Greinar fimmtudaginn 23. mars 2006

Fréttir

23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 46 orð

14 umsækjendur um hverja lóð | Á mánudag var á fundi bæjarráðs...

14 umsækjendur um hverja lóð | Á mánudag var á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar dregið úr 412 umsóknum um 30 lóðir við Brekkugerði, Mógerði og Litlagerði á Reyðarfirði. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Afstæði tímans og tilverunnar

ÓLAFUR Elíasson afhjúpar afstæði tímans og tilverunnar með ísjökum úr Jökulsárlóni, á einkasýningu sem opnuð verður í Berlín í dag og er í tengslum við myndlistartvíæringinn sem hefst þar í borg á laugardaginn. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 188 orð

A-listinn í Reykjanesbæ kynntur

A-LISTINN, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Framsóknarflokks og óflokksbundinna fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ, hefur kynnt lista sinn. Tvo ný nöfn í bæjarstjórnarmálum í Reykjanesbæ eru í efstu sex sætunum. 6. Meira
23. mars 2006 | Erlendar fréttir | 619 orð | 1 mynd

Almenningur í Ísrael virðist áhugalaus um kosningarnar

Jerúsalem. AFP. | Skoðanakannanir í þessari viku benda til þess að Kadima-flokkurinn, sem Ariel Sharon stofnaði á síðasta ári, muni vinna öruggan sigur í þingkosningunum sem fara fram í Ísrael nk. þriðjudag. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 647 orð

Aukin áhersla á öryggi gæti breytt afstöðu til ESB

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 719 orð | 3 myndir

Á bara eftir að jarða hugmyndina og segja amen á eftir efninu

Eftir Örnu Schram arna@mbl. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Banderas heillar alla

ANTONIO Banderas er ekki aðeins til í Hollywood, hann er líka til á Íslandi, í líki kattar sem er sjóðheitur sjarmör með magnaða nærveru. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 122 orð

Barnasáttmáli SÞ verði lögfestur hér á landi

ÁGÚST Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð

Baugsmáli áfrýjað til Hæstaréttar

SIGURÐUR Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, tilkynnti í gær að sex af átta ákæruliðum í Baugsmálinu hefði verið áfrýjað til Hæstaréttar. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 208 orð

Boða viðræður um varnir Íslands í næstu viku

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HÓPUR fulltrúa frá bandaríska utanríkis- og varnarmálaráðuneytinu kemur til landsins í næstu viku til að hefja formlegar viðræður um framhald varnarsamstarfsins við Ísland. Meira
23. mars 2006 | Erlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Efablandin gleði yfir yfirlýsingu frá ETA

Madrid. AP, AFP. | Efablandin gleði einkenndi í gær viðbrögð margra Spánverja við yfirlýsingu aðskilnaðarsamtaka Baska, ETA, um "varanlegt vopnahlé" eftir nær 40 ára vopnaða baráttu sem hefur kostað yfir 800 manns lífið. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ekki afgreitt á vorþingi

FRUMVARP til laga um heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi til kynningar í vor, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Engar athugasemdir við bækurnar hafa borist

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 109 orð

Enn af Baugi

Karl Kristensen sem vinnur í Hallgrímskirkju yrkir um það sem er efst á baugi: Réttarkerfið berst við Baug bráðum kemst á friður; það er vandi að vekja upp draug en verra að kveð'ann niður. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 526 orð

Erfitt að fullyrða að börn haldi uppi rekstri verslana

HRUND Rudolfsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir það vera djúpt tekið í árinni að segja að börn undir 18 ára aldri sé uppistaðan í starfsfólki verslana um kvöld og helgar, en í Morgunblaðinu í gær taldi Guðbjörg Linda Rafnsdóttir,... Meira
23. mars 2006 | Erlendar fréttir | 153 orð

ESB bannar "fljúgandi líkkistur"

Brussel. AFP. | Evrópusambandið (ESB) samþykkti í gær í fyrsta skipti sameiginlegan lista yfir flugfélög sem álitin eru óörugg. Á listanum eru 92 flugfélög sem bannað verður að fljúga í lofthelgi aðildarlanda sambandsins. Meira
23. mars 2006 | Erlendar fréttir | 584 orð | 1 mynd

ETA lýsir yfir "varanlegu vopnahléi"

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 54 orð

Fagna brottför Bandaríkjahers

Suðurnes | Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Suðurnesjum, haldinn í Reykjanesbæ 21. mars 2006, fagnar innilega væntanlegri brottför Bandaríkjahers. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð

Fagna flutningi Fæðingarorlofssjóðs

ÞINGMENN landsbyggðarinnar fögnuðu því á Alþingi í gær að flytja ætti starfsemi Fæðingarorlofssjóðs norður til Skagastrandar. Ásta R. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fangelsisdómur fyrir fjársvik

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann í 2 mánaða fangelsi og í 75 þúsund króna sekt fyrir fjársvik og umferðarlagabrot. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 152 orð

Farmurinn var ótryggilega festur

MENGUNARSLYSIÐ við rætur Öxnadalsheiðar í fyrrakvöld, þegar ílát með notuðum rafgeymum valt af flutningabíl virðist mega rekja til þess að ekki var nægilega tryggilega gengið frá farminum á bílnum, að sögn talsmanna Eimskipafélagsins en bíllinn var frá... Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Ferðanámskeið Heimskringlu

NÝTT ferðanámskeið Ingólfs Guðbrandssonar ferðafrömuðar hefst laugardaginn 25. mars kl. 15 á Grand hóteli Reykjavík. Um er að ræða stutt námskeið sem haldin verða tvo laugardaga kl. 15-17.40 og verður seinna námskeiðið haldið 1. apríl nk. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Fermingardrengir í Kvennakirkju

Eftir Lilju Björk Hauksdóttur meistaranema í blaða- og fréttamennsku FERMINGARBÖRN Kvennakirkjunnar eru fjögur í ár en nú verða í fyrsta skipti drengir fermdir þar. Ásgrímur Hermannsson var fyrsti strákurinn sem ákvað að láta ferma sig í... Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Félögin fá 25 milljónir króna í styrki

Reykjanesbær | Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur gengið frá 28 samstarfssamningum við jafnmörg íþrótta- og tómstundafélög í bænum. Reykjanesbær greiðir samkvæmt þessum samningum liðlega 25 milljónir kr. til félaganna. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 116 orð

Fjárafl úthlutar | Ársfundur Fjárafls, fjárfestinga- og þróunarsjóðs...

Fjárafl úthlutar | Ársfundur Fjárafls, fjárfestinga- og þróunarsjóðs Fljótsdalshéraðs, verður haldinn í kvöld. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 567 orð | 1 mynd

Fjölbreytt starfsemi á vegum norrænna félaga

"Á ÞESSUM degi árið 1962 var undirritaður í Helsinki sáttmáli um það hvernig Norðurlöndin hygðust starfa saman að menningarmálum, réttarfari og fleiru. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fundaröð jafnaðarmanna

UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík og ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, munu standa fyrir röð hádegisfunda á tveggja vikna fresti, á efri hæð Café Viktors í Hafnarstræti 1-3, fram að borgarstjórnarkosningunum í lok maí. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fundur í tilefni 25 ára afmælis MNÍ

MATVÆLA- og næringarfræðafélag Íslands heldur upp á 25 ára afmæli félagsins með morgunverðarfundi í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, á morgun, föstudaginn 24. mars, kl. 8.15. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fundur um samspil ferðaþjónustu og virkjana

SAMTÖK ferðaþjónustunnar halda upplýsinga- og umræðufund um samspil ferðaþjónustu og virkjana á Grand Hótel Reykjavík í dag, fimmtudaginn 23. mars, kl 13. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 27 orð

Fyrirlestur | Helga Kress flytur fyrirlestur um ævi Maríu Stephenssen...

Fyrirlestur | Helga Kress flytur fyrirlestur um ævi Maríu Stephenssen, laundóttur Þorvalds Thoroddssen í dag, 23. mars, kl. 16. 30 í stofu L101 í Háskólanum á... Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Gunnar undirbýr Brynjólfsmessu

UNNIÐ er að undirbúningi Brynjólfsmessu, í minningu Brynjólfs Sveinssonar, en 400 ár eru frá fæðingu Brynjólfs. Gunnar Þórðarson samdi messuna og stóðu yfir æfingar í Grafarvogskirkju í gærkvöldi þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Hagnaður yrði 850 milljónir

VÆNTANLEGT yfirtökutilboð Skoðunar á 26,9% hlut Símans og 11% hlut Exista í Kögun á genginu 75 var til umræðu á aðalfundi Símans í gær. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Hakað á miðunum

Ólafsvík | Mikilvægt er að ná öllum aflanum um borð í bátinn, þegar veiðarfærin hafa á annað borð unnið sitt verk. Sárt er að sjá á eftir vænum fiski þegar svo er komið. Meira
23. mars 2006 | Erlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Heitir samstöðu gegn innrás

Caracas. AP. | Hugo Chavez, forseti Venesúela, varaði á mánudag Bandaríkin við að gera innrás í eitthvert ríki Rómönsku Ameríku, þá myndu "byltingarsinnar" álfunnar sameinast gegn þeim. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 558 orð

Hugað að nýjum uppbyggðum vegi yfir Kjöl

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is TILGANGI félagsins Norðurvegar ehf. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Hugvísindadeild enn í fjársvelti

ÞRÁTT fyrir að ötult og kröftugt starf sé unnið í þágu hugvísinda og mikil nýbreytni sé við Hugvísindadeild HÍ líður hún fyrir slæman fjárhag og bitnar það á því metnaðarfulla starfi sem þar er unnið. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 204 orð

Hæstiréttur getur kvatt til vitni

"EF Hæstiréttur ætlar að sakfella mann, sem hefur verið sýknaður í héraði, á grundvelli munnlegra framburða, þá verður rétturinn að kveðja vitni og aðila málsins fyrir til yfirheyrslu," sagði Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður í samtali við... Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Íbúar fá frítt á Jöklasýningu

ALLIR íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sautján ára og eldri, hafa fengið sent aðgangskort að Jöklasýningunni ÍS-landi á Hornafirði. Þetta er liður í kynningarátaki sýningarinnar. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 584 orð | 2 myndir

Íslenskuleg héraðslýsing

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÆVISAGNARITARAR Halldórs Laxness voru svo iðnir við söfnun heimilda að þeir réðu ekki við flóðið og gripu til þess ráðs að láta allt flakka. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Kallað eftir samstarfi

Egilsstaðir | Þróunarfélag Austurlands er samstarfsaðili í verkefninu INTRO (Innovation through Research Opportunities), en í því miðla Íslendingar og Írar þekkingu af uppbyggingu nýsköpunar og rannsókna og leiðum í byggðaþróun til Lettlands og... Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 373 orð

Kjararáð leysi Kjaradóm og kjaranefnd af hólmi

STJÓRNARFRUMVARP um að Kjaradómur og kjaranefnd verði lögð niður og við verkefnum þeirra taki fimm manna kjararáð verður væntanlega lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

KJELL H. HALVORSEN

Kjell H. Halvorsen, sendiherra Noregs á Íslandi frá hausti 1999 til vors 2003, lést sl. laugardag, 18. mars, á sjúkrahúsi í Ósló. Kjell H. Halvorsen var fæddur í Noregi 4. maí 1946. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 133 orð

Kosið til Kirkjuþings í vor

KOSIÐ verður til Kirkjuþings til næstu fjögurra ára, í maímánuði nk. Kosnir verða 17 leikmenn og 12 vígðir menn (djáknar og prestar), samtals 29 þingfulltrúar. Er það nokkur fjölgun, en á síðasta Kirkjuþingi sat 21 fulltrúi, 12 leikmenn og 9 vígðir. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Listi Framsóknar, Samfylkingar og óháðra í Garðabæ

FRAMBOÐSLISTI Framsóknarflokks, Samfylkingar og óflokksbundinna til bæjarstjórnarkosninga í Garðabæ nk. vor hefur verið samþykktur. Listann skipa: 1. Steinþór Einarsson skrifstofustjóri 2. Sigrún Aspelund húsfreyja 3. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 129 orð

Listi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

SAMFYLKINGIN í Mosfellsbæ hefur birt framboðslista sinn við sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí nk. Listann skipa: 1. Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi 2. Hanna Bjartmars Arnardóttir, myndlistamaður og kennari við Varmárskóla 3. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð

Listi sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð

FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð (Fjarðabyggð, Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðar- og Mjóafjarðarhreppi) stillti upp framboðslista sínum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar, á fundi sem haldinn var 4. mars, sl. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 250 orð

Líklegt að Síminn taki yfirtökutilboði

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is LÍKLEGT er að Síminn muni taka yfirtökutilboði í Kögun, en yfirtökuskylda hefur myndast við kaup Skoðunar ehf, félags í eigu Dagsbrúnar, á 51% hlut í fyrirtækinu. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð

Málþing til heiðurs Hjörleifi Guttormssyni

MÁLÞING verður haldið í Reykjavík laugardaginn 25. mars til heiðurs Hjörleifi Guttormssyni sem nýlega varð sjötugur. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 54 orð

Metafgreiðsla hjá bygginganefnd

Garður | Skipulags- og bygginganefnd Sveitarfélagsins Garðs samþykkti teikningar fyrir 49 íbúðir á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag. Þetta er mesti fjöldi samþykktra teikninga á einum fundi hjá nefndinni, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 811 orð | 1 mynd

Misræmi á réttarstöðu

Eftir Andra Karl andri@mbl.is Ef frumvarpið verður samþykkt taka lögin gildi 1. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 122 orð

Nikótínlyf verði seld á fleiri stöðum

Í LAGAFRUMVARPI sem Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fleiri þingmenn flokksins hafa lagt fram á Alþingi er lagt til að sölustöðum nikótínlyfja, sem ekki eru lyfseðilsskyld, verði fjölgað frá því sem nú er. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

"Alveg ótrúleg viðbrögð"

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is MARÍA Kristjánsdóttir hefur ásamt dóttur sinni, Ingu Karen, sett af stað söfnun fyrir börn og konur í Namibíu og hyggst senda afrakstur söfnunarinnar með íslensku skipi sem er á leið til Namibíu. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 580 orð | 2 myndir

"Eins og kona búi um borð"

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Patreksfjörður | "Þetta er fyrsta björgunarskúta Vestfirðinga og hún á stórbrotna sögu. Þegar hún var keypt voru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 237 orð

"Heimsmeistaramót" á Rótahátíð á Ísafirði

Ísafjörður | Rætur, félag áhugafólks um menningarfjölbreytni, heldur "Rótahátíð" sunnudaginn 26. mars næstkomandi í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna, gegn fordómum sem er 21. mars. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

"Hissa og varð fyrir vonbrigðum"

"ÉG ER mjög hissa og varð fyrir miklum vonbrigðum," segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeir Jóhannessonar, spurður um áfrýjun Baugsmálsins. "Við vorum að leyfa okkur að vona að héraðsdómur væri lyktir þessa máls. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 804 orð | 1 mynd

"Lungu Reykjavíkur búa við óbeinar reykingar"

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is BÍLASTÆÐAMÁL í kringum húsnæði 365 miðla og gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar voru efst á baugi þegar málefni Hlíðahverfis voru rædd á síðasta fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 21. mars. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

"Við eigum hvergi betri vini en í vinum okkar á Norðurlöndunum"

"Við erum ungt fólk sem hefur áhuga á norrænu samstarfi og við vinnum í samstarfi við ungmennadeildir á öllum hinum Norðurlöndunum," segir Freyja Finnsdóttir, meðstjórnandi í stjórn Norræna félagsins í Reykjavík og stjórnarmeðlimur... Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ráðherra spurður um lánveitingar til stjórnenda

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi skriflegar fyrirspurnir til viðskiptaráðherra um lánveitingar til stjórnenda fyrirtækja. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 121 orð

Reykjavík þarf öflugri miðbæ

BANDARÍSKA arkitektinum Carlos Zapata finnst Reykjavík of dreifð borg og með miðbæ sem er ekki nægilega öflugur. "Ég held að það séu mörg lítil skref sem verði að taka til að skipuleggja miðbæinn. Tónlistarhúsið og framkvæmdirnar við höfnina eru t. Meira
23. mars 2006 | Erlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Sarkozy vill reynslutíma fyrir umdeild lög

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 289 orð

Sex af átta ákæruliðum í Baugsmáli áfrýjað til Hæstaréttar

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 227 orð

Skýrsla Danske Bank harkalegt samkeppnisviðbragð

SKÝRSLA Danske Bank um íslenska hagkerfið sem kom út fyrr í þessari viku er harkalegt viðbragð af hálfu bankans við þeim tíðindum sem eiga sér stað nú. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 158 orð

Svanfríður leiðir J-listann á Dalvík

J-LISTINN á Dalvík hefur birt framboðslista sinn vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Í tilkynningu frá listanum segir að J-listinn sé óháður þeim stjórnmálaflokkum sem bjóða fram á landsvísu. Að listanum standi engin stjórnmálasamtök eða flokkar. Meira
23. mars 2006 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Sökudólgurinn Larry

KERRY Alcock, sem ræktar banana, skoðaði í gær skemmdirnar á uppskeru þessa árs á búgarði sínum nærri bænum Innisfail í Queensland í Ástralíu. Fellibylurinn Larry var valdur að skaðanum en Larry gekk yfir norðausturströnd Ástralíu sl. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 146 orð

Teknir með 100 þúsund evrur

TVEIR útlendingar voru handteknir á Keflavíkurflugvelli þegar þeir voru á leið úr landi sl. föstudag. Þeir höfðu í fórum sínum hundrað þúsund evrur í reiðufé. Rannsókn málsins er í fullum gangi og leikur grunur á fjársvikum í tengslum við peningafölsun. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 255 orð

Tryggingar hækka á skuldum Íslands

KOSTNAÐURINN við að tryggja skuldabréf íslenska ríkisins hækkaði eftir að Lánasýsla ríkisins hafnaði öllum tilboðum í ríkisbréf í gær. Á fréttavef Bloomberg segir að ástæða höfnunarinnar hafi verið of háar vaxtakröfur bjóðenda. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 170 orð

Tveggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum með því að hafa kysst aðra þeirra á handlegg og háls og látið hina telpuna kyssa sig á kinnina. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð

Tveir slösuðust eftir að bifreið rakst á vegrið

TVEIR voru fluttir á sjúkrahús í gær eftir að bifreið sem þeir voru í rakst utan í vegrið á leiðinni frá Ísafirði til Súðavíkur, nánar tiltekið Súðavíkurhlíð við Hamarsgatið. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Um 71 þúsund hafa sótt um frest til að skila framtali

Í gær höfðu um 63 þúsund manns skilað skattframtali sínu rafrænt að sögn Braga Leifs Haukssonar, deildarstjóra upplýsingatæknideildar Ríkisskattstjóra, en um 240 þúsund einstaklingar munu skila inn skattframtali í ár, þar af er áætlað að um 92-3% skili... Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Sýningin Akureyri - bærinn við Pollinn stendur nú yfir á Minjasafninu. Margt er þar forvitnilegt en ekki vekur síst athygli gesta hljómborð Ingimars heitins Eydal, sembalett, frá 1963. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð

Úthluta 4,7 milljónum

Úthlutað hefur verið úr Menningarsjóði Sparisjóðs Svarfdæla alls 4,7 milljónum króna til 13 verkefna. Þetta er stærsta úthlutun í sögu sjóðsins. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Útskrifuðust eftir nám í ólympíustærðfræði

24 börn á aldrinum 9-12 ára hafa í vetur verið á námskeiði í ólympíustærðfræði. Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir námskeiðinu, en nemendurnir útskrifuðust nýlega af námskeiðinu. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Veiddi 68,4 punda risalax

ÞETTA var rosalegur fiskur, við höfum aldrei lent í öðru eins," sagði Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri á Selfossi, sem setti í 68,4 punda lax í ánni Palena í Patagóníu í Suður-Chile, 25. febrúar síðastliðinn. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Vilja að ákvæði um vatn verði í stjórnarskránni

FULLTRÚAR fjórtán félagasamtaka afhentu Jóni Kristjánssyni, formanni stjórnarskrárnefndar, yfirlýsingu í gær, á alþjóða vatnsdeginum, þar sem hvatt er til þess að ákvæði um vatn verði sett í stjórnarskrána, en endurskoðun hennar stendur nú yfir. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð

Vilja byggja við hús Bónuss

Reykjanesbær | Fasteignafélagið Stoðir ehf. hefur óskað eftir því við umhverfis-, og skipulagsráð Reykjanesbæjar að skoðaðir verði stækkunarmöguleikar á lóðinni nr. 3 við Fitjar í Njarðvík. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 891 orð

Yfirlýsing frá Jóhannesi Jónssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóhannesi Jónssyni, stofnanda Bónuss. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Þessi fer varla yfir Kjöl

ÞRÁTT fyrir að snjóað hafi á Akureyri í gær hafði litla þýðingu að skafa framrúðuna á þessari bifreið. Hún fer að minnsta kosti varla yfir Kjöl á næstunni, ekki einu sinni þó byggður verði upp almennilegur vegur. Meira
23. mars 2006 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Þjóðlegar dansmeyjar

LITADÝRÐ og spriklandi ferskleiki æskunnar voru meðal þess sem einkenndi danssýningu nemenda Klassíska listdansskólans í Borgarleikhúsinu í gær. Meira
23. mars 2006 | Erlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Þrýstingur tekinn að aukast á Blair um afsögn

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, lagði fram sín tíundu fjárlög í gær, en aðeins Nicholas Vansittart, sem gegndi embætti fjármálaráðherra í upphafi 19. aldar, hefur lagt fram jafnmörg fjárlög. Meira

Ritstjórnargreinar

23. mars 2006 | Leiðarar | 418 orð

Aldagömul hugmyndafræði

Leiðir í umönnun fatlaðra eru til mikillar umræðu um þessar mundir og ekki að ástæðulausu því að þar er á ferðinni málaflokkur þar sem bæta má kjör fólks með afgerandi hætti. Meira
23. mars 2006 | Staksteinar | 314 orð | 1 mynd

Látum kerfið velja

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í gær að réttast væri að blása út af borðinu hugmyndir, sem fram komu í skýrslu nefndar undir forystu flokkssystur hennar, Jónínu Bjartmarz, um að fólk, sem hefði efni á því, gæti borgað hærra... Meira
23. mars 2006 | Leiðarar | 450 orð

Mikilvæg samskipti

Geir H. Haarde utanríkisráðherra átti í fyrradag fund í París með Philippe Douste-Blazy, frönskum starfsbróður sínum. Þeir ræddu meðal annars stöðu varnarmála Íslands í ljósi síðustu atburða. Meira

Menning

23. mars 2006 | Fjölmiðlar | 279 orð | 1 mynd

Af listum

SIRKUS sýnir nokkuð skemmtilegan gamanþátt sem heitir My Name Is Earl. Karakterarnir í þættinum eru kostulegir og litskrúðugir mjög þó týpurnar séu kenndar við "hvítt rusl". Meira
23. mars 2006 | Myndlist | 362 orð

Átta styrkir veittir

FAGNEFND Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, CIA.IS, ásamt tveimur gestum, hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja í fyrri styrkjalotu ársins 2006. Alls bárust 65 umsóknir og voru átta styrkir veittir, að andvirði 200. Meira
23. mars 2006 | Kvikmyndir | 139 orð | 1 mynd

Blóðhefnd í fjarlægri framtíð

KVIKMYNDIN V for Vendetta gerist í fjarlægri framtíð og segir frá hinni ungu Evey, sem leikin er af Natalie Portman. Evey lendir í mikilli lífshættu, en er bjargað af undarlegum manni með grímu (Hugo Weaving) sem gengur undir nafninu "V". Meira
23. mars 2006 | Myndlist | 124 orð | 1 mynd

Bók um ævi og störf Erró

Í GÆR undirrituðu Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, og Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu útgáfu, samstarfssamning vegna útgáfu nýrrar bókar um listamanninn Erró. Bókin kemur út í október en vinnuheiti hennar er Erró í tímaröð . Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 517 orð

Danskur ljúflingsdjass

Jakob Buchanan flygilhorn, Uffe Steen gítar og Jens Jefsen bassa. Mánudagskvöldið 20. mars 2005. Meira
23. mars 2006 | Leiklist | 138 orð | 1 mynd

Dimmalimm í Möguleikhúsinu

Leiklist | Kómedíuleikhúsið frá Ísafirði sýnir barnaleikritið Dimmalimm í Möguleikhúsinu við Hlemm á sunnudaginn kemur kl. 14 og aftur kl. 16. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 61 orð | 1 mynd

Dökka hliðin!

Hin goðsagnakennda hljómsveit Pink Floyd er í 27. sæti tónlistans að þessu sinni með plötuna Dark Side of the Moon sem kom út árið 1973, og er af mörgum talin ein besta plata allra tíma. Meira
23. mars 2006 | Menningarlíf | 968 orð | 1 mynd

Ekki hlotið endanlegan persónuleika

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl. Meira
23. mars 2006 | Fólk í fréttum | 178 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Leikkonan Portia de Rossi , sem m.a. lék í sjónvarpsþáttunum Ally McBeal , hefur greint frá því að hún kenni störfum sínum við gerð þáttanna um upphaf baráttu sinnar við átröskunarsjúkdóminn anorexíu. Meira
23. mars 2006 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Fregnir herma að Jennifer Aniston sé búin að fá nóg af því að búa í...

Fregnir herma að Jennifer Aniston sé búin að fá nóg af því að búa í Hollywood og ætli að flytja til Chicago með nýju ástinni sinni, Vince Vaughn . Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 138 orð | 1 mynd

Kátir dátar

HINN góðkunni söngvari Skapti Ólafsson mun í kvöld ásamt frændgarði sínum flytja dans- og dægurlagaperlur í Salnum í Kópavogi. Meira
23. mars 2006 | Leiklist | 120 orð | 3 myndir

Lestir og brestir

LEIKFÉLAG MH frumsýndi í Loftkastalanum leikritið Íslenski fjölskyldusirkusinn um síðastliðna helgi. Sýningin er spunaverk sem er samið af leikhópnum með aðstoð leikstjórans Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur. Meira
23. mars 2006 | Fjölmiðlar | 108 orð | 1 mynd

Líf á Mars

LIFE on Mars eru breskir þættir sem slegið hafa rækilega í gegn í heimalandinu á síðustu vikum. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 52 orð | 1 mynd

Lyfleysa!

BRESKA rokkhljómsveitin Placebo stekkur beint í níunda sæti tónlistans með nýjustu plötu sína Meds . Tónlistin á plötunni þykir minna um margt á þá tónlist sem hljómsveitin var að semja í kringum stofnun sína árið 1994. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 123 orð | 9 myndir

Músíktilraunir 2006

NÚ SÍGUR á seinni hluta Músíktilrauna, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, því fjórða tilraunakvöldið af fimm verður haldið í Loftkastalanum í kvöld. Meira
23. mars 2006 | Bókmenntir | 214 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

HJÁ Máli og menningu er komin út bókin Fullur skápur af lífi eftir Alexander McCall Smith í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd

Plata í næsta mánuði

TÓNLISTARKONAN Lára Rúnarsdóttir verður með tónleika í Stúdentakjallaranum í kvöld kl. 21. Flutt verða lög af væntanlegri plötu Láru sem kemur út á vegum Dennis Records í næsta mánuði. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 247 orð | 1 mynd

Rokkað á Grand Rokk

HIÐ nýstofnaða útgáfufélag COD Music blæs til tónlistarveislu á Grand Rokki í Reykjavík dagana 23. til 25. mars, og verða fyrstu tónleikarnir því í kvöld. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 305 orð

Safaríkur konsert

Tónlist eftir Rossini, Rachmaninoff og Shostakovich. Einleikari: Ástríður Alda Sigurðardóttir; stjórnandi: Olier Kentish. Sunnudagur 19. mars. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 68 orð | 1 mynd

September í mars!

Bergsveinn Arilíusson er hástökkvari tónlistans að þessu sinni, en plata hans September stekkur úr 74. sæti listans í það 26. Meira
23. mars 2006 | Kvikmyndir | 764 orð | 1 mynd

Sérvitringur á mótorhjóli

Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is KVIKMYNDIN The World's Fastest Indian er sérstök saga um Ný-Sjálendinginn Burt Munro, sem stórleikarinn Antony Hopkins túkar af stakri snilld. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 132 orð | 1 mynd

Styrktartónleikar á NASA

STÓRTÓNLEIKAR verða haldnir á NASA við Austurvöll í kvöld undir yfirskriftinni "Rjúfum þögnina. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

Söngvakeppni Silvíu!

Plata með lögunum úr Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2006 er enn í efsta sæti tónlistans, en platan hefur nú verið á lista í fimm vikur. Meira
23. mars 2006 | Leiklist | 464 orð | 1 mynd

Tilnefndur til verðlauna á Englandi

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl. Meira
23. mars 2006 | Myndlist | 474 orð | 3 myndir

Tímasóun þín

Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í síðustu viku þá verður Berlínartvíæringurinn opnaður í lok þessarar viku; hinn 25. fyrir almenning - en fyrr fyrir útvaldan hóp gesta úr myndlistarheiminum og fjölmiðlafólk. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 546 orð | 8 myndir

Villt og úfið, yfirvegað og hárómantískt

Annað tilraunakvöld Músíktilrauna 2006. Þátt tóku Mrs Pine, Wipe Out, Dirty Punchline, Múslí, Mania Locus, Brimrót, Terra Firma, Antik, The Ministry of Foreign Affairs og The Weebls. Haldið í Lofkastalanum 21. mars. Meira
23. mars 2006 | Tónlist | 281 orð | 1 mynd

Þriggja rétta Sjostakovitsj

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is STADDUR er hér á landi sænski píanóleikarinn Peter Jablonski. Hann mun leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í kvöld á tónleikum tileinkuðum tónskáldinu Dímítríj Sjostakovitsj. Meira

Umræðan

23. mars 2006 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Álver í Helguvík

Kristján Pálsson fjallar um atvinnumál á Suðurnesjum og álver í Helguvík: "Með álveri í Helguvík tel ég að viðhalda megi þeim sóknarkrafti sem hér hefur ríkt." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 507 orð | 1 mynd

Borg er fyrst og fremst samfélag

Svandís Svavarsdóttir fjallar um samfélagsmál: "Við Vinstrigræn viljum tala um þátttöku og rétt til að eiga þátt í því að búa til samfélag, leggja fram til samfélags og þiggja af samfélagi eftir atvikum." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 317 orð

Falleinkunnir

ÞAÐ er mikið fagnaðarefni að svo friðvænt skuli orðið í vorum heimshluta Íslendinga, að ekki er lengur þörf fyrir hersetu í landinu. Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 536 orð | 1 mynd

Háskólabærinn Árborg

Þórunn Elva Bjarkadóttir skrifar um sveitarstjórnarmál: "Fyrir aukinni uppbyggingu háskólanáms í Árborg mun Samfylkingin beita sér og í komandi kosningum er áríðandi að setja málið á dagskrá." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 329 orð | 1 mynd

Hvernig getur maður tekið svona fólk alvarlega?

Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um Evrópumál og stefnu Samfylkingarinnar: "Tvöfeldni forystumanna Samfylkingarinnar í þessum efnum er m.ö.o. alger - sem aftur eru sennilega vinnubrögð sem löngu eru hætt að koma fólki á óvart þegar þessir aðilar eru annars vegar." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 277 orð | 1 mynd

Hver var andvígur byggingu Breiðholtsins?

Kjartan Emil Sigurðssson fjallar um aðdragandann að byggingu Breiðholts: "Það var hefðbundin skoðun hægrimanna á þeim tíma, sem hér er verið að fjalla um, að vera andvígur félagslegum umbótum til handa efnalitlu fólki." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 677 orð | 1 mynd

Litli Guð

Hallgrímur Helgason fjallar um Morgunblaðið og ritstjóra þess: "Því ættu menn að láta svo skoplegan karl raska ró sinni? Því ekki að láta eigendum Morgunblaðsins það eftir að hafa áhyggjur af orðum og viðhorfum ritstjórans?" Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 779 orð | 2 myndir

Maðkur í mysunni í Kastljósþætti

Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson gera athugasemdir við Kastljósþátt: "... hinn ágæti Kastljósstjórnandi hefur farið nokkuð offari í kynningu á Jeffrey Bland sem heimsþekktum doktor í næringarfræðum og leiðandi í rannsóknum." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 450 orð

Missir Hæstiréttur enn af strætó?

FYRIR tæpum sex árum skrifaði ég grein í Morgunblaðið með fyrirsögninni Hæstiréttur missir af strætó. Tilefnið var að þrír reyndir dómarar, allir konur, og einn stjórnarráðsmaður, karl, sóttu um embætti hæstaréttardómara. Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 820 orð | 1 mynd

Náttúruhamfarir varnir og viðbrögð

Magnús Jónsson fjallar um alþjóðlega veðurfræðidaginn 2006: "Fjármunum sem varið er til að koma í veg fyrir tjón af völdum hamfara náttúrunnar eða draga úr því er því vel varið." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 1034 orð | 1 mynd

Orðhengilsháttur

Eftir Gauta Kristmannsson: "...að máltaka fari fram í fjölskyldunni og að velflest börn læri eitt móðurmál og aðeins þau sem fái markvisst innlegg frá foreldrum og umhverfi geti orðið tvítyngd." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Sókn er besta vörnin

Steinþór Jónsson fjallar um brotthvarf hersins: "Samhliða tökum við fyrstu skrefin að nýrri framtíð og gerum Reykjanesbæ að besta og eftirsóttasta búsetukosti landsins til næstu 50 ára." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 805 orð | 1 mynd

Steingrími svarað

Jakob Björnsson svarar grein Steingríms J. Sigfússonar: "Álvinnslu á Íslandi fylgir 87% minni losun á tonn." Meira
23. mars 2006 | Bréf til blaðsins | 417 orð | 1 mynd

Trúboð Vinstri grænna

Frá Geir Hólmarssyni: "FORUSTA samfélagsins leiðir áfram ólíka hópa einstaklinga, sem saman mynda þjóðina, og byggir hún starf sitt á stofnunum þess, ríkinu. Þjóðríkið byggist síðan á grundvallarsamsvörun milli fólks, samþætt af sterkum efnahag, menningu og sögulegum böndum." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 839 orð | 1 mynd

Útrás og varnir

Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur: "Það er ljóst að íslenska hagkerfið er yfirspennt og það þarf ekki mikið áreiti til að valda þar talsverðum usla." Meira
23. mars 2006 | Velvakandi | 240 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Tvær franskar á ferðalagi TVÆR franskar stúlkur, 19 og 21 árs, koma til Íslands í sumar og fara m.a. í hestaferð um landið. Þær hafa áhuga á að dvelja hér á landi í nokkra daga í viðbót og vilja komast í samband við einhvern sem gæti m.a. Meira
23. mars 2006 | Bréf til blaðsins | 512 orð | 1 mynd

Við köllum á þjóðarátak vegna aldraðra

Frá undirbúningshópi aðstandendafélags aldraðra: "ÞAÐ VAR í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði, 26. mars 1968 að stofnað var Styrktarfélag aldraðra og var það fyrsta félagið af þessum toga, sem stofnað var hér á landi. Síðar var nafninu breytt í; Félag eldri borgara í Hafnarfirði." Meira
23. mars 2006 | Aðsent efni | 615 orð | 1 mynd

Öldrunarfræði nám við Háskóla Íslands

Sigurveig H. Sigurðardóttir fjallar um nýjar námsbrautir við HÍ: "Undanfarin tvö ár hefur verið boðið upp á sérhæfð námskeið í öldrunarfræðum á meistarastigi innan félagsráðgjafarskorar í félagsvísindadeild Háskóla Íslands." Meira

Minningargreinar

23. mars 2006 | Minningargreinar | 911 orð | 1 mynd

EINAR B. JÓNSSON

Einar B. Jónsson fæddist á Þorvaldsstöðum í Breiðdal 29. janúar 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2006 | Minningargreinar | 2489 orð | 1 mynd

GÍSLI KARLSSON

Gísli Karlsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 9. nóvember 1955. Hann lést 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Erla Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 10. júlí 1934, d. 28. apríl 1988 og Karl Helgi Gíslason skipstjóri, f. 2. febrúar 1932, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2006 | Minningargreinar | 1275 orð | 1 mynd

GUÐRÍÐUR PÁLSDÓTTIR

Guðríður Pálsdóttir fæddist á Seljalandi í Fljótshverfi 26. júlí 1911. Hún lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Málfríður Þórarinsdóttir, f. 1877, d. 1946 og Páll Bjarnason, f. 1875, d. 1922. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2006 | Minningargreinar | 399 orð | 1 mynd

HERDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR MATTHEWMAN

Herdís Ásgeirsdóttir Matthewman fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1928. Hún lést í Derby í Englandi að morgni 9. mars síðastliðins og var útför hennar gerð frá St. Edmund's Church in Allestree 21. mars. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2006 | Minningargreinar | 209 orð | 1 mynd

MAGNÚS JÓNSSON

Magnús Jónsson fæddist á Akranesi 10. september 1931. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 27. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju í Breiðholti 6. mars. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2006 | Minningargreinar | 288 orð | 1 mynd

MARGRÉT MARÍNÓSDÓTTIR

Margrét Guðrún Marínósdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 23. mars 1936. Hún lést á heimili sínu 7. janúar 2004 og var jarðsungin í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2006 | Minningargreinar | 698 orð | 1 mynd

MARÍA KRISTJANA ANGANTÝSDÓTTIR

María Kristjana Angantýsdóttir fæddist á Sauðárkróki 8. nóvember 1948. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 7. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Sauðárkrókskirkju 18. mars. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2006 | Minningargreinar | 1562 orð | 1 mynd

SALVÖR STEFANÍA INGÓLFSDÓTTIR

Salvör Stefanía Ingólfsdóttir fæddist á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 17. september 1927. Hún lést á heimili sínu, Klapparhlíð 30 í Mosfellsbæ, 17. mars síðastliðinn. Foreldar hennar voru Ingólfur Eyjólfsson, f. 8.10. 1877, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2006 | Minningargreinar | 1372 orð | 1 mynd

SIGRÚN GRÉTA GUÐRÁÐSDÓTTIR

Sigrún Gréta Guðráðsdóttir fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1939. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Laugarneskirkju 21. mars. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2006 | Minningargreinar | 1167 orð | 1 mynd

STEINUNN PÁLSDÓTTIR

Steinunn Pálsdóttir (Denna) fæddist á Akri við Bræðraborgarstíg 25 í Reykjavík 3. ágúst 1924. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt sunnudagsins 12. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 21. mars. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

23. mars 2006 | Sjávarútvegur | 115 orð | 1 mynd

"Tek ekki þátt í þessari vitleysu"

Dalvík | Nýr bátur bættist í flota Eyfirðinga fyrir skemmstu þegar Manni ehf. festi kaup á vélbátnum Guðlaugu SH 345 frá Ólafsvík. Guðlaug er 29 brl. stálbátur, smíðaður í Hafnarfirði 1982 og breikkaður 1996. Hann kemur í stað 17 brl. Meira
23. mars 2006 | Sjávarútvegur | 147 orð | 1 mynd

Ráðin forstöðumaður við rannsóknarsetrið við Breiðafjörð

DR. Erla Björk Örnólfsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns við fyrirhugað rannsóknarsetur við Breiðafjörð og tekur hún til starfa í júlí næstkomandi. Meira
23. mars 2006 | Sjávarútvegur | 163 orð

Togararalli lokið

TOGARARALLIÐ, hin árlega stofnmæling Hafrannsóknastofnunar á botnfiskum við landið, lauk um síðustu helgi. Jón Sólmundsson, fiskifræðingur og verkefnastjóri rallsins, segir að framkvæmdin hafi gengið vel. Meira

Daglegt líf

23. mars 2006 | Neytendur | 547 orð | 1 mynd

Börn ráða yfir sjálfsaflafé og gjafafé

Hraðbankakort standa níu ára börnum til boða og ellefu ára börn geta orðið handhafar almennra debetkorta. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að bankarnir vilja setja samræmdar siðareglur um bankaviðskipti barna sem Samkeppniseftirlitið leggst gegn. Meira
23. mars 2006 | Daglegt líf | 973 orð | 2 myndir

Er hrifinn af brjóstahöldum

Kötturinn Banderas vill líta vel út og veit fátt betra en að fara í freyðibað. Eigandi hans, María Siggadóttir, sagði Kristínu Heiðu Kristinsdóttur að skartgripum hafi hann einnig sérstakt dálæti á. Meira
23. mars 2006 | Neytendur | 161 orð | 1 mynd

Kjúklingabringur og lax

AÐ venju er kjöt áberandi hjá verslunum fyrir þessa helgi. Nú er það lambakjöt sem víða má fá á tilboði. Hjá Fjarðarkaupum er t.d. hægt að kaupa jurtakryddað lambalæti á 998 krónur kílóið sem venjulega kostar 1.856 kr. Meira
23. mars 2006 | Neytendur | 764 orð

Lambasteik víða á tilboði

Bónus Gildir 23. mars - 26. mars verð nú verð áður mælie. verð Frosnar kjúklingabringur, danskar 1.279 1.499 1.279 kr. kg Ferskar bringur-leggir-vængir 899 1.079 899 kr. kg Bónus ýsuflök m/roði 399 0 399 kr. Meira
23. mars 2006 | Daglegt líf | 407 orð | 2 myndir

Of mikið vatn hefur verst áhrif

Mörgum brá í brún þegar fram komu niðurstöður úr rannsókn þess efnis að það að hita grænmeti í örbylgjuofni eyðilegði mikilvæg næringarefni og spillti hollustunni í grænmetinu. Meira
23. mars 2006 | Ferðalög | 155 orð | 1 mynd

Stendur til að leigja sumarhús í Evrópu?

Margir leita að sumarhúsi til að leigja í fríinu á Netinu en ferðalangar ættu að hafa varann á og allt á hreinu áður en farið er út í að leigja hús. Á ferðavef Aftenposten eru m.a. gefnar leiðbeiningar um þetta og vitnað í Neytendasamtök Evrópu. Meira

Fastir þættir

23. mars 2006 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli . Í dag, 23. mars, er fimmtug Elín G. Thorarensen. Hún er...

50 ÁRA afmæli . Í dag, 23. mars, er fimmtug Elín G. Thorarensen. Hún er á siglingu um Karíbahafið þessa dagana í góðra vina... Meira
23. mars 2006 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

80 ÁRA afmæli . Í dag, 23. mars, er áttræður Egill Skúli Ingibergsson rafmagnsverkfræðingur. Hann er að heiman á... Meira
23. mars 2006 | Fastir þættir | 317 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Hugleiðingar um vörn. Meira
23. mars 2006 | Fastir þættir | 477 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 12/3 lauk þriggja kvölda hraðsveitarkeppni með þátttöku 11 sveita. Keppninni lauk með öruggum sigri sveitar Ingibjargar Halldórsdóttur sem hlaut samtals 1.856 stig. Meira
23. mars 2006 | Í dag | 600 orð | 1 mynd

Jón Vídalín og reiðin

Dr. Gunnar Kristjánsson fæddist á Seyðisfirði 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjaví 1965 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1970. Meira
23. mars 2006 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að...

Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Róm. 15, 7. Meira
23. mars 2006 | Viðhorf | 849 orð | 1 mynd

Pissað í álskóinn

Landsvirkjun er enn í eigu ríkis og tveggja sveitarfélaga, þetta hefðu átt að vera enn ein rökin fyrir því að ekki yrði þar að auki hætt hundruðum milljarða króna í virkjun sem nýtist aðeins einkafyrirtæki. Meira
23. mars 2006 | Fastir þættir | 137 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. Rf3 g6 2. d4 Bg7 3. c4 Rf6 4. g3 0-0 5. Bg2 d6 6. Rc3 Rbd7 7. 0-0 e5 8. e4 He8 9. h3 exd4 10. Rxd4 Rc5 11. He1 c6 12. Hb1 a5 13. b3 Dc7 14. Bf4 Rh5 15. Be3 Bd7 16. Kh2 Rf6 17. Dc2 Had8 18. Hbd1 Bc8 19. f4 h5 20. Bg1 Re6 21. Rf3 d5 22. e5 Rh7 23. Meira
23. mars 2006 | Fastir þættir | 647 orð | 1 mynd

Stefnir í öfluga úrslitakeppni

FORKEPPNI fyrir Ístölt 2006 fór fram um síðustu helgi í Skautahöllinni í Reykjavík og er ljóst hverjir unnu sér þar þátttökurétt á mótinu sem fer fram 1. apríl næstkomandi. Meira
23. mars 2006 | Fastir þættir | 297 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji heimsótti Reykjanes við Ísafjarðardjúp á dögunum og iðkaði þar svolitla útiveru ásamt Vestfirðingum og Sunnlendingum. Þetta var fyrsta heimsókn Víkverja í Reykjanesið og í stuttu máli þurfti ekki langa viðdvöl til að heilla Víkverja algerlega. Meira
23. mars 2006 | Fastir þættir | 975 orð | 2 myndir

Þorvaldur Árni með forystu í Meistaradeild VÍS

Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Meistaradeild VÍS er komin á góðan rekspöl og má segja að þessari viðbót við keppnistímabilið í hestaíþróttum hafi verið tekið fagnandi af hestamönnum og húsfyllir hefur verið í Ölfushöllinni. Meira

Íþróttir

23. mars 2006 | Íþróttir | 368 orð

Funk hefur titil að verja

FRED Funk hefur titil að verja á Players meistaramótinu í golfi sem hefst á TPC Sawgrass vellinum í Bandaríkjunum. Mótið er eitt af stærstu mótum ársins á PGA-mótaröðinni og er oft talað um 5. stórmót ársins en flestir af bestu kylfingum heims verða með á mótinu. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 92 orð

Guðrún sigraði í Quebec

GUÐRÚN Jóhannsdóttir, landsliðskona í skylmingum, sigraði á Quebec-meistaramótinu í skylmingum með höggsverði kvenna en mótið fór fram um s.l. helgi. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 147 orð

Gunnar kostaði um 90 milljónir

ÞÝSKA knattspyrnufélagið Hannover 96 greiddi Halmstad í Svíþjóð um 10 milljónir sænskra króna, eða um 92 milljónir íslenskra króna, fyrir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 23 orð

Herrakvöld Víkings og ÍBV Herrakvöld Víkings og ÍBV verður í Víkinni á...

Herrakvöld Víkings og ÍBV Herrakvöld Víkings og ÍBV verður í Víkinni á föstudagskvöldið. Húsið opnað klukkan 19.30 og sér Hermann Gunnarsson um... Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 28 orð

Í kvöld

SKÍÐI Skíðamót Íslands á Dalvík og Ólafsfirði. Sprettganga á Ólafsfirði: Úrslitakeppni karla og kvenna 17 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, Iceland Express-deildin, undanúrslit, fyrri leikur: Ásvellir: Haukar - ÍS 19. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 358 orð | 1 mynd

* JÓHANN B. Guðmundsson kom mikið við sögu í gær þegar GAIS , nýliðarnir...

* JÓHANN B. Guðmundsson kom mikið við sögu í gær þegar GAIS , nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, lögðu Noregsmeistara Vålerenga að velli, 2:1, í æfingaleik í Gautaborg . Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 322 orð | 1 mynd

Keflvíkingar fögnuðu

ÞAÐ voru Keflavíkurstúlkur sem hófu úrslitakeppnina í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik með sigri á Grindavík nokkuð sannfærandi 90:83 þegar þær heimsóttu Grindavíkurstúlkur í gærkveldi. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 511 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík - Keflavík 83:90 Grindavík, úrslitakeppni...

KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík - Keflavík 83:90 Grindavík, úrslitakeppni kvenna, Iceland Express-deildin, undanúrslit, fyrsti leikur: Gangur leiksins : 2:13, 10:13, 12:15, 12:19 , 18:25, 24:27, 34:31, 37:38 , 39:44, 50:46, 58:58, 62:68 , 68:71, 73:72, 78:... Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 338 orð

Leikmenn Chelsea færðust einu skrefi nær tvennunni eftirsóttu í Englandi

CHELSEA varð í gær þriðja félagið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Newcastele 1:0. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 208 orð

Leikmenn Pistons fögnuðu ekki áfanganum

DETROIT Pistons tryggði sér á þriðjudag deildarmeistaratitilinn í Miðdeild NBA-deildarinnar í körfuknattleik en þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem liðið nær þessum árangri. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 125 orð

Magni áfram í "Hólminum"

BÁRÐUR Eyþórsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Snæfells í körfuknattleik, hefur hug á því að stýra liðinu áfram en margir af lykilmönnum liðsins ætla að vera áfram í Stykkishólmi. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 100 orð

Ólafur með sex fyrir Ciudad

ÓLAFUR Stefánsson og félagar í Ciudad Real unnu í gærkvöldi Keymare Almería 32:26 í spænsku deildinni í handknattleik. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 845 orð | 2 myndir

"Gunnar er óútreiknanlegur"

"GUNNAR er fæddur markaskorari og gæddur hæfileikum sem erfitt er að kenna, þeir eru einfaldlega meðfæddir. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 124 orð

Ronaldo var bjargvættur Real

RONALDO, brasilíski knattspyrnumaðurinn, sem hefur legið undir miklu ámæli undanfarnar vikur, var bjargvættur Real Madrid í gærkvöld. Hann jafnaði þá metin, 1:1, gegn Zaragoza á útivelli á síðustu mínútu leiksins. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 166 orð

Serbar töpuðu ekki viljandi

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Evrópu, EHF, segir að ekki sé ástæða af hálfu þess til að rannsaka frekar úrslit leiks Serba og Króata í milliriðlum Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fór í Sviss fyrir nokkru. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 144 orð

Serbneskur framherji til Víkings

DANISLAV Jevtic, knattspyrnumaður frá Serbíu-Svartfjallalandi, er væntanlegur til reynslu hjá Víkingum, nýliðunum í úrvalsdeildinni. Hann kemur á morgun og fer með þeim til Portúgals á laugardaginn en þar dvelja Víkingar í æfingabúðum í næstu viku. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 457 orð

Sjö manna landslið keppir í Amsterdam

SJÖ íslenskir sundmenn verða í landsliðshópnum sem tekur þátt í Amsterdam Swim Cup, sem er alþjóðlegt sundmót sem haldið verður í Amsterdam 13. - 18. apríl. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 500 orð | 1 mynd

Snjóframleiðsla bjargar landsmótinu

"HJÁ okkur eru allir hlutir að ganga upp þótt við hefðum kosið að fá meiri aðstoð frá veðurguðunum. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 313 orð | 1 mynd

* STEFÁN Hallgrímsson úr ÍR , varð um liðna helgi heimsmeistari í sínum...

* STEFÁN Hallgrímsson úr ÍR , varð um liðna helgi heimsmeistari í sínum aldursflokki, 55-59 ára, á HM öldunga í frjálsíþróttum þegar hann sigraði í fimmtarþraut. Meira
23. mars 2006 | Íþróttir | 101 orð

Stórsigur Þjóðverja

ÞÝSKA landsliðið í knattspyrnu hrökk heldur betur í gang í gærkvöld eftir slakt gengi að undanförnu. Þjóðverjar burstuðu Bandaríkjamenn, 4:1, í vináttulandsleik í Dortmund og gerðu öll mörkin í síðari hálfleik. Meira

Viðskiptablað

23. mars 2006 | Viðskiptablað | 115 orð | 1 mynd

Adidas hagnast á Stellu McCartney

STELLA McCartney, dóttir Bítilsins Pauls McCartneys, hefur slegið svo rækilega í gegn með fatahönnun sinni fyrir Adidas, að áætlanir eru uppi um halda samstarfinu áfram til ársins 2010. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 376 orð

Af íslenskri hógværð og lítillæti

Titringur fór um markaðina hér heima þegar skýrsla Den Danske Bank birtist. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 335 orð | 1 mynd

Allianz á móti samrunum í pólitískum tilgangi

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is ÞÝSKA tryggingafyrirtækið Allianz, sem er stærsta tryggingafélag í Evrópu og stærsti einstaki hluthafi þýska lyfjafyrirtækisins Schering, er á móti samrunum fyrirtækja í pólitískum tilgangi, þ.e. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 207 orð | 1 mynd

Alþjóðlegt tímarit verðlaunar Kauphöllina

KAUPHÖLL Íslands hefur hlotið árleg verðlaun tímaritsins Business Britain Magazine fyrir að stuðla að hagvexti í íslensku efnahagslífi. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 315 orð | 1 mynd

Aukinn áhugi útlendinga á Kauphöll Íslands

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÁHUGI á störfum Kauphallar Íslands er meiri en nokkru sinni fyrr og erlendir fjölmiðlar hafa verið duglegir að fylgjast með íslenska markaðinum og skrifa um hann og skráð fyrirtæki. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 211 orð | 1 mynd

Body Shop samþykkir yfirtöku

BODY Shop hefur samþykkt yfirtökutilboð franska snyrtivörurisans L'Oréal en tilboðið hljóðar upp á 652 milljónir punda, rúmlega 78 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á fréttavef BBC . Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 3217 orð | 5 myndir

Bæta þarf upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja

Í nýlegri skýrslu um fjármálafyrirtæki á Norðurlöndum, sem unnin var á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og kynnt var í síðustu viku, er áhersla lögð á nauðsyn þess að auka gegnsæi og hreyfanleika viðskiptavina á milli fjármálafyrirtækja. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 689 orð | 3 myndir

Dagsbrún náði Kögun af Símanum

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is DAGSBRÚN hafði betur í slag fjarskiptafyrirtækjanna um hugbúnaðar- og upplýsingatæknifyrirtækið Kögun. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 1236 orð | 1 mynd

Dönskum fyrirtækjum finnst að sér þrengt

Umræða danskra fjölmiðla um fjárfestingar Íslendinga í Danmörku einkennist af eðlilegri forvitni Dana í okkar garð, en neikvæðir tónar stafa sennilega af því að ákveðin dönsk fyrirtæki telja sig tapa markaðshlutdeild í hendur Íslendinga. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 1244 orð | 4 myndir

Furðufugl raftækjageirans

Bang & Olufsen, sem FL Group á hlut í, er eitt frægasta vörumerki Dana. 80 ára saga félagsins er vörðuð ótal tækninýjungum og á þessum tíma hefur það gjörbylt viðmiðum í hönnun raftækja. Kristján Torfi Einarsson kynnti sér þessa sögu. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 127 orð

Fyrirtæki fá Windows Vista í nóvember

MICROSOFT hefur staðfest útgáfuáætlun sína fyrir Windows Vista, næstu útgáfu Windows-stýrikerfisins. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 424 orð | 1 mynd

GG Flutningar skipta um eigendur

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FLUTNINGAFYRIRTÆKIÐ Gunnar Guðmundsson hf., eða GG Flutningar, hefur verið selt, en fyrirtækið hefur verið í eigu fjölskyldu stofnandans frá stofnun þess árið 1950. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 240 orð | 1 mynd

Glitnir hefur þegar mætt fjármögnunarþörf ársins

ÞÖRF Glitnis á endurfjármögnun á árinu 2007 nemur 1,85 til 2,7 milljörðum evra en heildarfjármögnunarþörf íslensku viðskiptabankanna árið 2007 nemur á bilinu sjö til 9,4 milljörðum evra (593-797 milljörðum króna). Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 832 orð | 1 mynd

Góður jarðvegur fyrir ókeypis blöð í Frakklandi

Góður jarðvegur virðist vera fyrir útgáfu ókeypis blaða í Frakklandi. Ágúst Ásgeirsson býr þar í landi og skoðaði franska dagblaðamarkaðinn. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 152 orð | 1 mynd

Hagnaður hjá Leiðbeiningamiðstöðinni

Skagafjörður | Aðalfundur Leiðbeiningamiðstöðvarinnar ehf. í Skagafirði var haldinn fyrir skömmu. Þar kom fram að tekjur ársins voru 52,6 milljónir króna og hagnaður af starfsemi liðins árs nam liðlega tveimur og hálfri milljón króna. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 135 orð | 1 mynd

Hádegisölið á undanhaldi hjá Dönum

NÝLEG rannsókn í Danmörku hefur leitt í ljós að sá siður að skola niður hádegisverðinum með köldum bjór er á undanhaldi í landinu. Aðeins um 11% Dana segjast mega vinnu sinnar vegna fá sér bjór í hádeginu en árið 2002 var þetta hlutfall 56%. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 1698 orð | 1 mynd

Hörð eða mjúk lending stóra spurningin

Arnar Jónsson, forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Landsbankans, hefur áralanga reynslu af störfum á gjaldeyrismarkaði og mikla þekkingu á gengismálum. Sigurhanna Kristinsdóttir hitti Arnar að máli sem fór yfir þróun gengismála hérlendis og horfur á næstunni. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 78 orð

ITV hafnar yfirtökutilboði

ITV, stærsta auglýsingarekna sjónvarpsfélag Bretlands, hefur hafnað yfirtökutilboði frá fjárfestingarfélögunum Apax og Blackstone og bandaríska fjárfestingarbankanum Goldman Sachs. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 124 orð | 1 mynd

Ískraft samdi við Rockwell

ÍSKRAFT, sem er meðal stærstu söluaðila á rafbúnaði hér á landi, gerði nýlega samstarfssamning við Rockwell Automation um sölu og ráðgjafarþjónustu vegna PLC-iðnstýrivéla, Scada-kerfa og tengds búnaðar. Rockwell hefur m.a. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 191 orð | 1 mynd

Íslandskynning í Frankfurt í dag

ÞÝSK-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir Íslandskynningu í Frankfurt í Þýskalandi í dag. Á kynningunni verður lögð áhersla á að kynna fyrir þýskum gestum íslenskt efnahagslíf, fjárfestingarmöguleika hér á landi sem og umsvif íslensku bankanna. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 586 orð | 1 mynd

Íslendingar láta ekki smámuni aftra sér

Forstjóri breska flugfélagsins Excel Airways er Philip Wyatt. Bjarni Ólafsson var á ferðinni í Bretlandi á dögunum og hitti Wyatt að máli, sem er mjög sáttur við íslensku eigendurna í Avion Group. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 185 orð

Japanir sýna áhuga á fjárfestingum á Íslandi

FULLTRÚAR níu japanskra stórfyrirtækja sýndu hugsanlegum fjárfestingum á Íslandi mikinn áhuga á kynningarfundi sem sendiráð Íslands í Tókýó efndi nýlega til. Frá þessu er greint í Stiklum , vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 166 orð

Jóhann Ólafsson & Co kaupir Volta

JÓHANN Ólafsson & Co hefur keypt allt hlutafé í rafbúnaðarfyrirtækinu Volta ehf. Komi ekkert sérstakt fram í áreiðanleikakönnun munu eigendaskiptin fara fram 4. apríl næstkomandi. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 173 orð

Kóngar á Íslandi

EKKI veit Útherji hvernig andrúmsloftið væri á Norðurlandaráðsþingi, færi það fram þessa dagana, en fjölmiðlar á Norðurlöndum hafa verið iðnir við kolann í umfjöllun sinni um Ísland undanfarið, oftar en ekki í neikvæðum tón. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 46 orð

Krónan styrkist lítillega

GENGI krónunnar styrktist lítillega í gær, eða um 0,01%. Við lok viðskipta í gær stóð gengisvísitalan í 120,49 stigum en hún opnaði í 120,50. Veltan á millibankamarkaði nam tæpum 30 milljörðum króna. Gengi dollara er nú 71,41 kr., evru 86,37 kr. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 153 orð | 1 mynd

Kynnti sér starfsemi Creditinfo Group

THEODOR Paleologu, verðandi sendiherra Rúmeníu á Íslandi með aðsetur í Kaupmannahöfn, var hér á landi nýverið til að afhenda utanríkisráðherra trúnaðarbréf sitt. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 566 orð | 2 myndir

Með aðra höndina aftan við bak

Sif Sigmarsdóttir | sif.sigmarsdottir@gmail.com Ég gat engan veginn einbeitt mér að uppskriftinni því maðurinn við hliðina á mér virtist vera með munnræpu. Ég hafði skráð mig á kokkanámskeið og nú átti að kenna hvernig crème brulée er búið til. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 410 orð | 1 mynd

Meginniðurstöður Danske Bank

Eftirfarandi eru meginniðurstöður greiningardeildar Danske bank í skýrslu sinni um íslenska hagkerfið og bankana. Að neðan eru valdir kaflar úr álitsgerðum sem greiningardeildir Glitnis og Landsbankans sendu frá sér í gær um dönsku skýrsluna. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 487 orð | 1 mynd

Mikilvægt að samræma einkalífið og vinnuna

Skagamaðurinn Sævar Freyr Þráinsson er framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Þegar vinnu er lokið þykir Sævari fátt skemmtilegra en að elda góðan mat og fara á völlinn og sjá lið sitt, ÍA, leika. Andri Karl bregður ljósi á Skagamanninn. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 292 orð | 1 mynd

Níu fyrirtæki könnuðu danska markaðinn

NÍU íslensk fyrirtæki, sem taka þátt í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) á vegum Útflutningsráðs, sóttu námskeið og fyrirtækjafundi í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Um er að ræða fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í útflutningi. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 132 orð | 1 mynd

Nýr yfir dótturfélagi Alfesca í Skotlandi

WILLIAM Duncanson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Farne, Salmon and Trout Ltd., dótturfélagi Alfesca í Skotlandi. Farne framleiðir reyktan lax og tilbúna rétti úr laxi. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 448 orð | 2 myndir

"Ísland hnyklar vöðvana erlendis"

NORSKA dagblaðið Adresseavisen fjallaði á fréttavef sínum fyrir skömmu um íslenskt efnahagslíf í grein Asbjørns Gravås sem ber yfirskriftina "Ísland hnyklar vöðvana erlendis". Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 454 orð | 1 mynd

Síminn endurskoðar viðskipti sín við Kögun

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is SAMÞJÖPPUN eignarhalds er farin að skerða samkeppni og hafa áhrif á velgengni Skjásins, gagnvirks sjónvarps Símans. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 71 orð | 1 mynd

Stækkandi samstæður

DÓTTURFÉLÖG Kögunar eru Verk- og kerfisfræðistofan hf., Kögurness ehf., Ax hugbúnaðarhúss hf., Hugar hf., Landsteina Strengs hf., Skýrr hf., Teymi, Opin Kerfi Group Holding ehf. og Hands ASA. Á dögunum festi svo Skýrr hf. kaup á 58,7% hlutafjár í EJS... Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 127 orð

Sælsjø fjárfestir í Kaupmannahöfn

DANSKA fasteigna- og þróunarfélagið Sjælsø Gruppen hefur fest kaup á byggingarrétti á liðlega 129 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Ørestad Syd svæðinu í Kaupmannahöfn. Frá þessu er greint á vef Jyllands-Posten . Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 265 orð | 1 mynd

Tölvulistinn fær gullvottun Microsoft

TÖLVULISTINN hefur hlotið svonefnda gullvottun frá Microsoft fyrir sérþekkingu á upplýsinga- og netlausnum, auk þess að fá sérstaka vottun fyrir starfsmenn sem sérfræðinga í Microsoft-lausnum fyrir smáfyrirtæki. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 125 orð

Umfjöllun um bankana í Los Angeles Times

TIL marks um hve íslensku bankarnir eru farnir að vekja athygli víða um heim birti bandaríska dagblaðið Los Angeles Times nýlega grein eftir blaðamenn á Financial Times . Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 402 orð | 1 mynd

Umhugsunarefni hvað bankanum gengur til

Greiningardeild Glitnis sendi í gær frá sér greinargerð þar sem brugðist er hart við skýrslu greiningardeildar Danske bank um íslensku bankana. Þar segir m.a. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 537 orð | 1 mynd

Uppfyllir ekki kröfur um fagleg vinnubrögð

Líkt og Glitnir fer greiningardeild Landsbankans hörðum orðum um skýrslu Danske Bank um íslenskt efnahagslíf. Í sérstakri greinargerð, sem deildin sendi frá sér í gær, segir að skýrsla DB uppfylli ekki lágmarkskröfur um fagleg vinnubrögð. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 68 orð | 1 mynd

Úrvalsvísitalan hækkaði um liðlega 1%

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands hækkaði í gær um 1,3% og er 6.233 stig. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu 25,4 milljörðum króna. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 512 orð | 1 mynd

Vodafone dregur sig út úr Japan

STÆRSTA farsímafyrirtæki í heimi, Vodafone, keypti þriðja stærsta símafyrirtæki Japans, J-Phone árið 2001 og ætlaði sér að auka markaðshlutdeild sína þar til muna en það fór á annan veg. Meira
23. mars 2006 | Viðskiptablað | 80 orð

Volvo styrkir stöðu sína í Asíu

VOLVO, stærsti framleiðandi vörubíla í Evrópu, mun kaupa 13% hlut í vörubílaframleiðsluhluta Nissan, Nissan Diesel, á næstunni með það fyrir augum að auka hlutdeild sína á Asíumarkaði. Þetta kemur fram í frétt danska viðskiptablaðsins Børsen . Meira

Annað

23. mars 2006 | Aðsend grein á mbl.is | 1393 orð

Minnka aðgang að og notkun á bönnuðum efnum

Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni: "... ég tel að besta leiðin til að hafa nokkurn hemil á notkun "bannaðra efna" sé falin í þeirri fræðslu sem almenningskennsla býður uppá." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.