LÖGREGLAN á Blönduósi tók um 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær og var sá sem hraðast fór á 120 km hraða. Þá var einn ökumaður tekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Lögreglan var einnig kölluð út vegna ákeyrslu á kind á...
Meira
TAP vegna vinnustöðvunar sem varð á byggingarlóð álvers Alcoa Fjarðaáls sl. miðvikudag vegna mótmælaaðgerða nemur 28,6 milljónum króna, að sögn Ernu Indriðadóttur, talsmanns Alcoa Fjarðaáls.
Meira
Hraðakstur, vanræksla á bílbeltanotkun og þreyta við akstur, sem eru með algengustu orsökum alvarlegra umferðarslysa, virðast hvert með sínum hætti hafa átt þátt í banaslysunum þremur sem urðu á þjóðvegunum í fyrradag.
Meira
VERSLUNIN Office 1 reyndist oftast með lægsta verðið í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær á kennslu- og orðabókum í bókabúðum á höfuðborgarsvæðinu. Af 33 titlum var Office 1 með lægsta verðið í 21 tilfelli.
Meira
TAÍVANSKUR togari hefur bjargað þremur sjómönnum frá Mexíkó sem voru á reki um Kyrrahaf í níu mánuði. Þremenningarnir segjast hafa lifað á regnvatni, sjófuglum og fiski eftir að vélin í bát þeirra bilaði þegar þeir voru á hákarlaveiðum.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ): "Miðvikudaginn 16. ágúst birtist í Morgunblaðinu viðtal blaðamannsins, Silju Bjarkar Huldudóttur við Desiree D.
Meira
Borgarskákmótið fer fram í dag á afmælisdegi Reykjavíkur, föstudaginn 18. ágúst, og hefst það kl. 15. Mótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir að mótinu, sem á 20 ára afmæli í ár.
Meira
Egilsstaðir | Ýmsir fuglar sjást á vegum landsins á sumrin. Einn af þeim sérstæðari er þessi húsbíll frá Sviss en eigandinn var að skola af honum á Egilsstöðum. Bíllinn er tveggja hæða, svokallaður Safari-húsbíll.
Meira
Hjálmar Freysteinsson yrkir um lundaveiðar og tekur upp hanskann fyrir sjávarútvegsráðherra. Lundanum ekki líðast má að líta á það sem hálfgert sport að fljúga þeim í háfinn hjá sem hefur ekki veiðikort.
Meira
Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is ENDURBÆTUR á ytra byrði Þjóðleikhússins standa nú yfir en leyfi fékkst til að vinna hrafntinnu úr Hrafntinnuhrygg við Kröflu til endurgerðar á steiningu hússins.
Meira
Fjarðabyggð | Fjarðabyggð er sérstakur gestur Menningarnætur í Reykjavík að þessu sinni og hefur Tjarnarsalinn í ráðhúsi Reykvíkinga til afnota af því tilefni.
Meira
SEX af hverjum tíu sem tóku afstöðu í skoðunakönnun um formannskjör í Framsóknarflokknum telja að það myndi efla Framsóknarflokkinn meira ef Siv Friðleifsdóttir yrði kosin formaður, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem unnin var fyrir nokkra...
Meira
ÞÝSKI ferðamaðurinn sem lést við hellaskoðun í nágrenni Hrafntinnuskers á miðvikudagsmorgun hét Oliver Meisner, 38 ára að aldri. Hann var fæddur 5. september árið 1968 og lætur eftir sig eiginkonu.
Meira
VERZLUNARSKÓLI Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) hafa undirritað samkomulag um stofnun fyrirtækis sem sjá á um rekstur Framvegis, miðstöðvar um símenntun ehf.
Meira
LANGHLAUPARINN Elín Reed sem fyrst íslenskra kvenna hljóp 100 km vegalengd í Lapplandi og Svíþjóð 30. júní sl. hefur nú verið tekin inn í Félag 100 km hlaupara á Íslandi og varð hún fyrst íslenskra kvenna til að öðlast félagarétt þar.
Meira
FARIÐ var með fyrsta spenninn í Fljótsdalsvirkjun á þriðja tímanum aðfaranótt fimmtudags. Spennarnir, sem alls verða sex, eru fluttir til landsins af Eimskip en hver um sig vegur 120 tonn.
Meira
FULLYRÐING í bréfi frá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra um að veikur flugumferðarstjóri hafi verið neyddur til að vinna var ekki studd neinum rökum, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri í svarbréfi.
Meira
STARFSMENN tölvuleikjafyrirtækisins CCP ráku upp stór augu þegar þeir sáu hákarl í höfninni við húsnæði fyrirtækisins í gær. Af þaki hússins er gott útsýni og voru starfsmennirnir þar þegar þeir sáu hákarlinn í Reykjavíkurhöfn.
Meira
Genf. AFP. | Tíu hlauparar frá Þýskalandi og Sviss ætla á sunnudag að hlaupa í fyrsta langhlaupinu þar sem hlaupið er aftur á bak upp fjall. Alls er vegalengdin ellefu kílómetrar og verður hlaupið í svissnesku ölpunum.
Meira
LÖGREGLAN á Blönduósi tók fimm erlenda ökumenn fyrir of hraðan akstur frá því klukkan fjögur í gærdag til klukkan níu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfðu ökumenn keyrt á 113 til rúmlega 130 km hraða.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur sent forstjóra Landsvirkjunar bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um hvort nýtt áhættumat hafi verið unnið fyrir Kárahnjúkavirkjun og hverjar, ef einhverjar, niðurstöður úr því mati...
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem handtekinn var grunaður um aðild að innflutningi á tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins, sæti gæsluvarðhaldi til 29. ágúst.
Meira
Í norskum gír | Norskir dagar halda áfram af fullum krafti á Seyðisfirði. Í dag ætla þeir Kjetil Skastien og Reidar Myhre að vera í Norðurgötunni með nikku og saxófón og skapa þar ásamt fleirum skemmtilega götustemningu.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, segist ekki telja ólíklegt að afstaða ríkisstjórnarinnar til innrásar Bandaríkjamanna í Írak hefði orðið önnur ef réttar upplýsingar um gereyðingarvopn Íraka hefðu legið fyrir.
Meira
Ísland er í 14. sæti eftir 13 umferðir í opna flokknum á Evrópumótinu í brids. Í kvennaflokki hófst keppni í gær og er Ísland í 18. sæti. Í gær tapaði Ísland í opnum flokki fyrir Frakklandi, 10:20, í 11. umferð og 12:18, fyrir Lúxemborg í 12.
Meira
ÍSLANDSMÓT í strandblaki fer fram sunnudaginn 20. ágúst og hefst kl. 10. Leikið verður á strandblakvöllum HK í Fagralundi í Kópavogi. Skráningu lýkur á hádegi föstudagsins 18. ágúst á netfanginu bli@bli.is eða strandblak@strandblak.
Meira
Skagaströnd | Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir Kántrýdaga á Skagaströnd sem haldnir verða nú um næstu helgi. Dagskráin verður öllu hófstilltari en á gömlu Kántrýhátíðunum, sem margir minnast með söknuði.
Meira
KJARARÁÐ hefur ekki haldið fund frá því ráðið var skipað um miðjan júlí sl. þar sem sumir ráðsmanna eru enn í sumarfríi. Engar breytingar hafa því orðið á launum æðstu embættismanna og annarra ríkisstarfsmanna frá því í ársbyrjun.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson hefur verið þingmaður í liðlega þrjá áratugi og ráðherra í rúm nítján ár. Hann var fyrst sjávarútvegsráðherra í átta ár og jafnframt um tíma dóms- og kirkjumálaráðherra, þá utanríkisráðherra í níu ár og loks forsætisráðherra í tvö ár.
Meira
STÚLKAN sem lést í bílslysinu á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á miðvikudag hét Linda Björg Rafnsdóttir, til heimilis að Klukkurima 49 í Reykjavík. Linda Björg var fædd 14. ágúst 1990 og var því nýorðin 16 ára þegar slysið varð.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að áfrýja máli konu gegn Landspítala - háskólasjúkrahúsi til Hæstaréttar. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí sl. voru konunni dæmdar 25 milljónir króna í bætur vegna mistaka sem urðu við eftirmeðferð hennar.
Meira
GÖNGUGARPURINN Jón Eggert Guðmundsson stefnir að því að ljúka strandvegagöngu sinni síðdegis á laugardaginn. Í gær lauk hann göngunni við Laxá í Kjós og var að sögn í fínasta formi.
Meira
Neskaupstaður | Þessi fatlaða en fínlega maríuerla hefur undanfarna daga gert sig heimakomna við mannabústaði í Neskaupstað. Þar hefur hún haltrað um sólpalla og stéttir í ætisleit.
Meira
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær stofnun nýs leikskólaráðs sem fara á með forræði og ábyrgð málefna barna á leikskólaaldri í Reykjavík og þjónustu við foreldra þeirra.
Meira
ALDREI hafa jafnmargir skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Glitnis og í ár en skráningu lauk í gærkvöldi. Samtals munu 5.578 manns hlaupa á morgun en þess má geta að í fyrra tóku 5.150 hlauparar þátt og höfðu þá aldrei verið fleiri.
Meira
Jakarta. AP. | Íslamskur hryðjuverkamaður, sem dæmdur var fyrir þátt sinn í sprengjutilræði á Balí 2002, var látinn laus úr fangelsi í tilefni af þjóðhátíðardegi Indónesíu í gær.
Meira
Addis Ababa. AFP, AP. | Hópur björgunarmanna gerði í gær örvæntingarfulla leit af sjó og úr lofti að þeim sem kunna að vera á lífi eftir mikil flóð í Eþíópíu að undanförnu.
Meira
NÝ göng undir Hvalfjörð gætu kostað á bilinu 3 ½ -4 milljarða króna að mati Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar. Hann býst við ekki við að rukkað verði í nýju göngin, ekki frekar en í flest önnur jarðgöng landsins.
Meira
Egilsstaðir | Árleg héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíð á Fljótsdalshéraði hefst í dag. Meðal viðburða dagsins er morgunganga Lagarfljótsormsins um Egilsstaðabæ, þar sem bumbur eru barðar og íbúarnir vaktir upp í bítið.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is HÁLFSÁRSUPPGJÖR Dagsbrúnar virðist hafa valdið miklum vonbrigðum og lækkaði gengi bréfa félagsins um 9,6% í Kauphöll Íslands í gær en tap tímabilsins nam um 1,5 milljörðum króna.
Meira
ALÞINGISMAÐURINN Pétur H. Blöndal hlaut flest frelsisstig að þessu sinni í Frelsisdeild vefrits Sambands ungra sjálfstæðismanna, sus.is, og stendur hann því uppi sem sigurvegari deildarinnar.
Meira
Vestmannaeyjar | Verkefnið Pysjueftirlitið í Vestmannaeyjum er að hefjast í fjórða skiptið en það byggist á því að fá börnin sem bjarga pysjum, sem fljúga á ljósin í bænum þegar þær yfirgefa holur sínar í fjöllunum í kring, og koma þeim út á sjó, til að...
Meira
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is TVÖ risastór listaverk eftir ástralska listamanninn Andrew Rogers verða sett upp upp í landi Akureyrar, annað í Hlíðarfjalli og hitt við Fálkafell. Bæjarstjórn samþykkti þetta í vikunni.
Meira
TVEIR ráðherrar Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Íslands, þau Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafa þegið boð Ómars Ragnarssonar fréttamanns um að skoða Kárahnjúkasvæðið, fyrirhugað Hálslón og fleiri...
Meira
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að samþykkja beiðni forsvarsmanna Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík um að myrkva borgina í hálftíma 28. september nk., setningardag hátíðarinnar. M.a. verður slökkt á öllum ljósastaurum.
Meira
YFIR 300 bæjarstjórar og sveitarstjórnarmenn frá Eystrasaltssvæðinu, ásamt ýmsum öðrum gestum, taka þessa dagana þátt í ráðstefnu í Visby í Svíþjóð "Velmegun og framþróun - samvinnu á heimavelli og á Eystrasaltssvæðinu".
Meira
Bangkok. AP, AFP. | Bandarískur kennari, sem var handtekinn í Taílandi, játaði í gær að hafa orðið sex ára bandarískri stúlku að bana fyrir tíu árum en neitaði því að hann hefði myrt hana af ásettu ráði.
Meira
SEX menn voru handteknir vegna fíkniefnamáls á miðvikudag, í sameiginlegu eftirliti lögreglunnar í Hafnarfirði og Kópavogi. Upplýsingar bárust lögreglunni á mánudag og voru aðgerðir skipulagðar í kjölfarið.
Meira
Á FÉLAGSFUNDI í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) á miðvikudag var rætt um framkomu yfirmanna á flugumferðarsviði Flugmálastjórnar, og töldu ýmsir félagsmenn að ástæða væri til að skoða nánar hvort yfirmennirnir, sem eru félagar í FÍF, vinni...
Meira
LÍÐAN þeirra tveggja manna sem slösuðust alvarlega í hinum mannskæðu umferðarslysum á miðvikudag og liggja á gjörgæsludeild Landspítalans er stöðug að sögn vakthafandi læknis. Hvorugur þeirra er tengdur við öndunarvél.
Meira
Akraneshöllin vígð | Bæjarráð Akraness samþykkti í vikunni tillögu meirihluta ráðsins um að fjölnota íþróttahúsið sem er í byggingu á Jaðarsbökkum skyldi bera heitið Akraneshöllin, en það hefur gengið undir því heiti í daglegu tali.
Meira
365 ljósvakamiðlar, Ísland í bítið og Bylgjan, í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra, stóðu fyrir fimm daga söfnunarátaki í júní 2005. Markmiðið var að safna fyrir kaupum á útivistarhjólastólum fyrir hreyfihamlaða sem nýlega voru komnir á markað.
Meira
Halldór Ásgrímsson kveður flokksmenn sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu um helgina og á næstunni lýkur stjórnmálaferli hans með því að hann segir af sér þingmennsku. Helgi Bjarnason fór yfir ferilinn með Halldóri en hann spannar liðlega þrjá áratugi.
Meira
Eigendur Hótels Dyrhólaeyjar í Mýrdal hafa gert skilti með nafni hótelsins í brekkunni við þjóðveginn. Ekki er þetta þó mjög varanlegt skilti því það er slegið í grasið og það mun því hverfa á næstu dögum og vikum ef því verður ekki haldið við.
Meira
FORNLEIFAFRÆÐINGAR frá Fornleifastofnun Íslands fundu í vikunni vel varðveitt bein, í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum, í kumli sem talið er að sé frá seinni hluta tíundu aldar.
Meira
JÓNAS Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir ekki rétt að hann hafi greitt atkvæði sitt í bæjarstjórn með lagningu tengibrautar í Álafosskvos fram til dagsins í gær, en það fullyrti Karl Tómasson, oddviti Vinstri-grænna og forseti...
Meira
BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, vísar fullyrðingum Samfylkingarinnar um aðgerðarleysi ráðuneytisins í fangelsismálum á bug og kveður skýrar tillögur um málin liggja fyrir af hálfu ráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar sem kynntar hafi...
Meira
Dalabyggð | Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, blessar nýtt þjónustuhús sem byggt hefur verið við Hjarðarholtskirkju í Dölum við hátíðarguðsþjónustu sem fram fer næstkomandi sunnudag klukkan 14.
Meira
ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur kost á sér í efsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, að því er fram kemur í pistli á heimasíðu hennar.
Meira
Eitt af því, sem fulltrúar á flokksþingi Framsóknarflokksins sem saman kemur í dag munu áreiðanlega íhuga vel og vandlega er sú áhrifastaða sem Framsóknarflokkurinn hefur lengi haft í íslenzkum stjórnmálum og hvernig þeim getur bezt tekizt að viðhalda...
Meira
Enn hefur umferðin tekið sinn toll í mannslífum. Tvö alvarleg umferðarslys í fyrradag kostuðu þrjú mannslíf og tala látinna í umferðarslysum hér á landi það sem af er árinu er nú 15.
Meira
Flokksþing Framsóknarflokksins sem hefst í dag er eitt mikilvægasta þing í síðari tíma sögu flokksins. Niðurstaða þess um kjör forystu og stefnumörkun í meginmálum getur haft mikla þýðingu fyrir framþróun stjórnmálanna á næstu árum.
Meira
KVIKMYNDIN 5 Children and It byggist á vinsælli barnasögu Edith Nesbit. Myndin segir frá fimm börnum sem send eru til frænda síns úti á landi þegar fyrsta heimsstyrjöldin skellur á.
Meira
Í KVIKMYNDINNNI Lady in the Water leikur PAUL Giamatti Cleveland Heep, þunglyndan húsvörð sem er bjargað af dularfullri vatnaveru þegar hann rotast í sundlaug.
Meira
Í Þýskalandi velta menn því nú fyrir sér hvort nokkurn tímann hafi annað eins fár fylgt útkomu endurminninga og útgáfu bókar Günters Grass, Beim Häuten der Zwiebel, þar sem hann greinir frá því að hann hafi þegar hann var 17 ára verið félagi í Waffen-SS...
Meira
Rokkstjarna Íslands um þessar mundir, Magni Ásgeirsson , lenti í því í fyrrakvöld að vera á meðal þeirra þriggja sem fengu fæst atkvæði í þættinum Rock Star: Supernova .
Meira
Tökum er lokið á ævintýra-grínmyndinni Astrópíu , en myndin var tekin upp í Hafnarfirði og nágrenni á undanförnum fimm vikur. Myndin verður frumsýnd hér á landi einhvern tímann á næsta ári.
Meira
Þau DJ Curver og DJ Kiki-Ow standa fyrir þriðja 90´s partíi sumarsins á Bar 11 í kvöld. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á klæðaburð og í því sambandi verður efnt til samkeppni þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestu 90's fötin.
Meira
Pétur Már Gunnarsson, Johann Maheut, Toshinari Sato Til 3. september. Nýlistasafnið er opið mið. til sun. frá 13-17 og til 22 á fim. Aðgangur ókeypis.
Meira
ÍSLENSKU böndin Apparat Organ Quartet, Trabant og Unsound auk plötusnúðanna Margeirs og Alfons X, öll undir merkjum Iceland Airwaves, munu taka þátt í Public Service tónlistarhátíðinni í miðborg Kaupmannahafnar í dag og á morgun.
Meira
MARGT verður um að vera í myndlistargeiranum í öllu lífinu og fjörinu á Menningarnótt. Hér er drepið á það helsta. Þrjár Huldur í einni sýningu Zacharias Heinesen, sonur William Heinesen rithöfundar, opnar sýningu á eigin verkum kl.
Meira
HINGAÐ til hefur það ekki verið alveg jafn auðvelt og að taka með sér litaprufur heim úr málningarbúð að fá tóndæmi af tónleikum áður en miðar eru keyptir.
Meira
SAMUEL L. Jackson leikur Nelville Flynn, útsendara FBI, sem fylgir lágt settum glæpamanni innan Mafíunnar og mikilvægu vitni í dómsmáli, sem verið er að flytja flugleiðis frá Hawaii til Los Angeles.
Meira
SÖNGKONAN Kristjana Stefánsdóttir kemur fram á elleftu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu á morgun, ásamt kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar.
Meira
Bríet Sunna Valdemarsdóttir Idol-stjarna er aðalsmaður þessarar viku. Á Menningarnótt mun Bríet syngja í KB banka í Austurstræti 5 kl. 15, en ný plata er væntanleg frá henni í haust.
Meira
Una María Óskarsdóttir skrifar um formannskjör í Framsóknarflokknum: "...flokksmenn verða að gera það upp við sig hvert menn ætla með flokkinn. Ætla menn að standa stífir eða ætla menn að hlaupa til sigurs?"
Meira
Frá Þórhalli Hróðmarssyni: "ÝMSIR aðhyllast þessa lífsspeki. Mér dettur í hug að munurinn á hryðjuverkamönnum og öðrum sem aðhyllast þessa kennisetningu sé sá, að hryðjuverkamönnum sé sama hverjr eru rukkaðir um augun og tennurnar."
Meira
Kárahnjúkar og fegurð NÚ ER að verða búið að virkja við Kárahnjúka. Sumir hrópa hallelúja og sumir bölva í hljóði. Eða í talsvert meiru en hljóði.
Meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir fjallar um Kárahnjúkavirkjun: "Nýtt arðsemis- og hættumat færir okkur e.t.v. nær sannleikanum um raunveruleg umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar."
Meira
Ragnar Aðalsteinsson skrifar um lífeyrisgreiðslur: "...er óhjákvæmilegt að sjóðirnir sendi hverjum og einum sjóðfélaga, sem í hlut á, nákvæma greinargerð fyrir þeim heimildum sem skerðingin er byggð á og á hvern hátt hún er reiknuð."
Meira
Birgitta Ólöf Ebenesersdóttir fæddist í Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði 29. janúar 1922. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ebeneser Jónsson bóndi í Tungu, f. 12. júní 1882, d. 1.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaug Jóhannsdóttir fæddist í Hlíð, Mjóafirði 28. 9. 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 7. ágúst. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Róshildur Jónsdóttir, f. 2.8. 1877, d. 30.9. 1968, og Jóhann Jóhannsson, f. 28.4. 1876, d. í janúar 1919.
MeiraKaupa minningabók
Hjördís Jónsdóttir, húsmóðir fæddist á Akureyri hinn 16. mars 1932. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri hinn 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Solveig Sigurðardóttir, f. 1900 á Akureyri, d.
MeiraKaupa minningabók
Jón Óskarsson fæddist á Berjanesi undir Austur-Eyjafjöllum hinn 11. júní 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi, laugardaginn 12. ágúst. Foreldrar Jóns voru hjónin Sveinn Óskar Ásbjörnsson og Anna Jónsdóttir.
MeiraKaupa minningabók
Jósep Birgir Kristinsson bifvélavirkjameistari fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1932. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði hinn 10. ágúst síðastliðinn. Jósep var sonur hjónanna Karólínu Ágústínu Jósepsdóttur húsmóður, f. 26.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Jóna Sigurðardóttir fæddist 7. janúar 1972. Hún lést á Landspítalanum 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Lilja Markúsdóttir, f. 30.12. 1944, og Sigurður Harðarson, f. 20.6. 1944. Systkini Margrétar Jónu eru: Hörður Markús Sigurðsson,...
MeiraKaupa minningabók
María Filippía Gunnarsdóttir fæddist á Ísafirði 17. maí 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 10. ágúst síðastliðinn. María er dóttir Gunnars Kristinssonar vélamanns, f. 08.08. 1891, d. 25.02.
MeiraKaupa minningabók
Þórhallur Sigurðsson fæddist 17. júlí 1919 í Holtaseli. Hann lést á hjúkrunarheimili HSSA aðfaranótt 14. ágúst. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Sigurðssonar, f. 1883, d.1966, og Önnu Þorleifsdóttur, f.1885, d.1981.
MeiraKaupa minningabók
Þuríður Sigrún Þorbjörnsdóttir fæddist á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi 28. desember 1951. Hún lést á Líknardeild LSH í Kópavogi 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru: Arndís Jörundsdóttir, f. 3. febrúar 1931, og Þorbjörn Sigmundur Sigfússon, f. 24.
MeiraKaupa minningabók
Seld voru 69.765 tonn fyrstu sjö mánuði ársins á fiskmörkuðum Íslandsmarkaðar. Það er 5,76% aukning frá því í fyrra. Ef ekki er tekin með sala á loðnu er þetta næstmesta magn sem selt hefur verið á því tímabili frá upphafi markaðanna.
Meira
FRYSTITOGARINN Guðmundur í Nesi landaði í vikunni grálúðu og karfa á Akureyri. Aflaverðmæti var um 80 milljónir króna. Aflaverðmæti skipsins frá áramótum er um 680 milljónir.
Meira
LÍTIÐ framboð hefur verið á fiski frá Íslandi á mörkuðunum í Hull og Grimsby nú í ágúst. Skýringin felst meðal annars í verzlunarmannahelginni, sumarfríum og minnkandi kvóta. Frá þessu var greint á fréttavefnum fishupdate.com.
Meira
ÖLL nýmiðlun Dagsbrúnar var á síðasta ársfjórðungi sameinuð undir merkjum D3 sem Dagsbrún keypti með Senu af Degi Group í febrúar sl. D3 dreifir og selur tónlist í gegnum vefinn. Tónlist.
Meira
FRÍBLAÐASTRÍÐIÐ mikla í Danmörku tekur sífellt á sig nýjar myndir en nú hefur Dagsbrún ákveðið að kæra dreifingu fríblaðsins Dato sem Det Berlingske Officin (DBO) gefur út og kom í fyrsta skipti út á miðvikudaginn.
Meira
Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is DAGSBRÚN og Nyhedsavisen voru í sviðsljósi danskra fjölmiðla allan daginn í gær og væntanlega er mikið fjallað um þau í dönsku dagblöðunum nú í morgun.
Meira
HEIMSMARKAÐSVERÐ á hráolíu heldur áfram að lækka og stuttu eftir opnun markaða í Evrópu í gær kostaði fatið af olíu frá Brent-svæðinu í Norðursjó 72,41 dollara. Í lok dags var fatið svo komið í 71,86 dollara .
Meira
EKKI hefur verði gengið frá stofnun fjárfestingarsjóðs þess er Dagsbrún hyggst stofna um rekstur fríblaðs í Danmörku, Nyhedsavisen , að sögn Gunnars Smára Egilssonar, forstjóra Dagsbrúnar, en til stendur að það verði gert á næstu vikum.
Meira
FL Group hefur staðið af sér óstöðugleika í íslensku efnahagslífi að undanförnu með því að verja sig gagnvart krónunni. Þannig hefur fyrirtækinu tekist að tryggja sér töluvert svigrúm til áframhaldandi erlendra fjárfestinga.
Meira
MIKIL viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöll Íslands í gær eða fyrir 25,5 milljarða króna en Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 2% . Langmest viðskipti voru með bréf KB Banka eða fyrir ríflega 14 milljarða króna.
Meira
Gengið hefur verið frá samkomulagi um samstarf Avion Group og ástralsk-asíska flugrekstrarfélagsins Advent Air. Ennfremur mun Avion Group kaupa tæplega 5% hlut í félaginu sem er skráð á vaxtarmarkað kauphallarinnar í London.
Meira
ÚTLIT er fyrir 1% hækkun vísitölu neysluverðs á milli ágúst og september, að því er segir í Morgunkorni Greiningar Glitnis . Gangi spáin eftir mun verðbólga mælast 8,0% og því minnka úr 8,6% eins og hún er nú.
Meira
AFKOMA Kögunar, dótturfélags Dagsbrúnar, versnaði verulega á milli ára en tapið nam 429 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður samstæðunnar 223 milljónum króna. Afkoman hefur því versnað um 192%.
Meira
"Þegar velja á skólatösku fyrir barn er margt sem þarf að hafa í huga og um að gera að foreldrar gefi sér nægan tíma og fari á fleiri en einn stað til að skoða og máta," segir Una Guðjónsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur og...
Meira
Allt að 125% munur var á hæsta og lægsta verði námsbóka milli bókaverslana, en algengast var að 30-40% munur væri á hæsta og lægsta verði. Þetta kom í ljós í gær þegar verðlagseftirlit ASÍ skoðaði verð í bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Sparisjóðurinn í Keflavík er einn af traustustu samstarfsaðilum Íslensku óperunnar og hefur um árabil lagt fram ákveðna fjárhæð til stuðnings starfsemi hennar.
Meira
Sigríður Dóra Jóhannsdóttir myndlistarmaður opnar einkasýningu á nýjum teikningum í Künstlerhaus Frise í Hamborg í Þýskalandi á föstudag, 18. ágúst, kl. 20.00. Hún flytur einnig gjörning við opnunina.
Meira
Landsbankinn og Gerðarsafn hafa gert styrktar- og samstarfssamning sem felur í sér að bankinn verður bakhjarl safnsins næstu þrjú árin. Stuðningurinn mun gera Gerðarsafni kleift að efla starfsemi sína, kynningarvinnu og sýningarhald.
Meira
EKKI er mikill grundvöllur fyrir rekstri leigubíla á litlum stöðum eins og Skagaströnd, allra síst eftir að eldsneyti á bíla er orðið svona dýrt.
Meira
Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur seldist upp í fyrra og er nú komin aftur í endurbættri útgáfu. Hér lýsir höfundur áhrifum hverrar jurtar fyrir sig og hvernig má nýta sér þær til ánægju og heilsubótar.
Meira
Orð dagsins: Jesús svaraði þeim: Ég hef sagt yður það, en þér trúið ekki. Verkin, sem ég gjöri í nafni föður míns, þau vitna um mig. (Jóh. 10,25.
Meira
Spánn | Börn leika sér í froðu í Gracia-hverfinu í Barcelona í fyrradag. Um miðjan ágúst ár hvert skreyta íbúar götur hverfisins í tilefni af hátíðarhöldum sem kallast Festes de Gracia, eða Partíið í...
Meira
Víkverji er enginn sérfræðingur í viðskiptum. Samt er hann nokkuð viss um að ekki eigi að vera hægt að segja upp bindandi samningi. Annað kom á daginn fyrir skemmstu.
Meira
* BANDARÍSKI kylfingurinn John Daly varð fyrir óskemmtilegri lífsreynslu á fyrsta keppnisdegi PGA-meistaramótsins í golfi en einhver aðili lét þá frétt berast að Daly hefði látist úr hjartaáfalli.
Meira
BLIKASTÚLKUR fara ekki til Hvíta-Rússlands til að taka þátt í riðlakeppni annarrar umferðar Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, eins og fyrirhugað var.
Meira
EIÐUR Smári Guðjohnsen fékk ekki að spreyta sig með Barcelona í gær gegn Espanyol í fyrri leik liðanna um Ofurbikarinn á Spáni. Eiður var á varamannabekk Spánar- og Evrópumeistaranna, en síðari leikurinn fer fram á Nývangi næsta sunnudag.
Meira
Eftir Kristján Bernburg BELGÍSKA knattspyrnufélagið Genk hefur loksins fengið greiðslu fyrir Skagamanninn Þórð Guðjónsson, sex árum eftir að félagið seldi hann til Las Palmas á Spáni.
Meira
PHIL Mickelson og Tiger Woods, tveir efstu kylfingar heimslistans í golfi, voru í sviðsljósinu í gær á fyrsta keppnisdegi PGA-meistaramótsins í golfi sem er fjórða og síðasta stórmót ársins.
Meira
* GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson 3 þegar liðið sigraði Essen , 30:29, í æfingaleik í fyrrakvöld. Halldór Jóhann Sigfússon var markahæstur í liði Essen með 8 mörk en með Essen, sem er í 2.
Meira
Gul Rauð Stig Valur 24024 Breiðablik 29029 Fylkir 29029 FH 20332 ÍA 30134 Víkingur R. 28236 Keflavík 22438 KR 23439 Grindavík 21541 ÍBV 35347 * Gefið er eitt refsistig fyrir gult spjald og fjögur fyrir rautt...
Meira
SKOSKA knattspyrnufélagið Hearts hefur boðið íslensku unglingalandsliðsmönnunum Eggert Gunnþóri Jónssyni og Haraldi Björnssyni nýja samninga til ársins 2011. Eggert er 18 ára miðjumaður frá Eskifirði og Haraldur 17 ára markvörður úr Val.
Meira
HEIÐAR Davíð Bragason lék á einu höggi yfir pari á fyrsta keppnisdegi á sænsku mótaröðinni í gær, lék á 73 höggum. Heiðar byrjaði á 10. teig og fékk fugl á 13.
Meira
Hér má sjá markskot liðanna, skot sem hitta á mark innan sviga og síðan mörk skoruð: Valur 179(88)21 Keflavík 178(99)25 Fylkir 174(84)17 Breiðablik 162(69)21 KR 156(67)14 FH 149(84)23 ÍA 139(66)16 Víkingur R.
Meira
HÓLMAR Örn Rúnarsson, miðvallarleikmaður Keflavíkurliðsins í knattspyrnu, mun að öllu óbreyttu ekki ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg fyrr en um áramótin.
Meira
Portsmouth gekk í gærkvöld frá eins árs samningi við Nígeríumanninn Nwankwo Kanu. Þessi 30 ára gamli framherji var laus allra mála hjá WBA sem hann lék með síðustu tvö árin en þar áður var hann í herbúðum Arsenal.
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig nú af kappi fyrir landsleikinn gegn Tékkum á morgun. Íslenska liðið á ágætis möguleika á að komast í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar sem haldin verður í Kína á næsta ári.
Meira
NJARÐVÍK tryggði sér sæti í 1. deild karla í gærkvöld með 5:1-sigri gegn Aftureldingu. Njarðvík er með 36 stig í efsta sæti 2. deildar þegar liðið á eftir að leika þrjá leiki en Fjarðabyggð kemur þar næst á eftir með 32 stig.
Meira
KNATTSPYRNA 1. deild karla Haukar - Leiknir R. 0:0 Fjölnir - HK 0:0 Staðan: Fram 14112129:1135 HK 1592426:1629 Fjölnir 1574421:1325 Þróttur R. 1480618:1524 KA 1453618:1818 Stjarnan 1445519:1817 Leiknir R.
Meira
STEVE Williams, kylfusveinn Tiger Woods til margra ára, hefur efnast vel á samstarfi sínu við efsta kylfing heimslistans í golfi. Í samantekt á vefnum ocregister.
Meira
Þessir eru efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins: Leikmenn Viktor B.Arnarsson, Víkingi 16 Bjarni Guðjónsson, ÍA 12 Eyjólfur Héðinsson, Fylki 12 Jónas G.
Meira
ALÞJÓÐARALL Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, Rally Reykjavík, hófst kl. 17 í gær þegar keppnisbílarnir voru ræstir frá Perlunni en fyrsti bíll var ræstur kl. 17.50 inn á Djúpavatnsleið sem er fyrsta sérleið rallsins.
Meira
* Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is.(Athugið að bréf geta verið stytt). Eldri spurt og svarað-dálkar eru á www.leoemm.com. Spurt : Ég á GM-"pikköpp" með 6,5 lítra dísilvél.
Meira
ÁRIÐ 1966 var "The Saint" sýndur í sjónvarpinu, "Good Vibrations" með Beach Boys hljómaði í útvarpinu og Dodge framleiddi fyrsta Charger-bílinn, þá tvennra dyra kraftabíll, en í dag hafa bæst á Charger tvær hurðir - en er hann ennþá...
Meira
MASERATI virðist í dag hafa risið upp úr öskustónni og það svo um munar enda hefur salan aukist eftir góðar viðtökur á Quattroporte annarsvegar og GranSport hinsvegar.
Meira
Samskip Sand-sandspyrnan verður haldin á Akureyri á laugardaginn en slíkri spyrnu fylgir jafnan mikið sjónarspil. Keppt verður til Íslandsmeistara eftirfarandi átta flokkum: 1. Mótorhjól (tvíhjólaflokkur, krosshjól, enduro-hjól, bifhjól) 2.
Meira
EINS OG hefð er orðin fyrir á Íslandi þá hittast margir klúbbar á fimmtudagskvöldum enda var það forðum sá dagur vikunnar sem ekki var sjónvarpað og því tilvalinn til mannamóta.
Meira
Einstaklingurinn er undirstaða í öllum þeim hlutverkum sem hann tekur að sér. Sjálfstraust og sjálfsöryggi hans, hæfni hans í samskiptum við annað fólk ásamt getu hans til að stjórna sjálfum sér og samskiptum við annað fólk er hornsteinn árangurs.
Meira
Mikilvægi ráðgjafar hefur aldrei verið meira en nú. Á sama tíma og krafa viðskiptavina um góða þjónustu vex hratt er flækjustig óska, vara og þjónustu að aukast.
Meira
Fjöltækniskólinn býður upp á fjölda námskeiða sem henta bæði þeim sem vilja endurmennta sig eða bæta við menntun sína. Sum af þessum námskeiðum er hægt að taka í fjarnámi.
Meira
Fjöltækniskóli Íslands heldur til í tignarlegum húsakynnum Stýrimannaskólans við Háteigsveg í Reykjavík. Þangað fór blaðamaður Menntunar til þess að kynna sér starfsemi skólans nánar.
Meira
Með nærfellt 30.000 titla á skjánum boksala.is er Bóksala stúdenta öflugasti íslenski bóksalinn á netinu. Menntun leit við hjá Sigurði Pálssyni rekstrarstjóra verslunarinnar.
Meira
Í fyrsta skipti kemur nú út á vegum Námsgagnastofnunar alíslensk kennslubók í kynfræðslu. Höfundar eru Þórhalla Arnardóttir og Erla Ragnarsdóttir. Blaðamaður Menntunar tók þær stöllur tali.
Meira
Þekkingarmiðlun ehf. er eiginlega tveggja manna fyrirtæki en hefur líka á sínum snærum einvala lið fyrirlesara. Menntun talaði við Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóra.
Meira
Námsflokkar Reykjavíkur hafa um áratuga skeið veitt borgarbúum endurmenntun og fróðleik af öllu tagi. Hér viðrar Björg Árnadóttir, forstöðumaður Námsflokkanna, hugsanir sínar um mikilvægi Námsflokkanna.
Meira
IÐAN - fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu síðastliðið vor. Eigendur IÐUNNAR eru Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðarmanna og Samtök ferðaþjónustunnar.
Meira
Haustið er bjart og heitt í Kramhúsinu þetta árið. Vetrardagskráin verður opnuð með árlegri tangóhátíð og kemur til landsins úrval argentínskra kennara og tónlistarmanna. Hátíðin hefst fimmtudaginn 31.
Meira
Þórunn Steindórsdóttir er verkefnastjóri fyrir Mentor-verkefnið. Þrátt fyrir vaxandi vinsældir verkefnisins og þátttöku æ fleiri skóla er samt þörf á fleiri mentorum. Menntun tók hana tali til að skoða málin.
Meira
Námskeiðið fjallar um framkomu á vettvangi þar sem andlát eða aðrir hörmulegir atburðir hafa átt sér stað og fjölskyldumeðlimir, vinir og/eða aðrir eru viðstaddir. Streituþættir Helstu umfjöllunarefni eru m.
Meira
Nú líður að hausti og námskeiðin í Föndru að hefjast á ný eftir sumarfrí. Fyrstu námskeiðin í Föndru í haust verða ONE-STROKE málunarnámskeiðin vinsælu Mimi Collins kemur Uppselt var á þessi námskeið í vor og langir biðlistar.
Meira
Starfsemi símenntunarmiðstöðvanna á landsbyggðinni hefur vaxið undanfarin ár. Símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni hafa bundist samtökum sem kallast Kvasir og tókum við Guðjónínu Sæmundsdóttur, formann Kvasis, tali til að fræðast um starfsemina.
Meira
Mikil gróska og fjölbreytni voru í starfsemi Símenntunar á árinu 2005 og ásókn í lengra nám, sem metið er til eininga, einkum á sviðum rekstrar og stjórnunar, jókst mikið að sögn Elínar Margrétar Hallgrímsdóttur, símenntunarstjóra háskólans.
Meira
Hugræn atferlisfræði (HAM) Í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre (OCTC). Námið er fyrst og fremst hagnýtt nám og er ætlað ýmsum fagstéttum sem geta nýtt aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í sínu starfi s.s.
Meira
Hóla er ekki getið í Landnámu. Talið er að þeir hafi byggst um miðja 11. öld úr landnámsjörðinni Hofi, sem er um 2,5 km fyrir framan Hóla, en hana byggði Hjalti Þórðarson. Því heitir dalurinn Hjaltadalur. Biskupsstóll og stofnun Hólaskóla Um miðja 11.
Meira
Í þjóðfélagi sem hefur breyst ört og er í sífelldri þróun verður starf iðjuþjálfans æ þýðingarmeira. Við ræddum við Kristjönu Millu Snorradóttur hjá BUGL.
Meira
Iðjuþjálfi tók fyrst til starfa á barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL) í september 1998. Sem stendur starfa fjórir iðjuþjálfar á BUGL. Þeir vinna í þverfaglegu teymi og sinna margvíslegum verkefnum.
Meira
Mímir Símenntun er einkahlutafélag í eigu Alþýðusambands Íslands sem starfar á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar. Það hóf starfsemi sína 1. janúar 2003 við sameiningu Menningar- og fræðslusambands alþýðu og Mímis-Tómstundaskólans.
Meira
Í Kópavogi heldur einn af fáum starfandi söðlasmiðum landsins til. Menntun gerði sér erindi til Skeggja Guðmundssonar, eins af tæplega tuttugu starfandi söðlasmiðum á landinu. Að eigin sögn hefur hann alltaf langað í mynd af söðli Genghis Khans. Við ræddum við hann um þessa fornu iðngrein.
Meira
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar er einn af stærstu og virtustu dansskólum á landinu. Dansskólinn er í Auðbrekku 17, Kópavogi. Skólinn leggur metnað sinn í fagleg vinnubrögð og hefur árangur keppnispara skólans vakið mikla athygli.
Meira
Afrískur guðaheimur á Kúbu Námskeið um trúarbrögð, helgisiði og menningu sem blökkumenn af Yorubakynstofni báru með sér frá Nígeríu í Afríku til Kúbu á tímum þrælahalds og hafa varðveist í skjóli kristindóms og kommúnisma.
Meira
Hólaskóli er mennta- og rannsóknarstofnun sem býður nemendum hagnýtt nám á sviði hrossaræktar, hestamennsku, fiskeldis, fiskalíffræði og ferðaþjónustu með áherslu á menningu og náttúru.
Meira
Mímir Símenntun flytur starfsemi sína í Skeifuna. Aukin verkefni hafa skapað þörf á stærra húsnæði. Menntun talaði við Huldu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra skólans.
Meira
Myndlestur eða PhotoReading er öflug lestrar- og námstækni sem getur gjörbreytt vinnu með mikinn texta. Með myndlestri er leshraðinn meiri en ella og tæknin bætir einnig til muna einbeitingu lesandans og auðveldar leit að aðalatriðum textans.
Meira
Myndlistarskóli Kópavogs var stofnaður haustið 1988. Stofnendur skólans eru Sigríður Einarsdóttir og Sólveig Helga Jónasdóttir og ráku þær skólann þar til skólafélag var stofnað. Skólastjórnendur nú eru Ingunn Erna Stefánsdóttir og Sigríður...
Meira
Bæði geta nemendur stundað almennt undirbúningsnám en einnig nám í keramikhönnun, en Myndlistaskólinn er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á heildstætt keramiknám," segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans
Meira
Menntaskólinn í Kópavogi er ekki aðeins framarlega í ferðafræði og flugþjónustu. Matvæli og framreiðsla er einnig mjög framarlega við skólann. Menntun leit inn til að kynna sér málið.
Meira
Hugræn atferlismeðferð byggist á tengslum hugsanamynsturs, tilfinninga og hegðunar en skilningur á samspili þessara þátta getur opnað möguleika á að brjóta upp hugsanamynstur sem valda mönnum vanlíðan.
Meira
Námskeið í íslensku fyrir útlendinga hefjast 13. september hjá Mími Símenntun. Nemendur geta valið milli morgun- og kvöldkennslu. Venjuleg námskeið standa í tólf vikur, og eru alls fimmtíu kennslustundir, fjórar á viku.
Meira
Rope Yoga kennaranámskeið verður haldið dagana 27. apríl til 30 apríl. Framhaldsnámskeið síðan dagana 8. september til 10. september. Leiðbeinandi er Guðni Gunnarsson stofnandi RopeYoga.
Meira
Skóli Nemendaþjónustunnar er nú að hefja 22. starfsár sitt. Á þeim tíma hefur hann veitt um 16.000 grunn-, framhalds- og háskólanemum aðstoð við skólanám.
Meira
Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður trúir á ferlið í kennslu sinni. Síðan í fyrrahaust hefur hann kennt litaglöðum Kópavogsbúum að mála hjá Myndlistarskólanum í Kópavogi. Við hittum hann að máli.
Meira
Um er að ræða tveggja anna nám - samtals 462 kennslustundir. Námið gefur 22 einingar til stúdentsprófs. Markmið Markmiðið með þessu námskeiði er að auka enn frekar samkeppnishæfni nemenda og búa þá vel undir krefjandi störf á vinnumarkaðnum.
Meira
Endurmenntun HÍ er stærsta endurmenntunarstofnun landsins, en þar miðla nær 500 kennarar af kunnáttu sinni á ári hverju, en nemendur á styttri námskeiðum og í lengra námi nálgast tíu þúsund. Menntun heimsótti EHÍ.
Meira
Focal hefur framleitt eigin hugbúnað í ellefu ár og aðallega sérhæft sig í gæða-, skjala- og mannauðsstjórnun, en þetta eru kerfi sem halda utan um ferli sem snúa að gæðastjórnun.
Meira
Mál og menning á Laugavegi 18 býður til skólaskemmtunar í tilefni upphafs skólaársins. Hátíðin hefst mánudaginn 21. ágúst kl. 15.00 með upplestri frá Nyhil. Óttar M.
Meira
Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að það stefni í sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Rektorar beggja skólanna munu hafa tekið vel í þessa tillögu, en af sameiningu getur orðið 1.
Meira
Hellir býður upp á öflugt unglingastarf með æfingum, námskeiðum og skólamótum. Námskeið eru haldin fyrir þá unglinga sem eru duglegir að taka þátt í starfi félagsins og hafa náð nokkurri leikni í taflmennskunni.
Meira
Fræðslusetur BSRB - Starfsmennt stendur fyrir margvíslegum námskeiðum fyrir meðlimi sína. Við hittum Þórarin Eyfjörð, framkvæmdastjóra Fræðslusetursins Starfsmennt
Meira
Hugmyndir manna um stjórnun hafa breyst mikið á undanförnum árum og nýjar aðferðir og hugtök hafa litið dagsins ljós. Jafnframt hafa margir vinnustaðir orðið að litlum fjölmenningarstöðum þar sem fólk með ólíkan bakgrunn vinnur saman.
Meira
Vigdís Hauksdóttir er 41 árs að aldri og einstæð móðir með tvö börn. Í lok mánaðarins heldur hún til Winnipeg í Kanada sem skiptinemi í viðskiptalögfræði. Blaðamaður Menntunar forvitnaðist nánar um málið.
Meira
Fjölmargir vefir eru á vefsíðu Námsgagnastofnunar. Einn þeirra er vefurinn Tónlist í tímans rás en hann er námsefni ætlað eldri nemendum grunnskólans.
Meira
Námsgagnastofnun er eitt af stærstu útgáfufyrirtækjum landsins. Stofnunin dreifir nærfellt 800.000 eintökum til allra skóla landsins árlega. Við kynntum okkur starfsemina nánar.
Meira
Meðal margra skemmtilegra vefsíðna er Listavefur krakka. Á þessum vef geta krakkar skoðað íslenska myndlist og fræðst um listamennina sem hafa skapað hana.
Meira
Í hinu gamla og æruverðuga húsnæði Hæstaréttar Íslands við Lindargötu er fræðsludeild Þjóðleikhússins nú til húsa. Þar undirbýr Vigdís Jakobsdóttir stórsókn á vegum leiklistarinnar.
Meira
Í gamalli netagerð úti á Örfirisey heldur Ljósmyndaskólinn til. Við hittum Leif Rögnvaldsson og Sigríði Ólafsdóttur, betur þekkta sem Sissu, að máli og ræddum um málefni skólans.
Meira
"Rosalega líður manni vel þegar maður sér þetta svona datt upp úr 15 ára gömlum nemanda mínum þegar hann horfði í fyrsta skipti á línuritið sem sýndi hvað hann bætti sig mikið í kennslutímanum.
Meira
Þekkingarsetur Þingeyinga var stofnað sumarið 2003 og hóf starfsemi sína í október sama ár. Hlutverk setursins er að vera miðstöð rannsókna í héraðinu og jafnframt háskólasetur. Við hittum Óla Halldórsson, forstöðumann setursins, að máli.
Meira
Þeir eru ófáir sem leitað hafa til öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð til þess að ljúka við stúdentspróf síðustu þrjátíu árin. Menntun heimsótti elstu öldungadeild landsins á dögunum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.