EINAR Oddur Kristjánsson þingmaður segir að starfslokasamningar FL Group sé afar óábyrgir og geri þingmönnum og öðrum sem tali fyrir því að launamál hér á landi séu í jafnvægi, afar erfitt fyrir.
Meira
Samkvæmt svifryksmælingum Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar var magn svifryks langt yfir leyfilegum mörkum á nýársnótt eða 1.808 míkrógrömm á rúmmetra þegar mest var en hættumörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Meira
Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir þingmaður segir í pistli á heimasíðu sinni að Alþingi og ráðuneyti ættu að endurskoða þá samninga sem gerðir hafa verið við FL Group um kaup á ferðum vegna opinberra aðila.
Meira
ANDRÉS Jónsson gefur kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. Meðal stefnumála eru skipulagsmál, stuðningur við fjölskyldufólk, bætt kjör barna og unglinga og eldri borgara.
Meira
GENGI hlutabréfa í bönkunum hækkaði talsvert í gær. Bréf í Íslandsbanka hækkuðu um 4%, í Landsbanka um 3,2%, í Kaupþingi banka um 2,3% og Straumi-Burðarási um 1,3%. Mest viðskipti voru með bréf Landsbankans fyrir tæplega 2,5 milljarða.
Meira
AFKOMA Norðuráls á árinu 2005 er sú besta frá upphafi, að sögn Ragnars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Norðuráls. Þó að gengi Bandaríkjadals hafi verið óhagstætt hafi aðrir þættir vegið það upp og gott betur.
Meira
Ísafjörður | Birna Lárusdóttir bæjarfulltrúi hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér í 2. sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ í prófkjöri sem fram fer í næsta mánuði.
Meira
Bad Reichenhall. AP, AFP. | Björgunarmenn gerðu í gær dauðaleit að fólki í rústum skautahallar í Bad Reichenhall í bæversku ölpunum í Þýskalandi en þak hallarinnar hrundi undan snjóþunga á mánudag. Vitað var að a.m.k.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður enska meistaraliðsins Chelsea, var í gær kjörinn íþróttamaður ársins 2005 en hann var einnig efstur í kjörinu árið 2004.
Meira
"Mér finnst þetta ekki gefa þessum aðilum háa einkunn sem fara svona með fjármuni þessa félags og það er nokkuð sem maður hlýtur að hafa í huga," sagði Páll Halldórsson, formaður stjórnar lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, spurður um...
Meira
Fangelsi vegna innbrots | Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 9 mánaða fangelsi fyrir innbrot í Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar og að stela þaðan handlóðum og lyftingabeltum.
Meira
HALDIN verður fjöldahjálparæfing í Fellaskóla laugardaginn 14. janúar nk. kl. 13-15.30. Þar verða æfð viðbrögð vegna skyndilegrar rýmingar í stóru íbúðarhverfi.
Meira
FLOSI Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi forystustarfa fyrir jafnaðarmenn í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningum í vor.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is "ÞAÐ er ekki hægt að afskrifa þau alveg strax en þegar heil sýsla sameinast í eitt sveitarfélag er kannski ekki þörf fyrir tíu til fimmtán félagsheimili þar," segir Jón M.
Meira
ÍSLENSKA stærðfræðafélagið efnir til opins umræðufundar á morgun, fimmtudaginn 5. janúar, kl. 16-18 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Efni fundarins er stytting framhaldsskólans og áhrif hennar á stærðfræðikunnáttu landsmanna.
Meira
Það gerði haglél á höfuðborgarsvæðinu um tíma í gær og því ekkert sérstaklega gaman að vera á göngu í miðbænum. Þessir vegfarendur báru sig samt vel þegar þeir urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins í Bankastræti í Reykjavík.
Meira
Gjaldfrjáls leikskóli | Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur samþykkt að öll börn með lögheimili í sveitarfélaginu eigi frá eins árs aldri til og með fimm ára rétt á fjögurra tíma dvöl á leikskóla bæjarins án endurgjalds, á starfstíma skólans.
Meira
SÖLUHLUTI raforkureiknings heimilanna lækkaði mest hjá Orkuveitu Húsavíkur nú um áramótin, þegar sú breyting varð á að heimilin gætu valið sér þann raforkusala sem þau kysu að skipta við.
Meira
EINAR K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur ritað stjórnvöldum og sjávarútvegsfyrirtækjum, einkum í Evrópu, bréf. Í því er leitað liðsinnis þeirra við að stöðva ólöglegar veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SÖLUHLUTI raforkureiknings heimilanna lækkaði mest hjá Orkuveitu Húsavíkur nú um áramót, þegar sú breyting varð á að heimilin gætu valið sér þann raforkusala sem þau kysu að skipta við.
Meira
VALGARÐUR Sigurðsson, líffræðingur á Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði, hefur hlotið 400.000 kr. styrk úr Minningarsjóði Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson. Styrkurinn er til að rannsaka áhrif æðaþels á formgerð brjóstkirtilsins.
Meira
"REKSTUR fyrirtækja er ekki spretthlaup, heldur langhlaup og á endanum maraþonhlaup," segir Halla Tómasdóttir, nýráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Meira
ÍSLENSKUR karlmaður á fertugsaldri beið bana þegar svifvængur sem hann stýrði hrapaði til jarðar nálægt Medellin í Kólumbíu á gamlársdag. Maðurinn hét Rúnar Vincent Jensson, 32 ára, til heimilis í Laufbrekku 9 í Kópavogi. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Meira
Hressileg gönguferð | Þrjátíu og fimm manns og einn hundur hófu nýja árið með gönguferð að Stekkjarhúsum í Skíðadal á nýársdag að því er segir á vefnum dagur.net.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Reynt að finna lausn sem allir geta sætt sig við Kenninganefnd undir forystu biskups Íslands er ætlað að skila áliti um kirkjulegar hjónavígslur samkynhneigðra til Prestastefnu í apríl nk.
Meira
JÓHANNA Thorsteinson, leikskólastjóri og varabæjarfulltrúi í Kópavogi, gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sem fram fer í Kópavogi 21. janúar nk.
Meira
Hornafjörður | Kaupfélag Héraðsbúa keypti þrjú hús af Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga á Hornafirði fyrsta janúar. Um er að ræða Vesturbraut 3 sem hýsir verslun Krónunnar, Hafnarbraut 30 þar sem er m.a. Jöklasetrið og svokallað Miðbæjarhús við Litlubrú...
Meira
Stjórnvöld í Perú kröfðust þess formlega í gær að Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins, yrði framseldur frá Chile þar sem hann hefur á undanliðnum vikum verið í varðhaldi. Utanríkisráðuneyti Chile greindi frá þessu.
Meira
LEIKSKÓLAGJÖLD í Reykjavík lækkuðu nú um áramótin sem nemur tveggja stunda gjaldfrjálsri vistun. Er þetta samkvæmt samþykkt borgarstjórnarinnar frá 7. desember sl.
Meira
Mikill fengur er í nýrri limrubók Kristjáns Karlssonar skálds, sem heitir einfaldlega Limrur. Limrur hans fela jafnan í sér skemmtilegt uppbrot og hið óvænta.
Meira
HELGI Laxdal, varaformaður Gildis lífeyrissjóðs og formaður Vélstjórafélags Íslands, segist búast við því að starfslokasamningar FL Group verði til umræðu á næsta stjórnarfundi í Gildi sem fyrirhugaður er síðari hluta þessa mánaðar en Gildi er hluthafi...
Meira
Að líta til beggja hliða áður en gengið er yfir götu er sennilega ein fyrsta umferðarreglan sem kennd er. Þessi ungi drengur kunni sínar reglur og leit vel í kringum sig áður en hann gekk yfir Bræðraborgarstíg.
Meira
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti róttækar breytingar á skipan lögreglumála í landinu á ríkisstjórnarfundi í gær þar sem nokkur atriði ber hæst.
Meira
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins tilkynnt embætti ríkislögreglustjóra grun um að lög um fjármálafyrirtæki hafi verið brotin við kaup á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar síðastliðið sumar.
Meira
Jember í Indónesíu. AFP. | Björgunarmenn leituðu í gær fólks í aur og rústum húsa, sem eyðilögðust í miklum flóðum á austurhluta Jövu, einnar af eyjum Indónesíu.
Meira
LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum fann að kvöldi mánudags rúmt kíló af hassi í húsnæði í bænum. Er fundurinn í tengslum við rannsókn á fíkniefnamáli sem upp kom á gamlárskvöld.
Meira
Miðbæjarskipulag | Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun, þar sem lýst er yfir ánægju með tillögur að nýju miðbæjarskipulagi sem nýlega voru kynntar.
Meira
STJÓRN Ungra vinstri grænna í Reykjavík mótmælir harðlega þeirri gjaldskrárbreytingu sem varð hjá Strætó bs. nú um áramót. "Sú breyting felur í sér hækkun á almennu fargjaldi um 13,6% og er það þvert á stefnu UVG-R í umhverfis- og samgöngumálum.
Meira
Osló. AP. | Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja 200 milljónir norskra króna, tæplega tvo milljarða ísl. króna, í sérstakan neyðarhjálparsjóð Sameinuðu þjóðanna sem nýbúið er að setja á laggirnar.
Meira
Starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar hafa unnið að uppsetningu á vefsíðu Öldrunarheimila Akureyrar og hefur hún nú verið opnuð formlega. Tvær leiðir eru á síðuna; http://www.akureyri.is/oldrunarheimili eða http://www.akureyri.
Meira
Þingkosningar eiga að fara fram á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna í lok mánaðarins. Kristján Jónsson ræddi í gær við palestínska lækninn Mustafa Barghuti sem fer fyrir einni fylkingu stjórnarandstæðinga í kosningunum.
Meira
PÓSTURINN hefur gripið til þess ráðs að setja læsingar á póstkassa á þeim tíma sem flugeldar eru seldir vegna síendurtekinna skemmdarverka um áramót og fram eftir nýári.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is "ÞETTA er mikill hamingjudagur. Okkur þykir vænt um að nemendur sýni Hugarafliáhuga með því að styrkja okkur á þennan hátt.
Meira
HRAFN Jökulsson, fráfarandi forseti Hróksins, sinnti sínu síðasta embættisverki á um sjö ára ferli í fyrradag þegar hann afhenti hjónunum Jóni Óskari Hafsteinssyni og Huldu Hákon viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Meira
BJÖRGUNARMENN boruðu í gær holu inn í göng kolanámu í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum þar sem þrettán námumenn lokuðust inni í sprengingu sem varð í fyrradag.
Meira
Viðamiklum endurbótum og lagfæringum er nýlega lokið á einbýlishúsinu Miðvík í Skjaldarvík, en það voru Fasteignir Akureyrarbæjar sem að þeim stóðu. Húsið er um 180 m² steinsteypt á einni hæð.
Meira
SIGRÚN Edda Jónsdóttir viðskiptafræðingur gefur kost á sér í þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í komandi prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor.
Meira
Sandgerði | Smyrillinn ungi sem settist á netadræsu í Sandgerði gleymir sjálfsagt seint klaufaskap sínum enda flækti hann sig í netunum. Smyrillinn var þó heppinn því það sást til hans og maður kom honum til bjargar.
Meira
STJÓRN Rauða kross Íslands samþykkti fyrir skömmu ályktun um Mannréttindaskrifstofu Íslands. Í ályktuninni kemur fram að stjórn Rauða krossins hafi miklar áhyggjur af því að stjórnvöld hafi hætt beinum fjárveitingum til Mannréttindaskrifstofunnar.
Meira
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is STÚLKUR eru í aðalhlutverki á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri þessa fyrstu daga ársins, en þar höfðu síðdegis í gær fæðst fjórar myndarlegar stúlkur. Fyrsta barnið fæddist kl. 7 að morgni 2.
Meira
Karlakór Reykjavíkur fagnaði í gær áttatíu ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins söfnuðust núverandi og fyrrverandi kórfélagar við leiði Sigurðar Þórðarsonar, stofnanda kórsins, og sungu nokkur lög ásamt því að leggja blómsveig að leiði hans.
Meira
Sýning | Jóna Hlíf Halldórsdóttir hefur opnað sýninguna "GEGNUM - THROUGH" í Kunstraum Wohnraum í Ásabyggð 2 á Akureyri. Jóna Hlíf lauk námi við Myndlistarskólann á Akureyri 2005 og stundar nú framhaldsnám við Glasgow School of Art.
Meira
MEGN óánægja er meðal starfsmanna álvers Alcan í Straumsvík með uppsagnir starfsmanna í fyrirtækinu, að því er segir í ályktun vinnustaðafundar sem haldinn var 30. desember.
Meira
BJÖRK Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjavík.
Meira
Til Krísuvíkur? | Ný vefsíða, herjolfur.is var opnuð um leið og Eimskip tók við rekstri skipsins nú um áramót. Þar er í fyrsta skipti hægt að bóka ferð á netinu með Herjólfi.
Meira
Siglufjörður | Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku lýsir yfir áhyggjum af vaxandi launamisrétti í landinu. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi í byrjun árs.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Skarphéðni Berg Steinarssyni, stjórnarformanni FL Group og framkvæmdastjóra hjá Baugi Group.
Meira
BÍLVELTA varð rétt fyrir ofan Reykholt um miðjan dag í gær. Karlmaður á þrítugsaldri var einn á ferð og komst sjálfur úr bílnum sem hafnaði á hvolfi ofan í skurði.
Meira
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að með fyrirhuguðu hjúkrunarheimili í Mörkinni við Suðurlandsbraut í Reykjavík verði m.a. hægt að svara eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum. Miðað er við að þar verði um 110 hjúkrunarrými.
Meira
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | Vegna stöðugrar fjölgunar íbúa í Grindavík er farið að undirbúa byggingu nýs grunnskóla, í nýja Hópshverfinu sem er norðan við byggðina. Talið er að þörf verði á honum strax á næsta ári.
Meira
ÞRETTÁN nemendur útskrifuðust fyrir skömmu frá Fræðslumiðstöð sparisjóðanna eftir að hafa lokið sparnámi, sérhæfðu viðskiptanámi á háskólastigi sem ætlað er stjórnendum sparisjóðanna um land allt.
Meira
HÆTTA er á að hringormasmit í fólki hér á landi verði tíðara samfara aukinni neyslu á hráum fiski og hráum hrognum eða fiskréttum sem ekki hafa verið hitaðir eða frystir nægilega lengi til þess að drepa í þeim hringorma, segir Karl Skírnisson,...
Meira
DREGIÐ hefur verið í leik sem Kexverksmiðjan Frón efndi til með Heklu og Bónus í október og nóvember síðastliðnum þar sem viðskiptavinir sem keyptu kex frá Fróni í Bónusverslunum gátu sett nafn sitt í pott og unnið nýjan Volkswagen Fox til eignar.
Meira
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ÓVISSA ríkir enn í leikskóla- og dagvistunarmálum í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, en þó eru horfur á því að leikskólakennarar bíði átekta þangað til sveitarfélög hafa fundað á launaráðstefnu 17.
Meira
STEINGRÍMUR Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, segir viðræður í gangi milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um framtíðarfyrirkomulag tónlistarkennslu.
Meira
Vínardansleikur á Örkinni | Zontakonur á Suðurlandi og í uppsveitum hafa á undanförnum árum efnt til Vínardansleiks í Hótel Örk í Hveragerði. Þessi hefð í skemmtanalífi Sunnlendinga hefur náð vinsældum og verið sótt víða að. Laugard.7.
Meira
ÞORSTEINN Ingimarsson sölufulltrúi gefur kost á sér í 4.-6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjörið fer fram 4. febrúar næstkomandi. Þau mál sem Þorsteinn hyggst beita sér fyrir eru: skipulagsmál...
Meira
Fréttir af háum forstjóralaunum og starfslokasamningum fyrrverandi forstjóra hjá FL Group hafa á ný vakið umræður um þann mikla mun, sem orðinn er á launum forstjóra í stórfyrirtækjum og almennra launþega.
Meira
Ákvörðun Rússa um að skrúfa fyrir gas til Úkraínu er áhyggjuefni. Þessi aðgerð hafði ekki aðeins áhrif í Úkraínu, heldur lækkaði einnig þrýstingur á gasi til viðskiptavina í Evrópusambandinu.
Meira
Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi Félags leikskálda og handritshöfunda (áður Leikskáldafélag Íslands) var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: "Félag leikskálda og handritshöfunda skorar á stjórnvöld að setja sérstakt ákvæði í væntanlegt lagafrumvarp um...
Meira
1. Sufjan Stevens, Illinoise 2. LCD Soundsystem, LCD Soundsystem 3. Architecture in Helsinki, In Case We Die 4. Devendra Banhart, Cripple Crow 5. Animal Collective, Feels 6. Gorillaz, Demon Days 7. Franz Ferdinand, You Could Have It So Much Better 8.
Meira
Billboard (Bandaríkin) 1. My Morning Jacket, Z 2. The Rolling Stones, A Bigge Bang og M.I.A., Arular 3. The New Pornographers, Twin Cinema 4. Common, Be 5. Sleater-Kinney, The Woods 6. Sufjan Stevens, Illinois 7.
Meira
Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is HELSTU tímarit og netmiðlar heimsins sem fjalla um tónlist hafa undanfarnar vikur keppst við að birta lista sína yfir bestu plötur ársins 2005.
Meira
Ofurfyrirsætan Kate Moss er sögð hafa sést kyssa og knúsa mann í skíðalyftu í Aspen í Bandaríkjunum á milli jóla og nýárs. Breska æsifréttablaðið The Sun leiðir að því líkur að fyrirsætan hafi fundið ástina að nýju.
Meira
SAMKYNHNEIGÐU tískulöggurnar í Queer Eye for the Straight Guy eru nú komnar aftur. Eins og áður gera þeir sitt besta til að bjarga gagnkynhneigðum karlmönnum frá slóðaskap og öðrum...
Meira
Skúlptúr | Þessum smávöxnu leirskúlptúrum var komið í gær fyrir á tröppum Santa Maria in Aracoeli-basilíkunni í Rómaborg. Þeir eru alls fimm þúsund talsins og eiga að tákna börn frá heimsálfunum fimm.
Meira
Þeir sem enn muna eftir vínylplötunni muna væntanlega líka eftir því að plötusala var á niðurleið um það leyti sem fyrsti geisladiskurinn kom á markað.
Meira
ÆVINTÝRAMYNDIN Töfralandið Narnía: Ljónið, nornin og skápurinn var vinsælasta myndin vestanhafs eftir fjögurra daga áramótabíóhelgi. Tók hún toppsætið af King Kong en í vikunni á undan var Narnía í öðru sæti og risaapi Peters Jacksons í því fyrsta.
Meira
BANDARÍKIN 1. 50 Cent, The Massacre 2. Eminem, Encore 3. Green Day, American Idiot 4. Mariah Carey, The Emancipation of Mimi 5. Kelly Clarkson, Breakaway 6. Gwen Stefani, Love, Angel, Music, Baby 7. Destiny's Child, Destiny Fulfilled 8.
Meira
VERÐLAUNASJÓÐUR íslenskra barnabóka efnir nú enn á ný til verðlaunasamkeppni. Að þessu sinni er auglýst eftir tvenns konar handritum: 1. Handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga. Útprentað handrit skal vera að lágmarki 70 blaðsíður að lengd.
Meira
ÞAÐ bólar ekkert á The West Wing, Vesturálmunni, í dagskrá Ríkissjónvarpsins. Sýningum á fimmtu seríunni lauk einhvern tíma sl. sumar, ef mér skjátlast ekki, en svo er ekki að sjá sem RÚV hyggist taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Meira
Sigurður Jónsson fjallar um málefni bæjarfélagsins í Garði: "Í Garðinum hefur verið ótrúlega gott og mikið framfaraskeið um þónokkurn tíma. Sveitarfélagið hefur breyst mikið á síðustu árum og er í sífelldri framför."
Meira
Frá Guðmundi G. Þórarinssyni: "FORSÆTISRÁÐHERRA beindi því til kjaradóms að breyta hluta dómsins varðandi laun æðstu embættismanna og þingmanna. Auðvitað getur forsætisráðherra ekki skipt sér af launamálum dómara. Það er allt annað með launamál alþingismanna."
Meira
Frá Margréti Jónsdóttur : "HINN 29. desember skrifar Kristín Hildur Sætran um ágæti Íslands sem ferðamannalands, í því augnamiði að benda stjórnvöldum á að ferðaþjónustuna vanti ríkisstyrki til að standa undir merkjum (mitt orðalag)."
Meira
Eftir Jón Óttar Ragnarsson: "Flestir fremstu sérfræðingar um bókmenntir hér á landi og í Svíþjóð töldu að Halldór Laxness stæði annaðhvort framar eða langtum framar rithöfundinum Gunnari Gunnarssyni!"
Meira
Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson: "Sennilega verður aldrei skorið úr þessu máli að fullu, þótt vonandi verði það rækilega kannað í væntanlega ævisögu Gunnars."
Meira
Reynir Axelsson svarar gagnrýni Ríkarðs Arnar Pálssonar: "Lái mér hver sem vill þótt ég láti óljósar ábendingar Ríkarðs Arnar sem vind um eyrun þjóta, einkum þegar þær eru alveg út í hött."
Meira
Góð þjónusta í IKEA Mig langar að þakka fyrir góða þjónustu sem ég fékk í IKEA nú fyrir og eftir jólin, þar sem það heyrist of sjaldan hrós frá fólki.
Meira
Aðalbjörg Sigríður Guðmundsdóttir fæddist á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit 23. júlí 1921. Hún lést á Landspítalanum 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sveinsson, f. 20. janúar 1896, d. 1.
MeiraKaupa minningabók
Einar Guðnason viðskiptafræðingur fæddist 13. apríl 1939 í Reykjavík. Hann lést í Reykjavík 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson prófessor frá Gamla-Hrauni í Stokkseyrarhreppi, f. 22. júlí 1901, d. 4.
MeiraKaupa minningabók
Einar Thorlacius Magnússon fæddist í Ólafsvík 4. janúar 1925. Hann lést í Reykjavík 7. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 16. desember.
MeiraKaupa minningabók
Elísabet Jóhanna Sigurbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 12. desember 1944. Hún lést á Grensásdeild Landspítalans hinn 27. desember síðastliðinn. Móðir hennar er Sigríður María Tómasdóttir, f. 19.
MeiraKaupa minningabók
Ingimundur Ólafsson fæddist í Langholti í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu 25. febrúar 1913. Hann lést að morgni aðfangadags jóla á Landspítalanum í Fossvogi.
MeiraKaupa minningabók
Ingunn Jónsdóttir fæddist á Smyrlabjörgum í Suðursveit 19. ágúst 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 25. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lucia Guðný Þórarinsdóttir, f. 11. janúar 1899, d. 26. ágúst 1998, og Jón Jónsson, f....
MeiraKaupa minningabók
Kristgerður Þórðardóttir fæddist á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu 30. ágúst 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 23. desember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þórðar Brandssonar, f. á Markhóli í Rang., 14.5. 1873, d. 9.12.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Svava Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 31. mars 1948. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík aðfaranótt 27. desember síðastliðins. Foreldrar hennar eru Kristinn Magnússon, f. 3. mars 1924, d. 30. mars 1999, og Steinvör Fjóla Guðlaugsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Sólveig Ósk Sigurðardóttir fæddist í Reyjavík 4. október 1928. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 22. desember 2005. Foreldrar hennar voru Ásta Baldvinsdóttir, f. 25. október 1903, d. 5. maí 1948, og Sigurður Egilsson, f. 11.
MeiraKaupa minningabók
Þorleifur Hólm Gunnarsson fæddist í Hafnarfirði 27. ágúst 1924. Hann andaðist á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði að kvöldi aðfangadags jóla 2005. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson, sjómaður, f. 1894, d. 1978, og Guðmundína Þorleifsdóttir, húsmóðir,...
MeiraKaupa minningabók
ARNGRÍMUR Jónsson, stofnandi Atlanta-flugfélagsins og stjórnarmaður í Avion Group, hefur selt 15 milljónir hluta í Avion Group á genginu 38,3. Söluverðið er því um 575 milljónir króna.
Meira
PÁLMI Haraldsson er þegar farinn að láta finna fyrir sér í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket en hann hefur nú sett fram þá kröfu að skrifstofan selji miða í flug lággjaldafélagsins Fly Me.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 2,16% á fyrsta viðskiptadegi ársins og fór í fyrsta sinn yfir 5.600 stig og endaði í 5.653 stigum. Gengi bréfa viðskiptabankanna hækkaði mikið eða á bilinu 2,3 til 4,05%.
Meira
Gjafakort gera að verkum að handhafinn getur valið gjöfina sjálfur og þegar um gjafakort í verslanamiðstöðvum er að ræða, getur viðkomandi valið úr mörgum verslunum.
Meira
SÉRSTAKUR leikskóli hefur verið stofnaður í Stokkhólmi fyrir börn sem eru viðkvæm fyrir sýkingum og fá endurteknar eyrnabólgu og kvef. Á vef Dagens Nyheter er fjallað um leikskólann sem þarf læknisvottorð til að komast inn á.
Meira
ÓFRÍSKAR konur geta skaðað fóstrið meira með því að nota nikótínplástur en með því að halda áfram reykingum, að því er spænsk rannsókn leiðir í ljós.
Meira
KONUR eru persónulegri í rafrænum samskiptum en karlar, að því er bandarísk rannsókn gefur til kynna. Í Svenska Dagbladet er greint frá því að karlar noti tölvupóst frekar til að miðla bröndurum og tala um fjármál.
Meira
Erlingur Þ. Jóhannsson hefur um árabil verið einn aðalmaðurinn í að skipuleggja og sjá um framkvæmd Nýárssundsmóts fatlaðra sem að þessu sinni fer fram í Laugardagslauginni á sunnudaginn kemur.
Meira
Engin nefnd getur tekið þessa ákvörðun. Engin ríkisstjórn getur leyft sér að hafa skoðun á málinu fyrir alla landsmenn. Engin borgarstjórn veit hvað er best í stöðunni.
Meira
Áramótagleðin er um garð gengin og lét Víkverji ekki sitt eftir liggja í púðurskotunum. Sagt er að Íslendingar hafi skotið upp flugeldum fyrir um 500 milljónir króna, sem gerir um 1.600 króna útgjöld á hvert mannsbarn.
Meira
FYRSTA æfing var í gær á Sumardegi eftir norska leikskáldið Jon Fosse. Fosse hefur slegið í gegn í Evrópu á undanförnum árum en Sumardagur er fyrsta verk hans sem sýnt er hér á landi. Leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson.
Meira
EVA Björk Hlöðversdóttir, handknattleikskona í ÍBV, leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð þar sem hún er kona eigi einsömul um þessar mundir.
Meira
JOACHIM Boldsen, leikstjórnandi danska landsliðsins í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Flensburg, segist hafa fulla trú á því að danska landsliðið vinni gullverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Sviss sem hefst 26. janúar. Boldsen segist a.m.k.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen, nýkrýndur íþróttamaður ársins, ákvað að gefa þá hálfa milljón króna sem hann fékk í verðlaun frá Íslandsbanka til samtakanna Einstakra barna.
Meira
FIMM knattspyrnumenn hafa verið útnefndir íþróttamenn ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Eiður Smári Guðjohnsen varð fyrir valinu tvö ár í röð, 2004 og 2005.
Meira
ÚTLIT er fyrir að mikil aðsókn verði á flesta leiki Evrópumótsins í handknattleik karla sem hefst í Sviss 26. janúar. Nú þegar hafa selst tæplega 60.000 aðgöngumiðar af þeim 90.000 sem eru á boðstólum.
Meira
* JAKOB Sigurðsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, og félagar í þýska körfuboltaliðinu Leverkusen , töpuðu í fyrrakvöld 90:72 fyrir Bamberg í 1. deildarkeppninni. Jakob lék í 11 mínútur og gerði 2 stig.
Meira
RÚSSUM hefur lengi líkað vel við vodka og drukkið hann í tíma og ótíma. Vladimir Krikunov, landsliðsþjálfari Rússa í íshokkíi, segir að neysla vodka í kringum íþróttamót komi í veg fyrir streitu, hreinsi hugann og skerpi alla hugsun.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Englandsmeistara Chelsea, var í gærkvöldi útnefndur íþróttamaður ársins annað árið í röð af Samtökum íþróttafréttamanna.
Meira
JOSÉ Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, fór fögrum orðum um frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsens í leik ensku meistaranna gegn West Ham í úrvalsdeildinni í fyrradag.
Meira
STRÁKAR úr FH, fæddir 1989 og 1990, sigruðu á Norden Cup-handboltamóti í Svíþjóð á milli hátíðanna. Piltarnir, sem allir eru í 3. flokki FH, unnu alla sína leiki í mótinu sem fram fór í Gautaborg.
Meira
ÁSTHILDUR og Þóra B. Helgadætur, landsliðskonur í knattspyrnu, eru fyrstu systurnar sem hafa verið á listanum yfir tíu efstu íþróttamennina í kjöri íþróttamanns ársins.
Meira
TEITUR Þórðarson, þjálfari KR-inga, gagnrýndi norska knattspyrnusambandið á dögunum í samtali við norska blaðið Tipsbladet , fyrir hvernig það héldi á málum gagnvart ungum og efnilegum leikmönnum sem fengju tilboð frá erlendum félagsliðum.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður enska meistaraliðsins Chelsea, verður síðasti íþróttamaðurinn sem varðveitir styttuna glæsilegu sem fylgt hefur kjöri íþróttamanns ársins frá upphafi, en í reglugerð um...
Meira
KNATTSPYRNA England Arsenal - Manchester United 0:0 38.313. Liðin hafa oftast leikið betur en þau gerðu á Highbury. Staðan: Chelsea 21191146:1058 Man.
Meira
Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is Fiskúrgangur af suðvesturhorni landsins hefur verið hakkaður í minnkafóður síðan 1997 hjá Skinnfiski í Sandgerði og seldur til Dansk pelsdyrfoder í Danmörku sem eru fjórðungs eigendur fyrirtækisins.
Meira
UNDIRBÚNINGUR fyrir sjávarútvegssýninguna North Atlantic Seafood (NAS), sem haldin verður í Lilleström í Norgi í febrúar nk. er langt kominn. Þegar er ljóst að hlutur Íslendinga vegur þungt á ráðstefnu sem haldin verður samhliða sýningunni.
Meira
Svo virðist sem áhugi á sjávarútvegi hafi minnkað mikið. Aðrar atvinnugreinar njóta meiri vinsælda, sérstaklega fyrirtækin sem nú standa í mestu útrásinni. Það er í raun og veru fyllilega eðlilegt.
Meira
Grundarfjörður | Fjöldi manns var mættur á stóru bryggjuna í Grundarfirði fyrir birtingu um kl. 10 á gamlársdag er Hringur SH 153 nýtt togskip Guðmundar Runólfssonar hf. renndi upp að bryggjukantinum.
Meira
Sjómannaalmanakið og Skipaskráin 2006 er komin út en um er að ræða ríflega 1.400 blaðsíðna tveggja binda verk. Athygli ehf. er útgefandi og er þetta 81. árgangur ritsins.
Meira
Fyrirtækið Ifex ehf. í Sandgerði sem Halldór Berg Jónsson stofnaði 2001 í samvinnu við Skinnfisk og Sigurnes hefur náð mjög góðum árangri í framleiðslu á gæludýrafóðri fyrir hunda og ketti úr alíslenskum fiski og snakki fyrir mannfólkið.
Meira
Nú er komið að þeim gula. Það er mörgum kærkomið að fá sér fisk eftir allt kjötátið yfir hátíðarnar. Þorskurinn er mjög góður matfiskur, ekkert síðri en ýsan, þótt hún sé jafnan í meira uppáhaldi hjá landanum og því mætti í gamni tala um Ýslendinga.
Meira
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is TALIÐ er að tæpir tveir tugir svokallaðra sjóræningjaskipa, að minnsta kosti, stundi ólöglegar veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Ekki er vitað með vissu hver árlegur afli þeirra er en hann gæti verið allt að 30.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.