HAUKUR Haraldsson varð sextíu ára 31. ágúst síðastliðinn en hélt upp á afmælið sitt seinasta laugardag með óvenjulegum hætti. Bauð hann vinum og ættingjum í gönguferð sem endaði á veislu.
Meira
ALLIANZ á Íslandi á tíu ára starfsafmæli á þessu ári og af því tilefni ákvað félagið að styrkja Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Josef Kuligovszky, einn framkvæmdastjóra Allianz, kom til landsins fyrr í sumar til að afhenda styrkinn.
Meira
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is MIKIL eftirspurn er nú eftir lambakjöti og er kjötið bókstaflega rifið út úr sláturhúsunum jafnóðum og það er tilbúið.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SIGURLÍN Huld Ívarsdóttir verður vígð djákni í ensku biskupakirkjunni þann 26. september næstkomandi. Á næsta ári verður hún vígð til prestþjónustu í sömu kirkju.
Meira
ÞEIR fimm einstaklingar sem tóku þátt í mannráninu við Bónus á Seltjarnarnesi sl. föstudag sitja í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 9. september samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á laugardag.
Meira
Fimmtán fórust í eldsvoða í París Fimmtán manns, þar af að minnsta kosti þrjú börn, létu lífið í eldsvoða í París í fyrrinótt. Um 30 voru fluttir á sjúkrahús. Eldurinn kviknaði í fjölbýlishúsi í úthverfi borgarinnar og er talið að um íkveikju sé að...
Meira
GRUNUR leikur á íkveikju á tveimur stöðum í Reykjavík aðfaranótt sunnudags og snemma á sunnudagsmorguninn. Málin eru í rannsókn hjá lögreglunni og er ekki talið útilokað að sami brennuvargurinn hafi verið að verki í bæði skiptin.
Meira
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Endurskoðun kynferðisbrotakaflans í vinnslu Viðmælendur blaðamanns lögðu áherslu á að löggjöf varðandi heimilisofbeldi væri skoðuð í heildarsamhengi við löggjöf gegn kynferðisofbeldi.
Meira
RÚMLEGA 10 þúsund kindur komu til réttar í Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi um helgina en þessar réttir eru með fjárflestu réttum landsins. Réttarstörf gengu vel í blíðskaparveðri. Er það mál manna að dilkar séu holdmeiri en í fyrra og í...
Meira
ÍSLENSKA er ofarlega á baugi hjá fræðimanninum dr. Tom Lundskær-Nielsen, en hann gagnrýnir bresk stjórnvöld fyrir litla áherslu á erlend tungumál. Þar í landi eru nemendur ekki skyldugir til að læra önnur mál eftir 14 ára aldur.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÁSA Björk Ólafsdóttir guðfræðingur var sett inn í embætti annars prests Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík í gærkvöldi.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÍSLENSKIR fjárfestar eiga nú í viðræðum um kaup á stórri, danskri raftækjaverslanakeðju, Merlin, sem rekur um fimmtíu verslanir víðs vegar um Danmörku og veltir á annan tug milljarða íslenskra króna á ári.
Meira
MIKILL kippur kom í söfnun í hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar um það leyti sem Kjartan Hauksson ræðari lauk hringróðri sínum í Reykjavíkurhöfn á laugardag.
Meira
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ÞRÓUN og efling þjónustu í dreifbýli og á afskekktum svæðum voru meginviðfangsefni svonefndrar NPP-ráðstefnu (Northern Periphery program) sem Byggðastofnun stóð fyrir á Húsavík.
Meira
Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Á SAFNASVÆÐINU að Görðum á Akranesi er alltaf eitthvað að gerast. Þar er opið allt árið og fyrir utan að geta skoðað gömul hús og gamla muni og nýrri er hægt að fylgjast með lista- og handverksfólki að störfum.
Meira
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is NÝ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Reykjavíkurborgar fyrir Miðborg og Hlíðar var opnuð að Skúlagötu 21, á laugardaginn.
Meira
Berlín. AFP. | Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata (CDU) og systurflokks þeirra í Bæjaralandi (CSU), þjarmaði að Gerhard Schröder kanslara í gærkvöldi í einu kappræðum þeirra í sjónvarpi fyrir kosningarnar í Þýskalandi eftir hálfan mánuð.
Meira
LENKA Ptacnikova, stórmeistari kvenna og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í skák, varð í gær Norðurlandameistari kvenna þegar hún gerði jafntefli við Túlí Lasson frá Eistlandi.
Meira
HLJÓMSKÁLAGARÐURINN hefur drabbast niður Bjarkargötumegin, "og er nú með sóðalegri reitum í miðbæ Reykjavíkur" að mati Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur prófessors og íbúa við Bjarkargötu.
Meira
Eftir Guðna Einarsson guðni@mbl.is VALGERÐI Sverrisdóttur viðskiptaráðherra þykir athyglisverð bandarísk lög sem gera fruminnherjum skylt að eiga verðbréf í a.m.k. sex mánuði. Hún segir að málið verði tekið til skoðunar í viðskiptaráðuneytinu.
Meira
Nelson S. Gerrard er af íslenskum ættum og hefur í þrjá áratugi rannsakað tengsl Vestur-Íslendinga við gamla landið. Jóhannes Tómasson hleraði brot úr sögu hans og áhuga á íslensku sem byrjaði snemma.
Meira
TÆPLEGA 39% þjóðarinnar eru ánægður með sölu Símans, um 40% eru óánægð og 21% hvorki né. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun Þjóðarpúls Gallup. Mikill munur er á viðhorfi fólks eftir stjórnmálaskoðun.
Meira
SKONNORTAN Haukur sigldi seglum þöndum til Bolungarvíkur í gær og var henni fagnað þar með mikilli viðhöfn. Bolungarvík var lengi heimahöfn skipsins.
Meira
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að sækja mann sem slasaðist þegar fjórhjól hans valt í Svínahrauni um tíuleytið í gærmorgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi sjúkrabíl og neyðarbíl fjallabjörgunarsveitar sinnar á vettvang.
Meira
STEINÞÓR Gestsson, fyrrverandi alþingismaður, er látinn, níutíu og tveggja ára að aldri. Steinþór var mikilvirkur í stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi og starfaði einnig ötullega að félagsmálum og ritstörfum.
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRN Bandaríkjanna þáði í gær boð Sameinuðu þjóðanna um aðstoð vegna fellibylsins Katrínar og flóða við Mexíkóflóa fyrir viku.
Meira
Fréttaskýring | Bush Bandaríkjaforseti hefur verið sakaður um að einblína á hryðjuverkavána en vanrækja hættuna sem stafar af náttúruöflunum, skrifar Bogi Þór Arason í grein um viðbrögðin við hamförunum við Mexíkóflóa.
Meira
FÉLAG hópferðaleyfishafa (FH) hyggst kæra, til kærunefndar útboðsmála, útboð ríkisins á sérleyfisleiðum næstu þrjú árin. Þá mun félagið einnig kæra útboðið til Samkeppniseftirlitsins. Segir m.a.
Meira
SIGRÚN Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að í tillögum Samfylkingarinnar um úthlutun á byggingarétti fyrir íbúðarhúsnæði, sem lagðar voru fram í bæjarstjórn sl.
Meira
ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin 2005 verður sett næstkomandi miðvikudag. Undirbúningur stendur nú sem hæst í Fífunni og Smáranum í Kópavogi og þátttakendur í sýningunni eru að setja upp sýningarbása.
Meira
RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, varaði í ræðu við setningu skólans í gær við of mikilli Evrópuvæðingu íslenskra háskóla. Hann sagði m.a.
Meira
Þær upplýsingar, sem fram komu í fréttaskýringu Önnu G. Ólafsdóttur blaðamanns um skattlagningu einstaklinga og fyrirtækja í Morgunblaðinu í gær hljóta að vekja marga til umhugsunar um það hvaða réttlæti sé í skattkerfinu eins og það er í dag.
Meira
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Í NÝJASTA hefti tímaritsins International Artists er ítarleg grein eftir íslenska myndlistarmanninn Hörð Karlsson um verk hans og vinnuferli en Hörður hefur búið í Washington D.C. í Bandaríkjunum í 51 ár.
Meira
Hver er raunveruleikinn og er hann í sjónvarpinu? Það er svo furðulegt að hugsa til þess að sumir sjónvarpsþættir eiga að endurspegla raunveruleikann.
Meira
BAGGALÚTSMENN eru fjölhæfir mjög. Auk þess að halda úti fjölsóttum miðli á veraldarvefnum stunda þeir tónlistarsköpun. Sköpunarþráin hefur nú brotist út í geislaplötunni Pabbi þarf að vinna , sem fer beint í níunda sæti Tónlistans þessa vikuna.
Meira
SÍÐASTLIÐINN laugardag voru opnaðar tvær sýningar í Kling & Bang galleríi, Laugavegi 23. Önnur sýningin kallast Banners Bright og er eftir Malcolm Green.
Meira
MIKIL stemning var á GrandRokki á laugardagskvöldið þegar rokksveitirnar Singapore Sling og Kimono leiddu saman hesta sína. Þetta var í fyrsta skipti sem þessar tvær sveitir spiluðu á tónleikum saman svo tónleikagestir urðu vitni að sögulegum viðburði.
Meira
KIM Larsen á heldur betur traustan aðdáendahóp hér á landi, eins og viðtökurnar sýndu þegar hann spilaði hér á tvennum tónleikum á dögunum. Miðar seldust upp á afar skömmum tíma og gríðarlega góð stemning myndaðist á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll.
Meira
Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is BARÓNESSUR og hertogar stigu dans fram á rauða nótt við undirleik Stuðmanna í Feneyjum á laugardagskvöld. Dansleikurinn fór fram í sögufrægri höll en í kringum tvö hundruð manns sóttu þennan stórviðburð.
Meira
MEISTARI Kjarval 120 ára er heitið á sýningunni sem opnaði í Gerðarsafni síðastliðinn laugardag. Kjarvalssýningin er sett upp í tilefni þess að í ár eru 120 ár liðin frá fæðingu meistarans.
Meira
Ljósanótt í Reykjanesbæ, þriggja daga menningar- og fjölskylduhátíð, tókst vel í ár. Hátíðinni lauk á laugardagskvöldið með skemmtiatriðum á útisviði og glæsilegri flugeldasýningu um leið og kveikt var á lýsingu Bergsins við Keflavík.
Meira
Í fyrsta þættinum á RÚV í kvöld, klukkan 20.25, er horfið þrjá milljarða aftur í tímann, en þá tróðu risaeðlur grundir í Oxford, hluti Frakklands fór undir sjó og Miðjarðarhafið varð...
Meira
Leikstjóri: George A. Romero. Aðalleikarar: Simon Baker, Dennis Hopper, Asia Argento, Robert Joy, Eugene Clark, John Leguizamo. 95 mín. Bandaríkin. 2005
Meira
Mýra- og Borgarfjarðarsýslur Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1873 Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Útg.: Sögufélag og Örnefnastofnun Íslands. Reykjavík 2005, 338 bls.
Meira
DAMON Albarn, Íslandsvinurinn mikli sem á m.a. einbýlishús í Grafarvoginum, hefur heldur betur slegið í gegn með hljómsveitinni Gorillaz. Hann kemur þó aldrei fram með henni opinberlega, enda er sveitin skipuð teiknuðum fígúrum.
Meira
Nýtt starfsár er í þann mund að hefjast í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, og af því tilefni er efnt til opins kynningarfundar á því sem í vændum er. Einnig verður ungum og efnilegum tónlistarmanni veitt viðurkenning úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu...
Meira
ÞAÐ var mikill barningur í Hljóðfærahúsinu í Reykjavík á laugardaginn þegar þar var haldinn trommudagurinn mikli. Fjöldi fólks lagði leið sína í húsið til að heyra áslátt þekktra trommusnillinga.
Meira
LAGANNA verðir verða stundum að brýna raustina, starfa síns vegna, enda láta glæpamenn sér almennt ekki segjast þegar þeir eru ávarpaðir lágum rómi. Lögreglumenn eru líka músíkalskir, því ekki dugir að vera með sterka rödd til að syngja vel.
Meira
Veggfóður er á dagskrá á Sirkus í kvöld. Umsjónarmenn þáttarins eru þau Valgerður Matthíasdóttir og Hálfdán Steinþórsson. Í þessum þætti líta þau inn til fatahönnuðarins og stílistans Eddu Guðmundsdóttur í New York. Edda hefur m.a.
Meira
Þórir S. Guðbergsson fjallar um umönnun aldraðra: "Markmið með lögum um málefni aldraðra er að æ fleiri geti búið heima og fái þjónustu við hæfi."
Meira
Frá Sigurði Lárussyni: "FYRIR NOKKRU las ég grein í Morgunblaðinu sem heitir "Það er tap á Kárahnjúkavirkjun - Við græðum á því að hætta núna". Þessi grein er eftir tvær konur. Önnur heitir Sigríður og er heimspekingur en hin heitir Þuríður og er..."
Meira
Sigrún Helgadóttir fjallar um ofvirkni barna: "...einkenni ofvirkni og athyglisbrests minnka verulega hjá þeim börnum sem dvelja í náttúrulegu umhverfi..."
Meira
Kolbrún Halldórsdóttir segir frá gönguferð um öræfin norðan Vatnajökuls: "Börnin okkar eiga það skilið að við sýnum þeim þessar dásemdir þó svo geti farið að barnabörnin okkar fái aldrei notið þeirra."
Meira
Yfirlýsingar stjórnarþingmanna Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt afnám vaxtabóta eru til þess fallnar að valda óróa meðal almennings og það er mikilvægt að slá slíkar hugmyndir út af borðinu sem fyrst.
Meira
Eiríkur A. Eggertsson fjallar um Evrópsku neytendaaðstoðina: "Kostnaður af rekstrinum skiptist jafnt á milli íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar EB."
Meira
Hartmann Bragason fjallar um trúarlegar heimildir: "Fyrir kaldhæðni örlaganna hefur hrjóstrug landspilda fyrir botni Miðjarðarhafs orðið bitbein á milli Araba og gyðinga sem ógnar heimsfriðnum."
Meira
Friðrik Schram fjallar um ummæli Bjarna Bjarnasonar í Víðsjá: "Mér finnst að umræddur Bjarni Bjarnason eigi að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum sínum um hina færeysku stjórnmálamenn."
Meira
Frá Gesti Gunnarssyni: "FYRIR nokkru var viðtal við borgarstjórann um hús Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg. Eitt af því sem borgarstjórinn taldi húsi þessu til tekna var það að höfundur þess væri Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins. Þetta hljómaði ótrúlega."
Meira
Frá Huldu Vilhjálmsdóttur og Valgarði Bragasyni listamönnum: "VIÐ viljum meina að í góðum jarðvegi þurfi að hafa góðan orm. Við vorum á röltinu hjónakornin og rákumst á harmónikkuleikara. Fyrst löbbuðum við framhjá honum og þá inn í verslunina IKEA þar sem var margt um manninn."
Meira
Frá Jónu K. Baldursdóttur: "KJÖR leikskólastarfsmanna hafa verið rædd töluvert upp á síðkastið. Flestir eru sammála um að launin séu lág og ekki samboðin þeirri starfsemi sem rekin er í leikskólunum. Leikskólarnir eru viðurkenndir sem fyrsta skólastig barnsins. En samkv."
Meira
Kristinn Pétursson fjallar um húsnæðiskostnað og vísitölu: "Vonandi næst sú málamiðlun, - að þessi della verði aflögð og "húsnæðiskostnaður" verði tekinn út úr vísitölu."
Meira
Einar Júlíusson fjallar um samband nýliðunar og hrygningarstofns þosks: "Væntanlegur framtíðar afli er aðeins lítið eitt stærri en hrygningarstofninn svo það verður engin uppbygging á meðan ársaflinn er meiri en hrygningarstofninn var."
Meira
Frá Finni Guðmundssyni: "KÆRU félagar, eitt fer gríðarlega í taugarnar á mér við þetta ríki, öðru fremur. Vitnisburður ýmissa aðila hefur neytt mig til þess að viðurkenna að hér á landi fær enginn vinnu án þess að afsala sér einhverjum réttindum."
Meira
Jón Ásgeir Sigurðsson fjallar um framtíð RÚV: "Eignir sem Ríkisútvarpið gæti lagt að veði eru fyrst og fremst Útvarpshúsið sem er metið á rúma 2 milljarða króna."
Meira
Ég hvet alla borgarbúa til að gera sér ferð í þá perlu höfuðstaðarins sem Hljómskálagarðurinn á að vera og skoða með eigin augum hvernig hann lítur út.
Meira
Stefán Jón Hafstein fjallar um flugvöllinn og Vatnsmýrina: "Svo mjög að jafnvel gamlir símastaurar syngja eins og borgarskáldið sagði, og eru sjálfstæðismenn boðnir velkomnir í hóp þeirra sem vilja sjá Vatnsmýrardrauminn rætast."
Meira
"Mikið er um dýrðir hér" ÖLL deilum við þeirri von að ekki séu þeir margir Íslendingar sem rata svo sína ævibraut að þeir fái aldrei augum litið gamla Þingvöll og þau hrífandi verk frumkrafta jarðar sem eru umgjörð hans.
Meira
Aðalheiður Pálína Sigurgarðsdóttir Hólm Spans (Heiða Hólm) fæddist á Eysteinseyri við Tálknafjörð 20. september árið 1915. Hún lést í Utrecht í Hollandi 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Viktoría Bjarnadóttir frá Tálknafirði, f. 25.
MeiraKaupa minningabók
Anna María Sigurbjörnsdóttir fæddist á Féeggstöðum í Barkárdal 17. september 1913. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbörn Ingimar Þorleifsson bóndi, f. 16. apríl 1875, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
Jón Lúðvík Gunnarsson fæddist á Tjörnum í Eyjafjarðarsveit 12. maí 1927. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Rósa Halldórsdóttir, f. á Vöglum í Skagafirði 18.8. 1905, d. 4.12.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Jónsson fæddist í Hafnarfirði 17. september 1924. Hann lést á LSH í Fossvogi 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón G. Sigurðsson vélstjóri, f. 23.9. 1899, d. 17.10. 1979, og Sesselja Sigurjónsdóttir, f. 26.11. 1898, d. 16.2.
MeiraKaupa minningabók
HAGNAÐUR Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. eftir skatta var 318 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 samanborið við 176 milljónir árið á undan.
Meira
BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrr í vikunni að það myndi ekki lögsækja endurskoðunarfyrirtækið KPMG fyrir skattaráðleggingar þess til viðskiptavina.
Meira
STJÓRN Skandia er sögð klofin í afstöðu sinni til tilboðs suður-afríska tryggingafyrirtækisins Old Mutual í fyrirtækið, en sænska útvarpsstöðin Ekot greindi frá því að átta af ellefu stjórnameðlimum Skandia væru á móti tilboðinu.
Meira
Mikið hefur verið fjallað um lystarstol hjá stúlkum. Færri vita að lystarstol er einnig til hjá drengjum og fjöldi tilfella hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár. Sara M. Kolka hlýddi á hvað talið er valda því að drengir og ungir menn eigi í auknum mæli við átraskanir að stríða.
Meira
* Spurning: Er hettusótt að ganga? Hvað veldur henni ? * Svar: Nei, hettusótt er ekki að ganga en samkvæmt Farsóttafréttum greindust nýverið þrír einstaklingar með hettusótt. Þeir voru á aldrinum 19-25 ára. Vitað er að amk.
Meira
Börn sem fæðast eftir of langa meðgöngu, þ.e. meira en 42 vikur, geta verið í meiri hættu en önnur á að fá taugaskaða, að því er sænsk rannsókn leiðir í ljós. Í Göteborgs Posten kemur fram að börn sem fæðast eftir 42.
Meira
Mikil neysla á rauðu kjöti getur aukið líkur á krabbameini í endaþarmi, að því er ný evrópsk rannsókn hefur leitt í ljós og m.a. er greint frá á vef MSNBC. Rannsóknin styður fyrri rannsóknir á þessu sviði.
Meira
Einar Falur Ingólfsson fæddist í Keflavík 1966. Hann lauk námi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1991 og mastersgráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York árið 1994.
Meira
Feneyjar | Ugluveskið a-tarna vakti hrifingu ljósmyndara á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um helgina. Veskið er líka augljóslega kjörgripur, fagurlega saumað úr smáperlum.
Meira
Fimm daga Nútímadanshátíð lauk í Borgarleikhúsinu í gær. Þetta var í fjórða sinn sem hátíðin var haldin og hefur hún orðið æ fjölbreyttari og umfangsmeiri með hverju...
Meira
Víkverji hefur reynt af megni að temja sér umburðarlyndi, þolinmæði og auðmýkt gagnvart náunganum. Satt að segja tekst það stundum. En um daginn átti Víkverjasálin í óskaplegum erfiðleikum, í samskiptum við eitt helsta þjónustufyrirtæki landsins,...
Meira
LOKAUMFERÐ Landsbankadeildar kvenna fór fram í gær með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu sannfærandi sigur á FH, 5:0, á Kópavogsvelli og voru krýndir Íslandsmeistarar í kjölfarið. FH fer hins vegar í umspil um sæti sitt í deildinni.
Meira
TALSVERT vantaði upp á að íslenska landsliðið í körfuknattleik næði takmarki sínu - að sigra Dani og helst með 10 stiga mun - þegar liðin mættust í Keflavík á laugardaginn.
Meira
* EIÐUR Smári Guðjohnsen er nú aðeins einu marki frá því að jafna hið 43 ára gamla markamet Ríkharðs Jónssonar fyrir A-landslið Íslands. Eiður Smári skoraði sitt 16. mark í leiknum við Króata á laugardaginn. Ríkharður skoraði sitt 17.
Meira
KVENNALIÐ Breiðabliks var krýnt Íslandsmeistari í knattspyrnu í gær í kjölfar sigurleiks liðsins á FH, 5:0, á Kópavogsvelli í lokaumferð Íslandsmótsins.
Meira
KVENNALIÐ Fylkis tryggði sér sæti í efstu deild kvenna að ári þegar liðið sigraði Þór/KA/KS, 3:2, í úrslitaleik á Blöndósvelli í gær. Leikmenn Fylkis börðust af miklum móð en liðið lenti tveimur mörkum undir snemma í fyrri hálfleik.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska liðsins, átti mjög góðan fyrri hálfleik, eins og flestir leikmenn íslenska liðsins og skoraði eina mark Íslands í leiknum eftir góðan samleik við Heiðar Helguson.
Meira
RETIEF Goosen frá Suður-Afríku sigraði á kínverska meistaramótinu í golfi sem fram fór í Peking en hann var sex höggum betri en Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi.
Meira
GYLFI Einarsson fékk sitt annað gula spjald í undankeppni HM í leiknum gegn Króötum á laugardagskvöldið. Þar með er hann kominn í leikbann og verður ekki með gegn Búlgaríu á miðvikudaginn.
Meira
HEIÐAR Helguson og Indriði Sigurðsson eru þokkalega bjartsýnir á að geta leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Búlgörum í undankeppni HM í Sofiu á miðvikudaginn.
Meira
HLYNUR Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss sigraði á Flugfélag Íslands-mótinu í golfi á Toyota-mótaröðinni sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli um helgina, en þetta var sjötta og síðasta stigamót ársins.
Meira
RÓBERT Sighvatsson og samherjar hans hjá HSG Wetzlar komu heldur betur á óvart í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik þegar keppni hófst um helgina.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is NIKO Kovac, fyrirliði Króata, sagði við Morgunblaðið eftir sigurinn á Íslendingum að Króatar hefðu stigið mikilvægt skref í átt að sæti í úrslitakeppni HM í Þýskalandi með því að leggja íslenska liðið að velli.
Meira
"MARGT jákvætt var í leiknum en það er hundleiðinlegt að tapa og við töpuðum þannig að þetta var hundleiðinlegt," sagði Hermann Hreiðarsson, sem lék allan leikinn í stöðu miðvarðar með Auðuni Helgasyni.
Meira
TATYANA Lebedeva, þrístökkvari frá Rússlandi, tryggði sér í dag einnar milljónar dollara "gullpott" Alþjóða frjálsíþróttasambandsins þegar hún vann í þrístökki á sjötta og síðasta gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem fram fór á...
Meira
KÓLUMBÍUMAÐURINN Juan Pablo Montoya, sem ekur fyrir McLaren-Mercedes, vann Ítalíukappakasturinn á Monzabrautinni í gær. Spánverjinn Fernando Alonzo, sem ekur fyrir Renault, varð annar og Ítalinn Giancarlo Fisichella, ökuþór Renault, varð þriðji.
Meira
* STEFÁN Þórðarson var í liði Norrköping sem tapaði fyrir Brommapojkarna , 1:2, í sænsku 1. deildinni í gærdag. Stefán komst ekki á blað og var tekinn af velli þegar fjórtán mínútur voru eftir af leiknum. Norrköping er í 6.
Meira
SVÍAR fylgja enn fast á hæla Króata í 8. riðli en þeir sigruðu Búlgara, 3:0, í Svíþjóð á laugardag og komu mörkin öll á síðustu þrjátíu mínútunum. Blagoj Georgie, varnarmanni Búlgara, var vikið af leikvelli á 49.
Meira
ÚKRAÍNA varð fyrst Evrópuríkja til að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistarmótsins sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar þegar liðið gerði jafntefli við Georgíu í Tiblisi á laugardag en Úkraínumenn eru nú með sjö stiga forskot á Tyrki í 2.
Meira
"ÞAÐ er engin skömm að tapa fyrir þessu sterka liði en eins og við lékum fyrri hálfleikinn þá er maður svekktur yfir úrslitunum og hvernig við misstum niður þau tök á leiknum við sem við höfðum framan af," sagði Logi Ólafsson,...
Meira
Garðabær - Parhús á einni hæð, nema hvað sjónvarpsherbergi er í risi, húsið alls 185 fermetrar að meðtöldum bílskúr, er nú til sölu hjá Fjárfestingu, fasteignasölu.
Meira
Húseign Reykjavíkurborgar við Fríkirkjuveg 3 hefur verið auglýst til sölu. Skal skila kauptilboðum til framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar eigi síðar en kl. 15 föstudaginn 23. september.
Meira
Reykjavík - Á sjöttu og sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Espigerði er nú til sölu hjá Húsalind 165 fermetra íbúð ásamt tveimur bílastæðum í lokaðri bílageymslu. Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Meira
Víða í Reykjavík er nú verið að reisa hús í grónum hverfum auk þess sem ný hverfi byggjast upp. Dagur B. Eggertsson segir í viðtali við Jóhannes Tómasson að víða sé unnið að breytingum á deiliskipulagi.
Meira
Eftir sameiningu sex sveitarfélaga í Rangárþing eystra þurfti að huga að gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið sem nú er að ljúka. Mikið er um íbúðarbyggingar í þéttbýlinu á Hvolsvelli og margskonar framkvæmdir standa yfir.
Meira
Seltjarnarnes - Parhús á tveimur hæðum, 225 fermetrar að meðtöldum innbyggðum bílskúr, er nú til sölu hjá Fold. Húsið var byggt árið 1990 og er ásett verð 53 milljónir króna. Í söluyfirliti eignarinnar segir m.a.
Meira
GERA má ráð fyrir að völ verði á kringum 200 íbúðum við Suðurlandsbraut í Reykjavík ef samþykkt verður tillaga að breyttu deiliskipulagi í Múlahverfi sem gengur m.a. út á að unnt verði að breyta hluta atvinnuhúsnæðis í íbúðir. Dagur B.
Meira
Reykjavík - Efri sérhæð ásamt risi við Laugaveg, um 125 fermetrar að stærð, er nú til sölu hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar. Er eignin í timburhúsi sem byggt var árið 1904. Í lýsingu á eigninni segir m.a.
Meira
Hafnarfjörður - Rúmlega 250 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Lindarberg með 34 fermetra bílskúr er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Húsið stendur innst í götunni og nýtur útsýnis frá því yfir Hafnarfjörðinn og út á sjó og til Snæfellsjökuls.
Meira
Kópavogur - Fimm til sex herbergja íbúð á tveimur hæðum á góðum stað við Lindasmára er nú til sölu hjá HB fasteignum. Íbúðin er rúmlega 150 fermetrar að stærð og húsið var reist árið 1994. Í lýsingu á íbúðinni segir m.a.
Meira
ÞAÐ er ekki ýkja langt síðan birtist í Blómi vikunnar grein um sérkennilega blómliti. Síðan þá hef ég verið að velta litum fyrir mér. Þar hélt ég því fram að vorgarðurinn væri gulur og að haustgarðurinn minn hefði verið hvítur.
Meira
Seltjarnarnes - Einlyft endaraðhús innst í botnlanga, alls um 160 fermetrar með innbyggðum bílskúr, er nú til sölu hjá Fasteignasölunni Fasteign.is. Ásett verð er 44,8 milljónir króna.
Meira
Þrútnar skúffur * Þrútnar skúffur, eða gluggar, sem erfitt er að opna og loka, má liðka með því að bera litlausan skóáburð, kertavax eða bón á kantana.
Meira
HÚSIÐ við Sóleyjargötu 1 í Reykjavík, virðulegt og mikið hús á horninu við Hljómskálagarðinn beint á móti Hljómskálanum sjálfum, reisti Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra árið 1912, sama ár og hann lést.
Meira
Húsaleigulög gilda um leigusamninga um afnot af húsi eða hluta af húsi gegn endurgjaldi hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði.
Meira
Ljósari kartöflur * Látið nokkra dropa af sítrónusafa í suðuvatnið á kartöflunum. Kartöflurnar verða þá ljósari og fallegri, ekki síst ef þær eru orðnar gamlar og farnar að láta á sjá.
Meira
Eftir Sigurð Grétar Guðmundsson Vatnslagnakerfin innanhúss á hinu venjulega heimili hafa lengi verið flokkuð í þrennt, hitakerfi, neysluvatnskerfi og frárennsliskerfi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.