Greinar fimmtudaginn 6. apríl 2006

Fréttir

6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

100 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á LSH

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is 90-100 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og kemur manneklan niður á þjónustu við sjúklinga. Einnig er skortur á sjúkraliðum og aðstoðarfólki, t.d. riturum. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 86 orð

Af fermingum

Davíð Hjálmar Haraldsson spreytti sig á nýjum bragarhætti: Vikhendan er verulega snúin. Einskis fremur óska mér en að hún sé búin. Lyklaborðið lækir vökva tára. Tekur þvílík ósköp á að yrkja þennan fjára. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 72 orð

Afþakkaði náttstað í Skagavagninum

LÖGREGLAN á Akranesi kom manni til bjargar sem hafði sofnað í strætisvagni á leið frá Reykjavík upp á Akranes um miðnætti í fyrrakvöld. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Algjör pattstaða og ráðherra horfir í aðrar áttir

"ÞAÐ er komin upp algjör pattstaða í þessu máli. Raunar er pattstaðan svo mikil að heilbrigðisráðherra er farinn að horfa í aðrar áttir," segir Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu um setuverkfall starfsmanna. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Á þjónustuhund með þjónustulund

Hundinum Trygg, sem á myndinni sést aðstoða mann við að fara úr sokk, er ýmislegt fleira til lista lagt, enda gegnir hann þeim virðulega starfstitli þjónustuhundur. Meira
6. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 93 orð

Bauð upp sál sína á netinu

Sjanghæ. AFP. | 24 ára Kínverji reyndi að selja sál sína á vinsælasta uppboðsvef Kína og hafði fengið 58 tilboð þegar stjórnendur vefjarins tóku auglýsinguna af netinu. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 191 orð

Dómkvaddir matsmenn í olíumálinu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvaddi í gær til sérfræðinga til að fara yfir útreikninga samkeppnisyfirvalda sem lagðir voru til grundvallar við ákvörðun um fjársektir yfir stóru olíufélögunum þremur. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Eftirlitsmyndavélum verði fjölgað

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FJÖLGA ber eftirlitsmyndavélum í miðborginni. Auka þarf samvinnu lögreglu og borgaryfirvalda m.a. Meira
6. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 232 orð

Fangaflugið gagnrýnt í nýrri skýrslu Amnesty

London. AFP, AP. Meira
6. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 748 orð | 1 mynd

Fjölgar fjendum Bandaríkjanna?

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÝMISLEGT bendir til að enn einn fjandvinur Bandaríkjastjórnar komist senn til valda í rómönsku Ameríku, en á sunnudag verða haldnar forsetakosningar í Perú. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fjölgun samrunamála umhugsunarefni

SAMKEPPNISEFTIRLITINU bárust 25 tilkynningar um samruna fyrirtækja árið 2004. Á síðasta ári voru þær 30, en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eru tilkynningarnar nú þegar orðnar 15 talsins. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 153 orð

Fjölmiðlafrumvarp kemur fram á næstu dögum

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að stefnt væri að því að leggja fram frumvarp um fjölmiðla á næstu dögum, en það væri þó ekki öruggt að það tækist fyrir páska. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Flug ekki eflt með því að leggja niður völlinn í Reykjavík

STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra, sagði í ávarpi sem hann flutti á Samgönguþingi í gær, að innanlandsflug yrði ekki eflt með því að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni. Meira
6. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Forsetafrúin áhrifamikil á bak við tjöldin

Í NÝRRI ævisögu um Lauru Bush, eiginkonu George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem er unnin í samráði við forsetafrúna, er því haldið fram að hún hafi meiri áhrif á störf eiginmanns síns en áður hefur verið talið. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 82 orð

Grunur um framvísun falsaðra vegabréfa

LÖGREGLAN á Egilsstöðum handtók tvo menn sem grunur leikur á að hafi framvísað fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins með ferjunni Norrönu á þriðjudag. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir búlgarskir. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Grýlukertin brotin niður

Akureyri | Stórir hangandi klakaströnglar, svonefnd grýlukerti, hafa valdið hættu á Akureyri og víðar að undanförnu. Slökkviliðsmenn vinna við að tryggja öryggi borgaranna og eru oft kallaðir til þegar hátt þarf að klífa. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 354 orð

Gæti þurft að auka viðbúnaðinn hér á landi

FUGLAFLENSUVEIRA af H5 stofni hefur greinst í dauðum svani, sem fannst í Fife í Skotlandi. Ekki er búið að greina hvort um er að ræða H5N1 veiruafbrigði sem getur borist í fólk en búist er við frekari niðurstöðum úr rannsóknum í dag. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð

Hafna höftum á borð við búsetuskyldu

FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ mótmælir harðlega hugmyndum Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og Bændasamtakanna um að lögleiða á ný höft á borð við búsetuskyldu á jörðum. "Það er engum meira til bóta en bændum að jarðir þeirra hafa hækkað verulega í... Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 648 orð | 1 mynd

Hammarskjöld vissi að ekki má beygja sig fyrir neinum

SVÍINN Dag Hammarskjöld, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lést í flugslysi árið 1961, en það er mat landa hans dr. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 1012 orð | 2 myndir

Hefur skráð sögu Vestmannaeyja í nær hálfa öld

Eftir Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar | Í bráðum hálfa öld hafa myndir Sigurgeirs Jónassonar í Vestmannaeyjum komið fyrir augu landsmanna, lengst af á síðum Morgunblaðsins. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 77 orð

Íhuga kaup á þriðjungshlut í Múlavirkjun

STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hf. hefur samþykkt að athuga með kaup á þriðjungshlut í Múlavirkjun á Snæfellsnesi. Þrír óðalsbændur á Snæfellsnesi byggðu Múlavirkjun og sömdu við Hitaveitu Suðurnesja um sölu á allri orkunni í tólf ár. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Írar hyggjast hætta reknetaveiðum á laxi

STJÓRNVÖLD á Írlandi hafa ákveðið að reknetaveiðum á laxi í sjó skuli hætt og standa vonir til að af því verði á næsta ári. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Íslenskar stúlkur í kúlnahríð utan við Boston

ÍSLENSKAR stúlkur lentu í kúlnahríð á hóteli í úthverfinu Malden skammt fyrir utan Boston fyrir rúmri viku. Sigrún Helgadóttir gisti ásamt þremur vinkonum sínum á hótelinu. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð

Jafnrétti | Umboðsmaður jafnréttismála í Noregi, Beate Gangås, heldur...

Jafnrétti | Umboðsmaður jafnréttismála í Noregi, Beate Gangås, heldur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri í kvöld kl. 20. Hann verður í anddyrinu á Borgum, 2. hæð. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 581 orð | 1 mynd

Leggja til eftirlit óeinkennisklæddra lögreglumanna

VIÐRÆÐUHÓPUR dómsmálaráðuneytis, lögreglu og borgaryfirvalda um löggæslumál í Reykjavík hefur kynnt dómsmálaráðherra niðurstöður sínar og tillögur til framfara í löggæslumálum í höfuðborginni. Meira
6. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Lést ekki af völdum lyfja eða eiturs

Haag. AFP. | Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, lést af völdum hjartaáfalls og ekkert bendir til þess að honum hafi verið byrlað eitur eða að hann hafi tekið lyf sem hafi valdið hjartaáfallinu. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 118 orð

Lokið verði við uppbyggingu Dettifossvegar

Dettifoss | Stjórn Markaðsráðs Þingeyinga skorar á stjórnvöld að tryggja nægjanlegt fjármagn til þess að hægt verði að ljúka uppbyggingu á Dettifossvegi. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Misjafnt hve auðvelt ættingjar eiga með að hjálpa

AFAR misjafnt er hversu auðvelt aðstandendur heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Eir eiga með að koma að þjónustu við sína nánustu meðan á setuverkfalli ófaglærðra starfsmanna heimilisins stendur, að sögn Birnu Kristínar Svavarsdóttur, hjúkrunarforstjóra... Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt að rannsaka gyðingaandúð á Íslandi

GYÐINGAANDÚÐ á Íslandi hefur ekki mikið verið rannsökuð, en það er fullt tilefni til að gera það. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Óveður og vetrarófærð víða um land

SPÁÐ var versnandi veðri, stormi með ofankomu á Vestfjörðum og var reiknað með að færð myndi spillast á Norðurlandi og síðar Norðausturlandi í nótt sem leið og nú undir morgun, fimmtudag. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 257 orð

"Flóðið skellti á eftir honum"

VIÐ stórslysi lá á Súðavíkurvegi í gær þegar minnstu munaði að fólksbíll sópaðist með snjóflóði fram af veginum og niður í fjöru 30 metrum neðar þar sem beið haugabrim. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 1241 orð | 1 mynd

"Hraðar komumst við ekki"

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Sá skortur sem verið hefur á hjúkrunarfræðingum á gjörgæsludeildinni hefur valdið því að þeir sem enn eru í starfi eru orðnir langþreyttir og úr sér gengnir. Meira
6. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 177 orð

Ríku löndin felli niður styrkina

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Rýnt í sjónarmið barna og unglinga

Egilsstaðir | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og fulltrúar sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs, Háskólans í Reykjavík og Rannsókna og greiningar hafa gert með sér samstarfssamning um æskulýðsrannsóknir; Ungt fólk. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 193 orð

Samið við Val um breytt skipulag

Hlíðar | Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri undirritaði á dögunum samning við forráðamenn Knattspyrnufélagsins Vals og Valsmanna hf. vegna skipulagsmála og uppbyggingar á Hlíðarenda. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 547 orð | 1 mynd

Sammála um að auka megi samstarfið

SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Alþingis, og þingmennirnir Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson áttu m.a. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Sálumessa Mozarts æfð

Selfoss | Samkór Selfoss hefur undanfarnar vikur æft af krafti Sálumessu Mozarts ásamt Samkór Reykjavíkur, Landsvirkjunarkórnum og Kirkjukór Breiðholts. Sálumessan verður flutt í Selfosskirkju á morgun og í Breiðholtskirkju nk. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 286 orð

Sátt við rýmingu en ákvörðunin kom á óvart

"ÞETTA gekk mjög vel og við erum alveg sátt við ákvörðun um rýmingu," sagði Margrét Gunnarsdóttir á Bolungarvík sem býr við Dísarland en hún var meðal þeirra sem rýmdu hús sín vegna snjóflóðahættu íTraðarhyrnu í gær. Meira
6. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Segir vitnum hafa verið mútað

Bagdad. AP, AFP. | Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hafnaði í gær sönnunargögnum sem ætlað var að tengja hann við fjöldamorð á sjítum í þorpinu Dujail árið 1982, sem fylgdi í kjölfar þess að reynt var að ráða hann af dögum. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sektarlausir dagar á Bókasafninu

Hafnarfjörður | Bókaslugsar og -slóðar í Hafnarfirði geta tekið gleði sína þessa dagana og drifið sig út í Bókasafn Hafnarfjarðar með þær bækur sem þeir hafa gleymt að skila. Fram til 8. apríl nk. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Sex tíma vörn fyrir "heilaga kú"

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is RÆÐUMET var slegið á Alþingi í fyrrinótt er Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, talaði samfleytt í sex tíma í annarri umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Meira
6. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Snúa bökum saman

London. AP. | Fregnir af ósætti Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Gordons Brown fjármálaráðherra, sem þykir líklegur til að taka við af Blair, hafa enn á ný farið á flug síðustu daga. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 238 orð

Starfsmenn RÚV krefjast svara

STARFSMENN Ríkisútvarpsins óska eftir skýrari upplýsingum frá stjórnvöldum um hvernig fyrirtæki stjórnvöld vilji búa til á grunni hins gamla Ríkisútvarps: "Bent hefur verið á opin ákvæði í frumvarpinu og mismunandi áherslur ríkisstjórnarflokkanna í... Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 656 orð | 2 myndir

Stjórnvöld gagnrýnd fyrir ónógt samráð við utanríkismálanefnd

ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar gagnrýndu á Alþingi í gær stjórnvöld fyrir ónógt samráð við utanríkismálanefnd þingsins um gang varnarviðræðna við Bandaríkjamenn. Geir H. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Stormar og stórhríðir í vetrarlok

Vonskuveður, stormar og stórhríðir geisuðu á norðan- og vestanverðu landinu í gær og lá við slysum og óhöppum bæði til sjós og lands á Vestfjörðum. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Sundtökin æfð

ÞAÐ er nauðsynlegt að kunna sundtökin rétt og svo virðist sem þessir krakkar úr Grandaskóla sem æfa sund í Vesturbæjarlauginni séu í góðum málum hvað þetta varðar. Meira
6. apríl 2006 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Tannlæknar á steinöld?

Washington. AP. | Fornir tannlæknar boruðu af mikilli list í tennur, líklega til að fjarlægja skemmdir en stundum til að skreyta, fyrir allt að 9.000 árum, að sögn vísindamanna. Kom þetta í ljós við rannsóknir á leifum í fornum grafreit í Pakistan. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 56 orð

Tjáningarfrelsið | Teiknimyndirnar sem Jyllands Posten birti af Múhameð...

Tjáningarfrelsið | Teiknimyndirnar sem Jyllands Posten birti af Múhameð spámanni hafa valdið miklu fjaðrafoki. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 764 orð | 1 mynd

Tuttugu aðilar sæti rannsókn

Eftir Andra Karl andri@mbl.is Tæplega tvö þúsund ný málaferli í tíu löndum Alþjóðasamtök tónlistariðnaðarins, IFPI, sendu nýverið frá sér tilkynningu þess efnis að tvö þúsund ný málaferli, gegn einstaklingum frá tíu löndum, séu í undirbúningi. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Tveggja sólarhringa setuverkfall starfsmanna á hjúkrunarheimilum hafið

TVEGGJA sólarhringa langt setuverkfall hófst hjá ófaglærðu starfsfólki á nokkrum hjúkrunar- og dvalarheimilum á miðnætti í gærkvöldi. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 82 orð

Tvö innbrot á Akranesi

BROTIST var inn í matvöruverslun og dekkjaverkstæði á Akranesi í fyrrinótt, og eru þjófurinn eða þjófarnir ófundnir. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 258 orð

Undirbúningur málsóknar gengur vel

GEIR H. Haarde utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að undirbúningur málsóknar gegn Noregi vegna Svalbarðadeilunnar væri vel á veg kominn. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Ungmenni syngja sálumessur

125 ungmenni í kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórnum syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld á tónleikum í tilefni af 250 ára afmæli Mozarts. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Graeme Massie, skoski arkitektinn sem átti verðlaunatillöguna um miðbæinn í samkeppninni sem Akureyri í öndvegi stóð fyrir, var hér á dögunum. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 668 orð

Viðbúnaður vegna línubáta í haugasjó

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is TALSVERÐUR viðbúnaður var settur í gang í gær vegna þriggja línubáta á veiðum við Kópsnes úti fyrir Arnarfirði sem þurftu frá að hverfa vegna óveðurs og leita til lands í haugasjó og kafaldsbyl. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 97 orð

Þrír bjóða sig fram í 1. sæti

Sandgerði | Prófkjör Samfylkingarinnar og óháðra í Sandgerði fer fram næstkomandi laugardag. Kosið verður á kosningaskrifstofu S-listans við Vitatorg frá kl. 10 til 18. Prófkjörið er opið öllum kosningabærum Sandgerðingum. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Þrír réttir af matseðli á 35 ára gömlu verði

Bautinn á Akureyri er 35 ára í dag og af því tilefni verða þrír réttir af matseðli veitingastaðarins seldir á 35 ára gömlu verði. Meira
6. apríl 2006 | Innlendar fréttir | 544 orð | 1 mynd

Þykir óeðlileg tilfærsla á þjónustu í Mjóddinni

Breiðholt | Verslunareigendur í Mjóddinni eru ekki sáttir við þá ákvörðun ÁTVR að flytja verslun sína úr Mjódd yfir í Garðheima. Meira

Ritstjórnargreinar

6. apríl 2006 | Leiðarar | 200 orð

Erling Blöndal Bengtsson

Það er vel ráðið hjá ríkisstjórninni að veita dönsku kvikmyndafyrirtæki fjárhagslegan stuðning til gerðar á heimildarkvikmynd um Erling Blöndal Bengtsson sellóleikara en í ár eru 70 ár liðin frá því að tónlistarferill hans hófst. Meira
6. apríl 2006 | Leiðarar | 133 orð

Mikilvæg ákvörðun

Siv Friðleifsdóttir, hinn nýi heilbrigðisráðherra, hefur tekið mikilvæga ákvörðun með því að koma á fót hjúkrunardeild fyrir aldraða, sem eiga við geðkvilla að stríða, á hjúkrunarheimili í Sogamýri, sem taka á í notkun á næsta ári. Meira
6. apríl 2006 | Staksteinar | 290 orð | 1 mynd

Rangt?

Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó, segir í grein í Morgunblaðinu í gær í tilefni af leiðara blaðsins í fyrradag: "Því er til að svara, að fullyrðing um að enginn strætisvagn stoppi við Egilshöll er röng. Meira
6. apríl 2006 | Leiðarar | 217 orð

Viðskiptaafrek

Það er ekki sjálfgefið, að menn hagnist mikið á viðskiptum með hlutabréf. Það er líka auðvelt að tapa á slíkum viðskiptum. Og alveg sérstaklega er ekki hægt að ganga út frá neinu sem vísu, þegar Íslendingar stunda slík viðskipti á erlendum kauphöllum. Meira

Menning

6. apríl 2006 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Á austurferð!

Plata Baggalúts, Pabbi þarf að vinna, er þessa vikuna stödd í fimmtánda sæti en hljómsveitin sjálf er á leið til Rússlands þar sem hún hyggst feta í fótspor reggísveitarinnar Hjálma og spila á diskóklúbbnum Platform í St. Meira
6. apríl 2006 | Fjölmiðlar | 352 orð | 1 mynd

Á flótta undan Jóni Gnarr

HVAÐ er svona merkilegt við Jón Gnarr? Ég hef aldrei skilið það enda þótt ýmsir skipi honum á bekk með helstu snillingum þessarar þjóðar. Það er sjálfsagt um áratugur síðan Jón Gnarr fór að koma fram í sjónvarpi og alltaf er hann í sama hlutverkinu,... Meira
6. apríl 2006 | Tónlist | 497 orð | 1 mynd

Ástríðufullar aríur í Hafnarborg

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Hádegistónleikaröð Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, hefur verið starfrækt frá því í ágúst 2003 þar sem boðið er upp á tónleika í hádeginu einu sinni í mánuði. Meira
6. apríl 2006 | Tónlist | 160 orð

Boðskapur söngva

HÖRÐUR Torfa heldur í Borgarleikhúsinu í kvöld sína árlegu Kertaljósatónleika . Tónleikana hefur Hörður haldið í áratugi á vorin og þeir verið vel sóttir líkt og árlegir hausttónleikar hans. Meira
6. apríl 2006 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Bragi Ólafsson til Eddu

BRAGI Ólafsson hefur ákveðið að ganga til samstarfs við Eddu útgáfu um að næstu verk hans komi út hjá Eddu. Jafnframt mun Edda sjá um sölu, dreifingu og endurútgáfur á eldri verkum hans, og réttindasölu þeirra erlendis. Meira
6. apríl 2006 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Burtfarartónleikar Barkar

Tónlist | Börkur Hrafn Birgisson heldur burtfarartónleika frá djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH í kvöld kl. 20, en hann er sem kunnugt er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Jagúar. Meira
6. apríl 2006 | Tónlist | 210 orð | 1 mynd

Clever og Code koma

BREAKBEAT.IS-klúbburinn býður upp á góða gesti á fastakvöldi sínu í apríl á Pravda. Fyrstan ber að nefna Brett Cleaver, höfuðpaur Offshore útgáfunnar frá Brooklyn í New York, sem kallar sig DJ Clever, auk þess mætir hinn írski DJ Code, frá Subtle Audio. Meira
6. apríl 2006 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Dansgólfið hallar!

MADONNA er svo sannarlega ekki af baki dottin því nú hyggst hún í kjölfar útgáfunnar á plötunni Confessions on the Dancefloor halda í tónleikaferð um víða veröld. Meira
6. apríl 2006 | Tónlist | 318 orð | 1 mynd

Efnisskrá veðra, vinda og árstíða

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is KANSÓNUR úr suðri og norðri er yfirskrift hádegistónleika Íslensku óperunnar í dag. Meira
6. apríl 2006 | Tónlist | 106 orð | 1 mynd

Fábrotin snilld!

ÞAÐ má gera ráð fyrir að þeir sem hafa keypt sér miða á tónleika Rogers Waters í Laugardalshöll, séu á meðal þeirra sem keypt hafa plötuna Dark Side of the Moon og komið henni í áttunda sætið. Meira
6. apríl 2006 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Hárgreiðslumaðurinn Pascal Benson játaði á dögunum fyrir dómi að hafa stolið fartölvu Kevins Costners þegar sá fyrrnefndi var ráðinn til að greiða brúðkaupsgestum leikarans árið 2004. Meira
6. apríl 2006 | Menningarlíf | 44 orð

Gjörningar í Dvergi

SIGRÍÐUR Dóra Jóhannsdóttir myndlistarmaður flytur gjörning á morgun, föstudaginn 7. apríl, milli kl. 18 og 19 sem hún nefnir "fram og til baka", í Galleríi Dvergi, sem er til húsa í kjallara bakhúss á Grundarstíg 21a. Meira
6. apríl 2006 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Hallarbylting!

UNDUR og stórmerki hafa gerst. Söngvakeppni Sjónvarpsins er fallin af toppnum en í staðinn er komin platan Breakaway með söngkonunni Kelly Clarkson sem sigraði í fyrsta American Idol keppninni í Bandaríkjunum árið 2002. Meira
6. apríl 2006 | Kvikmyndir | 104 orð | 1 mynd

Heppni og óheppni

RÖÐ tilviljana verður til þess að hinn ungi Slevin (Josh Hartnett) lendir í stríði tveggja stærstu mafíósanna í New York, The Rabbi (Ben Kingsley) og The Boss (Morgan Freeman). Meira
6. apríl 2006 | Kvikmyndir | 224 orð | 1 mynd

Ísöld á íslensku og ensku

TEIKNIMYNDIN Ice Age 2: The Meltdown eða Ísöld 2: Allt á floti er sjálfstætt framhald teiknimyndarinnar Ice Age sem kom út árið 2002. Meira
6. apríl 2006 | Menningarlíf | 512 orð | 2 myndir

List er atvinnuskapandi

Það er mikill gangur í sýningum Leikfélags Akureyrar í vetur. Fullkomið brúðkaup hefur slegið öll fyrri aðsóknarmet leikfélagsins og er nú komið suður í Borgarleikhúsið og virðist ætla að gera það gott þar ekki síður en fyrir norðan. Meira
6. apríl 2006 | Menningarlíf | 256 orð

Menning og mannlíf guaraníindíána

TVÆR heimildamyndir um guaraní-indíána Suður-Ameríku verða sýndar í dag klukkan 18.00 og 19.00 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Dr. Meira
6. apríl 2006 | Menningarlíf | 112 orð

Óðinn á kristnu bókfelli

ANNETTE Lassen heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fimmtudaginn 6. apríl kl. 12.05 í stofu 102 í Lögbergi. Meira
6. apríl 2006 | Tónlist | 365 orð | 2 myndir

"Snertir við sálinni"

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í TILEFNI af 250 ára afmælisári Mozarts verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands tileinkaðir honum í kvöld. Meira
6. apríl 2006 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Requiem Mozarts kynnt

VINAFÉLAG Sinfóníuhljómsveitar Íslands efnir til tónleikakynningar í Sunnusal Hótels Sögu fimmtudaginn 6. apríl kl. 18. Meira
6. apríl 2006 | Fjölmiðlar | 639 orð | 2 myndir

Spurt að leikslokum

Úrslitaviðureignin í Gettu betur fer fram í Sjónvarpinu í kvöld en þar eigast við lið Menntaskólans á Akureyri og Verzlunarskóla Íslands. Meira
6. apríl 2006 | Myndlist | 381 orð | 1 mynd

Sveitarómans milli gæsalappa

Lilja Kristjánsdóttir. Til 8. apríl. Gallerí Fold er opið daglega 10-18, lau. 11-17 og sunnud. 14-17. Meira
6. apríl 2006 | Fjölmiðlar | 106 orð | 1 mynd

Sænsku nördarnir

VERULEIKAÞÁTTURINN Sænsku nördarnir hafa farið sigurför um Norðurlöndin. Hugmyndin á bak við þættina er sú að stofnað var knattspyrnuliðið FC Z og gerð víðtæk leit að 15 nördum sem fengnir voru til að skipa liðið. Meira
6. apríl 2006 | Tónlist | 137 orð

Sögur af fólki

TÓNLISTARMAÐURINN og heimshornaflakkarinn, Siggi Björns heldur tónleika í Iðnó í kvöld klukkan 21. Meira
6. apríl 2006 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Til styrktar góðu málefni

UPPISTAND verður haldið á Gauki á Stöng í kvöld, en uppákoman er til styrktar CP (Cerebral Palsy) félaginu, sem eru samtök heilalamaðra. Allur ágóði mun renna óskiptur til félagsins. Meira
6. apríl 2006 | Kvikmyndir | 112 orð | 1 mynd

Úlfur, úlfur

WOLF Creek er hrollvekja sem er að hluta til byggð á sönnum atburðum. Myndin segir sögu þriggja ungmenna sem fara í gönguferð um Wolf Creek þjóðgarðinn í Ástralíu. Meira

Umræðan

6. apríl 2006 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Dvalarheimili á Sólvangssvæðinu í Hafnarfirði

Eftir Árna Grétar Finnsson: "Kostir þess að byggja áfram á Sólvangssvæðinu eru margir." Meira
6. apríl 2006 | Aðsent efni | 1493 orð | 1 mynd

Eru orkulindir okkar ofmetnar?

Eftir Þorkel Helgason: "En hvað sem við gerum í orkumálunum hlýtur það að þurfa að vera í viðunandi sátt við umhverfið." Meira
6. apríl 2006 | Aðsent efni | 243 orð | 1 mynd

Hvað varstu að hugsa, Vilhjálmur?

Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifar um borgarstjórnarmál: "Hvað varstu eiginlega að hugsa, Vilhjálmur? Ekki varstu að hugsa um hagsmuni Reykvíkinga, það er alveg ljóst." Meira
6. apríl 2006 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Sveinn Hannesson fjallar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands: "Það þarf ekkert að fara í grafgötur um það að hér er lagt upp með nýja ríkisstofnun sem ætlað er að stjórna og stýra með gamla laginu." Meira
6. apríl 2006 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Sérstaða Íslands og ESB

Andrés Pétursson fjallar um sérstöðu Íslands við inngöngu í ESB: "Við munum þurfa annað orðalag og aðrar áherslur, en fyrirmyndir og fordæmi eru þegar fyrir hendi." Meira
6. apríl 2006 | Aðsent efni | 706 orð | 1 mynd

Úrtölunaggar sem nærast á leiðindum

Árni Johnsen skrifar um málefni Vestmannaeyja: "...ala á tortryggni og óvissu, en geta svo ekki leynt því að naggið byggist fyrst og fremst á öfund og metnaðarleysi til árangurs." Meira
6. apríl 2006 | Velvakandi | 374 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Þetta er ekki þjónusta VIÐ hjónin ásamt 5 ára dóttur okkar fórum á Pizza Hut sl. laugardag að fá okkur að borða. Við pöntuðum m.a. pitsu og fengum pitsu sem hafði greinilega verið of lengi í ofninum því osturinn var orðinn þurr og pitsan ólystug. Meira
6. apríl 2006 | Aðsent efni | 380 orð | 1 mynd

Það þarf sterk bein til að þola góða daga

Erlingur Kristjánsson skrifar um heilbrigði barna: "Rannsóknir sýna að íslensk börn hafa þyngst verulega á undanförnum áratugum..." Meira

Minningargreinar

6. apríl 2006 | Minningargreinar | 1681 orð | 1 mynd

ELÍSA KRISTBJÖRG RAFNSDÓTTIR

Elísa Kristbjörg Rafnsdóttir fæddist í Neskaupstað 17. ágúst 1944. Hún lést eftir hjartabilun á heimili sínu 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rafn Einarsson skipstjóri, f. 6. ágúst 1919, d. 11. júní 1977 og Anna Margrét Kristinsdóttir, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2006 | Minningargreinar | 2899 orð | 1 mynd

GUÐJÓN SVEINSSON

Guðjón Kristinn Sveinsson fæddist í Hafnarfirði 27. janúar 1950. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Freyja Leópoldsdóttir húsmóðir og fv. móttökuritari, f. 11.10. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2006 | Minningargreinar | 1735 orð | 1 mynd

HJÖRDÍS ÓSKARSDÓTTIR

Guðrún Hjördís Óskarsdóttir fæddist í Hrísey 1. september 1937. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar Hjördísar voru hjónin Óskar S. Kristjánsson útgerðarmaður, f. 28. febrúar 1911, d. 19. janúar 1992, og Salbjörg I. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2006 | Minningargreinar | 768 orð | 1 mynd

MÁLFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR

Málfríður Stefánsdóttir fæddist í Æðey í Ísafjarðardjúpi 6. apríl 1906. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 9. júní 2001 og var jarðsungin 15. júní. Í dag hefði móðir mín Málfríður orðið 100 ára. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2006 | Minningargreinar | 1237 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR

Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1920. Hún lést á heimili sínu, Lyngmóum 14 í Garðabæ, 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Þórðarson, f. 22. júlí 1888, d. 29. mars 1975 og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 21. mars 1894, d. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2006 | Minningargreinar | 1663 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

Kristín Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Skinnalóni á Sléttu 16. mars 1917. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Ingimundarson smiður frá Brekku í Núpasveit, f. 1. desember 1881, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2006 | Minningargreinar | 3500 orð | 1 mynd

SIGURÐUR GEORGSSON

Sigurður Georgsson fæddist í Reykjavík 27. september 1946. Hann lést 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Georg Sigurðsson cand.mag., f. 19. okt. 1919, d. 24. des. 1994, og Ásta Bergsteinsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1922, d. 22. feb. 1990. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

6. apríl 2006 | Sjávarútvegur | 653 orð | 3 myndir

Stofnvísitala þorsks lækkar um 15%

STOFNVÍSITALA þorsks hefur lækkað um 15% frá mælingunni 2005 og er nú svipuð og árin 2002 og 2003. Mæliskekkja vísitölunnar var svipuð og árið 2005 en talsvert minni en 2004. Meira

Daglegt líf

6. apríl 2006 | Daglegt líf | 110 orð | 1 mynd

Börn of þung í barnabílstóla

UM 300 þúsund bandarísk börn undir sjö ára aldri eru of feit fyrir þá bílstóla sem eru á markaðnum og sitja af þeim sökum ekki rétt spennt í öryggisbelti í bílnum. Það eykur líkur á alvarlegum meiðslum og jafnvel dauða um 50%, að því er m.a. Meira
6. apríl 2006 | Neytendur | 536 orð | 2 myndir

Ekki dýrt að kaupa í matinn í Þýskalandi

Miklu ódýrara er að kaupa í matinn í Þýskalandi en í Danmörku. Jóhanna Ingvarsdóttir kíkti í Kaiser's í Berlín með Íslandsvininum Möru Zanghirella, sem hefur reynslu af matarinnkaupum í báðum löndum. Meira
6. apríl 2006 | Daglegt líf | 165 orð | 1 mynd

Gleraugu með fókus

Gleraugu með fókus líkt og myndavél koma e.t.v. á markað innan nokkurra ára. Með einum hnappi verður hægt að fókusera frá einhverju sem er nálægt gleraugnaglámnum á eitthvað sem er fjarri honum. Á vefnum forskning. Meira
6. apríl 2006 | Neytendur | 199 orð | 1 mynd

Mun beita sektarúrræðum ef matvöruverslanir bæta ekki verðmerkingar hjá sér

Neytendastofa kannaði nýlega verðmerkingar á samtals 3.950 vörum í 79 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýna að verðmerkingar eru mun lakari nú en þegar síðasta könnun fór fram fyrir einu ári. Meira
6. apríl 2006 | Daglegt líf | 178 orð

Nikótínplástur getur unnið gegn krabbameinslyfjum

Nikótínplástur getur unnið gegn áhrifum krabbameinslyfja, að því er bandarísk rannsókn gefur til kynna. Meira
6. apríl 2006 | Neytendur | 180 orð | 1 mynd

* NÝTT

Náttúrulegt rotvarnarefni í vörurnar Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir náttúrulegu snyrtivörulínuna "SÓLA" úr íslenskum jurtum og öðru náttúrulegu hráefni, sem ætluð er til næringar og umönnunar líkamans. Meira
6. apríl 2006 | Neytendur | 155 orð | 1 mynd

Of mikið bensen í gosdrykk

Í febrúar kom í ljós að gos og djús með appelsínubragði getur innihaldið bensen, krabbameinsvaldandi efni sem er bannað í matvælaiðnaði. Niðurstöðurnar hafa m.a. Meira
6. apríl 2006 | Neytendur | 594 orð | 1 mynd

Páskalegur matur um helgina

Bónus Gildir 6. apríl-9. apríl verð nú verð áður mælie. verð Bónus ferskir kjúklingabitar 291 350 291 kr. kg Steinbítskinnar, roð- og beinlausar 699 0 699 kr. kg KF villikryddað lambalæri 1.189 1.529 1.189 kr. kg B&K ananas, 3*227 g 98 159 144 kr. Meira
6. apríl 2006 | Neytendur | 82 orð

* VERSLUN

15% afsláttur hjá Monu Laugardaginn 8. apríl á tískuverslunin MONA á Laugavegi 66 eins árs afmæli. Í versluninni er til sölu leðurfatnaður, töskur og taufatnaður frá Danmörku, Þýskalandi og Serbíu & Montenegro. Meira

Fastir þættir

6. apríl 2006 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Í dag, 6. apríl, er sextugur Vigfús Þór Árnason...

60 ÁRA afmæli . Í dag, 6. apríl, er sextugur Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi. Eiginkona hans er Elín Pálsdóttir . Þau eru að heiman í... Meira
6. apríl 2006 | Fastir þættir | 361 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Sabine Auken. Meira
6. apríl 2006 | Fastir þættir | 168 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Hreyfils Þriggja kvölda tvímenningnum lauk sl. mánudagskvöld með sigri Daníels Halldórssonar og Ágústs Benediktssonar með skoruðu samtals 312 stig. Röð næstu para varð annars þessi: Valdimar Elíass. - Einar Gunnarss. 285 Birgir Sigurðss. Meira
6. apríl 2006 | Í dag | 538 orð | 1 mynd

Gildi menntunar erlendis

Hjördís Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1994 og BS í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands 2000. Meira
6. apríl 2006 | Í dag | 21 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þeir Elmar Örn Gunnarsson og Björn Andri Bergsson héldu...

Hlutavelta | Þeir Elmar Örn Gunnarsson og Björn Andri Bergsson héldu tombólu og söfnuðu 2.314 kr. til styrktar Rauða kross... Meira
6. apríl 2006 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Sá sem elskar líf sitt glatar því, en sá sem hatar líf sitt...

Orð dagsins: Sá sem elskar líf sitt glatar því, en sá sem hatar líf sitt í þessum heimi mun varðveita það til eilífs lífs. (Jóh. 12, 25. Meira
6. apríl 2006 | Fastir þættir | 244 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. R1c3 a6 7. Ra3 Be7 8. Rd5 Rf6 9. Rxf6+ Bxf6 10. Rc4 Be7 11. Be3 Be6 12. Rb6 Hb8 13. c3 Bg5 14. Bxg5 Dxg5 15. Dd2 Dd8 16. Rc4 d5 17. exd5 Dxd5 18. Dxd5 Bxd5 19. O-O-O Be6 20. Rd6+ Ke7 21. Bc4 Hhd8... Meira
6. apríl 2006 | Viðhorf | 829 orð | 1 mynd

Vandráður viðutan

Það sem þyrfti fyrst og fremst að breytast er sú hugsun að vísindamenn séu gáfaðri en annað fólk. Þá myndi nördastimpillinn um leið hverfa af vísindamönnum. Meira
6. apríl 2006 | Fastir þættir | 296 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Það eru tvær útvarpsrásir sem Víkverji getur hlustað almennilega á, Rás eitt og tvö. Gefum Bylgjunni líka möguleika þegar best lætur hjá henni. Ástæðan fyrir þessu vali er einfaldlega sú að útvarpsfólk á RÚV er betur máli farið en allt hitt liðið. Meira

Íþróttir

6. apríl 2006 | Íþróttir | 337 orð

Birkir í sögubækur Viking?

BIRKIR Bjarnason, 17 ára íslenskur knattspyrnumaður sem er á mála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stavanger, verður líklega í byrjunarliðinu í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar sem hefst um næstu helgi. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 154 orð

Ernie Els með tilraunir

ERNIE Els frá S-Afríku hefur að undanförnu verið að slá mikið með 5-tré á æfingum sínum á Augusta-vellinum og eru allar líkur á því að Els muni nota slíkt verkfæri á fyrsta stórmóti ársins. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 447 orð | 1 mynd

* GUÐJÓN Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson skoruðu 5 mörk hvor fyrir...

* GUÐJÓN Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson skoruðu 5 mörk hvor fyrir Gummersbach þegar liðið lagði TuS N-Lübbecke , 27:21, að viðstöddum um 15.487 áhorfendum í Köln Arena í gærkvöldi, en leikurinn var liður í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 53 orð

Í KVÖLD

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin, undanúrslit, oddaleikur Keflavík: Keflavík - Skallagrímur 19.15 HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, DHL-deildin Laugardalshöll: Valur - Selfoss 19. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 84 orð

Íris Björk varði vel

GÓÐ frammistaða Írisar Bjarkar Símonardóttur í marki íslenska landsliðsins kom ekki í veg fyrir tap þess fyrir Slóvökum, 21:25, í fyrstu umferð sex þjóða móts í handknattleik kvenna í Tékklandi í gær. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 294 orð

Keflvíkingar eiga von á hörkuleik gegn Skallagrími - í "Sláturhúsinu"

ÍSLANDSMEISTARALIÐ Keflavíkur í körfuknattleik og Skallagrímur úr Borgarnesi eigast við í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í Iceland Express deildinni, úrvalsdeild. Leikurinn fer fram á heimavelli Keflavíkur og hefst hann kl. 19:15. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 234 orð

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu Juventus - Arsenal 0:0 Rautt spjald...

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu Juventus - Arsenal 0:0 Rautt spjald: Pavel Netved (77.) Juventus. *Arsenal vann samtals 2:0 og mætir Villarreal í undanúrslitum, heima 19. apríl, úti 25. apríl.. Barcelona - Benfica 2:0 Ronaldinho 19., Samuel Eto'o 88. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 147 orð

Ólafur Ingi ekki með Brentford?

ÓLAFUR Ingi Skúlason getur væntanlega ekkert leikið með enska 2. deildarliðinu Brentford á lokasprettinum eins og vonir stóðu til. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 218 orð

Ólafur Már hætti keppni vegna meiðsla

ÓLAFUR Már Sigurðsson, atvinnukylfingur úr GR, hætti keppni eftir aðeins tvær holur á lokakeppnisdegi EPD-mótsins í Frakklandi í dag vegna meiðsla. Ólafur var í 26.-30. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 242 orð

Phil Mickelson mætir til leiks með tvo "drævera"

BANDARÍSKI kylfingurinn Phil Mickelson ætlar sér að vera með tvær gerðir af "dræverum" (trékylfa nr. 1) í pokanum á Mastersmótinu sem hefst á fimmtudaginn en það er ekki algengt hjá atvinnukylfingum í fremstu röð. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 248 orð

"Hver er þessi Henke Larsson, við höfum Gunnarsson"

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is GUNNAR Þór Gunnarsson fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína með Hammarby í sænskum fjölmiðlum í gær. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 1006 orð | 3 myndir

Retief Goosen efstur á "biðlistanum"

SÉRFRÆÐINGAR ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum eru á þeirri skoðun að tveir kylfingar frá Suður-Afríku eigi mesta möguleika á því að klæðast græna sigurjakkanum í fyrsta sinn á sínum ferli nk. sunnudag að loknu Mastersmótinu. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 91 orð

Sjö sundmenn til Amsterdam

BRIAN Marshall, landsliðsþjálfari í sundi, hefur valið sjö sundmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Amsterdammótinu í sundi sem fram fer í Hollandi í næstu viku. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

* VALSKONUR sigruðu norska úrvalsdeildarliðið Kolbotn , 1:0, á...

* VALSKONUR sigruðu norska úrvalsdeildarliðið Kolbotn , 1:0, á æfingamóti á La Manga á Spáni í fyrrakvöld. Rakel Logadóttir skoraði sigurmark Vals. *BJARNI Þór Viðarsson lék allan leikinn með varaliði Everton sem lagði Blackburn , 2:0. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 708 orð | 2 myndir

Vandræðalaust hjá Arsenal

ARSENAL og Barcelona tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Meira
6. apríl 2006 | Íþróttir | 102 orð

Örn setti Íslandsmet

ÖRN Arnarson, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, lenti í 18. sæti af 45 keppendum í 100 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hófst í Shanghæ í Kína í gær. Meira

Viðskiptablað

6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 225 orð | 1 mynd

Asda keppir á lágvöruverðsmarkaði í Bretlandi

SAMKEPPNIN á milli stóru verslanakeðjanna í Bretlandi komst á nýtt stig í síðustu viku. Þá opnaði verslanakeðjan Asda, sem er í eigu Wal-Mart keðjunnar, nýja lágverðsverslun í úthverfi í Northampton. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 369 orð | 1 mynd

Áfangi sem skiptir alla landsmenn máli

UPPLÝSINGATÆKNISVIÐ Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) er hluti af skrifstofu tækni og eigna spítalans. Upplýsingatækni er í öðru sæti yfir þá þætti sem taldir eru mikilvægastir til að ná árangri innan spítalans, næst á eftir mannauðnum. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 102 orð | 1 mynd

Bláa lónið fyrirmynd í Kaupmannahöfn

BLÁA lónið er fyrirmynd að heilsuræktarmiðstöð sem fyrirhugað er að rísi á Ørestad Syd-svæðinu í Kaupmannahöfn. Það er félagið Holistic House sem stendur að framkvæmdunum, sem eru á um 17 fermetra landsvæði. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 566 orð | 2 myndir

Blóðþrýstingur og dyntóttur hlutabréfamarkaður

Sif Sigmarsdóttir sif.sigmarsdottir@gmail.com "Lottó er skattur á heimsku," fullyrti heimspekingurinn Voltaire forðum daga. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 342 orð | 2 myndir

Bréf easyJet lækkuðu við sölu FL Group á hlut sínum

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is HLUTABRÉF breska lággjaldaflugfélagsins easyJet lækkuðu mikið í gær, eða um tæp 9%, í kjölfar þess að FL Group seldi 16,9% hlut sinn í félaginu. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 137 orð | 1 mynd

Bréf FlyMe hástökkvari ársins

HLUTABRÉF í sænska lággjaldafélaginu FlyMe, sem Íslendingar eiga stóran hlut í, hafa hækkað um 150% frá áramótum, eða meira en í nokkru öðru sænsku félagi sem skráð er á markað í Svíþjóð. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 153 orð | 1 mynd

Eimskip kaupir færeyskt landflutningafyrirtæki

DÓTTURFÉLAG Eimskips í Færeyjum, P/F Heri Thomsen, hefur keypt færeyska landflutningafyrirtækið Farmaleiðir. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 706 orð | 1 mynd

Einstakt tækifæri á Iceweb 2006

Samtök vefiðnaðarins, SVEF, undirbúa ráðstefnuna IceWeb 2006. Einar Þór Gústafsson er verkefnastjóri ráðstefnunnar. Sigurhanna Kristinsdóttir hitti hann og Huga Þórðarson, formann SVEF, að máli til að ræða efni og tilgang ráðstefnunnar. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 523 orð | 1 mynd

Ekki fyrir áhættufælna

SKORTSALA (e. short sale) er eitt af þeim hugtökum sem oft hafa heyrst á síðustu vikum enda mikið um það að fjárfestar, sérstaklega erlendir, taki skortstöðu gegn íslensku krónunni. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 138 orð

Fara kjörin versnandi?

UMRÆÐAN um íslensku bankana hefur varla farið framhjá nokkurri sálu að undanförnu en eins og þeir vita sem fylgst hafa með hefur hún bæði verið neikvæð og jákvæð, þótt vissulega hafi neikvæða umræðan verið háværari. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 80 orð | 1 mynd

Fons skiptir um stjórn í Ticket

SAMKVÆMT frétt Dagens Industri hefur eignarhaldsfélagið Fons, með Pálma Haraldsson í broddi fylkingar, skipt út stjórn ferðaskrifstofunnar Ticket. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 138 orð

Glitnir með meirihluta í Kreditkorti

GLITNIR og KB banki hafa komist að samkomulagi um viðskipti með hlutabréf í Kreditkorti hf. (Eurocard) og Greiðslumiðlun hf. (Visa). Samkomulagið felst í því að Glitnir kaupir 16% hlut af KB banka í Kreditkorti og á þá 51% hlut í kortafyrirtækinu. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 97 orð

Glitnir veitti ráðgjöf án fjármögnunar

ALÞJÓÐA- og fjárfestingasviðs Glitnis veitti faglega ráðgjöf við sölu á bandaríska fisksölufyrirtækinu F.W. Bryce Inc, sem selt var til Nippon Suisan USA Inc. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 173 orð

GM selur 51% hlut í GMAC

BANDARÍSKI bílaframleiðandinn General Motors hefur tilkynnt að framundan sé sala á 51% hlut í GMAC, sem er fjármögnunarhluti félagsins. GMAC skilaði 2,8 milljarða dala hagnaði í fyrra. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 146 orð

Hagnaður Nýsis 1,6 milljarðar

HAGNAÐUR Nýsis nam 1.623 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári, samanborið við 844 milljóna króna hagnað árið 2004. Rekstrarhagnaður á síðasta ári nam 2.329 milljónum króna en hann var 1.098 fyrir árið 2004. Heildareignir námu um síðustu áramót 15. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 107 orð

Hlutabréf réttu úr kútnum

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands hækkaði í gær um tæplega 2% og stóð í 5.601 stigum í lok dags eftir mikla lækkun í fyrradag. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 101 orð

Hlutur Landsbankans minnkar í FL Group og Glitni

LANDSBANKINN hefur selt 7,3% hlut í FL Group og 2,43% hlut í Glitni og á eftir viðskiptin 22,54% hlut í FL Group og 2,66% í Glitni, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 45 orð | 1 mynd

Hriplek lausafjárstaða

SÝN skopteiknara breska viðskiptablaðsins Financial Times á ástandi efnahagsmála hér á landi er ekki björt, en heiti myndarinnar útleggst á íslensku "Versnandi lausafjárstaða" og gengur teiknarinn út frá því að aukinni verðbólgu á Íslandi sé... Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 1550 orð | 4 myndir

Hverjum erum við raunverulega trú?

Fréttaskýring | Samþjöppun á sér stað á mörgum sviðum viðskiptanna og snyrtivörumarkaðurinn er þar engin undantekning. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 167 orð | 1 mynd

Icelandair kaupir tvær Boeing 787 Dreamliner til viðbótar

FL GROUP, fyrir hönd Icelandair Group, hefur samið um kaup á tveimur Boeing 787-8 Dreamliner-farþegaþotum fyrir Icelandair. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 1142 orð | 1 mynd

Íslensku bankarnir þola umtalsverða niðursveiflu

Greiningardeild franska bankans Société Générale er á þeirri skoðun að bæði Moody's og Fitch Ratings sýni nokkra ofrausn með því að gefa íslensku bönkunum A í lánhæfiseinkunn. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 183 orð | 1 mynd

Kallar krónan á sölu Stoke?

UMRÆÐAN um íslensku krónuna teygir anga sína víða þessa dagana; veiking hennar er sögð vera fyrsti fyrirboði vandræða á alþjóðafjármálamörkuðum og jafnvel talið að hún muni valda lækkun á húsnæðis- og hlutabréfaverði í Bretlandi. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 404 orð | 1 mynd

Krónan gæti haft áhrif á húsnæðisverð í Bretlandi

"Kannski er hún aðeins lítil og köld eyja norður við heimskautsbaug, þar sem fiskur er aðalútflutningsvaran og íbúarnir ekki nema 300 þúsund, en hún gæti rýrt verðmæti húseignar þinnar og hlutabréfa," skrifar blaðamaðurinn Ashley Seager hjá... Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 419 orð | 1 mynd

Leifsstöð hagnaðist um milljarð

STARFSEMI Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) skilaði eins milljarðs króna rekstrarhagnaði á síðasta ári, sem er rúmlega hundrað milljóna k. meiri hagnaður en 2004. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 90 orð | 2 myndir

Lýsing opnuð á Akureyri

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hefur opnað útibú við Glerárgötu á Akureyri. Mun þetta vera fyrsta útibú þessa elsta fjármögnunarfyrirtækis landsins utan Reykjavíkur og það verður heimamaðurinn Eiríkur Haukur Hauksson sem veitir því forstöðu. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 81 orð

Macintosh-tölvur keyra á Windows

APPLE, sem framleiðir Macintosh-tölvur, kynnti í gær hugbúnað sem gerir tölvum þeirra kleift að keyra á Windows-stýrikerfi Microsoft, en það stýrikerfi er ráðandi á markaðnum í dag. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 114 orð | 1 mynd

Nú geta allir orðið aðþrengd eiginkona

ÁHANGENDUR sjónvarpsþáttanna Aðþrengdar eiginkonur geta innan skamms gerst nágrannar Bree Van De Kamp, Susan Mayer, Lynette Scarvo og Gabrielle Solis. PC-tölvuleikur byggður á þáttunum er væntanlegur á markað í lok ársins. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 484 orð

Óvænt en arðsamt

Sala FL Group á nærri 17% hlut sínum í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, telst vafalítið viðskiptafrétt vikunnar ef ekki ársins það sem af er. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 339 orð | 1 mynd

"Fjölgun samruna umhugsunarefni"

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is TILKYNNINGUM til samkeppnisyfirvalda um samruna fyrirtækja hefur fjölgað töluvert síðustu misseri, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 806 orð | 1 mynd

"Samvinnukrafturinn er auðlegð"

Í ársbyrjun 2004 voru fjórar stofnanir í Noregi sameinaðar í eina sem ber heitið Innovation Norway. Starfsemi stofnunarinnar er hliðstæð þeirri sem hér á landi er í höndum Útflutningsráðs, Ferðamálaráðs og Nýsköpunarsjóðs/Byggðastofnunar. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 317 orð | 1 mynd

"Stormur í heitum potti"

TÍMARITIÐ The Economist fjallar um ástand efnahags Íslands í síðasta tölublaði undir fyrirsögninni "Stormur í heitum potti". Í greininni er stuttlega reifuð sú atburðarás sem hófst 21. febrúar sl. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 175 orð | 1 mynd

Setið um stjórnendur Heineken

HOLLENSKI bjórframleiðandinn Heineken hefur verið settur á svartan lista yfir illa rekin og óarðbær fyrirtæki af réttindasamtökum hluthafa í Hollandi. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 450 orð | 5 myndir

Sparisjóðabankinn með nýtt hlutverk

VEGNA breytinga á innlendum fjármálamarkaði og innan sparisjóðakerfisins á liðnum árum hefur hlutverk Sparisjóðabanka Íslands verið endurskilgreint, nýtt skipurit samþykkt og nýir lykilstjórnendur ráðnir. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 1628 orð | 2 myndir

Umræðan erlendis ræð ur miklu

Fréttaskýring | Útlitið í efnahagsmálum hefur dökknað umtalsvert að undanförnu. Sigurhanna Kristinsdóttir kynnti sér stöðu mála, rýndi í greinargerðir og talaði við sérfræðinga um horfurnar fram undan. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 369 orð | 1 mynd

Veiking krónu jákvæð fyrir úrvalsvísutölufélögin

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 1386 orð | 1 mynd

Vildi líka ná fram hefndum

Rekstur Iceland, bresku verslanakeðjunnar, sem selur frosna matvöru, hefur tekið stakkaskiptum undir handleiðslu Malcolm Walker, forstjóra Iceland, og miklum taprekstri hefur verið snúið í umtalsverðan hagnað. Meira
6. apríl 2006 | Viðskiptablað | 620 orð | 1 mynd

Þrífst í félagslegu áreiti

Hún segir það koma háskólum og viðskiptalífi best að sem breiðust brú sé milli þeirra. Bjarni Ólafsson ræddi við Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.