Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Lífið snýst um að þrauka úthaldið og komast í frí Tæplega 2.000 erlendir karlmenn starfa að byggingu álvers og virkjunar á Austurlandi.
Meira
HVALURINN sem villtist upp Thames-á og gladdi vegfarendur í miðborg Lundúna á föstudag drapst á laugardagskvöld og miðað við umsögn dagblaða í Bretlandi í gær er hann bresku þjóðinni mikill harmdauði.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TILLÖGUDRÖG vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík voru kynnt í gær. Drögin verða til kynningar á vef verkfræðifyrirtækisins HRV til 5.
Meira
Eftir Höllu Gunnarsdóttur í Malí hallag@mbl.is NOTUÐ föt sem send eru frá vesturheimi til þróunarlanda enda yfirleitt í stórum hrúgum á mörkuðum þar sem þau eru seld fyrir lítinn pening.
Meira
FJÖLDI fólks lagði leið sína í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þegar myndlistarsýning á myndverkum nemenda Safamýrarskóla var opnuð í gær. Á sýningunni eru myndir sem nemendur skólans unnu á árunum 1994-2005.
Meira
Bagdad. AP. | Íraska lögreglan greindi frá því í gær að lík tuttugu og þriggja Íraka sem rænt var á föstudag hefðu fundist í Nibaei, þorpi nálægt Dujail, um 80 km norður af Bagdad.
Meira
Í KVÖLD, mánudagskvöld, boðar Samfylkingin í Kópavogi til opins fundar um stöðu mála á svæði hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og niðurstöðu launaráðstefnu sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn í Hamraborg 11, 3. hæð, og hefst kl. 20.30.
Meira
AUÐUR Magndís Leiknisdóttir hlaut nýlega verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta fyrir BA-verkefni sitt í félags- og kynjafræðum "Bráðum kemur betri tíð - um viðhorf til jafnréttismála í upphafi 21. aldar.
Meira
Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is MIKILL meirihluti þjóðarinnar telur að hægt sé að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkjunar vatns- og gufuafls og að ál- og raforkufyrirtæki á Íslandi standi vel að umhverfismálum.
Meira
INNFLUTNINGUR danskra mjólkurkúa yrði skoðaður rækilega, ef einhver sækti um slíkan innflutning, að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýralæknis. "Menn verða að sækja um það til landbúnaðarráðuneytisins sem biður yfirdýralækni um umsögn.
Meira
Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is GUNNAR Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í bænum á laugardaginn. Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi, náði öðru sæti og Ármann Kr.
Meira
LITIR hafsins eru kannski kaldir en það virtist hlýtt á milli Kristófers Jónssonar, skipverja á Ísaki AK, og þessa væna golþorsks, sem veiddist á Forunum út af Akranesi.
Meira
METÞÁTTTAKA var á Íslandsmóti barna í skák sem Skáksamband Íslands stóð fyrir um helgina. Skákheimilið í Faxafeni var fullt út úr dyrum og gríðarleg stemmning var í húsinu þar sem 112 krakkar kepptu um titilinn Íslandsmeistari barna í skák.
Meira
EVO Morales, leiðtogi kóka-ræktenda og indíána, sór í gær embættiseið sem forseti Bólivíu. Ýmsir erlendir fyrirmenn voru viðstaddir athöfnina, þ.ám.
Meira
LANDSVIRKJUN (LV) hefur veitt fiskeldisfyrirtækjum með sjódælingu afslátt af rafmagnsverði allt frá árinu 1987, að því er fram kemur í fréttatilkynningu LV vegna umræðu um raforkuverð til fiskeldis.
Meira
Mænuskaðaátak íslenzkra heilbrigðisyfirvalda og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar verður kynnt á fundi Evrópuráðsins í Strassborg, sem hefst í dag, mánudag, og stendur fram á föstudag. Fundinn sækja sendinefndir frá 46 löndum.
Meira
OPIÐ hús var í tannlæknadeild Háskóla Íslands á laugardag, í tilefni af sextíu ára afmæli deildarinnar. Þar var almenningi kynnt starfsemi deildarinnar með margvíslegum hætti.
Meira
Sæmundur Sigmundsson hefur keyrt rútur í 50 ár og var sérleyfishafi með fólksflutninga um Vesturland til síðustu áramóta. Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari í Borgarnesi heimsótti Sæmund og ræddi við hann á þessum tímamótum.
Meira
Brussel. AP. | Aldrei áður hafa jafn margir blaðamenn týnt lífi við störf sín og í fyrra. Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) segir að 150 blaðamenn hafi látist við störf sín á árinu. Þar ber hæst flugslys í Íran sem kostaði 48 blaðamenn lífið.
Meira
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is MÍKHAÍL Saakashvili, forseti Georgíu, kenndi í gær rússneskum stjórnvöldum um tvær sprengingar sem urðu við gasleiðslurnar sem liggja um suðursvæði Rússlands og sem sjá Georgíumönnum og Armenum fyrir gasi.
Meira
KJÖRSTJÓRN í prófkjöri Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjavík, sem haldið verður 11. og 12. febrúar næstkomandi, hefur borist framboð sautján einstaklinga. Þau Dagur B. Eggertsson, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir gefa kost á sér í...
Meira
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN myndi ná hreinum meirihluta og fengi níu borgarfulltrúa kjörna, ef gengið væri til borgarstjórnarkosninga nú, samkvæmt könnun Fréttablaðsins.
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Alþingis, mun í dag sækja fund norrænna þingforseta með forsætisnefnd Norðurlandaráðs í Osló. Á fundinum verður rætt um starfsemi Norðurlandaráðs og áherslur í starfi ráðsins næsta árið.
Meira
ALLSHERJARHREINGERNING var gerð á húsnæði Fellaskóla í Breiðholti um helgina eftir að músagangs varð vart í skólanum og var unnið að því að finna og loka fyrir allar leiðir músa inn í skólann. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu skólans.
Meira
ÞRÍR menn, Íslendingur á sextugsaldri og tveir útlendingar, annar með spænskt og hinn með portúgalskt vegabréf, voru handteknir í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag.
Meira
Fjölsótt ráðstefna um stöðu málsins var haldin í Norræna húsinu í gær. Á frummælendum var það að heyra að íslenska tungan stæði á tímamótum. Einn fyrirlesara gekk svo langt að spá endalokum íslenskunnar innan næstu 100 ára að öllu óbreyttu.
Meira
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÍSLENSKA verður hvergi töluð eftir 100 ár, ef fram fer sem horfir. Þetta er mat Páls Valssonar útgáfustjóra hjá Eddu útgáfu hf.
Meira
Washington. AFP. | Bandaríski sagnfræðingurinn William Blum varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi á fimmtudag að hljóta meðmæli frá sjálfum Osama bin Laden.
Meira
VETUR konungur minnti á sig víða um land í gær og hafði veðrið meðal annars áhrif á samgöngur. Rúta frá Norðurleið á suðurleið fór út af á Öxnadalsheiðinni um klukkan þrjú í gær. Rútan var á leið upp Bakkaselsbrekku þegar vindhviða feykti henni út af.
Meira
London. AFP. | Nú er það svart: rannsóknir breska vísindamannsins Cliff Arnall sýna að dagurinn í dag er sá mæðulegasti á árinu. Arnall kennir heilsusálfræði við háskólann í Cardiff.
Meira
Hver er staða íslenskrar tungu? Er íslensk tunga í útrýmingarhættu eins og svo mörg önnur tungumál í heiminum um þessar mundir? Er svo sótt að tungunni úr öllum áttum að brátt muni hún glatast og við taka eitthvert hrognamál?
Meira
Um helgina var haldið innflutningspartí hjá Dráttarbrautinni í gamla Slipphúsinu við Mýrargötu. Þar mun verða miðstöð kvikmyndagerðarfólks, en ellefu fyrirtæki og einstaklingar sem öll koma nálægt kvikmyndagerð leigja húsnæðið saman.
Meira
BARNASPÍTALI í London, Great Ormond Street Hospital, hefur fengið rithöfundinn Geraldine McCaughrean til að skrifa framhald af hinni þekktu sögu af Pétri Pan eftir J.M. Barrie.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is UM síðustu helgi opnuðu fimm íslenskir myndlistarmenn sýningu hér í Berlín. Allir eiga þeir það sammerkt að vera búsettir í Berlín, sumir í námi en aðrir sem starfandi listamenn.
Meira
Stefán Karl Stefánsson leikari sem margir þekkja í hlutverki Glanna glæps í Latabæ heimsótti, í seinustu viku, nemendur í fimmta bekk í barnaskóla Bunceton í Missouri í Bandaríkjunum. Þar sagði Stefán börnunum meðal annars frá reynslu sinni af einelti.
Meira
OPNI listaháskólinn efnir til tveggja fyrirlestra í dag og á morgun í Listaháskóla Íslands. Kl. 12.30 í dag fjallar Sigurjón Haraldsson, markaðs- og þróunarstjóri hjá Ambia ehf.
Meira
Í seinustu viku lauk fyrstu umferð í Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, á Rás 2. Búið er að draga saman lið í aðra umferð og hefst hún í kvöld. Liðin sem vinna sigur í viðureignum annarrar umferðar keppa síðan í Sjónvarpinu.
Meira
Það má víst ekkert vera lummó lengur og allt sjónvarpsefni er glanslakkað svo það renni betur ofan í landann. Það sem hefur lent í lakkdollunni að undanförnu eru veðurfréttirnar á RÚV og NFS.
Meira
Vegna ummæla í grein Bergþóru Jónsdóttur, Af listum, á laugardag, vill listrænn stjórnandi Kasa-hópsins koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri. KaSa hópurinn er ekki starfræktur í Kópavogi og hefur aldrei notið fastra opinberra styrkja frá Kópavogi.
Meira
LJÓÐSTAFUR Jóns úr Vör eru árleg ljóðlistarverðlaun sem veitt eru að lokinni samkeppni þar sem öllum er frjálst að senda inn frumsamin ljóð á íslensku, og undir dulnefni. Hér takast því á reyndari skáldin og þau yngri í jöfnum leik.
Meira
Leikstjóri: Roman Polanski. Aðalleikarar: Barney Clark, Ben Kingsley, Harry Eden, Jamie Foreman, Edward Hardwicke. 130 mín. Bretland/Tékkland/Frakkland/Ítalía 2005.
Meira
Listalífið blómstrar á Akureyri sem aldrei fyrr. Um helgina var opnuð sýning Örnu Valsdóttur á speglainnsetningu í Galleríi Boxi í Kaupvangstræti á Akureyri. Margt var um manninn á opnuninni enda einstakur listamaður þarna á ferð.
Meira
Á laugardaginn voru haldnir risatónleikar á Nasa. Tilgangur tónleikanna var að safna fé fyrir Maritafræðsluna en það er fræðsla um skaðsemi fíkniefna og er samstarfsverkefni Samhjálpar, Lögreglunnar í Reykjavík og Reykjavíkurborgar.
Meira
Á RÁS 1 kl. 14.03 hefst lestur á sögunni Dýrabær eða Animal Farm eftir beska höfundinn George Orwell. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi þýddi og Árni Blandon...
Meira
Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja í Reykjavík hefur gefið út ljóðabókina Vigdísarljóð. Vigdís Einarsdóttir er höfundur ljóðanna en hún er einn af stofnendum klúbbsins og heiðursfélagi hans. Bókin er gefin út henni til heiðurs.
Meira
Til erkibiskupsins í Salzburg, Hieronymusar Colloredo. Salzburg, 1. ágúst 1777 Yðar hágöfugi, náðugi og mikilsvirti herra fursti Hins heilaga rómverska ríkis! Náðugur landsdrottinn vor og herra Herra!
Meira
Eftir Stefán Jóhann Stefánsson: "Stærsti hluti svifryks í Reykjavík stafar frá umferð, og þar af er mestur hluti að vetri til vegna malbiksagna sem nagladekk rífa upp."
Meira
Kristjan Hall fjallar um menningararfinn: "Í bók sinni Íslenskar bókmenntir í fornöld aftekur Einar Ólafur Sveinsson að Íslendingar hafi nokkurn tímann notað rúnaletur, og þar við situr."
Meira
Eftir Hjört Gíslason: "Sökum aukinna krafna um velmegun þurfa báðir foreldrar að sækja tekjur utan heimilis og hafa þess vegna minni tíma til að sinna uppeldi og samveru með fjölskyldunni."
Meira
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fjallar um aukið vægi skákiðkunar í grunnskólum: "Hugaraflið er það dýrmætasta sem við eigum. Ráðherra hefur sýnt framsýni með því að stíga skref í þá átt að auka vægi skákiðkunar í skólum landsins."
Meira
Eftir Gest Guðjónsson: "Til þess að auka hlutfall endurnýtingar og endurvinnslu þarf að stórbæta aðgengi borgaranna að flokkunarstöðvum með því að staðsetja gáma þar sem fólk á helst erindi dags daglega, t.d. við verslanir."
Meira
Enn um Fréttablaðið ÞAÐ væri gaman ef óháður aðili eins og Gallup gerði könnun á lestri og útburði Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki sést í minni götu frá því í nóvember en ég bý í Fossvogi.
Meira
Alda Kristjánsdóttir fæddist í Ási í Glerárþorpi á Akureyri 22. nóvember 1920. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jóhann Jónsson, f. á Gröf í Svarfaðardal 3.
MeiraKaupa minningabók
Áslaug Þorfinnsdóttir (Stella) fæddist í Reykjavík 2. maí 1927. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorfinnur Júlíusson, f. 27. mars 1884, d. 5. ágúst 1931, og Hólmfríður Jónsdóttir, f. 19.
MeiraKaupa minningabók
Gylfi Eldjárn Sigurlinnason fæddist í Reykjavík 17. mars 1936. Hann lést laugardaginn 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurlinni Pétursson húsasmíðameistari frá Skáladal í Sléttuhreppi, f. 12. desember 1899, d. 20.
MeiraKaupa minningabók
Kjartan Guðmundur Magnússon fæddist í Cambridge, Englandi, 20. mars 1952. Hann lést á heimili sínu 13. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 20. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1950. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. janúar síðastliðinn. Móðir hennar er Þorgerður Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 7. nóvember 1922, gift Guðmundi Friðvinssyni fyrrverandi sjómanni, f. 10.
MeiraKaupa minningabók
Úlfhildur Jóna Jústsdóttir Carroll fæddist í Reykjavík hinn 15. apríl 1916. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir hinn 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir húsmóðir frá Langholtsparti í Árnessýslu, f. 30. júní 1883, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
SLÁTURFÉLAG Íslands, SS , hefur sent afkomuviðvörun á Kauphöll Íslands þar sem rekstraruppgjör fyrir árið 2005 mun sýna betri afkomu en reiknað hafði verið með. Er þá miðað við afkomu liðinna ára og sex mánaða uppgjörs síðasta árs.
Meira
Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SKELJUNGUR varð hlutskarpastur í nýstárlegu útboði sem fram fór fyrir helgi í olíuviðskipti við Alcan í Straumsvík. Útboðið fór fram á netinu og á einum og hálfum tíma bárust 40 tilboð frá olíufélögunum.
Meira
HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2005 nam 1.150 milljónum króna eftir skatta samanborið við 409 milljónir króna árið áður og er það aukning um 181,2% milli ára.
Meira
SPARISJÓÐUR Kópavogs skilaði 238 milljón a króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári, samanborið við 134 milljóna króna hagnað á árinu 2004. Er það aukning um tæp 78% milli ára.
Meira
SVO VIRÐIST sem íslenskum eigendum Magasin du Nord í Kaupmannahöfn sé að takast að snúa við rekstri stórverslunarinnar en sala Magasin fyrir jólin jókst um 7% en bæði 2004 og 2003 hafði jólaverslunin dregist saman frá fyrra ári.
Meira
ENN liggur ekki fyrir hvort Orkla Media er til sölu eða ekki, hvort eigendur félagsins eru bara að leita að hentugum samstarfsaðila. Orðrómur er um að Media og A-pressen, sem m.
Meira
Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Árangurinn af þessari aðgerð er varanlegur," segir Þórður Sverrisson augnlæknir en dæmi eru um að fólk sem hefur farið í augnaðgerð til að losna við gleraugu sé nokkrum árum seinna aftur komið með þau á nefið.
Meira
Fullorðnir ættu að stunda rösklega hreyfingu í minnst hálftíma samtals á dag fimm daga vikunnar eða oftar. Börn ættu að hreyfa sig rösklega í minnst klukkutíma samtals daglega.
Meira
Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Sigríður Wöhler er í fimmtán manna hópi gönguskíðafólks á öllum aldri, sem stefnir að þátttöku í árlegu Vasahlaupi, sem fram fer í Svíþjóð.
Meira
Mikið er rætt og ritað um orkuna sem náttúran býr yfir og hvernig hægt sé að beisla hana til að efla þjóðarhag. Yfirleitt er sjónum beint að orku sem getur gefið afl til iðnaðarframleiðslu, húshitunar eða annarra efnislegra þátta.
Meira
Auður Hauksdóttir fæddist í Reykjavík 1950. Hún lauk BA-prófi í dönsku og heimspeki frá Háskóla Íslands vorið 1977, meistaraprófi í dönsku frá Hafnarháskóla og doktorsprófi frá sama skóla 1998.
Meira
Sjanghaí | Hundur og maður mætast er yfirskrift myndlistarsýningar sem opnuð var í Sjanghaí um helgina. Þar gat að líta þessa innsetningu sem sýnir hjörð glansandi og prúðra leikfangahunda.
Meira
ARNAR Þór Viðarsson fór beint inn í byrjunarliðið hjá Twente sem tapaði á heimavelli fyrir meisturum Ajax, 3:2, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Arnar Þór, sem gekk í raðir Twente í síðustu viku frá Lokeren, lék allan tímann í miðjunni.
Meira
ARNÓR Atlason var langt frá því að vera sáttur við leik íslenska liðsins og hann var gagnrýninn á sjálfan sig og félaga sína. "Ég átti að ég held stóran þátt í hvernig fór í sóknarleiknum - enda var ég að henda boltanum frá mér hvað eftir annað.
Meira
VARNARMAÐURINN Fabio Cannavaro sá til þess að meistarar Juventus halda átta stiga forskoti á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu. Juventus vann sinn 18. sigur í 21 leik í gær þegar liðið lagði Empoli, 2:1.
Meira
DAVÍÐ Þór Viðarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH og 21 árs landsliðsins, er kominn til Lokeren í Belgíu þar sem hann verður til reynslu næstu dagana. Davíð mætti til Belgíu án knattspyrnuskónna því allur hans farangur var skilinn eftir í Kaupmannahöfn.
Meira
* DEAN Ashton framherji Norwich og enska U-21 árs landsliðsins er á leið til West Ham . Norwich hefur samþykkt kauptilboð frá West Ham sem hljóðar upp á 7,25 milljónir punda eða sem svarar um 790 milljónum íslenskra króna.
Meira
CHRIS DiMarco frá Bandaríkjunum fagnaði sigri á Abu Dhabi-meistaramótinu í golfi í gær en þetta er fyrsta mótið sem hann vinnur í fjögur ár en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði sitt annað mark í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þegar Chelsea og Charlton skildu jöfn, 1:1, á Stamford Bridge í gær þar sem brasilíska goðsögnin var á meðal áhorfenda.
Meira
England Úrvalsdeild: Birmingham - Portsmouth 5:0 Jiri Jarosik 5., Jermaine Pennant 37., Matthew Upson 55., Mikael Forssell 90. (víti), David Dunn 90. - 29,138. Bolton - Man. City 2:0 Jared Borgetti 37., Kevin Nolan41., 24,646.
Meira
NEIL Mellor tryggði nýliðum Wigan sætan 3:2 sigur á Middlesbrough en Mellor gekk til liðs Wigan fyrir helgina. Annar nýr liðsmaður í Wigan skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið, David Thompson, en hann kom sínum mönnum í 2:0 fyrir leikhlé.
Meira
RAFAEL Benítez knattspyrnustjóri Liverpool leyndi ekki óánægju sinni eftir 1:0-tap liðsins gegn Manchester United í gær en hann yfirgaf Old Trafford í flýti og var afar ósáttur við dómarann Mike Riley.
Meira
DAVID Beckham og Roberto Carlos skoruðu sitt markið hvor með glæsilegum skotum úr aukaspyrnum þegar Real Madrid sigraði Cadiz, 3:1, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.
Meira
KR-ingar skelltu Leiknismönnum, 5:1, í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu sem háður var í Egilshöll en leikurinn var sá fyrsti sem liðið leikur í móti undir stjórn Teits Þórðarsonar.
Meira
STÚDÍNUR slógu út bikarmeistara Hauka í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik á laugardaginn. ÍS sigraði, 63:62, þar sem Maria Conlon skoraði sigurkörfu leiksins með þriggja stiga skoti í þann mund sem leiktíminn rann út.
Meira
BIKARMEISTARALIÐ Njarðvíkur sigraði Snæfell með 98 stigum gegn 94, í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar, átta liða úrslitum, í Stykkishólmi í gærkvöldi en leikurinn var stórskemmtilegur á að horfa.
Meira
Íslandsmótið í listhlaupi Íslandsmeistaramót ÍSS í listhlaupi fór fram á Akureyri, laugardaginn 21. janúar. Unglingaflokkur 1. Guðrún Lind Sigurðardóttir,SA 2. Dana Rut Gunnarsdóttir, SR 3. Heiða Ósk Gunnarsdóttir, SR Kvennaflokkur: 1.
Meira
* JÓN Arnór Stefánsson skoraði 10 stig fyrir Carpisa Napoli þegar liðið sigrað Bolgona á útivelli, 90:80, í ítölsku A-deildinni í körfuknattleik í gær. Jón Arnór lék í 24 mínútur.
Meira
JANICA Kostelic frá Króatíu sigraði í alpatvíkeppni á heimsbikarmóti í kvennaflokki í St. Moritz í Sviss í gær en þar var keppt í samanlögðum árangri í bruni og svigi. Þetta er 25.
Meira
* KRISTJÁN Örn Sigurðsson skoraði mark Brann þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við svissneska liðið Luzeren í æfingaleik á Marbeilla á Spáni í gær. Kristján skoraði með skalla og jafnaði metin á 62. mínútu leiksins tíu mínútum eftir að Luzern komst yfir.
Meira
UNGVERJAR sem eru með Íslendingum í C-riðli Evrópumótsins í handknattleik eru með nokkra leikmenn á meiðslalista nokkrum dögum áður en mótið hefst Nandor Fazekas, aðalmarkvörður liðsins, sem leikur með Tus-n-Lübbecke í Þýskalandi, er meiddur á ökkla og...
Meira
FRAKKAR áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Íslendinga að velli í síðari vináttuleik þjóðanna á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn, en tvö mörk skildu liðin að í hálfleik, þar sem Frakkar voru yfir 17:15 og í þeim síðari bættu Frakkar við...
Meira
"Ég hefði viljað sjá okkur leika betur í þessum leik - svo einfalt er það," sagði fyrirliðinn Ólafur Stefánsson eftir tapleikinn gegn Frökkum á Ásvöllum.
Meira
VÖRNIN hefur oft verið betri hjá okkur og hún þarf að vera betri í Sviss," sagði Hreiðar Guðmundsson markvörður íslenska landsliðsins eftir 36:30 tap liðsins gegn Frökkum á Ásvöllum á laugardaginn.
Meira
ÞAÐ sem veldur mér áhyggjum er hve mikið af mistökum við gerðum í sókn sem vörn í þessum leikjum gegn Frökkum. Mistökin í sóknarleiknum eru meira áberandi þar sem þau sjást betur en það eru alveg jafnmörg mistök sem við gerðum í varnarleiknum.
Meira
CLAUD Onesta þjálfari handknattleikslandsliðs Frakka fylgdist grannt með upphitun Íslandsmeistaraliðs Hauka á Ásvöllum að loknum leik Frakka og Íslendinga á laugardaginn á meðan franska landsliðið beið eftir bifreið sem átti að flytja þá á hótelið þar...
Meira
BANDARÍKJAMAÐURINN Andy Roddick féll í gær úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í Melbourne þegar hann beið lægri hlut fyrir Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 6:4, 1:6, 6:3og 6:4, í fjórðu umferð mótsins.
Meira
SERBÍA/Svartfjalland lék tvo vináttuleiki gegn Slóvenum í lokaundirbúningi þeirra fyrir Evrópumeistaramótið í Sviss sem hefst á fimmtudaginn en Íslendingar leika gegn Serbum í fyrsta leiknum í C-riðli.
Meira
* SIGURJÓN Sigurðsson var kynnir á landsleik Íslendinga og Frakka á Ásvöllum á laugardaginn, Hann lék lengi með Haukum og átti Sigurjón ekki í vandræðum framburðinn á frönsku nöfnunum er hann kynnti landslið Frakka til leiks.
Meira
ARSENAL tapaði sínum sjötta útileik á tímabilinu og sjöunda í deildinni þegar liðið beið lægri hlut fyrir Everton á Goodison Park. Eina mark leiksins skoraði James Beattie á 13. mínútu leiksins.
Meira
SVEN-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, segir að það sé spilling í ensku úrvalsdeildinni en þetta kemur fram í enska götublaðinu News of the World í gær.
Meira
GRAEME Souness situr í brennandi heitu sæti hjá Newcastle en eftir 1:0 ósigur Newcastle gegn gömlu félögunum í Blackburn á St.James Park er alveg eins víst að Souness verði sparkað.
Meira
DANIR, sem verða andstæðingar Íslendinga á Evrópumótinu sem hefst í Sviss á fimmtudag, lögðu Pólverja í tveimur æfingaleikjum í Danmörku um helgina.
Meira
Á VEFSÍÐUNNI sportnetwork.com er greint frá því að stuðningsmenn enska 1. deildarliðsins Wolverhampton hafi hug á því að leggja til fjármagn sem myndi duga til þess að kaupa framherja til félagsins áður en frestur til þess rennur út í lok janúar.
Meira
EVRÓPUMEISTAR Þjóðverja í handknattleik urðu fyrir áfalli í leiknum gegn Ungverjum í Mannheim á laugardaginn þar sem Þjóðverjar hrósuðu sigri, 30:26, í síðari æfingaleik þjóðanna á tveimur dögum.
Meira
Sumir segja að fyrstu þrír mánuðirnir ársins séu þeir lengstu, lengri en aðrir mánuðir. Þó segir almanakið annað, að þeir séu rétt og slétt jafnlangir og aðrir sem síðar koma og meira að segja sá stysti, febrúar, er í þessum erfiða hópi.
Meira
Á þessum reit er heimilað að rífa húsin og mun þéttari byggð leyfð í staðinn. Magnús Sigurðsson kynnti sér áformaðar breytingar, sem fela í sér að byggðin á þessum reit fær nýtt og allt annað yfirbragð.
Meira
Seltjarnarnes - Húseignin Blómvellir við Nesveg á Seltjarnarnesi er nú til sölu hjá Eignamiðluninni. Þetta er einbýlishús, timburhús á tveimur hæðum, 145,3 ferm. að stærð auk bílskúrs, sem er 36 ferm. Húsið stendur á um 400-500 ferm. eignarlóð.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Klettur er nú með til sölu húseignina Blönduhlíð 8 í Reykjavík. Húsið er á þremur hæðum og 319 ferm. að stærð fyrir utan bílskúr, sem er 39,2 ferm.
Meira
GAMLA Fiskifélagshúsinu á horni Ingólfsstrætis og Skúlagötu verður breytt í hótel seinna á árinu. Áður verða byggðar ofan á húsið fimm hæðir og húsið allt endurnýjað að innan sem utan, en lögð áhersla á að það haldi sínum upprunalegu einkennum.
Meira
Akureyri - Myndarlegar fasteignir í miðbæ Akureyrar vekja ávallt athygli, þegar þær koma i sölu. Fasteignasalan Byggð á Akureyri er nú með til sölu verslunar- og skrifstofuhúsnæði ásamt byggingarrétti við Gránufélagsgötu 4 þar í bæ.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Nethús er nú með til sölu fallegt parhús við Hamraberg 14 í Reykjavík, samtals 133 ferm. Eignin er á tveimur hæðum og búið er að vanda mikið til í innréttingum.
Meira
GAMLA kirkjan á Eskifirði var seld í vetur og hyggst kaupandinn breyta hluta hennar í íbúð. Ný kirkja var vígð á Eskifirði árið 2000 og í kjölfarið var gamla kirkjan afhelguð.
Meira
Kópavogur - Fasteignasalan Lundur er nú með í sölu hæð og ris við Laufbrekku 18 í Kópavogi, samtals 194,5 ferm. "Þetta er sérstaklega fallegt og vandað sérbýli," segir Kristján Pálmar Arnarson hjá Lundi.
Meira
"...víða er svigrúm til endurbóta á húsum, sem hvort tveggja í senn munu draga úr orkuþörf og jafna innihita og þannig auka almenn gæði vistarveranna."
Meira
Eftir Sigurð Jónsson RÆKTUNARSAMBAND Flóa og Skeiða hafa undirritað samning um að standa að samkeppni um hönnun íbúðarhúsabygginga í Hagalandi á Selfossi. Landið er í eigu Ræktunarsambandsins og hefur verið deiliskipulagt.
Meira
SVO virðist sem sement hafi fyrst verið notað hér á landi árið 1847 þegar Dómkirkjan í Reykjavík var stækkuð en þá var hún múrhúðuð með sementi. Steinsmiðir hérlendis kynntust ekki sementi fyrr en með byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg um...
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Fold er nú með til sölu rishæð við Sólvallagötu 9. "Þessi rishæð er með útsýni til allra átta, björt og falleg, alls 103 ferm. að stærð, sannkölluð perla í fögru umhverfi Vesturbæjar," segir Viðar Böðvarsson hjá...
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.