Greinar þriðjudaginn 18. júlí 2006

Fréttir

18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Aðgerðir vegna ofsaaksturs bifhjóla

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is OFSAAKSTUR mótorhjóla í Reykjavík hefur aukist undanfarin misseri að mati lögreglunnar sem nú hefur gripið til sérstaks eftirlits á Suðurlandsvegi vegna tilkynninga um ofsaakstur bifhjólamanna. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð

Af kirkjuvígslu

Kvæðamannafélagið Iðunn kvað við vígslu kirkjunnar í Úthlíð. Sigurður Sigurðarson orti: Björn í Úthlíð byggja réð bjartan sal og víðan sem auðgar líf og gleður geð og glæðir trúna síðan. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 501 orð | 2 myndir

Allir velkomnir hjá Finnum

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÍSLENDINGARNIR sex, sem sáu á bak Norðmönnum í rútum frá Beirút til Sýrlands á sunnudagsmorgun, fengu allt aðra og betri afgreiðslu hjá Finnum í gærmorgun. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Atlantsolía opnuð við Kaplakrika

ATLANTSOLÍA hefur opnað bensínstöð við Kaplakrika í Hafnarfirði. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 170 orð

Bannar ekki flokk barnaníðinga

Haag. AP. | Dómsstóll í Hollandi neitaði í gær að banna nýstofnaðan stjórnmálaflokk barnaníðinga þar í landi. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Beðið eftir sólinni

ÚTLIT er fyrir sumarblíðu víðast hvar á landinu út þessa viku og allt til helgarloka samkvæmt spám Veðurstofu Íslands. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Bensín hækkað um 20% frá áramótum

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is OLÍUFÉLÖGIN hækkuðu í gær verð á eldsneyti. Lítrinn af bensíni hækkaði um 3,40 kr. og lítrinn af dísilolíu hækkaði um 2 kr. Eftir hækkunina er algengt verð á bensíni með fullri þjónustu 137,80 kr. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Besti árangur íslenska liðsins

ÍSLENSKA landsliðið í stærðfræði náði besta árangri sínum á 47. Ólympíuleikunum í stærðfræði sem fram fóru í Ljubliana í Slóveníu dagana 12.-13. júlí sl., með samtals 63 stig og lenti þar með í 59. sæti, en alls tóku 92 þjóðir þátt í leikunum. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Blátt áfram fær stuðning frá þremur fyrirtækjum

ÞRJÚ fyrirtæki styrktu forvarnaverkefnið Blátt áfram með veglegum hætti í júní til fjármögnunar á bíl fyrir samtökin. Bifreiðin er af gerðinni Skoda Octavia Combi frá Heklu, umboðsaðila Skoda á Íslandi, fjármögnuð af SP- Fjármögnun og tryggð hjá VÍS. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 110 orð

Búið er að skipa nýtt kjararáð

GENGIÐ hefur frá skipan í kjararáð, en hlutverk þess er að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum. Lögin tóku gildi 1. júlí sl. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Doktor í læknisfræði

NÝVERIÐ varði Torfi Fjalar Jónasson læknir doktorsritgerð sína við læknadeild Háskólans í Lundi í Svíþjóð. Ritgerðin ber heitið "Homocysteine and Coronary Artery Disease, With Special Reference to Biochemical Effects of Vitamin Therapy. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Ekkert gefið eftir í hringnum

MONGÓLSKI sumo-glímumeistarinn Asashoryu sveiflar japanska glímumanninum Kotomitsuki með tilþrifum í einvígi þeirra í japönsku borginni Nagoya í gær. Asashoryu vann einvígið 9-0 og tók forystu í keppninni. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Ekki sóttir til saka fyrir dráp á Brasilíumanni

Lundúnir. AP, AFP. | Breskir lögreglumenn sem skutu til bana Brasilíumann á lestarstöð í Lundúnum í fyrrasumar, verða ekki sóttir til saka, að því er saksóknarar tilkynntu í gær. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð

E-töflur fundust við húsleit í Reykjanesbæ

LÖGREGLAN í Keflavík handtók sex aðila og gerði upptækar 415 e-töflur, 15 grömm af amfetamíni auk lítilræðis af kókaíni við húsleit í Reykjanesbæ á föstudagskvöld. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Fárviðri í Kína

KONA syrgir látinn son sinn sem var á meðal fórnarlamba þegar hitabeltisstormurinn Bilis gekk yfir sex héruð í suðausturhluta Kína um helgina. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Framlengja vetnisverkefnið

ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja verkefni Íslenskrar nýorku, sem falið hefur í sér rekstur vetnisknúinna strætisvagna í Reykjavík til janúar 2007, en til stóð að hætta rekstrinum í lok síðasta árs. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð

Gata í Svartfjallalandi nefnd Íslandsstræti

BORGARFULLTRÚAR í svartfellsku borginni Cetinje hafa lagt fram formlega ósk til héraðsþings svæðisins um að breyta nafni á götu í borginni úr Smederevskastræti í Íslandsstræti. Að því er kemur fram á fréttavefnum b92. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Gjöfin afrakstur af styrktarmóti Microsoft í golfi á Akranesi

MICROSOFT Íslandi afhenti fyrir skömmu Barnaspítala Hringsins 700.000 króna gjöf sem renna á til tækjakaupa eða annarra verkefna Barnaspítalans. Gjöfin er afrakstur styrktarmóts Microsoft í golfi, sem fram fór hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi hinn 19. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Hátt í fimmtíu féllu í árás á útimarkað í Írak

Bagdad. AFP. | Að minnsta kosti 48 létu lífið og 60 særðust í árás á útimarkað í bænum Mahmoudiya suður af Bagdad, í gær. Byssumenn skutu á mannfjöldann og sprengjur sprungu á svæðinu. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Heitt vatn í landi Hoffells

Hornafjörður | Fyrir 14 árum var byrjað að bora eftir heitu vatni í landi Hoffells í Nesjum og núna eru menn fullir bjartsýni á að þessi leit beri góðan árangur, segir á vef sveitarfélagsins Hornafjarðar. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 133 orð

Hékk í rót í tvo tíma

Grenoble. AFP. | 45 ára gömul frönsk göngukona hékk á hvolfi í tvo og hálfan klukkutíma með annan fótinn flæktan í lítilli rót eftir að hafa fallið fram af hengiflugi í Ölpunum. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 150 orð

Hlaut brons annað árið í röð

ÍSLENSKA landsliðið í stærðfræði náði besta árangri sínum á 47. Ólympíuleikunum í stærðfræði sem fram fóru í Ljubliana í Slóveníu dagana 12.-13. júlí sl., með samtals 63 stig og lenti þar með í 59. sæti, en alls tóku 92 þjóðir þátt í leikunum. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Hrútafjörður verði þveraður norðar

Norðurland vestra | Einkahlutafélag um bættar vegsamgöngur, Leið ehf. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Hvalbátarnir að fara á veiðar?

EKKI skal fullyrt hvort hvalbátar Hvals hf. eru á leið á hvalveiðar en að minnsta kosti blés einn þeirra kröftuglega frá sér í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Hvetur samningsaðila til þess að ná sáttum

STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra, hyggst ekki verða við þeirri áskorun flugumferðarstjóra að beita sér fyrir því að vaktafyrirkomulagið sem gildi tók 16. mars sl. verði fellt úr gildi. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Hyggjast flytja inn samheitalyf

SALA hófst í gær á fyrsta samheitalyfinu sem lyfjafyrirtækið Portfarma flytur inn en fyrirtækið hyggst setja um 20 samheitalyf á íslenskan markað á næstu 12 mánuðum. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Íslendingarnir komust frá Beirút undan sprengjugný

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÍSLENDINGARNIR sex, sem komust ekki frá Beirút sl. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 163 orð

Íslenskar konur frjósamastar í Evrópu

Vínarborg. AP. | Tíðni barneigna hjá íslenskum konum var sú hæsta í Evrópu árið 2004 en þær áttu að meðaltali 2,03 börn að því er fram kemur í samantekt Eurostat . Tölur yfir fæðingartíðni fyrir árið 2005 eru ekki tiltækar. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Íþróttahús Ármanns látið víkja

ÞAÐ er orðið lítið eftir af Íþróttahúsi Ármanns við Sóltún í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar ætla á næstunni að reisa fjölbýlishús á lóðinni og því varð íþróttahúsið að víkja. Húsið var reist í kringum 1960 og hefur gegnt hlutverki sínu með sóma. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Klætt með Mogganum

Siglufjörður | Þeir sem leggja leið sína til Siglufjarðar reka eflaust augun í húsvegg sem snýr að helstu umferðargötu bæjarins, Túngötunni. Þannig er mál með vexti að veggurinn hefur allur verið klæddur með Morgunblaðinu. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 259 orð

Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkað

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 77 orð

LEIÐRÉTT

UNICEF og landsnefndirnar Í INNGANGI viðtals við Ann Veneman, framkvæmdastjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), er ranghermt að hún og Valgerður Sverrisdóttir hafi skrifað undir samstarfssamning við UNICEF til frambúðar. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 211 orð

Líkhúsgjaldið var óheimilt

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma hafi ekki haft lagaheimild til að innheimta svokallað líkhúsgjald fyrir geymslu á líkum í líkhúsi kirkjugarðanna í Fossvogi. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Líkið reyndist vera brúða

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is BRÚÐAN Randy varð þess valdandi að lögregla, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út að Háafossi í Fossárdal, inn af Þjórsárdal í Árnessýslu, síðastliðið sunnudagskvöld. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 282 orð

Lítið hlaup hafið úr Grænalóni

HLAUP úr Grænalóni, sem er í suðvestanverðum Vatnajökli, hófst í gær en vatnið hleypur í Súlu sem síðan rennur í Núpsvötn. Hlaup úr Grænalóni er árviss viðburður og eru hlaupin þekkt af góðu einu, þ.e. þau valda engu tjóni. Jón G. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Nýjar kartöflur komnar á markað

FYRSTU kartöflur sumarsins voru teknar upp í Þykkvabænum í gærmorgun og voru kartöflurnar komnar í verslanir á höfuðborgarsvæðinu fyrir hádegi. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Orri kúasmali nær í kýrnar á Lundi

Þó að bændur séu sífellt að verða tæknivæddari og séu jafnvel sumir hverjir farnir að láta vélmenni um að mjólka þarf samt ennþá að ná í beljurnar. Kúasmalar eru því síður en svo óþarfir. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Prufukeyrði FAHR-dráttarvél

Húsavík | Ýmislegt forvitnilegt er að sjá og finna í gamla bíla- og tækjahaugnum við samgönguminjasafnið á Ystafelli í Köldukinn. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 1280 orð | 5 myndir

"Enda þótt allt Líbanon verði sviðin jörð"

Fátt bendir til þess að vopnahlé sé í augsýn í átökum Ísraela við vígasveitir Hizbollah í Líbanon sem nú ráða yfir öflugri vopnum en áður. Kristján Jónsson kynnti sér átökin og aðdraganda þeirra. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 515 orð | 1 mynd

"Kannski orðið eðlilegra núna"

BESTI tíminn í laxveiðiám landsins fer nú senn í hönd en samkvæmt tölum frá www.angling.is frá því á miðvikudaginn var veiði í 16 laxveiðiám komin yfir 100 laxa og gera má ráð fyrir því að þær séu nú orðnar átján talsins. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

"Orkustórveldið" Ástralía

Sydney. AFP. | John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, kynnti í gær hugmyndir um að gera landið að "orkustórveldi" í náinni framtíð sem meðal annars felast í aukinni notkun kjarnorku. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ragnar sýnir á Sögusetri

Hvolsvöllur | Ragnar Sigrúnarson hefur opnað sýningu á verkum sínum í galleríi Sögusetursins á Hvolsvelli. Hann er fæddur í Reykjavík 30. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 231 orð

Reyndi að fá stúlkuna til samræðis í bifreið

Eftir Andra Karl og Örlyg Stein Sigurjónsson LÖGREGLAN í Reykjavík yfirheyrði í gærdag fjóra karlmenn á aldrinum 16 til 21 árs vegna gruns um aðild að tilraun til að nauðga 16 ára stúlku á sunnudagskvöld. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 78 orð

Réðist á lögregluþjón við skyldustörf

LÖGREGLAN í Keflavík þurfti að handjárna átján ára gamla stúlku og færa til fangaklefa eftir ólæti í lögreglubifreið á sunnudagsmorgun. Stúlkan sem grunuð er um ölvun við akstur var stöðvuð af lögreglu í Grindavík. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 492 orð

Rússnesk dagblöð gagnrýnin

Moskva. Peking. AFP. | Rússnesk dagblöð lýstu í gær yfir óánægju sinni með að stjórnvöldum í Moskvu skyldi hafa mistekist að afla stuðnings Bandaríkjastjórnar fyrir því að Rússum yrði veitt aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Sandarar skemmtu sér

Hellissandur | Þótt veðrið léki ekki við Sandarana um helgina tókst Sandaragleðin með ágætum. Vinir og burtfluttir Sandarar komu í hópum og skemmtu sér með heimafólki en boðið var upp á fjölbreytt atriði. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Sauðfjárbændur vonast eftir 8-11% verðhækkun

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is NÚ þegar nokkrar vikur eru til sláturtíðar styttist í að sláturhús gefi upp hvaða verð bændur fá fyrir framleiðslu sína á sláturfé í ár. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð

Skagamenn af botninum

SKAGAMENN komust í gærkvöldi úr fallsæti úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í fyrsta skipti í sumar þegar þeir sigruðu KR-inga, 3:2, í stórskemmtilegum leik í Vesturbænum. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 80 orð

Starfshópur skipaður um ættleiðingarstyrki

MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem ætlað er að semja tillögur að nýjum reglum um ættleiðingarstyrki til foreldra er ættleiða börn frá öðrum löndum. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Steypuvinna við Kárahnjúka aftur farin af stað

STEYPUVINNAN í tengslum við gerð kápunnar á stíflunni við Kárahnjúka fór aftur gang í gærmorgun, en tafir höfðu orðið á vinnunni vegna steypuskorts á síðustu dögum. Aðspurður segir Ómar R. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Strax byrjaður að endurskrifa viðtalsbókina

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is RITHÖFUNDURINN og blaðamaðurinn Þorgrímur Gestsson situr nú sveittur við að endurskrifa viðtalsbók sem hann var byrjaður á og þarf að skila handriti að hinn 20. ágúst nk. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 173 orð

Styðja hugmyndir um aukið valfrelsi til náms

HAGSMUNARÁÐ íslenskra framhaldsskólanema fagnar því að í tillögum nefndar um endurskoðun starfsnáms og eflingu þess til framtíðar virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Stærsta seglskip heims kemur í Reykjavíkurhöfn

STÆRSTA seglskip heims, rússneska skipið Sedov, leggst að Grandabakka í Reykjavíkurhöfn föstudaginn 19. júlí. Skipið er tæpir 118 metrar á lengd og flatarmál segla þess er ríflega fjórir ferkílómetrar. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 254 orð

SVÞ kærir verslun í Leifsstöð til ESA

SAMTÖK verslunar- og þjónustu - SVÞ - hafa kært rekstur komuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA en samtökin hafa þráfaldlega krafist þess af stjórnvöldum að vöruval verslunar fyrir komufarþega verði takmarkað við... Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 350 orð

Trúir ekki á umboð fulltrúa frá ASÍ

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is "ÞAÐ er mikill vilji hjá ríkisstjórninni til að skoða verðlag á Íslandi almennt," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um skýrslu nefndar forsætisráðuneytis um matvælaverð á Íslandi. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Umsvif á fasteignamarkaðnum fara minnkandi

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 621 orð | 1 mynd

Upptaka olíugjaldsins hefur aukið kostnaðinn

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is NAUÐSYNLEGT er að endurskoða álagningu virðisaukaskatts af ferðaþjónustunni og áhrif virðisaukaskatts á allar greinar hennar. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Þórshafnarhátíðin Kátir dagar er að baki og fóru hátíðahöld vel og friðsamlega fram. Veður var þokkalega gott, þó ekki kæmi sú "bongóblíða" sem veðurfræðingar höfðu spáð. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 286 orð | 3 myndir

Verk á 12 stöðum í heiminum eiga að mynda keðju

Ástralski listamaðurinn Andrew Rogers hefur sótt um leyfi til uppsetninga listaverka ofan Akureyrar. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 757 orð | 1 mynd

Vetni mun knýja fólksbíla og báta

Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is Alþjóðlegt samstarf einkaaðila og opinberra aðila Mikill áhugi virðist vera hjá stóru bílafyrirtækjunum að gera tilraunir með vetni sem orkugjafa. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 584 orð | 1 mynd

Viðkvæm sambúð í arabaríki kaupsýslunnar

Líbanon er nú í heimsfréttunum vegna mannskæðra átaka eins og svo oft áður. Þetta litla lýðveldi, á stærð við tíunda hluta Íslands og með rösklega 3,5 milljónir íbúa, hefur fengið sinn skerf af hörmungum síðustu áratugina. Yfir 100. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Viktor Gils Rúnarsson blaðberi júnímánaðar

STARF blaðberans er einn mikilvægasti þáttur Morgunblaðsins og sinna um 500 manns því starfi að jafnaði, enda ærið verk að koma blaðinu til lesenda alla daga vikunnar. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 728 orð | 2 myndir

Vilja byggja upp hreindýrasetur

Eftir Gunnar Gunnarsson Jökuldalur | Veitinga- og gististaðurinn Á hreindýraslóð var opnaður á Skjöldólfsstöðum nýverið. Eigendur eru bræðurnir Hrafnkell og Aðalsteinn Jónssynir, frá Klausturseli og dóttir Hrafnkels, Fjóla. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 123 orð

Yfir 100 létust í flóðbylgju á Jövu

Indónesía. AFP. | Talið er að 105 manns hafi látist og 127 er saknað í kjölfar þess að flóðbylgja skall á eyjunni Jövu við Indónesíu í gær. Meira
18. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 134 orð

Þrjár ferðir með leiðsögn

UPPGRÖFTUR er nú nýlega hafinn að Gásum í Hörgárbyggð, en Minjasafnið á Akureyri, Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun hafa staðið fyrir fornleifarannsóknum á Gásakaupstað frá árinu 2001. Meira
18. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Þúsundir flýja Líbanon

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is STJÓRNVÖLD víðast hvar í heiminum undirbúa nú brottflutning borgara sinna frá Líbanon og fóru þúsundir manna úr landi í gær, ýmist með rútum til Sýrlands eða sjóleiðis til Kýpur. Meira

Ritstjórnargreinar

18. júlí 2006 | Staksteinar | 264 orð | 1 mynd

Einelti og stjórnmál

Margrét S. Björnsdóttir úr Samfylkingunni heldur því fram í Morgunblaðinu á laugardag að flokkurinn eigi að ganga óbundinn til næstu kosninga og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að vera einn kosta. Björgvin G. Meira
18. júlí 2006 | Leiðarar | 859 orð

Vítahringurinn í Mið-Austurlöndum

Enn er soðið upp úr pottinum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hernaðaraðgerðir Ísraela í Líbanon eru þær umfangsmestu á svæðinu í meira en áratug. Meira

Menning

18. júlí 2006 | Menningarlíf | 734 orð | 2 myndir

Að klappa eða ekki klappa

Ég skrifaði á dögunum stuttan pistil um klappsiði, eða öllu heldur klapp-ósiði, Íslendinga á tónleikum og í leikhúsi. Tók ég sérstaklega fyrir þann leiða sið landsmanna að klappa með atriðum. Meira
18. júlí 2006 | Kvikmyndir | 302 orð | 1 mynd

Áfram stelpur!

Leikstjóri: Jessica Bendinger. Aðalleikarar: Jeff Bridges, Missy Peregrym, Vanessa Lengies, Nikki Sooh, Maddy Curley, Kellan Lutz, John Patrick Amedori, Jon Gries. 100 mín. Bandaríkin 2006. Meira
18. júlí 2006 | Tónlist | 413 orð | 1 mynd

Átakalítið og vandað

Geislaplata Frummanna, hinna upprunalegu Stuðmanna, Tapað/Fundið. Frummenn eru Valgeir Guðjónsson sem spilar á gítar, Jakob Frímann Magnússon á hljómborð, Gylfi Kristjánsson, söngur og Ragnar Danielsen spilar einnig á gítar og syngur í Passing Through. Meira
18. júlí 2006 | Tónlist | 493 orð | 2 myndir

Bó og Baggalútur

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is NÝTT lag af væntanlegum hljómdiski Baggalúts er farið að hljóma á útvarpsstöðum landsins. Meira
18. júlí 2006 | Bókmenntir | 568 orð | 1 mynd

Ekki bara trúarsaga

Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is "ÞÓTT ótrúlegt sé hefur samfelld saga biskupsstólanna tveggja, Skálholts og Hóla, aldrei verið skrifuð. Þetta er tilraun til þess að gera það loksins," segir dr. Meira
18. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 71 orð | 1 mynd

Enn á ný heyrast fréttir af því að hugsanlega séu bandarísku Vinirnir að...

Enn á ný heyrast fréttir af því að hugsanlega séu bandarísku Vinirnir að koma saman á nýjan leik. Meira
18. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 158 orð | 1 mynd

Enski boltinn verður Skjársport

Í DAG verður nafni íþróttastöðvarinnar Enska boltans breytt í Skjársport. Málið er enn hulið nokkurri leynd og ekki er vitað hvort nafnabreytingin muni hafa áhrif á efni stöðvarinnar eða ekki. Meira
18. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Rokkævintýri Magna í Á móti sól heldur áfram annað kvöld eftir miðnætti. Meira
18. júlí 2006 | Menningarlíf | 894 orð | 1 mynd

Íslandsvinurinn Mark Watson

Í dag hefði hinn þekkti Íslandsvinur Mark Watson orðið 100 ára. Hilmar Foss endurskoðandi var náinn vinur hans í 40 ár. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Hilmar um kynni hans af Watson og um gjafir hans til Íslendinga. Meira
18. júlí 2006 | Tónlist | 302 orð

Magnaðir blúskvöðlar

Ýmis rokklög. Oktettinn Tröllaskagahraðlestin. / Blús- og soul-lög. Zara Young söngur; The Blue Ice Band (Guðmundur Pétursson gítar, Halldór Bragason gítar, Davíð Þór Jónsson Hammondorgel, Birgir Baldursson trommur, Róbert Þórhallsson bassi). Meira
18. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 99 orð | 1 mynd

Magni rokkar í kvöld

Í kvöld verður sýndur þriðji þátturinn af Rock Star Supernova. 15 þátttakendur komust í þáttinn en tveir eru nú þegar dottnir út. Eins og flestir vita er Magni Ásgeirsson söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól meðal þeirra 13 þátttakenda sem eftir eru. Meira
18. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 249 orð | 1 mynd

Málamiðlunarþrautir

LJÓSVAKA dagsins hefur oft reynst erfitt að finna sjónvarpsefni sem hentar báðum kynjum og því sjaldan horft á sjónvarpsdagskrá í viðurvist unnustu sinnar. Meira
18. júlí 2006 | Tónlist | 184 orð | 1 mynd

Miðasala hafin á Morrissey

MIÐASALA á tónleika Morrissey hefst í dag klukkan 10 en eins og greint var í Morgunblaðinu fyrir helgi verða tónleikarnir haldnir í Laugardagshöll hinn 12. ágúst næstkomandi. Meira
18. júlí 2006 | Tónlist | 225 orð | 1 mynd

Moshi Moshi-kvöld á Airwaves

BRESKA plötuútgáfufyrirtækið Moshi Moshi Records verður með sérstakt kvöld á Iceland Airwaves hátíðinni í ár og verður það annað árið í röð sem að slíkt kvöld verður haldið. Meira
18. júlí 2006 | Kvikmyndir | 200 orð | 2 myndir

Ofurmennið trónir á toppnum

OFURMENNIÐ virðist njóta töluverðra vinsælda hér landi en kvikmyndin Superman Returns rataði beint í toppsæti bíólistans þessa vikuna. Meira
18. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Og meira af Aniston en hún er stödd í Bretlandi um þessar mundir til að...

Og meira af Aniston en hún er stödd í Bretlandi um þessar mundir til að kynna myndina The Break Up . Mótleikari hennar er Vince Vaughn en sögusagnir hafa lengi verið á kreiki um það að þau séu par og jafnvel trúlofuð. Meira
18. júlí 2006 | Tónlist | 244 orð

Safarík tónlist

Hlíf Sigurjónsdóttir, Freyr Sigurjónsson og Iwona og Jerzy Andrzejczak fluttu tónlist eftir Martinu. Sunnudagur 16. júlí. Meira
18. júlí 2006 | Kvikmyndir | 563 orð | 1 mynd

Sjóræningjarnir mala enn meira gull

FRAMHALDSMYNDIN um sjóræningjana frá Karíbahafi er að gera góða hluti vestra. Meira
18. júlí 2006 | Tónlist | 333 orð | 1 mynd

Það besta frá Berlín

ÞORBJÖRN Björnsson barítón og þýski píanóleikarinn Jan Czajkowski munu flytja söngva og aríur eftir Henry Purcell, Charles Ives, Gabriel Fauré, Franz Schubert, W.A. Mozart og Benjamin Britten í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Meira

Umræðan

18. júlí 2006 | Aðsent efni | 636 orð | 1 mynd

Brottfall og námshlé ungmenna

Ásta Möller fjallar um brottfall ungmenna úr námi: "Vegna vinnu nemenda og lengra náms til stúdentsprófs en í öðrum löndum er meðal nemandi a.m.k. 21 árs þegar hann lýkur framhaldsskóla á Íslandi." Meira
18. júlí 2006 | Aðsent efni | 251 orð | 1 mynd

Dýrið gengur laust

Inga Sigrún Atladóttir fjallar um stöðuveitingar hjá Reykjavíkurborg: "Það gildir einu hvort um er að ræða stöður hjá Reykjavíkurborg eða skipun hæstaréttardómara, tryggir flokksmenn skulu ráðnir þó troða þurfi þeim öfugum ofan í þá umsagnaraðila sem að stöðunum standa." Meira
18. júlí 2006 | Aðsent efni | 900 orð | 1 mynd

Fleiri leiðir færar í þjónustu við geðsjúka

Eftir Elínu Ebbu Ásmundsdóttur: "Til eru leiðir sem oft bera meiri árangur en hefðbundnar lausnir. Stjórnvöld þurfa að veita fleiri nálgunum brautargengi og kunna skil á því í hvaða aðgerðir mest fjármagn er veitt." Meira
18. júlí 2006 | Aðsent efni | 821 orð | 1 mynd

Gróðurhúsið góða

Tryggvi Helgason fjallar um umhverfismál: "Mér finnst margt vera svipað með gömlu draugatrúnni og þessari nýju umhverfisverndar-draugatrú." Meira
18. júlí 2006 | Bréf til blaðsins | 354 orð | 1 mynd

Hamingjusama þjóðin

Frá Friðrik G. Friðrikssyni: "UNDANFARNA áratugi hef ég fengist við þá iðju að ferðast með Íslendinga um framandi lönd og eitt meginverkefnið hjá sumum þjóðum hef ég séð í því að brjóta niður þá fordóma sem margir Íslendingar hafa gagnvart öðrum." Meira
18. júlí 2006 | Aðsent efni | 1086 orð | 1 mynd

Pólitískar ofsóknir

Eggert Haukdal fjallar um málarekstur á hendur sér: "Svo var ákafinn mikill í þessu liði, að ekki einungis var ákæru logið frá rótum, heldur var og tví-ákært, er leiddi til þess, að ákæruvaldið varð fljótlega að draga eina ákæru af þremur til baka." Meira
18. júlí 2006 | Aðsent efni | 370 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin svíkur landsbyggðina

Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um málefni landsbyggðarinnar: "Það er ekki verið að biðja um forréttindi fyrir landsbyggðarfólk heldur sömu réttindi og aðrir hafa" Meira
18. júlí 2006 | Velvakandi | 305 orð | 2 myndir

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hvar er kærleikurinn hjá fólki í dag? HVAR er kærleikurinn hjá fólki í dag? Hvar er virðingin fyrir náunganum? Erum við algjörlega að tapa glórunni í eiginhagsmunahyggju? Nei, ég bara spyr. Meira

Minningargreinar

18. júlí 2006 | Minningargreinar | 1472 orð | 1 mynd

ÁSTA BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

Ásta Björg Þorsteinsdóttir, Hjallalundi 14 á Akureyri, fæddist í Fagrabæ í Grýtubakkahreppi 5. desember 1937. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Sigurbjörnsson, f. 1905, d. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2006 | Minningargreinar | 1563 orð | 1 mynd

DAGNÝ GEORGSDÓTTIR

Dagný Georgsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júlí 1914. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Augusta Frederikke Weiss, f. í Kaupmannahöfn 31. desember 1888, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2006 | Minningargreinar | 2691 orð | 1 mynd

HANNES JÓNSSON

Hannes Jónsson, fv. sendiherra, fæddist í Reykjavík 20. október1922. Hann varð bráðkvaddur 10. júlí 2006. Foreldrar Hannesar voru Jón Guðmundsson, sjómaður í Reykjavík og síðar bóndi að Bakka í Ölfusi, f. 15.11 1890, d. 15.1.1926, og k.h. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2006 | Minningargreinar | 1631 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR

Ingibjörg Gísladóttir fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal í A-Hún. 13. október 1915. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Grímsdóttir, f. á Vatnsenda í Flóa 18. október 1875, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2006 | Minningargreinar | 1495 orð | 1 mynd

LÚLLA KRISTÍN NIKULÁSDÓTTIR

Lúlla Kristín Nikulásdóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1937. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Guðmundsdóttir, f. á Stóra Nýja-Bæ í Krýsuvík 17. febrúar 1910, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
18. júlí 2006 | Minningargreinar | 1587 orð | 1 mynd

ÖRN H. BJARNASON

Örn Helgi Bjarnason fæddist í Danmörku 13. nóvember 1937. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Júlía Árnadóttir, f. 28.10. 1914, d. 27.11. 1997, og Bjarni Oddsson læknir, f. 19.6. 1907, d. 6.9. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

18. júlí 2006 | Sjávarútvegur | 966 orð | 1 mynd

Útflutningur sjávarafurða dróst saman um 6%

Á árinu 2005 nam verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða 112 milljörðum króna og dróst saman um 5,7% frá fyrra ári samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Meira

Viðskipti

18. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Afkoma Citigroup undir væntingum

STÆRSTA fjármálafyrirtæki heims, Citigroup, hagnaðist um 5,3 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi, sem er aukning um 4% frá sama ársfjórðungi í fyrra, að því er kemur fram í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans. Meira
18. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Euromoney útnefnir Glitni besta íslenska bankann

FJÁRMÁLATÍMARITIÐ Euromoney útnefndi Glitni besta banka á Íslandi í árlegri skýrslu sinni sem kom út í gær. Í umsögn Euromoney segir að viðskiptamódel Glitnis sé frekar fallið til að ýta undir áframhaldandi arðsemi en viðskiptamódel samkeppnisaðilanna. Meira
18. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 133 orð | 1 mynd

Fær aðild að kauphöllum Eystrasaltsríkjanna

STJÓRNIR kauphallanna í Tallinn í Eistlandi, Ríga í Lettlandi og Vilníus í Litháen hafa samþykkt umsókn MP Fjárfestingarbanka um aðild að kauphöllunum. Meira
18. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Lækkun á gengi hlutabréfa og krónu

HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,54% og var 5.429 stig við lokun markaða. Viðskipti námu tæpum 1,3 milljörðum, þar af 358 milljónum með bréf Landsbankans , sem lækkuðu um 2,3%. Meira
18. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Olíuverð fer enn hækkandi

VERÐ á hráolíu hækkaði í gær á heimsmarkaði og er það rakið til hernaðarátakanna fyrir botni Miðjarðarhafs . Meira
18. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 211 orð | 1 mynd

Töluverður vöxtur í einkaneyslu Íslendinga

ENN ER töluverður vöxtur í einkaneyslu samkvæmt tölum um greiðslukortanotkun landsmanna en Seðlabankinn birti nýlega tölur um notkun greiðslukorta og tékka í júní. Meira

Daglegt líf

18. júlí 2006 | Daglegt líf | 200 orð | 1 mynd

Góður lúr gerir gagn

AÐ stelast til þess að leggja sig smástund á daginn getur bætt ýmislegt. Lúrar eru ekki bara fyrir smábörn heldur gera líka mikið gagn fyrir fullorðna segir á www.msn.com. Rannsóknir sýna að fullorðnir sem leggja sig einhvern tíma milli kl. Meira
18. júlí 2006 | Daglegt líf | 650 orð | 2 myndir

Hjóla hringveginn til styrktar börnum

Í dag leggja þrír ungir menn af stað í hjóla- og tónleikaferð hringinn í kringum landið til að vekja athygli á SPES-samtökunum. Ingveldur Geirsdóttir hitti hjólagarpana Gísla, Guðjón og Dagbjart á kaffihúsi til að ræða tilgang ferðarinnar. Meira
18. júlí 2006 | Ferðalög | 402 orð | 2 myndir

Leiðsögumenn eru áhrifavaldar

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@m bl. Meira

Fastir þættir

18. júlí 2006 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli . Í dag, 18. júlí, er sjötug Ásta Ólafsdóttir, Lækjarsmára...

70 ÁRA afmæli . Í dag, 18. júlí, er sjötug Ásta Ólafsdóttir, Lækjarsmára 2, Kópavogi. Hún er að heiman í... Meira
18. júlí 2006 | Fastir þættir | 202 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Dulin innkoma. Meira
18. júlí 2006 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Hinn 17. júní síðastliðinn gengu í hjónaband í Ráðhúsinu í...

Brúðkaup | Hinn 17. júní síðastliðinn gengu í hjónaband í Ráðhúsinu í Dunkerque, Claire og Ragnar Þór Óskarsson. Heimili þeirra er í... Meira
18. júlí 2006 | Fastir þættir | 29 orð

Gætum tungunnar

Sagt var : Skæruliðar gerðu árás á stjórnarhermenn og varð mannfall mikið í liðum beggja. RÉTT VÆRI: Skæruliðar réðust á stjórnarhermenn og varð mikið mannfall í liði hvorratveggju... Meira
18. júlí 2006 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins : Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan...

Orð dagsins : Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu. (Jóh. 14, 16. Meira
18. júlí 2006 | Fastir þættir | 142 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Rc6 7. Bd3 0-0 8. Re2 b6 9. e4 Re8 10. Be3 Ba6 11. Rg3 Ra5 12. De2 Hc8 13. Hc1 Rd6 14. e5 cxd4 15. Bxd4 Rf5 16. Dg4 Rxd4 17. Rh5 Rf5 18. Bxf5 g6 19. Rf6+ Kg7 20. Be4 Rxc4 21. f4 d5 22. Bd3 d4... Meira
18. júlí 2006 | Í dag | 53 orð | 1 mynd

Sumarið loksins að koma?

Veður | Veðurstofa Íslands spáir betra veðri víðast hvar á landinu næstu daga; hægviðri eða hafgola og skýjað með köflum, en sums staðar skúrir síðdegis. Hitinn getur farið allt upp í 17 stig, einkum inn til landsins. Meira
18. júlí 2006 | Í dag | 504 orð | 1 mynd

Sögur og staðreyndir á Þingvöllum

Sverrir Tómasson fæddist í Reykjavík 1941. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961, cand. mag. í íslensku frá Háskóla Íslands 1971 og doktorsprófi í miðaldabókmenntum 1988 frá sama skóla. Meira
18. júlí 2006 | Fastir þættir | 271 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji kom við í Bónus á dögunum til að kaupa hamborgara á grillið. Heitt var í veðri þennan dag og greinilega margir í sömu hugleiðingum og Víkverji því enga hamborgara var að finna í hillunni. Meira

Íþróttir

18. júlí 2006 | Íþróttir | 532 orð | 1 mynd

* ARNÓR Atlason , landsliðsmaður í handknattleik, mætti í gær á sína...

* ARNÓR Atlason , landsliðsmaður í handknattleik, mætti í gær á sína fyrstu æfingu hjá danska liðinu FCK Håndbold en þá hófust æfingar fyrir næsta keppnistímabil. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 179 orð

Ástralar í fyrsta leik

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins í handknattleik karla á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í byrjun næsta árs verður gegn Áströlum laugardaginn 20. janúar. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 170 orð | 1 mynd

Barcelona mætir Bayern

EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar í Evrópumeistaraliði og Spánarmeisturum Barcelona mæta Bayern München, þýsku meisturunum, á heimavelli sínum, Camp Nou, hinn 22. ágúst. Leikið er um bikar, kenndan við Joan Gamper, og er þetta í 41. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 1468 orð | 2 myndir

Bræðurnir komnir með ÍA af botninum

ARNAR og Bjarki Gunnlaugssynir hafa svo sannarlega blásið nýju lífi í Skagamenn. Undir þeirra stjórn og með þá sjálfa í stórum hlutverkum inni á vellinum hefur ÍA unnið alla þrjá leiki sína hér heima, í deild og bikar. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 157 orð

Dakinah verður með Grindavík

DANSKI knattspyrnumaðurinn Kofi Dakinah sem kom til Grindvíkinga á sunnudaginn getur leikið með þeim gegn Fylkismönnum í úrvalsdeildinni í kvöld. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd

* HARRI Ojamaa , 18 ára eistneskur knattspyrnumaður, er genginn til liðs...

* HARRI Ojamaa , 18 ára eistneskur knattspyrnumaður, er genginn til liðs við Val . Hann kemur frá Warrior Volga í heimalandi sínu og hefur spilað fimm leiki með liðinu í úrvalsdeildinni þar í landi í ár. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 212 orð

Indriði stóð fyrir sínu með Ipswich

INDRIÐI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fær góða dóma á heimasíðu enska 1. deildarliðsins Ipswich Town fyrir leik sinn gegn Willem II í Hollandi í gær. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 60 orð

Í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Breiðablik 19.15 Víkingsvöllur: Víkingur - Keflavík 19.15 Grindavíkurv.: Grindavík - Fylkir 19.15 1. deild karla: Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 313 orð | 1 mynd

Juventus gæti orðið gjaldþrota

ÍTALSKA stórliðið Juventus verður gjaldþrota innan þriggja ára nema fjársterkir aðilar komi félaginu til bjargar. Þetta segja sérfræðingar í fjármálaheiminum eftir að liðið var dæmt til að leika í annarri deild vegna spillingar. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 538 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin KR - ÍA 2:3 KR-völlur...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin KR - ÍA 2:3 KR-völlur, mánudaginn 17. júlí 2006. Aðstæður : Þurrt, milt veður og góður völlur. Mörk KR : Björgólfur Takefusa 38., 58. Mörk ÍA : Arnar Gunnlaugsson 50. 76., Þórður Guðjónsson 80. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Kristján kom Brann á bragðið

ÍSLENSKI landsliðsmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson skoraði mark fyrir Brann frá Bergen í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld í 2:0-sigri liðsins gegn Viking frá Stavanger. Kristján skoraði á 16. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Marco Materazzi með lífvörð

MARCO Materazzi, ítalski knattspyrnumaðurinn sem átti orðaskiptin frægu við Zinedine Zidane í úrslitaleik HM á dögunum, er kominn með lífvörð fyrir sig og fjölskyldu sína í kjölfarið á morðhótunum sem honum hafa borist. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 102 orð

Schulte og Arnar löglegir í kvöld

ARNAR Grétarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, og bandaríski varnarmaðurinn Mark Schulte eru komnir með leikheimild með Breiðabliki og ÍBV frá og með deginum í dag. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 226 orð

Senden á Opna breska

ÁSTRALSKI kylfingurinn John Senden sigraði í fyrsta sinn í PGA-mótaröðinni í golfi á sunnudaginn er hann lék best allra á John Deere-mótinu og með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

WBA með Heiðar í sigtinu

HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Fulham, er undir smásjánni hjá 1. deildarliði WBA, samkvæmt frétt í blaðinu Birmingham Ma il í gær. Meira
18. júlí 2006 | Íþróttir | 196 orð

Þrír íslenskir á meðal ellefu bestu í Noregi

ÞRÍR Íslendingar eru hópi ellefu bestu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, samkvæmt einkunnagjöf norska blaðsins Dagbladet . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.