Aðventufundur | Sameiginlegur aðventufundur FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Norðurlandi og S78N, Norðurlandsdeild Samtakanna 78 verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 8. desember, kl. 20 að Hamarstíg 35 á Akureyri.
Meira
Út er komin hjá bókaútgáfunni Hólum bókin 101 vísnaþáttur úr DV - og tveir að auki, í samantekt Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Þar er vísa eftir Rögnvald Rögnvaldsson á Akureyri ort um áramót: Endurtekin er vor saga, á því ræðst ei bót.
Meira
Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | Fiskverkunin Klumba í Ólafsvík hefur tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði að Ólafsbraut 80 en eldra húsnæði fyrirtækisins brann til kaldra kola í september á síðasta ári.
Meira
Vetrarborgin, glæpasaga Arnaldar Indriðasonar, hefur endurheimt efsta sætið á Bóksölulista Morgunblaðsins, samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar HÍ dagana 29. nóvember til 5. desember. Harry Potter og Blendingsprinsinn eftir J.K.
Meira
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur ákveðið að verða fjórtándu samtökin til að skrifa undir yfirlýsinguna "Vatn fyrir alla" en með henni er ætlunin að vekja athygli ríkisstjórnar, sveitarstjórna, stofnana, fyrirtækja og almennings á mikilvægi og...
Meira
Reykjanesbær | Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggur áherslu á að auknar tekjur sem skapast vegna fjölgunar íbúa og húsa og hækkunar fasteignamats verði notaðar til að lækka álögur á íbúa og auka þjónustu við fjölskyldur.
Meira
ÞORSTEINN Pétursson lögreglumaður sagði að allt of mikið væri um að unglingar undir aldri væru inni á vínveitingastöðum bæjarins. Hann sagði að fyrir lægju kærur á veitingahús vegna þessa og væru þær til meðferðar hjá Akureyrarbæ.
Meira
TVENNIR jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu voru haldnir á þriðjudagskvöld en þeir eru orðnir árlegur viðburður hjá mörgum. Haldnir eru fernir tónleikar þetta árið og er uppselt á þá alla en safnaðarheimilið tekur um 350 manns í sæti.
Meira
STÓRU viðskiptabankarnir þrír; Kaupþing banki, Íslandsbanki og Landsbanki, eru með um 2.100 starfsmenn á sínum snærum í útlöndum. Hér á landi eru starfsmennirnir ríflega 3.000.
Meira
SKÓLAMEISTARI Menntaskólans á Ísafirði, kennarar og aðrir starfsmenn fá umhugsunarfrest fram yfir áramót til að ákveða hvort þeir vilji sættast en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kynnti starfsfólki skólans í fyrrakvöld skýrslu um úttekt á...
Meira
Mest selda plata vikunnar samkvæmt Tónlistanum, þriðju vikuna í röð, er þreföld safnplata Björgvins Halldórssonar, Ár og öld. Garðar Thór Cortes og Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar skipa næstu tvö sæti.
Meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnaði formlega nýja ellefu hundruð fermetra viðbyggingu við Breiðagerðisskóla í gærmorgun, en í kjölfarið sýndu nemendur skólans gestum hin nýju húsakynni.
Meira
SKÁKBYLTINGIN er hafin á Grænlandi og heimamenn hafa tekið risastórt skref að mati stórmeistarans Henriks Danielsen en hátt í fimmtíu börn söfnuðust saman á skákmóti í bænum Tasiilaq í gærkvöld.
Meira
NORÐURLÖNDIN hafa góðar forsendur til að verða leiðandi þátttakendur í framþróun hins nýja þekkingarhagkerfis í ljósi þess að þau eru meðal 10 efstu á lista ríkja yfir samkeppnishæfustu ríki heims.
Meira
Meðal fámenns þjóðarbrots Tíbeta í vesturhéruðum Nepal lifir enn gömul hefð: bræður, tveir eða fleiri, eiga oft sömu eiginkonuna, segir á fréttavef breska útvarpsins, BBC .
Meira
UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU er ekki kunnugt um að flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar með fanga eða meinta hryðjuverkamenn, sem ekki njóta meðhöndlunar skv.
Meira
Eftir Brján Jónasson og Andra Karl FÉLAG leikskólakennara hefur óskað eftir viðræðum um hækkun launa við launanefnd sveitarfélaga á grundvelli bókunar í kjarasamningi og mun samninganefnd FL koma saman eftir helgi.
Meira
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is FLOKKUN og skil endurvinnanlegs úrgangs verða gerð íbúum höfuðborgarsvæðisins mun einfaldari með nýrri þjónustu sem Gámaþjónustan hf. hefur hrint af stað.
Meira
Eyðni | Konstantin Vyshinsky, læknir og sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð rússneska heilbrigðisráðuneytisins í ávana- og fíkniefnamálum flytur fyrirlestur um eyðni í Rússlandi og hvernig Rússar standa í þeim efnum, einkum með hliðsjón af...
Meira
HALDIÐ var útgáfuteiti í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 5. desember sl. en þá kom út bókin Gísli Halldórsson - Minningar, menn og málefni. Það var Jón M. Ívarsson sem skráði æviminningar Gísla. Segja má að stór hluti íþróttasögu Íslendinga á 20.
Meira
Miami. AFP. | 44 ára Bandaríkjamaður, sem sagðist vera með sprengju, var skotinn til bana á landgöngubrú farþegaþotu flugfélagsins American Airlines á alþjóðaflugvellinum í Miami í gær.
Meira
DÓMARI við Héraðsdóm Reykjavíkur sendi bæði ríkissaksóknara og settum ríkissaksóknara bréf um boðun í þinghald á morgun þegar teknir verða fyrir þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem enn eru fyrir dómi.
Meira
Bakkafjörður | Á Bakkafirði gerir Ton Khorchai út smábátinn Evu NS á línu, grásleppu og til færaveiða. Hún hefur undanfarið beitt síld, kolmunna og smokkfisk í bland og segir misjafnt hversu mikið hún beitir á dag.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is FJÁRLAGAFRUMVARP næsta árs var samþykkt á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður tekjuafgangur ríkissjóðs nítján og hálfur milljarður á árinu 2006.
Meira
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra segir að frumvarp sem hann hefur lagt fram á Alþingi um greiðslur til foreldra langveikra barna verði ekki afgreitt fyrir jól, líkt og til stóð.
Meira
STJÓRN Heimdallar fordæmir að Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, hafi verið falið að hafa yfirumsjón með byggingu nýs sjúkrahúss.
Meira
JÓNMUNDUR Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram í fyrsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins sem haldið verður í bænum hinn 4. febrúar nk.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is MENNTUN leikskólakennara er gefið langt nef með samningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, að mati formanns Félags leikskólakennara (FL).
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TOLLVARÐAFÉLAG Íslands fagnar 70 ára afmæli í dag, en það var stofnað í Reykjavík 8. desember 1935. Af því tilefni verður opnuð sýning og sýndir ýmsir munir sem tengjast sögu og starfi tollgæslunnar hér á landi.
Meira
ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega á Alþingi í gær fyrir að fella tillögur þeirra um eyrnamerkt fjárframlag til Mannréttindaskrifstofu Íslands upp á níu milljónir króna.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FJÖGUR mál sem snúast um þjófnað úr heimabönkum eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins beinist rannsóknin m.a. að því hvort þjófarnir hafi, a.m.k.
Meira
AÐ MINNSTA kosti sjö manns féllu í átökum milli lögreglumanna og stuðningsmanna Bræðralags múslíma í Egyptalandi þegar lokaumferð þingkosninga fór þar fram í gær.
Meira
ÞAÐ er engin furða þó að þessi litla manneskja hafi rekið upp stór augu þegar hún kom auga á heilan ísbjörn í glugga í versluninni Kisunni á Laugavegi í gær.
Meira
Jólaljósin kveikt | Nú er komið að þeim árvissa atburði að kveikt verður á jólatrénu á horni Gerðavegar og Garðbrautar í Garði. Athöfnin fer fram á morgun, föstudag, og hefst kl.18. Ingimundur Þ.
Meira
Kjarasamningar brotnir | Lítið hefur verið um að fyrirtæki á félagsvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hafi ráðið fólk í gegnum starfsmannaleigur en þó réð Norðlenska í haust til sín 8 erlenda starfsmenn í gegnum starfsmannaleigu en þeir eru hættir...
Meira
Útskýringartexta vantaði Guðmundur Örn Jónsson skrifaði grein í Morgunblaðið sl. mánudag sem heitir "Flatir skattar og launamunur". Línurit með greininni birtist hér aftur með útskýringartexta. Morgunblaðið biðst velvirðingar á...
Meira
JÓN Magnús Kolbeinsson fyrrv. bóndi og oddviti í Hálsasveit, Borgarfirði, lést sl. mánudag, áttatíu og fjörurra ára að aldri. Magnús eins og hann jafnan var nefndur var fæddur að Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu 14.
Meira
UPP er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur milli starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar innan STH og bæjaryfirvalda og ljóst er að farið er með launakjör félaga STH samkvæmt láglaunamarkmiðum, segir í tilkynningu frá Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar.
Meira
Moskvu. AFP, AP. | Sergej Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, hótaði því í gær að Rússar segðu upp CFE-samningnum um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu ef Bandaríkjamenn héldu áfram að koma sér upp herstöðvum nær landamærum Rússlands.
Meira
LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýnir gamansöngleikinn Ósýnilega köttinn í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri í kvöld, fimmtudaginn 8. desember, kl. 20.
Meira
Kíev. AFP. | Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að bandarískum þegnum væri bannað að taka þátt í pyntingum hvar sem væri í heiminum, jafnt erlendis sem á bandarískri grund.
Meira
EITT símtal í ársbyrjun 1994 var upphafið að þrotlausri vinnu eins manns í rúman áratug sem skilað hefur sér í útkomu Íslensk-færeyskrar orðabókar sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf nýverið út.
Meira
London. AFP. | Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins, David Cameron, var í forsvari fyrir flokk sinn í gær í fyrsta skipti í fyrirspurnatíma í neðri deildinni en hefð er fyrir hvössum orðaskiptum og gagnkvæmum háðsglósum við þau tækifæri.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Patreksfjörður | "Ég var auðvitað með hnút í maganum yfir því hvernig viðtökur þetta fengi enda hefur ekki mikil bjartsýni verið ríkjandi hér og íbúum fækkað.
Meira
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is "Þessi spítali virðist geta komist upp með það að segja mönnum einhliða hvernig þeir eigi að starfa. Spítalinn krefst blindrar hlýðni og virðist auðsjáanlega taka formið fram yfir innihaldið, þ.e.a.s.
Meira
HÁSKÓLASTJÓRN Viðskiptaháskólans á Bifröst hefur ráðið dr. Arnar Bjarnason prófessor í fjármálum og alþjóðaviðskiptum við viðskiptadeild að undangengnu mati dómnefndar um hæfi samkvæmt reglum skólans. Dr.
Meira
Bagdad. AFP. | Hlé var gert í gær á réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, til 21. desember næstkomandi. Hafði sakborningurinn þá neitað að vera í salnum meðan hlýtt var á frásagnir vitna.
Meira
Í TILEFNI 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi boða aðstandendur átaksins til morgunverðarfundar með forsvarsmönnum stjórnmálaflokkanna á Grand Hóteli, á morgun, föstudaginn 9. desember, kl. 8.30-10.
Meira
STARFSMENN Framkvæmdamiðstöðvar unnu við það í gær að laga jólaskreytingar við tröppurnar upp að Akureyrarkirkju. Lögreglan handtók tvo 15 og 16 ára unglinga um þrjúleytið í fyrrinótt.
Meira
SPH og handknattleiksdeild FH hafa undirritað samstarfssamning þar sem SPH verður aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar næstu tvö ár. Samningurinn felur í sér bæði fjárhagslegan stuðning og samstarf í kynningarmálum.
Meira
RÁÐGJAFAFYRIRTÆKIÐ Netið, markaðs- og rekstrarráðgjöf sem starfar meðal annars innan ferðaþjónustu og gefur út bókina, Visitor's guide, sem dreift er á hótel, gistiheimili, upplýsingaþjónustur og til útlanda, hefur ákveðið að styrkja SOS barnaþorp og...
Meira
Styrkur | Menningar- og tómstundaráð Vestamannaeyja samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni tillögu um að styrkja Handknattleiksdeild ÍBV um 100 þúsund krónur vegna komu landsliðs Íslendinga til Vestmannaeyja.
Meira
SVEINN Guðmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari, á Miðhúsum í Reykhólasveit lést í gær, 82 ára að aldri. Hann var fréttaritari Morgunblaðsins í Reykhólasveit um áratuga skeið. Sveinn var fæddur 2.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur falið óháðum aðila að fara yfir talnasamanburð Stefáns Ólafssonar prófessors vegna skýrslu hans Örorka og velferð á Íslandi.
Meira
TÓLF frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ sem haldið verður laugardaginn 14. janúar nk., vegna vals á framboðslista fyrir sveitarstjórnar-kosningarnar 27. maí.
Meira
Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Peking. AFP. | Staðfest var í gærkvöldi að 54 verkamenn hefðu fyrr um daginn týnt lífi í sprengingu í kolanámu í Norður-Kína. Rétt rúm vika er liðin frá því að 171 kínverskur námumaður týndi lífi við áþekkar aðstæður.
Meira
Eyjafjarðarsveit | Vetrarríkið er algjört norðan heiða um þessar mundir. Dagarnir dimmir og mikið frost, en afskaplega fallegt yfir að líta yfir hádaginn, enda trén einkennilega hrímuð.
Meira
Grafarvogur | Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs hefur ritað þingmönnum Reykjavíkur bréf þar sem farið er þess á leit við þingmennina að þeir beiti sér fyrir því að öll skilyrði um það að svonefnd innri leið verði farin við lagningu 1.
Meira
Franskir og þýskir bændur við eld sem kveiktur var á landamærunum við Strassborg í gær er efnt var til mótmælafunda vegna væntanlegs fundar Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Hong Kong í næstu viku.
Meira
Sandgerði | Starfsmenn Hringrásar vinna um þessar mundir að því að rífa Rockville-ratsjárstöðina og tengdar byggingar á Miðnesheiði. Er þetta eitt mesta niðurrifsverkefni sem ráðist hefur verið í hérlendis.
Meira
Íslendingar búa við nokkra sérstöðu hvað mengun varðar, en það hversu lítið almenningur finnur fyrir mengun í sínu daglega lífi ber skilyrðislaust að flokka sem mikilsverð lífsgæði; lífgæði sem flestar þjóðir myndu leggja mikið á sig til að viðhalda.
Meira
Kynslóð Þorgerðar Katrínar er að taka völdin í brezka Íhaldsflokknum. David Cameron, sem kjörinn hefur verið leiðtogi flokksins, er hugmyndafræðilegur arftaki gömlu leiðtoganna en ekki þeirra, sem hafa leitt flokkinn frá og með kjöri Margrétar Thatcher.
Meira
Í kvöld gleðst undirrituð, því þá er á dagskránni hinn stórskemmtilegi og ofurspennandi þáttur Alias . Ég hef fylgst með þessum þætti í næstum þrjú ár, allt frá því að ég datt inn í hann af einskærri tilviljun.
Meira
Myndlist | Allir fá þá eitthvað fallegt er yfirskrift jólasýningar Gallery Turpentine sem opnuð verður í dag kl 18. Val listamanna á sýningunni er í höndum Hallgríms Helgasonar rithöfundar og myndlistarmanns.
Meira
MEST selda plata vikunnar samkvæmt Tónlistanum, þriðju vikuna í röð, er þreföld safnplata Björgvins Halldórssonar, Ár og öld. Platan seldist í 1.145 eintökum í síðastliðinni viku.
Meira
Fregnir herma að Kevin Federline , eiginmaður Britney Spears , hafi elt hana til Las Vegas og beðið hana að gefa sér annað tækifæri. Britney var í Vegas vegna afhendingar Billboard-verðlaunanna.
Meira
Söngkonan Madonna gerir lítið úr því að lag af nýju plötu hennar, Confessions on the Dance Floor , hafi verið gagnrýnt, en hún segir að það eina sem hún hafi gert hafi verið að spyrja spurninga og storka yfirvöldum.
Meira
MGN Limited og Northern & Shell, útgáfufyrirtækjum tímaritanna People , Star og Hot Stars var gert að greiða poppstjörnunni Robbie Williams skaðabætur á dögunum, fyrir birtingu greina í tímaritunum þar sem því var haldið fram að hann færi leynt með...
Meira
Fegurðarmærin Unnur Birna var að vonum ánægð með árangur sinn í undankeppninni um Strandarfegurð sem fram fór í fyrradag í Kína. Einungis tveir dagar eru í aðalkeppnina og til hádegis í dag verður hægt að kjósa Unni Birnu með því að hringja í 900 3007.
Meira
STÖÐ 2 sýnir um þessar mundir fjórðu þáttaröðina Footballer´s Wives . Á meðan þessir moldríku ungu knattspyrnumenn sýna listir sínar á knattspyrnuvellinum þá eru það konur þeirra og kærustur sem baða sig í sviðsljósinu utan vallar.
Meira
ELIZABETH Masterson (Reese Witherspoon) er ungur og upprennandi læknir sem vinnur myrkranna á milli og hefur því lítinn tíma til að sinna félagslífi sínu.
Meira
ARFLEIFÐ tónlistarmannsins og Bítilsins Johns Lennons lifir en í dag eru 25 ár liðin frá því að hann var myrtur í New York. Verður hans minnst víða og ætlar Amnesty International sérstaklega að heiðra listamanninn með tónleikum.
Meira
Ég hef nú haldið mig mest við þennan stíl," segir Kristján Karlsson ljóðskáld um limrur sínar sem Mál og menning hefur gefið út með inngangi eftir Halldór Blöndal. "Þær eru absúrd og óáreiðanlegar.
Meira
ÆRNGJARNIR sjö sem skipa Köntrísveit Baggalúts ætla að blása til stórtónleika á Nasa við Austurvöll í kvöld í tilefni af útkomu hljómdisksins Pabbi þarf að vinna , sem kom út fyrr á árinu.
Meira
FJÖRUTÍU íslistamenn vinna nú baki brotnu við að endurskapa helstu málverk Rembrandts í hollensku borginni Leiden en sýning gamla meistaranum til heiðurs verður opnuð þar eftir rétta viku.
Meira
BÓKAFORLAGIÐ Veröld hefur gengið frá samningum um útgáfu á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur og næstu bók hennar, sem enn er óskrifuð, í Bandaríkjunum og Kanada.
Meira
TILNEFNINGAR til íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar í gær í sal FÍH í Rauðagerði. Emilíana Torrini, hljómsveitin Sigur Rós og Sigurður Flosason hljóta flestar tilnefningar að þessu sinni eða fjórar alls.
Meira
NORRÆNI menningarsjóðurinn hefur valið sýninguna "Bjartar nætur - dimmir dagar" sem norræna sýningu áranna 2006-2008. Styrkur menningarsjóðsins til sýningarinnar er um 28 milljónir íslenskra króna (375.
Meira
Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Ásgeir Steingrímsson og Jón Óskar Guðlaugsson trompetar; Edward Frederiksen, Oddur Björnsson og Stefán Ómar Jakobsson básúnur; David Bobroff bassabásúna; Sigurður Flosason, Stefán S.
Meira
Sjónvarpið sýnir á fimmtudagskvöldum hina sívinsælu gamanþætti Svona var það... (That 70's Show). Skrautlegar persónur í enn skrautlegri klæðnaði með þá Fez, Eric og Kelso fremsta í...
Meira
Í KVÖLD munu vinir, vandamenn og velunnarar Rafns heitins Jónssonar halda tónleika á Grandrokki til að heiðra minningu Rafns, sem lést sumarið 2004, en 8. desember er fæðingardagur hans.
Meira
Geir R. Andersen skrifar um stjórnmál: "Það er augljóst að breyta þarf um takt og tón í íslenskum landsmálum og það verður vart gert nema með skynsamlegri samstjórn tveggja flokka. Sjálfstæðisflokkur og endurreistur Alþýðuflokkur eru best fallnir til þess verks."
Meira
Frá Arnþóri Sigurðssyni: "ÞAÐ er merkilegt að sjá hvað það er mikil eftirvænting eftir heimkomu Jóns Baldvins Hannibalssonar úr útlegðinni. Jón er jú skemmtilegur og vel lesinn karl og gaman að hlusta á."
Meira
Dagur Snær Sævarsson fjallar um jólaundirbúning og fátækt á Íslandi: "Í Reykjavík eru tæplega hundrað manns heimilislaus og aldrei hefur verið jafnmikið að gera hjá mæðrastyrksnefnd og öðrum hjálparstofnunum."
Meira
Margrét Kristmannsdóttir og Hildur Petersen fjalla um konur í áhrifa- og stjórnunarstöðum: "Í dag hafa forystumenn í íslensku viðskipta- og þjóðlífi val um hvort þeir gerist frumkvöðlar eða sporgöngumenn þegar kemur að umræðunni um stöðu kvenna í forystu íslensks viðskiptalífs."
Meira
Eftir Helenu Stefánsdóttur: "Ég veit að það er ekki sandur og möl sem ætlunin er að drekkja. Það eru sjaldgæfar plöntur, lækningajurtir, varpland fugla, griðlendi hreindýra, kraftmiklir fossar, stórkostlegir árfarvegir og klettar, bústaðir álfa og huldufólks."
Meira
Frá Helga K. Hjálmssyni: "Á RÁÐSTEFNU um lífeyrismál á Norðurlöndunum, sem haldin var fyrir nokkru, kom fram að lífeyriskerfi hinna ýmsu landa eru misjafnlega uppbyggð."
Meira
NOKKUR umræða hefur verið um fjárframlög til háskóla á Íslandi undanfarna daga. Það er fagnaðarefni en ýmsar tölur sem fram hafa verið settar gefa því miður mjög misvísandi mynd af stöðu mála. M.a.
Meira
Kristín Halla Jónsdóttir skrifar um umfjöllun DV um dóttur sína: "En sækjast sér um líkir og áhöfnin á DV, eins helsta miðils 365 sem Gunnar Smári nú stýrir, virðist kunna vel við lágkúruna sem einkenndi Helgarpóstinn undir hans stjórn."
Meira
Árni Hermannsson fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs og gerir athugasemd við grein Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur: "Framhaldsskólakennarar ítreka að fyrirhuguð stytting sé meingölluð og auki miðstýringu í menntamálum."
Meira
Eftir Valgerði Sverrisdóttur: "Nú er svo komið að væntingar landsmanna eru óháðar búsetu. Þetta er mikil breyting frá því sem verið hefur og í raun stórfrétt."
Meira
Einar Sveinbjörnsson fjallar um skipulagsmál og gatnagerð í Garðabæ: "Þingmenn höfuðborgarsvæðisins verða að taka upp önnur vinnubrögð og hugarfar ef þeir ætla ekki að missa tengsl sín við kjósendur."
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Íbúasamtökum Laugardals: Sundabraut er með stærstu vegaframkvæmdum sem ráðist verður í á næstu árum og hún á að tengja Vesturlandsveg, Grafarvogshverfi og fyrirhuguð hverfi í Álfsnesi og á...
Meira
Gestur Einar og þessar bölv... vinsældir EITT sinn var Hemmi Gunn með afar vinsælan þátt í sjónvarpi en var látinn hætta. Einu rökin sem ég heyrði fyrir þeirri ákvörðun voru að Hemmi væri búinn að vera nokkuð lengi á dagskránni.
Meira
Frá Arndísi Höllu Jóhannesdóttur og Berglindi Ósk Jóhannesdóttur: "NÁM þroskaþjálfa er þriggja ára háskólanám og útskrifast þeir með BA-gráðu. Þroskaþjálfar starfa m.a. á sambýlum, skammtímavistunum, svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra, Greiningarstöð ríkisins, í leik-, grunn- og framhaldsskólum."
Meira
Gríma Sveinbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 4. janúar 1931. Hún lést á heimili sínu 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elínborg K. Stefánsdóttir, f. 1904, d. 1996, alin upp á Oddsstöðum í Húnavatnssýslu og Sveinbjörn Benediktsson, f.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Aradóttir fæddist á Ytra-Lóni á Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu 29. júní 1917. Hún lést í Reykjavík 24. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 7. desember.
MeiraKaupa minningabók
Hálfdán V. Einarsson fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 31. maí 1917. Hann lést á Landspítala Landakoti 26. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 2. desember.
MeiraKaupa minningabók
Jón Valgarð Guðjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 8. október 1931. Hann lést 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Marta Jónsdóttir, f. 2.5. 1905, d. 27.8. 1957, og Guðjón Jónsson, f. 1.9. 1905, d. 4.3. 1994. Systkini hans eru Addý Jóna, f. 5.4.
MeiraKaupa minningabók
Leó Ingvarsson fæddist í Neðra-Dal undir V-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu 22. september 1913. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. nóvember síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Óskar Geirsson fæddist í Hallanda í Hraungerðishreppi í Árnessýslu 7. ágúst 1928. Hann lést á heimili sínu 23. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 2. desember.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Kári Þórarinsson fæddist í Austurgörðum í Kelduhverfi 18. júlí 1935. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík 3. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey frá Garðskirkju 12. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
HAGNAÐUR Odda hf. á Patreksfirði var 34,2 milljónir króna á síðasta rekstrarári, en var árið á undan um 10,8 milljónir króna. Þetta er sjöunda árið í röð sem hagnaður er á rekstri félagsins.
Meira
JÓN Kjartansson SU 111 kom til Eskifjarðar í fyrrakvöld með fullfermi af kolmunna eða um 1.500 tonn. Aflinn fékkst 100 mílur SA af Færeyjum, alveg uppi við skozku lögsöguna.
Meira
| Hvað þýða merkingar um endingu á matvælaumbúðum? Er óhætt að neyta þeirra þegar tíminn er útrunninn? Franklín Georgsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rannsóknarstofu Umhverfisstofu, fer yfir helstu merkingar og hvað þær þýða.
Meira
Í kjölfarið á fréttum af því sem jafnvel hefur verið kallað undralyf í krabbameinsmeðferð hafa risið deilur á milli sérfræðinga í Bandaríkjunum og Evrópu um lyfið Herceptin.
Meira
Um árin hefur það tíðkast að fólk komi saman og taki í spil. Ingveldur Geirsdóttir spilaði með félögum í Ungmennafélögunum Samhygð og Vöku sem hafa í um hálfa öld hist og spilað félagsvist.
Meira
Það mun hafa verið fyrir hreina tilviljun að kaupsýslumaðurinn Gunnar Ásgeirsson, sem flutti inn sænskar vörur, m.a. Volvo og Husquarna, fór að flytja inn aðventuljós. Þetta kemur fram á Vísindavefnum.
Meira
Í byrjun desember var annað spilakvöldið í þriggja kvölda röðinni haldið í Félagslundi í Gaulverjabæjarhreppi. Þar var mætt til leiks sem oft áður Guðmunda Kristjana Jónsdóttir, fyrrverandi húsmóðir í Vorsabæjarhól, elst spilamanna, 83 ára að aldri.
Meira
Grýla og jólasveinarnir þjóna til borðs "Það er boðið upp á þetta hefðbundna, hangikjöt og svínakjöt, fisk og kjúkling fyrir börnin," segir Unnur Sigurþórsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, þar sem í boði...
Meira
Þjóðlegar smákökur og jólasúkkulaði Í safnbúð Þjóðminjasafns Íslands fást sérstakar jólavörur. Unnur Valdís Kristjánsdóttir verslunarstjóri og Snæfríð Þorsteinsdóttir, grafískur hönnuður, settu nokkrar vörutegundir í hátíðlegar umbúðir.
Meira
Jólakort Barnaheilla JÓLAKORT Barnaheilla 2005 eru komin í sölu. Kortin eru gefin út til styrktar starfi Barnaheilla í þágu barna og því markmiði samtakanna að "Búa börnum betri heim". Í ár eru í boði sex gerðir jólakorta.
Meira
Sælgætisrekkar verða æ fyrirferðarmeiri í matvöruverslunum. Fólk með bráðaofnæmi eða óþol ætti að forðast nammibarina. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að árlega er flutt til landsins yfir eitt þúsund tonn af sælgæti.
Meira
Bónus Gildir 6. des.-11. des. verð nú verð áður mælie. verð N.f. Reyktur og grafinn lax 959 1.439 959 kr. kg Ribena sólberjasaft, 1 l 358 398 358 kr. ltr Kristjáns steikingarfeiti, 2,5 kg 498 598 199 kr. kg Bónus piparkökur, 500 gr. 199 259 398 kr.
Meira
Sumar uppskriftir eru þannig að þær eru jafngóðar með og án eggja. Það getur komið sér vel ef einhverjir fjölskyldumeðlimir eru með ofnæmi fyrir eggjum. Hér á eftir koma tvær slíkar uppskriftir.
Meira
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Vinkonurnar Marta Björg Hermannsdóttir, Lilja Björk Runólfsdóttir og Karitas Ósk Björgvinsdóttir hafa sameiginlegt áhugamál því þeim finnst öllum gaman að syngja.
Meira
Arnar Einarsson frá Urriðafossi í Villingaholtshreppi var einn af yngstu spilurunum þetta kvöldið en hann er 9 ára. Honum gekk vel að spila og vann karlaflokkinn með 169 slagi og sló þar eldri og reyndari spilurum við.
Meira
70 ÁRA afmæli . Í dag, 8. desember, er sjötug Gyða Ásbjarnardóttir, sjúkraliði, Kópavogsbraut 49, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Baldvin Eggertsson. Þau verða að heiman í...
Meira
80 ÁRA afmæli. Kormákur Kjartansson, fyrrverandi loftskeytamaður , er áttræður í dag, 8. desember. Hann heldur upp á tímamótin með fjölskyldu sinni á...
Meira
Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 5. desember var aftur gerð tilraun til að hefja barómeterkeppni og var sett að markmiði að ná minnst 18 pörum til að hefja þá keppni.
Meira
Í DAGATALI kirkjunnar er 8. desember Maríumessa í jólaföstu eða stórhátíð alsællar Maríu meyjar og Guðsmóður sem var getin án erfðasyndar. Guð útvaldi Maríu. Hann veitti henni gjöf Heilags anda. "Heil sért þú, María, full náðar. Drottinn er með...
Meira
Við Írakar höfum farið frá því að halda alls engar kosningar í þrjátíu ár til þess að halda þrennar á ellefu mánaða tímabili. Ég segi það satt, við erum uppgefin. Allar þessar kosningar eru ekki bara til þess fallnar að rugla mann, þetta er hörkupúl líka. Salam Pax, 24. nóvember 2005.
Meira
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1954. Tók stúdentspróf 1974 frá MH og síðar magisters-próf í mannfræði frá Albert Ludwig-háskólann í Freiburg. Tók auk þess próf í kennslufræði frá Háskóla Íslands.
Meira
FORRÁÐAMENN norska 1. deildarliðsins Aalesund hafa ákveðið að taka ekki tilboði úkraínska knattspyrnuliðsins Metallurg Donetsk í íslenska varnarmanninn Harald Guðmundsson.
Meira
GOLFSAMBAND Ísland hefur valið þann hóp sem fer í 10 daga æfingaferð til Orlando í Flórída 10. janúar nk. en æft verður á Orange County National vellinum en það er sami staður og GSÍ hefur farið með afrekshópa undanfarin tvö ár.
Meira
ANNA María Sveinsdóttir, körfuknattleikskona úr Keflavík, hefur afþakkað boð kvennalandsliðsnefndar Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, þess efnis að hún taki við sem þjálfari kvennalandsliðsins.
Meira
* DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir , skíðakona frá Akureyri , lenti í 12. sæti á stórsvigsmóti sem hún tók þátt í í Gosau í Austurríki í gær. Dagný kom í mark á 2.12,02 mínútum.
Meira
DEILDABIKARKEPPNI KSÍ hefst þann 18. febrúar og dregið hefur verið í riðla. Leikið er í þremur deildum, bæði í karla- og kvennaflokki en áætlað er að keppni í öðrum deildum en í A-deild karla hefjist í kringum 10. mars.
Meira
DREGIÐ verður í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar föstudaginn 16. desember en þrjú ítölsk, þrjú spænsk og þrjú ensk lið komust áfram. Tvö lið eru frá Þýskalandi og einnig frá Hollandi.
Meira
ÖLL spjót beinast nú að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra enska liðsins Manchester United, eftir að liðið féll úr keppni í Meistaradeild Evrópu í gær en liðið endaði í neðsta sæti D-riðilsins og kemst ekki í 16 liða úrslit keppninnar og verður ekki í...
Meira
GUMMERSBACH, með þá Guðjón Val Sigurðsson og Róbert Gunnarsson innanborðs, sækir Kronau/Östringen heim í 8 liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik, en dregið var í gærkvöldi. Leikir 8 liða úrslitanna fara fram 14. og 15. febrúar.
Meira
KEFLAVÍK tók á móti Haukum í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Fyrir þennan leik mátti búast við hörkuleik því bæði þessi lið voru á toppi deildarinar.
Meira
MANCHESTER United er úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en jafntefli hefði dugað enska liðinu þar sem Villareal sigraði franska liðið Lille 1:0 á heimavelli.
Meira
KA heldur fimmta sæti DHL-deildar karla í handknattleik eftir mikilvægan sigur á Selfossi eystra í gærkvöld, 23:25. Selfoss hafði fjögurra marka forskot í hálfleik, 14:10.
Meira
* LOGI Geirsson , handknattleiksmaður hjá Lemgo , segist hafa fundið fyrir eymslum í baki og þess vegna hafi hann ekki leikið með liðinu þegar það sótti Flensburg heim í þýsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld.
Meira
KEFLVÍKINGAR taka á móti portúgalska liðinu Madeira í 16 liða úrslitum Evrópukeppninnar í körfuknattleik, Áskorendakeppninnar, í kvöld, en þetta er fyrri leikur liðanna.
Meira
GUMMERSBACH, lið þeirra Guðjóns Vals Sigurðssonar og Róberts Gunnarssonar, heldur sínu striki í þýsku 1. deildinni í handknattleik og er í efsta sæti þegar 14 leikjum er lokið.
Meira
ÚTRÁS Íslandsbanka hefur stóreflt starfsemi hans heima á Íslandi. Hún hefur gerbreytt áhættugrunni bankans þannig að uppruni og dreifing teknanna er miklu víðari en áður var.
Meira
Í ÁRSLOK 2002, þegar núverandi kjölfestufjárfestar komu að Landsbankanum, voru 953 starfsmenn í bankanum, 920 á Íslandi og 33 í London. Í dag starfa rúmlega 1.700 í Landsbankasamstæðunni, þar af um 610 manns utan Íslands á vegum Landsbankans.
Meira
TÍU fjárfestar hafa keypt húsnæði Radisson SAS hótelsins í Frankfurt í Þýskalandi fyrir 967 milljónir danskra króna, jafnvirði um 9,8 milljarða íslenskra króna. Það er danska fasteignafélagið Keops sem hefur milligöngu um kaupin fyrir hönd fjárfestanna.
Meira
TÍMARITIÐ BusinessWeek stóð að því að setja á fót vinnuhóp sérfræðinga til að leggja mat á það hvaða stórfyrirtæki í heiminum hafa staðið sig best í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á síðasta áratug.
Meira
ANDVIRÐI hvers starfsmanns KB banka er um 190 milljónir króna og samkvæmt sænska tímaritinu Affärsvärlden hefur ekkert norrænt fyrirtæki jafn verðmæta starfsmenn.
Meira
GEFIN voru út skuldabréf fyrir tvo milljarða í íslenskum krónum erlendis í gær en það var Ameríski þróunarbankinn sem bætti við útgáfu sína frá því í fyrradag þegar hann gaf út bréf fyrir þrjá milljarða króna.
Meira
ERLENDAR skuldir þjóðarbúsins nærri tvöfölduðust frá árslokum 2003 til loka septembermánaðar á þessu ári. Aukningin var 98%. Frá síðustu áramótum hafa skuldirnar aukist um 40% en þær jukust um 4% á milli ágúst og september og voru í lok þess mánaðar 2.
Meira
NORSKI fjárfestingarsjóðurinn Bank2 hefur fallið frá kröfu um lögbann á sölu Stig A. Rognstad, eiganda og forstjóra Norse AS, á fjárfestingarfélaginu Norse Securities ASA til Íslandsbanka frá því í síðasta mánuði.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is BRESKA lággjaldaflugfélagið easyJet flutti í fyrsta skipti meira en 30 milljónir farþega á síðustu tólf mánuðum en aðeins rúm tíu ár eru frá því að félagið var stofnað.
Meira
STÓRFYRIRTÆKI frá Vesturlöndum hafa gjarnan verið gagnrýnd fyrir að "misnota" starfsfólk í láglaunalöndum og verða ríkari og stærri á meðan. Hefur þetta verið ein helsta röksemd þeirra er gagnrýna hnattvæðinguna svokölluðu.
Meira
BRESKT fjárfestingarfélag, aAIM, stefnir að því að verja einum milljarði evra, jafnvirði um 76 milljarða íslenskra króna, til kaupa á fasteignum í Austur-Evrópu.
Meira
Bandarísk stórfyrirtæki hafa gripið til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir andstöðu ríkisstjórnarinnar við bindandi samninga þar um.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is VÖXTUR íslensku viðskiptabankanna á undanförnum árum hefur verið ótrúlega hraður og eru þeir nú allir með starfsemi í fjölmörgum löndum. Reyndar eru íslensku bankarnir í 8. 9. og 10.
Meira
GJALDSKRÁ Kauphallar Íslands fyrir útgefendur verðbréfa mun hækka um áramótin samkvæmt bréfi Kauphallarinnar til útgefenda sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Meira
STÓR hluti starfsmanna í mörgum deildum Kaupþings banka hér heima á Íslandi starfar jöfnum höndum fyrir starfsstöðvar bankans hérlendis og erlendis, en um 70% af tekjum bankans verða nú til utan Íslands.
Meira
EIGENDUR kauphallarinnar í New York (NYSE) hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu samruna kauphallarinnar við miðlunarfyrirtækið Archipelago, sem miðlar verðbréfum rafrænt.
Meira
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is OMX Exchanges, eigandi kauphallanna í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki, Tallinn, Riga og Vilnius, hefur samþykkt aðild Landsbankans að þremur fyrstnefndu kauphöllunum. Frá og með 12.
Meira
Iðnhönnuðurinn Sigurður Þorsteinsson er vel í sveit settur. Hann lifir og starfar í Mílanó á Ítalíu sem stundum er kölluð höfuðborg hönnunar í heiminum, þar sem hann er meðeigandi að einni virtustu hönnunarstofu landsins, Design Group Italia.
Meira
BAUGUR og Pálmi Haraldsson eiga í viðræðum um kaup á ensku sælkerakeðjunni Whittard of Chelsea og mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vera ætlunin að sameina félagið Julian Graves, sem er dótturfélag Baugs.
Meira
Guðríður Ólafsdóttir er eitt af andlitum Lýsingar út á við en hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi, með hléum þó. Guðmundur Sverrir Þór spjallaði við Guðríði og komst að því að hana dreymir um að bera út póst.
Meira
BANDARÍSKI hugbúnaðarrisinn Microsoft stefnir að því að fjárfesta fyrir um 1,7 milljarða dollara, jafnvirði um 110 milljarða íslenskra króna, á Indlandi á næstu fjórum árum.
Meira
ÞAÐ er óneitanlega merki um að vara hafi slegið í gegn þegar nafn hennar verður að samheiti yfir allar svipaðar vörur, þótt þær séu framleiddar af samkeppnisaðilum.
Meira
NÝLEGA opnaði fyrirtækið Ferð.is ehf bókunar- og þjónustuvef á slóðinni www.ferd.is. Ferðaskrifstofan er alfarið á netinu og geta viðskiptavinir pantað sjálfir ferðir á hvaða tíma sem er.
Meira
Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ROBERT Tchenguiz er óvenjulegur maður með óvenjulegan bakgrunn og sögu. Hann hefur verið viðriðinn kaup og sölu á nokkrum stórum fyrirtækjum undanfarið ásamt íslenskum fyrirtækjum eins og Baugi Group og KB banka.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SAS-flugfélagið á nú í samningaviðræðum við eiganda Netto, Dansk Supermarked, um að selja flugmiða í verslunum danska smásölurisans sem í heild rekur um eitt þúsund verslanir í Danmörku og nálægum löndum.
Meira
ROBERT Tchenguiz, íranski stóreignamaðurinn sem ásamt Barclays-banka, Apex og KB banka hefur unnið að yfirtöku á Somerfield-verslanakeðjunni í Bretlandi, hefur misst af Spirit Group-kráakeðjunni.
Meira
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is STRAUMUR - Burðarás Fjárfestingarbanki vill koma á breytingum innan Finnair. Frá þessu er greint á vef sænska blaðsins Dagens Industri . Þar segir m.a.
Meira
FORSTJÓRI norska olíurisans Norsk Hydro, Eyvind Reiten, telur að það muni einungis líða tíu til fimmtán ár þar til rekstur álvera leggist af í Evrópu.
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is STJÓRNVÖLD í Úkraínu hóta að skrúfa fyrir gasleiðslurnar sem liggja um landið frá Rússlandi til Vestur-Evrópu.
Meira
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is VERÐ á eðalmálmum og öðrum málmum hefur hækkað verulega að undanförnu og nú er svo komið að met hafa verið slegin þegar litið er til nafnverðs en ekki raunverðs.
Meira
VERKEFNALAUSNIR og Háskólinn í Reykjavík, HR, hafa gert með sér samning um samstarf. Samstarfið felur m.a. í sér að HR mun bjóða upp á námskeið í notkun MindManager og JCVGantt-hugbúnaðar innan HR og fyrir atvinnulífið.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRI breska bankans Barclays, Roger Davis, lætur af störfum í dag. Davis er framkvæmdastjóri Barclays í Bretlandi og stjórnarformaður bankans þar en bankinn er sá þriðji stærsti í Bretlandi.
Meira
DAGSBRÚN, Atorka Group og Mosaic Fashions munu koma inn í Úrvalsvísitöluna þann 1. janúar næstkomandi í stað Burðaráss, Jarðborana og HB Granda, að mati greiningardeildar KB banka sem gaf út áætlun um samsetningu vísitölunnar í gær. Mánudaginn 12.
Meira
NÝ stjórn var á þriðjudag kosin í norska fyrirtækinu Office Line, sem selur Apple-vörur í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Forsvarsmenn Öflunar ehf.
Meira
Daníel Ágúst gaf út sólóplötuna Swallowed a Star hér á landi í október. Hann gaf sér ekki tíma þá til að halda útgáfutónleika en spilaði á Airwaves-tónlistarhátíðinni sem var haldin í lok október. Hann lætur verða af því núna 14.
Meira
Haraldur Civelek býr í New York þar sem hann nemur hönnun í deild sem heitir "Design and Technology" í Parsons School of Design. Hann er á öðru ári í skólanum og líkar lífið í New York mjög vel.
Meira
ÞRIÐJUDAGINN 29. nóvember síðastliðinn voru haldnir á Grandrokki samstöðu- og styrktartónleikar til stuðnings réttindum palestínsku þjóðarinnar. Að þessu sinni rann allur ágóði tónleikanna til Öryrkjabandalags Palestínu.
Meira
Nilfisk var stofnuð 10. mars 2003 og samanstendur af fjórum einstaklingum, þeim Jóhanni sem syngur og spilar á gítar, Víði gítarleikara, Sveini trommara og Sigurjóni sem spilar á bassa.
Meira
Það ættu allir að vera farnir að kannast við japanska fyrirbærið Sudoku en á undanförnum misserum hafa vinsældir þessarar talnaþrautar farið eins og eldur um sinu um allan heim.
Meira
Hvernig hefurðu það í dag? "Bara gott...og æ betra eftir því sem líður á daginn." Hvað væri það besta sem gæti komið fyrir þig í dag? "Að ekkert vont kæmi fyrir." Hvað er það versta sem þú hefur upplifað? "Dauða sumra.
Meira
Landsbyggðardrengirnir í hljómsveitinni Reykjavík! hafa á undanförnum misserum verið duglegir við að kynna sig og músíkina sína á helstu tónleikastöðum höfuðborgarinnar.
Meira
Keilan er með elstu íþróttagreinum í heimi og keiluhallir hafa alltaf verið vinsælir samkomustaðir í Bandaríkjunum og vinsæll vettvangur fyrir unglingadeit.
Meira
UNDANFARNAR vikur hefur hljómsveitin Írafár verið á tónleikaferðalagi um allt landið. Þessi túr var haldinn til styrktar Einstökum börnum en þetta verkefni er unnið í samvinnu við Íslandsbanka.
Meira
Jólagjöfin mín í ár, ekki metin er til fjár...er byrjun á jólalagi sem flestir kannast við. En viðurkennum það bara að það er ekki svona einfalt - við viljum öll fá pakka og jólin eru liggur við ónýt ef við fáum ekki eitthvað sem okkur langar í.
Meira
Reese Witherspoon er kannski ekki eftirlæti allra. Hún er a.m.k. ekki í neinu uppáhaldi hjá mér en til er fólk sem finnst hún frábær. Mér finnst hins vegar Mark Ruffalo alveg frábær. Öðrum finnst það þó ekki.
Meira
Ragnhildur Gísladóttir söng þetta litla jólalag upphaflega með hljómsveitinni Brunaliðið en lag og texti er eftir hljómlistarmanninn Magnús Kjartansson. Lagið kom út á jólaplötu Brunaliðsins, 11 jólalög , árið 1978.
Meira
Ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa Mark Ruffalo sem leikara myndi ég nota góður. Þannig hefði ég alveg eins geta byrjað þennan pistil svona: Mark Ruffalo er góður leikari. En það er svo sem nóg að hafa fyrirsögnina þannig.
Meira
NÝHIL eru félagasamtök ungra einstaklinga sem semja ljóð. Alls eru um þrjátíu manns í félaginu, það fer eftir því hversu margir eru virkir hverju sinni, fólk kemur inn og hverfur frá.
Meira
Það er ekki hægt að segja að hljómsveitin Leaves haldi mikið af tónleikum á börum borgarinnar. Því voru margir hissa að frétta af tónleikum þeirra á Grandrokki um síðustu helgi.
Meira
Þeir sem eru ekta jólabörn óttast fátt meira á þessum árstíma en hinn ógurlega jólakött sem ræðst að hverjum þeim sem ekki fær nýjar spjarir fyrir hátíðirnar. Ragnheiður Gröndal er ein af þeim sem óttast svarta köttinn.
Meira
Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir kvikmyndasýningum í Bæjarbíói Hafnarfirði á þriðjudögum og laugardögum. Næstkomandi laugardag verður sýnd hin bráðskemmtilega Darling í leikstjórn John Schlesinger frá 1965.
Meira
Áfengissala á Íslandi var 1.523 þúsundir alkóhóllítra árið 2004. Það árið voru rúmlega 60.000 manns undir lögaldri. 1.523 þúsundir alkóhóllítra deilast því á um 230.000 einstaklinga. Nei annars, hvað ætli séu margir bindindismenn á Íslandi yfir...
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.