ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti á sunnudaginn var verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og Marels fyrir árið 2005. Alls tóku fjörutíu grunnskólar hvaðanæva af landinu þátt í keppninni þetta árið og voru þátttakendur 1.
Meira
ALVARLEGT umferðarslys varð á þjóðvegi 1 norðan Borgarness á tíunda tímanum í gærkvöld, þegar fólksbíll og jeppi skullu saman við afleggjarann að Hrafnakletti. Ökumaður fólksbílsins, ung kona og farþegi hennar, ungur maður, slösuðust alvarlega.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sambandið hafi ekki mótað neina stefnu þess efnis að lagaboði verði beitt varðandi sameiningu sveitarfélaga í framtíðinni.
Meira
STEINUNN Vala Sigfúsdóttir, fyrrverandi varamaður í stjórn SUS, hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd: "Síðastliðinn laugardag birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá hópi Heimdellinga sem bar yfirskriftina "Bolli Thoroddsen misnotar...
Meira
Auglýst aftur | Ekki verður gengið að neinu af þeim fjórum tilboðum sem gerð voru í heimavistina á Dalvík á dögunum að sögn Óskars Ásgeirssonar hjá Ríkiskaupum.
Meira
BILUN í ljósleiðara olli því að truflanir urðu á fastlínukerfum símans í hluta Hafnarfjarðar og á GSM-kerfinu í Kópavogi og Hafnarfirði og hluta Reykjavíkur í rúman klukkutíma í gærmorgun. Bilunarinnar varð vart um kl. 10.15 í gærmorgun en kl. 11.
Meira
Rangt var farið með föðurnafn Brynhildur Þórarinsdóttur rithöfundar í grein um Bókastefnuna í Gautaborg í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á...
Meira
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Suðurnes | "Þegar ég var að ráða mig til starfa sem tónmenntakennari í Akurskóla hafði Jónína Ágústsdóttir skólastjóri samband við mig og lýsti yfir áhuga að fá kór í skólann.
Meira
Davíð Hjálmar Haraldsson er skrifstofumaður á Akureyri. Hann er fæddur 1944 á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd og ólst þar upp. Hann yrkir að hausti: Heillar æ hamslaust rokið. Haustin mér eru góð. Laufið sem féll hér fokið til fólksins á næstu lóð.
Meira
DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 7. október. Þá ver Sædís Sævarsdóttir læknir doktorsritgerð sína: "Mannan binding lectin (MBL) in inflammatory diseases" ("mannan-bindilektín í bólgusjúkdómum").
Meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á fundi Alþingis í gærkvöldi. Ræðan fer í heild hér á eftir. "Frú forseti, góðir Íslendingar. I.
Meira
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is EINUNGIS einn söluskáli við þjóðveg nr. 1 býður upp á aðstöðu til umönnunar ungbarna á karlasnyrtingu. Þetta er söluskálinn Brú í Hrútafirði.
Meira
MARGT var um manninn á baráttu- og afmælisfundi sem Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) héldu í Háskólabíói í gærkvöldi, en SÁÁ fagnar 28 ára starfsafmæli um þessar mundir.
Meira
Frönsk Íslandshátíð | Dagana 21.-26. september tóku fulltrúar Austurbyggðar þátt í Íslandshátíðinni í Gravelines og endurguldu með því heimsókn fulltrúa Gravelines á Franska daga í sumar.
Meira
ATHYGLI hefur verið vakin á heldur óskemmtilegum læk sem rennur í túninu í Eskifirði, rétt neðan bæjarins. Er þetta opið klóakræsi og blasir við rétt hjá veginum. Aðeins er um 50 metra fjarlægð milli klóaksins og vatnsbóls við ána.
Meira
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ atvinnulífsins hefur fengið styrk frá Leonardo Da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins að upphæð 30 milljónir í tilraunverkefni sem ber titilinn "The Value of Work".
Meira
GEIRÞRÚÐUR Anna Guðmundsdóttir, 11 ára, varð stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur, en mótið fór fram 1. október sl. í skákhöllinni Faxafeni 12.
Meira
Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Þorsteinn Hjartarson, formaður samstarfsnefndar um sameiningu í Ölfusi og Flóa, telur helstu kosti varðandi sameiningu snúa að stórum hagsmunamálum svæðisins, t.d. hvað varðar skipulags-, samgöngu- og skólamál.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt rúmlega þrítugan Albana í 45 daga fangelsi fyrir skjalafals með því að framvísa fölsuðu vegabréfi við komuna til landsins 20. september.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Kynningarfundir hafa verið haldnir fyrir íbúa Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaganna 8. október næstkomandi.
Meira
AÐ margra mati er náttúran aldrei fegurri en á haustin. Gróðurinn fær á sig fjölbreyttari lit og birtan verður skarpari. Við þessar aðstæður er gaman að fá sér göngutúr í Heiðmörk. Fjöldi höfuðborgarbúa leggur þangað leið sína á hverjum degi.
Meira
STUÐNINGSMENN Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar hafa sett upp vefsíðu til stuðnings framboði hans í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna.
Meira
SAGT er, að flokkur kristilegra demókrata, CDU/CSU, í Þýskalandi hafi hótað að hætta stjórnarmyndunarviðræðum við jafnaðarmenn, SPD, nema þeir láti af þeirri kröfu sinni, að Gerhard Schröder verði áfram kanslari.
Meira
MIÐALDRA fólk, sem hreyfir sig vel eða leggur á sig einhverja líkamlega áreynslu í hálftíma tvisvar í viku, getur með því dregið verulega úr líkum á heilabilun síðar á ævinni.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Ísland fer á toppinn í verðlagi ferðamannalanda Hátt gengi krónunnar ógnar verulega afkomu ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á afþreyingu á borð við fjalla- og jeppaferðir af ýmsu tagi.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is "Á Vopnafirði virðist fólk ekki hafa ákveðnar skoðanir á þessum sameiningarkosti," segir Aðalbjörn Björnsson, formaður samstarfsnefndar um sameiningu Vopnafjarðar- og Skeggjastaðahrepps.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, var fyrst í ræðustól að lokinni stefnuræðu forsætisráðhera. Hún hóf mál sitt á að segja að niðurstaða samkeppni um nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík markaði tímamót.
Meira
Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is ÞINGFLOKKUR Frjálslyndra gerði grein fyrir sínum þingmálum á blaðamannafundi í gær og munu þeir m.a. leggja áherslu á sjávarútvegs- og samgöngumál auk áherslu á málefni eldri borgara í upphafi þings.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MÁLEFNI einstakra hverfa í Reykjavík verða tekin til umfjöllunar á næstu borgarstjórnarfundum. Tillaga þess efnis var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær.
Meira
ER hálshnykkur læknisfræðilegt eða lögfræðilegt úrlausnarefni? verður spurt á málþingi um hálshnykksáverka sem halda á næstkomandi föstudag á Grand hóteli í Reykjavík.
Meira
ÁHERSLA var lögð á nauðsyn þess að miðstöð innanlandsflugs yrði áfram í Vatnsmýrinni, í ályktun sem þing Alþýðusambands Norðurlands samþykkti um liðna helgi.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Á laugardag greiða íbúar Mjóafjarðarhrepps, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna í eitt.
Meira
"ÞETTA er dæmigert slys sem getur gerst í heimahúsi við heimilisstörf, þó það sé eftir á að hyggja með hreinum ólíkindum og hreinlega lygilegt að svona geti gerst," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, en betur fór en á horfðist...
Meira
Stokkhólmi. AP, AFP. | Tveir Bandaríkjamenn, Roy J. Glauber og John L. Hall, og einn Þjóðverji, Theodor W. Hänsch, fengu í gær Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir árið 2005. Voru þau veitt fyrir rannsóknir þeirra á eðli ljóssins.
Meira
ÁSTA Möller alþingismaður ræddi meðal annars um fjölmiðlana í ræðu sinni og sagði að nú ríkti annar veruleiki en á dögum flokksblaðanna. Útgáfa þeirra hefði tryggt ákveðna fjölbreytni og ritstjórnarstefnan verið öllum ljós.
Meira
Mývatnssveit | Markaðsráð Þingeyinga stóð fyrir fundi um vegagerð að Dettifossi og um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum í Hótel Reynihlíð um helgina.
Meira
Séra Fjölnir Ásbjörnsson var settur inn í embætti sóknarprests fyrir Bíldudalsprestakall og Tálknafjarðarprestakall, auk þess að þjóna kirkjunum í Haga og í Brjánslækjarsókn, um síðustu helgi.
Meira
HANNES G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir jákvætt að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006 sé heldur dregið úr útgjöldum ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu.
Meira
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is VERK íslenskra myndlistarmanna munu koma við sögu á uppboði hjá Bruun Rasmussen-uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn í vikunni.
Meira
Fréttaskýring | Hafnar eru viðræður um aðild Tyrkja að Evrópusambandinu og menn eru sammála um að þær taki mörg ár ef ekki áratugi. Kristján Jónsson kynnti sér deilurnar um aðild Tyrkja.
Meira
KONA virðir fyrir sér verk eftir tyrkneska listamanninn Burak Delier á sýningu í Istanbúl í gær, en í verkinu sést kona klæðast fána Evrópusambandsins.
Meira
UPPTÖKUMANNVIRKIN í Slippstöðinni eru í eigu Hafnasamlags Norðurlands en þau hafa verið leigð af Slippstöðinni. Fyrirtækið var sem kunnugt er úrskurðuð gjaldþrota sl. mánudag og þar er engin starfsemi í gangi.
Meira
JAFNRÉTTIS- og fjölskyldunefnd Akureyrar og Héraðsskjalasafnið á Akureyri standa saman að söfnun gagna og sýningu í tilefni af 30 ára afmæli kvennafrídagsins. Hinn 24.
Meira
Indversku systurnar Sabah og Farah eru tíu ára gamlar og samvaxnar á höfði. Komu þær fram á fréttamannafundi í Nýju Delhí í gær en læknar telja, að unnt sé að skilja þær að. Biðu þeir eftir að foreldrar þeirra og þær sjálfar samþykktu...
Meira
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is GARÐABÆR og félagið Urriðaholt ehf. hafa gert með sér samkomulag um samstarf við uppbyggingu Kauptúns í Urriðaholti.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði látið hefja vinnu í því skyni að einfalda stjórnsýsluna og gera hana markvissari og nútímalegri. Í því felst m.a.
Meira
Bagdad. AFP. | Sjítar og Kúrdar, sem hafa meirihluta á íraska þinginu, breyttu kosningalögunum í Írak um síðustu helgi en það þýðir, að í raun er það útilokað fyrir súnníta að fella stjórnarskrárdrögin í þjóðaratkvæðagreiðslu 15. þessa mánaðar.
Meira
HRÓKURINN, í samvinnu við skákdeild Hauka og Kátu biskupana, stendur fyrir skákviku í Hafnarfirði, sem hefst í Hvaleyrarskóla í dag, miðvikudaginn 5. október kl. 8.30. Allir 3.
Meira
Slepptu kríurnar Afríkuferð? | Þrjár kríur börðust á móti vindinum úti við Dalssjó, nánar sagt yfir Melatúninu þegar Stefán í Laxárdal í Þistilfirði vitjaði um lömbin einn morgun í vikunni.
Meira
HÆRRI laun gætu orðið til þess að stórfyrirtæki hættu að fjárfesta í nýjum verksmiðjum í Kína á næstu árum og þau eru því farin að huga að öðrum ódýrum framleiðslulöndum, til að mynda í Afríku.
Meira
FYRRVERANDI starfsmenn Slippstöðvarinnar, sem misstu vinnu sína við gjaldþrot fyrirtækisins á mánudag, komu saman í gær, í húsakynnum Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra og stéttarfélaganna á Akureyri.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is EINN reyndasti fjallaklifrari landsins Ívar F. Finnbogason hyggst klífa Himalayatindinn Pumori í Nepal á næstu vikum og heldur utan í leiðangurinn á sunnudag. Pumori er 7.161 metra hár.
Meira
STÆRSTA flugvél í heimi, Antonov AN-225 lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt á leið sinni frá Grikklandi til flóðasvæðanna í Bandaríkjunum með risavaxnar rafstöðvar.
Meira
Sviðamessa á Vatnsnesi | Árleg sviðamessa verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi á næstunni, en það er félagsskapurinn Húsfreyjurnar sem stendur fyrir þessari matarhátíð í áttunda sinn.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SAMFYLKINGIN segir að í fjárlagafrumvarpinu sé brugðið upp sýndarveruleika um að stöðugleiki ríki í efnahagsmálunum þegar veruleikinn sé allt annar.
Meira
Bagdad. AFP, AP. | Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðust í gær hafa gagnrýnt nýlega breytingu á kosningalögunum í Írak fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 15. þessa mánaðar um drög að stjórnarskrá landsins.
Meira
Talsmenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi hlýddu á stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í alþingishúsinu í gærkvöldi og lögðu út af henni í ræðum sínum. Sitt sýndist hverjum, eins og vænta mátti.
Meira
ÁÆTLAÐUR tekjuafgangur ríkissjóðs vegna ársins 2006 sem hlutfall af landsframleiðslunni er um helmingi minni en hann var á árunum 1999 og 2000 þegar hagstjórnin fór síðast úr böndunum.
Meira
FORSTÖÐUMENN greiningardeilda viðskiptabankanna eru á einu máli um að aðhaldið í ríkisfjármálum, eins og það birtist í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006, sé ekki nógu mikið.
Meira
Hveragerði | Hveragerðisbær hefur í kjölfar auglýsingar borist 50 milljóna króna tilboð frá Ármönnum ehf. á Selfossi í byggingarrétt á lóðinni Austurmörk 24. Lóðin, sem er 11.
Meira
LIONSKLÚBBURINN Týr stendur á morgun fyrir tónleikum til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Fara þeir fram í Digraneskirkju og hefjast kl. 20.
Meira
SIGMUNDUR Guðmundsson, skiptastjóri þrotabús Slippstöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að tveir aðilar hefðu komið að máli við sig varðandi aðkomu að rekstri fyrirtækisins en vildi ekki upplýsa frekar hverjir það væru.
Meira
Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is SIGURÐUR Bragason barítonsöngvari og Hjálmur Sighvatsson píanóleikari koma fram á tónleikum í einu virtasta tónleikahúsi Lundúnaborgar, St. John's á Smith Square, í kvöld kl. 19.30.
Meira
Fyrstu bráðabirgðatölur benda til þess að 53.500 laxar hafi veiðst á stöng í íslenskum ám í sumar. Er það um 7.600 löxum meiri veiði en var á árinu 2004 og um 52,4% meiri en meðalveiði áranna 1974-2004.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is MARGT bendir til þess að eyrnaheilsa barna á Héraði hafi batnað í kjölfar aðhaldsaðgerða í sýklalyfjanotkun á árunum 1993 til 1998.
Meira
STUND getur gefist milli stríða hjá bílstjórum og tækjastjórum rétt eins og í öðrum störfum og víst hefur bílstjórinn lítinn áhuga á grjótinu sem átti eftir að dúndrast á pallinn hjá honum.
Meira
Forystumenn ríkisstjórnarinnar lögðu skiljanlega áherzlu á árangur hennar í efnahagsmálum í umræðunum um stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi.
Meira
Hádegistónleikar Tónlistarfélags Akureyrar. Flytjendur: Gunnar Þorgeirsson á óbó, Pawel Panasiuk á selló og Agnieszka Malgorzata Panasiuk á píanó, öll kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri.
Meira
SÆNSKA þungarokkshljómsveitin Amon Amarth heldur tvenna tónleika hér á landi á Grand Rokk og TÞM, fyrstu helgina í nóvember. Hljómsveitin heimsótti Ísland í mars í fyrra og þá fylgdu blaðamenn frá sex stórum evrópskum þungarokkstímaritum með.
Meira
ÞAÐ er ákaflega auðvelt að setjast í dómarasætið og benda á það sem miður fer og því ætla ég að gera það. Hvernig stendur á því að íþróttafréttaritarar hafa fengið lélegri hljóðnema en aðrir fréttamenn?
Meira
Meira en 300 milljónir eintaka af bókum um Harry Potter hafa selst í heiminum, að því er umboðsmaður J.K Rowling , höfundar bókanna, tilkynnti í dag.
Meira
HEIMILISLÍFIÐ er ekki alltaf rólegt hjá fyrirsætunum sem búa saman í America's Next Top Model. Það gerir þættina bara meira spennandi og svo kemur stýran Tyra Banks alltaf með skemmtileg...
Meira
FJÖLDI aðstandenda mynda verður viðstaddur sýningar á yfirstandandi Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Tveir góðir gestir verða á staðnum í kvöld og gefst áhorfendum tækifæri til að spyrja þá spjörunum úr eftir sýningarnar.
Meira
Dr. Spock skipa Guðfinnur Karlsson og Óttarr Proppé sem syngja, Guðni Finnsson sem leikur á bassa, Hrafn Thoroddsen sem leikur á gítar og hljómborð, Franz Gunnarsson sem leikur á gítar og Arnar Gíslason sem leikur á trommur.
Meira
Í dag fara fram pallborðsumræður á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Norræna húsinu þar sem framlag kvikmynda til mannréttinda verður kannað.
Meira
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is SÝNINGUM á tískuviku í Mílanó er nýlokið og er mál manna að þar hafi ekki margt nýtt komið fram en fötin hafi almennt verið þægileg og klæðileg. Mikið var um kjóla og var hvítt vinsæll litur.
Meira
Áhrifa Svövu Jakobsdóttur, rithöfundarins og alþingismannsins sem hafði svo róttæk áhrif á bæði bókmenntir og jafnréttisbaráttu á síðustu öld, gætir enn víða.
Meira
MIÐASALA á aukatónleika Antony and The Johnsons í Fríkirkjunni 11. desember hefst í dag kl. 10. Miðasala fer fram á midi.is og í verslun Skífunnar við Laugaveg. Fríkirkjunni verður skipt í þrjú verðsvæði. Miðaverð í bestu sæti er 5.
Meira
LUC Jacquet, leikstjóri kvikmyndarinnar Mörgæsagöngunnar ( March of the Penguins ), kemur hingað til lands í tilefni af sýningum myndarinnar á Októberbíófest, sem haldin verður í Háskólabíói og Regnboganum dagana 26. október til 14. nóvember.
Meira
Tónlist | Bandaríski píanistinn Jon Weber er hér í heimsókn í tilefni af þrjátíu ára afmæli Jazzvakningar og í kvöld mun hann leika með hljómsveitinni Guðmundarvöku á Kringlukránni.
Meira
Helgi Hjörvar skrifar um þjóðfélagsmál: "Á næstunni reynir á hvort ný forysta ætlar ekki að lofta út og losa okkur við þetta andrúmsloft liðinnar tíðar."
Meira
Ragnhildur Kolka svarar Jakobi Frímanni Magnússyni: "Samfylkingin hefur lagt sig í líma við að gera ríkislögreglustjóraembættið tortryggilegt í augum almennings."
Meira
Frá Jóni Þorvarðarsyni: "LÍTIL og yfirlætislaus fréttatilkynning frá forsætisnefnd Alþingis hefur vakið athygli mína. Þar segir að nefndin hafi falið Þorsteini Pálssyni, sem lætur af störfum í utanríkisþjónustunni þann 1. nóvember n.k."
Meira
Hjörleifur Guttormsson fjallar um sameiningu sveitarfélaga: "Kosningar eiga að vísu að skera úr, en skipulag þeirra er með þeim hætti að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins væri fullsæmd af fyrirkomulaginu."
Meira
Lárus Jónsson ber umræðu um Geirfinns- og Hafskipsmálið saman við Baugsmálið: "Atburðir síðustu vikna benda ekki til þess að menn hafi mikið lært í þeim efnum, en er ekki mál að slíkum vinnubrögðum linni?"
Meira
Olnbogabörn þjóðarinnar ÞANNIG er að ég er ellilífeyrisþegi og ég er mjög ósátt við þá afgreiðslu sem við fáum nú um þessi mánaðamót, almennt. Ellilífeyrisþegum var sagt um síðustu mánaðamót að breyting yrði hjá hjónum.
Meira
Anna Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júní 1954. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. september síðastliðinn. Anna var elsta barn hjónanna Heiðrúnar Helgadóttur og Einars Magnúsar Þorsteinssonar, en þau eru bæði látin.
MeiraKaupa minningabók
Halldór Kjartansson fæddist á Akureyri 26. nóvember 1941. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 18. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kjartan Guðjónsson, f. 2.12. 1911, d. 31.12. 1995, og Matthildur Pálsdóttir, f. 6.12. 1914.
MeiraKaupa minningabók
Hrefna Ingimarsdóttir fæddist í Hnífsdal 30. ágúst 1931. Hún andaðist að heimili sínu, Skólagerði 3 í Kópavogi 26. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Ingimar Ingimarsson, f. 4. janúar 1897, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Jens Guðmundur Jónsson fæddist í Hnífsdal 20. febrúar 1923. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 27. september síðastli ðinn. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Óladóttir, f. 14. maí 1896 á Seyðisfirði, d. 6. nóvember 1982, og Jón Jóhannesson, f. 4.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Bragi Hermannsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hermann Bæringsson vélstjóri, f. 2. desember 1908 í Keflavík við Látrabjarg, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
EIMSKIP hefur eignast allt hlutafé í norska flutningafélaginu CTG. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að mikil samlegðaráhrif séu á milli félaganna en CTG sérhæfir sig í flutningum og geymslu á frystum og kældum sjávarafurðum.
Meira
STERLING lággjaldaflugfélagið, sem er í eigu Fons eignarhaldsfélags, áætlar að fljúga til ellefu staða frá Helsinki í Finnlandi, þegar flug félagsins þaðan hefst næsta sumar. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef danska blaðsins Politiken .
Meira
HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu um 17,3 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 1,2 milljarða. Mest voru viðskipti með bréf Landsbanka fyrir um 385 milljónir.
Meira
BREYTINGAR á úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands fram að áramótum verða á bilinu frá því að lækka um 1% og upp í að hækka um 4% . Þessu spáir Greining Íslandsbanka en deildin hefur sent frá sér afkomuspá fyrir helstu félög í Kauphöllinni.
Meira
TILBOÐ verður lagt fram í bresku verslunarkeðjuna Somerfield áður en frestur, sem breska yfirtökunefndin hefur sett, rennur út 14. október næstkomandi.
Meira
"Það virðist vera ríkjandi viðhorf að erfitt sé að rækta rósir á Íslandi en það er alls ekki rétt," segir Samson Bjarnar Harðarson, formaður Rósaklúbbsins, en hann hefur verið haldinn brennandi áhuga á rósarækt undanfarin ár.
Meira
Sérstök ásókn verður í sætindi og orkuríkan mat þegar fólk borðar tilfinningar sínar. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði dr. Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðing út í bjargráð gegn tilfinningalegu áti.
Meira
90 ÁRA afmæli. Í dag, 5. október, er níræður Sigurður B. Sigurðsson, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi . Af því tilefni tekur hann á móti vinum og vandamönnum í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi laugardaginn 8. október milli kl. 15 og...
Meira
Hecht-bikarinn. Norður &spade;Á1053 &heart;Á85 ⋄D7 &klubs;9752 Suður &spade;K4 &heart;KG1092 ⋄1063 &klubs;KG10 Hvernig á að spila þrjú hjörtu í suður með trompi út? (AV hafa ekkert blandað sér í sagnir.
Meira
Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 3. október var spilað annað kvöldið af þremur í hausttvímenningi félagsins. Fjögur pör bættust í hópinn á meðalskori.
Meira
Halla Hrund Logadóttir er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 2001. Hún hóf nám haustið 2002 í stjórnmálafræði og lauk því þremur árum seinna - vorið 2005.
Meira
Það eru ofsalega góðir lánamöguleikar þarna hjá BK banka og hreint unaðsleg kjör hjá Arðræningjanum Fjármálastofnun - einungis 21% vextir og möguleiki á endalausum yfirdrætti.
Meira
Víkverji skrapp í stórmarkað um daginn í vonskuveðri. Á meðan hann var að kaupa í matinn hafði hurð á næsta bíl slegist harkalega í hurðina á bíl Víkverja. Ekki tók hann neitt eftir beyglunni á hurð bílsins enda farið að dimma úti.
Meira
ULRIK Wilbek, nýráðinn landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla, hefur valið 17 leikmenn í landsliðshóp sinn sem hann hyggst tefla fram á fjögurra landa móti í Póllandi í lok þessa mánaðar, en íslenska landsliðið verður á meðal þátttakenda á mótinu.
Meira
EYJÓLFUR Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið þrjá leikmenn sem leika með 19 ára landsliðinu í hópinn fyrir lokaleik 21 árs liðsins í undankeppni EM 2006, gegn Svíþjóð í Eskilstuna 11. október.
Meira
MARK Ward, fyrrverandi knattspyrnumaður með Val, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi í Liverpool á Englandi fyrir að hafa undir höndum 4 kíló af kókaíni þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Prescot í maímánuði.
Meira
SIGURÐUR Bjarnason, fyrrverandi atvinnumaður í handknattleik til margra ára í Þýskalandi, er einn af þeim mönnum í Garðabæ sem hafa verið kallaðir til að byggja upp framtíðarlið Stjörnunnar.
Meira
FORSVARSMENN meistaraflokks Hauka í kvennaflokki í körfuknattleik hafa samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu í vetur en þær eru Jelena Jovanovic frá Serbíu/Svartfjallalandi og Kesha Tardy frá Bandaríkjunum.
Meira
PÉTUR Hafliði Marteinsson, knattspyrnumaður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby í Stokkhólmi, kemur ekki til með að spila með liði sínu í tveimur síðustu umferðum sænsku úrvalsdeildarinnar þó svo að hann sé búinn að ná sér af meiðslum.
Meira
ÞEGAR íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Pólverjum í vináttuleik á föstudaginn gæti nýr leikmaður verið með fyrirliðabandið. Þeir þrír sem hafa verið fastamenn síðustu ár og borið fyrirliðabandið verða líklega ekki með.
Meira
ZLATKO Kranjcar, landsliðsþjálfari Króatíu, sagði á fundi með fréttamönnum í Zagreb í gær, að hans lið gæti hæglega lagt Svía að velli í baráttunni um efsta sætið í áttunda riðli heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Zagreb á laugardaginn.
Meira
AMARE Stoudemire, framherji NBA-liðsins Phoenix Suns, hefur framlengt samning sinn við félagið til fimm ára og fær hann samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar um 4,5 milljarða kr. í laun á samningstímabilinu.
Meira
BANDARÍSKA golftímaritið GolfDigest greinir frá því að Tom Lehman, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins, hafi nú þegar ákveðið að láta Tiger Woods og Jim Furyk leika saman í Ryderkeppninni á næsta ári á K-Klub á Írlandi.
Meira
HALDI Englandsmeistarar Chelsea flugi sínu áfram í ensku úrvalsdeildinni tryggja þeir sér titilinn á mettíma, eða 18. mars þegar liðið sækir Fulham heim.
Meira
Hver einasti starfsmaður Suðurverks byrjar alltaf sína vakt á að gera áhættugreiningu fyrir daginn. Í nokkrar mínútur í upphafi vaktar íhuga menn hvaða hættur geta orðið á vegi þeirra og hvernig megi bregðast við þeim.
Meira
AFLMESTU vélarnar frá Scania eru V8-vélar, sem eru mest notaðar í langflutningabifreiðum eða á byggingarsvæðum, þar sem þörf er á miklu vélarafli. Þessar vélar eru búnar nýrri gerð hvarfabúnaðar, sem Scania nefnir SCR (Selective catalytic reduction).
Meira
NÝJASTA útspilið í þjónustu við verktaka er að sinna smurþjónustu við þá á fljótlegan og þægilegan hátt. Kraftvélar hafa brugðist við þessu með því að koma sér upp sérstökum smurbíl, Komatsu-smurbílnum.
Meira
ALLT lítur út fyrir að bílainnflutningur verði með mesta móti þetta árið, eftir nokkur mögur ár í þeim efnum. Raunin er samt sú að oftast dregur nokkuð úr bílasölu um það leyti sem vetur er að ganga í garð.
Meira
NORSKA olíufélagið Statoil og Volvo vinna saman að þróun efnarafals sem á að leysa þau umhverfisvandamál sem upp koma vegna lausagangs í flutningabílum.
Meira
Bakkmyndavél, olíuhitari, loftpúðafjöðrun, hljómtæki með blátannarsíma er meðal búnaðar í einum flottasta sendibíl landsins, sem er í eigu Bjarna Geirs Guðmundssonar.
Meira
MIKLAR hræringar hafa verið meðal framleiðenda jarðvinnuvéla um allan heim, einkum þeirra sem hafa sérhæft sig í tækjum fyrir verktakaiðnaðinn. Stærstu tíðindin eru sameining fjögurra heimsþekktra vörumerkja undir eitt nafn, New Holland.
Meira
"VINNUFATNAÐI er ætlað að endast en hann verður að vera hagnýtur, slitsterkur og svo verður fólki að líða vel í honum," segir Markús Örn Þórarinsson, hjá 66° Norður, þegar hann er spurður hvað góður vinnufatnaður þurfi að hafa til að bera.
Meira
Þótt liðið sé á aðra öld síðan fyrsti bíllinn kom til Íslands er ekki nema rúm hálf öld síðan fyrsta bændaferð á Íslandi var farin á bílum. Sigurður Hreiðar hefur tekið saman fróðleik um þessa ferð
Meira
Aðflutningsgjöld á tæki og tól hafa verið felld niður með kerfisbundnum hætti sem er mikilvægt fyrir alla verktakastarfsemi. Það hefur orðið til þess að fyrirtæki geta nýtt sér nýjustu framleiðslutækni og ekki síður opnað markað fyrir notuð tæki.
Meira
STÆRÐ dekkja er yfirleitt gefin upp í formfastri stafarunu, þar sem mesta breidd dekksins kemur fyrst. Síðan er skástrik og á eftir því tveggja stafa tala sem gefur hæð dekksins frá felgubotni út á slitflöt sem hlutfall (%) af breiddinni.
Meira
ÞAÐ getur verið gaman í vinnunni stundum. Altént þegar einkaþota er send eftir starfsmönnum, eins og gerðist hinn 18. janúar sl. Einkaþotan var á vegum JCB, af gerðinni Gulfstream, og sótti 7 viðskiptavini og 2 starfsmenn Vélavers, umboðsaðila JCB.
Meira
UM miðjan júní 1926 kom Kristján X, konungur Íslands og Danmerkur, í opinbera heimsókn hingað til lands ásamt drottningunni, konu sinni, og Knúti prins.
Meira
MERKÚR hélt keppni í kranastjórnun 26. ágúst sl. Keppnin var haldin í samvinnu við Liebherr og er samskonar keppni haldin um alla Evrópu. Keppendur eiga að leysa ákveðna þraut á sem bestum tíma. Keppt var á nýjum 42K.1 krana. Vegleg verðlaun voru í...
Meira
ÞAÐ efni sem við sjáum þegar litið er á bíldekk er fyrst og fremst gúmmí. Náttúrugúmmí eða gervigúmmí, eftir atvikum, stundum blanda af hvoru tveggja. Nú til dags er algengast að nota gervigúmmí.
Meira
SCANIA kynnir á næsta ári, 2006, nýja línu gírkassa, og þar með lýkur 15 ára dyggri þjónustu gírkassanna, sem við þekkjum í dag í bifreiðum Scania.
Meira
Þeir sem fylgjast með flutningatækni hafa tekið eftir nýjung, sem rutt hefur sér til rúms á markaðnum hér á landi að undanförnu, en það eru tengivagnar, sem eru með þeim eiginleika að þeir eru með beygjur að aftan, sem gerir það að verkum að þeir fylgja...
Meira
Í HEFÐBUNDNUM Euro 4 dísil-línuvélum nýtir Scania EGR-hringrásartækni (Exhaust gas recirculation), sem tryggir bæði minni umhverfismengun og jafnfram mikla hagkvæmi í notkun.
Meira
Skipulagðir fólksflutningar með bílum hófust fljótlega eftir að fyrstu nothæfu bílarnir voru fluttir inn til landsins árið 1913. Fyrst í stað voru þetta aðeins auglýstar ferðir eftir því sem efni þóttu til en fljótlega komust þær í nokkuð fastan farveg.
Meira
ASKJA afhenti Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra nýjan metanknúinn Mercedes-Benz Econic-sorpbíl. Bílar sem ganga fyrir metani valda um 80% minni sótmengun en hefðbundnir dísilbílar og útblástur köfnunarefnis er um 60% minni.
Meira
FYRSTU níu mánuði ársins hefur selst 191 vörubíll 16 tonn og stærri sem er 29 bílum meira en á sama tíma í fyrra og endurspeglar þetta aukinn kraft í þjóðfélaginu.
Meira
BJARNI Arnarson, sölustjóri Scania hjá Vélasviði Heklu, segir að Scania undirstriki velgengni sína á vörubílamarkaðnum, með því að bjóða upp á sérlega breiða og öfluga línu véla og gírkassa.
Meira
Volvo Trucks ýtir úr vör nýjum vörubílum sem eru sagðir þeir umhverfisvænustu og sparneytnustu sem fyrirfinnast. Um ræðir nýja kynslóð af vörubílum, Volvo FH og Volvo FM.
Meira
INNAN tíðar hefst sala á nýjum Toyota Hilux pallbíl hér á landi. Hilux kom fyrst á markað fyrir 38 árum. 1967 var árið, og Toyota, ekki síður en aðrir japanskir framleiðendur, átti á brattann að sækja í Evrópu.
Meira
LÉTTITÆKNI hefur fengið umboð fyrir Nissan-lyftara. Ingvar Helgason hf. var áður með umboðið en hafa þeir nú ákveðið að einbeita sér eingöngu að sölu bifreiða.
Meira
ÁÐUR en viðtalið um veginn norður hófst kom Gunnar M. Guðmundsson að olíugjaldsmálinu svonefnda, þegar veggjaldið var flutt inn í verð dísilolíunnar frá dælu, eins og tíðkast hefur áratugum saman með bensínið.
Meira
B&L hafa opnað nýtt atvinnubílaverkstæði á Fosshálsi 1, rétt handan götunnar við höfuðstöðvar fyrirtækisins. Þar er ráðgert að sinna allri þjónustu fyrir Renault-atvinnubíla og Irisbus. Um 400 Renault-bílar eru í notkun hér á landi og um 30 Irisbus.
Meira
Vélar og þjónusta er gamalt og rótgróið nafn sem á sér 30 ára sögu. Fyrir ári varð félagið gjaldþrota en kröfuhafar ákváðu að endurreisa fyrirtækið og þar með byggja upp öfluga starfsemi sem þjónustar landbúnað, bygginga- og jarðvinnuiðnað og flutningaiðnað.
Meira
ÞAÐ er hægt að auðvelda sér verkin á margvíslegan hátt. Sendibílstjórar eru ekki í léttustu störfunum á markaði en nú geta þeir létt sér vinnuna með nýjum tröpputrillum frá austuríska framleiðandanum Sano.
Meira
B&L kynna um þessar mundir tvær nýjar rútur frá Irisbus eða smárútuna Daily og Axer, 53 manna fólksflutningabíl. Báðar henta ferðaþjónustu á norðlægum slóðum vel, bæði með tilliti til hönnunar og búnaðar.
Meira
KRAFTVÉLAR hafa hafið samstarf við nýjan umboðsmann fyrir Komatsu í Færeyjum. Fyrirtækið heitir Alma p/f og er stærsta og öflugasta vélasölu- og þjónustufyrirtækið fyrir vertaka í Færeyjum. Alma p/f var stofnað árið 1992 og hjá því starfa 14 starfsmenn.
Meira
Á kynningarfundi um breytingu á Vesturlandsvegi sem haldinn var í Hlégarði 22. september notuðu menn tækifærið til að spyrja fulltrúa Vegagerðarinnar um yfirstandandi framkvæmdir við Vesturlandsveg.
Meira
Gunnar Pedersen, framkvæmdastjóri Atlas Copco Anlegg- og gruveteknik AS í Noregi, segir að á Íslandi sé greinilega mikill uppgangur og mjög mörg spennandi verkefni framundan. Fyrirtækið hafi af þeim sökum fylgst vel með því sem er að gerast á markaðnum hér.
Meira
Askja hefur hafið samstarf við þýska breytingafyrirtækið Iglhaut sem um tveggja áratuga skeið hefur breytt Mercedes-Benz-bílum fyrir aldrif. Jafnframt hefur fyrirtækið Enta, samstarfsaðili Iglhaut, hafið innflutning á notuðum Mercedes-Benz Iglhaut frá Þýskalandi.
Meira
EKKI öll fyrirtæki spiluðu með þegar Saddam Hussein nýtti sér Olíu fyrir mat-prógrammið. Danskur söluaðili jarðýtna vildi ekki koma nálægt því að eiga viðskipti við stjórn Saddams Hussein og afþakkaði viðskipti að upphæð 2,5 milljarðar ÍSK.
Meira
Bílar eru landfarartæki. Öryggi þeirra í umferðinni byggist á því sambandi sem þeir hafa við jörðina. Hvað tengir þá við jörðina? Jú, mikið rétt, dekkin.
Meira
Margs konar vagnar og tæki til hvers konar flutninga eru framleidd hjá Fliegl í Þýskalandi. Auk fjöldaframleiðslu sinnir fyrirtækið sérsmíði, m.a. fyrir íslenskan markað, eins og Jóhannes Tómasson komst að í heimsókn þangað.
Meira
Tvöföldun á 12,2 km kaflanum sem nú verður boðinn út skal vera að fullu lokið 1. júní 2008. Þá verður eftir að tvöfalda kaflann frá Straumsvík og inn í Hafnarfjörð.
Meira
Um nokkurra ára bil hafa ökuritar verið skyldubúnaður í bílum yfir vissum stærðarmörkum, eins konar sjálfritandi klukkur sem rita á þar til gerða pappaskífu nokkrar upplýsingar um ferðir viðkomandi bíls, hvenær honum var ekið og hve hratt, til dæmis.
Meira
"Stóri dagurinn er ákveðinn 15. október næstkomandi," sagði Hilmir Freyr Sigurðsson, tæknifræðingur og verkstjóri hjá Jarðvélum ehf. sem vinnur að breikkun Vesturlandsvegar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.
Meira
Sturlaugur Jónsson & Co er gamalt og gróið fyrirtæki hér á landi. Það var stofnað árið 1925 og starfaði mestmegnis á sviði þjónustu við sjávarútveginn framan af. En eins og Atli Viðar Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir, þá hafa runnið í gegnum þá Nivea-krem og stórar dísilvélar.
Meira
Þegar lýkur tvöföldun Vesturlandsvegar frá Holtsenda, austurenda Keldnaholts, að Skarhólatorgi á Sauðholtsmýri ofan við Blikastaði, kemur kílómetra langur vegarkafli að næsta hringtorgi, gjarnan kenndur við götuna Langatanga, sem enn er aðeins ein akrein í hvora átt.
Meira
Mikil þróun og sérhæfing er í framleiðslu á kössum fyrir kæli- og frystibíla. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri B&L atvinnubíla, segir að sérhæfingin á þessum markaði endurspegli hversu kröfuharður hann er.
Meira
B&L hefur tekið við umboðinu fyrir Zepro-vörulyftur á vöruflutningabíla. Lyfturnar henta öllum gerðum sendi- og vöruflutningabíla, en að sögn Bjarna Þ.
Meira
"FYRSTI skráningardagur" er nokkuð sem við sjáum iðulega þegar talað er um notaða bíla, eða þeir eru auglýstir með mánaðarnúmeri og ártali með skástriki á milli, t.d. 8/03, sem segir að bíllinn hafi komið í götuna í ágúst 2003.
Meira
KRAFTVÉLAR hafa nú afhent sína fyrstu Komatsu D61PX-15-jarðýtu sem er útbúin með RWF Bron-plóg. Það er verktakafyrirtækið ÞS Verktakar ehf. frá Egilsstöðum sem fékk vélina afhenta í byrjun október.
Meira
Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar, er einn þeirra sem eiga afkomu sína undir þjóðvegum landsins. Hann hefur gagnrýnt skort á viðhaldi og endurbótum á einni fjölförnustu ökuleið landsins, leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Meira
Karl Olsen er einn þeirra þriggja manna sem vinna við beitningu á línubátnum Öldunni HU 12 frá Skagaströnd. Kann Karl vel við beitninguna og beitir 7-9 bala á dag en alls eru 500 krókar í balanum.
Meira
Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is FISKSÖLUFYRIRTÆKIÐ Seafood Union opnaði skrifstofur sínar í Hlíðarsmára í Kópavogi í sumar en starfsemin hófst í ársbyrjun.
Meira
Aukið virði sjávarfangs hefur verið eitt helsta boðorð íslensks sjávarútvegs síðustu misseri. Og víst er að þar hefur gríðarmikið áunnist, stundum fyrir tilstilli tækninnar en stundum með dugnaði og þrautseigju.
Meira
ÍSLENDINGAR ítrekuðu mótmæli við sóknarstýringu við rækjuveiðar á Flæmingjagrunni á ársfundi Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar, NAFO, sem haldinn var í Tallinn í Eistlandi dagana 19.-23. september sl.
Meira
Morgunblaðið brá sér í línuróður með Hrólfi Einarssyni ÍS 255 frá Bolungarvík fyrir skömmu í Ísafjarðardjúpi. Ólafur Jens Daðason sagði Kristni Benediktssyni að menn væru að byggja Bolungarvík upp á ný.
Meira
Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is ÁRLEGA er um 8.500 tonnum af rækju landað fram hjá kvóta á Grænlandi og hefur kvótasvindlið viðgengist í mörg ár.
Meira
HOKINHALAKVÓTI Nýsjálendinga verður 101 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2005/2006 sem hófst hinn 1. október og er kvótinn óbreyttur á milli ára. Fréttavefurinn IntraFish greinir frá þessu.
Meira
ÞAÐ er fátt eins heimilislegt og ýsubollur og sumir ættu erfitt með að ímynda sér tilveruna ef þær væru ekki reglulega á borðum. Flest þekkjum við ýsubollurnar svona eins og mamma gerði þær en tilbreytingin er af hinu góða.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.