Greinar mánudaginn 20. júní 2005

Fréttir

20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 155 orð

Bandalag Hariris sigraði

Beirút. AFP, AP. | Flest benti til þess í gærkvöldi að andstæðingar Sýrlendinga í Líbanon hefðu unnið mikinn sigur í fjórðu og síðustu hrinu þingkosninganna sem var í gær. Var talið að þeir hefðu tryggt sér meirihluta á þinginu í Beirút. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 784 orð | 1 mynd

Barátta milli tveggja póla

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur og Silju Björk Huldudóttur Myndbirtingar eiga ekki alltaf rétt á sér "Það leikur enginn vafi á að myndir teljast persónuupplýsingar og því eiga myndbirtingar augljóslega ekki alltaf rétt á sér," segir Páll... Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Baráttuhátíð á Þingvöllum

VEL á annað þúsund manns minntist þess á baráttufundi á Þingvöllum í gær að níutíu ár voru liðin frá því að konur, sem náð höfðu fertugsaldri öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Bátaskýli stóð alelda

ELDUR kviknaði í bátaskýli við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gærkvöldi og er talið líklegt að kveikt hafi verið í því. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn, og þegar að var komið var skýlið alelda. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Bifhjólamenn afhjúpuðu minnismerki

Skagafirði. | Mikill fjöldi bifhjólamanna víða að af landinu var samankominn í Skagafirði um helgina. Tilefnið var að fagna eitthundrað ára afmæli mótorhjólsins. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð

Bjóða upp á fastar ferðir í Skáleyjar

Breiðafjörður | Ferðaskrifstofan Vesturferðir á Ísafirði býður í sumar upp á fastar ferðir frá Stað á Reykjanesi út í Skáleyjar á Breiðafirði. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Björgun og brúðkaup fóru fram á sama skipinu

ÞAÐ er skammt stórhögganna á milli hjá Jóni Bjarna Helgasyni, skipstjóra á Raufarhöfn og unnustu hans, Kolbrúnu Sigurrós Sigurðardóttur. Þann 18. maí sl. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð

Blaðamenn þurfa áritanir til Bandaríkjanna

ERLENDIR blaða- og fréttamenn sem ferðast til Bandaríkjanna sem slíkir þurfa sérstaka vegabréfsáritun (i-visa) til að fá inngöngu í landið. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 303 orð

Borgaryfirvöld ætla að selja Vélamiðstöðina

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is AUGLÝST verður eftir tilboðum um kaup á Vélamiðstöðinni á næstu vikum, en tillaga borgarstjóra við borgarráð þar að lútandi var samþykkt á fundi ráðsins á dögunum. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 1364 orð | 1 mynd

Byrjaði tíu ára að taka myndir

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari í Vestmannaeyjum, hefur tekið myndir í rúma hálfa öld. Hjörtur Gíslason skrapp til Eyja og ræddi við Sigurgeir um ferilinn og framtíðaráformin. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Doktor í tónsmíðum

* ARNAR Bjarnason lauk doktorsprófi í tónsmíðum og tónfræði við Brandeis University í Boston Bandaríkjunum ágúst síðastliðinn. Meira
20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

ETA lofar að hætta að myrða

Samtök aðskilnaðarsinna í Baskahéruðum Spánar, ETA, hafa lýst því yfir að þau muni ekki framar ráðast á spænska stjórnmálamenn. Segja samtökin að "breytt andrúmsloft í stjórnmálum" sé ástæðan fyrir stefnubreytingunni. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Fékk Mustang og þrjár milljónir í skottinu

ÚTDRÁTTUR í Happdrætti DAS fór fram á dögunum og var aðalvinningur að þessu sinni Ford Mustang af árgerð 2005. Þetta er þriðja bifreiðin sem dregin er út í júní, en hinir tveir bílarnir drógust á óselda miða. Hinn 16. júní sl. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Færðu Hlíðarbæ gjöf

FÉLAGAR úr Lionsklúbbnum Ægi komu færandi hendi í Hlíðabæ á Flókagötu 53 í Reykjavík í seinustu viku og færðu tölvu og prentara að gjöf. Í Hlíðabæ er dagþjálfun fyrir 20 Alzheimerssjúka og aðra minnisskerta. Í dag eru þeir á aldrinum 56-86 ára. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Gefur kost á sér til formennsku í SUS

BORGAR Þór Einarsson lögfræðingur gefur kost á sér til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Borgar Þór, sem er þrítugur að aldri, var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi fyrir Alþingiskosningar 2003. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð

Handtekinn við innbrot

Maður sem braust inn í einbýlishús við Fýlshóla í Reykjavík rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun var handtekinn á vettvangi, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Hart barist á úrtökunni

ÚRTAKAN fyrir heimsmeistaramótið í hestaíþróttum sem fram fer í Svíþjóð nú í sumar fór fram dagana 15.-16. júní og 18.-19. júní. Keppnin var mjög hörð og var tvísýnt fram á síðustu stundu hverjir kæmust í liðið. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 83 orð

Hópslagsmál stöðvuð með varnarúða

LÖGREGLUMENN þurftu að beita mace-varnarúða til að ná tökum á hópslagsmálum sem brutust út eftir stórdansleik á Súðavík á fimmta tímanum í fyrrinótt. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Hvar eru konurnar?

Margir ráku upp stór augu þegar þeir litu styttur bæjarins í gær því þær voru margar hverjar skrýddar bleikum borðum. Að sögn Rósu Erlingsdóttur, verkefnisstjóra hátíðahaldanna á Þingvöllum í tilefni 19. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Hvítir söngelskir Silfurrefir

Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is Borgarnes | Fjórir myndarlegir borgfirskir söngmenn mynda sönghóp sem kallast ,,Silfurrefirnir". Hugmyndina að stofnun þessa hóps á Steinunn Árnadóttir píanóleikari. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Icelandair styrkir Íþróttasamband fatlaðra

NÝLEGA var undirritaður samstarfssamningur milli Íþróttasambands fatlaðra og Icelandair um ferðir íþróttafólks sambandsins á flugleiðum Icelandair. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 67 orð | 2 myndir

Í hátíðarskapi á þjóðhátíð í Hólmgarði

Stykkishólmur | Hólmarar héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan með fjölbreyttri dagskrá. Samkoma fór fram í Hólmgarði. Auk skemmtiatriða flutti Steinunn Magnúsdóttir ræðu dagsins. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð

Kviknaði í út frá kjúklingavængjum

ÖRYGGISVERÐIR frá sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg voru fyrstir á vettvang þegar eldur kviknaði á annarri hæð í íbúðarhúsi á Laufásveginum á níunda tímanum í gærkvöldi, og höfðu slökkt eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu þar að. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð

Kynna nýtt deiliskipulag við Hlemm

KYNNT verður í dag nýtt deiliskipulag við Hlemm og næsta nágrenni hans en framkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir að undanförnu. Um fjölþætta kynningu verður að ræða en þar mun m.a. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð

Kærkomið síldarævintýri

STÖÐUGUR straumur síldar- og kolmunnaveiðiskipa hefur verið til Neskaupstaðar til löndunar og í Síldarvinnslunni er unnið allan sólarhringinn við að frysta síld. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Leiðrétt

Rangt nafn í myndatexta Ranglega sagði í myndatexta með frétt af útnefningu borgarlistamanna í blaðinu í gær, að Páll Steingrímsson, sem útnefndur var borgarlistamaður, væri á myndinni, sem tekin var að lokinni útnefningunni. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð

Lést þegar bíll hafnaði á brúarstólpa

KARLMAÐUR um fertugt lést eftir að fólksbíll sem hann ók hafnaði á brúarstólpa á Sæbraut þar sem hún liggur undir Miklubraut, um kl. 10 í gærmorgun. Ökumaðurinn var einn í bílnum, og var hann mikið slasaður þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu að. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 196 orð

Lítið slegið af þrátt fyrir banaslys

HÖRMULEGT banaslys í umferðinni við Akureyri virðist lítil áhrif hafa haft á hraða ökumanna að sögn lögreglu, og voru t.d. um 60 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Akureyri um helgina. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 822 orð | 6 myndir

Minna hefur miðað en væntingar stóðu til

Fjöldi kvenna og fáeinir karlar lögðu leið sína á Þingvöll í gær til að fagna níutíu ára kosningarétti kvenna. Arna Schram lét ekki rigninguna á sig fá fremur en aðrir hátíðargestir. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 679 orð | 4 myndir

Mörg og fjölbreytt tækifæri til rannsókna á landsbyggðinni

Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is RANNSÓKNATÆKIFÆRI á landsbyggðinni eru mörg og fjölbreytt. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Ný miðbæjargata sköpuð í Garðabæ

TILLAGA að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Garðabæ hangir uppi á Garðatorgi, en þar má m.a. sjá hugmyndir sem uppi eru um stórfelldar breytingar í miðbænum. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Ný verslun með gjafavörur og silkiblóm

NÝLEGA var opnuð verslunin Serica í Hlíðarsmára 11, Kópavogi. Þetta er verslun með silkiblóm og gjafavörur. Eigendur verslunarinnar eru Hafdís Hafsteinsdóttir og Ásdís Þórisdóttir. Verslunin er opin alla virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl.... Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ómeidd eftir þrjár veltur

UNGT par slapp ótrúlega vel þegar bíll þeirra fór út af veginum og valt þrjár veltur á þjóðveginum rétt austan við Selfoss á áttunda tímanum á sunnudagskvöldið. Meira
20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

"Deep Throat" semur um bók og kvikmynd

"DEEP Throat" , öðru nafni Mark Felt, er búinn að tryggja sér útgáfusamning við bókaforlag í Bandaríkjunum og sömuleiðis hefur verið samið um kvikmyndarétt sögu þessa frægasta uppljóstrara bandarískrar stjórnmálasögu. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

"Svíkja loforð um niðurfellingu holræsaskatts"

"HREINSUN strandlengjunnar í Reykjavík var löngu hafin áður en Reykjavíkurlistinn tók við stjórn borgarinnar. Meira
20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 118 orð

Reykingabann í Bretlandi?

London. AFP. | Breska stjórnin hyggst setja lög um að banna reykingar alfarið á opinberum stöðum, þ. á m. krám og veitingastöðum. Áður hafði verið talið að krár þar sem ekki væri seldur matur yrðu undanskildar. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 41 orð

Reyndi að gleypa fíkniefnin

LÖGREGLAN í Reykjavík hafði um hálftíuleytið í gærmorgun afskipti af manni er var með fíkniefni í fórum sínum í miðborginni. Reyndi maðurinn þá að gleypa efnin, en var handtekinn áður en það tókst. Var hann fluttur til yfirheyrslu og síðan... Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Rúnar Júlíusson bæjarlistamaður

RÚNAR Júlíusson tónlistarmaður var sæmdur heiðursnafnbótinni bæjarlistamaður Reykjanesbæjar til næstu fjögurra ára við fjölmenn hátíðarhöld í skrúðgarðinum við Tjarnargötu í Keflavík á þjóðhátíðardaginn. Meira
20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Saka harðlínumenn um kosningasvik

Teheran. AFP, AP. | Umbótasinnaður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fóru í Íran á föstudag, Mehdi Karoubi, sagði í gær að brögð hefðu verið í tafli við atkvæðagreiðsluna. Meira
20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Samráð um brottflutning frá Gaza

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ísraelar og Palestínumenn hafa ákveðið að hafa samráð um brottflutning landtökumanna gyðinga og ísraelsks herliðs frá Gaza í ágúst. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 407 orð

Segir lítinn gæðamun á kennslunni

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is GÆÐI kennslu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu virðast ekki vera meiri hjá kennurum sem eru með full kennsluréttindi en hjá leiðbeinendum sem hafa ekki kennslufræðimenntun að baki. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Setja saman hæstu járnrör í heimi

GRÍÐARSTÓR járnrör voru hífð frá borði flutningaskips á Eskifirði á dögunum, þaðan sem þau fara áleiðis upp á Kárahnjúka þar sem þau munu fóðra fallgöng virkjunarinnar. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 593 orð | 1 mynd

Skólarnir skapi sér metnaðarfulla sérstöðu

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is HELGA Valborg Steinarsdóttir varð Dux Scholae í Menntaskólanum á Akureyri við brautskráningu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, en hún hlaut 9,66 í stúdentsprófseinkunn, þ.e. Meira
20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 137 orð

Sólin góð fyrir blöðruhálskirtilinn

Sólarljós getur dregið úr hættunni á því að karlar fái krabbamein í blöðruhálskirtil, að sögn bandarískra vísindamanna. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

SPM flytur í nýtt húsnæði

SPARISJÓÐUR Mýrasýslu, SPM, áætlar að flytja úr húsnæði sínu við Borgarbraut í nýtt húsnæði við Digranesgötu, sem er við Brúartorg í Borgarnesi, næstkomandi föstudag. Um leið verður útibú SPM í Hyrnutorgi lagt niður. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Styrkja "Öryrkjann ósigrandi"

NÝ-UNG, ungliðahreyfing Sjálfsbjargar, stendur fyrir styrktartónleikum í félagsmiðstöðinni Miðbergi, Gerðubergi 1, kl. 20 í kvöld, þar sem fram kemur fjöldi tónlistarmanna á aldrinum 18-25 ára. Meira
20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Suu Kyi hyllt á afmælinu

Sextugsafmæli Aung San Suu Kyi, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (öðru nafni Myanmar), var fagnað víða um heim í gær. Hér sjást flóttamenn frá Búrma í Bangladesh með myndir af frelsishetju sinni. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Talandi vegvísir í ferðalagið

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is VEGVÍSIR fyrir Ísland í lófatölvur eða gsm-síma er kominn á markað. Í vegvísinum er að finna nákvæmar upplýsingar um vegi, heimilisföng, áhugaverða staði, þjónustu o.fl. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð

Tjáir sig ekki um úrskurð Samkeppnisráðs

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun ekki tjá sig um úrskurð Samkeppnisráðs þess efnis að samruni FL Group, Bláfugls og Flugflutninga sé heimill, sé ákveðnum skilyrðum fylgt. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð | 2 myndir

Torkennileg önd í Eyjum

TORKENNILEGUR andarsteggur sást á Daltjörninni í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á dögunum. Ingi Sigurjónsson, vökull fuglaskoðari og uppstoppari, kom auga á stegginn og gerði Sigurgeir Jónassyni ljósmyndara viðvart. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Tugi smáhvela rak á land á Vestfjörðum

Á ÞRIÐJA tug smáhvelahræja hefur rekið á land við bæinn Finnbogastaði við Trékyllisvík á Vestfjörðum undanfarna viku, og virðist sem hvalirnir hafi ekki synt á land heldur hafi þá rekið dauða upp í fjöruna á 7-800 metra kafla. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 293 orð

Upplýsingum var stolið af fjölda íslenskra korta

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is HUNDRUÐ íslenskra kreditkorta voru meðal þeirra sem lentu í víðtæku kortasvindli sem rakið er til Bandaríkjanna. Meira
20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Vilja afnema landbúnaðarstyrki ESB

Eftir Kristján Jónsson kjon@blm. Meira
20. júní 2005 | Erlendar fréttir | 335 orð

Vilja erlent herlið burt frá Írak

Bagdad. AP, AFP. | Alls 82 af 275 fulltrúum á íraska þinginu hafa lagt fram kröfu um að allt erlent herlið í landinu verði á brott. Segja þingmennirnir, sem eru úr röðum allra helstu fylkinga, þ.e. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 474 orð

Völdu að skera niður vegna skorts á verkefnum

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Þjóðverjar fögnuðu sigri

ÞÝSKA landsliðið í knattspyrnu kvenna varð í gær Evrópumeistari þegar það vann Noreg, 3:1, í úrslitaleik á Ewood Park í Blackburn í Englandi. Meira
20. júní 2005 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Þorgeir Gestsson

ÞORGEIR Gestsson, læknir frá Hæli, andaðist að morgni 19. júní á Landakotsspítala í Reykjavík. Þorgeir var fæddur 3. nóvember 1914 að Hæli í Gnúpverjahreppi, Árnessýslu. Meira

Ritstjórnargreinar

20. júní 2005 | Leiðarar | 173 orð

Hin íslenska karlaorða

Karlar eru yfirleitt í meirihluta þeirra, sem hljóta Fálkaorðuna hverju sinni. Þannig hefur það verið frá því að hún var fyrst veitt og þannig var það einnig 17. júní á Bessastöðum. Meira
20. júní 2005 | Leiðarar | 329 orð

Mál þjóðarinnar allrar

Þess var minnst á baráttufundi á Þingvöllum í gær að þá voru 90 ár liðin frá því að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Á milli 1.500 og 2.000 manns sóttu fundinn og voru konur í miklum meirihluta viðstaddra. Meira
20. júní 2005 | Leiðarar | 392 orð

Samfélagsleg ábyrgð atvinnulífsins

Í ræðu sinni á þjóðhátíðardaginn sl. föstudag sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra m.a.: "Við lifum vitanlega ekki við fullkomna þjóðfélagsskipan frekar en nokkur önnur þjóð. Viðfangsefnin eru mörg og sum hver knýjandi. Meira
20. júní 2005 | Staksteinar | 256 orð | 1 mynd

Valgerður tjáir sig ekki

Í Morgunblaðinu í dag er skýrt frá því, að Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra vilji ekki tjá sig um þá staðreynd, að Samkeppnisráð hefur með ákvörðun sinni tryggt einu fyrirtæki 80-85% hlutdeild í öllum fraktflutningum í lofti milli Íslands og... Meira

Menning

20. júní 2005 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Apalæti!

Hljómsveitin Black Eyed Peas á þá plötu sem stekkur hæst þessa vikuna. Platan kallast Monkey Business og hefur verið að gera það ágætt í flestum löndum. Meira
20. júní 2005 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Beint á toppinn alls staðar!

Nýjasta plata Coldplay X&Y er líkleg til að staldra lengi á toppi Tónlistans. Platan hefur komist á toppinn í tuttuguogtveim löndum nú þegar og líklegt að þeir landvinningar verði fleiri. Meira
20. júní 2005 | Fólk í fréttum | 53 orð | 1 mynd

Brúðir freista gæfunnar

NOKKRAR verðandi brúðir sjást hér róta í risavaxinni brúðartertu á Times Square í New York. Inni í tertunni leyndist gjafabréf að verðmæti rúmar þrjár milljónir íslenskra króna. Meira
20. júní 2005 | Fjölmiðlar | 86 orð | 1 mynd

Drykkjuboltar dásamaðir

SKJÁREINN hefur undanfarna mánuði tekið til sýninga þættina um Staupastein, sem eru íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnir. Meira
20. júní 2005 | Fólk í fréttum | 133 orð | 5 myndir

Fornri norrænni menningu fagnað með virktum

VÍKINGAHÁTÍÐ við Fjörukrána í Hafnarfirði lauk með pompi og pragt í gær, en hún hafði staðið frá því á fimmtudag. Þetta var í níunda sinn sem víkingar herjuðu á Hafnarfjörð og í sjötta sinn sem Sólstöðuhátíðin var haldin við Fjörukrána. Meira
20. júní 2005 | Fólk í fréttum | 541 orð | 3 myndir

Fólk

Hasarmyndahetjan Jackie Chan bað á dögunum taívönsku þjóðina afsökunar eftir að hafa reitt hana til reiði með því að segja að kosningar þar í fyrra hefðu verið "mesta grín í heimi. Meira
20. júní 2005 | Tónlist | 465 orð | 3 myndir

Gítar, tangó og söngur

ÁRLEGIR Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir dagana 12. 13. og 14. ágúst nk. fimmtánda árið í röð. Edda Erlendsdóttir átti frumkvæði að þessari tónleikaröð og hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi. Meira
20. júní 2005 | Fjölmiðlar | 173 orð | 1 mynd

...glettum og grettum hjá Svampi Sveinssyni

BARNAEFNI sjónvarpsstöðva er misjafnt að gæðum og geta sumar teiknimyndir verið hreint út sagt hræðilega leiðinlegar og illa gerðar. Meira
20. júní 2005 | Tónlist | 105 orð | 2 myndir

Gómsætur sumardjass og sveifla á Jómfrúnni

DJASSGEGGJARAR Íslands hafa nóg að bíta og brenna þessa dagana, því sumartónleikar eru haldnir á Jómfrúnni í Lækjargötu á hverjum laugardegi og ef vel viðrar er leikið úti í garði. Meira
20. júní 2005 | Kvikmyndir | 654 orð | 3 myndir

Nýr og miklu betri Leðurblökumaður

Leikstjórn: Christopher Nolan. Handrit: Chr. Nolan og David S. Goyer, byggt á persónum eftir Bob Kane. Kvikmyndataka: Wally Pfister. Meira
20. júní 2005 | Myndlist | 269 orð | 1 mynd

"Góð menningarpólitík að sýna úti á landi"

MYNDLISTAMAÐURINN Tolli verður með þrjár sýningar á landsbyggðinni í sumar. Á þjóðhátíðardaginn var opnuð sýning á verkum hans á Vopnafirði og þegar líður á sumarið verða verk hans sýnd á Ísafirði. Meira
20. júní 2005 | Myndlist | 155 orð | 1 mynd

"Hugur og hönd" á Sólheimum

VIGDÍS Finnbogadóttir opnaði formlega á dögunum handverks og listsýninguna ,,Hugur og hönd." Sýningin er sett upp í tilefni af 75 ára afmæli Sólheima og verður opin alla daga í sumar frá kl. 13-17. Sýningin er tvískipt. Meira
20. júní 2005 | Myndlist | 67 orð | 1 mynd

Ransu í Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn | JBK Ransu opnar sýningu í Galleríi Nordlys í Kaupmannahöfn næstkomandi föstudag. Hann sýnir þar ný málverk í fjórða hluta sýningarinnar "Virðingarvottur við staðgengilinn" er nefnist "Blæja skynjunar". Meira
20. júní 2005 | Bókmenntir | 504 orð

Rækt í görðum

Höfundur: Hólmfríður A. Sigurðardóttir, 479 bls. Útgefandi er Skrudda ehf. - Reykjavík 2005. Meira
20. júní 2005 | Tónlist | 224 orð | 2 myndir

Stirðir puttar

Antonia Hevesi og Kurt Kopecky léku fjórhent á píanó tónlist eftir Rossini, Verdi, Brahms og Bizet. Fimmtudagur 16. júní. Meira
20. júní 2005 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Válynd vögguljóð!

Rokkararnir í Queens of the Stone Age með Josh Homme í broddi fylkingar gáfu út nýja plötu á dögunum, Lullabies to Paralyze . Hljómsveitin er væntanleg hingað til lands seinna í sumar og spilar þá með Foo Fighters í Egilshöll. Meira
20. júní 2005 | Tónlist | 230 orð | 1 mynd

Zabiela á Nasa í boði Partyzone

ÞEIR sem kunna að meta kraftmikla danstónlist hér á landi eiga nú von á góðum gesti, því breski plötusnúðurinn James Zabiela er á leiðinni til landsins í boði Partyzone. Meira
20. júní 2005 | Tónlist | 77 orð | 1 mynd

Öldungis frábær!

Plata Mugisons, Mugimama is this Monkey Music er öldungurinn þessa vikuna. Mugison er nýkominn heim eftir vel heppnaða tónleikaferð um Norður-Evrópu en þar fór hann á milli vopnaður gítarnum einum. Meira

Umræðan

20. júní 2005 | Aðsent efni | 685 orð | 1 mynd

Áætlunarsiglingar um Breiðafjörð 100 ára

Heimir Þorleifsson skrifar í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan reglubundnar siglingar hófust um Breiðafjörð: "Áætlunarsiglingar um Breiðafjörð hafa verið með ýmsum hætti síðustu hundrað ár en þær hafa að því er best verður vitað ekki fallið niður." Meira
20. júní 2005 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Frumleiki og háskóli: Öflugt tvíeyki

Kristinn R. Þórisson fjallar um nýtt háskólanám: "Réttilega má færa rök fyrir því að einn helsti galli á vestrænu menntakerfi sé að það sníði öllum sama stakkinn." Meira
20. júní 2005 | Bréf til blaðsins | 479 orð

Geturðu gefið mér eld?

Frá Sigurjóni Fjeldsted, nema: "SIV Friðleifsdóttir ásamt nokkrum öðrum þingmönnum hefur lagt af stað með frumvarp um bann við reykingum á kaffihúsum landsins. Ástæða frumvarpsins er að forða reykleysingjum frá heilsuspillandi áhrifum reyksins." Meira
20. júní 2005 | Aðsent efni | 696 orð | 1 mynd

Lyf og lyfjafíkn

Hjalti Þór Björnsson NCAC, formaður FÁR, Félags áfengisráðgjafa, skrifar um lyf og lyfjafíkn.: "Með öðrum orðum þá eru fleiri og fleiri að koma inn á Vog til að afeitrast vegna neyslu lyfja sem eru ávísuð af læknum." Meira
20. júní 2005 | Aðsent efni | 341 orð | 1 mynd

Reykjavíkurflugvöllur?

Oddbergur Eiríksson gerir tillögur um nýja staðsetningu Reykjavíkurflugvallar: "...hann flatmagar enn á sama stað og er ekki neitt fararsnið sjáanlegt á honum." Meira
20. júní 2005 | Aðsent efni | 468 orð | 1 mynd

Skyldu okurvextir vera löglegir á Íslandi?

Halldór Halldórsson fjallar um lánastefnu bankanna: "Nú eru okurvextir af skammtímalánum að borga upp bankana á um 2-3 árum með stýrivöxtunum og hinni gríðarlegu álagningu bankanna á lánum..." Meira
20. júní 2005 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Unglingaráð og öldungaráð - Veldur hver á heldur

Þórir S. Guðbergsson fjallar um æsku og elli: "Oft hef ég hugsað: Hvort skyldi vera oftar rætt í fjölmiðlum, fiskirækt og hænsnarækt eða mannrækt?" Meira
20. júní 2005 | Aðsent efni | 416 orð

Velkomnir til byggða

ÉG VERÐ að játa að mikið gladdi það mitt hérahjarta að heyra að þeir dandimenn, Guðmundur Árni og Markús Örn, hefðu ratað til byggða. Meira
20. júní 2005 | Velvakandi | 161 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Áfengissala í matvöruverslun MIG langar aðeins að minnast á frétt sem ég heyrði og sá í sjónvarpinu nú fyrir stuttu þess efnis að þeir á Þórshöfn norður seldu áfengi í matvöruverslun. Mér fannst þetta mjög, já mjög raunaleg frétt. Meira

Minningargreinar

20. júní 2005 | Minningargreinar | 1134 orð | 1 mynd

FANNEY GÍSLADÓTTIR

Fanney Gísladóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1914. Hún lést á LSH í Fossvogi 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðleif Kristjánsdóttir, f. 15. okt. 1886, d. 22. jan. 1917, og Gísli Þórðarson, f. 5. des. 1877, d. 9. nóv. 1943. Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2005 | Minningargreinar | 2687 orð | 1 mynd

ÓLÖF PÁLSDÓTTIR

Ólöf Pálsdóttir fæddist hinn 9. nóvember 1909 í Akurhúsum í Grindavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði hinn 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Magnússon útvegsbóndi í Grindavík, f. 5. júlí 1866, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2005 | Minningargreinar | 1667 orð | 1 mynd

SVAVA EGGERTSDÓTTIR

Svava Eggertdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. mars 1952. Hún lést á Víðivöllum á Kjalarnesi hinn 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Gunnarssonar skipasmiður, f. 4. sept. 1922 í Vestmannaeyjum, d. 4. jan. Meira  Kaupa minningabók
20. júní 2005 | Minningargreinar | 5624 orð | 1 mynd

ÞORBJÖRG EINARSDÓTTIR

Þorbjörg Einarsdóttir fæddist á Ekru í Stöðvarfirði 16. ágúst 1915. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 11. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Benediktsson, útvegsbóndi og símstöðvarstjóri, f. 9. apríl 1875, d. 6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 312 orð | 1 mynd

Atlantic Petrolium skráð í Kauphöllina

ATLANTIC Petroleum varð fyrsta hlutafélag frá Færeyjum til að skrá sig á færeyskan verðbréfamarkað (VMF), þegar félagið var skráð á Aðallista Kauphallarinnar sl. fimmtudag. Félagið varð jafnframt hið fyrsta erlenda sem skráð er í Kauphöllina. Meira
20. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Einsleit og ósanngjörn nálgun

NÁLGUN norsks hagfræðiprófessors dregur á íslenska bankakerfinu upp alltof einsleita og ósanngjarna mynd sem getur verið bönkunum stórhættuleg. Þetta er mat Ráðgjafar ehf., sjálfstætt starfandi og óháðs ráðgjafafyrirtækis. Norskur hagfræðiprófessor, dr. Meira
20. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 49 orð | 1 mynd

Hreppti Rauða jakkann

SIGTRYGGUR Hilmarsson hjá Vistor hreppti sigur og þar með Rauða jakkann á árlegu golfmóti Og Vodafone sem haldið var fyrir viðskiptavini fyrirtækisins á Grafarholtsvelli á dögunum. Um 80 manns frá fjölmörgum fyrirtækjum tóku þátt í mótinu. Meira

Daglegt líf

20. júní 2005 | Ferðalög | 735 orð | 2 myndir

Á tveimur jafnfljótum þvert yfir landið

Hjörleifur Finnsson er einn af þeim fjórmenningum sem standa að Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, en þeir félagarnir hafa undanfarin ár verið með skipulagðar göngu- og fjallaferðir bæði hér á Íslandi og á Grænlandi. Í næsta mánuði, nánar tiltekið þann 12. Meira
20. júní 2005 | Daglegt líf | 583 orð | 1 mynd

Forðist fjölgun hættulegra baktería í þurrmjólk

Allir foreldrar vilja gefa börnum sínum bestu mögulegu næringu. Brjóstamjólk er besti kosturinn og er það stefnan hér á landi sem á alþjóðavísu að ungbörn fái helst ekki aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu sex mánuðina. Meira
20. júní 2005 | Daglegt líf | 313 orð | 1 mynd

Foreldið steikurnar

Útigrill fylgir sumrinu en það getur verið hollara að marinera og forelda fisk og kjöt áður en það er sett á grillið, að sögn bandarísku krabbameinsrannsóknarstofnunarinnar (AICR). Meira
20. júní 2005 | Daglegt líf | 248 orð | 1 mynd

Gáfaður fatnaður

Föt geta öðlast gáfur og slíkar flíkur eru til margs nytsamlegar, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende nýlega. Þær geta t.d. séð um að sængin sé ekki of heit á nóttunni. Meira
20. júní 2005 | Daglegt líf | 192 orð

Gloppur í líkamsþyngdarstuðlinum

BMI eða líkamsþyngdarstuðull er ekki áreiðanleg mæling á því hve stór hluti af líkamanum er fita og hvar hún er, að því er fram kemur í nýrri doktorsritgerð frá Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg. Meira
20. júní 2005 | Daglegt líf | 266 orð | 3 myndir

Góð stelling veitir betri svefn

Svefn er oft vanmetinn. Hann er jafn mikilvægur og næring, vatn og loftið sem við öndum að okkur. Eftir góðan svefn er líkaminn endurnærður og þá er auðveldara að taka á verkefnum dagsins. Meira
20. júní 2005 | Daglegt líf | 168 orð

Krabbamein í blöðruhálskirtli

Sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli hefur almennt fjölgað á Vesturlöndum undanfarin ár. Búist er við að tíu þúsund karlar í Svíþjóð greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli á þessu ári og er það aukning um þúsund frá fyrra ári. Meira
20. júní 2005 | Daglegt líf | 92 orð

Leiðinleg störf heilsuspillandi?

Tilbreytingarlaus og óspennandi störf geta leitt til viðvarandi hraðari hjartsláttar og þar með hjartaáfalla, að sögn breskra vísindamanna. Meira
20. júní 2005 | Daglegt líf | 99 orð | 1 mynd

Rúsínur ráðast á Karíus og Baktus

Rúsínur eru kannski sætar og klístraðar en í þeim eru efni sem geta hindrað vöxt baktería í munninum sem eru ábyrgar fyrir holum í tönnunum og tannholdssýkingum. Meira
20. júní 2005 | Daglegt líf | 269 orð | 1 mynd

Út að ganga með hundinn

Sandra Grétarsdóttir lögfræðingur og verslunarstjóri hjá Símanum í Kringlunni gerir ýmislegt til að halda sér í formi. Meira

Fastir þættir

20. júní 2005 | Árnað heilla | 16 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli. Í dag, 20. júní, verður 95 ára Jórunn Ragnheiður...

95 ÁRA afmæli. Í dag, 20. júní, verður 95 ára Jórunn Ragnheiður Brynjólfsdóttir, kaupmaður frá... Meira
20. júní 2005 | Fastir þættir | 269 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Draumalega. Norður &spade;10654 &heart;Á82 ⋄KG7 &klubs;D84 Suður &spade;ÁG873 &heart;104 ⋄1086 &klubs;Á75 Samningur: Þrír spaðar doblaðir. Austur er gjafari og opnar á einum tígli. Meira
20. júní 2005 | Í dag | 27 orð

Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið...

Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð. Hebr. 11, 3.) Meira
20. júní 2005 | Dagbók | 474 orð | 1 mynd

Sex gæsluleikvellir í Reykjavík

Margrét Vallý Jóhannsdóttir starfar á Menntasviði Reykjavíkur. Hún er leikskólakennari og hefur unnið sem slíkur og einnig sem leikskólastjóri. Meira
20. júní 2005 | Fastir þættir | 146 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Dd2 b5 8. 0-0-0 Rf6 9. Bf4 Db6 10. Rb3 Rg4 11. h3 Rge5 12. Kb1 d6 13. Be3 Db7 14. Ka1 Hb8 15. Rd4 Ra5 16. f4 Rec4 17. Bxc4 Rxc4 18. Dd3 Rxe3 19. Dxe3 Be7 20. g4 b4 21. Rce2 Db6 22. Meira
20. júní 2005 | Fastir þættir | 297 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Vinkona Víkverja sagði honum skrítna sögu. Hún skrapp fyrir skömmu í ljósmyndavöruverslun í Kringlunni sem selur m.a. myndaramma. Vinkonan fann fljótlega fínan ramma en hann átti að kosta 1.090 krónur. Meira

Íþróttir

20. júní 2005 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

* ANDY Johnson , framherji Crystal Palace , segir í viðtali við breska...

* ANDY Johnson , framherji Crystal Palace , segir í viðtali við breska blaðið News of the World að hann verði að leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ætli hann sér að vera í landsliðshóp Englendinga sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu 2006... Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 557 orð | 1 mynd

Campbell kom á óvart á Pinehurst

MICHAEL Campbell frá Nýja Sjálandi kom öllum á óvart í gær á Pinehurst-vellinum er hann sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en lokahringurinn var ótrúlegur þar sem Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen sem átti titil að verja lék afar illa á... Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 175 orð

Farsi í formúlunni

MICHAEL Schumacher á Ferrari ók fyrstur yfir marklínuna í formúlumótinu í Indianapolis í gær. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 467 orð | 2 myndir

FH ósigrað í 22 deildarleikjum í röð

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Íslandsmeistarar FH hafa nú spilað 22 leiki í röð án ósigurs í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Frá því FH-ingar töpuðu fyrir Fylki í 2. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Gul Rauð Stig FH 707 Fram 707 Fylkir 707 Grindavík 7111 Keflavík 7111...

Gul Rauð Stig FH 707 Fram 707 Fylkir 707 Grindavík 7111 Keflavík 7111 Valur 7111 KR 11011 Þróttur R. 8112 ÍA 12012 ÍBV 13221 * Gefið er eitt refsistig fyrir gult spjald og fjögur fyrir rautt... Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 253 orð

Hannes skoraði sigurmark Viking gegn Árna Gauti

TOPPSLAGUR norsku úrvalsdeildarinnar um helgina var viðureign Íslendingaliðanna Vålerenga og Viking en þau eru bæði í efri hluta deildarinnar. Árni Gautur Arason stóð á milli stanganna hjá Vålerenga en mátti sin lítils þegar Hannes Þ. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 197 orð

Heiðar Davíð varði ekki titilinn

HEIÐAR Davíð Bragason úr Kili Mosfellsbæ náði ekki að verja titilinn á Opna velska meistaramótinu í golfi en hann lék á 66 og 69 höggum í dag er leiknar voru 36 holur á lokadeginum. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Hér má sjá markskot liðanna, skot sem hitta á mark innan sviga og síðan...

Hér má sjá markskot liðanna, skot sem hitta á mark innan sviga og síðan mörk skoruð: Fylkir 88(38)10 Keflavík 75(42)10 FH 70(45)16 Fram 64(31)7 KR 63(31)5 Grindavík 62(39)7 Valur 50(30)15 Þróttur R. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Hvíta-Rússland - Ísland 31:34 Minsk; forkeppni Evrópumótsins í...

Hvíta-Rússland - Ísland 31:34 Minsk; forkeppni Evrópumótsins í handknattleik karla, síðari leikur, laugardaginn 18. júní 2005. Gangur leiksins : 0:2, 2:3, 4:3, 4:5, 7:6, 10:9, 12:11, 15:15, 17:18 , 17:19, 20:23, 21:25, 24:26, 24:28, 27:30, 29:33, 31:34... Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 734 orð | 1 mynd

Inter Turku - ÍA 0:0 Turku, Finnlandi, UEFA-Intertotokeppnin, 1. umferð...

Inter Turku - ÍA 0:0 Turku, Finnlandi, UEFA-Intertotokeppnin, 1. umferð, fyrri leikur, sunnudaginn 19. júní 2005. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 40 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarinn, 32-liða úrslit karla: Árskógsvöllur: Reynir Á. - Valur 18.15 Varmárv.: Afturelding - Víkingur R. 19.15 Stjörnuvöllur: Stjarnan - Grindavík 19.15 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Keflavík 19. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 325 orð | 1 mynd

* JÓHANN B. Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Örgryte 73...

* JÓHANN B. Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Örgryte 73. mínútu en náði ekki að láta að sér kveða. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 137 orð

KA-menn í Evrópukeppnina

KA-menn hafa ákveðið að taka þátt í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik og þar með verða þrjú íslensk karlalið og þrjú íslensk kvennalið með á Evrópumótunum næsta haust. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 410 orð

Kjalarmenn í þremur efstu sætunum

MAGNÚS Lárusson úr Kili, Mosfellsbæ, er í efsta sæti stigalistans á Toyota-mótaröðinni í golfi en hann sigraði á fyrsta stigamótinu. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Leikmenn: Auðun Helgason, FH 8 Guðmundur Benediktsson, Val 8 Guðmundur...

Leikmenn: Auðun Helgason, FH 8 Guðmundur Benediktsson, Val 8 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val 6 Matthías Guðmundsson, Val 6 Andri Fannar Ottósson, Fram 5 Atli Sveinn Þórarinsson, Val 5 Ágúst Gylfason, KR 5 Birkir... Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 120 orð

Lokeren með góða stöðu

ÍSLENDINGALIÐIÐ Lokeren er komið með annan fótinn í aðra umferð Intertoto-keppninnar eftir góðan sigur á Trans Narva frá Eistlandi, 2:0. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Opna bandaríska mótið Michael Campbell 280 (71-69-71-69) Tiger Woods 282...

Opna bandaríska mótið Michael Campbell 280 (71-69-71-69) Tiger Woods 282 (70-71-72-69) Sergio Garcia 285 (71-69-75-70) Tim Clark 285 (76-69-70-70) Mark Hensby 285 (71-68-72-74) Davis Love III 286 (77-70-70-69) Rocco Mediate 286 (67-74-74-71) Vijay Singh... Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 168 orð

Parma hélt sæti sínu í efstu deild

PARMA og Bologna mættust í síðari leik liðanna um sæti í ítölsku 1. deildinni á laugardag. Bologna vann fyrri leikinn 1:0 á útivelli og mætti því til leiks með góða stöðu en bæði lið voru þjálfaralaus sökum óláta í fyrri leiknum. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 146 orð

"Mjög sannfærandi sigur"

"ÞAÐ er mikill léttir að vera búinn með þetta verkefni og vera kominn með sæti í Evrópukeppninni í Sviss," sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, glaður í bragði eftir sigurinn á Hvít-Rússum í Minsk á laugardag. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

"Verður söknuður að Degi"

DAGUR Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, tilkynnti Viggó Sigurðssyni landsliðsþjálfara og leikmönnum landsliðsins, að hann hefði ákveðið að hætta að leika með íslenska landsliðinu í handknattleik. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

"Vorum að spila nokkuð vel"

"SVONA á heildina litið getum við verið þokkalega sáttir með þessi úrslit. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 428 orð | 1 mynd

* SAMKVÆMT fréttum Sky sports hefur Manchester United samið við...

* SAMKVÆMT fréttum Sky sports hefur Manchester United samið við miðvallarleikmann PSV Eindhoven , Ji-sung Park, til næstu fjögurra ára en félögin hafa ekki enn komist að samkomulagi um kaup og kjör. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 941 orð | 2 myndir

Sigur í einni grein í Tallinn

ÍSLENSKA karlalandsliðið í frjálsíþróttum hafnaði í sjöunda sæti af átta í A-riðli 2. deildar Evrópubikarkeppninnar í frjálsíþróttum sem fram fór í Tallinn í Eistlandi um helgina og lauk síðdegis í gær. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 475 orð | 1 mynd

Skylduverkefni lokið með sóma

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla lauk skylduverkefni sínu með sóma þegar það lagði Hvít-Rússa, 34:31, í Minsk á laugardag. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 183 orð | 1 mynd

Slakur lokahringur hjá Birgi í Frakklandi

BIRGIR Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG lék illa í gær á lokakeppnisdegi Aa Saint-Omer golfmótsins í Frakklandi sem var hluti af evrópsku mótaröðinni og endaði Íslandsmeistarinn í 49.-53. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 165 orð

Svíar í fyrsta sinn ekki með á EM

SÆNSKUR handknattleikur varð fyrir miklu áfalli í gær þegar ljóst varð að sænska karlalandsliðið yrði ekki með í Evrópukeppninni í Sviss í byrjun næsta árs. Verður þetta í fyrsta sinn sem Svíar verða ekki með í lokakeppni EM. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Tryggvi Guðmundsson, FH 7 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 5 Matthías...

Tryggvi Guðmundsson, FH 7 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 5 Matthías Guðmundsson, Val 4 Allan Borgvardt, FH 3 Andri Fannar Ottósson, Fram 3 Baldur Aðalsteinsson, Val 3 Hjörtur J. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 231 orð

Tveir "ásar" í röð

LÍKURNAR á því að tveir kylfingar í fjögurra manna ráshóp fari holu í höggi á sömu holunni eru 17 milljónir gegn einum samkvæmt bandaríska golftímaritinu GolfDigest en frænkurnar Ruthie MacDonald og Joanie Villecco afrekuðu það að slá báðar draumahöggið... Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 26 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Fjórði úrslitaleikur: Detroit - San Antonio 102:71...

Úrslitakeppni NBA Fjórði úrslitaleikur: Detroit - San Antonio 102:71 *Staðan er jöfn í leikjum talið, 2:2, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður... Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 1247 orð | 2 myndir

Vallarstjóri af "gamla" skólanum

ÞAÐ er óhætt að segja að golfvöllurinn í Kiðjabergi í Grímsnesi sé einstakur þar sem stórbrotið landslag er nýtt eins og best verður á kosið meðfram bökkum Hvítár. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

Valur (4) 6.123 Fylkir (4) 4.875 ÍA (4) 4.717 Keflavík (3) 4.713 KR (2)...

Valur (4) 6.123 Fylkir (4) 4.875 ÍA (4) 4.717 Keflavík (3) 4.713 KR (2) 4.390 FH (2) 3.166 Grindavík (3) 2.479 Fram (3) 2.244 Þróttur R. (3) 2.183 ÍBV (2) 1.025 Samtals 35.915. Meðaltal 1.197. * Fjöldi heimaleikja í... Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Van Persie í hálfs mánaðar varðhald

ROBIN van Persie, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal og hollenska landsliðsins, var fyrir helgi ákærður fyrir nauðgun. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 347 orð

Wie skákaði körlunum

MICHELLE Wie frá Bandaríkjunum varð á dögunum fyrst kvenna til þess að komast í gegnum úrtökumót fyrir Public Links-áhugamannamótið, en Wie varð önnur á mótinu, sem stóð yfir í tvo daga. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 83 orð

Zanolin í heimsókn

NAR Zanolin, framkvæmdastjóri FIBA- Europe - Körfuknattleikssambands Evrópu, er væntanlegur í heimsókn til Íslands um næstu helgi. Samhliða heimsókninni verður haldinn sérstakur fundur Norðurlandaþjóðanna með honum. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 437 orð | 1 mynd

Þvílíkir yfirburðir!

ÞÓTT ekki hafi litið vel út fyrir meistaralið Detroit Pistons eftir tvo tapleiki um þar síðustu helgi í San Antonio gegn Spurs í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta, var ávallt útlit fyrir að einvígið yrði jafnt og spennandi á endanum. Meira
20. júní 2005 | Íþróttir | 428 orð | 1 mynd

Þýskaland varði titilinn

HEIMSMEISTARAR Þjóðverja í knattspyrnu kvenna vörðu í gærdag Evrópumeistaratitil sinn en það var í fjórða skipti á fjórum árum sem liðinu hlotnast sá heiður. Meira

Fasteignablað

20. júní 2005 | Fasteignablað | 314 orð | 1 mynd

Ásbúð 20

Garðabær - Fasteignasalan DP fasteignir er nú með til sölu raðhús við Ásbúð 20 í Garðabæ. "Þetta er mjög fallegt og vel staðsett raðhús á tveimur hæðum, 166,3 ferm. að stærð, þar af 18,3 ferm. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 199 orð | 1 mynd

Ásgarður 2

Reykjanesbær - Hjá fasteignasölunni Ásberg í Reykjanesbæ er til sölu húseignin Ásgarður 2 þar í bæ. Húsið er 149,4 ferm. auk 30 ferm. bílskúrs. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 223 orð | 2 myndir

Dynskógar 26

Hveragerði - Fasteignasalan Byr í Hveragerði er nú með í einkasölu einbýlishús við Dynskóga 26 þar í bæ. Húsið er steinhús, 186 ferm. að stærð, þar af er bílskúr 69,4 ferm. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 89 orð | 1 mynd

Eigendaskipti á Strandgötu 26-28

Fasteignafélagið Tjarnarbyggð ehf. hefur nýlega gengið frá kaupum á húseignunum Strandgötu 26-28 í Hafnarfirði, sem áður fyrr hýstu Kaupfélag Hafnfirðinga, sem og lóðinni við hliðina þar sem áður stóð Hafnarfjarðarbíó. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Eldhúsið og skrefafjöldinn

ÞEGAR eldhúsið er skipulagt gildir sú þumalputtaregla að ekki þurfi færri en 10 skref til að ganga milli ísskáps, eldavélar, vasks og aftur að ísskáp og ekki fleiri en... Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 1018 orð | 4 myndir

Góð nýting einkennir sérhæðir og raðhús við Tröllateig

Við Tröllateig í Mosfellsbæ er Byggingarfélagið Gustur langt komið með að reisa fjögur raðhús og fjórar íbúðir í litlu fjölbýlishúsi. Áhersla er lögð á góða hönnun og góða nýtingu. Magnús Sigurðsson fór á vettvang. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 111 orð | 1 mynd

Heimaskrifstofur

KYNNUM okkur hvað Feng Shui fræðin segja um skrifstofur í heimahúsum: Heimaskrifstofuna má ekki staðsetja í svefnherberginu, þar á fólk að hvílast. Hafið allt í röð og reglu. Óreiða ofan á skápum getur komið í veg fyrir skýra hugsun. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 70 orð | 1 mynd

Hljóðeinangrun glers

Vilji fólk meiri hita- eða hljóðeinangrun en er í tvöfalda glerinu, sem er í húsum nú samkvæmt reglugerð, þá má benda á K-gler en það einangrar betur en tvöfalt gler sökum örþunnrar filmu sem er sett á innra glerið. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 106 orð | 1 mynd

Húsaleigubætur Heildargreiðslur sveitarfélaga vegna húsaleigubóta námu...

Húsaleigubætur Heildargreiðslur sveitarfélaga vegna húsaleigubóta námu tæpum einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári og hækkuðu um tæpar 200 millj. kr. á milli ára. 40% af upphæðinni eða tæpar 600 millj. kr. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 108 orð | 1 mynd

Hvenær má flagga?

FÁNASTÖNGUM fjölgar hratt og því er ekki úr vegi að rifja upp nokkrar fánareglur. Fánann má nota við öll tækifæri, opinber og þau sem tengjast einkalífi. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 96 orð | 2 myndir

Höll immamsins í Jemen

Þessi sérstæða bygging er höll síðasta immamsins í Jemen, en svo nefndust þjóðhöfðingjar þeir, sem ríktu þar í landi hér áður fyrr. Byggingin er reist ofan á kletti og er sjálf að minnsta kosti sex hæðir. Hún er frá 7.- 8. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 125 orð | 1 mynd

Kúluhús Buckminster

HÖNNUÐURINN og uppfinningamaðurinn Buckminster Fuller (1895-1983) var einn af frumlegustu hönnuðum síðustu aldar. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 59 orð | 1 mynd

Plexígler passar víða

Ef þið finnið engan veginn gluggatjöld sem heilla ykkur má benda á að sumir kaupa sér einfaldlega plexígler fyrir gluggana, það er hægt að fá í öllum litum og er sniðið inn í gluggann í þeirri hæð og breidd sem ykkur hentar. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 88 orð | 1 mynd

Punktar um pönnur

BEST er að eiga tvær pönnur, eina úr stáli og eina sem er laus við viðloðun. Stálpönnur þola allt. Þær eru fljótar að hitna og fljótar að kólna. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 314 orð | 2 myndir

Rauðagerði 8

Reykjavík - Fasteignasalan Fold er nú með í sölu um 164 ferm. sérhæð á tveimur pöllum auk 22 ferm. bílskúrs við Rauðagerði 8. "Þetta er glæsileg sérhæð með sérinngangi og í góðu húsi," segir Viðar Böðvarsson hjá Fold. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 351 orð | 2 myndir

Tjarnarstígur 22

Seltjarnarnes - Stór og falleg einbýlishús á Seltjarnarnesi vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Ásbyrgi er nú til sölu einbýlishúsið Tjarnarstígur 22. Þetta er steinhús, 308 ferm. að stærð, þar af er bílskúr 44 ferm. Meira
20. júní 2005 | Fasteignablað | 498 orð | 1 mynd

Vorið hefur nýtzt mjög vel til útimálningarvinnu

Flestir nota sumarið til viðhalds og viðgerða á húsum sínum og íbúðum og gott tíðarfar skiptir þar að sjálfsögðu miklu máli. Engin vinna er þó háðari þurru og góðu veðri en málningarvinna, þegar hús eru máluð að utan. Þannig er t.d. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.