Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is AFBRIGÐI af fuglaflensu hefur greinst í rauðhöfðaönd á Mývatni. Fuglaflensan er ekki af H5 eða H7 stofni, en það eru skæð afbrigði og hafa menn óttast að þau leiddu til faraldurs sem ógnað gæti heilsu fólks.
Meira
Bern. AFP. | Svissnesk yfirvöld skýrðu frá því í gær að þeim hefði tekist að afstýra árás hryðjuverkahóps frá Norður-Afríkulandi á ísraelska farþegaþotu. Hefðu sjö manns verið handteknir í sambandi við málið.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 73 orð
| 1 mynd
ATLANTSOLÍA hækkaði verð á eldsneyti sínu í gær um 2,40 krónur á bensínlítrann og 1,50 krónur dísilolíulítrann. Í fyrradag hækkuðu ESSO, Olís og Skeljungur verðið hjá sér.
Meira
9. júní 2006
| Erlendar fréttir
| 597 orð
| 3 myndir
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is JOHN Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur gagnrýnt harkalega ræðu sem næstráðandi Kofi Annans, framkvæmdastjóra samtakanna, hélt fyrr í vikunni.
Meira
KAFFISALA verður á Sjómannadaginn, sunnudaginn 11. júní, á Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Hafnarfirði kl. 14-17. Handavinnusýning og sala á fjölbreyttri handavinnu heimilisfólks er frá kl. 13 til 17 og mánudaginn 12. júní frá kl. 10 til 16.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 144 orð
| 1 mynd
BJÖRN Guðbrandsson, barnalæknir, lést í gærmorgun á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, 89 ára að aldri. Björn fæddist 9. febrúar árið 1917 í Viðvík í Skagafjarðarsýslu.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 49 orð
| 1 mynd
ÞAÐ er að jafnaði líf og fjör á Skólavörðustígnum í Reykjavík, en þó sérstaklega á vorin og sumrin. Nýverið voru Blómadagar á Skólavörðustígnum og því sérstaklega fallegt um að litast. Að sjálfsögðu lögðu kaupmenn áherslu á að hugsa vel um blómin.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 76 orð
| 1 mynd
DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 tímar fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Fullur salur áhorfenda beið með mikilli eftirvæntingu eftir úrslitum kvöldsins og það mátti heyra saumnál detta þegar dómnefndin undir forystu Kirsten Dehlholm tilkynnti úrslitin.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 93 orð
| 1 mynd
BRAUTSKRÁNING fór fram við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu 20. maí sl. Af almennri braut luku 8 námi, einn útskrifaðist af sjúkraliðabraut og 16 með stúdentspróf. Þetta er í 15.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 424 orð
| 1 mynd
HIÐ árlega Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvár fer fram á morgun en að jafnaði taka á bilinu 17-18.000 konur þátt í þessum fjölmennasta íþróttaviðburði sem haldinn er á Íslandi.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 91 orð
| 1 mynd
Kópavogur | Framkvæmdir standa nú sem hæst við Sundlaug Kópavogs. Verið er að byggja nýja búningsaðstöðu, aðra sundlaug, barnalaug, heita potta og eimbað. Núverandi búningsaðstaða er í húsnæði sem ætlað var fyrir aðra starfsemi.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 109 orð
| 1 mynd
MAMMA er nýtt þjónustufyrirtæki sem sér um sölu, uppsetningu og þjónustu á síma, interneti, heimavörn og sjónvarpi fyrir heimilin í landinu. "Mamma selur ekki símtæki, tölvur eða sjónvörp, heldur áskrift að fyrrnefndri þjónustu.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 133 orð
| 1 mynd
Borgarnes | Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra afhenti á dögunum Grunnskólanum í Borgarnesi Grænfánann við hátíðlega athöfn á lóð skólans. Við sama tækifæri var undirrituð auglýsing um friðlýsingu Einkunna sem fólkvangs.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 342 orð
| 1 mynd
HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu kaupsýslumannsins Jóns Ólafssonar, um að embætti ríkislögreglustjóra verði gert að fella niður rannsókn á hendur Jóni vegna ætlaðra brota hans á skattalögum og fleiri lögum, og til vara að ríkislögreglustjóra væri skylt að...
Meira
Borgarfjörður | Fráfarandi sveitarstjórnum í sveitarfélögunum sem nú eru að sameinast í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, tókst ekki að velja nýtt nafn á sveitarfélagið. Tólf kusu nafnið Borgarbyggð og jafnmargir vildu Sveitarfélagið Borgarfjörð.
Meira
ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í loftræstistokk í verksmiðjuhúsnæði við Súðarvog í hádeginu í gær. Engin starfsemi er í húsinu en að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er þar unnið að framkvæmdum um þessar mundir, og var m.a.
Meira
ÞAÐ verður sannkölluð tónlistarveisla í Bræðslunni á Borgarfirði eystra hinn 29. júlí nk. þegar Kjarvalsstofa stendur þar fyrir alþjóðlegum stórtónleikum með heimsfrægu listafólki.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 413 orð
| 1 mynd
Djúpivogur | Hótel Framtíð er reisulegt og einstaklega fallegt hús sem stendur í hjarta bæjarins á Djúpavogi. Á undanförnum mánuðum hafa staðið yfir viðamiklar endurbætur á húsinu og það m.a. verið klætt að utan með bárujárni.
Meira
J ón Ingvar Jónsson yrkir um forystukrísu Framsóknar: Út mun framsókn þurrkast því þar er allt í klessu. Ekki fer hann Finnur í formannsstól úr þessu.
Meira
EKKI hefur enn tekist að koma algjörlega í veg fyrir að mengunarefni, þar á meðal saurkólígerlar, renni út í Grafarvog. Þetta kom fram í svari Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 740 orð
| 1 mynd
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tæplega þrítuga konu til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir ölvunarakstur, þótt hún hefði verið svipt ökurétti ævilangt, í nóvember á sl. ári og einnig fyrir að hafa ekið ökuréttindalaus í febrúar síðastliðnum.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Guðbjarti J. Sigurðssyni, sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps með því að hafa lagt til leigubílstjóra með eggvopni á meðan bílstjórinn beið greiðslu á ökugjaldi.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 324 orð
| 1 mynd
Grindavík | Bláalónsþrautin á fjallahjóli verður haldin næstkomandi sunnudag. Þrautin felst í því að hjóla frá Hafnarfirði með ströndinni og í Bláa lónið og er hægt að fara tvær mismunandi leiðir, 55 og 90 km.
Meira
SAMAN-hópurinn hefur í ár ákveðið að leggja áherslu á að foreldrar útvegi ungmennum hvorki áfengi né aðstöðu til þess að neyta þess, svo sem með eftirlitslausum samkomum í heimahúsum.
Meira
BÆNDUR geta nú séð á netinu hvenær best sé að slá tún sín og heyja. Gæði heys ráðast m.a. af því hvenær grasið er slegið. Orkuinnihald og prótein þess er mest í upphafi, en það minnkar síðan þegar líður á sumarið.
Meira
FYRIRTÆKINU IP-fjarskiptum ehf. var með dómi Hæstaréttar 16. maí síðastliðinn gert skylt að veita embætti lögreglustjórans í Reykjavík upplýsingar um hverjir voru notendur tveggja tiltekinna IP-talna, sem lögreglan hafði óskað eftir að vita.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að þrír menn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi, allt til 14. júlí nk., vegna rannsóknar á fíkniefnamáli sem upp kom þegar mikið magn fíkniefna fannst í bifreið, þann 3. apríl sl.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 471 orð
| 1 mynd
Heilbrigðismál | Fulltrúar Háskólans á Akureyri og Landspítala - háskólasjúkrahús undirrituðu í vikunni rammasamning vegna samstarfs um klíníska kennslu og leiðsögn nemenda er stunda nám við heilbrigðisdeild og um rannsóknir á heilbrigðissviði.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 166 orð
| 1 mynd
Hugrenningar nefnist þriðja einkasýning Sesselju Tómasdóttur myndlistarkonu sem opnuð verður í Pakkhúsinu í Ólafsvík í dag, föstudaginn 9. júní, klukkan 18. Sesselja er fædd og uppalin í Ólafsvík.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 199 orð
| 1 mynd
Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is GRUNNSKÓLAKRÖKKUM í Hamraskóla og lögregluþjónum í Grafarvogi var í gær boðið til pylsuveislu við verslun 10-11 í Hamrahverfi.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 170 orð
| 1 mynd
J-LISTI, óháð framboð, á Dalvík og framsóknarmenn hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í byggðarlaginu á því kjörtímabili sem nú fer í hönd.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 77 orð
| 1 mynd
Sandgerði | Betur fór en áhorfðist þegar moldarkantur við Sandgerðishöfn gaf sig undan tólf tonna vörubíl. Bíllinn fór að síga niður í sjó og ekki tókst að ná honum upp með jarðýtu og öðrum vörubíl fyrr en tekist hafði að losa hlassið af pallinum.
Meira
FJÁRFESTINGARBANKINN Morgan Stanley segir í nýrri skýrslu, sem ber fyrirsögnina: Þekking á Íslendingunum hefur aukist, að kauptækifæri séu í skuldabréfum íslensku bankanna, bæði skuldabréfum með breytilegum vöxtum og einnig í svonefndum...
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 305 orð
| 1 mynd
KEA úthlutaði í vikunni styrkjum úr tveimur flokkum menningar- og viðurkenningarsjóðs. Annars vegar var um að ræða úthlutun íþróttastyrkja og hins vegar styrki sem veittir voru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.
Meira
Málsgrein féll niður Í grein eftir Jónas Gunnar Einarsson rithöfund, sem birtist í Morgunblaðinu 30. maí síðastliðinn, féll niður málsgrein með þeim afleiðingum að samhengi greinarinnar raskaðist.
Meira
BETUR fór en á horfðist þegar verkamaður sem var að störfum við framkvæmdir við gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar varð undir járnabúnti sem verið var að hífa í gærmorgun.
Meira
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Elliðavatnsvegi á þriðjudagskvöld hét Hallgrímur Páll Guðmundsson, til heimilis í Hegranesi 25 í Garðabæ. Hallgrímur Páll var fæddur 12. nóvember 1971, hann var ókvæntur en lætur eftir sig fjögurra ára...
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 204 orð
| 1 mynd
Myndlist | Edda Aspar opnar útskriftarsýningu sína í myndlistarskóla Arnar Inga á morgun kl. 14 í Arnarauga við Óseyri. Hún sýnir nær eingöngu olíumálverk, en lokaverkefni hennar er mynd af frægri íslenskri persónu í fullri stærð.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 147 orð
| 1 mynd
EIGENDASKIPTI urðu nýverið á veitingastaðnum Kænunni við Óseyrarbraut 2 í Hafnarfirði. Nýir eigendur eru Jón Ó. Guðmundsson og kona hans Erla Guðný Gylfadóttir en Jón er menntaður kokkur og fór hluti af námi hans fram á Veitingastaðnum A.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 170 orð
| 1 mynd
Reyðarfjörður | Nýlega hélt Golfklúbbur Reyðarfjarðar í Grænafelli aðalfund sinn. Á fundinum var samþykkt að breyta nafninu í Golfklúbb Fjarðabyggðar, GKF. Formaður er Stefán Ingvarsson og félagar tæplega 50.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 285 orð
| 1 mynd
TALSVERÐAR lækkanir urðu á erlendum hlutabréfamörkuðum í gær en þá tilkynnti Seðlabanki Evrópu 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Nema þeir nú 2,75% en þetta er í þriðja skipti á hálfu ári sem bankinn hækkar stýrivexti.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 205 orð
| 1 mynd
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, hittust á fundi á heimili Halldórs undir kvöld í gær til þess að ræða málefni Framsóknarflokksins. Lauk þeim fundi með fullum sáttum þeirra í milli.
Meira
9. júní 2006
| Erlendar fréttir
| 2844 orð
| 3 myndir
Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Abu Musab al-Zarqawi, meintur leiðtogi al-Qaeda-hryðjuverkahreyfingarinnar í Írak, féll í loftárás Bandaríkjahers á íverustað hans norðaustur af Bagdad í fyrradag.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 96 orð
| 1 mynd
BRÆÐURNIR Árni og Magnús Birgissynir hrukku heldur betur í kút þegar þeir fengu nálægt 100 kílóa flyðru á línuna er þeir voru við veiðar á Breiðafirðinum í gær.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 490 orð
| 3 myndir
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra stýrði leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins, sem fram fór í Reykjavík, fyrir hádegi í gær, en formennskutímabili Íslands í ráðinu lýkur 1. júlí nk. Svíar taka þá við formennsku í ráðinu.
Meira
ÁRNI Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir það skjóta skökku við þegar talað sé um að bráðnun Vatnajökuls muni hafa góð áhrif á Kárahnjúkavirkjun.
Meira
VERJENDUR tveggja sakborninga í Baugsmálinu hafa krafist þess að Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í málinu, beri vitni fyrir dómi, ásamt Helga I. Jónssyni, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur.
Meira
TVEIR menn voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangavistar og gert að greiða sektir fyrir brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Meira
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ er með í skoðun erindi er varðar einkarétt Sýnar á útsendingum frá Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu og er að vænta afstöðu stofnunarinnar fyrr en seinna, en ekki er hægt að tímasetja það nákvæmlega að svo komnu, að sögn Páls...
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 178 orð
| 1 mynd
Stam | Ásdís Árnadóttir, kandídat úr kennaradeild HA, mun í morgun, 10. júní, brautskráningardag Háskólans á Akureyri, kynna niðurstöður úr B.Ed.-verkefni sínu, sem fjallar um stam, helstu einkenni og áhrif þess á líf fólks sem stamar.
Meira
9. júní 2006
| Erlendar fréttir
| 239 orð
| 1 mynd
TAÍLENDINGAR efna til hátíðar í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 10. júní kl. 12-18, í tilefni 60 ára valdaafmæli Taílandskonungs, Bhumibol Adulayadej. Í tilefni þess eru haldnar hátíðir um heim allan sem helgaðar eru lífi og starfi konungs.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 1363 orð
| 1 mynd
Landeigendur við Jökulsá á Brú, Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá á Fljótsdalshéraði gera kröfu á Landsvirkjun um 96 milljarða króna bætur vegna vatnsréttinda fyrir Kárahnjúkavirkjun á grundvelli áætlaðs arðs hennar.
Meira
Kvennahlaup ÍSÍ, í samstarfi við Sjóvá og UNIFEM, fer fram á morgun og er gert ráð fyrir því að hátt í 18.000 konur taki þátt í því. Konurnar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni tóku forskot á sæluna í gær og hlupu fyrsta Kvennahlaupið í ár.
Meira
TRUFLANIR urðu á flugumferð víða á Norðurlöndunum í gær. Á Arlandaflugvelli í Stokkhólmi bilaði ratsjá og olli bilunin því að öll flugumferð stöðvaðist á Arlanda og öllum flugvöllum norðan við Jönköping, sem þýddi m.a.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is LANDEIGENDUR við Jökulsá á Brú, Jökulsá á Fljótsdal og Kelduá á Fljótsdalshéraði fara fram á 60 til 96 milljarða bætur vegna vatnsréttinda fyrir Kárahnjúkavirkjun.
Meira
Keyptu jörð | Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur keypt jörðina Laxárhlíð sem var í eigu landbúnaðarráðuneytisins. Jörðin er 40 hektarar og er hugsuð sem framtíðar byggingaland fyrir þéttbýli á Flúðum.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 118 orð
| 1 mynd
BANDARÍSKA meltingarlæknafélagið, þ.e. American Gastroenterological Association, er elsta og fjölmennasta félag meltingarsérfræðinga og eru félagar um 16.000 talsins. Almenn aðild þ.e.
Meira
UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld muni styðja alnæmisverkefni Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sunnanverðri Afríku. Framlagið mun samtals nema 320.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 89 orð
| 1 mynd
VINNA við málefnasamnings nýs meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Reykjavík gengur mjög vel, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, verðandi borgarstjóra. Vilhjálmur sagði að engin vandkvæði hefðu komið upp við gerð málefnasamningsins.
Meira
Hafnarfjörður | Hin árlega víkingahátíð við Fjörukrána í Hafnarfirði stendur nú yfir í lengri tíma en áður, eða tvær helgar. Hátíðin hefst síðdegis föstudaginn 16. júní og lýkur sunnudaginn 25. júní.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 148 orð
| 1 mynd
LANDSELSURTURNAR Særún og Kobba í Húsdýragarðinum hafa lagt það í vana sinn að kæpa kringum hvítasunnu og var engin breyting á því í ár. Særún var fyrri til og lítill kópur kom í heiminn á mánudag, en hjá Kobbu aðfaranótt fimmtudags.
Meira
Í ÁLYKTUN stjórnar Sambands ungra framsóknarmanna, sem samþykkt var í fyrrakvöld, er Halldóri Ásgrímssyni, fráfarandi formanni Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þakkað "það ómetanlega starf sem hann hefur unnið fyrir íslenskt samfélag og...
Meira
SAUTJÁNDA vísindaþing Félags íslenskra lyflækna verður haldið á Selfossi 9.-11. júní. Félag íslenskra lyflækna á 60 ára afmæli á þessu ári en það var stofnað 13. mars 1946.
Meira
9. júní 2006
| Innlendar fréttir
| 199 orð
| 1 mynd
Á SÍÐASTA bæjarstjórnarfundi Siglufjarðarkaupstaðar, sem haldinn var í gær, var samhljóða samþykkt að veita annars vegar eina milljón króna í styrk til Þjóðlagasetursins í Siglufirði og hins vegar eina milljón króna í styrk til Siglufjarðarkirkju.
Meira
Denver. AP. | Koparþjófnaður hefur verið stundaður lengi víða um lönd enda málmurinn í háu verði en það segir sína sögu um hækkandi verð á hráefnum almennt, að nú eru þjófarnir, til dæmis í Bandaríkjunum, farnir að ásælast ál.
Meira
Það er óneitanlega athyglisvert að kynnast því, hvernig Jóhann Ársælsson, alþingismaður Samfylkingar, umgengst staðreyndir. Hinn 31. maí sl. var dreift með Morgunblaðinu sérstöku blaði um Oslóarsamkomulagið, sem gert var hinn 1.
Meira
Í dag kemur miðstjórn Framsóknarflokksins saman til fundar við óvenjulegar aðstæður. Flokkurinn hefur verið aðili að ríkisstjórn í samfleytt ellefu ár og haft stjórnarforystu á hendi síðustu misseri.
Meira
Hvers vegna er það svo, að nánast öll nágrannaríki Rússa leggja áherzlu á að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu? Skýringin á því er augljós.
Meira
EINS og síðastliðin ár stendur Hitt húsið fyrir svokölluðum Skapandi sumarstörfum í sumar. Með Skapandi sumarstörfum gefst ungu fólki kostur á að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum sem þau fá svo tækifæri til að vinna að í sex til átta vikur.
Meira
Íslenskir aðdáendur "thrash"-rokkhljómsveitarinnar Slayer hafa væntanlega þóst hafa himin höndum tekið þegar það kvisaðist út á miðvikudaginn að hljómsveitin væri á leiðinni til Íslands.
Meira
Höfundur Harry Potter-bókanna, JK Rowling , hefur verið valin besti núlifandi rithöfundur Breta. Hún náði þar með að skjóta rithöfundum eins og Salman Rushdie , Alan Bennett og nóbelsverðlaunahafanum Harold Pinter ref fyrir rass.
Meira
Austurvöllur: - Kvintettinn Tepoki spilar djass fyrir utan Café París. - Rannsóknarsvið íslenskrar þjóðmenningar býður gestum og gangandi upp á raunveruleika á Austurvelli. Hornið við Apótekið: - Dúettinn Mimosa spilar djass.
Meira
TÓNLISTARMAÐURINN Bruce Springsteen var í mörg ár tákn fyrir hinn venjulega bandaríska almúgamann og söngvar hans voru mörgum láglaunamanninum hvatning til að halda áfram þrátt fyrir mót- og óréttlæti.
Meira
Myndlistarmaðurinn Steinunn Þórarinsdóttir opnar sýningu í 101 galleríi klukkan 17 í dag. Um er að ræða bæði úti- og inniverk sem öll er ný af nálinni og verður þetta í fyrsta sinn sem þau eru sýnd á Íslandi.
Meira
DÚETTINN Gnarls Barkley hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en lagið "Crazy", sem er að finna á plötunni St. Elsewhere , er enn eitt það vinsælasta á skemmtistöðum borgarinnar.
Meira
Hljómsveitin Jeff Who? sendi frá sér breiðskífuna Death Before Disco fyrir síðustu jól en rúmu ári áður hélt hún sína fyrstu tónleika á Bar 11 sem þá var eins konar "Off Venue"-staður fyrir Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina.
Meira
KAMMERKÓRINN Broccoli frá Kaupmannahöfn heldur þrenna tónleika á Íslandi um helgina. Í kvöld verða tónleikar hans í Hásölum, safnaðarsal Hafnarfjarðarkirkju, kl. 20.00, á morgun syngur kórinn í Skálholtskirkju kl. 16.30 og sunnudaginn 11.
Meira
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is TÓNLISTARHÁTÍÐIN Bright Nights verður haldin í Árnesi um helgina. Hátíðin hefst á föstudag kl. 18 og verður spilað viðstöðulítið fram á aðfaranótt mánudags. Til hátíðarinnar mætir fríður hópur tónlistarmanna.
Meira
Aðalskona vikunnar er ung og upprennandi leikkona sem var á dögunum ráðin til að leika á móti Brendan Fraser í kvikmyndinni Journey 3-D sem gerð er eftir frægri skáldsögu Jules Vernes, Ævintýri Snæfellsjökuls: för í iður jarðar. Áætlað er að myndin verði frumsýnd næsta sumar.
Meira
TIL að sýna það og sanna að hún sé alveg nógu góð til að spila fótbolta með strákum, dulbýr Viola Hasting sig sem tvíburabróðir sinn og tekur hans stað í nýjum skóla. En það að þykjast vera einn af strákunum reynist flóknara en Viola hafði búist við.
Meira
DIMMA hefur gefið út á hljóðbók söguna Fíasól í hosiló eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í lestri höfundar, en prentuð útgáfa verksins náði metsölu fyrir síðustu jól. Gleðisprengjan Fíasól kann best við sig heima í hosiló.
Meira
BARÍTÓNSÖNGVARINN Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem syngur um þessar mundir hlutverk Fígarós í Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart hjá Grange Park-óperunni í Englandi, hefur hlotið jákvæðar móttökur fyrir frammistöðu sína.
Meira
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Dweezil Zappa og félagar hans eru komnir til landsins en tónleikar tileinkaðir föður hans, undir nafninu Zappa Plays Zappa, fara fram í Hafnarhúsinu í kvöld.
Meira
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is STEINGRÍMUR Eyfjörð verður fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíæringnum að ári. Tvíæringurinn er stærsta og virtasta listasýning heims.
Meira
LISTAHÁTÍÐIN Á Seyði verður opnuð í Herðubreið á Seyðisfirði á morgun kl. 13. Sama dag verður opnuð sýning bræðranna Kristjáns og Sigurðar Guðmundssona kl. 17 og viðburðir í tilefni sjómannadags hefjast kl. 10 um morguninn og standa fram á sunnudag.
Meira
Í SÍÐUSTU viku var ýjað að því hér að Evróvisjón-safndiskurinn sem inniheldur lögin frá keppninni í Aþenu myndi ekki halda það lengi út á toppnum. Sú spá ætlar ekki að ganga eftir því það er deginum ljósara að Evróvisjón-æðið er hvergi nærri að dala.
Meira
ÞÁ er loksins komið að því sem svo margir hafa beðið eftir. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst í Þýskalandi í dag, en allir leikirnir í keppninni verða sýndir í beinni útsendingu á Sýn. Opnunarhátíðin hefst klukkan 14.
Meira
Í GALLERÍI Kambi, Rangárþingi ytra, verður á morgun opnuð sýning danska listamannsins Sams Jedigs. Sam hefur verið áberandi í dönsku listalífi, ekki síst fyrir störf sín sem sýningarstjóri í Stalke Gallery og Stalke Out of Space í Kaupmannahöfn.
Meira
BÓKAFORLAGIÐ Veröld hefur samið um útgáfu á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurðardóttur í Rúmeníu og Brasilíu. Með þeim samningum er ljóst að þessi fyrsta glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur verður gefin út á tuttugu tungumálum.
Meira
Frá meðlimum samtakanna Íslandsvinir: "ÞAÐ hefur vart farið fram hjá neinum að Íslandsvinaganga fór fram þann 27. maí sl. Gönguna gengu yfir 3.000 Íslandsvinir sem sýnir óvenju mikla samstöðu almennings um verndun náttúrunnar."
Meira
Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar um viðbrögð KSÍ við umræðu um mansal á HM: "Viðhorfið virðist vera það að betra sé að fjalla sem minnst um málið svo að það skyggi ekki á gleðina og stemmninguna..."
Meira
Frá Ólafi Stefánssyni: "ÞEGAR höfundur á borð við Pétur Gunnarsson lætur í sér heyra varðandi bóksölu og hefur áhyggjur af fækkun bókabúða í landinu er full ástæða til að leggja við hlustir og gaumgæfa hvað sá maður hefur að segja til varnar bókabúðum á Íslandi."
Meira
Tryggvi V. Líndal fjallar um bókina "Frá endurskoðun til upplausnar": "Get ég nú aðeins óskað Morgunblaðslesendum og sjálfum mér til hamingju og vonað að lestur þessa sagnfræðirits um hugmyndastrauma síðustu áratuga verði svo viðvarandi, að það dugi til að halda minningu skáldskapar míns á lofti ..."
Meira
Óskar Bergsson fjallar um meirihlutasamstarf framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavík að loknum kosningum: "Framsóknarmenn í Reykjavík eru lagðir af stað í stórsókn í borginni. Í þá vegferð þurfum við á öllum að halda, sérstaklega þeim félögum okkar sem hafa snúið við okkur baki."
Meira
Hafsteinn Hjaltason fjallar um virkjanaframkvæmdir og hálendið: "Framkvæmdir og hagvöxtur sem vörðuð eru blekkingum og rangfærslum verða aldrei neinni þjóð til gæfu."
Meira
Toshiki Toma svarar grein Grétars H. Óskarssonar um íslamska trú: "Grein þessi er ekki tilraun til að vernda íslam, heldur vil ég að við mannfólkið höldum áfram á braut til mannréttinda og friðaróskar, öllum til heilla."
Meira
"DREKKJUM VALGERÐI EN EKKI ÍSLANDI" var slagorð nokkurra ungmenna í mótmælagöngu um daginn. Unga fólkinu ofbýður stóriðjustefna og álbræðsluárátta stjórnvalda. Þau vilja standa vörð um náttúru landsins og aðhafast, sýna hug sinn í verki.
Meira
Ill meðferð á Úlfarsfelli ÉG gekk á Úlfarsfell í Mosfellssveit árið 1995 og síðan ekki fyrr en sunnudaginn 21. maí sl. Útsýnið var gott að venju en umgengnin um þetta litla fjall hefur versnað til mikilla muna frá því fyrir 11 árum.
Meira
Minningargreinar
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 552 orð
| 1 mynd
Aðalbjörg Jóakimsdóttir fæddist á Brekku í Hnífsdal 22. janúar 1912. Hún lést á Hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 25. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju 2. júní.
MeiraKaupa minningabók
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 4077 orð
| 1 mynd
Bergur Vernharðsson fæddist í Vestmannaeyjum 4. janúar 1944. Hann lést á heimili sínu í Keflavík 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vernharður Bjarnason, f. á Húsavík 16. júní 1917, d. 1. mars 2001, og Birna Guðný Björnsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 4031 orð
| 1 mynd
Freddy Laustsen fæddist í Kaupmannahöfn 17. ágúst 1916. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 28. maí síðastliðinn. Freddy ólst upp í Kaupmannahöfn og um fjórtán ára aldur fór hann í læri í útskurði hjá meistara sem hann vann síðan hjá lengi vel.
MeiraKaupa minningabók
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 1543 orð
| 1 mynd
Guðmundur Kristján Finnbogason fæddist á Eyri í Mjóafirði í Norður-Ísafjarðarsýslu 21. júlí 1934. Hann lést á líknardeild LSH 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi Björnsson bóndi, f. 1. maí 1898, d. 11.
MeiraKaupa minningabók
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 3843 orð
| 1 mynd
Hannes Hannesson fæddist á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka 5. nóvember 1930. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Andrésson, f. 22. september 1892, d. 1. mars 1972, og Jóhanna Bernharðsdóttir, f. 1.
MeiraKaupa minningabók
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 5929 orð
| 1 mynd
Helga Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1935. Hún lést 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Sæmundsson læknir í Reykjavík, f. 1905, d. 1955, og Sigríður Sæmundsson (fædd Thorsteinsson), f. 1908, d. 1998.
MeiraKaupa minningabók
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 5502 orð
| 2 myndir
Jóhannes R. Snorrason fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 12. nóvember 1917. Hann lést 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Snorri Sigfússon, skólastjóri á Flateyri og Akureyri og síðar námsstjóri, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.
MeiraKaupa minningabók
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 1475 orð
| 1 mynd
Margrét Einarsdóttir fæddist 13. ágúst 1934. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jóhann Einarsson, f. 10.11. 1898, d. 9.9. 1976 og Ástríður Guðjónsdóttir, f. 19.5. 1902, d. 16.6. 1986.
MeiraKaupa minningabók
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 622 orð
| 1 mynd
(Eva) Sigurlín Andrésdóttir fæddist á Hellissandi 26. september 1924. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. maí 2005 og var útför hennar gerð frá Grensáskirkju 6. júní sama ár.
MeiraKaupa minningabók
9. júní 2006
| Minningargreinar
| 2710 orð
| 1 mynd
Unnur Agnarsdóttir fæddist á Akureyri 10. júní 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigrún Pétursdóttir, f. 28. ágúst 1911, d. 27. mars 1998, og Agnar Guðlaugsson, f. 9. október 1903, d. 25.
MeiraKaupa minningabók
ÍBÚAR og fyrirtæki við Kópavogshöfn hafa ákveðið að bjóða Kópavogsbúum og öðrum nágrönnum sínum til bryggjuhátíðar á morgun, laugardaginn 10. júní. Hátíðin hefst kl. 13 með því að Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Gunnar I.
Meira
Þótt þorskaflaheimildir í Barentshafi verði ekki skornar jafnmikið niður og bráðabirgðatillögur Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES) kveða á um, má búast við að framboð á þorski á næsta ári muni dragast töluvert saman.
Meira
BÓKINA Fiskisagan Flýgur eftir Kristin Benediktsson, ljósmyndara og blaðamann, er til umfjöllunar í síðasta tölublaði Fishing News International , en bókin kom jafnframt út á ensku undir titlinum Fishing in the North Atlantic .
Meira
TÓLFTI árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands er kominn út, undir ritstjórn Kristjáns J. Kristjánssonar frá Norðfirði. Blaðið er tæpar 100 síður og skartar vel á annað hundrað ljósmyndum.
Meira
SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfellsbæjar kemur út núna fyrir sjómanndagshelgina og er blaðið fjölbreytt að vanda. Viðtal er við Sveinbjörn Benediktsson, fyrrverandi póst- og símstöðvarstjóra á Hellissandi, en hann lést á síðastliðnum vetri.
Meira
SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík verður með sjómannadagskaffi sem er aðalfjáröflun deildarinnar. Á sjómannadaginn verða seldar vöfflur í tjaldi á miðbakka og í björgunarskipinu Sæbjörg.
Meira
ARI Daníelsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar sem er nýtt svið innan viðskiptabanka Glitnis og mun hann leiða og samræma viðskiptaþróun tekjusviða viðskiptabankans.
Meira
9. júní 2006
| Viðskiptafréttir
| 176 orð
| 1 mynd
BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson hefur vikið úr stjórn búlgarska símafélagsins Bulgarian Telecommunications Company (BTC). Tveir fulltrúar fjárfestingafélags Björgólfs Thors, Novator, hafa tekið sæti hans í stjórn BTC.
Meira
VERSLUNIN Ellingsen, sem er í eigu Olíuverzlunar Íslands, hefur keypt rekstur verslunarinnar Útivistar og veiði. Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Sl.
Meira
FRÁ og með 15. júní nk. verður Føroya banki aðili að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallar Íslands . "Við bjóðum Føroya banka velkominn. Bankinn er annar færeyski aðilinn til að fá heimild til viðskipta í Kauphöllinni.
Meira
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands lækkaði þriðja daginn í röð í viðskiptum gærdagsins og nam lækkunin 1,6 prósentustigum . Var vísitalan 5.637 stig í lok dags.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina hugbúnaðarfyrirtækin Hug og Ax hugbúnaðarhús. Sameinaða félagið mun nefnast HugurAx og verður eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með um 125 starfsmenn .
Meira
9. júní 2006
| Viðskiptafréttir
| 220 orð
| 1 mynd
EKKI mun taka langan tíma að koma á jafnvægi í íslensku efnahagslífi að því gefnu að efnahagsstjórnunin verði með þeim hætti að hún stuðli að stöðugleika. Þessu er haldið fram í grein um íslenskan efnahag í ársfjórðungsriti danska seðlabankans.
Meira
NORSKA fjármálaeftirlitið rannsakar nú meint innherjaviðskipti með hlutabréf í norska tryggingafélaginu Nemi, sem Tryggingamiðstöðin hefur gert yfirtökutilboð í. Tilboðið var gert þann 12. apríl sl.
Meira
STJÓRN Orkla ASA, móðurfélags útgáfufélagsins Orkla Media, kom saman til fundar í gær og samkvæmt frétt í Berlingske Tidende komst hún ekki að niðurstöðu varðandi fyrirhugaða sölu á Orkla Media.
Meira
9. júní 2006
| Viðskiptafréttir
| 157 orð
| 1 mynd
FLUGFÉLAGIÐ Star Europe, sem er dótturfélag Avion Group, hefur gert samning um leigu á farþegavél til þýska ferðaþjónustuaðilans TUI og mun flugfélagið sjá um flug vegna sumarleyfisferða fyrir ferðaskrifstofuna frá Frankfurt til ýmissa áfangastaða næstu...
Meira
BAUNIR eru hollar, góðar og ódýrar. Það eru aukaverkanirnar sem setja strik í reikninginn hjá mörgum, en nú hafa vísindamenn í Venesúela þróað baun sem er bæði betri fyrir heilsuna og félagslífið, að því er fram kemur á vefnum forskning.no.
Meira
Það er sérstök upplifun að heimsækja veitingahúsið Archipelago í London þar sem fólk fær leyniorði úthlutað til að komast inn og gæðir sér svo á framandi réttum í skrautlegu umhverfi. Laila Sæunn Pétursdóttir heimsótti staðinn.
Meira
HREINLÆTI og þrif við setlaugar á átta stöðum í Reykjavík reyndust í lagi þegar heilbrigðisfulltrúar Hollustuhátta á Umhverfissviði Reykjavíkurborgar skoðuðu setlaugarnar í líkamsræktarstöðvum, íþróttahúsum og á hótelum frá janúar sl. og fram í apríl.
Meira
ÞEGAR búsáhöld úr leir eru keypt skal athuga vel hvort þau séu ætluð undir matvæli. Á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is, kemur fram að aldrei skuli nota leirvörur undir matvæli og drykki nema fullvíst sé að þeim sé ætlað að snerta matvæli.
Meira
Í TILEFNI Hátíðar hafsins sem haldin verður um næstu helgi, dagana 10.-11. júní, verða nokkrir veitingastaðir með sérstakan sjávarréttamatseðil í boði. Einn þeirra er Tveir fiskar á Geirsgötu 9.
Meira
70 ÁRA afmæli . Sunnudaginn 11. júní verður Hildimundur Sæmundsson sjötugur. Hildimundur mun ásamt konu sinni, Aðalheiði S. Steingrímsdóttur , og fjölskyldu fagna þessum tímamótum og taka á móti gestum á Túngötu 4, Bessastaðahreppi, laugardaginn 10.
Meira
70 ÁRA afmæli . Mánudaginn 12. júni verður sjötug Esther Þórðardóttir, Nónvörðu 12, Keflavík. Esther mun ásamt fjölskyldu sinni fagna þessum tímamótum og taka á móti gestum í Stapa, sunnudaginn 11. júní frá kl....
Meira
Fótbolti | Goethe-stofnunin og þýska sendiráðið í Reykjavík bjóða í dag kl. 15.30 til athafnar í Borgarleikhúsinu vegna byrjunar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Þýskalandi.
Meira
HM 1963. Norður &spade;K4 &heart;8532 ⋄D86 &klubs;ÁG73 Suður &spade;ÁDG975 &heart;ÁKD ⋄Á432 &klubs;- Samningurinn er sex spaðar með smáu hjarta út. Hvernig er best að spila? Spilið kom upp í leik Ítalíu og Argentínu á HM 1963.
Meira
Gjábakkabrids Spilað var á sex borðum sl. föstudag í Gjábakka og fengu eftirtalin pör bestu skorina: Júlíus Guðm.s. - Oliver Kristóferss. 73 Magnús Halldórss. - Ólafur Ingvarss. 64 Helga Helgad. - Jóhannes Guðmannss. 63 Meðalskorin var 60.
Meira
Tveir menn styðja hvor annan. Þrír menn (eða fleiri) styðja hver annan. Þrjú börn styðja hvert annað . Bændur og sjómenn styðja hvorir aðra. Bændur, sjómenn og iðnaðarmenn styðja hverjir aðra . Allt fólkið styður hvað annað.
Meira
Kjartan Jónsson fæddist í Reykjavík 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974, guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1980 og meistaraprófi frá Fuller Theological Seminary í Kaliforníu 1991.
Meira
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. Rc3 Re4 7. Bd2 f5 8. Dc2 Bf6 9. Re5 d5 10. cxd5 Rxc3 Staðan kom upp í opnum flokki á ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Tórínó á Ítalíu. Einn fremsti stórmeistari heims, Levon Aronjan (2.
Meira
NÚ gleðjast gumar væntanlega því það er komið sumar. Hestar eru líka hýrir á brún þessa dagana því þeir fá að njóta frelsis á ný eftir langan vetur.
Meira
Enn og aftur sér Víkverji fulla ástæðu til að efast um að yfirvöld séu nógu íhaldssöm í útgáfu meiraprófsskírteina. Þau virðast rata í hendur manna, sem vafasamt er að eigi að hafa bílpróf, hvað þá réttindi til að stjórna tuga tonna ökutækjum.
Meira
1:0 27. Baldur Aðalsteinsson gefur góða sendingu fyrir markið eftir glæsilegan einleik upp vinstri kantinn. Guðmundur Benediktsson leggur boltann út á Garðar Bergmann Gunnlaugsson sem leggur hann snyrtilega í hægra hornið. 2:0 41.
Meira
ÁSTRALSKI kylfingurinn Adam Scott lék vel á fyrsta keppnisdegi Barclays-meistaramótsins á PGA-mótaröðinni en hann lék á 65 höggum og er samtals á sex höggum undir pari vallar. Scott er með eitt högg í forskot fyrir aðra umferð á Westchester-vellinum.
Meira
VALSMENN hirtu í gærkvöld þriðja sætið af Fylkismönnum þegar liðin mættust í ágætis leik á Laugardalsvelli. Valsmenn voru með undirtökin nánast allan leikinn, ef undan eru skildar fyrstu tíu mínútur leiksins, og uppskáru verðskuldaðan sigur, 3:1.
Meira
ARNÓR Atlason hefur gert munnlegt samkomulag við forráðamenn danska úrvalsdeildarliðsins FCK Håndbold um að ganga til liðs við félagið í sumar. Arnór, sem leikið hefur með Magdeburg undanfarin tvö ár, er með samningstilboð frá FCK og þýska 1.
Meira
ÞAÐ var ekki mikið um glæsileg tilþrif í leik Víkinga og Grindvíkinga í Landsbankadeild karla í gærkvöldi og í raun má segja að Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga og fyrrum þjálfari Víkinga, hafi átt tilþrif dagsins rétt utan hliðarlínu snemma...
Meira
FORRÁÐAMENN Evrópumeistara Barcelona staðfestu við spænska blaðið El Mundo Deportivo í gær að þeir ættu í samningaviðræðum við Englandsmeistara Chelsea um kaup á Eiði Smára Guðjohnsen.
Meira
LEIFUR Garðarsson, þjálfari Fylkis, var hvorki sáttur við sína menn né dómara leiksins og vandaði þeim ekki kveðjurnar eftir leikinn gegn Val í gærkvöld.
Meira
PORTÚGALAR eru afar sigurstranglegir í D-riðlinum á HM í Þýskalandi og þykja tiltölulega heppnir með mótherja í riðlakeppninni. Þeir gætu þó fengið harða keppni frá Mexíkó og Íran en fyrrverandi nýlenda þeirra, Angóla, gerir þeim varla mikla skráveifu.
Meira
* ENSKIR fjölmiðlar sögðu í gær frá því að Fulham hefði boðið Birmingham City tvo sóknarmenn, Heiðar Helguson og Collins John , í skiptum fyrir Emile Heskey . Chris Coleman , knattspyrnustjóri Fulham , hefur borið þessar fregnir til baka.
Meira
* FJÓRIR landsliðsmenn Hollendinga, sem voru tæpir vegna meiðsla, verða allir með í fyrsta leik þeirra á HM, gegn Serbíu-Svartfjallalandi á sunnudag, að sögn Marcos van Bastens , þjálfara.
Meira
Um 10.000 stuðningsmenn hollenska landsliðsins fylgdust með æfingu liðsins í Freiburg í gær. Philip Cocu, miðjumaðurinn sterki, sem meiddist í æfingaleik við Ástralíu á sunnudaginn, tók þátt í æfingunni.
Meira
ÞEGAR flautað verður til leiks Þýskalands og Kosta Ríka í München síðdegis í dag hefst knattspyrnuveisla sem stendur yfir með litlum hléum í heilan mánuð - allt þar til flautað verður til leiksloka í úrslitaleiknum í Berlín að kvöldi 9. júlí.
Meira
HEIÐAR Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik karla, lék á fimm höggum yfir pari í gær á fyrsta keppnisdegi Telia-meistaramótsins í golfi á sænsku mótaröðinni. Heiðar fékk sex skolla (+1) og einn fugl (-1) og lék samtals á 77 höggum.
Meira
ATLI Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, var ekki á því að leikurinn gegn Fylki hefði verið auðveldur þrátt fyrir 3:1 sigur. "Nei, þetta var nú ekki létt. Við höfðum mikið fyrir þessu og þetta var góður sigur.
Meira
"MIÐAÐ við leikinn er ég nokkuð sáttur við eitt stig. Þetta var hundleiðinlegur leikur og ég var ósáttur við spilamennsku minna manna," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga, eftir leikinn.
Meira
* JÓN Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður hjá Napoli skoraði 6 stig þegar liðið tapaði fyrir Bologna, 83:58, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum ítölsku deildarinnar í fyrrakvöld.
Meira
Keflavík M Guðjón Árni Antoníusson Baldur Sigurðsson Guðmundur Steinarsson Jónas Guðni Sævarsson Ómar Jóhannsson ÍA MM Guðmundur Guðjónsson M Igor Pesic Bjarni Guðjónsson Heimir Einarsson Bjarki Guðmundsson Pálmi Haraldsson Ellert Jón Björnsson Arnar...
Meira
* OSWALDO Sanchez , aðalmarkvörður landsliðs Mexíkó í knattspyrnu, er farinn heim frá Þýskalandi , þar sem Mexíkóar búa sig undir þátttöku í lokakeppni HM.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson, fyrirliði landsliðsins í handknattleik, rauf 1.100 marka múrinn þegar Íslendingar fögnuðu sigri á Dönum á Akureyri á þriðjudagskvöldið, 34:33.
Meira
"VIÐ vorum skelfilega lélegir í fyrri hálfleik og náðum ekki að fylgja eftir ágætum leik okkar gegn FH," sagði Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir 1:0 tap liðsins gegn ÍA í gær í Keflavík.
Meira
RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, setti í gær Íslandsmet í 50 metra skriðsundi þegar hún synti á 26,23 sekúndum í úrslitum á sundmóti í Canet í Frakklandi. Eldra met hennar var 26,34 sekúndur en það var sett í Stokkhólmi í apríl 2004.
Meira
SINISA Valdimar Kekic, leikmaður Grindvíkinga, var ekki í leikmannahópnum gegn Víkingi í gær en sat þess í stað á meðal áhorfenda og fylgdist með gangi mála þaðan.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik lauk undirbúningi sínum fyrir leikina mikilvægu á móti Svíum með því að gera jafntefli, 34:34, gegn Dönum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Danir jöfnuðu metin á elleftu stundu eftir að Íslendingar höfðu náð mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik.
Meira
* Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum um bíla og tækni sem sendar eru á leoemm@simnet.is. Spurt: Ég keypti VW Touareg frá Bandaríkjunum.
Meira
Þriðja umferð Pirelli-Íslandsmeistaramótsins í ralli hefst í kvöld. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sem heldur rallið og því er vel við hæfi að átta af fjórtán sérleiðum í rallinu eru eknar innan borgarmarka Reykjavíkur. Rallið hefst kl.
Meira
JENSON Button hjá Honda hefur varað landsmenn sína við því að gera sér vonir um að hann hrósi sigri á heimavelli í Silverstone um helgina. Button hefur enn ekki unnið kappakstur í Formúlu 1 þrátt fyrir að hafa keppt í á annað hundrað mótum.
Meira
BRESKA ökuíþróttafyrirtækið Carlin Motorsport Ltd. hefur verið fengið til að aðstoða við áætlanagerð og kennslu við ökuskóla akstursíþróttasvæðis og kappakstursbrautar The Iceland MotoPark sem rísa á í Reykjanesbæ á árinu.
Meira
UM daginn fékk ég kunningja minn, sem er pípari, til þess að setja upp ofnakerfi í húsinu mínu. Mér til mikillar furðu setti hann upp olíukyndingu í stað þess að tengja húsið við hitaveitu.
Meira
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FORD GT, sem er einn þekktasti kappakstursbíll síðari tíma, var frumsýndur formlega hér á landi við hátíðlega athöfn í flugskýli Arngríms Jóhannssonar á Akureyri í gær.
Meira
Þegar búið er að eyða miklum tíma og peningum í að gera upp fornbíl og tími kominn til að taka bílinn til kostanna, getur verið erfitt að finna viðeigandi dekk.
Meira
VETNISBÍLAR gætu orðið algengur akstursmáti á götum úti mun fyrr en hingað til hefur verið spáð, að því er greint var frá í breska dagblaðinu Times á dögunum.
Meira
Í DAG klukkan fjögur hefst í Laugardalshöll stórsýningin Bílar og Sport 2006. Hægt verður að skoða flugvélar, báta, þyrlur, fjarstýrða bíla, mótorhjól, sportbíla, fornbíla, jeppa, vélsleða, fjarstýrða bíla og allt þar á milli.
Meira
HJÁ B&L verður frumsýnd um helgina hin nýja kynslóð af Santa Fe, en þessi borgarjeppi frá Hyundai kom fyrst á markað árið 2000 og eru þetta því fyrstu kynslóðaskiptin sem hann gengur í gegnum. Heiðar J.
Meira
BMW varð fyrst til að vinna hinn sögufræga Mille Miglia kappakstur á Ítalíu fyrir fornbíla árið 2004. 64 árum áður hafði BMW einmitt unnið kappaksturinn með BMW 328, en þá var keppt á nýjum bílum og mikið lagt undir.
Meira
RENAULT-liðið telur að þrátt fyrir góða forystu í stigakeppni bílsmiða og keppni ökuþóra í formúlu-1 hafi það engin efni á að slaka neitt á klónni í bílþróun sinni eigi liðinu að takast í ár að verja heimsmeistaratign sem það vann í báðum flokkum í...
Meira
MICHAEL Schumacher segist ekki dvelja lengur við atburðina í Mónakókappakstrinum og segist einbeittur í þeim fyrirætlunum sínum að vinna breska kappaksturinn í Silverstone um helgina.
Meira
ÞAÐ fór mikill gelluhrollur um ökumann þegar hann keyrði í fyrsta skipti um á Hyundai Sonötu. Bíllinn er líka einstaklega flottur útlits og rennur um göturnar eins og sannur riddari.
Meira
BÍLAFRAMLEIÐANDINN Toyota greindi frá því í fyrradag að nú hefðu selst yfir 500 þúsund bílar af gerðinni Príus um allan heim. Príusinn er fyrsti svokallaði tvinnbíllinn og gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni.
Meira
Bílnúmeraplötur sem brotna þegar þær eru fjarlægðar af bílnum eru nýjasta vopnið í baráttunni gegn þjófum sem kostað hafa fjölda bíleigenda háar fjárhæðir í sektir fyrir hraðakstur og stöðumælasektir, að því er greint var frá í Times á dögunum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.