Greinar þriðjudaginn 26. september 2006

Fréttir

26. september 2006 | Innlendar fréttir | 254 orð

Áfram stórframkvæmdir

SENNILEGA er ekki hægt að afnema verðtryggingu hér á landi. Þetta kom fram í máli Yngva Arnar Kristinssonar, framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbankans, á morgunverðarfundi þar sem hagspá greiningardeildar bankans var kynnt. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð

Á gjörgæslu eftir hestaslys

HESTAKONA sem slasaðist alvarlega á hálsi er hún datt af hestbaki í nágrenni Hvolsvallar á sunnudag er enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Læknir á sjúkrahúsinu segir að konan sé tengd við öndunarvél og að ástand hennar sé stöðugt. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Árlega stolið fyrir þrjá milljarða úr verslunum

AÐ mati Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) tapa verslanir á Íslandi um þremur milljörðum króna á hverju ári vegna þjófnaða úr verslunum. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 360 orð

Bankar lýsa áhuga á að kaupa Icelandair

TÖLUVERÐ hreyfing er að komast á sölu Icelandair út úr FL Group. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa a.m.k. tveir bankar lýst áhuga á að kaupa félagið. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Birna fer fram í NV-kjördæmi

BIRNA Lárusdóttir, fjölmiðlafræðingur á Ísafirði og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 136 orð

Boða fjöldagöngu með Ómari í kvöld

"Göngum með Ómari - þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir " nefnist fjöldaganga með Ómari Ragnarssyni sem boðað hefur verið til í kvöld. Gengið verður frá Hlemmi, niður Laugaveginn að Austurvelli og verður lagt af stað kl. 20. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Bryndís stefnir á 4.-5. sætið

BRYNDÍS Haraldsdóttir varaþingmaður gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Doktor í bókmenntafræði og ensku

SIF Ríkharðsdóttir varði doktorsritgerð sína í almennri bókmenntafræði og ensku við Washington University í St. Louis í Bandaríkjunum 12. apríl síðastliðinn. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Ekki rök fyrir alhliða banni á veiðum með botnvörpu

JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segist ekki sjá rök fyrir alhliða banni á veiðum með botnvörpu, eins og rætt hefur verið um á meðal sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð

Endurskoða breytingar á Miðgarði

Varmahlíð | Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við breytingar á félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð og taka verkefnið til gagngerrar endurskoðunar. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Engin verslun í Grímsey?

NÆSTUM 100% mæting var á fundi sem skólastjórinn í Grímsey boðaði til í gærkvöldi vegna yfirlýsingar eigenda Grímskjara, einu matvöruverslunarinnar í eynni, um að þau hyggist loka verslun sinni 15. október næstkomandi. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 171 orð

Eru tryggingar ekki fyrir alla?

Í KVÖLD, þriðjudaginn 26. september kl. 20, verður fræðslufundur í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands við Sturlugötu, þar sem rætt verður um tryggingamál þeirra sem veikjast af krabbameini. Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 77 orð

Er þetta flasa, frú?

Dublin. AFP. | Bandarísk kona var handtekin á Cork-flugvelli á Írlandi í gær eftir að í ljós kom að hún var með kíló af kókaíni í hárinu, að sögn írsku tollgæslunnar. Konan var með hárgreiðslu sem kennd er við býflugnabú. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð

Framsóknarkonur vilja aukinn hlut kvenna

FRAMKVÆMDARSTJÓRN Landssambands framsóknarkvenna skorar á framsóknarkonur að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fyrirlestur um hugmyndakreppu í Maður lifandi

ÞORVALDUR Þorsteinsson rithöfundur heldur fyrirlestur í dag kl. 17 í versluninni Maður lifandi, Borgartúni 24. Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 141 orð

Fyrirtækin lögsótt fyrir "léttar" sígarettur

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ALRÍKISDÓMARI í New York heimilaði í gær hópmálshöfðun á hendur tóbaksfyrirtækjum fyrir að blekkja reykingamenn og fá þá til að halda að "léttar" sígarettur væru hættuminni en aðrar sígarettur. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Gaman að sýna ljósmyndir frá Íslandi

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | "Mér finnst gaman að sýna útlendingum ljósmyndir. Þeir hrífast af myndefni sem okkur Íslendingum þykir hversdagslegt, eins og til að mynda norðurljósum og glitskýjum. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 50 orð

Greinargerð Tómasar Helgasonar

VEGNA birtingar á texta frá Tómasi Helgasyni, fv. yfirlækni, laugardaginn 23. september sl., vill Morgunblaðið taka eftirfarandi fram. Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Greitt fyrir al-Qaeda-liða

PERVEZ Musharraf, forseti Pakistans, fullyrti í breska blaðinu Times í gær, að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði á laun greitt stjórn hans milljónir Bandaríkjadala fyrir að framselja 369 meinta liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna. Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 332 orð | 2 myndir

Háttsettur frammámaður í Shanghæ rekinn úr embætti

Shanghæ. AP, AFP. | Leiðtogi kommúnistaflokksins í Shanghæ í Kína var sviptur því embætti í gær vegna spillingar. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 414 orð

Heimsmeistaratitlarnir í skák loks sameinaðir

Eftir Boga Þór Arason og Silju Björk Huldudóttur "ÞAÐ er mikið fagnaðarefni fyrir skákheiminn ef loks tekst að sameina heimsmeistaratitlana í skák," segir Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák, en í ráði er að sameina heimsmeistaratitlana... Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 172 orð | 2 myndir

Horft til framtíðar á Nesinu

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ARKITEKTASTOFAN arkitektur.is hefur kynnt nýstárlegar hugmyndir um stækkun Seltjarnarness þar sem gert er ráð fyrir um 3.500 til 4.000 manna byggð á landfyllingu út af Bakkagranda. Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Hrósaði Tony Blair í hástert

Manchester. AFP, AP. | Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hrósaði Tony Blair, forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins, í hástert þegar hann ávarpaði flokksþing Verkamannaflokksins í gær. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 162 orð

Hvetja til samstöðu um nýjan spítala

DEILDARRÁÐ læknadeildar Háskóla Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Í samstarfi við heilbrigðisvísindadeildir Háskóla Íslands myndar Landspítali - háskólasjúkrahús stærsta mennta- og rannsóknasetur landsins í heilbrigðisvísindum þar... Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Jón Baldvin til Lettlands

JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er á leið til Lettlands í boði utanríkisráðherra landsins til að taka þátt í sérstökum hátíðahöldum og málþingi í tilefni af því að 15 ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis Lettlands árið 1991... Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Kallar á hjálp í baráttunni við íslamista í Sómalíu

FORSÆTISRÁÐHERRA bráðabirgðastjórnarinnar í Sómalíu bað í gær þjóðir heims að hjálpa henni í baráttunni við íslamista sem hann lýsti sem hryðjuverkamönnum og sakaði um tengsl við al-Qaeda. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Lömb sigldu á Botnsvatni

ÞAU eru af ýmsum toga verkefnin sem koma inn á borð hjá björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Magnús Þorkell ræðir um sjaríalög múslíma

Magnús Þorkell Bernharðsson flytur í dag fyrirlestur á Lögfræðitorgi við Háskólann á Akureyri. Fyrirlesturinn, sem hefst kl. 12 í stofu L201 á Sólborg, kallar Magnús Sjaríalög múslíma: Forn lagabálkur í nútímasamfélagi? Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Markar þáttaskil í tæknilegri getu

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is "Þessi bor mun auka afkastagetu Jarðborana hér heima, auk þess sem fyrirtækinu verður kleift að taka ný skref í útrás," segir Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana hf. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 66 orð

Málþing um innflytjendur

Egilsstaðir | Í dag kl. 14 stendur Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) fyrir málþingi um þjónustu við innflytjendur á Austurlandi og ber þingið heitið fjölmenningarlegt Austurland, staðan og áherslur í málefnum íbúa af erlendum uppruna. Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 147 orð

Mikill áhugi á list Hitlers

London. AP. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 40 orð

Námskeið í stafgöngu

NÁMSKEIÐ í stafgöngu verður haldið á næstunni, nánar tiltekið í dag þriðjudag 26. september, föstudaginn 29. sept., þriðjudaginn 3. okt. og föstudaginn 6. október. Þátttökugjald er kr. 2000 og leiðbeinandi Sigurður Guðmundsson. Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Nítjánda fórnarlamb öfgaþjóðernissinna

VINIR indversks læknanema halda á lofti myndum af honum í Pétursborg í Rússlandi í gær, en hann var myrtur þar sl. sunnudag. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Opna fyrir setningahandbók

NÚ GEFST viðskiptavinum Og Vodafone tækifæri til að skoða og þýða setningar út setningahandbókinni Made in Iceland, sem Infotec gefur út í Vodafone live. Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 441 orð

Páfi átti fund með múslímum

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BENEDIKT páfi XVI. sagði á fundi með fulltrúum múslíma í gær, að viðræður milli kristinna manna og múslíma væru "lífsnauðsynlegar" í heimi, sem einkenndist af trúarlegri togstreitu. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

"Verðum að grípa til aðgerða áður en alvarlegt slys verður"

DAGFORELDRAR í Síðuhverfi hafa fengið sig fullsadda af síendurteknum og hættulegum skemmdarverkum á Bugðuvelli, leikvelli fyrir neðan verslunina Síðu. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 52 orð

Ráðin í stöðu menningarfulltrúa

Borgarbyggð | Ákveðið hefur verið að ráða Guðrúnu Jónsdóttur í hálft starf menningarfulltrúa Borgarbyggðar, til eins árs. Tillaga sveitarstjóra þessa efnis var samþykkt samhljóða í byggðaráði. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 545 orð | 2 myndir

Riða greinist í kind úr Flóanum í fyrsta skipti

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STAÐFEST hefur verið að kind frá bænum Syðri-Völlum í Flóa var smituð af riðu en þetta er í fyrsta skipti sem riðusmit kemur upp í Flóanum. Til stendur að skera allt fé á umræddum bæ. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Riðusmit í kind úr Flóanum staðfest

RANNSÓKN hefur staðfest að kind frá Syðri-Völlum í Flóa var riðusmituð en þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist í kind úr Flóanum. Allt fé á bænum, um 50-60 fjár, verður fellt og sýni verða tekin úr öllu sláturfé í Flóa og á Skeiðum. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð

Rúmlega 33 þúsund lofa betri hegðun

RÚMLEGA 33 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni, á vefsíðunni stopp.is. Vefsíðan var sett upp um miðjan mánuðinn af Umferðarstofu í kjölfar átaks gegn banaslysum í umferðinni. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 122 orð

Rætt um þróun í vetnistækni

STÝRINEFND alþjóðavetnissamstarfsins, IPHE, mun funda á Hótel Nordica í dag og á morgun. Er þetta sjötti fundur stýrinefndarinnar en stofnað var til samstarfsins í Washington í Bandaríkjunum seint á árinu 2003. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Samfylkingin hefur haft forystu

"ÞRÁTT fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir séu alltaf að tala um að lækka matarverðið hafa engar tillögur litið dagsins ljós og það á að ræða fjárlagafrumvarpið eftir helgi," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem... Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Skotfimin æfð á Þróttarvelli

FÁTT þykir sumum skemmtilegra en að sparka bolta og nota hvert tækifæri sem gefst til þess að æfa skotfimina. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð

Sluppu án meiðsla

MIKIL mildi þykir að þrjú börn sluppu án teljandi meiðsla þegar fólksbifreið var ekið á barnavagn á Hjallabraut í Hafnarfirði í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði barst tilkynning um óhappið kl. 16. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Snarpar ályktanir NAUST um virkjun og stóriðju

Höfn | Náttúrusamtök Austurlands (NAUST) héldu aðalfund sinn nýverið, en þau spanna svæðið frá Skeiðarársandi til Bakkafjarðar. Fundurinn ályktaði m.a. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð

Sprenging í ferðamannaverslun

"SKATTFRJÁLS verslun erlendra ferðamanna í miðborginni hefur aukist gífurlega í sumar frá því sem var sumarið 2005," segir Einar Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Sprengistjórinn ábyrgur

Eftir Andra Karl andri@mbl.is FORSTJÓRI Vinnueftirlitsins segir allt benda til þess að gáleysi sprengistjóra hafi valdið því að grjót og mold þyrlaðist yfir Vesturlandsveg eftir sprengingu á framkvæmdasvæði við Stekkjarbrekku á sunnudagsmorgun. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Stefnir á 2.-3. sæti

RAGNHEIÐUR Hergeirsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Árborg, hefur ákveðið að sækjast eftir 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar. Ragnheiður hefur m.a. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Stefnir á 4.-5. sæti

ANNA Sigríður Guðnadóttir, varaformaður Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og stefnir að kjöri í 4.-5. sæti. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Stefnir á 4.-6. sæti

GYLFI Þorkelsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 4. nóvember nk. vegna alþingiskosninganna næsta vor og stefnir á 4.-6. sæti á lista flokksins. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Stjórnendur hafa áhrif á líðan starfsmanna

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is MIKILVÆGUSTU áhrifaþættir í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga eru mönnun, stjórnunaraðferðir hjúkrunardeildarstjóra og samskipti við sjúklinga og samstarfsfólk, að sögn dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 557 orð | 1 mynd

Stofna félag um að flýta tvöföldun Suðurlandsvegar

Sjóvá-Almennar og sveitarfélög á Suðurlandi vilja auka umferðaröryggi og auka samkeppnishæfni Suðurlands með fjögurra akreina vegi til Selfoss. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 55 orð

Stolið fyrir 3 milljarða króna árlega

ÁRLEGA nemur tap verslana á Íslandi um þremur milljörðum króna vegna þjófnaðar. Þetta er mat Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Styrkir ráðstefnu um auðæfi smáríkja

SAMKOMULAG um að Landsbanki Íslands styrki Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands til að halda ráðstefnu á næsta ári var undirritað í gær. Ráðstefnan verður haldin 14. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Sýna samstöðu innan háskólanna

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands (SHÍ) og Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri (FSHA) hafa undirritað samstarfssamning. Meginmarkmið samstarfsins er að sýna samstöðu innan háskólanna þegar unnið er að stórum málum er varða nemendur beggja háskólanna. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Sækist eftir þriðja sæti

KRISTJÁN Ægir Vilhjálmsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 43 orð

Tekinn á 170 km hraða um helgina

BIFHJÓLAMAÐUR var tekinn á 170 km hraða við Hvolsvöll um helgina og má vænta ökuleyfissviptingar og 70 þúsund kr. sektar. Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu manninn eftir tilkynningu um ofsaaksturinn og fóru á eftir hjólinu. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 130 orð

Trésmiðja Fljótsdalshéraðs öll

Egilsstaðir | Trésmiðja Fljótsdalshéraðs (TF), sem stofnuð var árið 1973, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Meira
26. september 2006 | Erlendar fréttir | 159 orð

Tugir féllu í sjóorrustu á Sri Lanka

Colombo. AFP. | Sjötíu uppreisnarmenn úr röðum tamílsku Tígranna á Sri Lanka létu lífið í gær þegar níu bátum þeirra var sökkt í sjóorrustu undan norðausturströnd landsins, að sögn talsmanna varnarmálaráðuneytisins. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 350 orð

Tveggja ára fangelsi fyrir banvæna líkamsárás

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára karlmann, Loft Jens Magnússon, í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember 2004. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Vangaveltur um fyrirbæri á himni

"ÉG VAR farþegi í bíl og sat með myndavélina í fanginu, sem betur fer," segir Jón Ingi Cæsarsson áhugaljósmyndari sem var á ferð um Mývatnssveit nýverið þegar hann sá undarlegan strók á himni. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 164 orð

Vart hefur orðið við njálg í Brekkuskóla

Njálgur hefur fundist í börnum í Brekkuskóla, en aðeins er um örfá tilfelli að ræða, að sögn skólahjúkrunarfræðings. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 518 orð | 2 myndir

Vel fylgst með barneignum

Eftir Kristínu Sigurrós Einarsdóttur Trékyllisvík | Þrír nemendur eru í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum í vetur og er skólinn einn af fámennustu ef ekki fámennasti skóli landsins. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Verðlauna Magna

VERSLUNIN Gæði og mýkt við Grensásveg í Reykjavík hefur verðlaunað Magna Ásgeirsson og fjölskyldu hans fyrir góðan árangur Magna í Rock Star-þáttunum. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð

Vilja aukið eftirlit

Garður | Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða ályktun um umferðaröryggismál. Lýst er yfir þungum áhyggjum af hraðakstri, einkum á Garðvegi og Garðskagavegi. Vísað er til þess að alvarleg umferðarslys hafi valdið óbætanlegu tjóni og sorg. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Vill setja toppskarf á válista fuglategunda í hættu

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TOPPSKARFI hefur fækkað mjög mikið á Breiðafirði og vill Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, að tegundin verði sett á válista. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Þing kemur saman í næstu viku

ALÞINGI kemur saman að nýju mánudaginn 2. október nk. Þingið verður óvenju stutt í vetur vegna þingkosninganna fram undan. Í starfsáætlun þingsins er miðað við að þingfrestun verði 15. mars, en kosningar verða 12. maí. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 215 orð

Þing sveitarfélaga á Akureyri

ÞING Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið í þessari viku í Íþróttahöllinni á Akureyri en þetta þing er það tuttugasta í röðinni og er haldið undir yfirskriftinni Sterk og ábyrg sveitarfélög. Meira
26. september 2006 | Innlendar fréttir | 352 orð | 2 myndir

Þyngstu töskurnar í Glerárskóla 9 kíló

IÐJUÞJÁLFAR fara í íslenska grunnskóla í þessari viku og vigta þorra nemenda, með og án skólatöskunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

26. september 2006 | Leiðarar | 637 orð

Botnvörpubann og vísindi

Umræður um skaðsemi botnvörpuveiða fyrir lífríki sjávar færast í aukana með hverju árinu sem líður. Meira
26. september 2006 | Staksteinar | 236 orð

Nei, nú get ég!

Niðurstöður fyrstu leynilegu þingkosninga á Ísland árið 1908 komu mörgum í opna skjöldu. Þar höfðu andstæðingar uppkastsins sigur. Eðli leynilegra atkvæðagreiðslna er að geta komið á óvart. Meira
26. september 2006 | Leiðarar | 300 orð

Vandamál Bandaríkjamanna

Tvennt hefur komið fram í fréttum síðustu daga sem hlýtur að valda Bandaríkjastjórn áhyggjum. Meira

Menning

26. september 2006 | Menningarlíf | 159 orð

79 af stöðinni í Kvikmyndasafni

KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir kvikmyndina 79 af stöðinni (1962) í leikstjórn Erik Balling í kvöld kl. 20. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Indriða G. Meira
26. september 2006 | Kvikmyndir | 289 orð | 1 mynd

Asnakjálkar á toppnum

HINIR sívinsælu Asnakjálkar (Jackass) náðu toppsætinu um helgina í Bandaríkjunum með annarri mynd sinni og skutu þar með bardagamynd Jets Li ref fyrir rass. Meira
26. september 2006 | Menningarlíf | 111 orð | 2 myndir

Auglýsing í Fréttablaðinu í gær gaf til kynna að Auðunn Blöndal væri að...

Auglýsing í Fréttablaðinu í gær gaf til kynna að Auðunn Blöndal væri að fara af stað með nýjan þátt hinn 9. október á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Meira
26. september 2006 | Fólk í fréttum | 54 orð | 1 mynd

Á fund nýrrar fjölskyldu

ÞESSI KISA sat róleg í búri sínu á meðan henni var komið fyrir í fragtflutningavél Emirates-flugfélagsins. Meira
26. september 2006 | Menningarlíf | 183 orð | 1 mynd

Breytingar á dagskrá Jazzhátíðar

ÞÆR breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur að stórtónleikar Kurt Elling, sem fyrirhugaðir voru í Háskólabíói 30. september, færast yfir í Austurbæ. Meira
26. september 2006 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Dilana og Magni í Zúúber á FM957

HLJÓMSVEITIN Á móti sól heldur tónleika um komandi helgi. Af því tilefni kemur stórvinkona Magna úr sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova, Dilana, til landsins gagngert til að taka lagið með félaga sínum. Meira
26. september 2006 | Bókmenntir | 178 orð | 4 myndir

Evrópskur tungumáladagur

STOFNUN Vigdísar Finnbogadóttur stendur, í samvinnu við menntamálaráðuneytið, fyrir hátíðardagskrá í dag, á Evrópskum tungumáladegi. Dagskráin hefst í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 15 með ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur. Meira
26. september 2006 | Fólk í fréttum | 140 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Lögreglan í Los Angeles hefur lagt aukinn kraft í að reyna að upplýsa morðið á rappkónginum Notorious B.I.G árið 1997, og hafa að nýju auglýst 50.000 dollara verðlaun fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku þeirra sem voru valdir að morðinu.... Meira
26. september 2006 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Leikarinn viðkunnanlegi Chow Yun-fat stendur í ströngu við undirbúning fyrir næsta hlutverk sitt. Chow fór í strembna megrun og hefur verið iðinn við að vera á hestbaki. Meira
26. september 2006 | Fólk í fréttum | 194 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Eins og fjölmiðlar greindu frá hélt Hugo Chavez , forseti Venesúela, berorða ræðu frammi fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum, þar sem hann úthúðaði George W. Bush Bandaríkjaforseta. Meira
26. september 2006 | Fólk í fréttum | 216 orð | 1 mynd

Gamalbítillinn Paul McCartney gaf út sitt fjórða klassíska verk á...

Gamalbítillinn Paul McCartney gaf út sitt fjórða klassíska verk á dögunum. Kallast það "Ecce Cor Meum" og verður frumflutt í Royal Albert Hall í nóvember. Meira
26. september 2006 | Fólk í fréttum | 85 orð | 1 mynd

Gúmmítöffarinn Kevin Federline , sem einnig hlýðir nöfnunum K-Fed og hr...

Gúmmítöffarinn Kevin Federline , sem einnig hlýðir nöfnunum K-Fed og hr. Britney Spears , sýndi nýverið á sér nýjar hliðar. Meira
26. september 2006 | Myndlist | 284 orð | 1 mynd

Hátt í sjöhundruð verk

Í fyrsta sinn í sögu Nýlistasafnsins gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða safneign safnsins í heild sinni í húsakynnunum á Laugavegi 26. Meira
26. september 2006 | Tónlist | 964 orð | 1 mynd

Hreifst af Stórsveitinni

Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is HRÓÐUR Stórsveitar Reykjavíkur hefur farið víða og það kostar litla eftirgangsmuni að fá til landsins eftirsóttustu gestastjórnendur stórsveitardjassins til að vinna með hljómsveitinni. Meira
26. september 2006 | Leiklist | 732 orð | 1 mynd

Hvernig Hitler komst til valda

Eftir George Tabori í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri: Hafliði Arngrímsson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Gervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Sigurvald Ívar Helgason. Meira
26. september 2006 | Menningarlíf | 1226 orð

Höfundur ræður ekki alltaf ferðinni

SKAFTI Þ. Halldórsson (SÞH) skrifaði ritdóm um nýútkomna skáldsögu mína Gáfnaljósið og birtist hann í Morgunblaðinu 8. ágúst sl. Mér finnst ástæða til að bregðast við þessum ritdómi, en skal ekki orðlengja það frekar og vík beint að efninu. Meira
26. september 2006 | Menningarlíf | 173 orð | 1 mynd

Íranskur útgefandi heiðraður

VEITT voru frelsisverðlaun Alþjóðasamtaka bókaútgefenda við hátíðlega athöfn við setningu bókamessunnar í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag. Féllu þau íranska útgefandanum Shahla Lahiji í skaut. Meira
26. september 2006 | Menningarlíf | 374 orð | 1 mynd

Íslensk kammertónlist frá 20. öld í Kaupmannahöfn

Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is KASA-hópurinn flutti íslenska kammertónlist í Norræna húsinu síðstliðinn sunnudag; sömu efnisskrá og flutt verður á tónleikum í Kaupmannahöfn næstkomandi sunnudag. Þetta er fimmta starfsár hópsins. Meira
26. september 2006 | Fjölmiðlar | 290 orð | 1 mynd

Magni þenur raddbönd af lagni

SPURNINGALEIKURINN Orð skulu standa er á dagskrá Rásar 1 kl. 15.03 í dag, endurfluttur frá síðasta laugardegi. Gestir eru Pétur Blöndal blaðamaður og Vigdís Jakobsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins. Meira
26. september 2006 | Fjölmiðlar | 219 orð | 1 mynd

Með hverjum heldurðu?

ÉG byrjaði að fylgjast með ensku knattspyrnunni á síðustu öld. Á þeim árum var íslenska sjónvarpið ekki komið til sögunnar og því varð að treysta á íþróttafréttir Morgunblaðsins og ensk fótboltablöð, sem lesin voru upp til agna. Meira
26. september 2006 | Kvikmyndir | 247 orð | 2 myndir

Óbyggðirnar kalla

ÞAÐ er nýjasta Disney-myndin Óbyggðirnar (The Wild) sem situr í fyrsta sæti listans yfir mest sóttu myndir síðustu helgar. Meira
26. september 2006 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Sembaltónlist úr austri og vestri

SERBNESKI semballeikarinn Smiljka Isakovic leikur á Tíbrár-tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20, í tilefni af serbneskri menningarhátíð sem haldin er á Íslandi um þessar mundir. Meira
26. september 2006 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Sjónvarpskempan Oprah Winfrey opnaði á mánudag nýja útvarpsstöð. Stöðin...

Sjónvarpskempan Oprah Winfrey opnaði á mánudag nýja útvarpsstöð. Meira
26. september 2006 | Fólk í fréttum | 45 orð | 1 mynd

Söguleg dúkka

Á MYNDINNI sýnir Mariana Kochen "Barbí nr. 1", fyrstu barbídúkkuna sem framleidd var. Dúkkan er hluti af barbídúkkusafni Mariönu sem boðið var upp hjá Christie's uppboðshúsinu í gær. Meira
26. september 2006 | Menningarlíf | 432 orð | 2 myndir

Ungversk tregafegurð

Jæja... nema hvað...auðvitað skellti maður sér á tónleika hér í Berlín á dögunum enda hundruð tónleika í gangi dag hvern um alla borg. Svimandi fyrir sveitadrenginn og frummanninn frá Íslandi. Meira
26. september 2006 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Zoro í FÍH-salnum og á Akureyri

BANDARÍSKI trommuleikarinn Zoro heldur einleikstónleika í FÍH-salnum í Rauðagerði annað kvöld og í Brekkuskóla á Akureyri 28. september kl. 20. Meira

Umræðan

26. september 2006 | Aðsent efni | 486 orð | 1 mynd

Gífurleg aukning í verslun ferðamanna í miðborginni

Einar Örn Stefánsson skrifar um erlendra ferðamenn í miðborginni: "Skattfrjáls verslun erlendra ferðamanna hefur aukist gífurlega..." Meira
26. september 2006 | Aðsent efni | 1115 orð

Greinargerð frá Sóknarnefnd Skálholtssóknar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Sóknarnefnd Skálholtssóknar vegna uppsagnar organista: "Árið 1989 var ákveðið að ráða organista til starfa í Skálholtsprestakalli. Sama ár var gengið til samninga við Hilmar Örn Agnarsson. Meira
26. september 2006 | Aðsent efni | 735 orð | 1 mynd

Heilsugæsla í Malaví og stuðningur Íslendinga

Geir Gunnlaugsson fjallar um stuðning Íslendinga við heilsugæslu í Malaví: "Aðstoð okkar hefur áhrif á daglegt líf fátækra einstaklinga sem eru að berjast fyrir því að börnin lifi, að konur geti fætt börn án þess að hætta lífi sínu og veikt fólk fái viðeigandi meðferð." Meira
26. september 2006 | Bréf til blaðsins | 378 orð

Hvað mega tollverðir ganga illa um farangur?

Frá Guðjóni Jónssyni: "ÉG ÆTLA ekki að vera með nein leiðindi en mér bara blöskrar þau vinnubrögð sem mér hafa verið sýnd af tollvörðum, eða tollverði. Þannig er að ég bý í Iowa City og fór til Íslands hinn 3. september síðastliðinn og kom aftur hingað 13. september." Meira
26. september 2006 | Aðsent efni | 576 orð | 1 mynd

Kæri Jón

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir fjallar um baráttu fyrir textun íslensks sjónvarpsefnis: "Ég bið þig hér og nú um að texta allt innlent efni sem sent er út á sjónvarpsstöðunum þínum og fréttirnar líka." Meira
26. september 2006 | Aðsent efni | 710 orð | 1 mynd

Tengibrautin verður alltaf umhverfismál

Karl Tómasson svarar grein Valdimars Leós Friðrikssonar um tengibraut í Mosfellsbæ: "... einhversstaðar þarf hún að koma inn í Helgafellslandið og það hlýtur að verða besta lendingin, að sem flestir verði ánægðir og sem fæstir verði hennar varir." Meira
26. september 2006 | Bréf til blaðsins | 628 orð

Um réttindi dýra og svik við neytendur

Frá Erlu Elíasdóttur: "OFT vill það gleymast í veruleika daglegra grimmdarverka gegn fólki víða um heim að hvorki minni né fátíðari brot eru framin gegn dýrum, þótt raddir þeirra séu okkur þöglar og þau fari því varhluta af samúð okkar." Meira
26. september 2006 | Velvakandi | 551 orð | 1 mynd

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Agaleysi í íslenskum skólum ÉG átti leið um gangstétt sem er í næsta nágrenni við ónefndan menntaskóla hér á landi. Mér krossbrá þegar ég sá allar tyggjóklessurnar sem voru fastar í gangstéttarhellunum. Meira
26. september 2006 | Aðsent efni | 891 orð | 1 mynd

Það sem Barnahúsi er fyrir bestu

Helgi I. Jónsson svarar grein forstjóra Barnaverndarstofu: "Þjónar málflutningur hans eingöngu sérhagsmunum Barnahúss sem stofnunar og er það tilefni yfirskriftar greinar þessarar." Meira

Minningargreinar

26. september 2006 | Minningargreinar | 1440 orð | 1 mynd

Guðjón Guðlaugur Kristinsson

Guðjón Guðlaugur Kristinsson fæddist á Kálfárvöllum í Staðarsveit 12. febrúar 1925. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 16. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Kristinn Guðjónsson, f. 21. febrúar 1873 í Vatnagörðum í Landsveit, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2006 | Minningargreinar | 74 orð | 1 mynd

Guðný Guðjónsdóttir

Guðný Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1916. Hún lést á Landspítalanum 27. ágúst síðastliðinn og var útför Guðný Guðjónsdóttir Guðný Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1916. Hún lést á Landspítalanum 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey 7. september. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2006 | Minningargreinar | 2463 orð | 1 mynd

Guðrún Laxdal

Guðrún Laxdal kaupkona fæddist í Reykjavík 1. mars árið 1914. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Laxdal, söngkona og tónskáld, f. 7. desember 1883, d. 13. nóvember 1918 og Jón Laxdal, kaupmaður og tónskáld, f. 13. október 1865, d. 7. júlí 1928. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2006 | Minningargreinar | 1726 orð | 1 mynd

Gyða Einarsdóttir

Alice Gyða Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Einarson málarameistari og kaupmaður á Vegamótum á Seltjarnarnesi, f. 6. júlí 1892 , d. 27. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2006 | Minningargreinar | 1572 orð | 1 mynd

Halldór Ágústsson

Ragnar Halldór Ágústsson fæddist á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá í N-Múlasýslu 15. ágúst 1922. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 23. september síðastliðins. Foreldrar hans voru Vilhelm Ágúst Ásgrímsson bóndi á Ásgrímsstöðum, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2006 | Minningargreinar | 1007 orð | 1 mynd

Kristín Sveinsdóttir

Kristín Sveinsdóttir fæddist í Stórutungu í Bárðardal, 9. apríl 1921, og ólst þar upp. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 18. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Pálsson og Vilborg Kristjánsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2006 | Minningargreinar | 4706 orð | 1 mynd

Magnús Magnússon

Magnús Magnússon pípulagningameistari og lögreglumaður fæddist í Hafnarfirði 24. júní 1945. Hann lést af slysförum laugardaginn 16. september. Magnús er sonur hjónanna Magnúsar St. Magnússonar pípulagningameistara, f. 1922, og Guðrúnar E. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

26. september 2006 | Sjávarútvegur | 186 orð | 2 myndir

Bjarna Ólafssyni breytt í Póllandi

Bjarni Ólafsson AK sigldi frá Póllandi síðastliðinn laugardag eftir töluverðar breytingar á skipinu. Í megindráttum fólst verkið í því að endurnýja framhlið og hliðar í stýrishúsi, ásamt gluggum. Meira
26. september 2006 | Sjávarútvegur | 77 orð

Fá að veiða meiri kola

SAMKVÆMT ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins hefur hámarksafli í skarkola hefur verið aukinn í 85 tonn úr 60 tonnum á bát í Faxaflóa, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins. Enda hafi þeir nægjanlegt aflamark í tegundinni. Meira
26. september 2006 | Sjávarútvegur | 428 orð | 1 mynd

Öryggisvika sjómanna sett

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra setti formlega öryggisviku sjómanna síðdegis í gær, mánudag. Meira

Viðskipti

26. september 2006 | Viðskiptafréttir | 244 orð | 1 mynd

Afkoma Avion undir væntingum

AVION GROUP var rekið með 83 milljóna dala tapi fyrir skatta, jafngildi um 5,8 milljarða króna miðað við gengi dalsins nú, á tímabilinu frá 1. nóvember 2005 til 31. júlí 2006. Meira
26. september 2006 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Bréf Avion Group lækkuðu um 9,3%

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands lækkaði um 0,5% í gær, í 6.222 stig. Verslað var með hlutabréf fyrir rúma 3,2 milljarða króna, mest með bréf í Landsbankanum eða fyrir tæpar 478 milljónir króna. Gengi bréfa FL Group hækkaði mest eða um 1,3%. Meira
26. september 2006 | Viðskiptafréttir | 200 orð

FlyMe hættir við yfirtöku

SÆNSKA lággjaldaflugfélagið FlyMe, þar sem Fons, eignarhaldsfélag þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, er stærsti hluthafi, hefur hætt við yfirtöku á breska leiguflugfélaginu Astraeus. Meira
26. september 2006 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Jákvæðari tónn í nýrri skýrslu Fitch Ratings um íslensku bankana

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÍSLENSKA bankakerfið hefur tekið róttækum breytingum á undanförnu þremur árum og því hefur gengið vel að takast á við breytingarnar þótt þeir hafi haft í för með sér nýja áhættu og verkefni. Meira
26. september 2006 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Kaup Landsbankans á Cheshire Guernsey frágengin

LANDSBANKINN hefur lokið við kaup sín á Cheshire Guernsey Ltd. en þau voru háð skilyrðum um samþykki eftirlitsaðila á Guernsey og Íslandi og hefur það nú fengist. Kaupin voru fjármögnuð með eigin fé Landsbankans. Meira
26. september 2006 | Viðskiptafréttir | 1019 orð | 1 mynd

Stefnir í nýtt hagvaxtarskeið 2008-2010

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Eftir örstutt aðlögunarskeið á næsta ári stefnir í nýtt hagvaxtarskeið á árunum 2008-2010 vegna áframhaldandi stóriðjuframkvæmda. Hagvöxtur á þessum árum verður 5% að meðaltali. Meira
26. september 2006 | Viðskiptafréttir | 167 orð | 1 mynd

TM semur við norska tryggingafyrirtækið Møretrygd

Tryggingamiðstöðin hefur gert samning við norska tryggingafyrirtækið Møretrygd um vátryggingasamstarf á sviði frum- og endurtrygginga. Meira
26. september 2006 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Verðmæti eigna heimilanna eykst

EFTIR NÁNAST stöðugan samdrátt frá því í mars á þessu ári hækkuðu eignir íslenskra heimila að verðmæti í ágústmánuði ef miðað er við eignaverðsvísitölu greiningardeildar Kaupþings banka. Meira
26. september 2006 | Viðskiptafréttir | 175 orð | 1 mynd

Vogunarsjóður tapar 421 milljarði í framvirkum gasviðskiptum

VOGUNARSJÓÐURINN Amaranth Advisor tapaði um 421 milljarði króna á fjárfestingum á gasmarkaði, en verð á gasi hefur lækkað mikið undanfarna mánuði. Meira

Daglegt líf

26. september 2006 | Daglegt líf | 98 orð

Af þingheimi

Guðmundur Halldórsson frá Húsavík veit fátt skemmtilegra en að yrkja um Framsóknarflokkinn. Meira
26. september 2006 | Daglegt líf | 555 orð | 1 mynd

Börn eru klár og geta lært að leita lausna

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Hrós er öflugt stjórntæki, oft miklu öflugra en skammir og refsingar eins og kemur fram í bókinni Börn eru klár! sem nýlega kom út hjá JPV. Þar er lýst uppeldisaðferðum sem eru eftirtektarverðar. Meira
26. september 2006 | Daglegt líf | 259 orð | 1 mynd

Fá sápu í eyrun

"ÁÐUR í Leiðarljósi," hljómar dæmigerð kynning á útvarpsþáttunum "Guiding Light" sem miðlað er um netið en margir hér á landi kannast við þættina sem hafa verið sýndir hér á landi undanfarin ár. Meira
26. september 2006 | Daglegt líf | 434 orð | 1 mynd

Gott saman: Bók í hönd og kaffi í munni

Hjónin Bjarni Harðarson og Elín Gunnlaugsdóttir eru elsk að bókum og kaffi enda hafa þau lengið alið með sér draum um að opna Bókakaffi. Kristín Heiða Kristinsdóttir kom við á Selfossi þar sem draumurinn er um það bil að rætast. Meira
26. september 2006 | Daglegt líf | 1162 orð | 3 myndir

Í Góða hirðinn í hádeginu

Af biðröðinni að dæma er eitthvað afskaplega spennandi að fara að gerast. Sú er líka raunin því innan fárra mínútna verður verslunin opnuð. Meira
26. september 2006 | Daglegt líf | 38 orð | 1 mynd

Lýstu út í salinn

Fyrirsæturnar sem sýndu fatnað hönnuðarins Anke Loh á forsýningu tískusýningar í Chicago í Illinois í síðustu viku voru klæddar óvenjulegum fötum. Þegar þær gengu um og sýndu klæðnaði sendi efnið í fötunum frá sér ljós út í... Meira
26. september 2006 | Daglegt líf | 477 orð | 2 myndir

Snöggar með sverðin

Skylmingar eru í margra huga fyrst og fremst fyrir stráka en þær Unnur og Kolfinna láta það ekki aftra sér frá því að æfa þessa fögru íþrótt. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti snarpar stelpur með sverð á lofti. Meira
26. september 2006 | Daglegt líf | 322 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Við jafndægur á hausti geta landsmenn litið um öxl til liðins sumars, en verða varla sammála um gæði þess frekar en margs annars sem yfir þá gengur í daglegu lífi. Meira

Fastir þættir

26. september 2006 | Fastir þættir | 145 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Buffett bikarinn. Meira
26. september 2006 | Í dag | 533 orð | 1 mynd

Eru tryggingar ekki fyrir alla?

Páll Jens Reynisson fæddist 1981 og ólst upp í Hafnardal við Ísafjarðardjúp. Hann lauk stúdentsprófi frá FNV 2002 og leggur nú stund á nám í véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ. Páll er ritari Vélarinnar og hefur með námi m.a. starfað sem mælingamaður. Meira
26. september 2006 | Í dag | 40 orð | 1 mynd

Hljómeyki í Hásölum

Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika í dag, 26. september kl. 20, í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Flutt verða verk eftir sjö kórfélaga og auk þess verk eftir Báru Grímsdóttur, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson og Úlfar Inga Haraldsson. Meira
26. september 2006 | Í dag | 88 orð | 1 mynd

Lifandi land - lifandi vatn í Listasal Mosfellsbæjar

Steinunn Marteinsdóttir sýnir í Listasal Mosfellsbæjar nýjustu málverk sín og fjalla verkin um land og náttúru. Meira
26. september 2006 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins : Gakk þú inn í bergið og fel þig í jörðu fyrir ógnum...

Orð dagsins : Gakk þú inn í bergið og fel þig í jörðu fyrir ógnum Drottins og ljóma hátignar hans. (Jes. 2,3-10. Meira
26. september 2006 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4 5. Rd5 Be7 6. a3 e4 7. Rg1 O-O 8. Dc2 He8 9. Re2 Re5 10. Rxf6+ Bxf6 11. Rc3 d5 12. cxd5 Bf5 13. Rxe4 Bh4 14. Da4 Dxd5 15. Rc3 Dd8 16. d4 Rd3+ 17. Bxd3 Bxd3 18. Bd2 b5 19. Db3 Dxd4 20. O-O-O Dc5 21. g3 Bc4 22. Meira
26. september 2006 | Í dag | 95 orð

Spurt er... dagbok@mbl.is

1 Íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld. Hvaða lið varð Íslansmeistari í kvennaflokki í vor? 2 Enn einu sinni eru fréttir um, að Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, sé allur en hvaða sjúkdómur er nú nefndur sem banamein hans? Meira
26. september 2006 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Tvær sýningar í Listasafni ASÍ

Nú standa yfir tvær sýningar í Listasafni ASÍ. Ásmundarsalur: "Storð". Ragnheiður Jónsdóttir sýnir stórar kolateikningar. Meira
26. september 2006 | Fastir þættir | 322 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur alið upp ófá börnin, a.m.k. reynt það. Og alltaf byrjar sama þrasið að hausti - ágreiningur um útivistartíma. Víkverji er löghlýðinn borgari og hefur alla tíð virt útivistarreglur lögreglu. Leyfir börnum sínum að vera úti til kl. Meira
26. september 2006 | Viðhorf | 979 orð | 1 mynd

Ævintýraborgin

Ég dundaði mér líka við að búa til í huganum stóra og mikla skiptistöð undir Kringlunni, þar sem línurnar tvær í jarðlestarkerfinu mínu skárust. Meira

Íþróttir

26. september 2006 | Íþróttir | 176 orð

Dani til Valsmanna

Danski varnarmaðurinn Rene Carlsen mun leika með karlaliði Vals í knattspyrnu á næstu leiktíð en Valsmenn hafa gert samkomulag við leikmanninn, sem verður 27 ára gamall um næstu helgi, um að spila með liðinu næstu tvö árin. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

David Toms ósáttur

David Toms, liðsmaður bandaríska Ryderliðsins í golfi, segir að liðið hafi ekki náð eins vel saman og vonir stóðu til. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Einkunnagjöf

Þessir urðu efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins: Leikmenn Viktor B. Arnarsson, Víkingi 19 Bjarni Guðjónsson, ÍA 17 Tryggvi Guðmundsson, FH 15 Atli Jóhannsson, ÍBV 14 Eyjólfur Héðinsson, Fylki 14 Grétar S. Sigurðarson, Víkingi 14 Jónas G. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Elías Fannar minnir á sig

Elías Fannar Stefnisson, 15 ára markvörður ÍBV, er í liði 18. umferðar Morgunblaðsins og er hann að sjálfsögðu yngsti leikmaðurinn sem hefur verið valinn í úrvalsliðið á þessu tímabili. Þrír leikmenn í liði 18. umferðar hafa ekki verið þar áður. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 451 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Hafsteinn Ingason var markahæstur í liði Ribe með sjö mörk þegar liðið tapaði fyrir TM Tønder , 30:33, á heimavelli í næstefstu deild danska handknattleiksins á sunnudag. Tryggvi Haraldsson , sem einnig leikur með Ribe , skoraði þrjú mörk í leiknum. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 283 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Heiða Guðnadóttir , kylfingur úr GS, endaði í 11. sæti á alþjóðlega gríska áhugamannamótinu sem lauk nú um helgina. Heiða lék hringina fjóra á 76, 77, 76 og 75 höggum eða á samtals 304 höggum. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 222 orð | 1 mynd

Í samræmi við væntingar

"ÉG er ánægður með þá staðreynd að okkur er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 166 orð

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeildin: Portsmouth - Bolton 0.1 Kevin Nolan...

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeildin: Portsmouth - Bolton 0.1 Kevin Nolan 22. Staðan: Chelsea 650111:315 Man. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Kylfingar til Turnberry

Golfsamband Íslands og KB banki standa fyrir golfferð fyrir íslenska afrekskylfinga dagana 5.-8. október en þar leika 9 kylfingar á KB banka mótinu sem fram fer á hinum fræga Turnberry-velli í Skotlandi. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 173 orð

Leifur Sigfinnur áfram í brúnni hjá liði Fylkis

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Leifur Sigfinnur Garðarsson verður áfram þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu. Forráðamenn Árbæjarliðsins réðu ráðum sínum á fundi í gærkvöld og þar var ákveðið að Leifur yrði áfram við stjórnvölinn. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Nolan fann leið framhjá varnarmúr Portsmouth

Kevin Nolan, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, var sá fyrsti sem fann leiðina í gegnum vörn Portsmouth á leiktíðinni en hann tryggði Bolton 1:0-sigur í gær með marki sem hann skoraði í fyrri hálfleik. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 423 orð

Ólafur áfram í Krikanum

ÓLAFUR Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs FH í Landsbankadeild karla, hefur samið við félagið til eins ár en undir hans stjórn hefur liðið fagnað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin þrjú ár. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 510 orð | 1 mynd

Stjarnan á að vinna allt sem í boði er í vetur

ÍSLANDSMÓTIÐ í handknattleik hefst í kvöld með þremur leikjum í efstu deild kvenna. Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að það myndi koma sér verulega á óvart ef Stjarnan úr Garðabæ tæki ekki alla bikara sem í boði væru. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 788 orð | 1 mynd

Tekst Man.Utd. að hefna ófaranna í Lissabon?

ÖNNUR umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld með átta leikjum. Ensku liðin Arsenal og Manchester United verða bæði í eldlínunni gegn portúgölsku liðum. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Woods gagnrýndur

FJÖLMIÐLAR vestan hafs fara ekki fögrum orðum um bandaríska Ryder-liðið sem tapaði fyrir því evrópska á K-Club vellinum á Írlandi um helgina. Meira
26. september 2006 | Íþróttir | 188 orð

Woosnam skorar á sína menn

Ian Woosnam, fyrirliði Ryder-liðs Evrópu í golfi, skoraði í gær á kylfinga liðsins að sýna sig og sanna á lokaspretti keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni og bandarísku mótaröðinni "Ég vonast til þess að þeir nýti sér meðbyrinn og takist á við... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.