MANNRÉTTINDAFULLTRÚI Evrópuráðsins mælir með því, að íslensk stjórnvöld endurskoði núverandi aðferðir sem notaðar eru til að skipa dómara í Hæstarétt til að tryggja betur sjálfstæði réttarins. Þetta kemur fram í skýrslu, sem hann kynnti í gær.
Meira
HJÁLMAR Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. Fyrirsögnin er höfundar: "Í fjölmiðlum í gær lýsti Skarphéðinn Þórisson ríkislögmaður því yfir vegna orða minna á Alþingi 9. desember sl.
Meira
Reyðarfjörður | Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf nýlega út ljóðabókina Í hélu haustsins, eftir Helga Seljan fyrrum skólastjóra á Reyðarfirði, alþingismann og framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins.
Meira
ARNALDUR Indriðason heldur efsta sætinu á Bóksölulista Morgunblaðsins en glæpasaga hans, Vetrarborgin, var mest selda bókin á landinu dagana 6. til 12. desember samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar HÍ. Harry Potter og Blendingsprinsinn eftir J.K.
Meira
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Elvu Björk Sverrisdóttur VERÐ á matvörum í verslunum á Íslandi er 42% hærra en í löndum Evrópusambandsins og virðist helsta ástæðan vera innflutningshöft á búvörur.
Meira
Skagafjörður | Verktakinn G. Hjálmarsson á Akureyri átti lægsta tilboð í endurgerð gatnamóta Hringvegar og Sauðárkróksbrautar í Varmahlíð í Skagafirði. Býðst hann til að vinna verkið fyrir 21,8 milljónir kr.
Meira
Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Jón Kristjánsson, heilbrigðis- tryggingamálaráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýrri heilsugæslustöð á Skagaströnd í vikunni.
Meira
MARKVISST er unnið að því að flytja alla starfsemi Háskólans á Akureyri á háskólasvæðið við Sólborg og er hönnun á um 2000 fermerta viðbyggingu fyrir kennslu nú nánast lokið.
Meira
Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is St. Pétursborg | Borgarstjóri St. Pétursborgar, Valentina Matvíenkó, og Tomas Hallberg, framkvæmdastjóri ECAD (Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum), skrifuðu í gær undir samning um þátttöku St.
Meira
Skagaströnd | Fimm sóttu um embætti sóknarprests á Skagaströnd. Starfið var auglýst í kjölfar þess að Magnús Magnússon flutti sig til Ólafsvíkur og tók við embætti þar. Umsóknarfrestur um prestsembættið á Skagaströnd rann út 8. desember sl.
Meira
FIMM umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út hinn 8. desember sl.
Meira
Egilsstaðir | Um næstu áramót opnast raforkumarkaðurinn fyrir almenning og minni fyrirtæki. Því ætlar Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), í samvinnu við fleiri aðila, að standa fyrir kynningarfundi á Hótel Héraði, Egilsstöðum, fimmtudaginn 15.
Meira
FM Óðal hefur útsendingar | Árlegt jólaútvarp unglinga í Borgarbyggð, FM Óðal 101,3, fór í loftið fyrr í vikunni og hófst útsending með ávarpi útvarpsstjóra, Írisar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélagsins.
Meira
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hyggst skerpa reglur um boðsgesti úr röðum áskrifenda á lokuðum tónleikum á borð við tónleika hljómsveitarinnar með Bryn Terfel í síðustu viku. Þetta var rætt á stjórnarfundi hljómsveitarinnar í gær.
Meira
Álftanes | Ný Nautilus-heilsuræktarstöð verður opnuð í Íþróttamiðstöð Álftaness snemma í janúar á næsta ári, en samningur þess efnis var undirritaður milli sveitarstjórnar Álftaness og forsvarsmanna Nautilus á Íslandi.
Meira
PLATA Garðars Thors Cortes er langmest selda plata vikunnar samkvæmt Tónlistanum. Í öðru sæti er Ár og öld Björgvins Halldórssonar og í því þriðja Ég skemmti mér með Guðrúnu Gunnars og Friðriki Ómari.
Meira
ÁSGERÐUR Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur og forseti bæjarstjórnar, gefur kost á sér í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor.
Meira
Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Hundruð milljóna barna sæta mismunun og misnotkun víða um heim og á ári hverju bætist gífurlegur fjöldi í hópinn, sem í raun er ósýnilegur öðrum íbúum veraldar.
Meira
SAMHLIÐA sölu Oddaflugs, eignarhaldsfélags Hannesar Smárasonar, og Baugs Group á samanlagt 10% hlut í FL Group til Landsbankans í gær, var gerður svonefndur afleiðusamningur við bankann sem felur í sér að félögin bera bæði fjárhagslega áhættu og njóta...
Meira
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur siguhanna@mbl.is FULLT var út úr dyrum á fundi Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara um launamál leikskólakennara sem haldinn var í gær á Grand Hóteli. Yfirskrift fundarins var Til hvers að mennta sig?
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands úrskurðaði karlmann í gæsluvarðhald til 20. desember á þriðjudag vegna rannsóknar lögreglunnar á Selfossi á gríðarlega umfangsmikilli kannabisræktun í uppsveitum Árnessýslu.
Meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra varð fimmtugur 2. desember sl. og orti Halldór Blöndal limru af því tilefni: Standa hamsar hans hjarta næst. Hákarlsbeita ef fæst er hans veisludiskur og fiskur og fiskur súr hvalur og skata kæst.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is Það sem af er árinu eru um 73 staðfest tilfelli Lítið sem ekkert hefur verið um tilfelli hettusóttar undanfarin ár eða síðan síðasti stóri faraldurinn geisaði 1987.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði til staðfestingar lögbanni á birtingu Fréttablaðsins á fréttum upp úr tölvupóstum hennar.
Meira
Innflutningshöft á búvöru virðast helsta ástæða þess að verð á matvörum í verslunum á Íslandi er 42% hærra en í löndum innan Evrópusambandsins. Þá er vöruval í stórmörkuðum á Íslandi minna en í löndum ESB. Sunna Ósk Logadóttir kynnti sér norræna skýrslu um matvörumarkaðinn.
Meira
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segist vera að fara yfir skýrslu sem Samkeppniseftirlitið kynnti í gær um matvælaverð og segir Guðni að í henni sé í rauninni ekkert nýtt. Skv.
Meira
KARLMAÐUR um þrítugt sem talinn er vera frá Afganistan var í gær úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík þar sem lögregla telur að fullkomin óvissa ríki um hver maðurinn er.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÍRAKAR ganga að kjörborðinu í dag og hvatti Jalal Talabani, forseti Íraks, landa sína í gær til að taka höndum saman og neyta atkvæðisréttar síns allir sem einn.
Meira
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti yfir því í gær að helför gyðinga í síðari heimsstyrjöld væri þjóðsaga ein og flytja ætti gyðingaríkið til Alaska. Ummæli forsetans voru fordæmd víða um heim og sögð "yfirgengileg".
Meira
Jólatónleikar í Duus | Þessa vikuna og fram á mánudag munu kennarar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, einn eða fleiri saman, halda jólatónleika með nemendum sínum.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is KONUR eru í verulegum minnihluta þeirra sem birtast á sjónvarpsskjá landsmanna, eða um 30% af útsendu efni á kjörtíma sjónvarpsstöðvanna og á það jafnt við um fréttir, sjónvarpsþætti og auglýsingar.
Meira
KORN var þreskt síðastliðinn mánudag á bænum Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði. Skorið var upp af einum hektara og var kornið óskemmt og gott, að því er segir á vef Bændasamtakanna. Einnig hafa bændur verið að rúlla hálm sem ekki náðist í...
Meira
Þau mistök urðu við birtingu forsíðumyndar Ágústar Blöndal af skýjafari í Neskaupstað í gær, að rangur texti og höfundarnafn fylgdu henni. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessu.
Meira
Kópavogur | Bæjarráð Kópavogs úthlutaði á fundi sínum í síðustu viku byggingarrétti á Kópavogstúni, í Þingum og Hvörfum. Í samræmi við úthlutunarreglur var dregið milli umsækjenda sem metnir voru jafnsettir af bæjarráði.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir Einari Haraldssyni. Einar er 18 ára, um 180 cm á hæð, þrekvaxinn, um 85 kg, ljósskolhærður og með meðalsítt hár og grá augu. Ekki er vitað um klæðnað. Einar fór frá Laugarásbíói um kl. 00.
Meira
Skagafjörður | Búið er að kunngera niðurstöður úr hinni árlegu lambaskoðun hjá skagfirskum sauðfjárbændum. Var hún að umfangi svipuð og síðustu ár en lömbin betri að gerð.
Meira
FÉLAGSVÍSINDA- og lagadeild og Símenntun Háskólans á Akureyri hafa tekið við veglegri bókagjöf frá Arngrími Jóhannssyni flugstjóra. Um var að ræða 360 eintök af kennslubókum í kínversku.
Meira
Bagdad. AFP, AP. | Líklegt þykir að mikil kjörsókn verði í þingkosningunum í Írak í dag og að bandalag Ibrahims al-Jaafaris forsætisráðherra fái flest þingsæti. Íraska bandalagið, undir forystu Jaafaris, er spáð allt að 40% atkvæðanna.
Meira
BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir það skoðun sína að ekki beri að afnema hina pólitísku ábyrgð á því, hver sé skipaður dómari, það er að lokaorðið verði í höndum dóms- og kirkjumálaráðherra.
Meira
ÁSGEIR Þór Ásgeirsson, stjórnandi íslensku friðargæslusveitarinnar sem var að störfum í norðurhluta Afganistan segir að verkefnum hennar megi helst líkja við eftirlit lögreglu, þeir hafi fylgst með þróun mála og tekið saman upplýsingar um ástandið í...
Meira
SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar, SPH, er aðalstyrktaraðili Jólaþorpsins sem opið er um helgar í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir þessi jól eins og þrjú undanfarin ár. Tilgangur Jólaþorpsins er að setja jólabrag á mannlífið og auka jólaverslun í miðbæ Hafnarfjarðar.
Meira
EINN af þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar, Þórarinn Ingi Ingason, fer til starfa fyrir Air Lift á hamfarasvæðunum í Pakistan en þar bíður hans það hlutverk að fljúga með vistir og nauðsynjar upp í þorpin í fjöllunum í kringum bæinn Abbottabad.
Meira
TVEIR barnakórar úr Árnesþingi koma fram og syngja saman á árlegum jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir verða í Háskólabíói næsta laugardag.
Meira
Bagdad. AFP. | Önnur þeirra er frjálslynd og aðhyllist veraldarhyggju en hin íhaldssöm í trúmálum. Safiya al-Suheil og Amira al-Baldawi eru báðar sjítar og í framboði í þingkosningunum í Írak í dag en ekki í sama flokki.
Meira
Í TILEFNI af fréttaflutningi og umræðu undanfarna daga um frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, sem lagt var fram á Alþingi í haust en hlaut ekki afgreiðslu, er nauðsynlegt að koma eftirfarandi á...
Meira
Tveir bekkir í Oddeyrarskóla á Akureyri, 1. og 6. bekkur, buðu nýlega til samkomu þar sem boðið var upp á jólalög, helgileik og glæsilegan flutning á laginu Hjálpum þeim.
Meira
YFIRTÖKUNEFND komst að þeirri niðurstöðu snemma í gærmorgun að Baugi Group hefði verið skylt að gera yfirtökutilboð til annarra hluthafa í FL Group.
Meira
Selfoss | Kjörnefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Sveitarfélaginu Árborg hyggst leggja til að prófkjör verði viðhaft við uppstillingu á lista flokksins við komandi sveitarstjórnarkosningar. Kom það fram á fundi hjá sjálfstæðismönnum um helgina.
Meira
"MÉR finnst alveg tímabært að samkeppnisyfirvöld skoði matvörumarkaðinn og það sé komist til botns í því hvernig hann virkar og að skoðað verði gagnrýnum huga hvort þessi uppsetning sem er á honum núna geti hreinlega staðist og sé eðlileg, þ.e.a.s.
Meira
Kona hefur fundist á lífi í húsarústum í Pakistan, tveimur mánuðum eftir að jarðskjálfti, sem reið yfir Kasmírhérað, lagði hús hennar í rúst. Leit hafði löngu verið hætt á svæðinu en að sögn danskra fjölmiðla var það hrein tilviljun að konan fannst.
Meira
Paul Martin, forsætisráðherra Kanada, brást í gær hart við gagnrýni sendiherra Bandaríkjanna á hendur honum. "Ég tek ekki við fyrirmælum um það hvaða mál ég set á dagskrá [í kosningabaráttunni]," sagði Martin skv.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÍSLENSKIR togaraskipstjórar hafa orðið varir við óþekkt erlend togskip að veiðum allt að 30 sjómílur innan landhelgismarkanna á Verkamannabanka, en hann er við miðlínuna milli Færeyja og Íslands.
Meira
BÓKIN Myndir ársins þar sem er að finna bestu myndir blaða- og fréttaljósmyndara frá árinu 2004 verður til sölu í verslunum Hagkaupa í Kringlunni, Smáralind og Skeifunni fram til jóla.
Meira
Kárahnjúkavirkjun | "Borinn byrjar væntanlega sitt verk fyrir helgi," segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Því má ætla að allir TBM-risaborarnir vinni í aðrennslisgöngum virkjunarinnar á næstunni.
Meira
Á ALÞJÓÐADEGI fatlaðra, 3. desember sl., veitti ferlinefnd Kópavogs viðurkenningu fyrir gott aðgengi. Nefndinni bárust nokkrar ábendingar, allar um opinberar byggingar.
Meira
Íslenzkir samningamenn sitja nú við samningaborðið á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Hong Kong. Þar berjast þeir ekki sízt fyrir tveimur markmiðum.
Meira
Bob Woodward, blaðamaður Washington Post , öðlaðist heimsfrægð þegar hann ásamt Carl Bernstein átti snaran þátt í að fletta ofan af Watergate-hneykslinu, sem leiddi til afsagnar Richards Nixons úr embætti Bandaríkjaforseta.
Meira
Yfirtökunefnd Kauphallar Íslands og fleiri aðila á fjármálamarkaði komst í fyrradag að þeirri niðurstöðu að yfirtökuskylda hefði myndazt í FL Group hf. og Baugi Group bæri að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð.
Meira
SVO virðist sem fjölleikasýningin The Shneedles sé að hitta í mark hjá landanum þrátt fyrir að enn sé rúmur mánuður í að þeir félagar komi til landsins því aðeins örfáir miðar eru eftir á sýninguna sem haldin verður í Laugardalshöll, föstudaginn 27.
Meira
Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikarar: Naomi Watts, Jack Black, Adrien Brody, Thomas Kretschmann, Colin Hank, Jamie Bell , Evan Parke, Kyle Chandler. 187 mín. Nýja-Sjáland/Bandaríkin 2005.
Meira
Bandaríska leikkonan Victoria Principal , sem m.a. lék hlutverk Pamelu Ewing í sjónvarpsþáttunum Dallas , mun að öllum líkindum verða fyrsta konan sem fer út í geiminn sem ferðamaður.
Meira
GUITAR Islancio leikur á Draumakaffi í Mosfellsbæ í kvöld. Tríóið mun leika m.a. lög af öllum sínum diskum, en leggja þó sérstaka áherslu á að kynna nýjasta diskinn, Icelandic Folk, sem kom út á dögunum.
Meira
Brot af mér, sólóplata Aðalheiðar Ólafsdóttur, Heiðu, sem syngur lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Hljóðfæraleikarar eru fjölmargir. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stýrði upptökum. Sena gefur út.
Meira
HLJÓMSVEITIN Hjálmar hefur verið iðin við spilamennsku víða um land undanfarnar vikur og ekkert lát verður á spilagleðinni næstu daga. Þeir hefja leik á Litla-Hrauni í dag og í kvöld leika þeir á Ránni í Keflavík frá klukkan 22.
Meira
Á MEÐAN hörkutólin Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger nota hnefana í kvikmyndum, styðjast ungar konur í sjónvarpsþáttum við andlega hæfileika. Enga venjulega andlega hæfileika heldur eru þeir af yfirnáttúrulegri gerð.
Meira
Út er komin á vegum Skruddu Söngbók Gunnars Þórðarsonar sem hefur að geyma nótur og söngtexta laga eftir Gunnar. Gunnar Þórðarson hefur um áratugabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og tónskálda.
Meira
Kvennakór Kópavogs og Karlakór Kópavogs fluttu lög úr ýmsum áttum. Kórstjórar og meðleikarar: Julian Hewlett og Natalía Chow Hewlett. Föstudagur 9. desember.
Meira
BÓKAFORLAGIÐ Veröld á nú í samningaviðræðum við bandarískan kvikmyndaframleiðanda um gerð bíómyndar eftir glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Þriðja tákninu.
Meira
Tónlist | Árlegir jólatónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða í Hallgrímskirkju á laugardaginn kl. 17.00 og kl. 22.00 og á sunnudaginn kl. 20.00. Karlakórinn flytur hefðbundin aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum.
Meira
NÝTT myndband söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur verður frumsýnt í þættinum Sirkus RVK með Ásgeiri Kolbeinssyni á Sirkus í kvöld. Myndbandið er við lagið "Watch Out" af plötunni Bird of Freedom , sem kom út fyrir skömmu.
Meira
PLATA Garðars Thors Cortes er langmest selda plata vikunnar samkvæmt Tónlistanum. Platan, sem heitir eftir tenórnum, seldist í tæpum 1.700 eintökum. Þreföld safnplata Björgvins Halldórssonar, Ár og öld , víkur af toppnum í annað sætið með tæp 1.
Meira
SÆNSKA ríkisstjórnin hefur lagt fram andvirði 34,5 milljóna íslenskra króna til gerðar íslensk-sænskrar orðabókar. Að sögn Guðrúnar Kvaran, forstöðumanns Orðabókar Háskólans, er þetta hluti stórs norræns orðabókarverks, sem unnið verður til ársins 2011.
Meira
LOKAÞÁTTURINN af piparsveinaþættinum íslenska er í kvöld á Skjá einum. Steini þarf að velja milli Jennýjar og Gunnfríðar. Eftir þáttinn kemur nýja parið í sófann hjá...
Meira
Þessi mynd er blaut, ég málaði hana í gær. Maður verður að hreyfa sig eitthvað," segir Eggert Magnússon og tekur nýja mynd upp af borði við gluggann; hún sýnir Ayers Rock - fjallið helga í Ástralíu.
Meira
Út er kominn hljómdiskurinn Það besta við jólin eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Á diskinum eru fimmtán ný íslensk jólalög sem Þórunn hefur samið á síðustu árum.
Meira
Frá Helgu Rúnu Gústafsdóttur og Ingibjörgu Margréti Ísaksdóttur: "Á ALÞJÓÐADEGI fatlaðra hinn 3. desember sl. var Múrbrjóturinn afhentur. Landssamtökin Þroskahjálp veita þessa viðurkenningu til verkefna sem þykja hafa rutt nýjar brautir fyrir fatlaða í jafnréttisátt á við aðra í samfélaginu."
Meira
BALDUR Hermannsson eðlisfræðingur hefur svarað grein minni sem ég skrifaði um ómálefnaleg skrif hans og fleiri um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Í lok greinar sinnar (Mbl. 13. des.
Meira
Bjarni Berg fjallar um skipulagsmál á Álftanesi: "Við íbúar á Álftanesi erum ekki æsingafólk heldur fólk sem vill betri úrlausn en þessa sem verið er að bjóða okkur hér upp á."
Meira
Bolli Pétur Bollason skrifar um ritstjórnarstefnu DV: "Það má ekki þegja gagnvart þessu, þögnin er þrúgandi, meira að segja fyrir DV, sem heldur áfram að beita sjálfskipuðu dómsvaldi sínu..."
Meira
Árni Johnsen fjallar um göng milli lands og Eyja: "Það er til að mynda sorglegt að alþingismenn fari að ala á svartsýni varðandi verkefnið án þess að hafa sett sig inn í málið..."
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá framkvæmdastjórum landsfélaga Rauða krossins á Norðurlöndum: "Á undanförnum árum hefur talsvert borið á því að mannúðaraðstoð sé notuð í hernaðarlegum og stjórnmálalegum tilgangi.
Meira
Eftir Þröst Ólafsson: "Án aðkomu KB-banka hefði ekki verið gerlegt að fá Bryn Terfel hingað til lands. Hann er ekki ódýr listamaður. Miðaverð hefði þurft að hlaupa á tugum þúsunda ef miðar hefðu verið seldir í frjálsri sölu."
Meira
Hugleiðingar fyrir jólin EITT tímabilið tekur við af öðru í lífinu. Árin þjóta áfram og áður en varir eru sumir orðnir fimmtugir á meðan aðrir halda upp á sextugsafmælið sitt. Unglingurinn er á öðru máli. Honum finnst tíminn oft vera á hraða snigilsins.
Meira
Garðar Hilmarsson skrifar um nýgerðan kjarsamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurborgar: "...starfsmat leysir ekki óréttlæti, það í besta falli varpar ljósi á það."
Meira
Davíð Ólafur Ingimarsson fjallar um viðskipti Orkuveitunnar, Jarðborana hf. og Atorku hf.: "Það hlýtur að vera markmið stjórnar Orkuveitunnar, þar sem R-listinn ræður nú meirihluta, að varðveita eignir fyrirtækisins og gæta hagsmuna fyrirtækisins við ráðstöfun þeirra."
Meira
Helgi Jósefsson Vápni fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1947. Hann lést 3. desember síðastliðinn. Hann er sonur Jósefs Halldórssonar, f. 12. október 1917, og Dýrfinnu Helgadóttur, f. 4. október 1925, d. 4. september 1991.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Loftsson fæddist í Reykjavík 31. mars 1945. Hann lést á heimili sínu 7. desember síðastliðinn. Foreldar hans voru Loftur Helgason aðalbókari, f. 22. apríl 1910, d. 8. júlí 1983, og Helga Sigríður Lárusdóttir húsfreyja, f. 31. október 1912, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Ingimar Sigurðsson fæddist á Litlu-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu, 3. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín J. Jónsdóttir, f. 29.8. 1891, d. 20.6.
MeiraKaupa minningabók
Katrín Sveina Pétursdóttir bankastarfsmaður fæddist í Engidal í Skutulsfirði 28. febrúar 1940. Hún lést í Reykjavík 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Jónatansson frá Efsta-Bóli í Önundarfirði, f. 1894, d.
MeiraKaupa minningabók
Ómar S. Zóphaníasson fæddist í Reykjavík 25. september 1936. Hann lést á heimili sínu 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóna Marta Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 27.7. 1905, d. 28.8.
MeiraKaupa minningabók
Steinunn Hafstað fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 19. janúar 1919. Hún lést á Sólvangi 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Hafstað bóndi í Vík, f. 23. maí 1883 á Hafsteinsstöðum, d. 22. júní 1969, og Ingibjörg Sigurðardóttir,...
MeiraKaupa minningabók
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NORÐMENN og Evrópusambandið hafa nú samið um veiðar á norsk-íslenzku síldinni á næsta ári. Samningurinn felur í sér aðgang skipa ESB að lögsögu Noregs, en þar hafa ESB-skipin ekki fengið að veiða síðan 2002.
Meira
ALDO skóverslun Verslunin Aldo hefur verið opnuð í Kringlunni. Hún sérhæfir sig í framleiðslu á vönduðum tískuskófatnaði og leðurvörum ásamt tískuaukahlutum. Sera ehf.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í Mundakoti á Eyrarbakka er búð sem selur pólskar jólakúlur. Það eru hjónin Sigurður Arnarson og Monika Arnarson sem eru eigendur hennar.
Meira
Jólatré er í augum okkar flestra fallega skreytt sígrænt barrtré. Það getur verið íslenskt eða útlenskt, þinur, greni eða fura, jafnvel eilíft plast, allt eftir hugmyndum okkar og óskum. Fjölmargar sögur eru til um að barrtré sé tákn um kristni.
Meira
Jólamatur er yfirleitt afar bragðgóður en líka mjög fitandi. Uppskriftirnar eru hefðbundnar og frá því fyrir daga hitaeiningamælinga og kólesterólþekkingar, eins og fram kemur á heilsuvef MSNBC.
Meira
Bónus Gildir 15. des-18. des verð nú verð áður mælie. verð Ali hamborgarhryggur 1.049 1.348 1.049 kr. kg Hreindýrafillet frá Finnlandi 3.999 4.998 3.999 kr. kg Ístertur viennetur, 650 ml, 5 teg. 299 398 460 kr. ltr Rækja frosin 589 799 589 kr.
Meira
Í nóvember birtist viðtal við bútasaumskonuna Helgu Einarsdóttur. Hún var þá komin af stað í jólaföndrinu og var meðal annars nýbúin að gera jólauglur.
Meira
GAMLA mjólkurhúsið á bænum Meðalheimi á Svalbarðseyri hefur fengið nýtt hlutverk en þar hefur í rúmt ár verið starfrækt fyrirtækið Ice & Fire ehf.
Meira
Selaolía Í flestum apótekum og heilsubúðum á landinu fæst nú Polarolje eða svokölluð selaolía. Hún er framleidd í Noregi og unnin úr spiki ungsels frá Grænlandi. Heildsalan Gnótt sf.
Meira
Þriggja vikna skemmtiferð til Kanaríeyja breyttist í andhverfu sína hjá Húsvíkingnum Höskuldi Sigurgeirssyni eftir að hafa hrasað á gangstétt og slasast. Synir hans sögðu Jóhönnu Ingvarsdóttur frá hremmingunum baráttu við að koma karli heim.
Meira
Spurning: Ef keypt er jólapakkatilboð á flugmiða hjá Icelandair kostar 2.000 krónum meira að borga með debetkorti en kreditkorti. Einungis er hægt að borga með kreditkorti á netinu og ef miðinn er keyptur í símsölu og borgað með debetkorti kostar það 2.
Meira
Konungshallir, raðhúsalengjur, einbýlishús og blokkir eru meðal þeirra listaverka sem sett hafa verið saman í Piparkökuhúsaleik Kötlu, sem nú stendur yfir í Kringlunni.
Meira
Hilmar Oddsson fæddist í Reykjavík. Hann er menntaður kvikmyndagerðarmaður frá Kvikmyndaháskólanum í München. Hann hefur gert fjórar leiknar bíómyndir ásamt fjölda sjónvarps- og heimildamynda. Hilmar vinnur nú að heimildamynd um Dieter Roth, auk þess sem hann undirbýr næstu kvikmynd sína.
Meira
Hlutavelta | Systurnar Viktoría Rós og Magdalena Ósk Bjarnþórsdætur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær 3.625 kr. Bróðir stúlknanna, Alexander Már, 9 mánaða, fékk að koma...
Meira
Hlutavelta | Þrjár bekkjarsystur úr 2.J. í Kársnesskóla söfnuðu flöskum og dósum að andvirði 855 kr. og færðu Kópavogsdeild Rauða krossins. Þetta voru þær Margrét Kristín Kristjánsdóttir, Ósk Jóhannesdóttir og Ósk Hind...
Meira
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Blik í augum og rjóðar kinnar einkenna margan hestamanninn rétt eins og jólasveinana. Fleira eiga þeir nú ekki sameiginlegt nema kannski jólagjafirnar.
Meira
Okkur ætti því að renna blóðið til skyldunnar en við gætum líka rifjað upp að það sem einkum varð til að lyfta okkur upp úr eymdinni voru viðskipti við aðrar og auðugri þjóðir.
Meira
Samkirkjuleg guðþjónusta á þýsku Samkirkjuleg guðþjónusta verður haldin í Dómkirkjunni 4. sunnudag í aðventu, 18. desember og hefst kl. 15. Séra Gunnar Kristjánsson prófastur og séra Jürgen Jamin halda guðsþjónustuna sameiginlega. Marteinn H.
Meira
Víkverja finnst ágætt að vera kenndur við vík og ennþá betra að búa í grennd við eina slíka. Víkur eru góðar til síns brúks, um það er ekki deilt. Hvers vegna er Víkverji að fjasa um þessi almæltu tíðindi?
Meira
KNATTSPYRNA og golf standa upp úr hvað varðar fjölda iðkenda á Íslandi samkvæmt starfsskýrslu sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gefur út en skýrslan er byggð á upplýsingum frá íþróttafélögum fyrir árið 2004. Alls eru skráðir rúmlega 96.
Meira
BARCELONA lagði Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, í spænsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi, 26:24, og komst þar með tveimur stigum upp fyrir Ciudad.
Meira
MANCHESTER United vann stórsigur á Wigan, 4:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld og komst með því upp fyrir Liverpool og í annað sætið, níu stigum á eftir Chelsea. West Ham komst í sjöunda sætið með því að sigra Everton á útivelli, 2:1.
Meira
HAUKAR eru komnir á kunnuglegar slóðir í DHL-deild karla í handknattleik. Liðið lagði ÍR 33:29 í Austurbergi í gærkvöldi og er nú í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Val sem er í efsta sæti en á leik til góða.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kvenna á fyrir höndum erfiða leiki í undankeppni Evrópumótsins í vor, það virðist vera ljóst þótt ekki komist á hreint fyrr en á sunnudaginn gegn landsliði hvaða þjóðar það leikur.
Meira
JÓN Oddur Halldórsson, frjálsíþróttamaður úr Reyni á Hellissandi, og Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona úr Fjölni, voru í gær valin íþróttamaður og íþróttakona Íþróttasambands fatlaðra.
Meira
FORRÁÐAMENN sænska knattspyrnuliðsins Helsingborg gera sér vonir um að fá sænska landsliðsmiðherjann Henrik Larsson til liðs við sig frá Barcelona eftir heimsmeistaramótið í Þýskalandi næsta sumar.
Meira
SUÐUR-Ameríkumeistararnir í Sao Paulo frá Brasilíu tryggðu sér í gær sæti í úrslitum á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu þegar liðið bar sigurorð af Asíumeisturunum í Al Ittihad frá Sádi Arabíu, 3:2, í undanúrslitum keppninnar sem fram fer í...
Meira
MEGN óánægja ríkir með framkvæmd heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna sem nú stendur yfir í St. Pétursborg í Rússlandi. Sárafáir áhorfendur hafa komið á leiki mótsins, jafnvel þegar lið heimamanna spilar.
Meira
* RÚNAR Kristinsson var eini Íslendingurinn í liði Lokeren þegar það gerði 1:1 jafntefli við La Louviere í belgísku deildinni í gærkvöldi. Rúnar lék allan leikinn en fimm fastamenn vantaði í liðið að þessu sinni.
Meira
EINAR Hólmgeirsson, landsliðsmaður í handknattleik, var í miklum ham í gærkvöld þegar lið hans, Grosswallstadt, sótti Göppingen heim í þýsku 1. deildinni.
Meira
VILHJÁLMUR Halldórsson, handknattleiksmaður hjá Skjern, nefbrotnaði ekki eins og óttast var í leik liðsins við Wisla Plock í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik.
Meira
SVEN Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir að aðeins séu þrjú laus sæti í HM-hópnum sem hann mun tilkynna um miðjan maí. ,,Ég er opinn fyrir öllu en það sem öllu málir skiptir er að ég mun velja þá 23 bestu.
Meira
Hér fer á eftir í heild álitsgerð yfirtökunefndar vegna skoðunar hennar á því hvort yfirtökuskylda hefði stofnast í FL Group og eru millifyrirsagnir og skáletranir nefndarinnar: Inngangur "Á fundi Yfirtökunefndar, sem haldinn var þann 28.
Meira
TILFÆRSLUR urðu á stórum hlut í Íslandsbanka í gær þegar Þáttur eignarhaldsfélag ehf. keypti alla hluti Milestone ehf. (og fjárhagslega tengdra aðila) og Baugs Group í bankanum.
Meira
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Kögun hefur nú tryggt sér 90,2% hlutafjár í norska félaginu Hands ASA og hefur þar með leyfi samkvæmt norskum hlutafélagalögum til þess að innkalla útistandandi hlutafé.
Meira
Á SAMA tíma og velta H&M hefur verið undir væntingum hefur Zara, spænski keppinauturinn í sölu á tískufatnaði á hagstæðu verði, sífellt verið að sækja í sig veðrið.
Meira
ÞÝSKA væntingarvísitalan, ZEW, sem gefur vísbendingu um tiltrú manna á stærsta hagkerfi Evrópu, hækkaði miklum mun meira í desember en menn höfðu búist við eða í 61,6 stig og hefur ekki verið hærri í eitt og hálft ár.
Meira
KÍNVERSKA ríkisolíufélagið CNOOC hefur áhuga á að fjárfesta erlendis, eins og sýndi sig nýlega þegar ekki tókst að kaupa bandaríska olíufélagið Unocal.
Meira
JULIAN Graves, dótturfélag Baugs, hefur gert yfirtökutilboð í enska félagið Whittard of Chelsea. Tilboðið hljóðar upp á 21,5 milljónir punda, sem jafngildir um 2,4 milljörðum króna.
Meira
BANDARÍSKA kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur fest kaup á Dreamworks, óháðu kvikmyndafyrirtæki í eigu þeirra Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen.
Meira
Öll markmið SÍF í sambandi við kaup félagsins á franska lúxusmatvælafyrirtækinu Labeyrie hafa náðst fram, að sögn Jakobs Sigurðssonar, forstjóra SÍF Group. Ágúst Ásgeirsson kynnti sér starfsemi Labeyrie, sem er eitt þriggja dótturfélaga SÍF í Frakklandi.
Meira
BAUGUR Group undirbýr frekari fjárestingar í Danmörku. Fyrirtækið hefur nú þegar komið að kaupum á vöruhúsunum Magasin du Nord og Illum, raftækjakeðjunni Merlin og fjárfestingarfélaginu Keops í Danmörku.
Meira
Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is EKKERT lát virðist ætla að verða á hækkun Úrvalsvísitölu aðallista Kauphallar Íslands. Lokagildi hennar í gær var 5.350,98 stig og hefur hún hækkað um 59,3% frá áramótum þegar hún var 3.359,6 stig.
Meira
FULLTRÚAR ráðgjafarfyrirtækisins SBC Europe og Skýrr hf. eru nú staddir á Möltu í boðið maltneska viðskiptaráðuneytisins og er tilgangur ferðarinnar að kynna viðskiptalífi og ríkisstjórn Möltu íslenska tölvutækni og hugbúnaðarlausnir.
Meira
STÆRSTA verslunarkeðja Þýskalands, KarstadtQuelle, sem hefur átt í nokkrum rekstrarerfiðleikum þó betur hafi vegnað upp á síðkastið, stefnir að því að losa sig við allar skuldir sínar á einu bretti með því að selja fasteignir sínar.
Meira
KEA og Þekking hafa keypt meirihluta í upplýsingatæknifyrirtækinu Stefnu ehf. á Akureyri. Stefna hefur lagt áherslu á víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækni, verslun og hugbúnaðarþróun á sviði veflausna.
Meira
VEIRUVARNARFORRIT Friðriks Skúlasonar ehf., þekkt frá upphafi á Íslandi sem Lykla-Pétur, hefur í meira en fimmtán ár verið selt á heimsmarkaði undir vörumerkinu F-PROT Antivirus.
Meira
EIGNARLEIGUFYRIRTÆKIÐ Lýsing hefur tekið 6 milljarða króna sambankalán með þátttöku sex evrópskra banka auk KB-banka. HSH Nordbank hafði umsjón með útboðinu en aðrir þátttakendur eu LRP Landesbank, Bayerische Landesbank.
Meira
BRESKA smásölukeðjan Marks & Spencer vann mál fyrir Evrópudómstólnum í Lúxemborg á þriðjudag en dómurinn staðfestir að félaginu er heimilt að fá skattafslátt vegna taps erlendra útibúa keðjunnar.
Meira
Heildarviðskipti í Kauphöll Íslands í gær námu tæpum 26 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir liðlega 19 milljarða og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,9% og er 5.351 stig.
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FROXIMUN Scandinavia ehf. er nýtt fyrirtæki sem stofnað hefur verið hér á landi til að sjá um dreifingu á lækninga- og heilsuvörum þýska fyrirtækisins Froximun AG á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
Meira
RAGNHILDUR Geirsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Promens hf. frá 1. janúar næstkomandi. Ragnhildur starfaði hjá FL Group frá árinu 1999 sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringar frá 2003 og sem forstjóri félagsins á árinu 2005.
Meira
STRAUMUR-Burðarás fjárfestingarbanki hefur fest kaup á 673 þúsund hlutum í norska tryggingafélaginu Norway Energy and Marine Insurance. Þar með er heildareign Straums-Burðaráss í félaginu orðin 1,3 milljarðar hluta sem jafngildir 9,95% af...
Meira
Ingimundur Birnir tók í byrjun október við starfi forstjóra Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga. Grétar Júníus Guðmundsson bregður upp svipmynd af honum.
Meira
Kaup IMG á danska ráðgjafarfyrirtækinu KPMG Advisory A/S eru fyrsta skrefið í útrás fyrirtækisins og stefna stjórnendur á frekari vöxt erlendis, með ytri og innri vexti. Bjarni Ólafsson ræddi við Skúla Gunnsteinsson, forstjóra IMG.
Meira
Árið 2005 hefur verið viðburðaríkt hjá Samskipum og umsvif félagsins aukist gríðarlega. Veltan hefur nærri þrefaldast á árinu og Samskip eru nú orðin öflugasta gámaflutningafélag í siglingum innan Evrópu.
Meira
Ein af bjartari vonum íslenskrar tónlistar er tríóið Ampop og átti það þess vegna ekki að koma neinum á óvart að þeir skyldu fá þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna, ekki síst þar sem ein af þeim er einmitt í flokknum "bjartasta...
Meira
Settu þá upp rannsóknar-gleraugun og farðu á Grundarstíg. Þú gengur eftir stígnum vinstra megin þar til þú sérð hvít fótspor á gangstéttinni, það er að segja komir þú Laugavegsmegin frá. Fylgdu þeim.
Meira
Einhver albesta plata þessa árs er platan Swallowed a Star með Daníel Ágústi Haraldssyni, en hann sleppir föðurnafninu á þessari nýjustu plötu sinni.
Meira
Ég er ekki hausinn á mér. Heilinn minn er ekki ég. Hann lætur mig samt ekki vera! Hann er kominn á fætur á undan mér á morgnana. Ég er nokkuð viss um að hann sofi aldrei og stundum er hann svo dónalegur að restin af líkamanum roðnar.
Meira
Peter Jackson hefur gengið með endurgerð af King Kong í maganum í 35 ár. Við hljótum að eiga von á vel þroskuðu afkvæmi! Ég fæ aðeins 329 orð til að segja frá þessari mynd svo ég sleppi söguþræðinum.
Meira
Flestar Ofurhetjur fela sig bak við grímur, og hafa margar augljósar ástæður fyrir því. Þá helst til að vernda ástvini sína frá vondu köllunum en líka til að geta átt almennilegt einkalíf í friði.
Meira
Hrafnhildur Arnardóttir hefur búið í New York í tólf ár. Hún kom til New York til að fara í School of Visual Arts og útskrifaðist þaðan með mastersgráðu í myndlist árið 1996.
Meira
Það er nóg að gera hjá íslenskum rithöfundum þessa daganna eins og reglan segir til um á þessum árstíma. Vertíð þeirra er í algleymingi sem skyldar þá til að þjóta um allan bæ og útum allt land með bækur sínar og lesa upp.
Meira
Það var í gömlu góðu árdaga Sniglanna sem þetta klassíska jólalag kom í heiminn. Mótorhjólatöffarinn og leikarinn Skúli Gautason á heiðurinn af lagi og texta.
Meira
Fyrir um 20 árum voru jólamyndir kvikmyndahúsanna einn mest spennandi viðburður ársins. Þá fengu íslenskir bíógestir jafnan að sjá kvikmyndir sem notið höfðu vinsælda víða um heim á árinu áður.
Meira
Jón Sæmundur í Nonnabúð er á fullu að taka við nýjum sendingum núna fyrir jólin og prenta á kjóla, hettupeysur, boli og barnasamfellur svo eitthvað sé nefnt.
Meira
Það er ekki svo langt síðan að það það var algengt að heyra í fólki undra sig yfir MySpace-fyrirbærinu; hvað þetta væri eiginlega, hvaðan þetta kæmi og hvað væri svona sérstakt við það.
Meira
Die Hard (1988) Baráttan við hryðjuverk og um leið gagnrýni á alþjóðavæðingu, umfjöllun um siðferði fréttamanna og svo náttúrulega fjölskyldugildin. Hvað á meira við á jólunum? Die Hard gerist á aðfangadagskvöld og Bruce Willis bjargar heiminum.
Meira
Ljósmyndarinn Silja Magg skellti sér til New York um daginn og smellti nokkrum myndum af Hrafnhildi Arnardóttur, hárskúlptúrista með meiru, sem er búsett þar. Afrakstur ljósmyndatökunnar prýðir blaðið að þessu sinni.
Meira
Hvernig hefurðu það í dag? "Frábært!" Hvað væri það besta sem gæti komið fyrir þig í dag? "Að heyra eitthvað nýtt." Hvað er það versta sem þú hefur upplifað? "Úff, ýmislegt bæði erfitt og óttalegt. Meira um það síðar.
Meira
Margir hafa lýst þessum leik sem Grand Theft Auto villta vestursins og er sú viðlíking alls ekki fjarri lagi. Hægt er að fara út um allar trissur í ævintýraleit, ýmist á hesti eða fótgangandi.
Meira
Inn í verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti gengur tískudrottningin Svala. Eins og vanalega er hún eins og klippt út úr tískublaði. Örugg í fasi gengur hún rakleiðis að fataslánum. Hún veit hvað hún vill, sér strax hvað passar saman og hvað ekki.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.