Greinar mánudaginn 6. mars 2006

Fréttir

6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 66 orð

341 tekinn fyrir hraðakstur á tveimur mánuðum

KÆRUM vegna hraðaksturs hefur fjölgað verulega í umdæmi lögreglunnar á Selfossi frá því í fyrra. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins var 341 ökumaður kærður vegna of hraðs aksturs. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

600 hundar á sýningu

VIÐAMESTA hundasýning Hundaræktarfélags Íslands til þessa fór fram um helgina, en sýningin var haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal. Þar voru sýndir rúmlega 600 hundar af 66 hundategundum. Fjórir erlendir dómarar komu hingað til lands til að dæma hundana. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 1393 orð | 1 mynd

Afar gefandi starf

Hjónin María Jóna Einarsdóttir og Hreggviður Hreggviðsson starfrækja Útfararþjónustu Borgarfjarðar. Guðrún Vala Elísdóttir heimsótti þau og forvitnaðist um hvernig Hreggviður komst á endanum í eigið brúðkaup og hvernig er að starfa við útfararþjónustu. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 318 orð | 2 myndir

Árni Magnússon hættir afskiptum af stjórnmálum

Eftir Brján Jónasson og Ómar Friðriksson ÁRNI Magnússon hefur ákveðið að láta af embætti félagsmálaráðherra og segja af sér þingmennsku. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 296 orð | 2 myndir

Ási í Bæ hafði margar myndir í andlitinu

ÁKI Gränz, listamaður í Njarðvík í Reykjanesbæ, er langt kominn með að gera styttu af Ása heitnum í Bæ í fullri líkamsstærð. Áki segir að Árni Johnsen hafi leitað til sín og beðið sig að gera styttuna. Meira
6. mars 2006 | Erlendar fréttir | 711 orð | 1 mynd

Bræðralagið berst gegn stefnu Bush í Írak

Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is SAMTÖK fyrrverandi bandarískra hermanna í Afganistan og Írak sem eru óánægðir með tök Georges W. Bush forseta á Íraksstríðinu hafa sett á fót starfshóp sem kallaður hefur verið Bræðralagið 2006. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 473 orð

Bændur hefji nauðsynlega aðlögun fyrr en síðar

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði við setningu Búnaðarþings í gær að það kynni að vera heppilegra fyrir bændur að hefja nauðsynlega aðlögun að breyttu umhverfi fyrr en síðar. Meira
6. mars 2006 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Evrópa á kafi í snjó

MIKIL snjókoma var í Sviss um helgina, einhver sú mesta, sem mælst hefur. Hefur það valdið miklum erfiðleikum í samgöngum og stóraukið hættuna á snjóflóðum. Meira
6. mars 2006 | Erlendar fréttir | 206 orð

Evrópa fer í megrun

UM þessar mundir er verið að byrja á mikilli manneldis- og megrunartilraun í Evrópusambandsríkjunum en hún felst í því, að 350 fjölskyldur verða settar á kúr, sem danskir manneldisfræðingar hafa sett saman. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 319 orð

Fullur gangur er í undirbúningi álvers í Helguvík

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VINNA við undirbúning að mögulegri byggingu álvers Norðuráls í Helguvík er í fullum gangi og gengur undirbúningurinn mjög vel að sögn Ragnars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 202 orð

Hnífaburður vaxandi vandamál

"ÞAÐ er vaxandi vandamál hversu margir bera hnífa á sér þegar þeir fara út að skemmta sér," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, og bendir á að það gerist oft að menn mundi hnífa á veitingahúsum eða í nágrenni þeirra. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 187 orð | 2 myndir

Hópakstur í minningu fólks sem látist hefur í umferðinni

MIKILL fjöldi ökumanna tók í gærkvöldi þátt í hópakstri í Reykjavík, sem nokkur bifreiða- og vélhjólasamtök stóðu að. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 992 orð | 1 mynd

Hvorki afnám fyrningarfrests né "sænska leiðin"

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl. Meira
6. mars 2006 | Erlendar fréttir | 131 orð

Hætt að rigna á Englandi?

BÚIST er við, að húseigendur sums staðar á Englandi verði brátt skyldaðir til að samþykkja vatnsmæla í húsum sínum, en mikill og vaxandi vatnsskortur er í sunnanverðu landinu og í Wales. Meira
6. mars 2006 | Erlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Íranar hafa í hótunum

Vín, Teheran. AP, AFP. | Íransstjórn hótaði í gær að hefja auðgun úrans í stórum stíl ef IAEA, Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, ákveður formlega að vísa deilunni um kjarnorkuáætlun Írana til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð

Í öndunarvél á gjörgæslu eftir vélsleðaslys

VÉLSLEÐAMAÐUR slasaðist eftir að hann fór fram af kletti á Langjökli á laugardag, en óhappið átti sér stað á austanverðum Geitlandsjökli. Tilkynning um slysið barst klukkan 12.18 samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð

Krefjast lagfæringar á Stykkishólmsvegi

Stykkishólmur | Bæjarstjórn Stykkishólms hefur samþykkt samhljóða bókun þar sem skorað er á Vegagerð ríkisins að endurgera Stykkishólmsveg, frá afleggjaranum að Skógarströnd og niður í bæinn. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi á Akureyri

PILTURINN sem lést þegar bifreið hafnaði á húsvegg á Akureyri á laugardagmorgun hét Sesar Þór Viðarsson. Sesar Þór var fæddur 16. júní 1986. Hann var búsettur á bænum Brakanda í... Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð

Listi Framsóknar í Mosfellsbæ

FÉLAGSFUNDUR í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar sem haldinn var 2. mars sl. samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar félagsins um skipun framboðslista framsóknarmanna, B-listans, í Mosfellsbæ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga 2006. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 104 orð

Listi VG í Hafnarfirði

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð í Hafnarfirði samþykkti tillögu um efstu sæti framboðslista til bæjarstjórnarkosninga í vor á opnum félagsfundi 28. febrúar sl. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Meðafli sagður of mikill

ÍSLENSKI frystitogarinn Venus fór ekki frá Tromsö í Noregi í gærkvöldi, en þar var skipið kyrrsett af norskum yfirvöldum eftir að norska varðskipið KV Harstad færði togarann til hafnar vegna gruns um brot á norskum fiskveiðilögum. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 201 orð

Meint tölvubréf Jónínu birt á netinu

GÖGN sem virðast vera tölvubréf frá Jónínu Benediktsdóttur, m.a. til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, hafa verið birt á bandarískri bloggsíðu. Lögmaður Jónínu segir að lögð verði fram kæra vegna málsins í dag. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 733 orð | 1 mynd

Miklir hagsmunir í húfi

Eftir Andra Karl andri@mbl.is Ef illa fer þyrfti að skera niður í starfsemi KSÍ Fyrsta fyrirtaka í dómsmáli belgíska félagsliðsins Charleroi gegn Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fer fram í síðari hluta marsmánaðar. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 405 orð

Minni álverum lokað í framtíðinni verði þau ekki endurnýjuð

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is "ÞAÐ liggur fyrir í sambandi við öll álver að þau þurfa að endurnýja sig. Meira
6. mars 2006 | Erlendar fréttir | 254 orð

Neita fréttum um brottflutning

Bagdad. AFP. | Talsmenn Breta og Bandaríkjamanna neituðu í gær þeim fréttum tveggja breskra dagblaða, að stefnt væri að brottflutningi alls bresks og bandarísks herliðs frá Írak vorið 2007. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð

Pottþéttur Pétur Gautur

ÞORGEIR Tryggvason leiklistargagnrýnandi fer afar lofsamlegum orðum um leiksýninguna Pétur Gaut , sem frumsýnd var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn, í umfjöllun sinni í blaðinu í dag. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

"Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta í pólitík"

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is "ÉG HEF á undanförnum vikum farið í gegnum ákveðið endurmat á mínu lífi, og hef tekið þá ákvörðun að starfa ekki áfram á opinberum vettvangi. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 212 orð

"Ný verkefni gefa alltaf ný tækifæri"

JÓN Kristjánsson, fráfarandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sagði að sér litist mjög vel á að söðla um og taka við ráðherraembætti í félagsmálaráðuneytinu, á fundi með fréttamönnum eftir að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti um... Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

"Vel rekinn búskapur í sátt við land og náttúru"

LANDBÚNAÐARVERÐLAUNIN voru veitt í tíunda sinn við setningu Búnaðarþings. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði verðlaunin viðurkenningu "...fyrir vel rekinn búskap í sátt við land og náttúru. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 330 orð

"Þarf að fara vel yfir öldrunarmálin"

"ÞETTA er mikil áskorun, þetta er mjög stórt ráðuneyti og um 40% af útgjöldum ríkisins sem fara til heilbrigðis- og tryggingamála," sagði Siv Friðleifsdóttir, verðandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 219 orð

Samið við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn

SAMNINGAR náðust á sjötta tímanum aðfaranótt sunnudags í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og launanefndar sveitarfélaganna. Samningarnir voru undirritaðir að afloknum stífum fundahöldum. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

SIF aftur í notkun í dag

SIF, minni björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, sem bilaði á dögunum, verður líklega tekin í notkun að nýju í dag, að sögn Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 511 orð | 1 mynd

Siv heilbrigðisráðherra og Jón félagsmálaráðherra

Breytingar verða á morgun á ráðherraliði Framsóknarflokksins. Árni Magnússon lætur af embætti félagsmálaráðherra og þingmennsku og hættir afskiptum af stjórnmálum. Siv Friðleifsdóttir verður heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 60 orð

Skjálftahrina við Grímsey

JARÐSKJÁLFTI sem mældist 4,3 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar varð um 38 km norðnorðvestur af Grímsey um kl. 10:20 í gærmorgun. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 160 orð

Strætó fer vel af stað

ÞETTA gekk bara mjög vel hjá okkur, takk, aðstæður voru góðar í dag og sunnudagur svo fáir voru á ferðinni," sagði Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó bs. í gærkvöldi. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 293 orð

Telur misræmis gæta í vopnaleit í Leifsstöð

FLUGMAÐUR hjá Icelandair gerir öryggismál í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að umtalsefni í nýjasta Fréttabréfi FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 560 orð

Um vinnutíma á Íslandi

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Samtökum atvinnulífsins: "Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er að finna allítarlega umfjöllun um ráðstefnuna Hve glöð er vor æska? Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Undir Súgandisey

Vegna legu sinnar varð Stykkishólmur snemma á öldum miðstöð verslunar, samgangna og opinberrar þjónustu við Breiðafjörð. Friðsæld og fegurð einkenndu höfnina undir Súgandisey á laugardag er ljósmyndarinn átti leið um. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 803 orð | 2 myndir

Uppbygging gæti hafist eftir tvö ár

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is AÐ MATI forsvarsmanna Norðuráls ehf. er raunhæft að ætla að uppbygging álvers í Helguvík gæti hafist á árunum 2008 til 2009 en það er forsenda þess að gangsetja megi fyrsta áfanga árið 2010. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 1823 orð | 1 mynd

Úthlutun til Bauhaus gæti brotið gegn jafnræðisreglu

Umsókn þýsku byggingarvöruverslunarkeðjunnar Bauhaus um lóð í landi Úlfarsfells hefur verið mikið í umræðunni, en fyrir liggur að BYKO hefur reynt að fá þessa lóð úthlutaða án árangurs frá árinu 1998. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Veitt undir ísnum

Mývatnssveit | Gylfi Yngvason á Skútustöðum var að vaka undir norður af Hrútey í blíðviðrinu. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 189 orð

Vill útboð á lóð undir byggingarvöruverslun

FORSTJÓRI BYKO leggur til að lóð í landi Úlfarsfells sem rætt hefur verið um að úthluta undir verslun þýsku byggingarvöruverslunarkeðjunnar Bauhaus, en BYKO hefur ítrekað sótt um frá árinu 1998, verði boðin út svo fyrirtæki geti keppt á... Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 389 orð

Yfirlýsing Árna Magnússonar

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Árna Magnússyni félagsmálaráðherra. Hún birtist hér í heild sinni. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 73 orð | 2 myndir

ÞESSI bekkur heimsótti Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í...

ÞESSI bekkur heimsótti Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Menntasviðs Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Meira
6. mars 2006 | Innlendar fréttir | 81 orð

Örgjörvar á MasterCard-kort

NÝLEGA hóf Kreditkort hf. að setja örgjörva á öll íslensk MasterCard-kort. Örgjörvinn mun á næstu árum leysa segulrönd greiðslukorta af hólmi, einkum af öryggisástæðum, en einnig vegna þess að notkunarmöguleikar örgjörvans eru mun meiri. Meira

Ritstjórnargreinar

6. mars 2006 | Leiðarar | 389 orð

Ákvörðun Árna Magnússonar

Ákvörðun Árna Magnússonar félagsmálaráðherra að segja af sér ráðherraembætti og hverfa frá þingmennsku kemur á óvart. Árni hefur verið í forystusveit Framsóknarflokksins hin síðari ár og margir litu til hans, sem arftaka Halldórs Ásgrímssonar. Meira
6. mars 2006 | Leiðarar | 495 orð

Börnin og fjölskyldurnar

Staða barna og fjölskyldunnar í samfélaginu var til umræðu á þingi, sem haldið var á föstudag undir yfirskriftinni Hve glöð er vor æska? Á ráðstefnunni flutti Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, mjög athyglisverða ræðu. Meira
6. mars 2006 | Staksteinar | 279 orð | 1 mynd

Skeifan víkur fyrir brosi

Á hálfu ári hefur stemmningin meðal þýsks almennings tekið stakkaskiptum. Þegar stjórn jafnaðarmanna og græningja undir forystu Gerhards Schröders hrökklaðist frá í fyrra voru Þjóðverjar með skeifu. Meira

Menning

6. mars 2006 | Leiklist | 1001 orð | 1 mynd

Aaahhh...

Höfundur: Henrik Ibsen. Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Hljóðmynd: Sigurður Bjóla og Ester Ásgeirsdóttir. Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Baltasar Kormákur. Meira
6. mars 2006 | Fjölmiðlar | 115 orð | 1 mynd

Býsn af beðmálum

SKJÁREINN endursýnir þættina Beðmál í Borginni á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöldum. Meira
6. mars 2006 | Dans | 25 orð | 1 mynd

Dansað í ljósinu

FÉLAGI í Mayumana-listhópnum frá Ísrael dansar hér á sýningu í Palma á Mallorca. Sýningin sækir efnivið í ólíkar listgreinar, en grunnur hennar er ávallt... Meira
6. mars 2006 | Tónlist | 1515 orð | 1 mynd

Fallegur afmælispakki

David Gilmour söng og lék á gítar, orgel, píanó, bassa, saxófón og slagverk, David Crosby og Graham Nash sungu bakraddir, Richard Wright, Chris Stainton og Georgie Fame léku á Hammond-orgel, Jools Holland, Phil Manzanera og Polly Samson, eiginkona... Meira
6. mars 2006 | Fólk í fréttum | 176 orð | 4 myndir

Fólk

Razzies-verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood sólarhring á undan Óskarsverðlaunaafhendingunni. Meira
6. mars 2006 | Fólk í fréttum | 324 orð | 4 myndir

Fólk folk@mbl.is

Framleiðendur þáttanna Charmed tilkynntu á föstudag að ekki yrði haldið áfram framleiðslu þáttanna, sem sýndir hafa verið á SkjáEinum. Meira
6. mars 2006 | Myndlist | 70 orð | 2 myndir

Griffin og Vatnafólkið

BRESKI ljósmyndarinn Brian Griffin opnaði sýningu á ljósmyndum sem eru byggðar á sögu hans, The Water People eða Vatnafólkið , í Galleríi 100° á laugardaginn. Griffin er þekktur ljósmyndari í heimalandi sínu og hefur fest ófá þekkt andlit á filmu. Meira
6. mars 2006 | Kvikmyndir | 692 orð | 1 mynd

Haganleg handavinna

Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Aðalhlutverk: Jonathan Rhys-Meyers, Scarlett Johansson, Emily Mortimer, Matthew Goode, Brian Cox og Penelope Wilton. Bandaríkin /Bretland/Lúxemborg, 124 mín. Meira
6. mars 2006 | Fjölmiðlar | 314 orð | 1 mynd

Hvar ertu, strákastöð?

ÞAÐ hendir alltof oft að ég get ekki fundið neitt á dagskrá sjónvarpsstöðvanna sem höfðar til mín. Þótt sjónvarpsflóran hér á landi sé fjölbreyttari nú en nokkru sinni finnst mér eins og gott sjónvarpsefni hafi ekki aukist svo nokkru nemi. Meira
6. mars 2006 | Tónlist | 239 orð | 4 myndir

Hörkufjör á Söngvakeppni Samfés

SÖNGVAKEPPNI Samfés fór fram á laugardag í íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ. Þrjú þúsund áhorfendur fylltu húsakynnin og var stemningin gríðarleg að sögn Hafsteins Snæland, framkvæmdastjóra Samfés. Meira
6. mars 2006 | Tónlist | 139 orð

Juilliard fær sjaldgæf handrit

UPPRUNALEG nótnahandrit eftir Bach, Mozart og Brahms eru hluti af nótnasafni að 139 tónverkum sem Juilliard-tónlistarskólinn í New York fékk nýverið gefins. Meira
6. mars 2006 | Leiklist | 82 orð | 2 myndir

Kassinn tekinn í notkun

HIÐ nýja svið Þjóðleikhússins, Kassinn, var tekið formlega í notkun á laugardagskvöldið. Meira
6. mars 2006 | Menningarlíf | 61 orð

Kastalabyggð í Opna listaháskólanum

FYRIRLESTUR verður í Opna listaháskólanum í LHÍ, Skipholti 1, á morgun kl. 17 í stofu 113. Birkir Einarsson landslagsarkitekt talar um kastalahverfið Haverleij St. Meira
6. mars 2006 | Myndlist | 304 orð | 1 mynd

Margræðni líkamans

Sýningu er lokið. Meira
6. mars 2006 | Kvikmyndir | 537 orð | 1 mynd

Óhreinn þvottur

Leikstjóri: Stephen Gaghan. Aðalleikarar: George Clooney, Matt Damon, Jeffrey Wright, Chris Cooper, William Hurt, Tim Blake Nelson, Amanda Peet, Christopher Plummer. 122 mín. Bandaríkin 2005. Meira
6. mars 2006 | Hugvísindi | 706 orð | 1 mynd

"...óttist heldur að ykkur skorti hæfileika"

Ragnar Baldursson þýddi og ritaði inngang og skýringar. Útgefandi: Pjaxi ehf., 2006 (2. útgáfa). Meira
6. mars 2006 | Leiklist | 1384 orð | 1 mynd

Textaleikhúsið

Höfundur: Elfride Jelinek. Þýðandi: Hafliði Arngrímsson, aðlögun: María Kristjánsdóttir, söngtextar: Davíð Þór Jónsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmynd: Sigurjón Jóhannesson, búningar: Filippía I. Meira
6. mars 2006 | Tónlist | 362 orð

Tilgangslaus tölvuhljóð

Ríkharður H. Friðriksson: Brons, 04.03.06 (ásamt Úlfari Haraldssyni), Líðan III og Fletir. Laugardagur 4. mars. Meira
6. mars 2006 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Vofa Kate Moss á tískusýningu

SÁ ORÐRÓMUR var á kreiki fyrir tískusýningu Alexanders McQueen um helgina að ofurfyrirsætan Kate Moss myndi taka þátt í sýningunni, en eins og kunnugt er dró hún sig í hlé frá fyrirsætustörfum eftir hneyksli sem varð á síðasta ári þegar myndir birtust... Meira
6. mars 2006 | Tónlist | 104 orð | 2 myndir

Wam-djamm í Sjallanum

AKUREYRINGAR fengu góða gesti um helgina þegar norska gleðirokksveitin Wig Wam hélt tónleika í Sjallanum. Meira

Umræðan

6. mars 2006 | Aðsent efni | 696 orð | 1 mynd

Að koma auga á það sem virkar

Helga Þórðardóttir fjallar um lausnamiðaða fjölskyldumeðferð: "Lausnamiðuð fjölskyldumeðferð er hugmyndafræði sem hefur rutt sér til rúms um allan heim..." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Álrisi ygglir sig

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fjallar um áliðnaðinn: "Við líðum ekki forsvarsmönnum fyrirtækja að haga sér á þennan hátt. Alcan í Straumsvík hefur verið í Hafnarfirði í ágætri sátt við bæjarbúa og hefði getað verið það áfram." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 459 orð | 1 mynd

Álver við Eyjafjörð enn og aftur

Bjarni E. Guðleifsson fjallar um álver og atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi: "Ef menn eru enn blindir og sjá ekkert nema álver í væntanlegri atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi, þá tel ég það betur niðurkomið við Húsavík en Eyjafjörð eða Skagafjörð..." Meira
6. mars 2006 | Bréf til blaðsins | 270 orð | 2 myndir

Blindir og sjónskertir "sáu" villt dýr frá Afríku

Frá Stefáni Helga Valssyni leiðsögumanni: "FÉLAG leiðsögumanna, í samstarfi við Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar og Veiðisafnið á Stokkseyri, bauð blindum og sjónskertum í ferð með leiðsögn í tilefni Alþjóðlegs dags leiðsögumanna 21. febrúar síðastliðinn." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 871 orð | 1 mynd

Evra án ESB- aðildar - er það mögulegt?

Jón Þorvaldur Heiðarsson fjallar um möguleika Íslendinga til að taka upp evruna sem gjaldmiðil: "...Evrópusambandið myndi taka mjög jákvætt í að gera sérstaka samninga við Ísland, þannig að landið gæti tekið upp evru með sem minnstum kostnaði." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Friðarsúla í Viðey

Ingimundur Kjarval fjallar um friðarsúlu Yoko Ono: "Ég legg til að þessari súlu verði valinn staður úti á landi eða nálægt Keflavík við Reykjanesbrautina, jafnvel nálægt skilti Reykjanesbæjar." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 520 orð | 1 mynd

Kópavogur: Fjölskyldufólk í öndvegi

Guðríður Arnardóttir fjallar um kostnað foreldra í Kópavogi og nágrannabyggð: "Í lífi flestra eru útgjöldin mest einmitt þegar börnin eru að vaxa úr grasi. Þá skiptir stuðningur ríkis og sveitarfélaga mestu máli, til að jafna kjör almennings." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 432 orð | 1 mynd

Lóðaúthlutun og skipulagsmál í Reykjavík

Sigmar Hróbjartsson fjallar um skipulagsmál í Reykjavík: "Það sem máli skiptir er að byggðin verði hæfilega þétt, svo að lagnakerfi borgarinnar verði betur nýtt og almenningssamgöngur fýsilegur kostur..." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 828 orð | 1 mynd

Lýst er eftir borgarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins

Haukur Skúlason fjallar um frammistöðu Sjálfstæðisflokksins: "Það svíður því mitt bláa sjálfstæðishjarta að sjá fólkið sem leiðir flokkinn minn sitja með hendur í skauti..." Meira
6. mars 2006 | Bréf til blaðsins | 386 orð

Meðaltalsumræða

Frá Ingólfi Sverrissyni: "ÞEGAR bent hefur verið á þá fjölmörgu kosti, sem fylgja því að taka virkan þátt í Evrópusamstarfinu og láta reyna á aðildarumsókn að ESB, hafa andstæðingar gjarnan fullyrt að aðild að ESB myndi fylgja mikið atvinnuleysi hér á landi og spyrja hverjir..." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 606 orð | 1 mynd

Nálastungumeðferð hjá sjúkraþjálfurum

Guðjón Traustason fjallar um nálastungur: "Uppruni og orsök höfuðverkja geta verið óljós og það er mjög gjarnan þá sem nálastungumeðferð kemur til greina." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 541 orð | 2 myndir

Nýjung á sviði endurvinnslu

Gyða S. Björnsdóttir fjallar um nýjungar hjá Sorpu: "Nú má skila pappírsumbúðum ásamt fernum í grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 361 orð | 1 mynd

Ný Oddskarðsgöng

Halldór Pétur Ásgeirsson fjallar um umferðaröryggismál og ný Oddskarðsgöng: "Ég rita þessa grein til að vekja athygli ráðamanna á nauðsyn nýrra Oddskarðsganga áður en stórslys verður og vona að menn beri gæfu til að bregðast hratt og vel við." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 530 orð | 2 myndir

Óþolandi að notendur fái ekki að njóta lækkunar lyfjaverðs

Ólafur Ólafsson og Þórbergur Egilsson fjalla um lyfjaverð og endurgreiðslukerfi Tryggingastofnunar: "Yfirvöld verða að standa vörð um beina hagsmuni þegna sinna en ekki einungis um þá fjármuni sem þessir sömu þegnar hafa greitt í sameiginlegan sjóð og yfirvöld ráðstafa síðan til misjafnlega mikilvægra verkefna." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd

Samt er Garðabær góður

Árni Sigfússon gerir athugasemdir við grein Gunnars Einarssonar: "Skekkjan er því augljós og alvarleg." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 751 orð | 2 myndir

Skýrsla um veggöng á Austurlandi

Guðjón Jónsson skrifar um jarðgöng á Austfjörðum: "Þessi svart- sýni setti mark sitt á alla skýrsluna..." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 1481 orð | 1 mynd

Stöðvum brj-álæðið

Eftir Helenu Stefánsdóttur: "Ég skora á stjórnvöld og Landsvirkjun að sýna hugrekki með því að segja sig úr liði afturhaldssinna og erlendra stóriðjurisa og ganga í lið með þeim 90,1% íslensku þjóðarinnar..." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 460 orð | 1 mynd

Svandísi til forystu

Stefán Pálsson vill Svandísi Svavarsdóttur til forystu: "Ég treysti engum betur til að koma málefnum vinstrimanna í höfn í borginni en Svandísi Svavarsdóttur." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 806 orð | 1 mynd

Sveitarfélagið

Ragnar L. Benediktsson fjallar um sveitarfélagafjöldann á höfuðborgarsvæðinu: "Nær væri að sameina þessi sex sveitarfélög í eitt og útbúa nægilegt magn lóða sem yrðu seldar á kostnaðarverði til þeirra sem áhuga hefðu á að koma sér upp húsaskjóli." Meira
6. mars 2006 | Velvakandi | 349 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Gjald af pallbílum ELLEN Ingvadóttir hefur skrifað greinar um gjaldtöku af pallbílum í Hvalfjarðargöngum. Ég hef svo sem enga ákveðna skoðun á gjaldinu en einhverja flokkun verður að hafa. Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 740 orð | 1 mynd

Virkjanaáróðurinn

Hafsteinn Hjaltason fjallar um orkusölu til stóriðju: "Staðfest er að gróði LV af orkusölu til stóriðjunnar er svo óljós og óviss að enginn banki fæst til þess að fjármagna virkjanaframkvæmdir LV nema með fullri ríkisábyrgð og ábyrgð Reykjavíkurborgar á öllum skuldum Landsvirkjunar." Meira
6. mars 2006 | Aðsent efni | 302 orð

Vitlaust gefið

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, segir Steinn Steinarr í þekktu ljóði, og bætir því við í lokin að "þótt þú tapir, það gerir ekkert til,/ því það er nefnilega vitlaust gefið". Þetta reynist þó því miður ekki alls kostar rétt. Meira

Minningargreinar

6. mars 2006 | Minningargreinar | 3640 orð | 1 mynd

BALDVIN SKÆRINGSSON

Baldvin Skæringsson var fæddur á Rauðafelli undir Austur-Eyjafjöllum 30. ágúst 1915. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 22. febrúar síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2006 | Minningargreinar | 3654 orð | 1 mynd

BJÖRN M. LOFTSSON

Björn Magnús Loftsson fæddist á Bakka í Austur-Landeyjum 8. mars 1915. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu að Vífilsstöðum 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Loftur Þórðarson, bóndi og smiður á Bakka, f. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2006 | Minningargreinar | 2857 orð | 1 mynd

LAUFEY MARÍASDÓTTIR

Laufey Maríasdóttir fæddist á Ísafirði 15. mars 1914. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Marías Ísleifsson, f. 20. nóvember 1880, d. 1. október 1943 og Guðmundína Sturlína Maríasdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2006 | Minningargreinar | 3259 orð | 1 mynd

MAGNÚS JÓNSSON

Magnús Jónsson fæddist á Akranesi 10. september 1931. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 27. febrúar síðastliðinn. Móðir hans var Guðríður Magnúsdóttir, f. 8. september 1909 á Efra-Skarði í Svínadal, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2006 | Minningargreinar | 2419 orð | 1 mynd

MAGNÚS JÓNSSON

Magnús Jónsson fæddist í Reykjavík 21. september 1935. Hann lést föstudagin 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágústa Magnúsdóttir frá Hofi í Dýrafirði, f. 16. ágúst 1906, d. 23. júní 1977, og Jón Sveinbjörnsson, f. í Reykjavík 25. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2006 | Minningargreinar | 1752 orð | 1 mynd

TEITUR KRISTJÁNSSON

Teitur Kristjánsson fæddist í Litla Laugardal í Tálknafirði í V-Barðastrandarsýslu hinn 16. október 1928. Hann lést á heimili sínu hinn 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Kristófersson og Jóhanna Pálsdóttir. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 371 orð | 1 mynd

Alger umskipti hjá Iceland-keðjunni

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl. Meira
6. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Somerfield í flýtimeðferð hjá samkeppnisyfirvöldum

BRESK samkeppnisyfirvöld hafa ákveðið að í máli verslanakeðjunnar Somerfield og kaupum hennar á 115 verslunum Morrisons keðjunnar verði málsaðilum gefinn frestur til morgundagsins, 7. mars, til að koma að athugasemdum. Meira

Daglegt líf

6. mars 2006 | Daglegt líf | 809 orð | 1 mynd

Aukaefni eiga að vera örugg

Gervisætuefnið aspartame finnst í fjölda sykurskertra matvæla. Skiptar skoðanir hafa verið um hollustu þess og segja sumir það hættulegt. En hvað er aspartame? Meira
6. mars 2006 | Daglegt líf | 481 orð | 2 myndir

Muna að skipta oft um túrtappa

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Toxic shock syndrome (TSS) er mjög sjaldgæf en lífshættuleg sýking sem baktería veldur og er oft tengd við notkun á túrtöppum og í sumum tilfellum við notkun á hettunni og getnaðarvarnarsvampinum. Meira
6. mars 2006 | Daglegt líf | 556 orð | 1 mynd

Skyndidauði ungbarna - forvarnir gera gagn

Nær allir foreldrar bera einhvern kvíða í brjósti yfir því að eitthvað komi fyrir barnið þeirra og oft er kvíðinn mestur fyrstu vikurnar og mánuðina. Sumir vakna á næturnar til að gæta að barninu og róa sjálfan sig. Meira

Fastir þættir

6. mars 2006 | Fastir þættir | 163 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Ágiskun. Norður &spade;DG763 &heart;Á64 ⋄10 &klubs;9874 Suður &spade;- &heart;D1097 ⋄ÁKDG9862 &klubs;10 Austur er gjafari og vekur á einu spaða, en suður stingur svo upp í alla við borðið með stökki í fimm tígla. Meira
6. mars 2006 | Í dag | 505 orð | 1 mynd

Fyrir börnin í Pakistan

Guðrún Margrét Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978 og námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1982. Frá 1988 hefur hún starfað við ABC-barnahjálp. Meira
6. mars 2006 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað...

Orð dagsins: Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: "Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér." (Róm. 15, 3. Meira
6. mars 2006 | Fastir þættir | 146 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0-0 8. Dd2 Rc6 9. Bc4 Bd7 10. 0-0-0 Re5 11. Bb3 Hc8 12. g4 b5 13. h4 a5 14. a3 b4 15. axb4 axb4 16. Rb1 Da5 17. h5 Ba4 18. Bxa4 Rc4 19. De2 Rxe3 20. Dxe3 Dxa4 21. hxg6 hxg6 22. Meira
6. mars 2006 | Fastir þættir | 969 orð | 3 myndir

TR Íslandsmeistari skákfélaga á ný

3.-4. mars 2006 Meira
6. mars 2006 | Fastir þættir | 293 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji fór í rómantískan bíltúr um suðvesturhornið fyrir skemmstu, átti unaðslega dvöl í Bláa lóninu og snæddi dýrindishumar á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri. Meira
6. mars 2006 | Í dag | 56 orð | 1 mynd

Þrjátíu ára Kársneskór

Tónlist | Í tilefni af 30 ára afmæli Kórs Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kom kórinn fram á tónleikum á laugardaginn í Háskólabíói ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, sem einnig fagnar 30 ára starfsafmæli... Meira

Íþróttir

6. mars 2006 | Íþróttir | 418 orð | 1 mynd

* ANJA Andersen handknattleiksþjálfari danska kvennaliðsins Slagelse er...

* ANJA Andersen handknattleiksþjálfari danska kvennaliðsins Slagelse er söm við sig en hún fékk að líta rauða spjaldið í gær fyrir að mótmæla dómi í leik liðsins. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 170 orð

Ásthildur og Dóra öflugar með Malmö

ÁSTHILDUR Helgadóttir og Dóra Stefánsdóttir, landsliðskonur í knattspyrnu, komu mikið við sögu á laugardaginn þegar lið þeirra, Malmö FF, vann stórsigur á Bröndby frá Danmörku, 5:1, í æfingaleik. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 218 orð

Bandaríkjamaðurinn Ligety braut ísinn í Suður-Kóreu

ÓLYMPÍUMEISTARINN í alpatvíkeppni, Ted Ligety frá Bandaríkjunum, sigraði í fyrsta sinn á heimsbikarmóti í alpagreinum í gærdag er hann kom fyrstur í mark í stórsvigskeppni í Suður-Kóreu. "Þessi sigur kom mér eiginlega meira á óvart en ÓL-gullið. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 620 orð | 2 myndir

Chelsea með 17 stiga forskot

EIÐUR Smári Guðjohnsen lék fyrstu 70 mínúturnar í liði Chelsea sem lagði WBA á The Hawthorns, 2:1. Jose Mourinho stýrði liði Chelsea í 100. leiknum og hann sá sína menn gera út um leikinn í seinni hálfleik. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 170 orð

Ciudad Real í undanúrslitin

ÓLAFUR Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir spænska liðið Ciudad Real þegar það lagði slóvenska liðið Celje Lasko, 33:28, á útivelli í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 1255 orð | 1 mynd

Deildabikar karla A-DEILD, 1. riðill: Breiðablik - Fylkir 2:2 Kristján...

Deildabikar karla A-DEILD, 1. riðill: Breiðablik - Fylkir 2:2 Kristján Óli Sigurðsson 16., Magnús Páll Gunnarsson 34. - Eyjólfur Héðinsson 1.,, Páll Einarsson vítaspyrna 51. Rautt spjald: Magnús Páll Gunnarsson, Breiðabliki, 90. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 164 orð

Dyson landaði sínum fyrsta sigri

SIMON Dyson frá Englandi tryggði sér sigur á Opna Indónesíumótinu í golfi í gær með því að leika lokahringinn á 67 höggum en hann var tveimur höggum betri en Ástralinn Andrew Buckle. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 357 orð | 1 mynd

* EINAR Hólmgeirsson skoraði 4 mörk fyrir Grosswallstadt þegar liðin...

* EINAR Hólmgeirsson skoraði 4 mörk fyrir Grosswallstadt þegar liðin gerði jafntefli við Wilhelmshavener , 27:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 600 orð | 1 mynd

Endurtekið efni hjá Stjörnunni

NÝKRÝNDIR bikarmeistarar í handbolta karla, Stjörnumenn, báru sigurorð af Íslandsmeisturum Hauka í Ásgarði á laugardaginn. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Evrópumótaröðin Opna Indónesíumótið, Emeralda völlurinn, par 72...

Evrópumótaröðin Opna Indónesíumótið, Emeralda völlurinn, par 72: Lokastaðan: Simon Dyson, Englandi 268 66-68-67-67 Andrew Buckle, Ástralíu 270 67-69-65-69 Thongchai Jaidee, Taílandi 274 Wang Ter-Chang, Kína 274 Scott Strange, Ástralíu 274 Matthew... Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 492 orð

Eyjamenn upp fyrir Val

EYJASTÚLKUR skutust upp fyrir Va á Íslandsmóti kvenna í handknattleik, DHL-deildinni, með því að leggja Valsstúlkur að velli í Eyjum, 22:18. Haukar lögðu Gróttu að velli, 32:22, og eru í efsta sæti með 24 stig, ÍBV er með 23 stig og Valur 22 stig. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 619 orð

Framarar gerðu góða ferð til Eyja

LEIKMENN Fram gerðu mjög góða ferð til Vestmannaeyja, þar sem þeir lögðu Eyjamenn að velli og tóku forustuna í keppninni um Íslandsmeistaratitlinn þar sem Haukar máttu þola tap fyrir Stjörnunni á sama tíma. Framarar voru sterkari á spennandi lokaspretti og fögnuðu sigri, 34:32. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 146 orð

Fyrsti tapleikur Bæjara á heimavelli

BAYERN München beið sinn fyrsta ósigur á heimavelli í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn en Hamburger lagði Bæjara á Allianz vellinum glæsilega, 2:1, þar sem snjóstormur setti mikinn svip á leikinn. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Gerpla varð bikarmeistari

BIKARMÓT Fimleikasambands Íslands í áhaldafimleikum fór fram um helgina í Laugardalshöll en um var að ræða liðakeppni þar sem 4-6 keppendur kepptu fyrir sitt félag. Keppt var í frjálsri gráðu karla og kvenna. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 324 orð

Góð vika hjá Robbie Keane

TOTTENHAM styrkti stöðu sína í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði Blackburn, 3:2, í skemmtilegum leik á White Hart Lane. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 239 orð

Guðjón Valur fór á kostum í Irun

FJÖGUR Íslendingalið eru komin í undanúrslit í EHF-keppninni í handknattleik, Gummersbach lið Guðjóns Vals Sigurðssonar og Róbert Gunnarssonar, Lemgo sem þeir Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson leika með, Göppingen, lið Jaliesky Garica og Bjarni... Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 163 orð | 2 myndir

Guðmundur fagnaði þremur titlum

ÍSLANDSMÓTIÐ í borðtennis fór fram um helgina en keppt var í 9. flokkum og voru keppendur 110 talsins frá félögunum Víkingi, KR, Erninum, Nes, Ösp, ÍFR,Umf. Dímon og HK. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 124 orð

Heitt í kolunum í Barcelona

LEIKMENN og þjálfarar Chelsea fengu óblíðar móttökur hjá stuðningsmönnum Barcelona í gærkvöldi. Um 50 stuðningsmenn Barcelona voru mættir á El Prat flugvöllinn í Barcelona til að taka á móti Chelsea-liðinu og létu þeir öllum illum látum. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 124 orð

Helgi á skotskónum með Frömurum

HELGI Sigurðsson skoraði bæði mörk Fram þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Val í deildabikarnum í knattspyrnu í gær. Guðmundur Benediktsson og Pálmi Rafn Pálmason gerðu mörk Valsmanna. Fylkir og Breiðablik gerðu 2:2 jafntefli. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 415 orð | 1 mynd

Hitað upp gegn Dönum fyrir HM-baráttu gegn Svíum

"TAKMARKIÐ hjá okkur er að leggja Svía að velli og tryggja okkur farseðilinn á heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi næsta ár," segir Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari til 1. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 121 orð

Hollins óhress með leikræna tilburði hjá Drogba

JOHN Hollins, gömul stjarna í liði Chelsea, er ekki ánægður með þá leikræna tilburði sem Didier Drogba, framherji Chelsea og Fílabeinsstrandarinnar, hefur sýnt á vellinum í vetur og síðast í leiknum við WBA í fyrradag. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 167 orð

Hvað sögðu þeir?

*Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, var hinn kátasti eftir leik eins og gefur að skilja. Hann sagði sigur sinna manna hafa verið sanngjarnan og verðskuldaðan. "Ég er ekki frá því að þetta hafi verið betra og öruggara en í... Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 385 orð | 1 mynd

* INTER stöðvaði sigurgöngu Roma í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í...

* INTER stöðvaði sigurgöngu Roma í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í gær en liðin skildu jöfn, 1:1. Það stefndi allt í 12. sigur Roma í röð en einni mínútu fyrir leikslok jafnaði Marco Materazzi metin fyrir Inter . Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 707 orð | 1 mynd

ÍBV-Fram 32:34 Íþróttahúsið í Eyjum, DHL-deild karla í handknattleik...

ÍBV-Fram 32:34 Íþróttahúsið í Eyjum, DHL-deild karla í handknattleik, laugardaginn 4. mars 2006. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 4:6, 6:9, 10:11, 11:14, 13:16 , 14:16, 15:19, 22:23, 24:25, 28:28, 29:29, 30:32, 32:34 . Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

* MILAN Baros tyggði Aston Villa , 1:0, sigur gegn lánlausu liði...

* MILAN Baros tyggði Aston Villa , 1:0, sigur gegn lánlausu liði Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Þetta var níundi ósigur Portsmouth á útivelli í röð og með sama áframhaldi getur fátt komið í veg fyrir að liðið falli í 1. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 176 orð

NBA Aðfaranótt sunnudags: New Jersey - Toronto 105:100 *Eftir...

NBA Aðfaranótt sunnudags: New Jersey - Toronto 105:100 *Eftir framlengingu. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 165 orð

Newcastle á siglingu

NEWCASTLE er á mikilli siglingu undir stjórn Glenn Roeders en frá því hann tók við stjórn liðsins af Graeme Soune er liðið ósigrað, hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli. Newcastle tók á móti Bolton á St.James Park og vann sannfærandi sigur,... Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 98 orð

Norskur varnarmaður til Blika

STIG Krohn Haaland, þrítugur varnarmaður, kemur til reynslu hjá nýliðum Breiðabliks í vikunni og verður til skoðunar hjá Kópavogsliðinu í nokkra daga. Leikmaðurinn, sem leikur í stöðu vinstri bakvarðar, lék með Haugesund í norsku 2. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 654 orð | 2 myndir

"Maðurinn með stálhnefana"

Magnús Jónsson, sem margir telja einn af bestu markvörðum Íslands í knattspyrnu, verður borinn til grafar í dag. Magnús, sem fæddist á Akranesi 10. september 1931, lést mánudaginn 27. febrúar. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 1162 orð

Seigla í liði Skallagríms

SKALLAGRÍMUR náði fjórða sætinu af Grindavík í hörkuspennandi leik í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 42 orð

Serbi til reynslu hjá HK

MIHAILO Stojkovic, knattspyrnumaður frá Serbíu-Svartfjallalandi, er kominn til 1. deildarliðs HK þar sem hann verður til reynslu næstu daga. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 118 orð

Sigrar hjá Real og Barcelona

SPÆNSKU risarnir Barcelona og Real Madrid hrósuðu báðir sigri í leikjum sínum í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Börsungar, sem taka á móti Chelsea í Meistaradeildinni annað kvöld, lögðu Deportivo La Coruna, 3:2, á Nou Camp. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 596 orð | 1 mynd

Skallagrímur - Grindavík 93:89 Íslandsmót karla, Iceland Express...

Skallagrímur - Grindavík 93:89 Íslandsmót karla, Iceland Express deildin, úrvalsdeild, sunnudaginn 5. mars 2006. Borgarnes. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 143 orð

Svindl í Vasagöngunni?

CHRISTINA Paluselli frá Ítalíu sigraði í kvennaflokki í sænsku Vasagöngunni sem er eitt sögufrægasta skíðagöngumót heims. Paluselli kom í mark á rétt tæplega fimm klukkustundum en keppendur ganga 90 km á skíðum. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Tvö glæsimörk hjá Jóhannesi Karli

JÓHANNES Karl Guðjónsson var maður leiksins þegar Leicester lagði Hull, 3:2, í ensku 1. deildinni. Jóhannes skoraði tvö af mörkum Leicester og er þar með orðinn markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu með 9 mörk. Meira
6. mars 2006 | Íþróttir | 160 orð

UEFA vill fjölga dómurum

LARS-Christer Olsson framkvæmdastjóri knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sagði við BBC í gær að UEFA væri alvarlega að skoða þann möguleik að hafa tvo dómara að störfum úti á vellinum í framtíðinni. Meira

Fasteignablað

6. mars 2006 | Fasteignablað | 522 orð | 3 myndir

Ágræðsla trjáplantna

Fjölgunaraðferðir plantna eru margvíslegar og hafa garðyrkjumenn fylgst með aðferðum plantna í náttúrunni í gegnum tíðina og reynt að tileinka sér þessar aðferðir í framleiðslu sinni á plöntum. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 212 orð | 1 mynd

Árdalur

Eskifjörður - Fasteignasalan Eignaval/Húsin í bænum er með í sölu tíu glæsileg fimm til sex herbergja lúxuseinbýlishús, sem Eskihús ehf. eru með í byggingu í Árdal, Eskifirði. Staðsetningin er mjög góð með mjög fallegt útsýni og nálægð við alla... Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 159 orð | 2 myndir

Bollagarðar 8

Seltjarnarnes - Miðborg fasteignasala er með til sölu glæsilegt 224,4 fermetra einbýli á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr á Bollagörðum 8 á Seltjarnarnesi. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 163 orð | 2 myndir

Byggt við Fosshótel Húsavík

NÝVERIÐ hófust byggingarframkvæmdir við nýja álmu við Fosshótel Húsavík en í henni verða 26 tveggja manna herbergi. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 698 orð | 4 myndir

Byltingarkennd nýjung á gólfefnamarkaðnum

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 169 orð | 1 mynd

Eignaval opnar miðbæjarútibú

FASTEIGNASALAN Eignaval opnar í dag miðbæjarútibú í 101 Reykjavík. Hefur útibúið hlotið nafnið Unuhús og er það til húsa að Óðinsgötu 1. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 1063 orð | 4 myndir

Eins og blóm í eggi við Ægisíðuna

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikil gróska hefur verið í nýbyggingum víða um land undanfarin misseri og ljóst að margir hafa skipt um íbúð. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 29 orð | 2 myndir

Flúrlampinn

NÚ er flúrlampinn fáanlegur hljóðlaus og laus við flökt. Einnig er hægt að setja á hann "dimmer" eða birtudeyfi. Flúrlampinn er heilmikið notaður þar sem óbeinnar lýsingar er... Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 247 orð | 2 myndir

Giljasel 8

Reykjavík - Húsavík fasteignasala er með til sölu glæsilegt einbýlishús í Giljaseli 8 í Seljahverfi í Breiðholti. Húsið er 211,9 fermetrar og þar af er tvöfaldur 41,1 fm bílskúr. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 606 orð | 5 myndir

Gott að búa í Grímsnesinu og verður bara betra

Eftir Sigurð Jónsson a1a@simnet.i Nýtt deiliskipulag fyrir Borgarsvæðið í kringum Borg í Grímsnesi var nýlega auglýst. Um er að ræða 50 íbúðarhúsalóðir, einbýlishús, parhús og raðhús. Einnig eru á svæðinu nokkrar 4. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 51 orð

Gæðamál í pípulögnum

LAGNAFÉLAG Íslands í samvinnu við Félag pípulagningameistara, Sveinafélag pípulagningamanna, Samband íslenskra sveitarfélaga, Verkfræðingafélag Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands og Lagnakerfamiðstöð Íslands, heldur ráðstefnuna "Gæðamál í... Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 139 orð

Heilbrigður útboðsmarkaður?

SAMTÖK iðnaðarins efna til ráðstefnu um útboðsmál við verklegar framkvæmdir fimmtudaginn 16. mars á sýningunni Verk og vit 2006. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 251 orð | 2 myndir

Laxabakki 5

Selfoss - Híbýli fasteignasala er með í sölu vandað og glæsilegt 160,2 fermetra einbýlishús með innbyggðum 40,8 ferm. bílskúr að Laxabakka 5 á Selfossi. Forstofa hússins er með steinflísum á gólfi og góðum fataskápum. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 465 orð | 1 mynd

Lodir.is - lóðamarkaður sveitarfélaga

Markaðurinn eftir Magnús Árna Skúlason, dósent og forstöðumann Rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 303 orð | 1 mynd

Lýsing sett upp í Kópavogsgjá

VINNA er hafin við að setja upp lýsingu í Kópavogsgjá og er gert ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Á daginn verður birtumagnið í samræmi við ljósmagnið úti á sólríkum degi og á nóttunni verður venjuleg veglýsing. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 265 orð | 3 myndir

Málarakúnstir hjá Slippfélaginu

Eftir Kristin Benediktsson DAGUR málarans var yfirskrift opins húss sem Slippfélagið efndi til í húsakynnum sínum í Skútuvogi síðastliðinn föstudag og bauð til sín fagmönnum í greininni og áhugamönnum um málningarkúnstir. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 348 orð

Ráðstefna um þróun fasteignamarkaðarins og rekstur fasteigna

RÁÐSTEFNA um þróun fasteignamarkaðarins og rekstur fasteigna verður haldin í nýju íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal fimmtudaginn 16. mars. Ráðstefnan er haldin í tengslum við stórsýninguna Verk og vit 2006 sem verður í Laugardalshöll dagana 16. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 137 orð | 2 myndir

Reykholt Biskupstungum

Reykholt - Stórhús fasteignasala er með í einkasölu veitingastaðinn Kaffi Klett í Reykholti Biskupstungum. "Þetta er glæsilegt og notalegt veitingahús ásamt íbúðarhúsnæði og lóð fyrir hótel," segir Ísak V. Jóhannsson hjá Stórhúsum. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 689 orð | 4 myndir

Upplagt tækifæri til að koma í veg fyrir hljómburð milli íbúða

Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara siggi@simnet.is Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 236 orð | 1 mynd

Vesturás 64

Reykjavík - Fasteignasalan fasteign.is er með í sölu glæsilegt tvílyft einbýlishús með svölum í vestur og austur í Vesturási 64. Fasteignin er alls 260 fermetrar og þar af 54 fm tvöfaldur bílskúr. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 348 orð | 1 mynd

Þetta helst...

Kópavogur Framkvæmdir eru hafnar við 20 hæða skrifstofubyggingu við Smáratorg 3 í Kópavogi og hefur Smáratorg auglýst húsnæðið til leigu. Hver hæð verður um 780 fermetrar og er miðað við að húsið afhendist tilbúið til innréttingar 1. október 2007. Meira
6. mars 2006 | Fasteignablað | 450 orð | 4 myndir

Þingholtsstræti 14

Reykjavík - Húsið að Þingholtsstræti 14 í Reykjavík er til sölu hjá Húsakaupum. Það er hæð, kjallari og ris, samtals 269,8 fermetrar, þar af 23,4 fm viðbygging. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.