Greinar þriðjudaginn 6. september 2005

Fréttir

6. september 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð

5.600 tonn fylliefnis | Steypuvinna hefur nú hafist við skautsmiðju...

5.600 tonn fylliefnis | Steypuvinna hefur nú hafist við skautsmiðju, steypuskála og birgðageymslu en um leið heldur steypuvinna áfram við kerskálana. Um leið og steypuvinna eykst, eykst einnig þörfin fyrir fylliefni í steypuna. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Aftur slátrað hjá Dalalambi í Dölum

Búðardalur | "Lömbin þagna á ný í Dölunum." Þetta mælti Jóhannes Kristjánsson eftirherma í atriði sem hann flutti á vígsluathöfn Dalalambs ehf. í Búðardal en Dalalamb opnar nú eitt fullkomnasta sláturhús á landinu eftir miklar endurbætur. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 81 orð

Álversframkvæmdir | Bechtel boðar til kynningarfunda þar sem gerð er...

Álversframkvæmdir | Bechtel boðar til kynningarfunda þar sem gerð er grein fyrir stöðu framkvæmda við álver Fjarðaáls að Hrauni í Reyðarfirði. Fundirnir hefjast kl. 20.00 og er áformað að þeir standi í um tvo tíma. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 321 orð

Byggðakvóti einn af fáum möguleikum vegna minni veiðiheimilda

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lýst var verulegum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem nú blasir við sjávarútveginum á Vestfjörðum í ályktun fjórðungsþings Vestfirðinga, sem haldið var á Patreksfirði frá föstudegi til laugardags. Meira
6. september 2005 | Erlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Byrjað að dæla burt flóðvatni í New Orleans

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MÖRG þúsund íbúar New Orleans héldu í gær aftur til borgarinnar til að kanna ástandið á heimilum sínum eftir hamfarirnar í kjölfar fellibylsins Katrínar. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð

D-listinn með prófkjör í Hafnarfirði

FULLTRÚARÁÐSFUNDUR sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði samþykkti að prófkjör skyldi fara fram um val frambjóðenda fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð

Dýpka höfnina á Norðfirði

Norðfjörður | Unnið er að lengingu viðlegukants á togarabryggjunni í höfninni á Norðfirði. Neðan við fiskiðjuver Síldarvinnslunnar verður sett niður 96 metra langt stálþil og á 80 metra löngum kafla þess verður viðlega með tíu metra dýpi. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 291 orð

Efling telur stefna í að samningsforsendur bresti

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is EFLING stéttarfélag telur stefna í að samningsforsendur á almennum markaði bresti því verðbólga hafi farið vaxandi og sé nú 1,2% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands sem er 2,5%. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Eitt atvinnusvæði og ein skipulagsleg heild

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÓLAFUR F. Magnússon, fulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarstjórn, ætlar að leggja til að Reykjavíkurborg leiti eftir viðræðum við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um sameiningu, á fundi borgarstjórnar í dag. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 317 orð

Erfiðleikar mestir í Reykjavík og Kópavogi

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Erlendur gestur hemur hestinn

ÞEGAR féð kemur í leitirnar að hausti verður oft mikill handagangur í öskjunni, því blessuð sauðkindin er þrjósk og sjálfstæð og á það til að vilja hlaupa sínar leiðir. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Fauk út af veginum

JEPPI fauk í einni vindhviðunni í gær á Skagaströnd niður í fjöru og rann stjórnlaus nokkra metra í stórgrýttri fjörunni. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Fjallalind 1-47 valin gata ársins

Kópavogur | Gatan Fjallalind 1-47 var valin gata ársins 2005 í Kópavogi þegar umhverfisviðurkenningar bæjarins voru veittar á dögunum. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Fjögur þúsund laxar á land

ÞVERÁ-Kjarrá rauf í gær 4 þúsund laxa múrinn en það er í fyrsta skipti í sögunni sem slíkur árangur næst í íslenskri laxveiðiá. Fjögurþúsundasti laxinn kom á stöng Haraldar Lárussonar kl. 20 í gærkvöldi í veiðistaðnum Wilson. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Flugbjörgunarsveitin kynnir starf sitt

FLUGBJÖRGUNARSVEITIN í Reykjavík heldur kynningarfund á starfi sínu á morgun, miðvikudaginn 7. september, kl. 20, í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg og eru allir velkomnir. Í starfi Flugbjörgunarsveitarinnar er m.a. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 721 orð | 1 mynd

Frambjóðendur stíga fram

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Framboðsfrestur í prófkjörinu ákveðinn í dag Tólf manns hafa þegar gefið kost á sér í sex efstu sætin á framboðslista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð

Frá Landsmóti hagyrðinga

Það var við hæfi að Andrésar H. Valbergs væri minnst á Landsmóti hagyrðinga sem fram fór sl. laugardag. Bjargey Arnórsdóttir orti: Enn á miða Andrés minn er þér stíluð kveðja, að þú seiddir óðinn þinn okkur til að gleðja. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Grunur um fimm íkveikjur

KARLMAÐUR sem handtekinn var í fyrrinótt vegna gruns um íkveikju við veitingastaðinn Pravda í Austurstræti aðfaranótt mánudags liggur ekki lengur undir grun. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð

Hafði uppi á tveimur konum vestra

NJARÐVÍKINGURINN Halldór Gunnarsson, sem býr í Mississippi í BNA, hefur nú haft uppi á tveimur af þeim íslensku konum sem ekkert hafði spurst til eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir svæðið. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð

Íbúum fjölgar | Leikskólinn Álfasteinn í Hörgárbyggð, sem hélt upp á 10...

Íbúum fjölgar | Leikskólinn Álfasteinn í Hörgárbyggð, sem hélt upp á 10 ára afmæli í sumar, er nú fullnýttur og hefur myndast biðlisti en svo hefur ekki verið lengi. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Jákvæð áhrif á ímyndina

BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að veita Fiskideginum mikla rekstrarstyrk að upphæð 700 þúsund króna. Meira
6. september 2005 | Erlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Kom niður í þéttbýlu úthverfi

Jakarta. AP, AFP. | Farþegaþota með 116 farþegum og fimm manna áhöfn hrapaði í gær niður í þéttbýlt úthverfi í borginni Medan í Indónesíu skömmu eftir flugtak. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Kristján Guðmundsson sækist eftir 5. sæti

KRISTJÁN Guðmundsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að sækjast eftir fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kristján hefur um áratuga skeið gegnt trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 234 orð

Landsbankinn eykur umsvif sín í Evrópu

Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is LANDSBANKI Íslands verður með starfsemi í 10 löndum eftir kaup á 81% hlut í evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð

Leiðrétt

Misritun María Björg Gunnarsdóttir óskaði eftir að koma að eftirfarandi leiðréttingu vegna greinar sem hún ritaði og birtist í Morgunblaðinu 4. september sl. Greinin hét "Er allt leyfilegt í nafni sauðkindarinnar? Meira
6. september 2005 | Erlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd

Leitað hús úr húsi að lifandi og látnum

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is SKIPULEG leit að lifandi fólki og látnu hófst í New Orleans í gær, viku eftir að fellibylurinn Katrín olli miklum hörmungum þar og víðar á suðurströnd Bandaríkjanna. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð

Lést í vinnuslysi

BANASLYS varð á Vagnhöfða í gær þegar karlmaður á þrítugsaldri lést í vinnuslysi hjá hellusteypufyrirtæki. Tildrög slyssins voru þau að maðurinn féll ofan í sandsíló og var hann látinn þegar hann náðist upp. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Loftur Már Sigurðsson sækist eftir 6. sæti

LOFTUR Már Sigurðsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninga. Loftur hefur setið í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi í 11 ár, þar af síðustu sjö árin sem formaður félagsins. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 31 orð

Lögfræðitorg | Timothy Murphy flytur fyrirlestur á Lögfræðitorgi í dag...

Lögfræðitorg | Timothy Murphy flytur fyrirlestur á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 6. september, kl. 12.00 í stofu L101 Sólborg. Í erindinu fjallar hann um uppbyggingu stjórnarskrár íslenska lýðveldisins með áorðnum... Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð

Margir í Végarð | Alls hafa liðlega tíu þúsund gestir komið í Végarð í...

Margir í Végarð | Alls hafa liðlega tíu þúsund gestir komið í Végarð í Fljótsdal í ár til að skoða sýningu Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Talan miðast við lok ágústmánaðar og er ívið hærri en á sama tíma í fyrra. Gestir í Végarði voru rétt um 10. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Marta Guðjónsdóttir sækist eftir 6. sæti

MARTA Guðjónsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, og sækist hún eftir 6. sætinu á framboðslistanum. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Málþing um Jules Verne

Héraðsnefnd Snæfellinga stóð fyrir málþingi sem haldið var í glæsilegum sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði sl. sunnudag. Málþingið var tileinkað aldarminningu franska rithöfundarins Jules Verne og skáldsögu hans Leyndardómar Snæfellsjökuls. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 119 orð

Málþing um þróunarskýrslu SÞ

Miðvikudaginn 7. september verður hin árlega þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna gefin út um allan heim. Þessi skýrsla er mjög mikilvæg í ljósi leiðtogafundarins um framgang Þúsaldarmarkmiðanna sem fer fram 14.-16. september nk. í New York. Meira
6. september 2005 | Erlendar fréttir | 255 orð

Mun færri dauðsföll en óttast var

Vín. AP. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 508 orð | 1 mynd

Mun styrkja tengsl þjóðanna enn frekar

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is STJÓRN stofnunar Leifs Eiríkssonar hefur ákveðið að hefja veitingu styrkja til framhaldsnáms við háskóla á Íslandi og í Bandaríkjunum fyrir skólaárið 2006-2007. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 142 orð

Nýta ekki forkaupsréttinn

BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn í hlutafjáraukningu Greiðrar leiðar ehf. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 172 orð

Olíufélagið bíður með frekari hækkanir

FORSVARSMENN Olíufélagsins tóku í gær ákvörðun um að bíða aðeins með frekari hækkun á eldsneytisverði þrátt fyrir hækkunarþörf þar sem enn sé vonast til, að heimsmarkaðsverð á bensíni og dísilolíu muni lækka. Meira
6. september 2005 | Erlendar fréttir | 142 orð

Óvenjugróft bláberjarán í Svíþjóð

SEX menn á fertugsaldri, vopnaðir öxum og hnífum, réðust á níu taílenska berjatínslumenn í Ångermanlandi í Svíþjóð í liðinni viku og rændu af þeim um 40 kílóum af bláberjum og nestisboxunum að auki, að sögn Svenska Dagbladet . Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Patti Smith heiðursfélagi í Hróknum

SÖNGKONAN Patti Smith var gerð að heiðursfélaga í skákfélaginu Hróknum og sæmd silfurhróknum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

"Sannur skákáhugamaður á ferð"

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SÖNGKONAN Patti Smith var sæmd silfurhróknum, hálsmeni hönnuðu af Árna Höskuldssyni gullsmið, og þar með gerð að heiðursfélaga í Hróknum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 1117 orð | 1 mynd

"Var ótrúlega glöð að sjá mig"

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Björn Jóhann Björnsson NJARÐVÍKINGURINN Halldór Gunnarsson, sem búsettur er í Long Beech í Missisippi, færir hverja gleðifréttina á fætur annarri heim til Íslands með því að hafa uppi á Íslendingum sem saknað hefur... Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 749 orð | 1 mynd

"Þetta eru gífurleg vonbrigði"

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Reisa sérhannað hús fyrir kjötiðnað

Borgarnes | Undirritaður hefur verið samningur um byggingu á nýrri kjötiðnarstöð Borgarness kjötvara ehf. Það er BK-fasteignir ehf sem byggir og rekur nýtt iðnaðarhús, alls 1.900 fermetra stálgrindahús, sem er sérhannað fyrir kjötiðnað. Sólfell ehf. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Rólegt í veiðiskapnum

ÞEIM fækkar óðum skemmtiferðaskipunum sem viðkomu hafa á Akureyri, það næstsíðasta, The World, hefur legið við Oddeyrarbryggju um tveggja daga skeið og einungis eitt eftir að koma, Akademik S. Vavilov sem væntanlegt er næsta sunnudagsmorgun, 11. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 625 orð | 1 mynd

Ræða úrlausnir í stað vandamála

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Þema þingsins var ungt fólk og framtíðin, sem var að mínu mati mjög vel til fundið," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, um nýafstaðið fjórðungsþing sem fram fór á Patreksfirði um helgina. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 153 orð

Samskipti fólks af ólíkri menningu

VÍSINDAMENN hvaðanæva úr Evrópu ætla að hittast föstudaginn 9. september í Háskóla Íslands og ræða hvaða aðferðir og miðla unnt er að nota milli fólks af ólíka menningu. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð

Samtakamátturinn | Búið er að leggja gervigras á nýjan sparkvöll á...

Samtakamátturinn | Búið er að leggja gervigras á nýjan sparkvöll á Grenivík og er þess vænst að hann verði tilbúinn til notkunar nú fyrstu dagana í september. Meira
6. september 2005 | Erlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Schröder vann en Merkel kom á óvart

Berlín. AP, AFP. | Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, þótti standa sig verulega betur en keppinautur hans um kanslaraembættið, Angela Merkel, í sjónvarpskappræðunum í fyrrakvöld. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 544 orð | 2 myndir

Sex mánaða regla kemur til greina en leysir ekki allt

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FORSTJÓRAR Fjármálaeftirlitsins og Kauphallar Íslands, Jónas Fr. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 266 orð

SFR undirbýr kosningu um verkfallsboðun

STJÓRN SFR Stéttarfélags í almannaþágu ákvað í gær að efna til atkvæðagreiðslu 7.-12. september nk. um verkfall SFR-félaga sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH). Samninganefndir SFR og SFH hittast í dag kl. 9. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Sjálfstæðismenn samþykktu prófkjör

FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á fundi sínum síðdegis í gær að láta fara fram prófkjör vegna uppstillingar á lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Skagfirðingar í Bakkakoti

Mosfellsdalur | Burtfluttir Skagfirðingar með golfbakteríuna, búsettir á höfuðborgarsvæðinu, hafa undanfarin ár komið saman á haustin og att kappi á golfvellinum. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 129 orð

Sparnaður í orku- og vatnsnotkun

SAMNINGUR um heildarúttekt og greiningu á allri orku- og vatnsnotkun Norðurmjólkur hefur verið undirritaður milli fyrirtækisins og Dexta-orkutæknilausna ehf. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 482 orð | 2 myndir

Telur greiðslur til foreldra 9-18 mánaða barna koma til greina

BJÖRN Ingi Hrafnsson, formaður fjölskyldunefndar ríkisstjórnarinnar, telur að með greiðslum til foreldra barna 9 til 18 mánaða megi leysa þann vanda sem skapast hjá mörgum foreldrum eftir að fæðingarorlofi lýkur og fram til þess tíma að börnin komast á... Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Tómas og Jakob fengu einn kola

TÓMAS Hrafn Jóhannesson og Jakob Fannar Magnússon voru við veiðar á Reykjavíkurhöfn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins hitti þá að máli. Þeir höfðu veitt einn kola og voru bara nokkuð ánægðir með feng sinn. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð

Tvö vinnuslys við Kárahnjúka

ÞRÍR menn slösuðust í tveimur vinnuslysum síðdegis í gær á vinnusvæðinu við Kárahnjúka. Annað slysið varð með þeim hætti að tveir menn klemmdust undir steypustyrktarjárngrind. Voru þeir að festa grindina þegar hún rann til með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Töðugjöld starfsmanna Hrafnistu

ÁRLEG töðugjöld starfsmanna Hrafnistuheimilanna voru haldin fyrir skömmu. Þar gera starfsmenn heimilanna og fjölskyldur sér glaðan dag, bjóða samstarfsmenn velkomna úr sumarleyfum og kveðja sumarstarfsfólk. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð

Undirbúningur verði hafinn að gerð tvennra jarðganga

SAMÞYKKT var á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Patreksfirði um helgina ályktun þar sem segir að það sé sanngjörn krafa að samgönguverkefni á Vestfjörðum séu sett í forgang. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Við Dvalarheimilið Naust er nú risin myndarleg viðbygging sem verður tilbúin innan skamms en aðeins ár er síðan fyrsta skóflustungan var tekin. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð

Úrelt skilti hjá Strætó bs.

GERA þarf umfangsmiklar breytingar á tímatöflum Strætó bs. og leiðbeiningum til þeirra sem bíða á biðstöðvum ef nýtt leiðakerfi Strætó á að skila einhverjum samgöngubótum. Meira
6. september 2005 | Erlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Verðstríði breskra blaða lokið

"VERÐSTRÍÐI" bresku dagblaðanna lauk í gær þegar The Times hækkaði verð á hverju eintaki í 66 kr. ísl. en það var komið niður í um 22 kr. um tíma. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 270 orð

Verður Nýsköpunarsjóður einkavæddur?

FYRIRHUGUÐ sala á Lánasjóði landbúnaðarins og umræða um hugsanlegar breytingar á Íbúðalánasjóði vekja upp spurningar um hvort hugsanlegt sé að gagnger endurskoðun fari fram á fleiri opinberum sjóðum. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 376 orð | 2 myndir

Verður stærsta íþróttahúsið á Austurlandi

Reyðarfjörður | Um helgina var haldin íþróttahátíð í Fjarðabyggð, þar sem fagnað var framkvæmdum við uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Tæplega 500 manns tóku þátt í hátíðahöldunum. Fyrirsjáanleg fjölgun íbúa í Fjarðabyggð, m.a. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Vinnunefnd skipuð um varnir gegn fuglaflensu

Stykkishólmur | Yfirdýralæknar á Norðurlöndum hafa árlega í yfir 40 ár hist og rætt ýmis mál sem efst eru á baugi varðandi dýrasjúkdóma. Fundurinn var haldinn að þessu sinni í Stykkishólmi. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir skipulagði fund þeirra. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 397 orð

Vonast eftir undirritun kjarasamnings fyrir helgi

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VEL miðaði á fundi samninganefndar Starfsmannafélags Suðurnesja (STFS) og Launanefndar sveitarfélaga (LS) hjá ríkissáttasemjara í gær, að sögn Ragnars Arnar Péturssonar, formanns STFS. Meira
6. september 2005 | Innlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Yfir 4.000 laxar úr Þverá - Kjarrá

Veiðin í Þverá - Kjarrá var í hádeginu í gær átta löxum frá 4.000, þannig að ljóst má vera að veiði í íslenskri stangveiðiá fer nú í fyrsta skipti yfir 4.000 laxa múrinn. Veiði er að ljúka í Kjarrá en veitt verður í Þverá fram í miðjan mánuðinn. Meira

Ritstjórnargreinar

6. september 2005 | Leiðarar | 926 orð

Bologna-ferlið og íslenzkir háskólar

Þeim, sem hafa fylgzt með umræðum um málefni háskólastigsins hér á landi undanfarin ár, hefur eflaust komið á óvart ræða Runólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptaháskólans á Bifröst, við setningu skólans um helgina. Meira
6. september 2005 | Staksteinar | 260 orð | 1 mynd

Vatnsmýrin og vandræðagangur R-listans

Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, reynir að láta líta svo út í grein, sem hann skrifar í Morgunblaðið í gær, að innan Reykjavíkurlistans sé nú unnið að því af fullum krafti að koma Reykjavíkurflugvelli úr Vatnsmýrinni. Meira

Menning

6. september 2005 | Kvikmyndir | 238 orð | 1 mynd

Afleitt kvikmyndasumar

GRÍNMYNDIN The 40 Year Old Virgin situr á toppi bandaríska vinsældalistans þessa vikuna en hún hefur halað inn litlar 48 milljónir dala frá því hún kom út fyrir tveimur vikum. Meira
6. september 2005 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Ástarfleyinu ýtt úr vör

ÁSTARFLEYINU, nýjum veruleikaþætti sjónvarpsstöðvarinnar Sirkuss, verður ýtt úr vör í vetur. Ástarfleyið er byggt á þáttunum Loveboat , sem hafa notið vinsælda víða um heim að undanförnu. Meira
6. september 2005 | Fólk í fréttum | 121 orð | 4 myndir

Björk baðar sig í athygli

SVIÐSLJÓSIÐ beindist að Björk Guðmundsdóttur á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum um helgina en hún kom á hátíðina ásamt manni sínum, Matthew Barney. Meira
6. september 2005 | Leiklist | 49 orð | 1 mynd

Bláregnsmeyjan

Spánn | Japanski Kabuki-leikarinn Ichimura Manjiro sýnir hér dansinn Fuji-Musume, eða Bláregnsmeyjuna, í Santander á Spáni um helgina. Kabuki þýðir söngur, dans og hæfni og er sígilt form í japönsku leikhúsi. Var það fundið upp snemma á 17. Meira
6. september 2005 | Bókmenntir | 123 orð | 1 mynd

Endurnýjar þjónustusamning við Gunnarsstofnun

MENNINGARRÁÐ Austurlands og Stofnun Gunnars Gunnarssonar hafa endurnýjað samning um þjónustu stofnunarinnar við menningarstarf á Austurlandi. Nýr samningur gildir til ársloka 2007. Meira
6. september 2005 | Dans | 375 orð

Heildaráhrifin eftirminnileg

Föstudaginn 2. september. Meira
6. september 2005 | Tónlist | 404 orð | 1 mynd

Hljómsveit Fólksins | Bob

HLJÓMSVEIT Fólksins þessa vikuna er Bob, en Morgunblaðið og mbl.is velja Hljómsveit Fólksins á tveggja vikna fresti. Meira
6. september 2005 | Kvikmyndir | 223 orð | 2 myndir

Hver er Barði?

STUTTMYNDINNI Hver er Barði ( Who's Barði?) eftir Ragnar Bragason hefur verið boðið að keppa á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Atlantic Film Festival sem haldin er árlega frá 15.-24. september í Halifax í Nova Scotia. Meira
6. september 2005 | Bókmenntir | 194 orð | 1 mynd

Ímyndir kynjanna í fjölmiðlum

ÍMYNDIR kynjanna í fjölmiðlum eru meðal þeirra námskeiða sem Opni listaháskólinn býður upp á á haustmisseri. Það stendur þrjú kvöld í húsi Listaháskóla Íslands í Laugarnesi, dagana 29. september, 6. og 13. október, klukkan 20.15-22. Meira
6. september 2005 | Tónlist | 486 orð | 1 mynd

Kettlingar á hljómborði

Lincoln Mayorga píanóleikari flutti tónlist eftir Gershwin og fleiri. Sunnudagur 4. september. Meira
6. september 2005 | Tónlist | 87 orð | 1 mynd

Nánast uppselt á Patti í kvöld

NÆRRI uppselt er á tónleika Patti Smith á NASA í kvöld, en verið er að selja ósótta miða. Patti lenti á landinu í fyrradag og að sögn Ísleifs Þórhallssonar, aðstandanda tónleikanna, er hún yfir sig hrifin af landi og þjóð. Meira
6. september 2005 | Tónlist | 162 orð | 1 mynd

Nýfundin aría Bachs frumflutt

Weimar | Nýfundin aría eftir Johann Sebastian Bach var frumflutt í hátíðarsal hallarinnar í Weimar í Þýskalandi á laugardaginn. Meira
6. september 2005 | Fjölmiðlar | 28 orð | 1 mynd

...nýjum innlitum

NÝIR þáttastjórnendur taka við Innliti/útliti í dag en það eru þau Þórunn Högnadóttir, Arnar Gauti Sverrisson og Nadia Katrín Banine. Ýmsar breytingar eru væntanlegar í þessari sjöundu... Meira
6. september 2005 | Menningarlíf | 1089 orð | 2 myndir

Ný verk og góðir gestir hjá Sinfó í vetur

Sinfóníuhljómsveit Íslands hóf vetrarstarf sitt um helgina með kynningu á dagskrá vetrarins í Háskólabíói. Dagskrá vetrarins hefur verið gefin út á myndarlegri bók, og er eins og jafnan forvitnileg og fjölbreytt. Meira
6. september 2005 | Bókmenntir | 487 orð | 1 mynd

"Grip á gítar frásagnarlistarinnar"

SKÁLDSAGAN Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson er nýkomin út í Danmörku í þýðingu Erik Skyum-Nielsen og er væntanleg í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Meira
6. september 2005 | Tónlist | 545 orð | 1 mynd

Ravel á Þingvöllum

Ravel: Strengjakvartett í F*; Chansons madécasses f. flautu, selló og píanó**; Sónata í C f. fiðlu og selló***/**; Inngangur og Allegro f. hörpu, strengjakvartett, flautu og klarínett*. Meira
6. september 2005 | Kvikmyndir | 160 orð

Síðasta Grænlandsför Alfreds Wegeners

SÝNINGAR Kvikmyndasafns Íslands hefjast á ný í kvöld kl. 20 í Bæjarbíói með þýsku heimildarmyndinni Das Grosse Eis. Meira
6. september 2005 | Fjölmiðlar | 227 orð | 1 mynd

Skemmdarverk í nafni vísindanna

DISCOVERY er að öllum líkindum besta sjónvarpsstöð í heimi. Þar er að minnsta kosti besti sjónvarpsþáttur veraldar og jafnvel þótt víðar væri leitað, en sjónvarpsþáttagerð utan veraldarinnar hefur að vísu farið nokkuð halloka að undanförnu. Meira
6. september 2005 | Kvikmyndir | 169 orð | 2 myndir

Strákarnir fara á toppinn

NOKKRAR sviptingar hafa verið á efstu sætum íslenska bíólistans. Nýjasta kvikmynd Róberts Douglas Strákarnir okkar hreppir efsta sætið eftir helgina en þá sóttu rúmlega þrjú þúsund gestir myndina sem hefur hingað til fengið ágæta dóma gagnrýnenda. Meira
6. september 2005 | Menningarlíf | 212 orð | 1 mynd

Tenórinn heldur á heimaslóðir

Leiksýningin Tenórinn eftir Guðmund Ólafsson er nú að hefja sitt þriðja leikár og mun á næstunni verða á fjölum Freyvangsleikhússins. Meira
6. september 2005 | Myndlist | 510 orð | 1 mynd

Um aðsókn að Listasafni Reykjavíkur

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Einari Hákonarsyni listmálara: "Vegna yfirlýsingar Eiríks Þorlákssonar, nú fyrrverandi stjórnanda Listasafns Reykjavíkur, í Morgunblaðinu 24. ágúst sl. og í sama blaði þann 20. Meira
6. september 2005 | Fjölmiðlar | 106 orð | 1 mynd

Vilborg og Eiríkur

GÍSLI Einarsson leggur af stað út og suður í kvöld. Fyrsti viðmælandi er Vilborg Arnardóttir, sem hefur haft forgöngu um uppbyggingu fjölskyldugarðs í Súðavík. Meira

Umræðan

6. september 2005 | Bréf til blaðsins | 554 orð

Lögregluríkið Ísland

Frá Gunnari Þór Árnasyni: "ÉG UNDIRRITAÐUR, sem telst jú bara meðaljón og varla það í þessu ágæta samfélagi sem við búum í, hef vissulega enga persónulega hagsmuni af því sem hér fer á eftir." Meira
6. september 2005 | Aðsent efni | 362 orð | 1 mynd

Miklu meir, miklu meir

Eygló Harðardóttir fjallar um flutning flugstöðvarinnar: "Þrátt fyrir óvanalega gott atvinnuástand í landinu er enn töluvert atvinnuleysi hjá konum á Suðurnesjunum." Meira
6. september 2005 | Aðsent efni | 1324 orð | 3 myndir

Nýtt kerfi - Úrelt skilti

Að búa út góðar upplýsingar um almenningssamgöngukerfið virðist kosta smáaura í samanburði við kostnaðinn við vagnana, eldsneytið, vinnuna sjálfa og nýju kortalesarana, sem Strætó hefur sett upp. Meira
6. september 2005 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Sameining sveitarfélaga? Nokkrar athugasemdir

Þorkell Ásgeir Jóhannsson fjallar um sameiningu sveitarfélaga: "Þessi dæmi og fleiri sanna að það er aðeins til að skekkja umræðuna í aðdraganda sameiningar, þegar því er haldið fram að stærð sveitarfélaga ráði úrslitum um afkomumöguleika þeirra." Meira
6. september 2005 | Velvakandi | 391 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Pennavinir í Japan Velvakanda hefur borist bréf frá Pennavinaklúbbi í Japan. Í klúbbnum eru meðlimir frá táningsaldri og fram á miðjan aldur sem óska eftir pennavinum frá Íslandi. Meira

Minningargreinar

6. september 2005 | Minningargreinar | 2532 orð | 1 mynd

HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR

Halldóra Ólafsdóttir fæddist í Tjarnarhúsum á Akranesi 10. ágúst 1918. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Vigfús Kristjánsson, sjómaður og málarameistari á Akranesi, f. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2005 | Minningargreinar | 3536 orð | 1 mynd

UNNUR EINARSDÓTTIR

Unnur Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Pétursson, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1892, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2005 | Minningargreinar | 1477 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN LÚÐVÍK ÞORSTEINSSON

Þorsteinn Lúðvík Þorsteinsson fæddist á Reynivöllum í Suðursveit 23. apríl 1929. Hann lést á hjúkrunardeild HSSA miðvikudaginn 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Arelí Þorsteinsdóttir, f. 18.11. 1897, d. 2.7. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2005 | Minningargreinar | 2719 orð | 1 mynd

ÞYRI ÞORLÁKSDÓTTIR MYERS

Þyri Þorláksdóttir Myers fæddist í Reykjavík 22. maí 1934. Hún lést í Reykjavík 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Inga Sörensen, f. í Reykjavík 28. maí 1911, d. í Reykjavík 2. nóvember 1964, og Þorlákur Helgason, f. á Ísafirði 17. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

6. september 2005 | Sjávarútvegur | 259 orð | 1 mynd

Ein síldarsöltunarstöð eftir

Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is Síldarsöltunarstöðvum hefur farið fækkandi síðustu árin og mikil breyting hefur orðið á frá því að saltað var á haustin allt frá Vopnafirði og suður um alveg vestur á Snæfellsnes. Meira
6. september 2005 | Sjávarútvegur | 76 orð | 1 mynd

Steinunn SF landar í fyrsta sinn

Trollbáturinn Steinunn SF fór í sinn fyrsta túr fyrir viku og landar í Reykjavík í dag. Báturinn hét áður Helga RE og kemur í stað eldri Steinunnar sem var smíðuð í Noregi 1975 og hefur gengið undir ýmsum nöfnum hjá nokkrum útgerðum. Skinney-Þinganes... Meira

Viðskipti

6. september 2005 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Baugur í nýjum fjárfestingasjóði

BAUGUR Group er með 10% hlut í nýjum 500 milljóna punda fjárfestingasjóði, sem stefnir að því að kaupa breskar matvöruverslanir og smásölusvæði. Meira
6. september 2005 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Hagnaður Landsafls nærri 1.400 milljónir

HAGNAÐUR Landsafls á fyrri helmingi ársins nam alls um 1.376 milljónum króna en var 206 milljónir króna á sama tímabili síðasta árs. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 326 milljónum króna. Meira
6. september 2005 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Hlutabréf hækkuðu í Kauphöllinni

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær um 4.318 milljónum króna, mest með hlutabréf eða fyrir um 1.856 milljónir króna en með ríkisbréf fyrir um 1.770 milljónir króna. Meira
6. september 2005 | Viðskiptafréttir | 884 orð | 2 myndir

Landsbankinn kominn með starfsemi í 10 löndum

Landsbanki Íslands keypti í gær evrópska verðbréfafyrirtækið Kepler Equities sem er með starfsemi í sjö löndum. Við kaupin eykst erlend starfsemi Landsbankans, sem er nú þegar með starfsemi í Bretlandi og Lúxemborg, umtalsvert. Meira
6. september 2005 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Merlin vekur athygli

HUGSANLEG kaup íslenskra fjárfesta á Merlin-keðjunni var forsíðufrétt danska blaðsins Børsen í gær en fleiri danskir fjölmiðlar urðu síðan til þess að taka málið upp en áhugi og kaup Íslendinga á fyrirtækjum í Danmörku að undanförnu virðast koma dönsku... Meira
6. september 2005 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Spáð 0,9% hækkun vísitölu neysluverðs

ÚTLIT er fyrir 0,9% hækkun vísitölu neysluverðs á milli ágúst og september, að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Útsölulok ásamt hækkun eldsneytisverðs eru helsta skýring hækkunarinna. Meira
6. september 2005 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Viðskiptahallinn meiri en áður hefur mælst

VIÐSKIPTAHALLINN á fyrri helmingi þessa árs er nærri tvöfalt meiri en á sama tímabili í fyrra, en samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabankanum hefur hann aukist úr tæpum 34 milljörðum króna í 65 milljarða króna á milli ára. Meira

Daglegt líf

6. september 2005 | Daglegt líf | 396 orð | 1 mynd

Sigraðist á brjóstakrabbameini með breyttu mataræði

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is "Krabbameinið hvarf á sex vikum eftir að ég gjörbreytti mataræði mínu," segir fræðimaðurinn og vísindakonan dr. Meira
6. september 2005 | Daglegt líf | 750 orð | 4 myndir

Stelpur opna skæruliðaverslun

eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is "Guerrilla store" eða skæruliðaverslun er staður þar sem hátískuvara sem annars er frekar óaðgengileg almenningi er færð nær alþýðunni. Meira

Fastir þættir

6. september 2005 | Fastir þættir | 432 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Óvæntur ávinningur. Norður &spade;Á52 &heart;8432 S/NS ⋄G108653 &klubs;-- Suður &spade;3 &heart;ÁK765 ⋄ÁKD2 &klubs;ÁKD Ekki þarf að skoða þessar hendur lengi til að sjá að sjö tíglar standa á borðinu. Meira
6. september 2005 | Viðhorf | 878 orð | 1 mynd

Kristið siðgæði

Enginn maður getur haft siðgæði án trúar. Þeir sem ekki eru kristnir geta ekki upplifað samúð eða kærleik. Fyrirgefningin er ómöguleg án hugmyndarinnar um Jesú. Getur þetta verið rétt? Meira
6. september 2005 | Fastir þættir | 805 orð | 2 myndir

Lenka varð Norðurlandameistari!

24. ágúst- 4. september 2005 Meira
6. september 2005 | Í dag | 13 orð

Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil. 4...

Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil. 4, 5.) Meira
6. september 2005 | Fastir þættir | 196 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Bg2 d5 4. Rf3 dxc4 5. Dc2 Be6 6. Rg5 Bd5 7. e4 h6 8. Rh3 Be6 9. Rf4 Bc8 10. Dxc4 e5 11. Re2 c5 12. O-O Rc6 13. Rbc3 Bd6 14. d3 O-O 15. Rd5 Rxd5 16. exd5 Re7 17. f4 exf4 18. Bxf4 b5 19. Dc1 Hb8 20. Rc3 Bxf4 21. Dxf4 Bb7 22. Meira
6. september 2005 | Í dag | 515 orð | 1 mynd

Svipuð vandamál víðast hvar

Guðrún Bjarnadóttir er sálfræðingur hjá Miðstöð heilsuverndar barna. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966, lauk kennaraprófi og námi í sérkennslu og talkennslu frá Statens Spesiallærerskole í Ósló árið 1971. Meira
6. september 2005 | Fastir þættir | 311 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Kunningi Víkverja sagði farir sínar ekki sléttar þegar Víkverji hitti hann á kaffihúsi í gær. Meira

Íþróttir

6. september 2005 | Íþróttir | 170 orð

Athyglin beindist að Eiði Smára

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnuu kom til Sofia í Búlgaríu um miðjan dag í gær á búlgörskum tíma, um hádegisbil á íslenskum tíma, frá London en Íslendingar mæta Búlgörum í næstsíðasta leik sínum í undankeppni HM annað kvöld. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 247 orð

Ásthildur með þrennu gegn Örebro

ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðsfyrirliði, átti stórleik og skoraði þrennu þegar Malmö FF vann yfirburðasigur á Örebro, 8:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 62 orð

Bandarísk til Breiðabliks

JESSALYN Deveny, bandarísk körfuknattleikskona, hefur samið við Breiðablik, nýliðana í 1. deild kvenna, um að spila með þeim í vetur. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 66 orð

Brown vann í Boston

OLIN Brown sigraði á Deutche Bank meistaramótinu í golfi sem lauk í Boston í gærkvöld en það er liður í PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsti sigur hans á mótaröðinni í sex ár. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 141 orð

Clark til Fjölnis

FJÖLNIR hefur gengið frá samningi við bandarískan leikmann um að hann leiki með félaginu í efstu deild körfuboltans í vetur. Sá heitir Jason Clark og er ríflega tveggja metra maður sem útskrifaðist frá Virginíuháskóla í vor. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 541 orð | 1 mynd

* DAGUR Sigurðsson og lærisveinar hans í austurríska...

* DAGUR Sigurðsson og lærisveinar hans í austurríska handknattleiksliðinu Bregenz unnu góðan sigur á Novi Sad frá Serbíu í undankeppni meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Lokatölur voru 29:31 fyrir Bregenz en leikið var á heimavelli Novi Sad . Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd

* ENSKI landsliðsmarkvörðurinn í knattspyrnu, Paul Robinson , missti af...

* ENSKI landsliðsmarkvörðurinn í knattspyrnu, Paul Robinson , missti af landsliðsæfingu í gær. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 81 orð

Fjórir á HM í Tékklandi

FJÓRIR íslenskir sundmenn taka þátt í heimsmeistaramóti þroskaheftra sem fram fer í Liberec í Tékklandi 6.-10. september. Það eru þau Gunnar Örn Ólafsson, Jón Gunnarsson, Bára B. Erlingsdóttir og Úrsúla Baldursdóttir. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 149 orð

Heiðar og Ragnhildur meistarar

HEIÐAR Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik, tryggði sér um helgina stigameistaratitilinn, en síðasta mótið á Toyotamótaröðinni var haldið á Korpúlfsstaðavelli. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hafði þegar tryggt sér titilinn í kvennaflokki. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 23 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA 3. deild karla, síðari úrslitaleikir um sæti í 2. deild: Gróttuvöllur: Grótta - Reynir S 17.30 Fáskrúðsfjörður: Leiknir F. - Sindri 17. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 151 orð

Kári í byrjunarliðið í staðinn fyrir Gylfa?

ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar tilkynna ekki fyrr en á morgun byrjunarlið Íslands sem mætir Búlgörum í undankeppni HM í knattspyrnu í Sofia annað kvöld. Ein breyting á liðinu frá því í leiknum við Króatíu er óumflýjanleg. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 220 orð

Kluivert vonast eftir að spila á HM

HOLLENSKI sóknarmaðurinn Patrick Kluivert vonast til að endurlífga knattspyrnuferil sinn hjá spænska félaginu Valencia eftir að hafa ekki náð sér á strik með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 88 orð

Kristinn á HM-leik

KRISTINN Jakobsson dæmir viðureign Finnlands og Makedóníu í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Helsinki á morgun. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 705 orð | 2 myndir

Mikill munur á Essen og Gummersbach

"ÞAÐ er gaman að við getum verið svona margir hér úti í Þýskalandi við að leika handknattleik. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 100 orð

Ólafur Már 3 undir pari

ÓLAFUR Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, lék fyrsta hringinn á móti í EPD mótaröðinni í Þýskalandi í gær á 69 höggum eða þremur höggum undir pari Holledau vallarins. Ólafur Már er í 4. til 7. sæti eftir fyrsta hring. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 993 orð | 1 mynd

Rosaleg hamingja að komast upp

"ÞAÐ var að sjálfsögðu rosaleg hamingja að sigra í deildinni og komast upp í efstu deild," sagði Kristbjörg Helga Ingadóttir, þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu, sem tryggði sér um helgina sæti í Landsbankadeild kvenna næsta ár. Fylkir lagði þá Þór/KA/KS 3:2 í hreinum úrslitaleik. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 156 orð

Skúli Jón til reynslu hjá Brann

SKÚLI Jón Friðgeirsson, 17 ára knattspyrnumaður úr KR, fer innan skamms til reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Brann. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 117 orð

Sundmaður féll á lyfjaprófi

ARI Gunnarsson, sundmaður úr Ármanni, hefur verið dæmdur í tveggja ára æfinga- og keppnisbann en í lyfjasýni hans, sem tekið var eftir bikarkeppni Sundsambands Íslands 3. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 130 orð

Ummæli Stoichkovs verða könnuð

LENNART Johansson, forseti knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, mun láta kanna ummæli Hristos Stoichkovs, þjálfara Búlgara, sem hann lét hafa eftir sér að loknum tapleik Búlgara gegn Svíum, 0:3. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 109 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Undankeppni HM 2006 Suður-Ameríka: Uruguay - Kólumbía 3:2 Marcelo Zalayeta 43., 51., 86. - Elkin Soto Jaramillo 78., Juan Pablo Angel 81. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 410 orð | 1 mynd

Venus lagði systur sína

BANDARÍSKA tenniskonan Venus Williams er komin í átta manna úrslit í einliðaleik kvenna á Opna bandaríska mótinu, og lagði þar systur sína Serenu í tveimur settum. Meira
6. september 2005 | Íþróttir | 85 orð

Þorlákur til Stjörnunnar

ÞORLÁKUR Árnason knattspyrnuþjálfari, sem hætti störfum hjá úrvalsdeildarliði Fylkis á fimmtudaginn í síðustu viku, hefur verið ráðinn yfirþjálfari Knattspyrnudeildar Stjörnunnar til næstu þriggja ára. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.