Greinar þriðjudaginn 27. september 2005

Fréttir

27. september 2005 | Erlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Afsagnarbeiðni vegna skyrtubols

Tallinn. AFP. | Jaak Joerüüt, varnarmálaráðherra Eistlands, lagði í gær fram afsagnarbeiðni vegna þess, að forstjóri safns, sem heyrir undir varnarmálaráðuneytið, kom á fótboltaleik í skyrtubol, sem á voru letruð vægast sagt óskemmtileg skilaboð. Meira
27. september 2005 | Erlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Afvopnun IRA fagnað

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 1433 orð | 1 mynd

Allt gert til að rannsaka ákæruna

Lögreglan í Reykjavík segir að allt hafi verið gert til að upplýsa nauðgunarkæru sem henni barst í ágúst 2002. Konan fór í einkamál eftir að ákveðið var að ákæra ekki mennina og vann það í Hæstarétti. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 176 orð

Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þingflokksins

ARNBJÖRG Sveinsdóttir tók við formennsku í þingflokki sjálfstæðismanna á þingflokksfundi sem fram fór í Valhöll í gær. Meira
27. september 2005 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Bara átta líf eftir

HJÓNIN Jane og Richard Ryan í Saint Bernard Parish í New Orleans sóttu í gær Prinsessu, kött dóttur sinnar. Kisa var skilin eftir þegar fjölskyldan flúði heimilið fyrir þrem vikum undan fellibylnum Katrínu. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Barnageðlæknar ræða stöðu og þróun sérgreinarinnar

ALLS sóttu 40 barna- og unglingageðlæknar frá 19 þjóðlöndum 13. fund UEMS-samtakanna á Íslandi. Fundurinn var haldinn dagana 8.-11. september sl. á Hótel Nordica. Að UEMS-samstarfi í læknisfræði standa 33 Evrópulönd. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 228 orð

Baugsmenn borguðu Jóni Gerald 120 milljónir

FORRÁÐAMENN Baugs reiddu fram 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til gegn Jóni Gerald Sullenberger og fyrirtæki hans á Flórída. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 215 orð

Bið eftir helstu aðgerðum minnkar

BIÐ eftir helstu aðgerðum á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi hefur minnkað um 12,7% frá því í fyrra að því er kemur fram í stjórnarupplýsingum spítalans fyrir janúar til ágúst 2005. Nú bíða 2. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Dagskrá til miðnættis á níu tungumálum

Ungmennadeild Norræna félagsins, Nordklúbburinn, stóð í gær fyrir tungumálamaraþoni í tilefni af evrópska tungumáladeginum sem fyrst var haldinn hátíðlegur á evrópsku tungumálaári árið 2001. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 137 orð

Davíð hættir og Einar K. nýr í ríkisstjórn

RÁÐHERRASKIPTI verða í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag og ríkisráðsfundur haldinn á Bessastöðum af því tilefni. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 423 orð

Einkaspæjari ráðinn og hótanir í tölvupósti

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 102 orð

Eitt tilboð í sambýli | Aðeins eitt tilboð barst í framkvæmdir við...

Eitt tilboð í sambýli | Aðeins eitt tilboð barst í framkvæmdir við nýbyggingu sambýlis við Geislatún 1 og var það yfir kostnaðaráætlun. Tilboðið átti Völvusteinn ehf. á Akureyri og hljóðaði það upp á 110,4 milljónir króna. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 295 orð

Enskunám í grunnskóla hefst jafnvel við sex ára aldur

Rúmlega 28 þúsund grunnskólanemendur lærðu ensku skólaárið 2004-2005 en það er jafnframt fyrsta erlenda tungumálið sem kennt er í grunnskólum landsins og hefst venjulega í 5. bekk. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fimm á slysadeild

TVEIR fólksbílar skullu saman á mótum Mýrarvegar og Mímisvegar á Akureyri um áttaleytið í gærmorgun og þeir sem voru í bílunum, fimm manns, fluttir á slysadeild, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Enginn var alvarlega slasaður. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fjármál heimilanna | Ingólfur H. Ingólfsson er leiðbeinandi á námskeiði...

Fjármál heimilanna | Ingólfur H. Ingólfsson er leiðbeinandi á námskeiði sem efnt verður til á vegum Símenntunar Eyjafjarðar laugardaginn 15. október næstkomandi frá kl. 10 til 14. Fjarkennt er frá Framvegis, miðstöð símennta. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Flugvöllur nálægt miðborginni

SVEITARSTJÓRN Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum nýlega samhljóða bókun varðandi Reykjavíkurflugvöll. "Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að miðstöð fyrir innanlandsflug verði að vera nálægt miðborg Reykjavíkur. Meira
27. september 2005 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fórnarlamba Rítu leitað

KONA grætur í örmum sambýlismanns síns við umflotið heimili þeirra í bænum Erath í Louisiana. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Geðorðin 10 á öllum strætisvögnum Reykjavíkur

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn verður haldinn hátíðlegur 10. október næstkomandi en í tilefni hans hefur Lýðheilsustöð - geðrækt hrundið af stað kynningu á Geðorðunum 10 sem birtast munu á öllum strætisvögnum Reykjavíkur, eitt orð á vagni, í einn mánuð. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 181 orð

Gera ráð fyrir sjö lykilembættum

SÝSLUMÖNNUM og formönnum lögreglufélaga hafa verið kynntar hugmyndir framkvæmdanefndar um nýskipan í löggæslumálum um fækkun lögregluembætta. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Hringferð þýskubílsins er hafin

Hringferð þýskubílsins, sameiginlegs verkefnis Háskóla Íslands, þýska sendiráðsins, Stofnunnar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Félags þýskukennara, hófst í gær með athöfn við Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 352 orð | 2 myndir

Kaffi úr steini

Borgarfjörður eystri | Farið er að hægjast um á kaffihúsinu Álfakaffi í Álfasteini á Borgarfirði eystra, þar sem sumarumferðin er dottin niður og mun færra um ferðafólk. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 144 orð

Kjör leikskólastarfsfólks verði bætt

SAMFYLKINGIN í Kópavogi krefst þess að bæjaryfirvöld gangi strax til samninga við starfsfólk, sem tryggi að launakjör í leikskólum Kópavogs séu ekki lakari en í Reykjavík, greiði öllu starfsfólki leikskólanna eingreiðslu vegna mikils álags, gefi... Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 185 orð

Kornuppskera meira og minna ónýt

Eyjafjörður | Kornuppskera á Eyjafjarðarsvæðinu er meira eða minna ónýt eftir áhlaupið nú í vikunni. Talið er að um 80 ha af kornökrum séu enn óskornir á svæðinu og má búast við því að það sé allt meira eða minna ónýtt, segir í frétt á vefmiðlinum... Meira
27. september 2005 | Erlendar fréttir | 106 orð

Kynjamisrétti í þjóðsöng?

Vín. AP. | Er austurríski þjóðsöngurinn uppfullur af karlrembu? Já, segir Maria Rauch-Kallat, ráðherra í austurrísku stjórninni, og hún hefur nú lagt til, að tæplega sextugum söngnum verði breytt í jafnréttisátt. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Latibær verður sýndur á BBC

Michael Carrington, yfirmaður barnaefnis hjá bresku fjölmiðlasamsteypunni BBC, og Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, undirrituðu í gær samning milli Latabæjar og BBC, um sölu á sýningarrétti á sjónvarpsþáttunum um Latabæ til næstu fimm ára. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Leikið í snjónum í september

Húsavík | Frænkurnar Ólöf Traustadóttir (t.v.) og Kristín Axelsdóttir létu sér í léttu rúmi liggja þó snjórinn væri á ferðinni í fyrra fallinu á Húsavík þetta haustið. Meira
27. september 2005 | Erlendar fréttir | 297 orð

Leyndu alvarlegum galla á skotheldum vestum

Washington. AP. | Saksóknarar í Bandaríkjunum eru að rannsaka hvort fyrirtæki, sem framleiðir skotheld vesti, hafi stefnt lífi manna í hættu, meðal annars forseta Bandaríkjanna, með því að leyna alvarlegum galla á vestunum. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Lék hálfrænulaus í úrslitaleik

ATLI Sveinn Þórarinsson, varnarmaðurinn öflugi í liði Vals, segist hafa verið hálfrænulaus inni á vellinum í seinni hálfleiknum í bikarúrslitaleiknum gegn Fram um síðustu helgi þar sem Valsmenn hrósuðu sigri. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 203 orð | 2 myndir

Líflegt í Lundarskóla

ÞAÐ var líf og fjör í Lundarskóla í liðinni viku, en þá stóðu yfir þemadagar þar sem m.a. var fjallað um umferðina og umhverfið. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 146 orð

Minni aðsókn að Minjasafni

Örlygshöfn | Aðsókn í Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn var dræmri í sumar en undanfarin ár. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Myndir frá Washington-eyju

Sýning á myndum frá Washington Island, eyjunni í Michigan-vatninu þar sem fyrstu vesturfararnir frá Eyrarbakka settust að, var opnuð að viðstöddum fjölda gesta í Stássstofu Hússins sl. sunnudag. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 170 orð

Námskeið | Mun illum ætíð illa ljúka er heiti á námskeiði sem efnt...

Námskeið | Mun illum ætíð illa ljúka er heiti á námskeiði sem efnt verður til nú í haust á vegum Símey. Þar verður farið í gegnum grundvallarkenningar í siðfræði og hugmyndir manna um rétt og rangt. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Neitar að hafa gerst sek um húsbrot á hótelinu

ARNA Ösp Magnúsardóttir, ein þeirra sem slettu grænlituðu skyri á ráðstefnugesti á Nordica hóteli í sumar, hefur breytt framburði sínum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
27. september 2005 | Erlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Ný bók um Ástrík og Steinrík

Brussel . AP. | Aðdáendur gaulversku hetjanna Ástríks og Steinríks geta nú fagnað því að 33. myndasögubókin um félagana kemur í verslanir 14. október næstkomandi. Þetta tilkynnti Albert Uderzo, annar höfunda persónanna. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Nýr ferðavefur um Austurland

Egilsstaðir | Opnaður hefur verið nýr vefur um ferðaþjónustu á Austurlandi á slóðinni www.east.is. Á vefnum er að finna upplýsingar um hvaðeina er lýtur að ferðamennsku á svæðinu, s.s. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ók framhjá án þess að aðstoða

ÖKUMAÐUR, sem leið átti um Dynjandisheiði á sunnudag, ók án þess að stöðva framhjá gangandi vegfaranda sem tveimur klukkustundum áður hafði velt bíl sínum á heiðinni. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 232 orð

Óvissan fer verst í mannskapinn

ÞORSTEINN Haraldsson, trúnaðarmaður í Slippstöðinni á Akureyri, sagði að starfsmenn vissu ekkert hvað væri að gerast í málefnum fyrirtækisins. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð

Páfi í dýrlingatölu

Ragnar Ingi Aðalsteinsson gerði vísu um Hákon bróður sinn sjötugan: Lundsterkur, land yrkir, ljóð kveður, fljóð gleður, hagorður veg varðar, vit temur, rit semur. Sífrægan sjötugan sjá dísir, þá prísa lítt trauðan, léttglaðan, ljá vonir Hákoni. Meira
27. september 2005 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

"Apollo á sterum"

GEIMVÍSINDASTOFNUN Bandaríkjanna, NASA, stefnir að því að senda geimfara til tunglsins innan fimmtán ára með geimflaugum sem stofnunin segir að verði tiltölulega ódýr og tíu sinnum öruggari en bandarísku geimferjurnar. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 3416 orð | 1 mynd

"Tel skipta miklu máli að við höldum okkur við okkar vinnubrögð"

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, svaraði spurningum starfsmanna blaðsins um Baugsmálið og fréttaflutning síðustu daga á fjölmennum fundi í gær. Hrund Þórsdóttir sat fundinn. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 119 orð

Rannsaki ásakanir á hendur Og Vodafone

OG VODAFONE hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun bréf þar sem farið er fram á að stofnunin rannsaki þær ásakanir sem hafa verið bornar á hendur fyrirtækinu varðandi meðhöndlun á tölvupósti viðskiptavina Og Vodafone. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 1095 orð

Samningurinn

Í grein minni í gær um Morgunblaðið og Baugsrannsóknina lét ég þess getið að til kynnu að vera tölvupóstar, þar sem fram kæmi að aðilar á vegum forráðamanna Baugs hefðu ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að grafa upp allt um líf Jóns Geralds... Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð

Samningur SFR samþykktur

NÝR kjarasamningur milli SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu og SFH (samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu) var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna SFR. 273 voru á kjörskrá og bárust 154 atkvæði, eða 56%. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 1928 orð | 1 mynd

Segir einkaspæjara á vegum Baugs hafa njósnað um sig

Forráðamenn Baugs réðu, að sögn Jóns Geralds Sullenbergers, einkaspæjara til að njósna um hann og fjölskyldu hans. Þá segir hann Jón Ásgeir Jóhannesson hafa gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að ganga frá honum fjárhagslega og viðskiptalega. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 338 orð

Segir Ísland ekki taka þátt í hernaði

"VIÐ erum hluti af alþjóða friðargæslu Atlantshafsbandalagsins, sem eru hermenn, en við erum ekki að taka þátt í hernaði," segir Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Íslensku friðargæslunnar, um þátttöku íslenskra friðargæsluliða í... Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Settur í fangelsi í fyrrinótt

Fangelsi er síðasti staðurinn í heiminum sem ég vildi vera í," sagði Aron Pálmi Ágústsson í samtali við blaðamann í gærkvöld. Meira
27. september 2005 | Erlendar fréttir | 213 orð

Sharon sigraði naumlega

Jerúsalem. AP, AFP. | Miðstjórn Likuds, stjórnarflokks Ariels Sharons, forsætisráðherra í Ísrael, hafnaði í gær naumlega tillögu um að efnt yrði til forkosningar vegna leiðtogakjörs fyrir tímann og yrði hún í nóvember en ekki í apríl. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Skipti um rafhlöður á Suðurlandi

ÁHÖFN TF-Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fór um Suðurlandið á laugardag og skipti um rafhlöður í fjallaendurvörpum fyrir björgunarsveitir landsins. Meira
27. september 2005 | Erlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Skutu kennarana í skólanum

Bagdad. AP, AFP. | Vopnaðir menn, dulbúnir sem lögreglumenn, skutu í gær fimm kennara við skóla í bæ fyrir sunnan Bagdad. Um svipað leyti féllu að minnsta 10 Írakar í sjálfsmorðsárás við olíumálaráðuneytið í Bagdad í gær. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Starfsmenn fjölmenntu á fund með ritstjóra Morgunblaðsins

Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is STYRMIR Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sat fyrir svörum á vel sóttum starfsmannafundi blaðsins í gær. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 176 orð

Stofna samtök íbúa í Laugardal í kvöld

STOFNFUNDUR samtaka íbúa í Laugardalnum í Reykjavík verður haldinn í kvöld, samhliða kynningarfundi um fyrirhugaðar framkvæmdir við Sundabraut. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Surtseyjarstofa og menningarhús gætu tengst

Vestmannaeyjar | Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra telur ekki tímabært að opna Surtsey fyrir ferðamönnum. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 218 orð

Sænskir blúsarar til Hornafjarðar

Hornafjörður | Sænska hljómsveitin Emil & the Ecstatics verða aðalgestir blúshátíðarinnar Norðurljósablús, sem haldin verður á Hornafirði 2. til 4. mars 2006. Frá þessu segir á vefnum skemmtifelag.is. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Eyjamenn hafa tekið ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um tvær ferðir Herjólfs alla daga, allt árið fagnandi. Er þarna um að ræða mikla samgöngubót fyrir Eyjaskeggja. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 764 orð | 1 mynd

Verklagsreglur séu skýrar

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Lagt til að sveitarfélög setji sér verklagsreglur Í bréfi sem menntamálaráðuneytið sendi skólastjórum grunnskóla, skólaskrifstofum og sveitarstjórnum 13. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 232 orð

Vilja símapeninga í Suðurlandsveg

Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar bókaði á fundi sínum þann 14. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Vill óháða rannsókn á aðdraganda Baugsmálsins

MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að óháð rannsóknarnefnd eða rannsóknaraðili verði fengin til að fara yfir aðdraganda Baugsmálsins svokallaða. Meira
27. september 2005 | Innlendar fréttir | 101 orð

Öllum skilyrðum fullnægt

Í NIÐURSTÖÐU könnunar verkfræðistofunnar Hönnunar hf. á orkuöflun, umhverfisskilyrðum og aðstöðu fyrir álver í Helguvík kemur m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

27. september 2005 | Leiðarar | 493 orð

Írski lýðveldisherinn afvopnast

Tímamót urðu á Írlandi í gær þegar tilkynnt var að öllum vopnum Írska lýðveldishersins hefði verið eytt. Meira
27. september 2005 | Staksteinar | 262 orð | 1 mynd

Nákvæmni sagnfræðings

Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir því fyrir sér í blaðinu sl. Meira
27. september 2005 | Leiðarar | 225 orð

Tillaga Margrétar Frímannsdóttur

Umræðan um Baugsmálið hefur tekið á sig ýmsar myndir á undanförnum vikum og mánuðum. Inn í hana hefur verið blandað stjórnmálamönnum og embættismönnum, Morgunblaðinu og fleirum. Meira

Menning

27. september 2005 | Leiklist | 59 orð | 1 mynd

Belgíska Kongó norður

Akureyri | Tvær gestasýningar verða hjá Leikfélagi Akureyrar á föstudaginn og laugardaginn á leikritinu Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson sem sýnt var í Borgarleikhúsinu síðasta vetur. Meira
27. september 2005 | Tónlist | 307 orð | 1 mynd

Berfætt í náttkjól

HLJÓMPLATAN Don't Play This með söngkonunni Heru er komin út. Platan er sú fimmta í röðinni sem Hera sendir frá sér en síðasta platan Hafið þennan dag hefur nú selst í nálægt 7 þúsund eintökum. Meira
27. september 2005 | Fjölmiðlar | 118 orð

Disney-rásin til Íslands

ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hefur náð samkomulagi við Walt Disney-fyrirtækið um dreifingu á Disney-rásinni á Íslandi. Rásin sýnir allt það besta úr smiðju Walts Disneys frá kl. 6 á morgnana til kl. 10 á kvöldin, alla daga vikunnar. Meira
27. september 2005 | Leiklist | 346 orð | 1 mynd

Fengu góðar undirtektir í Moskvu

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is VESTURPORT sýndi Brim eftir Jón Atla Jónasson á Golden Mask-leikhúshátíðinni í Moskvu á sunnudagskvöld. Leikendur voru Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ingvar E. Meira
27. september 2005 | Tónlist | 437 orð | 2 myndir

Fjórhendur í Ketilhúsinu

Aðrir tónleikar á nýju starfsári Tónlistarfélags Akureyrar. Flytjendur: Jón Sigurðsson og Þórarinn Stefánsson á píanó. Efnisskrá: Fjórhendur fyrir píanó: Petite Suite í fjórum þáttum eftir Claude Debussy ( En bateau-Cortége-Menuet-Ballet), Souvenirs op. Meira
27. september 2005 | Bókmenntir | 138 orð | 1 mynd

Fjölskyldubók

Út er komin Romsubókin eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson með myndromsum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur . Í bókinni tekur Aðalsteinn upp þráðinn þar sem þulum fyrri tíma sleppir og spinnur langar romsur um allt mögulegt á nýstárlegan hátt. Meira
27. september 2005 | Kvikmyndir | 267 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Pólskættaði leikstjórinn Roman Polanski segir í nýlegu viðtali við bandaríska tímariti Entertainment Weekly , að hann hafi ekki séð sér annað fært en að fara í mál gegn tímaritinu Vanity Fair fyrr á þessu ári vegna greinaskrifa um hann. Meira
27. september 2005 | Kvikmyndir | 278 orð | 1 mynd

Heimildir um poppmenningu

KANADÍSKI leikstjórinn Stuart Samuels mun fjalla um heimildarmyndir um poppmenningu í Tjarnarbíói föstudaginn 7. október. Meira
27. september 2005 | Myndlist | 425 orð

Hugarheimar

Sýningu lokið. Meira
27. september 2005 | Fjölmiðlar | 107 orð | 1 mynd

Hver myrti Lilly Kane?

V ERONICA Mars er ný bandarísk spennuþáttaröð. Í þáttunum segir frá samnefndri stúlku sem lífið brosti við. Hún átti kærasta og góða vini og fjölskyldu. Meira
27. september 2005 | Kvikmyndir | 311 orð | 1 mynd

Hvorki fugl né fiskur

Leikstjóri: Bruce Hunt. Aðalleikarar: Cole Hauser, Piper Perabo, Rick Ravanello. 97 mín. Bandaríkin/Þýskaland. 2005. Meira
27. september 2005 | Kvikmyndir | 210 orð | 1 mynd

Jodie Foster flýgur á toppinn

ÞAÐ er flugvélatryllirinn Flightplan sem situr á toppi vinsældalistans í Bandaríkjunum þessa vikuna en kvikmyndin, sem skartar leikkonunni Jodie Foster í aðalhlutverki, halaði inn rúmum 24 milljónum dala á einni helgi. Meira
27. september 2005 | Fjölmiðlar | 32 orð | 1 mynd

...Judging Amy

DÓMARINN knái, Amy, þarf að fást við vandamál hins daglega lífs eins og við hin. Einkamál hennar eru á stundum ekki síður flókin en dómsmálin sem henni er treyst til að... Meira
27. september 2005 | Tónlist | 318 orð | 1 mynd

Kaus Ísland sem bakgrunn myndarinnar

HEIMILDARMYND um sópransöngkonuna Kiri Te Kanawa er í vinnslu um þessar mundir og mun því tökulið frá sjónvarpsframleiðandanum TWI í London fylgja söngkonunni til Íslands á föstudag, en hún er hingað væntanleg til að halda tónleika í Háskólabíói 5. Meira
27. september 2005 | Fólk í fréttum | 518 orð | 2 myndir

Kókaín-Kate

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum fyrirsætuna Kate Moss síðustu daga en hún missti þrjá samninga og sætir lögreglurannsókn í London vegna ásakana um að hún hafi notað kókaín. Meira
27. september 2005 | Leiklist | 204 orð | 2 myndir

Leikrit kvenna í Útvarpsleikhúsinu

HINN 24. október nk. eru liðin 30 ár frá því að konur á Íslandi létu til sín taka með eftirminnilegum hætti og héldu frídag kvenna hátíðlegan með pompi og prakt. Meira
27. september 2005 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Moore og Kutcher gengin í hjónaband

LEIKARARNIR Demi Moore og Ashton Kutcher gengu í hjónaband á laugardaginn, að því er fram kom í tímaritunum Us Weekly og People í fyrradag. Moore, sem er 42 ára, og Kutcher, sem er 27 ára, hafa verið saman í tvö ár. Meira
27. september 2005 | Tónlist | 495 orð | 1 mynd

Plúsar og mínusar

Sönglög eftir Tippett, Grieg, Tsjækovskíj og Jón Leifs. Finnur Bjarnason tenór, Örn Magnússon píanó. Sunnudaginn 25. september kl. 20. Meira
27. september 2005 | Fjölmiðlar | 377 orð | 1 mynd

PUPO hinn viðkunnanlegi

Ég hef áður skrifað um þær evrópsku stöðvar sem Breiðbandið veitir aðgang að. Þar kennir ýmissa grasa, en sameiginlegt einkenni stöðvanna er að þær eiga rætur sínar í menningu, sem okkur Íslendingum er framandi. Meira
27. september 2005 | Bókmenntir | 94 orð | 1 mynd

"Herra líkamstjáning" heldur námskeið

ÁSTRALSKI leiðbeinandinn Alan Pease heldur námskeiðið "Árangursrík samskipti." (e. Communicating for results) á Hótel Sögu í dag milli kl. 10 og 12. Meira
27. september 2005 | Kvikmyndir | 99 orð | 2 myndir

Sannkölluð stórmynd

KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld myndina Giant frá árinu 1956. Með aðalhlutverk fara sannkallaðir risar í kvikmyndaheiminum, Elizabeth Taylor, Rock Hudson og James Dean en þetta er síðasta myndin sem átrúnaðargoðið lék í. Meira
27. september 2005 | Kvikmyndir | 122 orð | 1 mynd

Sex splunkunýjar

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Októberbíófest hefst í lok næsta mánaðar en þá verða um fjörutíu nýjar myndir sýndar á hátíðinni sem mun standa frá 26. október til 14. nóvember. Í fréttatilkynningu frá hátíðinni eru nú sex nýjar myndir kynntar. Meira
27. september 2005 | Bókmenntir | 104 orð

Skáldaspírur lesa upp í Iðu

38. Skáldaspírukvöldið verður haldið í kvöld kl. 20.00 á fyrstu hæð Iðu. Þar er komið fyrir skemmtilegu upplestrarhorni, þar sem skáldið situr í gulum egglaga stól umkringdur bókum. Meira
27. september 2005 | Myndlist | 569 orð | 1 mynd

Svífandi geislabaugar

Safn er opið miðvikud. til föstud. frá kl. 14-18 og 14-17 um helgar. Meira
27. september 2005 | Tónlist | 185 orð | 1 mynd

Öðruvísi en fyrir 30 árum

SJÖ pönksveitir koma fram á andspyrnuhátíð, sem haldin verður í Tónlistarþróunarmiðstöðinni í kvöld. Leikar hefjast kl. 18 og standa yfir til kl. 23 og kostar 500 krónur inn. Meira

Umræðan

27. september 2005 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Aðalfundur Heimdallar í dag

Jóhann Alfreð Kristinsson skrifar um aðalfund Heimdallar: "Við skorum á alla unga sjálfstæðismenn í borginni að fylkja liði í Valhöll í dag frá kl. 16.00 og taka þátt í aðalfundi félagsins." Meira
27. september 2005 | Aðsent efni | 393 orð | 1 mynd

Frjáls skoðanamyndun, frjáls fjölmiðlun og frjáls lygi

Tryggvi Gíslason fjallar um frjálsa fjölmiðun: "Er ekki kominn tími til að hlúa að frjálsri skoðanamyndun og frjálsum fjölmiðlum í landinu, réttum upplýsingum um menn og málefni, svo að fólk fái að vita, hvort það lifir í bananalýðveldi eða landinu sem sagt er eiga elsta þjóðþing í Evrópu?" Meira
27. september 2005 | Bréf til blaðsins | 342 orð

Halló! Íslandsbanki - Strætó

Frá Þórhalli Steingrímssyni: "STRÆTÓ farinn og nú á bankinn að fara líka. Það er af sem áður var þegar þjónusta verslana var nánast á hverju götuhorni og enginn blotnaði mjög mikið við að bíða eftir strætó." Meira
27. september 2005 | Aðsent efni | 334 orð | 1 mynd

Hvað er pólitík?

Jón Kr. Óskarsson skrifar um stjórnmál: "...þurfum enn frekar að styrkja okkar jafnaðarmannaflokk, Samfylkinguna, gera hana enn öflugri og styrkari." Meira
27. september 2005 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Íslenskir kraftar og internetið

Bergur Ísleifsson skrifar um markaðssetningu á Netinu: "Alla íslenska verslun og allan íslenskan iðnað og útflutning þarf að netvæða af atvinnumennsku sem fyrst." Meira
27. september 2005 | Aðsent efni | 611 orð | 1 mynd

Konur og stjórnmál

Árni Fannar Sigurðsson skrifar um jafnrétti og pólitík: "Í greinum þar sem konur eru hvattar til að kjósa konur er engu líkara en gert sé ráð fyrir að konur hafi það lítið vit á stjórnmálum að þær hafi engar aðrar forsendur til að meta frambjóðendurna en kyn þeirra." Meira
27. september 2005 | Aðsent efni | 824 orð | 1 mynd

Lok, lok og læs hjá Bolla

Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um pólitíkina innan Heimdallar: "En stjórn Bolla ákvað að fara á skjön við viðmiðunarreglur sem settar voru árið 1987." Meira
27. september 2005 | Aðsent efni | 417 orð | 1 mynd

Næstu skref Heimdallar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjallar um formannskjör í Heimdalli: "Við erum 12 einstaklingar sem teljum okkur hafa það sem til þarf og bjóðum okkur því fram til starfa fyrir félagið." Meira
27. september 2005 | Aðsent efni | 578 orð | 1 mynd

Stafrænt, íslenskt þjóðbókasafn

Sigrún Klara Hannesdóttir fjallar um Landsbókasafn og háskólabókasafn: "Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er ein mikilvægasta þekkingarveita landsins." Meira
27. september 2005 | Velvakandi | 454 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Fimmtán mínútur á fund MIG langar að leggja orð í belg í umræðu um Vatnsmýrina og flutning innanlandsflugs til Keflavíkur. Meira

Minningargreinar

27. september 2005 | Minningargreinar | 3331 orð | 1 mynd

ANNE CLYDE

Dr. Laurel Anne Clyde, prófessor við Bókasafns- og upplýsingafræðiskor Háskóla Íslands, fæddist í Holbrook í Nýju Suður-Wales í Ástralíu 7. febrúar 1946. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík 18. september síðastliðinn, 59 ára að aldri. Meira  Kaupa minningabók
27. september 2005 | Minningargreinar | 4629 orð | 1 mynd

BJÖRN HALLGRÍMSSON

Björn Hallgrímsson fæddist í Reykjavík 17. apríl 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hinn 20. september síðastliðinn, þar sem hann hafði dvalist frá því í maí á þessu ári. Foreldrar hans voru Áslaug Benediktsson Geirsdóttir Zoëga, húsmóðir, f. Meira  Kaupa minningabók
27. september 2005 | Minningargreinar | 879 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR BJÖRGVINSDÓTTIR

Guðbjörg Sigríður Björgvinsdóttir fæddist í Reykjavík 20. október 1920. Hún lést á elliheimilinu Grund 18. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Sigríður Víglundsdóttir frá Ísafirði, f. 29. des. 1885, og Björgvin Jóhannsson, f. 29. jan. Meira  Kaupa minningabók
27. september 2005 | Minningargreinar | 472 orð | 1 mynd

JÓNAS HALLDÓRSSON

Jónas Halldórsson fæddist á Hnausi í Ölfusi hinn 13. júní 1914. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 10. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Neskirkju 19. september. Meira  Kaupa minningabók
27. september 2005 | Minningargreinar | 707 orð | 1 mynd

KARL ÞÓRÐARSON

Karl Þórðarson, bóndi í Kvíarholti í Holtum, fæddist 14. apríl 1923. Hann lést 7. september síðastliðinn. Eftirlifandi maki Karls er Jóna Veiga Benediktsdóttir, f. 3. maí 1934. Þau eignuðust sex börn og tíu barnabörn. Útför Karls fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
27. september 2005 | Minningargreinar | 708 orð | 1 mynd

LILJA GRÉTA ÞÓRARINSDÓTTIR

Lilja Gréta Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1922. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 22. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Herborg Breiðfjörð Hallgrímsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. september 2005 | Viðskiptafréttir | 247 orð

Porsche kemur í veg fyrir erlenda yfirtöku á VW

PORSCHE-bílaframleiðandinn hefur keypt fimmtungshlut í Volkswagen og er talið að hann hafi greitt um þrjá milljarða evra fyrir hlutinn, jafngildi um 225 milljarða íslenskra króna, en endanlegt verð mun þó ráðast af þróun gengis bréfa í Volkswagen að því... Meira
27. september 2005 | Viðskiptafréttir | 575 orð | 1 mynd

Samið um sýningar á Latabæ á BBC í Bretlandi

Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is UNDIRRITAÐUR var í gær samningur milli Latabæjar og BBC , stærstu fjölmiðlasamsteypu Bretlands, um sölu á sýningarrétti á sjónvarpsþáttunum um Latabæ til næstu fimm ára. Meira
27. september 2005 | Viðskiptafréttir | 108 orð | 1 mynd

Stærsta jarðvarmahitaveita í heimi

FULLTRÚAR fyrirtækisins Enex hf. skrifuðu í gær undir rammasamning við Shanxi CGCO orkufyrirtækið og fjárfestingarfélag Xianyang-borgar í Kína um að leggja hitaveitu í nýtt hverfi, sem á að rísa í borginni. Meira
27. september 2005 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Úrvalsvísitalan stendur í stað

HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu liðlega 4,7 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 2,3 milljarða . Lokagildi úrvalsvísitölunnar er 4.603 stig og nánast óbreytt frá því á föstudag. Meira

Daglegt líf

27. september 2005 | Neytendur | 435 orð | 1 mynd

Matvara verður lyf ef hún er sögð bæta heilsuna

"Samkvæmt reglum má ekki setja fram fullyrðingar um betri heilsu í merkingum matvæla nema hafa til þess fullgilt leyfi Umhverfisstofnunar og leyfið er ekki veitt nema fyrir liggi vísindaleg rannsókn á því að varan hafi þau áhrif, sem getið er... Meira
27. september 2005 | Daglegt líf | 663 orð | 2 myndir

Það er algjört prjónaæði í gangi

Ný íslensk prjónabók með fjölbreyttum uppskriftum af lopaflíkum er komin á markað. Hönnuðurinn er Védís Jónsdóttir, sem vinnur hjá Ístexi í Mosfellsbæ, en hún hefur vakið athygli fyrir hönnun ýmissa lopaflíka. Meira

Fastir þættir

27. september 2005 | Fastir þættir | 67 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Eyktar bikarmeistari Sveit Eyktar sigraði sveit Grant Thornton í úrslitaleik bikarkeppninnar en undanúrslit og úrslit keppninnar voru spiluð um helgina. Meira
27. september 2005 | Í dag | 18 orð

Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið...

Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. (Fil. 2, 3.) Meira
27. september 2005 | Fastir þættir | 173 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rf3 Be7 8. Bc4 0-0 9. 0-0 Be6 10. De2 He8 11. Hfd1 Dc7 12. Bb3 Rbd7 13. Bg5 Hac8 14. Hac1 h6 15. Bxf6 Rxf6 16. Rh4 Bg4 17. f3 Dc5+ 18. Kh1 Be6 19. g3 Rd7 20. Rg2 Rb6 21. Hd3 Rc4 22. Meira
27. september 2005 | Viðhorf | 818 orð | 1 mynd

Sterkir menn

"Vettvángur dagsins er ekki minn staður, þar ríkja sterkir menn, sumir með vopn, aðrir með bækur, sagði stúlkan. Þeir kalla mig hið ljósa man og segja þitt ríki er nóttin." Meira
27. september 2005 | Fastir þættir | 334 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er gjarn á að hnerra. Íslenskt veðurfar virðist fara illa í Víkverja: á sumrin eru það frjókornin og á veturna er það kuldinn sem valda því að Víkverji hnerrar og snýtir sér í tíma og ótíma. Meira
27. september 2005 | Dagbók | 523 orð | 1 mynd

Vísindin rædd á mannamáli

Ása Hreggviðsdóttir er fædd 1960. Hún útskrifaðist frá MH, lauk BS í landafræði 1988, uppeldis og kennslufræðum 1990 frá HÍ. Ása starfaði við skipulagningu Nordjobb til 1994. Hún var þjónustustj. hjá Háskólabíói til 1996. Ása var verkefnastj. Meira

Íþróttir

27. september 2005 | Íþróttir | 148 orð

15 ára bið Gamez á enda

ROBERT Gamez sigraði á Valero mótinu í Texas á PGA-mótaröðinni sem lauk í fyrradag en Bandaríkjamaðurinn hafði ekki sigrað á móti í rúm 15 ár eða frá árinu 1990 er hann var nýliði á mótaröðinni. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 400 orð | 1 mynd

* ANDRAY Blatche, 19 ára gamall körfuknattleiksmaður sem var valinn í...

* ANDRAY Blatche, 19 ára gamall körfuknattleiksmaður sem var valinn í sumar í háskólavalinu af Washington Wizards, var skotinn í brjóstið sl. sunnudag en Blatche var farþegi í bifreið sem skotið var á. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

Árni Gautur vill meistaratitilinn

"ÞAÐ er vissulega mikil spenna fram undan og óneitanlega slæmt fyrir okkur að tapa 3:0 á útivelli gegn Start sl. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 147 orð

Á skólastyrk sem dómari

ROGER Goodwin, 18 ára nemandi við háskólann í Gloucestershire, er fyrsti ungi knattspyrnudómarinn sem hefur fengið skólastyrk til þess að stunda nám á háskólastigi vegna afburða hæfileika sinna sem dómari. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Defoe hetja Tottenham

ENSKI landsliðsframherjinn Jermain Defoe tryggði Tottenham sigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en Defoe skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu á White Hart Lane í London. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

* HRAFNHILDUR Skúladóttir og samherjar hennar í SK Aarhus unnu liðsmenn...

* HRAFNHILDUR Skúladóttir og samherjar hennar í SK Aarhus unnu liðsmenn Roskilde , 45:19, í annarri umferð dönsku 1. deildarinnar í handknattleik á sunnudag. SK Aarhus hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni með samtals 55 marka mun. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 29 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót kvenna, DHL-deildin Digranes: HK - Fram 19.15 Kaplakriki: FH - Stjarnan 19.15 KA-heimilið: KA/Þór - Víkingur 19.15 Seltjarnarnes: Grótta - Valur 19.15 Vestmannaeyjar: ÍBV - Haukar 19. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 547 orð | 1 mynd

Í síðasta sinn sem ég legg hausinn að veði

ATLI Sveinn Þórarinsson, varnarmaðurinn sterki í nýkrýndu bikarmeistaraliði Vals í knattspyrnu, segist hafa verið hálfrænulaus inni á vellinum í seinni hálfleiknum gegn Fram í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 105 orð

Krankl ekki endurráðinn

HANS Krankl var í gær sagt upp störfum sem þjálfara austurríska landsliðsins í knattspyrnu en liðinu tókst ekki að komast í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi sem fram fer á næsta ári. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 154 orð

Litlar breytingar hjá Safamýrarliðinu

"ÓLAFUR verður áfram hjá okkur. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 324 orð

Margt líkt með Ajax og Arsenal - sem mætast í Amsterdam

ÖNNUR umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

Michael Owen vill sanna sig á ný

MICHAEL Owen, sóknarmaður Neswcastle, byrjar vel hjá liðinu. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 88 orð

Morten Olsen næsti þjálfari Leverkusen

MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, verður næsti þjálfari þýska liðsins Bayer Leverkusen ef marka má fréttir í þýska blaðinu Bild í gær. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 291 orð

Ólafur með heimsliðinu í Moskvu

ÓLAFUR Stefánsson er einn 35 handknattleiksmanna sem valinn hefur verið í heimsliðið sem leika á við Rússa í Moskvu 28. desember. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 681 orð | 1 mynd

Stefnt á að vera í hópi átta efstu liða

"ÉG hef aldrei æft eins vel og síðustu mánuði og sennilega er langt síðan ég hef getað æft sleitulaust án meiðsla," segir Einar Hólmgeirsson, landsliðsmaður í handknattleik og stórskytta hjá þýska 1. deildar liðinu Grosswallstadt. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 166 orð

Úrslit

KNATTSPYRNA England Tottenham - Fulham 1:0 Jermain Defoe, 8. - 35.427. Staðan: Chelsea 770014:121 Charlton 650110:415 Bolton 74218:414 Tottenham 73316:312 West Ham 632110:411 Man. Utd 63217:311 Man. Meira
27. september 2005 | Íþróttir | 584 orð | 2 myndir

Var einn á báti í upphafi

ÍBÚAR í spænska bænum Oviedo höfðu ríka ástæðu til að fagna um helgina þegar "sonur bæjarins" Fernando Alonso tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fór í Brasilíu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.