Eftir Birki Fanndal, Mývatnssveit KÚLUSKÍTSHÁTÍÐIN 2005 fór fram nú um helgina og er þetta þriðja árið sem þessi tveggja daga hátíð er haldin hér.
Meira
Kabúl. AFP. | Embættismenn í Afganistan sögðust í gær vera ánægðir með kjörsóknina í þingkosningum, sem fram fóru í gær, og sögðu að fólk hefði flykkst á kjörstaði þrátt fyrir nokkrar sprengju- og skotárásir sem kostuðu tíu manns lífið.
Meira
ÁTTA ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar um helgina. Þar af voru tveir handteknir eftir að hafa lent í umferðaróhöppum.
Meira
Los Angeles Times. | Vaxandi áhyggjur eru af framtíð sjúkratryggingakerfisins í Bandaríkjunum en það hefur verið borið uppi af framlögum fyrirtækja á móti nokkru framlagi starfsmanna þeirra.
Meira
Sacramento. AP. | Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur undirritað lög sem kveða á um bann við ruslfæði í almennum framhaldsskólum.
Meira
BORIÐ hefur á kvörtunum frá íbúum í Grafarvogi vegna of mikillar fjarlægðar frá næstu strætisvagnabiðstöðvum við Egilshöll. Tvær strætisvagnaleiðir ganga að Egilshöll, annars vegar leið 24 og hins vegar leið 16. Samkvæmt upplýsingum Strætó bs.
Meira
SNARFARI, félag sportbátaeigenda í Reykjavík, bauð aðstandendum þeirra sem létust í slysinu í Viðeyjarsundi sl. helgi og félögum í Snarfara til bænastundar í félagsheimili Snarfara við Naustavog í gær.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra er í fríi erlendis og mun á meðan ekki tjá sig við fjölmiðla, sagði Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður hans, þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum frá Halldóri við ummælum forystumanna Framsóknarflokksins í...
Meira
STARFSMENN Símans ösluðu nú fyrir helgi yfir Tungufljót í Skaftártungu og mældu dýptina í ánni yfir ljósleiðara sem liggur þar grafinn í sandinn. Skammt fyrir neðan slær Ása-Eldvatn saman við fljótið og úr verður Kúðafljót.
Meira
ÖSSUR Skarphéðinsson, fv. formaður Samfylkingarinnar, segist hafa haft efasemdir um framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu og strax spurt á Alþingi eftir kostnaðinum við það.
Meira
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra er ásamt embættismönnum kominn til New York til að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Er þetta síðasta embættisverk Davíðs sem utanríkisráðherra á erlendum vettvangi, áður en hann lætur af því starfi 27.
Meira
NEYÐARLÍNUNNI barst síðdegis á laugardag beiðni um aðstoð við að ná í gangnamann sem hrasaði og meiddist í baki hátt uppi í fjalli í Skáladal á Ingjaldssandi. Björgunarsveitin Dýri á Þingeyri fór á staðinn sem og sjúkrabíll frá Þingeyri.
Meira
Geirlaugur Magnússon skáld lést 16. september á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, 61 árs að aldri. Geirlaugur fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1944. Foreldrar hans voru Magnús Ketilbjarnason trésmiður og Aðalheiður Stefánsdóttir matráðskona.
Meira
ÁRBÆINGAR héldu sína árlegu hausthátíð á laugardag. Mikið var um að vera á hátíðinni sem hófst með helgistund í Árbæjarkirkju. Eftir það var nýtt Árbæjartorg vígt, en torgið er á milli kirkjunnar, skólans og félagsmiðstöðvarinnar Ársels.
Meira
ÖGMUNDUR Jónasson, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, VG, segir að þingflokkurinn hafi ekki tekið formlega afstöðu til framboðs Íslands í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Meira
Eftir Sigurð Jónsson og Hrund Þórsdóttur UNDIRBÚNINGUR stendur nú yfir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að takast á hendur og annast sjúkraflutninga í Árnessýslu sem lögreglan í sýslunni hefur hingað til haft á sinni könnu.
Meira
Fréttaskýring | Verkamannaflokkurinn í Nýja-Sjálandi þarf að reiða sig á stuðning minni flokka til að geta myndað nýja stjórn skrifar Baldur Arnarson um einhverjar tvísýnustu kosningar sem fram hafa farið í landinu.
Meira
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, lögfræðingur og fv. borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is ÚTBREIÐSLUSTEFNA Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, gerir Knattspyrnusambandi Íslands kleift að ráðast í uppbyggingu og endurbætur á Laugardalsvelli í vetur.
Meira
SKÓLASVEIT Laugalækjarskóla varð í gær Norðurlandameistari grunnskóla í skák, en mótið var haldið í Árósum í Danmörku. Sveitin lauk keppni með 14 vinninga af 20 mögulegum, og var búin að tryggja sér sigur fyrir lokaumferðina.
Meira
BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að gerð verði myndastytta af Tómasi Guðmundssyni og henni komið fyrir á áberandi stað í borginni.
Meira
FORMAÐUR Skotvíss, Sigmar B. Hauksson, segir það hafa færst verulega í vöxt nú í haust að veiðimenn greiði fyrir leigu eða kaupi landspildur undir rjúpnaveiði, líkt og lengi hafi tíðkast með gæsaveiðina.
Meira
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra segir á vefsíðu sinni um helgina að afstaða sín gagnvart Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi um árabil verið sú að Ísland eigi að halda fast við framboð sitt.
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, gerðu bæði tilkall til kanslaraembættisins í gærkvöldi eftir mjög tvísýnar þingkosningar.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Flýja borgarastyrjöld, ofsóknir og glæpagengi Borgarastyrjöld hefur geisað linnulítið í Kólumbíu í um fjóra áratugi og á hverju ári falla þúsundir manna í valinn.
Meira
HJÁ Vinnueftirliti ríkisins er nú í undirbúningi ný reglugerð sem koma á í stað reglna um hávaðavarnir á vinnustöðum og heyrnareftirlit starfsmanna.
Meira
BÍL var ekið á tvo ljósastaura á Reykjanesbraut, rétt hjá bensínstöðinni Orkunni við Dalveg í Kópavogi, á ellefta tímanum í gærmorgun, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kópavogi. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur.
Meira
Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is KVENNAHREYFING innan Samfylkingarinnar var stofnuð í Hveragerði á laugardaginn og mættu yfir 120 konur af öllu landinu á stofnfundinn. Fjögurra manna stjórn var kjörin og hefur hún skipt með sér verkum.
Meira
Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is HINN níu ára gamli Anton Ívar Kristjánsson fer síðar í þessum mánuði ásamt foreldrum sínum til Boston í aðgerð á heila, en haustið 2003 fór hann út en þá var aðgerðinni frestað.
Meira
Teheran. AFP. | Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, gaf til kynna í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á laugardag að Íranar myndu ekki verða við kröfum vestrænna ríkja í deilunni um kjarnorkuáætlun Írans þrátt fyrir hótanir um refsiaðgerðir.
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, telur að umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC , um fellibylinn Katrínu hafi einkennst af hatri í garð Bandaríkjanna. Fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch hélt þessu fram í ræðu í Bandaríkjunum á laugardag.
Meira
"NÚ vil ég fara í hús föður míns," voru síðustu orð Jóhannesar Páls II páfa áður en hann lést 2. apríl, að því er fram kom í skjölum sem Páfagarður birti í gær.
Meira
BLINDRAFÉLAGIÐ og foreldradeild Blindrafélagsins afhentu á laugardaginn Sjónstöð Íslands sjónmælingatæki að gjöf. Tækin voru keypt fyrir afrakstur sölu barnabókar og geisladisks undanfarna mánuði, sem foreldradeild Blindrafélagsins stóð fyrir.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SKIPTAR skoðanir eru um það innan raða stjórnarandstöðuflokkanna hvort Íslendingar eigi að halda framboði sínu til streitu í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Morgunblaðið hafa litið svo á að Ísland væri komið í framboð til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og umræðan nú snerist um hvort hætta ætti við.
Meira
ÖLVAÐUR og æstur maður sem lögreglan í Kópavogi handtók við veitingastaðinn Players í Bæjarlind, rétt fyrir klukkan fjögur í fyrrinótt, sparkaði í andlit lögregluþjóns með þeim afleiðingum að tönn í honum brotnaði. Maðurinn var fluttur á...
Meira
RÚSSNESK telpa heldur stolt á ketti sínum á alþjóðlegri kattasýningu sem haldin var í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Yfir þúsund kettir af ýmsum tegundum tóku þátt í...
Meira
STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti ályktun í gær þar sem ríkisstjórnin er hvött til að skorast ekki undan ábyrgð í alþjóðasamstarfi. Leggjast ungir framsóknarmenn gegn því að framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna verði dregið til baka.
Meira
Óvænt úrslit urðu í þingkosningunum í Þýskalandi í gær og ríkir nú óvissa um framhaldið. Arthúr Björgvin Bollason fjallar um hið pólitíska landslag eftir hinar sögulegu kosningar.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÓÁNÆGJA kom upp með vinnubrögð við stjórnarkjör á landsþingi framsóknarkvenna, sem haldið var á Ísafirði um helgina, hinu tólfta í röðinni. Elsa B. Friðfinnsdóttir, fv.
Meira
Húsavík | Sauðfjárslátrun er í fullum gangi hjá Norðlenska á Húsavík þessa dagana en hún hófst formlega þann 22. ágúst sl. og áætlað er að henni ljúki undir lok október mánaðar.
Meira
ALÞINGI Íslendinga kemur saman að nýju laugardaginn 1. október nk. Gert er ráð fyrir því að Sólveig Pétursdóttir alþingismaður taki þá við sem forseti Alþingis í stað Halldórs Blöndal. Halldór var fyrst kjörinn forseti þingsins vorið 1999.
Meira
Snæfellsnes | Það þarf ekki alltaf stórframkvæmdir svo hafist sé handa við að byggja íbúðarhúsnæði. Í sumar hófust framkvæmdir við smíði á sjö íbúðum á Hellissandi og sex íbúðum í Rifi.
Meira
Í Fréttablaðinu í gær er Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, spurður, hvort mikill ágreiningur sé um Öryggisráðsmálið í flokki hans og hann svarar m.a.: Vandinn er sá, hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um málið...
Meira
Hljómsveitin Hölt hóra sendi nýverið frá sér plötuna Love me like you elskar mig . Hljómsveitina skipa þeir Atli Fannar (söngur), Eyþór (gítar), Magnús (gítar), Sigurbjörn (bassi) og Valgeir (trommur).
Meira
MYNDLISTARMAÐURINN Sigurður Árni Sigurðsson opnaði á föstudag sýningu á verkum sínum í 101 Gallery. Nokkur ár eru síðan Sigurður Árni hélt síðast einkasýningu á Íslandi. Sigurður hefur m.a.
Meira
ÞÆTTIRNIR um skipbrotsmennina í Survivor eru án efa með elstu raunveruleikaþáttum í heimi, þar sem vandlega völdum einstaklingum er spilað saman með það fyrir augum að skapa átök, svik og tilfinningalegt sjónarspil fyrir hungraða áhorfendur.
Meira
LISTAMENNIRNIR Kristleifur Björnsson og Anna Þ. Guðjónsdóttir opnuðu á laugardag sýningar á verkum sínum í Listasafni ASÍ. Kristleifur sýnir ljósmyndir í Ásmundarsal en Anna sýnir málverk í Gryfjunni.
Meira
EINLÆGA aðdáendur íslenskrar sveitaballapopptónlistar má nú fara að klæja í lófana, því hljómsveitin Skítamórall er að fara að senda frá sér sína fimmtu breiðskífu og kemur hún að öllum líkindum út í lok október.
Meira
SENN mætast stálin stinn þegar boxkapparnir láta hnefa mætast í dynjandi höggum í þættinum The Contender. Sylvester Stallone má örugglega telja sig stoltan af skjólstæðingum...
Meira
NÝ OG endurort Völuspá fyrir börn á öllum aldri leit dagsins ljós á laugardag. Það eru þau Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarkona og Þórarinn Eldjárn rithöfundur sem eiga heiðurinn af hinni nýju bók.
Meira
HINN þekkti kvikmyndaleikstjóri Pawel Pawlikowski kemur hingað til lands vegna Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík dagana 29. sept.-9. okt nk.
Meira
ÁHORFENDUR fögnuðu með látum þegar leikrit Árna Ibsen, Himnaríki, var "endursýnt" eftir tíu ár í Hafnarfjarðarleikhúsinu, en Himnaríki var fyrsta leikritið sem leikhúsið setti upp.
Meira
Þessi blásandi Bæjari var meðal þeirra sem tóku þátt í skrúðgöngum í München í Þýskalandi í gær í tilefni af því að þá hófst hin árlega bjórhátíð, Oktoberfest , sem nú er haldin í 171. sinn.
Meira
Frá Gísla Hólmari Jóhannessyni, þátttakanda í Ólympíuleikunum á Taívan: "ALÞJÓÐLEGA Ólympíukeppnin í efnafræði fór fram á Taívan dagana 15. til 26. júlí fyrr á þessu ári. Keppnin var haldin í höfuðborginni Taípei. Íslendingar sendu lið í fjórða sinn til þessarar árlegu keppni. Þetta er í 37."
Meira
Helgi Seljan vekur athygli á öflugu félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík: "... væntum við góðrar þátttöku í því fjölbreytta félagsstarfi er þar fer fram."
Meira
Hjálmar Árnason svarar Flugmálastjórn: "Ég krefst þess að Flugmálastjórn geri opinberlega grein fyrir því hvernig og hver hafi tekið ákvörðun um hina einkennilegu lendingu umræddan dag."
Meira
Ásgeir Guðmundsson fjallar um skatta á sumarhúsaeigendur: "Einstaka sveitarstjórnir eða Landssamtök sveitarstjórnarmanna hafa fram til þessa ekki séð ástæðu til virða þá svars sem um þessi mál hafa fjallað."
Meira
Pétur Guðmundsson fjallar um sparnað og kjör eldri borgara: "Þannig er refsing ríkisins til handa tekjulitlum eldri borgurum fyrir að spara til elliáranna sú að skattleggja þá í raun og veru um 65% af raunávöxtun sparnaðarins."
Meira
Einar Benediktsson fjallar um aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum: "Það er skylda sem okkur Íslendingum ber að rækja að beita okkur ásamt þeim af fremsta megni til að ná setu í Öryggisráðinu."
Meira
Kristinn Pétursson fjallar um feril Davíðs Oddssonar í stjórnmálum: "Ef íslenska krónan á að halda velli þá hefur aldrei verið eins brýnt og nú að fá þann sterkasta leiðtoga í bankastjórn Seðlabanka Íslands sem völ er á."
Meira
Ari Trausti Guðmundsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll: "Og hvað mýrina góðu varðar þá felst ágæt lausn í að hanna minnsta mögulega innanlandsvöll upp úr þeim gamla..."
Meira
Gamla kerfið aftur á? ÉG er komin á þá skoðun að af tvennu illu er gamla strætókerfið skárra. Ég er ein af þeim sem eru búin að gefast upp á nýja kerfinu.
Meira
Ásmundur Guðmundsson málarameistari fæddist í Vogatungu í Borgarfirði 12. september 1921. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 9. september síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey að ósk hins látna.
MeiraKaupa minningabók
Baldur Gunnarsson fæddist í Hafnarfirði 13. nóvember 1930. Hann lést á St. Jósefsspítala 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Sæmundsdóttir, húsfreyja, f. 15. október 1893, d. 21. júní 1982, og Gunnar Jónsson, sjómaður, f. 15.
MeiraKaupa minningabók
Björn Björnsson fæddist á Akureyri 24. ágúst 1949. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 11. september síðastliðinn. Hann var sonur Björns Jónssonar forseta ASÍ, alþingismanns og ráðherra, f. 3. sept. 1916, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Friðmey Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði hinn 15. október 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði hinn 1. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Selfosskirkju 16. september.
MeiraKaupa minningabók
Halldór Hjálmar Halldórsson fæddist í Reykjavík 19. desember 1961. Hann lést að morgni 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Halldór Hjálmarsson, f. 14. maí 1927, og Kaino Annikki Hjálmarsson, f. í Finnlandi 12. apríl 1930, d. 23. mars 2003.
MeiraKaupa minningabók
Hans Blomsterberg fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Frederik A. Hans Blomsterberg, f. í Helsingör 6. október 1898, d. 23.
MeiraKaupa minningabók
Jónas Halldórsson fæddist á Hnausi í Ölfusi hinn 13. júní 1914. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónasdóttir, f. 9. júlí 1880, d. 7. feb. 1965, og Halldór Jónsson, f. 4. mars 1885, d. 1.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Guðmundsson fæddist í New York hinn 4. júlí 1944. Hann lést á Landspítalanum 9. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrea Eygló Gísladóttir, f. 3. nóv. 1912, d. 6. feb. 1962, og Guðmundur Ólafsson, f. 26. des. 1910, d. 11. apríl 1974.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Helgason fæddist á Strandseljum við Ísafjarðardjúp 5. desember 1921 þar sem hann ólst upp. Hann lést á Benidorm 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Guðmundsson bóndi, f. 18.9. 1891, d. 8.10.
MeiraKaupa minningabók
Óli Bergholt Lúthersson fæddist í Bergsholti í Staðarsveit hinn 21. maí 1931. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lúther Jónsson, f. 2.9. 1892, d. 28.4. 1974, og Kristín Theódóra Pétursdóttir, f. 21.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Gunnarsdóttir fæddist í Grænumýrartungu í Hrútafirði í Strandasýslu 21. ágúst 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Björnsdóttir, f. 7. maí 1894, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
Sveinbjörg Georgsdóttir fæddist á Ísafirði 30. ágúst 1922. Hún lést 8. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Adolfína Einarsdóttir, f. 24. okt. 1898, d. 6. júlí 1966, og Georg Hólmbergsson, f. 30. nóv. 1902, d. 13. ágúst 1991.
MeiraKaupa minningabók
Torfi Jónsson skipstjóri, Mýrum 6, Patreksfirði, fæddist í Kollsvík í Rauðasandshreppi 27. mars 1927. Hann lést laugardaginn 10. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Patreksfjarðarkirkju 17. september.
MeiraKaupa minningabók
Tryggvi Ingimar Kjartansson fæddist á Klúkum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði hinn 4. febrúar 1927. Hann lést 22. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 28. júlí.
MeiraKaupa minningabók
Unnur Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 24. mars 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 6. september.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Steingrímsdóttir fæddist á Hóli í Presthólahreppi í N-Þing. 14. september 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 5. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskapellu 14. september.
MeiraKaupa minningabók
FARÞEGAR Icelandair í ágúst voru tæplega 203 þúsund og fjölgaði um 19,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, en þá voru farþegarnir 170 þúsund. Sætanýting félagsins í mánuðinum hækkaði einnig um 2,7 prósentustig og var 83,9 prósent.
Meira
HEIMSMARKAÐSVERÐ á gulli hefur ekki verið hærra í 17 ár . Við opnun hrávörumarkaðarins í London á föstudag kostaði únsan af gulli 458 dollara en lækkaði svo lítillega þegar leið á daginn.
Meira
Fyrsti hluthafafundur Símans eftir einkavæðingu var haldinn eftir hádegi á laugardag á hótel Nordica. Á fundinum var kjörin ný stjórn fyrirtækisins og hefur hún skipt með sér verkum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Símans.
Meira
Húsavíkurbær hefur samið við Þekkingu hf, um heildarumsjón tölvumála bæjarins. Þekking mun m.a. sjá um að tengja stofnanir bæjarfélagsins við miðlægan búnað sem verður staðsettur í Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Meira
Elín María Björnsdóttir sem sér um Brúðkaupsþáttinn Já gerir ýmislegt til að halda sér í formi. "Ég fer í Laugar í tækin og á hlaupabretti eins oft og ég kem því við.
Meira
Konur með einkenni hjartasjúkdóma fá lakari umönnun en karlar í sömu stöðu að því er ný evrópsk rannsókn gefur til kynna. Vísindamenn rannsökuðu 3.
Meira
Samkvæmt rannsókn sem gerð hefur verið á körlum sem hafa farið í kynskiptaaðgerð og gerst konur virðast kvenhormón auka á verki og konur því upplifa sterkari verki en karlar. Þetta kemur m.a. fram á vefnum forskning.no.
Meira
Heilsa starfsfólksins er eitt af því sem atvinnurekendur þurfa að huga að. Nú hefur færst í vöxt að starfsfólki er greitt fyrir að hreyfa sig en sannað hefur verið að hreyfing er fyrirbyggjandi gegn hvers kyns kvillum og heilsuleysi.
Meira
Vísindamönnum ber ekki saman um hvort mjólk er holl eða ekki. Sumir telja fituna í mjólkinni óholla en aðrir að hún sé holl. Á vefnum forskning.no er greint frá deilumálum um mjólk.
Meira
Lyfsalar í Danmörku vara við ofnotkun nefúða í kjölfar metsölu á þessu kvefmeðali. Nefúði er notaður til að leysa upp stíflu í nefgöngum en við ofnotkun geta áhrifin orðið þveröfug, úðinn getur stíflað nefið.
Meira
Hinn 1. september sl. breyttust reglur um útivistartíma barna og ungmenna. Vetrartíminn tók þá við sumartímanum og sá tími sem börn mega vera úti á kvöldin styttist. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl.
Meira
Ég gæti ekki án þeirra verið," segir Magnús Kristinsson, sérfræðingur í barnatannlækningum, en hann býður ungum sjúklingum að dreifa huganum í tannlæknastólnum og horfa á teiknimyndir í gegnum sérstök DVD-gleraugu.
Meira
Ennþá er Alzheimers-sjúkdómurinn mönnum ráðgáta og engin lyf hafa getað stöðvað framrás hans. Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarsviði Landspítalans, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að nú gæti verið að hilla undir bjartari tíma.
Meira
Áslaug Sigvaldadóttir opnaði málverkasýningu á Næsta bar, Ingólfsstræti, á laugardag. Áslaug útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995.
Meira
Jákvæð hugsun. Norður &spade;97642 &heart;KD5 ⋄4 &klubs;ÁD103 Suður &spade;ÁG3 &heart;Á ⋄Á9876532 &klubs;G Suður verður sagnhafi með sex tíglum og fær út smátt lauf. Hvernig er best að spila?
Meira
ANNAÐ kvöld kl. 20 sýnir Kvikmyndasafnið amerísku myndina Woman of the Year frá 1942 í leikstjórn George Stevens. Þetta er fyrsta myndin sem hið ódauðlega kvikmyndapar Katherine Hepburn og Spencer Tracy léku í. Þetta er gamanmynd um baráttu kynjanna.
Meira
Brynhildur Ólafsdóttir er Grundfirðingur í húð og hár, fædd 1967. Hún er stjórnmálafræðingur frá HÍ og með mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum frá Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum.
Meira
NÁMSKEIÐ í Shibori - kimono, hefðbundinni japanskri litunarmeðferð á efnum, verður haldið í Kópavogi dagana 20. september kl. 13-17 og 21. september kl. 13-17.
Meira
UMKOMULAUST, ósjálfbjarga fóstur lætur sig litlu varða gesti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Veran sú er eitt verka Guðrúnar Veru Hjartardóttur á sýningu hennar sem nú stendur yfir í safninu.
Meira
V íkverji minnist þess þegar farið var að tala um "nýja miðbæinn". Þá bjó Víkverji í útjaðri þess svæðis, og hafði oft unað sér við að skoða fuglalífið í Kringlumýrinni og fylgjast með melunum þar taka lit árstíðanna.
Meira
"ÞAÐ var ljúft að ná að landa sigri hér og ljúka þessu móti með sóma. Við unnum síðustu tvo leikina og framundan er uppbygging og það er hugur í Þrótturum," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Þróttara, í samtali við Morgunblaðið eftir leik.
Meira
MEISTARAR Bayern München settu nýtt met í þýsku 1. deildinni á laugardag þegar liðið vann fjórtánda sigurleik sinn í röð en Bæjarar sigruðu Hannover, 1:0, á Allianz-vellinum í München.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson, GKG, sýndi frábær tilþrif á lokahring Áskorendamótsins í golfi í Rotterdam í Hollandi í gær. Birgir Leifur lék á sex höggum undir parinu og endaði mótið á 284 höggum eða fjórum höggum undir parinu.
Meira
BOLTON vann í gær sigur á Manchester City, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir venjulegan leiktíma eftir að Richard Dunne handlék knöttinn klaufalega innan vítateigs.
Meira
NÝSJÁLENSKI kylfingurinn Michael Campbell bar sigur úr býtum á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í Englandi í gær og fékk að launum eina milljón punda, um 120 milljónir íslenskra króna.
Meira
ALESSANDRO Del Piero, fyrirliði ítalska stórliðsins Juventus, sýndi styrk sinn í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðs síns sem sigraði Ascoli, 2:1, í ítölsku 1. deildinni um helgina.
Meira
"ÞAÐ er að sjálfsögðu svekkjandi niðurstaða að það skuli vera okkar hlutskipti að falla. En mótið er einfaldlega þannig að þau tvö lið sem fá fæst stig, falla, og það eru Fram og Þróttur.
Meira
England Úrvalsdeild: Charlton - Chelsea 0:2 Hernan Crespo 55., Arjen Robben 60. - 27,111. Fulham - West Ham 1:2 Luis Boa Morte 66. - Marlon Harewood 45., Tony Warner sjálfsmark 52. - 21,907 Portsmouth - Birmingham 1:1 Lomano Tresor LuaLua 4.
Meira
MEÐ sæti í Evrópukeppni í húfi lögðu Skagamenn allt í sölurnar þegar þeir fengu KR í heimsókn á laugardaginn. Það skilaði tveimur mörkum áður en klukkustund var liðin en eftir fjölmörg færi og tvö stangarskot datt botninn úr leik þeirra.
Meira
Þróttarar stálu sigrinum á móti Valsmönnum á Hlíðarenda á laugardaginn í lokaumferð Íslandsmótsins. Þar með luku Þróttarar keppni með sóma en þeir unnu tvo síðustu leiki sína en voru engu að síður fallnir fyrir þá.
Meira
Fylkir 1:0 ÍBV Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 18. umferð Fylkisvöllur Laugardaginn 17. september 2005 Aðstæður: Hægur andvari og hiti um tíu stig, völlurinn laus í sér. Áhorfendur: 707.
Meira
* GRÉTAR Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu í gær en hann lék sex síðustu mínúturnar með AZ Alkmaar í sigri liðsins á Ajax , 4:2.
Meira
GRINDVÍKINGAR hafa margoft þurft að berjast fyrir lífi sínu í efstu deild á þeim 11 árum sem þeir eiga þar að baki. En þrátt fyrir það hafa þeir aldrei endað neðar en í 7.
Meira
ÍSLENSKIR handknattleiksmenn létu mikið að sér kveða í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson áttu báðir stórleiki fyrir sín, Guðjón gerði hvorki fleiri né færri en 13 mörk og Einar 10.
Meira
Það var hátíðarstemmning á Grindavíkurvelli á laugardag þegar ljóst var orðið að Grindvíkingar höfðu bjargað sér frá falli úr Landsbankadeildinni.
Meira
HELGI Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá danska úrvalsdeildarliðinu AGF, hefur komist að samkomulagi við forráðamenn félagsins að fá sig lausan frá félaginu og gengur hann í raðir sinna gömlu félaga í Fram þegar opnað verður fyrir félagaskiptin 1. janúar.
Meira
ÍSLENDINGAR höfnuðu í fjórða sæti, bæði í karla- og kvennaflokki, á Norðurlandamótinu í golfi sem lauk í Noregi í gær. Karlasveitin lék samtals á 50 höggum yfir pari en Danir enduðu í fimmta og neðsta sæti á 52 höggum yfir pari.
Meira
ÍVAR Ingimarsson var hetja Reading þegar liðið sigraði Crewe, 1:0, á Medjeski-leikvangnum í Reading á laugardaginn. Ívar skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok, hans fyrsta fyrir félagið síðan í janúar.
Meira
"ÉG er hundsvekktur," sagði Sigursteinn Gíslason, þjálfari KR, eftir tapleikin gegn ÍA en KR missti þar með af fimmta sæti deildarinnar í hendur Fylkis.
Meira
Eftir Kristján Bernburg ÍSLENDINGALIÐIÐ Lokeren með þá Arnar Þór Viðarsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson alla í byrjunarliðinu sigraði Sint Truiden, 1:2. í belgísku 1.deildinni á laugardagskvöldið. Það var fátt sem gladdi augað í fyrri...
Meira
MATTHÍAS Vilhjálmsson, 18 ára Ísfirðingur í liði Íslandsmeistara FH, byrjaði ferilinn í efstu deild vel í leiknum gegn Fram á laugardaginn. Matthíasi var skipt inn á fyrir Atla Viðar Björnsson á 70.
Meira
ENGLANDSMEISTARAR Chelsea halda sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en á Laugardag sóttu þeir Charlton heim og unnu sanngjarnan 2:0 sigur þar sem Hernan Crespo og Arjen Robben skoruðu mörkin.
Meira
LIVERPOOL og Manchester United mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og var að vanda beðið leiksins með mikilli eftirvæntingu. Leikurinn náði hins vegar ekki að uppfylla þær væntingar og endaði með markalausu jafntefli.
Meira
* ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði tvö mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Ciudad Real sigraði Bidasoa , 30:21, í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í handknattleik um helgina.
Meira
"ÞETTA var fínn endir á góðu tímabili hjá okkur og við vorum bara klaufar að vinna ekki stærra," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir leikinn.
Meira
GUÐLAUGUR Baldursson, þjálfari ÍBV, var glaðlyndur í leikslok þrátt fyrir að horfa upp á lið sitt tapa 0:1 á Fylkisvellinum. Hann sagði gríðarlegt stress hafa verið á hliðarlínunni en sem betur fer hafi þetta nú farið vel.
Meira
"VIÐ vorum miklu betri nánast allan tímann en það skilar litlu ef lið nýta ekki færin sín eins og raunin var með okkur í þessum leik," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Valsmanna og hélt áfram.
Meira
ROY Keane, fyrirliði Manchester United, ristarbrotnaði í leik United gegn Liverpool á Anfield í gær og verður hann frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði.
Meira
"ÞAÐ er skrítið að vera óskað til hamingju þegar maður tapar," sagði Steingrímur Jóhannesson, sóknarmaður ÍBV, eftir tapleikinn gegn Fylki, 0:1, á laugardag.
Meira
FORRÁÐAMENN Bayer Leverkusen vilja að Rudi Völler, fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands, taki við þjálfarastarfinu hjá liðinu. Klaus Augenthaler var látinn taka poka sinn sl.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is VÍKINGAR, sem tryggðu sér sæti í Landsbankadeildinni á dögunum, hafa hafið viðræður við Sigurð Jónsson um áframhald á starfi sem þjálfari liðsins en Sigurður hefur stýrt Víkingsliðinu undanfarin þrjú ár.
Meira
*ÞAÐ getur svo farið að danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen sé á ný á leiðinni til Everton. David Moyes, knattspyrnustjóri liðsins, vill fá hann aftur frá Real Madrid, en Gravesen hefur fengið fá tækifæri hjá Madridarliðinu.
Meira
SPÆNSKA stórliðið Real Madrid tapaði sínum þriðja leik í röð þegar liðið mætti Espanyol í spænsku 1. deildinni í gærkvöldi, Daniel Jarque skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Ivans De La Pena.
Meira
Á eiganda í fjöleignarhúsi og öðrum íbúum þess og afnotahöfum hvíla margvíslegar skyldur gagnvart öðrum í húsinu. Þessar skyldur takmarka eignarráð hans en þær helgast einkum af eignarforminu.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Gimli er nú með í einkasölu 190,6 ferm. parhús við Akurgerði 22. Húsið er á þremur hæðum og með góðum 24,5 ferm. bílskúr, samtals 215,1 ferm.
Meira
Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Landvernd hefur umsjón með Bláfánanum og veitingu hans á Íslandi í samráði við stýrihóp.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Eignamiðlun er nú með í sölu 363 ferm. íbúðarhús við Byggðarenda 9. Húsið er með tveimur samþykktum íbúðum og innbyggðum bílskúr.
Meira
Kópavogur - Fasteignasalan Skeifan er nú með í sölu parhús á þremur hæðum við Daltún 4 í Kópavogi. Húsið er 248,1 ferm. með innbyggðum bílskúr, sem er 46,4 ferm.
Meira
Edikslögur * Edikslögur frá asíum, agúrkum og rauðrófum er góður í alls konar salöt, olíusósur, kartöflusalöt og fleira. Skolvatn * Gott er að setja edik í síðasta skolvatnið þegar þvegnar eru ullarflíkur, það gerir litina skærari.
Meira
Reykjavík - Góðar eignir í Skerjafirði vekja ávallt athygli þegar þær koma í sölu. HB fasteignir eru með í sölu 131,5 ferm. efri hæð í tvíbýlishúsi við Einarsnes 36.
Meira
Enn ein fasteignasalan hefur tekið til starfa á Akureyri og eru þær nú orðnar 9 talsins í bænum. Domus er nýjasta fasteignasalan sem opnar skrifstofu á Akureyri og hyggst hún veita Norðlendingum öllum þjónustu.
Meira
Appelsínur * Frískandi og vítamínauðugan andlitsmaska má fá úr appelsínum. Andlit og háls er þakið appelsínusneiðum í 15 til 20 mínútur. Á eftir er andlit og háls þvegið úr volgu vatni. Einfalt en gerir kraftaverk á grárri og litlausri húð.
Meira
Í síðasta þætti fjallaði ég örlítið um fræsöfnun, eiginlega bara til að minna á að tími hennar er kominn. Nú ætla ég að halda dálítið áfram á sömu braut, þótt ég fari trúlega dálítið út af sporinu eins og mín er von og vísa.
Meira
Við Baugakór 19-23 í Kópavogi er Húsvirki að byggja fjölbýlishús með 29 íbúðum. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessar íbúðir, sem eru hannaðar miðað við þarfir markaðarins.
Meira
Nú er tími haustlaukanna og við lagningu þeirra er gott að grafa rúma gryfju með því að moka til hliðar efsta jarðvegslaginu, stinga upp lagið fyrir neðan og bæta í það sandi, vikri eða lífrænum áburði.
Meira
Heit föt * Heita rétti á alltaf að bera fram á heitum fötum, annars getur hann kólnað of fljótt. Rétt er líka að hafa í huga að bera matinn þannig fram að hann hafi lystaukandi áhrif á þá sem eiga að neyta hans.
Meira
JÖKULSÁRLÓN fór að myndast í kringum 1934-1935, en fyrir þann tíma rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli um 1,5 km til sjávar. Síðan þá hefur jökullinn hopað og lónið stækkað.
Meira
Garðabær - Fasteignasalan Lyngvík er nú með í sölu parhús við Löngufit 34 í Garðabæ. "Þetta er gott 198 ferm. parhús á tveimur hæðum ásamt 34 ferm. bílskúr, samtals 232 ferm.," segir Þorsteinn Austri hjá Lyngvík.
Meira
MARKAÐSÁTAK sem bæjaryfirvöld í Sandgerðisbæ ýttu úr vör síðastliðið vor undir kjörorðinu, Lykill að lífsgæðum, hefur svo sannarlega skilað árangri því í sumar varð algjör sprenging í eftirspurn eftir lóðum í bænum.
Meira
Bæta mætti um 2.300 hekturum lands við höfuðborgarsvæðið ef reistur yrði sjóvarnargarður utarlega í Skerjafirði og sjónum innan við garðinn dælt burt. "Ekki er verið að sökkva náttúruperlum og ferðamannaparadísum, nýjar eru skapaðar.
Meira
Grýtubakkahreppur - Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu jörðin Nollur í Grýtubakkahreppi. Jörðin á land að sjó og á jörðinni er íbúðarhús, 203 m² að stærð á tveimur hæðum, byggt árið 1955. Húsið hefur talsvert verið endurbætt, m.a.
Meira
Það er engin furða að spurt sé hvernig það geti farið saman við hreinlæti og góða umgengni að setja upp þvagskálar á opinberum stöðum sem ekki eru tengdar við vatn svo engin leið er að skola niður því sem frá körlum kemur þegar þeim er mál.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.