París. AP, AFP. | Mikill og vaxandi viðbúnaður er í Evrópu vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs en veiran hefur fundist í fugli í að minnsta kosti einu þorpi í Tyrklandi og tveimur í Rúmeníu.
Meira
AVION Group, sem á meðal annars Eimskip og Air Atlanta, er í öðru sæti á nýjum lista yfir 500 framsæknustu fyrirtæki í Evrópu árið 2005. Listinn er tekinn saman af Europe's Entrepreneurs for Growth og hefur verið birtur frá árinu 1995.
Meira
Naltsík. AFP. | Rússneskar sérsveitir réðust í gær inn í þrjár byggingar, sem voru á valdi tétsenskra uppreisnarmanna í bænum Naltsík í sunnanverðu Rússlandi, og bundu enda á árás sem kostaði um það bil hundrað manns lífið.
Meira
ÓSK barst frá fulltrúum olíufélaganna í gær um að hitta fulltrúa Reykjavíkurborgar eftir helgina, að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., lögmanns Reykjavíkurborgar, í málinu.
Meira
BOGI Nilsson ríkissaksóknari sendi Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra eftirfarandi bréf fimmtudaginn 13. október sl.: "Að beiðni ríkislögreglustjóra á fundi með mér þann 11. þ.m. í tilefni af dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ummæli Davíðs Oddssonar í setningarræðu hans á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vart svaraverð, þau segi meira um þann sem þau mæli en þann sem rætt er um.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BOGI Nilsson ríkissaksóknari sagði sig í gær frá athugun á því hvort tilefni væri til að höfða mál á grundvelli þeirra gagna sem liggja að baki þeim 32 liðum ákærunnar í Baugsmálinu sem vísað var frá dómi.
Meira
OLÍUFÉLÖGIN hafa undanfarna daga lækkað verð á eldsneyti, og komst um miðjan dag í gær lægst í 108,70 kr. fyrir lítra af 95 oktana bensíni og 107,10 kr.
Meira
ALLT tiltækt slökkvilið var kallað út að kjallaraíbúð við Skúlagötu í Reykjavík um níuleytið í gærkvöldi, en mikinn reyk lagði frá íbúðinni auk þess sem sprengingar höfðu heyrst.
Meira
Fiðla og píanó | Tónleikar verða í Tónlistarhúsinu Laugarborg á morgun, 16. október, kl. 15. Þar koma fram Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Gerrit Schuil og flytja m.a. Kreutzer-sónötu Beethovens og Offerto eftir Hafliða...
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Tugir atburða skráðir á síðustu hundrað árum Samkvæmt skýrslu Náttúrustofu Norðurlands vestra eru skráðar heimildir um tugi tilvika um jarðsig á þjóðveginum um Almenninga frá árinu 1916, síðast sumarið 2004.
Meira
STJÓRN Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi samþykkti í lok ágústmánaðar að hækka gjaldskrá fyrir dagvistun og útseldan mat um 12%. Hækkunin er í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs, en gjaldskráin hefur verið óbreytt frá því í september 2001.
Meira
Hornafjörður | Á þessu ári hafa verið nokkrar byggingaframkvæmdir í Hornafirði, segir á vef sveitarfélagsins. Lokið var við byggingu íbúðarhúsa á Hvalnesi og Bæ í Lóni og byrjað á byggingu íbúðarhúss í Firði í Lóni.
Meira
TALSVERT hefur verið hringt í Nordica hótel til að spyrjast fyrir um auglýsta námstefnu þar 22. nóvember án þess þó að hótelstarfsmenn kannist nokkuð við málið.
Meira
AKUREYRINGURINN Hafþór Hauksson var kjörinn herra Norðurland 2005 í Sjallanum um síðustu helgi. Jónas Freyr Guðbrandsson hafnaði í öðru sæti og Gestur Örn Arason í því þriðja. Alls tóku 9 herramenn þátt í keppninni að þessu sinni.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HLUTFALL kvenna í stjórnum fyrirtækja hér á landi er talsvert lægra en í Noregi og Svíþjóð og undir meðaltali Norðurlandanna.
Meira
Linz. AP. | Austurrískur hóteleigandi hefur ákveðið, að frá og með næsta vori verði börnum yngri en 12 ára bannað að koma inn fyrir dyr á hótelinu. Segir hann, að þau séu til ama fyrir fullorðið fólk.
Meira
Bagdad. AFP, AP. | Írakar bjuggu sig í gær undir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að nýrri stjórnarskrá og yfirvöld juku öryggisviðbúnaðinn til að reyna að afstýra árásum uppreisnarmanna sem vilja koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna.
Meira
Bagdad. AP, AFP. | Miklar öryggisráðstafanir eru í Írak vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar í dag um nýja stjórnarskrá fyrir landið. Sjítar og Kúrdar hvetja landsmenn til að segja já við nýju stjórnarskránni en afstaða súnníta til hennar er mjög blendin.
Meira
Muzaffarabad. AFP. | Leit að fólki í húsarústunum í Pakistan eftir jarðskjálftann fyrir viku var hætt að mestu í gær og björgunarsveitir einbeittu sér að því að koma hjálpargögnum til afskekktra fjallaþorpa.
Meira
HRAFN Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, hóf taflmaraþon sitt til styrktar grænlenskum börnum í Kringlunni í gærmorgun og var fyrsti mótherjinn Halldór Blöndal.
Meira
MARÍA Kristín Gylfadóttir, 34 ára stjórnmálafræðingur, býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. María starfar sem verkefnisstjóri á Landsskrifstofu Leonardó starfsmenntaáætlunar ESB.
Meira
Mótmæla mismunun | Félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri samþykkti á fimmtudagskvöld ályktun þar sem fagnað er að innan tíðar verður nýr leikskóli, Hólmasól, tekinn í notkun og óskar þeim sem þar munu nema og starfa alls hins besta.
Meira
Stokkeyri | Mikið var um dýrðir í tónleikasal Lista- og menningarverstöðvarinnar Hólmarastar á Stokkseyri 12. október sl. Þá voru 112 ár frá fæðingu tónskáldsins Páls Ísólfssonar á Stokkseyri og var haldið upp á afmæli Páls í fimmta sinn á þessum stað.
Meira
Maxwell Ditta, Pakistani búsettur hér á landi, segir í samtali við Hjálmar Jónsson að menntun sé það sem börn í Pakistan þarfnist til að brjótast út úr fátækt.
Meira
REIKNAÐ er með að Tanngarður, húsnæði Háskóla Íslands þar sem m.a. tannlæknadeild skólans hefur aðsetur, verði rifinn til að rýma fyrir uppbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is HJÚKRUNARHEIMILIÐ Eir ætlar að leggja um 2 milljarða króna til uppbyggingar á öryggisíbúðum, þjónustumiðstöð og annarri uppbyggingu fyrir eldri borgara á Álftanesi.
Meira
RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hefst að nýju í dag eftir tveggja ára hlé og er búist við því að margir muni nýta sér tækifærið og halda á veiðar. Tímabilið í ár stendur til 30. nóvember nk.
Meira
Þingeyjarsveit | Hafin er söfnun að frumkvæði félaga í Þingeyskum sagnagarði fyrir flygli í Þorgeirskirkju. Áætlaður kostnaður er 1,5 milljónir króna.
Meira
Sameiningarviðræður | Bæjarráð Siglufjarðar og Ólafsfjarðar funduðu með Árna Magnússyni félagsmálaráðherra í vikunni vegna fyrirhugaðra viðræðna um sameiningu þessara sveitarfélaga. Á vef Siglufjarðarkaupstaðar kemur fram að á fundinum hafi m.a.
Meira
Suðurnes | Undirbúningur fyrir menningardag í kirkjum á Suðurnesjum er nú í fullum gangi, en dagskráin mun hefjast í Kálfatjarnarkirkju kl. 10 sunnudaginn 23. okt. nk. og fer svo úr einni kirkjunni í aðra og er hver kirkja með sína dagskrá.
Meira
BRESKUR táningur er nú kominn í meðferð vegna sjúklegrar sms-áráttu en sálfræðingar og aðrir ráðgjafar búast við, að slíkum málum muni fjölga mjög á næstunni.
Meira
ÚTGJÖLD ríkissjóðs vegna sóknargjalda verða alls nærri 2,4 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Munu útgjöldin aukast um 45% á tímabilinu 1996-2000 á föstu verðlagi miðað við vísitölu neysluverðs.
Meira
Í TENGSLUM við árveknisátak um brjóstakrabbamein í október selja Aveda-búðin í Kringlunni og hárgreiðslustofan Unik á Laugavegi í Reykjavík handáburð frá Aveda í sérstökum umbúðum til að gefa viðskiptavinum kost á að styðja baráttuna gegn þessum...
Meira
LÁRUS Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur fengið leyfi frá störfum til að taka við störfum hjá tollstjóranum í Reykjavík. Hann fór fram á leyfið með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna.
Meira
BORGARMINJAVÖRÐUR upplýsti á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í vikunni að á næstunni verði sett upp skilti við Grímsstaðavör við Ægisíðu sem segi sögu svæðisins og grásleppuskúranna sem þar standa.
Meira
SAKSÓKNARINN sem settur verður til að fjalla um hvort ástæða sé til að höfða mál á grundvelli þeirra gagna sem liggja að baki ákæruliðunum 32 í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði frá, verður að uppfylla sömu skilyrði og ríkissaksóknari og þar með...
Meira
UM 2.000 danskir múslímar söfnuðust saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í gær til að mótmæla því að danska dagblaðið Jyllands-Posten birti teikningar af Múhameð spámanni.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HLÝINDI undanfarinna ára hafa valdið því að á Herðubreið hafa verið að koma undan snjó tjaldleifar sem eignaðar eru danska landmælingamanninum A.F. Hansen, sem þar dvaldi við landmælingar síðla sumars árið...
Meira
Mývatnssveit | Smám saman en þó hratt og örugglega hverfa ummerki Kísiliðjunnar af ásýnd Mývatnssveitar. Verksmiðjan er horfin og eftir eru aðeins lágreist vöruskemman og skrifstofubygging. Það eru starfsmenn Hringrásar sem hér eru að störfum.
Meira
Ég komst að því fyrir stuttu að það sem ég hafði talið sjálfsagðan hlut var alls ekki svo. Ég hélt t.d. að það væri alveg sjálfgefið að börn í 1. og 2. bekk fengju tónmennta- og blokkflautukennslu.
Meira
Tri Colore Musica var vel fagnað að loknum tónleikum í Ketilhúsinu á Akureyri á fimmtudagskvöld. Í tríóinu eru þau Björg Þórhallsdóttir, sópran, Þórhildur Björnsdóttir, píanó og Hjörleifur Valsson, fiðla.
Meira
RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum á landsfundi flokksins í nær þrjá tíma í gær. Fram kom í máli Geirs H. Haarde utanríkisráðherra að viðræðum um framtíð varnarsamningsins yrði haldið áfram í Bandaríkjunum í næstu viku. Þá kom m.a.
Meira
VIÐRÆÐUR um framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn halda áfram í Bandaríkjunum í næstu viku, að því er fram kom í máli Geirs H. Haarde utanríkisráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu þar fyrir svörum.
Meira
STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur alþingismenn til að afgreiða fjárlagafrumvarp með enn meiri afgangi en frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir.
Meira
Gulu. Los Angeles Times. | Olanya Kasimiro hélt að hann myndi aldrei sleppa frá Andspyrnuher Drottins þegar uppreisnarmenn rændu honum í norðurhluta Úganda árið 1997 og neyddu hann til að ganga í hreyfinguna. Hann var þá aðeins tíu ára.
Meira
HRINGVEGINUM var lokað í gærkvöldi um Hvalnes og Þvottárskriður nærri Höfn í Hornafirði og verður kannað hvort hægt verði að opna hann aftur í dag.
Meira
FYRRVERANDI stjórnarformaður Íslenska fjölmiðlafélagsins hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 14,3 milljónir í sekt vegna vangoldinna skatta á árunum 1998-1999.
Meira
NEFND um úrbætur í húsnæðismálum Fimleikafélags Akureyrar hefur skilað skýrslu til bæjaryfirvalda. Þar kemur m.a. fram það samdóma álit nefndarinnar að úrbætur í húsnæðismálum félagsins séu afar brýnar.
Meira
Örn ráðinn sparisjóðsstjóri | Örn Arnar Óskarsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga. Hann tekur við starfinu af Jóni Björnssyni, sem hefur störf sem framkvæmdastjóri Lífsvals ehf. um áramótin.
Meira
Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur með bréfi til dómsmálaráðherra sagt sig frá athugun á gögnum, sem tengjast þeim 32 liðum Baugsmálsins, sem Hæstiréttur vísaði frá dómi á dögunum.
Meira
Ákvörðun Samkeppnisstofnunar um að ganga eigi til samninga við sjálfstætt starfandi klíníska sálfræðinga um greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúkratryggðra við sálfræðimeðferð, sem ekki felur í sér lyfjagjöf, er tímabær.
Meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skýtur föstum skotum í upphafsgrein tímaritsins Þjóðmála, sem hóf göngu sína í vikunni. Stjórnmálamenn myndu aldrei voga sér að beita fjölmiðlum á sama veg og kaupsýslumennirnir í Baugi gera," skrifar Björn.
Meira
Auðvitað ber að fara varlega með stóryrði, ekki síst þegar íslensk bókaútgáfa er annars vegar en þegar jafnglæsilegt verk og ný bók um Jóhannes Kjarval, sem kom út í gær, er handleikin eiga stór orð við - Kjarvalsbók er tvímælalaust stórvirki í íslensku...
Meira
Breski tónlistarmaðurinn James Blunt státaði sig af því í viðtali á dögunum að vera afkomandi Gorms gamla, sem var konungur í Danmörku á tíundu öld.
Meira
Eiginmaður leikkonunnar Tori Spelling , sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 , sótti um lögskilnað í gær. Parið var gift í rétt rúmt ár en ákvað að skilja í síðasta mánuði.
Meira
Madonna hefur bannað börnunum sínum tveim að horfa á sjónvarpið og borða ruslfæði. Hún viðurkennir að vera ströng mamma og segist fylgja því fast eftir að krakkarnir, Lourdes , 9 ára, og Rocco, 5 ára, fylgi ströngum reglum.
Meira
Sjónvarpið endursýnir nú nýlega þætti um sáfræðinginn Frasier Crane. Áhorfendur geta fylgst með uppátækjum Frasiers, Niles, Daphne, Roz, Martins og Eddie og haft gaman...
Meira
GUÐRÚN Nielsen opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls í dag. Guðrún sýnir skúlptúr og teikningar, verk sem hún hefur unnið á vinnustofu sinni í Gufunesi og ekki sýnt áður.
Meira
Kjarvalsstaðir | Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Vátryggingafélags Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Samningurinn er tilkominn vegna umfangsmikillar sýningar Listasafns Reykjavíkur á verkum Kjarvals sem fengið hefur heitið Jóhannes S.
Meira
Í DAG hefst í fjórða sinn á Rás 1 spurningaleikurinn Orð skulu standa . Umsjónarmaður þáttarins er sem fyrr Karl Th. Birgisson en sér til fulltingis hefur hann liðsstjórana Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttur.
Meira
SALKA Valka eftir Halldór Laxness í leikgerð Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Ilmur Kristjánsdóttir leikur Sölku Völku og Halldóra Geirharðsdóttir móður hennar Sigurlínu.
Meira
VEGLEG rússnesk menningarhátíð verður í Kópavogsbæ dagana 15. til 23. október. Viðburðir verða vítt og breitt: í Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni Kópavogs, Smáralind, Kópavogskirkju og Alþjóðahúsinu.
Meira
Undirgrund er fjórða plata Pósthússins í Tuva. Sveitina skipa Gunnar Einar Steingrímsson (slagverk, jarðlúður (didgeridoo), söngur, gítar), Hjörtur Guðnason (wasserfiedel, hjartans hörpu strengir), Hlynur Þorsteinsson (söngur og önnur hljóðfæri).
Meira
"KÓRINN syngur næstum allan tímann, er að í rúman klukkutíma. Það er nýtt fyrir okkur að flytja svona stórt verk, en það er ógurlega gaman," segir stjórnandi Dómkórsins, Marteinn H.
Meira
Stöð 2 sýnir í kvöld gamanþátt í þáttaröðinni Stelpurnar. Margar litríkar persónur koma þar við sögu og má meðal annars nefna blammeringakonuna, bresku fjölskylduna, Hemma hóru, ofurkonuna og hótelsöngkonuna auk þess sem boðið er upp á hryllingsfréttir.
Meira
ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Þar mun hljómsveitin Jeff Who? halda útgáfutónleika auk þess sem boðið verður upp á söngskemmtun fyrr um kvöldið.
Meira
Hitchcock: Leigjandinn (The Lodger, 1927). Upprunaleg tónlist eftir Ivor Montagu í endurgerð Ashleys Irwin frá 1999. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Franks Strobel. Miðvikudaginn 12. október kl. 19:30.
Meira
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, AKR, er nýlokið, hún vakti verðskuldaða athygli og hlaut góða aðsókn og má mikið vera ef hún hefur ekki fest sig í sessi sem árlegur viðburður.
Meira
ÞORBJÖRG Þorvaldsdóttir og Karen Ósk Sigurðardóttir opna sýningar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag klukkan 15. Á sýningu Þorbjargar eru ný verk sem líta má á sem nokkurs konar sjálfsmyndir.
Meira
ÞORSTEINN Helgason opnar málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg í dag kl. 15. Sýninguna nefnir listamaðurinn Litvörp. Boðið verður upp á léttar veitingar og jazzsveiflu. Þorsteinn er fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1958.
Meira
Frá Kristjönu Unni Valdimarsdóttur: "-AMMA, ég róla, segir dótturdóttirin og lítur upp til mín með tilhlökkun í augunum. -Nei, væna mína þú mátt ekki róla þarna. -Amma, ég róla, endurtekur hún og lítur upp á mig spurnaraugum. -Nei, elskan mín, þetta er leikskóli þú mátt ekki róla þarna."
Meira
Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, Inga María Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir gera athugasemdir við umfjöllun Stöðvar 2 um bæklinginn Upplýsingarit um fóstureyðingar sem þær eru höfundar að: "Einhliða umræða um fóstureyðingar er til þess fallin að ýta undir skömm og auka á vanlíðan kvenna og auka enn á fordóma í samfélaginu."
Meira
Frá Páli Gíslasyni: "FYRIR 20 árum voru íþróttir fyrir aldraða að komast á dagskrá. Aukin hreyfing og efling líkamans, sálarlega nauðsynlegri en meðul."
Meira
Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um vexti: "Okurvextir vegna vanskila og yfirdráttarlána hafa oft sett skuldug heimili og fyrirtæki í óleysanlegan vítahring..."
Meira
Frá Ásthildi Ólafsdóttur: "FYRIR nokkru var í fréttum sagt frá þrengslum á Sólvangi, öldrunarheimili í Hafnarfirði. Ég þurfti ekki fréttir í sjónvarpi til að vita af þrengslunum. Þau hafa verið þar lengi. En hvers vegna?"
Meira
Eftir Sólveigu Pétursdóttur: "Með hliðsjón af því að þingræðisreglan er ekki síst stjórnskipunarlegt og réttarsögulegt viðfangsefni er það eðlilegt að fela lögfræðingi að hafa á hendi meginritun verksins."
Meira
Einmana fugl á Bakkatjörn ÉG bý í Vesturbænum og fer oft út að Bakkatjörn á Seltjarnarnesi að gefa fuglunum. Í sumar verptu þar álftahjón og komu upp 5 ungum. Það birtist að ég held mynd af þeim í Morgunblaðinu.
Meira
Bragi Ólafsson Thoroddsen fæddist í Vatnsdal við Patreksfjörð 20. júní 1917. Hann andaðist í Heilbrigðisstofnuninni Patreksfirði 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson Thoroddsen bóndi og útgerðarmaður í Vatnsdal, f. 4.
MeiraKaupa minningabók
Fregn Björgvinsdóttir fæddist á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu 15. október 1934. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Bústaðakirkju 18. apríl.
MeiraKaupa minningabók
Halldór Jónsson bóndi frá Mannskaðahóli fæddist á Mannskaðahóli á Höfðaströnd 10. ágúst 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 1. október síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Breiðfjörð Helgason fæddist að Kveingrjóti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 18. október 1914. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 8. október síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Karvel Ögmundsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Njarðvíkum, fæddist á Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi 30. september 1903. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, 30. september síðastliðinn og var kveðjuathöfn um hann í Ytri-Njarðvíkurkirkju í...
MeiraKaupa minningabók
María Pálmadóttir fæddist árið 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. september síðastliðinn og var jarðsungin hinn 14. september - í kyrrþey að eigin ósk.
MeiraKaupa minningabók
Unnar Jónsson fæddist í Neskaupstað 7. mars 1957. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 6. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilborg Sigurjónsdóttir, f. 25. júní 1921, d. 13. ágúst 1997, og Jón Pálsson, f. 20. desember 1919, d. 27. október 2003.
MeiraKaupa minningabók
Valgerður Sveinsdóttir fæddist á Grjótá í Fljótshlíð 18. apríl 1921. Hún lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 4. október síðastliðinn. Foreldar hennar voru Sveinn Teitsson, f. 23. ágúst 1879, d. 28.
MeiraKaupa minningabók
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segist ekki vera tilbúinn til þess að færa línuívilnunina út, það er að beitningavélabátar og bátar sem beita með trekt úti á sjó, geti líka fengið línuívilnun.
Meira
AVION Group, sem á meðal annars Eimskip og Air Atlanta, er í öðru sæti á nýjum lista yfir framsæknustu fyrirtæki í Evrópu árið 2005. Listinn heitir Europe's 500 og er tekinn saman af Europe's Entrepreneurs for Growth og hefur verið birtur frá árinu...
Meira
Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is TVEIR hópar hluthafa fara nú með ríflega 60% eignarhlut í Icelandic Group, eftir viðskipti með bréf félagsins í gær. Ekki mun þó skapast yfirtökuskylda á öðrum hlutum í félaginu.
Meira
Freyr Franksson og Darri Mikaelsson eru miklir útivistarjaxlar. Í maí fóru þeir í hjólaferð um Nepal og Tíbet þar sem þeir komu m.a. við í grunnbúðum Everestfjalls. Ingveldur Geirsdóttir hitti þá pilta til að ræða þessa óvenjulegu hálendishjólaferð.
Meira
Rue Mouffetard heitir matargata mikil í París. Þar á Hemingway alltaf að hafa keypt sér ost og þangað fara Parísarbúar út að borða og á markað. Gatan er í Latínuhverfinu og um hana er nýlega fjallað á vef Aftenposten .
Meira
Í Noregi var nýlega kynnt til sögunnar vefslóðin www.skifaktor.no sem á að þjóna Norðmönnum, Svíum og Dönum þeim sem áhuga hafa á ódýrum skíðaferðum.
Meira
Nokkuð hefur verið um að fólk viti ekki að það þurfi tölvulesanleg vegabréf til þess að komast til Bandaríkjanna og hafi því ekki komist lengra en að innritunarborði í Leifsstöð.
Meira
Viagra getur leitt til blindu, að því er m.a. kemur fram á vef Aftenposten . Í Bandaríkjunum er talið að 38 manns hafi misst sjónina eftir að hafa notað Viagra.
Meira
AÐALFUNDUR Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn 19. október nk. Hann er opinn öllum félagsmönnum og hefst kl. 16 í Tónlistarstofu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Meira
Sveit Guðlaugs Bessasonar vann hraðsveitakeppnina í Hafnarfirði Mánudaginn 10. október var spiluð síðasta umferðin af þremur í hraðsveitakeppni félagsins.
Meira
Fyrir skömmu voru Bill og Phyllis Johanneson í sinni þriðju heimsókn á Íslandi en faðir hans fæddist hér á landi fyrir 113 árum. Steinþór Guðbjartsson tók þau tali á Seltjarnarnesi.
Meira
Sigurður Ingvi Snorrason er fæddur í Reykjavík árið 1950. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla og hélt þaðan 1967 í Tónlistarháskólann í Vín, þar sem hann lauk prófi í klarinettuleik árið 1971.
Meira
Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju ÞAÐ er orðin föst hefð í Hafnarfjarðarkirkju að halda fjölskylduhátíð einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Eru þær fjölsóttar enda koma þar saman börn og fullorðnir úr öllum þáttum safnaðarstarfsins.
Meira
Það er alkunna að ýmsum orðatiltækjum og föstum orðasamböndum getur slegið saman, einkum ef merking þeirra er svipuð, og þannig breytist búningurinn.
Meira
Víkverji er að fríka út á valinu. Það er ekki tekið út með sældinni að búa í neysluþjóðfélagi. Hvar sem Víkverji kemur standa honum endalausir möguleikar til boða.
Meira
ENSKU meistararnir frá Chelsea taka á móti Bolton á Stamford Bridge í dag. Chelsea verður örugglega án írska landsliðsmannsins Damien Duff, sem meiddist í leik gegn Kýpur á dögunum, en Duff fór í aðgerð á hné og verður frá í fjórar vikur.
Meira
Áskell Þór Gíslason, eða Ási eins og hann er jafnan kallaður, er mikill aðdáandi Tottenham. Hann átti og rak Toppmenn og Sport á Akureyri og er jafnan kenndur við þá verslun þó svo hann hafi selt hana og sé sestur á skólabekk.
Meira
RYAN Giggs er staðráðinn í að vinna aftur sæti sitt sem fastamaður í Manchester United en Giggs hefur mátt sætta sig við að verma varamannabekkinn helst til of mikið að eigin mati í upphafi leiktíðarinnar.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka mæta ítalska liðinu Torggler Meran í 3. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á Ásvöllum klukkan 17 á morgun, sunnudag.
Meira
HEIÐAR Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik karla, gerði sér lítið fyrir og sigraði á einu af þremur úrtökumótum Telia Tour mótaraðarinnar í Svíþjóð í gær en Heiðar lauk leik á 6 höggum undir pari vallar en hann lék á 70 höggum þrjá daga í röð eða...
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Keflavíkinga í körfuknattleik karla hafa losað sig við Bandaríkjamanninn Jason Kalsow og hafa þess í stað gert samning við landa hans, Adrian Henning.
Meira
ALEXANDER Hleb, hvít-rússneski knattspyrnumaðurinn sem Arsenal fékk til liðs við sig í sumar, þarf að fara í aðgerð á hné og verður frá keppni næstu tvo mánuðina.
Meira
SPÆNSKI framherjinn Fernando Morientes, sem hefur verið meiddur, verður í fyrsta sinn í síðustu sex leikjum í liði Liverpool sem leikur á heimavelli gegn Blackburn.
Meira
ÍSLAND verður í 5. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM í knattspyrnu en UEFA gaf í gær út staðfesta skiptingu á styrkleikaflokkunum þar sem árangur í síðustu tveimur undankeppnum telja. 1.
Meira
ÍVAR Ingimarsson, leikmaður enska 1. deildarliðsins Reading, segir í viðtali við Reading Evening Post að hann sé tilbúinn að skrifa undir samning við félagið á ný og vera í herbúðum liðsins á bestu árum sínum sem knattspyrnumaður.
Meira
PAUL Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, hefur verið valinn knattspyrnustjóri septembermánaðar í úrvalsdeildinni og Danny Murphy, leikmaður Charlton, var valinn leikmaður mánaðarins.
Meira
ROY Keane, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki leika fleiri leiki með írska landsliðinu, en Írar komust ekki í úrslit heimsmeistaramótsins.
Meira
* KVENNALIÐ Fram í handknattleik hefur fengið liðsstyrk en Annett Köbli, 28 ára gömul rétthent skytta frá Ungverjalandi, mun leika með Fram-liðinu það sem eftir er vetrar.
Meira
ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er í vanda staddur að velja byrjunarlið sitt sem mætir WBA á útivelli í dag. Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Arsenal.
Meira
EVERTON mætir með bakið upp við vegginn á White Hart Lane í dag er liðið leikur gegn Tottenham en Everton er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 3 stig.
Meira
Í GÆR dregið um hvaða þjóðir mætast í umspili um sæti í lokakeppni HM í í knattspyrnu í Þýskalandi á næsta ári. Spánverjar mæta Slóvökum, Svisslendingar leika við Tyrki og Norðmenn og Tékkar eigast við.
Meira
* NÍGERÍUMAÐURINN Jay-Jay Okocha verður ekki með Bolton þegar liðið sækir Englandsmeistara Chelsea heim á Stamford Bridge í dag. Okocha er ekki búinn að jafna sig á nárameiðslum sem hann hlaut í leik Bolton gegn Wigan fyrir hálfum mánuði.
Meira
* NÝLIÐAR West Ham eiga erfitt verk fyrir höndum gegn Manchester City á sunnudaginn en leikurinn fer fram á Manchester Stadium . Roy Carroll markvörður West Ham verður með en hann gat ekki leikið með Norður-Írum vegna meiðsla á fingri.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen vonast til að fá tækifæri með Englandsmeisturum Chelsea gegn gömlu félögum sínum í Bolton á Stamford Bridge í dag. Eið klæjar í fingurna að komast út á völlinn og sýna sig og sanna en hann hefur ekkert leikið síðan 24.
Meira
JOSE Antonio Reyes, spænski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, er bjartsýnn á að lið hans, Arsenal, geti fylgt Chelsea eftir í vetur og veitt Eiði Smára Guðjohnsen og félögum harða keppni um enska meistaratitilinn.
Meira
HANDKNATTLEIKUR HK - Þór A. 32:26 Íslandsmót karla, DHL-deildin: Mörk HK: Valdimar Þórsson 13/9, Brynjar Freyr Valsteinsson 7, Vilhelm Gauti Sigurðsson 6, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Elías Már Halldórsson 2, Gunnar Jónsson 1.
Meira
VÍKINGAR hafa gert tveggja ára samning við serbneska varnarmanninn Milos Glogovac sem lék með liðinu í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Víkingar voru sérlega ánægðir með framlag hans en Glogovac var valinn í úrvalslið 1.
Meira
* WIGAN hefur komið verulega á óvart í deildinni í vetur og getur Paul Jewell knattspyrnustjóri liðsins í fyrsta sinn valið 11 manna byrjunarlið án þess að vera með leikmenn í meiðslum eða leikbanni.
Meira
Gestur: Þjónn, hvað geturðu boðið mér upp á í dag? Þjónninn: Í dag er ég með reykta tungu, steikta lifur, nýru í kássu og grísalappir. Gestur: Mig langar bara að fá eitthvað að borða, ég var ekki að spyrja um heilsufar...
Meira
Tryggvi: Veistu hvar fílar fela sig? Ásta: Já, á bak við sólgleraugu. Tryggvi: Hefur þú einhvern tímann séð fíl með sólgleraugu? Ásta: Nei, þetta virkar svo svakalega vel. Hvernig veistu að það er fíll í ísskápnum þínum? Það er fótspor í smjörinu.
Meira
Flær geta hoppað alveg ótrúlega hátt og langt miðað við stærð. Þær geta hoppað 30 sentímetra í lengdina og 20 sentímetra upp í loftið. Ef við gætum hoppað eins og flær gætum við hoppað yfir fjögurra hæða hús með léttum...
Meira
Hæ hæ, við heitum Þórhildur og Anna og erum í 6.S og 6.E í Hafnarskóla á Hornafirði. Það er skemmtilegt að vera í skólanum okkar því það eru svo skemmtilegir krakkar í honum og skemmtilegir og góðir kennarar.
Meira
Sjúklingur: "Læknir, læknir. Mér líður svo einkennilega. Mér finnst alltaf eins og ég sé hundur." Læknir: "Og hvað hefur þér liðið svona lengi?" Sjúklingur: "Alveg síðan ég var hvolpur.
Meira
Fyrri hluti: Eitt sumar voru þrjár stelpur sem hétu Nanda, Hally og Kaja. Þær voru 11 ára og voru bestu vinkonur í heimi og höfðu verið það síðan þær voru 2ja. Þær áttu heima í bæ sem hét Luluana á Hawaii.
Meira
Við heimsóttum skátafélagið Kópa í Kópavogi og þar voru tvær hressar ylfingasveitir að funda, Hjarðúlfar og Sléttuúlfar. Það eru yfir 200 krakkar sem heimsækja skátaheimilið á viku og því alltaf mikið líf og fjör í Kópavogsdalnum.
Meira
Ég fór á myndina Valiant sem er sýnd í Sam-bíóunum. Myndin er um dúfu sem langar að verða bréfdúfa. Dúfan heitir Valiant og fór hann í herskóla til að verða bréfdúfa.
Meira
Halló! Ég heiti Ariela Greenberg-Nilsen. Ég er frá Bandaríkjunum og er að koma með fjölskyldu minni í sumarfrí næsta sumar. Ég er 10 ára og mig langar til að eignast pennavin áður en ég kem til Íslands. Ég get því miður bara lesið og skrifað ensku.
Meira
Þetta dulmál er mjög vinsælt í skátunum. Það lítur kannski út fyrir að vera svolítið snúið í fyrstu en um leið og þið komið auga á lausnina er einfalt að leysa það. Gangi ykkur vel. Lausn...
Meira
Hér eru nokkrir hnútar sem getur verið gott að kunna. Svo er líka bara gaman að kunna fullt af hnútum. Ef það gengur illa að skilja hvernig skal hnýta hnútana út frá myndunum getið þið beðið einhvern fullorðinn um að hjálpa ykkur. Gangi ykkur...
Meira
Hann Sölvi skátaforingi sendi skátaflokkinn sinn í ratleik. Skátarnir sjö áttu að finna dularfulla fjársjóðskistu sem reyndist þeim örlítið erfitt. En getur þú nokkuð fundið alla skátana í skátaflokknum hans...
Meira
Í þessari viku þurfið þið að finna út hvað krakkarnir á myndinni heita. Þegar þið hafið fundið út fyrsta stafinn í nafni hvers og eins þeirra hafið þið fundið lausnarorðið. Lausnina skrifið þið svo á miða og sendið okkur fyrir 22. október.
Meira
Alexander Gregory Michaelsson, 8 ára, er mikill listamaður og teiknaði þennan ógurlega þríhöfða dreka. Úff, maður verður næstum því hræddur við það eitt að horfa á...
Meira
Krakkar! Við tökum enn á móti sögum í ævintýralegu smásögukeppnina. Við leitum að skemmtilegum ævintýrum eftir hressa krakka. Höfundar sex bestu ævintýranna fá í verðlaun gjafabréf fyrir tvo og geisladisk.
Meira
Í gryfju Ráðhúss Reykjavíkur geta borgarbúar fram til sunnudags borið augum sýnishorn af áhrifum norskrar byggingarlistar á íslenska húsagerðarlist á næstliðnum öldum. Hér er fjalla um sýninguna.
Meira
Þýski leikhúsfræðingurinn og Wagnersérfræðingurinn Oswald Georg Bauer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Wagnerhátíðarinnar í Bayreuth, heldur fyrirlestra á 10 ára afmæli Wagnerfélagsins á Íslandi. Hér er rætt við Bauer og Selmu Guðmundsdóttur, formann Wagnerfélagsins á Íslandi.
Meira
#1 Einu sinni sem oftar fór ég til tannlæknisins. Hann tók í hönd mína og leiddi mig uppað stólnum, bauð mér að leggjast og opna munninn sem ég og gerði.
Meira
Hershöfðinginn Janis Karpinski var yfirmaður í hinu þekkta Abu Ghraib-fangelsi í Írak þegar hneykslismál varðandi illa meðferð á föngum komst í hámæli.
Meira
Breski popparinn Robbie Williams hefur selt Paramount Pictures sýningarréttinn að ævisögu sinni. Kvikmyndaverið hefur keypt tvö handrit sem Robbie skrifaði á meðan hann dvaldi í afvötnun í Los Angeles.
Meira
Nóvember hefur lengi verið mikilvægur útgáfumánuður í Bandaríkjunum. Þá koma út plötur sem vænlegar eru til mikilla vinsælda en sjaldgæft er að upprennandi listamenn hætti sér í þá úlfagryfju sem mánuðurinn er.
Meira
Á þeim 80 árum sem Lesbókin hefur verið gefin út hefur orðið gerbreyting á íslensku menningarsamfélagi. Á síðustu 35 árum, en það eru einmitt árin frá því að Listahátíð í Reykjavík var stofnuð, hafa breytingarnar orðið hvað mestar.
Meira
Ég veit ekki alveg af hverju ég er að tjá mig um fjölmiðla á opinberum vettvangi. Eða bara yfir höfuð. Í mínu persónulega lífi reyni ég að taka inn eins smáa skammta og hugsast getur.
Meira
Ást er að þurfa aldrei að biðjast afsökunar," sagði í einni vinsælustu mynd kvikmyndasögunnar, bandarísku vasaklútasápunni Love Story . Þvílík steypa.
Meira
Kominn er út hjá Vevre-Records hljómdiskurinn Getz/Gilberto með lögum eftir Antonoi Carlos Jobim. Nú er diskurinn gefinn út undir vörumerkinu Classics, sem er ákveðinn gæðastimpill á upptökunni.
Meira
Síðustu vikur hefur mátt lesa í Lesbókinni nokkrar greinar sem tengjast með beinum eða óbeinum hætti efni ráðstefnunnar hér í dag, samspili menningar og samfélags.
Meira
"En það ber til um þessar mundir að boð berast frá menntamálaráðuneytinu um að tekið sé við umsóknum í Launasjóð rithöfunda fram til klukkan 16:00 þann 19. nóvember næstkomandi." - Fréttabréf Rithöfundasambandsins, 2. kapituli, 1. vers. !
Meira
Í dag eru liðin 120 ár frá fæðingu listmálarans Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Blaðamaður ræddi við Eirík Þorláksson sem ásamt Kristínu G. Guðnadóttur sér um sýningastjórn á sýningunni Essens en þar er fjallað um kjarnann í list Kjarvals.
Meira
Sömu tilfinningu fengum við þegar okkar helstu fyrirmyndir í bókmenntalífinu fóru að hafa sterkar skoðanir á hinum furðulegustu hlutum. Fyrst voru það bókmenntaverðlaun og nú nýlega bókmenntakerfi. Við héldum fyrst að þetta væri bara spaug allt saman.
Meira
I "Ekki er skortur á góðum ljóðum á íslensku og þótt við höfum eignast nokkur framúrskarandi sagnaskáld, eru það ljóð sem staðið hafa með breiðustum blóma allra bókmenntagreina á Íslandi á síðustu tveimur öldum.
Meira
Höfundar: Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silja Aðalsteinsdóttir, Eiríkur Þorláksson. Ritstjórn: Einar Matthíasson, Eiríkur Þorláksson, Erna Sörensen, Kristín G. Guðnadóttir.
Meira
Að minnsta kosti frá því að Platón lýsti því yfir að skáld væru til óþurftar í ríkinu hefur samband menningar og samfélags verið til umræðu og rannsóknar. Í síðustu viku var gerð tilraun til að fjalla um efnið í virðulegum spjallþætti í sjónvarpinu.
Meira
Inngangur Sagt er að háskólastarf felist í öflun, varðveislu og miðlun þekkingar og skilnings á heiminum og sjálfum okkur. Þetta er þýðingarmesta hlutverk háskóla gagnvart menningu og samfélagi almennt.
Meira
Klukkan sjö að morgni sunnudags hins sjöunda mánaðar göngum við úr herbergi númer sjö og höldum útá hjara veraldar. Langvíurnar og lundarnir og aðrir íbúar Látrabjargs bjóða okkur velkomin enda vanir tíðum gestakomum.
Meira
Það eru forréttindi og ánægja að fjalla hér í stuttu máli um tengsl viðskipta og menningar í tilefni afmælis Lesbókarinnar sem hefur verið öflugur miðill lista og menningar í 80 ár.
Meira
Í Gerðarsafni í Kópavogi er í dag að hefjast sýning á ýmsum listaverkum og gripum sem tengjast tíma Romanovættarinnar í Rússlandi, en það fólk fór með æðstu völd í því risavaxna keisaradæmi um þriggja alda skeið, frá 1613 til byltingarársins 1917.
Meira
Sagan af Vashti Bunyan er býsna ævintýraleg og þá ekki síst fyrir það að eftir áratuga gleymsku eru menn nú að uppgötva hana aftur - liðinn er hálfur fjórði áratugur síðan hún sendi frá sér fyrstu plötuna og á mánudaginn kemur loks út plata númer tvö, Lookaftering.
Meira
Kryddkvarnirnar frá Rosendahl eru þannig úr vegi gerðar að kryddið er geymt í heilu lagi í kryddstaukunum og ekki malað fyrr en við matargerðina til að ferskleiki kryddsins haldi sér sem best.
Meira
Hann fór úr tónlistinni í matargerðina eftir að Parísarheimsókn kveikti hjá honum áhuga á víni og mat og eftir það kom ekki annað til greina hjá Jóni Elvari Hafsteinssyni en að fara að læra kokkinn.
Meira
Það eru margir sem njóta þess að drekka gott laufte, en finnst full mikið að laga heilan ketil af tei í hvert sinn. Te-eggið svo nefnda frá Rosendahl er hannað fyrir slík tilefni, þegar bara skal drekka einn bolla af tei í ró og næði.
Meira
Ferskur engifer geymist í nokkrar vikur í ísskáp. Ef afgangur er af rifnum engifer þá má setja hann í krukku og hella koníaki yfir, þannig geymist hann lengi og er tilbúinn til að lyfta venjulegasta rjómaosti á annað plan.
Meira
Kynning á ólíkum land- og vínræktarsvæðum hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi. Í haust stendur landsmönnum m.a. til boða að kynnast fransk-katalónskri matar- og víngerð.
Meira
Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að huga að því að okkar daglega fæða veiti okkur þá næringu og gleði sem við þurfum á að halda og ekki er verra að nota smá krydd til að ná upp hita.
Meira
Við heimsóttum Daða Guðbjörnsson myndlistarmann þar sem við höfðum frétt að hann og fjölskylda hans hefðu annað slagið nýstárlegan lundarétt á borðum.
Meira
Með nýju, fersku og heimatilbúnu majónesi geturðu gert frönsku kartöflurnar að gourmet-mat, hresst upp á gömlu góðu uppskriftirnar og jafnvel gert hollari útgáfu af rækjusalatinu.
Meira
Marula-ávöxturinn nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa í norðanverðri Suður-Afríku, enda er ávöxturinn sagður vera sannkölluð kóngafæða. Það er þó ekki heiglum hent að nálgast marula þar sem ekki er hægt að rækta hann.
Meira
Tímaritið Restaurant valdi ekki fyrir löngu bestu veitingahús heims með því að fá fimm hundruð sérfræðinga til að tilnefna þau veitingahús sem þeim þóttu best.
Meira
Salt er ekki bara salt eins og Íslendingar hafa uppgötvað undanfarin ár og reykt salt er óneitanlega ein nýjungin enn í hina stórbættu saltflóru sem nú er að finna víða í verslunum.
Meira
Þurrkaðar kryddjurtir úr íslenskri náttúru komu nýlega á markað frá Blóðbergsgarðinum, en unnendur jurtates kannast efalítið við te sem lengi hefur verið í framleiðslu hjá fyrirtækinu.
Meira
Síðastliðinn fimmtudag hófst í Perlunni árlegt villibráðarhlaðborð sem stendur fram í nóvemberbyrjun, til 9. nóvember, er það víkur fyrir jólahlaðborðum.
Meira
Áhugi á veiði og villibráð er mikill og hefur kannski aldrei verið meiri á Íslandi. Nú er vel liðið á skotveiðitímabilið á flestum tegundum sem leyfilegt er að veiða á Íslandi og margir eflaust komnir með fullt af frábæru hráefni til matargerðar.
Meira
Vínframleiðsla frá þýska héraðinu Franken þykir sjaldgæfur fundur jafnvel í eigin heimalandi og Þjóðverjar segja stundum vínin þaðan vera fyrir sérvitringa.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.