Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd brá sér í borgarferð í febrúar. Var þetta reynslurík ferð og þegar heim var komið orti hann um umferðina í höfuðborginni: Heim ég sótti höfuðborg, hljóður gekk um stræti og torg.
Meira
Garmisch-Partenkirchen. AFP. | Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið, að allir innflytjendur verði að taka próf í þýsku og samfélagsfræðum og standist þeir það ekki, muni þeir ekki fá þýskan borgararétt. Skýrði innanríkisráðherra Bæjaralands frá þessu í gær.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 252 orð
| 1 mynd
Stokkseyri | Áhugaaðilar um byggingu þriggja sívalra sex hæða íbúðaturna á Stokkseyri boða til almenns kynningarfundar 9. maí vegna óska þeirra til Sveitarfélagsins Árborgar um turnbyggingar vestan Kaðlastaða á Stokkseyri.
Meira
Barnalist | Fimm ára börn á leikskólanum Klöppum opna sýningu á myndverkum á Bókasafni Háskólans á Akureyri í dag kl 13. Þau hafa í vetur tekið þátt í rannsóknarverkefni um fagurfræðilega upplifun barna.
Meira
BIFHJÓLASÝNING verður í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi í dag, laugardaginn 6. maí, kl. 13-17. URAL-umboðið mun kynna nýtt hjól af gerðinni URAL-Vorona árgerð 2006. Hjólið er númer 30 af 33 hjólum framleiddum af þessari gerð.
Meira
KARLMAÐUR var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði eftir bílveltu í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi í gærdag. Missti maðurinn stjórn á lítilli jeppabifreið í beygju við brúna yfir Botnsá með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vegar og valt.
Meira
"ÞETTA er gleðiverkefni sem snýst um að kynna íþróttir fyrir börn með jákvæðum hætti og hvetja þau til þess að hreyfa sig í leik," segir Svava Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, en bandalagið gefur um þessar mundir...
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt konu í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis og lyfja og fyrir að sparka í lögreglumann eftir að hún var handtekin.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 800 orð
| 1 mynd
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Stefnir í tap á rekstri Landsvirkjunar í ár Breytingar á gengi krónunnar hafa afgerandi áhrif á afkomu Landsvirkjunar. Fyrirtækið skuldaði um síðustu áramót 122 milljarða og hefur verið að fjárfesta mikið síðan.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 230 orð
| 1 mynd
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekkert í nýju frumvarpi sínu um Landhelgisgæsluna, sem nú er til umræðu í allsherjarnefnd, gefa tilefni til að ætla að með því sé stefnt að verri kjörum flugmanna Gæslunnar eins og varaformaður FÍA hefur nefnt.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 141 orð
| 1 mynd
Hellisheiði | Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fagnar hugmyndum sem Sjóvá hefur kynnt stjórninni um einkaframkvæmd á fjögurra akreina upplýstum vegi á milli Selfoss og Reykjavíkur og hvetur samgönguráðherra og yfirvöld samgöngumála til að kanna...
Meira
Húsavík | Bæjarráð Húsavíkurbæjar fagnar því að loks skuli hilla undir varanlega vegagerð með Jökulsá á Fjöllum af hringvegi niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi. Ályktun þess efnis var samþykkt samhljóða.
Meira
FYRIRGREIÐSLA við stjórnmálaflokka vegna sveitarstjórnarkosninga í ár var afgreidd á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun, en hefðbundið er að framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna fari fram á slíka fyrirgreiðslu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík hélt úti öflugu átaki gegn ölvunarakstri í miðborginni aðfaranótt föstudags. Voru 120 bifreiðar stöðvaðar á milli klukkan eitt og tvö og ástand ökumanna kannað.
Meira
F-LISTINN í Eyjafjarðarsveit hefur birt framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Að F-listanum stendur hópur einstaklinga sem hefur að sameiginlegu markmiði að vinna að eflingu sveitarfélagsins og framfaramálum, óháð stjórnmálaflokkum.
Meira
Abuja. AFP. | Stjórnvöld í Súdan og helsta skæruliðafylkingin í Darfur undirrituðu í gær samkomulag um frið og er vonast til, að með því verði bundinn endi á borgarastríðið í héraðinu.
Meira
VÍSINDAMENN World Conservation Society í New York hafa fundið átta nýjar froskategundir í SA-Asíuríkinu Laos á undanförnum tveimur árum. Meðal þeirra er tegund þar sem karldýrið er aðeins hálfdrættingur á við kvendýrið að stærð.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 203 orð
| 1 mynd
MARGARET Beckett er fyrsta konan sem skipuð hefur verið í embætti utanríkisráðherra í Bretlandi og konur fara nú fyrir tveimur af áhrifamestu utanríkisráðuneytum heimsins, því breska og því bandaríska.
Meira
Washington. AFP. | Porter Goss hefur sagt af sér sem forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, tilkynnti þetta í Hvíta húsinu í Washington í gær.
Meira
GUST fatahönnun opnar nýja verslun og vinnustofu á Laugavegi 70 í dag, laugardaginn 6. maí. Viðskiptavinir sem og aðrir velunnarar eru boðnir velkomnir. Opið verður frá kl. 12 til 18 á löngum laugardegi.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald fjögurra manna sem grunaðir eru um stóra fíkniefnamálið sem varðar smygl á á þriðja tug fíkniefna sem fannst í bíl í Sundahöfn fyrr í vor.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 382 orð
| 1 mynd
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Andra Karl JÓNAS Garðarsson, sem sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi vegna slyssins við Skarfasker á Viðeyjarsundi í september sl.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 685 orð
| 1 mynd
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur með úrskurði hafnað kröfu Jóns Ólafssonar um að opinber rannsókn ríkislögreglustjóra á hendur honum verði felld niður. Úrskurðurinn var kveðinn upp sl. fimmtudag.
Meira
FYRSTA sumarhelgi ársins virðist í uppsiglingu, og er spáð allt að 18 stiga hita suðvestanlands á sunnudag. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitastig verði nokkuð hátt alls staðar á landinu um helgina.
Meira
Reykjavík | Nemendur Hlíðaskóla eru duglegir að nota leiksvæðið á Miklatorgi. Börn voru um allt svæðið einn góðviðrisdaginn. Hér sjást Valborg Sunna og Kristel í góðri...
Meira
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is PILTAR í framhaldsskóla, 16-19 ára gamlir, virðast margir hafa ánetjast klámi, að því er ný rannsókn á kynhegðun ungs fólks og kynferðislegri misnotkun barna leiðir í ljós. Rannsóknin náði til nær 10.
Meira
Í tilefni af 50 afmæli Sparisjóðsins í Kópavogi, SPK, bauð sparisjóðurinn öllum leikskólabörnum í Kópavogi að sjá brot úr söngleiknum Hafið bláa.
Meira
Puerto Iguazu. AFP. | Evo Morales, forseti Bólivíu, hét því á leiðtogafundi, sem haldinn var vegna þeirrar ákvörðunar forsetans að þjóðnýta gas- og olíulindir landsins, að Bólivíumenn myndu sjá grannríkjunum Brasilíu og Argentínu fyrir nægu jarðgasi.
Meira
FJÓRÐUNGSSAMBAND Vestfirðinga, í samvinnu við sýninguna Perlan Vestfirðir, boðar til málþings á Hótel Loftleiðum um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum laugardaginn 6. maí kl. 10-12.
Meira
MANNANAFNANEFND hefur samþykkt kvenmannsnafnið Bil, sem eiginnafn. Tekið er fram í úrskurði nefndarinnar að eiginnafnið Bil taki íslenska eignarfallsendingu, Bilar, og teljist það hafa áunnið sér hefð í samræmi við ákvæði laga um mannanöfn.
Meira
Aþenu. AP. | Óeirðalögreglumenn í Aþenu lentu í gær í slag við fólk sem reyndi að komast inn í lögreglustöð til að mótmæla aðbúnaði ólöglegra innflytjenda sem þar eru vistaðir og munu nokkrir mótmælenda hafa særst. Nokkrir voru hafðir í haldi um hríð.
Meira
SKÓLASTEFNA Akureyrar var gefin út í vikunni í fyrsta skipti og lögðu fulltrúar flokka í minnihluta og meirihluta bæjarstjórnar áherslu á að sérlega góð samstaða hefði verið á milli allra flokka við þá vinnu.
Meira
Seltjörn | Reykjanesbær mun útbúa nýjan völl fyrir Flugmódelfélag Suðurnesja við Seltjörn. Kemur völlurinn í stað aðstöðu félagsins í Grófinni í Keflavík sem eyðilagðist þegar lagður var nýr vegur að iðnaðarsvæðinu við Helguvík.
Meira
Í dag opnar Svandís Egilsdóttir myndlistarkona sýningu í Galleríi Klaustri, Skriðuklaustri, sem ber heitið ó-hrein-dýr. Á sýningunni eru olíumyndir sem Svandís hefur málað síðustu misseri eftir að hún flutti austur á land.
Meira
6. maí 2006
| Innlent - greinar
| 1317 orð
| 4 myndir
Landnámssetur eitt kostafagurt verður opnað í Borgarnesi eftir rétta viku. Svavar Knútur Kristinsson og Eyþór Árnason brugðu sér bæjarleið og heimsóttu hjónin Sigríði Margréti Guðmundsdóttur og Kjartan Ragnarsson, sem hafa átt veg og vanda af byggingu setursins.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 1407 orð
| 6 myndir
MEIRA en helmingur íslenskra 16-19 ára pilta skoðar klámefni einu sinni í viku eða oftar og íslensk ungmenni virðast hefja kynlíf síðar en oft hefur verið haldið fram.
Meira
Moskvu. AP. | Mannréttindasamtökin Amnesty International segja morð á fólki af öðrum kynþætti en hvítum nú svo tíð í Rússlandi að ástandið sé "stjórnlaust".
Meira
ÍBÚAR Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss hafa fengið aðgang að rafrænu þjónustutorgi sem er hluti af Sunnan3 verkefninu. Torgið var kynnt og opnað í fyrradag.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 128 orð
| 1 mynd
ÁKVEÐIÐ hefur verið að vínbúðir ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu verði opnar til 18 á laugardögum, en fram að þessu hafa einungis þrjár vínbúðir verið opnar á laugardögum.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 325 orð
| 1 mynd
Dýrafjörður | "Við berum miklar tilfinningar til staðarins og þætti súrt í broti ef staðurinn yrði seldur án þess að hugað yrði að varðveislu þeirrar miklu sögu sem þarna hefur orðið til," segir Ólafur Sigurðsson, úr hópi gamalla nemenda...
Meira
Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BRESKIR stjórnmálaskýrendur sögðu í gær, að uppstokkunin á bresku stjórninni benti til, að Tony Blair forsætisráðherra væri staðráðinn í að sitja áfram þrátt fyrir ósigurinn í sveitarstjórnarkosningunum í fyrradag.
Meira
ÁÆTLUN Viðeyjarferjunnar frá Sundahöfn eru hafnar. Siglt verður alla daga í sumar eftir eftirfarandi áætlun: Til Viðeyjar kl. 13, 14, 15, 16, 17 og 19. Frá Viðey kl. 13.15, 14.15, 15.15, 16.15, 17.15 og 19.15. Ferð báðar leiðir kostar 750 kr.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 1163 orð
| 1 mynd
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÖRN Ingi Gíslason, listamaður á Akureyri, fer ekki alltaf troðnar slóðir. Kannski aldrei. Í dag frumsýnir hann eigin bíómynd í fullri lengd, í listhúsi sínu, Arnarauga við Óseyri.
Meira
Eftir Örnu Schram arna@mbl.is "ÉG geri mér grein fyrir því að skoðanir eru skiptar um málefni Reykjavíkurflugvallar í öllum flokkum," segir Björn Ingi Hrafnsson, efsti maður á lista X-B í Reykjavík.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 303 orð
| 1 mynd
KOMA Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, til Noregs og kynning á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands (SVF) hefur vakið mikla athygli í Noregi, segir Auður Hauksdóttir, forstöðumaður SVF.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 318 orð
| 1 mynd
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnson siggip@mbl.is MIKLAR vangaveltur hafa verið uppi um uppruna tjaldsparsins Styrmis og frúar, sem Morgunblaðið greindi frá í gær, en parið hefur tekið sér bólfestu á þaki Morgunblaðshússins í Kringlunni.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 104 orð
| 1 mynd
NÝLEGA var veittur styrkur úr minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar organleikara. Að þessu sinni hlaut styrkinn Daði Birgisson til framhaldsnáms í orgel- og hljómborðsleik.
Meira
SELKÓRINN á Seltjarnarnesi ásamt hljómsveit heldur styrktartónleika til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Tónleikarnir verða haldnir í dag, laugardaginn 6. maí kl.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 176 orð
| 1 mynd
RÍFLEGA fjögur hundruð manns hafa kosið utan kjörfundar hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík nú þegar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninganna, sem fram fara 27. maí nk. Kosið verður til bæjar- og sveitarstjórna í 79 sveitarfélögum.
Meira
6. maí 2006
| Erlendar fréttir
| 565 orð
| 3 myndir
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, stokkaði rækilega upp í ríkisstjórn sinni í gær í kjölfar mikils ósigurs Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í fyrradag.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 522 orð
| 1 mynd
Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | Knattspyrnumenn á Selfossi hafa sett sér það metnaðarfulla markmið að byggja upp gott afrekslið í knattspyrnu sem geti verið góð fyrirmynd yngri árganga félagsins og hafi burði til að ná árangri í keppni og koma Selfossi á...
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 317 orð
| 1 mynd
MIKIÐ var um dýrðir og fjölmenni á 20 ára afmælishátíð og vorfagnaði Grandaskóla í gær. Hátíðardagskráin hófst með mikilli skrúðgöngu um 140 nemenda og starfsfólks skólans og því næst var boðið upp á fjölbreytta dagskrá, sem stóð til kvölds.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VERÐ á áli fór upp í 2.908 dollara tonnið í gær, en þetta er hæsta verð síðan í júní 1988. Í ársbyrjun kostaði tonnið tæplega 2.300 dollara.
Meira
VÍSITALA neysluverðs hefur hækkað fjórfalt meira á Íslandi en í Svíþjóð á einu ári, og mun meira en á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.
Meira
6. maí 2006
| Innlendar fréttir
| 260 orð
| 1 mynd
VEL gekk að hífa Zimsenhúsið svokallaða upp á sérstyrktan vörubílspall í gærkvöldi, en húsið verður flutt undir morgun í dag út á Granda, þar sem það verður geymt þar til búið er að ákveða hvað verður um þetta gamla fyrrverandi pakkhús, sem hefur staðið...
Meira
HUGMYNDIR ríkisskattstjóra um að færa hluta þjóðskrár undir umsjá skattkerfisins hafa komið fram áður, og verið hafnað, segir Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri.
Meira
Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Bretlandi eru áfall fyrir Verkamannaflokkinn og Tony Blair. Ef úrslit kosninganna eru yfirfærð á landsvísu er Verkamannaflokkurinn orðinn þriðji stærsti flokkurinn á eftir Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum.
Meira
Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur réttilega fordæmt auglýsingu um jeppaferðir á Íslandi, sem birt var í nafni Ferðamálaráðs í blaðinu Kaupmannahafnarpóstinum.
Meira
Forystumenn launþegahreyfingarinnar eru viðkvæmir menn. Í fyrradag skrifaði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, grein hér í Morgunblaðið, þar sem hann veittist að blaðinu vegna umfjöllunar um hátíðahöldin 1. maí.
Meira
Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson, sem er landsþekktur fyrir hleðslur úr grjóti og torfi, sýslar hér við vegghleðslu fyrir framan Gerðuberg. Hann, ásamt þeim Katli Larsen og Jóni Ólafssyni, opnar þar sýningu í dag.
Meira
LEIKHÚSIÐ Frú Emilía frumsýndi 100 ára hús eftir Jón Atla Jónasson fyrir nokkru á Ylströndinni í Nauthólsvík í gömlu spítalatjaldi frá breska hernum. Uppselt var á allar sýningarnar fjórar.
Meira
ARNBJÖRG María Danielsen sópran þreytir burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með tónleikum í Íslensku óperunni laugardaginn 6. maí kl. 18. Á efnisskránni eru verk eftir Händel, Rodrigo, Liszt, Mozart og Delibes.
Meira
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 6. júní næstkomandi mun Bubbi Morthens halda stórtónleika í Laugardalshöll í tilefni af 50 ára afmæli sínu þann sama dag. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina 06.06.
Meira
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LISTALÍFIÐ verður fjölskrúðugt um helgina. M.a. má nefna sýningu þriggja alþýðulistamanna í Gerðubergi sem verður opnuð í dag kl. 15:00.
Meira
SAMTÖKIN Neyðarhjálp úr norðri standa fyrir fjölskylduskemmtun í Loftkastalanum í dag frá kl. 14. Tilgangurinn er að safna fé til styrktar fórnarlömbum nýafstaðinna flóða í Tékklandi. Aðgöngumiðinn kostar 1.
Meira
Leikkonan Angelina Jolie er víst svo sólgin í ákveðna tegund súkkulaðistykkja, Reese's Pieces, að hún lét senda sér heilan kassa af þeim til Namibíu, þar sem hún er nú stödd með unnusta sínum Brad Pitt .
Meira
Í dag verður mikið um að vera í Hinu húsinu . Ýmsir aðilar koma saman og sýna og selja glæsilegt og vandað handverk. Meðal annars sem verður á boðstólum eru glæsilegar töskur, ungbarnaföt, textílverk og vandaðir munir úr tré.
Meira
Stjörnuhjónin Victoria og David Beckham vilja eignast stelpu, að sögn breska glanstímaritsins Grazia , og halda að líkurnar á því aukist með því að hafa samfarir standandi.
Meira
VERK byggt á þjóðsögum unnið í samvinnu leikhóps og listrænna aðstandenda. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd og búningar: Frosti Friðriksson og Þórunn Sveinsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir.
Meira
SIGURJÓN Sighvatsson framleiðandi heldur að þessu sinni til kvikmyndahátíðarinnar í Cannes með tvær nýjar myndir í farteskinu. Önnur þeirra Zidane: 21.
Meira
UM ÞESSAR mundir eru margir kórar víðsvegar um land um það bil að ljúka vetrarstarfi sínu og halda af því tilefni uppskeruhátíðir sínar - vortónleikana. Nokkrir slíkir verða haldnir á næstunni; í dag kl.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Í dag, klukkan 17.30, hefst mikil tónlistarveisla í Laugardalshöll með erlendum sem innlendum sveitum.
Meira
BÓKAFORLAGIÐ Bjartur hefur gefið út í kilju sakamálasöguna Krosstré eftir Jón Hall Stefánsson . Liðlega fertugur arkitekt finnst lífshættulega slasaður við sumarbústað sinn við Þingvallavatn.
Meira
Norræna húsið býður í dag og á morgun upp á óvenjulega leikhúsupplifun. Gestum er boðið í samískt leikhústjald þar sem sönglist og upplestur við kertaljós skapar óvenjulegt andrúmsloft.
Meira
SÍÐUSTU tónleikarnir í röð útskriftartónleika Listaháskóla Íslands í vor verða haldnir í kvöld kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Þá kemur Guðný Jónasdóttir sellóleikari fram og leikur verk eftir Bach, Dvorák, Debussy og Paul Hindemith.
Meira
LITLA stundin með Skoppu og Skrítlu eru nýir íslenskir barnaþættir fyrir allra yngstu kynslóðina. Í þáttunum er fjallað um liti, form, bókstafi, tölustafi og fleira.
Meira
Spænski tenórinn Placido Domingo fór ekki tómhentur heim af bresku Brit -tónlistarverðlaununum fyrir sígilda tónlist á fimmtudagskvöld, heldur hlaut bæði verðlaun fyrir ævistarf sitt og verðlaun gagnrýnenda fyrir bestu óperuuppfærsluna sem hann tók þátt...
Meira
Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is "ARÍUR og dúettar um ástir og örlög" er yfirskrift óperutónleika sem haldnir verða í Listasafni Reykjanesbæjar í dag klukkan 16.
Meira
VERSLUNIN Nexus mun í dag, ásamt nær tvö þúsund verslunum um heim allan, taka þátt í "Free Comic Book Day" og gefa sérútgefin myndasögublöð frá ýmsum útgefendum.
Meira
Ingimar Eydal fjallar um sorp og eyðingu þess: "Meðhöndlun úrgangs á náttúrulegan og eðlilegan hátt er ekkert annað en framleiðsla verðmæta í nútímasamfélagi og mikilvægt að nýta þau verðmæti sem í honum felast."
Meira
6. maí 2006
| Bréf til blaðsins
| 352 orð
| 1 mynd
Frá Einari Kristinssyni: "NÚ Á TÍMUM er til ágætis hugtak sem heitir viðskiptajöfnuður. Þegar hann er jákvæður er viðkomandi þjóð að safna erlendri eign. Ef hann er neikvæður er verið að safna skuldum. Það gengur ekki mánuðum og árum saman."
Meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar um niðurskurð á matargjöfum til flóttafólks í Súdan: "Nú er flóttafólkinu gert að lifa af 1.000 kílókaloríum á dag."
Meira
Guðbjörn Jónsson fjallar um fjölmiðla og frumvörpin, sem til umræðu eru: "Þurfum við að fara að senda þingmenn okkar í endurhæfingu, til eðlilegs skilnings á stjórnarskránni, meginreglu lýðræðis og almennri dómgreind?"
Meira
Frá Pétri Péturssyni: "ÞAÐ vekur furðu að tunga Shakespeares, Benjamíns Franklín og Abrahams Lincolns skuli vera blóði drifin í munni og málfari kristinna Bandaríkjamanna. Það orð sem þeir taka sér hvað oftast í munn er: "Kill"."
Meira
Róbert Stefánsson fjallar um alþjóðavæðingu Íslands og mikilvægi tungumáls í daglegu lífi: "Í framtíðinni er gert ráð fyrir að fjölga tungumálum, setningum og einnig hljóðritun framburðar setninga."
Meira
FRAMSÓKNARFLOKKURINN sleit barnsskónum á seinustu öld, þegar samfélagið var á mótum tveggja tíma, þess gamla og þess nýja. Flokkurinn tileinkaði sér eiginleika ormsins á gullinu, óx og teygði arma sína um land allt frá ystu nesjum til innstu dala.
Meira
6. maí 2006
| Bréf til blaðsins
| 265 orð
| 1 mynd
Frá Karli Jónatanssyni: "ÓTRÚLEGA margir eru þeir Íslendingar sem nú vilja sækja um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Við viljum öll vera í bandalagi með öðrum Evrópuþjóðum. EB er okkur svo vinsamlegt að þeir munu strax lækka tolla á svo til öllum vörum o.s.frv."
Meira
Frá Andreu Ólafsdóttur: "ÍSLANDSVINIR, Náttúruvaktin og Náttúruverndarsamtök Íslands vilja skýr svör um stefnu flokkanna í umhverfismálum og boða því til fundar með frambjóðendum allra flokka í borgarstjórnarkosningum á laugardaginn, 6. maí, kl."
Meira
Vera Steinsen fjallar um mengun og Kyoto-bókunina: "Skipulag og hönnun verða að vera "útpæld", hugsuð og vistvæn í dag, það eru þær kröfur sem meðvitað nútímafólk gerir til stjórnvalda, framkvæmdaaðila, skipuleggjenda og hönnuða."
Meira
FARSÆL stjórn borgarinnar byggist ekki síst á tvennu: Skynsamlegri stefnumótun í byggðaþróun og deiliskipulagi sem tekur mið af slíkri stefnumótun og samgönguþörfum, og annar eftirspurn eftir fjölbreyttri íbúða- og atvinnubyggð.
Meira
HVAÐA mál vegur þyngst í komandi borgarstjórnarkosningum? Algengasta svarið, sem undirritaður hefur fengið að undanförnu, er staðsetning flugvallarins. Flestir leggja áherslu á að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.
Meira
Ásmundur Brekkan fjallar um stefnuloforð stjórnmálaflokka: "Látið nú allt tal um flugvöllinn niður falla og snúið ykkur að afloknum kosningum, í samsátt og einingu, að því að bæta aðbúnað aldraðra, og æskunnar, efla mennta-og skólamál, löggæslu og fíkniefnaforvarnir..."
Meira
Eyþór Víðisson fjallar um ofsaakstur á götum borgarinnar: "Þörf er á breyttri hugsun áður en æska þessa lands liggur frekar í valnum. Við getum ekki horft á þetta öllu lengur."
Meira
GÓÐKUNNINGI hringdi til mín á dögunum og spurði hvort ég vissi hver ort hefði vísuna Reið ég Grána. Ekki minntist ég þess að hafa heyrt getið um höfund þessarar prýðilegu ferskeytlu, sem átt hefur virðulegan sess meðal minna eftirlætis-ljóða.
Meira
Jón Valur Jensson fjallar um hjónavígslu samkynhneigðra: "Nú dugir ekkert hálfkák né vitlaus vinnubrögð: Það verður að fella þetta stjórnarfrumvarp í róttækustu atriðum þess."
Meira
Elvar Þorkelsson skrifar opið svar til Drengs Óla Þorsteinssonar: "...að standa þétt saman með því að taka ekki undir að það sé í lagi að afrita og nota hugbúnað með ólöglegum hætti."
Meira
AÐ BYGGJA hraðbraut með tilheyrandi slaufum, aðreinum og brúm inni í þéttri og gróinni byggð er álíka úrelt og sjálft Kalda stríðið, og á eitthvað skylt við það; Sovétmenn víluðu slíkt ekki fyrir sér þegar fimm ára áætlanir voru gerðar með reglustikum á...
Meira
Jóhann Ársælsson skrifar um umferðarmannvirki í tengslum við Sundabraut: "...framkvæmdaáætlun um lagningu Sundabrautar, stækkun Hvalfjarðarganga og uppbyggingu fullnægjandi vegar með tveimur akreinum í hvora átt vestur fyrir Borgarnes."
Meira
Laun í krónum og prósentum ÉG var í hópi fólks sem var að tala um setuverkfall þeirra sem vinna við umönnunarstörf eldri borgara. Það vissi enginn í hópnum hver launin voru í krónutölu, vissu bara að þau höfðu hækkað um 4%.
Meira
AÐ GEFNU tilefni vil ég gera stutta grein fyrir afstöðu V-listans í sameinuðu sveitarfélagi í Þingeyjarsýslum, til hugmynda um álver við Húsavík.
Meira
Guðný Svava Strandberg fjallar um mismunun Tryggingastofnunar gagnvart öryrkjum: "Ég segi það bara blákalt að stefna yfirvalda gagnvart öryrkjum virðist miða að því leynt og ljóst að útrýma þessum aumingjum með því að svelta þá til bana."
Meira
Elín Guðjónsdóttir fæddist í Syðri-Kvíhólma í Vestur-Eyjafjöllum 19. nóvember 1907. Hún lést á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli að kvöldi miðvikudagsins 5. apríl síðastliðins og var útför hennar gerð frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum 15. apríl.
MeiraKaupa minningabók
6. maí 2006
| Minningargreinar
| 5089 orð
| 1 mynd
Guðmundur Guðmundsson Lúðvíksson fæddist á Raufarhöfn 9. janúar 1941. Hann lést á Dalvík 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurveig Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 21.2. 1905 á Grashóli í Presthólahreppi, d. 9.1.
MeiraKaupa minningabók
6. maí 2006
| Minningargreinar
| 6232 orð
| 1 mynd
Gunnar Ásberg Helgason fæddist á Selfossi 16. janúar 1976 og lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Helgi Svanberg Jónsson frá Selalæk, bóndi í Lambhaga, f. 6. júlí 1943, d. 7.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Ingi Einarsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1940. Hann lést á Landspítala við Hringbraut sunnudaginn 18. desember 2005 og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 29. desember.
MeiraKaupa minningabók
6. maí 2006
| Minningargreinar
| 3465 orð
| 1 mynd
Rúnar Jón Ólafsson fæddist í Smiðshúsum í Hvalsneshreppi 26. janúar 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Vilhjálmsson, f. 20. febrúar 1897, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
Í NÝLOKNUM leiðangri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, þar sem unnið var að neðansjávarmyndatökum botnveiðarfæra í mynni Arnarfjarðar, náðust óvænt einstakar myndir af skipsflaki.
Meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sótti á miðvikudag og fimmtudag norræna ráðstefnu í Færeyjum um hagræna fiskveiðistjórn og auðlindarentu. Á ráðstefnunni var m.a.
Meira
FINNSKA flugfélagið Finnair, sem FL Group og Straumur-Burðarás eiga hluti í, tapaði fjórum milljónum evra á fyrstu þremur mánuðum ársins, um 360 milljónum króna , samanborið við 11,5 milljóna evra hagnað á sama tímabili í fyrra.
Meira
FJÓRFALT meira tap varð á rekstri Ríkisútvarpsins (RÚV) á síðasta ári en árið þar áður. Tapið í fyrra nam 196,2 milljónum króna samanborið við 49,7 milljónir árið 2004.
Meira
HAGNAÐUR Marels nam 43 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 246 milljónir króna á fyrsta fjórðungi í fyrra, og var undir væntingum.
Meira
GISTINÆTUR á hótelum í mars síðastliðnum voru 73.100 talsins en voru 65.200 í sama mánuði árið 2005, sem er 12% aukning. Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að gistinóttum hafi fjölgað hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.
Meira
KRÓNAN veiktist um 1,2% í gær, en gengisvísitalan hækkaði úr 124,65 stigum í 126,15 stig . Gengi dollars er nú 71,70 krónur og gengi evru 91,28 krónur. Veltan á millibankamarkaði nam 23 milljörðum...
Meira
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is GRUNDVALLARVEIKLEIKI íslenskra fyrirtækja sem starfa erlendis virðist vera minni tjáskipti en almennt tíðkast erlendis, bæði við erlenda starfsmenn og fjölmiðla.
Meira
STARFSMAÐUR danska þróunar- og fjárfestingarfélagsins Keops, sem Baugur Group á tæplega 30% hlut í, var handtekinn í gær þegar lögregla gerði áhlaup inn á skrifstofur félagsins í Kaupmannahöfn.
Meira
TAP varð á rekstri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum upp á 107 milljónir króna á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaður félagsins 459 milljónir. Tekjur án vörusölu, voru hins vegar þær hæstu síðastliðin 5 ár.
Meira
HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu 15,8 milljörðum króna . Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 3,2 milljarða króna og hækkaði úrvalsvísitala aðallista um 0,8%, en lokagildi vísitölunnar er 5.504 stig .
Meira
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Íslendingurinn Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem búsett er í Orlando á Flórída, hefur nú komið sér upp ferðaþjónustu í sólarríkinu vestra og býður áhugasömum Íslendingum upp á margþætta þjónustu, sem felst m.a.
Meira
Það er líklega ekki algengt en þó hefur frést af konum sem bera gyllinæðarkrem undir augun. Tilgangurinn er að fækka í hvelli hrukkum og minnka bólgu í kringum augun. Dr. Bolli Bjarnason húðsjúkdómalæknir var spurður út í hversu hollt/óhollt þetta væri.
Meira
Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Eplin sem neytendur kaupa úti í búð geta verið ársgömul án þess að það sjáist á þeim, því ákveðin efnameðhöndlun getur aukið geymsluþol þeirra til muna.
Meira
Ferðir til Hringeyjaklasans Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason mun gefa íslenskum ferðamönnum hlutdeild í því besta sem hann hefur notið í Grikklandi með því að stýra ferðum til Hringeyjaklasans (Cyclades) í gríska Eyjahafinu í sumar.
Meira
Nýjar rannsóknir benda til að það hafi engin áhrif á líkamsklukkuna að stilla tímann við flugtak í samræmi við tíma á áfangastað þegar lagt er upp í flug yfir tímabelti eins og margir telja. En það eru til önnur ráð.
Meira
Nú í byrjun sumars kemur út gönguleiðakort af norðanverðum Tröllaskaga og mun það kort ná yfir Fljótin, Siglufjörð, Héðinsfjörð, Ólafsfjörð og Svarfaðardal.
Meira
Á heimasíðunni www.bbnorway.com má finna upplýsingar um hina ýmsu gistimöguleika víðsvegar í Noregi. Þeir sem eru á leiðinni til Ósló og vantar gistingu geta fundið þar eitthvað við hæfi.
Meira
Heimildamyndin Supersize me eftir Morgan Spurlock vakti mikla athygli, m.a. hér á landi. Í myndinni borðar kvikmyndagerðarmaðurinn ekkert nema skyndimat í heilan mánuð og áhrifin á heilsuna urðu greinilega slæm.
Meira
San Francisco er áhugaverð borg á vesturströnd Bandaríkjanna sem æ fleiri Íslendingar heimsækja nú. Í grein á vef New York Times er fjallað um staði sem vert er að heimsækja í þessari borg.
Meira
80 ÁRA afmæli. Kristín Guðmundsdóttir, Kirkjusandi 1, Reykjavík, verður áttræð næstkomandi sunnudag, 7. maí. Af því tilefni mun hún ásamt fjölskyldu sinni taka á móti gestum í sal Þróttar í Laugardal (við gervigrasvöllinn) milli kl.
Meira
Guðbjörg Kristjánsdóttir er forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi. Hún er listfræðingur, nam í Sorbonne í París. Hún kenndi um árabil listasögu í Handíða- og myndlistarskóla Íslands og stundaði rannsóknir á íslenskri miðaldalist. Hún er gift Benjamín Magnússyni arkitekt og eiga þau tvo syni.
Meira
Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði í Kaldárseli Á MORGUN, sunnudaginn 7. maí, verður fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði haldin í sumarbúðum KFUM í Kaldárseli. Tónlistarfólk Fríkirkjunnar mætir á staðinn og heldur uppi miklu fjöri.
Meira
Ingibjörg R. Ingadóttir skrifar: "... það fer afskaplega í taugarnar á mér að afgreiðslufólk í verslunum og skrifstofum er stundum farið að ávarpa mann með orðunum: ‘Get ég (eitthvað) hjálpað þér?
Meira
ARNAR Sigurðsson, Íslandsmeistari í tennis, hefur fengið keppnisrétt á lokamóti bandarísku háskólanna sem fer fram í Stanford í Kaliforníu í lok þessa mánaðar.
Meira
MÖGULEIKI Ashley Cole, barkvarðar Arsenal, að hljóta náð fyrir augum Svens-Görans Eriksson, landsliðsþjálfara Englendinga, fyrir heimsmeistaramótið, jukust nokkuð þegar hann náði að leika allan leikinn með Arsenal gegn Manchester City í fyrrakvöld.
Meira
ÁRSÞING Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fer fram um helgina í Rimaskóla í Reykjavík. Fjölmargar tillögur verða ræddar á þinginu, alls 43 þingsályktunartillögur. Á meðal þeirra má nefna tillögu nr. 43.
Meira
CIARA McGuinness, írsk knattspyrnukona, bætist í hóp KR-inga innan skamms og er þriðji erlendi leikmaðurinn sem kemur til liðs við kvennalið félagsins fyrir Íslandsmótið.
Meira
Chelsea er verðugur meistari í Englandi, annað árið í röð. Hefur dregið völdin úr greipum elítunnar, Arsenal, Liverpool og Manchester United. Orri Páll Ormarsson vottar hér þessu einstaka liði virðingu sína og ber það m.a. saman við önnur meistaralið síðustu ára.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR FH og bikarmeistarar Vals í karlaflokki mætast í opnunarleik knattspyrnutímabilsins í Kaplakrika annað kvöld en hann hefst kl. 19.15.
Meira
HANDKNATTLEIKSDEILD Fram dró í gær til baka kæru sína vegna leiksins gegn Fylki í undanúrslitum deildabikars karla sem fram fór í Framhúsinu á miðvikudagskvöldið.
Meira
FYLKIR leikur til úrslita í deildabikarkeppni karla í handknattleik, gegn Haukum eða Val. Árbæingarnir unnu stórsigur á Íslandsmeisturum Fram, 32:22, í Fylkishöllinni í gærkvöld og sigruðu þar með 2:0 í einvígi liðanna.
Meira
ÓLAFUR Rafnsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var um síðustu helgi kjörinn forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á ársþingi þess og tekur við embættinu af Ellerti B. Schram.
Meira
* KEVIN Fotheringham, 31 árs skoskur knattspyrnumaður, er genginn til liðs við 1. deildarlið Víkings frá Ólafsvík . Hann hefur spilað með St. Johnstone í 1. deild síðustu tvö árin en misst mikið úr vegna meiðsla.
Meira
KONUM fjölgaði um eina í framkvæmdastjórn ÍSÍ sem kosin var á ársþinginu um liðna helgi. Þær eru nú fjórar og karlarnir sex en alls buðu fjórtán einstaklingar sig fram til þeirra tíu sæta sem í boði voru.
Meira
ARSENAL leikur sinn síðasta deildarleik á Highbury í Norður-London á morgun, sunnudaginn 7. maí, þegar Wigan kemur í heimsókn. Arsenal hófa að leika á þessum gamalkunna leikvelli 1913 og er hann margverðlaunaður.
Meira
"STELPURNAR eru staðráðnar í að standa sig vel í þessum leik," sagði Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu í gær - er hann var að halda með lið sitt á lokaæfinguna fyrir leik liðsins við Hvít-Rússa í Minsk.
Meira
VERÐLAUNAFÉ fyrir verðlaunasæti í VISA-bikarkeppninni í knattspyrnu verður jafnað í karla- og kvennaflokki samkvæmt nýjum samstarfssamningi sem VISA Ísland og KSÍ kynntu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambandsins í gær.
Meira
OTTÓ Sigurðsson , landsliðskylfingur úr GKG, sigraði á tveimur opnum golfmótum um liðna helgi. Ottó sigraði á sunnudaginn á Carlsberg-mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru en þar lék hann á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari vallar.
Meira
"ÞAÐ er mikið í húfi bæði hjá Tottenham og Arsenal í lokaumferðinni og ég veit að stuðningsmenn okkar krefjast þess að við leggjum okkur alla fram í leikinn við Tottenham," segir Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, en sveit hans mætir...
Meira
ROBBIE Fowler verður í herbúðum Liverpool á næsta keppnistímabili. Frá þessu var greint í gær og þess jafnframt getið að Fowler skrifi undir eins árs samning veru sinni til staðfestingar strax í byrjun næstu viku.
Meira
Eftir Kristján Bernburg RÚNAR Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, var í gærkvöld útnefndur leikmaður ársins hjá belgíska félaginu Lokeren, eftir síðasta leik liðsins á tímabilinu.
Meira
SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, segist vera afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu.
Meira
* STEVE Gibson , stjórnarformaður Middlesbrough , segir að leit að nýjum knattspyrnustjóra félagsins sé hafin en menn ætli sér að gefa sér góðan tíma til að ráða í stafið fyrir Steve McClaren, sem tekur við enska landsliðinu síðsumars.
Meira
FIMLEIKAMENNIRNIR Viktor Kristmannsson og Rúnar Alexandersson eru úr leik á Evrópumeistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Volos í Grikklandi. Viktor rak lestina af þeim 30 keppendum sem luku keppni í öllum greinunum sex í fjölþraut í fyrrakvöld.
Meira
Þessir frostpinnar eru bæði rosalega góðir og mjög hollir. Innihald: 400 g vatnsmelóna, niðurskorin Ein askja af jarðarberjum 4 ástaraldin Ein matskeið sykur (má sleppa) Áhöld: 6 stór frostpinnamót Hnífur Skurðarbretti Blandari Aðferð: 1.
Meira
Karítas, 8 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af ávaxtakörfu. Í ávaxtakörfunni má finna epli, banana, appelsínu og ananas. Ætli ávextirnir kunni að syngja og...
Meira
Það er stundum sagt um þá sem borða lítið að þeir borði á við fugl. En ef maður myndi í raun og veru borða eins og fugl hefði maður ótrúlega matarlyst. Margir fuglar borða nefnilega sem samsvarar þyngd þeirra á hverjum degi.
Meira
Kristín Fjóla, 5 ára, teiknaði þessa sniðugu mynd. Kristín Fjóla á hest sem heitir Prúður og þekkir hund sem heitir Dimma. Á myndinni má sjá Kristínu Fjólu á hestbaki á Prúð og Dimmu litlu trítla...
Meira
Hver mynd í efri röð á sér eina samstæðu í neðri röð. Myndunum í neðri röð hefur þó verið snúið á hvolf og speglað. Getur þú fundið samstæðurnar? Lausn...
Meira
Ef þú horfir á þessar þrjár teikningar þá virðist það ekki vera svo flókið að teikna eins. En aftur á móti ef þú reynir að teikna þær eftir minni er það örlítið erfiðara en þú heldur.
Meira
1) Taktu til ferningslaga pappaörk og brjóttu hana saman eins og sýnt er á mynd 1. 2) og 3) Brjóttu saman eins og myndir 2 og 3 sýna. 4) Taktu fremra blaðið á stóra þríhyrningnum sem snýr niður.
Meira
Lásagras Ari loksins fann, liðlega um það snerist hann. Óskaði sér í annan heim, alvara varð úr draumi þeim. Úr Stafrófsvísum Ara orms eftir Kristján Jóhann...
Meira
Einu sinni var ofurlítil kona sem bjó í ofurlitlu húsi í ofurlitlu þorpi. Dag nokkurn tók ofurlitla konan ofurlitla körfu og ætlaði að fá sér ofurlitla gönguferð. Þegar hún hafði gengið ofurlítinn spöl kom hún að ofurlitlu torgi.
Meira
Hæ! Ég heiti Hugrún Þorsteinsdóttir og mig langar til að eignast pennavini. Ég hef gaman af dýrum, að vera úti og vera með vinum mínum og börnum. Ég er 12 ára og mig langar að eignast pennavini á aldrinum 11-13 ára. Meira segi ég um mig í bréfunum.
Meira
Stefán Geir þarf svo sannarlega að taka hjólið sitt í gegn fyrir sumarið. Á það vantar glitauga, bjöllu, keðjuhlíf, bretti, bögglabera, lukt og lás. Getur þú hjálpað honum að finna þessa hluti á síðum...
Meira
Ég er hluti af stórum kletti, ég bíð og bíð. Svo kom jarðskjálfti og ég datt af klettinum. Svo kom göngumaður og steig á mig. Svo kom grafa og gróf mig upp og bjó til veg úr mér.
Meira
Í miklum vetrarstormum í Rússlandi og Kanada byrjar að suða í símastaurunum. Margir birnir halda þá að þeir heyri suð í býflugum og klifra því upp í símstaurana til að ná sér í hunang í svanginn.
Meira
Dragðu línu á milli hringanna þannig að tveir og tveir séu tengdir saman; A og A, B og B, C og C og svo framvegis. Það sem gerir þessa þraut erfiða er að línurnar mega ekki skerast. Lausn...
Meira
Í þessari viku eigið þið að draga hring utan um eftirfarandi tölur sem eru faldar í talnasúpunni. Tölurnar eru eingöngu skrifaðar lárétt, áfram, eða lóðrétt, niður.
Meira
Lesbók
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 885 orð
| 1 mynd
Kvikmyndin United 93 fjallar um harmleikinn sem átti sér stað um borð í farþegavél United-flugfélagsins sem hrapaði til jarðar á akri í Pennsylvaníu hinn 11. september 2001 með þeim afleiðingum að farþegar fórust. Myndin hefur vakið misjöfn viðbrögð eins og búast mátti við.
Meira
Hvað er nú aftur bandarísk listamynd? Í spurningunni felst vart þversögn, er það nokkuð? Hvernig lætur maður, auðvitað ekki, og svarið blasir við. Bandarísk listamynd er mynd sem hlýtur Óskarsverðlaun.
Meira
Dagbókarbrot Úr dagbókum Einars Magnússonar, fyrrverandi rektors Menntaskólans í Reykjavík, 1914-1922. Brotið er frá 6. maí 1918. Eftir fundinn var stjórninni boðið inn til rektors. Þar drukkum við kaffi. Bjarni Sæm. sagði Vittigheder.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 488 orð
| 1 mynd
Árið 1976 var Tom Waits kominn ofan í botnlanga sem hann átti erfitt með að rata út úr; áhorfendur tóku honum oft illa enda heyrðu þeir kannski ekkert fyrir þeirri furðu sem blasti við þeim á sviðinu, drukkin, reykjandi út í eitt, hokin yfir píanóinu,...
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 819 orð
| 2 myndir
Sýning hollenska ljósmyndarans Rob Hornstra, Rætur rúntsins, stendur yfir í myndasal Þjóðminjasafns Íslands. Hornstra kom til Íslands til að mynda atvinnulífið í landinu.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 472 orð
| 2 myndir
Uppgangur í kínversku efnahagslífi hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, enda hefur koma Kína í hóp efnahagslegra stórvelda áhrif á lífsgæði margra, ekki síður á Vesturlöndum en heima fyrir.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 398 orð
| 3 myndir
Colin Farrell mun ekki leika í kvikmynd um ævi Bob Dylan og hefur Heath Ledger verið valinn í hans stað, að sögn breska blaðsins The Mirror . Leikstjóri myndarinnar, Todd Haynes, mun hafa hætt við Farrell á seinustu stundu og kosið Ledger.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 429 orð
| 3 myndir
Bandaríska rokksveitin Red Hot Chili Peppers komst að því í vikunni að tvöfalda platan þeirra Stadium Arcadium , sem enn hefur ekki verið gefin út, hefur lekið út á netið.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 941 orð
| 1 mynd
Viðvarandi umræða um form og innihald listaverka, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða myndlist, tekur á sig margar myndir. Viðhorf ganga aftur æ ofan í æ. Algengast er að þeir sem láta í sér heyra tilheyri flokki sérfræðinga í listgreinum, t.d.
Meira
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að fólk láti í sér heyra og lýsi því yfir að nú standi vestræn menning á tímamótum og að eftirnútíminn sé liðinn og við taki eitthvað allt annað. Hér er því aftur á móti haldið fram að það geti reynst hægara sagt en gert að ráða niðurlögum póstmódernismans.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 1442 orð
| 1 mynd
Í dag kl. 15 verður alþjóðlegu farandsýningunni Homesick hleypt af stokkunum í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er unnin í samvinnu við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (CIA.
Meira
Vængstýfðir mannshugir Í vopnabúri lífsins Hví sættast ei hnífsoddar Í æði augnabliksins? Sjá blómið í hlaðvarpa lífsins Hljóðlátt í sínum einfaldleik Fráhverft flaustri hugmynda Og andvaka fæddum hroka.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 1438 orð
| 3 myndir
Rússneski rithöfundurinn Wladimir Kaminer nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi um þessar mundir en þangað flúði hann árið 1990. Bækur hans fjalla um sovéska fortíð hans og þýska nútíð en Kaminer er einnig vinsæll plötusnúður.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 158 orð
| 1 mynd
Lesarinn Kertin brenna niður eftir Sándor Márai í þýðingu Hjalta Kristgeirssonar. Bókin var fyrst gefin út í Ungverjalandi í seinni heimsstyrjöldinni og svo aftur eftir fall múrsins og lát höfundar, í útlegð.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 511 orð
| 1 mynd
Kvikmyndastjörnur nefnist nýtt greinasafn sem hefur að geyma sex þýddar greinar um stjörnur kvikmyndanna, hvernig þær verða til og hvaða áhrif þær hafa. Bókin er þörf lesning fyrir þá sem sækja mikið íslensk kvikmyndahús sem eru um þessar mundir eins konar hof Hollywoodstjarnanna.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 2898 orð
| 2 myndir
Hinn heimsþekkti enski sönghópur I Fagiolini er væntanlegur til landsins síðar í mánuðinum en hann mun koma fram í Íslensku óperunni á vegum Listahátíðar í Reykjavík og Óperunnar og kemur einnig til með að syngja í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á...
Meira
Er sálgreiningin úrelt? Taka vísindin ekki mark á henni lengur? Eða eru menn nú fyrst farnir að skilja kenningar Sigmundar Freuds af einhverri dýpt?
Meira
Það er eftir öðru í umræðu í íslenskum fjölmiðlum að þá fyrst hafi orðið lítilsháttar umræður um kostnað hins opinbera af byggingu tónlistarhúss þegar færi gafst á að ræða formhlið málsins.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 1089 orð
| 1 mynd
Hér segir frá blindum og sjáandi, steini sem talar, undrun og aðdáun á fegurð landsins sem hverfur vegna Hálslóns norðan Vatnajökuls, 57 ferkílómetra miðlunarlóns Kárahnjúkavirkjunar, sem hæst verður 193 metra há.
Meira
! Ýmsir halda því nú fram að listir skipi ekki sama sess í samfélagi okkar og fyrr, að við notum þær ekki í sama mæli til þess að skoða okkur og skilgreina og tiltökum þær ekki sem mótandi afl í samfélaginu.
Meira
6. maí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 1021 orð
| 1 mynd
Samin að tilhlutan Þjóðhátíðarnefndar 1974. Ritstjóri Sigurður Líndal. Aðstoðarritstjóri Magnús Lyngdal Magnússon. Hið íslenska bókmenntafélag. Sögufélag. Reykjavík 2006. 413 bls., myndir.
Meira
Þær hefðu sennilega gapað af undrun yfir nútíma eldhústækni, tækjum og stíl, hefðu þær séð inn í framtíðina húsmæðurnar og vinnukonurnar sem um aldamótin 1900 stóðu yfir hlóðunum með frumstæð eldhúsáhöld að okkur finnst.
Meira
Danir eignuðu sér hann um tíma, enda vann hann með ýmsum þeirra helstu hönnuðum og húsgagnaframleiðendum. Í dag kannast Íslendingar þó ef til vill betur við innanhúshönnun Gunnars Magnússonar, sem nú er að láta endursmíða nokkur húsgagnanna frá Danmerkurdvölinni.
Meira
Góðviðrisdýrkun okkar Íslendinga er fullkomlega eðlileg. Þegar veður mildast og sólin vermir viljum við vera úti sem lengst, helst frá morgni til kvölds. Þannig fáum við sem mest út úr okkar stutta sumri.
Meira
Glas er ekki bara glas, jafnvel vínglas getur sýnt á sér nýja hlið. Mörg glös er hægt að nota á margan máta. T.d. er hægt að fá glös sem eru tvö glös í einu, þar sem fóturinn verður að glasi þegar því er snúið á hvolf.
Meira
Margir okkar færustu arkitekta hafa aflað sér reynslu erlendis að loknu námi og fært okkur heim nýjustu strauma og stefnur ásamt tæknilegri kunnáttu á heimsmælikvarða.
Meira
Á meðan viður og leður var í langflestum tilfellum það sem samferðamennirnir notuðu í húsgagnahönnun sína kaus Verner Panton að fara aðrar leiðir, litríkari og nýstárlegri.
Meira
Stofur nútímafólks eru ansi frábrugðnar baðstofunum í burstabæjunum gömlu þar sem grjót og torf voru aðalbyggingarefnin. Náttúruleg efni eru engu að síður vinsæl um þessar mundir, leðursófar, keramikvasar, silkipúðar og bómullarteppi.
Meira
Þegar vorar fer okkur ósjálfrátt að langa í léttari, ferskari og litríkari mat. Enda vorið árlegur fyrirboði um spennandi breytingar í matargerð.
Meira
Eftir Kristin Pétursson: "RANGT fráviksmat Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES) og Hafrannsóknarstofnunar (Hafró) virðist hafa leitt þorskveiðiráðgjafa á villigötur. Villan hefur ekki fengist rædd efnislega með faglegum hætti."
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.