TÆP 70% landsmanna telja Ríkisútvarpið og Ríkissjónvarpið vera mikilvægasta fjölmiðilinn fyrir þjóðina, sem er nokkru minna en fyrir fjórum árum þegar tæp 74% voru þessarar skoðunar.
Meira
Egilsstaðir | Rúmlega 20 manna hópur af Austurlandi flaug í gær til Vesturålen í Norður-Noregi. Þarna er á ferðinni fólk sem starfar að menningarmálum eða við ferðaþjónustu og einnig eru nokkrir sveitastjórnarmenn með í för.
Meira
ÁRNI Páll Árnason, lögmaður og sérfræðingur í Evrópurétti, hefur ákveðið að gefa kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, en prófkjör flokksins þar fer fram 4. nóvember næstkomandi.
Meira
Pétur H. Blöndal hefur tilkynnt að hann ætli að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri fyrir sameiginlegan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður í lok október nk. 2006.
Meira
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DÓMARI í Suður-Afríku hefur vísað frá spillingarákæru á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi varaforseta landsins, eftir að saksóknarar óskuðu eftir því að réttarhöldum í málinu yrði frestað.
Meira
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Algengt er að maður sem lendir í vinnuslysi eigi rétt á bótum frá að minnsta kosti fimm aðilum og það flækir málin enn frekar að bætur frá einum aðila geta orðið til þess að lækka bætur frá öðrum.
Meira
"MÉR finnst þetta fáránlegt kerfi. Ég hef alltaf átt lögheimili á Íslandi og borgað hér skatta síðan ég byrjaði að vinna. Stór partur af þeim fer í heilbrigðisþjónustuna.
Meira
Loftslagsstofnunin í Washington, Climate Institute, veitti í fyrradag Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands verðlaun fyrir forystu í umhverfismálum. Verðlaunin bera heitið Global Environmental Leadership Award. Í heimsókn sinni hitti forsetinn m.a.
Meira
ÚTILOKAÐ hefur verið að um hraðakstur hafi verið að ræða þegar vöruflutningabíll sem bar um 20 tonn af gleri valt neðarlega í Ártúnsbrekku á þriðjudagsmorgun. Tildrög slyssins eru þó enn ókunn en líkur benda til að frágangi á farmi hafi verið ábótavant.
Meira
Fyrirlestrar og umræður á ráðstefnunni byggjast á lýsingu á ímynduðum aðstæðum Gísla Gíslasonar, fertugs íbúa við Ofanleiti í Reykjavík. Þó að tilvikið sé ímyndað er það dæmigert fyrir mann sem lendir í þessari stöðu.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Reykjavík | Nemendur í Suðurhlíðarskóla eru byrjaðir að taka upp kartöflur í kartöflugarði skólans og eru ánægðir með uppskeruna.
Meira
Halldór Blöndal alþingismaður mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi í kosningunum á vor. Þetta tilkynnti hann á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi.
Meira
BYRJA á að safna vatni í Hálslón í næstu viku, en þá reiknar Landsvirkjun með að vatnsrennsli Jökulsár á Dal verði undir nauðsynlegum mörkum til að vatnssöfnunin fari nægilega hægt af stað.
Meira
Eftir Steinunni Ásmundsdóttir steinunn@mbl.is HÁLSLÓN, meginlón Kárahnjúkavirkjunar, verður að flatarmáli 57 ferkílómetrar að stærð og 2.350 milljón rúmmetrar þegar það er fullt og mesta dýpi verður næst Kárahnjúkastíflu. Af vatnsmagninu nýtast um 2.
Meira
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Yfirmaður taílenska hersins, Sonthi Boonyaratglin hershöfðingi, hét því í gær að efnt yrði til þingkosninga í október á næsta ár.
Meira
Fréttaskýring | Erlendar konur geta þurft að fæða börn á eigin kostnað, jafnvel þó að íslenskir makar þeirra séu sjúkratryggðir. Þetta á ekki við ef það er karlinn sem er erlendur.
Meira
Bakkafjörður | Þessa glæsilegu höfrunga kom Kristinn Pétursson með að landi í Bakkafirði fyrir skemmstu, eftir stutta veiðiferð á gúmmíbátnum sínum. Dýrin, sem eru sennilega bæði kvenkyns, eru bæði um 220 cm löng og u.þ.b. 250-350 kg hvort.
Meira
SÝNINGIN Fjölskyldan og fjármálin var haldin 9.-10. september síðastliðinn í Vetrargarðinum í Smáralind og var aðsókn mjög góð. Á sýningunni var kynntur "gullmolinn".
Meira
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SONTHI Boonyaratglin, herforingi og talsmaður valdaránsmanna á Taílandi, sagðist í gær mundu gegna embætti forsætisráðherra í tvær vikur, eða þangað til nýr maður yrði fundinn í embættið.
Meira
ÞINGVALLANEFND kynnti sér í gær nýja og stórbætta aðstöðu fyrir ferðafólk við tjaldstæðið í Vatnskoti á bökkum Þingvallavatns. Framkvæmdum lauk fyrir veiðitímabilið í sumar og var sérstök áhersla lögð á að bæta aðbúnað fyrir fatlaða til muna.
Meira
HEILDARLAUN félagsmanna í VR voru að meðaltali 324 þúsund krónur í ár og grunnlaun 295 þúsund og hækkuðu um 8% frá árinu 2005, að því er fram kemur í árlegri launakönnun.
Meira
París. AFP. | Steingervingafræðingar hafa fundið leifar af barni frummanna sem uppi var fyrir meira en þrem milljónum ára í Awash-dal í Eþíópíu. Er talið að barnið, sennilega stúlka, hafi verið af tegundinni Australopithecus afarensis.
Meira
Búdapest. AFP. | Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, hét því í gær að binda enda á óeirðir á götum Búdapest eftir að átök blossuðu þar upp milli mótmælenda og lögreglumanna í fyrrakvöld, annað kvöldið í röð.
Meira
Lúðvík Bergvinsson hefur tilkynnt um að hann muni sækjast eftir því að skipa 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum.
Meira
Peking. AP. | Góðglaður kínverskur ferðamaður beit pöndu í dýragarði í Peking eftir að hún hafði ráðist á hann þegar hann stökk til hennar og reyndi að faðma hana.
Meira
Í TILEFNI af evrópskri samgönguviku stendur Staðardagskrá 21 í Hafnarfirði fyrir málþingi um loftslagsbreytingar í dag, fimmtudaginn 21. september, í Hafnarborg, listasafni Hafnarfjarðar, og hefst klukkan 20.
Meira
ÆVAR Petersen fuglafræðingur telur ólíklegt að mávar hafi útrýmt mófugli inn til dala í Eyjafirði, eins og Björn Stefánsson refaskytta hélt fram í Morgunblaðinu í vikunni. Ævar vill þó ekki útiloka það, en segir þetta ekki hafa verið rannsakað.
Meira
Eftir Gunnar Hrafn Jónsson gunnarh@gmail.com Á þriðjudag bárust þær fregnir frá Taílandi að hersveitir hefðu tekið sér stöðu fyrir utan flestar ríkisbyggingar í höfuðborginni, Bangkok.
Meira
Reykjavík | Frank Cassata hefur sent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, bréf þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum vegna nýrrar bensínstöðvar Essó við Umferðarmiðstöðina.
Meira
SVÆÐI og byggingar sem varnarliðið skilur eftir sig gætu nýst undir varanlega aðstöðu Náttúruminjasafns og Náttúrufræðistofnunar Íslands að mati Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra sem hefur lýst áhuga sínum á því að ljúka margra áratuga þrautagöngu...
Meira
BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur hafið tilraun með morgunakstur úr bænum beint í Borgarholtsskóla. Boðið verður upp á þennan akstur til áramóta og sennilega út skólaárið nemendum að kostnaðarlausu.
Meira
STARFSMENN dýragarðs í Beerwah í Ástralíu fylgjast með minningarathöfn um sjónvarpsmanninn og "Krókódílaveiðarann" Steve Irwin sem lést eftir að gaddaskata stakk hann. Um 5.
Meira
Bagdad. AFP. | Mohammed al-Oreibi al-Khalifah, nýr dómari í málaferlunum gegn Saddam Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, og sex samverkamönnum hans tók við í gær. Hann er sjía-múslími.
Meira
Eftir Hjört Gíslason og Hjálmar Jónsson SAMKOMULAG um skiptingu landgrunns utan 200 sjómílna milli Íslands, Færeyja, meginlands Noregs og Jan Mayen í suðurhluta Síldarsmugunnar var undirritað í New York í gær.
Meira
Páfagarði. AFP. | Benedikt XVI páfi sagði þegar hann ávarpaði þúsundir pílagríma á Péturstorginu í Róm í gær að reiði múslíma yfir nýlegri ræðu hans í Þýskalandi væri afleiðing "óheppilegs misskilnings".
Meira
Foreldrar barna sem búa í námunda við Háaleitisbraut og þurfa að fara yfir hana á leið í skóla eða tómstundastarf eru ósáttir við umferðaröryggi við götuna og vilja aðgerðir til þess að bæta úr.
Meira
420 ÖKUMENN sem óku of hratt á Hringbrautinni um síðustu helgi þurfa nú að skipta á milli sín sektum sem nema á sjöundu milljón króna og var það áður óþekkt hraðamyndavél sem þeir óku beint í flasið á með þessum afleiðingum.
Meira
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TEKIST hefur að fullmanna tvo leikskóla til viðbótar í Reykjavík og verður skerðingu á viðverutíma barna þar því aflétt.
Meira
Grímsey | "Nú fer fram lokahnykkur framkvæmda RARIK í Grímsey. Það er búið að endurnýja allar vélar, háspenna komin í jörð og allt verið gert til að gera þetta eins vel úr garði og hægt er," sagði Sigurður Bjarnason, rafveitustjóri í Grímsey.
Meira
GRUNDVÖLLURINN að velgengni íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja er sá að þau hafa fengið tækifæri til að vinna með íslenskum fyrirtækjum í að þróa lausnir sínar. Þetta segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi.
Meira
ENGINN slasaðist en sex bílar brunnu þegar sprenging varð í bíl við Vasatorg í miðborg Gautaborgar um hádegisbilið í gær, að sögn vefsíðu blaðsins Dagens Nyheter .
Meira
Sr. KARL V. Matthíasson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2007. Karl var þingmaður Vestfirðinga og sat á þingi 2001-2003 þegar hann tók við af Sighvati Björgvinssyni.
Meira
Eftir Andra Karl andri@mbl.is KJARVALSMÁLIÐ svokallaða var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið er höfðað af afkomendum Jóhannesar S.
Meira
DAGANA 18.-25. september fer fram í Barcelona alþjóðleg hönnunarkeppni fyrir verkfræðinema á vegum BEST (Board of European Students of Technology).
Meira
Skagafjörður | Fundist hafa birkitré í gili á bænum Ásgeirsbrekku í Skagafirði og telur Steinn Kárason garðyrkjufræðingur að þetta sé birki frá landnámstíð.
Meira
TVEIR umsækjendur eru um embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út 15. september síðastliðinn og embættið veitist frá 1. október.
Meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum í fyrradag að vísa tillögu um að skoða möguleika á að hefja undirbúning að gjaldfrjálsum grunnskóla til menntaráðs.
Meira
Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is SUMIR segja að hann sé "erkihaukur", harðlínumaður sem ætli sér að auka skriðþunga Japana í alþjóðakerfinu m.a.
Meira
Barnahúsið, sem sett var á stofn árið 1998, hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt. Barnahúsið tekur á móti börnum, sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir ofbeldi, kynferðislegu eða af öðru tagi.
Meira
Það er ekki fráleitt að ætla, að Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndi flokkurinn hefðu getað tekið upp samstarf eða jafnvel Frjálslyndi flokkurinn sameinast Sjálfstæðisflokknum ef áhugi hefði verið fyrir hendi á báða bóga.
Meira
ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í næstu viku og er búist við hátt í 200 erlendum aðilum á hátíðina, þar af 30 blaðamönnum frá blöðum á borð við Politiken, Guardian, Variety, Boston Phoenix, Indiewire og Dazed and Confused auk þess sem tvær...
Meira
Nemendaleikhúsið deilir á aukna neysluhyggju í samfélaginu í dag í fyrsta verki vetrarins, Hvítri kanínu. Sýninguna unnu nemendurnir undir stjórn leikstjórans, Jóns Páls Eyjólfssonar.
Meira
ROKKARARNIR í Brain Police eru nýliðar á Tónlistanum þessa vikuna en plata þeirra, Beyond the Wasteland , sem kemur út hjá Senu stekkur strax í annað sætið á listanum. Greinilegt er að aðdáendur sveitarinnar hafa beðið nýrrar plötu með óþreyju.
Meira
STUNDUM gerist það, að vel heppnaðir heimildaþættir geta vakið athygli manns á viðfangsefni, sem maður alla jafna hefði ekki haft nokkurn einasta áhuga á umfram annað.
Meira
Sveitatónlistarmaðurinn Willie Nelson og fjórum samferðamönnum hans var birt ákæra í dag fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum eftir að lögreglumenn í Louisiana í Bandaríkjunum stöðvuðu í morgun för langferðabílsins sem tónlistarmaðurinn þekkti...
Meira
Heilinn á bak við landvinninga Beach Boys, Brian Wilson , í popptónlistinni, hefur nú ráðið sinn gamla félaga Al Jardine, til að spila með sér á nokkrum hljómleikum.
Meira
Kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn hálsmikli George Lucas sýndi mikla gjafmildi á dögunum þegar hann gaf skólanum sínum litlar 175 milljónir bandaríkjadala í styrk, jafngildi rösklega 12 milljarða króna.
Meira
Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is NÝ sjónvarpsrás sem hóf göngu sína í Danmörku 1. september síðastliðinn er að hálfu í eigu kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaframleiðenda og að hálfu í eigu fjárfesta á Norðurlöndum.
Meira
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað starfsstyrkjum til ritstarfa árið 2006. Heildarstyrkir ársins nema 6,7 milljónum króna og njóta 38 verkefni góðs af.
Meira
SÝNINGIN Mega vott í Hafnarborg teflir fram fimm listakonum, fjórum íslenskum og einni bandarískri, sem allar hafa í verkum sínum tekið þátt þeirri umbreytingu sem orðið hefur á höggmyndlistinni undanfarið, ekki síst í meðförum listakvenna.
Meira
HINN góðkunni og dáði söngvari Ragnar Bjarnason er hástökkvari vikunnar að þessu sinni en nýja platan hans, Vel sjóaður , stekkur upp um 15 sæti á einni viku; úr því 38. í 23. sæti. Þar er Ragnar á ferð með sjómannalög af ýmsu tagi.
Meira
Næstkomandi laugardag verður blásið til stórtónleika í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar stíga á svið hljómsveitirnar Langi Seli og Skuggarnir, Jeff Who? og Ske. Þótt líf Langa Sela og Skugganna sé ófá ár hefur lítið til þeirra spurst síðustu ár.
Meira
BLÚSHLJÓMSVEITIN Kentár verður með tónleika á Hressó í Austurstræti í kvöld. Kentár spilar blús eins og hann gerist bestur, enda eru Kentárar orðin blúshúngraðir með afbrigðum því langt er síðan þeir hafa getað fullnægt óseðjandi blúslyst sinni.
Meira
HIÐ FRÆGA óperuhús, Metropolitan-óperan í New York, hefur í hyggju að opna útvarpsstöð sem send verður út með gervihnetti um gervalla Norður-Ameríku um kerfi Sirius gervihnattaútvarpsins.
Meira
Fyrir stuttu kom út á íslensku skáldsagan Norwegian Wood eftir Haruki Murakami og kominn tími til finnst eflaust einhverjum, enda nítján ár síðan hún kom út í Japan.
Meira
GLING-GLÓ, plata Bjarkar Guðmundsdóttur frá árinu 1990, er enn sem fyrr öldungur tónlistans þessa vikuna, en undanfarnar áttatíu vikur hefur hún átt þar sæti.
Meira
TÓNLISTARMAÐURINN Justin Timberlake verður kynnir á MTV-tónlistarhátíðinni sem fram fer í Kaupmannahöfn 2. nóvember næstkomandi. Hátíðin fer fram í Bella Center-ráðstefnumiðstöðinni að viðstöddum 3.000 gestum, en ennfremur er búist við því að um 10.
Meira
Hljómsveit Baggalúts vermir enn toppsæti tónlistans eftir sjö vikur á lista. Plata þeirra, Aparnir í Eden , virðist leggjast vel í landann og nú stendur til að kynna tónlistina á erlendri grund.
Meira
Oddný Sturludóttir og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fjalla um fjölskyldugreiðslur til foreldra og gera athugasemdir við grein Björns Inga Hrafnssonar: "Fylgi X-bé segir allt sem segja þarf um glimrandi góðar viðtökur borgarbúa við fjölskyldugreiðslum."
Meira
Benedikt V. Warén fjallar um Egilsstaðaflugvöll: "Það er mjög bagalegt, að Egilsstaðaflugvöllur geti ekki sinnt fullkomlega því hlutverki sínu að geta tekið við öllum flugvélum sem gera áætlanir sínar inn á Keflavíkurflugvöll."
Meira
Eyrún Jónsdóttir og Hjördís Jónsdóttir skrifa um námslán: "...vilja fulltrúar námsmanna benda á nokkur atriði sem mega betur fara í úthlutunarreglum sjóðsins."
Meira
Ólafur Helgi Kjartansson fjallar um umferðarmál: "Manni verður oft hugsað til þess agaleysis sem virðist ríkja í íslenzku samfélagi og brýst út með þeim skelfilega hætti að hefur kostað 20 menn lífið á þessu ári."
Meira
Pétur Björgvin Þorsteinsson fjallar um samtökin Eurodiaconia og ráðstefnu Djáknafélags Íslands: "Fyrir Ísland í heild sinni, en þó sérstaklega fyrir þá sem koma að hjálparstarfi og sérþjónustu sem og kærleiksþjónustunni allri, hlýtur það að teljast spennandi kostur að tengjast Eurodiaconia."
Meira
Anna Kristín Gunnarsdóttir skrifar um stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum: "Það er grundvallaratriði að náttúra landsins í heild sé vernduð uns rannsóknir liggja fyrir og mat hefur verið lagt á tiltekið svæði með tilliti til þeirra."
Meira
Dofri Hermannsson skrifar um tillögur Samfylkingarinnar í náttúru- og umhverfisvernd: "Náttúru landsins verður hins vegar ekki bjargað með skoðun ef enginn bendir á raunhæfa leið til að ná settu marki."
Meira
Ögmundur Jónasson fjallar um náttúruvernd og virkjanamál og vitnar í grein eftir dr. Gunnar Kristjánsson: "Kannski er það ekkert skrítið að stjórnvöld reyni að leyna upplýsingum um forsendur Kárahnjúkaframkvæmdanna og vilji sem minnsta umræðu um þær."
Meira
Önundur Ásgeirsson fjallar um íslenskt mál og útgáfu Stafsetningarorðabókarinnar: "Þeir "málfræðingar" sem léð hafa nafn sitt á þessa útgáfu verða að draga sig til baka. Þetta er ekki íslenzka. Minning prófessors Halldórs Halldórssonar lifir enn með þjóðinni."
Meira
Frá Sigurði Oddssyni: "ÉG VAR að lesa góð grein, "Lífeyrissjóðirnir og siðfræði fjárfestinga" eftir Pétur Jónsson, í Morgunblaðinu sunnudaginn 3. september. Vonandi bera lífeyrissjóðirnir gæfu til að taka ábendingar Péturs alvarlega."
Meira
Erla Ósk Ásgeirsdóttir kynnir framboð sitt til formennsku í Heimdalli: "Ég hvet félagsmenn til að nýta kosningarétt sinn í dag og veita þessum hópi brautargengi."
Meira
Leó M. Jónsson fjallar um áform um umhverfismál og tilraunaboranir til að kanna fleiri jarðhitasvæði á Reykjanesskaga.: "Það ætti að vera hlutverk og frumkvæði stjórnmálamanna að vinna að eins konar heildarskipulagi til langs tíma um nýtingu annars vegar og friðun landgæða hins vegar."
Meira
Kolbrún Halldórsdóttir fjallar um umhverfismál og stefnu Samfylkingar í þeim efnum: "Í aðdraganda kosninga er eðlilegt að flokkarnir kíki í fataskápinn og verði sér úti um ný spariföt ef þau gömlu eru ekki lengur klæðileg."
Meira
Bergþór Grétar Böðvarsson fjallar um geðheilbrigðismál: "Ég sem fulltrúi notenda hef engin völd inni á geðsviði LSH en ég veit að ég hef einhver áhrif þegar kemur að því að aðstoða notendur þjónustunnar."
Meira
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir fjallar um málefni heyrnarlausra: "Staðan hér á landi er sú að táknmálið hefur enn ekki verið viðurkennt af stjórnvöldum. Þó hafa heyrnarlausir barist lengi fyrir því..."
Meira
Guðmundur Páll Ólafsson skrifar um umhverfismál: "Aldrei í heiminum hefur jafn stórt mannvirki verið byggt á jafn veikum grunni og af jafn lítilli fyrirhyggju."
Meira
Frá Boga Arnari Finnbogasyni: "UM ÞESSAR mundir eru liðin 20 ár frá því að við, nokkrir áhugamenn um velferð íslenskrar æsku, tókum okkur saman um að stofna landssamtök til að verjast fíkniefnaflóðinu sem þegar var farið að eyðileggja marga æskumenn."
Meira
Í GREIN í Morgunblaðinu hinn 19. september sl. benti ég á, að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, færi með rangt mál þegar hann fullyrti á heimasíðu sinni, að Dagsbrún skuldaði 73 milljarða króna "eða meira en íslenska ríkið".
Meira
Hrafnhildur J. Moestrup, Þórunn Jónsdóttir og Hallveig Jónsdóttir skrifa um félagsstarf í skólum: "Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík stefnir hátt og framtíðarsýnin er að verða meðal öflugustu námsmannahreyfinga á Íslandi."
Meira
Sigurjón Þórðarson skrifar um stærð rjúpnastofnsins: "Þetta nýja mat á stærð á gengnum stofni sýnir þó ótvírætt hversu mikilli óvissu stofnmatið er háð."
Meira
Slæmt háefni í fiskbúðum Í VELVAKANDA 19. sept. sl. kvartar Gyða Jóhannsdóttir undan lélegu hráefni í fiskbúðum. Ég er henni alveg sammála. Fiskbúðir eru þó misjafnar hvað gæði snertir, og sumar skera sig úr.
Meira
Nanna Kristín Tryggvadóttir og Sindri Ástmarsson fjalla um Heimdall og stjórnarkjör í félaginu: "Við viljum að Heimdallur verði á ný stjórnmálafélag sem einkennist af krafti og baráttugleði."
Meira
Almar Grímsson fjallar um öldungaráð Hafnarfjarðar: "Tillögur nefndar heilbrigðisráðherra eru leiðarljós og sjónarmið og ráð öldungaráðs verða mjög dýrmæt í þeirri vinnu sem framundan er."
Meira
Egill Hjartarson fæddist á Víghólsstöðum, Laxárdal í Dalasýslu 18. mars 1918. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 9. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 18. september.
MeiraKaupa minningabók
Guðjón Bjarni Sveinsson fæddist á Grundarlandi í Unadal í Skagafirði 8. júlí 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 2. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Sigr.
MeiraKaupa minningabók
Karla Kristinsdóttir fæddist á Ísafirði 25. febrúar 1939. Hún lést á LSH í Fossvogi 13. september síðastliðinn. Móðir hennar var Kristín Karlsdóttir, f. 18. júlí 1919, d. 21. apríl 1994. Systkini Körlu eru Sigríður Erna Jóhannesdóttir, f. 10.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Örn Valdimarsson fæddist á Syðstu-Grund í Skagafirði 22. apríl 1954. Hann lést 28. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Háteigskirkju 8. september.
MeiraKaupa minningabók
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Samkomulag um skiptingu landgrunns utan 200 sjómílna milli Íslands, Færeyja, meginlands Noregs og Jan Mayen í suðurhluta Síldarsmugunnar var undirritað í New York í gær.
Meira
Útgerðarfélagið Aviana í Maniitsoq á vesturströnd Grænlands fékk nú í september afhentan nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Môrtánguaq Heilmann sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.
Meira
TÓMAS Þorvaldsson GK 10 sem Þorbjörn hf. í Grindavík gerir út á línu landaði 46 tonnum á Djúpavogi í vikunni og var aflanum ekið til Grindavíkur í vinnslu. Báturinn var á veiðum á Tangagrunni austan við land og því er löng sigling til Grindavíkur.
Meira
Tískan fer í hringi eins og menn vita. Akureyrarborg var m.a. fræg á sínum tíma fyrir að þar var pylsa með öllu ekki það sama og "pulsa" með öllu í Reykjavík.
Meira
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Fyrr í vikunni vaknaði grunur um að örveruna E.coli 0157 væri að finna í innfluttu lífrænt ræktuðu spínati Earthbound Farms í Bandaríkjunum.
Meira
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is "Ein af mínum fyrstu utanlandsferðum var til Bandaríkjanna, en þangað fór ég með unglingalandsliði Íslands í skák um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Ég varð dolfallin yfir New York og er enn.
Meira
"Ég er bara ástfangin af landi og þjóð," segir Ólöf Erna Leifsdóttir vera ástæðu þess að hún sækir aftur og aftur til Grikklands. Ingveldur Geirsdóttir heimsótti Ólöfu til að spyrja út í þessa ást.
Meira
Í Æ ríkara mæli fylla nú teframleiðendur pokana með heilum laufum í stað dufts. Eitt stærsta tefyrirtæki í heimi, Lipton, hefur nú kynnt til sögunnar nýja kynslóð af tepokum. Heil lauf eru í nælonpokum sem eru eins og píramídi í laginu.
Meira
FÆST kunnum við að meta að annað fólk standi of þétt upp við okkur. Ný rannsókn bendir til að hið sama gildi um álfa, tröll, skrímsli sem og venjulegt fólk í sýndarveruleika netheima. Vefritið forskning.
Meira
Ólöf Ósk Kjartansdóttir mastersnemi í mannfræði býr í miðbæ Reykjavíkur og fer iðulega ásamt Ester Uglu tveggja ára dóttur sinni að kaupa í matinn. Laila Sæunn Pétursdóttir skrapp með Ólöfu í innkaupaleiðangur.
Meira
Bónus Gildir 21. sept.-24. sept. verð nú verð áður mælie. verð Ferskar kjúklingabringur 2052 1539 1539 kr. kg Fersk lambalæri af nýslátruðu 1299 975 975 kr. kg Indverskar kryddsósur, 475 gr 199 159 335 kr. kg Djöflaterta, 784 gr 599 499 636 kr.
Meira
MENN geta nú fengið ljósmeðferð við skammdegisþunglyndi án þess að þurfa að liggja eða sitja fyrir framan lampa, að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende .
Meira
Stærri skammtar af 1944 réttum Á undanförnum mánuðum hafa staðið yfir breytingar á 1944 réttunum. Hluti er nú kominn í stærri 3ja hólfa bakka í stað 1-2 hólfa. Skammtar hafa stækkað og bætt hefur verið við meðlæti.
Meira
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Það er undir okkur sjálfum komið að gera lífið skemmtilegra og ein leið til þess er að búa til hluti úr perlum.
Meira
,,Undirbúningur fyrir veturinn, þannig er starfssvið mitt á Hebron Hostel skilgreint. Til þess að gera allt klappað og klárt fyrir vætusaman veturinn þarf að endurraða öllu á þakveröndinni, mála, henda rusli og ég veit ekki hvað og hvað.
Meira
50 ára afmæli . Í dag, 21. september, er fimmtugur Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann og eiginkona hans, Halla Ragnarsdóttir , sem varð fimmtug 16. ágúst sl.
Meira
75 ára afmæli. Í dag, 21. september, verður 75 ára Ásta Hauksdóttir. Hún tekur á móti vinum og ættingjum laugardaginn 23. september á heimili sínu, Búlandi 31, milli kl. 15 og...
Meira
Hanna Lára Steinsson fæddist í Reykjavík 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984, B.A. prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 1992, hlaut starfsréttindi í félagsráðgjöf frá sama skóla 1994 og M.A.
Meira
Bridsfélag Hafnarfjarðar Vetrarstarfið hófst með eins kvölds tvímenningi 18. september. Eins og svo oft áður skutu konurnar körlunum ref fyrir rass og röðuðu sér í efstu sætin. Efstu pör: Alda Guðnad. Kristján B. Snorrason 135 Hrund Einarsd.
Meira
Í dag kl. 17 opnar Hildur Bjarnadóttir sýninguna "Bakgrunn" í Galleríi i8, Klapparstíg 33, Reykjavík. Sýningin er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 11-17, laugardaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi og stendur til 21. október.
Meira
Í Þjóðmenningarhúsinu hefur verið tekið til sýningar myndbandstónverkið "Eins og sagt er" eftir Ólöfu Arnalds. Í verkinu flytur Ólöf frumsamda tónlist og syngur á átján tungumálum í níu myndrömmum samtímis svo úr verður alþjóðleg tónkviða.
Meira
Dómkirkjan, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og Hjálparstarf kirkjunnar gangast fyrir samkomum í Dómkirkjunni 21. og 22. september kl. 20 undir yfirkriftinni: Ein trú, tveir heimar. Sr.
Meira
Ráðstefna um sáttargjörð og félagslegt sáttaferli verður í Strandbergi, Hafnarfjarðarkirkju, 22. september kl. 10-18 Rodney Petersen, framkvæmdastjóri Boston Theological Institute, og prófessor Raymond Helmick S.J.
Meira
1 Skotland Yard var í miklum vanda. Fundist hafði illa leikið lík af manni, sennilega eftir fall, á gangstétt fyrir framan hótel í London og vitað var að hann hafði verið gestur á hótelinu. Sherlock Holmes og dr.
Meira
Fyrir nokkru yfirgaf Víkverji borgina tímabundið og dvaldi á stað þar sem hvorki var símasamband né rafmagn, ekki rennandi vatn nema í ám og lækjum og aðeins hörð náttúra Íslands blasti við svo langt sem augað eygði.
Meira
ÁHORFENDUR á K-Club vellinum á Írlandi bauluðu á keppendur bandaríska liðsins þegar það var við æfingar á vellinum í gær. Tom Lehman, þjálfari liðsins, lét kylfingana tólf æfa alla saman í einum hópi í stað þess að láta tvo leika saman eins og venja er.
Meira
Fyrri leikur Breiðabliks og ensku meistaranna í Arsenal í 8 liða úrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu fer fram á Kópavogsvelli fimmtudaginn 12. október og síðari leikurinn verður viku síðar á Meadow Park, heimavelli Boreham Wood.
Meira
Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Bröndby sem sigraði Brønshoj í dönsku bikarkeppninni , 3:0. Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Djurgården sem tapaði fyrir AIK , 1:0, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Meira
Danski landsliðsmaðurinn Sören Larsen sem leikur með Schalke í þýsku 1. deildinni verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna meiðsla í hné. Larsen átti mjög góðan leik með Dönum þegar þeir lögðu Íslendinga á Laugardalsvellinum fyrr í þessum mánuði.
Meira
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ÍSFIRÐINGAR eru í vanda með að manna körfuknattleikslið bæjarins, KFÍ, sem leikur í 1. deild. Í sumar var gengið frá ráðningu þjálfara frá Makedóníu sem átti að taka að sér yngri flokka félagsins og mfl.
Meira
LIVERPOOL sigraði Newcastle með tveimur mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hollendingurinn Dirk Kuyt skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool er hann kom liðinu yfir á 29. mínútu og Xabi Alonso bætti við öðru marki á 79.
Meira
Enska knattspyrnusambandið ætlar að rannsaka þær ásakanir sem fram komu í heimildarmynd á BBC sjónvarpsstöðinni í fyrrakvöld um að ólöglegar greiðslur eigi sér stað í ensku knattspyrnunni.
Meira
STJARNAN varð í gær Meistari meistaranna í handknattleik karla, unnu Framara næsa auðveldlega. Lokatölur urðu 29:25 en munurinn varð mestur tíu mörk og sigur Stjörnunnar ekki í hættu.
Meira
TIGER Woods segist vera staðráðinn í að bæta árangur sinn í Ryder-bikarnum sem hefst á morgun og hjálpa félögum sínum við að endurheimta titilinn að nýju.
Meira
HEIÐAR Helguson skoraði eina mark Fulham sem tapaði á heimavelli gegn Wycombe í ensku deildarbikarkeppninni. Wycombe, sem leikur í 3. deildinni, komst í 2:0 snemma leiks en Heiðar minnkaði muninn á 47. mínútu og þar við sat.
Meira
BÚIST er við gríðarlegum viðskiptum með bréf ástralska lyfjafyrirtækisins Mayne Pharma í dag en viðskipti með bréf félagsins voru stöðvuð síðastliðinn þriðjudag. Actavis hefur meðal annarra lyfjafyrirtækja verið orða við yfirtöku á ástralska félaginu.
Meira
TÆKNIRISARNIR Google og Apple eiga í viðræðum um vídeóefni fyrir hið nýja tæki Apple, iTV, sem fyrirtækið kynnti til sögunnar nýlega. Tækið sameinar eiginleika sjónvarps og tölvu sem ýmsir telja að sé framtíðin í miðlun efnis á skjánum.
Meira
Í KJÖLFAR fyrirhugaðrar sameiningar Kauphallar Íslands og OMX mun hið síðarnefnda verða móðurfélag samstæðunnar. OMX hyggst sækja um skráningu í Kauphöll Íslands að loknum kaupunum.
Meira
MODERNUS hefur sent Viðskiptablaðinu eftirfarandi skýringar vegna breytinga á Samræmdri vefmælingu, sem birt er hér í blaðinu að framan: Svonefnt "innlent hlutfall" vefjanna, sem þátt taka í Samræmdri vefmælingu hefur nú verið birt í fyrsta...
Meira
FL Group hefur leitt hækkanirnar í Kauphöll Íslands í ágúst og september en á því tímabili hefur gengi bréfa félagsins hækkað um nær 47%. FL Group birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung hinn 14.
Meira
JAPANSKA stórfyrirtækið Toshiba ætlar að koma á fót verksmiðju í borginni Wroclaw í Póllandi þar sem LCD-sjónvarpstæki fyrirtækisins verða sett saman. Þetta mun skapa um þúsund ný störf.
Meira
EVRÓPA er aftur komin efsta á blaðið að því er varðar beinar erlendar fjárfestingar í nýju framleiðslu- og rannsóknarhúsnæði. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu IBM en árið 2004 deildi Evrópa efsta sætinu með Asíu.
Meira
Sif Sigmarsdóttir | sif.sigmarsdottir@gmail.com ÉG kættist mjög þegar ég las Viðskiptablað Morgunblaðsins fyrir tveimur vikum. Uppspretta gleði minnar var þó hvorki úrvalsvísitalan né Dilbert, heldur andlátsfregnir.
Meira
Líkur eru á að evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus muni tilkynna um frekari tafir á afhendingu nýju risaþotunnar A380, til viðskiptavina vegna framleiðsluerfiðleika, en þetta hefur AFP -fréttastofan eftir heimildamanni.
Meira
GENGI hlutabréfa hefur tilhneigingu til að hækka fyrst eftir nýskráningu félaga í Kauphöll Íslands. Eftir því sem frá líður virðist hins vegar sem um hægist og verð félaganna sígi niður.
Meira
GREININGARDEILD Landsbanka Íslands mun kynna hagspá sína á morgunverðarfundi á Nordica hóteli mánudaginn 25. september kl. 8:00 til 9:40. Leitað verður svara við spurningum sem eru ofarlega á baugi í efnahagsmálum, þ.e.
Meira
HEILDARVIÐSKPTI í Kauphöll Íslands í gær námu 17,1 milljarði króna. Þar af voru viðskipt með hlutabréf fyrir 6,1 milljarð. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,1% og er lokagildi hennar 6.299 stig.
Meira
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is VESTURLANDABÚAR eiga í stöðugum samskiptum við Indland nútímans, oft án þess að átta sig á því og alls ekki bara í gegnum hin víðfrægu viðskiptaver, sem mörg vestræn fyrirtæki hafa komið upp á Indlandi.
Meira
AUKIN viðskipti og fjárfestingar Kína og Indlands í Afríku skapa mikla möguleika fyrir hagvöxt í Afríku, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans (World Bank).
Meira
"Stærsta eignabóla í sögu Bandaríkjanna sem gæti hrundið af stað fyrstu verðhjöðnuninni á landsvísu síðan 1930," segir Economist . "Mjúk lending framundan," segir bandaríska seðlabankinn.
Meira
GUÐMUNDUR Páll Jónsson, sðstoðarmaður félagsmálaráðherra, segir að gert sé ráð fyrir því að stýrihópur, sem félagsmálaráðherra skipaði í febrúar á þessu ári, til að leggja fram tillögur að framtíð Íbúðalánalánastjóðs, skili endanlegum niðurstöðum sínum...
Meira
ÞEKKTIR norskir fjárfestar, Torstein Tvenge þeirra á meðal, hafa hug á að kaupa hlut í íslenska olíuleitarfyrirtækinu Geysi Petroleum. Frá þessu er sagt í frétt norska fréttavefjarins Hegnar .
Meira
NÝ stjórn var sjálfkjörin á aðalfundi Alfesca í gær. Nýja stjórn skipa: Árni Tómasson, Bill Ronald, Guðmundur Ásgeirsson, Hartmut M. Krämer og Ólafur Ólafsson. Varamaður er Aðalsteinn Ingólfsson. Ólafur Ólafsson er formaður stjórnar Alfesca hf.
Meira
HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu hækkaði um u.þ.b. 20% frá upphafi árs og fram í júlí en eftir lækkanir undanfarinna vikna er öll sú lækkun gengin til baka.
Meira
Ó. Johnson & Kaaber fagnar aldarafmæli nú á laugardaginn. Stjórnendur félagsins, systkinin Helga Guðrún Johnson og Ólafur Ó. Johnson tóku á móti Kristjáni Torfa Einarssyni og fræddu hann um þessa elstu heildsölu landsins.
Meira
BANDARÍSKA lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals þarf nú að sannfæra hluthafa í króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva um að tilboð þess í allt hlutafé félagsins sé ekki of stór biti fyrir Barr. Þetta segir í frétt í bandaríska blaðinu Star-Ledger .
Meira
DAGANA 2. og 3. nóvember næstkomandi gengst fyrirtækið Nordic eMarketing fyrir alþjóðlegri ráðstefnu og fagsýningu um Internet markaðssetningu, RIMC 2006, í samvinnu við Leit.is, Viðskiptablaðið og Útflutningsráð Íslands.
Meira
DÓMSTÓLL í Noregi sektaði SAS Braathens í gær fyrir að hafa misnotað viðkvæmar upplýsingar um keppinaut, Norwegian Air Shuttle (NAS), að því er segir í netmiðlinum Næringsliv24 . Þarf SAS Braathens að greiða 4,3 milljónir íslenskra króna í sekt.
Meira
Fréttaskýring | Miklar verðhækkanir hafa einkennt fasteignamarkaðinn á Spáni en þar eiga nú fjölmargir Íslendingar orðið hús og íbúðir. En nú eru blikur á lofti eins og Arnór Gísli Ólafsson komst að.
Meira
EINS OG greint hefur verið frá lækkaði Standard & Poor's lánshæfiseinkunn NEMI, norska tryggingafélagsins sem TM keypti nýlega, úr BBB í BBB- með neikvæðum horfum en ástæðan var sú að TM hugðist fjármagna kaupin að mestu með víkjandi láni.
Meira
STJÓRNARFORMAÐUR Íslands 2006 hefur verið valinn og verður valið kynnt á ráðstefnu um orðspor fyrirtækja í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarformaður Íslands er valinn með formlegum hætti en verðlaunin hafa verið veitt fimm sinnum í Noregi.
Meira
VERÐLAUNA- og útgáfuhátíð CoolBrands verður haldin í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 28. september næstkomandi. Þá verða verðlaunuð þau vörumerki sem hlutu flest atkvæði sem svölustu vörumerkin á Íslandi í kosningu sem fram fór á netinu en alls tóku 2.
Meira
Arne Vagn Olsen kom einu sinni til Akureyrar um verslunarmannahelgi, líkaði svo vel að hann vildi setjast þar að og býr nú í bænum. Skapti Hallgrímsson bregður upp svipmynd af Arne.
Meira
Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir að stjórnendur margra íslenskra fyrirtækja hafi áttað sig á því að það dugi ekki að horfa eingöngu til Íslands. "Í því hugarfari liggja einmitt tækifærin.
Meira
Microsoft Íslandi stendur fyrir ráðstefnu í næstu viku, þar sem kynnt verður meðal annars nýtt stýrikerfi frá Microsoft, Microsoft Vista, og ný heildarhugmynd er nefnist People-Ready.
Meira
MUNUR skammtímavaxta milli Íslands og viðskiptalanda okkar mun að líkindum minnka verulega þegar líður á næsta ár. Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Glitnis.
Meira
EKKERT er því til fyrirstöðu að breska verslanakeðjan Woolworths selji afþreyingararm fyrirtækisins sem gefur út bækur, geisladiska og mynddiska. Það mun hins vegar ekki gerast á sama tíma og fyrirtækið er í aðgerðum til þess að reyna að auka sölu sína.
Meira
EIN stærsta hótelkeðja Bretlands hefur ákveðið að bjóða gæludýrum gesta sín eigin rúm. Travelodge segir þessa nýju þjónustu beint að þeim gestum sem geta ekki hugsað sér að skilja við hund sinn eða kött.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.