NIÐURSTÖÐUR nýrrar Gallup-könnunar, sem unnin var fyrir fyrirtækið Franca ehf., leiðir í ljós að 57,3% allra svarenda sem afstöðu tóku í könnuninni vilja sjá Vilhjálm Þ.
Meira
VEGFARENDUR um nýju Hringbrautina til austurs við Njarðargötu hafa verið óöruggir um hvort þeir mega beygja til vinstri í átt að Sóleyjargötu og gömlu Hringbrautinni.
Meira
Akureyrarhlaup | Ungmennafélag Akureyrar, UFA, stendur fyrir Akureyrarhlaupi laugardaginn 17. september nk. Nýjung í ár er að keppt verður í boðhlaupi í hálfu maraþoni, sem er 21,1 km, upplagt fyrir æfingahópa, vinnufélaga eða aðra hópa.
Meira
ÖKUMAÐUR vörubifreiðar slasaðist alvarlega í vinnuslysi á Hellisheiði í gærmorgun er hann kastaðist út úr vörubíl sínum sem runnið hafði stjórnlaust niður 300 metra langa brekku.
Meira
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is "ÞETTA er ákveðin áskorun," segir Ásta Ísfold, sem nú í vikunni hóf nám við Menntaskólann á Akureyri. Ásta kom beint úr 9. bekk Giljaskóla og er að auki ári yngri en bekkjarfélagarnir.
Meira
NÝLEGA var tekin um það ákvörðun í höfuðstöðvum Alcoa hvernig framleiðslu fyrirtækisins í Reyðarfirði verður háttað, þegar álverið tekur til starfa í apríl árið 2007.
Meira
Indónesísk börn í höfuðborginni Jakarta bíða með plastbrúsana eftir ódýrri steinolíu frá ríkinu. Eru niðurgreiðslur á olíunni mikill og vaxandi baggi á ríkissjóði og nú hefur verið ákveðið að draga úr þeim og þar með hækka verðið í næsta mánuði.
Meira
BREYTINGAR verða hjá utanríkisþjónustunni í nóvember þegar Magnús Gústafsson, forstjóri Icelandic USA, mun taka við starfi aðalræðismanns í New York.
Meira
Á eyðijörðinni Sunnudal í botni Vopnafjarðar er Jóhannes Kristinsson flugstjóri í Lúxemborg að byggja 160 fermetra bjálkahús. Allt timbur var keypt frá Lettlandi og flutt með u.þ.b.
Meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Orrin Hatch tekur mynd með gemsanum sínum af félaga sínum í dómsmálanefnd þingdeildarinnar, Arlen Specter, sem er nefndarformaður og greinilega mikið niðri fyrir.
Meira
Hrunamannaafréttur | Fjallmenn hafa smalað Hrunamannaafrétt nú í vikunni og verða réttir í dag. Smalamennska gekk að mörgu leyti vel þó misjafnlega hafi viðrað. Fé hefur fækkað á liðnum árum, er nú um 2.000 talsins en var í eina tíð 10 til 12 þúsund.
Meira
PÉTUR Björnsson, fyrrverandi forstjóri og eigandi Vífilfells, hefur veitt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, fimm milljóna króna styrk til verkefnis í V-Afríkuríkinu Gíneu-Bissá en samtökin eiga nú möguleika á því að beina styrkjum beint til...
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur þátt í ráðstefnunni Clinton Global Initiative sem Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, boðaði til.
Meira
Í TILEFNI af ári eðlisfræðinnar verða haldnir fyrirlestrar á vegum Eðlisfræðifélags Íslands og Raunvísindadeildar Háskólans í sal 1 í Háskólabíói á laugardögum.
Meira
HJÓNIN Ingibjörg Jónsdóttir og Bergur G. Gíslason fögnuðu 70 ára brúðkaupsafmæli sínu, eða járnbrúðkaupi, sl. miðvikudag, en þau giftu sig hinn 14. september árið 1935 heima hjá séra Bjarna Jónssyni við Lækjargötu í Reykjavík.
Meira
ALLAR íslensku landbúnaðarvörurnar sem í boði voru í Whole Foods Markets-búðunum á Washington-svæðinu og Baltimore seldust upp á fyrsta kynningardegi. "Við vorum búnir að undirbúa allar búðirnar vel undir kynningarátakið og vorum t.d.
Meira
HANS Enoksen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, tilkynnti í gærkvöldi að efnt yrði til þingkosninga 22. nóvember vegna deilna stjórnarflokkanna um frumvarp til fjárlaga næsta árs, að sögn grænlenskra fjölmiðla.
Meira
Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is GREININGARDEILD Íslandsbanka spáir 6,1% hagvexti í ár, sem er umtalsvert meiri vöxtur en verið hefur að meðaltali undanfarin 10 ár.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SPENNA vex enn í Þýskalandi vegna þingkosninganna á sunnudag en munurinn á fylgi helstu fylkinga hefur minnkað verulega síðustu vikurnar.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is AUKINN hiti og selta í Golfstraumnum veldur því að ferskvatn norðan frá stöðvar ekki hringrás Norður-Atlantshafsins og norðurhafa. Áhrifa Golfstraumsins gætir því áfram um einhver ókomin ár.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN í Hollandi hefur kynnt áform um að koma upp gagnabanka þar sem skráðar verða upplýsingar um alla íbúa landsins "frá vöggu til grafar" og beita honum í baráttunni gegn glæpum.
Meira
GJUGG í borg gæti maður ímyndað sér að Nikulás Guðmundur Torfason væri að segja þar sem hann leikur sér í Kanínukoti í Töfragarðinum á Stokkseyri.
Meira
"SÖFNUNIN gekk framar okkar björtustu vonum," segir Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, um heimsforeldraátak UNICEF Ísland í sérstökum söfnunarþætti hjá Sirrý á Skjá einum í fyrrakvöld.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is GÖNG undir Berufjörð er sá jarðgangakostur á Austurlandi sem hagkvæmastur er miðað við tilteknar forsendur.
Meira
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxi í ár um 3-4% eftir því hvaða útreikningsaðferð er notuð, sem er svipuð aukning kaupmáttar og var á síðasta ári.
Meira
Austurland | Sala lambakjöts frá Austurlandi á netinu, undir vörumerkinu Austurlamb, er nú í undirbúningi þriðja árið í röð. Slátrað er á Húsavík og sendir á annan tug býla á Austurlandi lömb til sölu gegnum www.austurlamb.is.
Meira
Rangt nafn Nafn og starfstitill Hjálmars W. Hannessonar, sendiherra og fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, misritaðist í myndatexta með mynd af Hjálmari og Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra á fundi Sameinuðu þjóðanna í blaðinu í gær.
Meira
Leiksýning | Tenórinn eftir Guðmund Ólafsson verður sýndur í Freyvangsleikhúsinu nú um helgina, föstudags- og laugardagskvöld og einnig föstudagskvöldið 23. september. Leikarar í sýningunni eru Sigursveinn Kr.
Meira
Ísafjörður | Óvíst er hvenær hafist verður handa við byggingu nýs sýningar- og umsýsluhúsnæðis Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í lok ávarps síns á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í gærkvöldi að Ísland hefði í fyrsta sinn lýst yfir framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009 til 2010.
Meira
ÝTARLEG umfjöllun er um hugsanleg kaup FL Group á Sterling í öllum helstu fjölmiðlum Danmerkur, s.s. Politiken, Berlingske Tidende og Jyllands-posten , og raunar víðar um Skandinavíu.
Meira
Liðsmenn samtaka græningja efndu til mótmæla við forsetahöllina í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær til að krefjast þess að hætt verði við áætlun um að selja og nýta náttúruverndarsvæði í Salta í norðanverðu landinu.
Meira
ALÞJÓÐLEGU hjálparsamtökin Læknar án landamæra sögðu í gær að hungursneyðin í Afríkuríkinu Níger ykist enn þrátt fyrir hjálparstarfið þar á síðustu vikum.
Meira
GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segir Norðurlöndin munu styrkja framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Framboðið sé sameiginlegt og öll sendiráð Norðurlandanna um allan heim vinni að því að kynna það.
Meira
NÝR rafall Nesjavallavirkjunar sem eykur afl hennar úr 90 MW í 120 MW var formlega afhentur Orkuveitu Reykjavíkur í gær, um einum mánuði fyrr en upphaflega var áætlað.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SIGURÐUR Bessason, formaður Eflingar, telur engar líkur á að nýr kjarasamningur milli félagsins og Reykjavíkurborgar verði undirritaður fyrir 1. október nk. líkt og borgarstjóri hefur lýst áhuga á.
Meira
FULLTRÚAR Landverndar funduðu með bæjaryfirvöldum í Garðabæ um málefni framkvæmda við Urriðaholt á þriðjudag þar sem báðir aðilar fengu tækifæri til að skýra sín viðhorf til málsins en Landvernd hefur krafist þess að framkvæmdir verði stöðvaðar þar til...
Meira
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra er nýkominn heim frá Washington, þar sem hann var viðstaddur opnun Íslandskynningar í verslunum Whole Food Markets.
Meira
Ferðamaður fann 115 kíló af hassi á eyju austur af Arendal í Agder-sýslu í Noregi hinn 6. september síðastliðinn, að sögn fréttavefjar Aftenposten í gær. Að sögn lögreglunnar var hassið geymt í fjórum pokum.
Meira
RANNSÓKN lögreglunnar á Ísafirði á meintri ólögmætri vegarlagningu í Leirufjörð er á lokastigi, að sögn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, sýslumanns á Ísafirði.
Meira
Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is FARI innanlandsflug úr Reykjavík hlýtur það að fara til Keflavíkur, sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og uppskar lófaklapp á fjölmennum fundi í Reykjanesbæ í gærkvöldi.
Meira
Reykjavík | Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur fyrir hönd Reykjavíkurborgar undirritað samninga við Glímufélagið Ármann og Knattspyrnufélagið Þrótt um uppbyggingu mannvirkja og samstarf félaganna í Laugardalnum. Í samningunum felst m.a.
Meira
VILHJÁLMUR Guðmundsson hjá Útflutningsráði segir að viðskiptaráðstefnan sem haldin var í Tókýó á miðvikudag, í tengslum við heimsókn íslensku viðskiptasendinefndarinnar, hafi heppnast afar vel. Með ráðstefnunni lauk heimsókn sendinefndarinnar til...
Meira
MILDI þótti að ekki skyldi hljótast af slys á fólki er þrír strengir í Norðurárdalsraflínu slitnuðu þegar vörubílspallur rakst í vírana og sleit þá niður.
Meira
Hornafjörður | Búið er að skipa starfshóp vegna framkvæmda í Sveitarfélaginu Hornafirði í tengslum við fyrirhugað unglingalandsmót sem haldið verður á Hornafirði 2007.
Meira
LEITIN að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem talinn er af eftir sjóslysið á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags, bar ekki árangur í gær. Leitað hefur verið með neðansjávarmyndavél á svæðinu á milli Engeyjar og Viðeyjar undanfarna daga.
Meira
TÍSKUDAGAR hófust í Kringlunni í gær og standa til 25. september, þar sem íslensk og alþjóðleg hausttíska er kynnt. Hausttískan er komin í verslanir Kringlunnar og af því tilefni halda tískuverslanir tískudaga og stilla fram hausttískunni.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is SKRIFAÐ var undir samning milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands í gær um uppbyggingu og endurbætur á Laugardalsvelli.
Meira
Reykjanesbær | "Reykjanesið rokkar" var ein helsta niðurstaða þátttakenda á íbúaþingi sem haldið var í Reykjanesbæ laugardaginn 10. september sl., að sögn aðstandenda þingsins.
Meira
A-Húnavatnssýsla | Mikið fjör er framundan í Austur-Húnavatnssýslu því um helgina verða stóðsmölum í Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Gestir eiga þess kost að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri.
Meira
BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar samþykkti í gær ályktun þess efnis að Miðdalsheiðin væri vænlegur kostur fyrir nýjan innanlandsflugvöll og hefur ályktunin verið send Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra.
Meira
TILBOÐ voru opnuð í Ríkiskaupum í gær í skóla- og áætlunarakstur á nokkrum sérleyfisferðum. Alls sendu 17 hópferðafyrirtæki inn tilboð, þar af skiluðu sex inn tilboðum í sérleyfisakstur á Reykjanesi, þ.ám. flugrútuna milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur.
Meira
NÝNEMAR í Kvennaskólanum í Reykjavík, alls 133 að tölu, voru vígðir inn í skólann í gær með viðhöfn við Tjörnina. Þar var vatni ausið yfir höfuð þeirra af stjórn nemendafélagsins.
Meira
Einar Kolbeinsson var við smalamennsku á Svartárdalsfjalli: Reka fé og réttum ná, ríða frjáls um grundir, meðal þessa alls ég á, yndislegar stundir.
Meira
VÍÐSVEGAR um Evrópu eru stjórnvöld farin að bregðast við hækkandi olíuverði í kjölfar hækkandi mótmælaradda almennings, nú síðast hvatti Jasques Chirac, forseti Frakklands, olíufyrirtæki í landinu til að lækka verðið á eldsneyti og Gordon Brown,...
Meira
FYRSTA æðruleysismessan í Dómkirkjunni eftir sumarfrí verður næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 20. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði, næstsíðasta sunnudag hvers mánaðar, alltaf klukkan 20.
Meira
Fram hafa komið kröfur um að draga úr álögum á eldsneyti vegna mikilla hækkana á heimsmarkaði að undanförnu sem hafa skilað sér með ógnarhraða í hækkuðu verði úr bensíndælunni. Þetta á ekki aðeins við hér á landi, heldur allt í kringum okkur.
Meira
Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, færði fram sterk rök fyrir því í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, að falla ætti frá framboði Íslands til Öryggisráðsins. Þingmaðurinn hefur áður hreyft svipuðum sjónarmiðum, sem varð m.a.
Meira
Hjá Sameinuðu þjóðunum er nú haldinn leiðtogafundur í tilefni af 60 ára afmæli samtakanna. Í fyrradag töluðu þar bæði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og George Bush Bandaríkjaforseti eins og kom fram á forsíðu Morgunblaðsins í gær.
Meira
SÉRSTAKIR tónleikar verða haldnir nú á föstudaginn í útvarpssal Rásar 2. Þá mun Sálin hans Jóns míns frumflytja lög af nýjustu plötu sveitarinnar Undir þínum áhrifum en tilefnið er einnig sótt í frumflutning á titillagi plötunnar á Rás 2 þann daginn.
Meira
Breski rithöfundurinn Nick Hornby hefur skemmtilega sýn á lífið og tilveruna. Gildir þá einu hvort yrkisefnið er sparkfíkn eða sjálfsvíg. Orri Páll Ormarsson ræddi m.a.
Meira
DÓMAR um kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven , sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Toronto í vikunni, hafa ekki birst enn í helstu fjölmiðlum Kanada en umsagnir hafa birst á kvikmyndavefjum og eru þær yfirleitt jákvæðar.
Meira
HARRY Bretaprins fagnaði 21 árs afmæli sínu í gær. Fagnaðarhöldin áttu að vera með rólegra móti fyrir Harry, sem þykir vera villtari bróðirinn, en hann stundar nú nám við herskóla. Í tilefni afmælisins fengu blaðamenn að ræða við Harry. Hann sagði m.a.
Meira
FLESTA táninga hryllir við tilhugsuninni um að þurfa að uppfylla þær kröfur sem foreldrar þeirra gera til þeirra - fá góðar einkunnir, eiga bara þæga vini og skipuleggja framtíðina.
Meira
Meðan norsku fjölmiðlarnir velta því fyrir sér hvort Roy Jacobsen verði næsti menningarmálaráðherra Noregs, situr þessi virti og kumpánlegi rithöfundur þeirra hér uppá Íslandi og spjallar við íslenska bókaorma um verkin sín.
Meira
ÍÞRÓTTAÁLFURINN fer í loftköstum um Latabæ og hjálpar Sollu að velja alltaf þá kosti sem stuðla að heilbrigðu líferni en láta óhollustuna eiga sig. Í Latabæjarþáttunum er teflt saman tölvumyndum, brúðum og lifandi leikurum.
Meira
Höfundur: Willy Russell, þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson, leikmynd: Jóhannes Dagsson, leikendur: Margrét Sverrisdóttir og Sigurður Illugason. Samkomuhúsinu á Húsavík 9. september 2005.
Meira
RÚSSNESKUR vísindatryllir lendir í íslenskum bíóhúsum í dag. Night Watch ( Nochnoy Dozor ) segir frá því að eins lengi og mannkynið hafi verið til hafi ,,hinir" verið til líka.
Meira
Í HASARGRÍNMYNDINNI The Man taka höndum saman stálnaglinn Samuel L. Jackson og hinn vinalegi Eugene Levy. Myndin segir frá alríkislögreglumanninum Derrick Vann (Jackson) og tannvörusölumanninum Andy Fidler (Levy).
Meira
Út er komin bókin Guðs dýrð og sálnanna velferð. Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar 1639-1674. Már Jónsson tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 10. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2005.
Meira
SÝNING á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar verður opnuð í dag kl. 17 í 101 Gallery, Hverfisgötu 18a, Reykjavík. Nokkur ár eru síðan Sigurður Árni hélt einkasýningu á Íslandi.
Meira
Út er komin ný plata með Páli Torfa Önundarsyni, sem nefnist Jazzskotin . Hér flytur Páll Torfi eigin lög við ljóð og texta ýmissa höfunda. Hljóðfæraleikarar eru, auk Páls sjálfs, sem leikur á gítar, Tómas R.
Meira
Gallerí Fold | Haraldur (Harry) Bilson opnar málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á morgun kl. 17. Sýninguna nefnir listamaðurinn Spurningar og svör. Hún stendur til 2. október.
Meira
ÞÁTTARÖÐIN Arrested Development , sem Stöð 2 kýs að íslenska Tómir asnar , þykir vera með betri gamanþáttum síðustu ára. Á meðal leikenda eru Portia de Rossi og Jason...
Meira
SIGURVEGARAR í ljósmyndasamkeppni mbl.is og Hans Petersen fengu afhent verðlaun fyrir myndir sínar í vikunni. Alls bárust um sex þúsund myndir í keppnina.
Meira
SÝNING Einars Árnasonar, Hjáverk í amstri daga, verður opnuð í Boganum í dag kl. 16. Á sýningunni er að finna klippimyndir, uppfinningar og teikningar eftir Einar sem lést í fyrra.
Meira
BRITNEY Spears, sem söng "Ég er ekki stelpa en samt ekki kona", er orðin móðir og er hæstánægð með það. "Við erum í skýjunum yfir að geta tilkynnt fæðingu sonar okkar! Allir eru hamingjusamir, heilbrigðir og líður vel.
Meira
Himnaríki hét fyrsta sýning Hafnarfjarðarleikhússins fyrir tíu árum, sem sló umsvifalaust í gegn. Í tilefni af afmælinu fer leikritið aftur á svið í Hafnarfirði og ræddi Inga María Leifsdóttir því við leikstjóra sýningarinnar, leikhússtjórann Hilmar Jónsson.
Meira
Frá Sigurði Ásgeirssyni: "AÐ UNDANFÖRNU hafa stjórnmálamenn sem bjóða ætla fram í borgarstjórnarkosningum á næsta ári keppst um að lofa hver geti verið fyrstur til að fjarlægja flugvöllinn úr hjarta höfuðborgarinnar."
Meira
Kristjan Már Hauksson fjallar um tölvunotkun: "Um leið og við finnum vaxandi mátt Internetsins og nýtum okkur krafta þess, náum við firnasterkri stöðu í alþjóðasamkeppni þar sem stærðin skiptir ekki máli, heldur þekkingin."
Meira
Anna Magnea Hreinsdóttir og Oddný Eyjólfsdóttir fjalla um góðan mat í grunnskólum Garðabæjar: "Sterk tengsl eru á milli vellíðunar og bætts námsárangurs barna og næringar."
Meira
Siv Friðleifsdóttir fjallar um framgöngu kvenna í stjórnmálaflokkum: "Mikilvægt að kjósendur tryggi að hlutur kvenna að afloknum komandi kosningum rísi vel upp úr því 30% hlutfalli sem nú ríkir. Ekki er vöntun á kvenforkum og pólitískum pæjum til að gera þá stöðu að veruleika."
Meira
Guðmundur G. Gunnarsson gerir athugasemdir við ummæli samgönguráðherra: "Þess vegna erum við, ég og fleiri Álftnesingar, móðgaðir þegar núverandi samgönguráðherra kann ekki söguna betur en raun ber vitni."
Meira
Einar Þór Arason fæddist á Blönduósi 15. ágúst 1935. Hann lést á Landspítala í Fossvogi laugardaginn 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgerður Einarsdóttir, f. 15. ágúst 1911, d. 14. nóvember 1992, og Ari L. Jóhannesson, f. 2.
MeiraKaupa minningabók
Elín Guðmundsdóttir fæddist í Álftártungu á Mýrum 4. júní 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni föstudaginn 26. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Borgarneskirkju 2. september.
MeiraKaupa minningabók
Friðmey Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði hinn 15. október 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði þann 1. september síðastliðinn. Friðmey var níunda í röð þrettán systkina þeirra hjóna Guðmundar Hróbjartssonar járnsmiðs, f. 1881, d.
MeiraKaupa minningabók
Geir Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1916. Hann lést á Landspítalanum 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Geirsdóttir skriftarkennari, f. 29. nóvember 1887, d. 4. mars 1955, og Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, f. 5.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Sigríður Hafliðadóttir fæddist í Hergilsey á Breiðafirði 30. apríl 1921. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 7. september síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Sigríður Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1934. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 14. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 19. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Jónsson fæddist 23. nóvember 1932. Hann lést 10. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Halldóru Guðmundsdóttur og Jóns Þorvarðarsonar kaupmanns í Verðanda. Systkini Gunnars eru Guðmundur, f. 1920; Þorvarður, f. 1921, d.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Bárðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 30. apríl 1957. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 23. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Ríkey Kristín Magnúsdóttir fæddist á Ásmundarnesi í Bjarnarfirði 11. júlí 1911. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Efemía Bóasdóttir, f. 14. apríl 1875, d. 2. janúar 1957, og Magnús Andrésson, f....
MeiraKaupa minningabók
Sindri Snær Sigurjónsson fæddist á Landspítalanum við Hringbraut 21. febrúar 2004. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 31. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 8. september.
MeiraKaupa minningabók
Þórunn Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 7. júlí 1918. Hún lést á hjúkrunardeild Grundar 8. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, sjómaður, f. 7.11. 1885, d. 14.10. 1921, og Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 12.1. 1887, d.
MeiraKaupa minningabók
Ægir Ólafsson fæddist á Siglufirði 10. mars 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 25. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Eskja hf. á Eskifirði er að huga að kaupum á norska tog- og nótaskipinu M. Ytterstad. Það er fréttavefurinn skip.is sem greinir frá þessu en þar segir að samningurinn sé gerður með hefðbundnum fyrirvörum um samþykki stjórna og fjármögnun vegna kaupanna.
Meira
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði var tæp 83.000 tonn sem er rúmlega 5.700 tonnum meiri afli en í ágústmánuði 2004 en þá veiddust ríflega 77.200 tonn.
Meira
ÞÝSKI bankinn Deutsche Bank hefur bæst í hóp þeirra erlendu aðila sem hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum. Í gær gaf bankinn út skuldabréf fyrir 2,5 milljarða króna og eru þau til eins árs. Vextir eru 8%.
Meira
HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í dag, fjórða daginn í röð. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,53% og er 4.489 stig. Bréf Bakkavarar hækkuðu um 1,2%, bréf Icelandic Group um 1,02% og bréf Nýherja hækkuðu um 0,75%.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is JØRGEN Lindegaard, forstjóri SAS, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé deginum ljósara að öllu samstarfi félagsins og Icelandair verði hætt ef FL Group kaupir flugfélagið Sterling Aviation.
Meira
OLIVIER Brémond, stjórnandi og meirihlutaeigandi franska sjónvarpsframleiðslufyrirtækisins Marathon, hefur selt 64% hlut sinn í fyrirtækinu til fjárfestingarfélagsins Bridgepoint .
Meira
NOVATOR, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur keypt 16,1% hlut í gríska fjarskiptafyrirtækinu Forthnet samkvæmt frétt Reuters . Seljendur voru kýpverski bankinn Cyprus Development Bank og ítalska fjarskiptafyrirtækið Telecom Italia.
Meira
SKIPTING Burðaráss og sameining félagsins við Landsbankann annars vegar og Straum Fjárfestingarbanka hins vegar var samþykkt á hluthafafundum í félögunum þremur í gær.
Meira
Ranglega var farið með nafn Stjórnendaskólans í umfjöllun sem birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær. Stjórnendaskólinn er starfræktur innan viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík.
Meira
Tómatar og ítölsk matargerð fara vel saman og nú þegar uppskeran er í hámarki og safaríkir fullþroska tómatar eru fáanlegir á viðráðanlegu verði er ekki úr vegi að birgja sig upp af heimatilbúinni grunnsósu úr tómötum og spreyta sig á ítölskum réttum
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Guðni Gunnarsson fékk það skemmtilega verkefni fyrr á þessu ári að veita lífsráðgjöf ekki ómerkara fyrirbæri en sjálfri ofurhetjunni Súperman.
Meira
80 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 17. september, er áttræður Lýður Jónsson, Akralandi 3, Reykjavík . Af því tilefni taka Lýður og eiginkona hans, Mundheiður Gunnarsdóttir, á móti ættingjum og vinum kl.
Meira
80 ÁRA afmæli. Laugardaginn 17. september er áttræð Elísa G. Jónsdóttir, Haukshólum 3, Reykjavík. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Jón Hannesson , á móti ættingjum og vinum í Víkingasal Hótels Loftleiða, milli kl. 17 og 19 á...
Meira
Alma Geirdal er fædd 6. september 1979 í Reykjavík. Hún hefur glímt við átröskun og unnið að baráttunni gegn sjúkdómnum síðan samtökin Forma, samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi, voru stofnuð í apríl.
Meira
Smá kippur. Norður &spade;DG102 &heart;D ⋄ÁG4 &klubs;ÁKG93 Gunnar Þórðarson, Selfossi, tók upp spilin að ofan í sumarbrids í Síðumúlanum fyrir skömmu. Makker hans var Guðlaugur Sveinsson, Reykjavík, sem sleppir sjaldan úr kvöldi í sumarbrids.
Meira
Og hann leit í kring á þá með reiði, sárhryggur yfir harðúð hjartna þeirra, og sagði við manninn: "Réttu fram hönd þína." Hann rétti fram höndina, og hún varð heil. (Mark. 3, 5.)
Meira
Það er undarleg tilfinning að aka í gegnum Reykjavík eftir sex akreina hraðbraut og einhvern veginn venst hún ekki þótt nú sé liðinn nokkur tími frá því að hún var opnuð. Sérstaða þessarar annars mögnuðu hraðbrautar er nokkur.
Meira
ATLI Eðvaldsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Atli tók við þjálfun liðsins af Ásgeiri Elíassyni í byrjun júlí í sumar og gilti samningur hans út leiktíðina.
Meira
* ÁSBJÖRN Ólafsson og Skúli Óskarsson eru ekki þeir einu sem hafa átt heimsmet í kraftlyftingum eins og greint var frá í blaðinu í gær. Jóhannes Hjálmarsson hefur átt heimsmet í flokki öldunga og Torfi Ólafsson í unglingaflokki.
Meira
"FYRSTI liðurinn í undirbúningnum verður þátttaka í móti í Póllandi 27. til 30. október þar sem Pólverjar, Þjóðverjar og Danir taka þátt auk okkar. Þá kom Norðmenn hingað til lands um miðjan nóvember til tveggja leika.
Meira
DENNIS Bergkamp er tilbúinn að leika með Arsenal í Amsterdam eftir hálfan mánuð, en þá mætir Arsenal liði Ajax í Meistaradeildinni. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hins vegar ætla að bíða með að ákveða hvort Bergkamp leiki í Amsterdam þar til nokkrum dögum fyrir leikinn.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lék á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins á fyrsta keppnisdegi Áskorendamóts sem fram fer í Rotterdam í Hollandi. Birgir fékk fjóra fugla, þrjá skolla og ellefu pör og er hann í 16.-30 sæti.
Meira
EVERTON var rækilega tekið í bakaríið af rúmenska liðinu Dinamo Búkarest í fyrri leik liðanna í 1. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu í gærkvöld. Rúmenarnir fóru á kostum og unnu stórsigur, 5:1, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 1:1.
Meira
GUNNAR Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad þegar liðið tapaði, 2:1, fyrir portúgalska liðinu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í 1. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu í gærkvöldi.
Meira
* HAFÞÓR Harðarson úr KFR spilaði fullkomin leik í fyrrakvöld, 300, í Haustmótinu í Keilu í Mjódd. Hafþór er áttundi Íslendingurinn til þess að spila 300 leik og alls hafa verið spilaðir átta fullkomnir leikir áður.
Meira
HANDKNATTLEIKSVERTÍÐIN hefst á morgun með leikjum í Meistarakeppni Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, þar sem eigast við Íslands- og bikarmeistarar karla og kvenna á Ásvöllum. Fyrsti leikurinn í DHL-deild karla verður síðan á þriðjudaginn í næstu viku en hjá konunum byrjar deildin annan laugardag.
Meira
UPP er risinn ágreiningur á milli forsvarsmanna í danska bænum Slagelse og þeirra sem stjórna málum hjá kvennahandknattleiksliði bæjarins, sem verið hefur fremsta handknattleikslið Dana síðustu ár og m.a. orðið Evrópumeistari.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik mun taka þátt í alþjóðlegu móti í Hollandi um miðjan næsta mánuð. Þar mun liðið mæta Slóvökum, Rúmenum, Tékkum og A- og B-liði Hollendinga.
Meira
VALUR sigraði serbnesku meistarana ZFK Masinac-Classic Nis, 3:0, í annarri umferð í milliriðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Eskilstuna í Svíþjóð í gær.
Meira
ÓLAFUR Ingi Skúlason, fyrirliði U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður enska 2. deildarliðsins Brentford, gekkst undir aðgerð á hné á sjúkrahúsi í London í gær. Ólafur varð fyrir því óláni að slasast í leik með Brentford gegn Chester í 2.
Meira
ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sem er vanur að standa með sínum mönnum í gegnum þykkt og þunnt, segir að Wayne Rooney hafi verðskuldað að fá rautt spjald í leik United og Villarreal í Meistaradeildinni á Spáni á miðvikudagskvöldið.
Meira
LAGÐUR hefur verið grunnurinn að undirbúningi íslenska landsliðsins í handknattleik karla fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Sviss í lok janúar og í byrjun febrúar á næsta ári.
Meira
Uppskeruhátíð Breiðabliks Knattspyrnudeild Breiðabliks heldur á morgun uppskeruhátíð sína í Smáranum kl. 19. Á eftir borðhaldi verður slegið upp...
Meira
KNATTSPYRNA Aukakeppni kvenna Seinni leikur um sæti í efstu deild: Þór/KA/KS - FH 0:0 *FH vann samanlagt 4:1 og leikur í efstu deild næsta keppnistímabil. Evrópukeppni félagsliða Eskilstuna í Svíþjóð, 2.
Meira
LOKAUMFERÐIN í 1. deild karla í knattspyrnu fer fram í dag og þá skýrist hvaða lið fylgir Breiðabliki í efstu deild og hvaða lið fer með KS niður í aðra deild.
Meira
EIRÍKUR Þorláksson, lögfræðingur FÍB, segir að með því að kalla inn Ford jeppa og pallbíla sé Ford Motors í Bandaríkjunum að viðurkenna að gallar geti leynst í bílunum. Ford hafi farið þess á leit við umboðið hérlendis að erinda fyrir sig um þessi mál.
Meira
STÓRAUKINN bílainnflutningur á þessu ári eykur skatttekjur ríkisins af bílum. Mikil hækkun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti bætir einnig mörgum krónum í ríkissjóð.
Meira
Heildarsala BMW jókst óvenjumikið í ágúst eða um tæp 24% miðað við sama mánuð á síðasta ári. Þetta þýðir að heildarsöluaukning merkisins sl. átta mánuði nemur 11% borið saman við sama tímabil í fyrra.
Meira
Í BYRJUN júlí kom fyrsta sending af nýrri gerð kínverskra jeppa til Antwerpen í Belgíu. Þetta eru fyrstu kínversku bílarnir sem koma á markað í Evrópu.
Meira
MITSUBISHI slær um sig á bílasýningunni í Frankfurt, sem nú stendur yfir, með hugmyndabíl sem kallast Concept-Sportback. Concept-Sportback verður smíðaður á alveg nýjum undirvagni, sem er sagður geta passað í bíla Mitsubishi í öðrum stærðarflokkum.
Meira
Mikill fjöldi nýrra bíla var afhjúpaður á fyrstu dögum bílasýningarinnar í Frankfurt, sem var opnuð fjölmiðlum sl. þriðjudag. Meira en 1.000 sýnendur frá 44 löndum sýna nýjustu gerðir og búnað á sýningunni sem stendur yfir frá 15.-25. september. Hér verður stiklað á helstu nýjungum í máli og myndum.
Meira
FYRSTA drifterkeppnin á Íslandi fór fram fyrr í mánuðinum á planinu við Húsgagnahöllina. 18 bílar tóku þátt og 20 keppendur þar sem á 2 bílum voru 2 ökumenn.
Meira
TORFÆRUHJÓLAEIGN landsmanna hefur margfaldast milli ára. Lögfræðingar, pípulagningamenn, bankamenn, námsmenn, strákar og stelpur. Já stelpurnar eru að stimpla sig inn í sportið með krafti og fjölgar ört. Ein af þeim er Theodóra B.
Meira
PEUGEOT afhjúpaði nýjan 407 Coupé á bílasýningunni í Frankfurt. Þetta rennilega ljón leysir Peugeot 406 Coupé af hólmi, bíl sem var hannaður af ítölsku hönnunarstofunni Pininfarina.
Meira
M-ARMUR BMW, BMW Motorsport, er magnað fyrirbæri. Í gegnum þetta litla M-forskeyti, eru smíðaðir bílar sem á engan hátt eru venjulegir, nema ef vera skyldi helst í útliti.
Meira
VERÐ á nýjum bílum hefur hækkað meira í Noregi en í öðrum Evrópulöndum. Á síðasta ári hækkaði verðið um 4% að meðaltali og hvergi í Evrópu, að Danmörku undanskilinni, er bílverð hærra en í Noregi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.