Greinar miðvikudaginn 10. ágúst 2005

Fréttir

10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

5,9 milljónir til hjálpar í Darfur

HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur nú ráðstafað 5,9 milljóna króna söfnunarfé vegna flóttafólks í Darfur í Súdan. Fjármunirnir hafa runnið til þess að dreifa hreinlætispökkum til flóttafólksins. Meira
10. ágúst 2005 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Agnarsmá risapanda

HÉR má sjá sólarhringsgamla risapöndu í umsjá sérfræðinga við dýraverndunarmiðstöð í Shaanxi-héraði í norðvesturhluta Kína. Þar ól átján ára gömul risapanda tvo húna í fyrradag og heilsast henni og báðum afkvæmum hennar vel, að sögn sérfræðinga. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Allir fylgjast með af áhuga

Siglufjörður | Mikill fjöldi fólks var saman kominn á Siglufirði um liðna helgi, en þar fór fram Pæjumót KS og Þormóðs ramma. Stúlkur á aldrinum 5-15 ára tóku þátt, alls 1.400 hressar fótboltastelpur. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Allur er varinn góður

ÞAU voru við öllu búin frændsystkinin Þorri Gunnarsson og Lea Hrund Hafþórsdóttir þar sem þau voru í útilegu í Kelduhverfi á dögunum. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 687 orð | 2 myndir

Bandaríkin beittu ritskoðun í Japan

Monica Braw er sænsk fræðikona sem hefur einbeitt sér að áhrifum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki fyrir sextíu árum. Halla Gunnarsdóttir hitti hana að máli og komst að því að fyrstu árin eftir árásirnar vissi almenningur í Japan lítið hvað hafði átt sér stað. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 736 orð | 1 mynd

Bændur borgi fyrir ráðgjöf

Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Umtalsvert fjármagn fer í eftirlaunagreiðslur Margir landbúnaðarráðunautar, sem áður voru að hluta ríkisstarfsmenn, eru nú á eftirlaunum og sífellt stærri hluti fjármagns frá ríkinu fer í að greiða eftirlaun. Meira
10. ágúst 2005 | Erlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Discovery lenti heilu og höldnu

Edwards-herstöðin. AP, AFP. | Bandaríska geimferjan Discovery lenti í gær heilu og höldnu á flugvelli í Edwards-herstöðinni í Kaliforníu eftir 14 daga ferð. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð

Djass í Deiglu | Djasstríóið B3 leikur á áttunda heita fimmtudegi...

Djass í Deiglu | Djasstríóið B3 leikur á áttunda heita fimmtudegi sumarsins í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. ágúst, kl. 21.30. Tríóið B3 skipa þeir Agnar Már Magnússon orgel, Ásgeir Ásgeirsson gítar og Scott Mclemore gestatrommuleikari. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Ekki hægt að bjóða upp á þetta lengur

Eftir Sigursvein Þórðarson Vestmannaeyjar | Ákveðið hefur verið að aflýsa Vestmannaeyjamótinu í frjálsum íþróttum þetta árið vegna aðstöðuleysis. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Eldsneytisverð hækkar

OLÍUFÉLÖGIN Esso og Skeljungur sendu frá sér tilkynningu um hækkað verð á eldsneyti í gær en engar slíkar tilkynningar voru sendar frá öðrum olíufélögum. Ástæða verðhækkananna er að sögn olíufélaganna hækkandi heimsmarkaðsverð á dísilolíu og bensíni. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 184 orð

Enn stefnt á að rífa gamla Mjólkursamlagshúsið

Borgarbyggð | Líklegt er að sótt verði um leyfi til að rífa gamla Mjólkursamlagshúsið í Borgarbyggð í þessum mánuði ef enginn sýnir því áhuga að reka starfsemi í húsinu í framtíðinni. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 179 orð | 2 myndir

Fallegir Sandgerðisdagar

Sandgerði | Fjölskylduhátíðin Sandgerðisdagar fór fram um helgina sem leið og er jafnt á aðstandendum hennar sem gestum að skilja að hún hafi farið ágætlega fram, þó fella hefði þurft sum atriði niður vegna veðurs. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 715 orð | 1 mynd

Fékk 60 milljóna styrk til málvísindarannsókna

Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is DR. Þorbjörg Hróarsdóttir, sem hefur starfað undanfarin tíu ár við Háskólann í Tromsø í Noregi, fékk nýlega stóran styrk frá Vísindaráði Noregs til málvísindarannsókna. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Fjölskylduhátíð og minningaveisla

Stokkseyri | Það verður vestfirsk stemning við suðurströndina þegar Önfirðingafélagið í Reykjavík, Súgfirðingafélagið í Reykjavík og Dýrfirðingafélagið í Reykjavík halda Héraðsleika sína og sumarhátíð á Stokkseyri helgina 12., 13. og 14. ágúst nk. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 951 orð | 2 myndir

Fleiri arnarungar komust á legg í sumar en nokkru sinni áður

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is ARNARSTOFNINN hefur rúmlega þrefaldast frá því að bannað var að eitra fyrir tófu árið 1964 en í ár komust fleiri arnarungar á legg en nokkru sinni síðan farið var að fylgjast með arnarvarpi árið 1959. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Flokkarnir oft klofnir í þjóðaratkvæðagreiðslum

STJÓRNMÁLAFLOKKAR eru oft á tíðum klofnir um efni þjóðaratkvæðagreiðslna. Þetta segir Claes de Vreese dósent við háskólann í Amsterdam, en Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur fyrir opnum fundi um þjóðaratkvæðagreiðslur nk. fimmtudag, 11. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Fótbolti á hverjum degi

NÝ SJÓNVARPSSTÖÐ sem mun einvörðungu sýna knattspyrnuleiki úr ensku úrvalsdeildinni og umfjöllun um þá hefur göngu sína á föstudaginn 12. ágúst. Stöðin sendir út um 90 klukkustundir af efni á viku, alla daga vikunnar og hefjast útsendingar kl. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 135 orð | 2 myndir

Friðarljósum fleytt

VÍÐA um heim fleytti fólk kertum að japanskri fyrirmynd í gær til að minnast þess að 60 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan 6. og 9. ágúst árið 1945. Fleyting kerta á þessum degi er m.a. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 230 orð | 2 myndir

Fundu glerperlu frá Mið-Austurlöndum

RÚSTIR af þremur húsum frá 10. og 11. öld hafa komið í ljós í fornleifauppgreftri á Hálsi við Kárahnjúka. Nokkuð stór glerperla fannst í öskuhaug vestan við húsin, en hún er talin eiga uppruna sinn í Mið-Austurlöndum. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Fundu líkneski af guðspjallamanni

LÍKNESKI af einum af guðspjallamönnunum fjórum fannst við fornleifauppgröft við Skriðuklaustur í síðustu viku. Uppgröfturinn hefur gengið vel það sem af er sumri. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stýrir rannsókninni á Skriðuklaustri. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Færri hreiður, fleiri ungar

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is FLEIRI arnarungar komust á legg í ár en nokkru sinni síðan farið var að fylgjast með arnarvarpi árið 1959. Arnarstofninn hefur rúmlega þrefaldast frá því að bannað var að eitra fyrir tófu árið 1964. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 427 orð

Geimgeislun veldur skýmyndun hjá flugmönnum

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is FLUGMENN eru í þrisvar sinnum meiri hættu á að fá ský í kjarna augasteins en aðrir. Þetta er niðurstaða íslenskrar rannsóknar sem gerð var á atvinnuflugmönnum hér á landi. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 276 orð

Hátt verð vegur upp á móti aflabresti

GÍFURLEG hækkun afurðaverðs á úthafskarfa fer langt með að vega upp á móti miklum aflasamdrætti og olíuverði sem er í sögulegu hámarki. Verðið hefur hækkað um allt að 80% í erlendri mynt eða um 60% í íslenzkum krónum frá því á vertíðinni í fyrra. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð

Hestar og fólk

Sigurður, sonur Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis, varð heimsmeistari á hestbaki í Svíþjóð á dögunum. Þá rifjast upp vísur sem faðir hans orti þegar hann útskrifaðist frá Hólum. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 808 orð | 1 mynd

Hnúðlax í Loðmundarfirði

Þýski myndlistarmaðurinn Bernd Koberling, sem er kunnur meðal stangveiðimanna fyrir leikni sína á bökkum vatnanna, dvelur ætíð í Loðmundarfirði á sumrin, þar sem hann málar og kastar flugum fyrir bleikju í Fjarðará af og til. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð

Íslenskur prófessor hlaut 60 milljóna styrk í Noregi

DR. ÞORBJÖRG Hróarsdóttir, sem hefur starfað undanfarin tíu ár við Háskólann í Tromsø í Noregi, fékk nýlega styrk frá Vísindaráði Noregs til málvísindarannsókna. Meira
10. ágúst 2005 | Erlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Lágu á bakinu og önduðu rólega

Petropavlovsk. AP. | Í kolamyrkri lágu þeir allir saman á bakinu og var skipað að anda eins rólega og þeir mögulega gætu. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 460 orð | 2 myndir

Lengi vel var eins og öllum stæði á sama um Níger

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Það sem við gerum hjá UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) er að hjálpa eins mörgum börnum og við getum, en það er ekki alltaf auðvelt," segir Damien Personnaz, fjölmiðlafulltrúi UNICEF, sem staddur er hér á landi. Meira
10. ágúst 2005 | Erlendar fréttir | 243 orð

Leynilegir dómstólar í hryðjuverkamálum

BRESKIR fjölmiðlar greindu í gær frá því að stjórnvöld þar í landi hygðust setja á fót sérstaka dómstóla sem færu með mál sem tengjast hryðjuverkastarfsemi og ynnu störf sín leynilega. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 149 orð

Margir læknar og hjúkrunarfræðingar

ÍSLENDINGAR eru í fjórða sæti hvað varðar fjölda starfandi lækna miðað við mannfjölda auk þess sem næstflestir hjúkrunarfræðingar starfa hér af öllum löndum OECD (Efnahags- og framfarastofnunin), miðað við tölur frá 2003. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð

Mikið tjón í eldsvoða í Dýrafirði

ÓTTAST er að tugamilljóna tjón hafi orðið í eldsvoða í vélageymslu á bænum Hólum í Dýrafirði í gær. Talið er að kviknað hafi í gamalli dráttarvél sem geymd var í geymslunni, en eldurinn kom upp á fimmta tímanum. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 376 orð

Mótmæla botnvörpuveiðum við Kanada

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is GRÆNFRIÐUNGAR hafa sent opið bréf til Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra þar sem þeir mótmæla botnvörpuveiðum Íslendinga á Flæmska hattinum við Kanada. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 463 orð

Mótmælendur undir eftirliti sérsveitarmanna

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÓPUR fólks sem mótmælti byggingu Kárahnjúkavirkjunar á Fljótsdal og byggingu álvers í Reyðarfirði yfirgaf Austurland í gær og skipti sér í tvær fylkingar á leið til höfuðborgarinnar að því er virtist. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Notaði líkamann sem hljóðfæri

ÞAÐ var góð stemmning á tónleikum Bobby McFerrin sem fram fóru í Háskólabíói í gærkvöldi. Listamaðurinn er þekktur fyrir að nota líkamann til koma tónlist sinni á framfæri og það gerði hann í gær. Hann flytur tónlistina jafnan án undirleiks. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Nýr bátur til siglinga með farþega

Húsavík | Fyrir skömmu kom Sigurpáll ÞH 130 til nýrrar heimahafnar á Húsavík en eigandi hans, Guðmundur Karlsson, býður m.a. upp á sjóstangaveiði og hvalaskoðun frá Húsavík á bátnum. Sigurpáll er 26 brl. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 129 orð

Nýr fréttamiðill á netinu

Akureyringar hafa fram að þessu ekki getað státað af virkum og lifandi fréttamiðli á netinu en í dag, miðvikudaginn 10. ágúst, verður breyting á. Þá verður opnaður nýr netfréttamiðill, akureyri. Meira
10. ágúst 2005 | Erlendar fréttir | 451 orð

Óvinsældir Íraksstríðsins aukast

VERULEGUR meirihluti Bandaríkjamanna, 57% á móti 34%, telur, að Íraksstríðið hafi aukið hættu á hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Kemur það fram í könnun USA Today/CNN/Gallup , sem birt var í gær. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

"Íslenzkar útgerðir hafa ekkert ólöglegt aðhafzt"

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NORSK stjórnvöld telja að ólöglega hafi verið staðið að umskipun síldar úr íslenzkum vinnsluskipum um borð í brezkt flutningaskip í Síldarsmugunni í síðustu viku. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 273 orð

"Landverndarmál virðast höfða meira til kvenna"

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is KONUR eru í miklum meirihluta við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, eða 70% nemenda, eins og fram kom í fréttaskýringu Morgunblaðsins á sunnudaginn. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ráðgjafarstofa um fjármál á Vesturlandi

Akranes | Svæðisvinnumiðlun Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness og Akraneskaupstaður hafa gert þjónustusamning við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Rústir frá 10. og 11. öld við Kárahnjúka

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is HÓPUR vísindamanna hefur undanfarnar þrjár vikur unnið að því að grafa upp rústir þriggja húsa frá 10. og 11. öld á Hálsi við Kárahnjúka en húsin fóru undir gjóskulag úr Heklu árið 1104. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Siglt á vit ævintýra

ÞAÐ er alltaf líf og fjör á athafnasvæði Siglingaklúbbsins Nökkva við Höephner, fjöldi barna sækir þangað námskeið og lærir undirstöðuatriðin í siglingum. Þessar ungu dömur voru að leggja upp í smásiglingu um Pollinn í gærdag og báru sig fagmannlega... Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Skýstrókur í aðdraganda þrumuveðurs

GJÖRNINGAVEÐUR var á Norðurlandi fyrir nokkrum dögum, en þá bárust fréttir af þrumuveðri í Eyjafirði og Skagafirði þótt sól hefði skinið í heiði fyrr um daginn. Meira
10. ágúst 2005 | Erlendar fréttir | 240 orð

Skæruliðar í Írak með írönsk vopn

Washington, Bagdad. AFP, AP. | Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að ljóst væri, að til Íraks væri smyglað vopnum frá Íran og gagnrýndi hann stjórnina í Teheran fyrir að koma ekki í veg fyrir það. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Sólseturshátíð | Sveitarfélagið Garður heldur Sólseturshátíð á Garðskaga...

Sólseturshátíð | Sveitarfélagið Garður heldur Sólseturshátíð á Garðskaga helgina 13. og 14. ágúst nk., en eins og alkunna er gerast sólsetrin ekki víða fegurri en við Garðskagavita. Sólseturshátíðin hefst laugardaginn 13. ágúst kl. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 204 orð

Söluandvirðinu verði varið til greiðslu skulda

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, fagna einkavæðingu Landssíma Íslands sem varð að veruleika þegar Geir H. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð

Tólf þúsund tonn af þorski tekin frá

TÓLF þúsund tonn af þorski verða tekin frá þegar leyfilegum þorskafla verður úthlutað í haust vegna línuívilnunar, vegna stuðnings við byggðarlög sem farið hafa halloka, til Byggðastofnunar í sama tilgangi, til jöfnunar og til uppbóta vegna aflabrests í... Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð

Traffic í straffi hjá bandaríska hernum

Reykjanesbær | Bandarískum hermönnum á Keflavíkurflugvelli hefur verið bannað af æðstu stjórn hersins hér á landi að heimsækja skemmtistaðinn Traffic. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Tveir létust í umferðarslysi við Hallormsstað

TVEIR létust og einn slasaðist alvarlega í umferðarslysi á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði um fjögurleytið í gær. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 376 orð

Tveir varaborgarstjórar?

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur og Þóri Júlíusson VIÐRÆÐUNEFND flokkanna þriggja, sem standa að Reykjavíkurlistanum, sat á fundum frá því síðdegis í gær og fram á nótt. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Umhirðan hræðileg

NÚ er hún Snorrabúð stekkur. Gullborgin hans Binna í Gröf hefur legið í reiðileysi í Reykjavíkurhöfn undanfarin misseri og safnað á sig botngróðri. Áður var Binni margfaldur aflakóngur á þessu sögufræga skipi. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Vann La-Z-Boy-stól

HÚSGAGNAHÖLLIN opnaði þriðju hæðina í húsnæði sínu við Bíldshöfða í lok júlí. Verslunin er nú tæplega 6.000 m² að stærð. Í tengslum við opnunina voru opnunartilboð og opnunarleikur sem lauk 8. ágúst sl. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 503 orð | 4 myndir

Verslunarfólk tekur ruslið heim á kvöldin

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Miðbær | Verslunareigendur við Laugaveginn eru margir hverjir farnir að taka ruslið sem leggst til frá verslununum heim með sér á kvöldin eftir að Reykjavíkurborg hætti að taka við sorpi frá fyrirtækjum um sl. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 196 orð

Viðskiptasendinefnd til Japans

"ÞAÐ er mikil þátttaka og gífurlegur áhugi á ferðinni. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 49 orð

Viðtalstímar sendiherra í ágúst

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands, í samvinnu við VUR, viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, býður til funda með sendiherrum Íslands erlendis á næstu vikum. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð

Viðurkenndi dónaskap í Smáralind

LÖGREGLAN í Kópavogi hafði í gær uppi á 15 ára pilti sem hefur viðurkennt að hafa hringt í símasjálfsala í Smáralind síðastliðinn föstudag og verið með dónalegt orðbragð við unga drengi sem svöruðu í símann. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 226 orð

Vilja hlífa náttúru Norðlingaöldu

SVEITARSTJÓRN Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti bókun á fundi nefndarinnar í gær, í nafni meirihluta hreppsnefndar, þar sem er ítrekuð fyrri afstaða meirihlutans til Norðlingaölduveitu. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð

Vill ekki tjá sig um trúnaðarbrest

ANDRI Teitsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KEA, vill ekki tjá sig um meintan trúnaðarbrest milli hans og stjórnar KEA. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 225 orð

Þarf að skoða sem hluta af heildarfjármunum

ÞORGEIR Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, telur það vera mikla einföldun að skoða krónutöluhækkanir í kostnaði vegna umsvifa lífeyrissjóðanna eins og gert var í baksíðufrétt í Morgunblaðinu sl. mánudag. Meira
10. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Þarfar ábendingar um skattaskjól

"Þessar ábendingar eru þarfar og áreiðanlega ekki til komnar að ástæðulausu og við munum skoða þær ábendingar með tilliti til löggjafarinnar," segir Geir H. Meira

Ritstjórnargreinar

10. ágúst 2005 | Staksteinar | 331 orð | 1 mynd

Endursameining Íslands og Danmerkur?

Það blasir við flestum Íslendingum að Danir voru dæmalaust mild og hugguleg herraþjóð, eiginlega ólíkir öllum öðrum nýlenduveldum. Og nú hefur þetta runnið upp fyrir Dönum sömuleiðis. Meira
10. ágúst 2005 | Leiðarar | 315 orð

Íran og umheimurinn

Fullyrðingar stjórnvalda í Íran um að þau vilji eingöngu nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi virðast ekki trúverðugar eftir að þau höfnuðu tilboði Þýzkalands, Frakklands og Bretlands og hófu á ný undirbúning að auðgun úrans í kjarnorkustöðinni í... Meira
10. ágúst 2005 | Leiðarar | 557 orð

Tækifæri í varnarmálaiðnaði

Verkefni hugbúnaðarfyrirtækisins Kögunar hf. fyrir bandaríska herinn, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, er athyglisvert af ýmsum ástæðum. Starf Kögunar hefur m.a. Meira

Menning

10. ágúst 2005 | Fjölmiðlar | 313 orð | 1 mynd

Af íþróttum í sjónvarpi

Íþróttaáhorf er ekki allra, það er á hreinu. Sjónvarpsdagskrá á að sjálfsögðu að miða að því að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og því set ég mig lítið í mót útsendingum frá hinum og þessum íþróttaviðburðum...og þó. Meira
10. ágúst 2005 | Tónlist | 164 orð | 1 mynd

Fágætt popp

ÞESSI nýjasta plata hinnar einstöku Liverpool-sveitar The Coral hefur fengið blendnar viðtökur hjá erlendum gagnrýnendum. Meira
10. ágúst 2005 | Fjölmiðlar | 248 orð | 1 mynd

Fjölbreytt og skemmtilegt

HINN 6. september næstkomandi hefur sjónvarpsþátturinn Innlit/Útlit göngu sína á ný á Skjá einum. Talsverðar breytingar hafa þó orðið á þáttarstjórn en Vala Matt, sem stýrt hefur þættinum frá upphafi, verður ekki með að þessu sinni. Meira
10. ágúst 2005 | Fólk í fréttum | 357 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Bandaríski hótelerfinginn Paris Hilton er sögð hafa áhyggjur af konu sem er einskonar tvífari hennar og hefur bókað sig inn á fín hótel í nafni Hilton. Tvífarinn er ljóshærð kona á þrítugsaldri sem á chihuahua-hund eins og Paris. Meira
10. ágúst 2005 | Kvikmyndir | 169 orð | 1 mynd

Glover leikur Grendel

BANDARÍSKI leikarinn Crispin Glover hefur verið valinn til að skora Ingvar E. Sigurðsson á hólm í hlutverki Grendels í nýrri Hollywood-gerð af Bjólfskviðu sem til stendur að gera. Meira
10. ágúst 2005 | Kvikmyndir | 222 orð | 1 mynd

Herbie snýr aftur

ÞEIR eru ófáir sem fá glampa í augun er þeir rifja upp gömlu Herbie-myndirnar. Þessar myndir um ævintýri litlu hvítu Volkswagen-bjöllunnar sem átti sér eigið líf og tilfinningar og hagaði sér nákvæmlega eins og henni sýndist. Meira
10. ágúst 2005 | Kvikmyndir | 178 orð | 1 mynd

Hin fjögur fræknu

ÞEGAR tilraunaferð út í geiminn fer úrskeiðis breytist líf fjögurra einstaklinga svo um munar þegar þau verða fyrir geislun af völdum tilraunarinnar. Meira
10. ágúst 2005 | Fjölmiðlar | 35 orð | 1 mynd

...Joyce Meyer

Hún Joyce minnir á köflum á Oprah Winfrey. Hún er með bein í nefinu, kemur vel fyrir sig orði og fjallar um ýmis vandamál. Munurinn á henni og Opruh er hins vegar sterkur kristilegur... Meira
10. ágúst 2005 | Menningarlíf | 351 orð | 1 mynd

Menningarnótt haldin í tíunda sinn

MENNINGARNÓTT verður haldin hátíðleg í tíunda sinn, laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Hátíðin er orðin sú allra fjölmennasta sem haldin er á Íslandi og var fjöldi gesta á menningarnótt í fyrra ríflega hundrað þúsund. Meira
10. ágúst 2005 | Tónlist | 247 orð | 1 mynd

Moskvitch kveður

Á PRAVDA verða í kvöld lokatónleikar hljómsveitarinnar Moskvitch. "Þetta byrjaði allt á því að þrjár af okkur fóru á námskeið í búlgarskri tónlist sumarið 2003," segir Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir um tilurð sveitarinnar. Meira
10. ágúst 2005 | Tónlist | 861 orð | 1 mynd

Ópólitísk mynd um gerð skúlptúra

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is KVIKMYNDIN Drawing Restraint 9 var frumsýnd í Japan í lok júnímánaðar en hún er verk listamannsins Matthews Barneys. Björk Guðmundsdóttir, eiginkona hans, semur tónlistina við myndina. Meira
10. ágúst 2005 | Tónlist | 108 orð | 3 myndir

Stórtónleikar á Miðbakkanum

SÁ HÁTTUR hefur verið hafður á að menningarnóttum ljúki á miðbakka Reykjavíkurhafnar með stórtónleikum og flugeldasýningu. Sú verður einnig raunin að þessu sinni en áður fer fjölmenningarleg skrúðganga frá Hlemmi. Meira
10. ágúst 2005 | Fjölmiðlar | 110 orð | 1 mynd

Taka á því!

Sú var tíðin að Íslendingar sigruðu í hverri kraftajötnakeppninni á fætur annarri. Eitthvað hefur minna borið á landanum í slíkum keppnum í seinni tíð en áhuginn á kraftajötnum fylgir þjóðinni og hefur gert allt síðan Grettir sterki var og hét. Meira
10. ágúst 2005 | Menningarlíf | 791 orð | 3 myndir

Talnaþraut án reikningskúnstar

Það er sagt að þeir sem byrja að spila talnakrossgátuna Su Doku verði gripnir slíkum áhuga að allt annað verði undan að láta. Í breskum fjölmiðlum má t.d. Meira
10. ágúst 2005 | Tónlist | 599 orð | 1 mynd

Tónlistarveisla í Ólafsfirði og Stíflu

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is BERJADAGAR verða haldnir hátíðlegir í sjöunda sinn um helgina. Dagskráin hefst á föstudag og stendur fram á sunnudagskvöld með fjölbreyttri tónlistardagskrá. Meira
10. ágúst 2005 | Tónlist | 71 orð | 1 mynd

Umsóknarfrestur í Airwaves rennur út

UMSÓKNARFRESTUR fyrir innlenda listamenn sem taka vilja þátt í Iceland Airwaves rennur út í dag. Hr. Meira
10. ágúst 2005 | Bókmenntir | 699 orð | 1 mynd

Veran og tíminn

eftir Hannes Pétursson með innganginum ,,Ferðin heim. Um ljóð Hannesar Péturssonar" eftir Njörð P. Njarðvík. - 461 bls. Mál og menning. 2. útgáfa. 2005. Meira
10. ágúst 2005 | Kvikmyndir | 258 orð | 2 myndir

Vinsælar boðflennur

GAMANMYNDIN Wedding Crashers með Owen Wilson og Vince Vaughn í aðalhlutverkum var mest sótta myndin í bíóhúsum hér á landi um síðustu helgi. Nærri 5.500 manns sáu myndina um helgina, sem er afburðagóð aðsókn. Meira
10. ágúst 2005 | Myndlist | 202 orð | 2 myndir

Þrívíð rúmfræði Einars Þorsteins í Berlín

Á föstudag var opnuð sýning á 35 gömlum og nýjum verkum myndlistarmannsins Einars Þorsteins í sameiginlegu húsi norrænu sendiráðanna í Berlín. Meira

Umræðan

10. ágúst 2005 | Bréf til blaðsins | 433 orð

Athugasemd við grein Einars Júlíussonar eðlisfræðings

Frá Kristni Péturssyni: "EINAR hefur skrifað tvær greinar í Morgunblaðið sem báðar byggjast á fölsuðum gögnum; 22. júlí um "golþorskstofn og nýliðun" og 4. ágúst "vitlausar staðreyndir". Í fyrri greininni er fjallað um golþorsk og nýliðun." Meira
10. ágúst 2005 | Aðsent efni | 234 orð | 1 mynd

Boltinn er hjá Símanum

Björn B. Björnsson fjallar um enska boltann: "Síminn hefur ekki undan að opna dreifileiðina nýjum áskrifendum og í dag er fjögurra til sex vikna bið eftir aðgangi." Meira
10. ágúst 2005 | Bréf til blaðsins | 317 orð

Framboðsmál Sjálfstæðisflokksins í borginni

Frá Magnúsi G. Jenssyni: "ÆTLAR nú einhver í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna að fara að leika þann gráa leik að bjóða sig fram í fyrsta sæti á móti núverandi leiðtoga flokksins?" Meira
10. ágúst 2005 | Aðsent efni | 702 orð | 1 mynd

Margar leiðir í byggðamálum

Dr. Bjarki Jóhannesson fjallar um byggðaþróun: "Aðalatriðið er að þá sé aðstoð stjórnvalda beint að því að jafna búsetuskilyrði og samkeppnisaðstöðu fyrirtækja til jafns við suðvesturhornið." Meira
10. ágúst 2005 | Aðsent efni | 1127 orð | 1 mynd

Ný lög um vátryggingasamninga - aukin vernd neytenda

HINN 26. apríl 2004 voru samþykkt á Alþingi ný lög um vátryggingasamninga. Lög þessi munu taka gildi hinn 1. janúar nk. og leysa þá af hólmi eldri vátryggingasamningalög sem hafa verið í gildi síðan 1954. Meira
10. ágúst 2005 | Aðsent efni | 233 orð | 1 mynd

Óheppilegt fæðingarorlof

Guðlaugur Þór Þórðarson fjallar um rétt til fæðingarorlofs: "Ég trúi ekki öðru en að þeir vinnuveitendur sem haga sér með þessum hætti séu í miklum minnihluta." Meira
10. ágúst 2005 | Aðsent efni | 608 orð | 1 mynd

Óvinurinn

Þórður Þorsteinsson skrifar hugleiðingu í tilefni af Viðhorfsgrein Davíðs Loga Sigurðssonar 4. ágúst sl.: "Ég leyfi mér að fullyrða, að þar til árásaraðilar breyta þessum hugsunarhætti, munu þeir vera fastir í djúpri keldu í Mið-Austurlöndum..." Meira
10. ágúst 2005 | Aðsent efni | 564 orð | 1 mynd

Strætó - sjálfsögð opinber þjónusta fyrir borgarbúa

Jórunn Frímannsdóttir fjallar um breytt leiðakerfi Strætó bs.: "Strætó er þjónusta sem okkur ber að veita borgarbúum með glöðu geði og alls ekki sjá ofsjónum yfir kostnaðinum." Meira
10. ágúst 2005 | Bréf til blaðsins | 498 orð

Trú og vísindi - ekki andstæður

Frá Sigurði Herlufsen: "UM ÞESSAR mundir fara fram umræður um trú og vísindi, þessum grundvallargreinum mannlegrar hugsunar. Við leitum skilnings á eigin tilveru og um leið alls þess sem er lifandi." Meira
10. ágúst 2005 | Velvakandi | 518 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Vistakstur SEM tíður notandi almenningssamgangna og áhugamaður um bætt vistkerfi hefur það orðið mér ljóst að þetta tvennt fer ekki saman. Er það vegna þess að vistakstur/"sparakstur" (nýyrði höfundar) er bílstjórum strætisvagna ókunnugur. Meira

Minningargreinar

10. ágúst 2005 | Minningargreinar | 590 orð | 1 mynd

ÓSKAR SIGURÐUR GUÐJÓNSSON

Óskar Sigurður Guðjónsson járnsmiður fæddist í Reykjavík 11. september 1911. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 26. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar trésmiðs og Guðrúnar Jónsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2005 | Minningargreinar | 737 orð | 1 mynd

VALGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR

Valgerður Jóhannsdóttir fæddist í Miðkrika í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 7. apríl 1918. Hún lést á heimili sínu á Selfossi 28. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Guðmundsdóttir, f. í Garðsaukahjáleigu í Hvolhreppi, 19. febrúar 1875, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. ágúst 2005 | Viðskiptafréttir | 27 orð

FL Group kaupir meira í Easyjet

FL Group hefur aukið hlut sinn í breska flugfélaginu Easyjet um 1,14% og á nú 13,01% hlutafjár í félaginu, að því er segir í frétt AFX-... Meira
10. ágúst 2005 | Viðskiptafréttir | 390 orð | 1 mynd

Gengisþróunin var þungbær

MAREL hf. hagnaðist um 3,9 milljónir evra á fyrri helmingi ársins, eða sem svarar til 314 milljóna íslenskra króna. Meira
10. ágúst 2005 | Viðskiptafréttir | 420 orð | 1 mynd

Hagnaður minnkar um 30%

HAGNAÐUR af rekstri Actavis Group nam 22,4 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum ársins, eða sem samsvarar 1,8 milljörðum króna, og dróst saman um 30% frá sama tímabili árið áður. Meira
10. ágúst 2005 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Magnús segir skilið við Björgólfsfeðga

MAGNÚS Þorsteinsson hefur selt hluti sína í félögunum Samson eignarhaldsfélagi ehf., Samson Global og Topaz Equities . Samson eignarhaldsfélag er eigandi að 44,78% hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. Meira
10. ágúst 2005 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Mest viðskipti með KB banka

ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,4% í gær og fór í 4.484 stig . Alls námu viðskipti með hlutabréf 3,6 milljörðum króna, þar af voru 1,9 milljarða viðskipti með KB banka. Hlutabréf Atlantic Petroleum hækkuðu um 1,6% og bréf KB banka um 1,4%. Meira
10. ágúst 2005 | Viðskiptafréttir | 138 orð | 1 mynd

Stýrivextir hækka í Bandaríkjunum

SEÐLABANKI Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í í gær, eins og markaðurinn gerði ráð fyrir. Þetta er tíunda hækkun stýrivaxta í röð í Bandaríkjunum og eru þeir nú 3,5% en voru 1% fyrir rúmu ári. Meira
10. ágúst 2005 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Verðbréfakaup erlendis aukast

ÍSLANDSBANKI spáir því að verðbréfakaup Íslendinga erlendis aukist á þessu ári frá því síðasta. Þannig verði erlend verðbréfakaup á bilinu 80-90 milljarðar króna í ár en þau voru 75,8 milljarðar á síðasta ári. Meira

Daglegt líf

10. ágúst 2005 | Daglegt líf | 387 orð | 1 mynd

Kæstir en kátir eftir mánuð á fjöllum

Þeir voru kátir og hressir og mátulega veðraðir göngugarparnir fjórir sem komu til byggða í Vík í Mýrdal í gær, eftir að hafa verið lengi á fjöllum. Meira
10. ágúst 2005 | Daglegt líf | 243 orð | 1 mynd

Spila þarf inn á kínakálið

BRAKANDI ferskt, íslenskt kínakál er komið í verslanir og um að gera að nýta sér það. Kálið er frábært í salöt, það má steikja með góðum árangri og nota t.d. í austurlenska matargerð. Meira
10. ágúst 2005 | Daglegt líf | 154 orð

Sprautað gegn fitu

Samkvæmt The Sunday Times hafa vísindamenn fundið upp hormónameðferð sem getur slökkt á matarlystinni hjá fólki. Meðferðin virkar þannig að hún platar huga fólks til að trúa því að magi þess sé fullur. Meira

Fastir þættir

10. ágúst 2005 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli . Skjöldur Sigurjónsson, stórkaupmaður frá Asparfelli, nú...

40 ÁRA afmæli . Skjöldur Sigurjónsson, stórkaupmaður frá Asparfelli, nú búsettur við Grundarstíg í Reykjavík, er fertugur í dag, 10. ágúst. Skjöldur býður vinum og vandamönnum á "stórdansleik" í Leikhúskjallaranum að kveldi laugardagsins 13. Meira
10. ágúst 2005 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli. Í dag, 10. ágúst, er áttræður Páll Halldórsson, Eskihlíð...

80 ÁRA afmæli. Í dag, 10. ágúst, er áttræður Páll Halldórsson, Eskihlíð 16, Reykjavík. Eiginkona hans er Ragnheiður Jónsdóttir . Páll er að heiman á... Meira
10. ágúst 2005 | Fastir þættir | 301 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

"Passaðu spilin þín. Meira
10. ágúst 2005 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 28. maí sl. í Fríkirkjunni í Reykjavík af...

Brúðkaup | Gefin voru saman 28. maí sl. í Fríkirkjunni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssyni þau Ólafur Aðalsteinsson og Arna Guðlaug... Meira
10. ágúst 2005 | Viðhorf | 888 orð | 1 mynd

Frelsið er yndislegt

Í rúllustiganum á leiðinni var bannað að standa vinstra megin en á göngunum var bannað að ganga hægra megin. Meira
10. ágúst 2005 | Í dag | 22 orð

Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er...

Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: "Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér." (Róm. 15, 3.) Meira
10. ágúst 2005 | Í dag | 122 orð | 1 mynd

Norskir dagar á Seyðisfirði

DAGANA 10. til. 14 ágúst verða haldnir á Seyðisfirði Norskir dagar. Hátíðin er haldin árlega á dögunum kringum fæðingardag Otto Wathne en hann fæddist 13. ágúst. Meira
10. ágúst 2005 | Í dag | 120 orð | 1 mynd

Norskir tónar

HIÐ norska Trio i ein Fjord verður á tónleikaför um landið næstu vikuna. Tríóið skipa þau Reidun Horvei söngkona, Knut Hamre fiðluleikari og Geir Botnen píanóleikari. Meira
10. ágúst 2005 | Í dag | 68 orð | 1 mynd

Næturstemning

Í finnsku hafnarborginni Kotka var opnuð á dögunum sýning á verkum eftir hjónin Björgvin Björgvinsson og Pirjo Aaltonen. Á sýningunni gefur að líta 79 stækkaðar ljósmyndir frá Íslandi sem teknar eru allt frá árinu 1987 til sumarbyrjunar í ár. Meira
10. ágúst 2005 | Í dag | 534 orð | 1 mynd

"Við hæfi að virkja fólkið"

Lára Vilbergsdóttir fæddist árið 1963 á Egilsstöðum og ólst þar upp. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum á Egilsstöðum vorið 1983 og hélt þá til náms til Danmerkur og stundaði nám við Skals håndarbejdsskole og Semenarium í Skals á Jótlandi. Meira
10. ágúst 2005 | Í dag | 71 orð | 1 mynd

Samviskufangar

Ljósmyndir | Í Blöndustöð Landsvirkjunar á Norðvesturlandi var á dögunum opnuð sýning á vegum Amnesty International. Meira
10. ágúst 2005 | Fastir þættir | 139 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. d4 exd4 5. Rxd4 Bd7 6. Rc3 Rf6 7. Bxc6 bxc6 8. Df3 Hb8 9. b3 Be7 10. e5 dxe5 11. Rxc6 Bxc6 12. Dxc6+ Dd7 13. Dxd7+ Rxd7 14. Bb2 Bd6 15. 0-0-0 Ke7 16. f4 f6 17. Rd5+ Ke6 18. Meira
10. ágúst 2005 | Fastir þættir | 296 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Blaðamaður þýska vikuritsins Spiegel fór í heimsókn í Grímsey og hreifst þar af mannlífi og landslagi. Hann lofar í grein sinni félagslyndi eyjarskeggja og þá samstöðu sem einkennir þá. Meira

Íþróttir

10. ágúst 2005 | Íþróttir | 538 orð | 1 mynd

Aðeins stórslys stöðvar Blika

EINUNGIS stórslys getur nú komið í veg fyrir að Breiðablik verði Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við KR í Frostaskjóli í gærkvöldi. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 365 orð

Allt í strand hjá Baldvini og Val

HANDKNATTLEIKSMAÐURINN Baldvin Þorsteinsson gæti verið á leiðinni frá Val og til síns gamla félags, KA. Samningaviðræður Baldvins og Valsmanna hafa gengið afar brösuglega og virðast allt að því sigldar í strand. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 146 orð

Áhorfendamet sett í Þýskalandi

KNATTSPYRNUÆÐI virðist hafa gripið um sig í Þýskalandi um þessar mundir en eins og kunnugt er fer heimsmeistaramótið þar fram næsta sumar. Um helgina var sett áhorfendamet í fyrstu umferð þýsku 1. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 210 orð

Gonzalez fær ekki atvinnuleyfi

Mark Gonzalez, landsliðsmaður frá Chile, fær ekki atvinnuleyfi á Englandi á þeim forsendum að landslið Chile er ekki á meðal sjötíu efstu liða á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Chile er í 72. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 435 orð

Góður Valssigur

KVENNALIÐ Vals í knattspyrnu vann í gær frækinn sigur á norsku meisturunum Røa, 4:1, í fjórða undanriðli UEFA-bikars kvenna sem leikinn er í Jakobsstad í Finnlandi. Lið Røa var fyrir leikinn talið sigurstranglegra enda mjög sterkt lið þar á ferð. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 133 orð

Guðmundur Pedersen til Hauka

GUÐMUNDUR Pedersen, handknattleiksmaður, hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Hauka en hann hefur hingað til alið allan sinn aldur hjá erkifjendunum í FH. Guðmundur, sem er 32 ára og leikur í vinstra horninu, gerði eins árs samning við Hauka. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 166 orð

Gylfi á leið til Reading

GYLFI Sigurðsson, fimmtán ára knattspyrnumaður úr Breiðabliki, er að öllum líkindum á leið til enska 1. deildarfélagsins Reading, sem hefur óskað eftir því að fá hann til liðs við sig. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 279 orð

Halldór með tilboð frá Essen

SAMKVÆMT öruggum heimildum Morgunblaðsins hefur þýska handknattleiksfélagið Essen gert formlegt tilboð í Halldór Jóhann Sigfússon, leikmann KA. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 10 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Kaplakriki: FH - Grindavík 19. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 136 orð

Jóhannes Karl lagði upp mark

JÓHANNES Karl Guðjónsson lagði upp eitt marka Leicester sem sigraði Stoke City, 4:2, í annarri umferð ensku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 518 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Valgeirsson knattspyrnudómari dæmir leik Rhyl og Viking í...

* JÓHANNES Valgeirsson knattspyrnudómari dæmir leik Rhyl og Viking í UEFA-bikarnum annað kvöld. Með honum í Wales verða Einar Sigurðsson og Eyjólfur Finnsson og fjórði dómari verður Garðar Örn Hinriksson . Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Jóhann til reynslu hjá AGF

JÓHANN B. Guðmundsson, sem leikur með sænska knattspyrnufélaginu Örgryte í Svíþjóð, er væntanlegur til Danmerkur í dag og verður þar til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu AGF út vikuna. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 417 orð | 1 mynd

* JÖRUNDUR Áki Sveinsson , þjálfari 2. deildarliðs Stjörnunnar í...

* JÖRUNDUR Áki Sveinsson , þjálfari 2. deildarliðs Stjörnunnar í knattspyrnu, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ. Jörundur Áki fékk rauða spjaldið þegar Stjarnan gerði jafntefli, 1:1, við Tindastól á Sauðárkróki um síðustu... Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 392 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild KR - Breiðablik 0:0 ÍBV...

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild KR - Breiðablik 0:0 ÍBV - Keflavík frestað Stjarnan - FH 1:2 Harpa Þorsteinsdóttir 32. - Kristín Sigurðardóttir 26., Sif Atladóttir 90. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 162 orð

Liðsauki til FH-kvenna

KVENNALIÐ FH í handknattleik hefur fengið til sín tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök næstu leiktíðar. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 369 orð

"Við nýttum ekki færin"

GUÐRÚN Sóley Gunnarsdóttir, varnarmaður KR, var að vonum svekkt yfir að ná ekki að innbyrða sigurinn gegn Breiðabliki: "Við spiluðum vel í dag, alla vega varnarleikinn, en nýttum ekki færin. Þetta var því mjög svekkjandi. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 487 orð | 1 mynd

Shaheen ósigrandi

VEÐRIÐ setti heldur betur strik í reikninginn á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Finnlandi í gær. Stöðva varð keppnina um tíma og fresta nokkrum greinum. Úrslit réðust í þremur greinum og voru þau öll nokkuð áhugaverð. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 111 orð

Skíðamenn velja landsliðshópa sína

SKÍÐASAMBAND Íslands hefur valið landsliðin sem keppa í alpagreinum og skíðagöngu fyrir næsta vetur. Meira
10. ágúst 2005 | Íþróttir | 118 orð

Tveir Fylkismenn í leikbann

TVEIR af lykilmönnum Fylkis, fyrirliðinn Valur Fannar Gíslason og Viktor Bjarki Arnarsson, voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ, vegna fjögurra gulra spjalda. Þeir missa af leik Fylkis gegn Grindavík í úrvalsdeildinni næsta sunnudag. Meira

Úr verinu

10. ágúst 2005 | Úr verinu | 530 orð | 2 myndir

80% verðhækkun á úthafskarfanum

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is AFURÐAVERÐ á úthafskarfa hefur hækkað um allt að 80% í erlendri mynt eða um 60% í íslenzkum krónum frá því á vertíðinni í fyrra. Meira
10. ágúst 2005 | Úr verinu | 417 orð | 1 mynd

Athygliverð umræða

Sjómenn hafa bent á það árum saman að breytingar á stofnstærð fiska, sérstaklega þorsks, megi ekki síður rekja til breytinga í umhverfinu en fiskveiða. Meira
10. ágúst 2005 | Úr verinu | 95 orð | 1 mynd

Bleikju slátrað á Tálknafirði

Það var verið að slátra bleikju í fjölskyldufyrirtæki Magnúsar Kr. Guðmundssonar, Tungusilungi, á Tálknafirði, þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði. Meira
10. ágúst 2005 | Úr verinu | 294 orð | 1 mynd

Happafley í reiðileysi

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is HIÐ mikla happafley Binna í Gröf, Gullborgin, var tekið upp í Daníelsslipp nú í vikunni. Kominn var leki að skipinu og það komið að því að sökkva. Meira
10. ágúst 2005 | Úr verinu | 568 orð | 1 mynd

Ísagn: ný vél til beituframleiðslu

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is Verklag og aðferð við handbeitningu hefur tekið sáralitlum breytingum á síðustu áratugum. Meira
10. ágúst 2005 | Úr verinu | 267 orð

Mest af skreið verkað í Lófóten

NÆR öll skreið, sem verkuð er í Noregi, er verkuð á Lófóten. Ellefti hver þorskur, sem hengdur er upp, er unninn annars staðar. Nú voru 22.600 tonn hengd upp í Noregi, þar af 20.600 á Lófóten. Meira
10. ágúst 2005 | Úr verinu | 108 orð

Samskip kaupa Ísstöðina á Dalvík

SAMSKIP hafa fest kaup á Ísstöðinni hf. á Dalvík af Óskari Óskarssyni, ásamt 1.000 tonna frystigeymslu. Meira
10. ágúst 2005 | Úr verinu | 200 orð | 2 myndir

Steinbítskinnar í teriyaki

Steinbíturinn er góður matfiskur, þéttur í sér og bragðgóður. Hann má elda, eins og annan fisk, á óteljandi vegu, allt frá gömlu sneiðunum í brúnu sósunni og lauknum, til nýstárlegri aðferða, eins og austurlenzkra. Meira
10. ágúst 2005 | Úr verinu | 1601 orð | 4 myndir

Tólf þúsund tonn af þorski fara í sértækar aðgerðir

T ólf þúsund tonn af þorski verða tekin frá þegar leyfilegum þorskafla verður úthlutað nú í haust. Í stað þess að 198.000 tonnum verði skipt milli aflamarksskipanna verða það um 186.000 tonn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.