Greinar sunnudaginn 15. janúar 2006

Fréttir

15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 53 orð

99% samþykktu samning Strætó

NÝR kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við Strætó bs. var samþykktur með 99% greiddra atkvæða. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn fór fram í kjölfar kynningarfunda á samningnum. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 36 orð

Auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna mannréttindamála

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum frá félagasamtökum og stofnunum sem vilja vinna að verkefnum á sviði mannréttindamála. Umsóknum skal skila til ráðuneytisins fyrir 1. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 475 orð | 1 mynd

Blóraböggull

Sjálfsvíg eru ótrúlega algeng á Íslandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um eitt slíkt að undanförnu. Eitt finnst mér vanta í þá umræðu. Það er hver ábyrgð einstaklingsins er á sjálfum sér. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 122 orð

Býður sig fram í 5.-6. sæti í Reykjavík

HELGA Rakel Guðrúnardóttir gefur kost á sér í 5.-6. sæti á lista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer helgina 11.-12. febrúar næstkomandi. Helga Rakel er í fjarnámi í umhverfisfræði við Háskólann á Akureyri. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Ein stöng fyrir öll verkefni

FJÖLNOTA flugustöng, sem söngvarinn og stangveiðimaðurinn Engilbert Jensen hannaði, er nú framleidd hjá bandaríska fyrirtækinu Scott, sem smíðar veiðistengur í fremstu röð. Hin nýja lína flugustanga kallast E2. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 428 orð

Ekki var heimilt að afmarka menntunarkröfur við lögfræði

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að forsætisráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að heimilt hafi verið á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að setja það sem almennt hæfisskilyrði fyrir því að umsækjandi kæmi... Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Elsta ritið frá árinu 1859

LANDSBÓKASAFNI var nýlega afhent til eignar og varðveislu skákbókasafn Guðmundar Arnlaugssonar menntaskólakennara og fyrsta rektors við MH. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Er að hugsa um að hætta

Bragi Björgvinsson hefur staðið í brúnni á Essóstöðinni á Breiðdalsvík í ríflegt dúsín ára, en er að hugsa um að hætta bráðum með stöðina. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Eru styrkir til landbúnaðar hluti af byggðastefnu?

ÞAÐ má segja að mjög ólíkar kröfur séu gerðar til landbúnaðarins. Sumir líta svo á að fjárframlög ríkisins til landbúnaðarins séu hluti af aðgerðum til að viðhalda byggð í landinu. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 104 orð

Félag Oxford- og Cambridge-fólks stofnað

NÝVERIÐ var stofnað félag þeirra sem stundað hafa nám og/eða vísindastörf í Cambridge- og Oxford-háskóla. Tilgangur félagsins er m.a. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Fiskistofa flytur í Hafnarfjörð

Starfsmenn Fiskistofu flytja nú um helgina aðalskrifstofu stofnunarinnar í Dalshraun 1 í Hafnarfirði, nýja húsið sem Ris ehf. er að byggja í Engidalnum, við gatnamót Hafnarfjarðarvegar, Álftanesvegar og gömlu Reykjanesbrautarinnar. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 721 orð | 1 mynd

Fjárframlög aukast mikið

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Ný verkefni sett af stað í Srí Lanka og Níkaragva Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið að verkefnum í samvinnu við heimamenn í Malaví, Mósambík, Namibíu og Úganda. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 196 orð

Flest mál enda með sakfellingu

ÁKÆRT var í 29 málum af 58 er varða kynferðisbrot gegn börnum sem bárust ríkissaksóknara á árinu 2004, samkvæmt ársskýrslu embættisins 2004. Málum í þessum flokki kynferðisbrota fjölgaði mjög á árunum 2003 og 2004. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 856 orð | 2 myndir

Góð ímynd verðmætasta eign fyrirtækis

Um þessar mundir er almannatengslafyrirtækið KOM 20 ára. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Jón Hákon Magnússon eiganda KOM, sem stofnaði það ásamt Indriða G. Þorsteinssyni. KOM var fyrsta fyrirtækið sinnar tegundar á Íslandi. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 1686 orð | 1 mynd

Hagsmunir aldraðra snerta okkur öll

Rannsókn Júlíönu Sigurveigar Guðjónsdóttur á reynslu dætra af því að flytja foreldra með heilabilun á hjúkrunarheimili ætti að vekja til umhugsunar vegna þess að í öllum þeim tilvikum sem hún rannsakaði fór foreldrunum aftur á fyrstu þremur mánuðunum... Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Haltur og blindur til fyrirmyndar

FYRIRMYNDARVIÐURKENNING CP félagsins (Félag spastískra) var veitt í annað sinn í vikunni. Hún er veitt einstaklingum sem eru fötluðum fyrirmynd og sýna að fötlun þarf ekki að vera fyrirstaða. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 1221 orð | 2 myndir

Íslendingar geta orðið frumkvöðlar í bindingu koltvíoxíðs

Einn fremsti vísindamaður heims í rannsóknum á umhverfisbreytingum, Wallace B. Broecker, fjallaði í fyrirlestri um glímuna við loftslagsbreytingar. Andri Karl kynnti sér hvernig mannkynið getur tekist á við hlýnun loftslags og hvernig Íslendingar geta komið að þeirri baráttu. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 162 orð

Koltvíoxíð verði bundið í jörðu á Íslandi

WALLACE S. Broecker, jarðefnafræðingur við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum, segir að Íslendingar geti orðið frumkvöðlar í þróun á bindingu koltvíoxíðs í jörðu og að íslenskur berggrunnur þyki mjög ákjósanlegur til þess. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Kyrtill Elínar Ólafsdóttur afhentur Þjóðminjasafni Íslands

NÝLEGA afhenti Elín Pálmadóttir blaðamaður Þjóðminjasafni Íslands kyrtilbúning Elínar Ólafsdóttur frá Gerðakoti á Miðnesi til varðveislu. Elín var fædd árið 1861 og lést 1946. Hún var seinni kona Árna Eiríkssonar útvegsbónda í Gerðakoti. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 1377 orð | 7 myndir

Leðurgólf slitna vel

Leður hefur löngum verið vinsælt efni til hönnunar. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ragnheiði Ólafsdóttur, Röggu, sem hannar hluti úr leðri og einnig skartgripi úr fiskihreistri á vinnustofu sinni í London. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Lést í umferðarslysi

MAÐURINN sem lést í árekstri strætisvagns og flutningabíls á Sæbraut á föstudag hét Pétur Sigurðsson og var fæddur árið 1946. Pétur var kjötiðnaðarmaður að mennt og starfaði sem strætisvagnstjóri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin... Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 194 orð

Meira fé til þróunarsamvinnu

Á ÞESSU ári mun Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafa um 50% meira fjármagn til ráðstöfunar en á síðasta ári. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 125 orð

Mótmæla tilraunum til afnáms kennsluskyldu

KENNARASAMBAND Austurlands hefur ályktað vegna umræðu um kjarasamning KÍ og LN í tengslum við tilraunasamning í Norðlingaskóla og "mótmælir öllum tilraunum sem fela í sér afnám kennsluskyldunnar á grundvelli bókunar 5 í kjarasamningi KÍ og... Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 433 orð

PSE-stuðningur hækkar milli ára

STUÐNINGUR íslenskra stjórnvalda við landbúnaðinn hefur verið að hækka á síðustu tveimur árum, en hann var fyrir einn sá hæsti í heimi. Opinber stuðningur við landbúnað er oftast mældur með hugtakinu PSE (producer subsidy equivalent). Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 4909 orð | 12 myndir

"Vissum aldrei hvað biði okkar"

Með vissu er vitað um níu Íslendinga sem þjónuðu í SS-sveitum Þriðja ríkisins. Einn þeirra var Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ræsis til ríflega þrjátíu ára. Hann lést í september síðastliðnum. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 2204 orð | 6 myndir

"Þessi maður myrti föður minn"

12 ár eru liðin frá þjóðarmorðunum í Rúanda. Löngu eftir að þeim lauk hafði ekki enn verið réttað yfir meira en hundrað þúsund manns sem setið höfðu í fangelsi um árabil, sakaðir um að hafa tekið þátt í morðunum. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 102 orð

Ráðist á tvo menn í Reykjavík

MAÐUR um þrítugt var sleginn niður fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Amsterdam í Reykjavík um sjöleytið í gærmorgun og fluttur meðvitundarlaus á slysadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn og fluttur á slysadeild þar sem hann hafði brákað sig á hendi. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð

Röktu fótspor þjófanna

ÞJÓFAR er stolið höfðu bíl, sem fór út af Reykjanesbraut skammt frá Fitjum á föstudagskvöld og skemmdist mikið, skildu hann þar eftir en svo heppilega vildi til að lögreglan gat rakið fótspor þeirra frá bifreiðinni og handtók þrjá pilta við... Meira
15. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 197 orð

Sakar Evrópu um samsekt

DICK Marty, svissneskur öldungadeildarþingmaður, sem falið hefur verið að kanna hvort CIA, bandaríska leyniþjónustan, hafi verið með leynileg fangelsi í Evrópu, sagði í fyrradag, að hann efaðist ekki um, að svo hefði verið. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 1317 orð | 1 mynd

Skemmti mér með veiðigyðjunni

Engilbert Jensen er ekki bara kunnur fyrir sönginn; hann er listamaður í veiði og fluguhnýtingum. Og nú er komin á alþjóðlegan markað ný lína af veiðistöngum frá Scott sem nefnast E2, en þær eru byggðar á hugmyndum Engilberts. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 30 orð

Skipaður formaður almannavarnaráðs

BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Þorstein Geirsson ráðuneytisstjóra formann almannavarnaráðs frá og með 1. janúar sl. Jafnframt hefur Stefán Eiríksson skrifstofustjóri verið skipaður varaformaður ráðsins frá sama... Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Slæmur plús á Íslandi

BANDARÍSKA djasstríóið, The Bad Plus heldur tónleika á NASA sunnudaginn 12. mars næstkomandi. Meira
15. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Sólarguði færðar fórnir

Indverskar konur og hindúar biðja og færa guði sólarinnar fórnir áður en þær baða sig í hinu helga fljóti Ganges þar sem það rennur út í Bengalflóa. Makar Sankranti heitir hátíðin og haldin til að fagna hækkandi sól. Um 200. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Stefnir á annað sætið í Kópavogi

HAFSTEINN Karlsson, bæjarfulltrúi og skólastjóri gefur kost á sér í 2. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fer fram 4. febrúar. Hafsteinn hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs síðasta kjörtímabil. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 307 orð

Stjórnsýsluútgjöld hækkuðu um 78-86%

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÚTGJÖLD vegna stjórnsýsluverkefna í landbúnaði hafa hækkað mikið á síðustu sex árum. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 1243 orð | 1 mynd

Stuðningskerfi í sauðfjárrækt var komið í þrot

Stuðningskerfi við sauðfjárrækt var komið í þrot um miðjan síðasta áratug og því neyddust stjórnvöld til að breyta því. Breytingar hafa einnig orðið í mjólkurframleiðslu, en styrkjakerfið sjálft hefur ekki breyst eins mikið. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Stundum eins og Berlingske sé ekki beint skotið í okkur

SVAVAR Gestsson, sendiherra Íslands í Danmörku, sagði í ræðu sem hann flutti við opnun Erró-sýningar í Danmörku í vikunni að sér fyndist stundum sem þeim Dönum sem skrifuðu í blöð, einkum Berlingske , líkaði ekki allt of vel við Íslendinga. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins

Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er mánudagurinn 23. janúar 2006 kl. 12.00. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is, en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi þann 16. janúar. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 470 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

Bandaríkjamenn eiga skilið að fá betri svör frá væntanlegum hæstaréttardómara. Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður, eftir að hafa hlýtt á málflutning Sameule Alito, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur útnefnt sem hæstaréttardómara. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 1673 orð | 3 myndir

Uppgangur og margt fleira

Chile, landræman firnalanga við Kyrrahaf, sem er ekki nema lítill hluti Suður-Ameríku virðist svo komið hafa slegið öllum öðrum þjóðum álfunnar við í efnahagslegu tilliti. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Úfnar öldur við ströndina

BRIMIÐ skellur harkalega á ströndinni í vetrarveðrinu. Á Reykjanesi er strandlengjan víða heillandi en þó hættuleg á stöku stað þegar bylgjuhreyfingar hafsins og kraftur þeirra láta til sín taka. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Útboð á uppbyggingu farsímanets á næstu mánuðum

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra mun á næstunni kynna áætlun um það hvernig staðið verður að uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðinni hvað snertir háhraðatengingar, stafrænt sjónvarp til sjófarenda og dreifðari byggða um gervihnött og farsímakerfi,... Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Útgjöld vegna stjórnsýslu hækkuðu um 78-86%

ÚTGJÖLD vegna stjórnsýsluverkefna í landbúnaði hafa hækkað mikið á síðustu sex árum. Framleiðslustyrkir, sem eru stærsti liður útgjaldanna, hafa einnig hækkað milli ára, en þó mun minna en útgjöld fjárlaga ríkissjóðs. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Útilistaverk eftir Rúrí við Sólheima

Í BÍGERÐ er að setja upp sjö metra hátt útilistaverk eftir listakonuna Rúrí við Sólheima í Grímsnesi. Listakonan vill lítið upplýsa um verkið annað en að mikið gler verði í því. Í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins í dag segir Rúrí m.a. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 355 orð | 1 mynd

Útlegðardómur og annar þyngri

Einu sinni á ævinni hef ég óskað þess að jörðin gleypti mig. Við vorum, tvær íslenskar stöllur, að hefja nám í frönskum málaskóla þegar okkur varð starsýnt á einn í bekknum, sem bar þess ekki glögg merki hvoru kyninu hann tilheyrði. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Verðlag á Íslandi hátt í öllum vöruflokkum

VERÐLAG á matvörum í Evrópu er mjög breytilegt. Það er langlægst í Austur-Evrópu þar sem kaupmáttur er minnstur. Það er heldur hærra í Suður-Evrópu í löndum eins og Spáni og Grikklandi. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 1004 orð | 2 myndir

Við eigum val um öðruvísi veröld

Tugþúsundir flykkjast nú til Malí í V-Afríku til að taka þátt í World Social Forum sem haldið verður dagana 19.-23. janúar nk. Meira
15. janúar 2006 | Innlent - greinar | 645 orð | 1 mynd

Viðskiptajöfrar í baráttu fyrir betri heimi

WORLD ECONOMIC FORUM (WEF), eða heimsviðskiptaráðstefnan, var fyrst haldin árið 1971 en þetta er sjálfstæð hreyfing sem hefur það að markmiði að bæta heiminn með því að hvetja leiðtoga til að vinna saman að pólitískri og efnahagslegri stefnumótun, bæði... Meira
15. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 152 orð

Vill bræða saman mann og kanínu

SKOSKUR prófessor, sem vann það sér til frægðar að klóna ána Dollý, vinnur nú að því að bræða saman mann og kanínu. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 173 orð

Vill fella niður strætófargjöld barna, unglinga, aldraðra og öryrkja

ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, hyggst leggja fram eftirfarandi tillögu í borgarstjórn þann 17. janúar nk. Tillagan lýtur að niðurfellingu strætófargjalda barna, unglinga, aldraðra og öryrkja. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Vill gefa Íslendingum gögn og myndir á sérstakt eldfjallasafn

Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is HARALDUR Sigurðsson, prófessor í eldfjallafræði og haffræði við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að færa Íslandi að gjöf safn sitt er snertir eldgos og eldvirkni. Samanstendur safnið m.a. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 138 orð

Vill leiða lista Samfylkingar í Kópavogi

GUÐRÍÐUR Arnardóttir hefur tilkynnt þátttöku sína í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fer fram þann 4. febrúar 2006. Hún biður um stuðning í 1. sæti. Meira
15. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 307 orð

Þriggja ára menntaskóli í Borgarnesi

MENNTASKÓLI Borgarfjarðar, sem ætlunin er að taki til starfa haustið 2007 í Borgarnesi, verður væntanlega þriggja ára framhaldsskóli og mun starfa eftir nýrri námsskrá um breytt námsskipulag til stúdentsprófs, samkvæmt upplýsingum úr... Meira

Ritstjórnargreinar

15. janúar 2006 | Leiðarar | 250 orð

Krafturinn í Borgarfirði

Allt stefnir nú í að nýr menntaskóli taki til starfa í Borgarnesi haustið 2007, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin að stofnun hans var sett fram. Meira
15. janúar 2006 | Staksteinar | 319 orð | 1 mynd

Lesið af verkunum

Maðurinn á bak við ritstjórnarstefnu DV eins og hún hefur verið rekin undanfarin ár, Gunnar Smári Egilsson, núverandi forstjóri Dagsbrúnar, útskýrði afstöðu eigenda blaðsins í viðtali við Eyrúnu Magnúsdóttur í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld, eftir... Meira
15. janúar 2006 | Reykjavíkurbréf | 2184 orð | 2 myndir

R-bréf

Í Lesbók Morgunblaðsins í dag, laugardag, birtist viðtal við Hafþór Yngvason, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, sem tók við því starfi sl. haust eftir að hafa búið og starfað lengi í Bandaríkjunum. Í viðtali þessu segir Hafþór m.a. Meira
15. janúar 2006 | Leiðarar | 291 orð

Stéttarfélag gegn hagsmunum launafólks?

Kennarar við Norðlingaskóla birta í Morgunblaðinu í gær yfirlýsingu, þar sem þeir útskýra samkomulagið, sem þeir hafa gert við Reykjavíkurborg og skólastjóra skólans um laun og vinnutíma. Meira
15. janúar 2006 | Leiðarar | 390 orð

Úr gömlum leiðurum

11. janúar 1976: "Umsagnir breskra blaða um atburðina á fiskimiðunum við Ísland síðustu daga benda til þess, að í Lundúnum ríki í grundvallaratriðum misskilningur á afstöðu Íslendinga til þessara atburða. Meira

Menning

15. janúar 2006 | Tónlist | 382 orð | 1 mynd

Daufur fiðlukonsert

Tónsmíðar eftir Kodály og Sibelius í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Arvo Volmer. Einleikari var Boris Brovtsyn. Fimmtudagur 12. janúar. Meira
15. janúar 2006 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Trommuleikari Foo Fighters Taylor Hawkins missti það út úr sér í viðtali við MTV tónlistarsjónvarpsstöðina á dögnum að aðalsprauta sveitarinnar Dave Grohl ætti von á barni með eiginkonu sinni Jordyn Blum , 29 ára. Meira
15. janúar 2006 | Fólk í fréttum | 133 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Söngvarinn Robbie Williams er svo heltekinn af knattspyrnu að hann hefur skipulagt tónleikaferð sína um Evrópu með tilliti til Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Meira
15. janúar 2006 | Kvikmyndir | 1239 orð | 2 myndir

Franskur draugur og furðulegur læmingi

Franski kvikmyndaleikstjórinn Dominik Moll vakti athygli í Cannes í fyrra og kvikmyndin hans Læmingi (Lemming) var tilnefnd til Gullpálmans. Myndin er sýnd á Frönsku kvikmyndahátíðinni og Dominik sjálfur er staddur hér á landi. Meira
15. janúar 2006 | Fjölmiðlar | 113 orð | 1 mynd

Íslenskt, já takk

ÞÆTTIRNIR Allir litir hafs ins eru kaldir eru fyrsti íslenski sakamálamyndaflokkurinn sem gerður hefur verið. Í honum segir frá lögfræðingnum Ara sem er falið að taka að sér morðmál. Meira
15. janúar 2006 | Myndlist | 171 orð

Leiðsögn um myndlist huldukvenna

Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist og samnefnd bók eru afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram listfræðings. Sýningin fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Meira
15. janúar 2006 | Kvikmyndir | 316 orð | 1 mynd

Læminginn sem læðist

Leikstjórn: Dominik Moll. Aðalhlutverk: Laurent Lucas, Charlotte Gainsbourgh, Charlotte Rampling og Andre Dussollier. Frakkland, 129 mín. Meira
15. janúar 2006 | Menningarlíf | 476 orð | 2 myndir

Meðal helstu skálda Noregs

Í tilefni þess að Knut Ödegård varð sextugur 6. nóvember í fyrra kom út viðamikið úrvalsrit ljóða hans: Kringsjå, Dikt i utval, útg. Cappelen 2005. Bókinnni ritstýrir Thorvald Steen og velur hann líka ljóðin og skrifar inngang. Meira
15. janúar 2006 | Kvikmyndir | 93 orð | 1 mynd

Óvæntur fundur í eldhúsvaski

AÐALSÖGUHETJURNAR í Lemming eru Bénédicte og Alain Getty sem eru ungt og ástfangið par, búsett í fallegri íbúð í úthverfi Toulouse í Frakklandi. Alain er verkfræðingur og nýbyrjaður að vinna hjá auðugu fyrirtæki. Meira
15. janúar 2006 | Menningarlíf | 48 orð

Röng mynd

SÍÐASTLIÐINN föstudag birtist í Dagbók Morgunblaðsins röng mynd með frétt um að æfingar væru hafnar á Viðtalinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu í samstarfi þess við Draumasmiðjuna. Meira
15. janúar 2006 | Fjölmiðlar | 31 orð | 1 mynd

... Sjálfstæðu fólki

SJÓNVARPSÞÁTTUR ársins 2005. Jón Ársæll Þórðarson leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri og verður vel ágengt. Í kvöld er það alþingismaðurinn Pétur Blöndal sem við áhorfendur fáum að kynnast... Meira
15. janúar 2006 | Fjölmiðlar | 387 orð | 1 mynd

Tími til að hlusta

Í SEINNI tíð hefur sá tími sem ég eyði í að hlusta á útvarp minnkað hægt og bítandi. Meira
15. janúar 2006 | Bókmenntir | 207 orð | 2 myndir

Tvær nýjar bækur frá Sölku

Bókaútgáfan Salka byrjar nýtt ár með útgáfu bókarinnar Endalaus orka . Höfundur er Judith Millidge en Nanna Rögnvaldardóttir þýddi. Hér má sjá yfir 200 uppskriftir að ljúffengum og hollum ávaxta- og grænmetisdrykkjum. Meira
15. janúar 2006 | Tónlist | 399 orð | 1 mynd

Við endimörk djassins

Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is HIÐ nýstárlega bandaríska djasstríó The Bad Plus er væntanlegt hingað til lands eftir tæplega tvo mánuði en sveitin mun halda tónleika á skemmtistaðnum NASA í dag, sunnudaginn 12. mars. Meira

Umræðan

15. janúar 2006 | Aðsent efni | 1528 orð | 1 mynd

Áhersla á gæði og alþjóðlega aðlögun

Íslenskir háskólar starfa á alþjóðlegum þekkingarmarkaði og það er mikilvægt að þeir starfi samkvæmt sömu viðmiðum og háskólar nágrannaríkjanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fjallar um nýja rammalöggjöf fyrir háskóla. Meira
15. janúar 2006 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Brjótum múrinn: Kastljósumræða um búsetumál geðfatlaðra

Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir fjallar um aðstæður geðfatlaðra: "Nú er bara að vona að ráðamenn láti enn og aftur til sín taka og aðstoði við að rjúfa ósýnilega múra sem reistir hafa verið með lögum og reglugerðum utan veggja Kleppsspítala." Meira
15. janúar 2006 | Bréf til blaðsins | 248 orð | 1 mynd

Fiðla Mozarts

Frá Bjarka Sveinbjörnssyni: "EINS og mörgum mun kunnugt eru á þessu ári liðin 250 ár frá fæðingu Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Af því tilefni munu tónlistarmenn heimsins einbeita sér að flutningi allra verk Mozarts til heiðurs tónskáldinu." Meira
15. janúar 2006 | Aðsent efni | 747 orð | 2 myndir

Heimahjúkrun á Suðurnesjum 2003-2005

Hildur Helgadóttir og Bryndís Guðbrandsdóttir fjalla um aðhlynningu veikra og aldraðra á Suðurnesjum: "Næstu verkefni eru að byggja þjónustuna enn frekar upp, fjölga verkefnum, mennta starfsfólkið frekar í líknandi meðferð, stuðningsmeðferð krabbameinssjúklinga í meðferð og umönnun sjúklinga með ýmis langvinn heilsufarsvandamál." Meira
15. janúar 2006 | Aðsent efni | 352 orð | 1 mynd

Hvers virði eru yngstu þegnar þessa lands?

Halldóra Pétursdóttir fjallar um gildi menntunar og uppeldis barna á fyrstu skólastigunum: "...innan veggja skólanna dvelur framtíðarmannauðurinn." Meira
15. janúar 2006 | Aðsent efni | 419 orð | 1 mynd

Leikskólamál í Kópavogi

Eftir Sigurrós Þorgrímsdóttur: "Það er ósk mín og von að viðunandi niðurstaða fáist í þessum kjaramálum á launaráðstefnunni." Meira
15. janúar 2006 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Möskvastærð velferðarinnar

Eftir Gest Kr. Gestsson: "...margt af þessu ógæfufólki fellur í gegnum möskvana á félagslegu öryggisneti velferðarsamfélagsins." Meira
15. janúar 2006 | Aðsent efni | 834 orð | 1 mynd

Nú er komið að því að sýna virðingu

Magnús Þór Jónsson fjallar um náttúruvernd og hagsmuni landsbyggðarinnar: "Út frá umræðum og fréttum undanfarinna daga held ég að þetta fólk, sem til dæmis stóð fyrir mögnuðum tónleikum í Laugardalshöll, telji hagsmuni fólks úti á landsbyggðinni ekki mikilvæga." Meira
15. janúar 2006 | Bréf til blaðsins | 308 orð

Stefnubreyting hjá Kastljósinu?

Frá Eiríki Ólafssyni: "Í KJÖLFAR sviplegs sjálfsvígs manns á Ísafirði hafa fréttamenn Kastljóssins farið hörðum orðum um fréttaflutning DV og gagnrýnt báða ritstjóra umrædds blaðs fyrir þá stefnu að birta nöfn og myndir af einstaklingum og fjalla um ábornar sakir þeirra án..." Meira
15. janúar 2006 | Aðsent efni | 322 orð | 1 mynd

Til hvers að mennta sig sem leikskólakennari?

Sigríður Sigurjónsdóttir fjallar um menntun og kjaramál leikskólakennara: "Þessi staða er ekki ásættanleg og ég skora á vinnuhópinn að koma með raunhæfar tillögur um launahækkanir leikskólakennara sem fyrst." Meira
15. janúar 2006 | Aðsent efni | 735 orð | 1 mynd

Tilraun um skólaþróun hafnað

Karl Frímannsson fjallar um menntamál: "Það er óskandi að Reykjavíkurborg greiði kennurum Norðlingaskóla laun samkvæmt samningnum sem undirritaður var 16. ágúst 2005." Meira
15. janúar 2006 | Velvakandi | 367 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Enginn mokstur á gangstéttum ÉG bý í Hamrahlíð 17 og gekk út í Kringluna sl. föstudagsmorgunn. Það var 20 cm nýfallinn snjór á öllum gangstéttum og varla hægt að komast um. Ég er sjónskertur og átti mjög erfitt með það. Meira
15. janúar 2006 | Aðsent efni | 457 orð | 1 mynd

Öfundarvæðingin

Kristinn Pétursson fjallar um öfund og einkavæðingu: "Nú er ráðist á frumkvöðla nútímans við hvert tækifæri." Meira

Minningargreinar

15. janúar 2006 | Minningargreinar | 593 orð | 1 mynd

GUÐBJARTUR INGI BJARNASON

Guðbjartur Ingi Bjarnason fæddist á Bíldudal 26. apríl 1949. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 25. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bíldudalskirkju 7. janúar. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2006 | Minningargreinar | 218 orð | 1 mynd

HULDA INGIMARS

Hulda Ingimars frá Þórshöfn fæddist á Karlsskála við Reyðarfjörð 12. júlí 1934. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi aðfaranótt 4. janúar síðastliðins og var útför hennar gerð frá Þórshafnarkirkju 14. janúar. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2006 | Minningargreinar | 1064 orð | 1 mynd

INGA KRISTÍN ÁGÚSTSDÓTTIR

Inga Kristín Ágústsdóttir fæddist á Hellissandi 14. apríl 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar Ingu voru Ágúst Illugi Pálsson járnsmiður, f. í Ferjukoti í Borgarhreppi 14. júlí 1874, d. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2006 | Minningargreinar | 2595 orð | 1 mynd

LOVÍSA HELGADÓTTIR

Lovísa Helgadóttir fæddist í Reykjavík 25. júlí 1918. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Hannesdóttir, f. 25. október 1879, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2006 | Minningargreinar | 800 orð | 1 mynd

NÍELS FRÍMANN SVEINSSON

Níels Frímann Sveinsson fæddist á Siglufirði 9. nóvember 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sveins Fímannssonar skipstjóra, f. 17.6. 1898, og Jónínu Níelsdóttur, f. 17.1. Meira  Kaupa minningabók
15. janúar 2006 | Minningargreinar | 771 orð | 1 mynd

SOPHUS A. GUÐMUNDSSON

Sophus Auðun Guðmundsson fæddist á Auðunarstöðum í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 6. apríl 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 4. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 12. janúar. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 376 orð | 1 mynd

Ákvarðanatakan getur reynst mörgum erfitt ferli

"ÞAÐ eru til endalausar leiðbeiningar um það hvernig við eigum að taka mikilvægar ákvarðanir. Hvað þarf að hafa í huga og hvernig við komumst að "réttu" ákvörðuninni. Meira
15. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 301 orð | 1 mynd

Feitir unglingar kalla á löggjöf

SPURNINGAR um ábyrgð matvælaframleiðenda gagnvart vaxandi offitu meðal barna og unglinga í Evrópu og Bandaríkjunum verða æ háværari eftir því sem börnin þyngjast. Meira
15. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

Framkvæmdastjóri Helgafellsbygginga

HANNES Sigurgeirsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Helgafellsbygginga hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að Hannes, sem var áður framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar, muni stýra uppbyggingu rúmlega 1. Meira
15. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 89 orð | 1 mynd

Gistinóttum fjölgaði um 8%

GISTINÆTUR á hótelum í nóvember árið 2005 voru 57.400, miðað við 53.000 í sama mánuði árið 2004. Aukningin milli ára er því 8,2%. Fjölgun varð í öllum landshlutum, en hlutfallslega varð hún mest á Suðurlandi þar sem gistinætur fóru úr 4.200 í 5. Meira
15. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 103 orð | 2 myndir

Nýir starfsmenn Tölvuþjónustunnar

Eggert Herbertsson hefur verið ráðinn sölustjóri Tölvuþjónustunnar Securstore. Meira

Fastir þættir

15. janúar 2006 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli. Í dag, 15. janúar, er fimmtugur Jóel Kristjánsson...

50 ÁRA afmæli. Í dag, 15. janúar, er fimmtugur Jóel Kristjánsson, útibússtjóri KB banka á Sauðárkróki. Hann verður að heiman en stefnir á að bjóða til veislu á Dunhóli aðra helgi í... Meira
15. janúar 2006 | Fastir þættir | 237 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Reykjavíkurmótið. Meira
15. janúar 2006 | Fastir þættir | 201 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Þriggja kvölda tvímenningur er hafinn með þátttöku 16 para. Hæsta skor NS: Ragnar Björnss. - Sigurður Sigurjónss. 196 Bernódus Kristinss. - Hróðmar Sigurbjs. 195 Loftur Pétursson - Sigurjón Karlsson 173 AV Vilhjálmur Sigurðss. Meira
15. janúar 2006 | Auðlesið efni | 171 orð | 1 mynd

Hundruð píla-gríma fórust

Um 345 píla-grímar tróðust undir og margir slösuðust í mikilli mann-þröng sem varð á hajj-trúar-hátíð múslíma í Sádi-Arabíu á fimmtu-daginn. Fólkið tróðst undir á Jamarat-brúnni í Mina, skammt frá hinni helgu borg Mekka. Meira
15. janúar 2006 | Auðlesið efni | 103 orð | 1 mynd

Íslendingar orðnir 300 þúsund

Íbúar á Íslandi urðu 300.000 á mánudags-morgun, þegar lítill drengur kom í heiminn á fæðingar-deild Landspítala - háskóla-sjúkrahúss. Hann er fyrsta barn Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldar Arnarsonar sem búa í Reykjanes-bæ. Meira
15. janúar 2006 | Fastir þættir | 757 orð | 1 mynd

Kurteisi

"Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra", sagði meistarinn forðum. Sigurður Ægisson hefur í dag til umfjöllunar þau orð hans, sem því miður virðast ekki ná að snerta öll hjörtu sem í landinu okkar slá. Meira
15. janúar 2006 | Í dag | 385 orð | 1 mynd

Líkamanum hjálpað að lækna sig

Gunnar Gunnarsson er sálfræðingur, menntaður í Árósum. Hann hefur rekið sálfræðiþjónustu í tuttugu ár og hefur allan tímann unnið með líkamann; sállíkamlega. Hann er fulltrúi Evrópuráðs sállíkamlegra meðferðarforma á Íslandi. Hann er einstæður faðir, á einn son. Meira
15. janúar 2006 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá...

Orð dagsins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1. Meira
15. janúar 2006 | Auðlesið efni | 113 orð | 1 mynd

Réttinda-laus ríkis-stjóri

Arnold Schwarzenegger, ríkis-stjóri í Kaliforníu, lenti í árekstri á vél-hjólinu sínu um síðustu helgi. Komst lög-reglan þá að því að hann hefur ekki banda-rískt vélhjóla-próf. Meira
15. janúar 2006 | Auðlesið efni | 153 orð

Rit-stjórar DV segja af sér

Á þriðju-daginn birti DV forsíðu-grein undir fyrir-sögninni "Ein-hentur kennari sagður nauðga piltum", en maðurinn sem um ræðir framdi sjálfs-morð sama dag. Miklar um-ræður hafa farið fram um málið í fjöl-miðlum og á vef-síðum. Meira
15. janúar 2006 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rf6 6. d4 Be7 7. Bd3 Bg4 8. h3 Bh5 9. Be3 c6 10. De2 0-0 11. 0-0-0 He8 12. g4 Bg6 13. Re1 d5 14. Bxg6 hxg6 15. Rd3 Da5 16. Kb1 Bb4 17. Rxb4 Dxb4 18. h4 Rbd7 19. Df3 Re4 20. Rxe4 dxe4 21. Dh3 Rb6 22. Meira
15. janúar 2006 | Auðlesið efni | 141 orð

Stutt

Angelina er ólétt Tals-menn banda-rísku leikaranna Angelina Jolie og Brad Pitt hafa stað-fest að leikara-parið á von á barni. Jolie á fyrir 2 ætt-leidd börn, Maddox, sem er 4 ára og Zahara, sem er 1 árs. Meira
15. janúar 2006 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Vetrarhátíð í Kína

Kína | Lítill drengur gengur hér við risastóran ísskúlptúr í borginni Harbin í Kína. Meira
15. janúar 2006 | Fastir þættir | 299 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Húsgögn eru efst í huga Víkverja enda hefur mikið verið rætt um húsgögn og húsgagnaverslanir í fjölskyldu hans að undanförnu. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 308 orð

15.01.06

"Algjörlega, ég er að einhverju leyti í öllu því sem gerist í verkum mínum," svarar Kikka (Kristlaug María Sigurðardóttir) þegar Páll Kristinn Pálsson spyr hana hvort eigin lífsreynsla sé fyrirferðarmikil í verkum hennar, en Kikka hefur... Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 906 orð | 3 myndir

Á mörkum raunveruleikans

Ekkert lát virðist vera á vinsældum raunveruleikaþátta í sjónvarpi. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 304 orð | 1 mynd

Á rætur að rekja til Rómverja og sígauna

Helsta skilgreiningin á sirkus, eða fjölleikahúsi, er farandsýning með flytjendum sem leika listir sínar. Í slíkum hópi er oftast fimleikafólk, trúðar, tamin dýr og nýstárleg skemmtiatriði og táknar tökuorðið sirkus bæði sýningarflokkinn og sýninguna. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 989 orð | 7 myndir

Byssur, ást og blús

Ég reyni að sleppa klausunum sem lesendur hlaupa framhjá," er ein af grundvallarreglum metsöluhöfundarins Elmores Leonard, sem margir telja mesta núlifandi áhrifavald í líflegustu grein bókmenntanna, sakamálasögunni. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 882 orð | 8 myndir

Fullkomin yfirráð Toms Ford

Húð þín og skilningarvit eru nú undir áhrifum frá Tom Ford, er yfirskrift kynningar á nýrri snyrtivörulínu sem fatahönnuðurinn Tom Ford hefur sett á markað undir merkjum Estée Lauder. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 143 orð | 2 myndir

Íslensk hönnun

Ikea-stólnum Benjamin hefur verið lyft upp á annað plan af Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur hönnuði. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 3380 orð | 11 myndir

Köllun, þörf eða klikkun

Í miðju iðnaðarhverfi í Vogunum, innan um bílaverkstæði, tækjaframleiðendur og rafverktaka er Rúrí með vinnustofu sína. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 490 orð | 13 myndir

Með Damien og fleiri stjörnum í Ölveri

Stórkostlegir stórtónleikarnir voru haldnir í Höllinni þar sem stórstjörnur sem og smælki sameinuðust í kraftmiklum mótmælum gegn virkjanaframkvæmdum, á tónlistarlegum nótum. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 604 orð | 1 mynd

Moli

Við kærastan fengum okkur nýjan kött fyrir viku. Sá hlaut nafnið Moli þar sem hann þótti sætur og lítill sem sykurmoli og svartur sem kolamoli. Nýjan kött segi ég af því við áttum köttinn Níels sem svæfa varð eftir fjórða bílslysið. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 366 orð | 1 mynd

"Amour"

J'ai fait l'"Amour" dans plein d'endroits," segir franski listagúrúinn Jean-Luc Duez glottandi. (Ég hef gert það á fullt af stöðum, eins og það kallast á hrárri íslensku). Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 631 orð | 1 mynd

Sambræðingur á Thorvaldsen

Thorvaldsen í Austurstræti er líklega í hugum flestra þekktari sem skemmtistaður og bar en veitingastaður þar sem maður sest niður til að snæða. Það er þó hægt að gera frá 11-22 alla daga vikunnar. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 2222 orð | 2 myndir

SJÓMANNSDÓTTIR SEMUR NEÐANSJÁVARSÖNGLEIK

Það skemmtilegasta við að skrifa sviðsverk er þegar leikararnir byrja að vinna með textann og hann lifnar við," segir Kristlaug María Sigurðardóttir, alltaf kölluð Kikka, er ég hitti hana í upphafi annarrar viku æfinga á nýjum söngleik fyrir börn... Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 84 orð | 1 mynd

Vatn til varnar öldrun

Vatn er lykilorðið í nýrri húðlínu Guerlain sem ætlað er að næra húðina og halda henni rakri. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 251 orð | 3 myndir

Vín

Anakena Single Vineyard Carmenere 2003 er hörkuvín frá Rapel-dalnum í Chile. Mjög dökkt með djúpum lit, heitur og kryddaður ilmur þar sem svört ber, krækiber og sólber, eru í forgrunni. Mild tannín og krydd út í gegn, kraftmikið vín. 1.570 krónur. Meira
15. janúar 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 137 orð | 1 mynd

Þjóðlegt á Þorra

Veðrið að undanförnu hefur ef til vill orðið til þess að blóðið hafi frosið í æðum einhverra. Alla vega minnir það á að Þorrinn er á næsta leiti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.