Greinar miðvikudaginn 7. september 2005

Fréttir

7. september 2005 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

100 Íslendingar á norræna lögmannaþinginu

NORRÆNA lögfræðingaþingið, hið 37. í röðinni, var haldið nýverið í Reykjavík. Þátttakendur voru um 1.100, þar af tæplega 100 frá Íslandi. Fjölbreytileg dagskrá var í boði og fyrirlesarar meðal þekktustu lögfræðinga á Norðurlöndunum. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

18 milljörðum varið í nýtt hátæknisjúkrahús

Eftir Örnu Schram og Svavar Knút Kristinsson RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að leggja fram frumvarp á Alþingi í haust, þar sem m.a. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 123 orð

21 til 35 ára hefur fækkað mest á Vestfjörðum

Vestfirðir | Lýst var miklum áhyggjum af brottflutningi fólks frá Vestfjörðum á þingi fjórðungssambands Vestfirðinga sem lauk á laugardaginn. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 813 orð | 1 mynd

Allt spurning um gæði

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Gætu Bologna-staðlar steypt alla í sama mót? Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Alþjóðaráðstefna þingforseta í New York

FORSETI Alþingis, Halldór Blöndal, sækir 2. alþjóðaráðstefnu þingforseta sem Alþjóðaþingmannasambandið og Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir í New York dagana 7.-9. september. Munu þingforsetarnir m.a. Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Annan gerði slæm mistök

Sameinuðu þjóðunum. AFP. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 435 orð

Annmarkar taldir á 18 af 40 liðum ákærunnar

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 82 orð

Atvinnulíf rústað | Í ályktun aðalfundar Verkalýðsfélags Vestfirðinga...

Atvinnulíf rústað | Í ályktun aðalfundar Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem haldinn var á dögunum kemur fram að fundarmenn mótmæli þeim vandræðum sem stjórnvöld hafa bakað vestfirsku atvinnulífi með efnahagsaðgerðum og risaframkvæmdum á Austurlandi, sem... Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 1752 orð | 3 myndir

Ákæruliðir sem dómendur telja annmarka á

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR telur að annmarkar kunni að vera á 18 af 40 liðum ákærunnar í Baugsmálinu. Hér er aðeins tæpt á helstu atriðum þeirra liða sem nefndir eru í bréfi héraðsdóms. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 154 orð

Ánægja með ráðningu nýs útvarpsstjóra

RÚM 64% landsmanna eru frekar eða mjög ánægð með ráðningu Páls Magnússonar í embætti útvarpsstjóra. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Enginn munur er á afstöðu karla og kvenna til ráðningar Páls en töluverður munur er eftir aldri svarenda. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð

Árásarmanni sleppt úr haldi

HÆSTIRÉTTUR hnekkti í gær úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem réðist á lækni í apríl á þessu ári, skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 30. september. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 347 orð

Bifreiðastæði verði gjaldfrjáls í miðborginni

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn lögðu fram tillögu á borgarstjórnarfundi í gær, þess efnis að komið verði á fót gjaldfrjálsum bifreiðastæðum í miðborginni. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Borgarstjórn komin í gang eftir sumarfrí

Fyrsti fundur borgarstjórnar Reykjavíkur að loknu sumarleyfi var í Ráðhúsinu í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir er hér í umræðu um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og með fylgist forseti borgarstjórnar, Alfreð... Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 287 orð

Breytti fréttamennskunni

Washington. AFP. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Ekkert samkomulag við Sky

EKKERT hefur komið fram sem sýnir og sannar að samkomulag hafi verið gert við sjónvarpsstöðina Sky í Bretlandi um að hætta að selja Íslendingum aðgang að stöðinni. Þetta kemur m.a. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ekkert tilboð | Á fundi skólanefndar í vikunni kom fram að ekkert...

Ekkert tilboð | Á fundi skólanefndar í vikunni kom fram að ekkert formlegt tilboð hefði borist fyrir tilsettan tíma í rekstur nýja leikskólans Hólmasól við Helgamagrastræti. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 213 orð

Ekki eitt sveitarfélag

SAMÞYKKT var á fundi borgarstjórnar í gær tillaga borgarstjóra um að tillaga Ólafs F. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 1721 orð | 7 myndir

Erlendar skuldir greiddar niður um 32,2 milljarða í ár

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram frumvarp á Alþingi í haust, þar sem m.a. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Fá að vita strax um vinning

SAMTÖK endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) hafa hafið rekstur á nýjung í happdrættismálum sem þeir kynntu á blaðamannafundi í vikunni. Hringt er í númerið 904-1111 og fæst svar strax hvort viðkomandi hafi hlotið vinning eða ekki. Sex hundruð kr. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Fálki í vígaham drap tvo hrafna

FÁLKI drap nýlega tvo hrafna á Melrakkasléttu, án þess að vera að veiða þá sér til matar. Erlingur Thoroddsen, hótelstjóri á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn og fréttaritari Morgunblaðsins, varð vitni að þessum atburði. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 85 orð

Félagsvísindatorg | Alma Oddgeirsdóttir ræðir um Mentorverkefnið Vinátta...

Félagsvísindatorg | Alma Oddgeirsdóttir ræðir um Mentorverkefnið Vinátta á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 7. september, kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 177 orð

Fyrirlestur í Árnagarði um inúíta

PRÓFESSOR Hartmut Lutz, forstöðumaður stofnunar amerískra og kanadískra fræða við Greifswald-háskóla í Þýskalandi, flytur opinberan fyrirlestur á morgun, fimmtudag, um afdrif inúíta sem hafðir voru til sýninga í Evrópu á 19. öld. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Gestamet slegið á Ljósanótt

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Talið er að hátt í 30 þúsund manns hafi safnast saman í miðbæ Reykjanesbæjar þegar Ljósanótt stóð sem hæst síðastliðið laugardagskvöld og ekki ósennilegt að slegið hafi verið gestamet. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Grímur Atlason býður sig fram hjá VG

GRÍMUR Atlason hefur ákveðið að gefa kost á sér í eitt af þremur efstu sætunum í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga á komandi vori. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 601 orð | 2 myndir

Grunnurinn náði í garð nágrannans

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð

Gæsla vegna hnífaárása framlengd

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að 17 ára gamall piltur, sem stakk tvo aðra pilta með hnífi í kjölfar menningarnætur í Reykjavík í ágúst, sæti áfram í gæsluvarðhaldi til 14. október. Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd

Hjara innan um rústirnar

Gulfport. Los Angeles Times. | Sparkmans-hjónin í Gulfport í Mississippi-ríki eru hungruð í mat þegar þau vakna. Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Holdið verði varið fyrir sól

Strassborg. AFP. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð | 2 myndir

Hrókurinn gefur Skák og mát

SKÁKFÉLAGIÐ hrókurinn og Edda hófu í gær fjórðu hringferð sína í kringum landið með heimsókn í Austurbæjarskóla þar sem börn í þriðja bekk fengu að gjöf bókina Skák og mát. Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Hætta á miklu umhverfistjóni vofir yfir

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LÖGREGLAN í New Orleans í Bandaríkjunum sagðist í gær vera búin að fara í um 75% allra íbúðarhúsa til að leita að fólki sem varð innlyksa og hefur stundum þurft að þvinga fólk til að yfirgefa húsin. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Íslenskir jöklar mældir úr geimnum

Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is EVRÓPSKA gervitunglið CryoSat sem skotið verður á loft á næstunni, mun meðal annars mæla þykkt jökla hér á landi. Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 138 orð

Karlar ekki að deyja út

BRESKIR vísindamenn hafa nú gert út af við lífseiga kenningu um að karlar muni eftir nokkrar milljónir ára deyja út vegna þess að Y-litningurinn, sem ákvarðar karlkyn, sé að tapa genum og muni loks hverfa. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Kísiliðjan jöfnuð við jörðu

Mývatnssveit | Vinna er hafin við að rífa niður byggingar þær á lóð Kísiliðjunnar í Mývatnssveit sem ekki verða nýttar fyrir aðra starfsemi, en þar með hverfa vegsummerki um nærri fjögurra áratuga starfsemi verksmiðjunnar. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð

Komutímar hjá Strætó með hjálp GPS-tækja

FORSVARSMENN Strætó bs. eru með til athugunar að koma upp rauntímaupplýsingum á öllum viðkomustöðum Strætó þar sem áætlaður komutími á viðkomandi biðstöð er reiknaður út frá staðsetningu vagnanna hverju sinni. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð

Konan úr Stigahlíð enn á gjörgæslu

KONAN sem brenndist alvarlega í eldsvoða í Stigahlíð 27. ágúst sl. er enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Líðan hennar er nokkuð stöðug, að sögn vakthafandi læknis, en hún er tengd við öndunarvél og haldið sofandi. Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Kosningar í Afganistan

ALMENNAR þingkosningar verða í Afganistan 18. þessa mánaðar og kosningabaráttan á fullu eftir því, sem hún gerist í þessu stóra landi, sem byggt er mörgum þjóðum. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 514 orð

Krafist 4 milljóna króna skaða- og miskabóta

Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is TVÖ alvarleg líkamsárásarmál á Akureyri voru þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Annars vegar er um ræða ákæru á hendur tveimur mönnum fyrir hættulega líkamsárás í Vaðlaheiði í apríl sl. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð

Lést í vinnuslysi

MAÐURINN sem lést í vinnuslysi við Vagnhöfða í fyrradag hét Daði Þór Guðlaugsson til heimilis að Mávahlíð 6 í Reykjavík. Hann fæddist 9. febrúar árið 1982 og var ókvæntur og barnlaus. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

Litlar líkur á brottflutningi allra íbúa í einu

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is NÝTT og endurskoðað áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið liggur fyrir og verður kynnt meðal allra viðbragðsaðila á næstunni; lögreglu, slökkviliði, björgunarsveitum, sveitarfélögum og fleirum. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð

Manndrápsmáli í S-Afríku frestað

RÉTTARHÖLDUM yfir karli og konu, sem ákærð eru fyrir að bana Gísla Þorkelssyni í bænum Boksburg í Suður-Afríku í sumar, hefur verið frestað þar til í næstu viku. Að sögn suður-afrískra fjölmiðla var það gert að ósk ákærðu. Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 409 orð | 2 myndir

Manntjón í fellibyl í Japan

FELLIBYLURINN Nabi fór yfir Suður-Japan í gær og olli víða miklu tjóni. Varð hann rúmlega 20 mönnum að bana og meira en 50 slösuðust. Um 100.000 manns leituðu hælis í sérstökum neyðarskýlum þegar veðurhamurinn var mestur. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Menn ekki sammála hvert fara eigi með flugvöllinn

BJÖRN Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi á fundi borgarstjórnar í gær þá ákvörðun R-listans að halda hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar, sem kosti á bilinu 80-100 milljónir kr. Hann sagði samkeppnina vera tilgangslausa. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð

Methagnaður hjá Baugi

REKSTUR samstæðu Baugs Group á fyrri helmingi ársins skilaði 10,6 milljarða króna hagnaði. Þetta er langbesta hálfsárs afkoman í sögu félagsins. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 127 orð

Mikið marðir á fótum

TVEIR af þeim þremur mönnum sem meiddust í tveimur vinnuslysum við Kárahnjúka í fyrradag eru ekki jafn alvarlega slasaðir og í upphafi var talið. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Milljarður í uppbyggingu á árunum 2006 til 2010

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að einum milljarði króna af söluandvirði Símans verði varið til þess að hefja nú þegar uppbyggingu búsetuúrræða og þjónustu fyrir geðfatlaða. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð

Námskeið um tal- og málörvun

TALÞJÁLFUN Reykjavíkur heldur námskeið föstudaginn 23. september, um tal- og málörvun með sértæk úrræði og árangur í brennidepli. Námskeiðið er ætlað leikskólakennurum, grunnskólakennurum, sérkennurum og foreldrum barna með frávik í máli og tali. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð

Nemendagarðar opnaðir | Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun í dag...

Nemendagarðar opnaðir | Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun í dag taka nýja nemendagarða Hólaskóla formlega í notkun, en um er að ræða níu hús með 43 íbúðum fyrir nemendagarðana, og standa þau við nýja götu sem fengið hefur nafnið Geitargerði. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 147 orð

Nemendur vantar

KENNSLA í Tónlistarskólanum á Akureyri er nú kominn á fulla ferð en nú eru innritaðir nemendur við skólann 449 talsins. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri KEA

STJÓRN KEA hefur samþykkt að ráða Halldór Jóhannsson í starf framkvæmdastjóra félagsins í stað Andra Teitssonar. Halldór Jóhannsson er 33 ára viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað hjá KEA sem fjárfestingastjóri frá því í nóvember 2004. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð

Ort til fiðlunnar

Davíð Hjálmar Haraldsson horfði yfir salinn á Landsmóti hagyrðinga: Bæld um salinn bylgja fer, bíða skáld í stólum og hér er ég sem hrútaber í hrærivél á jólum. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Píanói breytt

EINN þekktasti og helsti píanóleikari bandarísku framúrstefnunnar, Margaret Leng Tan, heldur í kvöld tónleika í Listasafni Íslands, þar sem hún mun flytja verk eftir bandaríska tónskáldið John Cage, sem var mikilvirkur í framúrstefnutónlist. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 270 orð

"Erum mjög leið og sorgmædd yfir þessu"

SPELLVIRKI voru unnin á minningargarði um þá sem létust í snjóflóðinu á Flateyri aðfaranótt sunnudags, þegar bíl var ekið inn í hann með þeim afleiðingum að djúp hjólför mynduðust. Hefur atvikið verið kært til lögreglu. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Segir raunverð bíla hafa lækkað

"VERÐ nýrra bíla hjá Brimborg hefur lækkað verulega að raunvirði miðað við búnað undanfarin ár í samræmi við styrkingu krónunnar og aukna hagkvæmni í innkaupum og rekstri Brimborgar," segir m.a. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 245 orð

Símgjöldin lægst á Íslandi miðað við kaupgetu

ÍSLENDINGAR greiða lægstu gjöldin fyrir heimilissíma ef miðað er við kaupgetu, eða um þriðjung af því sem símnotendur greiða almennt í þeim OECD-ríkjum þar sem þessi þjónusta er dýrust. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 203 orð

Skakkaföll vegna verkefnis við Kárahnjúka

SLIPPSTÖÐIN á Akureyri glímir nú við fjárhagslega erfiðleika, en unnið er að lausn málsins og er þess vænst að jákvæð niðurstaða fáist úr þeirri vinnu að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnendum stöðvarinnar. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Starfsemin í fullan gang á ný

ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands hefur aukið starfshlutfall á skrifstofu sambandsins á Akureyri í 100% á ný en dregið var úr starfseminni fyrir um ári vegna fjárskorts. Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Sögð hafa afritað orð Reagans

Berlín. AFP. Meira
7. september 2005 | Erlendar fréttir | 617 orð | 2 myndir

Tekist á um einkavæðingu og skattamál

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 321 orð

Tekist hefur að laga starfsemina að fjárveitingum

Blönduós | Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi er ekki frábrugðin öðrum sambærilegum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni þegar horft er til skilvirkni þeirra og þess ráðstöfunarfjár á íbúa sem þær fá til að sinna hlutverki sínu. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Trylltu um Jökulhálsinn

Fjallahjólakeppnin Jökulhálstryllirinn fór fram um síðustu helgi, og var tekist á við erfiðar aðstæður og hjólað í öllu frá möl upp í snjó. Leiðin lá frá Pakkhúsinu á Ólafsvík um 14 kílómetra upp á Jökulhálsinn og endað við Sundlaug Ólafsvíkur. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Umfangsmesta sjávarútvegssýningin

ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin er umfangsmeiri nú en áður en að sögn Bjarna Þórs Jónssonar, fulltrúa sýningarhaldarans Nexus, er talið að uppsetning sýningarinnar kosti meira en 100 milljónir króna. Árni M. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Umræðan komin upp úr skotgröfunum

"NÚ eru komnar til umræðu raunhæfar lausnir þar sem hagsmunir höfuðborgarinnar, innanlandsflugsins og þar með landsbyggðarinnar geti farið saman. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 55 orð

Vantar vitni | Gróf líkamsárás var framin á Akureyri, við gatnamót...

Vantar vitni | Gróf líkamsárás var framin á Akureyri, við gatnamót Norðurgötu og Strandgötu aðfaranótt 4. september síðastliðins. Að öllum líkindum á tímabilinu frá kl. fjögur til fimm um nóttina. Ráðist var á karlmann á fertugsaldri. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 181 orð

Var tvo sólarhringa að klára hænuna

Kelduhverfi | Um þessar mundir er fálki í fóstri á Víkingavatni. Hann fannst nánast ófleygur síðastliðinn sunnudag í Hafrafellstungu og var tekinn og fluttur í fjárhúsin á Víkingavatni. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 51 orð

Vefur Útskála opnaður | Nýlega var formlega opnuð heimasíða...

Vefur Útskála opnaður | Nýlega var formlega opnuð heimasíða Menningarseturs að Útskálum í Garði á Reykjanesi, en þar er m.a. rakin saga prestssetursins Útskála og hugmyndir um framtíðaruppbyggingu. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 337 orð | 2 myndir

Viðbragðsáætlanir miðuðu ekki við að varnargarðar færu

FJALLAÐ verður um náttúruhamfarirnar í New Orleans og nágrenni í málstofu sem umhverfis- og byggingarverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands gengst fyrir í Öskju í dag. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð

Vilja samgöngubætur | Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Hugins í...

Vilja samgöngubætur | Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Hugins í uppsveitum Árnessýslu skorar á samgönguyfirvöld, þingmenn Suðurkjördæmis og aðra er að málum koma að tryggja aukið fé til samgöngubóta í ofanverðri Árnessýslu. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Vinningshafar í skólaleik Pennans

ÞRÍR vinningshafar hafa verið dregnir út í skólaleik Pennans, þau eru: Dagmar Rut Birkisdóttir úr Vallaskóla á Selfossi, Sigrún Tinna Sigurbjarnadóttir úr Vatnsendaskóla í Kópavogi og Örn Finnsson úr Ingunnarskóla í Reykjavík. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Þemadagar um lífríki Laxár í Aðaldal

Eftir Atla Vigfússon Laxamýri | "Stór þessi," heyrist sagt úr nemendahópnum þegar 4.-7. bekkur Hafralækjarskóla fékk að líta augum 20 punda hæng í vettvangsferð sinni á Laxárbökkum á dögunum. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 211 orð

Þungt hljóð í samningamönnum SFR

Eftir Hjálmar Jónsson hjjo@mbl.is SAMNINGAFUNDUR í deilu SFR vegna starfsmanna á hjúkrunarheimilum stóð yfir í allan gærdag og lauk ekki fyrr en undir miðnætti hjá ríkissáttasemjara. Meira
7. september 2005 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Þverpólitísk samtök á Suðurnesjum

STOFNA á þverpólitísk samtök á Suðurnesjum, að frumkvæði flokkanna þriggja í meiri- og minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem ætlað er að berjast fyrir flutningi innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar og gerð samgöngumannvirkis milli... Meira

Ritstjórnargreinar

7. september 2005 | Leiðarar | 763 orð

Búhnykkur

Einkavæðing Landssíma Íslands hf. er búhnykkur fyrir land og þjóð; það ætti að vera öllum ljóst eftir að ríkisstjórnin greindi frá því í gær hvernig hún hygðist verja söluandvirði fyrirtækisins. Meira
7. september 2005 | Staksteinar | 319 orð | 1 mynd

Sjálfstæðismenn leiði Samfylkinguna til valda

Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, býður öðrum að skrifa pistla á heimasíðu sína. Í fyrradag skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir pistil og hvetur til ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Meira

Menning

7. september 2005 | Dans | 173 orð

Ályktun opins fundar um málefni Listdansskóla Íslands

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: "Opinn fundur haldinn 5. Meira
7. september 2005 | Fólk í fréttum | 151 orð | 3 myndir

Bling Bling kom, sá og sigraði

PÁLMI og Adam komu, sáu og sigruðu á fimmta Íslandsmótinu í KUBB, sem fram fór í Borgarnesi á laugardaginn. Meira
7. september 2005 | Tónlist | 141 orð | 1 mynd

Dagur í lífi Lennons besta lag Breta

LAG The Beatles, "A Day in the Life", var valið besta breska lag allra tíma í úttekt tónlistartímaritsins Q , en það birti á dögunum lista yfir 50 "þjóðsöngva" bresku þjóðarinnar. Meira
7. september 2005 | Hönnun | 239 orð | 1 mynd

Endurlífgun landsvæða

JOHANNES Matthiesen, arkitekt og landslagslistamaður, mun halda fyrirlestur um endurlífgun landsvæða sem hafa orðið fyrir skemmdum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Meira
7. september 2005 | Leiklist | 701 orð | 3 myndir

Fræðsluleikhús í víðum skilningi

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is FRÆÐSLULEIKHÚSIÐ Stopp-leikhópurinn fagnar tíu ára afmæli á þessi ári, en leikhópurinn var stofnaður í nóvember 1995. Meira
7. september 2005 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Gaf Beyoncé rándýran hring

RAPPARINN Jay-Z gaf kærustunni sinni, söngkonunni Beyoncé, demantshring og úr fyrir yfir eina milljón dollara í afmælisgjöf um helgina. Meira
7. september 2005 | Tónlist | 133 orð | 1 mynd

Getur bætt við góðum karlaröddum í vetur

KÓR LANGHOLTSKIRKJU æfir mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 20-22. Yfirleitt er hægt að bæta við í karlaraddir ef góðir söngvarar eru í boði. Meira
7. september 2005 | Bókmenntir | 785 orð

Héraðsrit að vestan og norðan

Ritröð, 16. hefti. Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2005, 80 bls. Meira
7. september 2005 | Kvikmyndir | 35 orð | 1 mynd

Howard heiðraður

Frakkland | Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Ron Howard tók í gær við viðurkenningu fyrir framlag sitt til greinarinnar á 31. bandarísku kvikmyndahátíðinni í Deauville í Frakklandi. Meira
7. september 2005 | Myndlist | 146 orð | 1 mynd

Kyrrstæðar fjallgöngur

SÝNING á verkum Ingimars Waage myndlistarmanns hefur verið opnuð á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sýningin er fjórða í röð sýninga á verkum listamanna sem eiga listaverk í Artóteki - Listhlöðu í Borgarbókasafni. Meira
7. september 2005 | Fjölmiðlar | 108 orð | 1 mynd

Leitað að fyrirsætu

FJÓRÐA þáttaröðin af America's Next Top Model hefur göngu sína á Skjá einum í kvöld. Fjórtán stúlkur keppa um titilinn og enn er það Tyra Banks sem situr viðstjórnvölinn og ákveður með öðrum dómurum hverjar halda áfram hverju sinni. Meira
7. september 2005 | Tónlist | 440 orð | 1 mynd

Mennirnir sem eru á bak við Stuðmenn

ÞEGAR hljómsveit er flutt til útlanda fylgir henni gríðarlegur farangur. Í Feneyjaferðinni fylgdi Stuðmönnum eitt tonn og fjórir piltar önnuðust flutninginn. Meira
7. september 2005 | Tónlist | 140 orð | 1 mynd

Moshi Moshi og Crunchy Frog með sérkvöld

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIN Moshi Moshi, frá Bretlandi, og Crunchy Frog, frá Danmörku, verða með sérkvöld á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni, sem haldin verður í Reykjavík 19.-23. október. Meira
7. september 2005 | Fólk í fréttum | 592 orð | 2 myndir

Of mikið af því góða

Safnplötur með bestu og vinsælustu lögum hljómsveitar komu eitt sinn út undir lok ferils hljómsveitar. Lögin voru öll vinsæl og hljómsveitin búin að koma sér vel fyrir á ákveðnum stalli. Meira
7. september 2005 | Tónlist | 325 orð | 1 mynd

"Hefur háa, blæfagra tenórrödd"

VEITT var viðurkenning úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal við hátíðlega athöfn í Salnum í gær. Það var Jónas Guðmundsson tenórsöngvari sem tók við styrknum að upphæð 500.000 kr. og flutti við tilefnið þrjú lög við lofsamlegar undirtektir áheyrenda. Meira
7. september 2005 | Tónlist | 583 orð | 2 myndir

"Við vorum eins og rokkstjörnur"

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞEIR Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Björn Thoroddsen, sem skipa tríóið Guitar Islancio, eru nýkomnir heim úr Japansferð. Meira
7. september 2005 | Bókmenntir | 153 orð

Samskipti fólks af ólíkri menningu

VÍSINDAMENN hvaðanæva úr Evrópu ætla að hittast næstkomandi föstudag í Háskóla Íslands og ræða hvaða aðferðir og miðla unnt er að nota milli fólks af ólíkri menningu. Meira
7. september 2005 | Fjölmiðlar | 31 orð | 1 mynd

...Schneider

LEIKARINN Rob Schneider er sérstakur heiðursgestur hjá Strákunum á Stöð 2 í kvöld. Sagan segir að strákarnir hafi heillað Schneider upp úr skónum og tekist að plata hann í ótrúlegustu... Meira
7. september 2005 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Sheryl og Lance trúlofast

SÖNGKONAN Sheryl Crow og hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong trúlofuðu sig um helgina og áforma að gifta sig í vor, að sögn talsmanns Armstrongs. Þau Crow og Armstrong hittust fyrst í október árið 2003 og hafa verið í sambandi síðan, þó ekki samfelldu. Meira
7. september 2005 | Tónlist | 183 orð | 2 myndir

Slatti af háum nótum

ARÍUR eftir Mozart, Verdi og Puccini verða sungnar á hádegistónleikum í Hafnarborg fimmtudaginn 8. september kl. 12. Fram koma Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari. Meira
7. september 2005 | Fjölmiðlar | 223 orð | 1 mynd

Stuttmyndaparadís

FYRIR nokkrum vikum sagði ég frá þáttunum Angry Kid , breskum gamanþætti á netinu um rauðhærðan strákorm. Þættina um Angry Kid má meðal annars sjá á síðunni www.atomfilms.com, og er ekki úr vegi að gera betur grein fyrir þeirri ágætu síðu. Meira
7. september 2005 | Fólk í fréttum | 431 orð | 1 mynd

Sveimað um síki

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is "UM SÍKIÐ sveima og læt mig dreyma um gondóla," segir í texta við Stuðmannalagið "Söng fjallkonunnar" en segja má að textinn hafi ræst sl. helgi þegar Stuðmenn sóttu Feneyjar heim. Meira
7. september 2005 | Tónlist | 423 orð | 1 mynd

Töffaradiskur

Lög við vísur eftir Davíð Þór Jónsson. Hljóðfæraleikur: Hljómsveitin Buff og gestir. Myndskreyting: Lóa Hjálmtýsdóttir. Útgefandi: 21 12 CC. Meira
7. september 2005 | Tónlist | 410 orð | 2 myndir

Æskan varð fyrir valinu

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is FYRSTU tónleikar vetrarins í tónleikaröðinni Tíbrá verða haldnir í Salnum í kvöld, á afmælisdegi Sigfúsar Halldórssonar tónskálds og heiðursborgara Kópavogs samkvæmt venju, og hefjast þeir kl. 20. Meira

Umræðan

7. september 2005 | Aðsent efni | 355 orð | 1 mynd

Ábending til ritstjóra Morgunblaðsins

Björgólfur Jóhannsson gerir athugasemdir við leiðaraskrif Morgunblaðsins: "Þótt leiðarahöfundur Morgunblaðsins telji að hér sé allt í lukkunnar velstandi er staðreyndin eigi að síður sú að mjög reynir nú á undirstöður sjávarútvegsins." Meira
7. september 2005 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd

Áhugaverðar nýjungar á döfinni hjá Strætó

Ásgeir Eiríksson fjallar um leiðakerfi Strætó: "Margar áhugaverðar nýjungar eru á döfinni sem ætlað er að bæta þjónustu Strætó við íbúa höfuðborgarsvæðisins og gesti." Meira
7. september 2005 | Aðsent efni | 848 orð | 1 mynd

Eru erfðabreyttar plöntur ógn fyrir umhverfið?

Snorri Baldursson fjallar um erfðabreytt matvæli: "Ekki er þó krafist áhættumats áður en nýjum yrkjum, sem búin eru til með hefðbundnum kynbótum, er sleppt út í umhverfið, líkt og gert er við erfðabreytt yrki." Meira
7. september 2005 | Bréf til blaðsins | 458 orð

Frelsum Vatnsmýrina og færum landsmenn nær alþjóðaflugvelli

Frá Eysteini Eyjólfssyni, Eysteini Jónssyni og Viktori Borgari Kjartanssyni: "MIKIÐ hefur verið rætt um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um nýja staðsetningu innanlandsflugsins." Meira
7. september 2005 | Aðsent efni | 586 orð | 1 mynd

Hrokafull þjónusta á skrifstofu Lögreglustjórans í Reykjavík

Sesselja Guðmundsdóttir gagnrýnir þjónustulund opinbers þjónustufyrirtækis: "Ég legg til að lögreglustjóraembættið í Reykjavík sendi flestar konurnar í afgreiðslunni í Borgartúni 9 á námskeið í almennri kurteisi og þjónustulund." Meira
7. september 2005 | Aðsent efni | 446 orð | 1 mynd

Hörmungar í kjölfar Katrínar

Júlíus Valsson fjallar um hörmungarnar í kjölfar Katrínar: "Við þurfum einnig að líta í eigin barm og kanna nánar skipulag björgunar- og hjálparstarfs hér á landi í ljósi fenginnar reynslu." Meira
7. september 2005 | Bréf til blaðsins | 493 orð

Lýsingar íþróttafréttamanna Sýnar

Frá Hauki Harðarsyni: "ÉG VERÐ að koma skoðun minni á framfæri hvað varðar lýsingar þeirra ágætu manna á sjónvarpstöðinni Sýn. Eins og svo margir aðrir horfi ég mikið á knattspyrnu í sjónvarpi og einna skemmtilegast þykir mér að horfa á meistarakeppni Evrópu sem sýnd er á..." Meira
7. september 2005 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd

Nýtt mötuneyti í Grunnskólanum á Ísafirði

Skúli S. Ólafsson fjallar um nýtt mötuneyti: "Án efa hefur það áhrif á líðan og hegðun barna ef mataræðið er of einhæft, ef tiltekin næringarefni skortir í fæðuna." Meira
7. september 2005 | Bréf til blaðsins | 343 orð

Réttlæti í Reykjavík

Frá Dögg Proppé Hugosdóttur: "ÞAÐ ER hreint út sagt frábært að Vinstri græn ákváðu að bjóða fram sér í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Mikið lifandis skelfing verður það gott fyrir Reykvíkinga að fá skýran valkost að velja til stjórnar í Reykjavík." Meira
7. september 2005 | Aðsent efni | 522 orð | 1 mynd

SÁÁ hefur greitt 800 milljónir með sjúkrarekstrinum sl. 12 ár

Þórarinn Tyrfingsson fjallar um rekstur SÁÁ: "...hefur ríkið ekki séð ástæðu til að koma til móts við rökstuddar óskir samtakanna." Meira
7. september 2005 | Aðsent efni | 709 orð | 1 mynd

Sjálandsskóli - Nýr skóli í Garðabæ

Páll Hilmarsson skrifar í tilefni af vígslu Sjálandsskóla: "Ljóst er að vel hefur tekist til við að samræma hugmyndir vinnuhópsins og koma þeim til skila í hinu glæsilega mannvirki, og umhverfi þess." Meira
7. september 2005 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Umræðan um dagvistunarmálin

Haukur Þorvaldsson fjallar um dagvistunarmálin í Reykjavík: "Hugsið ykkur foreldri sem verður að vera í fríi frá vinnu vegna þess að Reykjavíkurborg vill ekki borga meira en kjarasamningur Eflingar segir til um?" Meira
7. september 2005 | Velvakandi | 404 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Plága í borginni - og umönnunarstörf VIÐ fórum, ég og dóttir mín, með barnabörnin niður að Tjörn til að gefa fuglunum brauð og þar urðum við hreint og beint fyrir árás máva. Þessi Tjarnarferð sem átti að vera ánægjuleg varð hreint út sagt skelfileg. Meira

Minningargreinar

7. september 2005 | Minningargreinar | 2032 orð | 1 mynd

HÖRÐUR GUÐMUNDSSON

Hörður Guðmundsson fæddist á Fossum í Skutulsfirði í N-Ís. 25. júlí 1932. Hann lést hinn 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónatansson, bóndi í Engidal í Skutulsfirði og bifreiðarstjóri á Ísafirði, f. 6. september 1888, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2005 | Minningargreinar | 915 orð | 1 mynd

KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR

Kristjana Stefánsdóttir fæddist á Ísafirði 10. mars 1921. Hún lést á heimili sínu 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Janus Björnsson, beykir, og Ragnheiður Brynjólfsdóttir, saumakona. Bróðir Kristjönu var Gísli Stefánsson. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2005 | Minningargreinar | 4089 orð | 1 mynd

MAREN NÍELSDÓTTIR KIERNAN

Maren Níelsdóttir Kiernan fæddist á Balaskarði í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 16. janúar 1922. Hún lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 26. ágúst síðastliðinn. Maren var elst þriggja systra en fyrir átti hún hálfbróður sammæðra. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2005 | Minningargreinar | 822 orð | 1 mynd

SVAVA PROPPÉ

Jóhanna Svava Proppé fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 13. júní 1919. Hún lést á Landspítalanum 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Margrét Hjartar Proppé, f. 1. nóvember 1889 á Kambi í Reykhólasveit í A-Barðastrandarsýslu, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2005 | Minningargreinar | 167 orð | 1 mynd

SÆVAR TRYGGVASON

Sævar Tryggvason fæddist í Vestmannaeyjum 1. júní 1947. Hann andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans 26. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 2. september. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2005 | Minningargreinar | 416 orð | 1 mynd

ÞYRI ÞORLÁKSDÓTTIR MYERS

Þyri Þorláksdóttir Myers fæddist í Reykjavík 22. maí 1934. Hún lést í Reykjavík 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 6. september. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. september 2005 | Viðskiptafréttir | 247 orð | 1 mynd

Baugur með methagnað

REKSTUR samstæðu Baugs Group á fyrri helmingi ársins skilaði 10,6 milljarða króna hagnaði og er þetta langbesta hálfsárs afkoman í sögu félagsins. Meira
7. september 2005 | Viðskiptafréttir | 379 orð | 1 mynd

Katrín Pétursdóttir heiðursfélagi Stjórnvísi

NÝR heiðursfélagi Stjórnvísi var útnefndur í gær en það er Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf. Stjórnvísi, sem hét áður Gæðastjórnunarfélag Íslands, hefur síðustu árin útnefnt heiðursfélaga og fyrir í hópnum eru þau Pétur K. Meira
7. september 2005 | Viðskiptafréttir | 71 orð

Ríflega 75 milljarða króna viðskipti

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 75.189 milljörðum króna sem óhætt er að fullyrða að er langstærsti viðskiptadagur Kauphallarinnar frá upphafi. Viðskipti með hlutabréf námu alls 67. Meira
7. september 2005 | Viðskiptafréttir | 184 orð

Össur í yfirtöku

ÖSSUR hefur skrifað undir óskuldbindandi viljayfirlýsingu um kaup á evrópsku stuðningstækjafyrirtæki. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu hjá Kauphöll Íslands í gær. Meira

Daglegt líf

7. september 2005 | Daglegt líf | 321 orð | 2 myndir

Blaðlauksbaka með möndlum

Blaðlaukur er ekki jafnbragðsterkur og flestur annar laukur og hentar því vel í ýmsa rétti þar sem óskað er eftir mildu laukbragði svo sem í súpur, bökur og pottrétti. Meira
7. september 2005 | Daglegt líf | 178 orð | 1 mynd

Með gleraugu í launaviðtalið

Manneskja sem notar gleraugu er líklegri til að fá eftirsótt starf eftir atvinnuviðtal en manneskja án gleraugna, samkvæmt nýrri könnun sem greint er frá á vef Svenska Dagbladet. Meira
7. september 2005 | Daglegt líf | 179 orð | 1 mynd

Sækja börnin og kvöldmatinn í leikskólann

Innan skamms geta þreyttir og uppteknir foreldrar í Drammen í Noregi sótt kvöldmatinn um leið og þeir sækja börnin sín á leikskólann, að því er fram kemur í norska Dagbladet. Meira
7. september 2005 | Daglegt líf | 658 orð | 2 myndir

Þeir halda allir með FH

Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is Það er ekki á hverjum degi sem þessi blaðamaður vaknar upp fyrir allar aldir. Meira
7. september 2005 | Daglegt líf | 890 orð | 1 mynd

Ævintýrið byrjaði bara á ferðalagi

Fyrstu ferðahandbókina, "Across Asia on the Cheap", skrifuðu þau við eldhúsborðið sitt og sáu sjálf um að skera hana og hefta. Meira

Fastir þættir

7. september 2005 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli. 10. september nk. verður níræð Sigrún Jónsdóttir frá...

90 ÁRA afmæli. 10. september nk. verður níræð Sigrún Jónsdóttir frá Brautarholti . Af því tilefni tekur hún á móti gestum í salnum að Borgarbraut 65A, Borgarnesi, frá kl. 15. á... Meira
7. september 2005 | Viðhorf | 805 orð | 1 mynd

Allt hinum að kenna

En sá grunur læðist að mér að flestir stórhneykslaðir fréttamenn hafi verið jafn andvaralausir og ráðamennirnir sem nú eru skammaðir, hafi einfaldlega sinnt öðrum málum betur en séu nú orðnir afskaplega vitrir eftir á. Meira
7. september 2005 | Fastir þættir | 365 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Á djúpmiðum. Norður &spade;Á1062 &heart;K873 V/Allir ⋄10983 &klubs;5 Það er sama hversu lengi menn skoða loftið í spilasalnum, á endanum þarf alltaf að spila út. Meira
7. september 2005 | Fastir þættir | 494 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild FEB í Rvk Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, sl. mánud. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216. Árangur N-S Magnús Oddsson - Magnús Halldórss. 268 Sigurður Pálsson - Ólafur Ingvarsson 234 Sæmundur Björns. - Oliver Kristóferss. Meira
7. september 2005 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 20. ágúst sl. í Árneskirkju á Ströndum þau...

Brúðkaup | Gefin voru saman 20. ágúst sl. í Árneskirkju á Ströndum þau Bryndís Guðmundsdóttir og Bjarni Georg Einarsson. Prestur var séra Sigríður... Meira
7. september 2005 | Í dag | 21 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þær Sylvía Rún Hálfdanardóttir og Matthildur Amelía...

Hlutavelta | Þær Sylvía Rún Hálfdanardóttir og Matthildur Amelía Marvinsdóttir héldu tombólu og söfnuðu 3.600 kr. til styrktar Rauða krossi... Meira
7. september 2005 | Í dag | 428 orð | 2 myndir

Landið úr lofti

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is NÝJASTA viðbótin í flóru íslenskra ljósmyndabóka er komin út: From the Air - Iceland Original eftir Emil Þór Sigurðsson myndasmið. Fyrir hálfu öðru ári kom út bókin Iceland Original . Meira
7. september 2005 | Í dag | 497 orð | 1 mynd

Mynda norræn regnhlífarsamtök

Birna Hrönn Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 1984. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðabraut MH vorið 2004 og stundar nám í mannfræði við Félagsvísindadeild HÍ en síðastliðið ár hefur Birna starfað á Hrafnistu í Reykjavík. Meira
7. september 2005 | Fastir þættir | 142 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 c5 4. g3 Rc6 5. Bg2 Rf6 6. Rgf3 Be7 7. O-O Dc7 8. He1 b6 9. De2 dxe4 10. dxe4 O-O 11. e5 Rd7 12. c3 a5 13. a4 Ba6 14. c4 Hac8 15. Rb3 Rd4 16. Rbxd4 cxd4 17. b3 Bb4 18. Hd1 Bc3 19. Hb1 Hfd8 20. Bg5 He8 21. Bf4 Dc5 22. Rg5 Hc7 23. Meira
7. september 2005 | Fastir þættir | 293 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Á hverju hausti er áhlaup á bókabúðir og skólavörubúðir þegar börnin fara með foreldrunum að birgja sig upp fyrir haustið. Ekki eru það aðeins útgjöld fyrir heimilin heldur þurfa krakkarnir oft að standa með foreldrum sínum í biðröð í langan tíma. Meira

Íþróttir

7. september 2005 | Íþróttir | 103 orð

Armstrong íhugar endurkomu

BANDARÍSKI hjólreiðakappinn Lance Armstrong íhugar að keppa í Tour de France-hjólreiðakeppninni á næsta ári en hann hefur unnið keppnina undanfarin sjö ár. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 530 orð | 1 mynd

* GESTUR Gylfason , miðjumaðurinn reyndi hjá Keflavík , var í gær...

* GESTUR Gylfason , miðjumaðurinn reyndi hjá Keflavík , var í gær úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KSÍ vegna sex gulra spjalda. Hann leikur því ekki með Keflavík gegn Fram í 17. umferð úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 545 orð

Glæsilegur sigur í Sofíu

ÍSLENDINGAR unnu sinn fyrsta sigur á þessu ári í undankeppni EM liða skipaðra leikmönnum U-21 árs og yngri þegar þeir lögðu Búlgara, 3:1, á Levski-leikvanginum í Sofiu í Búlgaríu í gær. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 157 orð

Jason Kalsow til Keflavíkur

KEFLVÍKINGAR sömdu í gær við bandarískan körfuknattleiksmann, Jason Kalsow að nafni, um að leika með þeim á komandi keppnistímabili. Kalsow er framherji, 2,01 metri á hæð, og kemur frá Wisconsin-Stewens-háskólanum sem leikur í 3. deild. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 177 orð

Kæra FIFA vegna meiðsla í landsleik

BELGÍSKA knattspyrnufélagið Charleroi hefur stefnt FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu, vegna meiðsla sem leikmaður félagsins varð fyrir í landsleik á síðasta ári. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 297 orð

Ólafur Már er í feiknaformi

ÓLAFUR Már Sigurðsson lék frábært golf á öðrum keppnisdegi Holledau-mótsins á EPD-mótaröðinni í Þýskalandi í gær en hann lék á 65 höggum eða sjö höggum undir pari og er Ólafur í öðru sæti mótsins á 10 höggum undir pari en Lee Spencer frá Englandi vermir efsta sætið á 13 höggum undir pari. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 660 orð | 1 mynd

"Búið að vera stórt sumar"

"ÉG bjóst eiginlega bara alls ekki við þessu, ég hélt að maður yrði látin vita fyrir svona," sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, eftir að hún var valin leikmaður umferða 8-14 í Landsbankadeild kvenna í gær. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 144 orð

"Létu ekki slá sig út af laginu"

"ÉG er virkilega ánægður með strákana. Þeir létu ekki slá sig út af laginu þegar þeir lentu undir. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 70 orð

Reynir og Sindri upp í 2. deildina

REYNIR úr Sandgerði og Sindri frá Hornafirði tryggðu sér í gær sæti í 2. deild karla í knattspyrnu. Reynir vann Gróttu, 4:1, á Seltjarnarnesi, en hafði tapað fyrri leiknum heima, 4:5, og lenti 1:5 undir í þeirri viðureign. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 199 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Búlgaría - Ísland 1:3 Sofia, undankeppni EM 21-árs landsliða karla, þriðjudaginn 6. september 2005. Mörk Búlgaríu : Dimitar Rangelov 60. Mörk Íslands : Pálmi Rafn Pálmason 67., Emil Hallfreðsson 73., Garðar B. Gunnlaugsson 90. Meira
7. september 2005 | Íþróttir | 1973 orð | 1 mynd

Viljum ljúka keppninni með sæmd

EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að árangur Íslands í undankeppni HM sýni hversu sterkur riðillinn er sem Íslendingar eru í en engu að síður sé uppskeran slakari en hann hafði vonast til. Meira

Úr verinu

7. september 2005 | Úr verinu | 280 orð

75% sölunnar eru kælivara

Icelandic Group stendur fyrir markaðsfundi meðan á Sjávarútvegssýningunni stendur og verður þar meðal annars rætt um þær ströngu kröfur sem breski kælivörumarkaðurinn gerir til birgja sinna. Markaðsfundurinn verður haldinn á Grand Hóteli 8. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 559 orð | 1 mynd

80 ár á íslenskum markaði

Árið 1926 hóf Sjóklæðagerðin hf., 66° Norður, framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum. Aðal-hvatamaður og stofnandi var Hans Kristjánsson frá Súgandafirði. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 266 orð | 1 mynd

Aflvél og lyftarar frá Caterpillar

Vélasvið Heklu tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni eins og undanfarin ár. Á meðal nýjunga sem Hekla kynnir á bás C-22 eru Caterpillar lyftarar með gaffalvog og skynjara fyrir örmerkingar í fiskikör sem fyrirtækið kynnir í samvinnu við Leiðir ehf. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 302 orð | 1 mynd

Alhliða umbúðalausnir fyrir sjávarútveg

Saltkaup hf. var stofnað árið 1990. Fastráðnir starfsmenn eru 9. Aðalstarfsstöð Saltkaupa hf er í Hafnarfirði, en að auki eru haldnar birgðir á ýmsum stöðum á ströndinni, svo sem Grindavík, Dalvík, Húsavík, Höfn og Vestmannaeyjum. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 251 orð | 1 mynd

Aukin afköst og betri nýting

Fyrirtækið Valka kynnir nýja pökkunarlínu fyrir ferskan fisk á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi nú í september. Vinnslulínan pakkar með sjálfvirkum hætti ferskum flökum og flakabitum í umbúðir af fastri þyngd af mikilli nákvæmni. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 411 orð | 1 mynd

Austur-Evrópa kraftmesti markaðurinn

MIKIL aukning hefur verið á útflutningi sjávarafurða til Austur-Evrópu, að sögn Teits Gylfasonar, deildarstjóra á sviði uppsjávarfisks hjá Iceland Seafood International. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 108 orð | 1 mynd

Ágætis síldveiði

ÁGÆTIS síldveiði hefur verið úr norsk-íslenska síldarstofninum að undanförnu en bræla á miðunum við lögsögu Noregs hefur sett strik í reikninginn síðan á sunnudagskvöld. Búið er að veiða um 116.000 tonn af 157.700 tonna kvóta og eru því tæplega 42. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 99 orð | 1 mynd

Baader ehf. í örum vexti

Fyrir 50 árum kom fyrsta bolfiskflökunarvélin til Íslands frá Baader fyrirtækinu í Þýskalandi og í framhaldi af því var fiskvinnslan vélvædd um allt land. Árið 1959 var Baader Ísland ehf. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 474 orð | 1 mynd

Breitt úrval tækja fyrir allar stærðir skipa

"BRIMRÚN er nú með nokkuð stærri sýningarbás á sýningunni en á fyrri sýningum. Markmiðið er að auka svigrúmið við tækin og bæta aðgengið að þeim fyrir áhugasama gesti. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 612 orð | 2 myndir

Eimskip - fersk hugsun alla leið

Heimamarkaður Eimskips nær allt frá Atlantshafsströnd Kanada til Norður- og Vestur-Noregs. Á síðustu árum hefur samþjöppun og hagræðing átt sér stað hjá mörgum útflutningsfyrirtækjum sem og útrás þeirra á nýja markaði. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 351 orð | 1 mynd

Einstök tækni, ein vörutegund

Öfugt við það sem áður gerðist, reyna flest iðnfyrirtæki nú til dags að auka sölu með því að bjóða viðskiptavinum sínum stöðugt fleiri vörutegundir. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 550 orð | 1 mynd

Eltak sérhæfir sig í rafeindavogum

ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á rafeindavogum og öðrum búnaði til vigtunar, flokkunar, skömmtunar, pökkunar og vörufrágangs. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 551 orð | 3 myndir

Fjárfest fyrir 600 milljónir í sumar

Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is Eigendur Odda hf. og Vestra hf. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 111 orð | 1 mynd

Fjölbreytt þjónusta við útveginn

Midt Factoring er fimm ára gamalt fyrirtæki sem býður upp á víðtæka þjónustu á sviði fjármögnunar, áhættustýringar og lánsviðskipta. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 734 orð | 1 mynd

Fjölmargar nýjungar frá R. Sigmundsson

R. Sigmundsson hefur um árabil, eða frá 1940, verið leiðandi fyrirtæki í þjónustu við útgerðina í landinu og veitir heildarlausnir á sviði siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatækja. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 315 orð | 1 mynd

Framleiðir einangruð fiskiker

Borgarplast rekur tvær verksmiðjur, í Borgarnesi, þar sem fyrirtækið var stofnað 1971, og á Seltjarnarnesi, en þar fer aðalstarfsemin fram í dag. Fyrirtækið skilgreinir sig sem umbúðaframleiðanda. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 290 orð | 1 mynd

Framleiðsla á E-bylgju er hafin

KASSAGERÐIN hf. varð til við samruna Kassagerðar Reykjavíkur hf. og Umbúðamiðstöðvarinnar hf. í lok árs 2000 og er langstærsta umbúðafyrirtæki landsins. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 205 orð | 2 myndir

Fylltur smokkfiskur

Nú prufum við smokkfiskinn. Hann hefur lítið verið borðaður hér við land, enda veiðist hann í afar takmörkuðum mæli hér. Þess vegna er lítil hefð fyrir neyzlu hans. Hann er hins vegar fínn matur og hægt að fá hann í mörgum verzlunum hér á landi. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 71 orð | 1 mynd

Gramsað í soðið

Kolavertíðin á Faxaflóa er nú hafin og voru bátarnir með þokkalegan afla úr fyrstu veiðiferðunum. 14 bátar hafa leyfi til veiðanna og eru þær háðar ýmsum takmörkunum auk venjubundins kvóta. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 367 orð | 1 mynd

Hafa veitt um 7,5 milljónir fiska

BÁTAR útgerðarfélagsins Vísis hf. drógu um 38 milljónir króka og veiddu um 7,5 milljónir fiska á um 1.200 tonn af beitu á fiskveiðiárinu sem lauk í gær, 31. ágúst. "Heildarveiði allra skipanna okkar á fiskveiðiárinu var um 15. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 438 orð

Hallanemar á toghlera gefa góða raun

ÁRNI Sverrissonar hjá Scanmar segir yfirgripsmiklar prófanir á hallanemum á toghlera hafa gefið góða raun. "Almenn framleiðsla nemanna er nú hafin. Þetta eru fyrstu nemarnir frá Scanmar með alveg nýja virkni í langan tíma. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 698 orð | 2 myndir

Hátæknivörur fyrir fiskeldi

"Frá árinu 1986 hefur Vaki verið leiðandi fyrirtæki innan nýsköpunar, vöruþróunar og markaðssetningar á hátæknivörum fyrir fiskeldi," segir Benedikt Hálfdanarson, markaðsstjóri Vaka Aquaculture Systems Ltd. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 575 orð | 1 mynd

Íslandsbanki spannar vítt svið í sjávarútvegi

Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 369 orð | 1 mynd

Kostnaður meiri en 100 milljónir króna

GERT er ráð fyrir að það kosti meira en 100 milljónir króna að setja upp Íslensku sjávarútvegssýninguna sem verður formlega opnuð í Fífunni og Smáranum í Kópavogi í dag. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 686 orð | 1 mynd

Kvenstjórnandi í karlaheimi

Linda Björk Gunnlaugsdóttir er ein af örfáum konum til að verða framkvæmdastjóri í atvinnustarfsemi þar sem karlar eru í yfirgnæfandi meirihluta - hjá olíufélagi og hjá skipafélagi. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 558 orð | 1 mynd

Kvótaverð stöðugra en fyrr

VERÐ á leigukvóta var frekar stöðugt á nýliðnu fiskveiðiári en sem fyrr hækkaði varanlegt verð þegar líða tók á árið. Leiguverð þorskkvóta er um 124 krónur fyrir hvert kíló, að sögn Björns Jónssonar hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 1612 orð | 7 myndir

Lóðningarnar of miklar fyrir bjartsýni

Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is Guðmundur á Hópi rennur liðlega út úr höfninni í kolniðamyrkri um miðja nótt fyrir skömmu. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 459 orð | 1 mynd

Löng reynsla í fiskileitartækjum

Líklega hefur ekkert fyrirtæki á Íslandi selt meira af fiskileitartækjum og skyldum búnaði til íslenska flotans en Friðrik A. Jónsson ehf., en saga fyrirtækisins spannar rúma sex áratugi. Í upphafi hóf stofnandinn, Friðrik A. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 273 orð | 1 mynd

Manitou-skotbómulyftarinn slær í gegn

NÚ ERU liðin 30 ár frá því að PON - Pétur O. Nikulásson ehf - hóf innflutning á lyfturum frá Manitou í Frakklandi. Þróunin hefur verið ör síðustu ár og hefur orðið sprenging í sölu á Manitou-skotbómulyfturum. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 305 orð | 3 myndir

Marel með nýjar lausnir fyrir fiskiðnaðinn

Marel kynnir á sýningunni nýjar lausnir fyrir fiskiðnaðinn á sviði flokkunar, bitaskurðar, snyrtingar og pökkunar. Helstu nýjungarnar eru á sviði sjálfvirkni við skömmtun og pökkun, sem og á sviði gæðaskoðunar og formflokkunar. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 229 orð | 1 mynd

Margar nýjungar frá Sæplasti

Í ÁR mun Sæplast deila bás með einu af dótturfyrirtækjum Promens, Tempru hf, sem framleiðir einangrunarkassa úr frauðplasti, EPS, og aðra fylgihluti til flutnings ferskra afurða. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 209 orð | 1 mynd

Marorka afhjúpar Maren 2

FORSÆTISRÁÐHERRA Halldór Ásgrímsson afhjúpar Maren 2, nýja útgáfu af orkustjórnunarkerfinu Maren á sjávarútvegssýningunni. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 293 orð | 1 mynd

Mikil ánægja með "útgerðarstjórann"

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Vísir hf. hefur á annað ár notað sérstakt upplýsingakerfi til þess að fylgjast með öllu sem varðar veiðarnar hverju sinni. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 2728 orð | 4 myndir

Nauðsynlegt að rannsaka fæðunám hrefnunnar

Rannsóknir á hrefnu hér við land eru nú hálfnaðar, en alls verða 200 hrefnur veiddar og rannsakaðar. Hjörtur Gíslason ræddi við Gísla Víkingsson um veiðarnar og tilgang þeirra. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 442 orð | 2 myndir

Naust Marine býður fullbúin fiskiskip

Í samstarfi við Ching Fu Shipbuilding á Taívan getur Naust Marine í Garðabæ nú boðið togskip á mjög hagstæðu verði, þar sem leitast er við að ná fram sem mestri hagkvæmni í rekstri meðal annars með notkun á rafmagnsvindum, bæði togvindum og öllum... Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 765 orð | 1 mynd

Nýjar lausnir frá Radiomiðun

"VIÐ munum við kynna nýjar og spennandi hugbúnaðarlausnir sem við höfum verið að þróa á sjávarútvegssýningunni. Veiðigrunnur Radiomiðunar hefur tekið stakkaskiptum þar sem hann er nú tengjanlegur við öll helstu tæki í brúnni eins og t.d. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 1104 orð | 2 myndir

Nýjar lausnir fyrir krefjandi markað

Skaginn hf. er leiðandi fyrirtæki í þróun búnaðar fyrir matvælavinnslu og hefur verið allt frá því að það var stofnað árið 1998. Nú starfa um 60 manns hjá fyrirtækinu á Akranesi. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 322 orð | 1 mynd

Olís í þjónustu við sjávarútveginn í 78 ár

Olíuverzlun Íslands hf. verður með kynningu á vörum tengdum sjávarútvegi á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum sem hefst í dag. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 151 orð

Páll Pálsson slær ýsumetið

PÁLL Pálsson ÍS, ísfisktogari Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal, var langaflahæsta fiskiskipið í ýsu á því fiskveiðiári sem nú er að ljúka og sló þar með met sem Þórunn Sveinsdóttir VE setti á síðasta fiskveiðiári. Páll Pálsson veiddi alls 2. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 828 orð | 1 mynd

"Tökum þátt í breytingunum"

Verulegar breytingar hafa orðið í sjávarútvegi undanfarin ár. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 508 orð | 1 mynd

Sérhæfir sig í uppbyggingu og þjónustu kæli- og frystikerfa

Kælismiðjan Frost er stærsta fyrirtæki landsins í uppbyggingu og þjónustu á kæli- og frystikerfum í útgerðar- og matvælaframleiðslufyrirtækjum. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 205 orð | 1 mynd

Sérhæft í veiðarfærum

FYRIRTÆKIÐ Dímon var stofnað árið 1994 af þeim Arnóri Stefánssyni og Önnu Ingvarsdóttur. Fyrirtækið hefur haft aðsetur að Austurbugt 5 í Reykjavík en nú nýverið var starfsemin flutt í nýtt húsnæði að Tunguhálsi 8 í höfuðborginni. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 190 orð | 1 mynd

Sjávarútvegsráðherra opnar sýninguna

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra opnar íslensku sjávarútvegssýninguna í Smáranum og Fífunni árdegis í dag og í kvöld verða Íslensku sjávarútvegsverðlaunin afhent í Gerðarsafni í Kópavogi. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 565 orð | 2 myndir

Smíði plastbáta að hefjast í Siglufirði

FYRR á þessu ári var stofnað fyrirtækið Siglufjarðar Seigur. Eigendur þess eru JE vélaverkstæði í Siglufirði og Seigla ehf. í Reykjavík. Tilgangur fyrirtækisins er framleiðsla plastbáta. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 435 orð | 1 mynd

Staðan styrkari

"SAMSKIP hafa byggt upp heildarþjónustu við sjávarútveginn, bæði hérlendis og erlendis og hafa styrkt stöðu sína verulega á síðustu misserum. Hefur það helst gerst með kaupum á erlendum flutningafyrirtækjum. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 203 orð | 1 mynd

Triplex selur í níu nótaskip

Gengið hefur verið frá sölu á átta korkaleggjurum og 7 blýleggjurum frá fyrirtækinu Triplex til Íslands. Leggjararnir eru á leið til landsins og verða þeir settir upp um borð í íslenzkum nótaskipum fyrir síldarvertíðina í haust. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 148 orð

Tvær alþjóðlegar ráðstefnur

TVÆR alþjóðlegar ráðstefnur verða haldnar á Hótel Nordica í Reykjavík í tengslum við íslensku sjávarútvegssýninguna sem fer fram í Smáranum í Kópavogi dagana 7. til 10. september. Sjávarútvegsráðuneytið gengst fyrir alþjóðlegum ráðherrafundi 8. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 118 orð | 4 myndir

Vefur með ljósmyndum

HAUKUR Snorrason hefur opnað vefinn snorrason.is, sem hefur að geyma þúsundir ljósmynda og þar á meðal fjölmargar myndir Snorra Snorrasonar af íslenskum sjávarútvegi. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 298 orð | 1 mynd

Vélasalan ehf. með stærsta bás á sýningunni

VÉLASALAN ehf. verður með stærsta básinn á Sjávarútvegssýningunni í ár. "Við verðum með mjög yfirgripsmikinn bás og munum sýna allt frá skipstjórastólum til bátavéla og krana," segir Guðmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri Vélasölunnar ehf. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 474 orð | 1 mynd

Viðkomubrestur í sjómannastétt?

Það er víðar en hér á landi sem olíuverðið er að sliga útgerðina. Olíuverðið er að sliga brezku útgerðina, sem reyndar býr við mun hagstæðara gengi en sú íslenzka. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 214 orð | 1 mynd

Viðskiptavinurinn spilar lykilhlutverkið

Atlantsskip býður upp á margþætta þjónustu um allan heim fyrir sendingar frá höfn til hafnar, eða frá dyrum til dyra bæði í inn- og útflutningi. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 371 orð | 1 mynd

Værum ekki samkeppnisfærir án vélarinnar

Vatnsinnihald þorsks er um 80-82%, en til samanburðar má geta þess að 60% af líkamsþyngd mannsins er vatn. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 202 orð | 1 mynd

Þrjár vélar sem henta vel

Brimborg er með þrjár vélar sem henta vel í íslenska fiskibáta, bæði í nýsmíði og til endurnýjunar í stað eldri véla, á sjávarútvegssýningunni. Meira
7. september 2005 | Úr verinu | 587 orð | 1 mynd

Þróunar- og markaðsstarf 3X Stál skilar góðum árangri

"Við höfum fengið ákaflega góðar viðtökur við framleiðsluvörum okkar undanfarið og geri ég ráð fyrir að árið 2005 verði eitt af okkar bestu árum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.