Greinar mánudaginn 24. júlí 2006

Fréttir

24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 176 orð

Aðstoðar við flutning Svía frá Beirút

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is ÞÓRARINN Guðmundsson, íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð, hefur unnið að því undanfarna viku að flytja sænska ríkisborgara sjóleiðina frá Beirút til Kýpur á vegum sænska utanríkisráðuneytisins. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 312 orð

Aukinn veiðiþjófnaður í Elliðaánum

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is VEIÐIÞJÓFNAÐUR hefur aukist til muna í Elliðaánum síðastliðin þrjú ár, að sögn Magnúsar Sigurðssonar og Jóns Þ. Einarssonar, veiðivarða við árnar. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 81 orð

Banaslys við Hólmavík

EKIÐ var á karlmann á níræðisaldri á Strandavegi í nágrenni Hólmavíkur um miðjan dag á laugardaginn. Maðurinn var fluttur mikið slasaður með flugvél til Reykjavíkur þar sem hann lést af sárum sínum. Meira
24. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Bjargað úr holu eftir fimmtíu klukkutíma

Nýju Delí. AFP. | Indverskir hermenn björguðu í gær fimm ára gömlum dreng sem dúsað hafði í fimmtíu klukkustundir ofan í átján metra djúpri holu í litlu þorpi nálægt bænum Kurukeshetra í Haryana-ríki á norðanverðu Indlandi. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 142 orð

Boðið á móti Baugi í House of Fraser

SVO GÆTI farið að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs leggi fram tilboð í bresku verslunarkeðjuna House of Fraser en Baugur Group á sem kunnugt er í viðræðum um kaup á félaginu. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

BRYNHILDUR JÓHANNSDÓTTIR

BRYNHILDUR Hjördís Jóhannsdóttir, eiginkona Alberts heitins Guðmundssonar, fv. ráðherra, þingmanns og sendiherra, lést laugardaginn 22. júlí síðastliðinn, 79 ára að aldri. Hún fæddist á Siglufirði 22. ágúst árið 1926 og var dóttir Jóhanns F. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 122 orð

Drykkjulæti á Seyðisfirði

MIKIL drykkjulæti og slagsmál settu svartan blett á listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, sem fram fór á Seyðisfirði um helgina. Að sögn lögreglu fylgdi hátíðinni mikill erill, sérstaklega aðfaranótt sunnudags. Meira
24. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 96 orð

Eggjum og saur hent í samkynhneigða

Ríga. AFP. | Andstæðingar samkynhneigðra hentu eggjum og saur í fólk sem tekið hafði þátt í guðþjónustu samkynhneigðra í borginni Ríga á Lettlandi á laugardag. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Einingar Loftorku á markað

LOFTORKA í Borgarnesi hefur hafið útflutning á forsteyptum einingum. Um er að ræða forspenntar holplötur, 400 millimetrar þykkar, sem eru gjarnan notaðar í milliloft í stærri byggingum. Meira
24. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Ekið í gegnum vatnselginn

HESTVAGNI er ekið niður götu sem flætt hefur yfir í borginni Lahore í Pakistan. Miklar rigningar hafa verið í landinu síðustu daga og ár flætt yfir bakka sína. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Eldur í geymslu á Sogavegi

ELDUR kom upp í gærmorgun í geymsluhúsnæði undir apóteki á Sogavegi. Í fyrstu var talið að um talsverðan eld væri að ræða og sendi slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mikinn mannskap á vettvang. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Fangelsismálastjóri ósáttur

RÚMAR 400 hundruð milljónir króna þarf á næsta ári til að klára endurbyggingu Akureyrarfangelsis og til að hefja hönnunar- og teiknivinnu við Litla-Hraun, segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Festust í Krossá og fóru á kaf

PALLBIFREIÐ með fimm farþega innanborðs festist í Krossá í Þórsmörk og fór á kaf í gærdag. Farþegunum tókst að forða sér úr bifreiðinni áður en hún fór á kaf og koma sér upp á þak hennar þaðan sem þeir syntu í land. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fíkniefni fundust á Siglufirði

AÐFARANÓTT laugardagsins lagði lögreglan á Siglufirði hald á 15 grömm af hassi, 8 grömm af ætluðu amfetamíni og 10 e-pillur. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið og gengust tveir þeirra við því að vera eigendur efnanna. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð

Fundað um Schengen

BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er staddur í Brussel þar sem hann mun í dag eiga fund með starfsbræðrum sínum frá löndum ESB, Noregi og Sviss. Meira
24. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 96 orð

Grunaðir um að hafa misnotað innflytjendur

Madrid. AFP. | Þrír spænskir lögreglumenn hafa verið handteknir grunaðir um að hafa misnotað kynferðislega ólöglega innflytjendur í búðum innflytjenda nálægt borginni Malaga á Suður-Spáni. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 72 orð | 2 myndir

Heyjað í Árbæjarsafni

HEYANNIR hafa verið í Árbæjarsafni með fjölbreyttri dagskrá. Þurrkurinn undanfarna daga hefur auðvitað verið nýttur til hins ýtrasta þótt vinnufólk af báðum kynjum hafi stöku sinnum brugðið á leik. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Hraðbraut útskrifar 45 nemendur

MENNTASKÓLINN Hraðbraut útskrifaði stúdenta öðru sinni á dögunum. Athöfnin fór fram í Bústaðakirkju að viðstöddu fjölmenni. Stúdentar frá skólanum voru 45 að þessu sinni. Hæstu meðaleinkunn hlaut Sindri Aron Viktorsson, eða 9,18. Meira
24. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 144 orð

Hver íbúi Kúveit fær 50 þúsund

Kúveitborg. AFP. | Emírinn í Kúveit hefur ákveðið að gefa hverjum íbúa landsins 200 dínara eða jafnvirði 51 þúsund króna, vegna góðrar stöðu ríkissjóðs. Ríkisstjórn landsins staðfesti þetta í gær. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Hætti sundi vegna kulda og skipaferða

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is BENEDIKT S. Lafleur, sem ætlaði sér að synda Reykjavíkursund, alls um 20 km leið meðfram strandlengju höfuðborgarinnar á laugardaginn, þurfti að hætta sundinu þegar einungis um kílómetri var eftir sökum kulda. Meira
24. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Ísraelar styðja hugmyndir um friðargæslu í Líbanon

Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í gær sætta sig við að friðargæsluliðar frá aðildarlöndum Evrópusambandsins yrðu sendir til Líbanons. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 43 orð

Jarðskjálfti norður af Grímsey

JARÐSKJÁLFTA varð vart í Grímsey rétt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins. Skjálftinn mældist þrír á Richter-kvarða og voru upptök hans 300 metrum norður af eynni. Smærri skjálfti fylgdi strax í kjölfarið. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Lagt af stað í Esjugöngu

GANGA á Esjuna heillar nú þegar veðurguðirnir hafa sýnt sínar bestu hliðar á suðvesturhorni landsins. Fyrir helgina var fjöldi fólks á ferðinni og umferðin upp fjallið líkt og á Laugaveginum í miðborginni á góðviðrisdegi. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Með réttu veiðigræjurnar

Það er vissara að vera með réttu græjurnar í veiðina strax í upphafi, líkt og þessi ungi maður á Siglufirði sem er sestur á gamlan bryggjupolla í björgunarvesti og með tilheyrandi búnað. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Mikið um dýrðir á Skálholtshátíð

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Mousaieff heilsuðu dr. Sigurbirni Einarssyni biskup með virktum eftir predikun hins síðarnefnda á Skálholtshátíðinni í gærdag. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 304 orð | 2 myndir

Minnismerki um Jón Thoroddsen afhjúpað

MINNISMERKI um Jón Thoroddsen, skáld, sýslumann og ættföður Thoroddsen-ættarinnar, var afhjúpað í blíðskaparveðri á fæðingarstað hans í gær, Reykhólum við Breiðafjörð, að viðstöddum fjölda gesta. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 133 orð

Olíubirgðastöðin fari úr Örfirisey

BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra um að stofna verkefnisstjórn sem vinni eða láti vinna áhættugreiningu og áhættumat vegna núverandi staðsetningar olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Ók á staur og velti í kjölfarið

ÖKUMAÐUR sendiferðabifreiðar slasaðist þegar hann ók bifreiðinni á staur og velti henni á Vesturlandsvegi á hringtorginu gegnt Korpúlfsstöðum síðdegis í gær. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 660 orð | 3 myndir

Ólæsi upprætt í Malaví

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is AFRÍKURÍKIÐ Malaví er að flatarmáli á stærð við Ísland, en þar búa þó hátt í 13 milljónir manna. Þessi fyrrum breska nýlenda er eitt fátækasta ríki heims og glíma stjórnvöld þar á bæ við margs konar vandamál. Meira
24. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 74 orð

Óttuðust flóðbylgju eftir jarðskjálfta

Jakarta. AFP. | Jarðskjálfti upp á 6,6 á Richter varð við eyjuna Sulawesi í Indónesíu í gær og flúðu íbúar strandsvæði eyjunnar af ótta við flóðbylgju. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð

Reyndi að brjótast inn í verslun í Keflavík

LÖGREGLAN í Keflavík fékk tilkynningu á fjórða tímanum í fyrrinótt um að yfir stæði innbrot í verslun Bræðranna Ormsson við Hafnargötu. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Rætt verði við ríkið um almenningssamgöngur

SAMFYLKINGIN lagði til í borgarráði fyrir helgi að gengið yrði til viðræðna við ríkisstjórnina um þátttöku í kostnaði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Afgreiðslu tillögunnar var frestað en Dagur B. Meira
24. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Saddam fluttur á sjúkrahús

Bagdad. AFP. | Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, var fluttur á sjúkrahús í gær en hann var sagður við slæma heilsu eftir sextán daga hungurverkfall. Þar var honum gefin næring í gegnum slöngu. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Sérfræðingar Merrill Lynch leituðu ekki til Fjármálaeftirlits

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Í NÝRRI skýrslu alþjóðlega fjárfestingarbankans Merrill Lynch er því haldið fram að ástæða þess að bankarnir hafi tekið að breyta viðskiptaháttum og m.a. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 1365 orð | 3 myndir

Sjálfstæðisflugan stal næstum sigrinum

Fjörutíu keppendur tóku þátt í sjóstangaveiðimóti í rjómablíðu í Ólafsvík um helgina á vegum Sjósnæ. Kristinn Benediktsson fylgdi þeim nokkrum eftir, orðhvötum sjómönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 61 orð

Slapp úr brennandi húsi í Flókadal

SLÖKKVILIÐ Borgarfjarðardala var kallað út að Hrísum í Flókadal í nótt en þar hafði kviknað í. Kona á fimmtugsaldri var ein í húsinu og komst hún út af sjálfsdáðum. Húsið er mikið skemmt að sögn lögreglu í Borgarnesi, einkum í risi og á jarðhæð. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 774 orð | 1 mynd

Spáð allt að 20% hækkun

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Markaðsvirði skráðra félaga um 2.000 milljarðar Skráð félög í Kauphöll Íslands eru 24 en kauphallaraðilar í lok júní sl. voru 25, þar af fimm erlendir aðilar. Markaðsvirði skráðra félaga var 1. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 592 orð | 2 myndir

Synt í ísköldum sjónum frá Reykjavík og upp á Akranes

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Akranes | "Ég veit ekki hvað ferðamennirnir sem voru staddir við Ægisgarð hafa hugsað þegar þeir sáu hóp íslenskra ungmenna stinga sér til sunds í Reykjavíkurhöfn. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Sæludagar í Vatnaskógi í fimmtánda sinn

SÆLUDAGAR fara fram í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina, líkt og undanfarin ár á vegum KFUM og KFUK, en þetta er í 15. skiptið sem dagskráin fer fram. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð

Talsverður mannfjöldi í miðbænum

MIKIÐ af fólki safnaðist saman í miðbænum aðfaranótt sunnudagsins, enda ágætisveður í bænum. Að sögn lögreglu fór þó allt friðsamlega fram og lítið var um slagsmál og óspektir. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 438 orð

Telur hag eldra fólksins ekki borinn fyrir brjósti

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Tvö banaslys í umferðinni um helgina

KARLMAÐUR á þrítugsaldri lést í mótorhjólaslysi á Suðurlandsvegi við Eystri-Rangá á sjöunda tímanum í gær. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli missti maðurinn hjólið sitt út í vegkant og lenti á rörstokki vestan megin við brúna. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Útitónleikar við Auðunarstofu

PRESTAR og kórar prófastsdæma í Hólabiskupsdæmi hafa síðustu helgar komið heim að Hólum til að taka þátt í messugjörð og standa fyrir menningardagskrá eða tónleikum. Meira
24. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Varað við heyrnarskaða

VIVIENNE Michael, forstjóri fyrirækis í Bretlandi sem sérhæfir sig í rannsóknum á heyrnarleysi, varar við því að iPod-kynslóðin eigi á hættu að verða heyrnarlaus, breyti hún ekki lífsmynstri sínu. Þetta kemur fram á fréttavefnum vnunet.com. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 439 orð

Villandi ummæli hjá flugumferðarstjórum

ÁSGEIR Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu, en millifyrirsögn er blaðsins: "Í ljósi villandi ummæla sem stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) hefur látið frá sér fara... Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Vitjað um netin á Mývatni

Þeir Halldór Árnason, bóndi í Garði, og Einar Friðbertsson gestur hans vitjuðu um netin í kvöldkuli og ylgju föstudagsins. Hafgolan hafði náð uppeftir um kvöldmatarleytið og dregið með sér þoku. Netin má annars hafa í vatni frá fimmtudegi til... Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Þéttasta hrossagauksvarp í heiminum

Stykkishólmi | Þeir eru eins og farfuglarnir, fuglaáhugamennirnir Ævar Petersen og Sverrir Thorsteinsson. Þeir koma í Flatey á Breiðafirði í sumarbyrjun og halda sig þar stóran hluta sumars við að rannsaka farfuglana sem hafa viðkomu í eynni. Meira
24. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 56 orð

Þyrla sótti hryggbrotinn mann

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti fjórhjólamann á laugardag sem velt hafði hjóli sínu við fjöruna í Látravík, norður af Látrabjargi. Meira

Ritstjórnargreinar

24. júlí 2006 | Leiðarar | 454 orð

Andstæð sjónarmið um erfðatækni

Brezki vísindamaðurinn Chris Pollock setur í viðtali við Morgunblaðið í gær fram sjónarmið, sem mörgum hér á landi þykir vafalaust róttækt. Meira
24. júlí 2006 | Staksteinar | 275 orð | 1 mynd

Heildarhagur og langtímasjónarmið - óskiljanlegt!

Jón Bjarnason, alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, er í sömu sporum og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra; hann skilur ekki að forysta Alþýðusambands Íslands skuli taka heildarhagsmuni og langtímasjónarmið fram yfir sérhagsmuni og... Meira
24. júlí 2006 | Leiðarar | 389 orð

Öryggi á norðurslóðum

Esben Barth Eide, varnarmálaráðherra Noregs, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra setja fram áhugaverð sjónarmið um öryggismál á norðurslóðum í samtölum við brezka blaðið The Daily Telegraph , en greint var frá ummælum þeirra í Morgunblaðinu í gær. Meira

Menning

24. júlí 2006 | Tónlist | 476 orð

Að slaka á og skemmta sér

Söngvar og aríur eftir Dowland, Purcell, Schubert, Fauré, Ives, Jón Leifs, Britten, Mozart og Tsjækovskíj. Þorbjörn Björnsson barýton og Jan Czajkowski píanó. Þriðjudaginn 18. júlí kl. 20:30. Meira
24. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 102 orð | 1 mynd

Drama hjá Sorelli-systrum

NÝR gamansamur dramaþáttur úr smiðju framleiðenda Vina og Beðmála í borginni. Í þáttunum segir frá Sorelli-systrunum fjórum og glímu þeirra við hið daglega amstur og þær miklu kröfur sem gerðar eru til nútímakvenna. Meira
24. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Írski tónlistarmaðurinn Bob Geldof aflýsti tónleikum sem hann ætlaði að halda á Ítalíu um helgina, en Ítalir reyndust hafa lítinn áhuga á að hlusta á Geldof. Til stóð að hann héldi tónleika á Arena Civica í Mílanó, sem tekur um 12. Meira
24. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Verðlaunagripir og treyjur voru meðal þess sem innbrotsþjófar höfðu á brott með sér í fyrrakvöld þegar þeir brutust inn á heimili foreldra knattspyrnumannsins Wayne Rooney í Liverpool. Meira
24. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 249 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Óvíst er hvaða stefnu erfðadeilur bandarísku fyrirsætunnar og leikkonunnar Önnu Nicole Smith við ættingja fyrrum eiginmanns hennar, olíukóngsins J. Meira
24. júlí 2006 | Tónlist | 701 orð | 2 myndir

Fræ sem verður að blómi

Geisladiskur Fræ, sem heitir Eyðileggðu þig smá . 10 lög, heildartími 37.39 mínútur. Fræ eru: Heimir, raddir og textar, Palli, gítar, bassi, syntar, píanó, strengjaútsetningar, Sadjei, sömpl, forritun, upptökur, Silla, söngur. Meira
24. júlí 2006 | Bókmenntir | 1144 orð | 3 myndir

Hin mörgu andlit Ofurmannsins

Kvikmyndin Superman Returns sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum hefur endurvakið athygli margra á ofurhetjunni. Heimir Snorrason rekur flókna sögu Ofurmennisins sem spannar hátt í 70 ár Meira
24. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Leynivopn hjá Aguilera

Söngkonan Christina Aguilera , sem gefur um þessar mundir út geislaplötuna Back to Basics eftir fjögurra ára hlé, segist hafa notað leynivopn við upptökur á plötunni; nefnilega eldrauðan varalit, sem hún notaði til að láta sér líða eins og söngkonu frá... Meira
24. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 237 orð | 1 mynd

Reiðtúrinn langi

Reiðmennskuþátturinn Kóngur um stund þar sem þjóðþekkt fólk fór í langan reiðtúr og sýndur var fyrir skemmstu heppnaðist alls ekki nógu vel að mínu mati. Vissulega voru nokkur ummæli einstakra þátttakenda sniðug en þátturinn í heild var slappur. Meira
24. júlí 2006 | Tónlist | 720 orð | 1 mynd

Rólegur í tíðinni

Tónlist á Bela, en hann útsetur einnig, syngur, leikur á gítar og fleira. Texta eiga Bela og Jóhann E. Meira
24. júlí 2006 | Dans | 617 orð | 1 mynd

Sextíu sýningar í fjörutíu borgum

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is DANSVERKIÐ "IBM 1401, a user's manual" verður sýnt á listahátíð í borginni Drodesera á Ítalíu á miðvikudaginn. Meira
24. júlí 2006 | Tónlist | 853 orð | 2 myndir

Sterkari púls

Tónleikamyndbandið Pulse með Pink Floyd kom út á mynddiski fyrir stuttu en upprunalega kom það út 1995. Peter Bishop var viðstaddur blaðamannafund í Lundúnum á dögunum vegna þessa þar sem þeir David Gilmour, Nick Mason og Rick Wright sátu fyrir svörum. Meira
24. júlí 2006 | Myndlist | 432 orð | 1 mynd

Tilfinningar og tjáning

Sýningin stendur út sumarið Opið virka daga kl. 9-17 Meira
24. júlí 2006 | Myndlist | 448 orð | 1 mynd

Öguð ástríða

Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafsteinn Austmann, Kristín Þorkelsdóttir og Svavar Guðnason. Til 13. ágúst. Opið alla daga nema mánud. frá kl. 13-17. Meira

Umræðan

24. júlí 2006 | Aðsent efni | 729 orð | 2 myndir

Efling náms- og starfsráðgjafar á Íslandi

Ágústa E. Ingþórsdóttir og Jónína Kárdal fjalla um náms- og starfsráðgjöf: "Náms- og starfsráðgjöf er í eðli sínu fyrirbyggjandi starf sem felst í að liðsinna einstaklingum við að finna hæfileikum sínum og kröftum farveg við hæfi og leita lausna ef vandi steðjar að í námi eða starfi." Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 800 orð | 1 mynd

Enskan í íslenskunni

Ágúst Guðmundsson fjallar um dagskrárgerð, íslenska menningu og málvernd: "Er ekki kominn tími til að víkka þessa umræðu aðeins og skoða innihaldið um stund..." Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Hraðakstur, hryðjuverkaógn Íslendinga

Arnþór Helgason fjallar um hraðakstur: "Skorað er á ráðherra samgöngumála og dómsmála að taka höndum saman og sporna með öllum tiltækum ráðum við þeirri ógn sem steðjar að samfélaginu og kostar mörg mannslíf á hverju ári." Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 183 orð | 1 mynd

Hryðjuverk íLíbanon

Runólfur Ágústsson hvetur íslensk stjórnvöld til að fordæma aðgerðir Íraels: "Það er ekki rétt að myrða börn og almenna borgara í nafni baráttu gegn hryðjuverkum." Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 837 orð | 1 mynd

Kaldar kveðjur til landsbyggðarinnar

Kristján L. Möller andmælir niðurskurði framkvæmda í vegamálum á landsbyggðinni: "Menn, sem ekki þora að ráðast á gegndarlausa útþenslu á rekstri ríkisins eftir áratugastjórnun Sjálfstæðisflokksins á ríkisfjármálum, sjá þá galdralausn eina, að skera niður vegarspotta á landsbyggðinni." Meira
24. júlí 2006 | Bréf til blaðsins | 228 orð

Opið bréf til sjávarútvegsráðherra

Frá Ragnari Sighvats: "KOMDU sæll Einar. Hinn 11. júní sl. kom í Morgunblaðinu opið bréf til þín frá undirrituðum um hver staða okkar Skagfirðinga væri í baráttumáli okkar, að friða fyrir dragnótaveiðum innan línu sem dregin væri úr Ketubjörgum í Almenningsnöf." Meira
24. júlí 2006 | Bréf til blaðsins | 607 orð

Orð um almenningssamgöngur

Frá Braga Ásgeirssyni: "MIKIÐ fár virðist í uppsiglingu vegna almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og er bara vel." Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 613 orð | 1 mynd

Reykjavík er lokuð næstu þrjá daga!

Björn Jóhann Guðjohnsen fjallar um samgöngumál: "Vestmannaeyjar eru yfir 4000 manna samfélag sem þarf nauðsynlega á því að halda að samgöngur séu viðunandi." Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 683 orð | 1 mynd

Skapandi sumarstörf Hins hússins

Ása Hauksdóttir skrifar um fjölbreytni í sumarvinnu skólafólks: "Of langt mál er að telja upp alla þá starfandi listamenn þjóðarinnar af yngri kynslóðinni innan allra listgreina sem hafa fengið tækifæri til að starfa í Skapandi sumarhóp á þessu mikilvæga skeiði í lífi sínu." Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 1280 orð | 2 myndir

Skákgyðjan nemur land á Grænlandi

Eftir Hrafn Jökulsson: "Rannsóknir sýna að skákkunnátta hefur mjög jákvæð áhrif á námsárangur barna og er til þess fallin að efla með þeim einbeitingu og sköpunargáfu - auk þess að vera skemmtileg." Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 364 orð | 1 mynd

Sýnum hug okkar í verki, sniðgöngum auglýstar áfengistegundir

Árni Guðmundsson fjallar um áfengisauglýsingar: "Núna í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar munu áfengisauglýsingar dynja á börnum og ungmennum í flestum fjölmiðlum og ekki síst í þeim miðlum sem sérstaklega höfða til æskunnar." Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Tímamót í málefnum eldri borgara

Gunnar Örn Örlygsson fagnar bótum á kjörum ellilífeyrisþega: "Hér er skynsamlega að verki staðið og ekki annað hægt en að hrósa forsætisráðherra, Geir Haarde, og hans fólki í ríkisstjórninni fyrir kjarkmikla og myndarlega ákvörðun." Meira
24. júlí 2006 | Velvakandi | 587 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Bílprófsaldur EF aldurstakmörk til bílprófs verða hækkuð um eitt ár, þ.e.a.s. ef aldurinn verður hækkaður úr 17 ára til 18, þá get ég lofað að slysum hjá ungu fólki mun ekki fækka. Meira
24. júlí 2006 | Aðsent efni | 315 orð | 1 mynd

Verðugur samstarfsaðili Sjálfstæðisflokksins

Guðmundur Jóhannsson fjallar um meirihlutamyndun á Akureyri.: "Í sveitarstjórnarmálum ber sjaldan svo mikið á milli flokka að menn geti ekki komið sér saman um leiðir og áherslur." Meira

Minningargreinar

24. júlí 2006 | Minningargreinar | 2144 orð | 1 mynd

ÁSDÍS LÁRUSDÓTTIR

Ásdís fæddist í Austur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi 4. júlí 1925. Foreldrar hennar voru Guðný Jónsdóttir, f. 14. apríl 1899, d. 12. desember 1981, sem fluttist til Kanada 1926, og Lárus Guðnason, f. 16. júlí 1895, d. 30. október 1940. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2006 | Minningargreinar | 1369 orð | 1 mynd

HERMANÍA KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR

Hermanía Kristín Þórarinsdóttir fæddist í Ögurnesi við Ísfjarðardjúp 24. nóvember 1926. Hún andaðist í Reykjavík 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigrún Sigurðardóttir, d. 1940, og Þórarinn Þorbergur Guðmundsson, d. 1934. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2006 | Minningargreinar | 1775 orð | 1 mynd

MAGNDÍS GESTSDÓTTIR

Magndís Gestdóttir fæddist á Hafnarhólmi á Selströnd í Strandasýslu hinn 26. desember 1909. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Árnadóttir og Gestur Kristjánsson. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2006 | Minningargreinar | 427 orð | 1 mynd

PETER EICHENBERGER

Hans Peter Eichenberger fæddist í Beinwil am See í Sviss 21. febrúar 1948. Hann nam viðskipta- og hagfræði við Háskólann í St. Gallen. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2006 | Minningargreinar | 326 orð | 1 mynd

RAGNAR MARINÓ BJARNASON

Ragnar Marinó Bjarnason fæddist á Brekku á Álftanesi 6. júlí 1913. Hann lést fimmtudaginn 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Höskuldsdóttir, f. 1879, d. 1953, og Bjarni Bernharðsson, f. 1880, d. 1923. Systkini Bjarna eru: Óskar, f. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2006 | Minningargreinar | 1457 orð | 1 mynd

SÆMUNDUR BJÖRNSSON

Sæmundur Björnsson fæddist í Hólum í Reykhólasveit 28. mars 1912 og ólst þar upp. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Björnsson járnsmiður og bóndi og Ástríður S. Brandsdóttir. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

24. júlí 2006 | Sjávarútvegur | 293 orð | 1 mynd

Aflaverðmæti milljarði minna

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 25 milljörðum króna fyrstu fjóra mánuði ársins samanborið við 26 milljarða á sama tímabili 2005, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Aflaverðmæti hefur dregist saman um einn milljarð eða 3,8%. Meira
24. júlí 2006 | Sjávarútvegur | 102 orð

Fiskmarkaður Íslands seldi mest fyrri hluta ársins

Fiskmarkaður Íslands hf. (FMÍS) seldi mest fyrstu 6 mánuði ársins. Hann seldi 29.173 tonn sem er rúm 48% af seldu magni í gegnum Íslandsmarkað hf. Fiskmarkaður Suðurnesja hf. (FMS) seldi 12.893 tonn sem er tæpt 21%, en aðrir minna. Meira
24. júlí 2006 | Sjávarútvegur | 588 orð | 1 mynd

Sjávarútvegur á að vera arðbær

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sendi Bryggjuspjallara tóninn í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Það gleður Bryggjuspjallara að fá viðbrögð við skrifum sínum og að það er haldið uppi umræðu um sjávarútveg á Íslandi. Meira

Viðskipti

24. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 175 orð | 1 mynd

Kaupmáttur launa rýrnaði um 0,8% í júnímánuði

KAUPMÁTTUR landsmanna rýrnaði að meðaltali um 0,8% í júnímánuði en á sama tíma hækkaði launavísitala Hagstofunnar um 0,4% og neysluvísitalan um 1,2%. Á þetta er bent í Hálffimmfréttum KB banka. Meira
24. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 57 orð

Mikill afkomubati hjá SEB

AFKOMA sænska fjármálafyrirtækisins SEB batnaði umtalsvert á fyrri helmingi ársins. Þannig jókst hagnaðurinn um 34% í um 820 milljónir evra eða í tæpa 77 milljarða íslenskra króna og ávöxtun eigin fjár eftir skatta nam 10,4% sem er umfram markmið SEB. Meira
24. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Spá 0,4-0,5% hækkun neysluverðs

GREINING Glitnis segir að útlit sé fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% milli júlí og ágúst. Segir í Morgunkorni Glitnis að gengislækkun krónunnar ásamt spennu á vinnumarkaði hafi áhrif til hækkunar verðlags en útsöluáhrif vegi á móti. Meira
24. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Veltan jókst um 10,6%

TÖLUR Hagstofunnar um heildarveltu í hagkerfinu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum bera með sér að veruleg aukning hafi orðið í heildarumsvifum á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Meira
24. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 101 orð | 1 mynd

Vilja lög um frídagblöð

MARGIR þingmenn á danska þinginu vilja láta setja lög sem veiti neytendum rétt til að afþakka ókeypis dagblöð, sem borin eru út í hús. Danska samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úr um að núgildandi lög veiti almenningi ekki þennan rétt . Meira

Daglegt líf

24. júlí 2006 | Daglegt líf | 118 orð

Alzheimer-greining með augnprófi

FYRSTU merki vitglapa kann í framtíðinni að vera hægt að mæla með einföldu augnprófi, ekki ólíku því sem notað er til að mæla blóðþrýsting og sykursýki, að því er greint var frá í netmiðli BBC um helgina. Prófunin, sem teymi vísindamanna undir stjórn... Meira
24. júlí 2006 | Daglegt líf | 683 orð | 2 myndir

Flýgur um með mótor á bakinu

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Þegar ég var lítill var ég alltaf að smíða flugdreka og einhvern tímann reyndi ég að búa til vængi úr steyputeinum og plasti, þeir flugu auðvitað ekki neitt en það mátti reyna. Meira
24. júlí 2006 | Daglegt líf | 188 orð

Kenningar um líkamsklukkuna dregnar í efa

BANDARÍSKIR vísindamenn hafa snúið á hvolf áður viðurkenndum kenningum um starfsemi fyrsta gensins sem vitað er til að hafi áhrif á líkamsklukkuna. Meira
24. júlí 2006 | Daglegt líf | 791 orð | 3 myndir

Nauðsynlegt að fá upplýsingar í rannsókn

Það eru um 115 Íslendingar sem fá krabbamein í ristil eða endaþarm (KRE) á hverju ári. Víða á Vesturlöndum eru raddir orðnar háværar um að skima eigi eftir sjúkdómnum í forvarnarskyni líkt og leghálskrabbameini. Unnur H. Meira

Fastir þættir

24. júlí 2006 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Í dag, 24. júlí, er sextugur Stefán Ásgrímsson...

60 ÁRA afmæli . Í dag, 24. júlí, er sextugur Stefán Ásgrímsson, blaðamaður og ritstjóri hjá FÍB . Hann hélt upp á afmælið á föstudag, laugardag og sunnudag og verður heima í dag að jafna sig eftir... Meira
24. júlí 2006 | Fastir þættir | 197 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Engin ágiskun. Meira
24. júlí 2006 | Fastir þættir | 15 orð

Gætum tungunnar

Sagt var : Jón er heldur ekki kominn. BETRA ÞÆTTI: Jón er ekki heldur... Meira
24. júlí 2006 | Í dag | 68 orð | 1 mynd

Höggmynd af Bruce Lee

Hong Kong | Robert Lee, yngri bróðir bardagalistamannsins heimsfræga Bruce Lee, stillir sér hér upp fyrir framan höggmynd af þeim síðarnefnda sem nýverið var afhjúpuð í Hong Kong. Meira
24. júlí 2006 | Í dag | 528 orð | 1 mynd

Karnival á Þingvöllum

Helga Kress er prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Megin rannsóknarsvið hennar er íslensk bókmenntasaga að fornu og nýju og hefur hún skrifað fjölda rita og greina um það efni frá kvennafræðilegu sjónarhorni. Meira
24. júlí 2006 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver...

Orð dagsins: Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? (Lúk. 16, 12. Meira
24. júlí 2006 | Fastir þættir | 214 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Rge2 c5 7. d5 e6 8. Rg3 exd5 9. cxd5 h5 10. Bg5 Db6 11. Dd2 Rh7 12. Bh4 f6 13. Rge2 Rd7 14. Bf2 Re5 15. Rf4 Bh6 16. Be3 f5 17. Be2 fxe4 18. Rxe4 Bf5 19. Re6 Bxe3 20. Dxe3 Bxe6 21. dxe6 Db4+ 22. Meira
24. júlí 2006 | Fastir þættir | 328 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja finnst gaman að fylgjast með sjónvarpsþáttunum Rockstar-Supernova. Tónlistin er skemmtileg og söngvararnir margir hverjir mjög færir. Ekki spillir heldur fyrir að Íslendingar eiga þarna fulltrúa, sem stendur sig feikilega vel. Meira

Íþróttir

24. júlí 2006 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri áhorfendur á Englandi

ÁHORFENDAMET var slegið á opna breska meistaramótinu á Hoylake-vellinum í Liverpool, en alls fylgdust um 230 þúsund áhorfendur með keppninni þá fjóra daga sem hún stóð yfir. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 268 orð | 1 mynd

Bergkamp kvaddi með glæsibrag

HOLLENSKI framherjinn Dennis Bergkamp lék á laugardaginn sinn síðasta leik á ferlinum en þessi snjalli leikmaður leggur nú skóna á hilluna eftir farsælan feril. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 905 orð | 1 mynd

Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 8 liða úrslit ÍA - Keflavík 3:4...

Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 8 liða úrslit ÍA - Keflavík 3:4 Akranesvöllur, sunnudaginn 23. júlí 2006. Aðstæður : Gerast ekki betri. Logn, sól og völlurinn góður. Hiti um 14 stig. Mörk ÍA : Arnar Gunnlaugsson 35., 60., Jón Vilhelm Ákason 87. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 223 orð

Birgir Leifur slakur á lokadeginum

BIRGIR Leifur Hafþórsson lék afar illa á lokadegi Áskorendamótsins í Austurríki í gær en hann féll niður úr 3. sæti og í það 49. á lokasprettinum. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

Brotist inn hjá foreldrum Rooney og ýmsum munum frá HM stolið

LÖGREGLAN í Liverpool leitar nú innbrotsþjófa sem brutust inn í hús foreldra enska landsliðsmannsins Wayne Rooney. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 170 orð

Damien Duff samdi við Newcastle Utd.

ENSKA úrvalsdeildarliðið Newcastle keypti Damien Duff frá Chelsea í gærkvöldi. Duff, sem er írskur landsliðsmaður, er 27 ára gamall kantmaður og hefur leikið með Chelsea í þrjú ár en hann kom til félagsins frá Blackburn Rovers. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 122 orð

Darrell Flake í Skallagrím

SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi, sem lék til úrslita á Íslandsmótinu í körfuknattleik síðastliðið vor, hefur skrifað undir samning við Bandaríkjamanninn Darrell Flake og mun hann leika með liðinu næsta vetur. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 152 orð

Eldri kylfingar fögnuðu titlum

ÍSLANDSMÓT eldri kylfinga fór fram á Hólmsvelli í Leiru og voru fjórir Íslandsmeistaratitlar afhentir í mótslok. Kristín Pálsdóttir, GK, sigraði í kvennaflokki 50-64 ára, Heiðar P. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 861 orð | 1 mynd

Framtíðin er björt í kvennaknattspyrnunni

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hafnaði í fjórða sæti opna Norðurlandamótsins í knattspyrnu eftir 1:0 ósigur gegn Svíþjóð í leik um bronsið. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 424 orð | 1 mynd

Fyrrum félagi Armstrongs hrósar sigri

FLOYD Landis varð í gær þriðji Bandaríkjamaðurinn til að sigra í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en hann varð tæpri einni mínútu á undan Spánverjanum Oscar Pereiro. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 139 orð

Guðmundur Mete meiddist mjög illa

GUÐMUNDUR Viðar Mete, varnarmaður Keflavíkur, var fluttur á sjúkrahús í gær eftir leik liðsins á Akranesi í 8 liða úrslitum VISA-bikarkeppninnar. Guðmundur meiddist illa á ökkla og rist eftir að Bjarni Guðjónsson tæklaði hann undir lok leiksins. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 214 orð

Gwladys Nocera er í sérflokki í kvennagolfinu

GWLADYS Nocera frá Frakklandi sigraði á Katalóníumeistaramótinu í Evrópumótaröð kvenna í golfi í gær en þetta er þriðji titill hennar á árinu. Hún lék hringina þrjá alla á 69 höggum og var samtals á 9 höggum undir pari. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 355 orð

Hart barist í holukeppni

ÍSLANDSMÓT unglinga í holukeppni fór fram um helgina á Vífilstaðavelli, heimavelli GKG. Þar var hart barist í blíðskaparveðri en í holukeppni eigast við tveir keppendur í einvígi um sigurinn á 18 holu hring. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 1086 orð | 3 myndir

Höskuldur var hetja Víkinga

FYRIRLIÐI Víkings, Höskuldur Eiríksson, tryggði liði sínu 2:1 sigur gegn bikarmeisturum Vals í átta liða úrslitum VISA-bikarkeppninnar í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 13 orð

Í kvöld

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 8 liða úrslit: KR-völlur: KR - ÍBV 19. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

* ÍTALSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að svipta Juventus ítalska...

* ÍTALSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að svipta Juventus ítalska meistaratitlinum sem það vann í maí síðastliðnum, þar sem búið er að dæma liðið niður í aðra deild. Inter Milano , sem varð í þriðja sæti deildarinnar, hlýtur því titilinn. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 381 orð | 1 mynd

* JÓHANN Ólafsson úr Njarðvík skoraði 34 stig í naumum ósigri íslenska...

* JÓHANN Ólafsson úr Njarðvík skoraði 34 stig í naumum ósigri íslenska U-20 ára landsliðsins í körfuknattleik gegn Hollendingum , 73:71, á Evrópumeistaramótinu í Portúgal. Pavel Ermolinskij skoraði 25 stig fyrir íslenska liðið. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 95 orð

Jón góður í Póllandi

JÓN H. Magnússon, frjálsíþróttamaður úr ÍR, varð í gær Evrópumeistari í lóðkasti í flokki 70 ára á Evrópumeistaramóti öldunga sem fram fer í Póllandi. Alls voru 13 keppendur í flokknum en Jón stóð efstur á palli eftir að hafa kastað 18,14 metra. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 383 orð | 1 mynd

* KARL-HEINZ Rummenigge , stjórnarformaður þýsku meistaranna Bayern...

* KARL-HEINZ Rummenigge , stjórnarformaður þýsku meistaranna Bayern Munchen , segist hafa fengið vilyrði frá hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy um að hann muni ganga í raðir liðsins frá Manchester United . Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 548 orð | 1 mynd

Kekic afgreiddi KA

KA og Þróttur mættust í Visa-bikarnum á Akureyri í gærkvöldi. Bæði liðin spila í 1. deild og mættust þar fyrir skömmu. Þá sigruðu Þróttarar í jöfnum leik, 2:1. Aftur var nokkuð jafnræði með liðunum og aftur unnu Þróttarar, í þetta skiptið 5:1. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 359 orð

Margrét Lára markahæst

MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, var markahæst á mótinu en hún skoraði sex mörk í leikjunum fjórum. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 224 orð

Misjafnt gengi íslensku liðanna í körfunni

ÍSLENSKU ungmennalandsliðin í körfuknattleik áttu misjöfnu gengi að fagna um helgina en þau keppa um þessar mundir á Evrópumótum víðs vegar um álfuna. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 187 orð

Naumur sigur Rollins

BANDARÍSKI kylfingurinn John Rollins sigraði í gær á BC-mótinu í PGA-mótaröðinni í golfi, sem lenti vissulega í skugganum af Opna breska meistaramótinu um helgina. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Opna breska meistaramótið

Opna breska meistaramótið Hoylake-völlurinn í Liverpool, par 72. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 776 orð | 1 mynd

"Sigraði fyrir pabba"

TIGER Woods breytti ekki út af venjunni á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi en hann varði titilinn á stórmótinu nokkuð örugglega. Woods lék lokahringinn á Hoylake-vellinum á 67 höggum, fimm höggum undir pari, og var samtals á 18 höggum undir pari. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

"Við erum sóknarlið"

BJARKI Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður og þjálfari ÍA, var alls ekki ósáttur við leik liðsins þrátt fyrir 4:3-tap gegn Keflavík í gær. Bjarki telur að mikið búi í Skagaliðinu og mikilvægast sé að taka jákvæðu hlutina með úr leiknum. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 42 orð

Sá síðasti verður í kvöld

FJÓRÐI og síðasti leikurinn í 8 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarnum, fer fram í kvöld þegar leikmenn ÍBV sækja KR-inga heim í Frostaskjól. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 355 orð | 1 mynd

* STEFÁN Gíslason og félagar hans úr norska úrvalsdeildarliðinu Lyn...

* STEFÁN Gíslason og félagar hans úr norska úrvalsdeildarliðinu Lyn fögnuðu 2:1-sigri í grannaslag Óslóarliðanna á Ullevaal á laugardaginn. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

Thorp vakti mikla athygli

NORSKI kylfingurinn Marius Thorp vakti mikla athygli á Opna breska meistaramótinu en hann sigraði á Evrópumeistaramóti áhugamanna á síðasta ári, aðeins 17 ára að aldri, og öðlaðist keppnisrétt á stórmótinu með þeim árangri. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 806 orð | 1 mynd

Tilþrif og mörk í blíðunni á Skaganum

ÞAÐ er frábært að koma upp á Akranes og vinna ÍA en það er ekki okkur líkt að fá á okkur þrjú mörk. Við erum að skapa okkur mörg færi og við erum að skemmta okkar stuðningsmönnum með góðum sóknarleik. Það er markmiðið með þessu öllu saman. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 143 orð

Tveir Slóvenar til Ólafsvíkur

VÍKINGAR í Ólafsvík fá í dag til sín tvo Slóvena til reynslu og þeir leika a.m.k. með þeim í næstu tveimur leikjum í 1. deildinni. Þeir heita Aljosa Sivko, 29 ára sóknarmaður sem kemur frá Zagorje í 2. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 292 orð

Woods að hlið Hagen

TIGER Woods hefur leikið 12 sinnum á Opna breska meistaramótinu í golfi, fyrst árið 1995, og komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn fyrstu tvö árin. Hann náði þriðja sætinu árið 1999 og sigraði árið eftir í fyrsta sinn. Í fyrra sigraði hann á St. Meira
24. júlí 2006 | Íþróttir | 143 orð

Örlygur með vallarmet

ÖRLYGUR Helgi Grímsson setti vallarmet í Vestmannaeyjum á laugardaginn af gulum teigum er hann lék á 63 höggum á Opna Glitnismótinu. Helgi Dan Steinsson, úr Leyni Akranesi, á vallarmetið af hvítum teigum en það er einnig 63 högg. Meira

Fasteignablað

24. júlí 2006 | Fasteignablað | 86 orð | 1 mynd

Allt í baðherbergið í einum kassa

NÝBYGGING við Grand hótel í Reykjavík rís hratt og á dögunum var komið fyrir stórum kössum í mörgum herbergjum. Er þar um að ræða hreinlætistæki og annað sem verður í hverju í baðherbergi. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 92 orð | 1 mynd

Almenningur og skipulag

RÉTTUR almennings til aðildar að ákvarðatöku sem snertir umhverfi hans er skv. 9. grein Skipulags- og byggingarlaga nr. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 53 orð | 1 mynd

Bergflétta er falleg og þekjandi jurt

Þar sem svo háttar til að komin er órækt í t.d. steinbeð er góð lausn að gróðursetja bergfléttu í steinbeðið og leyfa henni svo smám saman að þekja það, ef ekki stendur til að rífa það allt saman upp og endurskipuleggja það. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 200 orð | 4 myndir

Birkihlíð 34

Reykjavík - Eignamiðlun er með í sölu 169,3 fm raðhús á tveimur hæðum og 56 fm tvöfaldan bílskúr í Birkihlíð 34. "Þetta er fallegt og vel staðsett endaraðhús á eftirsóttum stað," segir Kjartan Hallgeirsson hjá Eignamiðlun. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 142 orð | 1 mynd

Endurnýjun húsnæðis fyrir sölu borgar sig ekki

ENDURNÝJUN húsnæðis fyrir sölu borgar sig ekki og getur jafnvel fælt hugsanlega kaupendur frá, samkvæmt mati danskra sérfræðinga í húsnæðismálum í danska blaðinu Børsen á dögunum. Hins vegar getur borgað sig að mála eignina fyrir sölu. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 269 orð | 3 myndir

Grundarstígur 7

Reykjavík - 101 Reykjavík fasteignasala er með í sölu 208,7 fm einbýlishús (skráð 195,2 fm) á þremur hæðum ásamt 41,2 fm bílskúr á Grundarstíg 7. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 227 orð | 2 myndir

Hamravík 56

Reykjavík - Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar er með í einkasölu nýlegt, bjart og vandað 235,5 fm einbýlishús á einni hæð í Hamravík 56. Íbúðarhlutinn er 187,6 fm og tvöfaldur bílskúrinn er 47,9 fm. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 41 orð | 3 myndir

Hversu oft þarf að mála?

STEINHÚS þarf að mála á sex til átta ára fresti en gluggar og timburverk þurfa meira viðhald, gott er að miða við að mála þurfi á tveggja til þriggja ára fresti. Undirbúningsvinnan skiptir miklu máli, háþrýstiþvottur er nauðsynlegur í 90%... Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Hönnun Sveins Kjarval

SVEINN Kjarval hannaði m.a. innréttingar, muni og húsgögn í fjölda kirkna víða um land. Má þar nefna kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík, safnaðarheimili Langholtskirkju, Hólmavíkurkirkju og... Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 173 orð | 4 myndir

Jörfalind 8

Kópavogur - Fasteignasalan Hóll er með í einkasölu raðhús á einni hæð í Jörfalind 8. Húsið er alls 151,3 fm og þar af er bílskúrinn 23,9 fm. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 312 orð | 1 mynd

Kópavogshælið fær upprunalegt útlit

Eftir Kristin Benediktsson ENDURBYGGING á Kópavogshælinu hófst í liðinni viku þegar Trompverk ehf., verktakar, byrjaði að brjóta og fjarlægja kofaskrifli áfast húsinu, fyrir nýjan eiganda þess. Í vor festi Innfjárfesting ehf. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 1087 orð | 8 myndir

Leirvogstunga í Mosfellsbæ

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson Síðastliðinn fimmtudag tóku Guðmundur Magnússon, faðir Bjarna Sveinbjörns, annars eigenda Leirvogstungu ehf. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 188 orð | 4 myndir

Lyngheiði 4

Kópavogur - Valhöll fasteignasala er með í sölu 137,6 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 30 fm bílskúr í Lyngheiði 4. "Þetta er fallegt einbýlishús á frábærum stað í austurbænum í Kópavogi," segir Bárður Tryggvason hjá Valhöll. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 170 orð | 4 myndir

Lækjarbraut 2

Mosfellsbær - Skeifan fasteignamiðlun er með í sölu 257,8 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 55,3 fm innbyggðum, tvöföldum bílskúr á Lækjarbraut 2. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 97 orð | 1 mynd

Minnkandi umsvif á fasteignamarkaði

Síðastliðin fjögur ár hefur verð á fasteignum tvöfaldast en nú virðist sem umsvif fari minnkandi ef marka má gerða kaup-samninga en þeir voru 116 á höfuðborgarsvæðinu nýverið. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Nauðsynlegir hlutir í barnaherbergið

SVO vel fari um krílin er gott að hafa (fyrir utan rúm, kommóður og fataskáp) litla stóla og borð, kistur undir dót og lampa í barnaherberginu, svo ekki sé minnst á næturljósin sem fást í næstu... Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 676 orð | 4 myndir

Náttúruleg loftræsing, hvað er það?

Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ siggi@isnet.is Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 149 orð | 1 mynd

Parhús fyrir 60 ára og eldri

Í ÓLAFSVÍK eru nú í byggingu tvö parhús sem eru ætluð íbúum 60 ára og eldri. Íbúðirnar eru um 117 fermetrar með bílskúr. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Rimlagluggatjöld

SUMIR taka á það ráð að láta setja rimlagluggatjöld milli glerja til að losna við þrif á þeim. Þetta á frekar við rimlagardínur sem ekki eru úr... Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 815 orð | 4 myndir

Selur fasteignir á Spáni í samvinnu við spænskar fasteignasölur

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FASTEIGNASALAN Fasteign.is hefur gert samning við fasteignasöluna og byggingafyrirtækið bSpain á Spáni um sölu fasteigna á Spáni og einkum á Costa Blanca-svæðinu við Miðjarðarhafið. Ennfremur býður fasteign. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 621 orð | 2 myndir

Sólpallar

Hús og lög eftir Gest Óskar Magnússon lögfræðing hjá Húseigendafélaginu/ gestur@huseigendafelagid.is Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 523 orð | 4 myndir

Umhverfisáhrif garðyrkju

Orðið umhverfisáhrif vekur upp nettan hroll í huga mér og sennilega fleiri unnenda íslenskrar náttúru. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 132 orð | 1 mynd

Vel gengur á Gjánni

Eftir Kristin Benediktsson BYGGINGARFRAMKVÆMDIR Riss ehf. við seinna húsið sem fyrirtækið reisir ofan á Kópavogsgjána við Digranesveg ganga vel. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 882 orð | 1 mynd

Vill aðeins eiga heima á Íslandi

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is PÓLVERJAR eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og í fyrra bjuggu hér rúmlega 3.600 einstaklingar sem flutt höfðu frá Póllandi. Meira
24. júlí 2006 | Fasteignablað | 116 orð | 2 myndir

Ytri-Tunga

Snæfellsbær - Fasteignamiðstöðin er með í sölu jörðina Ytri-Tungu í Staðarsveit í Snæfellsbæ. Jörðin er talin vera 136,2 ha og liggur á milli jarðanna Neðri-Hóls og Grenhóls og á land að sjó að sunnan og að Hagavatni að norðan. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.