SIGURÐUR Páll Pálsson, geðlæknir og meðstjórnandi í Framkvæmdastjórn læknaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH), telur ekki líklegt að læknar á LSH muni grípa til aðgerða í kjölfar undangenginna dóma héraðsdóms og Hæstaréttar.
Meira
NOKKUÐ virðist hafa miðast í samningaviðræðum félaga BHM sem starfa á svæðisskrifstofum málefna fatlaðra við vinnuveitendur á fundum undanfarna daga.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 98 orð
| 1 mynd
Hann er ekki beint fríður á að líta þessi álkuungi, sem er nýlega kominn úr eggi og á ból sitt í urð í fjörum Grímseyjar. En það mun breytast innan tíðar.
Meira
VIÐSKIPTABANKARNIR tilkynntu í gær um hækkun vaxta í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um hækkun stýrivaxta. Hjá Glitni hækka óverðtryggðir vextir um 0,50-0,75 prósentustig og vextir verðtryggðra inn- og útlána hækka um 0,30 prósentustig.
Meira
BLÓÐBANKINN fær rúmlega 1.000 fermetra til afnota í nýju húsnæði á Snorrabraut 60 auk sameiginlegrar starfsmannaaðstöðu með framkvæmdanefnd um nýjan spítala.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 49 orð
| 1 mynd
Stöðvarfjörður | Það verður stuð á Stöðvarfirði um næstu helgi, eða "støð" eins og það myndi heita upp á flámælgi. Fjölskylduhátíðin Støð í Stöð verður haldin helgina 14.-16. júlí á Stöðvarfirði.
Meira
7. júlí 2006
| Erlendar fréttir
| 133 orð
| 1 mynd
Mexíkó. AP, AFP. | Hægrimaðurinn Felipe Calderon, leiðtogi Þjóðarframtaksflokksins (PAN), var í gærkvöldi lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Mexíkó sem fram fóru um síðustu helgi.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann á fertugsaldri í 4 mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, umferðarlagabrot, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fjársvik. Honum var jafnframt gert að greiða rúmar 820 þúsund kr.
Meira
ELDUR kviknaði í áhaldageymslu á Akranesi á fimmta tímanum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi voru önnur hús ekki í hættu en nokkuð mikill eldur var í geymslunni og mikill eldsmatur, meðal annars eldsneyti á sláttuvélar.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á fertugsaldri til sex mánaða fangelsisvistar fyrir umferðarlagabrot. Honum var auk þess gert að greiða rúmar 180 þúsund krónur í sakarkostnað.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is LÖGREGLAN í Reykjavík hefur til rannsóknar þjófnaðarmál þar sem verulegir fjármunir voru millifærðir af reikningi hjá íslenskum banka yfir á annan reikning erlendis í gegnum netbanka viðkomandi reikningshafa.
Meira
ÞJÓÐVERJI með fána Ítalíu og Frakklands á höfðinu og heldur á spjaldi þar sem hann hvetur franska landsliðið til dáða í heimsmeistarakeppninni í fótbolta.
Meira
NEFND, sem danska ríkisstjórnin skipaði, hefur lagt til að komið verði á fót nokkurs konar "frítímabanka" sem geri launþegum kleift að spara og leggja inn frítíma þegar þeir eru ungir og vinna mikið.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 146 orð
| 1 mynd
NÚ eru aðeins um 800 bandarískir hermenn og fólk þeim tengt eftir á Keflavíkurflugvelli og hefur fækkað um tvö þúsund manns frá því í mars síðastliðnum, en þá tilkynntu bandarísk stjórnvöld þeim íslensku að varnarliðið yrði kallað frá landinu.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 401 orð
| 1 mynd
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Faxaflóahafnir sf. til að greiða starfsmanni Skipaþjónustu Reykjavíkurhafnar um 5,2 milljónir kr. í bætur vegna líkamstjóns sem hann hlaut við vinnu sína árið 2004.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 214 orð
| 1 mynd
Guðrún P. Helgadóttir, fyrrverandi skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 5. júlí sl., 84 ára að aldri. Guðrún fæddist í Reykjavík 19. apríl 1922.
Meira
Peking, Tókýó. AFP. | Ellefu Kínverjar eru sagðir hafa látist við að horfa á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi, að því er fram kemur í kínversku dagblaði. Þar segir að dauðsföllin megi rekja til ofþreytu, drykkju og mikils hugaræsings.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 452 orð
| 1 mynd
KAROLOS Papoulias, forseti Grikklands, er hér á landi í opinberri heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Heimsóknin hófst á miðvikudaginn en í gærmorgun ræddust forsetarnir við á Bessastöðum áður en skipulögð dagskrá hófst.
Meira
ÍSLENSKUR karlmaður sem handtekinn var í Burnley á Englandi í febrúar sl. hefur játað sig sekan í málinu og kemur fyrir rétt 3. ágúst þar sem málið verður tekið fyrir. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 87 orð
| 1 mynd
Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs Háskóla Íslands, segir ástæðuna fyrir bágum bókakosti vera þá að Háskólinn eigi erfitt með að láta enda ná saman.
Meira
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is BÍLABÆNIN hefur selst í tugum þúsunda eintaka frá því hún kom fyrst út fyrir 35 árum, en það var Jón Oddgeir Guðmundsson á Akureyri sem gaf bænina út sumarið 1972.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 104 orð
| 1 mynd
VIÐBRÖGÐ greiningardeilda bankanna við vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru nokkuð misjöfn. Greiningardeild Landsbankans taldi stýrivaxtahækkun Seðlabankans rétta en hjá greiningardeild Glitnis kom hins vegar fram að frekari hækkanir væru ekki...
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 139 orð
| 1 mynd
VERULEGA mengað sjávarset úr Vesturhöfn gömlu hafnarinnar í Reykjavík verður notað sem grunnur að landfyllingu við hafnaraðstöðu Samskipa. Er það gert að tillögu Umhverfisstofnunar þar sem sá frágangur tryggir að mengun berst ekki frá sjávarsetinu.
Meira
7. júlí 2006
| Erlendar fréttir
| 227 orð
| 1 mynd
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Að minnsta kosti 22 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður fórust í átökum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum í gær. Tugir liggja slasaðir og er óttast að enn fleiri hafi fallið.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 273 orð
| 1 mynd
HÆKKUN verðbólgu leiðir til hærri afborgana af íbúðalánum vegna verðtryggingar, eins og flestir þekkja. Miklu getur munað á mánaðarlegum afborgunum af sama láninu eftir því hver verðbólgan er hverju sinni.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 142 orð
| 1 mynd
Borgarfjörður | Vegna mikillar ásóknar í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur stjórn Nemendagarðanna á Hvanneyri (NGH) ákveðið að fara út í frekari framkvæmdir við nýbyggingar og verður stefnt að rúmlega tvöföldun á fjölda leigurýma...
Meira
SEÐLABANKINN spáir því að verðbólga verði nálægt 11% á síðasta ársfjórðungi þessa árs og haldist þannig fram á mitt næsta ár, en bankinn tilkynnti um 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta í gær sem taka mun gildi á þriðjudag.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 51 orð
| 1 mynd
Elísabet Jökulsdóttir skáld fór á þriðjudag í veglega afmælishátíð Melabúðarinnar, sem nú hefur sett sinn svip á verslunar- og mannlíf í Vesturbænum í hálfa öld, og varð þá til þessi vísa: Melabúðin er mögnuð saga margir hafa skrifað hana, rjúpur oní...
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu sögðust í gær ætla að skjóta fleiri eldflaugum í tilraunaskyni og hótuðu að grípa til "öflugra gagnaðgerða" ef öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti refsiaðgerðir gegn landinu.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fleiri mannvirki skulu háð byggingarleyfi og eftirliti Ýmis mannvirki sem hafa verið undanþegin byggingarleyfi verða látin sæta byggingareftirliti og háð byggingarleyfi Byggingarstofnunar.
Meira
7. júlí 2006
| Erlendar fréttir
| 591 orð
| 1 mynd
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is Í BRETLANDI er þess minnst í dag að ár er liðið frá því að fjórir menn sprengdu sig í loft upp í þremur neðanjarðarlestum og strætisvagni í Lundúnum með þeim afleiðingum að 52 létust og 700 slösuðust.
Meira
Hólar | Í tilefni 900 ára afmælis hefur Hólabiskup kallað söfnuði stiftisins heim að Hólum á næstu vikum. Dagur Múlaprófastsdæmis verður næstkomandi sunnudag, 9. júlí. Prófastsdæmið sér um messu í Hóladómkirkju kl. 11 og mun prófasturinn, sr. Jóhanna I.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 313 orð
| 1 mynd
"MÉR finnast þetta vera mjög mikil vonbrigði," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, um ákvörðun Seðlabankans. "Í sjálfu sér kemur okkur ekki á óvart að Seðlabankinn spái því að í árslok geti verðbólgan verið komin yfir 10%.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 423 orð
| 1 mynd
Starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er nú ekki nema svipur hjá sjón frá því sem áður var. Guðni Einarsson blaðamaður og Eyþór Árnason ljósmyndari heimsóttu völlinn og skoðuðu breyttar aðstæður.
Meira
RANGT var farið með eftirnafn Jóns Ásbergssonar, framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, í umfjöllun um mögulegan fríverslunarsamning Íslands og Kína í Morgunblaðinu í gær. Beðist er afsökunar á...
Meira
7. júlí 2006
| Erlendar fréttir
| 139 orð
| 1 mynd
Atlanta. AP. | Þrír hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum fyrir að hafa reynt að stela uppskriftum að gosdrykkjum sem Coca-Cola framleiðir, og reyna að selja þær til helsta keppinautarins PepsiCo.
Meira
VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist telja að Seðlabankinn hefði átt að halda ró sinni. "Þessarar hækkunar hefði ekki verið þörf. Það sem mér finnst sérstakt er að verðbólguspá Seðlabankans er töluvert há.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 73 orð
| 1 mynd
Á höfuðborgarsvæðinu er sitkalús farin að láta töluvert á sér kræla og sér nú þegar á trjám á stöku stað. Sitkalúsafaraldrar geisa jafnan eftir milda vetur en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var undangenginn vetur mjög hlýr.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 437 orð
| 1 mynd
Reykjavík | Queen Elizabeth 2 (QE2) var flaggskip Cunard skipafélagsins í hartnær fjörutíu ár. Hún sigldi lengst af milli Southampton á Englandi og New York borgar í Bandaríkjunum en siglir nú heimshöfin í lengri og styttri ferðum.
Meira
UMBOÐSMANNI Alþingis barst í byrjun maí erindi þar sem hann var beðinn að kanna hvort skerðingar og tekjutengingar sem gilda um kjör eldri borgara standist jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 267 orð
| 1 mynd
JÓN Eggert Guðmundsson hefur í dag gengið meira en 1.417 km leið eftir strandlengjunni. Jón hóf göngu sína kringum landið í fyrra og hyggst ljúka henni í ágúst.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 819 orð
| 3 myndir
Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is SEÐLABANKINN spáir því að verðbólga verði nálægt 11% á síðasta ársfjórðungi þessa árs og muni haldast þannig fram á mitt næsta ár en lækki verulega árið 2008.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 207 orð
| 1 mynd
SPURT er um álit almennings á því hvort dómsmálaráðherra hafi haft afskipti af Baugsmálinu, sem og um trúverðugleika Jóns Geralds Sullenberger í viðtali Morgunblaðsins á dögunum, í skoðanakönnun sem nú er í vinnslu hjá Gallup.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 173 orð
| 1 mynd
Mývatnssveit | Stapavík heitir undir Ósfjöllum út frá Unaósi við Héraðsflóa. Víkin er hömrum girt en sker og klettar fyrir landi og ekki fýsileg landtaka þar. Einstaklega fallegur staður sem á sér umhugsunarverða sögu.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 284 orð
| 1 mynd
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir þá yfirlýsingu Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að tímabili stóriðju- og virkjanastefnu ríkisstjórnarinnar hafi lokið fyrir þremur árum.
Meira
7. júlí 2006
| Erlendar fréttir
| 177 orð
| 1 mynd
Skopje. AFP. | Hófsamur þjóðernisflokkur, VMRO-DPMNE, sigraði stjórnarflokk jafnaðarmanna í þingkosningum í Makedóníu í fyrradag samkvæmt kjörtölum sem birtar voru í gær.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 344 orð
| 1 mynd
NÁNARA samstarf Lögregluskóla ríkisins við evrópska lögregluháskóla hefur verið eflt með nýju aðildarsamkomulagi Íslands og Noregs að evrópska lögregluskólasamstarfinu (CEPOL) sem undirritað var nýverið.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 258 orð
| 1 mynd
TVEIMUR mönnum frá Kasakstan sem komu hingað til lands með ferjunni Norrönu í gærmorgun var neitað um að koma til landsins og fóru þeir áfram með ferjunni í gær.
Meira
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugerð um gripagreiðslur, en byrjað verður að greiða þær 1. nóvember nk. Samtals nema þessar greiðslur 396 milljónum, en greiddar verða um 17.000 krónur á hverja kú.
Meira
Mótmæla frestun framkvæmda | Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Þingeyjarsýslum hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er kröftuglega fráleitum áformum ríkisstjórnarinnar um að fresta löngu tímabærum úrbótum í vegamálum á...
Meira
ÖNNUR stúlknanna sem slasaðist í bílslysi við Varmahlíð sl. sunnudag var útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í gær. Hin stúlkan er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild.
Meira
VARNARVIÐRÆÐUR Íslands og Bandaríkjanna halda áfram í dag en síðasti fundur var í lok apríl. Ætla má að allt að þrjátíu manns sitji fundinn sem hefst klukkan 9 í Þjóðmenningarhúsinu.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 76 orð
| 1 mynd
Reykjavík | Einbeitnin skín úr augum Hrannars Þórarinssonar meðan hann mundar hamarinn við smíðar á smíðavellinum hjá Hlíðaskóla. Geislar sólarinnar léku í gær um myndarlegan kofabæinn sem risið hefur á svæðinu.
Meira
7. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 93 orð
| 1 mynd
Mývatnssveit | Það er gamall og góður siður sem allt of fáir kunna nú, að nýta sér hvannanjóla til matar. Sólveig Illugadóttir er vön ætihvönn frá barnæsku og nýtir hana á margan hátt við matargerð.
Meira
Einu sinni var framtíðarsýn nýrrar kynslóðar Íslendinga, að lýðveldi yrði stofnað á Íslandi. Sú framtíðarsýn varð að veruleika á Þingvöllum 17. júní 1944. Svo kom ný kynslóð og framtíðarsýn hennar var sú, að berjast gegn kommúnisma og kúgunaröflum.
Meira
Engin ástæða er til þess að gera lítið úr þeirri ógn sem stafar frá Norður- Kóreu, þótt tilraunaskot þeirra með eldflaugar, eina langdræga (Taepodong-2) og a.m.k. sex skammdrægar, hafi misheppnast.
Meira
Samskipti æðstu stjórnenda Landspítala - háskólasjúkrahúss við starfsmenn spítalans og þá ekki sízt lækna eru komin á það stig, að þau eru farin að skaða spítalann mikið og valda óróa í heilbrigðiskerfinu öllu.
Meira
Hin árvissa ljósmyndasýning World Press Photo stendur nú yfir í Kringlunni. World Press Photo er alþjóðleg verðlaunasamkeppni blaðaljósmyndara þar sem þrenn verðlaun eru veitt í tíu flokkum - s.s.
Meira
Þriðja Rockabillý-partý Curvers verður haldið á Bar 11 í kvöld. Troðfullt hefur verið í húsinu á seinustu kvöldum, dansað á öllum hæðum staðarins og komast færri að en vildu.
Meira
Söngkonan Fabúla heldur tónleika á Útlaganum á Flúðum í kvöld, en staðinn rekur Árni Hjaltason sem var henni innan handar við margt á meðan á upptökum á nýrri plötu hennar stóð en hluti plötunnar var einmitt tekinn upp í veiðikofa á Flúðum og staðarval...
Meira
BIRNI Thoroddsen og hljómsveit hans Cold Front, hefur verið boðið að leika í Lincoln Center í New York 2. október næstkomandi. Cold Front er skipuð, auk Björns, Bandaríkjamanninum Steve Kirby og Kanadamanninum dr. Richard Gillis.
Meira
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is HALDIÐ verður heljarinnar ball á Nasa við Austurvöll á laugardag. Ballið verður með stærsta móti og mun miðaverð renna óskert til Hinsegin daga, sem haldnir verða í ágúst.
Meira
ÍSLENSK þjóðlög í nýstárlegum útsetningum eru á efnisskrá tónleika sem Ragnheiður Gröndal mun halda í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 9. júlí.
Meira
SUMARSÝNING Listasafns Íslands í ár ber heitið Landslagið og þjóðsagan . Á sýningunni er sjónum beint að íslenskri landslagslist frá upphafi tuttugustu aldar og einnig sýnd verk sem byggja á túlkun þjóðsagna.
Meira
Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is SÍÐUSTU daga hefur Morgunblaðið greint frá því að háskólafólk telji að bylta þurfi bókakosti Landsbókasafnsins. Guðmundur R.
Meira
ÞÓRARINN Blöndal, Finnur Arnar og Jón Garðar opna sýninguna Farangur á morgun kl. 16. Sýningin er í Galleríi BOX á Akureyri. Á meðal þess sem fyrir augu ber eru hugleiðingar um drauma, galdra, harðviðargólf, eldhúsgólf og ástarævintýri.
Meira
Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is NÆSTU fjórar helgar munu orgelleikarar úr röðum kvenna halda tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju.
Meira
NÚ þegar spennan í kringum HM í knattspyrnu fer að nálgast suðumark hyggst Vivus ehf. í samstarfi við Ölgerðina blása til HM-hátíðar í Egilshöll, laugardag og sunnudag.
Meira
Aðalskona vikunnar er hvorki meira né minna en fegurðardrottning Íslands 2006. Hún hélt í gær til Los Angeles þar sem hún mun keppa við rúmlega 100 aðrar fegurðardísir um titilinn Ungfrú alheimur (Miss Universe) en keppnin er í eigu auðkýfingsins Donalds Trump. Lokakeppnin fer fram 23. júlí.
Meira
TÖKUR standa nú yfir á ævintýragrínmyndinni Astrópíu í leikstjórn Gunnars B. Guðmundssonar og þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í Hafnarfirði á miðvikudaginn, var verið að taka eitt af upphafsatriðum myndarinnar.
Meira
Bjögvin Guðmundsson fjallar um tekjur aldraðra og öryrkja: "Ríkisstjórnin þarf enn að hækka skattleysismörkin um 40 þúsund krónur á mánuði til þess að þau haldi í við launaþróunina frá 1988. Almenningur á því enn mikið inni hjá ríkinu í þessum málaflokki."
Meira
Svandís Sigurðardóttir og dr. Þórarinn Sveinsson fjalla um könnun á hreyfingu og hreyfingarleysi Íslendinga: "Það skiptir miklu máli fyrir niðurstöður könnunarinnar að sem allra flestir svari."
Meira
TEKIST hefur að ná markmiðum um að verð á frumlyfjum sé sambærilegt við verð á sömu lyfjum á Norðurlöndum. Það kom fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi í febrúar síðastliðnum.
Meira
Dofri Hermannsson fjallar um stóriðjustefnu: "Stóriðjustefnan hefur skotið rótum fyrir utan veggi ráðuneytisins og lifir nú sjálfstæðu lífi á hinum frjálsa markaði."
Meira
Ása María Björnsdóttir-Togola fjallar um ofbeldi gegn börnum og hlaup í þágu barna: "Tökum höndum saman 8. júlí og styðjum gott framtak með okkar framlagi hvort heldur það er fjárhagslegt og eða með þátttöku í hlaupinu."
Meira
Innrás mávanna ÉG sá viðtal við Gísla Martein Baldursson í sjónvarpinu fyrir stuttu þar sem hann lýsti því yfir að skjóta ætti mávana hér í borginni. Í útvarpinu heyrði ég viðtal við mann hjá umhverfissviði borgarinnar. Hann talaði um að fækka mávunum.
Meira
Frá Jóhanni Páli Símonarsyni: "20. JÚNÍ 2006 var lítil grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Hjartalækningar í tuttugu ár", en tuttugu ár eru liðin frá fyrstu hjartaaðgerð sem gerð var á Íslandi. Bjarni Torfason yfirlæknir bauð gesti velkomna."
Meira
Minningargreinar
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 1582 orð
| 1 mynd
Agnar Guðmann Guðmundsson fæddist í Vesturhópshólum í V-Húnavatnssýslu 20. ágúst. 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Lára Guðmannsdóttir frá Krossanesi, f. 14.9. 1892, d. 6.3.
MeiraKaupa minningabók
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 2865 orð
| 1 mynd
Baldur Karlsson fæddist á Hvammstanga í Vestur-Húnavatnssýslu 6. ágúst 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurðardóttir húsmóðir, f. 14.4. 1893, d. 17.2.
MeiraKaupa minningabók
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 1453 orð
| 1 mynd
Erna Sigurbjörg Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík 28. maí 1929. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jón Ragnar Jónasson skipasmiður, f. í Hlíð í Vatnsnesi 23.8. 1903, d. 30.9.
MeiraKaupa minningabók
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 1866 orð
| 1 mynd
Guðgeir Þórarinsson fæddist á Reyðarfirði hinn 13. september árið 1923. Hann lést á Landakotsspítala hinn 29. júní síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 946 orð
| 1 mynd
Guðrún Lilja Dagnýsdóttir fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Gróa Sigurðardóttir, f. á Seyðisfirði 26. desember 1903, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 2667 orð
| 1 mynd
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði að morgni 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinborg Jónfríður Petrína Jensdóttir, f. 1. janúar 1894, d. 19.
MeiraKaupa minningabók
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 687 orð
| 1 mynd
Jóhann Ingvarsson fæddist í Hafnarfirði 29. september 1923. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingvar Júlíus Björnsson trésmiður, f. 2. júlí 1889, d. 11.
MeiraKaupa minningabók
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 1254 orð
| 1 mynd
Ragnheiður Jónsdóttir fæddist í Laugarvatnshelli í Reyðarmúla í Árnessýslu 4. apríl 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. júní síðastliðinn. Foreldrar Ragnheiðar voru Vigdís Helgadóttir frá Ósabakka á Skeiðum, f. 20. sept. 1898, d. 18.
MeiraKaupa minningabók
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 1232 orð
| 1 mynd
Ragnheiður Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóna Guðnadóttir frá Borgarfirði eystra, f. 3.4. 1895, d. 10.3.
MeiraKaupa minningabók
7. júlí 2006
| Minningargreinar
| 525 orð
| 1 mynd
Sigríður Sigbjörnsdóttir fæddist á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá 6. apríl 1922. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. júní síðastliðinn. Útför Sigríðar var gerð frá Fossvogskapellu 28. júní.
MeiraKaupa minningabók
SALA á frystum fiski í Bretlandi hefur aukizt lítillega á síðustu 52 vikum. Á hinn bóginn hefur heildarsala á frosnum matvælum dregizt saman. Sala á frystum fiski jókst um 2% mælt í verðmætum en 1% í magn á umræddu tímabili.
Meira
Yi Xiaozhun, varaviðskiptaráðherra Kína, heimsótti HB Granda í vikunni. Ráðherrann kynnti sér rekstur fyrirtækisins og tilhögun veiða, vinnslu og markaðssetningar.
Meira
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Einhamar ehf. í Grindavík fékk nú á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Stefán Kristjánsson. Skipstjóri á bátnum er Óskar Sveinsson.
Meira
VERÐ á ferskum eldislaxi í Evrópu féll töluvert í byrjun vikunnar. Nemur lækkunin um 15% miðað við síðustu viku samkvæmt frétt á fréttavefnum Intrafish. Verðið í þessari viku er á bilinu 482 upp í 494 krónur á kíló, en í einhverjum tilfellum lægra.
Meira
NAFNHÆKKUN þriggja fjárfestingaleiða Frjálsa lífeyrissjóðsins , sem rekinn er af KB banka , var 13,3% (Frjálsi 1), 7,8% (Frjálsi 2) og 5,9% (Frjálsi 3) á fyrstu sex mánuðum ársins.
Meira
PÁLL Þór Magnússon og Jón Kristjánsson báðust lau snar sem stjórnarmenn í Tryggingamiðstöðinni á hluthafafundi félagsins í fyrradag. Í þeirra stað voru kosnir í stjórn félagsins þeir Guðmundur Davíðsson og Sigurður G. Guðjónsson .
Meira
7. júlí 2006
| Viðskiptafréttir
| 217 orð
| 1 mynd
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands lækkaði um 0,6% í gær og var við lok dags 5.041 stig . Viðskipti í Kauphöllinni námu um 10 milljörðum króna en mest voru viðskipti með bréf Landsbanka Íslands fyrir tæplega 1,7 milljarða.
Meira
ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- og póstmála hefur kveðið upp úrskurð í ágreiningsmáli Símans gegn Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og Atlassíma en í úrskurðinum er kröfu Símans um ákvörðunarorð bráðabirgðaákvörðunar PFS frá 19. apríl sl.
Meira
7. júlí 2006
| Viðskiptafréttir
| 261 orð
| 1 mynd
GREININGARDEILD Landsbankans gerir ráð fyrir því að hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni dragist saman um 31% á öðrum ársfjórðungi frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá greiningardeildarinnar.
Meira
SEÐLABANKI Evrópu ákvað á fundi sínum í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum en þeir eru nú 2,75% . Bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í síðasta mánuði. Er ákvörðunin í samræmi við spár greiningaraðila sem Bloomberg birtir.
Meira
BANDARÍSKIR sérfræðingar við Kaliforníu-háskólann í San Fransiskó í samvinnu við átta aðrar stofnanir hafa nú hafið viðamikla rannsókn á því hvort sérstakt bóluefni sé þeim eiginleikum gætt að geta dregið úr og komið í veg fyrir að reykingamenn upplifi...
Meira
"Nú er ekkert mál að verða mál," segir Ólafur Magnússon eigandi heildverslunarinnar Donnu. Hann hefur nýlega sett í sölu tilvalinn búnað fyrir þá sem vilja ekki gera þarfir sínar úti í náttúrunni á ferðalaginu.
Meira
Fordrykkur og smábitar á pallinum, svölunum eða garðinum, nokkrir vinir samankomnir. Kannski skín sólin, kannski fer að rigna, maður veit aldrei með veðrið á Íslandi. Þá er bara að drífa sig inn og njóta kvöldsins.
Meira
ÞAÐ er víst aldrei of snemmt að byrja að brenna, segir í grein sem birtist í New York Times á dögunum, en þar var bent á að börn sem léku sér með kubba sem búið var að þyngja brenndu fleiri kaloríum og höfðu hraðari hjartslátt og andardrátt en þau sem...
Meira
90 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 8. júlí, er níræður Hjalti Sigurbjörnsson, bóndi, Kiðafelli, Kjós . Í tilefni dagsins tekur hann á móti gestum laugardaginn 8. júlí milli kl. 14 og 17 á...
Meira
Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 30. júní var spilað á 9 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit í N/S Magnús Oddsson - Jón Hallgrímsson 274 Eysteinn Einarsson - Ragnar Björnsson 245 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 240 A/V Þorvarður Guðms.
Meira
Börn | Börnin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skemmtu sér vel þegar sólin lét sjá sig á höfuðborgarsvæðinu eftir langvarandi vætu undanfarið. Veðurstofa Íslands spáir heldur þurrara um helgina og vonandi sést til...
Meira
Sagt var : Það var nýja bílnum, sem var stolið, en ekki þeim gamla. RÉTT VÆRI: Það var nýi bíllinn , sem var stolið, en ekki sá gamli . (Í þágufallinu, sem sögnin stela krefst, stendur tilvísunarfornafnið sem , en það er eins í öllum föllum.
Meira
Sigríður Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 1966. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lagði stund á nám í barnasálfræði í Kaliforníu. Sigríður starfaði við verslunarstjórn í fjölda ára, í Kaliforníu, New York og í Reykjavík.
Meira
EINS og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins undanfarna daga fer nú fram siglingakeppni þar sem siglt er frá Paimpol á Bretagneskaga til Reykjavíkur og svo áfram til Grundarfjarðar, en Paimpol er í vinabæjasambandi við Grundarfjörð.
Meira
Ég velti fyrir mér hvernig þjóðinni vegnar, undir þeirri alræðisstjórn harðræðis, hungurs, heilaþvottar, lyga, blekkinga og áróðurs, sem hún hefur mátt þola frá því um miðja síðustu öld.
Meira
Víkverji lét á dögunum gamlan draum rætast og fékk sér heitan pott á sólpallinn. Potturinn stendur auðvitað undir flestum væntingum Víkverja og fjölskyldu.
Meira
1:0 60. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson þrumaði boltanum í þverslá KR-marksins frá vítateig og boltinn hrökk af Bjarnólfi Lárussyni, leikmanni KR, og í markið. 2:0 85. Atli Guðnason vann boltann af Gunnlaugi Jónssyni, varnarmanni KR.
Meira
* ARGENTÍNUMAÐURINN Horacio Elizondo mun dæma úrslitaleik Frakka og Ítala á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem háður verður í Berlín á sunnudaginn.
Meira
,,ALLA stráka dreymir um að spila úrslitaleikinn á HM og ég var engin undantekning," segir fyrirliði ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro, kletturinn í ítölsku vörninni, sem getur orðið fyrsti Ítalinn í 24 ár sem lyftir heimsbikarnum á loft þegar...
Meira
ÍSLANDS- og bikarmeistarar Breiðabliks í knattspyrnu kvenna leika í riðli með Neulengbach frá Austurríki, portúgalska liðinu 1. desember (1. Dezembro á portúgölsku) og Newtonabbey frá N-Írlandi í undanriðli Evrópubikarkeppni kvenna í knattspyrnu.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson lék á pari vallar á Áskorendamótaröðinni í Skotlandi í gær en hann glímdi við Murca-strandvöllinn rétt utan við Aberdeen. Birgir lék á 71 höggi en hann fékk fjóra fugla (-1), einn skramba (+2) og tvo skolla (+1).
Meira
FRÖNSKU blöðin hafa heldur betur snúist við í umfjöllun sinni um franska landsliðið og þjálfarann Raymond Domenech - eftir sigurinn á Portúgal á HM í Þýskalandi og þegar ljóst er að Frakkar leika sinn annan úrslitaleik á HM á átta árum, eða síðan Frakkar urðu heimsmeistarar í París 1998.
Meira
JÓN Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við spænska liðið Pamesa Valencia en liðið endaði í 9. sæti efstu deildar á síðustu leiktíð. Liðið er mjög sterkt en það lék til úrslita í bikarkeppninni á þessu...
Meira
* KÁRI Árnason skoraði eina mark Djurgården sem tapaði fyrir Elfsborg , 2:1, í fjórðu umferð sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu, eftir framlengdan leik. Sölvi Geir Ottesen er enn að jafna sig eftir meiðsli.
Meira
JENS Lehmann, sem hefur verið markvörður Þýskalands númer eitt á HM í Þýskalandi, sagði í gær að hann væri tilbúinn að gefa stöðu sína eftir til Oliver Kahn, þannig að hann fái tækifæri til að leika síðasta leik Þýskalands á heimsmeistarakeppninni -...
Meira
ÁSGEIR Gunnar Ásgeirson var maðurinn á bakvið bæði mörk FH-inga í sigrinum á KR-ingum í gær. Þessi sterki miðjumaður átti skot í slána og í kjölfarið hrökk boltinn í Bjarnólf Lárusson og inn í markið.
Meira
MAGNÚS Lárusson úr Kili setti vallarmet á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ í gærmorgun á öðrum keppnisdegi Meistaramóts klúbbsins en hann lék á 6 höggum undir pari eða 66 höggum.
Meira
FH MM Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M Tryggvi Guðmundsson Ólafur Páll Snorrason Davíð Viðarsson Sigurvin Ólafsson Ármann Smári Björnsson Tommy Nielsen KR M Grétar Hjartarson Garðar Jóhannsson Sigmundur Kristjánsson Kristinn Magnússon Dalibor...
Meira
ÓLAFUR H. Kristjánsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Hann tekur við af Bjarna Jóhannssyni. Ólafur, sem þjálfaði síðast Fram sl.
Meira
Eftir Frosta Eiðsson AXEL Ásgeirsson, fimmtán ára gamall kylfingur úr GR, gerði sér lítið fyrir sl. mánudag og náði albatrosa - en svo kalla kylfingar þann sjaldgæfa viðburð þegar kylfingar leika holu á þremur höggum undir pari.
Meira
ÍSLANDSMEISTARALIÐ FH úr Hafnarfirði landaði þremur stigum í gær á heimavelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu með 2:0-sigri gegn lánlausu liði KR-inga. FH-ingar eru nú með 12 stiga forskot þegar 10.
Meira
RAMON Calderon, hinn nýskipaði forseti spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, og nýi þjálfari liðsins, Fabio Capello, vilja gera nýjan þriggja ára samning við David Beckham sem tryggir honum 3,5 milljarða króna í laun á ári.
Meira
Evrópusambandið hefur gagnrýnt bílaframleiðendur fyrir að upplýsa ekki bíleigendur um verulega eyðsluaukningu, allt að 60%, þegar loftkæling er notuð en þetta kemur fram í danska bílablaðinu Motor-Magasinet .
Meira
Í FRÍA vef tímaritinu Winding Road , sem fjallar á athyglisverðan hátt um bíla og bílaáhuga, er að finna skýringarmynd frá forvitnilegri vefsíðu sem nefnd er Worldmapper.
Meira
MIKIL umræða hefur átt sér stað upp á síðkastið varðandi þá miklu tækniþróun sem hefur orðið á dísilvélum. Fyrir nokkrum árum þótti það fásinna að setja dísilvélar í dýra lúxusbíla, vélarnar voru einfaldlega of háværar, grófar og máttlausar.
Meira
Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum um bíla og tækni sem sendar eru á leoemm@simnet.is. (Ath. Bréf geta verið stytt.) Spurt: Ég er með Kia Sportage 2005. Sumardekkin voru sett á hann í ösinni í miðjum apríl hjá VDO Borgardekkjum.
Meira
BÍLAKLÚBBUR Skagafjarðar heldur 4. rallkeppni sumarsins og að þessu sinni verður ekið um Skagafjörð. Fyrsti bíll verður ræstur við bensínstöðina Shellsport á Sauðárkróki klukkan 11:30 á morgun, laugardaginn 8. júlí.
Meira
MIKIL kaupmáttaraukning og léleg innlend framleiðsla hafa ýtt undir sölu innfluttra bíla í Rússlandi að sögn danska blaðsins Motor-Magasinet og er nú svo komið að bílaframleiðendur horfa sérstaklega til Rússlands sem næsta óplægða akurs.
Meira
ALLA TÍÐ frá markaðssetningu fyrsta þristsins fyrir 31 ári hefur genakóði þristsins verið ráðinn og það verður að teljast ótrúlegt að hönnunarstefna BMW nái að halda upprunalegum karaktereinkennum 3-línunnar þrátt fyrir allar tækniframfarir síðustu...
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.