MEIRIHLUTI landsmanna er andvígur sölu áfengis í verslunum ef marka má niðurstöður símakönnunar sem PSN-samskipti gerðu dagana 9. - 13. maí sl. fyrir Samstarfsráð um forvarnir.
Meira
Haustið hefur verið kalt svo rétt er að rifja upp gamla vísu eftir Illuga Einarsson í Reykjahlíð. Sumri hallar, hausta fer, heyri snjallir ýtar, hafa fjallahnjúkarnir, húfur mjallahvítar.
Meira
VEGNA orðalags í forystugrein Morgunblaðsins í gær skal tekið fram, að viðtal það við Atla Gíslason, lögmann, sem blaðið birti í fyrradag var persónulegt viðtal, þar sem lögmaðurinn lýsti sínum persónulegu skoðunum en ekki samtal við hann sem lögfræðing...
Meira
BÓNDINN í Hrútatungu, sem varð fyrir alvarlegri metangaseitrun á bæ sínum á þriðjudag í síðustu viku, er á góðum batavegi að sögn læknis. Er hann kominn úr öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans og yfir á almenna legudeild spítalans til...
Meira
BEIÐNI um að Slippstöðin á Akureyri verði tekin til gjaldþrotaskipta var lögð fram hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, af lögmanni fyrirtækisins. Freyr Ófeigsson dómstjóri sagði að afstaða til beiðninnar yrði tekin fyrir á mánudagsmorgun.
Meira
BLEIK ljósadýrð umvafði Bessastaði í gærkvöldi þegar Orkuveita Reykjavíkur kveikti á bleikri lýsingu við forsetabústaðinn til þess að minna á að októbermánuður er helgaður alþjóðlegu árveknisátaki gegn brjóstakrabbameini.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Eiðar | Hugsanlegt er að samningi um sölu Eiðastaðar til Sigurjóns Sighvatssonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar frá árinu 2001 verði rift.
Meira
Í garðyrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum hafa verið ræktuð jarðarber í allnokkur ár. Þau Olga Lind Guðmundsdóttir og Eiríkur Ágústsson hafa nú aukið ræktunina með byggingu nýs gróðurhúss og rækta þau nú jarðarber á tæplega 2.500 fermetrum.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VEGAGERÐINNI verður falið að hefja undirbúning að gerð jarðganga undir Óshlíð og er stefnt að því að framkvæmdir geti hafist haustið 2006.
Meira
TVEIR stórlaxar úr kvikmyndaheiminum, leikstjórinn Clint Eastwood og kvikmyndatökumaðurinn Tom Stern, sem báðir komu að gerð myndarinnar Flags of our Fathers hér á landi í sumar, fjárfestu í tólf málverkum eftir íslenska myndlistarmenn meðan á dvöl...
Meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist vona að harðar aðgerðir Seðlabankans, sem tilkynnti hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentustig í fyrradag, verði lánastofnunum áminning um að gæta hófs í útlánum til einkaneyslu.
Meira
Á þingi Alþýðusambands Norðurlands í gær var staðan í kjaramálum rædd. Hagfræðingur ASÍ segir að kaupmáttur stórra hópa innan sambandsins hafi rýrnað á síðustu misserum. Margrét Þóra Þórsdóttir fylgdist með umræðum á þinginu.
Meira
Norðurland eystra | Mikilvægt er að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík að mati aðalfundar Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Meira
Hafnarfjörður | Stjórnarfundur 60+ í Hafnarfirði sem fram fór á dögunum samþykkti tillögu þar sem minnt var á bága stöðu aldraðra og nauðsyn þess að hluta af andvirði sölu Landssímans yrði varið til þess að bæta lífsskilyrði aldraðra.
Meira
Á FUNDI borgarráðs 29. september sl. var lagt fram samkomulag heilbrigðisráðherra og borgaryfirvalda um byggingu hjúkrunarheimilis í Sogamýri með 110 nýjum rýmum. Kostnaður er 1.
Meira
FORVAL Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga á komandi vori fer fram í dag. Kjörfundur verður á skrifstofu hreyfingarinnar að Suðurgötu 3 milli kl. 9 og 21 í dag. Kosið er um sex efstu sætin.
Meira
Fyrsta síldin sem berst til Neskaupstaðar á þessari haustvertíð kom á land í gærmorgun þegar Beitir NK kom með góð 200 tonn sem fengust í nót í Berufjarðarál. Síldin er góð og er að meðalvigt um 300 grömm og fer hún öll í frystingu hjá...
Meira
SÍÐASTI vinnudagur Birgis Ísleifs Gunnarssonar í embætti seðlabankastjóra var í gær. Af því tilefni færðu samstarfsmenn hans í bankanum honum yfirlit yfir vísitölu gengisskráningar þann tíma sem Birgir Ísleifur var seðlabankastjóri.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÁGÆT samstaða ríkir í utanríkismálanefnd um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010 og mun málinu verða haldið áfram til streitu en með lægri tilkostnaði en áður var gert ráð fyrir, sagði Geir...
Meira
BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er að litlu leyti rekið fyrir opinbert fé. Blindrafélagið hefur byggt starfsemi sína á frjálsum framlögum og notið ómetanlegs stuðnings almennings í þau 65 ár sem það hefur starfað.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is HALLDÓR Kristmannsson, forstöðumaður innri og ytri samskipta lyfjafyrirtækisins Actavis, segir að félagið hafi á undanförnum mánuðum átt í erfiðleikum með að anna eftirspurn á markaðnum.
Meira
UMFERÐARÓHAPP varð undir Hafnarfjalli milli kl. fimm og sex í gær þegar hjól losnaði undan flutningabíl og lenti framan á jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Skemmdist jeppinn mikið og var óökufær á eftir.
Meira
London. AFP. | Hjónabandið virðist vera að láta undan síga í Bretlandi, æ fleiri kjósa að búa annaðhvort saman án nokkurra lögformlegra skilmála eða einir út af fyrir sig.
Meira
Á laugardagsmorgni 2. marz árið 2002 var haft samband við Morgunblaðið frá aðila, sem ekki er hægt að nafngreina vegna vinnureglna Morgunblaðsins og ritstjórn blaðsins boðinn til birtingar í sunnudagsblaði 3.
Meira
Bagdad. AP, AFP. | Að minnsta kosti 10 manns létu lífið er bílsprengja sprakk í gær á grænmetismarkaði í bænum Hilla, sem er suður af Bagdad. Var henni beint gegn sjítum í bænum en aðeins á tveimur dögum hafa 102 þeirra fallið í árásum hryðjuverkamanna.
Meira
SIGURJÓN Sighvatsson, annar eigenda Eiðastaðar, segist líta svo á að hann hafi unnið í anda samningsins sem gerður var við sveitarfélagið og staðið við hann.
Meira
SÝSLUMAÐURINN á Seyðisfirði hefur tekið til rannsóknar innbrot í lyfjabúð þar í bæ aðfaranótt mánudags. Gluggi á götuhlið búðarinnar hafði verið brotinn og farið þar inn.
Meira
ÍBÚUM Reykjavíkur og öðrum landsmönnum gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á umræðu um skipulagsmál borgarinnar með því að senda gjaldfrjáls SMS eða myndskilaboð í símanúmerið 1855.
Meira
Sveitarstjóri Þórshafnarhrepps rak upp stór augu þegar hann kom á skrifstofu sína eftir nokkurra daga fjarveru; starfsmenn höfðu brugðið á leik, sett upp stóran trékassa með lúgu sem á var auglýsingin í nafni húsnæðisnefndar hreppsins.
Meira
Denver. AP. | Nýjar gervihnattamælingar sýna, að íshellan á norðurheimskauti minnkar hraðar en áður var talið enda hefur hitastigið þar hækkað verulega.
Meira
SENDIHERRA Noregs á Íslandi, Guttorm A. Vik, opnaði í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur sýninguna "Af norskum rótum. Gömul timburhús í Noregi og á Íslandi".
Meira
HÁTT í 900 hundruð ungmenni frá 19 stöðum á landinu taka þátt í 24. landsmóti Samtaka íslenskra skólalúðrasveita um helgina. Mótið fer fram á Akranesi, en það var haldið í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi árið 1969.
Meira
Singapúr. AFP. | Orkuþörf í heiminum mun vaxa um 50% næstu 25 árin, ekki síst vegna hagvaxtar í Kína og Indlandi, að sögn eins af ráðamönnum ExxonMobil-olíufélagsins, Kwa Chong Seng, á fimmtudag. Kwa er yfirmaður deildar fyrirtækisins í Asíu.
Meira
Fjarðabyggð | Við hátíðarmessu kl. 14 á morgun, sunnudag, verður opnuð í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði sýning á verkum tveggja ólíkra myndlistarmanna. Verða sýnd verk þeirra Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara og Kristbjargar Á. Whitney.
Meira
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að því þegar ekið var á mannlausa bifreið í Garðabæ aðfaranótt sunnudagsins 18. september sl., milli klukkan 1 og 1.30.
Meira
FULLTRÚAR sýslumannsins í Reykjavík lögðu í gær hald á tölvupósta á ritstjórnarskrifstofum Fréttablaðsins í lögbannsgerð að kröfu Jónínu Benediksdóttur.
Meira
MJÖG mikil árekstrarhrina reið yfir höfuðborgina í gær en alvarleg slys urðu þó ekki á fólki að undanskildu bifhjólaslysi í Ártúnsbrekku þar sem tvö ungmenni slösuðust. Þegar klukkan var orðin 19 í gærkvöld höfðu 32 árekstrar orðið í borginni.
Meira
Washington. AP, AFP. | Judith Miller, bandarískur blaðamaður, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að neita að gefa upp nafn heimildarmanns, var látin laus í gær.
Meira
Gæsaveiðitíminn stendur nú sem hæst. Það eru því miklar annir hjá veiðihundum landsins sem hafa þann starfa að tína upp bráðina og færa hana veiðimanninum.
Meira
EFNAHAGSSTEFNA ríkisstjórnarinnar gengur þvert á markmið síðustu kjarasamninga, en markmið þeirra var að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem hvort tveggja væru grundvöllur uppbyggingar og fjölgunar starfa.
Meira
"ÉG GET ekki annað en tekið undir með þeim sjónarmiðum sem þarna koma fram," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, þegar borin er undir hann gagnrýni Helga Áss Grétarssonar á langa málsmeðferð umgengnismála sem var til...
Meira
FÉLAGSMENN í Starfsmannafélagi Kópavogs felldu nýgerðan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga í almennri atkvæðagreiðslu um samninginn. Kosning fór fram sl. fimmtudag. Skrifað var undir samninginn 20.
Meira
Eftir Egil Ólafsson og Steinþór Guðbjartsson Búið er að fylla rúmlega 70% Kárahnjúkastíflu Átján mánuðir eru þangað til raforkuframleiðsla á að hefjast við Kárahnjúka.
Meira
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra ræddi um offituvandann í ávarpi sínu á aðalfundi Læknafélags Íslands í gær og lýsti sig reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum til að skapa vettvang þar sem læknasamfélagið, heilbrigðisráðuneytið og Lýðheilsustöð...
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að ríkisstjórnarfundir sem fram fara á föstudögum verði framvegis haldnir í Ráðherrabústaðnum. Munu ráðherrar þá koma þar fyrst saman til óformlegs fundar áður en sjálfur ríkisstjórnarfundurinn hefst.
Meira
RÆKJUVINNSLU verður hætt hjá Sigurði Ágústssyni ehf. í Stykkishólmi frá og með áramótum. Búið er að segja upp 25 starfsmönnum. Sigurður Ágústsson framkvæmdastjóri sagði að ástæða þessarar ákvörðunar væri mjög óhagstæð ytri skilyrði fyrir rækjuvinnslu.
Meira
RANNSÓKN á tildrögum tveggja bruna í Vestmannaeyjum stendur yfir hjá lögreglunni og liggur fyrir að börn með eldfæri voru á ferð með þessum afleiðingum. Talað hefur verið við börnin og foreldra þeirra.
Meira
EFTIRFARANDI er áskorun sem var send til þingmanna frá stjórn Ungra vinstri grænna: "Stjórn Ungra vinstri grænna skorar á alla þingmenn og konur að taka fyrir og samþykkja strax í upphafi komandi þings frumvarp sem jafnar að fullu réttindi...
Meira
LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar stendur fyrir fjársöfnunina nú um helgina, til tækjakaupa fyrir Augndeild St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Fjáröflun klúbbsins byggist á sölu Gaflaramerkis sem selt er á 500 kr.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is SEX nemendur voru færðir á heilsugæslu eftir að veikjast skyndilega í heimilisfræðitíma í Grunnskólanum á Egilsstöðum á fimmtudag.
Meira
SÍBS-dagurinn er á morgun, sunnudaginn 2. október. Í tilefni dagsins verður opið hús kl. 13-16, í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, fyrir alla sem vilja kynna sér starfsemi samtakanna.
Meira
SJÓVÁ-Almennar tryggingar hafa ákveðið að endurskipuleggja útibúa- og umboðsmannakerfi félagsins hér á landi til einföldunar og í hagræðingarskyni. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um næstu áramót.
Meira
Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is BEIÐNI um gjaldþrotaskipti Slippstöðvarinnar á Akureyri var lögð fram hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, af lögmanni fyrirtækisins.
Meira
TVEIR unglingar á bifhjóli slösuðust þegar ökumaðurinn missti vald á hjólinu í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík síðdegis í gær og ók utan í að minnsta kosti tvo bíla, samkvæmt upplýsingum læknis og lögreglu.
Meira
ÞÓRARINN Eyfjörð, fyrir hönd Fræðslusetursins Starfsmenntar, og Bjartmar Kristinsson, eigandi Tölvuskólans Nemandi, undirrituðu á dögunum samstarfssamning um umsjón Tölvuskólans á tölvunámskeiðum fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Meira
FJÖGUR met voru sett í Kauphöll Íslands í gær en þá varð skipting Burðaráss á milli Landsbanka Íslands og Straums Fjárfestingarbanka að veruleika.
Meira
Sissel Kyrkjebø söng sig inn í hug og hjarta Íslendinga á tónleikum í Háskólabíói í gærkvöldi. Segja má að ákveðin hefð hafi skapast fyrir því að erlendir klassískir söngvarar sem hingað koma gleðji landann með því að flytja íslenska söngva.
Meira
Algeirsborg. AFP. | Kjósendur í Alsír samþykktu í fyrradag með miklum meirihluta tillögu Abdelaziz Bouteflika forseta um þjóðarsátt en með henni er stefnt að því að binda enda á óöldina í landinu.
Meira
Nú er lokið fyrstu leitum hér í Rangárþingi ytra, á Rangárvalla- og Landmannaafréttum. Réttað var í síðustu viku í Áfangagili og vikuna þar áður í Reyðarvatnsréttum á Rangárvöllum. Tvennt vakti sérstaka athygli mína þetta árið.
Meira
Genf. AP, AFP. | Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, varaði í gær við stórkarlalegum yfirlýsingum um fuglaflensufaraldur en í fyrradag sagði annar embættismaður WHO, að slíkur faraldur gæti kostað allt að 150 millj. manna lífið.
Meira
NÁMSMENN í Jakarta í Indónesíu efndu í gær til mikilla mótmæla gegn stjórnvöldum en í gær ætluðu þau að hækka bensínverð í landinu um allt að 50%.
Meira
STJÓRN kjördæmasambands Reykjavíkurkjördæmis suður leggur í ályktun áherslu á að Ísland standi við framboð sitt til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Meira
FORSÆTISNEFND Alþingis hefur falið Þorsteini Pálssyni sendiherra að hafa með höndum ritun sögu þingræðis á Íslandi. Ákvað nefndin að láta rita sögu þingræðis hér á landi í tilefni af því að öld er liðin frá upphafi þess hér á landi.
Meira
Hjónin og geðlæknarnir Anne-Liis von Knorring og Lars von Knorring rannsaka þunglyndi barna og fullorðinna. Jón Pétur Jónsson ræddi við þau og komst m.a. að því að þunglyndi leggst frekar á stúlkur en drengi.
Meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því fyrir nokkrum dögum, að nýtt frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum yrði lagt fram á haustþingi. Má því búast við að nýjar umræður hefjist um þau mál á næstunni.
Meira
Seðlabankinn hækkaði í fyrradag stýrivexti um 0,75 prósentustig og var lýst yfir því að verðbólgumarkmiðið myndi ekki nást fyrr en árið 2008 yrðu stýrivextir ekki hækkaðir frekar.
Meira
Eftir Hugleik Dagsson. Leikstjóri Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing og video: Egill Ingibergsson.Búningar: Rannveig Kristjánsdóttir, Elsa María Blöndal og Ilmur Stefánsdóttir.
Meira
AminaminA, stuttskífa strengjakvartettsins Aminu. Kvartettinn skipa Edda Rún Ólafsdóttir, Hildur Ársælsdóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Sólrún Sumarliðadóttir. The Workers Institute gefur út.
Meira
Á LJÚFUM nótum er yfirskrift einsöngstónleika sem haldnir verða í Kópavogskirkju í dag kl. 17. Flytjendur á tónleikunum eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran og Julian Hewlett píanóleikari. Flutt verða íslensk sönglög m.a.
Meira
MÁLVERKASÝNING verður opnuð í Garðabergi, Garðatorgi 7, Garðabæ, á mánudag. Árni Björn Guðjónsson sýnir landslagsmyndir málaðar í olíu. Sýningin stendur til 31. október og opið er daglega frá kl. 12.30 til 16.30, nema þriðjudaga. Lokað um...
Meira
Popparinn Michael Jackson er sagður ætla að endurvekja feril sinn í Lundúnum. Jackson hyggst halda til Bretlands til þess að taka upp lag sem samið er til styrktar fórnarlömbum fellibylsins Katrínar.
Meira
Karlmaður sem reyndi að fá eiginhandaráritun frá leikaranum Tom Hanks var handtekinn í Edinborg í Skotlandi í vikunni en þar standa yfir tökur á myndinni Da Vinci lyklinum . Skoska lögreglan skýrði frá þessu í dag.
Meira
Þorsteinn Hauksson: Bells of Earth. Aho: Flautukonsert. Beethoven: Sinfónía nr. 5 í c Op. 67. Sharon Bezaly flautur; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Anne Manson. Fimmtudaginn 29. september kl. 19:30.
Meira
NOKKRIR góðir gestir verða viðstaddir sérstakar sýningar á myndunum sínum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í kvöld. Á eftir sýningum myndanna gefst áhorfendum kostur á að spyrja þá spjörunum úr.
Meira
FRÁ því haustið 2004 hefur Myndhöggvarafélagið í Reykjavík átt samstarf við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, og hafa verk eftir einn félagsmann verið kynnt í hverjum mánuði í sýningarrými í anddyri stofnunarinnar.
Meira
KVIKMYNDIN Í takt við tímann var valin framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar kusu milli myndarinnar og Strákanna okkar , sem Róbert Douglas gerði.
Meira
"MEÐ seinni skipunum" nefnir Jón M. Baldvinsson málverkasýninguna sem hann opnar í bókasafni Mosfellsbæjar í dag klukkan 14. Á sýningunni eru 12 verk unnin í olíu og bera öll heitið "Heimsóknir að handan".
Meira
NÚ styttist í lok mikils afmælisárs Kvennakórs Hafnarfjarðar en kórinn varð 10 ára 25. apríl síðastliðinn. Kórinn hélt í maí Landsmót kvennakóra 2005 í Hafnarfirði sem tókst með eindæmum vel.
Meira
LEITAÐ er að leikkonu/söngkonu til að taka þátt í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins á Carmen, leikriti með söngvum, sem byggir á óperu Bizets. Æfingar hefjast í nóvember nk. og frumsýnt verður í janúar 2006.
Meira
BJARKI Reyr ljósmyndari opnar í dag kl. 19 í Háskólabíói sýningu á handunnum svart/hvítum ljósmyndum af gömlu kvikmyndahúsi í Melbourne í Ástralíu. Kvikmyndahúsið heitir The Astor Theatre og er byggt árið 1936 og er enn í nánast upprunalegu ástandi.
Meira
ÍRANSKI leikstjórinn Abbas Kiarostami verður viðstaddur opnun á ljósmyndasýningunni The Roads of Kiarostami sem sett er upp í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Sýningin opnar kl. 17.00 í dag.
Meira
HINIR árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum í dag kl. 17. Á tónleikunum kemur fram söngkvartettinn Út í vorið en Bjarni Þór Jónatansson og Daníel Þorsteinsson leika á píanó og harmóníku.
Meira
BERGLJÓT Gunnarsdóttir opnar sýningu á mósaíkspeglum í versluninni Húfur sem hlæja, Laugavegi 70, í dag kl. 16 og stendur sýningin til 22. október. Bergljót nam mósaíkgerð á Ítalíu hjá Luciana Notturni í Ravenna.
Meira
Komin er út hjá Námstækni ehf. kennslubókin Tölvulæsi - Kynningarefni I. Í bókinn er fjallað um vinnu við tölvur almennt og þá farið yfir ýmis hagnýt atriði og æfingar í notkun forritana Word, Power Point og Front Page.
Meira
Í VÍDALÍNSKIRKJU í Garðabæ verða í kvöld tónleikar Páls Jóhannessonar tenórs. Páll hefur verið búsettur í Stokkhólmi í 16 ár þar sem hann hefur sungið við Konunglegu óperuna.
Meira
MYNDLISTARMAÐURINN Jón Sæmundur opnar innsetninguna "Ferðalok" í sýningarrýminu Suðsuðvestri, Hafnargötu 22, Reykjanesbæ, í dag kl. 16. Þetta er þriðja einkasýning listamannsins á árinu.
Meira
Ronaldo hinn knái og öskufljóti verður í eldlínunni með Manchester United, þegar liðið mætir Fulham í dag. Leikurinn er sýndur á Enska boltanum kl. 18.30, en þó ekki í beinni...
Meira
Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason eru orðnir svo samofnir íslensku þjóðarsálinni að einsdæmi hlýtur að teljast.
Meira
Berlininvasion er heitið á umfangsmikilli listsýningatörn Íslendinga hér í Berlínarborg og fer hún fram á ýmsum galleríum víðsvegar um borgina en það er Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sem að henni stendur.
Meira
Ólafur Páll Jónsson fjallar um Landsvirkjun og grunnskólana: "Fyrirtæki sem leggja til atlögu við grunnskólann og börnin í landinu, með þeim hætti sem Landsvirkjun gerir nú, eiga á hættu að gera sig sek um alvarlega siðferðisbresti sem ættu að vera áhyggjuefni bæði skólayfirvalda og forsvarsmanna atvinnulífsins, auk foreldra barna."
Meira
Eftir Árna Magnússon: "Samhliða þessari uppbyggingu á búsetu og þjónustu fyrir geðfatlaða verður sérstök áhersla lögð á starfsendurhæfingu með það að markmiði að virkja þá til þátttöku í samfélaginu."
Meira
Guðni Th. Jóhannesson fjallar um gagnrýni Kristins Benediktssonar á lof um bók hans: "...ég hældi bókinni á hvert reipi en Kristinn hefur fundið henni flest til foráttu..."
Meira
Ögmundur Jónasson fjallar um framtíð velferðarþjónustunnar: "...að knýja þá sem krefjast einkavæðingar til að taka þátt í málefnalegri umræðu sem byggist á þekkingu og reynslu."
Meira
Vésteinn Ólason fjallar um skipulagsmál í Vatnsmýrinni: "Af þessu dreg ég þann lærdóm að áhrif almennings á hæð húsanna í Vatnsmýrinni, ef til þess kemur að flugvöllurinn fari, muni ekki verða mikil."
Meira
Kristinn Pétursson skrifar um rjúpur og rjúpnaveiði: "Ég get fallist á þá málamiðlun að almættið eigi rjúpurnar á Íslandi og almenningur eigi afnotaréttinn ásamt rebba og keppinautum hans."
Meira
Bolli Thoroddsen svarar grein Dags Snæs Sævarssonar: "Fjölgun félagsmanna er "alvörustjórnmál". Þar er enginn viljalaust verkfæri heldur taka menn upplýsta ákvörðun um þátttöku."
Meira
Þórður Skúlason fjallar um þjóðfélagsbreytingar: "Ákvörðun um það hvort einstök sveitarfélög verða sameinuð öðrum veltur því á afstöðu íbúanna en ekki sveitarstjórnarmanna einna."
Meira
María Kristín Gylfadóttir fjallar um kostun í grunnskólum: "Á meðan við bíðum sækja fyrirtæki og auglýsendur enn fastar að börnunum okkar með alls kyns gylliboðum."
Meira
Frá Kristínu Tómasdóttur: "Kæra Kristín Jafnréttis- og öryggisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands vill með þessu bréfi bjóða þig velkomna til starfa sem rektor Háskóla Íslands."
Meira
Frá Guðjóni Petersen: "Á ÁTTUNDA áratugnum þegar Mývatnseldar voru tíðir átti ég ítrekuð erindi flugleiðis milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þetta var á þeim ágætu tímum þegar Flugleiðir, sem þá flugu á þessari leið, buðu farþegum sínum dagblöðin til aflestrar á leiðum."
Meira
Sigursteinn Másson svarar grein Andra Fannars Guðmundssonar og Kjartans Smára Höskuldssonar: "Enginn háskóli útskrifar betri nemendur með hörku og hroka."
Meira
Ragnhildur Kolka fjallar um Baug og lögreglurannsóknina og svarar Jakobi Frímanni: "Það er óþarfi fyrir Jakob að fara á límingunum út af hugsanlegum málaferlum Baugs á hendur ríkinu. Meira áhyggjuefni væri það ef ríkið sinnti ekki þeirri frumskyldu að gæta þess að leikreglum sé fylgt, vakni um það spurningar."
Meira
Bílastæðisvandamál við Leifsstöð ÉG vil koma því á framfæri að þeir sem stjórna bílastæðamálum á Keflavíkurflugvelli upplýsi fólk um það hvernig það eigi að haga sér þegar það notar bílastæðin.
Meira
Dr. Laurel Anne Clyde, prófessor við bókasafns- og upplýsingafræðiskor Háskóla Íslands, fæddist í Holbrook í Nýju Suður-Wales í Ástralíu 7. febrúar 1946. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík 18. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 27. september.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Sigurbjörg Ólafsdóttir Reykdal fæddist á Siglufirði 16. desember 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 21. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Jóhannesson Reykdal trésmiður á Siglufirði, f. 10. júní 1869, d. 20.
MeiraKaupa minningabók
Hörður Ágústsson fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 20. september.
MeiraKaupa minningabók
Ingibergur Bjarnason fæddist á Kletti á Kálfshamarsvík í Austur-Húnavatnssýslu 13. júlí 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 5. júlí 1906, d. 17.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Guðrún Halldórsdóttir fæddist í Svalbarðsseli í Þistilfirði 8. maí 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 20. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Kristjánsson, f. 11.3. 1878, d. 24.12.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Ketils Gamalíelsson fæddist í Reykjavík 14. desember 1935. Hann lést á heimili sínu, 21. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Guðríður Bjarney Guðbrandsdóttir, f. 26. mars 1912, d. 27. ágúst 1959, og Gamalíel Guðmundur Jónsson, f. 28.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Elísabet Halldórsdóttir fæddist í Hnífsdal 3. október 1954. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju 3. desember.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Jónsson fæddist í Böðvarsdal í Vopnafirði 29. nóvember 1924. Hann lést á legudeild dvalarheimilisins Sundabúða á Vopnafirði 24. september síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Vigdís Guðbrandsdóttir fæddist á Heydalsá í Strandasýslu, 24. maí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn miðvikudaginn 21. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Guðbrandur Björnsson bóndi og oddviti á Heydalsá í Strandasýslu, f. 14.8.
MeiraKaupa minningabók
Vigfús Sigurðsson fæddist á Brúnum undir Eyjafjöllum 25. júní 1927. Hann lést 18. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Júlíana Björg Jónsdóttir og Sigurður Vigfússon, búendur á Brúnum. Systkini Vigfúsar eru: Jón, f. 13. júlí 1925, d. 29.
MeiraKaupa minningabók
MJÖG lítið vantar upp á samkomulag um skiptingu kolmunnakvótans en viðræðum milli Íslands, Noregs, Rússlands, Færeyja og Evrópusambandsins var slitið í Reykjavík í vikunni.
Meira
AFKOMA ríkissjóðs á öðrum fjórðungi ársins var mun betri en á sama tímabili í fyrra. Tekjur hafa aukist um 30,1% en gjöld um 16,4%. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands.
Meira
GENGISVÍSITALA krónunnar lækkaði verulega í gær, um 2,81%, og var lokagildi hennar 102,99 stig. Er það hæsta gildi sem vísitalan hefur náð síðan í ársbyrjun 1992 en gengisvísitalan var tekin upp í árslok 1991 og upphafsgildi hennar var 100.
Meira
GUÐNI Ágústsson, landbúnaðarráðherra, samþykkti í gær tillögu framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að taka tilboði Landsbanka Íslands í tilgreindar eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Nam tilboðið 2.653 milljónum króna og var það jafnframt...
Meira
LANDSFRAMLEIÐSLAN hér á landi óx meira á árinu 2004 en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands óx landsframleiðslan að raungildi um 6,2% í stað 5,2%, eins og áætlun í marsmánuði síðastliðnum hljóðaði upp á.
Meira
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SKIPTING Burðaráss á milli Landsbanka annars vegar og Straums Fjárfestingarbanka hins vegar hefur nú verið framkvæmd þar sem öll tilskilin samþykki hafa fengist.
Meira
Á árlegri ráðstefnu Microsoft Íslandi, sem haldin verður í næstu viku, verður sérstaklega litið til þarfa stjórnenda og starfsmanna í smærri og stærri fyrirtækjum.
Meira
HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu 129,1 milljarði króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 113 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Sláturfélags Suðurlands, 33,3%, en mest lækkun varð á bréfum SÍF, 1,5%.
Meira
STRAUMUR-Burðarás Fjárfestingarbanki hefur óskað eftir því að fara með virkan eignarhlut umfram 20% í Íslandsbanka en í kjölfar sameiningar félaganna er hlutur bankans í Íslandsbanka nú 26,06%.
Meira
Barnamatur inniheldur svokallað akrýlamíð, að því er fram kemur í nýrri sænskri rannsókn. Akrýlamíð myndast t.d. þegar kjöt brennur á grilli eða matur er eldaður við mjög hátt hitastig.
Meira
Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is Smábærinn Bad Mergentheim er Tauber-dalnum í Þýskalandi, í hjarta "gamla, góða Þýskalands" eins og heimamönnum virðist tamt að segja.
Meira
Íslensk náttúra er það sem fyrst og fremst dregur erlenda ferðamenn hingað til lands, ef marka má vetrarkönnun Ferðamálaráðs sem gerð var frá miðjum september á síðasta ári og fram til loka maímánaðar þessa árs.
Meira
Nanna Traustadóttir, sem búsett er í Álaborg, keyrði frá Danmörku til Tékklands í sumarfríinu og leigði 200 fermetra sumarhús nærri Prag ásamt ferðafélögum. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði út í ævintýrið.
Meira
Hún hefur mikla þörf fyrir að vera úti í náttúrunni og nýtir hverja stund sem gefst til að bruna út úr bænum með tjald og hreindýrafeldi í farteskinu. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti skyttuna Ásu Pettersson sem kveikir eld inni í Samatjaldinu sínu.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, 1. október, er fimmtug Valdís Ósk Jónasdóttir. Hún og fjölskylda hennar taka á móti vinum og ættingjum í kvöld milli kl. 19.30-22 í Kiwanishúsinu í...
Meira
70 ÁRA afmæli. Á morgun, 2. október, verður sjötugur Gunnar Hermannsson, Rauðhömrum 12, Reykjavík. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum í sal Sjálfstæðisfélagsins Austurströnd 3, Seltjarnarnesi, á afmælisdaginn, milli kl. 14 og...
Meira
Þórarinn Tyrfingsson er fæddur í Reykjavík árið 1947. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1975. Þórarinn hefur starfað hjá SÁÁ frá árinu 1979 og hefur verið yfirlæknir á Vogi frá árinu 1984.
Meira
Brúðkaup | 27. ágúst sl. voru Freydís Aðalbjörnsdóttir og Róbert Línberg Runólfsson gefin saman í Háteigskirkju af séra Hjálmari Jónssyni. Þau eru búsett í...
Meira
Akureyri | Sýning Elínar Hansdóttur verður opnuð í dag kl. 15 í Galleríi BOX á Akureyri. Elín sýnir verkið SPOT sem hefur ekki verið sýnt á Íslandi fyrr. Opið er á fimmtudögum og laugardögum frá 14 til 17 en einnig eftir samkomulagi.
Meira
Fræðsla og messur í Hallgrímskirkju FRÆÐSLUMORGNAR fyrir messu á sunnudögum hefjast 2. október kl. 10. Fyrirlesari: Dr. Vilhjálmur Árnason heimspekingur ræðir efnið Uppeldi og frelsi í neyslusamfélagi. Messa og barnastarf kl. 11. Sr.
Meira
Í vikubyrjun kom Guðbergur Bergsson til landsins eftir vel heppnaða fyrirlestraferð á Íslendingaslóðir í Kanada. Steinþór Guðbjartsson ræddi við rithöfundinn um ferðina.
Meira
"ÍSLENSKA vikan heppnaðist sérstaklega vel og það var gaman að upplifa okkar árlega haustfagnað sem hluta af landkynningarverkefni Iceland Naturally," segir Del Sveinsson, formaður Norðurljósa, Íslendingafélagsins í Edmonton í Kanada.
Meira
Víkverji getur svarið að sýnt verður beint frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag kl. 14 á þar til gerðri stöð, Enska boltanum - í fyrsta sinn í þrjár vikur.
Meira
Þær Ellen Elísabet Bergsdóttir, Una Guðmundsdóttir og Helga Hjördís Lúðvíksdóttir söfnuðu 6.165 kr. til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra...
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG lék í gær á pari vallar, 72 höggum, á öðrum keppnisdegi á Áskorendamóti sem fram fer í Toulouse í Frakklandi og er Birgir samtals á 2 höggum undir pari en hann lék á 70 höggum í gær. Birgir er í 44.-53.
Meira
ÍSENSKA karlalandsliðið í borðtennis er í Kosovo, þar sem það tekur þátt í forkeppni Evrópukeppninnar um helgina ásamt landsliðum Skotlands, Tyrklands og Kosovo. Landsliðið er skipað þeim Guðmundi E. Stephensen, Sigurði Jónssyni og Matthíasi Stephensen.
Meira
EFTIR sigur Charlton á WBA, 2:1, er sennilegt að Alan Curbishley haldi sig við óbreytt lið í dag þegar hann fær Martin Jol og hans menn í Tottenham í heimsókn á The Valley.
Meira
FULHAM á sér e.t.v. ekki langa sögu sem úrvalsdeildarlið en á þeim árum sem liðin eru síðan það vann sér sæti í deildinni hefur því aldrei gengið verr í upphafi móts en nú.
Meira
HOLLENDINGURINN Johan Cruyff gagnrýnir Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, og segir hann ekki eingöngu eiga að byggja upp sigurlið heldur sé honum nauðsynlegt að byggja upp lið sem skemmti og njóti virðingar.
Meira
DAVID Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að engin ástæða sé til að fara á taugum og gera meiriháttar breytingar hjá liðinu þótt því hafi ekki vegnað sem skyldi í fyrstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.
Meira
SVEN-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn ungi hjá Manchester United, Wayne Rooney, muni læra af þeim mistökum sem hann hafi gert á undanförnum misserum.
Meira
FJÓRIR af lykilmönnum knattspyrnuliðs Fylkis, Helgi Valur Daníelsson, Haukur Ingi Guðnason, Hrafnkell Helgason og Eyjólfur Héðinsson skrifuðu undir nýja þriggja ára samninga við Árbæjarliðið í gær en samningar þeirra allra voru lausir.
Meira
Líkan af Highbury, heimavelli Arsenal, eftir að hætt verður að leika á vellinum. Lystigarður verður á vellinum og ný íbúðahús byggð við norður- og suðurenda vallarins. Stúkurnar í austur og vestur eru friðaðar.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í vikunni tillögur stjórnar Afrekssjóðs og styrktarsjóðs ungra og efnilegra íþróttamanna um aukaúthlutanir til sérsambanda ÍSÍ.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla mætir Norðmönnum en ekki Þjóðverjum á handknattleiksmóti sem það tekur þátt í síðustu helgina í október nk.
Meira
JOHN Terry, fyrirliði Chelsea, skaust fram úr Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið yfir þá leikmenn Chelsea sem eru í leikmannahópnum í dag og flesta leiki hafa spilað fyrir félagið. Terry lék sinn 233.
Meira
MARTIN Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að sóknarleikur liðsins verði að lagast og verða skarpari í leik liðsins gegn Charlton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.
Meira
FRANK Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, vonast eftir því að Peter Crouch, sóknarmaðurinn stóri hjá Liverpool, verði valinn í landsliðið fyrir leikina gegn Austurríki og Póllandi í undankeppni HM 8. og 12. október.
Meira
LEIKIRNIR í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Laugardagur: Blackburn - WBA 14 Charlton - Tottenham Fulham - Manchester Utd. Portsmouth - Newcastle Sunderland - West Ham 16.15 Sunnudagur: Manchester City - Everton 11.
Meira
"ÉG byrjaði að halda með Tottenham Hotspur árið 1961 og ástæðan var einföld - þeir voru með besta liðið á þeim tíma þegar ég fór að fylgjast með ensku knattspyrnunni.
Meira
PHIL Jackson, sem hefur tekið við sem þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers á ný, segir að hann muni ekki tjá sig opinberlega um samskipti sín við aðalstjörnu liðsins, Kobe Bryant.
Meira
SPÁNVERJINN Carlos Queiroz, sem er aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í gær og sagði þá vera bestu stuðningsmenn í heimi.
Meira
Í ANNAÐ sinn á fimm dögum leiða Evrópumeistarar Liverpool og Englandsmeistarar Chelsea saman hesta sína á Anfield, heimavelli Liverpool, á morgun. Eftir markalaust jafntefli á miðvikudaginn vonast margir eftir fjörugri leik með fleiri mörkum. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vonast eftir sigri.
Meira
KVENNALIÐ Hauka í handknattleik stendur í ströngu nú um helgina en liðið mætir svissneska liðinu St.Otmar í tveimur leikjum í 2. umferð EHF-keppninnar og fara báðir leikirnir fram á Ásvöllum, sá fyrri í kvöld klukkan 18.
Meira
* RICK Parry , einn stjórnenda Liverpool , hefur staðfest að félagið ætli að gera aðra tilraun til þess að kaupa Simao Sabrosa , kantmann hjá Benfica , þegar opnað verður fyrir kaup og sölur á knattspyrnumönnum í janúar nk.
Meira
ÞAÐ gengur erfiðlega hjá forsvarsmönnum norskra úrvalsdeildarliða að ná í fjármagn til þess að reka deildir sínar ef marka má nýjustu fregnir frá Noregi. En nú hafa tvö lið dregið sig úr keppni og eru aðeins sex lið eftir í deildinni.
Meira
ARSENAL hefur unnið Birmingham í síðustu níu leikjum liðanna á Highbury og í ljósi þess að á morgun eigast þessi lið sennilegast við í síðasta skipti á þessum sögufræga velli þá leggja heimamenn allt í sölurnar til að vinna.
Meira
ÚLFAR Hinriksson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks sendi frá sér í gær eftirfarandi fréttatilkynningu: ,,Í ljósi þess að engar viðræður hafa átt sér stað við mig undanfarnar tvær vikur af hálfu kvennaráðs Breiðabliks um áframhaldandi...
Meira
VALSMENN mæta í dag finnsku meisturunum í Sjundea í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð EHF-keppni karla í handknattleik í Finnalandi í dag og hefst leikurinn klukkan 17 að staðartíma, 14 að íslenskum. Sjundea féll úr leik í 1.
Meira
ERLINGUR Richardsson hefur ákveðið að stíga úr stóli þjálfara karlaliðs ÍBV í handknattleik og tekur Kristinn Guðmundsson alfarið við þjálfun liðsins. Kristinn hefur verið aðstoðarmaður Erlings undanfarin ár.
Meira
Ásta: "Mér á engan blýant." Kennarinn: "Nei, svona segir maður ekki. Maður segir ég á engan blýant, þú átt engan blýant, hún á engan blýant, við eigum enga blýanta, þið eigið enga blýanta og þau eiga enga blýanta.
Meira
Þessi þraut er svolítið erfið og getur því verið gott að fá aðstoð frá einhverjum fullorðnum. Arnar, Elísabet, Pétur og Sólveig eru góðir vinir. Þau eiga öll sína blöðruna hvert.
Meira
Fæddur: 14. febrúar 1992. Hvar: London, Bretlandi. Stjörnumerki: Vatnsberi. Foreldrar: Mamma hans vinnur sem umboðsmaður og pabbi hans er leikari. Hann lék m.a. pabba hans Freddie í sjónvarpsmynd um Jóa og baunagrasið.
Meira
Maðurinn benti ungum syni sínum á stóra höll og sagði: "Hérna búa kóngurinn og drottningin." "Vá," æpti stráksi. "En hvar á gosinn heima?" Hvernig þekkir maður mannætuna úr gestahópnum á veitingastaðnum?
Meira
Þegar þið eruð búin að vera úti að leika í kuldanum getur verið gott að koma inn og hlýja sér yfir heitu súkkulaði. Hér er auðveld og góð uppskrift að ekta súkkulaði.
Meira
Það getur verið rosalega gott að fá sér smá sælgæti á laugardögum en á hinum dögunum getur verið gott að fá sér hollt nammi eins og grænmeti og ávexti. Hann Gústi gúrka er hollur og góður og bíður spenntur eftir að láta borða sig.
Meira
Ég er fljúgandi spendýr. Ég sé nánast ekki neitt en ég heyri mjög vel. Veistu hver ég er? Tengdu saman punktana en athugaðu að hér eru eingöngu sléttar tölur. Svo þú telur 2, 4, 6 o.s.frv. Gangi þér...
Meira
Halló krakkar! Tóti tannálfur hérna. Ég ætla bara að minna ykkur á að það er afar áríðandi að muna eftir að bursta tennurnar. Þá er ég ekki bara að meina á jólunum, heldur alla daga, tvisvar á dag.
Meira
Nú skemmta mýsnar sér þar sem kötturinn fór í helgarfrí með fjölskyldunni. Ef þú grandskoðar teikningarnar sérðu að það vantar fimm hluti á teikninguna hægra megin. Það verður örugglega enn meira fjör hjá músunum ef þú getur fundið þá. Lausn...
Meira
Ég heiti Þorbjörg Birta en vil helst láta kalla mig Birtu. Ég óska eftir pennavinum, strákum og stelpum á aldrinum 9-12 ára. Ég hef áhuga á öllu milli himins og jarðar. Vinsamlegast sendið mynd með fyrsta bréfi ef hægt er. Öllum bréfum verður svarað.
Meira
Nú þegar sýningar á myndinni Kalli og sælgætisgerðin standa sem hæst varð Sigríður Helgadóttir, eða Sissa eins og hún er oftast kölluð, forvitin um íslenska sælgætisgerð.
Meira
Kalli og sælgætisgerðin er mynd um fátækan strák sem fær gullmiða, í súkkulaðistykkinu sínu, frá sælgætisgerð Willy Wonka. Miðinn veitir honum aðgang að sælgætisgerðinni ásamt fjórum öðrum börnum sem líka hafa verið svo heppin að fá gullmiða.
Meira
Í þessari viku þurfið þið að glíma við myndakrossgátu. Lausnina skrifið þið svo á miða og sendið okkur fyrir 8. október. Munið eftir að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur.
Meira
Okkur barst fullt af skemmtilegum myndum í ljósmyndakeppni bekkjarins en krakkarnir í 4. bekk B í Melaskóla voru svo heppnir að vera dregnir út. Kennarinn þeirra vildi undirstrika það að uppstillingin endurspeglar ekki hegðun krakkanna í bekknum.
Meira
Nú ættu allir að taka fram penna og blað og leyfa huganum að ferðast um ævintýralönd. Nú fer í hönd ný smásögukeppni og erum við að leita eftir skemmtilegum ævintýrum.
Meira
Í dag hefst fyrirlestraröðin Veit efnið af andanum? Af manni og meðvitund í húsakynnum Háskóla Íslands. Þar verður leitast við að varpa ljósi á hið margslungna fyrirbæri, meðvitundina, með aðferðum heimspeki, sálfræði, gervigreindar- og tölvunarfræða o.
Meira
!Fyrir stuttu fór ég í hálendisgöngu í fyrsta sinn og upplifði Ísland (loksins) fyrir alvöru. Ég naut þess að sofa í fullum skrúða, íklæddur úlpu, húfu, trefli og ullarsokkum ofan í svefnpokanum (en var engu að síður skítkalt, lengst yfir sjávarmáli).
Meira
Í göngugötunni er glaðleg íslensk stelpa að selja ís í sólinni í næstu götu er önnur stelpa að selja líkama sinn Gunnar Randversson Höfundur fæst við...
Meira
1. október 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 3373 orð
| 4 myndir
Kristín Guðmundsdóttir varð fyrst Íslendinga og kvenna til að ljúka prófi í innanhússarkitektúr. Hún hlýddi á fyrirlestur Franks Lloyd Wright og átti kost á að verða lærlingur hjá Walter Gropius.
Meira
Bandaríska sveitin Bloodhound Gang er skipuð mönnum sem láta sig almenningsálitið litlu varða. Þeir voru að senda frá sér plötuna Hefty Fine og höggva þar í svipaðan knérunn og fyrr.
Meira
Það sem mér finnst mest uppörvandi seinni árin - og hér er ég að tala um Evrópu - er sú staðreynd að almenningur fer ekki lengur bara "í bíó" heldur til að sjá ákveðna bíómynd," sagði franski leikstjórinn René Clement, sem var uppá sitt...
Meira
Æðsti dómstóll á Indlandi tekur fyrir á næstu dögum athugasemd við úrskurð yfirvalda um að banna með öllu reykingar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Meira
Las Vegas-hljómsveitin The Killers undirbýr nú upptökur að annarri plötu sveitarinnar. Hljómsveitin sem stefnir á að fara inn í hljóðverið í janúar á þó enn eftir að vinna það vandasama verk að velja sér upptökustjóra.
Meira
Er bandaríski rithöfundurinn Bret Easton Ellis fórnarlamb eigin frægðar? Þessi spurning er eitt af viðfangsefnum hans nýjustu skáldsögu en þar yfirheyrir hann eigin höfundarímynd og ýkir hana á sama tíma.
Meira
Lesbókin verður áttatíu ára 4. október. Hér er saga hennar rifjuð upp, sagt frá helstu einkennum hennar, kostum og göllum, máli hennar og erindi við samtímann. Því er haldið fram að ef hún hún myndi leggjast af þyrfti umsvifalaust að stofna nýtt tímarit af sama toga.
Meira
Kvikmynd Fatihs Akins, Beint á vegginn ( Gegen die Wand ), sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður að teljast afar merkilegur innsláttur í umræðu um árekstur ólíkra menningarsvæða. Hér er fjallað um myndina.
Meira
Brasilíski tónlistarmaðurinn Milton Nascimento er með helstu listamönnum tónlistarsögunnar, geysilega fær og afkastamikill lagasmiður og frábær söngvari.
Meira
I Sjónarhorn er eitt af grundvallaratriðum við mótun ritstjórnarstefnu menningartímarits; það verður að hafa klárt og ferskt sjónarhorn. Menningartímarit sem byggir til dæmis á úreltum sjónarmiðum í hugvísindum er ekki líklegt til þess að lifa lengi.
Meira
1. október 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 3980 orð
| 3 myndir
Lesbók var aldrei ætlað að verða það sem kallað er menningartímarit, heldur var ætlunin að hún yki upplag Morgunblaðsins með afþreyingarefni eins og nú er sagt; fróðleik og skemmtiefni ýmiss konar.
Meira
1. október 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 5170 orð
| 3 myndir
Á Þorleifi Guðmundssyni Repp sannaðist að sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Þessi íslenzki Hreppamaður varð fjölkunnur fyrir gáfur sínar og þekkingu, en skaphöfn hans skellti honum flötum.
Meira
Guðni Elísson ritar einnig um styttumálið í Lesbókina. Hann sæi ekki ofsjónum yfir ákvörðun um nýja styttu af Tómasi, en vildi þó frekar sjá ævisögu skáldsins eða safn fræðilegra greina um ljóðlist Tómasar.
Meira
Málefni háskóla og æðri menntunar hafa verið í deiglunni hér sem annars staðar í Evrópu. Ekki síst hefur verið rætt um hina svokölluðu Bolognayfirlýsingu. Hér er fjallað um stefnumörkun á þessu sviði.
Meira
1. október 2005
| Menningarblað/Lesbók
| 3307 orð
| 7 myndir
Enn er skrifað um bókmenntaástand enda virðast menn langt frá því að vera sammála um það. Hér er aftur komið að spurningunni: Hvað eru bókmenntir? Sömuleiðis er því mótmælt að fagurfræði módernismans sé dauð.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.