FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið við athöfn í Fella- og Hólakirkju 20. desember sl. Í yfirlitsræðu Kristínar Arnalds skólameistara kom fram að þetta var í sextugasta og fjórða sinn sem nemendur eru útskrifaðir frá skólanum.
Meira
Á baksíðu Morgunblaðsins var mynd frá aðventumessu í Silfrastaðakirkju, sem nú er í Árbæ. Sagt var að kirkjan væri ekki stór en það væri séra Kristinn hins vegar.
Meira
ARNALDUR Indriðason heldur toppsætinu á Bóksölulista Morgunblaðsins en glæpasaga hans Vetrarborgin var söluhæsta bókin á landinu dagana 13.-19. desember samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar HÍ.
Meira
VEGNA gríðarlegrar eftirspurnar eftir miðum á Fullkomið brúðkaup og fjölda áskorana hefur seinni hluti leikársins 2005-2006 hjá LA verið endurskipulagður og stokkaður upp.
Meira
ÁRÁSIN á ítölsku friðargæsluliðana í borginni Herat í vesturhluta Afganistan í fyrradag breytir ekki áhættumati utanríkisráðuneytisins vegna starfsemi íslensku friðargæslunnar, að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðarmanns utanríkisráðherra.
Meira
VERSLUNI Belladonna í Hlíðasmára 11 í Kópavogi hefur opnað útibú á Laugavegi 66 í Reykjavík. Á Laugaveginum verður opnunartilboð til áramóta, 15% afsláttur af öllum vörum. Verslunin í Hlíðasmára verður áfram en ekki verða sömu vörur á báðum stöðum.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is STARFSMENN færeysku Sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar brugðust ekki við á réttan hátt eftir að þeim barst sjálfvirkt neyðarkall frá M/S Jökulfelli, leiguskipi Samskipa, sem sökk um 60 sjómílur norðaustur af Færeyjum 7.
Meira
STJÓRN Samtaka um betri byggð hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist að borgarstjórn Reykjavíkur söðli um og slíti nú þegar samstarfi sínu við samgönguráðherra um framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri.
Meira
BÓKAFORLAGIÐ Hólar á Akureyri færði Barna- og unglingageðdeildinni gjöf núna fyrir jólin. Um er að ræða fjölda bóka sem forlagið hefur gefið út á undanförnum árum og á þessu ári. Bækurnar eru af ýmsu tagi en flestar ætlaðar börnum og unglingum.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BRESK stjórnvöld hafa ákveðið að draga verulega úr opinberri þróunaraðstoð við Úganda en þau hafa miklar áhyggjur af stöðu lýðræðis í landinu.
Meira
Gautaborg. Morgunblaðið. | Átján útibússtjórar áfengisverslana sænska ríkisins (Systembolaget) hafa verið sakfelldir fyrir að þiggja mútur frá áfengisheildsölum.
Meira
ELDUR logaði út um glugga í rúmlega fimm metra hæð þegar slökkvilið kom að húsnæði veiðarfærasölunnar Ísfells við Óseyrarbraut 4 í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 19 í gærkvöldi. Húsið var mannlaust og engan sakaði í brunanum.
Meira
Eftir Kristínu Sigurrós Einarsdóttur Hólmavík | "Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af að keyra, mér finnst miklu skemmtilegra að vera farþegi í bíl hjá öðrum, þá get ég horft í kringum mig og sé fullt af hlutum sem ég hef alls ekki séð áður,"...
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær ferðaþjónustufyrirtækið Tindafjöll af 2,2 milljóna bótakröfu manns, sem meiddist í óhappi í flúðasiglingu á Skaftá árið 2001.
Meira
ÍSLENSKIR friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað kl. 18. Friðargangan á Þorláksmessu er sú tuttugasta og sjötta í röðinni.
Meira
Friðarljós | Friðarljós verða seld úr bíl sem verður í göngugötunni í Hafnarstræti á Þorláksmessu frá kl. 11 til 23 og einnig verður tekið við framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Meira
TENÓRSÖNGVARINN Garðar Thór Cortes heldur toppsæti Tónlistans en samnefnd plata hans er langmest selda plata vikunnar. Plata hans stendur á bakvið 12,5% af allri sölu á topp 30. Sæti tvö og þrjú skipast einnig eins og í síðustu viku.
Meira
GAT kom á heitavatnsæð við dælustöð í Stekkjarbakka í Reykjavík í fyrradag vegna vatnstæringar úr umhverfinu. Vart varð við bilunina síðdegis á þriðjudag og var unnið að viðgerð aðfaranótt miðvikudags.
Meira
Grasrótarstarf | Knattspyrnudeild Hvatar hefur lagt mikla og ríka áherslu á gott barna- og unglingastarf í mörg ár og hefur reynt að senda lið til keppni í sem flestum keppnum á vegum Knattspyrnusambands Íslands og annarra segir á vefnum huna.is.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að rúmlega þrítugur Albani sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi hér á landi en grísk dómsmálayfirvöld hafa farið fram á að hann verði framseldur til Grikklands.
Meira
ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra hefur skipað innflytjendaráð til næstu fjögurra ára, en meginverkefni þess verður að fjalla um helstu atriði er varða aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Einnig á ráðið m.a.
Meira
ÖKUMAÐUR jeppa á suðurleið eftir Kringlumýrarbraut í Reykjavík um kl. 18.30 í gær missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór í gegnum vegrið, yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir olíuflutningabíl.
Meira
Jólaskemmtun var í Öskjuhlíðarskóla sl. þriðjudag. Kertasníkir kom í heimsókn og gengið var í kringum jólatréð og sungið. Nemendur skólans voru með ýmis skemmtiatriði m.a. flutti 8. bekkur helgileik sem fjallaði um jólaguðspjallið.
Meira
Húsavík | Nú styttist í að skipstjórar sigli fleyjum sínum til hafnar fyrir jólin og áhafnir þeirra komist í jólafrí. Karlinn, eða kannski væri nær að segja sveinninn, í brúnni á skemmtibátnum Jónasi Egils stendur enn vaktina.
Meira
LAUNAVÍSITALA nóvembermánaðar hækkaði um 0,6% milli mánaða og hefur síðustu tólf mánuði hækkað um 7,3%. Þessi tólf mánaða hækkun er tvöfalt meiri en í mánuðunum þar á undan þegar hækkunin milli mánaða var 0,3%.
Meira
Laun sem Kjaradómur ákveður fyrir æðstu embættismenn landsins hafa hækkað mun meira en almenn laun. Egill Ólafsson skoðaði úrskurð Kjaradóms, en í honum er vísað til hækkana kjaranefndar, en kjaranefnd á að taka mið af ákvörðunum Kjaradóms.
Meira
Fékk fimm verðlaun Í frétt af útskrift í Verkmenntaskólanum á Akureyri sagði að Sandra Grettisdóttir hefði hlotið verðlaun fyrir góðan námsárangur í þremur greinum. Hið rétta er að hún hlaut fimm verðlaun.
Meira
BRUNAVARNIR Héraðs unnu í gærkvöldi við að hreinsa upp eldsneyti sem lak úr olíuflutningabíl er valt í hálku í heimreiðinni að bænum Bót skammt frá Fellabæ.
Meira
SUNNUDAGINN 11. desember sl. um kl. 16.45 varð árekstur á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Engjavegar og Grensásvegar. Þar lentu saman bifreiðin MM-120 sem er Cadillac Deville, hvít að lit, og bifreiðin MG-672, sem er Skoda Octavia svört að lit.
Meira
FRIÐRIK Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í þeirri deild lögreglunnar í Reykjavík sem fjallar um leyfi til dansleikjahalds, hafnar alfarið gagnrýni Más Vilhjálmssonar rektors Menntaskólans við Sund á aðferðir lögreglu þegar ákveðið var að skólinn...
Meira
FULLTRÚAR eldri borgara lögðu fram tillögur sínar um kjarabætur aldraðra og búsetuskilyrði á fundi þeirra og fjögurra ráðherra í Ráðherrabústaðnum í gær.
Meira
Niðurstaða fundar Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Hong Kong var að sumu leyti biðleikur varðandi framhald viðræðnanna, að mati Guðmundar Helgasonar, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, sem.
Meira
Ólafsvík | Séra Magnús Magnússon hefur verið settur inn í embætti sóknarprests í Ólafsvíkurprestakalli. Gunnar E. Hauksson prófastur gerði það við athöfn síðastliðinn sunnudag.
Meira
Norðlensku alparnir, ferðaverslun, er ný verslun sem hefur verið opnuð í Hrísalundi, þar sem útibú Íslandsbanka var áður til húsa. Eigendur hennar eru skíðaþjálfararnir Guðmundur Sigurjónsson, Fjalar Úlfarsson og Guðmundur Gunnlaugsson.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is VAXANDI líkur eru á að fresta verði þingkosningum Palestínumanna sem fram eiga að fara 25. janúar, að sögn talsmanna Palestínustjórnar Mahmoud Abbas forseta.
Meira
HJÁ Símanum er verið að kanna ýmsa möguleika á aukinni þjónustu við heimilin og fyrirtækin í landinu, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans.
Meira
RITSTJÓRN um sögu þingræðis á Íslandi kom saman í gær og skipti með sér verkum. Formaður ritstjórnar verður dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is LAUN ráðherra og alþingismanna hafa hækkað um rúmlega 102% á síðustu sjö árum. Á sama tíma hefur launavísitala hækkað um 51%.
Meira
FINSENDAGURINN verður haldinn í Hringsal, Landspítala Hringbraut, í dag, fimmtudaginn 22. desember kl. 14. Yfirskrift dagsins er "Leitin að tilgangi lífsins". Öllum er velkomið að sækja hann. Viðfangsefnið er fagmennska og færni í tjáskiptum.
Meira
Bagdad. AFP. | Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sagðist í gær hafa sætt pyntingum bandarískra hermanna sem hafa haldið honum í fangelsi.
Meira
AÐGENGI íslenskra bóka að erlendum mörkuðum hefur batnað verulega á undanförnum árum, ekki síst eftir velgengni íslensku glæpasögunnar og segir Valgerður Benediktsdóttir, forstöðumaður Réttindastofu Eddu sem sér um sölu og samninga fyrir hönd höfunda...
Meira
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is FASTEIGNAMAT sérbýlis á öllu höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði og Þorlákshöfn hækkar um 35% í ár frá fyrra ári og fasteignamat íbúða í fjölbýlishúsum á sama svæði hækkar um 30%.
Meira
Eftir Steingerði Ólafsdóttur í Gautaborg steingerdur@mbl.is SÆNSKA Útlendingastofnunin hefur verið kærð til embættis umboðsmanns sænska þingsins fyrir að starfsmenn hennar fögnuðu því að rússneskri fjölskyldu hefði verið neitað um hæli í Svíþjóð.
Meira
RÚMLEGA tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stinga annan mann með hnífi ofarlega í utanvert læri þar sem þeir voru staddir á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var hann dæmdur til að greiða 150.
Meira
FORMLEG vígsla snjóframleiðslukerfisins í Hlíðarfjalli fór fram um síðustu helgi en fresta varð vígslunni um viku vegna óhagstæðs veðurs. Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli um miðjan nóvember og hefur gengið vel.
Meira
SÓLVEIG Pálsdóttir, framhaldsskólakennari og leikkona, gefur kost á sér í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjörið fer fram 4. febrúar næstkomandi.
Meira
Hjón í Hamborg, Regina og Harald Gaspar, hafa stofnað klúbb fyrir þá sem hafa sætt mismunun vegna ófríðleika og vilja hitta aðra í sömu sporum, segir á vef þýsku útvarpsstöðvarinnar Deutsche Welle .
Meira
FÉLAGIÐ Ísland-Palestína verður með sölu á bolum, palestínskum kafía-klútum, nælum og disknum Frjáls Palestína til styrktar stríðshrjáðum í Palestínu í miðbænum á Þorláksmessu.
Meira
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands og menntamálaráðuneytið undirrituðu í gær samning um 200 milljóna króna styrk ríkisins til uppbyggingar aðstöðu áhorfenda á Laugardalsvelli.
Meira
MAGNÚS Kristinsson, sem er nýr eigandi Toyota- og Lexus-umboðsins á Íslandi, afhenti kl. 13.44 í gær 4.544. nýja Toyota-bílinn sem seldur er á þessu ári. Talan 44 hefur verið sérstök happatala Magnúsar Kristinssonar og fjölskyldu hans.
Meira
HJALTI Jón Sveinsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri næsta vor, en prófkjörið verður í febrúar á næsta ári.
Meira
Hafnarfjörður | Nemendur í Áslandsskóla í Hafnarfirði halda ekki eiginlega "pakkaleiki" á litlu jólum eins og tíðkast víða. Þess í stað er horft til einnar af fjórum hornstoðum skólans - þjónustu við samfélagið.
Meira
83 NEMENDUR voru útskrifaðir frá Borgarholtsskóla 17. desember sl., af ýmsum brautum skólans. Þetta er 10. starfsár skólans. Hæstu einkunn skólans hlaut Ásta Ragna Stefánsdóttir af málabraut.
Meira
ÁSATRÚARMENN fögnuðu fæðingu ljóssins á vetrarsólstöðum í Öskjuhlíð í gær. Vel á annað hundrað manns sótti sólstöðuhátíð Ásatrúarfélagsins, þar sem drukkið var Freys full og Njarðar, og drukkið fyrir friði og nýju ári.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Flóknari löggjöf og eignatengsl þvert á landamæri Tekjutap ríkissjóðs og sveitarfélaga vegna skattsvika var 25,5-34,5 milljarðar króna á árinu 2003, samkvæmt skýrslu svonefndrar skattsvikanefndar.
Meira
Vistvænt | Kelduneshreppur hefur í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Umhverfisstofnun verið að kanna þátttöku ECON-verkefnisins vegna byggingar vistvæns hótels í Ásbyrgi.
Meira
VÍS, Vátryggingarfélag Íslands, og Dominos á Íslandi hafa samið um að VÍS tryggi starfsemi Dominos næstu þrjú ár. Jafnframt er kveðið á um að VÍS annist forvarnarfræðslu fyrir starfsfólk Dominos með sérstakri áherslu á umferðaröryggi.
Meira
Veiðikortið mæltist afar vel fyrir meðal veiðimanna þegar það kom á markað í fyrravor og þótti hin mesta kjarabót, en handhafar kortsins gátu veitt í 20 vötnum víða um land. Veiðikortið 2006 er nú komið á markað og hafa þrjú vatnasvæði bæst við.
Meira
Ökugerði | Á fundi atvinnumálanefndar Akraness í vikunni kynntu markaðsfulltrúar hugmynd frá samgönguráðuneytinu um uppsetningu svokallaðs "Ökugerðis" sem er svæði sem hugsað er undir æfingarakstur bílprófsnema.
Meira
Laugardalur | Öldungaráð Frjálsíþróttasambands Íslands hefur gert samkomulag við FÍRR um æfingatíma í Laugardalshöll á miðvikudögum og föstudögum frá kl. 18-22.
Meira
Úrskurður Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna ríkisins hefur vakið hörð viðbrögð, jafnt hjá fulltrúum launþegasamtaka sem vinnuveitendum.
Meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, skrifar grein í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála um bók Guðna Th. Jóhannessonar, Völundarhús valdsins.
Meira
Geisladiskur Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Lögin eru öll eftir Magnús Þór en textarnir eru eftir Magnús Þór, Vilhjálm Vilhjálmsson, H.V., Sigurð Nordal, Michael Dennis, Stefán Hilmarsson, Barry Rolfe og Margréti Jónasdóttur.
Meira
Öll lög eftir Þóri G. Jónsson sem einnig spilar á flest hljóðfæri. Ólafur Arnalds leikur á trommur og píanó. Upptökur fóru fram víðsvegar um Reykjavík og voru í höndum Þóris G. og Ólafs Arnalds. Guðmundur Kristinn Jónsson hljóðblandaði en tónjöfnun fór fram í Exchange. 12 tónar gefur út.
Meira
ELLEN Bjarnadóttir myndlistarmaður sýnir nú í Menningarsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ellen er fædd 1919 í Reykjavík. Hún hefur alla tíð haft ánægju af að mála.
Meira
BRESKI tónlistarmaðurinn Elton John og David Furnish, sambýlismaður hans til margra ára, gengu í staðfesta samvist í ráðhúsinu í Windsor í gær en slík vígsla var þá leyfð í fyrsta sinn á Englandi og Wales samkvæmt lögum sem nýlega tóku gildi.
Meira
Söngkonan Mutya Buena úr hljómsveitinni Sugababes hefur sagt skilið við sveitina. Ástæðuna segir hún vera að hún hafi ekki séð sér fært að gera bindandi samkomulag um starf með sveitinni næsta árið.
Meira
Jólagjafainnkaup og val á hátíðarmatnum er ekki það eina sem skiptir máli nú þegar einungis þrír dagar eru til jóla. Til að koma sem flestum í jólastuðið er einnig nauðsynlegt að velja réttu tónlistina.
Meira
Söngkonan Gwen Stefani er ófrísk að sínu fyrsta barni. Gwen, sem giftist Gavin Rossdale söngvara rokkhljómsveitarinnar Bush fyrir þremur árum, á að eiga barnið í júní á næsta ári.
Meira
SIGUR RÓS fékk afhentar tvær gullplötur og tvær platínuplötur í Gallerýi Humar og frægð, Smekkleysubúðinni í Kjörgarði á þriðjudaginn. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu, formaður Félags hljómplötuframleiðenda, afhenti drengjunum fjórar viðurkenningar.
Meira
Geisladiskur Guðrúnar og Friðriks með tíu vinsælum dægurlögum. Lög og textar eru eftir ýmsa erlenda og innlenda höfunda. Hljóðritað í hljóðveri FÍH. Um útsetningar og upptökustjórn sá Ólafur Gaukur. Gunnar Smári Helgason sá um hljóðstjórn.
Meira
Heimildarmynd eftir Hauk Hauksson og Pál Benediktsson. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson. Handrit: Páll Benediktsson. Þulur: Guðjón Einarsson. Hljóðupptaka: Arnar Þórisson. Hátt og snjallt ehf/RUV. Sjónvarpið 18. des. 2005. Ísland 2005.
Meira
GAMANÞÆTTIR um sendibílstjórann Doug, eiginkonu hans, Carrie, og Arthur, föður hennar. Þegar Deacon, vinur Doug, finnur sér nýjan vin gerir Doug allt til þess að vinna vin sinn aftur á sitt...
Meira
BLACKPOOL er breskur myndaflokkur í sex þáttum sem gerist í samnefndri borg. Sagan segir frá risi og falli Ripley Holden sem rekur leiktækjasal í Blackpool og ætlar sér að efnast vel því að hann sér fyrir sér að Blackpool verði Las Vegas Englands.
Meira
ANGELUS er titill ljósmyndasýningar sem nú stendur yfir í gallery Augafyrirauga, Hverfisgötu 35, Reykjavík. Myndirnar sem eru verk Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur eru teknar í kirkjugörðum víðs vegar um heiminn.
Meira
18 kór- og einsöngslög eftir Sigvalda Snæ Kaldalóns við ljóð eftir Huldu, Halldór Laxness, Svein Jónsson, Torfa Sigurðsson, Davíð Stefánsson, Kristmann Guðmundsson, Stein Steinarr og Hannes Pétursson.
Meira
Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is HLJÓMSVEITIN Singapore Sling kom eins og gufuknúin draugalest inn á íslenskan tónlistarmarkað árið 2002 þegar sveitin sendi frá sér plötuna The Curse of Singapore Sling .
Meira
JR MUSIC er nýtt útgáfufyrirtæki á íslenskum plötumarkaði, en eigandi þess er Jón Rafnsson bassaleikari. "Þetta er jaðarmúsíkin," segir Jón, spurður um hvers konar tónlist hann gefi út.
Meira
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is "HUGMYNDIRNAR vakna í hinu hversdagslega lífi," segir Bjarni Hinriksson, sem ásamt Dönu Jónsson á heiðurinn að myndasögubókinni Krassandi samveru , sem kemur út hjá Sölku fyrir jólin.
Meira
TENÓRSÖNGVARINN Garðar Thór Cortes heldur toppsæti Tónlistans en samnefnd plata hans er langmest selda plata vikunnar. Plata hans stendur á bakvið 12,5% af allri sölu á topp 30. Garðar Thór seldi 2.
Meira
Vetrarhefti tímaritsins Þjóðmála er komið út. Útgáfa Þjóðmála hófst sl. haust og kemur ritið út fjórum sinnum á ári - vetur, sumar, vor og haust.
Meira
Finnur Árnason fjallar um matvöruverð: "Það er öllum ljóst að það verður ekki hægt að bjóða matvöru á lægra verði nema og þegar við afnemum búvörutolla og aðrar opinberar álögur sem notaðar eru til neyslustýringar, samanber vörugjöld og tolla."
Meira
Sverrir Geirdal fjallar um málefni Byggðastofnunar: "...það er í eðli starfsemi stofnunarinnar að lána til verkefna sem sökum áhættu er ekki á færi viðskipta- eða fjárfestingarbanka að lána til."
Meira
Frá Halldóri Árnasyni: ""DRENGJAKÓR Reykjavíkur var áberandi á dagskránni, kannski fullmikið miðað við getu, því fremur þreytandi var að hlusta á loðinn, ómarkvissan flutning á hverju laginu á fætur öðru."
Meira
Karvel L. Karvelsson fjallar um verðlag á landbúnaðarvörum: "Ef íslenskur landbúnaður og úrvinnsla mætti greiða laun á við meðallaun í ESB væri hægt að lækka verð landbúnaðarvara í einu vetfangi."
Meira
Eftir Runólf Ágústsson: "ÖLL spjót standa nú á félagsmálaráðherra vegna máls Valgerðar Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Frá fjölmiðlum og pólitískum andstæðingum ráðherrans heyrast háværar kröfur um afsögn hans."
Meira
Frá Árna Helgasyni: "MIG undrar oft hversu stór sá hópur er sem tignar Bakkus og allt hans athæfi. Afsakar það endalaust þótt fjölmargir í kringum þá falli í duftið fyrir eiturefnum."
Meira
Frá Guðlaugi Arasyni: "BRÉF til séra Jóns. Jæja, séra minn, nú er komið að því. Þú tókst af mér loforð um að senda þér línur um leið og ég gæti ekki orða bundist í umferðinni."
Meira
Matthías Eggertsson svarar leiðara Morgunblaðsins um búvöruverð: "Morgunblaðið og íslenskur landbúnaður gæta sömu hagsmuna, senda bæði frá sér vandaðar afurðir og hafa mikinn arf að ávaxta."
Meira
Jón Jóhannsson fjallar um Sóltún og Laugarneshverfið: "Um leið og ég óska íbúum Laugarneshverfis blessunarríkra jóla þakka ég fyrir hönd okkar í Sóltúni fyrir gott samstarf og samfélag."
Meira
Björgvin Guðmundsson fjallar um skattlagningu lífeyrisgreiðslna: "Það er því algerlega út í hött, að menn séu einnig látnir greiða skatta af ellilífeyrinum síðustu ár ævi sinnar."
Meira
Ingibjörg Rafnar svarar grein Stefáns Guðmundssonar um störf umboðsmanns barna: "Samvistaslit foreldra eru börnum mjög erfið og oft áfall og foreldrum ber skylda til að gera þeim þá breytingu eins bærilega og unnt er."
Meira
Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur: "Skýrslu Stefáns segja þeir pólitíska af því hún passar ekki við þá glansmynd sem ráðherrarnir reyna að draga upp af stöðu öryrkja."
Meira
Sigrún Jónsdóttir fjallar um launamál: "Væri ekki rétt að kippa þessum sjálfumglaða úrvalshópi inn í þjóðfélagið og fela honum að leggja meira til samfélagsins og nota þá peninga til þess að standa undir hækkun launa láglaunafólks?"
Meira
Anna Margrét Sigurðardóttir fjallar um veröld tölvuleikja: "Veröld tölvuleikjanna er stór þáttur í lífi margra barna og það er því nauðsynlegt fyrir okkur að kynna okkur þennan þátt í lífi þeirra ekki síður en annað það sem börnin okkar eru að fást við."
Meira
Ómar Torfason fjallar um kristna trú og vísindi: "Þjóðkirkjan hefur til þessa fylgt þeirri stefnu að maðurinn sé sköpuð vera. Í því felst að Guð, skaparinn, greip inn í söguna á einhverjum tímapunkti og setti í gang ferli sem fól og felur enn í sér vissan tilgang."
Meira
Drífa Hjartardóttir svarar grein Halldórs Benjamíns Þorbergssonar og Tryggva Herbertsson um landbúnaðarmál: "Það er auðvelt að leggja landbúnaðarstarfsemi í rúst með sviplegri framkvæmd misviturra kennisetninga á alþjóðavettvangi."
Meira
María Elínborg Ingvadóttir fjallar um íslenskt samfélag á jólum: "Hvort sem við viljum vita eða ekki er til heimilislaust fólk á götum borgarinnar, jafnvel fátæk börn sem þekkja jólin fyrst og fremst af síðum auglýsingabæklinga..."
Meira
Endurlausnarinn í nánd TRÚARLEG fyrirsögn? Full tilbeiðslu og lotningar? Sjá, Guðsríki er í nánd! Nei, ó, nei, fyrirsögnin hér að ofan er bein og óstytt úr viðtali í "Blaðið" fimmtudaginn 8. desember sl.
Meira
Arnkell Bergmann Guðmundsson, bókbandsmeistari, fæddist í Reykjavík 7. desember 1924. Hann lést á Landspítalanum fimmtudaginn 15. desember síðastliðinn. Móðir hans var Sólveig Bergmann Sigurðardóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Bjarni Þorsteinsson frá Hurðarbaki í Reykholtsdal fæddist 5. desember 1912. Hann lést aðfaranótt sunnudagsins 18. desember síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Bjarnason, f. 25.11. 1877, d. 10.8. 1963, og Guðrún Sveinbjarnardóttir, f....
MeiraKaupa minningabók
Hafrún Hafsteinsdóttir fæddist í Keflavík 7. janúar 1971. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólrún Jónsdóttir og Guðmundur Hafsteinn Jónsson.
MeiraKaupa minningabók
Ingimar Sigurðsson fæddist á Litlu-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu, 3. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 15. desember.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Arnar Róbertsson fæddist í Reykjavík 20. maí 1967. Hann lést af slysförum mánudaginn 12. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 20. desember.
MeiraKaupa minningabók
"ÞAÐ hefur nú ekki verið neinn flækingur á okkur á Súlunni til þessa. Ég kom fyrst um borð sem háseti fyrir rúmum 37 árum, 17. marz 1968, en tók við skipinu árið 1978," segir Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni og annar eigenda hennar.
Meira
NORSKI sjávarútvegsráðherrann, Helga Pedersen, ákvað í gær að auka hrefnukvóta Norðmanna um 250 hvali. Verður heildarkvótinn þá 1.052 dýr á næsta ári. Á þessu ári var kvótinn 796 dýr, sem var aukning um 126 dýr frá árinu áður.
Meira
Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is Loðnunótin á Hákoni EA 148 er engin smásmíði, en vegna stærðar og þyngsla hafa verið erfiðleikar að flytja hana á milli staða.
Meira
Ég hef pantað svona köku fyrir hver jól síðan ég byrjaði að búa fyrir 10 árum," segir Arna Guðmundsdóttir, sem pantar sér ávaxtaköku frá Bandaríkjunum til að gæða sér á á aðventunni.
Meira
Á Bretlandi er haldið upp á sjálf jólin hinn 25. desember en margir fara í miðnæturmessu að kvöldi þess 24. Þá er búið að skreyta allt húsið með jólavið, mistiltein, blómum og grenikrönsum og að sjálfsögðu setja upp jólatréð.
Meira
Trefjaríkt mataræði veitir ekki vörn gegn krabbameini í þörmum, að því er bandarísk rannsókn gefur til kynna. Í Svenska Dagbladet er greint frá rannsókninni sem byggist á gögnum frá 700 þúsund manns.
Meira
Margir hafa gaman af því að dúlla sér við að pakka inn jólagjöfunum. Morgunblaðið fékk snillingana í Blómagalleríi Hagamel til að koma með nokkrar hugmyndir að fallegum jólapökkum sem allir geta búið til.
Meira
Um jólin er ljósagleði landsmanna í hámarki. Aldrei er sú vísa of oft kveðin að varkárni skuli viðhöfð þegar svo mikið er um alls kyns ljós og kveikt er á kertum sem aldrei fyrr.
Meira
Sjónvarpskokkurinn klæðalitli Jamie Oliver notar eingöngu brún egg í sinni matargerð og tekur ævinlega fram að þau séu vistvæn. Nú geta íslenskir matgæðingar fengið slík egg hérlendis.
Meira
Húðvörur fyrir ungbörn Cetus ehf. vill vekja athygli á að Baby Naturals ungbarnalína fæst nú aftur á Íslandi. Þessar húðvörur innihalda verulegt magn af kamilluolíu og Aloe Vera og henta vel fyrir börn og fullorðna.
Meira
Ég frétti nú af Reykvíkingi sem var í sakleysi sínu að taka bensín hérna niður frá, í Bjarnabúð, og hann skildi ekkert í því hvaða fnykur þetta var sem lá í loftinu," segir Guðfinna Jóhannsdóttir sem á og rekur veitingastaðinn Klettinn í Reykholti...
Meira
Það er lítið mál að sparibúa jólagrautinn og bera á borð fyrir gesti, hvort sem hann er í formi möndlugrauts, sem yfirleitt er borinn fram á undan jólasteikinni, eða sem eftirréttur á franska vísu, "Ris à l'amande". Margrét Þóra Þorláksdóttir eldaði jólagraut.
Meira
Stærðfræðileikur fyrir börn Tívolí Tölur er nýr stærðfræðileikur sem www. kennsluforrit.is gefur út. Leikurinn er fyrir börn á aldrinum fimm til átta ára sem geta lært stærðfræði með því að spila hann. Hægt er velja þyngd og tegund verkefna í leiknum.
Meira
Skatan getur orðið mjög stór og stærstu sköturnar sem veiðst hafa eru yfir tveir metrar á breidd, og um 3 metrar á lengd. Gaddar skötunnar eru nær eingöngu á hala hennar og þeir stærstu eru í beinni röð eftir miðju efra borði halans.
Meira
Á Skagaströnd er ekki aðeins kúrekamenning því þar reka þrjár hressar konur Kaffi Viðvík. Þær Sigrún Lárusdóttir, Dagný Marín Sigmarsdóttir og Kristín Kristmundsdóttir búa allar á Skagaströnd og ákváðu að opna kaffihús til menningarauka fyrir staðinn.
Meira
Á morgun munu mörg heimili landsmanna vera undirlögð af skötulykt. Sumum þykir skatan hið mesta lostæti á meðan öðrum finnst hún argasta óæti. Skötusalan hefur gengið ljómandi vel undanfarna daga að sögn fisksala.
Meira
Á einu mesta neyslutímabili ársins má ekki gleyma umhverfinu sem þarf að taka við öllu ruslinu frá okkur. Á heimasíðu Landverndar, www.landvernd.is, má finna góð ráð til að halda umhverfisvæn jól.
Meira
Bridsfélag Borgarfjarðar Föstudaginn 16. desember var spilaður jólasveinatvímenningur félagsins. 28 jólasveinaefni mættu til leiks og drógu sig saman í pör. Keppnin var skemmtileg og lífleg í hvívetna enda til þess ætlast.
Meira
ÝMIS verk bíða nú hestamanna og eru mörg þeirra í höndum dýralækna. Björgvin Þórisson, dýralæknir í Kópavogi, var staddur í hesthúsi Kristins Hugasonar, fyrrverandi hrossaræktarráðunautar, í Andvara í Garðabæ í vikunni.
Meira
Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Elísa Margrét Pálmadóttir, Júlía Rut Ágústsdóttir, Auður Guðlaugsdóttir, Birta Sif Kristmannsdóttir og Freyja Björt Björnsdóttir Árdal, sungu lög við 10-11 í Laugalæk og söfnuðu þær kr. 9.
Meira
Sumir menn eru þeirrar náttúru að finnast ekkert ómþýðara en hófaskellir og hross að éta tugguna sína. Nú er sá tími í garð genginn að hestamenn taki klára sína á hús og af því tilefni fer Þuríður M.Meira
NÝ hestavöruverslun, Hestagallerí, hefur verið opnuð á Bíldshöfða 12 í Reykjavík. Lúther Guðmundsson, eigandi verslunarinnar, lofar ávallt lægsta verðinu á vörum tengdum hestamennsku og segir hann að um 20% verðmun sé að ræða eða meira.
Meira
Sólrún Bragadóttir er fædd árið 1959. Hún hóf söngnám í Reykjavík, en hélt þaðan til náms við Indiana-háskóla í Bloomington í Bandaríkjunum og lauk þaðan bachelors- og mastersgráðu í tónlist.
Meira
ARSENAL getur þakkað Manuel Almunia markverði liðsins sigur liðsins gegn Doncaster í átta liða úrslitum enska deildabikarsins en hann varði tvívegis í vítaspyrnukeppni á Belle Vue í gær og tryggði úrvalsdeildarliðinu 5:3 sigur en staðan var 1:1 eftir...
Meira
BJÖRGÓLFUR Takefusa, sóknarleikmaður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við KR-inga, en hann hafði fyrir nokkru gengið frá samkomulagi um að ganga til liðs við þá.
Meira
HEIMSMEISTARAR Brasilíumanna í knattspyrnu virðast sannfærðir um að komast í 16 liða úrslitin á HM í Þýskalandi í sumar. Þeir hafa þegar bókað hótel skammt fyrir utan Dortmund, þar sem sigurvegarar í riðlinum leika í útsláttarkeppni mótsins.
Meira
CIUDAD Real, lið Ólafs Stefánssonar, tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttu spænsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Portland San Antonio á útvelli, 28:27.
Meira
* GRÉTAR Rafn Steinsson lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar fyrir AZ Alkmaar í gær þegar liðið sigraði Nijmegen, 2:0, í hollensku bikarkeppninni í knattspyrnu. * LOKEREN steinlá fyrir Beveren , 5:1, í belgísku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka komust í gærkvöld upp í annað sætið í DHL-deild karla í handknattleik þegar þeir lögðu HK, 32:24, að Ásvöllum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þeim síðari sigldu Haukarnir fram úr.
Meira
* KÁRI Steinn Karlsson , úr UMSS , setti met í tveimur flokkum (19-20 ára og 21-22 ára) í 2.000 m hlaupi þegar hann kom í mark á 5.27,62 mínútum á móti sem Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur hélt í nýju íþróttahöllinni í Laugardal á mánudagskvöld.
Meira
KOBE Bryant, leikmaður LA Lakers í bandaríska körfuknattleiknum, fór mikinn í fyrrinótt þegar Lakers vann Dallas 112:90. Kappinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 62 stig, sem er það mesta sem hann hefur gert í einum leik.
Meira
KR-INGAR hafa tekið upp samvinnu við enska knattspyrnufélagið Millwall, með gagnkvæm leikmannaskipti í huga. Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR-Sport, heimsótti Millwall um síðustu helgi og fylgdist með leik liðsins gegn Reading í 1. deildinni.
Meira
NAHOM Debesay, norski knattspyrnumaðurinn sem hefur verið til reynslu hjá KR að undanförnu, er farinn aftur heim. Hann lék með KR-ingum gegn Fjölni um síðustu helgi og þótti sýna góða takta í öruggum sigri, 5:1.
Meira
ANDRI Stefan, leikmaður Hauka, var sáttur við sigurinn en sagði lið sitt hafa leikið illa í fyrri hálfleik. "Ég held að það hafi bara verið eitthvert jólaslen yfir mönnum og kannski vorum við of mikið með hugann við langþráð frí sem framundan er.
Meira
PÁLL Einarsson, fyrrum fyrirliði knattspyrnuliðs Þróttar, gekk í gærkvöld til liðs við Fylki og skrifaði hann undir tveggja ára samning við Árbæjarliðið.
Meira
SIGMUNDUR Már Herbertsson körfuknattleiksdómari hefur verið tilnefndur af FIBA-Europe til að dæma leik rússneska liðsins Dynamo St.Petersburg og CEZ Nymburk frá Tékklandi í Evrópubikarkeppninni, FIBA Eurocup, sem háður verður í Pétursborg í Rússlandi...
Meira
SNORRI Steinn Guðjónsson átti einn góðan leikinn fyrir Minden í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Snorri skoraði 7 mörk, þar af eitt úr vítakasti, en það dugði ekki til því liðið tapaði á heimvelli fyrir Hamborg, 30:29.
Meira
ARGENTÍNSKI tenniskappinn Mariano Puerta hefur verið úrskurðaður í átta ára keppnisbann vegna lyfjanotkunar en hann féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum eftir Opna franska meistaramótið.
Meira
TOTTENHAM hefur fest kaup á Theo Walcott frá Southampton fyrir 950 milljónir króna. Walcott er aðeins 16 ára að aldri og þykir gríðarlegt efni en margir hafa líkt honum við enska landsliðsmanninn Wayne Rooney hjá Manchester United.
Meira
TÓLF íþróttaþjálfarar fengu í gær afhentan þjálfarastyrk, 50.000 krónur hver, en það var Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sem afhenti styrkina en 600 þúsundum króna var úthlutað að þessu sinni til tólf styrkþega.
Meira
HUGTAKIÐ áhugaverður fjárfestingarkostur er mjög merkilegt að mati Útherja. Eðli starfs síns samkvæmt þarf Útherji reglulega að hringja í hina og þessa forstjóra til þess að spyrja hvers vegna þeir hafi ákveðið að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum.
Meira
ÁSTRALSKA fjárfestingarfélagið Macquarie Bank hefur lagt fram formlegt yfirtökutilboð í London Stock Exchange (LSE) sem rekur kauphöllina í Lundúnum.
Meira
FYFFES, stærsti innflytjandi og dreifingaraðili á grænmeti og ávöxtum í Evrópu, hefur tapað innherjasvikamáli gegn fyrrum framkvæmdastjóra félagsins.
Meira
HEIMSMARKAÐSVERÐ á gulli hefur nú tekið að lækka á ný eftir að hafa að undanförnu verið hærra en um langt skeið. Við lokun markaða í fyrradag kostaði únsan af gulli 494,6 dollara en þegar verðið var sem hæst nálgaðist það 530 dollara/únsu.
Meira
Ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækið Stiki hefur nýlega undirritað samning um dreifingu á eigin hugbúnaði í Evrópu. Fyrirtækið er jafnframt orðið samstarfsráðgjafi bresku staðlastofnunarinnar.
Meira
HEILDARVELTA í Kauphöll Íslands í gær nam tæplega 7,2 milljörðum króna , þar af var velta með hlutabréf fyrir um 3,5 milljarða. Viðskipti voru lífleg, eða alls 360. Mest velta var með bréf Kaupþings banka , fyrir um 875 milljónir króna.
Meira
Vatnaskil hafa orðið í útgáfu íslenskra bóka erlendis á undanförnum árum og samningar við erlendar útgáfur nema nú hundruðum milljóna króna. Kristján Torfi Einarsson ræddi við nokkra bókaútgefendur um útrásina og brautryðjandann, íslensku glæpasöguna.
Meira
A. Kristín Jóhannsdóttir hafði starfað sem kennari í ein sjö ár þegar hún fór í nám í almannatengslum í Skotlandi. Hún starfar nú sem almannatengill í Kauphöll Íslands. Guðmundur Sverrir Þór bregður upp svipmynd af henni.
Meira
Páll Samúelsson hefur siglt skipi sínu heilu í höfn. Hann hefur verið umsvifamikill kaupsýslumaður í áratugi og reynzt maður verka fremur en orða. Hann hefur verið hljóðlátur forystumaður í viðskiptum. Saga Toyota-umboðsins er ævintýri líkust.
Meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Flugkerfi hf. var nýlega með hagstæðasta tilboðið í flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir alþjóðaflugvöllinn á Jeju-eyju í S-Kóreu. Kristján Torfi Einarsson ræddi við framkvæmdastjóra Flugkerfa um fyrirtækið og helstu verkefni þess.
Meira
REDSQUARE Invest og stjórnendur Rahbekfisk hafa keypt Rahbekfisk, framleiðanda á frosnum tilbúnum réttum fyrir Evrópumarkað. Seljandi var hollenski fjárfestingasjóðurinn Gilde.
Meira
SAMSKIP hafa gengið frá kaupum á flutningahluta fiskdreifingarfyrirtækisins Lífæðar og hefur starfsemin verið sameinuð fiskflutningakerfi Landflutninga-Samskipa. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál.
Meira
Síminn ætlar að veita heimilunum og fyrirtækjunum í landinu margvíslega þjónustu sem ekki er eingöngu á þeim sviðum sem hann starfar nú á, þ.e. í fjarskiptum og upplýsingatækni.
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is SÍMINN undirritar í dag 32 milljarða króna sambankalán. Lánið er tekið í tengslum við samruna Símans við Skipti ehf.
Meira
SKIPTASTJÓRI þrotabús Swissair hefur náð samkomulagi við hluthafa í Cargolux, sem eru frá Lúxemborg, um að þeir kaupi 33,7% hlut Swissair í Cargolux.
Meira
NÝLEGA var gerður samningur milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, VR, og hugbúnaðarfyrirtækisins OneSystems Ísland ehf. um kaup á kerfum til skjalastjórnunar fyrir VR.
Meira
TÍMARITIÐ Frjáls verslun hefur valið þá Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra KB banka, og Sigurð Einarsson, stjórnarformann sama banka, menn ársins 2005 í íslensku...
Meira
Hinn 26. desember, annan í jólum, er Diskókvöld Margeirs haldið í síðasta sinn á diskótekinu Óðali. Þetta er í tíunda skiptið sem kvöldið er haldið. Diskókvöldinu hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin tíu ár.
Meira
Á annan í jólum frumsýnir leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur nýjustu mynd sína, A Little Trip to Heaven , hér á landi. Blaðamaður spjallaði við upptekinn en afslappaðan Balta á sögusviði 101 Reykjavík , Kaffibarnum.
Meira
Forest Whitaker er einn af þessum stórleikurum sem fer lítið fyrir. Þrátt fyrir að hafa leikið í á fimmta tug kvikmynda eru þær fáar stórmyndirnar sem hann hefur skilið eftir sig. En stærðin skiptir kannski ekki máli, a.m.k. ekki í kvikmyndagerð.
Meira
Það var brjáluð stemning á Nasa laugardagskvöldið síðastliðið þegar að Gusgus og Ghostigital spiluðu fyrir danselskandi áheyrendurna. Ghostigital stigu fyrstir á sviðið, klæddir í skjannahvítt. Þeir náðu upp góðri stemningu.
Meira
Þessi fyrstu persónu skotleikur gerist á helstu orustusvæðum seinni heimsstyrjaldarinnar. Leikmaður er liðsmaður í herfylkingu sem kallar sig "The Big Red One" en þessi fylking varð þekkt fyrir afrek sín í stríðinu.
Meira
Hugrún og Magni hafa lagt sitt af mörkum við að koma skó- og fatahönnun á framfæri hérlendis. Fyrst í skóversluninni Kron, á Laugavegi 48, og síðan í fataversluninni Kron kron, Laugavegi 55, en þau reka saman báðar verslanir.
Meira
Það hefur alltaf þótt erfitt og óþægilegt að fjalla um kynferðisofbeldi gegn börnum. Því hrottalegra ofbeldið þeim mun erfiðara reynist að tala um það og því oft freistandi að fara yfir í léttara hjal.
Meira
Málið mælir með eftirfarandi jólalögum til að hlusta á sem oftast yfir hátíðirnar. Ég hlakka svo til í flutningi Svölu Björgvins. Stuðandi jólalag sem þreytist seint. Last Christmas með Wham. Jafnvel betra í flutningi Ensími á X-mas-tónleikunum um árið.
Meira
Kæri lesandi. Plata vikunnar verður með öðru sniði í þetta skiptið. Í stað þess að benda á heitustu og feitustu útgáfur síðustu vikna langar mig til þess að fjalla um ferskar jólaplötur.
Meira
Á Laugavegi 7 var á haustmánuðum opnuð verslun sem heitir Kisan. Þessi búð hefur þá sérstöðu að vera með ótrúlega fjölbreyttar vörur. Þarna má finna ferðatöskur, hálsmen, barnaföt, sængurver, handklæði, tónlist, styttur, borðstofuborð og handtöskur.
Meira
Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar. Sem betur fer hef ég aðeins látið einn dag bögga mig í einu. Ég geri einfalda hluti flókna eins og aðrir kólúmnistar. Og annars konar ruglistar. Mér finnst erfitt að ákveða hvað ég á að gefa fólki í jólagjöf.
Meira
Hljómsveitin Dikta hefur verið ansi iðin við kolann síðustu misserin en nýlega gaf hún út hjá Smekkleysu plötuna A Hunt for Happiness sem fengið hefur afbragðs dóma hjá gagnrýnendum.
Meira
Á þriðjudaginn síðastliðinn voru hljómsveitinni Sigur Rós afhentar nokkrar gull- og platínuplötur fyrir sölu á fjórum plötum. Von fékk platínuplötu og Ágætis byrjun sömuleiðis. Svigaplatan og Takk fengu síðan báðar gullplötu.
Meira
Fanny och Alexander (1982) Sænsk snilld frá Ingmar Bergman. Fanny och Alexander er skylduáhorf um hver jól í Svíþjóð. Hvers vegna ekki að gera slíkt hér á Íslandinu góða. Sorgleg og falleg í senn.
Meira
Kannski er Baltasar Kormákur hættur að vera björt von. Það er þó ekki illa meint. Baltasar hefur eins og kunnugt er leikstýrt tveimur kvikmyndum, 101 Reykjavík (1999) og Hafið (2002).
Meira
"Svona eru jólin" syngja Bó og Eyfi ásamt kór Öldutúnsskóla og vagga sér í takt. Ætli þeir hafi hitt naglann á höfuðið þarna; jólin séu nákvæmlega svona og á engan hátt öðruvísi. Við erum alla vega sammála þeim að svona eru jólin.
Meira
"Gusgus er geðveikt tónleikaband!" er orðið á götunni þessa dagana. Það er ekki bara tónlistin sjálf sem veitir þeim þennan gæðastimpil heldur eru tónleikar með Gusgus konfekt fyrir augun.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.