Greinar þriðjudaginn 16. maí 2006

Fréttir

16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 146 orð

Akurnesingar og nágrannar endurnýja samstarf

Akranes | Akraneskaupstaður, Leirár- og Melahreppur, Skilmannahreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Innri-Akraneshreppur hafa gert nýja samninga um samstarf á ýmsum sviðum. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 77 orð

Austfirskir ásatrúarmenn | Ásatrúarfólk á Austurlandi hittist um liðna...

Austfirskir ásatrúarmenn | Ásatrúarfólk á Austurlandi hittist um liðna helgi ásamt stjórn Lögréttu og fór yfir innri málefni félags síns og almenn málefni önnur er tengjast ásatrúarfélögum á landsvísu. M.a. var þar rætt um hofbyggingu í Reykjavík. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Árangursríkt uppeldisstarf fer fram í íþróttahúsinu

Eftir Sigurð Sigmundsson Flúðir | Það er svo sannarlega hægt að segja að íþrótta- og æskulýðsstarf hafi breyst í Hrunamannahreppi með tilkomu íþróttahússins á Flúðum sem var byggt 1991. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 137 orð

Bílar af gerðinni Volvo XC90 innkallaðir

VOLVO-bílaverksmiðjurnar hafa ákveðið að innkalla ákveðinn hluta Volvo-bíla af gerðinni Volvo XC90 vegna þess að skipta þarf út báðum ytri stýrisendum. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Bjarki og Gyða lögð af stað hringinn

"ÞETTA leggst alveg rosalega vel í mig," sagði Bjarki Birgisson í gærmorgun rúmum tveimur tímum eftir að hann og Gyða Rós Bragadóttir lögðu af stað í hringferð sína á hjóli í kringum landið, en þau hjóla til styrktar Barna- og unglingageðdeild... Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Bleikjuskot í Breiðdalnum

Bleikjan lét lítið fara fyrir sér í Breiðdalsá eftir opnunina 1. maí en þann 11. var hún mætt er Jón Sigurðsson setti í 30 á skömmum tíma við Ytri-Grjóttanga. Tökurnar voru grannar og náði hann einungis að landa átta þeirra. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Blóðug átök við glæpagengi í Sao Paulo

Dómsmálaráðherra Brasilíu, Marcio Thomas Bastos, ítrekaði í gær boð stjórnvalda um að senda alríkishermenn til Sao Paulo til að kveða niður átök glæpagengja við lögreglu. Átökin hafa kostað yfir 80 manns lífið síðustu daga. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Borða grænmeti sem samsvarar hálfri gulrót á dag

Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is NÍU ára börn borða grænmeti sem samsvarar hálfri meðalstórri gulrót á dag en 15 ára börn sem samsvarar hálfum tómat. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Donald Brander sendikennari 100 ára

DONALD Brander, fyrrverandi sendikennari á Íslandi, er 100 ára í dag, 16. maí. Hann er mörgum Íslendingum góðkunnur frá árunum sem hann kenndi við Háskóla Íslands á vegum British Council, 1958 - 1967. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 222 orð

Dregið úr viðbúnaði vegna fuglaflensu

GUÐNI Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að aflétta tímabundnum varnaðaraðgerðum vegna fuglaflensu. Því er aftur komið á viðbúnaðarstig I vegna fuglaflensunnar. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 845 orð | 1 mynd

Efast um flutninginn í Viðey

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Árbæjarsafn verður hálfrar aldar gamalt á næsta ári Á næsta ári eru 50 ár frá því Árbæjarsafn var sett á laggirnar. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 232 orð

Efsti maður ekki sjálfkjörinn bæjarstjóri

"ÞAÐ hefur aldrei verið hefðbundin venja hér í Árborg að efsti maður á lista hafi verið sjálfkjörinn bæjarstjóri," segir Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árborg, þegar hann er spurður hver verði... Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 126 orð

Eins gott að haga sér vel

Kuala Lumpur. AFP. | Gerð verður tilraun í Malasíu næstu árin til að auka þjónustu við foreldra sem eru áfjáðir í að vita meira um frammistöðu og hegðun barna sinna í grunnskólum. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ekki úr allri hættu

UNGI MAÐURINN, sem fannst á gangi hruflaður og marinn eftir líkamsárás aðfaranótt sunnudags, er ekki enn úr allri hættu, að sögn vakthafandi læknis á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í gærkvöldi. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 266 orð | 2 myndir

Engan þarf að vanta tómstundaiðju

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Fjöldi manns tók þátt í Frístundahátíð í Reykjanesbæ á laugardag en hátíðin er haldin ár hvert að vori. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 386 orð | 2 myndir

Engar vísbendingar um ferðir Péturs

Eftir Andra Karl andrik@mbl.is LEITIN að Pétri Þorvarðarsyni, 17 ára pilti frá Egilsstöðum, hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir mikinn viðbúnað í gær og nótt en m.a. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð

Engir listar í Fljótsdal og Borgarfirði | Óbundnar kosningar verða í...

Engir listar í Fljótsdal og Borgarfirði | Óbundnar kosningar verða í Fljótsdals- og Borgarfjarðarhreppum, þar sem engir framboðslistar komu fram fyrir tilskilinn frest. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fannst látinn á Fjarðarheiði

KARLMAÐUR á sjötugsaldri fannst látinn á Fjarðarheiði á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitarmönnum varð maðurinn bráðkvaddur en hann hafði verið á gönguskíðum. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð

Fjarðabyggð ræður upplýsinga- og kynningarfulltrúa

Fjarðabyggð | Fjarðabyggð hefur ráðið Ingibjörgu Ólafsdóttur sem upplýsinga- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Ingibjörg gegnir stöðu deildarstjóra upplýsingamála hjá umhverfisráðuneytinu í hlutastarfi fram í júníbyrjun en þá flyst hún austur. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Fjarnám skapar tækifæri

Egilsstaðir | 48 konur útskrifuðust á laugardag frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst úr rekstrarnáminu Mætti kvenna. Austfirskar konur voru þar í miklum meirihluta. Máttur kvenna er þriggja mánaða langt námskeið sem bæði var kennt á Bifröst og í fjarnámi. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fundir um málefni grunnskólans með frambjóðendum

STJÓRN KMSK hefur ákveðið að boða til funda um málefni grunnskóla í Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kópavogi í tilefni kosninganna 27. maí nk. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Geta keypt húsgögn á meðan borðað er

Öxnadalur | Veitingahúsið Halastjarnan, sem er til húsa á bænum Hálsi í Öxnadal, hóf um síðustu helgi sumarstarfsemi sína, en þetta er þriðja sumarið í röð sem veitingahúsið er starfrækt. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 179 orð

Grunnframfærsla námslána hækkar um 5,9%

GRUNNFRAMFÆRSLA námslána hækkar um 5,9% samkvæmt nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna en gengið var frá samkomulagi stjórnar sjóðsins og námsmannahreyfinga á miðvikudaginn. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 125 orð

Hafna tillögum ESB

Teheran, Brussel. AFP. | Utanríkisráðherra Írans, Manouechehr Mottaki, vísaði í gær á bug nýjum tillögum Evrópusambandsins þar sem Írönum verður heitið aðstoð af ýmsu tagi ef þeir hætta að auðga úran. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Hákarl blóðgaður

Húsavík | Helgi Héðinsson fylgist hér með Óðni Sigurðssyni blóðga hákarl sem þeir félagar fengu um helgina á hákarlalínu Helga. Hún liggur í sjó á Skjálfanda. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hulda Hrönn íþróttamaður ársins

Vogar | Hulda Hrönn Agnarsdóttir sundkona var útnefnd Íþróttamaður ársins í Sveitarfélaginu Vogum á hátíð sem haldin var um helgina í bænum. Hún er í sundlandsliði fatlaðra. Þrír einstaklingar voru tilnefndir við kjör Íþróttamanns ársins í Vogum. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 54 orð

Íbúafundur í Lunda- og Gerðahverfi

ALMENNUR íbúafundur verður haldinn á vegum Hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis í dag, þriðjudaginn 16. maí kl. 20, í Lundarskóla. Markmið fundarins er að kalla eftir hugmyndum íbúa hverfisins að verkefnum sem nefndin mun vinna að. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

ÍE og Illumina þróa saman DNA-greiningarpróf

ÍSLENSK erfðagreining og bandaríska fyrirtækið Illumina greindu frá því í gær að komist hefði á samstarf um að þróa og markaðssetja DNA-greiningarpróf fyrir algenga sjúkdóma. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Í fyrsta sinn nýbakað bakarísbrauð

Guðrún Sigfúsdóttir, kaupmaður í Grímskjörum í Grímsey, bauð viðskiptavinum sínum nýbakað brauð, snúða, kringlur og fleira gott. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

JÓHANN SÓLBERG ÞORSTEINSSON

Jóhann Sólberg Þorsteinsson fyrrverandi mjólkurbússtjóri á Sauðárkróki lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 12. maí sl. Jóhann Sólberg var fæddur í Stóru-Gröf í Skagafirði 6. mars 1910. Hann lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1930. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 102 orð

Kannabisneysla að verða alvarlegt geðheilbrigðisvandamál

Reykjanesbær | Um 50 manns mætti á opinn fræðslufund foreldrafélaga í Heiðarskóla í Reykjanesbæ með Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni SÁÁ. Þar kom fram að ein helsta vá er steðjar að unglingum í dag er neysla á kannabisefnum. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 41 orð

LEIÐRÉTT

Ekki hreinræktaður dobermann Í frétt sl. sunnudag um hund sem beit fjögur ungmenni kom fram að hundurinn hefði verið af tegundinni dobermann. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Liðlega 500 ár að baki skóflustungunni

Vogar | Samanlagður aldur íbúanna sex sem tóku fyrstu skóflustunguna að íbúðum og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Vogum á Vatnsleysuströnd er 512 ár. Var það gert við athöfn sem fram fór síðastliðinn föstudag og markaði upphaf framkvæmda. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Livingstone tók vel á móti Chavez

Washington, London. AP. | Hugo Chavez, forseti Venesúela, skoðaði sig um í miðborg London í gær ásamt borgarstjóranum, Ken Livingstone, en Chavez var í tveggja daga einkaheimsókn til Bretlands. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Líkur á áfengismisnotkun minnka um 8% með hverju ári sem drykkju er frestað

RANNSÓKNIR hafa sýnt að líkurnar á því að einstaklingur muni glíma við áfengissýki, minnki um átta prósent með hverju ári sem unglingur frestar því að hefja drykkju. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 223 orð

Lækkun víðast nema á Íslandi

ÚRVALSVÍSITALA hlutabréfa í Kauphöll Íslands hækkaði í gær um 0,13% en viðskipti voru minni en oft áður, fyrir rúma fimm milljarða króna. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Mótmæltu álversframkvæmdum

RÁÐSTEFNA breska tímaritsins The Economist um íslensk efnahagsmál var haldin á Hótel Nordica í gær og kom nokkur hópur mótmælenda saman fyrir utan hótelið. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Neitaði að leggja fram málsvörn

Bagdad. AFP. | Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í gær að leggja fram málsvörn, eftir að yfirdómari lagði fram formlegar kærur á hendur leiðtoganum fyrrverandi að loknu þriggja vikna hléi á réttarhöldunum yfir honum. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 118 orð

Nýja-Sjáland ekki til sölu

Sydney. AP. | Nýja-Sjáland er ekki til sölu, að sögn uppboðsvefjarins eBay, þótt Ástrali nokkur hafi reynt að selja landið hæstbjóðanda á netinu. Fyrsta tilboðið var aðeins eitt ástralskt sent en hæsta boðið var 3. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ort á ælupoka

Séra Hjálmar Jónsson orti á ælupoka í flugvél. Rúnar Kristjánsson orti: Hjálmar orti á ælupoka, atgervið í loftið bar. Andagiftarleiðsluloka leit ei nokkur maður þar. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

"Við þyrftum eina góða vætutíð"

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins hafði farið ellefu sinnum í sinubrunaútköll um áttaleytið í gær. Sinueldarnir loguðu m.a. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

"Þetta þurfa allir að læra"

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞAÐ vissi enginn að hann var ósyndur og hann áttaði sig heldur ekki á dýptarmuninum þegar hann gekk eftir botni grunnu laugarinnar út í dýpri endann. Síðan sást til hans þar sem hann sökk. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 795 orð | 1 mynd

Rannsókn bendir til að sýklalyf efli varnir lungnanna

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 118 orð

Ráðstefna um vita og strandmenningu

Stykkishólmur | Íslenska vitafélagið stendur fyrir norrænni ráðstefnu í Stykkishólmi dagana 25. og 26. maí næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Vitar og strandmenning á Norðurlöndum 2006". Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 540 orð | 1 mynd

Reiðbrú við einn besta laxveiðistað landsins

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is UNNIÐ hefur verið að lagningu reiðvegar meðfram Leirvogsá við Mosfellsbæ, og til að umferð fari ekki yfir þjóðveginn verður farin sú leið að byggja reiðbrú undir brúna á Vesturlandsvegi. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Reiðvegur við gjöfulasta veiðistað Leirvogsár

VERIÐ er að leggja reiðveg meðfram Leirvogsá við Mosfellsbæ og er hengd reiðbrú undir brúna á Vesturlandsvegi, í stað þess að gera undirgöng. Leirvogsá er ein besta laxveiðiá landsins, með yfir 800 laxa á stangirnar tvær í fyrrasumar. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 322 orð

Reykjavíkurborg mun taka á þessu ef ríkið gerir það ekki

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Rjúpan enn í vetrarlitum

FUGLALÍFIÐ er afar fjölbreytt í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Hægt er að ganga að því vísu að sjá þar endur, álftir og mófugla. Ljósmyndari rakst einnig á þessa fallegu rjúpu sem var að spígspora í dalnum. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Ryan Gosling og Tom Waits í mynd Dags Kára

Stórleikararnir Ryan Gosling og Tom Waits munu leika í nýjustu kvikmynd leikstjórans Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, en tökur á myndinni hefjast í San Francisco í nóvember. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 185 orð

Segir glæpi ógna öryggi Rússlands

Moskva. AP. | Vladímír Ústínov, einn helsti saksóknari Rússlands, hvatti í gær þarlend yfirvöld til að herða baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, sem hann telur ógn við þjóðaröryggi landsins. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 149 orð

Sektaði 73 fyrir að aka á nagladekkjum

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði 73 ökumenn sem óku bifreiðum sínum á nagladekkjum á tímabilinu 10. maí til 15. maí. Á sama tímabili voru 60 ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of hratt um götur borgarinnar. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Silvía tók fyrir nefið

FLEIRI en Silvía Nótt hafa vakið athygli í aðdraganda Evróvisjón í Aþenu en finnska hljómsveitin Lordi hefur fengið sinn skerf af umfjöllun. Silvía Nótt segist hrifin af þessum búningaklæddu Finnum, sem hún hitti í fyrsta sinn í gær. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Skora á ráðherra að bjarga upptökum Pólýfónkórsins

UNNIÐ hefur verið að stofnun Pólýfónfélagsins að undanförnu, en að stofnun þess stendur hópur fyrrverandi félaga Pólýfónkórsins sem starfaði frá árinu 1957 allt til ársins 1989. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 118 orð

Skrá sig í Háskóla unga fólksins

SKRÁNING er hafin í Háskóla unga fólksins. Skólinn er ætlaður ungu fólki fæddu á árabilinu 1990-1994 og stendur yfir í eina viku, dagana 12.-16. júní. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Stefnt að því að börn og foreldrar ljúki deginum á sama tíma

Eftir Höllu Gunnarsdóttur og starfsnemana Karenu Knútsdóttur og Stellu Sigurðardóttur halla@mbl. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Stjórn Brasilíu á neyðarfundi

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is AÐ MINNSTA kosti 81 hafa fallið í átökum lögreglu og meðlima umfangsmikilla glæpasamtaka í Brasilíu frá því á föstudag. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 278 orð

Stjórn Gaddafis inn úr kuldanum

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að taka upp fullt stjórnmálasamband við Líbýu og fjarlægja ríkið af lista Bandaríkjamanna yfir þau sem styðja hryðjuverk. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 343 orð

Stærsti samningur Jarðborana erlendis

JARÐBORANIR hafa nýverið gert stærsta samning sinn til þessa vegna verkefna á erlendri grund. Upphæð samningsins nemur um 500-700 milljónum króna. Jarðboranir, sem eru hluti Atorku Group, undirrituðu ásamt dótturfélaginu Iceland Drilling (UK) Ltd. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 570 orð

Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm telpum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fimmtugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkubörnum á árunum 1995-2005. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Umræðufundur unga fólksins

UNGLIÐAR allra framboða á Akureyri taka höndum saman og boða til umræðufundar um málefni ungs fólks. Fundurinn verður haldinn á Parken í dag, þriðjudaginn 16. maí kl. 20. Birgir Guðmundsson kennari í fjölmiðlafræði mun stýra fundi. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Þrír framboðslistar eru í kjöri í Bolungarvík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí nk. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð

Útskriftarnemar á leikskólabraut kynna lokaverkefni

NEMENDUR á leikskólabraut Kennaraháskóla Íslands kynna lokaverkefni til B.Ed.-gráðu á morgun, 17. maí. Verkefnin eru unnin á undanförnum mánuðum í leikskólum vítt og breitt um landið og fjalla um margvíslega vinnu með börnum á leikskólaaldri. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

VG í Hafnarfirði kynnti stefnu sína

BARNA- og fjölskylduvænn bær, bættar almenningssamgöngur, gjaldfrjáls leikskóli, ný upplýsingamiðstöð ferðamanna, kvenfrelsi, og engin stækkun hjá álveri Alcan í Straumsvík eru meðal stefnumála Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (VG) í Hafnarfirði... Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Þekkingu á íslensku efnahagslífi skortir erlendis

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á ráðstefnu breska stjórnmála- og viðskiptatímaritsins The Economist, sem var haldin hér á landi í gær, ljóst að það væri almennur skortur á þekkingu á íslensku efnahagslífi erlendis. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 526 orð

Þjóðvarðliðar gæti landamæranna að Mexíkó

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst senda þúsund bandarískra þjóðvarðliða til að gæta landamæranna að Mexíkó en markmiðið með ákvörðuninni er að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda norður til Bandaríkjanna. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 624 orð | 3 myndir

Þurfa að taka lýsi og borða meira grófmeti

Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl. Meira
16. maí 2006 | Erlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Þúsundir yfirgefa heimili sín

ÞÚSUNDIR manna sem búa í nágrenni eldfjallsins Merapi í Indónesíu hafa þurft að yfirgefa heimili sín, vegna hættu á að eldgos kunni að brjótast út í fjallinu. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 169 orð

Þyrlur gæslunnar ekki til taks fyrir leit

BJÖRGUNARÞYRLUR Landhelgisgæslunnar voru ekki til taks við leitina að ungum manni, Pétri Þorvarðarsyni, sem leitað var að á Mývatnsöræfum í gær og á sunnudag. Meira
16. maí 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Öll börn fá leikskólapláss

Fljótsdalshérað | Reiknað er með að öll þau börn sem voru á biðlista eftir leikskólaplássi á Fljótsdalshéraði og fædd eru árið 2004 verði komin í leikskóla í haust. Þetta eru rúmlega 90% þeirra barna sem fædd eru árið 2004 og búa í sveitarfélaginu. Meira

Ritstjórnargreinar

16. maí 2006 | Staksteinar | 330 orð

Borgarbúar í biðskýli

Það hefur vakið athygli hjá sumum borgarbúum að Samfylkingin kýs að auglýsa sig með tveim strætisvögnum kirfilega merktum Samfylkingunni sem aka um borgina. Vagnarnir eru reyndar iðulega tómir og standa kyrrir á áberandi stöðum. Meira
16. maí 2006 | Leiðarar | 284 orð

Glæsilegur árangur

Evrópuráðið efndi til samkeppni um safn Evrópu árið 2006. Sextíu söfn voru tilnefnd og 35 þeirra komust í úrslit. Vísindasafn í Barcelona var valið safn ársins en þrjú önnur söfn fengu sérstaka viðurkenningu. Meira
16. maí 2006 | Leiðarar | 318 orð

Landnámssetur í Borgarnesi

Sl. laugardag var opnað landnámssetur í Borgarnesi og þar hefur verið sett upp sýning um Egil Skallagrímsson. Meira

Menning

16. maí 2006 | Tónlist | 1173 orð | 1 mynd

Alltaf að

Leiðtogi Jethro Tull, Ian Anderson, mun flytja lög Jethro Tull í Laugardalshöllinni hinn 23. maí næstkomandi. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við meistarann og stóð á einni löpp á meðan. Meira
16. maí 2006 | Dans | 61 orð | 1 mynd

Danshátíð á Listahátíð

Borgarleikhúsið | Danshátíð sú sem stendur yfir á Listahátíð heldur áfram í kvöld, en þá verður önnur sýning að þessu sinni á verkinu "Við erum öll Marlene Dietrich FOR", eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin. Meira
16. maí 2006 | Fjölmiðlar | 225 orð | 1 mynd

Diddú og Fóstbræður syngja fyrir bandaríska hlustendur

Það er mögulegt að einhver í Reykjanesbæ eða þar um kring hafi náð útsendingu á bandaríska útvarpsþættinum A Prairie Home Companion sem væntanlega hefur verið sendur út til herstöðvarinnar í hrauninu. Meira
16. maí 2006 | Fjölmiðlar | 110 orð | 1 mynd

Egill Eðvarðsson

ÞÁTTARÖÐIN Taka tvö er nú aftur komin á dagskrá Sjónvarpsins, en í þáttunum ræðir Ásgrímur Sverrisson við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja. Meira
16. maí 2006 | Tónlist | 375 orð

Einn með dívu

Íslensk einsöngslög í nýstárlegum búningi. Flytjendur voru Sólrún Bragadóttir sópran og Sigurður Flosason saxófónleikari. Laugardagur 13. maí. Meira
16. maí 2006 | Myndlist | 29 orð | 1 mynd

Eiríkur Smith sýnir á Hrafnistu

SÝNING á málverkum Eiríks Smith var opnuð síðastliðinn föstudag á Hrafnistu í Hafnarfirði, en Eiríkur er einn ástsælasti listmálari landsins. Stendur sýningin til 12. júní og eru allir... Meira
16. maí 2006 | Myndlist | 193 orð

Erindi og uppákomur í Skaftfelli á Seyðisfirði

HÓPUR listamanna stendur fyrir spjalli og öðrum uppákomum í Skaftfelli menningarmiðstöð í dag kl. 15. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa nýlokið tveggja ára vinnustofudvöl hjá Rijksakademie í Amsterdam og heimsóttu allir Ísland fyrir ári... Meira
16. maí 2006 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Leikkonan Eva Longoria er í efsta sæti lista Maxims yfir 100 "heitustu" konur í heimi tísku, tónlistar, kvikmynda og sjónvarps. Meira
16. maí 2006 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Leikarinn Matthew Perry er orðinn dauðleiður á því að vera beðinn um að leika persónur líkar Chandler Bing, sem hann lék í þáttaröðunum um Vini ( Friends ). Meira
16. maí 2006 | Tónlist | 380 orð | 6 myndir

Fríða og dýrin

Það er ekki bara Silvía Nótt sem vekur athygli í Aþenu þessa dagana, en finnska hljómsveitin Lordi hefur einnig fengið sinn skerf af umfjöllun, enda sérstök hljómsveit þar á ferð. Meira
16. maí 2006 | Fjölmiðlar | 250 orð | 1 mynd

Heimilisvinurinn Garrison Keillor

Klukkan átta í kvöld mun eiga sér stað merkur atburður í íslensku útvarpi. Þá verður útvarpað á Rás 2, í beinni útsendingu frá Þjóðleikhúsinu, bandaríska skemmtiþættinum A Prairie Home Companion . Meira
16. maí 2006 | Tónlist | 153 orð

Heitar frá Havana

KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur heldur vortónleika í Langholtskirkju í kvöld, þriðjudaginn 16. maí og föstudaginn 19. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.30. Á tónleikunum verða m.a. Meira
16. maí 2006 | Leiklist | 967 orð | 1 mynd

Hvað er satt? Hvað er logið?

Eftir Harold Pinter í þýðingu Elísabetar Snorradóttur. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Rannveig Gylfadóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljóðmynd: Sigurður Bjóla. Meira
16. maí 2006 | Tónlist | 388 orð

Íslenska djassstjörnusveitin

Árni Scheving víbrafón, Þórarinn Ólafsson píanó, Jón Páll Bjarnason gítar, Árni Egilsson bassa og Pétur Östlund trommur. Sunnudagskvöldið 30. apríl. Meira
16. maí 2006 | Menningarlíf | 555 orð | 2 myndir

Matarmenningarleysið

Það er ágætis menningarlíf í Reykjavík. Þó hún sé engin stórborg geta listunnendur alltaf fundið eitthvað nýtt og ferskt, sérstaklega þær fáu góðu vikur þegar allskyns menningar- og listahátíðir standa yfir. Meira
16. maí 2006 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Norðurlandahraðlestin

LISTAHÁSKÓLI Íslands, Listahátíð í Reykjavík og Leiklistarsamband Íslands bjóða í dag og á morgun upp á "Norðurlandahraðlestina" - sviðsetta leiklestra á Litla sviði Borgarleikhússins. Meira
16. maí 2006 | Bókmenntir | 157 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni hefur nú bæst í safnið Vefbækur Eddu. Vefbækur Eddu eru safn uppflettirita á vefnum sem býður upp á fjölmarga notkunarmöguleika. Meira
16. maí 2006 | Bókmenntir | 149 orð | 1 mynd

Nýjar kiljur

Hjá Máli og menningu er komin út í kilju Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón . "Skuggi vindsins er saga um horfna tíma og gleymdar persónur sem ganga aftur og taka völdin í lífi þess sem les. Meira
16. maí 2006 | Kvikmyndir | 132 orð | 2 myndir

Ofurnjósnarinn heldur toppnum

SPENNUMYNDIN Mission: Impossible III heldur toppi íslenska bíólistans. Myndin var sú langvinsælasta um síðustu helgi en rúmlega 4.100 manns fóru að fylgjast með Tom Cruise í hlutverki ofurnjósnarans Ethans Hunt. Meira
16. maí 2006 | Kvikmyndir | 289 orð | 1 mynd

Poseidon sækir að

SPENNUMYNDIN Mission: Impossible 3 hélt efsta sætinu á aðsóknarlista bandarískra kvikmyndahúsa um helgina, þrátt fyrir að stórslysamyndin Poseidon sækti hart að henni. Meira
16. maí 2006 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Rapparinn Snoop Dogg

Rapparinn Snoop Dogg má ekki stíga fæti á breska grund það sem eftir er ævinnar eftir að hann og föruneyti hans létu ófriðlega á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í apríl sl. Meira
16. maí 2006 | Fólk í fréttum | 364 orð | 1 mynd

Sauðfé á beit á Austurvelli

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Á LÆKJARTORGI, Austurvelli og í Fógetagarði stendur Ljósmyndasafn Reykjavíkur fyrir veglegri útisýningu sem ber yfirskriftina "Miðbær í myndum - Reykjavík í 100 ár". Meira
16. maí 2006 | Kvikmyndir | 423 orð | 2 myndir

Stórleikarar í nýjustu kvikmynd Dags Kára

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is LEIKARARNIR Ryan Gosling og Tom Waits munu leika aðalhlutverkin í nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart . Meira
16. maí 2006 | Leiklist | 339 orð

Ugluspil

Eftir Johan Sara jr. og Harriet Nordlund. Beaivvás Sámi Teáhter. Norræna húsinu 8. maí 2006. Meira
16. maí 2006 | Tónlist | 41 orð

Vortónleikar Valskórsins í Háteigskirkju

VALSKÓRINN heldur sína árlegu vortónleika í Háteigskirkju í dag, 16. maí. Efnisskrá kórsins er jafnan fjölbreytt blanda af íslenskum og erlendum lögum. Stjórnandi er Bára Grímsdóttir og undirleikari Jónas Þórir. Meira
16. maí 2006 | Menningarlíf | 36 orð | 1 mynd

Þriðjudagur 16. maí

17.00 Norðurlandahraðlestin. Leiklestur í Borgarleikhúsi. Fyrri hluti. 20.00 Danshátíð á Listahátíð - Trans Danse Europe. Við erum öll Marlene Dietrich. FOR í Borgarleikhúsinu. Önnur sýning. 20.00 A Prairie Home Companion - amerískur útvarpsþáttur. Meira

Umræðan

16. maí 2006 | Kosningar | 489 orð | 1 mynd

Allir með

ÓTAL hlutir greina okkur hvert frá öðru. Kyn, háralitur, húðlitur, gáfur á mismunandi sviðum, miklar eða litlar. Með auknum launamun og ríkidæmi eykst einnig veraldleg aðgreining okkar. Meira
16. maí 2006 | Kosningar | 498 orð | 1 mynd

Allir með í Skagafirði

AÐ BJÓÐA sig fram til sveitarstjórnarstarfa er að sækja um vinnu hjá samborgurum sínum. Það er ekki fyrst og fremst valdastaða að vera í sveitarstjórn, það er vinna í þágu samfélagsins, það er þjónusta. Meira
16. maí 2006 | Aðsent efni | 313 orð | 1 mynd

Best afþakkaða boð Íslandssögunnar?

Tómas Már Sigurðsson svarar opnu bréfi Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: "...okkur þótti það mikil lyftistöng fyrir land og þjóð að fyrirtæki, sem gefur út eitt virtasta viðskiptatímarit heims, skyldi hafa áhuga á að koma hingað og fjalla um íslensk efnahagsmál." Meira
16. maí 2006 | Aðsent efni | 694 orð | 2 myndir

Fasteignamarkaður, skrýtnar fréttir og ófullkomnar mælingar

Ari Skúlason fjallar um fasteignamarkaðinn: "...að allur samanburður er vandasamur og erfiður og það ber að varast að draga snöggar ályktanir af fáum mælingum." Meira
16. maí 2006 | Aðsent efni | 687 orð | 1 mynd

Ferðaþjónustan og samfélagið

Guðrún Helgadóttir fjallar um ferðaþjónustuna: "Ferðaþjónustan á að vera gæði og gleði, hún er fyrir alla." Meira
16. maí 2006 | Aðsent efni | 536 orð | 2 myndir

Fyrirhuguð sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn

Björn Matthíasson fjallar um sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn: "Það er því ekki annað að sjá en að skýrsluhöfundar hafi viljað falsa framsetningu á grunnforsendum skipulagstillögunnar til að fá hagstæða niðurstöðu..." Meira
16. maí 2006 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Í blýhólkinum

Eftir Friðrik Sophusson: "Í ljósi þeirra deilna sem hafa orðið um virkjunina taldi Landsvirkjun engu síður eðlilegt að halda til haga andstæðum sjónarmiðum í blýhólkinum." Meira
16. maí 2006 | Kosningar | 349 orð | 1 mynd

Listaskóli Mosfellsbæjar - einstakur á landsvísu

LISTASKÓLI Mosfellsbæjar er nýstofnaður skóli sem ætlað er að efla listnám og auka fjölbreytnina í listalífi bæjarfélagsins. Væntingar standa til þess að innan fárra ára verði það ótvírætt að stofnun skólans hafi örvað sköpunargleði bæjarbúa. Meira
16. maí 2006 | Kosningar | 449 orð | 1 mynd

Mengunarvarnir við Elliðavatn, loforð og efndir

KÓPAVOGUR hefur stækkað ört á liðnum árum og teygir byggðin sig nú upp að Elliðavatni. Með stækkandi byggð og auknum umsvifum þarf ætíð að huga að náttúruvernd og mengunarvörnum. Meira
16. maí 2006 | Aðsent efni | 1400 orð | 3 myndir

Orka handa álverum

Eftir Þorkel Helgason: "Við eigum ekki að þurfa að vera bangin í viðsjálum heimi orkuframboðs og orkuverðs. En í því skyni þarf langtímastefnu; ekki aðeins um álver eða ekki heldur og um aðrar þarfir, þ.m.t. vegna náttúruverndar." Meira
16. maí 2006 | Kosningar | 417 orð | 1 mynd

Samþætting skóla og frístunda barna

HVER kannast ekki við að þurfa sífellt að vera að hafa áhyggjur af barni/börnum sínum þegar dagurinn er brotinn upp með áhugamálum barnanna. Meira
16. maí 2006 | Kosningar | 411 orð | 1 mynd

Um viðhorf og úreltar skoðanir

ÞAÐ ER tilhlökkunarefni að lesa viðhorfspistla Kristjáns Jónssonar í Mogganum því hann tekur á ýmsu og er óhræddur að kryfja til mergjar. Í blaðinu 4. maí fjallar hann um kosningarnar. Meira
16. maí 2006 | Velvakandi | 318 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Ótti við breytingar Í UMRÆÐUNNI um færslu Árbæjarsafns til Viðeyjar hefur eitt sjónarmið verið ákaflega áberandi. Það er að ekki megi hreyfa við neinu, breytingar séu af hinu illa. Meira
16. maí 2006 | Kosningar | 413 orð | 1 mynd

Öflugt íþróttastarf í Reykjavík

Í REYKJAVÍK er öflugt íþróttastarf sem byggist á sameinuðu átaki iðkenda, áhugafólks og borgarinnar. Fjöldi iðkenda er mikill í mörgum greinum og árangur oft prýðilegur. Meira

Minningargreinar

16. maí 2006 | Minningargreinar | 3884 orð | 1 mynd

BÁRA BJÖRNSDÓTTIR

Bára Björnsdóttir fæddist 16. maí 1927. Hún lést á heimili sínu 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir, f. í Bárugerði á Miðnesi 20. október 1894, d. 21. nóvember 1993, og Björn Eiríksson, f. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2006 | Minningargreinar | 2712 orð | 1 mynd

GISSUR ELÍASSON

Gissur Elíasson hljóðfærasmíðameistari fæddist á Hunkubökkum í Kirkjubæjarhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 12. september 1916. Hann andaðist á LSH í Fossvogi að morgni 7. maí síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Pálínu Elíasdóttur húsmóður, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2006 | Minningargreinar | 2303 orð | 1 mynd

JOHN J. CRAMER

John Joseph Cramer fæddist í Washington D.C. í Bandaríkjunum 7. mars 1959. Hann lést af slysförum sunnudaginn 7. maí. John var eldri sonur þeirra hjóna Höllu Valrósar Jónsdóttur Cramer, f. 5.3. 1940, og Josephs J. Cramer, f. 7.6. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2006 | Minningargreinar | 539 orð | 1 mynd

KRISTÍN BÆRINGSDÓTTIR

Kristín Bæringsdóttir fæddist í Stykkishólmi 18. júlí 1914. Hún lést í Reykjavík 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir frá Brennu á Hellissandi, f. 5. mars 1892, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2006 | Minningargreinar | 1901 orð | 1 mynd

ÓLAFUR F. HJARTAR

Ólafur Þórður Friðriksson Hjartar fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 15. október 1918. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Hjartar skólastjóri, f. 15.9. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2006 | Minningargreinar | 527 orð | 1 mynd

SIGRÚN EIRÍKSDÓTTIR

Sigrún Eiríksdóttir fæddist á Syðri-Sýrlæk í Villingaholtshreppi í Árn. 23. febrúar 1918. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Magnússon bóndi og smiður, f. 29. Meira  Kaupa minningabók
16. maí 2006 | Minningargreinar | 1758 orð | 1 mynd

SÆDÍS SIGURBJÖRG KARLSDÓTTIR

Sædís Sigurbjörg Karlsdóttir fæddist á Bóndastöðum í Hjaltastaðaþinghá 8. maí 1934. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karl Magnússon, f. 5. apríl 1884, d. 5. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

16. maí 2006 | Sjávarútvegur | 273 orð | 1 mynd

Dýrafóður, jarðgerð eða metangas úr frárennsli sjávarútvegsfyrirtækja

Grundarfjörður | Í aprílmánuði dvöldu í Grundarfirði fjórir meistaranemendur frá Alþjóðlegu umhverfisstofnuninni við Lundarháskóla í Svíþjóð ásamt kennara sínum. Meira
16. maí 2006 | Sjávarútvegur | 142 orð | 1 mynd

Lítil sala í apríl

Í nýliðnum apríl voru seld 7.994 tonn sem er 13,8% minna en sama mánuð í fyrra. Verðmæti sölunnar var tæpir 1,2 milljarðar sem er aftur á móti meira en í fyrra eða 18%. Meðalverð í apríl 2005 var 109,06 kr. Meira

Viðskipti

16. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 168 orð | 1 mynd

Fundað um Mishkin-skýrsluna í London

VIÐSKIPTARÁÐ Íslands kynnti í London í gær skýrslu þeirra Fredericks Mishkins og Tryggva Þórs Herbertssonar um fjármálastöðugleika á Íslandi. Meira
16. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Fær Nyhedsavisen blaðbera?

HAFT er eftir framkvæmdastjóra Søndagsavisen í Politiken í gær að eigendur fríblaðs Dagsbrúnar í Danmörku, Nyhedsavisen , geti átt eftir að lenda í vanda með að ráða blaðburðarfólk til starfa, svo hægt sé að koma blaðinu tímanlega í hús til allt að... Meira
16. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Hækkun í Kauphöll

Á MEÐAN flestar hlutabréfavísitölur í heiminum lækkuðu í gær, þá hækkaði úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands um 0,13%, endaði í 5.626 stigum. Meira
16. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 68 orð

IMF kynnir niðurstöður sínar í dag

SENDINEFND Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, kynnir í dag niðurstöður heimsóknar sinnar til Íslands undanfarna daga þar sem efnahagsmálin hafa verið rædd við fulltrúa stjórnvalda og atvinnulífsins. Meira
16. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 54 orð

Könnun á House of Fraser

SAMKVÆMT fregnum breskra miðla í gær er samkomulag að komast á um að Baugur fái að framkvæma áreiðanleikakönnun á House of Fraser verslanakeðjunni. Meira
16. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 1008 orð | 1 mynd

"Efnahagslífið er komið yfir erfiðasta hjallann"

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÍSLENSKT efnahagslíf er komið yfir erfiðasta hjallann og ró er að færast yfir. Meira
16. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Verðmiðinn á Matas hækkar

SAMKVÆMT frétt danskra miðla í gær hefur verðmiðinn á snyrtivörukeðjunni Matas hækkað, samfara sívaxandi kaupáhuga á fyrirtækinu. Talað er um að keðjan sé föl á 4,2 milljarða danskra króna, um 50 milljarða íslenskra króna. Meira

Daglegt líf

16. maí 2006 | Daglegt líf | 416 orð | 1 mynd

Geðklofinn í erfðavísum

Árið 2002 uppgötvuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar að breytileiki í ákveðnum erfðavísi veldur auknum líkum á geðklofa. Meira
16. maí 2006 | Daglegt líf | 642 orð | 2 myndir

Golfið er bara aukalega...

Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Ég hreyfi mig alltaf fimm daga vikunnar," segir Ágústa Jóhannsdóttir, sem hefur allt frá unga aldri verið mikil áhugamanneskja um hreyfingu. "Svo bæti ég við göngutúrum, golfi og skíðum þegar færi gefst. Meira
16. maí 2006 | Daglegt líf | 176 orð | 1 mynd

Góð tjáskipti og gott kynlíf

SKÝR tjáskipti eru lykillinn að góðu kynlífi, að því er m.a. kemur fram á heilsuvef MSNBC. Meira
16. maí 2006 | Daglegt líf | 140 orð | 3 myndir

Hjálmarnir þurfa að sitja rétt

Með hækkandi sól og góðviðrisdögum freista hjólreiðar margra enda eru hjól vinsæl leiktæki meðal barna. Hjólin eru tekin fram um leið og vorið ilmar í lofti og hjólað er gjarnan af krafti langt fram á haust. Meira
16. maí 2006 | Daglegt líf | 401 orð | 2 myndir

Viðarhúsgögnin tekin í gegn

Margir eru að dytta að viðarhúsgögnunum í garðinum sínum þessa dagana. Helgi Sigurðsson málarameistari hjá Byko er sérfróður um allt sem lýtur að almennu viðhaldi á viðarhúsgögnum. Meira

Fastir þættir

16. maí 2006 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Í gær, 15. maí, varð sextugur Per Dover Petersen...

60 ÁRA afmæli . Í gær, 15. maí, varð sextugur Per Dover Petersen, ræðismaður Íslands á Malaga, Spáni. Hann hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu Íslands og var gerður að ræðismanni árið 1994. Meira
16. maí 2006 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

70 ÁRA afmæli . Í dag, 16. maí, verður sjötugur Viðar Arthúrsson, Blásölum 24,... Meira
16. maí 2006 | Fastir þættir | 253 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Parakeppnin. Meira
16. maí 2006 | Fastir þættir | 579 orð | 4 myndir

Kamsky er kominn aftur í öllu sínu veldi

9.-21. maí 2006 Meira
16. maí 2006 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim...

Orð dagsins: Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. (Rómv. 12, 14. Meira
16. maí 2006 | Fastir þættir | 321 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. d4 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Rc3 c6 8. e4 d5 9. e5 Re4 10. Bd3 Rxc3 11. Bxc3 c5 12. dxc5 Bxc5 13. De2 dxc4 14. Be4 cxb3 15. Dd2 Rd7 16. axb3 Bb5 17. b4 O-O 18. bxc5 Rxc5 19. Bc2 Dc7 20. Bd4 Hfd8 21. De3 Hd5 22. Meira
16. maí 2006 | Viðhorf | 839 orð | 1 mynd

Sorgarsaga

Faðir minn átti fagurt land sem margur grætur. Því ber ég hryggð í hjarta mér um daga og nætur. Meira
16. maí 2006 | Í dag | 17 orð | 1 mynd

Sudoku

Í blaðinu í gær, mánudag, birtist rangt svar efsta stigs Sudoko-gátu sunnudagsins. Er beðist velvirðingar á... Meira
16. maí 2006 | Fastir þættir | 315 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji keypti sér reiðhjól á dögunum. Ósköp sakleysislegt borgarhjól fyrir tuttugu þúsund krónur í Hagkaupum. Eftir einn mánuð verður það búið að borga sig upp í bensínkostnaði, þar sem stuttar ferðir brenna upp bensíni eins og unglingar sinu. Meira
16. maí 2006 | Í dag | 491 orð | 1 mynd

Þjóðarátak í málefnum aldraðra

Reynir Ingibjartsson fæddist 1941 og ólst upp á Snæfellsnesi. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum 1963. Reynir starfaði í tvo áratugi hjá samvinnufélögum vítt og breitt, meðal annars að félagsmálum. Meira

Íþróttir

16. maí 2006 | Íþróttir | 116 orð

Ballack gerði þriggja ára samning

MICHAEL Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, skrifaði undir þriggja ára samning við ensku meistarana í Chelsea í gær og sagði við það tilefni að hann hefði tekið Lundúnaliðið fram yfir Manchester United, sem hefði verið fyrra til að sýna... Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 761 orð | 2 myndir

Blikar með gott tak á Val í Kópavoginum

KÓPAVOGSVÖLLUR fer seint á vinsældalistann hjá Valsmönnum. Þar hefur Valur ekki lagt Breiðablik að velli frá því 1992 eða í 14 ár og engin breyting varð á því gærkvöld þegar Blikar léku sinn fyrsta leik í efstu deild í fjögur ár. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 733 orð | 1 mynd

Breiðablik er með sterkasta liðið

KEPPNI í úrvalsdeild kvenna, Landsbankadeildinni, hefst í kvöld með heilli umferð. Breiðablik á titil að verja en Kópavogsliðið vann öruggan sigur á Íslandsmótinu í fyrra og stóð líka uppi sem bikarmeistari. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 320 orð

BREYTINGAR

Breiðablik Komnar: Bjarnveig Birgisdóttir (FH), Dagmar Ýr Arnardóttir (Stjarnan), Elín Anna Steinarsdóttir (ÍBV), Elín Jóna Þorsteinsdóttir (KR), Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (KR), Vanja Stefanovic (KR). Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 133 orð

Ciudad Real tapaði í bikarúrslitum

ÓLAFUR Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real töpuðu fyrir Valladolid, 35:30, í úrslitum spænska konungsbikarsins í handknattleik á sunnudagskvöld. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 115 orð

Danir með öflugt lið

ULRIK Wilkbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur valið hópinn sem mætir Íslendingum í tveimur vináttuleikjum hér á landi í byrjun júní. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 145 orð

FH yfir 500 stigin

MEÐ sigrinum á KR í fyrrakvöld hafa FH-ingar nú komist yfir 500 stig í efstu deild og eru áttunda félagið sem nær þeim áfanga. FH var með 499 stig samtals í deildinni fyrir leikinn og er því komið með 502 stig. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 440 orð | 1 mynd

* GUNNAR Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Halmstad þegar það...

* GUNNAR Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Halmstad þegar það tapaði 2:1 á útivelli fyrir Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Gunnar Heiðar fékk að líta gula spjaldið á 85. mínútu. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 33 orð

Í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeildin: Valbjarnarvöllur: Valur - Stjarnan 19.15 Akureyrarvöllur: Þór/KA - FH 19.15 Fylkisvöllur: Fylkir - Keflavík 19.15 Kópavogsvöllur: Breiðablik - KR 19. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 564 orð

Johnson kóngur í Dallas

MIAMI Heat var fyrsta liðið til að ná afgerandi forystu í leikseríu annarrar umferðar úrslitakeppni NBA eftir góðan sigur á New Jersey Nets, 102:92, á sunnudag. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 207 orð

Juventus hugsanlega svipt meistaratitlinum

JUVENTUS varð á sunnudag ítalskur meistari í knattspyrnu í 29. sinn og annað árið í röð þegar liðið lagði Reggina, 2:0, í lokaumferð ítölsku A-deildarinnar. David Trezeguet og Alessandro Del Piero skoruðu mörkin fyrir Juventus. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 388 orð | 1 mynd

* KAREN Penglase, landsliðskona í knattspyrnu frá Skotlandi , er gengin...

* KAREN Penglase, landsliðskona í knattspyrnu frá Skotlandi , er gengin til liðs við úrvalsdeildarlið Keflavíkur . Penglase , sem er 24 ára, lék með Grindavík í efstu deild sumarið 2002 og skoraði þá 4 af 9 mörkum liðsins. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 394 orð

KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla Breiðablik - Valur 2:1 Kópavogsvöllur...

KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla Breiðablik - Valur 2:1 Kópavogsvöllur, úrvalsdeild karla, Landsbankadeildin, mánudaginn 15. maí 2006. Aðstæður : Hægviðri, skýjað og 8 stiga hiti. Völlurinn iðgrænn og fallegur. Mörk Breiðabliks : Guðmann Þórisson 41. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 202 orð

Konurnar hita upp gegn Hollendingum

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kvenna hefur hafið undirbúning sinn fyrir tvo leiki gegn Makedóníu í lok þess mánaðar og byrjun þess næsta. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 142 orð

Skoruðu tvö í lokin

ÞRÓTTUR lagði Hauka 0:2 að Ásvöllum í 1. deildinni í gærkvöldi og á sama tíma unnu nýliðar Leiknis lið HK, einnig 2:0. Það mátti ekki tæpara standa hjá Þrótturum því bæði mörkin komu alveg undir lok leiks. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Vorum á taugum í byrjun

Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is BJARNI Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, var kampakátur eftir sigurinn á Val enda langur tími síðan liðið vann leik í efstu deild og mikil spenna í leikmönnum fyrir leikinn. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 218 orð

Wetterich fagnaði sigri á Byron-Nelson-mótinu

BRETT Wetterich frá Bandaríkjunum sigraði í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni á sunndagskvöldið er hann lék best allra á Byron-Nelson-meistaramótinu. Wetterich lék á 12 höggum undir pari og var einu höggi betri en S-Afríkumaðurinn Trevor Immelman. Meira
16. maí 2006 | Íþróttir | 125 orð

Zdravevski samdi við Skallagrím

SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi hefur samið við körfuknattleiksmanninn Jovan Zdravevski til tveggja ára en hann hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.