ATVINNULEYSI í ágústmánuði reyndist vera 1,8% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði og hefur ekki verið minna í einstökum mánuði frá því í nóvembermánuði 2001. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar um atvinnuleysið í ágúst.
Meira
Á nýafstöðnu Landsmóti hagyrðinga orti Hjálmar Jónsson um Baug: Á nú að fjalla enn um Baug allt frá bát að káli. Það er engin ærleg taug eftir í þessu máli. Vítt um heiminn fréttin flaug um ferli viðskiptanna.
Meira
SÍÐASTI Íslendingurinn sem saknað var eftir hamfarirnar í Bandaríkjunum, Rita Daudin, sem búsett var í New Orleans, hefur nú látið vita af sér. Ekkert amaði að henni enda flúði hún borgina áður en fellibylurinn skall á.
Meira
Sydney. AP. | Atvinnumaður í áströlskum ruðningi, Brett Backwell, kvaðst í gær ætla að láta taka af sér fingur í von um að það yrði til þess að hann stæði sig betur í íþróttinni.
Meira
"HÉR var rífandi stemning og myndinni afar vel tekið," segir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem viðstödd var frumsýningu á mynd Baltasars Kormáks A Little Trip to Heaven á kvikmyndahátíðinni í Toronto sl.
Meira
LEITIN að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað er eftir að skemmtibáti hvolfdi á Viðeyjarsundi á laugardag, bar ekki árangur í gær, og er hann formlega talinn af.
Meira
Eftir Líneyju Sigurðardóttur Langanes | Leiðin er löng þvert yfir landið, frá Reykjanestá að Langanesfonti en virðist freista margra sem unna útiveru, hvort sem er gangandi, hjólandi eða á hestum.
Meira
Belfast. AFP. | Óeirðir halda áfram í Belfast á Norður-Írlandi, tíu lögreglumenn særðust í átökum við hundruð mótmælenda í miðborginni aðfaranótt þriðjudags.
Meira
Sameinuðu þjóðunum. AFP. | George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag en fréttaskýrendur segja, að það verði í raun ekki sá sami Bush og ávarpaði það fyrir þremur árum.
Meira
DÓMARAR gerðu athugasemdir við 18 af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. Ekki voru taldi annmarkar af 22 ákæruliðum sem hér eru stuttlega reifaðir: Í kafla I.
Meira
Ferðafélag Akureyrar (FFA) mun læsa skálum sínum við Drekagil og í Herðubreiðarlindum veturinn 2005-2006. Lokunin kemur til framkvæmda frá og með sunnudeginum 18. september nk.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FISKSÖLUFYRIRTÆKIÐ Atlantis Group undirritaði í gær samning við Daito Gyorui í Japan, sem er stærsti fiskmarkaðurinn í Tókýó og sá annar stærsti í heimi.
Meira
Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FORSVARSMENN FL Group kanna nú möguleika á kaupum samsteypunnar á norræna lággjaldafélaginu Sterling Airways, sem er í eigu Fons, eignarhaldsfélags þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar.
Meira
Reykjanesbær | Krabbameinsfélag Suðurnesja og stuðningshópurinn Sunnan 5 halda opinn fræðslufund í kvöld kl. 20 að Smiðjuvöllum 8 (húsi Rauða krossins).
Meira
Reykjanesbær | Bókasafn Reykjanesbæjar er sú bæjarstofnun sem þótt hefur skara fram úr í fjölskyldumálum á árinu og Sparisjóðurinn í Keflavík fékk samskonar viðurkenningu meðal fyrirtækja í bænum.
Meira
GUÐNÝ Hildur Magnúsdóttir, félagsráðgjafi og MA í félagsfræði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-6. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GISSUR Páll Gissurarson tenórsöngvari lauk á mánudag, ásamt Hólmfríði Sigurðardóttur píanóleikara, tónleikaröð á heimssýningunni í Japan. Héldu þau alls 12 tónleika á fimm dögum og voru viðbrögðin mikil og góð.
Meira
Heimavist til sölu | Heimavist Verkmenntaskólans á Akureyri á Dalvík hefur verið auglýst til sölu. Það eru Ríkiskaup sem auglýsa eignina en vefmiðillinn dagur.net segir frá þessu.
Meira
Lucknow, Kathmandu. AFP. | Talið er að minnst 675 manns látist í heilabólgufaraldri sem geisar á Norður-Indlandi, en tilkynnt var um 11 dauðsföll í gær.
Meira
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að við skoðun á nýjustu mælingu Hagstofunnar á neysluvísitölunni verði að hafa í huga að hin raunverulega verðbólga, sem snerti almenning í landinu, sé óveruleg.
Meira
Eftir Agnesi Bragadóttur og Arnór Gísla Ólafsson YFIRVÖLD í Danmörku hafa samþykkt kaup Fons Eignarhaldsfélags, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og og Jóhannesar Kristinssonar, á Maersk Air í Danmörku.
Meira
NAZILA, 15 ára gömul pastúna-stúlka í Kandahar í Afganistan, á baráttufundi kvenna í gær en þingkosningar verða í landinu á sunnudag. Um 6.000 karlar og konur eru í framboði.
Meira
SAKSÓKNARI í Baugsmálinu krafðist þess fyrir dómi í gær að ákæran í málinu yrði látin standa óbreytt, verknaðarlýsingar sem þar kæmu fram væru fullnægjandi og því ekki ástæða til að vísa málinu frá dómi.
Meira
"ÉG kann bara pínulítið í íslensku en við erum að læra málið," segir María Reina de los Cielos, nunna frá Argentínu, sem leggur stund á íslenskunám við Háskóla Íslands ásamt sjö trúfélögum sínum frá Argentínu, Brasilíu og Tékklandi.
Meira
TINNA Gunnarsdóttir listhönnuður hefur verið með bás í norræna skálanum á heimssýningunni í Aichi í Japan og meðal þeirra sem kynntu sér hönnun hennar voru utanríkisráðherrahjónin, Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen, er þau heimsóttu skálann í...
Meira
HILIMIR Hilmisson, framkvæmdastjóri Slippfélagsins í Reykjavík, hefur tekið við stjórnarformennsku í Slippstöðinni á Akureyri, í stað Gunnars Ragnars, sem sagði af sér sem formaður stjórnar fyrir helgina.
Meira
Kynningarstjóri norræna skálans RANGT var farið með starfsheiti Kristínar Ingvarsdóttur, starfsmanns á heimssýningunni í Japan, í blaðinu í gær. Hið rétta er að Kristín er kynningarstjóri norræna skálans. Beðist er velvirðingar á...
Meira
METVEIÐI var í Haffjarðará í sumar og er Einar Sigfússon, annar eigenda árinnar, afar ánægður með útkomuna. "Í ánni veiddust fast að 1.300 laxar.
Meira
NEMENDUM á háskólastigi hefur fjölgað hratt undanfarin ár á Íslandi, eins og í mörgum OECD-löndum. Þetta kemur fram í ritinu Education at a Glance . Frá 1995 til 2003 fjölgaði nemendum á háskólastigi á Íslandi um 83%.
Meira
Kópasker | Um síðustu helgi var korn skorið rétt norðan við Kópasker. Átta bændur í Öxarfjarðarhreppi sáðu byggi í vor í um átta hektara lands þar sem einu sinni var flugvöllur.
Meira
Hofsós | Jón Rúnar Hilmarsson tók á dögunum við starfi skólastjóra við grunnskólann á Hofsósi. Jón er Keflvíkingur að uppruna en kom frá Bakkafirði þar sem hann gegndi starfi skólastjóra.
Meira
Hvammstangi | Í upphafi skólaársins á dögunum var tekinn í notkun nýr sparkvöllur á Hvammstanga að viðstöddu fjölmenni. Völlurinn er á lóð Grunnskóla Húnaþings vestra og er hinn veglegasti.
Meira
ÁFRAM, hagsmunasamtök íbúa í Dalvíkurbyggð, lýsir í ályktun fundar síns um helgina, vanþóknun á því að félagsmálaráðherra geti leyft sér að hafna eindreginni kröfu íbúa fyrrverandi Svarfaðardalshrepps um að endurheimta sjálfstæði sitt, slíta sambandi...
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞEIR sem leið hafa átt um portið fyrir framan menntamálaráðuneytið í hádeginu síðustu daga hafa vafalítið rekið upp stór augu því þar hefur gefið að líta dansandi verur.
Meira
Washington. AP. | Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær axla ábyrgð á því sem fór úrskeiðis þegar alríkisstjórnin brást hrapallega í aðgerðum við fellibylnum Katrínu 29. ágúst.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is "MÉR finnst vera kominn tími til þess að karlar komi um borð," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem á fundi jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins í gær kynnti hugmynd um karlaráðstefnu.
Meira
KRISTJÁN Sturluson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og tekur hann við því starfi af Sigrúnu Árnadóttur, sem gegnt hefur starfinu síðustu 12 ár.
Meira
ÁKAFINN bætti stærðarmuninn upp í þessu annars óhefðbundna reiptogi sem fór fram í frímínútum í Laugarnesskóla í gær, þó að ekki fylgi sögunni hver stóð uppi sem sigurvegari þegar bjallan hringdi.
Meira
ÖLL aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eiga að fá tækifæri til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og Ísland á góða möguleika á sæti þar eins og íslensk stjórnvöld stefna að, að sögn sir Marrack Gouldings, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu...
Meira
SAMTÖK myndrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem kemur fram hörð gagnrýni á Neytendasamtökin og yfirlýsingu þeirra vegna umræðu um áskriftir að SKY -sjónvarpsstöðvunum hér á landi.
Meira
Staðalímyndir | Kvenmannsleysi eða kynbombur í íþróttafréttum er heitir á fyrirlestri sem Birgir Guðmundsson flytur á félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 14. september kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að veita Bandaríkjamönnum fjárhagsaðstoð til enduruppbyggingar í þeim ríkjum sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu sem brast á 29. ágúst.
Meira
Nú er tími uppskeru af mörgu tagi. Hér er fólk úr Baldursheimi í garði sínum í Bjarnarflagi að taka upp kartöflur og segir Þórunn húsfreyja að uppskeran sé ágæt. Berjaspretta er nokkur en tilfinnanlega vantar sól til að berin nái fullum...
Meira
London. AFP. | Bretar verja stórfé á hverju ári í tæki eins og baðvogir og brauðristar sem síðan eru sjaldan eða aldrei notuð og rykfalla í skápum og geymslum.
Meira
Töfragarði lokað | Nú er komið að lokun Töfragarðsins á Stokkseyri og fer hver að verða síðastur að heimsækja hann í ár en garðinum verður lokað á sunnudag, 18. september. Viðtökurnar í sumar hafa verið hreint frábærar en um 13.
Meira
ÚTFÖR Guðmundar H. Kjærnested, fyrrverandi skipherra, var gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Pálmi Matthíasson og séra Hjalti Þorkelsson jarðsungu.
Meira
HEILDARÚTGJÖLD Íslendinga til menntamála námu 7,4% af vergri landsframleiðslu árið 2002 og er Ísland komið í efsta sæti meðal OECD ríkja hvað þessi útgjöld varðar. Næst koma Bandaríkin með 7,2%. Meðaltal OECD-ríkja árið 2002 er 5,8%.
Meira
Dalvíkurbyggð | Reykjavíkur-flugvöllur er sameign þjóðarinnar allrar, en ekki aðeins þess hluta hennar sem byggir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir í ályktun frá Áfram, Hagsmunasamtökum íbúa í Dalvíkurbyggð. "Afmarkaðir hópar, s.s.
Meira
HÚSGAGNAHÖLLIN opnaði 23. júlí sl. þriðju hæð verslunarinnar. Í tengslum við opnunina var opnunarleikur á hverri hæð sem stóð yfir í 3 vikur. Dregið hefur verið í leiknum og á myndinni má sjá vinningshafana.
Meira
Seltjarnarnes | Mikið var unnið við endurbætur á húsnæði Mýrarhúsaskóla í sumar, en m.a. var fyrsta hæð skólans algerlega endurnýjuð. Sú framkvæmd er liður í algerri endurnýjun á eldri hluta skólans.
Meira
Mun Baugsmáliðmálið halda áfram sína hefbundnu leið í dómskerfinu eða er árangur af þriggja ára rannsókn ríkislögreglustjóra í uppnámi? Verður málinu vísað frá í hluta eða heild? Um þetta var tekist í milliþinghaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Rúnar Pálmason hlýddi á.
Meira
VEGAGERÐIN á nú í viðræðum við landeigendur í Blönduhlíð og Norðurárdal í Skagafirði vegna lagningar nýs vegar um Norðurárdal úr Blönduhlíð að heiðarsporði Öxnadalsheiðar.
Meira
Mosfellsbær | Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur ítrekað þá áskorun sína á samgönguyfirvöld og Vegagerðina að tvöföldun Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Langatanga verði flýtt og hún unnin í beinu framhaldi af þeirri tvöföldun sem nú er í gangi.
Meira
SJÚKRAFLUTNINGAR og þjónusta í dreifbýlum byggðum er verkefni sem hlotið hefur styrk frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. Sjúkraflutningaskólinn og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í samvinnu við aðila í Svíþjóð og Skotlandi hlutu styrkinn.
Meira
Akureyri | "Það er ekkert að veðrinu, við erum ýmsu vanar og þetta er í góðu lagi," sögðu þær Guðrún Kristín Björgvinsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, starfsmenn umhverfisdeildar einum rómi, er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þær í gær.
Meira
Garður | Þóra Jónsdóttir myndlistarkona sýnir þessa dagana málverk sín í Byggðasafninu á Garðskaga. Sýningin stendur næstu tvær vikur. Um er að ræða abstraktmyndir en Þóra segist hneigjast til slíkrar túlkunar.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FORMENN landssambanda verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, luku tveggja daga vinnufundum sínum í gær. Meðal verkefna var að undirbúa ársfund ASÍ, sem fram fer í næsta mánuði.
Meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fjallar um hörmungarnar eftir fellibylinn undir fyrirsögninni "Þegar ríkisvaldið bregst - afleiðingar fellibylsins Katrínar" á heimasíðu sinni: "Við blasir að ríkisstjórn...
Meira
Í Morgunblaðinu í gær var skemmtileg frétt um það að Þorkell G. Sigurbjörnsson, einn af stofnendum Gídeon-félagsins á Íslandi fyrir sextíu árum, afhenti Páli Steinari Sigurbjörnssyni sonarsyni sínum Nýja testamentið í Laugarnesskóla.
Meira
Þegar horft er á stöðu efnahagsmála og almenna velferð í Noregi er lítil ástæða til að ætla að sitjandi ríkisstjórn þurfi að hafa miklar áhyggjur af kosningum. En það var öðru nær.
Meira
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is ÞAÐ gerist kannski ekki oft að einleikari á horn leiki undir stjórn föður síns á tónleikum sinfóníuhljómsveitar, þar sem móðir hans leikur.
Meira
Borgarleikhúsið | Barnaleikhúsmessa var haldin í Borgarleikhúsinu í gær. Á Nýja sviðinu voru sýnd atriði úr 14 leiksýningum sem eru fyrir börn og unglinga. Yfir 20 leikverk voru kynnt, ýmist sem leikbrot á sviði eða í anddyri Borgarleikhússins.
Meira
FJÖRUTÍU hljómsveitir bætast við þá tónleikadagskrá sem þegar er skipulögð fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem haldin verður í Reykjavík dagana 19.-23. október.
Meira
Í dag eru fjórar aldir liðnar frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar biskups í Skálholti. Hann gegndi mikilvægu hlutverki í sögu Íslands, sem leiðtogi kirkjunnar, veraldlegur höfðingi, heimspekingur, fræðimaður og frumkvöðull á sviði mennta og...
Meira
ÞÝSKA ofurfyrirsætan Heidi Klum og bandaríski söngvarinn Seal hafa eignast dreng. Þýskt blað hefur þetta eftir Günther Klum, föður Heidi. Að sögn blaðsins varð Heidi, sem er 32 ára, léttari seint á mánudag.
Meira
Nýjasta plata fyrrverandi bassaleikara hljómsveitarinnar The Beatles. McCartney spilar sjálfur á flest hljóðfæri og upptökustjóri er Nigel Godrich.
Meira
Tungumál okkar, íslenskan, er okkur Íslendingum oft hugleikið. Stór hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar felst í málinu, sérstöðu þess og fegurð.
Meira
TVÆR nýjar kvikmyndir voru frumsýndar nú um helgina, annars vegar Charlie and the Chocolate factory í leikstjórn Tims Burton og Deuce Bigalow: European Gigolo með háðfuglinn Rob Schneider í aðalhlutverki.
Meira
KVARTETT Sigurðar Flosasonar heldur tónleika í Garðabæ í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar í dag. Tónleikarnir verða haldnir í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi og hefjast kl. 20:30.
Meira
KVENNAKÓR Kópavogs er að hefja sitt fjórða starfsár. Það er margt framundan hjá kórnum og fjölbreytt söngskrá. Jólatónleikar verða haldnir með Karlakór Kópavogs, og svo er stefnt að því að fara til Búdapest árið 2007 og taka þátt í kórakeppni.
Meira
HUGVÍSINDASTOFNUN efnir, í samstarfi við ýmsar stofnanir, til ráðstefnu í Þjóðarbókhlöðunni og í Skálholti 16. til 18. september til að vekja athygli á Brynjólfi biskupi og hans samtíð.
Meira
Í tvöföldum söfnunarþætti Sirrýjar fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, verður farið til Kenýa til að skoða hvað Íslendingar geta með auðveldum hætti gert til að hjálpa fátækum og munaðarlausum börnum.
Meira
Heimsins besti tangóari , smásaga eftir Kristínu Bjarnadóttur , kom út í bókarformi í tilefni Tangóhátíðar í Reykjavík 1.- 4. september sl. Spænsk þýðing smásögunnar, El mejor tanguero del mundo, er eftir Kristin R.
Meira
Sveppi, Auddi og Pétur halda uppteknum hætti og sprella sem aldrei fyrr. Strákarnir skemmta áskrifendum Stöðvar 2 fjögur kvöld vikunnar með bæði gömlum og nýjum...
Meira
ERNA Ómarsdóttir dansari og Jóhann Jóhannsson tónlistarhöfundur sýndu drög að nýjasta dans/tónlistarverki sínu ,,The Mysteries of Love" á leiklistarhátíðinni Festival D'Avignon í Frakklandi fyrir skemmstu.
Meira
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Það þykir viðburður í tískuheiminum þegar Marc Jacobs sýnir nýjar fatalínur og var það einnig svo með sýningu hans á nýhafinni Tískuviku í New York á mánudagskvöldið.
Meira
Áslaug Thorlacius fjallar um "kostun" á íslenskri menningu: "Ég skora á KB-banka að snúa við blaðinu og taka þennan kostnað á sig að fullu - gerast sannur kostunaraðili."
Meira
Grímur Atlason fjallar um stjórnmál: "Við verðum að sjá við þessu drullumalli stjórnvalda og senda D-listann í frí sem víðast og litli leppurinn sem kennir sig við Bé þarf að fjúka líka."
Meira
Sigurður Lárusson svarar Sigurði Jónssyni og Ragnari Önundarsyni: "Kæri Sigurður og kæri Ragnar, reynið nú að sjá skóginn fyrir trjám. Skoðið heildarmyndina."
Meira
Þegar þeir hafa lesið Manntafl munu þeir velta fyrir sér hinni undarlegu tilgátu um að dr B sé í raun Björn Kalman, sonur Páls Ólafssonar skálds.
Meira
Birgir Dýrfjörð fjallar um Orkuveituna: "...að þeir krefji hvern og einn frambjóðanda þess flokks, sem þeir ætla sér að kjósa, um ótvíræða yfirlýsingu um að hann muni ekki taka þátt í að breyta Orkuveitunni í hlutafélag..."
Meira
Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar um sameiningu Eyjafjarðar: "Ég hvet Eyfirðinga til að kynna sér þetta kynningarefni vel og ákveða þann kost sem vænlegri sýnist."
Meira
Sturla Böðvarsson svarar bæjarstjóranum á Álftanesi: "Formaður Samfylkingarfélagsins á Álftanesi skrifar í kjölfarið grein í Morgunblaðið þar sem hún, rétt eins og bæjarstjórinn, heldur því fram að ég hafi í sama viðtali snúið við blaðinu og reifað eigin hugmyndir um flutning Reykjavíkurflugvallar út á Álftanes."
Meira
Birkir J. Jónsson fjallar um rjúpnaveiðar: "Allir sem hafa kynnt sér þessi mál hljóta að vera sammála um að ekki er til heppilegri staður sem miðstöð rjúpnarannsókna á Íslandi en Akureyri."
Meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjallar um Vatnsmýrina: "Það var ekki fyrr en allir aðrir voru búnir að átta sig á því að flugvöllurinn væri trúlega að fara, að oddviti Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann væri búinn að hugsa málið. Hann og keppinautur hans standa hinsvegar báðir á bremsunni gagnvart því að borgarbúar komist að í umræðunni."
Meira
Mannréttindabrot á verkafólki Íslands NÚ eru margir Íslendingar á vonarvöl en ríkisstjórnin situr hjá og gerir ekkert í málinu. Hvað veldur? Getur það verið að þeir viti ekki af þessu með verkafólkið í landinu?
Meira
Frá Gesti Gunnarssyni: "FORSTJÓRI Björgunar rómar mjög ræktarsemi Örlygs Hálfdanarsonar við hinn viðeyska uppruna sinn en þeir Örlygur hafa að undanförnu leitt saman hesta sína hér á síðum blaðsins. Það er í þessari sem mörgum öðrum deilum að allir hafa nokkuð til síns máls."
Meira
Guðjón Jóhann Jóhannsson fæddist í Stykkishólmi 15. september 1929. Hann lést í St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 6. september síðastliðinn. Foreldrar Guðjóns voru Sigurborg Jónsdóttir, f. 9. október 1900, d. 3.
MeiraKaupa minningabók
Hafdís Matthíasdóttir fæddist á Patreksfirði 9. maí 1941. Hún lést á Landspítalanum 3. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Lilja Ólafsdóttir, f. 1923 og Matthías Jónsson, f. 1913, d. 1980.
MeiraKaupa minningabók
Halla Hafliðadóttir fæddist á Siglufirði hinn 1. maí 1924. Hún lést mánudaginn 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Sigvaldadóttir og Hafliði Jónsson skipstjóri. Halla átti fjögur systkini, Guðrúnu, Björgu, Björn og Harald.
MeiraKaupa minningabók
Hugrún Kristinsdóttir fæddist á Akureyri 13. mars 1934. Hún lést á Landspítala, Fossvogi, 2. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristins J. Árnasonar frá Skeiði í Svarfaðardal, f. 22. desember 1899, d. 1.
MeiraKaupa minningabók
Lovísa Rut Bjargmundsdóttir fæddist í Reykjavík 13. september 1985. Hún lést af slysförum 5. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Árbæjarkirkju 12. maí.
MeiraKaupa minningabók
María Sigurðardóttir fæddist á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, 14. september 1922. Hún lést á Landspítalunum við Hringbraut 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sigurðardóttir húsmóðir, f. á Hafnarnesi 6.10. 1906, d. 27.5.
MeiraKaupa minningabók
Gísli Sigurður Bergvin Kristinsson málarameistari fæddist í Hafnarfirði hinn 27. ágúst 1922. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði hinn 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Kristinn Jóel Magnússon málarameistari, f. 25.2. 1893, d....
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Steingrímsdóttir fæddist á Hóli í Presthólahreppi í N-Þing. 14. september 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Björg Þorsteinsdóttir frá Blikalóni, f. 1891, d.
MeiraKaupa minningabók
HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,77% og er 4.613 stig. Aðeins tvö félög hækkuðu, Síminn um 2,97% og Atlantic Petrolium um 0,65%.
Meira
Hörður Arnarson, forstjóri Marels, gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabankans á fundi sem haldinn var á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga undir yfirskriftinni: "Er krónan í krísu?
Meira
Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is VEISLAN í efnahagslífinu hefur náð hámarki og aðhalds er þörf. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem haldinn var í gær undir yfirskriftinni "Veislan stendur enn, en...
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Helgi Páll Þórisson hjá Línuskautum.is er sjaldan kyrr, ef marka má það hversu mikið af tíma hans fer í hreyfingu. Hann kennir á línuskauta á sumrin en á veturna er hann að leiðbeina í íshokkí.
Meira
TRÚNAÐARSAMBAND við vini getur lengt líf þeirra sem þegar eru komnir yfir sjötugt um nokkur ár. Áströlsk rannsókn á 1.500 manns yfir sjötugu leiðir þetta í ljós og greint er frá niðurstöðunum á vef Berlingske Tidende.
Meira
Þegar Guðrún Tyrfingsdóttir fór að kíkja undir kartöflugrösin hjá sér sá hún að uppskeran í ár er með mesta móti og kartöflurnar stórar svo ekki sé nú meira sagt.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, 14. september, er sextug Anna Vilhjálmsdóttir söngkona, Vættaborgum 1, Reykjavík. Hún er að heiman í dag en tekur síðar á móti gestum. Anna er stödd á heimili systur sinnar í Bandaríkjunum: 15 Prescott Court, Baskin Ridge, N.J.
Meira
Bridsfélag Kópavogs Föstudaginn 9. sept. var aðalfundur félagsins haldinn og var hann vel sóttur af félagsmönnum. Spilamennska fram að áramótum var ákveðin: Nk. fimmtudag 15. sept. hefst tvímenningur, eitt kvöld eða þrjú, ræðst af þátttöku. 6.
Meira
Brúðkaup | Gefin voru saman 20. ágúst sl. í Bessastaðakirkju af sr. Friðriki J. Hjartarsyni þau Júlía Rós Atladóttir og Hermann Sigurður Björnsson. Heimili þeirra er í...
Meira
Brúðkaup | Gefin voru saman 2. júlí sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Sigríði Kristínu Helgadóttur þau Anna Svanhildur Daníelsdóttir og Ásmundur Þór Steinarsson. Heimili þeirra er í...
Meira
Rithöfundurinn og þýðandinn Ingibjörg Haraldsdóttir er fædd í Reykjavík 1942. Eftir stúdentspróf hélt hún til Moskvu þar sem hún lauk meistaraprófi í kvikmyndastjórn 1969.
Meira
Hafa kríurnar verið spurðar? Svona alveg án gamans, hefur eitthvað verið spáð í það hvaða áhrif þétt íbúðabyggð í Vatnsmýrinni muni hafa á kríubyggðina í Tjörninni?
Meira
Víkverji hefur verið að undra sig á því að hvorki hósti né stuna hefur heyrst í fjölmiðlum eftir tónleika Gospelkórs Reykjavíkur og Páls Rósinkranz í Laugardalshöll á dögunum. Höllin var nánast troðfull og meðal hátt í þrjú þúsund gesta var Víkverji.
Meira
* ALLAN Borgvardt, FH-ingur til skamms tíma, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Viking Stavanger í norsku knattspyrnunni í fyrrakvöld. Hann lék þá með varaliði Viking gegn Ålgard í norsku 2. deildinni og skoraði sigurmarkið, 1:0.
Meira
* ÁRNI Gautur Arason stóð á milli stanganna hjá Vålerenga sem vann stórsigur á Fredrikstad , 4:0, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Með sigrinum náði Vålerenga tveggja stiga forskoti á Start í efsta sæti deildarinnar.
Meira
TVEIR Íslendingar tóku þátt í heimsmeistaramóti drengja og unglinga í kraftlyftingum, sem fór fram í Fort Wayne í Indiana í Bandaríkjunum á dögunum.
Meira
ÍSLENSKU atvinnukylfingarnir Ólöf María Jónsdóttir úr Keili og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, verða bæði meðal keppenda á golfmótum erlendis á morgun.
Meira
BRYNJAR Valgeir Steinarsson handknattleiksmaður hefur gert samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Helsinge á Norður-Sjálandi. Brynjar hefur verið í Danmörku undanfarin tvö ár og leikið þar með 3.
Meira
CHRIS Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, hefur sagt íslenska landsliðsmanninum Heiðari Helgusyni að bíða rólegur eftir tækifæri sínu hjá félaginu.
Meira
HEIMSMÓTIÐ í holukeppni í golfi, HSBC-mótið, hefst á morgun á Wentworth vellinum í Englandi. Þar munu sextán af fremstu kylfingum heims reyna með sér, en reyndar vantar nokkra af efstu mönnum styrkleikalistans.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen var fjarri góðu gamni með liði Chelsea þegar liðið mætti belgíska liðinu Anderlecht í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í gærkvöld.
Meira
JÓN Þorgrímur Stefánsson, FH, Valur Fannar Gíslason, Fylki, Robert Niestroj, Grindavík, og Hallur Hallsson, Þrótti, verða ekki með liðum sínum í lokaumferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu sem leikin verður á laugardaginn.
Meira
THIERRY Henry, fyrirliði Arsenal, verður enn lengur frá keppni en talið var. Í gær upplýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri félagsins, að Henry yrði frá keppni í sex vikur og hann eigi ekki von á að geta notað hann fyrr en í nóvember.
Meira
GUNNAR Heiðar Þorvaldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu hjá Halmstad, er ekki aðeins kominn í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann er líka í þriðja sætinu yfir þá leikmenn sem lagt hafa upp flest mörk í deildinni.
Meira
CRISTIANO Ronaldo, portúgalski kantmaðurinn, verður í hópi Manchester United þegar liðið mætir Villarreal frá Spáni í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fyrirliðinn Roy Keane verður aftur á móti ekki með enska liðinu þar sem hann er tæpur vegna meiðsla.
Meira
VALSKONUR töpuðu naumlega fyrir sænska meistaraliðinu Djurgården/Älvsjö, 2:1, í fyrsta leik sínum í milliriðli UEFA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Eskilstuna í Svíþjóð í gær.
Meira
Nú er Íslenzku sjávarútvegssýningunni lokið og virðast flestir hafa verið ánægðir með gang mála. Töluverð viðskipti eiga sér stað á sýningum af þessu tagi.
Meira
Veiðar á kola í snurvoð á Faxaflóa hófust fyrsta september. Kristinn Benediktsson brá sér í róður með Erni KE. Kannski er blaðamaðurinn fiskifæla, því fiskiríið var lélegt
Meira
Hampiðjan og HB Grandi undirrituðu á sjávarútvegssýningunni samning um kaup HB Granda á hinum nýju Opex-flottrollshlerum Hampiðjunnar. Gunnar Gunnarsson, skipstjóri á Svani, og Jón Tryggvi Árnason, fyrsti stýrimaður, segja hlerana vera hreina byltingu.
Meira
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is TOLLAR á kaldsjávarrækju frá Kanada inn til Evrópusambandsins hafa nú verið lækkaðir úr 20% í 7% og gildir sú lækkun til áramóta.
Meira
HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Marorka fékk verðlaun fyrir beztu nýju framleiðsluna á Íslenzku sjávarútvegssýningunni. Verðlaunin hlaut Marorka fyrir orkustjórnunarkerfið Maren 2, sem var kynnt í fyrsta sinn á sýningunni.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.