JÓHANN Pálsson, fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkur, hefur að undanförnu rannsakað flóru Grafarvogs með tilliti til uppruna og útbreiðslu tegunda en Umhverfissvið Reykjavíkurborgar gefur skýrsluna út.
Meira
ALLS voru 390 ökumenn kærðir vegna hraðakstursbrota í Reykjavík frá morgni miðvikudagsins 12. apríl fram til morguns þriðjudaginn 18. apríl. Af þeim voru 166 kærðir fyrir hraðakstur innan borgarmarka og voru 129 ökumenn á yfir 100 km hraða á...
Meira
Í NÝRRI könnun sem Nýmiðlun framkvæmdi fyrir SÁÁ kemur fram að 86% svarenda sögðust þekkja einhvern sem á við áfengis- eða vímuefnavanda að etja.
Meira
Jón Ingvar Jónsson orti þegar hagyrðingurinn Helgi Zimsen og Rósa eiginkona hans eignuðust dóttur: Núna vil ég Helga hrósa sem hefur á ýmsu lag, föðurbetrung fæddi Rósa í fyrradag.
Meira
BLÚSSÖNGKONAN fræga Zora Young hefur boðið Halldóri Bragasyni gítarleikara að leika með sér og hljómsveit sinni á stóra sviði helstu blúshátíðar í heimi, Chicago-blúshátíðarinnar, laugardagskvöldið 10. júní næstkomandi.
Meira
* ÞÓRUNN Ósk Þorgeirsdóttir lyfjafræðingur varði doktorsritgerð sína, Development of topical dosage forms for an antimicrobial monoglyceride, Mónóglýseríð til meðferðar á húð- og slímhúðarsýkingum: þróun lyfjaforma. Vörnin fór fram 3. febrúar sl.
Meira
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is Búist við að ný áætlun verði sett af stað 2007 Undirbúningsvinna stendur nú yfir fyrir nýtt verkefni sem áætlað er að hefjist á næsta ári, en INTERREG III lýkur á þessu ári.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ODDEYRI, dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að draga minna úr umsvifum sínum í fiskeldi hérlendis en áður var ætlunin og auka hlut sinn í eldi á bleikju og lúðu.
Meira
Riyadh. AFP. | Eigandi veitingastaðar í Sádi-Arabíu hefur flúið land eftir að hafa verið dæmdur til 90 vandarhögga fyrir að ráða tvær konur til starfa.
Meira
Fyndnasti Vestfirðingurinn | Gunnar Örn Rögnvaldsson hlaut nafnbótina fyndnasti maður Vestfjarða 2006 í keppni um titilinn sem haldin var í þriðja sinn í Krúsinni á Ísafirði á dögunum.
Meira
Patreksfjörður | Magnús Jóhannsson kaupmaður færði nýlega Vesturbyggð að gjöf málverk. Um er að ræða málverk Gunnlaugs Blöndals af Einari Benediktssyni. Myndin er máluð í Herdísarvík þar sem Einar bjó síðustu æviár sín.
Meira
Færeyskt rokk | Færeyska hljómsveitin Déja vu leikur í kvöld á Græna hattinum. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Þeir Déja vu-menn segjast rokkarar í anda Pink Floyd, Coldplay og...
Meira
Berlín. AFP. | Samtök grænfriðunga gagnrýndu í gær harðlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna um Tsjernobyl-kjarnorkuslysið í Hvíta-Rússlandi og sögðu, að allt of lítið væri gert úr afleiðingum þess. Eftir viku, 26. apríl, verða liðin 20 ár frá slysinu.
Meira
MARGRÉT Halldórsdóttir, vistmaður á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, varð 100 ára annan í páskum og af því tilefni var haldið kaffisamsæti á Hlíð síðdegis. Margrét, sem fæddist á Tréstöðum í Hörgárdal 17. apríl 1906, hefur áratugum saman búið á...
Meira
UNGIR fangar í fangelsinu Litla-Hrauni eru sumir hverjir aðgangsharðir fíkniefnasölumenn innan fangelsisveggjanna samkvæmt lýsingu eldri fanga í nýjasta tölublaði Hraunbúans sem gefið er út af föngum.
Meira
TVEIR menn voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn á innflutningi á rúmlega tveimur tugum kílóa af fíkniefnum, en var sleppt að loknum yfirheyrslum. Fjórir menn voru sl. föstudag úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna málsins.
Meira
LÆKNUM gengur afar vel að reka eigin lækningastofur sem verða sífellt stærri og fullkomnari án þess að miðstýrt stjórnkerfi þenjist þar út. Þeir eru nefnilega fagmenn og þekkja sitt fag út og inn og eru því óumdeilanlega leiðtogar lækninganna.
Meira
KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræðir í nýlegu viðtali við bandaríska tímaritið MIT Tecnology Review um starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), meðal annars um genaleit og lyfjaþróun.
Meira
ÁKVEÐIÐ var á fundi íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsráðs Akureyrar á dögunum að niðurgreiða þátttöku barna fæddra 1995 til og með 2000 í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi að upphæð 10.000 kr. á árinu á þessu ári.
Meira
Ungt fólk á Íslandi er almennt jákvætt í garð hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni og framtíðar Íslands. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu meðal 19-20 ára ungmenna.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is KREDITKORT hækka smásöluverð mun meira en um þau 2,5%, sem kemur fram í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um kostnaðarhækkun vegna korta, að mati Sigurðar Lárussonar, kaupmanns í Dalsnesti í Hafnarfirði.
Meira
"Ég hefði ekki viljað standa niðri á bakka hér á föstudaginn langa, það var snjókoma; en þeir sögðu að veðrið hefði verið fínt og þeir veiddu vel, einar níu bleikjur," sagði Aðalheiður Jóhannesdóttir, húsfreyja á Spóastöðum í Biskupstungum,...
Meira
GENGISVÍSITALA krónunnar hefur ekki verið hærri frá því í maí árið 2002, en gengisvísitala hækkaði um 1,75% í gær og veiktist krónan sem því nemur. Við upphaf viðskipta var gengisvísitalan 128,80 og við lokun var hún 131,10.
Meira
Neyðaraðstoðarsími fyrir fuglana Í pistli sínum í Tímariti Morgunblaðsins, síðastliðinn sunnudag, gaf Auður Jónsdóttir í skyn að strembið væri að finna hjálp fyrir veika fugla við Tjörnina vegna skorts á Dýrahjálparlínu í Reykjavík.
Meira
Hafnarfjörður | Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að lækka verulega leikskólagjöld í leikskólum bæjarins. Tekur lækkunin gildi frá 1. maí nk. Almenn gjöld miðað við átta tíma vist á dag lækka úr 28.
Meira
MAÐURINN sem lést í slysi í gönguferð á portúgölsku eyjunni Madeira á sunnudag hét Árni G. Stefánsson, til heimilis í Brautarlandi 15 í Reykjavík. Hann fæddist 3. nóvember 1932 og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur...
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ALAN Lowe, borgarstjóri í Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, hefur undirritað yfirlýsingu þess efnis að dagurinn í dag, 19. apríl 2006, sé sérstakur Íslandsdagur í borginni.
Meira
TVISVAR á ári fer Elísabet Guðmundsdóttir lýtalæknir í sjálfboðavinnu til Indlands í þeim tilgangi að gera aðgerðir á indverskum börnum sem hafa meðfædd lýti eins og skarð í vör eða góm.
Meira
SMÆRRI sveitarfélögum hefur fækkað mjög á undanförnum árum. Þannig eru þrjátíu sveitarfélög af þeim 79 sem kosið verður í í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði með færri en 500 íbúa, eða 38% sveitarfélaganna.
Meira
HAGNAÐUR af starfsemi Sparisjóðs Norðlendinga nam rúmlega 186 milljónum króna árið 2005, samanborið við 126 milljónir króna árið áður og er þetta fjórða árið í röð sem hagnaður eykst milli ára.
Meira
Skrifstofa Morgunblaðsins á Akureyri er flutt í húsnæði Hölds á Tryggvabraut 12 og hefur Höldur tekið að sér afgreiðslu og dreifingu blaðsins á Akureyri.
Meira
VORBOÐUM á Reykjaneshrygg heldur áfram að fjölga og hafði Landhelgisgæslan í gær aflað upplýsinga um 42 karfaskip á hinu svokallaða NEAFC-svæði á Reykjaneshrygg.
Meira
Björgunarsveitin Sæbjörg í Ólafsvík hefur fest kaup á nýjum björgunarbíl. Mun hann leysa af hólmi Ford Econoline bifreið sem sveitin seldi á dögunum, sá bíll hafði þá þjónað sveitinni frá árinu 1983.
Meira
HALLA Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir að nær væri að gera úttekt á þeim vörugjöldum og tollum sem halda matvælaverði háu hér á landi en að gera úttekt á samþjöppun á matvörumarkaðnum.
Meira
Eftir Árna Helgason og Andra Karl "OKKAR skoðun hefur verið sú í langan tíma að það þurfi að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðbænum," segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, en á dögunum kynnti hópur á vegum dómsmálaráðuneytisins...
Meira
Ósló. AP. | Gífurleg rányrkja Rússa í Barentshafi er ekki aðeins beint tilræði við fiskstofnana, heldur einnig við afkomu sjómanna í Norður-Noregi. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá norska sjávarútvegsráðuneytinu.
Meira
BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Ólafur Daðason, forstjóri Hugvits, hafa undirritað þróunar- og samstarfssamning um GoPro málaskrárkerfi fyrir stofnanir ráðuneytisins.
Meira
Moskvu. AFP. | Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í gær að her landsins myndi hrinda hvers konar árásum á landið ef hervaldi yrði beitt vegna deilunnar um kjarnorkuáætlun Írana.
Meira
LÖGREGLAN í Hafnarfirði sektaði tíu ökumenn í gær fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og aka bíl samtímis. Vekur lögreglan athygli á því að sérstakt eftirlit verður með farsímanotkun ökumanna í umdæminu næstu daga.
Meira
SUMARDAGURINN fyrsti hefur lengi verið í hávegum hafður hjá skátum landsins og fagna þeir ævinlega komu sumarsins af miklum móð. Engin undantekning verður á því þetta árið og munu skátarnir á höfuðborgarsvæðinu taka virkan þátt í hátíðarhöldum dagsins.
Meira
LÍF og fjör ríkti í Skautahöllinni í Laugardal þegar börn og ungmenni frá frístundaheimilinu Vesturhlíð heimsóttu iðkendur úr listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur í gær.
Meira
Skipaljósmyndir á sýningu | Útiljósmyndasýning verður opnuð í skrúðgarði Þorlákshafnar sumardaginn fyrsta, klukkan 15. Á sýningunni verða 34 ljósmyndir af skipum og bátum sem gerðir hafa verið út frá Þorlákshöfn.
Meira
Þau eru ýmis handtökin í landlegunni og þarf að gera að afla og dytta að einu og öðru fyrir næsta túr eins og gengur. Skuggar brugðu á leik við sjóarann knáa í Djúpavogshöfn, sem í aftanskininu mundaði amboð sín fimlega í lognkyrrunni.
Meira
Olíuverð á heimsmarkaði fór í gær í 72,64 dollara fatið í London og 71,60 dollara í New York og er ástæðan einkum sögð áhyggjur af hugsanlegum átökum Írana og Bandaríkjamanna, en nýlegar yfirlýsingar Mahmouds Ahmadinejads Íransforseta hafa aukið...
Meira
BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í gær sr. Skúla Sigurð Ólafsson í embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli. Umsóknarfrestur rann út hinn 15. febrúar síðastliðinn og embættið veitist frá 1. maí næstkomandi.
Meira
Jerúsalem. AFP, AP. | Stjórn Ísraels kenndi í gær palestínsku hreyfingunni Hamas um sprengjutilræði sem kostaði níu manns lífið í Tel Aviv í fyrradag, mannskæðustu árás í Ísrael í tuttugu mánuði.
Meira
Stórskotalið hagyrðinga | Hagyrðingakvöld verður síðasta vetrardag í Félagsheimilinu á Blönduósi. Á svæðið mætir stórskotalið hagyrðinga sem láta í sér heyra um málefni líðandi stundar.
Meira
Aðstandendafélag aldraðra, AFA, vill tafarlausar úrbætur í launamálum starfsfólks á sjálfseignarstofnunum aldraðra sem mótmæla lágum launum sínum ítrekað. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.
Meira
Austur-Skaftafellssýsla | Úthlutað hefur verið þremur milljónum kr. úr Kvískerjasjóði. Styrkt voru sjö verkefni en fimm þeirra lúta að víðtækum rannsóknum á Öræfajökli og áhrifum hans á landmótun, byggð og mannlíf í Öræfum.
Meira
TVEIR menn voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn á innflutningi á rúmlega tveimur tugum kílóa af fíkniefnum og var þeim sleppt að yfirheyrslum loknum. Fjórir menn voru sl. föstudag úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna málsins.
Meira
Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is LEIGÐAR verða tvær björgunarþyrlur af sambærilegri gerð og nú eru í rekstri hjá Landhelgisgæslu Íslands til bráðabirgða, til að ekki dragi úr björgunargetu með þyrlum hér á landi við brotthvarf varnarliðsins.
Meira
ENDURKRÖFUNEFND vegna umferðarmála bárust samtals 70 ný mál til úrskurðar í fyrra. Af þeim samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða að hluta í 66 málum.
Meira
Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is OLÍUVERÐ á heimsmarkaði var í hæstu hæðum í gær þegar það fór í 72,64 dollara fatið í London og í 71,60 dollara í New York.
Meira
Ölfus | Opið hús verður í starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, 20. apríl, eins og hefð var orðin hjá Garðyrkjuskólanum. Í ár eru það starfsmenn skólans sem standa fyrir þessum degi.
Meira
NETORKA HF. hefur tekið í notkun upplýsingakerfi sem mun gera upp orkunotkun milli seljenda og kaupenda og halda utan um allar breytingar á viðskiptum raforkuseljenda og -kaupenda.
Meira
Í DAG kl. 16.00 verður undirritaður í Víkinni, Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8, samningur milli Siglingastofnunar Íslands og Víkurinnar um varðveislu gripa frá Siglingastofnun.
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÍSLENSKUR vísindamaður, dr. Þorbjörg Jensdóttir, hefur þróað nýja aðferðafræði við rannsóknir á glerungseyðingu tanna af völdum súrra drykkja og fastrar fæðu á borð við sælgæti.
Meira
Mývatnssveit | Það er ástæða til að minna fólk fyrir vestan, norðan og austan á að það er þröngt í búi hjá snjótittlingunum. Þrálát ótíð að undanförnu hefur valdið því að nú þurfa þeir að herða sultarólina.
Meira
San Francisco. AP, AFP. | Þess var minnst í San Francisco í gær, að þá voru liðin 100 ár frá landskjálftanum mikla, sem lagði borgina að mestu leyti í rúst.
Meira
LANGAR raðir mynduðust við dekkjaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu strax í gærmorgun, og ljóst að margir hafa ákveðið að bíða þar til eftir páska með að skipta út vetrardekkjunum.
Meira
Á skírdag birtist hér í Morgunblaðinu athyglisvert viðtal við Guðna Ágústsson, varaformann Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra. Viðtalið vekur athygli fyrir tvennt.
Meira
Ef til vill kinka margir kolli þegar Framsóknarflokkurinn talar um þjóðarsátt um flugvöll á Lönguskerjum og hugsa með sér að það sé göfugt markmið. Hvernig getur þjóðarsátt verið annað?
Meira
AUÐUR Jónsdóttir rithöfundur hefur ákveðið að flytja sig til JPV útgáfu en bækur hennar hafa áður komið út hjá Máli og menningu. Auður hefur þegar skipað sér á bekk með helstu rithöfundum landsins.
Meira
TÍMARITIÐ Mannlíf, í samvinnu við Hið íslenska glæpafélag, beinir sjónum sínum að sakamálum í smásagnasamkeppni ársins 2006. Í fyrra gaf Mannlíf út fylgirit með sex hrollvekjum sem valdar höfðu verið bestu innsendu sögurnar.
Meira
SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld heimildarmynd um bandaríska tónskáldið John Adams, en verk hans eru oftar flutt í Ameríku en verk nokkurs annars lifandi tónskálds.
Meira
Leikstjórn: Paul McGuigan. Aðalhlutverk: Josh Hartnett, Morgan Freeman, Ben Kingsley, Lucy Liu, Stanley Tucci, Bruce Willis. Bandaríkin, 110 mín.
Meira
Einu sinni var sú hefð í heiðri höfð hjá Ríkissjónvarpinu að flytja páskaleikrit á samnefndri hátíð og var það reyndar í kjölfarið á því að jólaleikrit hafði verið flutt á jólum þar á undan.
Meira
KVIKMYNDIN Failure to Launch er rómantísk gamanmynd sem fjallar um hinn rúmlega þrítuga Tripp sem hefur ekki enn flutt að heiman. Hann hefur hreinlega aldrei haft neina sérstaka ástæðu til þess að gera það því honum líður vel heima hjá foreldrum sínum.
Meira
Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is HALLDÓRI Bragasyni gítarleikara hefur verið boðið að koma fram með blússöngkonunni frægu Zoru Young og hljómsveit hennar á stóra sviði Chicago-blúshátíðarinnar laugardagskvöldið 10. júní næstkomandi.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SIGFÚSARHÁTÍÐ verður haldin á Reykhólum á morgun, sumardaginn fyrsta. Tíu ár eru liðin frá andláti Sigfúsar Halldórssonar tónskálds og er hátíðin tileinkuð honum.
Meira
FÆREYSKA hljómsveitin Deja Vu kom hingað til lands í gær með ferjunni Norrænu, en sveitin mun halda tónleika á Akureyri, í Reykjavík og Reykjanesbæ. Deja Vu var stofnuð í Færeyjum í september árið 2000.
Meira
Út er komin á vegum Háskólans á Akureyri bókin Andans arfur . Tíu erindi um manninn, fræðimanninn, menntafrömuðinn, sálfræðinginn og bókfræðinginn Guðmund Finnbogason. Ritstjórar eru Trausti Þorsteinsson og Bragi Guðmundsson.
Meira
Opnunartónleikar Blúshátíðar í Reykjavík þar sem fram komu Andrea Gylfadóttir, Páll Rósinkranz, Skaf, The Bumcats og Blússveit Þollýar. Þriðjudagskvöldið 11. apríl kl. 21.
Meira
TEIKNIMYNDIN svala, Ísöld 2 , hélt toppsætinu aðra helgina í röð með um 8.500 manna aðsókn. Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu bendir á að þetta sé aðeins 28% minni aðsókn en á opnunarhelginni, sem þykir gott.
Meira
GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Gísli Már Gíslason bókaútgefandi og Stefán Baldursson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri. Þeir kljást við þennan fyrripart: Krónan okkar kyndug er kastast upp og niður.
Meira
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Í DAG, við upphaf viku bókarinnar, fá öll íslensk heimili ávísun að andvirði 1.000 kr. senda heim. Að framtakinu standa Félag íslenskra bókaútgefenda, bóksalar vítt og breitt um landið og bankinn Glitnir.
Meira
Sigurður Jónsson skrifar um samkeppnishæfni atvinnulífsins: "Allt þetta fólk þarf að bæta við menntun sína og viðhalda stöðugt þekkingu sinni og færni í gegnum skipulagða fræðslustarfsemi."
Meira
Vilhjálmur Karl Karlsson fjallar um framtíð slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli: "Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli á ekki að einkavæða né á að setja ávöxtunarkröfu því til höfuðs. Það myndi örugglega koma niður á þjónustu liðsins."
Meira
Frá Sigrúnu Á. Reynisdóttur: "ÉG VAR bæði reið og hneyksluð er ég horfði á viðtal í Kastljósi 30. mars síðastliðinn þar sem rætt var við Einar Odd Kristjánsson og Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismenn. Umræðuefnið var setuverkfall starfsfólks á öldrunardeildum."
Meira
Frá Birni Margeirssyni: "MEÐ HÆKKANDI sól vaknar náttúran og við mannfólkið um leið. Aukin birta fyllir okkur orku til að takast á við verkefni hversdagsins og flestir eiga auðveldara með að fara fram úr á morgnana."
Meira
Davíð Ólafur Ingimarsson skrifar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar: "Það sem vekur undrun mína er að á uppgangstíma sem þessum skuli Reykjavíkurborg ekki spara og greiða niður skuldir..."
Meira
ÞAÐ er staðreynd að Þorsteinn J. Vilhjálmsson er einn besti sjónvarpsmaður landsins. Enginn er hins vegar fullkominn. Sannaðist það í fréttaskýringaþættinum Kompás sem sýndur var á Stöð 2 á páskadag.
Meira
Sigurður T. Sigurðsson fjallar um kjaramál: "Lækkun á skattprósentu tekjuskatts um 4% skilar sér ekki til almennings á meðan stjórnvöld halda á málum eins og þau gera nú."
Meira
Kristín Á. Guðmundsdóttir fjallar um manneklu á öldrunarstofnunum: "Allt ber að sama brunni, heilbrigðisyfirvöld í nokkurs konar blindingsleik og tilvistarkreppu..."
Meira
Gunnlaugur Sigurðsson svarar Jakobi Björnssyni: "Er ekki nóg að þurfa að þola afleiðingar stóriðjustefnunnar fyrir íslenskt náttúrufar þótt Jakob láti það vera að menga umræðuna um hana með rökleysum?"
Meira
Blöskrar bensínverðið ÉG fór á bensínstöð sl. miðvikudag, 12. apríl, og blöskraði bensínverðið en það var komið upp í 124,30 kr. Ég er félagsmaður í FÍB og finnst mér einkennilegt hvað þeir eru máttlausir í svona málum.
Meira
Gestur Guðjónsson fæddist á Gvendarnesi við Fáskrúðsfjörð 24. október 1929. Hann lést á St. Jóssefsspítala í Hafnarfirði 8. apríl síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Jóhannesson fæddist á Hafþórsstöðum í Norðurárdal 11. október 1915. Helgi lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að morgni 11. apríl síðastliðins. Hann fluttist barnungur með foreldrum sínum að Svínhóli í Miðdölum þar sem hann ólst upp.
MeiraKaupa minningabók
Hreggviður Hermannsson fæddist í Hrísey á Eyjafirði 22. júlí 1931. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi laugardaginn 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigfús Hermann Jónasson, sjómaður í Hrísey á Eyjafirði, f. 8.
MeiraKaupa minningabók
Sigþrúður Jórunn Tómasdóttir fæddist í litla skólanum við Skólaveg í Keflavík 15. janúar 1917. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jórunn Tómasdóttir húsfrú, f. á Járngerðarstöðum í Grindavík 31. mars 1890, d.
MeiraKaupa minningabók
Unnur Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1922. Hún lést á Landakotsspítala að morgni 11. apríl síðastliðins. Foreldrar hennar voru Unnur Helgadóttir, f. á Flateyri í Önundarfirði 20. feb. 1903, d. 10. okt. 1976, og Lárus Pálmi Lárusson, f.
MeiraKaupa minningabók
EKKERT verður af sölu Danól og Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar þar sem þau tilboð sem bárust í fyrirtækin reyndust ekki viðunandi, að mati núverandi eigenda. Fyrirtækin voru sett í söluferli í lok febrúar.
Meira
ATORKA Group hefur aukið við hlut sinn í flutningafyrirtækinu Interbulk Investments plc. og er orðinn stærsti hluthafinn með rúm 23% hlutafjár í félaginu. Markaðsverðmæti hlutarins eru rúmar 800 milljónir króna.
Meira
GENGISVÍSITALA krónunnar hefur ekki verið hærra frá því í maí árið 2002, en gengisvísitala hækkaði um 1,75% í gær, samkvæmt upplýsingum frá Glitni, og veiktist krónan sem því nemur.
Meira
GENGI Evru gæti orðið 105-110 krónur við næstu áramót, gangi spár Royal Bank of Scotland (RBS) eftir, en í nýrri skýrslu um ástand efnahagsmála hér á landi spáir greiningardeild bankans því að gengi krónunnar eigi enn eftir að lækka um sem nemur 15-20%...
Meira
DANSKA fréttastofan Ritzau segir að samkeppni þarlendra fjölmiðla um auglýsingatekjur sé komin á fulla ferð vegna áforma Dagsbrúnar um að hleypa nýju ókeypis blaði af stokkunum í haust.
Meira
SKOÐUN, dótturfélag Dagsbrúnar, sem nýverið keypti 51% hlutafjár í Kögun, hefur gert öllum hluthöfum í Kögun yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu.
Meira
HLUTABRÉF lækkuðu töluvert í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,09% og var 5.535 stig við lok viðskipta. Bréf tveggja félaga hækkuðu, Nýherja um 2,16% og Granda um 1,25%.
Meira
Vinsældir Cesar-salatsins vestanhafs virðast engan enda ætla að taka og nú er svo komið að salat þetta er á matseðli 75% bandarískra veitingastaða, allt frá skyndibitastöðum upp í dúkaða fínni staði.
Meira
Elísabet Guðmundsdóttir lýtalæknir fer tvisvar á ári til Indlands og gefur vinnu sína við að gera aðgerðir á indverskum börnum sem fæðst hafa með skarð í vör eða góm.
Meira
HIN árlega söngstund í Skógum verður sumardaginn fyrsta, 20. apríl, kl. 20.30. Dagskráin hefst með helgistund í Skógakirkju sem séra Haraldur M. Kristjánsson, prófastur í Vík, annast.
Meira
Bruce Clunies Ross ólst upp í Adelaide í Ástralíu. Þar nam hann ensku og bókmenntir. Hann lauk framhaldsnámi í enskum bókmenntum frá Balliol College, Oxford, og hlaut lektorsstöðu við Kaupmannahafnarháskóla 1970 þar sem hann kenndi ensku.
Meira
Víkverji elskar að ferðast og kíkja í góða bíltúra þegar hann á frí. Hann tók unnustu sína með sér í skemmtilega bílferð um helstu viðkomustaði Suðurlands á skírdag. Komu þau víða við í hinu eðla "gluggaveðri" sem ríkti; gengu m.a.
Meira
* ÁSTHILDUR Helgadóttir og Dóra Stefánsdóttir léku báðar allan leikinn fyrir Malmö þegar liðið tapaði fyrir meisturum Umeå , 2:0, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Dóra lék í stöðu vinstri bakvarðar en Ásthildur í framlínunni.
Meira
EINAR Hólmgeirsson var markahæstur hjá Grosswallstadt með sjö mörk þegar liðið tók Guðjón Val Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og samherja þeirra hjá Gummersbach í kennslustund í þýsku 1. deildinni í handknattleik og vann með 12 marka mun, 32:20.
Meira
ÞAÐ er óhætt að segja að úrslitakeppnin í körfuknattleik karla vakti mikla athygli og spennandi viðureignir settu svip sinn á keppnina. Njarðvíkingar fögnuðu sigri á Íslandsmótinu, í 13.
Meira
MARK Frakkans Ludovic Giuly fyrir Barcelona gegn AC Milan á Stadio Giuseppe Meazza í Mílanóborg í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gær getur reynst Barcelona gulls ígildi.
Meira
* HEIMIR Örn Árnason og Guðlaugur Arnarsson , handknattleiksmenn hjá Fylki , hafa framlengt samninga sína við félagið og leika því með liði þess á næsta keppnistímabili.
Meira
DÓMARARNIR sem dæma á HM í Þýskalandi í sumar fá 100% launahækkun. Þeir koma til með að fá 40.000 dollara í laun á viku sem samsvarar rúmum 3 milljónum íslenskra króna en á HM í Japan og S-Kóreu fyrir fjórum árum fengu dómararnir 20.
Meira
Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is KÁRI Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem leikur með sænska meistaraliðinu Djurgården, verður frá æfingum og keppni næstu þrjár vikurnar.
Meira
KNATTSPYRNA Deildabikar karla B-deild, 1. riðill: HK - Víðir 2:1 Staðan: Leiknir R. 431011:610 ÍR 430113:79 HK 430111:59 Víðir 41125:54 ÍH 41036:103 Reynir S. 40042:150 *Efsta liðið kemst í undanúrslit.
Meira
KOBE Bryant skoraði 43 stig þegar LA Lakers tryggði sér sæti í úrslitakeppni bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar í fyrrakvöld með sigri á Phoenix Suns, 109:89. Lakers er nú öruggt með 7.
Meira
ARSENAL leikur í kvöld síðasta Evrópuleik sinn á Highbury þegar liðið tekur á móti spænska liðinu Villarreal í fyrri viðureign félaganna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurliðið úr þessari rimmu mætir annaðhvort Barcelona eða AC Milan í úrslitaleik í París 17. maí.
Meira
Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing til birtingar: Hjörtur Gíslason ritstjóri sjávarútvegskálfs Morgunblaðsins "Úr verinu" er höfundur bryggjuspjallsins hinn 12. þ.m. Fyrirsögn greinar hans er "Einstakt glóruleysi".
Meira
Fyrirtækið Fjörfiskur er nú orðið hið öflugasta í smásölu á fiskafurðum á landinu. Það selur fisk í neytendaumbúðum í öllum helstu verslunum landsins og til stóreldhúsa.
Meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu var heildaraflinn í nýliðnum mars 132.095 tonn en aflinn var 214.668 tonn í mars 2005. Heildarafli marsmánaðar 2006 er því 82.573 þúsund tonnum minni en í mars 2005.
Meira
Í Verinu í dag er birt yfirlýsing frá þremur skipstjórum smábáta frá Vestfjörðum. Þeir eru ósáttir við skrif í síðasta Bryggjuspjalli. Samkvæmt yfirlýsingunni hafa þeir nokkuð til síns máls.
Meira
Veiðin helst enn mjög góð hjá frystitogurunum sem halda sig á miðunum suðvestur af landinu og metin falla hjá þeim hvert af öðru. Frystitogarinn Gnúpur GK 11, eitt af skipum Þorbjörns-Fiskaness hf.
Meira
Þá er komið að rauðsprettunni. Hún er sérlega ljúffengur fiskur með sérstöku bragði, sem engan svíkur. Hana má, eins og annan fisk, elda á óteljandi vegu en hún er alltaf góð steikt á pönnu.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt sérstakar aðgerðir til stuðnings fiskeldis í landinu. Þær felast m.a. í sérstökum fjárveitingum til kynbóta á eldisþorski og -bleikju og til markaðssetningar á bleikju.
Meira
Eftir Marsibil Sæmundardóttur: "B-LISTINN í Reykjavík vill að öll börn í borginni, 5 til 18 ára, fái frístundakort að upphæð 40 þúsund kr. á ári sem þau geta notað til að greiða fyrir þátttöku í viðurkenndum íþróttum, tómstundum eða listnámi."
Meira
Eftir Ólaf Þór Gunnarsson: "Í MORGUNBLAÐINU síðastliðinn miðvikudag, í miðri dymbilvikunni, birtist grein eftir dr. Gunnar Birgisson bæjarstjóra og verkfræðing ("Hagkvæmast fyrir barnafólk að búa í Kópavogi", Mbl. 12.4. '06 bls. 35)."
Meira
Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson: "Í GREIN í Morgunblaðinu bar ég saman framkvæmdir í Reykjavík er lúta að uppbyggingu þjónustuíbúða, þjónustu- og félagsmiðstöðva og hjúkrunarrýma fyrir aldraða, í valdatíð sjálfstæðismanna og síðan R-listans. Þar er ólíku saman að jafna."
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.