Greinar laugardaginn 28. janúar 2006

Fréttir

28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 369 orð

4% heimsframleiðslu á áli 2007?

HLUTUR Íslands í heimsframleiðslu á áli gæti orðið 3,5-4%, gangi áform um stækkun álvers í Straumsvík og ný álver á Suðurnesjum og á Norðurlandi eftir, að sögn Þórðar Friðjónssonar, framkvæmdastjóra Kauphallar Íslands, sem hélt erindi á ráðstefnunni... Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 93 orð

9 mánaða fangelsi fyrir þrjú kg af hassi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 34 ára gamlan Þjóðverja í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasmygl til landsins í desember sl. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 536 orð

Alþjóðlegt samstarf um varnir gegn kortasvikum

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 44 orð

Andrés Jónsson opnar kosningamiðstöð

ANDRÉS Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, sem býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, býður til opnunar kosningamiðstöðvar sinnar á Kirkjutorgi 4 við hlið Alþingis í dag, laugardaginn 28. janúar kl. 20.30. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Árni Friðriksson fann stóra loðnutorfu

Eftir Kristin Benediktsson um borð í Árna Friðrikssyni RE 200 HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson RE 200 angaði af loðnulykt eftir að skipið fann stóra loðnutorfu á Rauða torginu, 60 sjómílur suðaustur frá Gerpi, snemma í gærmorgun. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Ásgeir Sverrisson ráðinn ritstjóri Blaðsins

ÁSGEIR Sverrisson, fréttastjóri erlendra frétta á Morgunblaðinu, hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins. Ásgeir, sem hefur starfað á Morgunblaðinu í tæp 20 ár, mun hefja störf á Blaðinu 1. febrúar næstkomandi. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 231 orð

Baugsmálinu skipt upp í dómi

Eftir Andra Karl andri@mbl.is BAUGSMÁLINU, þ.e. þeim hluta sem er til meðferðar fyrir héraðsdómi, var skipt upp í gær samkvæmt ákvörðun dómenda þrátt fyrir mótmæli sakflytjenda. Aðalmeðferð í ákæruliðum 33 til 36 í málinu var ákveðin dagana 9. og 10. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 307 orð

Biskupi óheimilt að framselja skipunarvald sitt

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÍSLENSKA þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart séra Sigríði Guðmarsdóttur sóknarpresti vegna skipunar í embætti sendiráðsprests í Lundúnum 25. nóvember 2003 samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð

Björk Vilhelmsdóttir opnar kosningamiðstöð

BJÖRK Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og borgarfulltrúi, sem gefur kost á sér í 3.- 4. sæti í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar og óháðra, opnar kosningamiðstöð á Skólavörðuholtinu í dag, laugardaginn 28. janúar, kl. 11. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Býður sig fram í 1.-4. sæti

KRISTÍN Pétursdóttir kennari, býður sig fram í 1.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fram fer 4. febrúar nk. Hún hefur starfað með Samfylkingunni frá upphafi og áður með Kvennalistanum og Kópavogslistanum. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 301 orð

Bæði vilja á toppinn

"Ég stefni á fyrsta sætið, það þýðir ekkert annað, það er bara toppurinn sem maður vill fá," segir Gerður Jónsdóttir og í sama streng tekur Jóhannes Bjarnason: "Ég stefni á fyrsta sæti en mun sætta við það að lenda í öðru sæti. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 767 orð | 1 mynd

Bæta þarf vinnubrögð

Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is Brýnt er að tryggja vel öryggi og festingar farmsins Á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is má finna tengil á reglur varðandi frágang og merkingu farms og eru ökumenn hvattir til að kynna sér þær vandlega. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð

Dagforeldrar auglýsa ókeypis

DAGFORELDRAR og barnapíur geta auglýst þjónustu sína endurgjaldslaust á vefnum Barnaland.is. Þetta hefur verið mögulegt allt frá stofnun vefsins fyrir fimm árum, segir í tilkynningu. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Drekadans á Laugavegi

KÍNVERSK-íslenska menningarfélagið og Félag Kínverja á Íslandi efna til drekadans niður Laugaveginn í dag, laugardaginn 28. janúar, í tilefni kínverska nýársins, en það hefst 29. janúar. Í þetta sinn byrjar "ár rauða hundsins". Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 108 orð | 2 myndir

Falskir framhlutar búnir til á hraðbankana

EKKI fer mikið fyrir tækjunum sem tollgæslan á Seyðisfirði tók á þriðjudag af manni sem kom hingað til lands með Norrænu, en hægt er að nota tækin til kreditkortasvika. Alls var lagt hald á fjögur tæki. Meira
28. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 875 orð | 1 mynd

Fatah-menn ósáttir og krefjast afsagna leiðtoga

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TALSMENN Hamas-samtakanna, sigurvegaranna í þingkosningum Palestínumanna, hvöttu í gær ákaft til einingar þjóðarinnar en viðbrögðin voru misjöfn. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 182 orð

Fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 25 ára karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gegn tvítugri misþroska stúlku. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða henni 300 þúsund krónur í miskabætur og rúmar 400 þúsund krónur í sakarkostnað. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 52 orð

Formlega viðræður | Forsvarsmenn Íþróttafélagsins Þórs hafa óskað eftir...

Formlega viðræður | Forsvarsmenn Íþróttafélagsins Þórs hafa óskað eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld á Akureyri vegna tillagna sem kynntar hafa verið um breytt skipulag á félagssvæði Þórs við Skarðshlíð. Meira
28. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Fórnarlamba helfararinnar minnst

BLÓM voru lögð á skópör úr járni við bakka Dónár í Búdapest í Ungverjalandi í gær til minningar um þá sem fórust í helför nasista gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 188 orð | 2 myndir

Friðland Surtseyjar stækkað

SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra undirritaði í gær nýja friðlýsingu fyrir friðlandið Surtsey en hún felur í sér umtalsverða stækkun á friðlandinu. Nýja friðlýsingin nær ekki einungis til Surtseyjar sjálfrar, sem er 1,4. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Hafin gatnagerð í nýju íbúðarhverfi í Sandgerði

Sandgerði | Gatnaframkvæmdir eru hafnar í Hólahverfi, nýju íbúðarhverfi í Sandgerði. Reynir Sveinsson bæjarfulltrúi fékk það hlutverk að taka fyrstu skóflustunguna og notaði við það þrjátíu tonna gröfu. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 271 orð

Hagkvæmni þess að sameina hafnasamlögin verður skoðuð

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð

Hefja viðræður um knattspyrnuhús

Vestmannaeyjar | Viðræður eru að hefjast um byggingu knattspyrnuhúss í Vestmannaeyjum. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 160 orð

Heimilt verði að auglýsa heilbrigðisþjónustu

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga um að læknum, tannlæknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, sem og heilbrigðisstofnunum, verði heimilt að auglýsa þjónustu sína og starfsemi. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Herra Ísland sviptur titlinum

FORRÁÐAMENN Fegurðarsamkeppni Íslands hafa tekið þá ákvörðun að Ólafur Geir Jónsson, Herra Ísland 2005, verði sviptur titlinum og er það í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem slíkt er gert, að því er segir í fréttatilkynningu frá... Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð

Hjónasögur

Hjónakornin Þórarinn Hjartarson og Margrét Guðmundsdóttir voru að búa sig undir nóttina. Margrét nefndi að líklega væru vinahjón þeirra, Páll Valsson og Halla Kjartansdóttir, að ræða stöðu íslenskunnar uppi í rúmi á kvöldin. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 113 orð

Hugmyndasamkeppni um nöfn | Reykjanesbær óskar eftir tillögum frá íbúum...

Hugmyndasamkeppni um nöfn | Reykjanesbær óskar eftir tillögum frá íbúum um nöfn á íþróttasvæðið ofan Reykjaneshallar og á þjónustusvæði fyrir eldri borgara á íþróttavöllum Njarðvíkinga. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð | 2 myndir

Hunangsristuð lifrarpylsa og confit-sviðasalat

"ÉG hef á tilfinningunni að færri og færri Íslendingar borði þorramat og þá er það fyrst og fremst lykt og útlit sem fæla fólk frá," segir Jón Sigurðsson, matreiðslunemi á Grillinu á Hótel Sögu, sem matreiddi þorramat á alveg splunkunýjan hátt... Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Íslenska vetnissamfélagið kynnt í Tókýó

Jónas Hallgrímsson í Tókýó INGIMUNDUR Sigfússon, fyrrverandi sendiherra Íslands í Japan, hélt í gær fyrirlestur um íslenska vetnissamfélagið á ráðstefnu um endurnýtanlega orku sem haldin var samhliða sýningunni FC Expo 2006 í Tókýó. Meira
28. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 257 orð

Ísraelar skora á önnur ríki að einangra Hamas

Ramallah, Jerúsalem. AP, AFP. | Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði í gær, að hann ætlaði að fela Hamas-hreyfingunni að mynda stjórn en Fatah-hreyfing Abbas hefur hafnað aðild að henni. Meira
28. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 143 orð

Johannes Rau látinn

Berlín. AP. | Johannes Rau, fyrrverandi forseti Þýskalands, lést í gær, en hann var 75 ára að aldri. Hann hafði átt við heilsuleysi að stríða um langt skeið. Rau var forseti Þýskalands á árunum 1999-2004 og heimsótti Ísland í júlí 2003. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Kínversk áramótauppákoma

Í TILEFNI áramóta kínverska almanaksins er ár hundsins hefst, bjóða Kínaklúbbur Unnar og Gullkúnst Helgu upp á áramótauppákomu í versluninni Gullkúnst Helgu að Laugavegi 13 í dag, laugardaginn 28. janúar, kl. 16. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 161 orð

Krefjast þess að farið verði að lögum um frjálsa orkusölu

Reykjanesbær | Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, hefur sent frá sér ályktun þar sem því er mótmælt að ríkisreksturinn virðist nú reyna að bola í burtu einkaframtaki í orkusölu þótt lög kveði á um að þar skuli ríkja frjáls samkeppni. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 143 orð

Landsbanki tvöfaldar hagnaðinn

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands eftir skatta nam 25 milljörðum króna á árinu 2005 samanborið við 12,7 milljarða á árinu 2004. Hagnaður fyrir skatta og virðisrýrnun viðskiptavildar nam 33,8 milljörðum króna samanborið við 14,5 milljarða króna á árinu 2004. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Leikur að læra

Akureyrskir skólanemar sinna lærdómi sínum í töluverðum mæli á Amtsbókasafninu. Það er vinsælt, enda stutt að sækja margs konar fróðleik sem nýtist við ritgerðasmíð eða önnur vandasöm verkefni. Þessir gætu líklega teygt sig í fróðleikinn,... Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 794 orð | 1 mynd

Maður fær gefandi útrás í þessu

Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Rekstur er bara yfirlega og vinna sem þarf að sinna og passa upp á að ekkert vanti í þjónustuna sem verið er að veita og sem fólk vill fá. Þetta hefur verið stöðugur vöxtur frá því við tókum við rekstrinum. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 647 orð

Málið klofið þrátt fyrir mótmæli á báða bóga

Eftir Andra Karl andri@mbl.is AÐALMEÐFERÐ í ákæruliðum 33 til 36 í Baugsmálinu svokallaða mun fara fram 9. og 10. febrúar næstkomandi. Viðkomandi ákæruliðir varða mál tveggja endurskoðenda sem ákærðir eru fyrir brot á lögum um ársreikninga. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 80 orð

Meðmæli Lesbókar

NÝR efnisþáttur hefur göngu sína í Lesbók Morgunblaðsins í dag en í honum verður mælt með leiksýningum, tónleikum, myndlistarsýningum og kvikmyndum sem standa til boða í menningarlífi landsmanna hverju sinni. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 235 orð

Meirihluti jákvæður í garð áliðnaðar

UM 55% landsmanna eru jákvæð í garð þess áliðnaðar sem er í landinu, 21% er neikvætt og 24% taka ekki afstöðu. Þá eru 48% hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar, 37% andvíg og 15% taka ekki afstöðu til þess. Meira
28. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Morales lækkar laun sín um 57%

EVO Morales, sem sór embættiseið sem forseti Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu um síðustu helgi, hefur lækkað laun sín um meira en helming. Eru þau nú rétt rúmlega 1.800 dollarar á mánuði, um 110.000 íslenskar krónur. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 106 orð

Neita sök vegna banaslyss

AÐALMEÐFERÐ í máli ríkissaksóknara gegn fimm sakborningum vegna banaslyss við Kárahnjúkavirkjun sumarið 2004 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan marsmánuð. Meira
28. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Níu fórust í Svíþjóð

Stokkhólmur. AFP. | Níu manns létu lífið og 44 slösuðust þegar fólksflutningabifreið fór út af vegi við bæinn Arboga í Svíþjóð í gær. Arboga er um 150 km vestur af Stokkhólmi en fólkið var á leið til höfuðborgarinnar. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 573 orð | 1 mynd

Nú vilja allir vera með í Austur-Evrópu

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson er öðru sinni staddur á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss, World Economic Forum, vegna þátttöku sinnar í verkefninu Young Global Leaders. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 194 orð

Orkuveitan aðili að Háskólasetri í Hveragerði

Hveragerði | Orkuveita Reykjavíkur hefur gerist aðili að Háskólasetrinu í Hveragerði. Gerðist það við endurnýjun samstarfssamnings um starfrækslu Háskólasetursins sem nýlega fór fram. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð

Osta- og smjörsalan hefur innkallað Búra og Havarti

OSTA- og smjörsalan hefur innkallað og fjarlægt þrjú vörunúmer úr verslunum vegna gerlagalla sem greinst hafði í Búra og Havarti osti. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Ók aftan á vörubíl

ÖKUMAÐUR jeppa ók aftan á vörubifreið á Vesturlandsvegi í gær miðja vegu milli Grundarhverfis á Kjalarnesi og munna Hvalfjarðarganganna. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 74 orð

Prófkjör framsóknarmanna í dag

PRÓFKJÖR framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna 27. maí nk. er í dag, laugardaginn 28. janúar. Kosið verður í anddyri Laugardalshallar kl. 10-18. Þar verður valið í 6 efstu sæti framboðslista flokksins til borgarstjórnar. Talning hefst um kl. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 117 orð

"Vinnubrögðin ekki nógu vönduð"

Ég vonast til að stjórnsýslumál og jafnréttismál eflist innan þjóðkirkjunnar í kjölfar þessa dóms," segir sr. Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur um dóm héraðsdóms frá því í gær. "Í rauninni breytist ekki mikið hjá mér vegna niðurstöðunnar. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 711 orð | 1 mynd

"Þarf að koma upp stoðkerfi fyrir þjálfara"

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | "Við erum ánægð með starfið en viljum gera enn betur. Á þessu sviði eru sóknarfæri," segir Jóhann B. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Samstarf fyrirtækja og KFR

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR), verktakafyrirtækið Múr og Mál ehf. og ferðaþjónustufyrirtækið Hellishólar ehf. í Fljótshlíð skrifuðu nýlega undir samstarfssamning til næstu þriggja ára, en sömu eigendur eru af báðum fyrirtækjunum. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Selur í smábátahöfninni

SELUR við smábátahöfnina í Hafnarfirði vakti mikla athygli fólks sem þar hafði safnast saman seint í gærkvöldi. Selurinn hafði skriðið upp á land og lék sér þar við fugl að sögn viðstaddra. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Skattgreiðslur hafa lækkað frá 1994

Tekjuskattsgreiðslur einstaklinga hafa lækkað umtalsvert frá árinu 1994 og munu lækka enn frekar þegar allar ákvarðanir um skattalækkanir hafa tekið gildi á næsta ári og skattleysismörk eru nánast þau sömu og þau voru árið 1994 á sama verðlagi og munu... Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 298 orð

Skipuleggja andspyrnubúðir við Kárahnjúka í sumar

NOKKRIR umhverfisverndarsinnar dreifðu blaði meðal gesta í kaffihléi á ráðstefnunni um ál- og orkuframleiðslu á Hótel Nordica í gær. Yfirskrift þess er: "Allir á Kárahnjúka í sumar. Björgum hálendinu frá óafturkræfum náttúruspjöllum. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Skóþvengur bundinn á Skólavörðustígnum

Miðbær | Klæði og skæði þurfa að vera í lagi hjá göngugörpum, hvort sem þeir arka um götur og torg eða fjöll og firnindi. Þessi garpur fann góðan stað á Skólavörðustígnum til að binda skóþveng sinn, áður en haldið var áfram ferð um... Meira
28. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 970 orð | 1 mynd

Skylda kristinna manna að boða trú sína

Umtalsverður hluti þjóðarinnar á Sri Lanka er kristinn en flestir eru þó annaðhvort búddistar eða hindúar. Kristján Jónsson ræddi við dr. Tissa Weerasingha sem er prestur nýs mótmælendasafnaðar í landinu. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 2304 orð | 2 myndir

Stórhuga áform um álframleiðslu

Fréttaskýring | Það er ljóst að álframleiðsla hér á landi mun nær þrefaldast, frá því sem nú er, til loka næsta árs. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 137 orð

Styrkjum úthlutað | Alls hlutu þrettán félög styrki úr Tómstundasjóði...

Styrkjum úthlutað | Alls hlutu þrettán félög styrki úr Tómstundasjóði Reykjanesbæjar á árinu 2005, samtals 2,8 milljónir kr. Flestir styrkirnir eru greiddir vegna fyrirliggjandi samninga félaganna við bæinn. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 294 orð

Stöðug vinna og vel borguð störf

LANGUR starfsaldur starfsmanna álvera sýnir að þeir eru þokkalega sáttir. Í raun hefur samstarf við erlenda eigendur álvera verið uppspretta nýjunga í samstarfi fyrirtækja og fulltrúa starfsmanna. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Sýning hjá Kia um helgina

KIA-umboðið efnir til bílasýningar nú um helgina. Frumsýndir verða tveir nýir bílar, sportjepplingurinn Kia Sportage með nýrri 140 hestafla dísilvél og nýr Kia Rio með 110 hestafla dísilvél. Meira
28. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Sögulegum minjum breytt í íbúðir

MARBLE Arch í London hefur lengi verið eitt af auðkennum borgarinnar en nú hefur verið ákveðið að breyta þessu minnismerki um Wellington hershöfðingja í íbúðir. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Tilnefndur fyrir tvær íþróttagreinar

Eftir Gunnar Hallsson Bolungarvík | Íþrótta- og æskulýðsráð Bolungarvíkur útnefndi Gunnar Má Elíasson íþróttamann ársins 2005 í hófi sem efnt var til í Víkurbæ í Bolungarvík af því tilefni síðastliðinn fimmtudag. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 974 orð | 1 mynd

Tökum meiri áhættu ef ekki er fjárfest í áli og orku

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÁLFRAMLEIÐSLA á Íslandi mun nánast þrefaldast á allra næstu árum og verður Ísland þá komið í hóp stærstu álútflutningsríkja í heimi. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 186 orð

Umgengni við ókunnuga rædd

Í BRÉFI sem skólastjórnendur Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa sent foreldrum og forráðamönnum nemenda kemur fram að kennarar skólans hafi rætt við börnin um varkárni í umgengni við ókunninga, ekki síst þegar þau eru ein á ferð. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Upplýsingasetur um einkaleyfi

SAMSTARFSVERKEFNI um stofnun og rekstur "Upplýsingasetra um einkaleyfi" hófst 1. janúar sl. Annars vegar er um að ræða samning milli Einkaleyfastofunnar og IMPRU og hins vegar milli Einkaleyfastofunnar og Rannsóknarþjónustu Háskólans. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Víða á landsbyggðinni er það svo að með hækkandi sól í byrjun hvers árs kemur einhver kraftur í menningarlífið. Strandir eru þar enginn undantekning. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 195 orð

Verðum öflugri og sterkari

FERÐASKRIFSTOFA Akureyrar og Tónsport hafa sameinast í eitt félag, en Tónsport er félag um rekstur íþrótta- og tónlistarferða á vegum Úrvals-Útsýnar. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 259 orð

Vöktun verður að koma skýrt fram

EF ÆTLUN er að vakta alla netnotkun hjá notendum hjá Fasteignamati ríkisins verður slíkt að koma skýrt fram í leiðbeiningarreglum, að mati Persónuverndar. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 46 orð

Þúsund manns á barnamessuhátíð

EITT þúsund manns sóttu barnamessuhátíð Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í Grafarvogskirkju síðastliðinn sunnudag. Þátttakan er gott tákn um fjölþætt barnastarf kirkjunnar, segir í fréttatilkynningu. Meira
28. janúar 2006 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Þýðingastarf eykst stöðugt

VELTA sjálfstætt starfandi þýðenda og túlka hér á landi hefur vaxið um 34% á ári að meðaltali á árunum 1997 til 2004. Fyrra árið var veltan tæpar 76 milljónir og hið síðara rúmar 208 milljónir. Meira
28. janúar 2006 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Ætla að kaupa gas frá Íran

STARFSMAÐUR rússneska orkufyrirtækisins Gazproms hugar að mælum í miðlunarstöð en Rússar ætla að hefja aftur gasflutninga til Georgíu í dag, viku eftir að dularfullar sprengingar sviptu landsmenn þessu lífsnauðsynlega eldsneyti. Meira

Ritstjórnargreinar

28. janúar 2006 | Leiðarar | 595 orð

Flutningabílar og öryggi

Svo stórar spurningar hafa vaknað að undanförnu varðandi hættuna af stórum flutningabílum í umferðinni að hvorki fyrirtækin, sem gera þessa bíla út, né stjórnvöld geta látið sem ekkert sé. Meira
28. janúar 2006 | Staksteinar | 294 orð | 1 mynd

Hefnd Alþýðubandalagsins

Þegar gamall þingmaður Alþýðubandalagsins fregnaði það fyrir einum átta árum að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður væri genginn í Framsóknarflokkinn varð honum að orði: "Er þá Ólafs Ragnars Grímssonar að fullu hefnt. Meira
28. janúar 2006 | Leiðarar | 268 orð

Kaldhæðni sögunnar og erlendar fjárfestingar

Morgunblaðið sagði í gær frétt af því að Onward Fishing Co. Meira

Menning

28. janúar 2006 | Tónlist | 1059 orð | 5 myndir

Draumur um sýnilegri útgáfu

Fulltrúar íslensku tónlistarútgefandanna á kaupstefnunni Midem í Cannes létu vel af árangri sínum í ár, þegar Soffía Haraldsdóttir heimsótti þá í kynningarbásana. Meira
28. janúar 2006 | Myndlist | 122 orð | 2 myndir

Erró á Norðuratlantshafsbryggju

UM ÞESSAR mundir stendur yfir sýning á verkum Errós á Norðuratlantshafsbryggju. Alls eru 33 verk á sýningunni, sem ber yfirskriftina Listfegurð og Stjórnmál , með tilvísun í oft og tíðum rammpólitísk verk Errós. Meira
28. janúar 2006 | Tónlist | 214 orð | 1 mynd

Flýttu sér aftur

BRESKA hljómsveitin The Rushes verður með tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudaginn 16. febrúar. Þetta er í annað skiptið sem sveitin leikur hér á landi en hún var ein þeirra útlendu sveita sem léku á Iceland Airwaves á síðasta ári. Meira
28. janúar 2006 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Fólk

Bandaríski leikarinn Chris Penn lést annaðhvort af slysförum eða eðlilegum orsökum, að sögn rannsóknarlögreglu í Los Angeles. Talsmaður dánardómstjóra borgarinnar segir að Penn hafi verið haldinn sjúkdómi og hafi undanfarin ár tekið fjölmörg lyf. Meira
28. janúar 2006 | Fólk í fréttum | 185 orð | 2 myndir

Fólk

Hin færeyska Eivör Pálsdóttir hefur hlotið sex tilnefningar til Dönsku tónlistarverðlaunanna 2006. Tilnefningarnar eru í flokki þjóðlagatónlistar fyrir plötuna Eivör sem kom út á Norðurlöndunum í fyrra. Meira
28. janúar 2006 | Tónlist | 298 orð

Gítardjass að dorma við

10 lög eftir flytjendur. Ómar Einarsson & Jakob Hagedorn-Olsen, gítarar. Hljóðritað af Brynleifi Hallssyni. Lengd: 48:15. Dreifing: Sonet. DN001, 2005. Meira
28. janúar 2006 | Leiklist | 412 orð | 1 mynd

Grallaraspóar í Austurbæ

Wolfie Bowart og Bill Robinson. Framleiðandi Event. Austurbæ 26. janúar. Meira
28. janúar 2006 | Fólk í fréttum | 209 orð | 6 myndir

Grískar Bond-stúlkur

Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is MADONNA vakti næstum því meiri athygli en fötin sjálf á hátískusýningu hönnuðarins Jean Paul Gaultier í París í vikunni. Gestirnir urðu a.m.k. Meira
28. janúar 2006 | Fjölmiðlar | 28 orð | 1 mynd

...Halla og Heiðu

TÍMINN líður hratt er spurningakeppni á léttu nótunum um Söngvakeppni sjónvarpsins. Þjóðþekktir einstaklingar spreyta sig á spurningum sem Heiða í Unun spyr, en dómari er Halli í... Meira
28. janúar 2006 | Bókmenntir | 199 orð | 1 mynd

Hroki og hleypidómar

Hjá Máli og menningu er komin út í kilju ein þekktasta ástarsaga heimsbókmenntanna, Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Meira
28. janúar 2006 | Kvikmyndir | 63 orð | 1 mynd

Hverjum er ekki sama

HJÓLABRETTAMYNDIN Who Cares verður sýnd í Laugarásbíói í dag kl. 18. Meira
28. janúar 2006 | Tónlist | 205 orð | 1 mynd

Kammer-rokk á Gamla Garði

STÚDENTAKJALLARINN hefur aldeilis vaknað til nýrrar vitundar í vetur og hverjir stórtónleikarnir reka aðra í þessum kjallara sem sums staðar myndi ekki kallast annað en meðalstór stofa. Í kvöld er það hljómsveitin Dr. Meira
28. janúar 2006 | Fjölmiðlar | 570 orð | 1 mynd

Menningin mikilvæg í huga fólks

Mikil ánægja kom fram með starfsemi menningarstofnana Reykjavíkurborgar í símakönnun IMG Gallup er unnin var í nóvember sl. Meira
28. janúar 2006 | Menningarlíf | 514 orð | 3 myndir

Myndin ófundin ennþá

Á nýliðinni aðventu birtist fyrirspurn frá Hjalta Þórissyni hér í blaðinu ásamt mynd þar sem honum lék forvitni á að vita hvað orðið hefði um mynd sem Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður gerði fyrir Hafnarstúdenta veturinn 1955-56. Meira
28. janúar 2006 | Bókmenntir | 104 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

HJÁ Máli og menningu er komin út í kilju Leviatan. Morðingi um borð eftir Boris Akúnin í þýðingu Árna Bergmann. "Leviatan" er risastórt farþegaskip sem heldur í jómfrúarferð sína frá Englandi til Indlands árið 1878. Meira
28. janúar 2006 | Fjölmiðlar | 287 orð

Puttinn Persanna

Gestir þáttarins Orð skulu standa í dag eru Ari Sigvaldason fréttamaður og Gunnar Helgason leikari. Þeir fást við þennan fyrripart, ortan vegna nýlegra tíðinda frá Íran, sem áður hét Persía: Reka Persar puttann nú pent framan í heiminn. Meira
28. janúar 2006 | Leiklist | 139 orð | 1 mynd

"Norræni ævintýramaðurinn"

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is LEIKSÝNINGIN Nights at the Circus , sem byggir á samnefndri bók Angelu Carter, hlýtur fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá leiklistargagnrýnanda breska dagblaðsins The Guardian , Michael Billington. Meira
28. janúar 2006 | Menningarlíf | 1937 orð | 3 myndir

Rugl í rýminu

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÉG er að velta því fyrir mér hvað myndlist sé, eftir að unglingurinn fullyrti, að myndlist væri bara eitthvað sem héngi á vegg - málverk - eða þannig. Hitt væru bara listaverk. Meira
28. janúar 2006 | Myndlist | 66 orð | 1 mynd

Sólin "málar" myndir

Grafíksafn Íslands | Í dag verður opnuð í sal íslenskrar grafíkur sýning á verkum Ingibergs Magnússonar myndlistarmanns. Sýningin heitir Ljós og tími II sem vísar til þess að hún er framhald af sýningu listamannsins í Gerðarsafni fyrir tíu árum. Meira
28. janúar 2006 | Fjölmiðlar | 112 orð | 1 mynd

Söngvakeppni Sjónvarpsins

Í KVÖLD er á dagskrá annað undanúrslitakvöldið af þremur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Átta lög verða kynnt til sögunnar, en fjögur þeirra komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram 18. Meira
28. janúar 2006 | Myndlist | 479 orð | 3 myndir

Tími, tilfinningar og rúm

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is MYNDLISTARMENNIRNIR Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Helga Káradóttir opna sýningar í dag kl. 17 í Kling og Bang við Laugaveginn. Meira
28. janúar 2006 | Fólk í fréttum | 295 orð | 1 mynd

Tveir heimar mætast

SYSTKININ Krummi og Svala Björgvinsbörn hönnuðu nýlega boli sem eru nú til sölu til styrktar fórnarlömbum náttúruhamfaranna í Pakistan, en allur ágóði af sölunni rennur til málefnisins. Meira
28. janúar 2006 | Tónlist | 210 orð | 1 mynd

Unga fólkið spilar gamla og nýja klassík

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT tónlistarskólanna var stofnsett haustið 2004 og hélt sína fyrstu tónleika í Langholtskirkju í janúar á síðasta ári. Meira
28. janúar 2006 | Fólk í fréttum | 251 orð | 1 mynd

Útdrætti lokið

EINS og hefð er fyrir, birti Morgunblaðið hina fjórskiptu áramótagetraun sína á gamlársdag. Þátttakan er jafnan mjög góð, hvort heldur um ræðir fullorðins-, unglinga-, barna- eða fornsagnagetraun enda til veglegra verðlauna að vinna. Meira

Umræðan

28. janúar 2006 | Aðsent efni | 381 orð | 1 mynd

700 milljóna króna herkostnaður Haga

Erna Bjarnadóttir fjallar um verðstríð og smásölumarkaðinn: "Ávinningur neytenda til lengri tíma litið er hins vegar takmarkaður..." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Að nota leitarvélar til að ná hámarks árangri

Dagur Jónsson fjallar um notkun leitarvéla fyrir netþjónustu: "Það er því mikilvægt að sérfræðingur sé fenginn til að aðstoða fyrirtæki við þessa markaðssetningu..." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Að snúa við blaðinu í Darfur

Kofi A. Annan skrifar um ástandið í Darfur: "Nú er óumflýjanlegt að Sameinuðu þjóðirnar taki við af sveitum Afríkusambandsins í viðleitni til að koma á friði." Meira
28. janúar 2006 | Bréf til blaðsins | 533 orð | 1 mynd

Að standa sig í stykkinu í uppábúnu rúmi

Frá Sigurði Hreiðari: "Á SÍNUM tíma þótti Bibba á Brávallagötunni afar skemmtileg. Hún var útvarpsfígúra sem skemmti fólki með því að afbaka og hræra miskunnarlaust saman orðum, orðtökum eða málsháttum." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 913 orð | 1 mynd

Að vísa veginn

Kristinn H. Gunnarsson skrifar um stöðu Framsóknarflokksins: "Rétt er að menn átti sig á því að þessi viðhorf um handleiðslu valdamanna í flokknum munu ekki einskorðast við sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 329 orð | 1 mynd

Ef Margrét Pála getur, þá getum við

Eftir Kjartan Valgarðsson: "Góðir hlutir gerast oft hægt og þess vegna er mikilvægt að í Reykjavík verði gert átak í að gera skólann samfelldari." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 621 orð | 1 mynd

Er hlýnun sjávar skaðleg hérlendis?

Kristinn Pétursson fjallar um aflabrögð og hlýnun sjávar: "Við verðum því að nýta fleiri greiningaraðferðir til að greina hvort minnkun á afrakstri þorskstofna kunni að vera vegna fæðuskorts og offriðunar, en ekki ofveiði." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 300 orð | 1 mynd

Félag fasteignasala harmar niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélags Íslands

Grétar Jónasson skrifa um úrskurð Blaðamannafélags Íslands: "Aðalatriðið er að fréttaflutningurinn sé upplýsandi fyrir alla en hafi ekki þann aðaltilgang að vera villandi og meiðandi gagnvart þeim sem að málum koma." Meira
28. janúar 2006 | Bréf til blaðsins | 323 orð | 1 mynd

Félag leiðsögumanna á krossgötum

Frá Guðjóni Jenssyni: "SÁ FÁHEYRÐI atburður varð 18. janúar á félagsfundi í Félagi leiðsögumanna að borin var fram utan dagskrár í upphafi fundar tillaga um vantraust gegn sitjandi formanni. Formaður gat af persónulegum ástæðum ekki sótt fund og boðaði forföll." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 532 orð | 1 mynd

Fyrsta flokks Reykjavík

Eftir Björn Inga Hrafnsson: "Ég skynja ákveðin vatnaskil í borgarmálunum. Það er þörf fyrir breytingar; þörf fyrir öðruvísi nálgun og nýjar hugmyndir." Meira
28. janúar 2006 | Bréf til blaðsins | 243 orð

Hemlunarvegalengd

Frá Skúla Guðbjarnarsyni: "FYRIR nokkru var frétt um óhapp af völdum þess að bifreið ók inn á akrein, skammt fyrir framan vörubifreið með 24 tonna farm, og hemlaði. Bifreiðarstjóri vörubifreiðarinnar þurfti að nauðhemla, farmurinn losnaði og mesta mildi var að ekki fór illa." Meira
28. janúar 2006 | Bréf til blaðsins | 411 orð | 1 mynd

Krunka Hrafnar tveir

Frá Kristni Snæland: "ÍSLANDSSAGA í upphafi 21. aldar mun án efa geyma sögu tveggja Hrafna sem mjög komu við sögu um þær mundir. Annar þeirra, Ingvi Hrafn, verður talinn með skemmtilegri mönnum á öldum ljósvakans fyrir þætti sína á útvarpi Sögu og á fréttastöðinni NFS." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Mikilvægt prófkjör fyrir Samfylkinguna

Ari Skúlason fjallar um prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík: "Komandi kosningar til borgarstjórnar skipta miklu fyrir Samfylkinguna og áframhaldandi þróun hennar." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 776 orð | 2 myndir

Mjólkuriðnaðurinn fleytir rjómann

Sigurbjörn Hjaltason fjallar um skilvindur, tekjur bænda og hýrudregna neytendur: "Nú er framleiðendum bent á af hálfu forustunnar, að með því að segja sig úr viðskiptasambandi við ríkjandi mjólkuriðnað geta þeir orðið af verulegum fjármunum sem kunna að verða færðir á þeirra séreignasjóð innan þeirra mjólkursamlags." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Ný forysta í Reykjavík

Eftir Óskar Bergsson: "Vinnudagur barnanna okkar er því orðinn lengri en foreldranna." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 589 orð | 1 mynd

Nýtt launakerfi

Finnur Ingimarsson viðrar hugmyndir um nýtt launakerfi: "Í kerfinu felst ákveðinn sveigjanleiki þar sem launþeginn er ekki niðurnjörvaður í sama launaflokk alla ævi." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Rannsóknarboranir að hefjast í Óshyrnu

Elías Jónatansson fjallar um vegaframkvæmdir og jarðgangagerð á Vestfjörðum: "Varðandi endanlega staðsetningu og útfærslu jarðganga hljóta Bolvíkingar að leggja áherslu á það fyrst og fremst að öryggi vegfarenda verði tryggt, en þar á eftir að vegalengdir séu sem stystar." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 447 orð | 1 mynd

Reykjavík borg jafnaðarmanna

Eftir Stefán Benediktsson: "Reykvíkingum er samt ekkert gefið og ekkert er niðurgreitt." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Sjómannasamband Íslands í fortíð, nútíð og framtíð

Guðbjörg Snót Jónsdóttir skrifar um heildarhagsmunasamtök sjómanna: "...að koma öllum samböndum sjómanna, Farmanna- og fiskimannasambandinu, Sambandi smábátaeigenda, Vélstjórasambandinu og Sjómannasambandinu í eitt heildarsamband..." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 303 orð

Spaugsnauðir

ÞAÐ ER áreiðanlega ekkert grín að reka alvöru spaugstofu árum saman svo öllum vel líki. Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 567 orð | 1 mynd

Stuðningur við einstæða foreldra í námi

Hlynur Hallsson fjallar um möguleika einstæðra foreldra til náms: "Hér er um gríðarstóran þjóðfélagshóp að ræða sem getur átt harla erfitt um vik þegar kemur að því að sækja sér menntun og stunda sitt nám." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Svelt og selt

Ögmundur Jónason fjallar um stöðu Ríkisútvarpsins: "Ég held hins vegar að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra komi til með að ráða litlu um framvinduna eftir að Ríkisútvarpið hefur verið háeffað..." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 765 orð | 1 mynd

Til framtíðar á traustum grunni

Eftir Jónmund Guðmarsson: "Sjálfstæðismenn ganga af sjálfstrausti til kosninga í vor. Bæjarstjórnarhópur okkar á Seltjarnarnesi hefur borið gæfu til að vinna samhuga að framgangi mála og verkefna." Meira
28. janúar 2006 | Bréf til blaðsins | 278 orð

Varhugaverð skilaboð frá sóttvarnarlækni

Frá Bryndísi Guðnadóttur: "ÉG GET nú ekki orða bundist vegna fjölmiðlafárs yfir fuglaflensufaraldri og varhugaverðum skilaboðum frá sóttvarnarlækni að hvetja fólk til að birgja sig upp af matvælum." Meira
28. janúar 2006 | Velvakandi | 284 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Bónusferðir eldri borgara VIÐ verðum að þakka það sem vel er gert. Ég bý í blokk fyrir eldri borgara í Reykjavík. Bónus býður okkur upp á rútuferðir einu sinni í viku til að versla. Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd

Virkjum Fossvogsdalinn

Eftir Jens Sigurðsson: "Möguleikarnir fyrir Fossvogsdalinn virðast endalausir." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 808 orð | 1 mynd

Virkjum hugvitið

Eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur: "...ef við breytum og endurröðum áherslunum í skólastarfinu þá fáum við út betri, sjálfsöruggari og meira skapandi einstaklinga." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Vítamín fyrir listalífið í miðborginni

Eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur, Gerlu: "Það frjóa líf sem skapaðist í kringum slíka lifandi listamiðstöð væri dágóð vítamínsprauta fyrir miðborgina." Meira
28. janúar 2006 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Þau sköpuðu velmegunina

Eftir Gest Guðjónsson: "Það er sem sagt talsvert sem borgin getur gert fyrir eldri borgarana og ekki mun ég liggja á liði mínu í þeirri vinnu, þeir eiga það skilið." Meira

Minningargreinar

28. janúar 2006 | Minningargreinar | 5521 orð | 1 mynd

HALLDÓR GUNNARSSON

Halldór Gunnarsson fæddist í Leirulækjarseli á Mýrum 20. júní 1953. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Jóna Einarsdóttir húsfreyja, f. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2006 | Minningargreinar | 4216 orð | 1 mynd

HJÁLMFRÍÐUR S. GUÐMUNDSDÓTTIR

Hjálmfríður Sigurást Guðmundsdóttir fæddist í Vatnadal í Súgandafirði 19. ágúst 1914. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar Hjálmfríðar voru Guðmundur Jónsson, landpóstur, f. 13.7. 1872, d. 8.10. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2006 | Minningargreinar | 1189 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Hólmfríður Jónsdóttir fæddist í Fagraneskoti í Aðaldal 24. nóvember 1951. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jón Þórarinsson frá Borg, Mývatnssveit, f. 28. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2006 | Minningargreinar | 678 orð | 1 mynd

SIGURJÓN BÆRINGSSON

Sigurjón Bæringsson, Túngötu 16 á Patreksfirði fæddist í Tungu í Örlygshöfn 1. nóvember 1923. Hann lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Guðbjörg Árnadóttir, f. í Kollsvík 20. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2006 | Minningargreinar | 4197 orð | 1 mynd

SKÚLI ÖGMUNDUR KRISTJÓNSSON

Skúli Ögmundur Kristjónsson fæddist í Svignaskarði 18. febrúar 1935. Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristjón Ögmundsson, f. 25. maí 1892, d. 14. janúar 1963, og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2006 | Minningargreinar | 2087 orð | 1 mynd

UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR

Unnur Guðjónsdóttir fæddist á Kýrunnarstöðum í Hvammssveit 22. september 1907. Hún lést á dvalarheimilinu Silfurtúni 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Ásgeirsson, bóndi þar, og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2006 | Minningargreinar | 1169 orð | 1 mynd

VALGERÐUR EINARSDÓTTIR

Valgerður Einarsdóttir fæddist í Nýjabæ undir Eyjafjöllum 15. marz 1922. Hún lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kartín Vigfúsdóttir ljósmóðir, f. 1891, d. 1967 og Einar Einarsson bóndi,... Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2006 | Minningargreinar | 8211 orð | 1 mynd

ÞÓREY GUÐMUNDSDÓTTIR

Þórey Guðmundsdóttir fæddist 25. mars 1988. Hún lést í umferðarslysi 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Elínborg Helgadóttir, f. á Siglufirði 26. ágúst 1955, og Guðmundur Þór Kristjánsson, vélfræðingur, f. á Ísafirði 1. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

28. janúar 2006 | Sjávarútvegur | 138 orð | 1 mynd

Frystitogarinn Örvar HU á ísfiski

Frystitogarinn Örvar HU frá Skagaströnd hefur landað ísfiski til vinnslu á Sauðárkrók frá því í haust og gengið vel. Meira
28. janúar 2006 | Sjávarútvegur | 260 orð

Verð á sjávarafurðum lækkaði í desember

Verð á sjávarafurðum lækkaði í desembermánuði um 0,5% frá mánuðinum á undan mælt í erlendri mynt (SDR). Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Afurðaverð er nú sögulega hátt mælt í erlendri mynt. Meira

Viðskipti

28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Dýrara að ferðast með farangur

ÞEIR sem ætla að ferðast með Ryanair eftir 16. mars næstkomandi gætu þurft að borga sérstaklega fyrir að tékka inn farangur sinn. Verðið verður ríflega 3,5 evra fyrir hvert stykki af farangri en það jafngildir um þrjú hundruð krónum. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 394 orð | 1 mynd

FIH stefnt vegna ráðninga starfsmanna Alm. Brand

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ Alm. Brand í Danmörku hefur nú ákveðið að leita réttar síns fyrir dómstólum til þess að koma í veg fyrir að sjö fyrrum starfsmenn þess hefji störf hjá FIH Erhvervsbank, sem er í eigu Kaupþings. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Grettir bætir við sig í Straumi

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Grettir hefur aukið við hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær keypti félagið 122 milljónir hluta, og miðað við gengi gærdagsins nemur kaupvirði um 2,3 milljörðum króna. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 312 orð | 1 mynd

Hagnaður Avion Group nær þrefaldast milli ára

HAGNAÐUR Avion Group hf. á fyrstu 10 mánuðum ársins 2005 nam rúmum 2,6 milljörðum króna eftir skatta eða 42.667 milljónum dollara. Hagnaður fyrir skatta árið 2004 var um 950 milljónir króna og því er hagnaðurinn nær þrefalt meiri. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Hagnaður Eimskips 985 milljónir

EIMSKIPAFÉLAG Íslands ehf. skilaði tæplega 985 milljónum króna í hagnað eftir skatta fyrstu 10 mánuði ársins 2005 samanborið við rúmlega 1,1 milljarðs króna hagnað árið 2004. Sé litið til sama tímabils ársins 2004 jókst hagnaðurinn þó um 35%. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Hagnaður Landsafls 1,7 milljarðar

FASTEIGNAFÉLAGIÐ Landsafl, sem er í eigu Landsbankans og Straums-Burðaráss, skilaði 1.669 milljóna króna hagnaði af rekstri síðasta árs eftir skatta og að teknu tilliti til matsbreytinga eigna. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 345 orð | 1 mynd

Hagnaður um 25 milljarðar króna

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands eftir skatta nam 25 milljörðum króna á árinu 2005 samanborið við 12,7 milljarða á árinu 2004. Hagnaður fyrir skatta og virðisrýrnun viðskiptavildar nam 33,8 milljörðum króna samanborið við 14,5 milljarða króna á árinu 2004. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Íslendingur fjárfestir í Cable & Wireless?

BRESKIR verðbréfamiðlarar hafa fylgst grannt með fjarskiptafyrirtækinu Cable & Wireless , þar sem orðrómur er uppi um að íslenskur fjárfestir sé að kaupa bréf í félaginu. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 94 orð

SP fjármögnun skilar methagnaði

SP FJÁRMÖGNUN hf. skilaði tæplega 588 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á síðasta ári, sem er besti árangur í sögu fyrirtækisins. Eftir skatta var hagnaðurinn 480 milljónir, sem er tæp 58% aukning frá fyrra ári. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Stofna fjárfestingarfélagið Mátt

SJÓVÁ, Íslandsbanki og Milestone hafa stofnað Fjárfestingarfélagið Mátt ehf. Eigið fé nemur kr. 11.350 milljónum og er skipting eignarhluta þannig að Sjóvá á 49,7%, Íslandsbanki 34,4% og Milestone á 15,9%. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Ticket selur í flug FlyMe

SÆNSKA ferðaskrifstofan Ticket hefur nú ákveðið að selja miða í flug lággjaldaflugfélagsins FlyMe en Fons, eignarhaldsfélag þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti hluthafinn í báðum félögunum. Meira
28. janúar 2006 | Viðskiptafréttir | 47 orð

Úrvalsvísitala hækkar um 2,7%

BRÉF Kaupþings banka hækkuðu um 5,6% í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 2,69% og er 6.383,89 stig . Alls voru viðskipti í Kauphöllinni fyrir 24.625 milljónir króna í dag. Landsbankinn hækkaði um 1,8% og FL Group hækkaði um... Meira

Daglegt líf

28. janúar 2006 | Daglegt líf | 572 orð | 1 mynd

Áhugamálið snýst um fjölskylduna

Sameina fjölskylduna og vinnuna Nútímatækni hefur valdið byltingu á mörgum sviðum og nú skiptir það ekki höfuðmáli hvort starfsfólk fyrirtækja, einkum það sem vinnur við tölvutengd verkefni, er sýnilegt á sjálfum vinnustaðnum eða kýs að vera tölvutengt heima í rólegheitunum með tölvuna og kaffibollann sér við hlið. Meira
28. janúar 2006 | Daglegt líf | 201 orð | 1 mynd

Bílaleigubílar án snjódekkja

Félag þýskra bifreiðaeigenda hefur skorað á bílaleigur að setja vetrardekk undir bíla, sem þær leigja, að vetrarlagi. Meira
28. janúar 2006 | Ferðalög | 210 orð | 1 mynd

Farmiðar lækka um 9% Rayanair hefur ákveðið að lækka verð á flugmiðum...

Farmiðar lækka um 9% Rayanair hefur ákveðið að lækka verð á flugmiðum félagsins um 9% frá og með 16. mars næstkomandi, þ.e.a.s. hjá þeim farþegum, sem eingöngu ferðast með handfarangur. Meira
28. janúar 2006 | Ferðalög | 630 orð | 3 myndir

Milljónaborgin sem er eins og sirkusþorp

Í spænska hverfinu í Napólí er eins og maður sé staddur í gamalli bíómynd. Vilborg Halldórsdóttir segir að oft sé opið út á götu úr íbúðunum og allt úti; þvotturinn, spilaborðið, amman, barnabörnin, Maríulíkneskið og dýrlingarnir. Meira
28. janúar 2006 | Ferðalög | 297 orð | 1 mynd

"Stundum flókið að fá 23 manna borð"

Hjónin Sigurborg Jónasdóttir og Hreinn Þorvaldsson fóru ásamt uppkomnum börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum allt niður í eins og hálfs árs til Kanaríeyja um áramótin og fögnuðu þar nýju ári. Meira
28. janúar 2006 | Ferðalög | 198 orð | 1 mynd

SAS býður upp á sjónvarpsdagskrána SAS-flugfélagið mun bjóða farþegum á...

SAS býður upp á sjónvarpsdagskrána SAS-flugfélagið mun bjóða farþegum á viðskiptafarrými upp á að horfa á sjónvarp í rauntíma á lengri flugleiðum. Á vef Berlingske Tidende kemur fram að þetta verði frá og með vorinu, þ.e. hefjist innan þriggja mánaða. Meira
28. janúar 2006 | Daglegt líf | 526 orð | 1 mynd

Sinnir vinnunni frá Stokkhólmi

Sameina fjölskylduna og vinnuna Nútímatækni hefur valdið byltingu á mörgum sviðum og nú skiptir það ekki höfuðmáli hvort starfsfólk fyrirtækja, einkum það sem vinnur við tölvutengd verkefni, er sýnilegt á sjálfum vinnustaðnum eða kýs að vera tölvutengt heima í rólegheitunum með tölvuna og kaffibollann sér við hlið. Meira
28. janúar 2006 | Daglegt líf | 269 orð

Verðlaunaðar hugmyndir

Hér verður getið nokkurra viðskiptahugmynda kvenna á síðasta Brautargengis-námskeiði sem fengu sérstök verðlaun og viðurkenningar við útskrift fyrir jólin. Meira
28. janúar 2006 | Daglegt líf | 237 orð | 1 mynd

Viðskiptahugmyndir koma úr öllum áttum

Þær konur, sem hafa tekið þátt í Brautargengis-námskeiðum Impru nýsköpunarmiðstöðvar, hafa borið víða niður þegar kemur að gerð viðskiptaáætlana. Meira
28. janúar 2006 | Ferðalög | 149 orð | 3 myndir

Þrjár ferðir í golf til London GB Ferðir og Icelandair verða með þrjár...

Þrjár ferðir í golf til London GB Ferðir og Icelandair verða með þrjár hópferðir á Foxhills Club & Resort í London í apríl og maí. Hótelinu fylgja tveir 18 holu vellir. Báðir vellirnir eru skógarvellir,. Meira

Fastir þættir

28. janúar 2006 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

Brúðkaup | Gefin voru saman 29. október í Dómkirkjunni af sr. Lilju Kristínu Þorsteinsdóttur þau Guðrún Helgadóttir og Grímur Sigurðarson. Heimili þeirra er í Aðalstræti 9,... Meira
28. janúar 2006 | Fastir þættir | 256 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Margir möguleikar. Meira
28. janúar 2006 | Fastir þættir | 480 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Vor í lofti á Suðurnesjum Það birti yfir sl. mánudag en þá hófst aðalsveitakeppni Bridsfélags Suðurnesja og Bridsfélagsins Munins. 10 sveitir mættu til keppni og er það mun betri þátttaka en undanfarin ár. Ekki er þó allt sem sýnist því a.m.k. Meira
28. janúar 2006 | Í dag | 910 orð | 1 mynd

Hafnarfjarðarkirkja - Samstarf kirkjudeilda á nýrri öld NÆSTKOMANDI...

Hafnarfjarðarkirkja - Samstarf kirkjudeilda á nýrri öld NÆSTKOMANDI sunnudag verður guðsþjónusta Hafnarfjarðarkirkju helguð íhugunarefnum samkirkjulegu bænavikunnar sem þá er rétt að ljúka. Meira
28. janúar 2006 | Í dag | 483 orð | 1 mynd

Heilsudagar í Heilsudrekanum

Dong Qing Guan er fædd í Shanxi-héraðinu í austurhluta Kína. Hún fluttist til Íslands fyrir fjórtán árum og hefur rekið Heilsudrekann síðan 1998. Hún nam íþrótta- og heilsufræði í háskóla í Peking í Kína og kenndi við kennaraháskóla þar í landi áður en hún fluttist til Íslands. Meira
28. janúar 2006 | Í dag | 23 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessir duglegu strákar, Hjörtur Ingason, Bjarnar Pétursson...

Hlutavelta | Þessir duglegu strákar, Hjörtur Ingason, Bjarnar Pétursson og Örvar Svavarsson, söfnuðu flöskum að andvirði 3.300 kr. til styrktar Rauða krossi... Meira
28. janúar 2006 | Í dag | 2088 orð | 1 mynd

(Matt. 8).

Guðspjall dagsins: Jesús gekk á skip. Meira
28. janúar 2006 | Fastir þættir | 832 orð | 5 myndir

Meistaraverk heimsmeistarans

13.-29. janúar 2006 Meira
28. janúar 2006 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði...

Orð dagsins: Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu." (Matt. 28, 18. Meira
28. janúar 2006 | Fastir þættir | 202 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 a6 9. e4 c5 10. e5 cxd4 11. Rxb5 axb5 12. exf6 gxf6 13. 0-0 Db6 14. De2 Ba6 15. a4 Bg7 16. a5 Dd6 17. De4 Hd8 18. Dg4 Kf8 19. Bf4 Re5 20. Dh5 Hc8 21. Hae1 Hc5 22. b4 Hc3 23. Meira
28. janúar 2006 | Fastir þættir | 318 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji fylgdist nýverið með viðtali á NFS við aðstandendur Barnaheilla þar sem rætt var um barnaklám. Meira

Íþróttir

28. janúar 2006 | Íþróttir | 82 orð

Arnór skoraði 500. markið

ARNÓR Atlason skoraði 500. mark Íslands á Evrópukeppni landsliða í handknattleik er hann skoraði ellefta mark Íslands í leiknum gegn Dönum í Sursee, úr hraðaupphlaupi. Svo skemmtilega vill til að pabbi hans, Atli Hilmarsson, skoraði 500. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 916 orð | 3 myndir

Arnór svaraði kallinu með glæsibrag

"ÉG er gríðarlega stoltur af liðinu. Strákarnir börðust hetjulega fyrir stiginu sem tryggði þeim sæti í milliriðlinum og nú eru þeim allir vegir færir. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 83 orð

Ásmundur hjá Horsens

ÁSMUNDUR Gíslason, knattspyrnumarkvörður frá Húsavík, sem hefur leikið með bæði Völsungi og Þór, er þessa dagana til reynslu hjá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 135 orð

Björn gerir atlögu að meti

VÍGSLUMÓT í frjálsíþróttum fer fram í Laugardalshöllinni í dag kl. 16.30 til 18.35. Átta erlendir frjálsíþróttamenn eru á meðal keppenda. Björn Margeirsson mun gera atlögu að Íslandsmetinu í 800 m hlaupi innanhúss kl. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

Brynjar Björn leysir Ívar af hólmi

ÍVAR Ingimarsson er einn af fimm lykilmönnum Reading sem Steve Coppell, knattspyrnustjóri toppliðsins í ensku 1. deildinni, hyggst hvíla þegar lið hans fær úrvalsdeildarlið Birmingham í heimsókn í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Chelsea tapaði 140 milljónum punda

ENGLANDSMEISTARAR Chelsea voru með taprekstur upp á 140 milljónir punda, 15,4 milljarða íslenskra króna, á árinu 2005, en það var staðfest í gær. Þetta er mesti taprekstur á knattspyrnufélagi í sögu íþróttarinnar. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

* DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir skíðakona, sem keppir fyrir hönd Íslands á...

* DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir skíðakona, sem keppir fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Tórínó á Ítalíu, sem hefjast um miðjan febrúar, varð í 50. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 126 orð

Danmörk

Best á stórmóti: Evrópumeistari 1992. 13. sæti á heimslista FIFA, 9. sæti yfir Evrópuþjóðir. Landsliðsþjálfari: Morten Olsen. Heimavöllur: Parken, Kaupmannahöfn. 42.182 áhorfendur. *Danir komust ekki í lokakeppni HM í sumar. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 70 orð

Fundað í Kaupmannahöfn

FULLTRÚAR þjóðanna sjö sem leika saman í G-riðli undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu koma saman á fundi í Kaupmannahöfn hinn 14. febrúar og ákveða þar leikdaga og niðurröðun í riðlinum. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 148 orð

Guðjón orðaður við Leicester

HEIMILDIR svæðisútvarps BBC í Nottingham herma að Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri enska 3. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 38 orð

Gunnar og Stefán í St. Gallen

GUNNAR Viðarsson og Stefán Arnaldsson, milliríkjadómarar í handknattleik, sem dæmdu leik Frakka og Slóvaka í Basel á EM á fimmtudag, verða í sviðsljósinu í dag í St. Gallen þar sem þeir dæma leik Sviss og Póllands í... Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 650 orð

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Danmörk 28:28 Sursee, Evrópukeppni landsliða...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Danmörk 28:28 Sursee, Evrópukeppni landsliða, C-riðill, föstudagur 27. janúar 2006. Gangur leiksins: 0:1, 5:1, 7:3, 9:5, 12:7, 14:9, 14:14, 15:14 , 16:14, 16:16, 18:16, 20:18, 21:19, 21:21, 24:22, 24:25, 25:27, 26:28, 28:28 . Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 170 orð | 1 mynd

Hef beðið í þrjár vikur

HEIMIR Örn Árnason hafði ekkert komið við sögu á Evrópumeistaramótinu þegar honum var hent út í "djúpu" laugina um miðjan síðari hálfleik til þess að leysa Arnór Atlason af í vörninni og sagði Heimir að hann hafi ekki verið óstyrkur - þvert á... Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 175 orð

Ísland með góða stöðu í milliriðli

ÍSLAND verður með góða stöðu þegar keppni í milliriðlum Evrópukeppninnar hefst í Sviss á þriðjudaginn. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að íslenska liðið fer þangað með þrjú stig, tvö gegn Serbum og Svartfellingum og eitt gegn Dönum. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 207 orð

Íslensku piltarnir mæta Andorra í forkeppni

ÍSLAND dróst gegn Andorra í forkeppni Evrópumóts 21 árs landsliða karla í knattspyrnu en dregið var í Montreaux í Sviss í gær. Þjóðirnar mætast heima og heiman, fyrst í Andorra, og á leikjunum að vera lokið fyrir 15. júlí. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 283 orð

Katrín til liðs við Val

KATRÍN Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er á heimleið frá Noregi og hefur gert tveggja ára samning við Val. Hún snýr því aftur á Hlíðarenda eftir tæplega tveggja ára fjarveru en hún lék með Valsliðinu hluta tímabilsins 2004. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 122 orð

Lettland

Best á stórmóti: Lék í lokakeppni EM 2004, fyrsta skipti sem Lettar ná svo langt. 66. sæti á heimslista FIFA, 29. sæti yfir Evrópuþjóðir. Þjálfari: Martins Hartmanis. Heimavöllur: Daugava, Riga, rúmar 5.800 áhorfendur. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 853 orð | 1 mynd

Liðið geislar af sjálfstrausti

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is "ÞAÐ er óneitanlega mjög þægileg tilfinning fyrir íslenska liðið að fara í síðasta leikinn og mega tapa honum en fara samt áfram með þrjú stig. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 93 orð

Liechtenstein

Best á stórmóti: Aldrei leikið í lokakeppni EM eða HM. 123. sæti á heimslista FIFA, 46. sæti yfir Evrópuþjóðir. Landsliðsþjálfari: Martin Andermatt. Heimavöllur: Gemeindesportplatz í Vaduz, rúmar 2.000 áhorfendur. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 105 orð

N-Írland

Best á stórmóti: Lék í lokakeppni HM 1958 og 1982. 103. sæti á heimslista FIFA, 40. sæti yfir Evrópuþjóðir. Þjálfari: Lawrie Sanchez. Heimavöllur: Windsor Park, Belfast, rúmar 20.306 áhorfendur. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 839 orð | 2 myndir

Nú er allt opið upp á gátt

ÞAÐ var gríðarleg stemning í Sursee í gærkvöldi er Íslendingar og Danir áttust við í C-riðli Evrópumótsins í handknattleik, en liðin skildu jöfn, 28:28, eftir æsilegar lokasekúndur þar sem Alexander Petersson skaut yfir markið rétt áður en leiktíminn... Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

"Fékk að heyra það"

ARNÓR Atlason hafði hægt um sig í fyrsta leiknum og skoraði ekki mark gegn Serbíu/Svartfjallalandi en í gær fór meira fyrir Arnóri sem skoraði alls sjö mörk og var mjög ákveðinn í leik sínum. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 244 orð

"Hef beðið frá því ég var krakki"

"ÉG hef beðið eftir slíkum leikjum frá því ég var krakki. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 193 orð

"Höfum trú á því sem við erum að gera"

BERGSVEINN Bergsveinsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var að vonum ánægður með úrslitin gegn Dönum í gær á Evrópumeistaramótinu í Sviss en með jafntefli gegn Dönum tryggði íslenska liðið sér sæti í milliriðli og tekur 3 stig með sér í þá... Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 385 orð | 2 myndir

"Hörð barátta um að komast áfram"

"ÞETTA er spennandi og skemmtilegur riðill, vissulega afar erfiður en á móti kemur að það eru engin löng ferðalög og fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn er þetta frábært því í liðum Svíþjóðar, Spánar og Danmerkur er fjöldi þekktra leikmanna,"... Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 308 orð

"Sannar þörfina á stækkun vallarins"

"ÉG er mjög ánægður með þennan riðil, ekki síst með það að fá hingað þrjú lið, Svía, Dani og Spánverja, sem munu fylla Laugardalsvöllinn og sanna þörfina á stækkun hans og bættum aðbúnaði," sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands... Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 556 orð | 1 mynd

"Serbar beita öllum brögðum til að sigra"

ÓLAFUR Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, sat í áhorfendastúkunni í gær en hann gat ekki leikið gegn Dönum vegna áverka sem hann hlaut í leiknum gegn Serbíu/Svartfjallalandi en þar var brotið illa á Ólafi og fékk hann... Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 290 orð | 2 myndir

"Snýst ekki um að ég skori tíu mörk"

GUÐJÓN Valur Sigurðsson var alls ekki sáttur við að íslenska liðið skyldi ekki sigra Dani í gær en hann bar fyrirliðabandið í fjarveru Ólafs Stefánssonar. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Robbie Fowler er kominn aftur til Liverpool

ROBBIE Fowler, einn mesti markaskorari í sögu enska knattspyrnufélagsins Liverpool, sneri aftur þangað í gær eftir fimm ára fjarveru. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 103 orð

Snorri Steinn markahæstur á EM

SNORRI Steinn Guðjónsson er markahæsti leikmaður Evrópukeppninnar í handknattleik til þessa en hann hefur skorað 19 mörk í tveimur fyrstu leikjum Íslands. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 125 orð

Spánarleikurinn í sumar úr sögunni?

FLEST bendir til þess að vináttulandsleikurinn gegn Spánverjum í knattspyrnu sem fram átti að fara á Laugardalsvellinum í sumar sé úr sögunni eftir að þeir lentu með Íslandi í riðli í undankeppni EM. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 92 orð

Spánn

Best á stórmóti: Evrópumeistari 1964, silfur á EM 1984. 5. sæti á heimslista FIFA, 3. sæti yfir Evrópuþjóðir. Landsliðsþjálfari: Luis Aragonés. Heimavöllur, mismunandi. *Spánn komst í lokakeppni HM 2006 með því að vinna Slóvakíu (5:1 og 1:1) í umspili. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 87 orð

Svíþjóð

Best á stórmóti: Silfur á HM 1958 og brons 1994. 3.-4. sæti á EM 1992. 14. sæti á heimslista FIFA, 10. sæti yfir Evrópuþjóðir. Landsliðsþjálfari: Lars Lagarbäck. Heimavöllur: Råsunda, Stokkhólmi, rúmar 35.572 áhorfendur. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 196 orð

Um helgina

KÖRFUKNATTLEIKUR Sunnudagur: Úrvalsdeild, Iceland Express-deild karla: Borgarnes: Skallagrímur - Haukar 19.15 Egilsstaðir: Höttur - Snæfell 19.15 Grafarvogi: Fjölnir - Hamar/Selfoss 19.15 Grindavík: UMFG - ÍR 19.15 DHL-höllin: KR - Keflavík 19. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 214 orð

Vujovic sá að sér

ALEN Murotovic, leikmaður Serbíu/Svartfjallalands nr. 14, fékk að kenna á skapofsa Veselins Vujovic, þjálfara liðsins, í fyrri hálfleik í sigurleiknum gegn Ungverjum í gær, 29:24. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 97 orð | 3 myndir

Það tekur á taugarnar...

ÞAÐ tekur oft á taugarnar að horfa á leiki í handknattleik á stórmótum - og þá sérstaklega ef sonurinn er að leika inni á vellinum. Meira
28. janúar 2006 | Íþróttir | 161 orð

Þjálfari NorðurÍrlands er bjartsýnn

LAWRIE Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Íra í knattspyrnu, er afar ánægður með niðurstöðuna í riðladrættinum fyrir EM í knattspyrnu. Meira

Barnablað

28. janúar 2006 | Barnablað | 71 orð | 1 mynd

Blómastelpa

Lotta, 7 ára, teiknaði þessa fallegu mynd. Lotta á heima á Þingeyri og kemur stundum í heimsókn til Reykjavíkur með flugi. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Einn góður...

Alli: Við eigum bara einn tannbursta heima. Kennslukonan: Skelfingar sóðaskapur er það. Alli: Nei, alls ekki, því við notum hann... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 14 orð | 1 mynd

Finndu 5 villur!

Á neðri myndina vantar 5 hluti sem má finna á þeirri efri. Lausn... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Girnilegur kanínumatur

L itaðu mig eftir númerum, eða bara eins og þig langar til. 1=fjólublár, 2=appelsínugulur, 3=blár, 4=gulur, 5=grænn, 6=... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 213 orð | 2 myndir

Grunnskóli Djúpavogs

Skólinn okkar heitir Grunnskóli Djúpavogs og hann er á Djúpavogi. Skólinn okkar er dálítið lítill en samt góður. Í bekknum okkar eru 9 krakkar, 6 stelpur og 3 strákar. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 69 orð | 1 mynd

Ha, ha, ha, ha!

Pési: Kennari, má ég fá frí af því hún amma mín er dáin? Kennarinn: Nú, þú baðst um frí fyrir viku og sagðir þá að amma þín væri dáin. Pési: Já, og hún er það ennþá. Kennarinn: Ásta mín, geturðu sagt mér eitthvað um Dauðahafið? Ásta: Það er nú lítið. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Hugsi hugs!

Getur þú fundið út hvaða tölu og lit vantar í auða reitinn? Lausn... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 68 orð | 1 mynd

Hvað manstu mikið?

Horfðu á myndina í eina mínútu. Settu svo blað yfir myndina og athugaðu hvort þú getur svarað eftir farandi spurningum. 1. Er runninn sem er uppi í hægra horni myndarinnar, fyrir aftan eða framan grindverkið? 2. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 16 orð | 1 mynd

Hvernig komumst við nú í afmælið?

Geturðu hjálpað Bangsimon og Gríslingi að velja rétta leið svo þeir komist í afmælið til... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 49 orð

Lausnir

Það vantar töluna 12 í appelsínugulum reit. Lárétt hækka tölurnar um þrjá og lóðrétt hækka tölurnar um tvo. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 112 orð | 2 myndir

Litli hvolpurinn

Einu sinni var lítill hvolpur sem villtist að heiman. Hann var skírður Snöggi af því að hann var svo snöggur. Hann hafði verið að skoða sig um í stofuglugganum og sá þá að glugginn var galopinn, beint út í garðinn. Það fyrsta sem hann sá var kisa. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 613 orð | 1 mynd

Nornirnar frá Vosardíu

Í landinu mikla Vosardíu þar sem furðuverur ráða ríkjum búa tvær nornir sem heita Andía og Kasma. Andía er norn gleðinnar, hamingjunnar og alls góðs. Kasma er norn reiðinnar, sorgarinnar og óhamingjunnar. Þær eru bestu vinkonur. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 57 orð

Pennavinir

Halló! Ég heiti Amanda og er að verða 8 ára. Mig langar mikið til að eignast íslenska pennavini á mínum aldri, helst stelpur á aldrinum 7-10 ára. Ég á heima í Philadelphiu í Bandaríkjunum og tala, skrifa og les eingöngu ensku. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Rigning í fjöllunum

Herdís Birta, 8 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af dæmigerðu íslensku rigningarveðri. Sjáið litla blómið á myndinni sem reynir að láta veðrið ekki neitt á sig... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Skelfilegur skröltormur

Fríða, 11 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd af ógurlegum snák. Úff, það er eins gott að fara... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 639 orð | 2 myndir

Skemmtilegast að gera armbeygjur á annarri hendi

Við lögðum leið okkar í Latabæ til að spjalla aðeins við íþróttaálfinn. Hefur þú alltaf verið duglegur að gera æfingar? Ég er á ferð og flugi allan daginn og hef verið frá því ég man eftir mér. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 8 orð | 2 myndir

Svarta klessan!

Sérð þú hvar svarta klessan passar? Lausn... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 16 orð | 1 mynd

Tvær sætar mýs

Sandra Dögg, 9 ára, teiknaði þessa krúttlegu mynd af tveimur sætum músum sem njóta góða... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Uppáhalds ávextirnir okkar!

Á hverjum degi eftir skóla er ávaxtastund hjá Ástu, Pétri og Gunnari. Uppáhaldsávextirnir þeirra leynast á síðum Barnablaðsins. Getur þú hjálpað þeim að finna melónu, ananas, vínber, banana, jarðarber, epli, peru og... Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 146 orð | 3 myndir

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku þurfið þið að finna réttan búk og fætur fyrir hvert höfuð. Lausnina skrifið þið á blað og sendið okkur fyrir 4. febrúar. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur. Meira
28. janúar 2006 | Barnablað | 193 orð | 2 myndir

Það er gott að hreyfa sig!

Það skiptir miklu máli fyrir alla krakka að vera duglegir að hreyfa sig. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt sem er samt sem áður hollt og gott fyrir kroppinn. Meira

Lesbók

28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 272 orð

Af því bara

Póstmódernisminn virðist aftur hafa náð völdum í málverndunarumræðunni. Morgunblaðið birtir fyrirsögnina Tungumálið ekki í hættu, eða eitthvað á þá leið, á baksíðunni í gær. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 918 orð | 1 mynd

Ástarrollan gamla virkar enn

Kvikmynd Ang Lee, Brokeback Mountain , hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur. Hún segir þó bara eldgamla sögu af ást í meinum sem byggist á þjóðsögulegum minnum og var viðfangsefni íslenskra skáldsagna í kringum aldamótin 1900. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 500 orð

Er íslenskan óþjál og asnaleg?

Einn félagi minn í rithöfundastétt benti mér nýverið á pistil eftir ungan kvikmyndaáhugamann þar sem fram kemur megnasta ótrú á möguleika íslenskunnar sem samskiptamáls í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 465 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Fjórða smásagnasafn Helen Simpson, Constitutional , fær góða dóma hjá gagnrýnanda Daily Telegraph sem segir Simpson einkar lagna við að draga upp myndræna lýsingu á hversdeginum sem búi í meðförum hennar yfir sams konar kómískum ýkjulýsingum á daglegu... Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 409 orð | 3 myndir

Erlendar kvikmyndir

Kvikmyndin München í leikstjórn Stevens Spielberg var frumsýnd í 400 kvikmyndahúsum í Þýskalandi á fimmtudaginn. Myndin hefur vakið mikla athygli þar í landi og undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um hana í fjölmiðlum. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 449 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

Ný plata er væntanleg í næsta mánuði frá bresku söngkonunni Beth Orton. Heil fjögur ár eru frá síðustu plötu hennar en þó verður ekki sagt að stúlkan hafi setið auðum höndum á meðan. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2194 orð | 1 mynd

Formúlur og fabúlur

Á gamlársdag birtist grein eftir Sigurð Gylfa Magnússon í Lesbókinni um stöðu fræðirita á bókamarkaði. Síðan hafa margir ruðst fram ritvöllinn og fjallað um efnið frá ýmsum hliðum. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

Framsóknarflokkur

Framsóknarflokkurinn stóð á sínum tíma að setningu laga um þýðingarsjóð, sbr. lög nr. 35/1981, en hlutverk sjóðsins er að lána eða styrkja útgefendur til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli, jafnt skáldverka sem viðurkenndra fræðirita. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 536 orð | 1 mynd

Framúrstefnulegt glysrokk

Með eftirminnilegustu plötum áttunda áratugarins í Bretlandi var önnur plata Roxy Music sem hafði mikil áhrif á þróun rokksins á þeim tíma og hefur áhrif enn þann dag í dag - þykir enn nútímaleg rúmum þremur áratugum síðar. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð

Frjálslyndi flokkurinn

Vandaðar þýðingar eru afar mikilvægar. Fyrir tilstilli þeirra er hægt að tala um heimsbókmenntir vegna þess að þannig ferðast bækur milli tungumála og menningarheima. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 700 orð

Föstudagskvöld með Latabæ

Er það bara ég eða finnst engum öðrum eitthvað bogið við það að sitja á föstudagskvöldum eftir fréttir og Kastljós og horfa á Latabæ (það er að segja ef maður vill horfa á Sjónvarpið á þessum tíma á annað borð). Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 749 orð | 2 myndir

Lesbók

Tónlist Lesbók hleraði í haust einstakan performans hjá þeim Sólrúnu Bragadóttur sópran og Sigurði Flosasyni saxófónleikara á íslenskum sönglögum. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 651 orð | 1 mynd

List í hefðbundnu rými

Til 25. febrúar. Gallerí i8 er opið mið.-fös. 11-17 og lau. 13-17. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 851 orð | 1 mynd

Melódíumenn

Seattlesveitin The Posies veifar í dag kyndli hins ofurmelódíska popprokks sem aldrei fyrr. Ný hljóðversplata, sú fyrsta í sex ár, kom út á síðasta ári og fór sveitin í Evróputúr nú í janúar til að kynna gripinn. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1329 orð | 1 mynd

Menningin og við

"Allt í einu vakna menn nú af draumi og sjá að þeir eru af almenningi komnir og án hans fær ekkert þrifist," segir greinarhöfundur sem telur örla á tilætlunarsemi höfunda fræðirita sem hafa haldið úti umræðu um stöðu rita sinna hér í ... Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 595 orð

Neðanmáls

I "Í Bandaríkjunum og Evrópu eru byggð söfn því það sárvantar stað fyrir listaverkin en hér er það þveröfugt." Þetta eru ekki orð Íslendings heldur japanska sýningarstjórans Nobuo Nakamura í samtali við Morgunblaðið fyrir átta árum. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1073 orð | 1 mynd

Pamuk og Istanbúl

Í vikunni féllu tyrknesk stjórnvöld frá ákærum á hendur rithöfundinum Orhan Pamuk fyrir ummæli sem talin voru móðgun við tyrkneska þjóðarvitund. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2131 orð | 1 mynd

Samband mitt við Pablo Neruda

Síðastliðið haust stofnuðum við Margrét Arna Hlöðversdóttir menningarsmiðjuna Proxima um efni sem við höfum áhuga á að framleiða. Fyrstu verkin eru tvær útkomnar bækur þýddar úr spænsku. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 405 orð

Samfylking

Ég er hér látinn svara fyrir hönd Samfylkingarinnar - hjá okkur liggja ekki fyrir sérstakar samþykktir um þýðingar en af öðrum ræðum og ritum er auðvelt að greina hug flokksins til slíkrar starfsemi, samanber til dæmis ávexti menningarumræðu í flokknum... Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 30 orð

Sár

Tvö lítil ljós láta vel hvort að öðru Tvö lítil kertaljós loga í glugganum Á meðan ég horfi votur á úti í skugganum Friðgeir Einarr Kristjánsson Höfundur fæst við... Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 433 orð

Sjálfstæðisflokkur

Um þýðingar erlendra bókmennta á íslensku gilda lög frá árinu 1981 um Þýðingarsjóð. Samkvæmt lögunum skal sjóðurinn styrkja útgefendur til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 599 orð

Skóflustunga að sköpunarstarfi

! Fyrir skömmu sat ég aðalfund Bandalags íslenskra listamanna. Þar tíðkast að formenn aðildarfélaganna geri grein fyrir starfi undangengins árs. Hver talsmaðurinn af öðrum steig á svið og sagði farir sínar ekki sléttar. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2203 orð | 3 myndir

Snillingur en ekki dýrlingur

Mozart átti 250 ára afmæli í gær og samt kemur tónlist hans okkur enn þá við ef marka má allar kvikmyndirnar þar sem hún hljómar. En hversu góð er hún? Og hvernig persóna var tónskáldið? Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð | 1 mynd

Staða þýðinga

Þýðingar eru án efa mun stærri hluti af menningarneyslunni en margir gera sér grein fyrir. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2840 orð | 1 mynd

Talsamband við eigin tungu

Oft er því haldið fram að þýðingar séu talsamband okkar við umheiminn og það með réttu, með þýðingum getum við tekið þátt í samskiptum við hann þannig að gagn sé að. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 35 orð

Thor Vilhjálmsson áttræður

Fylgir heillastjörnu Einn á áttræðum báti Siglir með aflann Alla leið í höfn Alla leið í heila höfn Sigurður Pálsson Höfundur er skáld. Ljóðið var flutt á ritþingi um Thor Vilhjálmsson í Gerðubergi síðastliðna... Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 492 orð

Útgefendur byrja vel

Fyrir stuttu var kvartað yfir því í þessum dálki að bókmenntaútgáfan hérlendis dreifðist ekki nægilega mikið yfir árið, hún legðist meira og minna á tvo eða þrjá mánuði í lok ársins. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð | 2 myndir

Verðlaunagátur - Lausnir

Krossgáta Verðlaun hlutu: Kr. 25.000:Sigrún Marinósdóttir, Hátúni 10b, íbúð 306, 105 Reykjavík. Kr. 20.000:Ósk Hilmarsdóttir, Lágholti 2A, 270 Mosfellsbær og Ebba Ólafsdóttir, Tunguvegi 52, 108 Reykjavík. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 269 orð

Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur eðlilegt að hið opinbera hafi málstefnu sem miðist við að varðveita og efla íslenska tungu. Forsenda þess að tungumál þrífist er að á því sé hægt að tala um fjölbreytta hluti. Meira
28. janúar 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1844 orð | 1 mynd

Þýðingar og íslensk heimsmynd

Hvernig öðlast skáldverk, fræðirit og skemmtiefni alþjóðlegt gildi? Hvernig hafa hugmyndir og kenningar, lærdómur og trúarbrögð, söguleg vitneskja og verkþekking, borist um heiminn? Meira

Ýmis aukablöð

28. janúar 2006 | Matur og vín | 40 orð

afríkubomba fyrir alla fjölskylduna fyrir 4 2 dl mangósafi 2 dl...

afríkubomba fyrir alla fjölskylduna fyrir 4 2 dl mangósafi 2 dl appelsínusafi 4 dl fanta free, ananas- og greipbragð ísmolar Hellið öllu sem á að fara í drykkinn í könnu og blandið saman, hellið í glös og berið... Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 99 orð | 1 mynd

amerískar pönnukökur

fyrir 8 2 egg 5 dl súrmjólk 4 msk. matarolía 3 dl hveiti 1½ dl spelt 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. natrón 1 tsk. hrásykur 1 tsk. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 19 orð | 1 mynd

appelsínulúxus 1 flaska kampavín eða freyðivín 1 l appelsínusafi...

appelsínulúxus 1 flaska kampavín eða freyðivín 1 l appelsínusafi Hálffyllið kampavínsglas af kampavíni eða freyðivíni. Fyllið upp með... Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 115 orð | 1 mynd

Á góðu dögurðarborði er oft að finna jógúrt og múslí borið fram með...

Á góðu dögurðarborði er oft að finna jógúrt og múslí borið fram með ávöxtum ýmist ferskum eða þurrkuðum. Hér er uppskrift að lítið sætu múslíi sem er líka gott að setja til dæmis út á grænmetis- eða ávaxtasalat eða ofan á múffur áður en þær eru bakaðar. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 56 orð

berjadraumur fyrir 4 4 dl bláber eða berjablanda 2 dl appelsínusafi 2 dl...

berjadraumur fyrir 4 4 dl bláber eða berjablanda 2 dl appelsínusafi 2 dl jógúrt 2 tsk. hrásykur Setjið innihaldið í blandara og hrærið saman þar til það verður mjúkt. Hellið í stór glös og berið fram. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 813 orð | 2 myndir

byrjað á núlli

Banfi er einn stærsti víninnflytjandi Bandaríkjanna, auk þess að eiga um 2.800 hektara vínbúgarð í Toscana-héraði á Ítalíu. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 221 orð | 7 myndir

dögurður á dimmum dögum

Í erli dagsins gefa margir sér of lítinn tíma fyrir morgunverðinn sem er mikilvægasta máltíð dagsins og því er tilvalið að nýta helgarnar til að eiga langan og notalegan morgunverð með fjölskyldunni. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 117 orð | 1 mynd

eggjahræra með fersku kryddi fyrir 8 10 egg 1 tsk. salt ¼ tsk. nýmalaður...

eggjahræra með fersku kryddi fyrir 8 10 egg 1 tsk. salt ¼ tsk. nýmalaður svartur pipar ½ dl mjólk 1 msk. ferskur graslaukur, niðurskorinn 2 msk. fersk steinselja, niðurskorin 1 tsk. fáfnisgras (estragon), þurrkað 2 msk. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 282 orð | 1 mynd

einföld og skemmtileg

Hvernig er annað hægt en að skoða bók með heiti sem gefur til kynna að ef maður lesi hana muni maður komast að leyndarmáli? Bara það eitt er áhugavert, enda forvitni okkur flestum í blóð borin. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 168 orð | 1 mynd

fylltur brauðkrans 1 stór krans eða 2 litlir, fyrir 15 5 dl vatn 1 bréf...

fylltur brauðkrans 1 stór krans eða 2 litlir, fyrir 15 5 dl vatn 1 bréf þurrger 1 tsk. sykur 2 tsk. salt 13 dl hveiti 5 msk. ólífuolía Blandið saman ylvolgu vatni (37°C), geri, sykri og salti. Blandið hveiti og síðast olíu út í. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 107 orð | 1 mynd

gamaldags quinoa-kaka 2 dl smátt saxaðar döðlur 1 dl smátt saxaðar...

gamaldags quinoa-kaka 2 dl smátt saxaðar döðlur 1 dl smátt saxaðar brúnar aprikósur 1 dl rúsínur salt á hnífsoddi 1 tsk. vanilluduft (t.d. frá Himneskri hollustu) 1 tsk. kanill lítill biti af engiferrót, u.þ.b. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 109 orð

hangikjöts-tartar á ristuðu brauði m/ rauðrófugljáa

fyrir 6 500 g úrbeinað hangilæri (skera frá fitu og sinar) 100 g rauðbeður salt og pipar eftir smekk 1 stór skallottulaukur fínt saxaður brauð, skorið í litlar sneiðar 2 msk. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 212 orð | 2 myndir

hollt og gott

Það er tilvalið að berjast gegn kvefpestum og öðrum kvillum vetrarmánaðanna með hollu og góðu mataræði. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 49 orð | 1 mynd

íslatte

fyrir 1 1 dl sterkt nýtt kaffi 2 tsk. hrásykur 1 dl léttmjólk 4 ísmolar Hrærið saman kaffi og hrásykur og kælið í frysti eða kæliskáp í nokkrar mínútur. Setjið í blandara ásamt mjólk og klaka og hrærið þar til mjúkt. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 49 orð

jógúrtsósa fyrir 8 5 dl hrein jógúrt 2 msk. sítrónusafi 2 msk. sætt...

jógúrtsósa fyrir 8 5 dl hrein jógúrt 2 msk. sítrónusafi 2 msk. sætt sinnep nýmalaður svartur pipar Hrærið jógúrtið létt og blandið öðru hráefni saman við. Sósan er betri ef hún fær að standa í kæli í nokkra tíma áður en hún er borin fram. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 110 orð | 1 mynd

krúttlegt pastasalat fyrir 8 ½ pakki heilhveitipastaskrúfur 3 msk...

krúttlegt pastasalat fyrir 8 ½ pakki heilhveitipastaskrúfur 3 msk. ólífuolía 3 msk. hvítvínsedik salt og nýmalaður svartur pipar 2 msk. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 228 orð

ofurkornið quinoa

Sagt er að næringarlega séð sé quinoa ofurkorn. Það býr yfir álíka miklu prótíni og mjólk og í því er meira járn en öðru korni. Auk þess hefur það amínósýrur sem vantar í annað korn, auk kalíums, kalks, fjölda B-vítamína og annarra bætiefna. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 122 orð | 1 mynd

quinoa með mangó og fersku kóríander 1 msk. ólífuolía 1 meðalstór...

quinoa með mangó og fersku kóríander 1 msk. ólífuolía 1 meðalstór laukur/púrrulaukur ferskt kóríander 1-2 hvítlauksrif ½ msk. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 196 orð | 1 mynd

rúllupylsa og hunangsristuð lifrarpylsa með blómkálsmauki 1 soðin eða...

rúllupylsa og hunangsristuð lifrarpylsa með blómkálsmauki 1 soðin eða ósoðin rúllupylsa 1 soðin eða ósoðin lifrarpylsa 1 msk. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 106 orð | 1 mynd

salat með spíruðu quinoa 2 dl quinoa ½ búnt steinselja ½ búnt ferskt...

salat með spíruðu quinoa 2 dl quinoa ½ búnt steinselja ½ búnt ferskt kóríander 4-5 vorlaukar 1 dl hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar (t.d. frá LaSelva) 1 lárpera (avókadó) Til að láta quinoa spíra er hentugt að nota krukku, teygju og tjullefni. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 288 orð

síldar-terrine með graskersmauki

fyrir 6 5-6 heil flök af marineraðri síld 250 ml marineringarvökvi af síldinni rúgbrauð, 5 sneiðar 1 grasker 10-15 g matarlím (agar agar) olía 4 lauf hvítlaukur egg, harðsoðin timjan Síldin tekin upp úr leginum og þerruð á viskastykki. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 376 orð | 1 mynd

skemmtileg umfjöllun um matarmenningu

Opið hús, menning og matur á Íslandi nútímans. Höfundur texta Snæfríður Ingadóttir. Ljósmyndir Þorvaldur Örn Kristmundsson. Edda útgáfa gefur bókina út. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 133 orð | 1 mynd

sólarbauð 4 lítil brauð 7 dl vatn 1 bréf þurrger 3 dl sólblómafræ 4 dl...

sólarbauð 4 lítil brauð 7 dl vatn 1 bréf þurrger 3 dl sólblómafræ 4 dl haframjöl 2 tsk. herbamare-salt 14 dl hveiti 3 msk. olía ofan á brauðin 1 egg 1 dl sólblómafræ Blandið saman ylvolgu vatni (37°C), geri og salti. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 75 orð | 1 mynd

sunnansæla fyrir 4 2 bananar 2 dl frosin jarðarber 2 dl frosin hindber 5...

sunnansæla fyrir 4 2 bananar 2 dl frosin jarðarber 2 dl frosin hindber 5 dl appelsínusafi eða eplasafi Setjið innihaldið í blandara og blandið saman þar til það verður mjúkt. Hellið í stór glös og berið fram. Bætið meiri safa út í til að fá þynnri... Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 169 orð | 1 mynd

sviðasalat - confit-eldað fyrir 6 3 sviðahausar ferskar kryddjurtir, það...

sviðasalat - confit-eldað fyrir 6 3 sviðahausar ferskar kryddjurtir, það sem hentar hverju sinni, t.d. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 367 orð | 2 myndir

svið með hvítlauk og rósmarín?

Þorramaturinn setur óneitanlega svip sinn á þennan árstíma og þó sumir fúlsi við og fitji upp á nefið háma aðrir í sig kræsingarnar. Það er líka ekkert sem segir að þorramat megi ekki færa í nýjan og skemmtilegan búning. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 531 orð | 2 myndir

vínin frá washington

Ferskari og svalari ávöxtur hefur í för með sér að stíll vínanna frá Washington-ríki er töluvert frábrugðinn þeim kalifornísku og vínin sýrumeiri. Og þrúgurnar eru gjarnan Merlot, Riesling og Pinot Gris. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 1703 orð | 7 myndir

washington d.c. matarvinaborg íslands

Washington geymir marga áhugaverða veitingastaði sem vel er þess virði að kynna sér nánar þegar borgin er sótt heim, og ekki er verra að vita að íslenskt hráefni leynist þar stundum á borðum. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 294 orð | 2 myndir

þjóðlegur þorrabjór

Þorranum fagna menn með þorramat og þorrabjór, en Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur bruggað Egils þorrabjór undanfarin ár. Í fyrra varð þorrabjórinn þjóðlegri en nokkru sinni áður, því þá hófu menn að brugga hann að hluta úr íslensku byggi. Meira
28. janúar 2006 | Matur og vín | 465 orð | 2 myndir

æft fyrir ólympíuleika

Það eru miklar og strangar æfingar sem liggja að baki þátttöku í Bocuse d'Or-matreiðslukeppninni. Friðgeir Ingi Eiríksson sem keppir fyrir Íslands hönd 2007 sinnir líka fáu öðru þessa dagana enda mikil vinna lögð í að æfa réttu handtökin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.