Hansadagar voru haldnir í Hafnarfirði um helgina í tilefni af því að bærinn gekk í samtök gamalla Hansaborga. Kristján Bersi Ólafsson orti Hafnfirðingur orti af því tilefni: Hansadagar hugnast mér heldur betur, því núna er ölflóð um allar götur.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FORYSTA Alþýðusambands Íslands hefur farið fram á það við Vinnumálastofnun að óskað verði eftir því að lögreglurannsókn hefjist á starfsemi starfsmannaleigunnar 2 B.
Meira
SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpinu sem lagt hefur verið fram á Alþingi verður engu fé varið til fangelsisbygginga á næsta ári en þá hafði verið gert ráð fyrir að endurbæta og stækka fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri.
Meira
Hornafjörður | Miklar umræður sköpuðust um áætlunarflug á fundi bæjarráðs Hornafjarðar. Í bókun ráðsins er lögð rík áhersla á öruggar og áreiðanlegar flugsamgöngur til og frá svæðinu. "Borið hefur á að flugrekstraraðili sinni ekki skyldum sínum.
Meira
HVERNIG má móta stofnanamenningu sem hvetur til árangurs? Þetta er meðal þess sem reynt verður að svara á umræðufundi í Norræna húsinu kl. 8:30-10:30 á fimmtudaginn 27. október.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HANNES Smárason, stjórnarformaður FL Group, segir nokkurs misskilnings gæta í umræðunni um kaupverðið sem FL Group mun greiða fyrir Sterling-flugfélagið og skilmála kaupsamningsins.
Meira
Bænastund verður haldin í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík 26. október kl. 20 til að minnast þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri fyrir 10 árum. Að bænastundinni lokinni gefst fólki kostur á að kaupa kaffi og meðlæti í safnaðarheimili...
Meira
Egilsstaðir | Ellert Grétarsson opnaði um helgina myndlistarsýningu í Níunni á Egilsstöðum. Þar sýnir hann á þriðja tug ljósmynda og stafrænna verka og eru þau öll til sölu.
Meira
FANGI á Litla-Hrauni á rétt á þjáningarbótum frá ríkinu og skaðabótum frá fanga sem réðst á hann í maí 2002, samkvæmt dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is UM 50.000 manns, aðallega konur, fylltu miðbæ Reykjavíkur á frídegi kvenna í gær. Gríðarlegur fjöldi þátttakenda á baráttufundi á Ingólfstorgi kom jafnt aðstandendum fundarins sem lögreglu í opna skjöldu.
Meira
ÞAÐ er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs í frímínútum og ekki er verra ef hægt er að fara í skipulagða leiki af og til þegar fótbolti, eltingarleikur og aðrir einfaldari leikir verða þreytandi.
Meira
Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is "ÞAÐ verður ekki þverfótað fyrir kvenfólki hérna," sagði eldri maður brosandi við konu sína á Skólavörðustíg og voru það orð að sönnu.
Meira
GRÍÐARLEGUR fjöldi kvenna á öllum aldri, mætti á hátíðar- og baráttufund í Sjallanum á Akureyri í gær, í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Þarna voru líka nokkrir karlmenn.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is ÚT er komin bókin Hallormsstaður í Skógum eftir Hjörleif Guttormsson og Sigurð Blöndal ásamt sjö meðhöfundum sem lögðu efni til ritsins.
Meira
VÍÐA þurfti að gera ráðstafanir þegar konur gengu út af vinnustöðum sínum kl. 14.08 í gær, ekki síst á vinnustöðum þar sem ekki gekk að loka snemma.
Meira
"ÞETTA tókst sérstaklega vel í ár og hefur aðsókn aldrei verið meiri," segir Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka um Menningardag í kirkjum á Suðurnesjum sem haldinn var um helgina.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Sigurhönnu Kristinsdóttur Fleiri ungar konur í stjórnunarstöðum Kvenkyns framkvæmdastjórar eru í 57% tilvika 45 ára og yngri en í 46% tilvika hjá körlum.
Meira
KVENNAFRÍDAGURINN var ekki aðeins haldinn hátíðlegur í Reykjavík því víða um land voru skipulögð hátíðahöld þar sem konur á öllum aldri komu saman.
Meira
MEIRIHLUTI umhverfisráðs borgarinnar samþykkti á seinasta fundi sínum að leggja til við borgarráð að gjaldskrá vegna mengunar- og heilbrigðiseftirlits hjá fyrirtækjum og stofnunum hækki um 14,75%.
Meira
Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Böðvars Gunnarssonar, í viðtali við hann í blaðinu sl. laugardag, á bls. 26. Beðist er velvirðingar á...
Meira
HAUSTANNIR sauðfjárbænda eru af ýmsum toga og eitt er það að reykja kjötmeti til vetrarins. Guðný J. Buch á Einarsstöðum í Reykjahverfi hefur verið að reykja hangikjöt, magála og sperðla að undanförnu og fer því verki bráðum að ljúka.
Meira
Fagradal - Þessi barrfinka sást á sveimi í Mýrdalnum nýverið en hún er flækingsfugl og kemur frá Evrópu. Barrfinka er algengur fugl í Skandinavíu og á Bretlandseyjum en hefur sést hér alloft á undanförnum árum.
Meira
RÆTT var um áfangaskýrslu um fjölskyldustefnu Þjóðkirkjunnar á fundi kirkjuþings í gærmorgun og var skýrslunni síðan vísað til allsherjarnefndar. Þá var tillögu um kirkjumiðstöð á Akureyri vísað til fjárhagsnefndar.
Meira
GARÐAR Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, fagnar lagafrumvarpi dómsmálaráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt þar sem er að finna ákvæði um að sameiginleg forsjá barna verði meginreglan í íslenskum rétti eftir skilnað eða sambúðarslit.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is "VIÐ þurfum byltingu," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, fulltrúi kvennahreyfingarinnar, á gríðarfjölmennum baráttufundi á Ingólfstorgi í gær, en samkvæmt lögreglu voru hátt í 50.
Meira
"VIÐ höfum tekið eftir þessu, en meira get ég ekki sagt að svo stöddu," sagði Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í gær, aðspurður um frétt Morgunblaðsins í sunnudagsblaðinu þar sem sagt er frá bréfi Persónuverndar þar sem...
Meira
REYKINGAR hafa verið bannaðar í öllu félagsstarfi nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík og í Verzlunarskólanum. Yngvi Pétursson, rektor MR, segir að nemendur hafi sjálfir átt frumkvæði að banninu.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á FUNDI forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna síðdegis í gær var m.a. rætt um þróun innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins og tengslin við Rússland og Úkraínu.
Meira
Grímsey | Hörður Torfason söngvaskáldið góða var með stórskemmtilega tónleika í félagsheimilinu Múla, eina ferðin enn. Hörður er einstaklega ötull við að heimsækja og gleðja íbúa hér í nyrstu byggð með söng sínum. Andinn var léttur, ljúfur og leikandi.
Meira
Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal var stofnað árið 1915 og fagnar því 90 ára starfi á þessu ári. Í tilefni af afmælinu ákváðu félagskonur að efna til sýningar á hug- og handverki svarfdælskra kvenna.
Meira
ÞESS verður minnst á Flateyri annað kvöld, miðvikudaginn 26. október, kl. 20.00 að tíu ár eru liðin frá því að snjóflóð féll á þorpið með hörmulegum afleiðingum. Í minningarathöfninni, sem haldin verður í íþróttahúsinu, verður flutt tónlist, m.a.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar nú mál sem snýst um smygl á verulegu magni af fíkniefnum til landsins með póstsendingum.
Meira
Stjórnmálaskóli | Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður haldinn á Akureyri þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá 25. október til 15. nóvember nk. Á námskeiðinu verður m.a.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is MEÐAL þess sem Norðurlandaráðsþinginu í Reykjavík er ætlað að taka afstöðu til næstu daga eru tillögur samstarfsráðherra Norðurlandanna um að fækka norrænu ráðherranefndunum úr átján í ellefu.
Meira
Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is YFIRGNÆFANDI meirihluti kjósenda í Brasilíu reyndist andvígur því að lagt verði bann við sölu skotvopna til almennings í landinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið fór fram á sunnudag.
Meira
París. AFP. | Franska ríkistjórnin greindi frá því í gær að hluti Electricite de France (EDF), stærsta orkufyrirtækis Evrópu, yrði seldur í næsta mánuði. Um er að ræða um 15% hlut í fyrirtækinu og er einkavæðingin í samræmi við kröfur Evrópusambandsins.
Meira
Það er þekkt að metnaður og svæðisbundin velferðarhugsun er drifkraftur sem knýr fram menningarlíf og menningarhugsun. Fólk vill sjá sinn stað og sitt svæði búa við sambærilegt umhverfi og best þekkist.
Meira
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ákvað í gær að áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kvörtunar Sálfræðingafélags Íslands.
Meira
Öxarfjörður | Á fundi sveitarstjórnar Öxarfjarðarhrepps sl. föstudag, var rætt um niðurstöður sameiningarkosninganna. Kjósa þarf aftur í fjórum sveitarfélögum.
Meira
VÍSINDADAGUR Rannsóknastofu Háskóla Íslands og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ), verður haldinn föstudag 28. október, í Salnum í Kópavogi undir yfirskriftinni Minnismóttakan í 10 ár. Á dagskrá verða erindi fyrir alla sem koma að málefnum og umönnun aldraðra.
Meira
Naples. AP, AFP. | Milljónir manna voru án rafmagns á Flórída í gær af völdum fellibylsins Wilmu sem olli víða usla í ríkinu. Vindhraðinn var allt að 56 metrar á sekúndu og var Wilma í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar fellibylurinn kom að landi.
Meira
Á vef Samtaka atvinnulífsins er bent á að margar opinberar stofnanir hunzi skýr lagaákvæði um að meta beri kostnaðinn af og þörfina fyrir nýjar reglur um eftirlit með atvinnulífinu.
Meira
Umsvif okkar Íslendinga í flugi hafa farið vaxandi á undanförnum árum. Þar byggjum við á þeim trausta grunni, sem frumherjarnir lögðu fyrir og um miðja síðustu öld. Hér á Íslandi hefur byggzt upp mikil þekking á flugi og mikil reynsla í flugrekstri.
Meira
KVIKMYNDIN Flightplan situr sem fastast í efsta sæti Íslenska bíólistans aðra vikuna í röð. Í kvikmyndinni leikur Foster flugvélaverkfræðing sem týnir dóttur sinni í vél sem hún hefur sjálf smíðað.
Meira
Þörfin fyrir ævintýri og töfra er alltaf til staðar," segir breski rithöfundurinn Jane Johnson sem stödd var hér á landi um helgina. Erindið var að kynna nýútkomna bók, Leynilandið, sem kom út í Bretlandi í vor og hefur vakið mikla athygli.
Meira
TÓNLISTARMAÐURINN Bjartmar Guðlaugsson er að senda frá sér hljómplötu þessa dagana. Þetta er 11. plata kappans en þrjú ár eru liðin frá því hann sendi síðast frá sér plötu.
Meira
Flytjendur: Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Gerrit Schuil á píanó. Efnisskrá: Preludium og allegro eftir G. Pugnani - Fritz Kreisler. Sónata nr. 9 í A-dúr op 47 eftir Ludwig van Beethoven (Kreutzer-sónatan) Offerto f.
Meira
Janet Jackson á dóttur á táningsaldri sem hún hefur haldið leyndri að því er fyrrverandi mágur hennar, Young DeBarge , hefur greint frá. James , bróðir DeBarge, var kvæntur Jackson á níunda áratugnum.
Meira
Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur snúið sér að því að yrkja ljóð en hún dvelur nú á endurhæfingarhæli í Arizona í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að losa sig við eiturlyfjafíkn sína.
Meira
ÉG skrifaði ekki fyrir löngu litinn pistil um útvarpsstöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og minntist þar á svokallaðar "Public service anouncements" sem snara mætti yfir á íslensku sem "tilkynningar í almannaþágu".
Meira
Myndlist | Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarmaður er á leið til Sydney í Ástralíu til þess að taka þátt í myndlistarsýningum. Hún var valin til þátttöku í strandlengjusýningunni "Sculpture by the Sea", sem opnuð verður þann 3.
Meira
HVAR varst þú 24. okt. 1975 þegar íslenskar konur tóku sér frídag með eftirminnilegum hætti? Í tilefni af 30 ára afmæli kvennafrídagsins þann 24. október og í minningu Vilborgar Harðardóttur gefur Bókaútgáfan Salka út bókina Já, ég þori, get og vil.
Meira
Sálin hans Jóns míns heldur enn dampi eftir að hafa verið að í tæpa tvo áratugi. Í gær kom út tólfta plata sveitarinnar, Undir þínum áhrifum , sem sýnir að þeir félagar eru ekki við það að láta deigan síga.
Meira
Bird of Freedom, geislaplata Svölu Björgvinsdóttur. Svala semur flest laganna með ýmsum lagahöfundum, flest með Friðrik Karlssyni. Hljóðfæraleikarar eru fjölmargir, innlendir sem erlendir.
Meira
ÓPERARCTIC-HÓPURINN flutti Hugstolinn á Grænlandi og Álandseyjum fyrir skemmstu. Sýningarnar voru hluti af norrænni sýningarferð sem hlaut styrk frá Norræna menningarsjóðnum í nóvember í fyrra.
Meira
Ýmis poppsálmlög eftir skandínavíska höfunda. Laufey G. Geirlaugsdóttir einsöngur, Gunnar Gunnarsson píanó/kórstjórn/útsetningar, Sigurður Flosason S- & A-saxofónar, Jón Rafnsson kontrabassi, Rannveig Káradóttir flauta og Erik Quick trommur ásamt Kór Laugarneskirkju. Fimmtudaginn 13. október kl. 20.
Meira
JPV Útgáfa hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Ólaf Gunnarsson , Höfuðlausn, en Ólafur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Öxin og jörðin.
Meira
SJÓNVARPIÐ sýnir breska spennumynd í kvöld og næsta þriðjudagskvöld. Frances þarf að taka þá erfiðu ákvörðun að fara frá manninum sem hún elskar en hann er í tengslum við...
Meira
Á EDDUHÁTÍÐINNI 13. nóvember næstkomandi verða veitt svokölluð Hvatningarverðlaun Landsbankans í nýstofnaðri stuttmyndakeppni Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA).
Meira
BRESKU glæpaþættirnir Hustle eru með gamansömu ívafi um svikahrappa sem svífast einskis. Þættirnir eru frá BBC og stendur sama fólk að þeim og hinum bráðspjöllu þáttum Njósnadeildin ( Spooks ). Bragðarefurinn Mickey Stone er laus úr fangelsi.
Meira
Vinir leikkonunnar Keiru Knightley segja að hún hafi grátið nær stanslaust í sólarhring eftir að hún las gagnrýni um frammistöðu sína í nýjustu kvikmynd sinni Domino í bandaríska tímaritinu New Statesman .
Meira
42. Skáldaspírukvöldið verður haldið á Iðu, Lækjargötu, í kvöld. Þorsteinn frá Hamri les úr glænýrri ljóðabók. Hægt verður að spjalla við skáldið um verk þess. Upplesturinn hefst kl. 20.00.
Meira
Stefán Jón Hafstein svarar Ögmundi Jónassyni: "Því er svarið við spurningu Ögmundar, á hvaða leið er Samfylkingin? hvorki hægri né vinstri, heldur beint áfram. Til framtíðar."
Meira
Jóhannes Viðar Bjarnason skrifar um þá ákvörðun að veita Reykjanesbæ fé til uppbyggingar víkingaþorpi: "...mælirinn er að verða fullur og innan tíðar kemur sá tími að enginn heilvita maður nennir að standa í þessu basli..."
Meira
Bryndís Guðmundsdóttir hvetur fólk til umhugsunar þegar það velur fólk í stjórnmál: "Í komandi prófkjörum hvet ég fólk til að hugleiða hvaða einstaklingar eru að bjóða sig fram."
Meira
Frá Árna Helgasyni: "Á ÍSLANDI eru lífsskilyrði góð og hagsæld meiri en annars staðar í veröldinni. Um það vitna upplýsingar og mælingar sem greint er frá utan úr heimi eða innan lands. Á sama tíma svertir áfengisdrykkjan og afleiðingar hennar þjóðfélagsmyndina."
Meira
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir fjallar um ný samevrópsk byggðasamtök, The European Rural Alliance, ERA: "Hér á landi þurfum við í samtökunum LBL að stuðla að umbótum í stjórn, þróun og lærdómi."
Meira
Lúðvík Bergvinsson fjallar um ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins: "...af því að blaðið er flokksblað hef ég látið mér í léttu rúmi liggja hingað til ásakanir og rangfærslur ritstjórnar blaðsins..."
Meira
Rannveig Guðmundsdóttir skrifar í tilefni Norðurlandaráðsþings sem hefst í dag: "...það er tvöföld ánægja að Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fari saman við að Íslendingur hljóti bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs..."
Meira
Björgvin G. Sigurðsson fjallar um ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins: "Í þessu ljósi er sókn Sjálfstæðisflokksins að forsetaembættinu og inntaki þess fráleit."
Meira
Guðmundur Karl Jónsson fjallar um Héðinsfjarðargöng: "Göngin breyta engu um sameiningu sveitarfélaganna og gera Eyjafjarðarsvæðið aldrei að einu atvinnusvæði."
Meira
Svona er þetta bara, við búum í stórborg! ÉG ER ein af þeim sem þurfa að nota strætó daglega. Það virðist engu máli skipta þótt nýtt leiðakerfi sé tekið í notkun, aldrei batnar þetta.
Meira
Árni Bjarnason fæddist í Hafnarfirði 13. september 1927. Hann lést á St. Jósefspítala í Hafnarfirði 15. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ásu Þuríðar Bjarnadóttur, f. 12.8. 1903, d. 13.3. 1986 og Bjarna Árnasonar, f. 23.10.1899, d. 2.10.
MeiraKaupa minningabók
Gunnlaugur Hilmar Kristjánsson fæddist í Borgarnesi 14. maí 1943. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Steinar Þórólfsson, f. 27. september 1917, d. 30. júlí 1977 og Jóhanna Magnea Helgadóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Hanna Ágústa Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 21. apríl 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi 17. október síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónasdóttir, f. á Hnausi í Flóa 1890, d. 1965, og Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson, f.
MeiraKaupa minningabók
Kjartan Jónas Sigurbjörn Guðmundsson fæddist á Mosvöllum í Bjarnardal í Önundarfirði 7. september 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. október síðastliðinn. Móðir hans var Sólveig Sigurðardóttir frá Súgandafirði.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir fæddist á Marðarnúpi í Vatnsdal 31. maí 1917. Hún lést á sjúkrahúsi Blönduóss 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Bergmann Björnsson bóndi á Marðarnúpi og Kristín Bergmann Guðmundsdóttir.
MeiraKaupa minningabók
Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2005 var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 41,8 milljarðar króna samanborið við 41,7 milljarða á sama tímabili 2004.
Meira
Djúpivogur | Það má segja að sá guli streymi á land á Djúpavogi þessa dagana hjá Vísisbátunum. Kristín GK landaði 35 tonnum á föstudag eftir 2 lagnir, sama dag landaði Jóhanna IS 65 tonnum eftir 4 lagnir.
Meira
GEORGE W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að skipa Ben Bernanke , yfirmann efnahagsráðgjafanefndar sinnar, næsta seðlabankastjóra, en Alan Greenspan lætur af því embætti í lok janúar.
Meira
Eftir Guðmund Sverri Þór og Arnór Gísla Ólafsson NORRÆNA flugfélagið SAS mun segja upp samstarfssamningi sínum við Icelandair vegna kaupa íslenska félagsins á Sterling. Þetta segir Hans Ollongren, upplýsingafulltrúi SAS, í samtali við Morgunblaðið.
Meira
HLUTABRÉF hækkuðu í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,74% og er 4.624 stig. Bréf Össurar hækkuðu um 1,63%, bréf Landsbanka hækkuðu um 1,38% og bréf Actavis um 0,95%. Bréf Atorku lækkuðu um 0,88% og bréf Granda um 0,54%.
Meira
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Netjubólga eða heimakoma á ganglimum er algengur sjúkdómur og má áætla að minnst 150 sjúklingar komi á ári hverju á Landspítala - háskólasjúkrahús vegna sýkingarinnar.
Meira
Settar hafa verið nýjar reglur um merkingu á matvælum á ofnæmis- og óþolsvöldum og merkingar á matvælum sem innihalda lakkrís. Að sögn Jóhönnu E.
Meira
Þó að Muggarnir séu aðeins átta ára þá gerðust þeir nýverið heimsforeldrar. Ingveldur Geirsdóttir bað Unnstein Jóhannsson sveitaforingja að segja nánar frá verkefni ljósálfanna í Garðabæ.
Meira
80 ÁRA afmæli. Birgir Þórhallsson varð áttræður í gær, 24. október. Hann starfaði að flug- og ferðamálum í tuttugu ár en hefir verið framkvæmdastjóri hjá Sólarfilmu undanfarna áratugi þar til á þessu ári að hann lét af...
Meira
Konur í meirihluta í stjórn Bridsfélags Siglufjarðar Mánudaginn 3. október hóf Bridsfélag Siglufjarðar vetrarstarfsemi sína með aðalfundi félagsins sem haldin var í húsnæði Skeljungs hf.
Meira
Hlutavelta | Krakkar safna á Ísafirði. Þau Júlíana Lind og Daníel Örn Skaptabörn og Natalía Ösp Ómarsdóttir, duglegir krakkar á Ísafirði, gengu í hús í lok sumars og söfnuðu "fyrir fátæk börn í útlöndum". Þau afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar...
Meira
Hlutavelta | Þær Freydís Eva Hallsdóttir og Elísabet Anna Hermannsdóttir í 4. bekk í Patreksskóla héldu hlutaveltu í heimabæ sínum Patreksfirði, til ágóða fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan. Þær söfnuðu 2.827 kr.
Meira
Einlægir Bond-aðdáendur taka ofan fyrir Brosnan og eru honum þakklátir. Í mínum huga og margra annarra verður hann um ókomna tíð hinn eini sanni James Bond.
Meira
Fanný Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík 1957. Hún útskrifaðist með B.Ed. frá KHÍ 1981. Síðan þá hefur hún starfað sem kennari og einnig námsráðgjafi við Álftamýrarskóla.
Meira
Víkverji er örugglega ekki einn um það að þykja aðbúnaður aldraðra á Íslandi lakur. Ekki er langt síðan amma Víkverja dó, en hún hafði í nokkur ár búið á hjúkrunarheimili og þurfti vissulega ummönnunar við.
Meira
BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Adriano, sem leikur með Inter frá Mílanó á Ítalíu, er meiddur á öxl en hann fór úr axlarlið í 1:0-sigri liðsins gegn Udinese um helgina.
Meira
DÓMARAR á leið til Keflavíkur í fyrrakvöld urðu fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að ferð þeirra endaði skyndilega við Fitjar í Njarðvík. Jeppabifreið var ekið í veg fyrir þá og árekstur varð ekki umflúinn.
Meira
BANDARÍSKI kylfingurinn Lucas Glover gerði sér lítið fyrir og sló boltann beint ofan í holu úr glompu á lokaholu Funai-mótsins á PGA-mótaröðinni seint á sunnudagskvöldið og tryggði sér þar með sigur á mótinu.
Meira
GUNNAR Heiðar Þorvaldsson knattspyrnumaður hjá Halmstad, markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar, var fjórði besti framherjinn í sænsku úrvalsdeildinni í ár að mati sparkspekinga hjá sænska blaðinu Dagens Nyheter .
Meira
KJARTAN Henry Finnbogason, knattspyrnumaður hjá Celtic í Skotlandi, gekkst í gær undir aðgerð á fæti og verður frá æfingum og keppni framundir jól af þeim sökum.
Meira
* KR-KONUR hafa fengið liðstyrk fyrir átökin í Iceland Express-deild kvenna. Báðar koma frá Serbíu ; Dijana Maesarovic er leikstjórnandi og Vanja Pericin framherji. * SKARPHÉÐINN Elvar Skarphéðinsson , kylfingur úr Mostra, fór holu í höggi á 9.
Meira
LOGI Gunnarsson körfuknattleiksmaður skoraði 23 stig þegar lið hans Bayreuth vann TSG Ehingen 91:81 á útivelli í þýsku 2. deildinni á sunnudagskvöldið. Logi var stigahæstur leikmanna Bayreuth og lék hann í tæpar 32 mínútur í leiknum.
Meira
AUSTURRÍSKI skíðakappinn Hermann Maier sigraði í stórsvigi á Sölden í Austurríki um helgina. Sigur hans hefur margvíslega merkingu fyrir kappann.
Meira
* ÓLAFUR Stefánsson skoraði þrjú mörk, þar af tvö úr vítakasti þegar Ciudad Real vann Tatran Presov frá Slóvakíu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á sunnudagskvöld. Leikið var í Presov í Slóvakíu .
Meira
NORÐMAÐURINN Bjarte Flem sem var markvörður knattspyrnuliðs Tromsö á árum áður segir í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður Íslands eigi aldrei eftir að gleyma mistökunum sem hann gerði á sunnudaginn með...
Meira
FRANZ "Keistari" Beckenbauer, fyrrverandi fyrirliði landsliðs Þýskalands og landsliðsþjálfari, mun heimsækja Benidikt páfa í Róm á miðvikudaginn, ásamt Rudi Völler, fyrrverandi landsliðsþjálfara Þýskalands.
Meira
MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um síðari vítaspyrnuna sem Arsenal fékk í leiknum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um nýliðna helgi.
Meira
JÓHANN Árni Ólafsson, leikmaður úr úrvalsdeildarliði Njarðvíkur, gerði sér lítið fyrir og skoraði 89 stig í leik með unglingaflokki félagsins gegn Haukum á sunnudaginn.
Meira
FRANSKA knattspyrnutímaritið France Football hefur tilnefnt 50 leikmenn í kjöri á knattspyrnumanni ársins í Evrópu sem lýst verður hinn 28. nóvember. Brasilíumenn eru fyrirferðarmiklir á listanum en tíu Brassar eru tilnefndir í kjörinu, næstir koma Englendingar og Frakkar með sjö leikmenn tilnefnda.
Meira
Frá Heimi L. Fjeldsted: "HANN snaraðist inn í vagninn hjá mér og bauð hátt og snjallt góðan dag. Kominn var Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Virtist þekkja annan hvern farþega og var vel tekið."
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.