Bagdad. AP.| Tæplega 1.600 óbreyttir borgarar týndu lífi í árásum og bardögum í Írak á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í tölum sem íraska ríkisstjórnin birti í gær.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SÚ ÁKVÖRÐUN umhverfisráðherra í lok júní að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar frá 11. nóvember 2004 um umhverfismat Gjábakkavegar hefur vakið hörð viðbrögð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.
Meira
Davíð Hjálmar Haraldsson tók þátt í alþjóðlega vináttuhlaupinu og bar helst til tíðinda að kýrnar á Moldhaugum hlupu fram úr honum. Hann yrkir: Röskur hljóp ég fyrir frið fram hjá grænum túnum þótt aldrei hefði alveg við íturvöxnum kúnum.
Meira
Allt á afturlöppunum | Ýmis vandræði hafa komið upp við byggingu íþróttahússins á Suðureyri sem þó er langt komin. Húsið verður tekið í notkun í haust, nokkru seinna en áætlað var.
Meira
AÐ vekja og efla anda, skilning og traust meðal þjóða er fyrsta markmið Lionshreyfingarinnar og í anda þessara orða heldur hreyfingin árlega unglingabúðir um allan heim.
Meira
Hafnarfjörður | Tómstund, tómstundastarf fyrir 6. og 7. bekk á vegum Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar (ÍTH), stóð á dögunum fyrir risa-lúdómóti við Öldutúnsskóla.
Meira
Bryggjuhátíð á Drangsnesi | Bryggjuhátíð verður haldin á Drangsnesi næstkomandi laugardag. Fram kemur á strandir.is að undirbúningur sé á fullu og fólk mæti á hverju kvöldi til að koma öllu í lag fyrir hátíðina. Öll þessi vinna er sjálfboðavinna.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 339 orð
| 1 mynd
BRÆÐURNIR Hörður, Halldór og Guttormur Þormar, og frændi þeirra, Guttormur í Geitagerði í Fljótsdal, komu ásamt fylgdarmönnum færandi hendi í Laufás, sem Minjasafnið á Akureyri rekur.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 305 orð
| 1 mynd
Eftir Ásgrím Inga Arngrímsson Lindarbakki | Elísabet Sveinsdóttir verður 76 ára í sumar og hefur búið í torfbænum Lindarbakka á Borgarfirði eystra öll sumur frá árinu 1979 þegar hún keypti húsið ásamt manni sínum Skúla Ingvarssyni, sem nú er fallinn...
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 286 orð
| 1 mynd
*INGÓLFUR Arnarson varði doktorsritgerðina sína við félags- og markaðsdeild Sjávarútvegsháskólans/Háskólans í Tromsö hinn 17. júní 2005. Heiti ritgerðarinnar var "Gildi tímans í hagferlum".
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 769 orð
| 1 mynd
Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is 1.800 sæta salur fyrir tónleikaþyrsta Íslendinga Tónleikasalurinn í Luzern er svipaður þeim sem áformaður er í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík. Þar eru 1.840 sæti, aðeins meira en gert er ráð fyrir í TRH.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 218 orð
| 1 mynd
"NIÐURSTAÐAN var sú að þetta gekk ekki nógu vel og var ekki hagkvæmt með þessa öflugu vél," sagði Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, í gær um þá ákvörðun að snúa einum af þremur risaborum við, en þessari borvél var ætlað að bora...
Meira
Canaveralhöfða í Flórída. AP. | Enn hefur ekki tekist að finna orsök tæknilegrar bilunar sem olli því að fresta varð geimskoti Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, á miðvikudag.
Meira
Eftir Árna Helgason og Önnu Pálu Sverrisdóttur "MENN eru ekki sáttir og finnst ekki hafa verið haft nóg samráð," segir Valdimar Jónsson, fulltrúi starfsmanna hjá Strætó bs., um nýtt leiðakerfi sem tekið verður í notkun 23. júlí nk.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 253 orð
| 1 mynd
Borgarfirði eystra | Steinunn Káradóttir er á fimmtánda ári og rær með föður sínum, Kára Borgari Ásgrímssyni, á línu frá Borgarfirði eystra þetta sumarið. Hún var á tólfta ári þegar hún fór í fyrsta róðurinn með pabba sínum og því þaulvön sjóferðum.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 103 orð
| 1 mynd
Grenivík | Íbúar í Grýtubakkahreppi geta nú farið að busla í sundlauginni sinni á nýjan leik en hún verður opnuð í dag, föstudag, eftir heilmiklar framkvæmdir síðastliðna mánuði.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 865 orð
| 3 myndir
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Nýtt leiðakerfi Strætó bs. verður tekið í notkun laugardaginn 23. júlí, eftir rétt rúma viku. Strætó bs.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 252 orð
| 1 mynd
Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson fékk um hálftíma áheyrn hjá Akihito Japanskeisara í gærmorgun og færði hann keisaranum meðal annars myndskreytta útgáfu af Snorra-Eddu.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 446 orð
| 1 mynd
Eftir Jón Sigurðsson Vatnsdalur | "Það var um miðjan september í fyrra, nánar tiltekið á dögunum strax eftir réttir, sem fyrsta grunnmynd var dregin upp af þessari gistibyggingu," sagði Jón bóndi Gíslason, á Hofi í Vatnsdal í...
Meira
ÞÚSUNDIR Íslendinga keppa nú í meistaramótum í golfi sem standa nú yfir hjá mörgum golfklúbbum um land allt. Á Íslandi eru 58 klúbbar og hefur keppnin staðið yfir alla vikuna.
Meira
Gönguleiðir við Vík | Unnið er að merkingu fjögurra gönguleiða í nágrenni Víkur og aðstoðar átján manna hópur veraldarvina frá nokkrum löndum við það verk.
Meira
Hafnardagur á Króknum | Hinn árlegi Hafnardagur verður haldinn á Sauðárkróki næstkomandi laugardag. Að venju verður mikið húllumhæ, að því er fram kemur á skagafjordur.com.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 140 orð
| 1 mynd
HLYNUR Sigtryggsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, lést í gær á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík, 83 ára að aldri. Hlynur fæddist 5. nóvember 1921 á Núpi í Dýrafirði.
Meira
ÞRETTÁN manna hópur frá flugklúbbi Hróarskeldu í Danmörku heimsækir Ísland núna um helgina. Hópurinn leigir fjórar Cessnur 172 frá Flugskóla Íslands og fer hringflug um landið á þremur dögum. Tómas Guðmundsson er búsettur í Danmörku og fer fyrir hópnum.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 158 orð
| 1 mynd
ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að hundurinn Púki hafi verið hundblautur þegar hann varð á vegi ljósmyndara og blaðamanns á Skansinum í Vestmannaeyjum á dögunum, enda finnst honum fátt skemmtilegra en að elta bolta út í sjó og synda með þá að landi, og hrista...
Meira
Hvar eru tillögurnar? | Stjórn Samfylkingarinnar á Akureyri samþykkti ályktun á fundi sínum nýlega, þar sem lýst er yfir vonbrigðum með að tillögur úr hugmyndasamkeppninni "Akureyri í öndvegi " séu hvergi aðgengilegar í bænum.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 155 orð
| 1 mynd
Það finnst sumum að maður sé hálf klikkaður, að klippa niður nýtt efni og sauma það saman aftur," segir Sigrún Ingólfsdóttir í Bútasaumsfélaginu Ræmunum í Hornafirði en nokkrar konur úr félaginu halda sýningu á verkum sínum í Pakkhúsinu á Höfn.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is KRÍUR svelta víða um land og virðist lítið um aðalfæðutegund þeirra, sandsíli, einkum norðan við land. Kríurnar í Grímsey deyja þó ekki ráðalausar og ráðast á ánamaðka hvar sem þeir finnast þegar betra býðst ekki.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 757 orð
| 2 myndir
"Grálúsugur lax er ennþá að hellast inn - það virðist ekkert lát á þessum góðu göngum," sagði Andrés Eyjólfsson leiðsögumaður við Þverá og Kjarrá í gær, en þá var hann staddur með veiðimönnum við Þverá og höfðu þeir náð þremur löxum úr sama...
Meira
Ekki vegna framúraksturs VEGNA fréttar af árekstri tveggja vöruflutningabíla í Húnaþingi í blaðinu á þriðjudag skal það leiðrétt að árekstur varð ekki við framúrakstur.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 1083 orð
| 1 mynd
Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, kallar eftir nýrri nálgun þegar rætt er um stöðu myndlistar og hlutverk listasafna Íslands og Reykjavíkur.
Meira
EGGERT Skúlason lætur engan venjulegan hjólatúr nægja sér heldur hefur hann undanfarnar þrjár vikur hjólað hringveginn til styrktar Hjartaheillum, landssamtökum hjartasjúklinga.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu og afstungu við nyrstu gömlu brúna yfir Elliðaárnar á þriðjudag milli kl. 14.30 og 15. Bakkað var framan á kyrrstæða rauða Toyota Corolla árgerð 1999.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is RÉTTARRANNSÓKN á dánarorsök Gísla Þorkelssonar, 54 ára Íslendings í Boksburg í Suður-Afríku, hefur leitt í ljós að hann var skotinn í höfuðið. Réttarrannsóknin fór fram í Jóhannesarborg í gær.
Meira
Blönduós | Hátíðin Matur og menning verður sett á Blönduósi í kvöld. Hópreið verður inn í bæinn og hátíðin sett á útipalli klukkan 19. Hátíðin stendur fram á sunnudag. Á föstudagskvöldið verða opnaðar tvær ljósmyndasýningar.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 113 orð
| 1 mynd
Það er ekki alltaf Blönduóslöggan sem stöðvar umferð í Húnavatnssýslum. Stundum grípa aðrir inn í þau mál, til að mynda hestamenn. Húnvetningar eru þekktir fyrir sína árvökulu lögreglu en Skagfirðingar eru þekktir fyrir hrossin sín og sönginn.
Meira
Milljónir Evrópubúa minntust í gærmorgun fórnarlamba hryðjuverkanna í London í liðinni viku með tveggja mínútna þögn. Hér sjást konur við Tavistock Square í London yfirgefa torgið en þar sprengdi einn hermdarverkamaðurinn sig í strætisvagni að morgni 7.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 100 orð
| 1 mynd
STARFSMENN sendiráðs Bretlands söfnuðust saman á skrifstofu Alp Mehmet sendiherra í gær kl. 11 og minntust þeirra sem létust í hryðjuverkunum í London sl. fimmtudag með tveggja mínútna þögn.
Meira
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að slík herskip eigi ekki erindi í Reykjavíkurhöfn.
Meira
Lítill hópur andstæðinga kommúnistastjórnar Fidels Castros á Kúbu safnaðist í gær saman í miðborg Havana með mótmælaspjöld og voru að sögn mannréttindafrömuðarins Elizardo Sanchez tíu handteknir. Sagði hann nokkra hafa slasast.
Meira
Nikulásarmótið | Hið árlega Nikulásarmót í knattspyrnu fer fram í Ólafsfirði um næstu helgi. Þar munu drengir og stúlkur á aldrinum 6-12 ára etja kappi á laugardag og sunnudag. Alls eru um 600 börn skráð til leiks, frá 15 félögum víðs vegar af landinu.
Meira
París. AFP. | Stjórnmálamenn og fréttamenn segja oft um hryðjuverkamenn, sem tilbúnir eru til að fórna lífi sínu fyrir einhvern málstað, að þar séu á ferð hálfbrjálaðir, örsnauðir og morðóðir öfgamenn og oftar en ekki félagslega einangraðir.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 218 orð
| 1 mynd
LEIFUR Leifsson fjallafari á hjólastól varð í gær fyrstur manna til að klífa Esjuna á hjólastól og komst á tindinn á aðeins 3 klukkustundum. Upphaflega var gert ráð fyrir 8 klst í ferðina en Leifur og félagar hans voru augljóslega langt undir því marki.
Meira
ÓLAFUR Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, kallar eftir nýrri nálgun þegar rætt er um stöðu myndlistar og hlutverk Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur.
Meira
RÍKISSTJÓRI Texas mun líklega taka ákvörðun á næstu vikum um það hvort Aron Pálmi Ágústsson, 22 ára Íslendingur sem fangelsaður var í Bandaríkjunum 14 ára gamall, fær að koma til Íslands. Á afmælisdegi hans í gær 14.
Meira
15. júlí 2005
| Erlendar fréttir
| 740 orð
| 2 myndir
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is FJÖLMIÐLAR í Bretlandi og víðar hafa undanfarna daga reynt að púsla saman mynd af mönnunum fjórum sem taldir eru hafa framið sjálfsmorðsárásir í London í liðinni viku.
Meira
Búðardalur | Unnið er að endurbótum á sláturhúsi Dalalambs ehf. í Búðardal og verður fé slátrað þar að nýju í haust. Dalalamb fékk ekki sláturleyfi síðastliðið haust vegna þess að húsið var ekki talið uppfylla kröfur reglugerðar.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 276 orð
| 6 myndir
SÓLIN sýndi sínar bestu hliðar í höfuðborginni sem og víðast hvar annars staðar á landinu í gær. Hún staldrar þó ekki lengi við í þetta sinn því spáð er skýjuðu og þungbúnu veðri í dag og um helgina víðast hvar.
Meira
ÁKVEÐIÐ var á fundi starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar með talsmönnum starfsmanna gæsluvalla og fulltrúum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í gær að boða alla starfsmenn gæsluvalla til fundar miðvikudaginn 20.
Meira
Safamýri | Hin árlega "Kjötkveðjuhátíð" borgarhluta 2 var haldin í Frístundamiðstöðinni Tónabæ á miðvikudag. Þar tóku þátt leikjanámskeið ÍTR frá Bústöðum, Laugarnesskóla, Langholtsskóla og Tónabæ.
Meira
Sumartónleikar | Þriðju tónleikar Sumartónleika í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 17. júlí kl. 17. Flytjendur að þessu sinni verða Hymnodia - Kammerkór Akureyrarkirkju og er stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson.
Meira
Þegar grannt er skoðað má greina kynjaverur og tröll í þessari loftmynd Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, sem hann tók í góðviðrinu í gær.
Meira
RÚMLEGA þrítugur karlmaður var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni tæplega 300 e-töflur og tæplega 800 grömm af hassi.
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 201 orð
| 1 mynd
BOBBY Fischer hefur verið boðinn samningur um skákeinvígi við ótilgreindan erlendan skákmann og mun hann hitta stuðningsmenn sína í dag til að ræða málin og taka ákvörðun um hvort samningnum verður tekið eða hafnað.
Meira
Útiskákmót | Skákfélag Akureyrar, í samvinnu við Hafnasamlag Norðurlands, stendur fyrir útiskákmóti á flötinni við Oddeyrarbryggju í dag og verður sest að tafli kl....
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 199 orð
| 1 mynd
Neskaupstaður | Töluverðar skemmdir urðu í íbúðum aldraðra í Neskaupstað aðfaranótt þriðjudags þegar vatnssía í vatnsinntaki hússins gaf sig og kalt vatn flæddi um öll gólf á neðstu hæð hússins.
Meira
Washington. AFP, AP. | Sendiherrann fyrrverandi, Joseph Wilson, sagði í gær að George W. Bush Bandaríkjaforseti yrði að reka Karl Rove, einn nánasta ráðgjafa sinn, þar sem hann hefði "misnotað vald sitt".
Meira
15. júlí 2005
| Innlendar fréttir
| 276 orð
| 1 mynd
Eftir Atla Vigfússon Reykjadalur | Ríflega þúsund gestir komu í nýju sundlaugina og heitu pottana á Laugum í Reykjadal um síðustu helgi, eftir vígsluathöfnina.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is GÍFURLEG öryggisgæsla var í París, höfuðborg Frakklands, í gær en þá héldu Frakkar upp á þjóðhátíðardag sinn, Bastilludaginn.
Meira
Persónuvernd sendi í fyrradag frá sér álit um umfjöllun fjölmiðla um einkamálefni og segir þar að tilefnið sé erindi og fjölmargar fyrirspurnir, sem borist hafi stofnuninni undanfarið vegna umfjöllunar og myndbirtinga í íslenskum fjölmiðlum.
Meira
Umræðan um hálendisvegi er þrálát og hugmyndir um þá bera lítilli framsýni vitni. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, ræðir hálendisvegi á vefsíðu sinni undir fyrirsögninni "Viljum við láta rukka okkur fyrir að keyra Kjöl?
Meira
KK og Magnús Eiríksson gera borgarbúum glaðan dag í dag, en þeir ætla að leika fyrir gesti og gangandi í garði verslunarinnar 12 Tóna á Skólavörðustíg kl. 17. Kaupmenn þar á bæ bæta um betur með léttum, grilluðum veitingum.
Meira
Frum hefur gefið út þrjár bækur eftir Val Vestan. Týndi hellirinn er fyrsta spennu- og skemmtisagan sem Valur Vestan sendi frá sér. Í bókinni segir frá Krumma, jarðfræðingi og grúskara og félaga hans Tóka.
Meira
Í GÆR voru tilkynntar tilnefningar til hinna árlegu Emmy-verðlauna, verðlauna fyrir það sem skara þykir fram úr í bandarísku sjónvarpi. Góðkunningjar Íslendinga, hinar Aðþrengdu eiginkonur ( Desperate Housewives ), fengu 15 tilnefningar.
Meira
Í kvöld verður haldinn Stuðmannadansleikur í Grímsey en að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar Stuðmanns er dansleikurinn kominn til vegna loforðs sem hljómsveitin gaf sjálfri sér og Grímseyjarbúum fyrir nákvæmlega tuttugu árum.
Meira
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is HINSEGIN dagar hafa öðlast sess í menningarlífi Reykjavíkur og verður hátíðin með stærra móti en nokkru sinni nú í ár, en alls mun hátíðin standa í fjóra daga að þessu sinni. Fjölbreytt dagskrá verður alla dagana,...
Meira
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Íslensk/þýska dúóið "The Slide Show Secret" er skipað af kontrabassaleikaranum Kristjáni Orra Sigurleifssyni og harmonikkuleikaranum Evu Zöllner.
Meira
Miðasala á tónleika Patti Smith sem verða í Nasa við Austurvöll 6. september hófst í gær. Að sögn Ísleifs Þórhallssonar skipuleggjanda fór miðasalan vel af stað og seldust um 300 miðar fyrir hádegi en salan var svo stöðug það sem eftir leið af degi.
Meira
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Brad Pitt hefur fengið að fara heim af sjúkrahúsi í Los Angeles en hann var lagður þar inn í vikunni eftir að hafa veikst.
Meira
Á miðnætti í kvöld mun fólk víða um heim fjölmenna í bókabúðir til að tryggja sér eintak af sjöttu og jafnframt næstsíðustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter, Harry Potter og blendingsprinsinn . Vinsældir bóka J.K.
Meira
KVIKMYNDIN The Amityville Horror er frumsýnd í dag í Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói á Akureyri. Hér er á ferðinni æsispennandi hrollvekja sem byggð er á sönnum atburðum.
Meira
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Í dag er þjóðardagur Íslands á Expo heimssýningunni í Aichi í Japan en hún fer fram á tímabilinu 25. mars til 25. september í ár.
Meira
Jón Ólafsson heldur tónleika í Fossatúni, Borgarfjarðarsveit, kl. 22.30 annað kvöld. Þar fer hann í gegnum sönglagahefti sitt í óeiginlegri merkingu, en Jón er höfundur margra laga sem þekktir söngvarar hafa gert vinsæl.
Meira
Það ríkir sjaldnast lognmolla á heimili Osbourne-fjölskyldurnnar sem telur þau Ozzy, Sharon, Jack og Kelly auk nokkurra hunda. Stöð 2 sýnir nú þriðju þáttaröðina um fjölskylduna...
Meira
Á meðal þeirra fjölda listamanna sem eru í Japan eru Kór Kársness og Kammerkór Skálholts undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra og Hilmars Arnar Agnarssonar organista.
Meira
SAMKVÆMT könnun sem Gallup gerði nýlega kemur fram að 64,7% landsmanna vilja halda Listahátíð í Reykjavík árlega, 13,5% eru andvíg en 21,8% eru hvorki hlynnt né andvíg árlegri hátíð.
Meira
Opna breska meistaramótið í golfi er sögufrægasta golfmót veraldar og var fyrst haldið árið 1860 en þá voru keppendur aðeins átta. Í ár fer mótið fram á gamla vellinum í St. Andrews í Fife í Skotlandi. Það stendur yfir dagana 14. til 17.
Meira
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Fatahönnunarfélagi Íslands: "Að gefnu tilefni vill Fatahönnunarfélag Íslands koma því á framfæri að tískuviðburður næstu helgar sem kallaður er Iceland Fashion Week er ekki á vegum...
Meira
Björk Vilhelmsdóttir fjallar um nýtt leiðakerfi strætisvagna: "Til að auðvelda fólki að taka strætó í nýja leiðakerfinu mun Strætó veita aðstoð um gjaldfrjálst þjónustunúmer í síma 8001199."
Meira
Guðjón Rúnarsson svarar ummælum Árna Magnússonar félagsmálaráðherra: "Það voru því fjármálafyrirtæki á frjálsum markaði en ekki Íbúðalánasjóður sem riðu á vaðið og buðu fólkinu í landinu lægri vexti."
Meira
Annas Sigmundsson fjallar um störf fulltrúa stúdenta við HÍ: "Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur það hlutverk eitt að berjast fyrir hagsmunum stúdenta og er þar af leiðandi ósköp venjulegt hagsmunafélag líkt og Öryrkjabandalag Íslands sem dæmi."
Meira
Inga Þöll Þórgnýsdóttir og Halla Margrét Tryggvadóttir fjalla um launajafnrétti: "Bæjaryfirvöld vilja að starfsmenn bæjarins búi við jafnræði og gagnsæi í launamálum."
Meira
Frá Guðrúnu Guðjónsdóttur, varaformanni Félags gæslukvenna í Reykjavík: "Í MORGUNBLAÐINU 13. júlí sl. þar sem verið er verið að fjalla um málefni starfskvenna gæsluvalla, kemur fram hjá borgarstjóra, að um misskilning sé að ræða."
Meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svarar Jónínu Bjartmarz: "Mér finnst miður að formaður Framsóknarflokksins hafi ekki spurt sjálfan sig þeirra spurninga sem öll stjórnvöld eiga að gera, þegar þau eiga aðild að veigamiklum stjórnvaldsákvörðunum í umboði almennings."
Meira
15. júlí 2005
| Bréf til blaðsins
| 414 orð
| 1 mynd
Frá Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND-félagsins: "EF ÉG ætti að velja einhverja tvo á jörðinni sem ég er ekki sáttur við í dag, þá væru það páfinn og Bush. Þetta eru tveir valdamestu menn í heimi, báðir afturhaldsseggir sem gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir stofnfrumurannsóknir í dag."
Meira
Þekkið þið þennan? ÞESSI glaði veiðimaður - eða félagar hans - eiga myndavél sem fannst fyrir utan Shellstöðina í Borgarnesi nýlega. Upplýsingar í síma 4371282 eða á bruartorg@simnet.
Meira
Arndís Bjarnadóttir fæddist á Eyvindarstöðum á Álftanesi 2. janúar 1915. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. júlí síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
15. júlí 2005
| Minningargreinar
| 1434 orð
| 1 mynd
Eiríkur Jónasson fæddist á Akureyri 22. febrúar 1923. Hann andaðist á Landspítalanum 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Magnússon rafvirkjameistari, f. 1895, d. 1972 og Oddný P. Eiríksdóttir, f. 1900, d. 1986.
MeiraKaupa minningabók
15. júlí 2005
| Minningargreinar
| 1993 orð
| 1 mynd
Guðrún J. Gísladóttir fæddist í Reykjavík 21. desember 1913. Hún lést á hjúkrunadeild Hrafnistu í Hafnarfirði 10. júlí síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Hildur Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 3. desember 1956. Hún lést á krabbameinsdeild 11E Landspítala - háskólasjúkrahúsi 5. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seltjarnarneskirkju 14. júlí.
MeiraKaupa minningabók
15. júlí 2005
| Minningargreinar
| 2755 orð
| 1 mynd
Hjálmar Vagn Hafsteinsson fæddist á Ísafirði 25. apríl 1971. Hann lést 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Sigrún Guðbjörg Ásgeirsdóttir, f. á Ísafirði 5. maí 1951 og Hafsteinn Oddsson, f. á Siglufirði 7. ágúst 1947.
MeiraKaupa minningabók
15. júlí 2005
| Minningargreinar
| 2140 orð
| 1 mynd
Páll Sveinsson fæddist í Vík í Mýrdal 31. janúar 1908. Hann lést á Borgarspítalanum 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Eyrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. í Skurðbæ í Meðallandi 5. mars 1876, d. 25.
MeiraKaupa minningabók
Valgeir Sigmarsson Þormar fæddist á Skriðuklaustri í Fljótsdal í N-Múlasýslu 1. nóvember 1926. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 8. júlí síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júnímánuði var 153.300 tonn sem er 25.700 tonnum minni afli en í júnímánuði 2004 en þá veiddust tæplega 179.100 tonn.
Meira
BAUGUR Group hefur selt 5,55% hlut sinn í bresku verslanakeðjunni Somerfield í samræmi við samkomulag, sem gert var í síðustu viku þegar Baugur dró sig út úr fyrirtækjahópi sem undirbýr tilboð í Somerfield.
Meira
KJARNINN í fjárfestingarstefnu Björgólfs Thors Björgólfssonar gengur út á það að koma með nýtt fé inn í fyrirtæki að því er kemur fram í viðtali Berlingske Tidende við Björgólf Thor.
Meira
HÆKKANDI fasteignaverð í Kaupmannahöfn hefur orðið til þess að spákaupmenn kaupa nú nýjar íbúðir í stórum stíl en að sögn Berlingske Tidende skipta þær jafnvel oft um eigendur áður en flutt er inn í þær. Er fjórða hver íbúð í borginni nú leigð út.
Meira
TVEGGJA mínútna þögn var í Kauphöll Íslands í gær, líkt og öðrum kauphöllum í Evrópu. Voru kauphallirnar með þessu að sýna virðingu og samhug vegna hryðjuverkanna í London í síðustu viku. Þögnin hófst kl.
Meira
Á VEF AP fréttastofunnar segir að vísindamenn hafi komist að því að börn ættu að fá klukkustundarhreyfingu á hverjum degi. Þessa hreyfingu þarf ekki að stunda alla í einu heldur er ágætt að ná klukkutíma í heild yfir daginn.
Meira
Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir og Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir hafa verið leiðsögumenn á hálendinu um árabil og kynntust fyrir um 15 árum, uppi á fjöllum.
Meira
Fjölmargir Íslendingar hafa gerst styrktarforeldrar á undanförnum árum og eru böndin sem myndast hafa missterk. Sara M. Kolka ræddi við Guðríði Helgu Magnúsdóttur og "dóttur" hennar.
Meira
Á SJÖUNDU tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu á morgun, kemur fram B-3 tríó. Tríóið skipa þeir Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Agnar Már Magnússon á Hammond-orgel og Erik Qvick á trommur.
Meira
Jónatan Karlsson er fæddur í Reykjavík árið 1954. Hann er framkvæmdastjóri Harmónikumiðstöðvarinnar, sem gefur út nótur og geisladiska með harmónikutónlist, selur harmónikur og útvegar harmónikutónlist við öll tækifæri.
Meira
Washington DC | Þetta par fann sér skjól fyrir skini sólar á risavöxnum stól í garðinum við Duke Ellington-listaháskólann í Washington DC í Bandaríkjunum á dögunum, þegar hitinn þar í borg fór í þrjátíu og fimm stig. Ekki fer sögum af höfundi...
Meira
SKAPANDI sumarhópar Hins hússins verða með uppskeruhátíð í Iðnó á laugardaginn frá kl. 14 til 16. Í sumar hafa verið starfandi margir fjölbreyttir hópar ungs fólks á aldrinum 17 til 25 ára við skapandi verkefni.
Meira
MYNDLISTARNEMINN Sigrún Rós Sigurðardóttir opnar einkasýningu í Galleríi Tukt, Hinu Húsinu, í Pósthússtræti 3-5, á morgun milli kl. 16 og 18. Sigrún Rós sýnir olíumálverk á striga en einnig pennateikningar.
Meira
ENSKA úrvalsdeildarfélagið Arsenal samþykkti í gær tilboð ítalska stórliðsins Juventus í fyrirliða liðsins, Patrick Vieira. Upphæðin hljóðar upp á tuttugu milljónir evra, eða um einn og hálfan milljarð íslenskra króna.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, fór heldur betur í gang á síðari níu holunum á öðrum hring á móti á Ítalíu. Hann lék hringinn á tveimur höggum undir pari eftir að hafa verið þremur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar.
Meira
VÍKINGUR í Reykjavík gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í 1. deild karla í knattspyrnu en í gærkvöldi sótti liðið Fjölni heim í Grafarvog og vann mikilvægan sigur 2:1.
Meira
* ERIC Gustafson , Svíinn sem leikið hefur með Fylki í sumar, er á heimleið. Gustafson , sem lék þrjá deildarleiki með Fylki og skoraði í þeim eitt mark, hefur átt við þrálát meiðsli að stríða.
Meira
SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, vill að varnarmaðurinn Rio Ferdinand skrifi sem fyrst undir nýjan samning við félagið. "Ég vil ganga frá þessu máli því það er farið að hafa neikvæð áhrif á undirbúningstímabilið hjá okkur.
Meira
FRAKKINN David Moncoutie sigraði í gær á tólftu dagleið Tour de France hjólreiðakeppninnar. Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong er þó enn í forystu í heildarkeppninni.
Meira
HEIÐAR Davíð Bragason hefur leikið manna best á Meistaramótum klúbbanna sem nú standa sem hæst. Hann er í GKj í Mosfellsbæ og er á fimm höggum undir pari eftir fyrst tvo dagana, lék fyrsta daginn á 69 höggum og í gær var hann á 70 höggum.
Meira
ÍRIS Anna Skúladóttir, Fjölni, komst í úrslit í 1.500 m hlaupi á heimsmeistaramóti unglinga 17 ára og yngri í Marrakech í Marokkó í fyrrakvöld. Íris Anna hljóp á 4.32,89 mín. og bætti sinn fyrri árangur um 5/100 úr sek.
Meira
KNATTSPYRNA UEFA-keppnin, 1.umferð, fyrri leikur: ÍBV - B36 1:1 Mark ÍBV: Pétur Óskar Sigurðsson (25.) Mark B-36: Bergur Midjord (6.) Gul spjöld : Fróði Benjaminssen B-36 (22.) fyrir brot. Allan Mörköre B-36 (32.) fyrir brot. Mikkjal K.
Meira
ÍSLENSKA karlalandsliðið í tennis stendur nú í ströngu á Írlandi þar sem heimsmeistaramót landsliða, Davis Cup, fer fram. Íslenska liðið leikur í þriðju deild og er í riðli með Armeníu, Írlandi og Nígeríu.
Meira
TIGER Woods tók forystu á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins í golfi sem hófst í gær á gamla vellinum á St. Andrews. Woods lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari vallarins. Mark Hensby frá Ástralíu er höggi á eftir og síðan koma tíu kylfingar höggi þar á eftir.
Meira
* ÞRÍR leikmenn Landsbankadeildar karla voru úrskurðaðir í leikbann á fundi Aganefndar KSÍ á þriðjudag. KR-ingurinn Bjarnólfur Lárusson fær eins leiks bann vegna brottvísunar í leik gegn ÍA í 9.
Meira
Hafa þarf eitt og annað í huga þegar draga skal tjaldvagna og hjólhýsi um landið. Geir A. Guðsteinsson dregur hér upp mynd af því sem máli skiptir í meðhöndlun þessara tækja sem sífellt fer fjölgandi hérlendis.
Meira
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra festi nýverið kaup á umhverfisvæna tvinn-bílnum Lexus RX400h. Bíllinn, sem Sigríður Anna tekur hér við lyklunum að úr höndum Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri P.
Meira
Þeir sem aka um í bæjum og á þjóðvegum landsins gera sér grein fyrir mikilvægi öryggisbúnaðar bifreiðarinnar. Finnur Sturluson fjallar hér um höggdeyfa og hvenær gæti komið að endurnýjun þeirra.
Meira
MIKIL aukning hefur orðið síðustu árin í hraðasektum í Bretlandi. Árið 1999 voru 395.900 ökumenn sektaðir vegna hraðaksturs en árið 2003 var tala þeirra komin í 1,6 milljónir.
Meira
VERIÐ er að reisa Mercedes Benz Classic miðstöð í Irvine í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem verður sams konar starfsemi og í hliðstæðri miðstöð í Fellbach við Stuttgart, endurbygging bíla, sala á gömlum bílum og varahlutum og sala á ýmsum Mercedes...
Meira
Mégane RS Turbo heitir sportbíll í Megan-línunni frá Renault og er í fáum orðum sagt leikfang; "spíttkerra" eða skemmtitæki sem þó er ekki nógu mikið hægt að reyna á í alvöru þar sem 90 km á klst. er enginn hraði fyrir slíkan bíl.
Meira
KIA-bílaframleiðandinn í Suður-Kóreu kynnti nýverið í Frakklandi fyrir bílablaðamönnum nýja kynslóð af Kia Rio sem er ætlað að vera flaggskip smábílalínunnar hjá Kia.
Meira
NÝR sýningarsalur er opnaður í dag hjá Ingvari Helgasyni ehf. við Sævarhöfða í Reykjavík. Er það endurnýjaður og stærri salur fyrir sölu nýrra bíla, um 2.
Meira
FYRSTA torfæruaksturskeppni ársins verður ekin á morgun, laugardaginn 16. júlí og að þessu sinni fer keppnin fram í Vík í Mýrdal. Allmörg ár eru síðan síðast var keppt í Vík og er staðsetningin ný fyrir flesta keppendur.
Meira
NÝLEGA var undirritaður samstarfssamningur á milli Grundaskóla á Akranesi, Umferðarstofu og Námsgagnastofnunar um gerð og útgáfu vefefnis til umferðarfræðslu.
Meira
Aldrifsbílinn Mitsubishi Outlander er að flestu leyti snaggaralegur og skemmtilegur bíll. Hann er laglegur tilsýndar, er þægilegur í umgengni og búnaður er ríkulegur.
Meira
ÖKUGERÐI, sérstakt æfingasvæði fyrir ökunema, gæti brátt orðið að veruleika en á slíku svæði verður unnt að stunda akstursæfingar og fá þjálfun í akstri við margs konar erfiðar aðstæður.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.