HLÝTT hefur verið á Norðaustur- og Austurlandi síðustu daga. Í gær fór hitinn mest upp í 25 gráður á Miðfjarðarnesi. Á Hallormsstað og Egilsstöðum var hitinn litlu minni eða 24 gráður.
Meira
LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum handtók tvítugan mann með fíkniefni í fórum sínum við komu Herjólfs til Vestmannaeyja um helgina. Við leit í bifreið mannsins fundust fíkniefni með aðstoð fíkniefnaleitarhunds.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 398 orð
| 1 mynd
BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði sínum besta árangri á golfvellinum í gær þegar hann hafnaði í 5. sæti ásamt fjórum öðrum kylfingum á Open de Volcans-mótinu sem fram fór í Frakklandi, en mótið var hluti af Áskorendamótaröðinni.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 755 orð
| 1 mynd
BAUGUR mun hafa hægt um sig varðandi frekari stærri fjárfestingar á næstu mánuðum þar til nafn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra fyrirtækisins, hefur verið hreinsað. Þetta segir í grein Sunday Times í gær sem m.a.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 245 orð
| 1 mynd
KEPPNI á 36. Ólympíuleikunum í eðlisfræði er lokið og 350 ungmenni í Salamanca á Spáni varpa öndinni léttar. Leikunum lýkur formlega í dag, mánudag, með verðlaunaafhendingu við hátíðlega athöfn.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson í London david@mbl.is BRESKI innanríkisráðherrann, Charles Clarke, sagðist í gær bjartsýnn á að mennirnir sem ábyrgð bera á hryðjuverkunum í London sl. fimmtudag yrðu handsamaðir.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 174 orð
| 1 mynd
MARGRÉT K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, segist ekkert kippa sér upp við það þótt F-listinn hafi einvörðungu fengið 0,8% í nýlegri skoðanakönnun Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík.
Meira
TVÖ vopnuð rán voru framin í Reykjavík í gær. Hið fyrra átti sér stað í apótekinu í Austurveri. Tveir menn, vopnaðir skrúfjárni og sveðju, réðust inn og ógnuðu starfsfólki og höfðu eitthvað af lyfjum á brott með sér.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 302 orð
| 1 mynd
"ÞAÐ að leikmenn skuli geta tínt til einar 12 minjar sem ekki er minnst á í fornleifaskráningu, sem Fornleifavernd ríkisins telur sig geta byggt á, gefur til kynna að það þurfi aðeins að gaumgæfa þetta svæði betur," segir Ómar Smári...
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 437 orð
| 2 myndir
Laxamýri | Gamlir garðar og athyglisverðar tóftir frá fornum tíma var þema kvöldsins þegar Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun stóðu fyrir leiðangri út í Þingey í Skjálfandafljóti sl. fimmtudagskvöld.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 613 orð
| 2 myndir
Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is GLYMUR frá Innri-Skeljabrekku var sá hestur sem hvað mesta athygli vakti á nýafstöðu Fjórðungsmóti Vesturlands á Kaldármelum.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 67 orð
| 2 myndir
Íslenski safnadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Af því tilefni var fjölbreytt dagskrá á söfnum og setrum víða um land fyrir alla fjölskylduna.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir tveimur Litháum, sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla miklu magni af amfetamíni til landsins með Norrænu. Hæstiréttur stytti þó varðhaldstímann til 12. ágúst í stað 1.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra er kominn í opinbera heimsókn til Japans. Með honum í för eru Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, og ýmsir embættismenn og mun Halldór eiga fund í dag með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing Alþjóðasambands húmanista í tilefni hryðjuverkaárásarinnar í London fimmtudaginn 7. júlí., þar sem sambandið harmar dauða meira en 40 manns og slys á meira en 300 manns.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 205 orð
| 1 mynd
ÍSLANDSDEILD Explorers Club hefur verið stofnuð og sitja fimm manns í stjórn. Þau eru Haraldur Örn Ólafsson formaður, Rannveig Rist, Unnur Jökulsdóttir, Sturla Friðriksson og Ari Trausti Guðmundsson.
Meira
MANNBJÖRG varð í Skötufirði þegar skútu hvolfdi þar á laugardag. Það var laust fyrir klukkan hálfsjö á laugardagskvöld sem lögreglan á Ísafirði fékk tilkynningu frá Neyðarlínunni um að lítilli skútu hefði hvolft í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi.
Meira
ÍSLAND hefur sent inn útreikninga á útstreymi gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í gróðri á tímabilinu 1990-2003 til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 140 orð
| 1 mynd
SVEFNSKÁLINN við Landmannahelli stórskemmdist í eldi sem kom upp um miðjan dag á laugardag. Ferðamenn voru þá nýlega farnir úr skálanum þannig að hann var mannlaus.
Meira
11. júlí 2005
| Erlendar fréttir
| 291 orð
| 2 myndir
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur og Kristján Torfa Einarsson bab@mbl.is | kte@mbl.is INGIBJÖRG Þórarinsdóttir er búsett í bænum Mobile í Alabama, skammt frá þar sem fellibylurinn Dennis kom að landi í gærkvöldi.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ætlar að láta skoða hvort tilefni sé til að breyta hlutafélagalögum í þá veru að upplýsingar um eigendur hlutafélaga verði aðgengilegri en nú er.
Meira
RÚTA var hætt komin á Steingrímsfjarðarheiði í gær þegar vegkantur gaf sig. Rútan fór ekki alveg út af veginum heldur vó salt á vegbrúninni og sat þar föst.
Meira
Á AÐALFUNDI Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður á laugardag var samþykkt ályktun þar sem skorað er á fulltrúa Framsóknarflokksins í viðræðunefnd um framtíð R-listans að hvika hvergi frá þeim kröfum sem settar hafa verið fram af þeirra hálfu.
Meira
UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur á milli Landmælinga Íslands og Námsgagnastofnunar um að Landmælingar leggi Námsgagnastofnun til kortagögn vegna þróunar kortavefsjár um Ísland. Vefsjáin, sem unnin verður af margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín...
Meira
RÚSSNESKU herskipin Levtsjenkó aðmíráll, sem er stórt kafbátavarnaskip, og olíubirgðaskipið Vjazma komu til Reykjavíkur í gær í vináttuheimsókn. Af því tilefni var tuttugu og einu fallbyssuskoti hleypt af í virðingarskyni við Ísland.
Meira
TVÆR líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á Akranesi um helgina og áttu þær sér stað á skemmudansleik sem var haldinn í tilefni af Írskum dögum. Ekki liggur fyrir kæra í málunum. Að sögn lögreglu fóru hátíðarhöldin annars mjög vel...
Meira
ALÞJÓÐLEGI skákmeistarinn Stefán Kristjánsson sigraði þýska FIDE-meistarann Gerd Lorscheid í 8. umferð First Saturdays-mótsins í Búdapest í Ungverjalandi í gær. Stefán er nú í 2.-5. sæti með 4,5 vinning í sjö skákum.
Meira
Lúxemborg. AFP. | Íbúar Lúxemborgar samþykktu í gær í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins (ESB). 56,5% þátttakenda voru hlynnt sáttmálanum en 43,5% andvíg.
Meira
LIONSKLÚBBURINN Freyr í Grafarvogi afhenti nýlega SOS-barnaþorpunum 100.000 kr. til hjálparstarfa í Afríku. Ulla Magnusson, formaður SOS-barnaþorpanna á Íslandi, veitti gjöfinni viðtöku. Myndin er tekin við það tækifæri en auk Ullu eru á myndinni fv.
Meira
TÍU ár eru í dag liðin frá fjöldamorðunum í Srebrenica, þar sem serbneskar hersveitir myrtu átta þúsund múslímska karlmenn og drengi. Fjöldamorðin eru þau mestu sem framin hafa verið í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 422 orð
| 1 mynd
HJÖRLEIFUR Guttormsson hefur gert athugasemdir í 18 liðum við drög Alcoa að matsáætlun, sem er fyrsta skref að nýju umhverfismati um álverið í Reyðarfirði. Segir Hjörleifur að í drögunum komi m.a.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 627 orð
| 2 myndir
SIGFÚS R. Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu, segist ekki hafa setið stofnfund hlutafélagsins Klukkubúðanna 4. desember árið 1998, líkt og segir í stofnfundargerð félagsins.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 632 orð
| 2 myndir
Alvarleg gagnrýni kom fram á hluthafafundi FL Group frá Ingu Jónu Þórðardóttur á stjórnarhætti félagsins, en hún var ein þeirra sem hætti í stjórn. Jón Pétur Jónsson sat fundinn sem var stuttur og fámennur.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 1200 orð
| 1 mynd
Ástand mannréttindamála á Íslandi er almennt mjög gott en vaxandi tilhneiging er til að öryggismál séu framar í forgangsröðinni. Engin opinber mannréttindastofnun er til. Jafnréttislöggjöfin er falleg en bitlaus.
Meira
11. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 659 orð
| 1 mynd
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is "ÞAÐ hefur orðið mikil þróun í gjörgæslulækningum á tiltölulega skömmum tíma," segir Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, gjörgæslulæknir á LSH.
Meira
Ríkissjónvarpið sýndi athyglisverða sjónvarpsmynd á laugardagskvöldið, sem augljóslega var gerð til þess að hafa áhrif á almenningsálitið í Bretlandi í aðdraganda að hinum svonefnda G-8-fundi, sem þar var haldinn fyrir nokkrum dögum.
Meira
Fyrir tíu árum féll Srebrenica, einn af nokkrum griðastöðum Sameinuðu þjóðanna sem átökin í Bosníu áttu ekki að ná til. Næstu fimm daga var framinn versti stríðsglæpur í Evrópu eftir lok seinni heimsstyrjaldar.
Meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, skrifar um viðskipti á Íslandi og í útlöndum á heimasíðu sinni núna um helgina og segir m.a.: Allir eru sýknir þar til sekt er sönnuð. Það gildir um Baugsmenn eins og aðra.
Meira
PÓLSKI leikstjórinn Krzysztof Krauze heldur hér hátt á loft Kristalhnettinum, verðlaunum sem hann fékk á laugardaginn fyrir bestu kvikmyndina á Karlovy Vary, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni.
Meira
Raunveruleikaþættirnir The Contender eru úr smiðju Marks Burnetts og eru svipað uppsettir og Survivor. Þarna er leitað að næstu hnefaleikastjörnu og taka sextán hnefaleikakappar þátt í samkeppni um hver er efnilegastur.
Meira
THE Biggest Loser á Skjá einum eru stórskemmtilegir þættir fyrir þá sem hafa gaman af hinum svokölluðu raunveruleikaþáttum. Ég sit límd yfir þeim; undrandi, glöð og hneyksluð, allt í senn.
Meira
ARGENTÍNSKA skáldið Juan Gelman tók á dögunum við Pablo Neruda-bókmenntaverðlaununum úr hendi Ricardo Lagos, forseta Chile, í La Moneda-forsetahöllinni í Santiago.
Meira
BRESKIR ferðamálaþættir þar sem farið er um Himalajafjöll með leikaranum Michael Palin sem margir kannast við úr Monty Python. Þátturinn er sýndur í Sjónvarpinu kl. 20.15 og er sá næstsíðasti í...
Meira
HLJÓMSVEITIN Hölt hóra hélt útgáfutónleika á Grand Rokki á föstudaginn en ofurtilraunafúnksveitin Nortón sá um að hita upp mannskapinn og koma öllum í gír.
Meira
ÞÝSKA leik- og söngkonan Andrea Jonasson tekur hér við árnaðaróskum áheyrenda eftir tónleika hennar og tríósins Jess-Trio-Wien á Spoleto-hátíðinni á Ítalíu um helgina.
Meira
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is On the Way to Heaven er titill íslenska leikverksins sem Light Nights frumsýnir í Iðnó í kvöld kl. 20.30. Leikritið er byggt á þjóðsögunni um Sálina hans Jóns míns og Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson.
Meira
ÞAÐ hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að hingað til lands er væntanleg rokkgyðjan Patti Smith. Tónleikarnir verða haldnir 6. september í Nasa og kemur Patti fram ásamt hljómsveit. Nú hefur verið ákveðið að hefja miðasölu næsta fimmtudag, 14.
Meira
ELÍSABET II Englandsdrottning afhjúpar hér minnisvarða um konur í heimsstyrjöldinni síðari í Whitehall í Lundúnum um helgina. Minnisvarðinn, sem er 22 feta bronsskúlptúr, lýsir einkennisklæðum og vinnugöllum sem konur klæddust í stríðinu.
Meira
EVRÓVISJÓNLAGIÐ "Nína", í flutningi þeirra Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar, þótti besta framlag Íslands í Evróvisjón-söngvakeppninni frá upphafi í óformlegri könnun sem staðið hefur yfir á vef Morgunblaðsins, mbl.
Meira
Á föstudaginn opnaði tímaritið Reykjavík Grapevine listsýninguna "Myndasögur í sprengjubyrgi" í Galleríi Humar eða frægð! á Laugavegi 59. Sýningin er í samstarfi við GISP!-hópinn og JPV-útgáfu og mun hún standa í tvo mánuði.
Meira
Tónsmíðar eftir Jórunni Viðar í flutningi Ásgerðar Júníusdóttur, Hljómeykis og nokkurra hljóðfæraleikara. Stjórnandi var Árni Harðarson. Laugardagur 9. júlí.
Meira
Hjörtur Leonard Jónsson fjallar um tekjur ríkissjóðs og kostnað akstursíþróttamanna vegna akstursíþrótta: "...má leiða hugann að því hvort ekki væri rétt að endurgreiða keppnishaldaranum í þessum keppnisgreinum áætlaða þá upphæð er keppendur greiða af hverjum bensínlítra..."
Meira
Eygló Jónsdóttir fjallar um borgaralega óhlýðni: "Þar kemur skýrt fram hvernig þeir notuðu hugmyndir Thoreau um borgaralega óhlýðni með baráttu án ofbeldis til að sigrast á því óréttlæti sem þeir stóðu frammi fyrir."
Meira
Frá Þóri N. Kjartanssyni framkvæmdastjóra: "ENN EINU sinni hafa Íslendingar sannað að þeir eru snjallastir allra þjóðflokka. Við erum í rauninni búnir að finna upp eilífðarvélina. Það er nefnilega upp komið að við getum lifað eins og kóngar á Íslandi á eintómum draumum og væntingum."
Meira
Margrét S. Björnsdóttir fjallar um embættisveitingar: "Menntamálaráðherra hefur gullið tækifæri til að sýna að hún sé stjórnmálamaður nýrra tíma sem sendir ungu fólki þau skilaboð, að menntun, reynsla og hæfileikar ráði starfsframa hjá opinberum stofnunum, ekki flokkspólitísk tengsl."
Meira
Ómar Torfason fjallar um trúmál: "Annaðhvort er að fyrirmæli Gamla testamentisins gilda að grunnhugtaki enn í dag eða að þau eru fallin úr gildi..."
Meira
Páll Bergþórsson fjallar um hrygningarstofn fisks og útreikninga mælinga: "Þess má geta að fylgnin sem 8-14 ára og yngri þorskur sýnir er jákvæð vegna gömlu árganganna sem eru teknir með, annars væri sú fylgni lengst af neikvæð eins og í fyrri töflunni."
Meira
Bjarni Jónsson fjallar um stóriðju á Íslandi: "Þeir, sem hatrammast berjast gegn stóriðju á Íslandi undir merkjum umhverfisverndar, eru í hlutverki vindmylluriddarans Don Kíkóta."
Meira
Keflavíkurflugvöllur MANNVIRKJASVEITIR bandaríska landhersins hófu flugvallargerð á Suðurnesjum haustið 1941, voru þarna gerðir tveir flugvellir, sá fyrri (Patterson) var tekinn í notkun sumarið 1942 og sá seinni (Meeks) ári síðar.
Meira
Frá Jóhannesi Gíslasyni: "ÉG VAR staddur á Akureyri í gær, 4. júlí 2005, og það sem ég sá vakti mig til umhugsunar um ástæðuna fyrir umferðarslysum og óhöppum í umferðinni. Fyrst sá ég bifreið með merki á þaki og annað merki aftan á bifreiðinni."
Meira
Frá Einari S. Hálfdánarsyni: "Í VIÐTALI í sjónvarpinu í dag eftir árás hryðjuverkamanna í London var viðtal við Össur Skarphéðinsson. Á orðum hans mátti skilja að hryðjuverkastarfsemi væri afleiðing stríðsins í Írak og Afganistan; svo er ekki."
Meira
Minningargreinar
11. júlí 2005
| Minningargreinar
| 1361 orð
| 1 mynd
Lilja Eiðsdóttir fæddist að Klungurbrekku í á Skógarströnd 9. ágúst 1913. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurrós Jóhannesdóttir, f. 23.6. 1886, að Garðabrekku í Staðarsveit, d. 2.4.
MeiraKaupa minningabók
Niels Jacob Hansen fæddist í Reykjavík 13. desember 1937. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi 1. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 7. júlí.
MeiraKaupa minningabók
11. júlí 2005
| Minningargreinar
| 3997 orð
| 1 mynd
Sigurjón Björnsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma í Kópavogi, fæddist á Hryggjum í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu 9. júní 1908. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 29. júní síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
11. júlí 2005
| Minningargreinar
| 1151 orð
| 1 mynd
Skúli Garðarsson fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1955. Hann lést 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Garðar Hafstein Svavarsson, f. 29.6. 1935, d. 7.11. 1997, og Þórdís Guðnadóttir, f. 3.4. 1929, d. 18.2. 1995, og fósturfaðir Haukur Otterstedt,...
MeiraKaupa minningabók
11. júlí 2005
| Minningargreinar
| 1275 orð
| 1 mynd
Sveinn Ómar Elíasson fæddist í Reykjavík 27. maí 1955. Hann andaðist á heimili sínu, að Miðtúni 48, 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar Sveins voru Elías Kristjánsson, f. 14. mars 1934, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
LANDSTEINAR Strengur hefur fengið hin eftirsóttu verðlaun "Global ISV Partner of the Year" frá Microsoft Business Solution en þau voru veitt á árlegri ráðstefnu Microsoft með samstarfsaðilum sínum hvaðanæva að úr heiminum.
Meira
SAMSTARF Kauphallar Íslands og Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur verið endurskoðað í kjölfar breytinga á verðbréfaviðskiptalögum sem tóku gildi 1. júlí sl.
Meira
Nú geta þeir sem þurfa að styrkja hláturtaugarnar hlakkað til því nú hefur ferðaskrifstofan Ocean Village skipulagt skemmtisiglingu fyrir áhugasama á fínu skemmtiferðaskipi um Miðjarðarhafið.
Meira
Fæðuofnæmi er nokkuð algengt meðal fólks. Hnetur eru meðal þeirrar fæðu sem getur valdið sterkum ofnæmisviðbrögðum og þarf fólk sem er haldið slíku ofnæmi að gæta þess vel hvað það setur ofan í sig.
Meira
Þunglyndi, kvíðaköst, svefntruflanir, magaverkur og bakverkur eru meðal þeirra meina sem ráða má bót á með því að þrýsta á rétta punkta á líkamanum. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Birgittu Jónsdóttur Klasen út í meðferðina.
Meira
* Ekki er gefið blóð við fyrstu heimsókn í Blóðbankann, einungis tekin blóðsýni. * Blóðgjöf tekur um 5-8 mínútur en heimsóknin í heild um 30-40 mínútur. * Í hvert skipti eru teknir 450 millilítrar af blóði úr hverjum gjafa.
Meira
Inn í Blóðbankann vilja sumir ekki stíga fæti af ótta við sprautunálar og eldrautt blóð. En Blóðbankinn er lífsnauðsynlegur og fyrir tilstilli hans bjargast ófá mannslíf á ári hverju.
Meira
Brúðkaup | Gefin voru saman 18. júní sl. í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni þau Katrín S. Einarsdóttir og Haukur Garðarsson . Þau eru til heimilis í...
Meira
Sigrún Ragnheiður Ragnarsdóttir er framkvæmdastjóri Sögusetursins á Hvolsvelli. Hún er fædd í Hafnarfirði árið 1955 og hefur lengst af starfað sem framhaldsskólakennari.
Meira
Víkverji tók um daginn þátt í samræðum með nokkrum konum þar sem umræðuefnið var orðanotkun fólks þegar það talar um lífsförunauta sína eða annarra.
Meira
Þá birtist honum engill af himni, sem styrkti hann. Og hann komst í dauðans angist og baðst enn ákafar fyrir, en sveiti hans varð eins og blóðdropar, er féllu á jörðina. (Lúk. 22, 43.-44.)
Meira
Juan Pablo Montoya, sem ekur fyrir McLaren-Mercedes, vann í gær Bretlandskappaksturinn á Silverstone-brautinni í Englandi og hrósaði þar með fyrsta sigri sínum í ár.
Meira
Andri Steinn Birgisson, sem í vikunni sem leið yfirgaf herbúðir úrvalsdeildarliðs Framara, hefur ákveðið að ganga til liðs við 1. deildarlið Víkings.
Meira
* ÁSTHILDUR Helgadóttir og stöllur hennar í Malmö lögðu Djurgården að velli, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Markið skoraði Engwall á 68. mínútu. Ásthildur lék í framlínunni en var skipt út af á 89. mínútu.
Meira
Eyjamenn náðu sér í mikilvæg stig í gærkvöldi þegar þeir unnu Fram 2-0 við afar slæmar aðstæður í Eyjum. Austan rok og rigning var allan leikinn, vindurinn stóð á annað markið og hafði mikil áhrif á gang leiksins.
Meira
GOLF ÁSKORENDAMÓTARÖÐIN Open des Volcans í Frakklandi: Ilya Goroneskoul, Frakklandi 271 Andrew Butterfield, Englandi 273 Ariel Canete, Argentínu 273 Nicolas Joakimedes, Frakkl. 273 Ross Fisher, Englandi 277 Birgir L.
Meira
GRÉTAR Rafn Steinsson skoraði fyrra mark Young Boys þegar liðið sigraði Íslendingaliðið Lokeren, 2:1, í síðari leik liðanna í 2. umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu en leikurinn fór fram á heimavelli Young Boys í gær.
Meira
ÍBV 2:0 Fram Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 10. umferð Hásteinsvöllur Sunnudaginn 10. júlí 2005 Aðstæður: Austan rok og rigning, hiti um 8 gráður. Völlurinn blautur en góður. Áhorfendur: 475.
Meira
LEIKUR Þórs og Víkings frá Ólafsvík á Akureyri á laugardaginn hafði mikla þýðingu fyrir bæði lið. Þau voru jöfn að stigum fyrir leikinn og sigur gat fleytt öðru hvoru þeirra upp í toppbaráttuna.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, náði sínum besta árangri frá upphafi þegar hann endaði í 5.-9. sæti á Open de Volcans-mótinu í Frakklandi sem er í Áskorendamótaröðinni.
Meira
*RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Evrópumeistara Liverpool , er sagður hafa mikinn áhuga á að fá Frakkann Williams Gallas hjá Chelsea í sínar raðir.
Meira
FRAMTÍÐIN er björt í íslensku íþróttalífi ef miðað er við þá baráttu og dugnað sem einkenndi ungu knattspyrnumennina sem tóku þátt í Skagamótinu sem lauk síðdegis í gær.
Meira
KR og Fylkir eigast við í Landsbankadeildinni í knattspyrnu á KR-vellinum kvöld og eins og jafnan áður ríkir töluverð spenna fyrir rimmu Reykjavíkurliðanna sem hafa átt misjöfnu gengi að fagna í sumar. Fylkismenn eiga harma að hefna frá því í 1.
Meira
ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem er á mála hjá Stoke City, fær ef að líkum lætur fleiri tækifæri hjá liðinu á komandi leiktíð en í fyrra nú þegar Hollendingurinn Johan Boskamp er tekinn við stjórn liðsins af Englendingnum Tony Pulis.
Meira
Reykjavík - Húsavík fasteignasala er nú með í sölu einbýlishús á þremur hæðum með aukaíbúð við Ásvallagötu 52 í Reykjavík. Þetta er timburhús, skráð 217,7 ferm., þar af er bílskúr 26,3 ferm. en hann er úr holsteini. Í reynd er húsið um 254 ferm.
Meira
Þar sem baunatré þola ekki frost er handhægt að hafa þau í potti sem svo er kippt inn í gróðurhús eða álíka geymslu þar sem þau liggja í dvala yfir...
Meira
Hafnarfjörður - Fasteignasalan Hraunhamar er nú með í sölu sérhæð við Breiðvang 40, sem er 137,7 ferm. og með 32,4 ferm. bílskúr, samtals 170,1 ferm.
Meira
Reykjavík - Hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu 79,4 ferm. íbúð á 3ju og efstu hæð í Efstalandi 20. "Þetta er sérlega glæsileg og mikið endurnýjuð íbúð, sem breytt hefur verið úr 4ra herb. í 2ja herb.
Meira
Á miklum útsýnisstað í Kórahverfi í Kópavogi er að rísa fjórtán hæða fjölbýlishús auk kjallara. Magnús Sigurðsson kynnti sér íbúðirnar, sem eru með stórum glerflötum í útsýnisáttum.
Meira
Það tekur ár ef ekki aldir að breyta hugsunarhætti þjóða. Það er ekki einu sinni heil öld síðan Íslendingar bjuggu flestir í mjög lélegu húsnæði.
Meira
Félagslegt leiguhúsnæði Alls bárust á níunda hundrað umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði til Félagsþjónustu Reykjavíkur á síðasta ári, en úthlutanir voru um 200.
Meira
Fjölbýlishúsavæðingin, ef svo má að orði komast, hófst ekki fyrir alvöru hér á landi fyrr en komið var fram yfir miðja síðustu öld en á síðustu árum hefur hlutfall íbúða í nýjum fjölbýlishúsum með fleiri en sex íbúðum verið yfir 57%.
Meira
Kirkjugarðurinn í Fossvogi, Fossvogskirkjugarður, var tekinn í notkun árið 1932. Ýmsar byggingar tilheyra garðinum, t.d. Fossvogskirkja, sem Sigurður Guðmundsson arkitekt teiknaði. Hún var vígð...
Meira
Þvottur á prjónaflíkum * Eftir þvott á prjónaflíkum úr mohair eða lopa, vill ullin oft bælast niður. Ef maður lætur hárþurrkublása á þær frá röngunni fá þær sína upphaflegu loðnu áferð.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Klettur er nú með í einkasölu einbýlishús við Keilufell 4. Þetta er timburhús á þremur hæðum með aukaíbúð á jarðhæð með sérinngangi. Alls er húsið 253,4 ferm., þar af er bílskúr 28,8 ferm.
Meira
Biskupstungur - Jörðin Kjóastaðir 2b í Bláskógabyggð er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni og fasteign.is. "Þetta er óvenjulega glæsilega jörð í Biskupstungunum," segir Magnús Leóoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni.
Meira
Undanfarið hafa Húseigendafélaginu borist fjölmargar fyrirspurnir vegna vanskila leigjenda á húsaleigu og til hvaða aðgerða leigusalar geti gripið við slíkar aðstæður.
Meira
Miklatún eða Klambratún er yngsti almenningsgarðurinn sem tekinn verður fyrir í þessum greinaflokki. Garðurinn afmarkast af umferðargötum á allar hliðar. Svæðið er nokkurn veginn ferhyrnt og um 10 ha að stærð.
Meira
Skilmannahreppur - Hjá Fasteignamiðlun Vesturlands er nú til sölu húseignin Ós II í Skilmannahreppi. Þetta er einbýlishús ásamt bílskúr og stendur í um 5 mín. akstursfjarlægð frá Akranesi. Húsið er steinhús, einingahús frá Loftorku og 176,8 ferm.
Meira
PÓSTHÚSIÐ var reist á árunum 1914-1915. Rögnvaldur Ólafsson teiknaði það. Þar var aðalpósthús Reykjavíkur allt til ársins 1984 þegar Póstmiðstöðin við Ármúla var...
Meira
Fyrrum ábúendur Stafholtseyjar í Bæjarsveit í Borgarfirði, hjónin Sigurður Sigfússon og Sigríður Pálsdóttir Blöndal, hafa hreiðrað um sig í ellinni í nýinnfluttu einbýlishúsi úr timbureiningum frá Svíþjóð og látið sonum sínum eftir gamla bæinn og...
Meira
Ýmsir eiga sér þann draum að skrifa spennusögu og þar á meðal ég. Ég er að vísu ekki byrjuð á skrifunum, en titillinn er fundinn. Ég sé fyrir mér auglýsingarnar: Bók mánaðarins - Gullregn.
Meira
Hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að fylgjast vel með vinnu við staðla og útgáfu staðla á sínu sviði. Dr. Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri BSTR, fjallar hér um íslensku sérákvæðin við danska staðalinn um útreikning á varmatapi húsa.
Meira
Kínverska ríkisstjórnin hefur lagt sérstaka skatta og höft á fasteignaviðskipti og virðist þetta vera áhrifamesta tilraun stjórnvalda til þessa til að koma í veg fyrir að svokallaðar "fasteignabólur" nái að festa rætur í stærstu borgum í Kína.
Meira
Sigvaldi Thordarson hannaði húsin í Ölfusborgum fyrir Trésmiðafélag Reykjavíkur og fyrstu gestirnir komu þangað 17. júlí 1965. Seinna var dóttir hans, Albína Thordarson, fengin til að teikna viðbyggingu og breytingar á...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.