosovo

Loks er kominn skriður á málefni Kosovo eftir kyrrstöðu um árabil. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag að hefja ferli, sem ætlað er að skera úr um framtíðarstöðu Kosovo. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 622 orð | 2 myndir

Kaflaskil í landgræðslufluginu

Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is FLUGVÉL Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, flaug sl. fimmtudag síðasta áburðarflugið fyrir Landgræðsluna en í næsta mánuði tekur Þristavinafélagið við rekstri og ábyrgð vélarinnar. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Karlmenn grilla og konurnar baka

KARLMENN grilla og borða steikur en konur baka og borða ávexti. Þetta segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur. "Það varpast falleg mynd af grófu korni, brauðhleifum, hnetum og ostum frá skjávarpanum á vegginn. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 235 orð

Lauk guðfræðiprófi fyrst íslenskra kvenna

HALDIN verður hátíðarsamkoma í kapellu Háskóla Íslands næstkomandi þriðjudag, 31. maí, kl. 17. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 85 orð

Lenti undir stæðu af járnamottum

MAÐUR slasaðist þegar stæða af járnamottum hrundi yfir hann við fyrirtæki í Borgarnesi um miðjan dag sl. föstudag. Járnamotturnar, sem eru nokkurs konar samfast net steypubindingarjárna, voru alls níu í stæðu, og er hver 40-60 kg, að sögn lögreglu. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Lionsmenn gáfu sjónvörp á Grensás

LIONSMENN í Lionsklúbbnum Nirði færðu deild R-3 á Grensási að gjöf 13 United-sjónvarpstæki með innbyggðum DVD-spilara auk veggfestinga. Formaður Lionsklúbbsins Njarðar, Hörður Sigurjónsson, afhenti gjöfina á dögunum í athöfn í skála á deildinni. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 416 orð | 1 mynd

Líf í ókunnu samfélagi!

Fyrir fáum dögum hitti ég konu sem er búin að selja allar eigur sínar hér og kaupa sér íbúð í Portúgal. Mér fannst þetta tiltæki hennar óvenjulegt og spurði hana hvort hún þekkti mikið til í Portúgal. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 3964 orð | 6 myndir

Ljósgeisli sem aldrei dvín

Æ oftar gerast hræðilegir atburðir á Íslandi en þeir voru fátíðari þegar 2 ára dóttir Rósu Aðalheiðar Georgsdóttur var myrt árið 1947. "Öll þjóðin grét," segir hún í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 287 orð | 6 myndir

Lygilegasti kafli boltasögunnar

Viðureign Liverpool og AC Milan í Istanbúl var e.t.v. ótrúlegasti úrslitaleikur Evrópukeppni frá upphafi. Skapti Hallgrímsson upplifði óviðjafnanlega stemningu í Istanpool, eins og sumir kalla tyrknesku borgina. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð

Lögðu hald á stolin reiðhjól

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lagði nýlega hald á nokkur ný og nýleg reiðhjól sem fundust í höndum rússneskra sjómanna sem voru á leið um bæinn með hjólin, en grunur leikur á að hjólin séu stolin. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 119 orð

Málþing um borgaravitund og lýðræði

Menntamálaráðuneytið efnir til málþings með ungu fólki um borgaravitund og lýðræði á morgun, mánudaginn þrítugasta maí, í Menntaskólanum við Hamrahlíð kl. 10. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 101 orð

Mikið líf á gæðingamóti í Víðidal

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fákur í Reykjavík, heldur opið gæðingamót nú um helgina. Meira
29. maí 2005 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Misvísandi kannanir í Frakklandi

París. AFP, AP. | Líklegt er talið að Frakkar felli stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðinu í dag en kannanir eru samt nokkuð misvísandi. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Námskeið í Kripalu-dansjóga

PÚLSINN, ævintýrahús í Sandgerðisbæ, heldur helgarnámskeið 3.-5. júní í Kripalu-dansjóga. Marta Eiríksdóttir, Kripalu-dansjógakennari, leiðir fólk í gegnum sjö orkustöðvar líkamans. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Nýtt þjónustuhús rís við Þingeyrakirkju

EINAR K. Guðfinnsson alþingismaður og Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra, tóku fyrstu skóflustunguna að nýju þjónustuhúsi við Þingeyrakirkju í Austur-Húnavatnssýslu sl. föstudag. Meira
29. maí 2005 | Erlendar fréttir | 130 orð

Óbærilegur svínaþefur?

Vilnius. AFP. | Eigendur bakarís og íbúar í Pakruojis í Litháen hafa mótmælt eindregið hugmyndum dansks fyrirtækis um að reisa mikinn svínabúgarð í grennd við borgina. Óttast þeir að fnykurinn frá saur dýranna verði óbærilegur. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

"Ég held að þetta geti orðið metár"

VÆNTINGAR veiðimanna og veiðileyfasala fyrir komandi laxveiðitímabil eru miklar. "Ég held þetta geti orðið metár," segir Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxveiðistofna. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 2085 orð | 1 mynd

"Skrúfum fyrir vatnið, bíðum ekki flóðsins"

Vímuefnaneysla hefur leitt marga í ógöngur. Hert viðurlög eru lausnin að sumra mati, aðrir telja heilladrýgra að "byrgja brunninn áður en barnið dettur í það", eins og stundum er sagt. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 248 orð

Rætt um að setja neysluviðmið

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra telur að best færi á því að mat á fjárþörf einstaklinga og fjölskyldna byggðist á opinberlega viðurkenndum viðmiðum, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 1166 orð | 4 myndir

Sagan endalausa af Guðríði

Leikrit Brynju Benediktsdóttur, Ferðir Guðríðar , var frumsýnt fyrir sjö árum og er enn á fjölunum bæði innanlands og utan. Inga María Leifsdóttir ræddi við Brynju um þetta vel heppnaða verk. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 187 orð

Sakfelldur fyrir kynferðisbrot

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest eins árs fangelsisdóm yfir rúmlega fertugum manni sem sakfelldur var fyrir að særa blygðunarsemi 12 ára pilts og notfæra sér andlega annmarka 17 ára pilts til að svala kynfýsn sinni. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Styttingu frestað um ár

Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is STYTTING framhaldsskólanáms frestast um eitt ár og endurskoðuð námskrá tekur gildi 2009. Grunnskólar fá þá lengri tíma til að undirbúa breytingar á framhaldsskólastigi. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 1020 orð | 5 myndir

Sumir telja húsið ónýtt - aðrir hafa séð það svartara

Stefnt er að því að rífa gamla Mjólkursamlagshúsið í Borgarnesi í sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir um þau áform að rífa þetta hús, sem var reist árið 1939 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Ásdís Haraldsdóttir kynnti sér deiluna um framtíð Mjólkursamlagshússins. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Syðri akrein Hringbrautar opnuð í dag

UNNIÐ var að lokafrágangi á syðri akrein nýrrar Hringbrautar í gær og í dag. Gengið hefur verið frá malbikinu sem tengir nýju Hringbrautina við þá gömlu og verður umferð til austurs hleypt á syðri akreinina í dag kl. 12. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 388 orð

Sýknuð af að hafa stungið sambýlismann

TÆPLEGA fertug kona hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um að hafa stungið sambýlismann sinn með hnífi ítrekað snemma árs 2004 á heimili þeirra í Reykjavík. Meira
29. maí 2005 | Erlendar fréttir | 96 orð

Tilræði á útimarkaði

Jakarta. AFP. | Tvær sprengjur urðu 22 manns að bana og um 40 særðust á fjölförnum útimarkaði á eynni Sulawesi í Indónesíu í gær og er talið að íslamskir öfgamenn hafi staðið fyrir ódæðunum. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 292 orð

Umferðarauglýsingar með börnum bannaðar

SAMKEPPNISRÁÐ hefur með úrskurði sínum ákveðið að banna Umferðarstofu að birta þrjár auglýsingar þar sem börn sjást við ýmsar hættulegar aðstæður. Meira
29. maí 2005 | Innlent - greinar | 469 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

Það sem er í veði er framtíð ykkar sjálfra, barnanna ykkar, framtíð Frakklands og Evrópusambandsins. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 453 orð

Ungur markaður og verðið sveiflukennt

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is ALLAR aflstöðvar Landsvirkjunar hafa verið vottaðar og Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur hafa einnig fengið slíka vottun fyrir Svartsengi og Nesjavallavirkjun. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Verið að fórna þeim sem minnst mega sín

GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að ekki komi til álita að bregðast við ofhitnun hagkerfisins vegna slælegrar efnahagsstjórnar stjórnvalda með því að lækka vaxtabætur sem láglaunafólk njóti og fella þær niður til að... Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Verkmenntaskólinn brautskráir nema

Neskaupstaður | Óvenjumargir nemendur brautskráðust frá Verkmenntaskóla Austurlands um seinustu helgi, eða 49. Eru það nemendur af öllum brautum skólans. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 342 orð

Viðurkenning stjórnvalda á störfum græðara

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 200 orð

Ýmsar nýjungar í boði í Viðey

SUMARSTARF er hafið í Viðey og eru ýmsar nýjungar í starfseminni þetta árið. Múlakaffi hefur tekið við rekstri Viðeyjarstofu og er með veitingasölu laugardaga og sunnudaga kl. 11-18. Í Viðey er m.a. Meira
29. maí 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð

Þrír stútar á sömu mínútunni

VIÐ fyrstu sýn mátti ætla að óvenju samhæfðar aðgerðir lögreglunnar í Hafnarfirði gegn ölvunarakstri hafi skilað árangri klukkan nákvæmlega 1:46 aðfaranótt laugardags, en á þeirri mínútu stöðvuðu þrír lögreglubílar á þremur mismunandi stöðum í umdæminu... Meira

Ritstjórnargreinar

29. maí 2005 | Staksteinar | 264 orð | 1 mynd

Afneitun Þórunnar

Þórunn Sveinbjarnardóttir er einn af hæfileikameiri þingmönnum Samfylkingarinnar. En í grein í Morgunblaðinu í gær er hún haldin afneitunaráráttu, sem hún sakar Morgunblaðið um! Meira
29. maí 2005 | Leiðarar | 105 orð

Afreksmaður

Höskuldur Pétur Halldórsson, sem lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í 159 ára sögu skólans, er afreksmaður. Það er ótrúlegur árangur að hafa náð 9,90 í einkunn á stúdentsprófi. Meira
29. maí 2005 | Leiðarar | 329 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

25. maí 1975: "Kaupkröfur Alþýðusambandsins vegna þeirra kjarasamninga, sem nú standa fyrir dyrum, hafa vakið almenna athygli sakir þess, hversu fjarlægar þær eru raunverulegum aðstæðum í þjóðarbúskapnum. Meira
29. maí 2005 | Reykjavíkurbréf | 2183 orð | 2 myndir

R-bréf

Samfylkingin stefnir að því að mynda hreina vinstri stjórn að loknum næstu þingkosningum, ríkisstjórn af þeirri gerð, sem aldrei áður hefur verið mynduð á Íslandi. Meira
29. maí 2005 | Leiðarar | 344 orð

Umferðin og banaslys

Í fyrradag lézt ungur maður í umferðarslysi í Hvalfirði. Það vill gjarnan verða svo þegar vorar og sumarið gengur í garð og umferðin eykst að alvarleg slys verði. Þess vegna er nú komin sá árstími að fólk verður að gæta sérstaklega að sér í umferðinni. Meira

Menning

29. maí 2005 | Fjölmiðlar | 105 orð | 1 mynd

Andóf á Kúbu

FYRIR náttmyrkur (Before Night Falls) er bíómynd frá 2000 um kúbverska skáldið Reinaldo Arenas sem fæddist árið 1943. Meira
29. maí 2005 | Leiklist | 132 orð | 1 mynd

Ávaxtakarfan til Kína

Barnasöngleiknum Ávaxtakörfunni hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðlegri hátíð barnaleikrita sem haldin er í Sjanghæ 5. júlí-8. ágúst í sumar. Meira
29. maí 2005 | Tónlist | 139 orð | 1 mynd

Carey söluhæst allra

MARIAH Carey er orðin söluhæsta söngkona allra tíma eftir að hafa komist á topp bandaríska smáskífulistans í sextánda skipti. Meira
29. maí 2005 | Dans | 78 orð | 1 mynd

Dansað í dag og kvöld

Borgarleikhúsið | Tveir listdanshópar, frá Finnlandi og Tékklandi, dansa á tveimur sýningum í Borgarleikhúsinu í dag kl. 17 og kl. 20. Meira
29. maí 2005 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Kvikmyndin Farewell My Concubine frá 1993 hefur verið útnefnd vinsælasta kvikmynd í aldarlangri kvikmyndasögu Kína, í könnun sem gerð var í Hong Kong. Tilefni könnunarinnar er einmitt að í ár eru liðin 100 ár frá upphafi kínverskrar kvikmyndagerðar. Meira
29. maí 2005 | Tónlist | 674 orð | 2 myndir

Fræknir frændur

Norska hljómsveitin Jaga Jassist er með helstu hljómsveitum Norðmanna nú um stundir. Á nýrri plötu sinni bræðir sveitin saman rokk og djass á áhugaverðan hátt. Meira
29. maí 2005 | Kvikmyndir | 1597 orð | 2 myndir

Heilunin byrjar heima

Eftir að hafa varpað svo öflugum sprengjum á vígvelli alþjóðastjórnmála á Cannes hátíðinni í fyrra að gervöllheimsbyggðin hrökk í kút - meira að segja Bush forseti sjálfur sem á víst að hafa spurt hver þessi Michael Moore væri, eftir að hann hampaði... Meira
29. maí 2005 | Fólk í fréttum | 158 orð | 1 mynd

Hinsta harða rokkið fyrir lokun

EINS og kunnugt er stendur til að loka veitingahúsinu og rokkminjasafninu Hard Rock Café í Kringlunni. Að því tilefni hefur Concert ehf. Meira
29. maí 2005 | Myndlist | 205 orð | 1 mynd

"Yfirgefið og sorglegt hús á síðasta stað í heiminum"

Sýning listamannsins Ragnars Kjartanssonar, Ókyrrðin mikla, hefur nú staðið yfir í tvær vikur í yfirgefna félagsheimilinu Dagsbrún sem stendur við þjóðveg eitt, á milli Hvolsvallar og Skóga. Meira
29. maí 2005 | Tónlist | 211 orð | 1 mynd

Rokkað fyrir krakka

EFNT er til styrktartónleika nokkurra hljómsveita á Rokk.is í Hellinum í dag. Fjöldi sveita kemur fram en þeirra á meðal eru Sweet sins, Koda, Pan, Hello Norbert, Mania Locus, Johnny Poo, Hraun! Meira
29. maí 2005 | Fólk í fréttum | 695 orð | 1 mynd

Sannleikurinn um Oasis

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir Gallagher-bræðrum. Linnulaust - á stundum vonlaust - hjakk þeirra undanfarin ár virðist loksins hafa borgað sig. Meira
29. maí 2005 | Tónlist | 532 orð

Shostakovich í slökkviliðsbúningi

Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti Adagio op. 11 eftir Barber og Leningrad-sinfóníuna, nr. 7 op. 60, eftir Shostakovich. Stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudagur 26. maí. Meira
29. maí 2005 | Myndlist | 182 orð | 1 mynd

Vormessa og fuglar í myndum Sveins Björnssonar

Árleg vormessa fer fram í Krýsuvíkurkirkju í dag kl. 14 þar sem altaristafla kirkjunnar Upprisan, myndverk eftir Svein Björnsson, verður hengt upp. Meira
29. maí 2005 | Tónlist | 61 orð | 1 mynd

Wig Wam kemur

NORSKA glysrokksveitin Wig Wam, sem lenti í 9. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn, er væntanleg til Íslands. Fram kemur á heimasíðu sveitarinnar að hún muni hita upp fyrir Alice Cooper á tónleikum sem fara fram hér á landi 13. Meira
29. maí 2005 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

...Öllu í drasli

Í KVÖLD er á dagskrá síðasti þátturinn í röðinni Allt í drasli. Þar fara Heiðar Jónsson snyrtir og Margrét Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík á kostum, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Meira

Umræðan

29. maí 2005 | Bréf til blaðsins | 658 orð

Að hafa asklok fyrir himin

Frá Helga Hallgrímssyni: "Í VIÐTALI við Sigríði Þorgeirsdóttur í Kastljósi RÚV 27. apríl sl. kom fram nýstárlegt sjónarhorn á inngöngu okkar í Evrópusambandið. Það var eins og ljósgeisli í sortanum sem umlykur allt það mál og dregur þá umræðu niður í svaðið." Meira
29. maí 2005 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Erum við gráðug þjóð?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir fjallar um ofeldi: "Ég skora á þá sem stjórna þessu landi að snúa nú vörn í sókn og gera eitthvað í þessum háalvarlegu málum..." Meira
29. maí 2005 | Aðsent efni | 515 orð | 2 myndir

Eru nýjar kenningar illa þokkaðar?

Ingólfur og Ragnar Sverrissynir fjalla um orkumál: "Við bókstaflega neitum að trúa því að íslenskir vísindamenn bregðist við með þeim hætti sem að ofan er lýst..." Meira
29. maí 2005 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Íslendingar heimsmeistarar í uppeldi?

Gylfi Jón Gylfason fjallar um uppeldi: "Börn með geðræn vandkvæði þurfa oft lyf, en önnur úrræði eru til, sem einnig virka vel." Meira
29. maí 2005 | Aðsent efni | 620 orð | 1 mynd

Samfylkingin og heilbrigðiskerfið

Ólafur Örn Arnarson um stefnumál stjórnmálaflokka: "...þegar þetta tvennt er borið saman kemur í ljós að stefna þessara tveggja stjórnmálaflokka sem 70% þjóðarinnar styðja er sú sama." Meira
29. maí 2005 | Bréf til blaðsins | 371 orð

Sunnudagsbíltúr og rasismi

Frá Evu Rún Snorradóttur og Heru Þöll Guðlaugsdóttur, nemum í HÍ: "ÉG OG vinkona mín urðum vitni að atburði á hvítasunnudag sem erfitt verður að gleyma. Um miðjan daginn röltum við Austurstrætið í sól og blíðu. Þegar við gengum fram hjá KB banka sá ég útundan mér asíska konu í hraðbankanum." Meira
29. maí 2005 | Velvakandi | 343 orð | 2 myndir

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Engar stríðsminjar í Viðey NÚ er verið að tala um að setja upp skrúfu úr herskipi sem minnisvarða í Viðey og er það sagt vegna beiðni Kanadamanna. Mér finnst það alveg fráleitt að setja stríðsminjar þarna út í eyju. Meira

Minningargreinar

29. maí 2005 | Minningargreinar | 2217 orð | 1 mynd

EDDA SÓLRÚN EINARSDÓTTIR

Edda Sólrún Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1956. Hún lést af slysförum 14. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 24. maí. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2005 | Minningargreinar | 954 orð | 1 mynd

GUNNAR HILMARSSON

Gunnar Hilmarsson fæddist í Reykjavík 5. september 1945. Hann lést á sjúkrahúsi í Southampton 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hilmar Kristjónsson, framkvæmdastjóri hjá FAO, f. 11. janúar 1918, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2005 | Minningargreinar | 1336 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR HILLERS

Ingibjörg Þorvaldsdóttir Hillers fæddist á Sauðárkróki 14. maí 1918. Hún lést í Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Guðmundsson, kennari, hreppstjóri og sjúkrahúshaldari á Sauðárkróki, f. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

29. maí 2005 | Árnað heilla | 73 orð | 3 myndir

80 ÁRA afmæli . Í dag, 29. maí, er áttræð Valborg Þorgrímsdóttir...

80 ÁRA afmæli . Í dag, 29. maí, er áttræð Valborg Þorgrímsdóttir, Gullsmára 7, Kópavogi. Í tilefni dagsins tekur hún á móti gestum milli kl. 16 og 19 í salnum í Gullsmára 7. Meira
29. maí 2005 | Auðlesið efni | 83 orð | 1 mynd

Bolton og Snoop Dogg til Íslands

Rapparinn skemmti-legi Snoop Dogg mun halda tón-leika í Egils-höll 17. júlí ásamt hljóm-sveit sinni. Það verða loka-tón-leikarnir í heims-túr rapparans. Meira
29. maí 2005 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Göslarinn Zia. Meira
29. maí 2005 | Fastir þættir | 1127 orð | 4 myndir

Einföld en margslungin - þannig er skák

FYRIR nokkrum árum stakk brasilíska fótboltastjarnan Pelé upp á því að fótboltamörk yrðu stækkuð - nútímasóknarleikmenn skoruðu ekki nóg af mörkum og markmenn væru orðnir of hávaxnir. Meira
29. maí 2005 | Í dag | 84 orð

Fyrirlestrar um ljósmyndun

Ljósmyndararnir Ami Vitale og Rui Camilo halda fyrirlestra í Salnum í Kópavogi í dag kl. 14. Meira
29. maí 2005 | Fastir þættir | 734 orð | 1 mynd

Glimmer

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða öllu heldur Dans- og kjólasýningin mikla, eins og hún ætti fremur að kallast, er nýafstaðin. Sigurður Ægisson gerir í pistli dagsins að umtalsefni eitt og annað sem læra má af téðu fyrirbæri, ef grannt er skoðað. Meira
29. maí 2005 | Auðlesið efni | 63 orð

Já eða nei?

Í DAG ganga Frakkar til þjóðar-atkvæða-greiðslu um stjórnar-skrár-sátt-mála Evrópu-sam-bandsins (ESB). Meira
29. maí 2005 | Auðlesið efni | 76 orð | 1 mynd

Laus úr gíslingu

Mann-ræningjar í Írak slepptu lausum í gær þremur rúmenskum blaða-mönnum og íröskum leið-sögu-manni þeirra, eftir 55 daga gíslingu. Fólkinu var rænt í mars í Bagdad, höfuð-borg Íraks. Meira
29. maí 2005 | Í dag | 24 orð

Látið frið Krists ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér...

Látið frið Krists ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verðið þakklátir. (Kól. 3, 15.) Meira
29. maí 2005 | Auðlesið efni | 77 orð | 1 mynd

Mun Fischer tefla?

Rússneski skák-meistarinn Boris Spasskí kom til Íslands á miðviku-daginn til að hitta vin sinn Bobby Fischer. Meira
29. maí 2005 | Auðlesið efni | 83 orð | 1 mynd

Ótrú-legur sigur Liver-pool

Liver-pool varð Evrópu-meistari í knatt-spyrnu á miðviku-daginn þegar það vann ítalska liðið AC Milan 6:5. Bæði var fram-lenging á leiknum og víta-spyrnu-keppni. Staðan var 3:0 fyrir AC Milan í hálf-leik, og margir hélt að þeir væru búnir að vinna. Meira
29. maí 2005 | Auðlesið efni | 90 orð | 1 mynd

Schröder vill þing-kosningar

Gerhard Schröder, kanslari Þýska-lands, vill halda þing-kosningar í landinu í haust, ári áður en ætlað var. Ástæðan er sú, að flokkur Schröders, Jafnaðar-manna-flokkurinn, tapaði kosningum í héraðinu, Nordrhein-Westfalen, sem hefur stutt þá í 39 ár. Meira
29. maí 2005 | Í dag | 86 orð

Skart úr skít

Í dag kl. 15 mun Ólafur J. Engilbertsson, sagnfræðingur og sýningahönnuður, flytja fyrirlestur sem hann nefnir Að skapa skart úr skít - um söfnun, endurvinnslu og listræna sköpun. Meira
29. maí 2005 | Fastir þættir | 144 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3 Bc5 5. c3 d6 6. O-O O-O 7. Rbd2 a6 8. Bb3 h6 9. h3 Ba7 10. He1 Rh5 11. Rf1 Df6 12. Re3 Rf4 13. Rg4 Dg6 14. Bxf4 exf4 15. Rh4 Dg5 16. Rf3 Bxg4 17. hxg4 Dxg4 18. d4 Hae8 19. Dd3 He7 20. He2 Hfe8 21. Hae1 Rd8 22. Meira
29. maí 2005 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Út er komin í kilju Kalaharí vélritunarskólinn fyrir karlmenn eftir Alexander McCall Smith í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Meira
29. maí 2005 | Í dag | 563 orð | 1 mynd

Skipt í flokka eftir getu og reynslu

Andrés Pétur Rúnarsson fæddist í Reykjavík árið 1971 en ólst upp í Borgarnesi. Þaðan flutti hann aftur til Reykjavíkur og gekk í Langholtsskóla og síðan í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Meira
29. maí 2005 | Auðlesið efni | 155 orð

Stutt

Síldin byrjuð að veiðast Norsk-íslenska síldin er byrjuð að veiðast aftur innan íslensku fisk-veiði-lög-sögunnar. Meira
29. maí 2005 | Fastir þættir | 281 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji fylgdist af áhuga með Evróvisjón-keppninni síðustu helgi sem og undankeppninni þegar hún Selma okkar komst ekki áfram. Víkverji er annars ekki mikill tónlistaráhugamaður. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 289 orð

29.05.05

Raunveruleikinn er stundum skáldskapi líkastur og oft sækja skáldin einmitt efnivið sinn í eigin upplifun á kringumstæðum og umhverfi. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 627 orð | 12 myndir

Árshátíð samkvæmisljóna og þotuliðs heims

Rómuð samkvæmi í tengslum við kvikmyndahátíðina í Cannes löðuðu fluguna suður á bóginn. Sannkölluð árshátíð samkvæmisljóna og þotuliðs heims. Sem sagt skyldumæting hjá flugunni! Partíin byrja flest á rauða dreglinum við Palais De Festival-höllina . Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 656 orð | 1 mynd

Barbara Cartland hvað?

Ég er afskaplega heppin með barnapíu. Hún er 23 ára hjúkrunarnemi frá Brasilíu. Kom til Bandaríkjanna til að læra ensku og ljúka námi. Hún hefur nefnilega möguleika á að vinna sér inn tvöfalt hærri tekjur í heimalandi sínu ef hún talar ensku. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 518 orð | 4 myndir

Besti fiskur Bandaríkjanna

Veitingastaðurinn Le Bernardin í New York lætur ekki mikið yfir sér að utan frekar en flestir veitingastaðir borgarinnar en hann er til húsa í The Equitable Building í 151 West 51. Street á milli 6. og 7. breiðgötu, steinsnar frá Moma. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 96 orð | 1 mynd

Brúnka í dropavís

Frískandi eins og vatnið og milt eins og mjólkin. Þannig lýsa framleiðendur nýja brúnkukreminu frá Clarins, Eau Lactée Auto-Bronzante. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 1257 orð | 1 mynd

Ekki er þetta nú karlmannlegt!

Oft er talað um að fötin skapi manninn og við klæðum okkur gjarnan í samræmi við þá mynd sem við viljum gefa. Maturinn sem við borðum sendir hins vegar ekki síður skilaboð um það hver við erum eða viljum vera. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 936 orð | 1 mynd

Fjós án fjósalyktar

Fjósum án fjósalyktar fjölgar stöðugt hér á hinu ísa kalda landi. Eitt slíkt er á bænum Þórisstöðum í Svalbarðsstrandarhreppi við austanverðan Eyjafjörð, en þar var starfrækt hefðbundið 140 þúsund lítra kúabú þar til fyrir ári. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 51 orð | 1 mynd

Glitrandi fögur

Náttúruleg og glitrandi fögur er yfirskrift sumarlínunnar að þessu sinni frá N°7. Í línunni eru mildir náttúrulitir með gylltum glitrandi og bleikum tónum. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 186 orð | 6 myndir

Hekl er hátíska

Ekki henda gömlu pottaleppunum eða tehettunni, þau gætu komið að góðum notum sem hattur eða nýstárlegt sumarbikiní. Heklið er ekki lengur bara til þess að prýða sveitaeldhús eða eldavélarhellur, það hefur fundið sér leið inn á hátískupallana. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 436 orð | 1 mynd

Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir

Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir, 24 ára, lauk í gær fyrst allra námi af brautinni tónsmíðar/nýmiðlar við LHÍ. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 139 orð | 2 myndir

Hringurinn - Kjartan Örn Kjartansson

Þó að hnúajárn hafi ekki verið Kjartani Erni Kjartanssyni hjá Or gullsmiðum efst í huga þegar hann hannaði þennan þrefalda kvensilfurhring neitar hann því ekki að gripurinn geti nýst sem slíkt fyrir konur. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 889 orð | 2 myndir

Með próf á prentsvertuna

Ágæti lesandi, þú ert staddur í sveinsstykki. Þessa helgina þreytir Heiðbjört Ingvarsdóttir lokaprófið sitt í prentiðn sem er einmitt þær síður sem þú hefur í hendinni. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 187 orð | 1 mynd

Penfold's reynir fyrir sér

Það hefur löngum tíðkast í Bordeaux að bestu vín héraðsins - sem flokkuð eru sem Grand Cru Classé - eru löngu seld áður en þau eru töppuð á flösku. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 156 orð | 1 mynd

Tært efni og einleikur

S ellófan er sem kunnugt er þunn, gagnsæ og vatnsheld hlífðarfilma, gjarnan notuð við innpökkun af ýmsum toga. Vinsælt er að slá sellófani utan um blómvendi, en einnig hvers kyns aðra gjafavöru, bækur og annan varning. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 666 orð | 7 myndir

Við tímum ekki að flytja

Í turni Hallgrímskirkju var í gær opnuð athyglisverð ljósmyndasýning; afrakstur ævintýrs sem hófst með því að hjón keyptu sér íbúð. Fyrir réttum fimmtán árum festu Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson kaup á íbúð við Barónsstíg, á efstu hæð. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 4263 orð | 8 myndir

Við ætluðum að skrifa nýja blaðsíðu í leiklistarsöguna og verða annaðhvort hetjur eða fífl

Það eru fimm ár síðan hann útskrifaðist frá breskum leiklistarskóla "vegna þess að ég fékk ekki inngöngu í leiklistarskólann hér heima", segir hann feimnislaust. Meira
29. maí 2005 | Tímarit Morgunblaðsins | 311 orð | 3 myndir

Vín

Það er að koma sumar - að minnsta kosti á dagatalinu - og því ástæða til að byrja að huga að ögn sumarlegum vínum. Oft er það Ítalía sem kemur fyrst upp í hugann þegar sumarvín eru annars vegar en það á svo sem líka við um vetrarvín... Meira

Ýmis aukablöð

29. maí 2005 | Blaðaukar | 296 orð | 1 mynd

Góð menntun og minnkað skrifræði

Veiðarfærasalan Dímon ehf. hefur síðastliðin fimm ár tekið þátt í rekstri verksmiðju í Tamil Nadu-fylki sem framleiðir rústfría króka til fiskveiða. Starfsmenn eru 120. Krókarnir eru seldir á mörkuðum á Íslandi, í Bandaríkjunum og víðar. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 1412 orð | 4 myndir

Hávær tónlist og heilagar kýr

Iðandi mannlíf og andstæður. Kryddlykt og kostulegir markaðir. Lestarferðir og litríkur fatnaður. Það jafnast fátt á við Indland. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 99 orð

Hvað er hindúatrú?

Hindúatrú er þriðju stærstu trúarbrögð heims. Yfirgnæfandi hluti hindúa er á Indlandi. Hindúatrú er fjölgyðistrú en viðurkennir einn aðalguðdóm, Brahman, sem er skapari alls. Guðir hindúa geta verið í dýrslíki, með þúsund augu eða marga arma. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 1 orð | 2 myndir

Indland

Indland Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 538 orð | 1 mynd

Indland er ævintýri

Indlandsvinafélagið hefur verið starfrækt síðan 1978. Tilgangur félagsins er að kynna Indland og menningu þess og stuðla að nánari kynnum Íslands og Indlands. Harpa Jósefsdóttir Amin er formaður félagsins. Eiginmaður hennar er ættaður frá Indlandi. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 90 orð

Indland í hnotskurn

Höfuðborg: Nýja Delhí. Staðsetning: Suður-Asía. Landamæri að Pakistan, Nepal, Kína, Myanmar (Búrma), Bhutan og Bangladesh. Gjaldmiðill: Rúpíur Stærð: 3.287.590 ferkílómetrar (Ísland 103. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 444 orð | 1 mynd

Indland í uppsveiflu

Indland er stórt og Indland er mannmargt. Árið 2000 leit milljarðasti Indverjinn dagsins ljós. Indverjum fjölgar um sem nemur allri íslensku þjóðinni á einni viku. Á kjörskrá eru 670 milljónir. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 73 orð

Indverska er ekki til

Ekki er til neitt sem heitir "indverska" og er talað af allri indversku þjóðinni. Þetta er ein ástæða þess að enska er enn mjög útbreidd, 50 árum eftir að Bretar fóru frá Indlandi. Hindí er opinbert tungumál og er móðurmál um 30% Indverja. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 577 orð | 2 myndir

Indverskur matur vinsæll á Íslandi

Margt hefur breyst í matargerð á Íslandi. Alþjóðleg áhrif verða æ meiri og þar eru þau indversku engin undantekning. Á borð landsmanna sigla nanbrauð og tikka-masala sósur. Hin indverska Chandrika Gunnarsson segir indverskan mat eiga mikinn hljómgrunn meðal Íslendinga. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 30 orð

Íslenskum aðilum með starfsemi á Indlandi fjölgar stöðugt og umsvifin verða meiri

Indland hefur verið opnað fyrir erlendum fjárfestum. Þangað hafa mörg fyrirtæki flutt starfsemi sína eða hafið rekstur - þar á meðal íslenskir aðilar. Hvernig er að stunda rekstur á Indlandi? Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 233 orð | 1 mynd

Mikil aukning í ferðamennsku til Indlands

Indland verður æ vinsælli ferðamannastaður. Að sögn ferðaskrifstofunnar Príma Emblu gætir þó enn talsverðar neikvæðni og tortryggni meðal Íslendinga varðandi ferðalög til Indlands. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 294 orð | 1 mynd

Mikilvægt að eiga samstarf við heimafólk

Sæplast rekur í samvinnu við heimamenn og íslenska fjárfesta verksmiðju í Gujarat-fylki, sem framleiðir einangruð plastker. Þau eru seld á Indlandi, til annarra ríkja í Asíu og til Evrópu. Starfsmenn eru 45. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 339 orð | 2 myndir

Mikil þekking í lyfjaiðnaði

Félagið Actavis Pharma hóf starfsemi sína árið 2004. Það hefur aðsetur í Mumbai og 12 starfsmenn. Í byrjun þessa árs keypti Actavis fyrirtækið Lotus Laboratories og bættust þá 230 starfsmenn í hópinn á Indlandi. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 661 orð | 1 mynd

Miklar breytingar í indversku efnahagslífi

Regína Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur rannsakað efnahagslíf á Indlandi. Hún segir miklar breytingar hafa orðið á Indlandi síðan árið 1991 að allsherjarbreytingar voru gerðar á efnahagskerfinu. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 364 orð | 2 myndir

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

Samtökin Vinir Indlands urðu til upp úr samstarfi íslenskra húmanista við Indverja. Starfið hefur undið upp á sig og í dag stunda 1.500 indversk börn nám með stuðningi Íslendinga. Kjartan Jónsson og Sólveig Jónsdóttir eru meðal upphafsmanna Vina Indlands. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 115 orð

Skák er upprunnin á Indlandi

Fornar heimildir telja að skákin sé upprunnin á Indlandi. Þekkt er sú saga að indverskur konungur hafi beðið ráðgjafa sína að finna upp leik sem orðið gæti hirðinni til skemmtunar. Einn þeirra færði honum manntaflið. Meira
29. maí 2005 | Blaðaukar | 154 orð

Tölvupóstur frá Indlandi

Sólveig Jónsdóttir skrifaði vinum og vandamönnum: Börnin eru sérstaklega skotin í mér, stelpan í næsta húsi vinkar til mín þegar hún sér mig og hérna við hliðina eru konur í verkamannavinnu við að byggja við hús nágrannans. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.