Eftit Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is HEILDARMÁNAÐARLAUN hækkuðu að meðaltali um 12,6% milli áranna 2004 og 2005 og námu að meðaltali 315 þúsund krónum í fyrra, að því er fram kemur í nýrri samantekt Hagstofu Íslands á launum á almennum vinnumarkaði.
Meira
Fjarðabyggð | Alls hafa tuttugu manns sótt um að verða næsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Starfið var auglýst laus til umsóknar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu 25. júní sl. en IMG Mannafli var falið að hafa umsjón með ráðningarferlinu og mati umsókna.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 190 orð
| 1 mynd
SKIPSHÖFNIN á hvalaskoðunarbátnum Faldi náði fyrir skemmstu þessari skemmtilegu mynd af hnúfubak við fæðuöflun skammt frá Húsavík. "Hvalirnir hafa verið einstaklega skemmtilegir og góðir við að eiga undanfarið.
Meira
Á laugardag var opnaður nýr sýningarskáli við Samgönguminjasafnið á Ystafelli. Halldór Blöndal orti við afhendingu: Þegar gamall bognar bíll í bljúgri elli er alltaf pláss á Ystafelli.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UMSKIPTI hafa orðið í rekstri fiskvinnslunnar að undanförnu og afkoman batnað umtalsvert með veikingu krónunnar, auk þess sem verð á fiskafurðum í erlendri mynt hefur haldist hátt.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 558 orð
| 1 mynd
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands telur brýnt að þegar verði hafist handa við að umbreyta núverandi stuðningskerfi í landbúnaði úr kerfi hafta og hamla í kerfi með verulega auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda og myndu auðvelda aðlögun þeirra að breyttum...
Meira
Mumbai. AP. | Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, sagði í gær að árangur gæti ekki náðst í friðarviðræðum við Pakistana vegna Kasmír-héraðs fyrr en pakistönsk yfirvöld beittu sér af meiri hörku gegn hryðjuverkamönnum.
Meira
Washington. AFP. | Valery Plame, fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur lögsótt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir aðild að samsæri um að skýra blaðamönnum frá leynilegri atvinnu hennar.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 214 orð
| 1 mynd
*Hinn 25. maí síðastliðinn varði Páll Matthíasson geðlæknir doktorsritgerð sína við Geðfræðastofnun Lundúnaháskóla (Institute of Psychiatry, University of London).
Meira
MAÐUR er manns gaman segir máltækið og því stundum sagt að mikil einvera sé óæskileg fyrir geðheilsuna. Ef marka má nýja rannsókn danskra vísindamanna getur einveran haft skaðlegri áhrif, með því að auka líkurnar á hjartasjúkdómum.
Meira
Ekkert kallar á endurskoðun | Bæjarráð Akureyrar telur að engar þær upplýsingar hafi komið fram sem kalli á endurskoðun á áætlun varðandi lagningu tengibrauta í bænum.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 132 orð
| 1 mynd
ELFA Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari, hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni í Leipzig fyrir unga hljóðfæraleikara sem kennd er við tónskáldið Johann Sebastian Bach.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 143 orð
| 1 mynd
Reykjanes | Forvarnardeild Sjóvár og bílaleigur víðs vegar um landið hafa efnt til átaks sem beint er að erlendum ferðamönnum sem taka sér bílaleigubíl við komuna til landsins.
Meira
Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is STJÓRN Strætó bs. hefur samþykkt að fara út í aðgerðir til að lækka rekstrarkostnað hjá fyrirtækinu og koma þannig til móts við mikinn hallarekstur.
Meira
ÞRÁTT fyrir leiðindaveðurspá fyrir daginn í dag var gert ráð fyrir að keppendur í fjallamaraþoninu milli Landmannalauga og Þórsmerkur gætu hafið hlaupið nú í morgun kl. 9. Búist var við stífum mótvindi af suðvestri um 10-15 m/sek og rigningu.
Meira
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is GUÐJÓN Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, gagnrýnir ummæli sem höfð voru eftir Birni Þorra Viktorssyni, formanni Félags fasteignasala, í Morgunblaðsfrétt í gær.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 1075 orð
| 2 myndir
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EF vörugjöld á matvæli eru afnumin, allar matvörur bera 14% virðisaukaskatt og tollvernd á búvörum er lækkuð um helming yrði verðlag á matvörum hér á landi svipað og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
Meira
Albanir í Kosovo vilja sjálfstæði héraðsins sem gæti verið í sjónmáli en serbneski minnihlutinn er því afar andsnúinn. Bryndís Sveinsdóttir ræddi við Kolfinnu Baldvinsdóttur sem býr og starfar í Kosovo.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 734 orð
| 1 mynd
Blönduós | Þessir krakkar sem voru á leið í hesthúsin hjá pabba sínum í blíðunni voru ekki í neinum vafa um að best væri að búa á Blönduósi. Bæjarhátíðin sem nú er hafin og nefnist Húnavaka hefur upp á margt að bjóða.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 190 orð
| 1 mynd
HOLLVINASAMTÖK varðskipsins Óðins verða stofnuð í haust, að frumkvæði Sjómannadagsráðs. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og formaður ráðsins, lagði fram tillögu þess efnis á fundi stjórnar Sjómannadagsráðs í vikunni og var hún samþykkt.
Meira
HAGSMUNARÁÐ íslenskra framhaldsskólanema skorar á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér þess í stað fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna.
Meira
LOKA þurfti Hvalfjarðargöngunum að hluta í gærkvöldi þegar grafa, sem flutt var með vörubifreið í gegnum göngin, rakst upp í loft ganganna með þeim afleiðingum að glussi sprautaðist um göngin.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur fellt úr gildi úrskurð óbyggðanefndar um þjóðlendu á landsvæðinu Hvítmögu í Mýrdalshreppi og jafnframt viðurkennt þá kröfu eigenda Ytri-Sólheimahjáleigu að á svæðinu innan neðangreindra marka væri engin þjóðlenda.
Meira
INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskattstjóri hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem ríkisskattstjóri frá og með 1. október næstkomandi og hefur fjármálaráðherra fallist á lausnarbeiðnina.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 227 orð
| 1 mynd
ÍSLANDSÞÁTTUR sjónvarpsþáttaraðarinnar Chefs A' Field, sem sýndur er á PBS-almenningssjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum fékk nýlega hin virtu CINE Golden Eagle-verðlaun ársins 2006.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 262 orð
| 1 mynd
ÞRÍTUGASTA og áttunda Alþjóðlega Ólympíukeppnin í efnafræði fyrir framhaldsskólanema var haldin í Gyeongsan í Suður-Kóreu dagana 2. til 11. júlí síðastliðinn.
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÍSRAELAR hótuðu í gær að lífláta Hassan Nasrallah, leiðtoga Hizbollah, sem þeir hafa lengi haft illan bifur á og jafnvel tekið í tölu helstu illmenna sögunnar.
Meira
Snæfell | Íshestar hafa undanfarin ár staðið fyrir hestaferðum á Snæfellssvæðið, þar sem meðal annars er komið við á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar, Eyjabökkum og Vatnajökli.
Meira
BÆJARRÁÐ Kópavogs ákvað á fundi sínum á fimmtudag að samþykkja tillögur bæjarstjóra um niðurskurð verklegra framkvæmda á fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2006.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 214 orð
| 1 mynd
Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is LEIKRITIÐ Leg eftir Hugleik Dagsson verður sett upp í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári. Þetta staðfesta bæði Hugleikur og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri.
Meira
Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær gætti misskilnings milli blaðamanns og viðmælanda hans, Hildar Margrétardóttur, listakonu og íbúa í Álafosskvos.
Meira
Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is HASSAN Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, lýsti í gær yfir stríði við Ísrael í sjónvarpsávarpi sem var sjónvarpað stuttu eftir að Ísraelsmenn höfðu gert árásir á skrifstofur samtakanna í Beirút.
Meira
Reykjanesbær | Miðland ehf., sem haft hefur veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu íbúðahverfis innan bæjarmarka Reykjanesbæjar, hefur nú boðið lóðir á landinu til sölu.
Meira
LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir vitnum að atviki á Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík mánudaginn 3 júlí. Þar mættust fólksbíll og vörubíll með grjóthlass og hrundi mikið af grjóti af vörubílspallinum yfir fólksbílinn sem skemmdist mikið.
Meira
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, afhjúpaði í gær upplýsingaskilti í Grímsstaðavör við Ægisíðu. Skiltinu er ætlað að greina frá tilurð útgerðarinnar og veita innsýn í sögu hennar.
Meira
VERKTAKARNIR Jarðvélar ehf. og Eykt ehf. áttu lægsta boð í byggingu mislægra gatnamóta á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar. Byggð verður brú með einni akrein í hvora átt og eru verklok áætluð 1. nóvember.
Meira
VEGNA slæms veðurútlits fyrir morgundaginn hefur verið ákveðið að fresta 2. umferð Íslandsmótsins í motocrossi til sunnudagsins 16. júlí. Dagskráin breytist ekki að öðru...
Meira
BLÓÐBANKI Íslands hefur opnað vefsíðu helgaða stofnfrumum og rannsóknum á þeim. Á vefnum er hægt að fræðast um stofnfrumur og fylgjast með því sem er að gerast á sviði stofnfrumurannsókna hér á landi og erlendis.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 134 orð
| 1 mynd
MEÐAL umræðuefna á fundi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, með Ann M. Veneman, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), í gær var samstarf íslenskra stjórnvalda og UNICEF og enn frekari efling þess.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 790 orð
| 1 mynd
ANDINN á vinnustað verður mun betri ef stjórnandinn hefur gott skopskyn, en allt of fáir stjórnendur leggja áherslu á húmor, að því er fram kemur í danska blaðinu Børsen .
Meira
Snorri opnar | Snorri Ásmundsson opnar sýningu hjá Jónasi Viðar galleríi að Kaupvangstræti 12 á Akureyri í dag, laugardaginn 15. júlí klukkan 16. Snorri hefur komið víða við í listsköpun sinni og á að baki sérkennilegan feril sem listamaður.
Meira
Steinunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Steinunn hefur verið blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu frá stofnun þess 1. apríl árið 2001. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í gær.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 140 orð
| 1 mynd
EINHVERJAR tafir hafa orðið á afgreiðslu steypu frá BM Vallá til stíflustæðisins við Kárahnjúka undanfarna daga. Þegar haft var samband við Ómar R.
Meira
JAPANIR halda á 50 kílógramma kyndlum er þeir ganga upp og niður brattan steinstiga við inngang shinto-hofs í Nachikatsuura í Wakayama-héraði í Japan. Gangan er hreinsunarathöfn til að undirbúa flutning á guðum í helgiskrínum úr hofinu að nálægum...
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 749 orð
| 1 mynd
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Ráðherra skrifaði undir viljayfirlýsingu í vetur Fram að þessu hafa stjórnvöld unnið ötullega að því að fá til landsins stóriðjufyrirtæki til að reisa álver.
Meira
LÖGREGLAN í Keflavík var við hraðamælingar á Reykjanesbrautinni í gær og stöðvaði þrjá ökumenn fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km hraða og hinir tveir á 120-130 km hraða. Mega þeir búast við sektum vegna...
Meira
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is VALTÝR Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, telur ekkert óeðlilegt við þau þjónustugjöld sem innheimt eru af eigendum sumarhúsa í sveitarfélaginu.
Meira
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar ríkisins ákveðið friðun eftirtalinna fjögurra mannvirkja: Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg í Reykjavík.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 337 orð
| 1 mynd
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að tillögur starfsnámsnefndar séu gott innlegg í þá umræðu sem nú fari fram um breytta námsskipan til stúdentsprófs.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 495 orð
| 1 mynd
Stokkseyri | Á hverju ári stíga athafnamenn og -konur á Stokkseyri eitt skref fram á við til móts við nýja tíma. Það má vel komast svo að orði að framkvæmdir séu látnar fylgja nýrri hugsun.
Meira
LITHÁINN Romas Kosakovskis var í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla inn tæpum 2 lítrum af vökva með amfetamínbasa og fyrir óleyfilegan innflutning 678 ml af brennisteinssýru.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða upp á umræður á vef samgönguráðuneytisins en þar verða kynnt mál sem eru til umfjöllunar í ráðuneytinu og leitast við að fá fram viðbrögð einstaklinga sem og hagsmunaaðila.
Meira
SAMKVÆMT reglum um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg er heimilt að auglýsa ekki eftir starfsmanni ef afleysingu er ætlað að standa skemur en eitt ár. Sama regla á við í kjarasamningum við stéttarfélög starfsmanna borgarinnar.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 278 orð
| 1 mynd
Herinn fer, hvað svo? | Margir Suðurnesjamenn hafa misst atvinnuna eftir að hafa unnið í áratugi hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, þó nokkuð hafi ræst úr.
Meira
Skagafjörður | Veðrið hefur ekki leikið við landsmenn alla í sumar. Óhagstætt tíðarfar hefur verið til heyskapar síðustu daga í Skagafirðinum. Úrkoma hefur verið nánast daglega og því hefur mun minna hey náðst í rúllur en ella.
Meira
15. júlí 2006
| Innlendar fréttir
| 177 orð
| 1 mynd
Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VERÐLAG á veitinga- og gistiþjónustu er langhæst á Íslandi eða 91% hærra en meðalverð á sömu þjónustu í 25 ríkjum í Evrópusambandinu.
Meira
JÓN Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnendum fyrirtækisins hefðu ekki borist neinar tilkynningar um aðgerðir starfsmanna IGS á Keflavíkurflugvelli.
Meira
LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði þrettán ökumenn fyrir of hraðan akstur í Öxnadal í gær. Sá sem hraðast fór var á rúmlega 130 km hraða. Enginn var þó svipur ökuskírteininu en allir eiga ökumennirnir von á sektum.
Meira
Eitt sinn sagði gamall og vitur maður í umræðum um framtíð Vestfjarða og þar með Hornstranda og norðurhluta Stranda: Þessi svæði verða alltaf í byggð. Fólkið mun hafa það eins og farfuglarnir, koma á vorin og fara á haustin.
Meira
Miklar vonir voru bundnar við starf nefndar, sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði í byrjun ársins til að gera tillögur um hvernig lækka mætti matvælaverð á Íslandi.
Meira
JI-YOUN Han frá Suður-Kóreu leikur á tvennum tónleikum um helgina á vegum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju. Í dag klukkan 12 leikur Han fyrst Fantasíu í f-moll eftir Mozart en síðara verkið er Prelúdía og fúga í c-moll eftir Mendelssohn.
Meira
Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, hefur undanfarið ár verið búsettur í London þar sem hann hefur tekið upp sína fyrstu sólóplötu. Jón Gunnar Ólafsson ræddi við hann um heimilislegt upptökuferlið, gripinn sjálfan, sköpunina og sitthvað fleira.
Meira
Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is "ÞESSI plata er í raun og veru búin að hafa svolítið langan aðdraganda," segir tónlistarmaðurinn Magga Stína um forsögu þess að hún vinnur nú að nýrri plötu.
Meira
HÁTÍÐIN Listasumar á Akureyri stendur nú yfir í 14. sinn, en hún fór af stað eftir síðustu Jónsmessu. Um er að ræða árlega 10 vikna langa dagskrá með ýmsum listviðburðum sem endar á Akureyrarvöku 26. ágúst.
Meira
Undirbúningur er hafinn að þriðju Shrek -myndinni en hinar tvær sem komu út árið 2001 og 2004 hafa verið með þeim allra vinsælustu sem Dream Works Animation hefur framleitt.
Meira
Eins og alþjóð veit var það Bandaríkjamaðurinn Chris Pierson sem var sendur heim úr raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova sem sýndur var aðfaranótt fimmtudags.
Meira
ANNAÐ 90's partí sumarsins verður haldið í kvöld á Bar 11. Kvöldið er hluti af samvinnuverkefninu NO LIMITS sem að standa listamaðurinn Curver og Kiki-Ow (Kitty Von Sometime).
Meira
HARMONIKKUHÁTÍÐ í Reykjavík 2006 fer fram þessa helgi en þetta er í áttunda skipti sem árleg hátíðin er haldin. Helstu gestir hátíðarinnar að þessu sinni eru tveir Norðmenn, Ottar Johansen og Ivar Th. Dagenborg.
Meira
Á laugardagskvöldum er nú sýnd sex þátta syrpa í umsjón breska píanóleikarans Jools Hollands þar sem tónlistarmenn og hljómsveitir stíga á svið og taka lagið.
Meira
LISTAMENNIRNIR Björk Guðnadóttir, Daníel Magnússon og Hildur Bjarnadóttir opna sjálfstæðar sýningar sínar í Nýlistasafninu á Laugarvegi 26 í dag klukkan 17.
Meira
Valdimar Leó Friðriksson fjallar um starfsemi Blóðbankans: "Aðgangur að úrvalsblóði er ekki sjálfsagður. Sýnum starfsfólkinu og blóðgjöfunum þá virðingu sem þau eiga skilið."
Meira
Dofri Hermannsson fjallar um verðbólgu og húsnæðislán: "Verðbólguflokkar er réttnefni á ríkisstjórnarflokkana því undanfarin misseri hafa þeir skellt skollaeyrum við öllum viðvörunum um verðbólguþróun og látið eins og málið kæmi þeim ekki við."
Meira
Vilhjálmur Eyþórsson fjallar um krossferðir og hálfmánaferðir: "...uppblásið tal um yfirburði "arabískrar" menningar undir formerkjum "pólitískrar rétthugsunar" verður hvimleiðara með hverju ári, sem líður."
Meira
Dagný Erna Lárusdóttir og Sigmar B. Hauksson fjalla um lyfjaverð: "Þýðingarmikill þáttur í góðu heilbrigðiskerfi er aðgangur að nýjum og fullkomnum lyfjum auk annarra lyfja sem sjúklingum eru nauðsynleg. En vitaskuld er það eðlileg krafa að lyfin séu á svipuðu verði og í þeim löndum sem við berum okkur helst við og þar sem lífsgæði eru á svipuðu stigi."
Meira
Frá Agnari Guðnasyni: "Í MORGUNBLAÐINU 12. júlí var birt verð á fóðurblöndu handa holdakjúklingum. Heimildarmaður var Matthías H. Guðmundsson, formaður félags kjúklingabænda. Þar var þess getið að verð á fóðurblöndunni væri meira en helmingi hærra hér á landi en í Danmörku."
Meira
Eftir Margréti S. Björnsdóttur: "Þessi verkefni krefjast sterkrar og samhentrar ríkisstjórnar. Samfylkingin á að ganga óbundin til næstu kosninga og stefna og styrkur að ráða vali á samstarfsaðilum. Sjálfstæðisflokkurinn er þar einn kosta, en að sjálfsögðu ekki sá eini."
Meira
Gunnar Páll Pálsson fjallar um lífeyrissjóðakerfið: "Ég tel að þokkalega vel sé staðið að vali á fulltrúum í stjórnir lífeyrissjóða a.m.k. fulltrúa launamanna og að það sé misskilningur að þögn ríki um gjörðir fulltrúa launafólks á fundum stéttarfélaga. Þögnin er hinsvegar oft æpandi á fundum í íslenskum almenningshlutafélögum."
Meira
Hver þekkir fólkið? ÞAKKARKORT með þessari mynd var sent á Dóru og Eddu en kom í pósthólfið hjá fólki sem kannast ekkert við kortið. Ef Dóra og Edda kannast við þetta kort eru þær beðnar að hafa samband við Gunnar í síma 8971781.
Meira
15. júlí 2006
| Bréf til blaðsins
| 222 orð
| 1 mynd
Frá Árna Helgasyni: "ÉG VIL með þessum línum færa Nirði P. Njarðvík innilegar þakkir fyrir hans skeleggu greinar í Morgunblaðinu í fyrri mánuði. Greinarnar eru mikilvægt innlegg í baráttunni fyrir betra mannlífi."
Meira
Hafsteinn Guðvarðarson fæddist í Hafnarfirði 19. júlí 1942. Hann lést á heimili sínu í Danmörku hinn 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðvarður Vilmundarson skipstjóri, f. 29. mars 1912, d. 31. janúar 1984, og Ólafía Gyða Oddsdóttir, f. 20.
MeiraKaupa minningabók
Magnús Kristjánsson fæddist í Hafnarfirði 5. nóvember 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 23. júní.
MeiraKaupa minningabók
Óskar Sigurður Vilhjálmsson fæddist á Sauðárkróki 31. mars 1955. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 24. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Mælifellskirkju 8. júlí.
MeiraKaupa minningabók
15. júlí 2006
| Minningargreinar
| 2480 orð
| 1 mynd
Runólfur Gíslason fæddist á Hvanneyri í Vestmannaeyjum 31. maí 1950. Hann lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurborg Kristjánsdóttir, f. í Vestmannaeyjum 4. júlí 1916, d. 15.
MeiraKaupa minningabók
15. júlí 2006
| Minningargreinar
| 1290 orð
| 1 mynd
Steingrímur Kolbeinsson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1944. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Kolbeinn Steingrímsson, f. 1. ágúst 1907, d. 7.
MeiraKaupa minningabók
STJÓRN Dagsbrúnar hefur ákveðið að nýta að hluta heimild til hækkunar á hlutafé um 85 milljónir hluta vegna kaupa á EJS . Heildarhlutafé eftir hækkun verður rúmir sex milljarðar hluta . Hlutirnir verða afhentir í skiptum fyrir hluti í EJS á genginu...
Meira
DECODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar , ætlar að selja 6 milljón nýja hluti í félaginu á 5 Bandaríkjadali á hlut til nýrra fjárfesta og fagfjárfesta sem þegar eru hluthafar í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deCODE til Nasdaq.
Meira
HREIN eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.333 milljörðum króna í lok maí sl. og lækkaði um rúma 11 milljarða milli mánaða, samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í vikunni.
Meira
HANNES Smárason mun segja sig úr stjórn Glitnis banka hf, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands . Segir þar að ástæða afsagnarinnar sé fyrirsjáanleg stjórnarþátttaka Hannesar í Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf.
Meira
SKRIFAÐ hefur verið undir samninga um kaup Icelandic Group á frystisviði Delpierre, áður SIF France, nú í eigu Alfesca. Áður hafði verið tilkynnt til Kauphallar Íslands að samningaviðræður milli þessara aðila væru langt komnar.
Meira
ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1,13% í Kauphöll Íslands í gær og er lokagildi hennar 5.514,58 stig. Mest hækkuðu bréf Mosaic Fashion eða um 6,1%, en daginn áður hækkuðu bréf félagsins um 5,8%. Bakkavör hækkaði um 2,7% og Landsbankinn um 1,9%.
Meira
BANKASTJÓRN Seðlabanka Japans ákvað á fundi sínum í gær að hækka stýrivexti bankans um fjórðung úr prósenti. Lýkur þar með fimm ára núllvaxtatímabili bankans og eru stýrivextir bankans nú 0,25%.
Meira
Kaupmannahöfn er sjálfsagður áfangastaður Íslendinga allt árið um kring. Strikið, Nýhöfn og Tívolí iða alltaf af Íslendingum. En hvernig væri að víkka sjóndeildarhringinn aðeins? spyr Steingerður Ólafsdóttir. Leigja sér bíl og skreppa yfir til Svíþjóðar í smáhring - Eyrarsundshringinn.
Meira
SPÁNN er vinsæll viðkomustaður hjá fólki í leit að sól og sumaryl. Spánn hefur þó upp á margt annað að bjóða og vel þess virði að kynna sér fjölbreytilega menningu landsins í næstu heimsókn. Þar er m.a.
Meira
ÞAU börn sem á sínum fyrstu skólaárum sæta einelti kunna að eiga við hegðunarvanda að stríða síðar, að því er rannsókn sem gerð var við Kings College í London bendir til.
Meira
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ása María Björnsdóttir Togola upplifði mikið ævintýri í apríl síðastliðnum þegar henni gafst tækifæri til að heimsækja Malí, á vesturströnd Afríku.
Meira
Angandi sápulykt og vaskir garpar og valkyrjur á aldrinum 16-20 ára með sópa, skrúbba og tuskur á lofti tóku á móti Unni H. Jóhannsdóttur þegar hún heimsótti eitt af verkefnum Sérsveitarinnar, Texas, sem er atvinnutengt tómstundastarf í samvinnu við Vinnuskóla Reykjavíkur.
Meira
90 ÁRA afmæli. Í dag, 15. júlí, er níræð Júlíana Valtýsdóttir . Hún dvelst á sambýlinu í Gullsmára 11 í Kópavogi. Vinir og vandamenn drekka kaffi með heiðurskonunni kl....
Meira
Vandvirkni. Norður &spade;Á754 &heart;Á102 ⋄KG &klubs;ÁKD10 Suður &spade;KD9 &heart;G5 ⋄ÁD5 &klubs;G9763 Suður spilar sjö lauf og fær út hjartakóng. Hvernig er áætlunin - í smáatriðum?
Meira
jonf@rhi.hi.is: "Nýverið var haldin fyrsta ráðstefna um tungutækni á Íslandi. Á ráðstefnunni komu saman fræðimenn og fólk úr atvinnulífinu sem starfar við tungutækni hér á landi."
Meira
Myndlist | Dagrún Matthíasdóttir og Guðrún Vaka opna myndlistarsýningu í Óðinshúsi á Eyrarbakka í dag kl. 14. Þær Dagrún og Guðrún Vaka útskrifuðust í vor frá Myndlistarskólanum á Akureyri og sýna þær hluta útskriftarverka sinna.
Meira
Leifur Leifsson fæddist í Reykjavík 1984. Hann stundar nám á félagsfræðibraut Borgarholtsskóla. Leifur starfaði sem skrifstofumaður í Félagsmiðstöðinni Miðbegin 1999 til 2002 og hefur einnig unnið fyrir Ný-ung, unglingahreyfingu hreyfihamlaðra.
Meira
Sunnudagskvöldið 16. júlí kl. 20 er guðsþjónusta með altarisgöngu í Seljakirkju. Sunna Dóra Möller guðfræðinemi prédikar. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir sönginn undir stjórn Kára Þormar.
Meira
Víkverji sótti í vikunni námskeið í bogfimi hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Nú er Víkverji aldeilis búinn að finna íþrótt við sitt hæfi. Bráðmerkileg skemmtun, bogfimin, og mesta furða að þetta sport skuli ekki hafa náð meiri útbreiðslu hér á landi.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar í Spánar- og Evrópumeistaraliði Barcelona í knattspyrnu, eiga heldur betur eftir að leggja land undir fót næstu vikurnar.
Meira
*GUÐMUNDUR Steinarsson , fyrirliði knattspyrnuliðs Keflavíkur , skoraði í fyrrakvöld sitt 40. mark fyrir félagið í efstu deild þegar Keflvíkingar unnu stórsigur á ÍBV , 6:2.
Meira
Gul Rauð Stig Valur 20020 FH 14222 Breiðablik 23023 Fylkir 23023 ÍA 23127 Víkingur R. 22230 KR 19331 ÍBV 25233 Grindavík 18434 Keflavík 19435 * Gefið er eitt refsistig fyrir gult spjald og fjögur fyrir rautt...
Meira
Hér má sjá markskot liðanna, skot sem hitta á mark innan sviga og síðan mörk skoruð: Fylkir 140(67)13 Valur 139(67)13 Breiðablik 131(54)17 Keflavík 126(71)20 KR 121(49)8 FH 115(69)19 Víkingur R.
Meira
HJÁLMAR Jónsson, knattspyrnumaður frá Egilsstöðum, lék með sænska liðinu IFK Gautaborg í fyrsta skipti í langan tíma í fyrrakvöld þegar það tók á móti Derry City frá Írlandi í UEFA-bikarnum.
Meira
JUVENTUS, Lazio og Fiorentina voru í gær dæmd niður í 2. deild eftir að rannsóknarnefnd hafði fundið félögin sek um að hafa með ólöglegum hætti haft áhrif á úrslit leikja í ítölsku deildarkeppninni í knattspyrnu.
Meira
ELLEFTA umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Landsbankadeildarinnar, hefst annað kvöld þegar Íslandsmeistarar FH fá bikarmeistara Vals í heimsókn í Kaplakrikann.
Meira
NORSKI framherjinn André Shei Lindbeak hefur gert tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH, en hann hefur verið til reynslu hjá félaginu síðustu daga. Lindbeak er 29 ára gamall og hefur víða komið við á ferlinum, lék síðast með Landskrona í 1.
Meira
ÓLÖF María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili, er úr leik á móti sem fram fer í Ungverjalandi og er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék á 76 höggum í gær eða fimm höggum yfir pari vallarins og var því samtals á átta höggum yfir pari eftir 36 holur.
Meira
LUIZ Felipe Scolari hefur hafnað boði frá brasilíska knattspyrnusambandinu um að taka á ný við þjálfun landsliðs heimaþjóðar sinnar. Undir stjórn Scolaris urðu Brasilíumenn heimsmeistarar árið 2002.
Meira
DANSKA handknattleiksliðið Skjern verður við æfingar hér á landi frá 14.-20. ágúst og leikur vafalaust einhverja æfingaleiki meðan á dvöl þess stendur, en liðið hefur mikla tengingu við íslenskan handknattleik.
Meira
ÍSLENSKA 21 árs landsliðið í knattspyrnu kvenna tekur þátt í hinu árlega opna Norðurlandamóti sem hefst í Noregi á morgun, sunnudag. Íslenska liðið mætir þá liði Norðmanna.
Meira
FYRSTI liðurinn í undirbúningi íslenska landsliðsins í handknattleik karla fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi verður þátttaka í alþjóðlegu handknattleiksmóti í Póllandi í síðari hluta október.
Meira
KNATTSPYRNA 1. deild karla Þór - Leiknir R. 3:1 Ibra Jagne 2, Daði Kristjánsson - Einar Örn Einarsson. Fjölnir - KA 0:0 Staðan: Fram 971116:422 Þróttur R. 960311:918 HK 941415:1213 Leiknir R.
Meira
Þessir eru efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins: Leikmenn Viktor B. Arnarsson, Víkingi 12 Bjarni Guðjónsson, ÍA 11 Atli Jóhannsson, ÍBV 9 Jónas G.
Meira
RANNSÓKNARNEFND á Ítalíu dæmdi í gær ítölsku stórliðin Juventus, Fiorentina og Lazio niður í aðra deild fyrir að hafa haft áhrif á úrslit leikja í ítölsku deildarkeppninni.
Meira
Að vera ég er skrítið að vera ég er fyndið. Að vera ér er ekki lítið að vera ér er skondið. Að vera þú er ekkert grín eins og hið besta rím. Þú ert eins og falleg sýn sem festist við huga minn eins og lím.
Meira
Skoðaðu myndina vel. Dökkhærði strákurinn stendur við mynd A og sá ljóshærði við mynd B. Mynd A samanstendur af sex ferningum en mynd B af fimm. Teiknaðu nú myndirnar á pappa. Þú mátt stækka þær eins og þú vilt en passaðu þig á að hafa sömu hlutföll.
Meira
Ég er lítill, Ég er mjór, Ég er skrítinn, Ég er frjór, Ég er fyndinn, með rassinn út í vindinn. Hver ertu? Það er lengi hægt að spyrja sig þeirrar spurningar. Guðmundur K. Nikulásson í 6.
Meira
Félagsskapurinn er það skemmtilegasta við skátana finnst Elmari Orra Gunnarssyni sem er sveitarforingi í skátafélaginu Landnemum í Reykjavík. Hann hefur starfað lengi í félaginu og undirbýr skátamót í Viðey.
Meira
Glæsir og Kambur voru bestu vinir. Glæsir var fjögurra vetra jarpur hestur og Kambur var fimm vetra og var brúnn. Vinirnir léku sér saman alla daga. En einn daginn sagði Glæsir: "Mig langar að vita hvað er lengra inni í dalnum.
Meira
Vindurinn blés og feykti öllum pappahöttunum sem hann Óli var að búa til fyrir skólaleikritið í einn haug. Hvað ætli það séu margir hattar þar? Getur þú hjálpað honum að finna það út svo hann lendi ekki í...
Meira
Árið 1762 bjó maður að nafni Tómas í Frakklandi. Hann var að selja landakort. Hann hafði klippt þau í marga litla parta í því skyni að fólk gæti prófað að setja þá saman til að mynda kort á nýjan leik. Þannig uppgötvaði hann púsluspilið.
Meira
Þegar veturinn er liðinn koma betri dagar. Sumarið er komið með hlýjan blæ og falleg blóm í hlýjum haga. Flestir eru í fríi en býflugurnar vinna áfram.
Meira
Krakkar hlaupa út um allt. Gleði ríkir nú á dögum. Allt er horfið sem áður var kalt. Það er eins gott veður og er í sögum. Sólbað, sundlaug og leikir, eitthvað gera allir saman. Strákur ís sinn sleikir. Það er svaka gaman.
Meira
Sælir krakkar! Vitið þið hvað andstæður eru? Það er eitthvað sem hefur algjörlega andstæða merkingu eins og til dæmis hvítt og svart. Nú eigið þið að setja andstæður í krossgátuna. Passið ykkur vel á að skrifa svörin á réttan stað í gátunni.
Meira
Dagbókarbrot Úr Bréfaástum, bréfaskiptum Ólafar á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar í útgáfu Þórönnu Tómasdóttur Gröndal. Stormur, Reykjavík, 2000. Höfn 16.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 487 orð
| 2 myndir
Snerting og skynjun á henni og hvernig hún mótaði stríðið og stríðslýsingar í heimsstyrjöldinni fyrri er viðfangsefni Santanu Das í nýjustu bók hans.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 411 orð
| 3 myndir
Ekki er útlit fyrir að Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest rati í kínversk kvikmyndahús. Hið alræmda kvikmyndaeftirlit þar í landi hefur nefnilega bannað sýningar á myndinni.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 417 orð
| 3 myndir
Plötuumslag væntanlegrar skífu meistara Bobs Dylans er tekið að birtast á öldum ljósvakans. Platan ber titilinn Modern Times og er fyrsta plata Dylans í fimm ár, eða frá því hann gaf út hina margrómuðu Love and Theft .
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 3899 orð
| 1 mynd
Það skal viðurkennast hér og nú að ég hef lengst af staðið á hliðarlínunni eða sveiflast á milli staðfastra sjónarmiða andstæðra fylkinga í málefnum virkjana á Austurlandi.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 1878 orð
| 3 myndir
Hver eru mörkin á milli hins venjulega, normsins, og hins óvenjulega, fríksins? Í líffræðilegum skilningi erum við öll stökkbreytt, en sumar stökkbreytingar hafa róttækari afleiðingar fyrir líkama okkar en aðrar.
Meira
Enda þótt kvikmyndagerð á Íslandi eigi sér ekki ýkja langa sögu má með jákvæðu hugarfari, og nokkrum herkjum, rekja hana dágóðan spöl aftur á bak, jafnvel að árdögum kvikmyndalistarinnar.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 1513 orð
| 1 mynd
Enginn efi er á því að oft ríkti kalt stríð í stjórnmálum og menningarlífi á Íslandi en hvernig upplifði almenningur þessi átök? Hér er því velt upp hvort almenningi hafi upp til hópa staðið að mestu leyti á sama um pólitísk átök og ekki æst sig yfir miklu meiru en einstaka fótboltaleik.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 858 orð
| 1 mynd
Elvis Costello lætur ekki deigan síga á gamals aldri, en á síðustu plötum sínum hefur Bretinn hornspengdi verið að taka fyrir ameríska tónlist af ýmsu tagi. Fyrir stuttu kom út nýjasta afurðin í þessari rannsóknarferð, The River In Reverse, gerð með New Orleans-búanum Allen Toussaint.
Meira
Leiklist Leikhópurinn Vér morðingjar hefur hafið að nýju sýningar á leikritinu Penetreitor eftir Anthony Neilson. Geðrænir sjúkdómar eru viðfangsefni verksins sem vakti mikla athygli og umtal síðasta sumar er það var fyrst sýnt.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 154 orð
| 1 mynd
Lesarinn Ég er með tvær bækur í takinu. Umfjöllun Eiríks Guðmundssonar um skáldsöguna Fall konungs í Lesbókinni varð til þess að ég rifjaði upp kynni mín af henni. Það eru tíðindi að þetta lykilverk norrænna bókmennta hafi verið þýtt á íslensku.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 953 orð
| 2 myndir
Fimmtán ára gömul sá ég tónleika bresku hljómsveitarinnar Saint Etienne í Kolaportinu. Ég stóð fremst allan tímann með vörubretti (sem höfðu verið sett upp í staðinn fyrir öryggishlið) upp við rifbeinin og sveittan áhorfendaskarann fyrir aftan mig.
Meira
Myndlist Sýningin Eiland hefst í Gróttu í dag, en þar sýna listamennirnir Ragnar Kjartansson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Friðrik Arnar Hjaltested, Haraldur Jónsson og Hrafnkell Sigurðsson.
Meira
Bandaríska vikuritið The Nation hélt upp á það í síðasta tölublaði sínu að tíu ár eru liðin frá því að ný fjarskiptalög fóru í gegnum þingið í Bandaríkjunum.
Meira
Hans myrka slóð var mörkuð brostnum hjörtum barna er báru traust og trú til hans. Og þó að áratugir hafi tifað frá tíma þessa auðnulausa manns þá enn á banaspjótum berast hjörtun og blóðið leitar æ í sporin hans.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 1973 orð
| 1 mynd
Nýleg auglýsing Orkuveitu Reykjavíkur - Ekkert vesen og allt í góðu lagi - hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð, til að mynda hjá femínistum, og virðist auglýsingin ríma illa við flestar hugmyndir um jafnrétti kynjanna.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 728 orð
| 1 mynd
Getur þúsund ára gamalt galdralag úr íslenzkri fornsögu lifnað við á nýjan leik? Það var meðal þess sem Ríkarður Örn Pálsson þurfti að taka afstöðu til á nýliðnu málþingi.
Meira
! Fyrst þegar ég sá stuttheimildamyndina Dýrablóð (1949), eða Le Sang des Bêtes , eftir Georges Franju ætlaði ég varla að trúa að slík mynd skyldi hafa verið gerð fyrir tæpum sextíu árum síðan.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 4132 orð
| 1 mynd
Tónlist Þessa helgi er fer fram í Reykjavík harmonikkuhátíð. Helstu gestir hátíðarinnar, sem er nú haldin í áttunda sinn, eru tveir Norðmenn, harmonikkusnillingurinn Ottar Johansen og Ivar Th.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 943 orð
| 1 mynd
Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu lauk nú um síðustu helgi. Leikirnir voru misjafnlega spennandi og skemmtilegir eins og gengur. Oft var þó sem vandaðar sjónvarpsupptökur gætu gert jafnvel leiðinlegustu leiki keppninnar að sæmilegu sjónvarpsefni.
Meira
15. júlí 2006
| Menningarblað/Lesbók
| 2960 orð
| 3 myndir
Fimmtugasta og sjötta starfsári Þjóðleikhússins er nú lokið. Árið var jafnframt það fyrsta undir listrænni forstöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur sem í upphafi tímabilsins boðaði þó nokkrar skipulagsbreytingar á starfsemi hússins ásamt því að kynna fjölbreytta efnisskrá. Tinna kveðst vera sátt þegar hún lítur yfir umliðið leikár. Hún greinir frá því hvernig Þjóðleikhúsið standi best undir nafni sem þjóaðrinnar allrar og eins frá framtíðarsýn sinni fyrir hönd stofnunarinnar - sem hún telur bjóða upp á leiklist á heimsmælikvarða.
Meira
Það fylgir sumrinu að lesa svolítið annars konar bækur en maður les á veturna. Um leið og lífið tekur öðrum og grænni lit, breytast daglegu mynstrin og lesvenjurnar þar með.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.